Björgun - Tímarit - 1. tbl. 2011

Page 1

Jarðskjálftar í Japan Leit á Eyjafjallajökli Tetra 2011 Rústabjörgun Aðgerðagrunnur Tækjamót Snjóflóðakennsla Kynningardagur slysavarnadeilda

1. tbl. 11. árg. 2011


LAND CRUISER

ÍSLENSKA SIA.IS TOY 52542 11/10

ÞARF AÐ SEGJA MEIRA?

Land Cruiser. Nafn sem segir meira en þúsund orð. Íslendingar þekkja Land Cruiser betur en flestar aðrar þjóðir. Við íslenskar aðstæður hefur Land Cruiser öðlast sess sem ímynd áreiðanleika og gæða. Land Cruiser er sigurvegari sem sannað hefur gildi sitt við íslenskar aðstæður í fimmtíu ár. Sagan heldur áfram með Land Cruiser yfir stræti og torg – um vegi og vegleysur.

Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070

www.toyota.is

Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 420-6600

Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000



8

11

18

Efni

Efnisyfirlit

1.tbl. 11.árg. apríl 2011

Björgunarmál Jarðskjálftar í Japan

6

Leit á Eyjafjallajökli

8

Nýr aðgerðagrunnur

11

Þegar við leitum

14

Að sjá og finna

18

Nýtt úthlutunarkerfi

23

Tetra

26

Tækjamót 2011

30

Fyrirkomulag og áherslur

34

F2 gulur – orkuþurrð í maga

37

Vinnustofa í sprungubjörgun

43

Námskeið í aðgerðarstjórnun

47

Sérhæfð leitartæki í rústabjörgun

50

Nýr Land Cruiser HSSK

52

Slysvarnir

26

Fjölgun ferðamanna fylgir ábyrgð

54

Númi og konurnar þrjár og Númi stendur í ströngu

56

Einn árgangur á ári

58

Kynningardagur slysavarnadeilda

60

Nýjar leiðir í fjáröflun slysavarnadeilda

62

Unglingamál Landsmót 2011 á Dalvík

37

4

Slysavarnir

Nýr jakki

64

Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar

65

1. tbl. 11. árg. 2011 Útgefandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg, Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík. Áskrift og almennur sími: 570-5900. Netfang: bjorgun@landsbjorg.is. Auglýsingar: herdis@landsbjorg.is. Ritstjóri: Ólöf Snæhólm Baldursdóttir. Ritstjórn: Jón Ingi Sigvaldason, Oddur Einar Kristinsson, Sigurður Ólafur Sigurðsson og Jónas Guðmundsson. Ábyrgðarmaður: Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri. Próförk: Haraldur Ingólfsson – Harla. Umbrot og prentun: Prentsmiðjan Oddi. Forsíðumynd: Sigurður Ó. Sigurðsson. M

HV

E R F I S ME

R

KI

43

Félagsmál

U

30

63

141

776

PRENTGRIPUR

Slysavarnafélagið Landsbjörg er samtök sjálfboðaliða um allt land sem vinna björgunar- og slysavarnastarf. Innan félagsins starfa um 100 björgunarsveitir, um 40 virkar slysavarnadeildir auk öflugs unglingastarfs. Félagið rekur Slysavarnaskóla sjómanna, Björgunarskólann, þjálfunarbúðir á Gufuskálum, 14 björgunarskip og tugi slysavarnaskýla út um allt land. Björgun, tímarit félagsins, kemur að jafnaði út tvisvar á ári. Blaðið er prentað á umhverfisvænan pappír. Allar ábendingar um efni í blaðið eru velkomnar og sendast á olof@landsbjorg.is. Þeir sem óska eftir áskrift að blaðinu geta haft samband við skrifstofu félagsins. Slysavarnafélagið Landsbjörg gefur einnig út árbók einu sinni á ári og er hún yfirlit um starfsemi félagsins árið á undan. Nánari upplýsingar um Slysavarnafélagið Landsbjörg má finna á www.landsbjorg.is.


Komið heil heim!

PIPAR\TBWA • SÍA • 103015

Útivistarvörur í sérflokki

Dakota

Oregon

Harðgert, lófastórt útivistartæki með snertiskjá, næmum GPS-móttakara með HotFix™ gervihnattaútreikningi, hæðarmæli, SD-kortalesara, 3-ása rafeindaáttavita og grunnkorti af heiminum. Dakota staðsetur þig fljótt, örugglega og nákvæmlega.

GPS staðsetningartæki með einfaldri og aðgengilegri valmynd, alvöru þrívíddarkorti, snertiskjá, hágæða GPS-móttakara, hæðarmæli, 3-ása rafeindaáttavita, SD-kortalesara, myndaskoðun o.fl. Oregon veitir góða tilfinningu fyrir landslaginu og er fullkominn ferðafélagi hvert sem förinni er heitið.

Harðgerðasta útivistartækið byggt á vinsælasta GPS tæki allra tíma. Aðgengileg valmynd, einfallt stýrikerfi og takkaborð gerir þetta tæki að stórskemmtilegum ferðafélaga á fjöllum. Mikil upplausn og skyggingar gefa goða tilfinningu fyrir landslagi og einnig er hægt að lesa loftmyndir og skönnuð kort í tækið.

Evo3

Bakpokar

Arva Evo3 snjóflóðaýlirinn sem sló í gegn í fyrra. Þriggja loftneta stafrænn ýlir með skýrum skjá. Mjög hraðvirkur og einfaldur í notkun.

Arva bakpokar í miklu úrvali með hólfi fyrir stöng og skóflu ásamt skíða- og snjóbrettafestingum.

Tachyon XC

Surefire vasaljós

Snjóflóðabakpokarnir

Fullkomin myndbandsupptökuvél til að taka upp myndskeið af áhugamálinu án þess að nota hendurnar, því þú festir vélina á hjálminn, byssuna, húfuna, stýrið eða köfunargleraugun. Vélin er vatnsheld að 30 metra dýpi og ótrúlega sterk. Fjörið sýnir þú svo á Facebook eða YouTube.

Surefire vasaljós er ekki bara venjulegt og vasaljós því ljósið er ótrúlega skært úr ekki stærra vasaljósi. Surefire notar nýjustu og bestu tækni sem völ er á til að þróa enn betri ljós en þekkst hafa. Amerísk gæði tryggja styrk og endingu, hvort sem er í hand- eða höfuðljósum.

ABS snjóflóðabakpokarnir eru byggðir á 25 ára reynslu og eru hannaðir til að auka rúmmál þeirra sem lenda í snjóflóði svo þeir fljóti efst í flóðinu. Nauðsynlegt öryggistæki fyrir fjallaskíða- og vélsleðafólk.

Garmin GPSmap 62s

Snjóflóðastangir og skóflur frá Arva í miklu úrvali á frábæru verð

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is


Stjórnendur ÍA funda í Skógarhlíð með fulltrúum utanríkisráðuneytisins. Tekin var ákvörðun um að setja Íslensku alþjóðabjörgunarsveitina á „stand-by“ sem þýðir að hún fer af stað berist formleg beiðni um aðstoð frá skaðalandi.

Jarðskjálftar í Japan Föstudaginn 11. mars sl., rétt fyrir klukkan 05:46 að íslenskum tíma, varð jarðskjálfti við Japan. Fyrstu upplýsingar gáfu til kynna Víðir Reynisson, einn af stjórnendum ÍA

að hann væri 7,9M að stærð. Fljótlega komu betri upplýsingar og stærð skjálftans sögð vera 8,8M og dýptin 24 km. Í dag hafa vísindamenn reiknað skjálftann að stærð 9,0M. Sem gerir hann að einum af stærstu skjálftum frá því að mælingar hófust. 6

Björgunarmál

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin (ÍA) hefur á að skipa fólki sem fylgist vel með hamförum sem þessum. Margir félagar í sveitinni eru á listum hjá aðilum sem senda strax upplýsingar bæði með SMS skilaboðum sem og með tölvupóstum. Ávallt eru tveir af stjórnendum sveitarinnar ábyrgir fyrir því að vakta þessar upplýsingaveitur. Því var strax þegar fyrstu upplýsingar bárust farið að fylgjast með framvindu mála. Á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) er rekin vefsíða þar sem þeir aðilar sem koma til aðstoðar við hamfarir skiptast á upplýsingum og skrifstofa SÞ um samhæfingu aðgerða setur inn stöðu mála. Fjölmiðlar gefa einnig mikilvægar upplýsingar og er fylgst vel með því sem þar má sjá og heyra. Það var fljótt ljóst að hér var um hamfarir að ræða sem hefðu gríðarleg áhrif og það víða. Ekki var eingöngu um að ræða stóran og öflugan jarðskjálfta heldur fylgdi honum gríðarleg flóðbylgja. Í fjölmiðlum mátti fylgjast með flóðbylgjunni eyða öllu sem á hennar vegi varð, skip, bílar, hús og önnur mannvirki voru flóðbylgjunni engin fyrirstaða. Það varð stjórnendum ÍA ljóst að hamfarirnar væru á mörkum þess sem nokkurt samfélag gæti tekist á við og talið líklegt að sveitin gæti komið að gagni við björgun mannslífa. Því var ákveðið að setja sveitina


Félagar og stjórnendur ÍA söfnuðust saman í Skógarhlíð þegar ljóst var að minni líkur en meiri væru á að sveitin yrði send af stað. á svokallað vöktunarstig, sem þýðir að allir félagar fá boð með SMS um að verið sé að fylgjast með málum og að til útkalls gæti komið. Haft var samband við utanríkisráðuneytið (UTN) og það upplýst um þetta mat stjórnenda. UTN fór að kanna hvort Japanir vildu þiggja aðstoð Íslendinga og á sama tíma upplýstu stjórnendur á vef SÞ að sveitin væri komin á vöktunarstig og biði eftir formlegri beiðni japanskra stjórnvalda. Fjölmargar aðrar alþjóðlegar björgunarsveitir gerðu slíkt hið sama. Stjórnendur höfðu samband við flugrekstraraðila til að kanna hvort hægt væri að fá flugvél til að flytja sveitina og þá hvað svona ferðalag tæki langan tíma. Icelandair upplýsti að vél gæti verið tilbúin með tveggja tíma fyrirvara í Keflavík og flug til Japans um Alaska tæki um 15 klst. Á meðan þetta var unnið í Skógarhlíðinni voru félagar sveitarinnar og einingarnar á fullu að undirbúa sig fyrir hugsanlegt útkall. Það er stórmál að taka þá ákvörðun að bjóða sig fram í útkall á vegum sveitarinnar því það þýðir að maður fari með litlum fyrirvara um hálfan hnöttinn á hamfarasvæði og sé tilbúinn að dvelja þar í allt að 10 daga. Því er mikilvægt að allir sem slíkt gera séu búnir að ræða vel við sína fjölskyldu og vinnuveitendur um slíkt. Þegar fór að líða á daginn fannst stjórnendum líkurnar á því að japönsk stjórnvöld myndu biðja um aðstoð fara að aukast. Samhæfingarstöð Evrópusambandsins í hamförum hafði samband og upplýsti að talið væri að beiðni um aðstoð væri í pípunum og það sama mátti lesa af upplýsingum frá öðrum sveitum. Í samskiptum við samhæfingarstöð Evrópusambandsins kom skýrt fram að ÍA gæti hæglega orðið fyrst evrópskra rústabjörgunarsveita á vettvang vegna skamms viðbragðstíma sveitarinnar og flugáætlun Icelandair sýndi fram á styttri flugtíma en frá meginlandi Evrópu til hamfarasvæðanna. Því var tekin ákvörðun um að setja sveitina á viðbúnaðarstig. Þetta þýddi að frekari undirbúningur gat hafist, farið var að kaupa þann mat sem þarf að taka með og annað slíkt. Aðildareiningarnar fóru að ljúka sínum undirbúningi og félagar sveitarinnar pökkuðu sínum búnaði og gerðu allt tilbúið til að fara til Keflavíkur þar sem sveitin hefur aðsetur og lokaundirbúningur fyrir brottför fer fram. Þarna var komið fram á kvöld og ljóst að margir dýrmætir klukkutímar höfðu tapast við að bíða eftir formlegri beiðni japanskra stjórnvalda. Það að

stjórnvöld í ríkjum þar sem hamfarir hafa orðið, og hvað þá af þeirri stærðargráðu sem hér er fjallað um, taki talsverðan tíma í að reyna að meta þörfina fyrir alþjóðlega aðstoð er ekki óeðlilegt. Einnig þarf að horfa til þess að ekki var eingöngu um að ræða að hús hefðu hrunið í jarðskjálfta heldur hafði flóðbylgja sem engu eirir gengið yfir svæðið í kjölfarið. Því var ákveðið um kl. 22.00, þegar enn hafði engin formleg staðfesting japanskra stjórnvalda borist um þörf á aðstoð, að hætta við útkall en fylgjast áfram vel með og endurmeta stöðuna ef eitthvað breyttist. Aldrei kom til þess að japönsk stjórnvöld óskuðu formlega eftir aðstoð Íslendinga en nokkur ríki sendu björgunarsveitir á grundvelli beinna samskipta stjórnvalda viðkomandi ríkja. Í ljós hefur komið að ekki var mikið um að hús hefðu hrunið utan þess svæðis þar sem flóðbylgjan fór yfir og verkefni alþjóðlegra björgunarsveita var mest að aðstoða við almenn hjálparstörf. Í dag er enn gríðarlega erfitt ástand í Japan. Staðfest

er að um 13.000 hafi látist, rúmlega 14.000 er enn saknað og 5.000 hafi slasast. Um 200.000 manns búa í neyðarskýlum. Til að auka enn á alvarleika hamfaranna varð mikið tjón á kælikerfum kjarnorkuvers sem leiddi til leka á geislavirkum efnum. Nú er búið að flytja íbúa burt í um 30 km radíus frá verinu. Enduruppbygging samfélagsins mun taka mörg ár og ljóst að japanska þjóðin stendur frammi fyrir langvarandi erfiðleikum. Fyrir Íslensku alþjóðabjörgunarsveitina var þetta þörf áminning að vera ávallt viðbúin að bregðast við þó að um langan veg sé að fara. Fyrir Íslendinga ætti þetta einnig að vera mikilvæg lexía að horfa á eitt best undirbúna samfélag gagnvart náttúruhamförum verða fyrir slíku áfalli og vekur upp spurningar hvort endurskoða þurfi þá aðferðafræði sem ríkjandi er hjá mörgum að horfa á þá atburði sem eru líklegastir en ekki á verstu hugsanlegu sviðsmynd hamfara.

Þegar jarðskjálfti, og fljóðbylgja í kjölfarið, reið yfir Japan var þegar hafist handa að undirbúa íA til brottfarar ef til þess kæmi að hún yrði send af stað. Björgunarmál

7


Svanur Sævar Lárusson, Flugbjörgunarsveitin Hellu og Júlíus Gunnarsson, Björgunarsveit Hafnarfjarðar.

Eins og sjá má voru aðstæður á jökli afar slæmar og skyggni lítið.

Leit á

Eyjafjallajökli! Síðdegis þann 27. janúar barst tilkynning um að Þjóðverji hefði hringt til Neyðarlínu og tilkynnt um að félagi hans væri týndur á Eyjafjallajökli. Ekkert hefði spurst til hans í sólarhring. Þegar fór umsvifamikil leit í gang hjá björgunarsveitum. Hér á eftir fer frásögn eins af stjórnendum aðgerðarinnar af leitinni, sem og vélsleðamanns sem var í hópi þeirra er fundu Þjóðverjann á jöklinum. 8

Björgunarmál

Þann 27. janúar 2011 kl. 17:05 hringdi Sveinn Kr. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, í mig og sagðist vera á leiðinni austur að Skógum til að sækja þangað Þjóðverja sem hafði hringt í Neyðarlínu og tilkynnt um að félagi sinn væri týndur á jöklinum. Þá var mér allt annað ofar í huga en leit á Eyjafjallajökli. Það hafði verið í umræðunni vikurnar fyrir útkallið að eins og veturinn hefði verið, þá væri jökullinn stórhættulegur yfirferðar, kross sprunginn og lítið hafði snjóað yfir sprungurnar sem gerði aðstæður enn hættulegri. En leit er neyðarástand sem ber að sinna og því var strax farið í að boða svæðisstjórn í hús og afla frekari frétta af færð á jöklinum og veðurútliti. Eins var um leið og lögreglan kom með þann sem tilkynnti um hinn týnda, hafist handa við að afla upplýsinga um búnað, ferðatilhögun og hugsanlegar ástæður þess að maðurinn týndist. Strax og svæðisstjórn var komin saman var boðað útkall F2 Gulur á allt svæði 16, sem nær frá Þjórsá í vestri að Skeiðará í austri. Veðurútlit var afar slæmt en þó var smá gluggi á jöklinum væntanlegur stuttu


Myndirnar sem Júlíus Gunnarsson tók á jökli sýna glöggt við hvaða aðstæður björgunarfólk var að fást á jöklinum. síðar en sá gluggi var afar lítill og stóð stutt yfir. Það var því mjög fljótt sem kallað var eftir aðstoð frá svæði 1, sem er Reykjavík og nágrenni, vanir fjalla- og sleðamenn sem og snjóbílar. Þá fengum við ómetanlega aðstoð frá Birni Oddssyni, félaga í Björgunarsveit Hafnarfjarðar og starfsmanni Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands, en hann hafði eytt miklum tíma á síðastliðnu ári á Eyjafjallajökli og þekkti nánast hverja bungu og sprungu í jöklinum. Að góðum notum kom jafnframt loftmynd sem tekin var af jöklinum sl. haust en þar sáust sprungurnar mjög vel. Sú þekking sem Björn hafði gaf okkur betri yfirsýn yfir þær leiðir sem voru þokkalega öruggar fyrir gönguhópa að fara sem og vélsleðahópa, en sótt var að jöklinum úr fimm áttum, frá Þórsmörk um Morinsheiði og inn á Fimmvörðuháls, inn Hvannárgil og svokallaða Hátindaleið, þá var farið upp Hamragarðaheiði, einnig var farið um Seljavelli, en sá hópur var kallaður til baka vegna afar slæmrar veðurspár fyrir þann hluta jökulsins og vegna þess hve jökullinn var mikið sprunginn á því svæði. Því var sá hópur sendur inn á Skógaheiði og upp jökulinn suðaustanverðan. Þar var vitað að jökullinn væri

þokkalega öruggur. Þá voru hópar vélsleða, snjóbíla og jeppa sendir upp á Fimmvörðuháls og upp jökulinn þaðan. Öllum hópum var stefnt í einn ákveðinn punkt sem var í um 1.400 metra hæð austan við gíginn í jöklinum, það var síðasti þekkti punktur samkvæmt upplýsingum frá félaga þess týnda. Þeir töldu sig hafa gengið alveg upp að gígnum austanverðum. En eftir að hafa skoðað myndir sem þeir félagar tóku á göngunni upp jökulinn, í samvinnu við Björn Oddsson, var nokkuð ljóst að þeir höfðu ekki farið eins ofarlega og þeir töldu sig hafa gert. Þessi síðasti þekkti punktur var það eina sem við höfðum til að vinna út frá, að minnsta kosti í fyrstu. Eftir löng samtöl við félaga mannsins fengum við nánari og betri lýsingu á atburðinum og klæðnaði mannsins. Þar kom fram að hann var svartklæddur frá toppi til táar, með eitthvað nesti en lítið að drekka, hann var ekki með GPS tæki og hann hafði gleymt ennisljósinu sínu í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi um morguninn, þar sem þeir höfðu gist nóttina áður en þeir lögðu upp í þessa örlagaríku ferð. Þá kom einnig fram að maðurinn hafði týnst deginum áður, þ.e. 26. janúar, og því kominn sólarhringur síðan þeir urðu viðskila. Í stað þess að fara strax niður að

Skógum og kalla eftir hjálp fóru ferðafélagar hans niður í Baldvinsskála um kvöldið og gistu, fóru svo morguninn eftir til að leita að honum á jöklinum en urðu ekki neins vísari og því ákváðu þeir að annar þeirra héldi til í Baldvinsskála og hinn gengi niður að Skógum og kallaði eftir hjálp. Ástæða þess að mennirnir biðu með að kalla eftir hjálp og fóru frekar sjálfir morguninn eftir að leita var sú að þeir voru vissir um að hann myndi bíða þar sem hann varð viðskila við þá. Um var að ræða einstakling sem var mjög vanur að ferðast við erfiðar aðstæður og þeir þekktu hann það vel að þeir höfðu fulla trú á honum hvað það varðaði. Það er þó óhætt að segja, að við þær fréttir að hann væri búinn að vera týndur í sólarhring dvínaði sú von að finna hann á lífi, á jökli sem er illa sprunginn og veður búið að vera kalt og veðrið framundan mjög vont og enn kaldara, hann ekki með búnað til að gista, þ.e. ekki tjald en að vísu með svefnpoka að þeirra sögn. Það miðaði frekar hægt hjá leitarhópunum enda veðrið orðið fúlt og færi fyrir bíla og sleða var lítið spennandi en skánaði þó þegar á jökulinn var komið. En þá tók skyggnið og veðrið að versna svo allt saman var þetta hið erfiðasta. Það var þó Björgunarmál

9


léttir að vita til þess að á jöklinum var fjöldinn allur af björgunarfólki sem hafði mikla og víðtæka reynslu af slíkum aðstæðum og því var minna að óttast. Samt sem áður er það ábyrgðarhluti að senda fólk í slíkar aðstæður sem þarna voru og þær áttu eftir að versna til muna miðað við veðurspá. Þegar líða tók á leitina og klukkan komin vel yfir miðnætti þann 28. janúar fóru að berast fréttir af miðunum á síma mannsins sem gaf okkur vísbendingu um staðsetningu hans. Það eru þó ónákvæmar staðsetningar svo enn var stefnt í fyrrgreindan punkt og eftir rúmlega 12 klst. leit fannst maðurinn, heill á húfi. Sá hann ljós frá

vélsleða eins björgunarmannsins og gekk í veg fyrir hann. Það var því mikill léttir í stjórnstöð kl. 05:55 að morgni 28. janúar þegar heyrðist kallað: „Maðurinn er fundinn, heill á húfi.“ Hann var eins og gera má ráð fyrir orðinn kaldur og þrekaður en í nokkuð góðu ásigkomulagi miðað við þann tíma sem hann hafði verið á jöklinum. En meginástæða þess að viðkomandi týndist var sú að hann gekk af stað á undan félögum sínum niður af jöklinum í sama mund og það skall á mjög dimm þoka. Hann hins vegar hélt kyrru fyrir á þeim stað þar sem hann hætti að sjá til félaga sinna, sem voru hárrétt viðbrögð.

Eftir að búið var að flytja hann til byggða var farið yfir málið með honum og kom þá í ljós að hann var ekki með svefnpoka eins og félagar hans höfðu sagt, en með ennisljósið sem hann átti ekki að vera með. Það verður því ávallt að taka með fyrirvara þeim upplýsingum sem við fáum frá einstaklingum þegar við erum að afla upplýsinga um það fólk sem týnt er. Að lokum vil ég færa öllum þeim sem komu að leitinni miklar og góðar þakkir fyrir frábært samstarf, það var sannur heiður að fá að vinna með öllu þessu frábæra og vel þjálfaða fólki.

Júlíus Gunnarsson, Björgunarsveit Hafnarfjarðar.

Útkall á Eyjafjallajökul við þær aðstæður sem þar eru uppi nú kalla á mikinn aga. Jökull sem við höfum í gengum árin þekkt nokkuð vel og getað ferðast um óhindrað er verulega breyttur. En týndur maður á jöklinum seint í janúar, veðrið og veðurspáin afleit. Slíkar aðstæður krefjast þess að mikillar varúðar sé gætt og ákvarðanir um að senda fólk á jökul við þessar aðstæður eru erfiðar og krefjast hugrekkis. Það hugrekki báru þeir sem stjórnuðu aðgerðinni og takmörkuðu fjölda björgunarmanna verulega. Upplýsingar eru lykilatriði í slíkri ákvarðanatöku, loftmyndir, ferlar og aðrar upplýsingar eru lykilatriði í að senda björgunarmenn í slíkar aðstæður. En hvað svo? Við sem komum á vélsleðum höfum jafnan þá yfirferð sem þarf til að leita stór svæði á stuttum tíma en aðstæður þessa nótt gerðu heldur lítið úr þeirri getu okkar. Aðstæður voru þess eðlis að umferðin um jökulinn var mjög svo takmörkuð af sprungum eftir eldsumbrotin síðastliðið vor auk þess sem veður var nokkuð vont, skyggni lítið og vindur og úrkoma fór vaxandi. Með samspili tækja, undanfara, sem og rannsóknar- og tæknivinnu, tókst að minnka leitarsvæðið til muna. Við þær aðstæður reyndist mjög heppilegt að sá hópur væri sjálfbær og menn kynnu vel á hvers annars handbragð. Það fara ekki mörg orð manna í milli við þessar aðstæður og því mikilvægt að allir þekki sitt hlutverk og þannig var staðan á vettvangi þessa nótt. Þegar um svona aðgerð er að ræða þar sem boðskipti eru erfið er lykilatriði að allir sem þátt taka hafi góða þekkingu á verkefninu. Vel heppnuð aðgerð lifir lengi í huga manns. Fagmennska og yfirvegun voru lykillinn að ásættanlegum árangri í þessari aðgerð. Lærdómurinn. Leit að týndum manni kallar á að tækjamenn losi sig reglulega við hjálma, bíla, snjóbíla og öll tæki og tól sem hindra menn í að greina hljóð frá hinum týnda.

www.eskja.is

Grindavík, Djúpavogi, Húsavík og Þingeyri www.visirhf.is

10

Björgunarmál

www.thorfish.is

Pantone cool gray 10 og Pantone 300 cmyk Blár C=100 M=57 Y=0 K=0 Grár C=25 M=0 Y=0 K=70

Fiskifélag Íslands


Nýr aðgerðagrunnur:

Einfaldleiki og öflug ga gnasöfnun Sagan Fyrst tók Slysavarnafélagið Landsbjörg í notkun tölvuforrit til að halda utan um aðgerðir björgunarsveita árið 2003. Í óveðursútkalli það ár hóf Gísli Rafn Ólafsson, sem þá var í svæðisstjórn á svæði 1, að skrifa forrit til að halda utan um verkefnin og hópana í aðgerðinni. Þetta vatt upp á sig og fljótlega varð til grunur sem kallaður var Aðgerðastjórinn og var um að ræða forrit sem þurfti að setja upp á hverri vél fyrir sig. Aðgerðastjórinn var töluvert notaður af svæðisstjórninni en hann var ekki settur upp víða, en þarna voru komnar allar helstu aðgerðirnar sem við þekkjum í dag í aðgerðagrunni okkar. Í kjölfar þessa smíðaði Kristján Hólmar Birgisson, sem þá vann hjá félaginu, aðgerðagrunn í Lotus Notes umhverfi sem félagið var þá að taka í notkun, þetta var vefumhverfi svo ekki þurfti að setja upp sérstakt forrit upp á hverri tölvu. Þessi aðgerðagrunnur var tekinn í notkun 2004 og hefur gagnast okkur vel. Uppbygging hans var einnig með sama viðmóti og fyrri grunnur Gísla, það er hægt að skrá „aðgerðarlogg“, skrá hópa og verkefni ásamt ýmsu öðru. Þessi grunnur hafði í raun flest það sem við viljum sjá í góðum grunni. Það fór þó svo að félagið hætti að nota Lotus Notes og viðhald og þróun grunnsins stöðvaðist með því. Þegar var farið að skoða það að taka þriðja skrefið í þessum málum Björgunarmál

11

Friðfinnur Fr. Guðmundsson, starfsmaður SL.

Notkun tölvuforrita er orðin órjúfanlegur hluti af aðgerðastjórnun nútímans. Flestir aðgerðastjórnendur geta góðu heilli staðið sig ágætlega án tölvu en óhætt er að segja að þær séu hluti af öllum aðgerðum í dag. Við notum kortaforrit, flotastjórnunarforrit og ekki síst aðgerðagrunninn. Aðgerðagrunnurinn heldur utan um þá einstaklinga sem eru í aðgerðinni á hverjum tíma, hann heldur utan um hópana, þau verkefni sem á að leysa, stjórnskipulag aðgerðarinnar, markmið, fjarskiptaskipulag og í raun allt sem gert var í aðgerðinni. Þetta er afar mikilvægt verkfæri því það er ekki bara sú staðreynd að við skráum allt milli himins og jarðar í grunninn sem skiptir máli heldur ekki síður að þá er það orðið aðgengilegt öllum öðrum notendum jafnóðum. Eini gallinn hefur verið að oft er um yfirflóð upplýsinga að ræða, sérstaklega á fyrstu stigum aðgerðarinnar. Aðgerðagrunnurinn hjálpar okkur að sjá og flokka þessar upplýsingar og setja þær fram á þann máta að auðvelt er að fá yfirlit aðgerðarinnar.


Aðgengi að góðum upplýsingum skiptir sköpum í aðgerðastjórn. Mikilvægt er að leitarstjórnendur séu duglegir að færa upplýsingar inn í grunninn. hjá félaginu var farið í vinnu við að afla upplýsinga hjá notendum um það hvað þeir vildu sjá í nýjum grunni, hvað hefði betur mátt fara í eldri útgáfum. Lítið kom út úr þeirri vinnu, en þó fengust mikilvægt gögn um það sem betur hefði mátt fara. Fyrir valinu varð svo Share Point lausn frá fyrirtæki sem heitir E-sponder og ákveðið var að breyta þeim grunni svo hann hentaði þörfum okkar. Farið var í samstarf við TM-Software um þá vinnu. Til að gera langa sögu stutta er sú leið búin að vera nokkuð grýtt, samstarfið við TM-Software er búið að vera með ágætum en sú ákvörðun að taka fyrirfram tilbúna lausn frá þriðja aðila og breyta henni hér heima hefur flækt málin nokkuð. Það umhverfi sem Share Point hefur upp á að bjóða hentar reyndar afar vel til að halda utan um skráningu í aðgerðum og byggt er á reynslu fyrri aðgerðagrunna.

Nýr aðgerðagrunnur 2011 Það var svo nú í byrjun árs 2011 að nýi aðgerðagrunnurinn var tekinn í notkun og sá eldri tekinn úr sambandi. Notkunin hefur verið mikil og innleiðingin gengið ágætlega. Ekki er hægt að ætlast til verkefni sem þetta komi fram án þess að laga þurfi ákveðna hluti. Það hefur verið í ferli, allar athugasemdir skráðar frá notendum og reynt að bregðast við þeim mikilvægustu strax en aðrar teknar saman og innleiddar í nokkrum skrefum. Það mætti lýsa grunninum sem dýpri en þeim fyrri, það er hægt að sníða hann að hverri aðgerð eða aðgerðategund fyrir sig, gagnasöfnun er öflugri en vonandi hefur tekist að láta einfaldleikan njóta sín og notendur þurfa ekkert frekar en þeir vilja að kafa í alla möguleika grunnsins. Við sjáum fyrir okkur að notkun á flóknari þáttum grunnsins komi með tíð og tíma og ekki má gleyma að fyrstu skrefin í eldri grunni voru lítil og töluverðan tíma tók að fá menn til að nota miðlæga skráningu aðgerða. Helstu þættir grunnsins eru þeir sömu og í eldri grunni enda er þar tekið á grunnþáttum aðgerðastjórnunar og þeim verður ekki breytt. Þar er að finna „aðgerðarlogg“ þar sem skráðar eru allar ákvarðanir og allt sem gert hefur verið í aðgerðinni. Auðvelt er að flokka „aðgerðarlogginn“ eftir hvort sem er tímaröð eða aðgerðalotum, dögum eða jafnvel verkefnum. Þetta er afar mikilvægt í eftirvinnslu aðgerðarinnar. Gátlistar. Nýtt í þessum aðgerðagrunni er að hafa gát12

Björgunarmál

lista fyrir verkþáttastjóra og í raun fleiri og er stefnan að þróa þetta áfram og vera með fleiri gátlista, meðal annars fyrir hópstjóra og önnur hlutverk sem eru skilgreind í leit og björgun. Hópar og verkefni. Þetta er það sem við þurftum að hanna algerlega í grunninn en það var ekki hægt að para saman hópa og verkefni. Grunnurinn er tengdur félagatalinu okkar og er því hægt að setja í hópa alla þá einstaklinga sem eru í félagatalinu, hópar skrást síðan á sveitir eins og áður en aðalnýjungin í þessum grunni er að við erum að skrá ekki bara hverjir tóku þátt í aðgerðinni heldur líka hvenær og fáum við því upplýsingar um hvað hver einstaklingur lagði til aðgerðarinnar. Verkefnin eru með svipuðum hætti, auðveldara er þó að hengja skjöl við verkefni. Eyðublöð. Í Grunninum er að finna eyðublöð sem ætlað er að ramma inn aðgerðina. Lagt er upp með að setja markmið með hverri aðgerðalotu, gera skipurit, fjarskiptaskipulag o.fl. Þennan hluta þarf þó að þróa betur. Gagnagrunnur. Töluvert auðveldara er að ná upplýsingum úr grunninum, en það er eins með þennan grunn og aðra, skrá þarf inn einhverjar upplýsingar svo hægt sé að taka eitthvað út. Menn mega vera töluvert duglegri að skrá inn grunnupplýsingar aðgerðarinnar. Annað sem bíður frekari þróunar er að geta fengið útprentaðar skýrslur úr grunninum, hvort sem er yfir hverja aðgerð eða að hver sveit geti fengið aðgerðaryfirlit.

Frá Samhæfingarmiðstöð í Skógarhlíð.

Þekkingarsetur. Frekar háfleygt eða hvað? Við vonumst til að grunnurinn verði sá staður þar sem aðgerðastjórnendur geti leitað sér þekkingar, lesið skýrslur um liðnar aðgerðir, rifjað upp kennsluefni o.fl. Aðgerðastýringin. Skýrari reglur eru fyrir aðgang að grunninum en áður en þrátt fyrir það eru um 600 manns nú með aðgang. Í dag getum við auðveldlega fylgst með notendum, hvað þeir eru að skoða, hvaða breytingar þeir gerðu, hvaða aðgerðir notendur eru að skoða. Þetta er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir misnotkun. En þess ber að geta til fróðleiks að inn á stóra aðgerð nú í vetur skráðu sig inn yfir 400 notendur.

Framhaldið Námskeið hafa verið haldin víða um land til að kenna á grunninn og er sveitum og svæðisstjórnum boðið upp á námskeið þeim að kostnaðarausu, áhugasamir hafi samband við undirritaðan. Nú þegar hefur um helmingur notenda farið á námskeið í notkun grunnsins. Næsta skref er svo að búa til fjarnámskeið þar sem þátttakendur gera verkefni og kynnast flóknari þáttum í grunninum. Grunnurinn verður í frekari þróun, líklega á meðan við erum með hann í notkun. Þannig á það einfaldlega að vera, fyrst í stað verðum við að laga það sem betur má fara en fljótlega höldum við áfram með þróunina og kynnum nýja hluti til að einfalda starf aðgerðastjórnenda.


Til hamingju! Arctic Trucks óskar félögum í Hjálparsveitum skáta í Garðabæ og Kópavogi innilega til hamingju með glæsilega nýja björgunarsveitarbíla sem án efa munu efla starfsemi sveitanna og um leið auka öryggi landsmanna. Einnig þökkum við frábært samstarf við björgunarsveitir landsins.

Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 | www.arctictrucks.is


Þegar við leitum hverjar eru líkurnar á því að við finnum hinn týnda?

Bjarni K. Kristjánsson,

félagi í Björgunarsveitinni Gretti á Hofsósi og Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Formaður svæðisstjórnar á svæði 10.

Leit er neyðarástand Á hverju ári eru björgunarsveitir á Íslandi kallaðar oft út til þess að leita að fólki. Í flestum tilfellum finnast þeir týndu á fyrstu klukkustundum leitar. Þá er yfirleitt um að ræða hraðleit, þar sem notaðar eru fjölbreyttar leitaraðferðir, en aðferðafræði reiðhjólagjarðarinnar (Mynd 1) höfð til hliðsjónar. Reiðhjólagjörðin er myndlíking sem auðveldar leitarmönnum að muna á hvaða þætti ber að leggja sérstaka áherslu. Ef við skoðum gjörðina þá er miðja hennar, öxullinn, síðasti þekti punktur (SÞP) þess týnda, í kringum hann (um 300 m) er nauðsynlegt að leita mjög vel og hugsa sérstaklega eftir vísbendingum um ferðir þess týnda. Út frá miðju gjarðarinnar ganga teinarnir. Í hraðleit, eru þeir myndhverfing fyrir líklegar leiðir og/eða beinar leiðir út frá SÞP. Þar sem teinarnir víxlast, eru svæði þar sem að hinn týndi gæti hafa tekið ákvarðanir, t.d. valið vitlausan göngustíg, þar þarf að leita vel. Glitaugun á teinunum eru „líklegir staðir“, þ.e. staðir þar sem að hættur gætu leynst eða sá týndi leitað í. Dekkið á gjörðinni er svo ytri hringur, svæði sem við viljum vakta til þess að koma í veg fyrir að sá týndi fari út af leitarsvæðinu, þar gæti t.d. verið gott að vera með áberandi leitarmenn sem geta þannig laðað að hinn týnda. Mikilvægt er að allir björgunarsveitarmenn á Íslandi þekki vel hugmyndafræði reiðhjólagjarðarinnar og geti beitt henni á fyrstu stigum leitar. Hópstjóri fyrsta leitarhópsins sem kemur á upphafspunkt leitar á að geta hafið skipulagningu hraðleitar án þess að boð komi um það frá svæðisstjórn. Almennt er gert ráð fyrir því að hraðleitarfasi leitarinnar taki 12-24 klst. eftir að björgunarsveitir hafa verið ræstar út. Getur það nokkuð ráðist af umfangi og eðli leitarsvæðisins. Ef sá týndi finnst ekki á meðan á hraðleit stendur er nauðsynlegt að skipuleggja leitarsvæði og leita þau eftir bestu mögulegu aðferðum. Ekki er mælt með því að leitarhópar noti til þess breiðleit, líkt því og tíðkaðist við leitir á Íslandi á árum áður, heldur eru nú kenndar aðrar aðferðir á leitartækninámskeiðum. Þar eru leitarhópar smærri, leita með frjálsri aðferð og fara hraðar yfir. En hvernig eru þessi leitarsvæði skilgreind? Á meðan á hraðleitarfasanum stendur vinnur svæðisstjórn í því að skipuleggja leitarsvæði. Til þess notar hún tölfræðilegar upplýsingar um hegðun þess sem týndur er. Byggja þær upplýsingar á fjölmörgum erlendum athugunum, en nýlega hefur verið hafist 14

Björgunarmál

handa við að safna sambærilegum upplýsingum hér á landi. Upplýsingar um hegðun þess týnda gefa okkur vísbendingar um hversu langt sá týndi gæti hafa farið. Er týndu fólki þannig skipt í hópa eftir eðli, þ.e. hvað það var að gera og hvernig það er andlega þroskað eða stemmt. Með því að skoða hundruð tilvika þar sem einstaklingar sem falla í ákveðinn hóp hafa týnst, og fundist aftur, má leggja ákveðnar líkur á hversu langt þeir gætu hafa farið frá útgangspunkti leitarinnar. Algengt er að miða við innan hvaða vegalengdar 95% þeirra sem týnst hafa finnast. Innan þess radíuss eru skilgreind svæði sem ómögulegt er fyrir hinn týnda að fara, t.d. ef stórar ár renna gegnum leitarsvæðið, eða stór og brött fjöll. Því svæði sem eftir er er skipt niður í leitarsvæði. Miðast sú skipting við að útbúa svæði sem leitarhópar geta leitað á 4-6 klst. Er reynt að nota kennimerki til að afmarka svæðin, þannig að leitarhópar eigi auðvelt með að sjá sitt svæði og ekkert svæði verði útundan og þar með ekki leitað. Þar sem yfirleitt eru mun fleiri leitarsvæði en leitarhópar þá er nauðsynlegt að forgangsraða leitarsvæðunum. Við forgangsröðun leitarsvæða og allt skipulag leitarinnar þar á eftir er notaður einfaldur líkindareikningur. Í fyrstu eru settar fram líklegar tilgátur um hvað gæti hafa gerst. Í framhaldi af því er farið með öllum í aðgerðarstjórninni yfir tilgáturnar og leitarsvæðin og hver og einn setur fram í prósentum hversu líklegt hann telur að sá týndi sé á hverju svæði. Meðaltal þessara líka eru kallaðar líkur svæða (LÁS). Leitin er í framhaldi af því framkvæmd á þann hátt að fyrst eru leituð þau svæði sem hafa mestar líkur og svo koll af kolli. Til þess að meta árangur þeirra bjarga sem leita svæði er nauðsynlegt að geta metið hverjar líkurnar eru á því að þær finni hinn týnda sé hann á svæðinu. Hefur þetta verið kallað líkur á fundi (LÁF).

Líkur á fundi (LÁF) Hvað ræður því að við finnum það sem við leitum að? Hver kannast ekki við að hafa týnt lyklunum, eða símanum sínum og ekki fundið þrátt fyrir mikla leit. Svo seinna liggur hluturinn beint fyrir framan augun á okkur. Hvers vegna fundum við hann ekki þegar við leituðum fyrst? Á því geta verið margar skýringar, en það er ljóst að þegar við leitum þá getum við aldrei verið 100% viss um að við finnum hinn týnda þrátt fyrir leitina. Getum við þá lagt mat á hversu miklar líkur eru á því að við finnum hinn týnda?

Reiðhjólagjörðin, hjálpartæki til að setja upp hraðleit. Fyrir leitarstjórnanda er mjög mikilvægt að geta áætlað líkur á fundi mismunandi bjarga, því þær skipta verulegu máli fyrir skipulag og framgang leitaraðgerðarinnar. Þetta hefur lengi verið ljóst og því var það í seinni heimstyrjöldinni sem Bandaríski sjóherinn fékk tölfræðinginn B. O. Koopmans til þess að þróa aðferðir til leitar. Má segja að Koopmans sé faðir nútíma leitarfræða. Þegar við leitum má hugsa sér að við séum eins og pensill sem máli leitarsvæðið okkar. Hversu vel við málum tengist beint því hversu líklegt er að við finnum hinn týnda. Ef við fyrst skoðum pensilinn þá má áætla að breidd hans sé leitarsvið okkar. Leitarsvið er það svæði þar sem tölfræðilega er líklegt að við finnum hinn týnda. Breidd leitarsviðsins ræðst af umhverfinu, hæð leitarmanns, hraða, birtu og fleiri þáttum. Nú eru hafnar hér á Íslandi tilraunir til þess að meta leitarsvið í mismunandi landslagsgerðum, við mismunandi aðstæður. Einnig kennum við góða aðferð til að meta leitarsvið, regndansinn, sem allir björgunarsveitarmenn ættu að kunna upp á tíu. Næst skulum við skoða hversu vel við málum. Er það kallað leitarátak. Leitarátak er fundið út frá leitarsviði margfaldað með samanlagðri ferillengd leitarmanna á svæðinu (ferillengd má áætla með því að margfalda saman leitarhraða og tíma sem leitarmenn voru við leit eða einfaldlega með því að nota GPS feril eins eða fleiri leitarmanna). Út frá leitarátakinu er hægt að finna út þekju leitarinnar, þ.e. hversu vel er málað. Er þekjan fundin þannig að í leitarátakið (stærð leitaðs svæðis), reiknað í ferkílómetrum, er deilt með stærð leitarsvæðisins, í ferkílómetrum. Með tilraunum og með fræðilegum rannsóknum Koopmans hafa menn áætlað tengsl milli þekju leitarinnar og líka á því að Stærð leitaðs svæðis (leitarátak) -------------------------------------------------------------------------------------- =

Stærð leitarsvæðis

Þekja


Stærsta GSM þjónustusvæðið Vodafone er með stærsta GSM þjónustusvæði á Íslandi – það er staðreynd! Viðskiptavinir Vodafone eru í góðu GSM sambandi um allt land, á stærstum hluta hálendisins og meira að segja á hafinu umhverfis landið.

F í t o n / S Í A

Hringdu í 1414 og skiptu yfir til Vodafone. Við komum þér í samband.

Útbreiðsla mars 2011 GSM 3G

Björgunarmál

15



Líkur á fundi vs þekja

Líkur á fundi

finna hinn týnda (Mynd 1). Taka þær niðurstöður tillit til þess að ákveðinn tilviljunarþáttur geti skipt máli við leit, t.d. geta leitarlínur skarast, eða leitarsviðið er ekki alltaf 100% eins. Mikilvægt er þó að leitarmenn séu meðvitaðir um það að líkur á fundi ráðast ekki eingöngu af þessum tölfræðilegu útreikningum. Líkur á fundi ráðast einnig af fjölmörgum öðrum þáttum sem erfitt getur verið að reikna út á tölfræðilegan hátt. Hér eru þættir eins og reynsla, þreyta, veður og ekki hvað síst áhugi leitarmannsins. Það er mikilvægt að leitarmenn þjálfi sig í aðferðum til leitar, nýti sér leitarkúluna, þar sem passað er að leita í allar áttir í kringum leitarmanninn, og viðhaldi hungrinu í að finna þann týnda.

Líkur á fundi ef þú leitar með nefinu en ekki auganu

Þekja

Langflestir sem leita að týndum einstaklingi nota til þess augun, skiptir þá ekki öllu máli hvort leitarmaðurinn er á fæti, hestbaki, fjórhjóli eða horfi í gegnum hitamyndavél í þyrlu eða flugvél. En við eigum líka öfluga leitaraðila sem leita með nefinu. Það eru leitarhundar. Þeir leita eftir lykt og vegna eðlis þess hvernig lykt ferðast í lofti þá gildir umræðan hér að ofan ekki um þá. En er þá ekki hægt að meta líkur á fundi hjá leitarhundum? Í raun má segja að það hafi ekki verið ítarlega vísindalega prufað, en þó eru til staðar vísbendingar um aðferðir sem virka vel til þess. H. Graham hefur áratuga reynslu af leit með hundum. Hann las sér til um rannsóknir um eðli loftmengunar. Breski eðlisfræðingurinn F. Pasquill hafði áhuga á að meta hvort hægt væri að lágmarka mengun með því að skipuleggja hvenær hún væri losuð út. Niðurstöður hans sýndu að það væri nokkuð auðveldlega hægt út frá veðurfari að segja til um flæði mengunarinnar í loftinu. Hefur Graham yfirfært þessar niðurstöður á leit með hundum og hvernig hægt sé að meta líkur á fundi út frá veðri. Eru það þá nokkrir þættir sem skipta máli fyrir flæði efna um lofthjúpinn. Þeir þættir sem skipta mestu máli fyrir flæði lyktar eru vindur, dagsbirta, skýjafar og sólarhæð. Geta þessir þættir haft veruleg áhrif á líkur á því að hundar finni þann týnda, samkvæmt mælingum Graham geta þær verið allt frá 5 til 96% (Tafla 1). Miðar taflan við það að leitað sé eftir samhliða leiðum með um 100 m millibili. Það er tiltölulega einfalt fyrir fylgdarmann hundsins að meta þá þætti sem skipta máli. Hann getur nokkuð auðveldlega áætlað vind og skýjafar. Sólarhæð er hægt að meta út frá því hversu langan skugga 2 m stöng gefur

frá sér. Geta menn yfirfært og æft það og miðað t.d. við eigin hæð. Geta þá leitarstjórnendur nýtt upplýsingar og reynslu Grahams sem sjá má í Töflu 1 og metið líkur leitarhunda á fundi.

Hvers vegna eru líkur á fundi mikilvægar? Markmið allra leitaraðgerða er að finna þann týnda á sem skemmstum tíma og með sem minnstri fyrirhöfn. Til þess að geta það er mikilvægt að nýta sér allar þær upplýsingar, aðferðir og þekkingu sem til staðar er. Við getum sagt að við viljum hámarka líkur á árangri (LÁÁ) í hvert sinn sem við leitum að týndum einstaklingi. Til þess að finna út þessar líkur getum við margfaldað saman líkur á fundi (LÁF) og líkur á því að sá týndi sé á því svæði sem leitað er (LÁS). Við skipulag leitar viljum við hámarka þessar líkur, það þýðir því ekki að senda bjargir sem líklegar eru til að finna hinn týnda á svæði sem ólíklegt er að finna hann og á sama hátt er vont að senda bjargir með litlar líkur á fundi á svæði sem líklegt er til árangurs. Við verðum því að geta áætlað þessar líkur bæði fyrir og eftir leit. Áður en hafist er handa notum við niðurstöður tilrauna, t.d. tilrauna sem gerðar hafa verið hér á Íslandi, og fræðilegra athugana. Eftir að leitarhópar koma til baka notum við upplýsingar frá þeim til að meta nákvæmari líkur. Ef sá týndi finnst ekki í fyrsta leitarfasanum verðum við að endurmeta LÁS. Það er gert með því að draga LÁÁ frá upprunalegu LÁS og fæst þá nýtt gildi sem stýrir forgangsröðun í leitinni.

Lokaorð Þegar tilvik þar sem björgunarsveitir hafa leitað að týndum einstaklingum hér á landi eru skoðuð hefur komið í ljós að í meirihluta tilvika hafa leitarmenn fundið þá týndu. Í mörgum af þessum tilvikum var sá týndi í því ásigkomulagi að hann hefði ekki getað bjargað sér sjálfur. Í þónokkrum tilvikum hefur sá týndi fundist látinn. Ljóst er því að leit er neyðarástand þar sem hraði og fagmennska skiptir öllu máli ef takast á að bjarga þeim sem leitað er að. Þó virðist ekki algilt að björgunarsveitarmenn líti svo á. Sem dæmi má nefna að fyrstu niðurstöður úr sjálfsmati björgunarsveitarmanna á námskeiði í leitartækni eru marktækt lægri en niðurstöður úr sjálfsmati annarra námskeiða. Það er mikil þörf á því að auka fræðslu um leitarfræði hjá bæði leitarhópum og aðgerðastjórnendum. Þeir sem stjórna leitaraðgerðum þurfa að vera vel inni í nýjustu þáttum í leitarfræðum. Æskilegt væri að þeir hefðu tekið fagnámskeið í leitarfræði. Einnig er mikilvægt að þeir sem leita hafi kynnt sér nýjustu þætti leitarfræða auk þess að hafa hugmynd um þá þætti sem skipta máli fyrir leitarstjórnun. Öll erum við að stefna að sama markinu. Því er það krafa að allir sem leggja af stað til leitar geti metið þá þætti sem þörf er á til að meta líkur á fundi. Að sama skapi er það krafa þeirra sem leita að þeir sem vinna að stjórnun og skipulagi leitarinnar taki við þessum upplýsingum og nýti á þann hátt að markmiði okkar sé náð. Finnum þann týnda á sem skemmstum tíma og með eins litlu átaki og mögulegt er.

Dagur Vindhraði m/ sek.

Heiðskírt eða 50% eða minna skýjað, eða eingöngu háský

Nótt

Meira en 50% lágský

Skuggi sem 1,8 m stöng gefur frá sér (í metrum) <1

<2 2-3 3,5-4,5 5-6 >6

Meira en 50% lág- og miðský

5-25 7-27 10-30 35-45 35-45

1-1,5

>1,5

7-27 10-30 20-40 55-65 80-85

10-30 35-45 35-45 80-85 80-85

<1

7-27 10-30 20-40 55-65 80-85

1-1,5

>1,5

10-30 35-45 35-45 80-85 80-85

80-85 80-85 80-85 80-85 80-85

>50% skýjað <50% skýjað <1

10-30 35-45 35-45 80-85 80-85

1-1,5

>1,5

80-85 80-85 80-85 80-85 80-85

80-85 80-85 80-85 80-85 80-85

v. gögn 90-92 80-85 80-85 80-85

v. gögn 95-96 90-92 80-85 80-85

Tafla 1: Líkur á fundi (LÁF) fyrir hunda. Taflan byggir á leitarlínum með 100 m millibili. Til að nota töfluna þarf að: 1) Finna megindálk fyrir nótt og dag, 2) finna undirdálk varðandi skýjahulu, 3) á daginn þarf að finna undirdálk skuggalengdar, þ.e. skuggi sem 1,8 m stöng gefur frá sér, 4) finna röð fyrir vindhraða, og 5) lesa LÁF úr þeim reit þar sem dálki og röð ber saman (byggir á Graham 1994, Probability of Detection for Search Dogs or How Long is Your Shadow?, Response Magazine). Björgunarmál

17


Ein stærsta spurning leitarskipuleggjandans er: Finnur leitarmaðurinn hinn týnda? Svarið við þessari spurningu er því miður að leitarmenn finna ekki alltaf hinn týnda. Því er mikilvægt að leitarskipuleggjandinn geti metið árangur leitarinnar. Til að leitarskipuleggjandinn geti metið árangur leitarinnar þarf hann að hafa upplýsingar um stærð leitarsvæðisins, hraða leitarmanna og leitarsvið.

Hvað er leitarsvið? Leitarsvið er breidd þess svæðis þar sem líklegt er að leitarmaður finni það sem leitað er að. Mikilvægt er þó að hafa í huga að við finnum ekki allt innan leitarsvæðisins og stundum finnum við hluti utan þess. Leitarsviðið er fundið með Regndansinum, en þá er lagður út hlutur í svipaðri stærð, lit og áferð og sá hlutur sem leitað er að. Því næst er gengið í fjórar til sex áttir út frá hlutnum í þá fjarlægð sem hver leitarmaður treystir sér til að koma auga á hlutinn. Meðaltal fjarlægðar hjá leitarmönnunum er svokallað varlega áætlað leitarsvið. Nauðsynlegt er að leitarmenn noti regndansinn áður en leit er hafin á viðkomandi svæði. Því niðurstöðurnar sýna að ef leitarmenn áætla eingöngu markbil þá er það oft fjarri raunverulegum fjarlægðum og árangri.

Einar Eysteinsson, meðlimur í HSSK

Aðdragandinn

Að sjá og finna Leit er neyðarástand! Á hverju ári týnast fjölmargir einstaklingar á Íslandi. Blessunarlega finnast flestir heilir á húfi eftir stutta leit, en það er því miður ekki alltaf raunin. Slík tilvik krefjast mikils skipulags. Á síðasta áratug hefur skipulagning leita á Íslandi tekið miklum stakkaskiptum með tilkomu tölfræðilegra aðferða. 18

Björgunarmál

Tilraunir hafa verið gerðar erlendis varðandi leitarsvið og var ákveðið að heimfæra þær tilraunir á íslenskar aðstæður og björgunarsveitarmenn. Sótt var um styrk til Nýsköpunarsjóðs námsmanna svo hægt væri að vinna verkefnið sumarið 2010. Styrkurinn fékkst og um leið var hafist handa við undirbúning verkefnisins. Lagt var upp með að mæla leitarsvið í tvenns konar landslagi. Ákveðið var að velja landslag eftir hversu oft hefði verið leitað í þannig landslagi síðastliðin þrjú ár. Kom í ljós að flest útköllin á þessu tímabili höfðu átt sér stað í móum og svo kjarrlendi eða birkiskógum. Athuganirnar fóru því fram við Tjarnarhóla á Nesjavallaleið þar sem er mikil mosaslétta, en þar hafði einnig verið leitað að einstaklingi sumarið 2009. Seinni athugunin fór svo fram í Botnsdal í Hvalfirði þar sem eru kjarr og birkiskógur. Þar höfðu átt sér stað tvær leitir veturinn 2009-2010. Lagðar voru út brautir og var vísbendingum dreift eftir þeim og réðu niðurstöður regndansins dreifingu vísbendinganna og lengd brautanna. Notast var við tvenns konar vísbendingar, annars vegar vettlinga og hins vegar brúður í mannsstærð. Þetta gaf okkur því mynd af muni á árangri þess að finna smáar vísbendingar sem geta leynst á vegi leitarmanna og svo fullorðna manneskju, sem getur blandast auðveldlega við landslagið. Niðurstöður þessarar tilraunar munu bæði nýtast svæðisstjórnarmönnum við skipulagningu leitar og leitarmönnum sjálfum í því að bæta árangur sinn.

Skiptir hraði leitarmanns einhverju máli? Það sama gerist hjá leitarmönnum og ökumönnum faratækja þegar þeir keyra hraðar, sjónsvið þeirra þrengist og árangur þeirra minnkar í samræmi við


Urð og grjót, upp í mót ... Öll toppmerkin í fjallgönguna:

Grivel toppurinn í mannbroddum og ísöxum

Meindl gæða gönguskór

Trezeta gönguskór á góðu verði

The North Face stærsta útivistarmerkið

Helly Hansen frábær nærföt

Bridgedale göngusokkar sem ganga

ÍSLENSKA / SIA.IS / UTI 50273 05/10

Deuter margverðlaunaðir bakpokar af öllum stærðum

HOLTAGÖRÐUM

GLÆSIBÆ

KRINGLUNNI

SMÁRALIND

SÍMI 545 1500

Björgunarmál

19


Áætlaður árangur á móti raunverulegum árangri

Áhrif menntunar á árangur 100

60

90

50

Raunverulegur árangur leitarmanna

80

Heildar árangur í %

40

30

20

70 R2 = 0,0355 60 Svæði 1

50

Svæði 2 Linear (Svæði 1)

40

Linear (Svæði 2) 30

R2 = 0,0004

20

10 10

0

0

Nýliði

Björgunarmaður 1

Björgunarmaður 3

0

10

20

Áhrif menntunar á árangur - Sýnir áhrif menntunar á árangur leitarmanna.

Hvaða áhrif hefur menntun? Björgunarsveitarfólkið sem tók þátt í tilrauninni var flokkað eftir menntun og voru flokkarnir þrír; nýliðar, björgunarmenn 1, en það eru einstaklingar sem eru fullgildir félagar í sínum sveitum en höfðu ekki setið fagnámskeið í leitartækni, og björgunarmenn 3, en það eru einstaklingar sem höfðu lokið fagnámskeiði í leitartækni. Greinilegt var að þeir sem voru í flokknum björgunarmaður 3 stóðu sig betur en hinir hóparnir og fundu 52% af þeim hlutum sem voru í brautinni. Það sem kom mest á óvart var að nýliðarnir stóðu sig betur en björgunarmenn 1 og fundu 44% af þeim hlutum sem voru í brautunum á meðan björgunarmenn 1 fundu einungis 39%. Líkleg ástæða þess að nýliðar stóðu sig betur en björgunarmenn 1 er að styttra er síðan að þeir tóku leitartækninámskeiðið og því í fersku minni. Það er því ljóst að menntun sem björgunarsveitarmennirnir hafa sótt sér í leitarfræðum skilar sér með bættum árangri. Landslagið við Tjarnhóla á Nesjavallaleið. Dúkka eins og leitað var að er inni á myndinni.

það. Meiri líkur eru á því að leitarmenn gangi framhjá vísbendingum sem kunna að verða á vegi þeirra. Hraðinn virtist ekki hafa áhrif þegar leitarmenn voru í auðveldu landslagi eins og við Tjarnarhóla en þegar þeir voru komnir í erfiðara landslag eins og var í Botnsdal þá hafði aukinn hraði neikvæð áhrif,

Leitarsvið að sumri Niðurstöður úr regndansinum

40

50

60

70

80

90

100

Áætlaður vs. raunverulegur - Sýnir muninn á raunverulegum árangri leitarmanna á móti áætluðum árangri.

bæði á árangur þeirra til að finna vísbendingar og hinn týnda.

Tegund vísbendingar

30

Áætlaður árangur leitarmanna

Menntun leitarmanna

Þegar leitarmenn höfðu lokið við að leita brautina voru þeir spurðir hversu vel þeir leituðu. Ef borið er saman áætlaður árangur leitarmanna og raunverulegur kemur í ljós að ekkert samhengi er þar á milli. Greinilegt er því að leitarmenn gera sér ekki grein fyrir hver þeirra raunverulegi árangur er. Aldur, menntun og starfsaldur hafði engin áhrif á það hversu vel viðkomandi björgunarsveitarmaður gat sagt til um árangur sinn. Þetta staðfestir nauðsyn

63 metrar 54 metrar

3 metrar

Niðurstöður úr regndansinum Þeir sem tóku þátt voru beðnir um að framkvæma regndansinn og finna út leitarsviðið fyrir viðkomandi svæði. Þegar þetta leitarsvið var svo borið saman við raunverulegt leitarsvið, þ.e. niðurstöður tilraunarinnar mátti sjá að regndansinn gefur nokkuð góða mynd af raunverulega leitarsviðinu á viðkomandi leitarsvæði. Við Tjarnhóla var raunverulegt leitarsvið 63 metrar og niðurstöður regndansins á sama svæði voru að meðaltali 54 metrar en í Botnsdal var raunverulegt leitarsvið 16 metrar en varlega áætlað leitarsvið sem fundið var með regndansinum var 11 metrar. Þetta sýnir enn og aftur mikilvægi þess að björgunarmenn noti regndansinn þegar þeir hefja leit á ákveðnu svæði og styður við þá fullyrðingu að niðurstaða regndansins sé einmitt varlega áætlað leitarsvið.

Áframhald rannsókna

Mat leitarmanna á eigin árangri

Mosaslétt Miðlungssjáanlegur galli Auðsjáanlegur hanski

þess að svona rannsóknir séu unnar hér á landi til að leitarstjórnendur fái sem nákvæmasta mynd af raunverulegum árangri leitarmanna.

Mælingunum á raunverulegu leitarsviði íslenskra björgunarmanna er ekki lokið. Nauðsynlegt er að framkvæma þessar tilraunir í sem flestum tegundum landslags og við eins fjölbreytilegastar aðstæður og völ er á. Nú höfum við sótt um styrk til að bera saman árangur leitarmanna á mismunandi farartækjum eins og fjórhjólum, mótorhjólum, reiðhjólum, hestum og fleiri farartækjum sem við getum nýtt okkur við leitir. Fáum við styrkinn munum við leita til björgunarsveitafólks um aðstoð við framkvæmd tilrauna.

Birkiskógur Miðlunsssjáanlegur galli Auðsjáanlegur hanski

16 metrar

2,5 metrar

11 metrar

Raunverulegt leitarsvið - Taflan sýnir hvert raunverulegt leitarsvið leitarmanna er í tilteknu landslagi. Fyrir neðan eru svo niðurstöðurnar úr regndansinum í sama landslagi. 20

Björgunarmál


Bjรถrgunarmรกl

21


Fjallasalir 9. - 16. júlí

Dólómítanna

Dólómítarnir eru án efa einn frægasti fjallgarður Alpanna, tignarleg fjöll þar sem snjóa leysir seint og tímasetning ferðarinnar því mjög góð. Stórbrotin náttúra, sögulegt mikilvægi og sérstæð menning eru ástæður þess að fjallgarðurinn var skráður á heimsminjaskrá UNESCO fyrr á þessu ári. Í þessari vikuferð verður gengið um alla þá helstu staði sem hafa gert Dólómítana fræga í aldanna rás, ekki bara hjá fjallgöngufólki, heldur einnig hjá skíðamönnum um allan heim. Áhugamenn um menningu, listir, góða matseld og eðalvín hafa einnig sótt í svæðið. Dólómítarnir eru ekki einn samfelldur fjallgarður, heldur skiptist hann í fimm svæði. Göngurnar verða um þrjú af svæðunum fimm og liggja í kringum alla frægustu og fallegustu tindana, Sella, Cortina, Catinaccio, Lavaredo og San Martino og hægt verður að haga þeim eftir óskum og getu hópsins. Þar sem Dólómítarnir eru mjög vel uppbyggt skíðasvæði þá eru margar lyftur og kláfar sem hægt er að nota til að komast upp mesta brattann og munum við nýta okkur það eftir þörfum. Gist er allan tímann á sama hótelinu í bænum Campitello, dæmigerðum fjallabæ í 2.404 m hæð.

Verð: 219.900 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, ferðir til og frá flugvelli í Mílanó, hótelgisting, hálft fæði, drykkir með kvöldverði, aðgangur að heilsulind hótelsins og íslensk fararstjórn.

A L L I R G E TA B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R

www.baendaferdir.is

s: 570 2790

v Innuþjarkur

SPORTSMAN big bOSS® 800 EFI

hiTTiR beiNT í MARk Vinnuþjarkur með nýjum kraft­ miklum, vökvakældum, 800 cc, tveggja sílendra mótor, með rafstýrðri innspýtingu (EFI) sem hjálpar til við að koma hjól­ inu hratt af stað við erfiðustu aðstæður. • Sjálfstæð fjöðrun • Skúffa með sturtu • Drifsköft (engar keðjur) • Fáanlegt götuskráð.

Kletthálsi 15 • Sími 577 1717


Nýtt úthlutunarkerfi:

Endurspeglar styrk og getu

Stjórn félagsins ákvað strax eftir þingið að setja á laggirnar vinnuhóp þriggja stjórnarmanna og áttu þeir að gera tillögur að nýju úthlutunarkerfi sem átti að endurspegla styrk og getu eininga og einnig að sýna forsvarsmönnum og félögum eininga hvað mátti fara betur og gera betur í starfinu hjá hverri einingu. Þarna gafst einnig gullið tækifæri til að koma á laggirnar mati á innra starfi og láta áherslur félagsins endurspeglast í áherslum kerfisins ásamt því að vera hvatning til betra starfs. Á fyrstu fundum vinnuhópsins var farið yfir stefnumótun félagsins ásamt því að draga upp mynd af þeim áherslum sem áttu að ná eftirtöldum markmiðunum: Kerfið yrði hvetjandi og leiddi til betra starfs Tæki mið af raunverulegum og mælanlegum forsendum Endurspeglaði umfang og virkni hverrar sveitar Góð sátt yrði um hugmyndafræðina Reiknimódelið yrði lifandi plagg Módelið væri einfalt og gegnsætt Nefndin fór ítarlega yfir hvernig best yrði að sýna og greina þá þætti sem kerfið átti að mæla og hvað ætti

að mæla. Ákveðið var að nálgast viðfangsefnið með því að brjóta það niður í frumþætti (matsflokka) og gefa þeim vægi, setja síðan niður mælikvarða sem fá fram vægi innan hvers flokks. Það var mat hópsins að eftirtaldir matsflokkar ásamt mælikvörðum ættu að geta endurspeglað starfsemi flestra eininga skv. áðursögðu:

Virkni sveita

• Innra starf • Félagsstarf í SL • Svæðisstjórn

Stærð sveita • Stærð sveitarinnar • Tæki og tól

Útköll • Fjöldi útkalla og þátttaka í útköllum • Eðli útkalla • Skráningar og skýrslur

Mikilvægi í samfélaginu • Samfélagsgerð og virkni í samfélagi • Stærð starfssvæðis • Fjöldi annarra bjarga

Fjáröflun • Fjöldi íbúa á svæði • Fjáröflun • Möguleiki til fjáröflunar Með þessum greiningum á innra starfi eininga og starfi í félaginu, tækjum eininga og getu taldi nefndin að hægt væri að skipta fjármunum milli eininga á gegnsæjan og skilvirkan hátt og hægt væri að rökstyðja allar fyrirhugaðar og ákvarðaðar breytingar á kerfinu fyrir einingunum. Reynt var ná inn í úthlutunarkerfið flestum þeim þáttum sem snerta starf einnar björgunarsveitar og lag mat á hvað einkennir starfið og hvaða áherslur skipta mestu máli. Eftir að búið var að stilla upp þessum þáttum var sett vægi á bæði matsþættina og einnig innbyrðis á milli mælikvarðanna. Þannig fékk t.d. virkni sveita 40% vægi af 100 í matsþáttunum en þar innbyrðis skiptist vægið þannig að innra starf telur 40%, félagsstarf í SL 30% og þátttaka í svæðisstjórn 30%. Eins var farið með aðra matsþætti og mælikvarða (sjá mynd 1 af öllum liðum). Einkunnir sveita í hverjum matsflokki voru síðan reiknaðar eins og mynd 2 sýnir. Einn þáttur kerfisins er ekki að fullu kominn í virkni en það er liðurinn skráningar og skýrslur. Var það kynnt að með tilkomu nýs upplýsingakerfis og aðgerðagrunni yrði þessi liður virkjaður og upplýsingar

Hannes Frímann Sigurðsson, Björgunarfélag Akraness og í stjórn SL

Á þingi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar árið 2007 sem haldið var í Reykjanesbæ var stjórn SL falið að smíða nýtt úthlutunarkerfi fyrir björgunarsveitirnar. Áður hafði verið stuðst við úthlutunarflokka sem samþykktir voru við sameiningu landssamtakanna. Nánast allir voru sammála um að það kerfi væri algjörlega gengið sér til húðar og farið að standa félaginu fyrir þrifum því engar reglur giltu um hvar sveitir voru flokkaðar eða hvernig sveitir áttu að komast á milli flokka. Mikil óánægja var með kerfið og þótti það ekki endurspegla mikilvægi og getu sveitanna um allt land.

Björgunarmál

23


sóttar þangað til mats en í dag er þetta metið t.d. af skráningum í núverandi aðgerðagrunn. Þessi aðferð var síðan kynnt á öllum stigum, s.s. á

formannafundum og fulltrúaráðsfundum félagsins og á milli þinga og voru allar niðurstöður kynntar ítarlega fyrir einingum. Nokkuð kom af ábendingum í aðdraganda og undirbúningi frá einingum og urðu þær flestar til að bæta kerfið og gera það skilvirkara. Þetta kerfi var síðan samþykkt á landsþingi félagsins í maí 2009. Frá því að kerfið var samþykkt og tekið í notkun hafa einungis komið fram fimm ábendingar frá einingum og óskir um endurmat. Þá hefur stjórn félagsins heimsótt flestar einingar félagsins frá því að kerfið var tekið upp og rætt niðurstöðuna við forsvarsmenn eininganna ásamt því að erindrekar félagsins hafa verið í sambandi við einingarnar og kynnt bæði uppbyggingu kerfisins og niðurstöður. Nú hefur mat milliþinganefndar vegna landsþings 2011 verið kynnt fyrir stjórn. Milliþinganefnd hefur

NESKAUPSTAÐ

farið ítarlega yfir öll gögn og athugasemdir og eru eiginleikar kerfisins að nýtast til fulls. Er skemmst frá því að segja að úthlutunarkerfið stenst væntingar þeirra sem séð hafa og ljóst að þær einingar sem nýtt hafa tímann frá síðasta þingi til að rýna sitt mat frá því þá til gagns eru að uppskera samkvæmt því. Það má nefnilega ekki gleyma því að stærsta markmiðið með þessum greiningum á starfseminni á að vera verkfæri fyrir einingarnar til að efla starfið en á ekki að vera og er ekki áfellisdómur heldur nokkuð sem einingarnar geta notað til að skýra sóknarfærin. Svo má ekki gleyma því að núverandi skiptingar eða áherslur eru nokkuð sem mun breytast í tímans rás og kerfið á eftir að þróast og dafna. Hlutföll milli matsflokka og mælikvarða munu verða rædd á þingum og fundum hjá félaginu í framtíðinni, Þar sem málefnalega verður tekist á um vægi einstaka þátta.

Reykjavík, Akranesi, Snæfellsnesi, Skagaströnd, Þorlákshöfn www.fmis.is

r i ð ú b u n n i v í a Vilt þú mæt ? d n o m a i D k c a Bl Fjallakofinn og Bill Crouse, sexfaldur Everest-fari og sölustjóri Black Diamond, bjóða í vinnubúðir í verslun Fjallakofans að Laugavegi 11 föstudagskvöldið 29. apríl kl. 20 Bill Crouse Sölustjóri Black Diamond

Boðsgestir: Allir áhugasamir um fjallabjörgun og fjallabúnað

Léttar veitingar verða í boði. 24

Björgunarmál


„Ég margfalda virði N1 punktanna þegar ég nýti mér tilboðin á N1 eða á netinu.“

NOTAÐU N1 KORTIÐ OG LÆKKAÐU ÚTGJÖLDIN

MEÐ N1 KORTINU FÆRÐU Aðgang að spennandi tilboðum

Veitingar með afslætti

Hagstæðara verð í verslunum

Ódýrari viðgerðir

Betra verð á eldsneyti

Tilboðsverð á hjólbarðaþjónustu

Afslátt af bílaþjónustu

Ódýrari áskrift að SkjáEinum

Þú safnar N1 punktum sem þú getur notað í öllum viðskiptum við N1. Einn punktur jafngildir einni krónu en hægt er að margfalda virði þeirra með því að nýta sér spennandi tilboð.

Þú sækir einfaldlega um kort á N1.is, sparar peninga og safnar N1 punktum! ENGAR SKULDBINDIN F í t o n / S Í A

GAR!

WWW.N1.IS


Þröstur Brynjólfsson, ?starfsmaður neyðarlínunnar

Tetra

2011-2012

26

Slysavarnir


Nú er uppsetningu dreifikerfis Tetra að mestu lokið, en 154 sendar eru nú komnir í gagnið og er þá ef til vill rétt að huga að því sem framundan er. Á síðastliðnu ári einbeittum við okkur að Suður- og Austurlandi og voru þar gerðar margvíslegar endurbætur og breytingar á kerfinu og höfum við ekki aðrar fréttir en að þær hafi tekist með ágætum. Breytingarnar fólust meðal annars í uppsetningu á nýjum sendum, byggingu mastra og tilfærslu milli staða þar sem við, oft með aðstoð heimamanna og staðkunnugra, fundum betri staði en við vorum á áður. Á þessu ári sem nú er byrjað erum við að byrja að framkvæma í samræmi við áætlun fyrir árið 20112012, en við munum ekki sitja auðum höndum heldur vinna af fullum krafti í því að þétta netið bæði með endurbótum á eldri stöðum og byggingu nýrra. Ég mun hér á eftir að gera grein fyrir helstu nýjungum og breytingum sem fyrir dyrum standa. Staðirnir eru taldir upp landfræðilega, en ekki endilega í þeirri röð sem framkvæmdirnar verða.

Vestfirðir: Á Vestfjörðum, nánar tiltekið á Urðarhjalla austan Látrabjargs, erum við með áætlanir um að byggja nýjan fjarskiptastað og samkvæmt okkar útreikningum ætti sá staður að þjóna bjarginu, Rauðasandi og einnig víkunum Breiðuvík, Fúluvík, Látravík og Selavík og ætti þar með að bæta Tetrasamband á svæðinu mjög mikið, einnig mun væntanlega GSM á svæðinu batna til mikilla muna. Næst berum við niður á Sandafelli en þar byggjum við væntanlega nýja aðstöðu í félagi við Vodafone og reisum nýtt 20 metra mastur og ætti þessi aðgerð að bæta útbreiðslu Tetra og einnig verulega í GSM Vodafone. Þá höfum við einnig verið að skoða að setja sendi aftur á Þverfjall en margar óskir hafa komuð um það frá heimamönnum á því svæði sem Þverfjallið „dekkaði“.

Norðurland vestra Næsta stopp verður á Ströndum, eða á Finnbogastaðafjalli milli Ingólfsfjarðar og Reykjafjarðar en það er í augnablikinu besti staðurinn sem við höfum fundið til útbreiðslu á þessu svæði. Í Vatnsnesfjalli, nánar tiltekið á Þóreyjarnúpi, er verið að byggja nýjan sendastað sem mun sjá mjög vel suður dalina og einnig til austurs og norðausturs og bæta að okkar dómi mjög bæði Tetra og GSM samband á svæðinu. Gamli sendirinn í vestanverðu Vatnsnesfjalli verður áfram á sínum stað. Enn í Húnavatnssýslum, en hugmyndir eru uppi um að byggja nýja stöð á Hnjúki í Vatnsdal, og ef af verður munum við væntanlega flytja sendinn sem nú er á Þingeyrum að Hnjúki og fá þannig góða dekkun í Vatnsdal og nágrenni. Á Hnjúkum við Blönduós munum við væntanlega færa tetraloftnet í topp 50 metra masturs sem Míla er að reisa þar. Í Skagafirði munum við byggja nýjan fjarskiptastað í stólnum mikla, Tindastóli, á klettanefi sem kallast Einhyrningur, þessi staður mun að líkum verða gríðarleg bót á öllum samböndum í Skagafirði en ofan af Einhyrningnum blasir nær allur fjörðurinn og

Mikið hefur verið lagt í uppbyggingu Tetra kerfisins á landinu undanfarin ár. Henni er þó hvergi nærri lokið.

dalirnir við. Þarna gerum við ráð fyrir bæði Tetra og GSM sendum. Áfram í Skagafirði en nú í Fljótum, þar erum við búnir að finna nýjan sendastað fyrir ofan bæinn á Hrauni og ef verður af byggingu hans er hugmyndin að sendir sem nú er við Skeiðsfossvirkjun verði fluttur að Hrauni en endurvarpi settur upp við Skeiðsfoss.

Norðurland eystra Áætlun er um að bæta við einum sendi á Eyjafjarðarsvæðinu og erum við að íhuga að setja hann á brún Hlíðarfjalls fyrir ofan efstu skíðalyftuna. Þessi sendir

yrði viðbót fyrir Akureyri og mundi búa til mjög góða „yfirlöppun“ á svæðinu, einnig mun hann að líkum ná prýðilega inn á hálendið sunnan og vestan Eyjafjarðar og kæmi að góðum notum fyrir ferðamennsku á svæðinu. Lengi hafa menn verið með hugmyndir um að setja sendi í Grímsey, en alla tíð hefur verið ljóst að sendir þar mundi ekki þjóna mörgum notendum dagsdaglega, hins vegar yrði hann mikið öryggistæki fyrir slökkvilið í eyjunni og einnig fyrir flugvöllinn og mundi væntanlega einnig nýtast í Fjörðum og ef til vill víðar á norðurströndinni. Nú er Landsvirkjun með miklar hugmyndir um Björgunarmál

27


orkuöflun á Þeistareykjum með byggingu gufuaflsstöðvar í huga og höfum við uppi áætlanir um að setja upp sendi á Ketilfjalli, sem er fjallsrani norður úr Bæjarfjalli. Þessi sendir mundi auk þess að ná yfir vinnslusvæðið og koma til með að búa til verulega „yfirlöppun“ í Kelduhverfi og Öxarfirði. Á Húsavíkurfjalli erum við að undirbúa að byggja nýja aðstöðu með húsi og 30 metra háu mastri, nú erum við frekar lágt í mastri RÚV. Við gerum okkur vonir um að útbreiðsla frá fjallinu muni batna þegar tetraloftnetin hækka um 15 metra og við færumst frá hinu mastrinu. Á Hófaskarðsleið í nágrenni við Raufarhöfn erum við að leita að góðum sendastað sem gæfi bæði útbreiðslu yfir þorpið og einnig yfir þann hluta nýja vegarins sem nú er ekki vel dekkaður.

Austurland Á Austurlandi verða gerðar nokkrar úrbætur. Búið er að reisa loftnetsaðstöðu á toppi Goðatinds og verða loftnet sett í hana í vor, kemst þá væntanlega samband í Vöðlavík og betra samband í Hellisfjörð og Viðfjörð. Endurvarpi verður settur upp á Kjarrdalsheiði í Lónsöræfum og verður spennandi að sjá hverju hann fær áorkað á þeim stað. Á Höfn í Hornafirði er verið að undirbúa að reisa 50 metra mastur við aðstöðu Neyðarlínunnar í Standey sem mun væntanlega bæta mjög samband á Höfn og nágrenni.

Ýmislegt fleira er í pípunum og verður greint frá því síðar.

Nýjungar í tækjabúnaði Tetrakerfið tekur stöðugum breytingum, ekki síst hvað varðar notendabúnað. Á sl. tveim árum hafa komið á markaðinn margar nýjar talstöðvar og annar tæknibúnaður. Motorola er það merki sem mest er í notkun hjá okkur. Þar er komin ný útgáfa af 850 stöðinni sem heitir 850S en þar eru á ferðinni nokkrar nýjungar. Nýtt og betra hliðartengi, „Man down switch“, betra hljóð í símaham og að hægt er að fá stöðina þannig að hún sé endurvarpi með 1,8w í sendiafli. Einnig hefur Motorola komið fram með nýja bílstöð, MTM5400, sem er með 10w sendiafl og fær um að vera bæði gátt og endurvarpi, stöðin hefur nákvæmlega sama viðmót og MTM 800e stöðin, sem er ótvíræður kostur. Frá Cassidian (EADS) kemur ný handstöð THR9i sem getur einnig verið 1,8w endurvarpi, sú stöð hefur býsna fullkomið leiðsögukerfi, nýtt og skemmtilegt viðmót, mikið af nýjum eiginleikum og má þar sérstaklega nefna einn sem kallaður er „Hvar ert þú“

en hann felur það í sér að notendur geta séð í hvaða átt og hversu langt í burtu félaginn er. Þá er Cassidian með nýja handstöð sem heitir THR8 og nýja bílstöð, TGR990, sem getur verið bæði gátt og endurvarpi. Sepura er einnig með nýjar stöðvar, bæði handstöðvar, STP8100 og STP8200 og bílstöð, SRG3900, sem allar hafa stóran pakka af nýjungum sem vert væri að skoða nánar. Hér hefur aðeins verið tæpt á örfáum nýjungum á þessu sviði og verður nú látið staðar numið í bili en ég hvet menn til að kynna sér þá möguleika sem tækjabúnaður þeirra býður upp á og nota þá, nefni ég þar sérstaklega gátta- og endurvarpamöguleikann sem margar stöðvar hafa í dag og geta oft bjargað málunum í erfiðum aðstæðum.

Nýjung: Fyrir þá sem þurfa á þessum tækjakosti að halda vegna ferða, t.d. inn á hálendið, er í bígerð að hægt verði að fá stöðvar leigðar gegn vægu gjaldi hjá Neyðarlínunni eða Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Öryggi skiptir öllu máli! HVORT SEM ER VIÐ LEIK EÐA STÖRF

Dynjandi hefur landsins mesta úrval af fallvarnarbúnaði og sérfróða starfsmenn með mikla reynslu á þessu sviði. Fallvarnarbúnaður er flóknasta persónuhlífin og kunnátta í notkun hans er bráðnauðsynleg. Þess vegna bjóðum við upp á námskeið í notkun hans. Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is

28

Björgunarmál


Sparnaðarþjónusta fyrir alla VÍB veitir sparifjáreigendum og fagfjárfestum alhliða þjónustu

VÍB - Eignastýringarþjónusta Íslandsbanka er leiðandi á íslenskum markaði og veitir alhliða eignastýringar- og verðbréfaþjónustu með áherslu á fagmennsku og fræðslu.

Eigna- og lífeyrisþjónusta

Hefðbundin ávöxtun, sparnaður í áskrift, stakar fjárfestingar og lífeyrissparnaður með aðstoð sérfræðinga okkar.

Einkabankaþjónusta

Viðskiptavinum sem gera ríkar kröfur býðst sérsniðin einkabankaþjónusta þar sem viðskiptastjóri annast stýringu eignasafnsins og veitir margvíslega ráðgjöf.

Netbanki

Aðgangur að kauphöll og eitt breiðasta sjóðaúrval landsins fyrir þá sem stýra eignasafni sínu sjálfir.

Fáðu nánari upplýsingar á www.vib.is eða pantaðu viðtal við ráðgjafa í síma 440 4900.

Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is


Smári Sigurðsson – Súlur, björgunarsveitin á Akureyri

Tækjamót 2011

Innan vébanda Slysavarnafélagsins Landsbjargar er mikill og öflugur floti bíla, vélsleða og snjóbíla svo fátt eitt sé nefnt. Það er eitt að eiga öll þessi tæki og tól og annað að kunna að nota þau. Í allmörg ár hefur félagið staðið fyrir vetraræfingaferð, svokölluðu „tækjamóti“, þar sem fjöldi björgunarsveita alls staðar af landinu mæta með tæki sín og tól, bera saman bækur sínar, skoða búnað hvers annars, segja sögur og hlusta á sögur og síðast en ekki síst taka létta æfingu með öðrum sveitum, reyna sig og búnaðinn 30

Björgunarmál

Að þessu sinni var blásið til „tækjamóts“ í byrjun febrúar. Upphaflega var áætlunin að halda mótið á Skagaheiði undir forystu heimamanna. Sökum snjóleysis vestra var dregin fram varaáætlun, plan B, og öllum flotanum stefnt á Eyjafjarðarsvæðið. Björgunarsveitir alls staðar af landinu streymdu norður með fríðu föruneyti. Það er aðdáunarvert hvað félagar eru tilbúnir að leggja á sig, það er meira en að segja það að flytja allan búnaðinn og mannskapinn um langan veg. Það var öflugur hópur með alvöru búnað sem mætti á skaflinn við Grenivík vel fyrir birtingu laugardaginn 12. febrúar, tilbúinn fyrir ævintýri dagsins. Komnir voru 10 gríðarlega öflugir snjóbílar með fullri áhöfn auk 58 vel útbúinna vélsleða. Við Þverá í Dalsmynni var ekki síðri floti en þar lögðu upp á Flateyjardalsheiði 60 öflugir og fullbúnir jeppar af öllum gerðum. Snjóbílarnir fóru í sameiginlegt verkefni, frá Grenivík um Grenjárdal, Þröskuld og Trölladal yfir í Hvalvatnsfjörð. Síðan sem leið lá um Leirdal, yfir fjöllin í Flateyjardal að Heiðarhúsi. Á ferð þeirra fengu menn ýmis „náttúrleg“ verkefni til að glíma við, í fyrsta lagi


er þessi leið torfarin, mikið um djúp gil og brattar brekkur. Með samstilltu átaki, áræðni og reynslu leystu okkar menn verkefnin með stakri prýði og fengu væntanlega að prófa flest „trikkin“ í snjóbílahandbókinni. Sleðarnir fóru hinsvegar í minni hópum um Grenjárdal og Þverdal yfir í Hóls- og Bakkadal áður en haldið var sem leið lá yfir í Flateyjardal á sömu slóðir og jepparnir og snjóbílarnir. Allir vélsleðamennirnir fengu verkefni við sitt hæfi, náðu að reyna sig og gæðingana því nægur var snjórinn og brekkur af öllum gerðum og stærðum. Margir þeirra uppgötvuðu að negla þarf vélsleðabeltin enn betur. Jepparnir fóru um Flateyjardalsheiði, norður dalinn og langleiðina til sjávar, þá var snúið við þar sem snjórinn hafði minnkað verulega. Líkt og með aðra fengu „jeppakallarnir“ að reyna sig og búnað sinn og leystu sín verkefni eins og ætlast var til. En til hvers að stefna öllum þessum hópi saman með allan þennan búnað og ærnum tilkostnaði. Sjálfsagt má finna bæði kosti og galla við þann ráðahag. Kostirnir eru bara miklu fleiri. Þátttaka á tækjamóti félagsins hefur margvíslegt gildi; þekkingarlega, æf-

Yfir 300 þátttakendur voru á Tækjamóti Slysavarnafélagsins Landsbjargar í ár og hafa þeir aldrei verið fleiri. Björgunarmál

31


Ýmislegt var brasað á mótinu og tækin reynd við alls kyns aðstæður. Hér má sjá Bola, snjóbíl HSSR, í krapapytti. ingalega og ekki síður félagslega. Það fer mikil vinna og undirbúningur að útbúa sig og sína í slíka för. Hvernig á að flytja allan búnaðinn og mannskapinn? Það þurfa menn að kunna og geta. Hvernig búnað eru aðrar björgunarsveitir að nota og hvernig nota þær hann eða beita? Svo ekki sé minnst á upplifunina og reynsluna sem fæst við að kynnast búnaði annarra og hvernig sá búnaður virkar. Ef björgunarsveitir ætla að verða öðrum að liði þurfa þær að vera undir það búnar, hafa þekkingu, reynslu og búnað sem dugar. Eftir hreint frábæran dag í Flateyjardal og Fjörðum undir leiðsögn heimamanna var slegið upp grillveislu á Grenivík fyrir svangt björgunarsveitarfólk áður en menn héldu til síns heima, sáttir með árangurinn og reynslunni ríkari.

Björgunarsveitabílar á leið á mótsstað. 32

Björgunarmál

Halda þurfti góðum hraða til að sleðarnir sykkju ekki.


ENNEMM / SÍA / NM45920

Öruggari með 3G 3G kerfi Símans eykur til muna öryggi þeirra sem ferðast utan alfaraleiða auk þess sem áhyggjum léttir af þeim sem heima sitja.

Stærsta dreifikerfi landsins

Sími

Netið

800 4000 – siminn.is


Fyrirkomulag og áherslur

Anton Berg Carrasco, yfirleiðbeinandi snjóflóða

í snjóflóðakennslu Björgunarskólans

Undanfarin misseri hefur verið unnið að breytingum og umbótum á snjóflóðakennslu Björgunarskólans. Gróflega er markmið breytinganna tvíþætt. Hið fyrra er að uppfæra kennsluna og gera björgunarsveitarfólk og aðra þátttakendur hæfari til að bregðast við snjóflóðum og meta snjóflóðahættu. Hitt er að laga snjóflóðakennslu að námskerfi skólans. 34

Slysavarnir

Uppfærð snjóflóðakennsla Leit og björgun úr snjóflóðum og snjóflóðafræði eru vísindagreinar. Sem slíkar einkennast þær af stöðugri framþróun. Snjóflóðaýlar hafa þróast mikið á undanförnum árum. Annar öryggisbúnaður, t.a.m. snjóflóðabelgir (avalanche airbags) og lungu (avalung), er að ryðja sér til rúms hér á landi og erlendis. Auk þess eru veðurspár stöðugt að verða fullkomnari og nákvæmari. Allt ofantalið og meira til eru dæmi um hluti sem hafa verið staðsettir í námskeiðslýsingum snjóflóðanámskeiða Björgunarskólans. Helsta áherslubreytingin varðandi snjóflóðakennsluna er sú að fyrsta hjálp og umönnum sjúklinga er nú orðin hluti af námsefni snjóflóðanámskeiðanna. Hér er um að ræða sérhæfða ummönnun sjúklinga sem grafast í snjóflóðum og hugsanleg meðferðarúrræði þeirra.

Uppbygging snjóflóðakennslu Snjóflóðakennsla Björgunarskólans skiptist í þrjú stig. Grunnnámskeiðið Snjóflóð 1 er 12 klst. langt námskeið. Að því loknu er hægt að taka framhaldsnámskeiðið Snjóflóð 2 sem er 16-20 klst. langt nám-


skeið. Fagnámskeið í Snjóflóðum er 5 daga langt námskeið og er Snjóflóð 2 skilyrtur undanfari. Snjóflóð 1 Námskeiðið er ætlað nýliðum björgunarsveita og er jafnframt hugsað til upprifjunar fyrir þá sem hafa ekki uppfært sig um skeið. Námsefni námskeiðsins er sambærilegt nýaflagða námskeiðinu „Snjóflóðaleit“ og einnig að hluta til „Mat á snjóflóðahættu“. Námskeiðinu er ætlað að gera þátttakendur hæfa til að taka þátt í snjóflóðaleit og björgun úr snjóflóðum auk þess að þeir geri sér grein fyrir helstu öryggisatriðum varðandi vinnu við snjóflóðavettvang. Mest áhersla er lögð á félagabjörgun en einnig eru kynntar stærri aðgerðir. Einnig er nemendum gerð grein fyrir grunnatriðum í mati á snjóflóðahættu og þeim kynnt fyrsta hjálp í snjóflóðum. Námskeiðið er bóklegt og verklegt þar sem verklegi hlutinn tekur um 7-8 klst. Námskeiðið fellur undir björgunarmann 1. Ígildi námskeiðsins hefur verið kennt á formi fjarnáms og endurmenntunar í vetur. Snjóflóð 2 Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa nýlega lokið námskeiðinu Snjóflóð 1 eða hafa sambærilega reynslu. Námskeiðið „Mat á snjóflóðahættu“, sem hefur nú hefur verið aflagt, er sambærilegt matshluta umrædds námskeiðs. Björgunarmál

35


Námskeiðinu er ætlað að gera þátttakendur hæfa til að sinna snjóflóðaútköllum og sinna hlutverki stjórnenda í einfaldari snjóflóðatilfellum. Félagabjörgun er æfð á markvissan hátt og nemendur þjálfaðir í grunnmati á ástandi sjúklinga sem grafnir eru úr snjóflóðum, sérstaklega m.t.t. áverka og endurlífgunar. Farið er dýpra í mat á snjóflóðahættu og aðkoma björgunarsveita að stærri snjóflóðatilfellum æfð. Námskeiðið er að mestu verklegt, en þó er gert ráð fyrir bóklegri upprifjun í upphafi námskeiðs og stuttum fyrirlestrum og umræðum tengdu námsefninu. Námskeiðið fellur undir björgunarmann 2.

Fagnámskeið í snjóflóðum Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lokið námskeiðinu Snjóflóð 2 eða sambærilegu. Markmið námskeiðsins er að þjálfa færni þátttakenda í mati á snjóflóðahættu og leit og björgun úr snjóflóðum, bæði hvað varðar tæknileg atriði og ákvarðanatöku. Lögð er áhersla á að þjálfa þátttakendur í stjórnun aðgerða á snjóflóðavettvangi. Mikil áhersla er lögð á félagabjörgun og snjóflóðavettvang af mismundi stærðum. Mikil áhersla er lögð á fyrstu hjálp og snjóflóð, þ.e. sérhæfða umönnun og meðferðarúrræði sjúklinga sem grafist hafa í snjóflóðum. Námskeiðið er endurbætt útfærsla af fagnámskeiðum sem Björgunarskólinn hélt á árum áður. Núverandi fagnámskeið leysir af hólmi námskeiðið „Level 1“ sem var haldið um nokkurra ára skeið, en þótti að ýmsu leyti óhagnýtt fyrir björgunaraðila. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og mikið vægi lagt á báða þætti. Námskeiðið fellur undir björgunarmann 3.

Sérnámskeið

Kennsluefni og fagsíður

Námskeið Björgunarskólans eru aðgengileg almenningi. Leiðbeinendur skólans hafa margir hverjir allmikla reynslu í námskeiðshaldi fyrir almenning og ýmis konar hópa, s.s. göngu- og vélsleðahópa. Fyrirhugað er að skólinn muni útvega slík námskeið sé þess óskað.

Núverandi kennsluefni skólans varðandi snjóflóð þarfnast uppfærslu og endurútgáfu. Stefnt er að því að gefa út nýtt kennsluefni þar sem snjóflóðaleit og mat á snjóflóðahættu er sett undir sama hatt, auk nýrra áherslna sem bætt hefur verið í námsefni skólans, t.d. varðandi fyrstu hjálp og snjóflóð. Þá mun bráðlega verða aðgengilegt efni á fagsíðum skólans er varðar leit og björgun úr snjóflóðum og annað viðkomandi.

Kennsluréttindanámskeið Námskeiðið veitir réttindi til kennslu á grunnnámskeiðinu Snjóflóð 1. Námskeiðið er keyrt samhliða fagnámskeiðum í faginu. Til að öðlast þátttökurétt á námskeiðinu þarf viðkomandi að hafa tekið Fagnámskeið í snjóflóðum. Kennsluréttindum í faginu þarf að viðhalda með þátttöku í vinnustofu eða sambærilegri endurmenntun á 3ja ára fresti hið minnsta.

Vinnustofa í snjóflóðum Vinnustofan er haldin samhliða Fagnámskeiðinu. Vinnustofan hefur tvíþættan megintilgang. Annars vegar er henni ætlað að vera samkomuvettvangur fyrir þá sem hafa aðkomu að snjóflóðafaginu, t.a.m. björgunarsveitarfólk, starfsmenn Veðurstofu Íslands, Vegagerðarinnar, ferðaþjónustuaðila og fleiri. Þá er Vinnustofunni ætlað að vera einhvers konar endurmenntun fyrir leiðbeinendur í faginu og ætlað að kynna nýjungar auk þess að vera þemamiðuð.

Snjóflóð og fjallamennska Snjóflóð eru kennd sem hluti af námsefni fjallamennsku. Þar er um að ræða bæði bóklega kynningu og verklega kennslu á nauðsynlegustu grunnatriðum, s.s. grunnatriðum félagabjörgunar, leiðarvali o.þ.h. 36

Björgunarmál

Samantekt og breytingar Breytt fyrirkomulag á snjóflóðakennslunni endurspeglast aðallega í eftirtöldum atriðum: • Mat á snjóflóðahættu og leit í snjóflóðum eru kennd samhliða á sömu námskeiðum, en ekki sem aðskilin námskeið líkt og áður. • Björgun úr snjóflóðum er orðin virkur hluti af snjóflóðakennslunni með því að kenna ummönnun og meðferð sjúklinga. • Námskeiðin byggja á stigvaxandi þekkingu og reynslu eftir því sem fleiri námskeið eru sótt. • Fagnámskeið í snjóflóðum hefur verið tekið upp að nýju í endurbættri mynd. • Gerð er krafa á leiðbeinendur með kennsluréttindi í grunnnámskeiðinu Snjóflóð 1 að viðhalda kennsluréttindum á 3ja ára fresti hið minnsta. • Vinnustofu er ætlað að vera vettvangur fyrir endurmenntun og samstarf varðandi fagið. • Stefnt er að því að Björgunarskólinn bjóði upp á snjóflóðanámskeið fyrir almenning. • Stefnt er að endurútgáfu kennsluefnis í snjóflóðum. • Fagsíða snjóflóða verður virkjuð innan skamms á vef Björgunarskólans


Í löngum útköllum er nauðsynlegt að fá sér eina almennilega máltíð þó svo aðstæður séu ekki alltaf eins góðar og á þessari mynd.

F2 gulur

– orkuþurrð í maga Orkuþörf Það fyrsta sem þarf að skoða er hversu mikla orku maður þarf á einum sólarhring. Meðaljóninn þarfnast að jafnaði 2.200-2.700 hitaeininga á dag við kyrrsetu en við erfiði, eins og fjallgöngur, eykst þörfin í 3.000-3.500 hitaeiningar. Í þessu sambandi ber að nefna að allar aðhaldsaðgerðir varðandi hitaeiningar verður að skilja eftir heima þegar farið er í útköll. Við verðum að vera vel nærð til að geta skilað því sem ætlast er til af okkur. Það að forðast vökvaþurrð sem og orkuþurrð er einfaldlega það mikilvægt fyrir björgunarmenn að hægt er að setja þessa þætti undir fyrsta horn á fyrsta þríhyrninginum varðandi fyrstu hjálp; öryggi björgunarmanns. Hvernig nýtir líkaminn orkuna sem við gefum honum? Við getum líkt þessu ferli við það að kveikja eld og halda honum svo á lífi: Sykur - kveikja Kolvetni og prótein - sprek Fita - drumbur

Björgunarmál

37

Helen Garðarsdóttir, starfar með leitar- og sjúkrahópi í Björgunarsveitinni Ársæli.

Hver kannast ekki við að hafa dregið það í tvo tíma að fá sér hádegismat og vera nýstaðinn upp til að fara í ísskápinn þegar síminn pípir. Útkall gulur. Hvað nú? Eins og allt björgunarsveitarfólk veit þá gera útköllin ekki boð á undan sér og jafnvel hafa sum ykkar þurft að standa upp frá jólamáltíðinni. Þar sem mannslíkaminn þarf næringu til að geta starfað þá segir sig sjálft að þetta er mikilvægur þáttur í lífi björgunarsveitarfólks. Í útköllum þarf fólk að vera sjálfu sér nægt í sólarhring. Í þessum pistli ætla ég að velta fyrir mér nokkrum hliðum á matarmálum björgunarsveitarfólks en ég tek það fram að vangaveltur mínar eru einungis út frá mínum sjónarhóli sem áhugamanneskju á þessu sviði.


Við áreynslu er nauðsynlegt að drekka nóg. Þó svo maður hljómi eins og rispuð plata þá er góð vísa aldrei of oft kveðin. Með því að vita hvernig orkugjafarnir virka er hægt að forðast að lenda í orkuþurrð eða því sem oft er kallað að „ganga á vegg“. Með þessu er átt við það þegar fólk verður algjörlega orkulaust og er þá búið að ganga svo mikið á orkubirgðir líkamans að líkaminn einfaldlega neitar að halda áfram. Í þessum tilfellum er gott að fá sér sykur til að kveikja orkueldinn aftur. Það er hins vegar skyndilausn og er nauðsynlegt að fá sér eitthvað endingarmeira með eða beint á eftir. Hin fullkomna máltíð myndi innihalda hitaeiningar úr öllum þessum orkugjöfum. Sumir eru þannig gerðir að þeir verða ekki svo svangir þegar líkaminn er að erfiða. Þessir einstaklingar gera sér mögulega allt í einu grein fyrir því að þeir eru ekki búnir að fá sér neitt að borða í marga marga klukkutíma. Svengd, alveg eins og þorsti, er lélegur mælikvarði. Þetta er neyðarkall líkamans til að láta vita að hann vanti vatn eða næringu. Kallið 38

Björgunarmál

kemur því miður ekki fyrr en of seint, við erum þegar komin í orkuþurrð eða farin að þjást af vægum vökvaskorti þegar við erum orðin svöng eða þyrst. Ekki bíða eftir því að líkaminn öskri á vatn eða næringu. Komið í veg fyrir að líkaminn þurfi að senda ykkur neyðarkall.

Hvaðan fáum við þessar dýrmætu hitaeiningar? Eins og ég nefndi áður er sykur „kveikjan“, orka sem líkaminn notar strax. Þrúgusykur og súkkulaði eru dæmi um mjög skjótfengna orku sem gott er að geta gripið til. Gott er að hafa einhvers konar einfaldan sykur við höndina því líka er hægt að gefa hann sykursjúkum sem lent hafa í blóðsykurfalli. Orka úr kolvetnum, próteinum eða fitu er endingarmeiri og mæli ég með því að hafa með sér prímus til að geta eldað einfaldar máltíðir og til að hita vatn í kakó eða te. Það helsta sem þarf að hafa í huga þegar útkallsnesti er valið er hversu vel það endist, í hvernig umbúðum er það, hvort það uppfylli næringarþörf þína og hversu þungt það er. Dæmi um mat sem hægt er að geyma í bakpokanum og borða þegar á þarf að halda eru frostþurrkaðar máltíðir, núðlur, hafragrautur og bollasúpur. Þetta er allt saman þurrvara og geymist þar af leiðandi mjög vel en hefur líka þann kost að þetta er ekki

þungt þar sem vatni er bætt við þegar máltíðin er elduð. Frostþurrkuðu máltíðirnar er hægt að kaupa í útivistarbúðum en helsti gallinn við þær er hversu dýrar þær eru. Kosturinn er sá að heitu vatni er hellt beint ofan í pokann og borðað beint uppúr honum. Það sparar uppvaskið og heillar þar af leiðandi uppvöskunarletingja eins og mig. Fólki finnst þessar máltíðir misgóðar en ég efast ekki um að allir geti fundið tegund við sitt hæfi. Hægt er að kaupa hafragraut í litlum pokum sem einungis þarf að bæta við sjóðandi vatni. Þeir sem vilja geta svo bætt út í hann þurrkuðum eplum eða rúsínum. Einnig er hægt að blanda saman núðlunum og bollasúpunni og þá er maður kominn með enn aðra máltíð. Slíkar máltíðir ætti maður að reyna að borða ef maður er meira en 8-12 tíma í útkalli því þá er farið að ganga ansi mikið á langtímaorkubirgðir líkamans. Heimabökuð múslístykki, hafrakökur og þvíumlíkt getur líka verið partur af dýrindis máltíð þó þau séu ekki heit. Tökum fyrir hafrabitauppskriftina á bls. 40. Þar færð þú sykurinn úr eplamaukinu, þurrkuðu eplunum sem og rúsínunum. Kolvetnin færðu úr hveitinu, AB-mjólkinni og höfrunum. Próteinin færðu aðallega úr hnetunum. Hægt væri að setja saman máltíð með hafrabitum, bollasúpu og heitu kakói. Hafrabitana er líka hægt að nýta sér í stuttum pásum eða á göngu. Dæmi um annað svona göngusnarl eru


Náttúrulega góði safinn


hnetur, rúsínur með eða án súkkulaðis, kexkökur, þurrkaðar eplaskífur, ýmis súkkulaðistykki og múslístangir. En er nóg að hugsa um mataræðið í útköllum? Þarf maður að hafa eitthvað í huga dagsdaglega, til að vera tilbúinn í hasarinn þegar kallið kemur? Þar sem maður veit aldrei hvenær kallið kemur er mikilvægast að temja sér að borða reglulega og drekka nóg. Þannig tryggjum við að við byrjum útkallið með líkamann með fulla geyma næringarlega séð.

Vatnsbúskapurinn Öll getum við ímyndað okkur hvað vökvaþurrð er óskemmtileg lífsreynsla og verðum við því að drekka eitthvað með matnum okkar. Magnið af vatni sem einstaklingur þarfnast eru 2,53 lítrar á dag að meðaltali en við göngur og erfiði getur þessi tala tvöfaldast ef ekki þrefaldast. Þarna spilar hitastig líka inn í. Lítratölurnar eiga við allan vökva sem fólk innbyrðir, hvort sem það er í formi heits kakós, súpu, vatns eða íþróttadrykkjar. Aðalatriðið er að vatnið sé aðgengilegt. Þá getur fólk verið að súpa á þessu nokkuð stöðugt og ólíklegra verður að fólk muni þjást af vökvaskorti. Mín leið til þess að hafa vatnið aðgengilegt er að geyma það í svokölluðum „camelback“ poka. Þetta eru pokar með áfastri drykkjarslöngu. Pokinn með vatninu er geymdur ofan í bakpokanum og slangan liggur

svo fram á aðra axlarólina. Sumir bæta í pokana orkudrykkjum í duftformi (Iso Drive eða Gatorade). Þannig eykur þú hitaeiningainntöku þína ásamt því að innbyrða nauðsynlegan vökva. Við getum öll verið sammála um að það er notalegt að fá sér heitan drykk þegar maður er úti í miklum kulda. Í sumum tilfellum er það hreinlega nauðsynlegt, til dæmis til að meðhöndla vægt ofkældan sjúkling. Hægt er að hafa með sér kakóduft eða sítrónute í duftformi. Líka getur heitt vatn gert kraftaverk við að þýða frosið spil á björgunarsveitarjeppanum sem og að fá frosna loftslöngu til að virka. Það er alltaf gott ef hlutir geta haft tvöfalt notagildi. Hvort sem þú ákveður að hafa heitt vatn með þér á brúsa eða hafa með þér prímus til að hita það þá er heitt vatn til margra hluta nýtilegt. Eftir að hafa velt vöngum yfir þessu öllu saman ætla ég að hafa eftirfarandi í útkallspokanum mínum: Skjót orka: Snickers, þurrkaðar eplaskífur og þrúgusykur. Langtíma orka: Frostþurrkuð máltíð og bollasúpa. Einnig ætla ég að skella í pokann smá dollu með íþróttadrykkjardufti til að bæta út í drykkjarvatnið mitt. Með þetta í pokanum mínum þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því að verða orkulaus og get þá einbeitt mér að útkallinu sjálfu. Sjáumst svo vel nærð í næsta útkalli!

Hafrabitar – uppskrift Eplamauk Létt AB-mjólk Hlynsýróp Olía Heilhveiti Þurrkuð epli – niðurskorin Rúsínur Hafrar Graskersfræ Salthnetur Vanilludropar Lyftiduft Kanill

200 g 200 g 2 msk. 2 msk. 100 g 100 g 50 g 70 g 50 g 50 g 2 tsk. 1½ tsk. ½ tsk.

Úr þessari uppskrift færðu um 25 bita. Úr hverjum bita færðu 76 hitaeiningar. Leiðbeiningar: Blandið saman eplamauki, AB-mjólk, olíu, hlynsírópi og vanilludropum í eina skál. Blandið afganginum af innihaldsefnunum saman í aðra skál. Blandið svo öllu saman og hrærið vel. Setjið á bökunarpappír með skeið. Bakið við 175 gráður í 15-20 mínútur.

Allur helsti björgunarbúnaður til sjós og lands...

HNOTSKÓGUR grafísk hönnun

...Hafðu samband við sölumenn okkar og fáðu allar upplýsingar

Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Akureyri - Fiskitangi • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28

www.isfell.is

Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is

40

Björgunarmál


Ferðafélag Íslands

Fjölbreytt starFsemi í yFir 80 ár

www.fi.is

Ferðafélag Íslands er áhugamannafélag sem hefur það markmið að hvetja landsmenn til að ferðast og fræðast um landið. Áhugi á gönguferðum, fjallgöngum og útiveru hefur aldrei verið meiri og er mikið líf og fjör í starfseminni. Ferðafélagið leggur sig fram við að mæta þörfum breiðs hóps með miklu úrvali ferða. Í ferðaflóru félagsins er að finna allt frá söguferðum um grösugar sveitir til erfiðra jöklaferða. Í ferðaáætlun félagsins geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Á 82 árum hefur Ferðafélagið efnt til meira en 8.500 ferða með yfir 200.000 þátttakendum. Það eru allir velkomnir í Ferðafélagið og njóta félagsmenn sérkjara, bæði í ferðum, skálum og í fjölda verslana. Auk þess fá allir félagsmenn árbókina senda heim á hverju ári og er það hluti af árgjaldinu. Árbókin er einstæður bókaflokkur um land og náttúru. Auk árbókanna hefur Ferðafélag Íslands staðið að útgáfu handhægra fræðslu- og upplýsingarita um ferðamál, þjóðfræði og sögu landshluta. Félagsstarfið hefur í gegnum tíðina einkennst af miklu sjálfboðastarfi. Félagar hafa unnið að byggingaframkvæmdum, farið vinnuferðir í skála eða í frágangsferðir, stikað og unnið að uppbyggingu gönguleiða, unnið við brúargerð og margt fleira. Í staðinn hafa þeir fengið fríar ferðir, fæði og félagsskap. Félagið hefur unnið markvisst að samgöngubótum, lagt akvegi og brúað ár. Það hefur haft samstarf við sveitarfélög um landgræðslu, náttúruvernd og uppbyggingu svæða eins og t.d. í Landmannalaugum, á Þórsmörk og Emstrum. Sæluhús Ferðafélags Íslands og deilda félagsins úti um land eru þægilegir áningarstaðir á ferðalagi um óbyggðir Íslands. Þau eru á 37 stöðum víðsvegar um landið og getur allur almenningur nýtt þau óháð aðild að félaginu.

Félagsmál

41


ÍSLENSKA SIA.IS CIN 54651 04.2011

CINTAMANI BANKASTRÆTI 7 101 REYKJAVÍK, Tel. 533 3390

CINTAMANI AUSTURHRAUNI 3 210 GARÐABÆ, Tel. 533 3805

CINTAMANI KRINGLUNNI 103 REYKJAVÍK, Tel. 533 3003

CINTAMANI WWW.CINTAMANI.IS


Frá upphafi svokallaðrar jöklaferðamennsku á Íslandi hafa slys og óhöpp orðið. Áður fyrr voru það nær eingöngu þaulreyndir ferðalangar sem létu sig dreyma um að ferðast yfir jökla. En eftir því sem árin liðu komu alltaf betri og öflugri tæki til sögunnar. Að sjá mikið breyttan jeppa með sleðakerru á þjóðvegum landsins þykir ekkert tiltökumál og í dag stöndum við frammi fyrir því að sunnudagsbíltúr hinnar hefðbundnu íslensku fjölskyldu er upp á jökla í stað þess að renna við í ísbúð.

Vinnustofa

í sprungubjörgun Tryggt í bíl.

Björgunarmál

43


Gunnar Agnar Vilhjálmsson, yfirleiðbeinandi í fjallabjörgun

Að finna örugga leið. Þar sem umferðin um jökla landsins hefur stóraukist verða verkefni björgunarsveitanna í nágrenni þeirra fleiri og erfiðari. Ferðamennska á jöklum er komin til að vera svo lengi sem við höfum þá og samhliða því verða björgunarsveitir að búa yfir meiri þekkingu á þessu viðfangsefni sem björgun af jökli er. Björgunarskólinn ákvað því að hafa frumkvæði að því að reyna að samræma vinnuaðferðir sem snúa að björgun fólks úr jökulsprungum og var ákveðið að halda vinnustofu í sprungubjörgun á Langjökli 16. október síðastliðinn. Markmið dagsins var að skoða þrjá hluti er snúa að björgun úr sprungu. Fyrsta atriðið var öryggi og aðkoma. Þar var markmiðið að skoða hvernig væri hægt að gera svo óöruggan vettvang sem sprungusvæði er öruggan fyrir aðkomu björgunarsveita. Einnig var velt fyrir sér atriðum er snúa að öryggi á slysstað og í björguninni sjálfri. Annað atriði sneri að sprungubjörguninni sjálfri. Hvaða aðferðir virka vel og hvaða aðferðir eru fljótlegastar án þess að það komi niður á öryggi? Þriðja atriðið sneri svo að því hvaða verkfæri koma sér vel í björgun úr jökulsprungu. Í þessari grein ætla ég að skýra frá því sem hópur 1 tók sér fyrir hendur. Kynning á öllum atriðunum fór fram á ráðstefnunni Björgun 2010 við góða mætingu áhugasamra. Undirbúningur þessarar vinnustofu hafði staðið yfir í nokkra mánuði og það sem við vissum að við gengjum örugglega að var að jökulinn bauð upp á mjög sprungin svæði. Heimamenn voru okkur innan handar þegar við fórum í vettvangsferð upp á jökul til að velja heppilegan stað fyrir vinnustofuna. Svæðið sem við völdum var ofan við Jaka, langleiðina upp á hájökulinn. Þar fundum við mjög víðfeðmt sprungið svæði með frekar öruggu aðgengi. Björgunarskólinn ákvað nokkru fyrir vinnustofuna að aðgangseyrir yrði enginn og tók þá skráningin kipp. Nokkrum dögum 44

Björgunarmál

fyrir 16. október voru því yfir 80 björgunarmenn og konur skráð á þessa vinnustofu í sprungubjörgun. Allt stefndi í góða vinnustofu fyrir utan að veðurspáin gæti hugsanlega leikið okkur grátt. Skipuleggjendur áttu nokkra símafundi við starfsmenn veðurstofunnar dagana fyrir vinnustofuna og daginn áður stóðum við frammi fyrir svohljóðandi veðurspá: Súld og dálítil rigning með köflum. Sunnan 8-13 á hálendinu, kannski 15 þegar komið er upp úr brekkunum og upp á jökulflatann. Allt að 4°C hiti yfir daginn. Við ákváðum að núna væri ekki aftur snúið og því var haldið af stað upp úr Húsafelli snemma næsta morgun. Jökullinn var mjög háll eftir rigningarkafla síðustu daga og áttu sumir björgunarsveitabílanna erfitt með að komast upp. En fjöldinn allur var af tækjum sem nýttust vel í að koma mannskapnum upp. Keyrt var eftir fyrirfram ákveðinni leið sem hafði verið lögð af staðkunnugum björgunarsveitarmönnum nokkru áður. Er við komum á staðinn var veður bærilegt og hófust allir handa í fyrirfram ákveðnum hópum. Fór ég fyrir hópi 1 sem lagðist yfir allt er varðar öryggi og aðkomu. Við byrjuðum á að velta upp aðferðum við að nálgast sprungusvæði, gangandi

Vettvangur vinnustofunnar.

og í ökutæki. Að nálgast sprungusvæði gangandi er einfalt og nokkuð öruggt ef kunnátta er til staðar. Björgunarmenn ganga þá í röð, bundnir í línu. Þetta þekkja allir sem hafa ferðast yfir jökul. En á Langjökli þar sem undir þunnu lagi af snjó geta leynst margra metra breiðar sprungur verður flóknara ef þarf að koma ökutæki á slysstað á öruggan hátt. Við ræddum þetta aðeins og ákváðum svo að prufa tvær aðferðir. Önnur var þannig að tveir menn gengu á undan bílnum, hvor með sína klifurlínuna bundna milli sín og bílsins. Þeir notuðu snjóflóðaleitarstöng til að leita eftir sprungum og gátu þar af leiðandi valið örugga leið fyrir ökutækið. Hin aðferðin var svipuð nema að þá voru tveir þriggja manna hópar á undan bílnum bundnir í hann og leituðu með stöngum. Báðar aðferðirnar virkuðu vel til að finna örugga leið en það veltur svolítið á þeim sem eru með stangirnar að þeir leiti vel. Aðferðirnar gáfu svipaðan ferðahraða en með aðferðinni þar sem fleiri tóku þátt yrði eflaust fljótlegra að ná endamanninum upp ef hann félli niður í sprungu. Hafa ber í huga að í útkalli æða björgunarmenn gjarnan á staðinn og gleyma að hugsa um eigið öryggi. Það að taka ákvörðun um að minnka ferðahraðann jafnvel niður í 3-4 km/klst. til að finna örugga leið getur ráðið úrslitum um hvort við förum yfir höfuð á staðinn. Á öllum sviðum björgunar er öryggi björgunarmannsins númer eitt, tvö og þrjú og er sprungubjörgun ekki þar undanskilin. Eftir að hafa þaulreynt þessar tvær aðferðir komum við á stað þar sem ímyndað slys átti að hafa gerst. Þá veltum við því upp hvernig best væri að yfirgefa bifreið til þess að kanna aðstæður og merkja öruggt svæði. Einnig má líta á þetta sem aðferð til að yfirgefa bíl ef hann missir dekk í sprungu. Við ræddum jafnframt möguleikann á að tryggja sig út úr bíl í klifurlínu. Við prófuðum að binda í ýmsa hluti bílsins en það sem okkur fannst ákjósanlegast var að setja utan um póstinn á milli fram og aftursæta og utan um bílbeltið. Þannig gat einn maður komið sér út í klifurlínu á frekar fljótlegan hátt og skilið dyr eftir lokaðar á eftir sér. Þá gat hann athafnað sig í kringum bílinn, mokað frá dekkjum, kannað aðstæður og merkt öruggt svæði. Að skilgreina öruggt svæði getur verið tímafrekt og ef ekki gefst tími í það skulu allir vinna út frá bíl bundnir í öryggislínu. Einnig er hægt að leggja út frá bíl línu bundna í tryggingar sem björgunarmenn geta fest sig í til að vinna á vettvangi. Hópurinn var sammála um að takmarka ætti fjölda björgunarmanna inn á slysstað. Aðeins þeir sem taka beinan þátt í björguninni eiga erindi inn á slysstaðinn. Aðrir geta verið í viðbragðsstöðu inni á öruggu svæði skammt undan, tilbúnir ef á þarf að halda. Þetta er vel þekkt innan björgunargeirans og er alfarið á ábyrgð stjórnenda að missa ekki of marga björgunarmenn inn á svæðið til þess eins að horfa á og setja sig í óþarfa hættu. Að þessu loknu var liðið fram yfir hádegi og veður orðið afspyrnu slæmt og gekk yfir okkur sunnan stormur með miklu vatnsveðri. Við létum það ekki á okkur fá og vorum staðráðnir í að halda áfram enda menn komnir saman til skrafs. Við settum upp


Björgunarmenn í veðurofsa.

björgunarkerfi bæði öryggis- og aðallínu og bættum um betur. Við tókum til gagns kúlutjald í stærri kantinum og tjölduðum yfir kerfin. Með þessu mynduðust kjöraðstæður til að vinna við stjórnun öryggis- og aðallínu. Í skjóli fyrir veðri og vindum og að auki heyrðist prýðilega í fjarskiptum. Hópurinn tók tvö rennsli og stakk svo saman nefjum til ráðagerðar. Þarna var langt liðið á dag og ákvað hópurinn að skilja þarna við þó svo að nokkrum spurningum væri enn ósvarað. Við skildum vinnustofuna eftir opna, það eina sem á eftir að gera er að koma aftur saman og ræða fleiri áhugaverðar vangaveltur og hugsanir. Að loknum frágangi fórum við að líta eftir hinum hópunum. Við komumst þá að því að þeir höfðu vegna veðurs, flúið af jöklinum án þess að láta okkur vita nokkru áður. Sem minnti okkur óþægilega á það að við sem eftir vorum uppi höfðum ekki far fyrir alla úr hópnum, auk þess sem þetta kenndi okkur þá mikilvægu lexíu að talning inn og út af svæði sem þessu ætti alltaf að fara fram. Þetta á ekki að vera neitt öðruvísi aðgangsstýring heldur en inn og út af snjóflóðavettvangi. Við komumst þó um síðir niður af jöklinum og enduðum öll í kjötsúpu í Húsafelli. Það er ljóst að það er mikill áhugi innan björgunarsveitanna til að vinna meira að þessu málefni sem sprungubjörgun er. Þá verður því vonandi framhald á þessu hið fyrsta.

Ljósmyndari: Björn Oddsson.

Kerfin í skjóli. Björgunarmál

45


?

Fag m E n n s k a | F ó r n F ý s i | Fo r y s ta

Ert þú

björgunarmaður 1

björgunarskólinn


í aðgerðarstjórnun Í byrjun febrúar síðastliðinn var haldið 3ja daga námskeið í aðgerðarstjórnun og fór það fram í höfuðstöðvum félagsins við Skógarhlíð. Námskeiðið var haldið fyrir landsstjórn, aðgerðarhóp landsstjórnar og þá starfsmenn sem skipa bakvakt landsstjórnar.

Björgunarmál

47

Jónas Guðmundsson, starfsmaður SL

Námskeið

Það var því þéttskipaður bekkur áhugasamra björgunarsveitarmanna sem tíndist inn í Skógarhlíðina nokkuð snemma föstudags, fyllilega reiðubúinn að bæta við sig þekkingu í aðgerðarstjórnun. Í upphafi námskeiðs fór Robert Koester yfir tilhögun námskeiðsins en rauði þráðurinn var SÁBF kerfið sem heitir ICS hjá þeim og stendur fyrir Incident Command System. Kerfið varð til þegar miklir skógareldar geisuðu í Kaliforníu og ljóst var að viðbragðsaðilar notuðu ekki sömu stjórnunaraðferðir sem háði framgangi aðgerðarinnar. Hófst þá þróun á sameiginlegu stjórnkerfi fyrir viðbragðsaðila sem að töluverðu leyti var tekið upp frá bandaríska hernum. Kerfið hefur síðan þróast og verið lagað að öðrum tegundum björgunaraðgerða, s.s. leit og björgun. Kom strax fram að reynslan hjá þeim er sú sama og hér á landi að þetta stjórnkerfi henti mjög vel í öllum stærðum aðgerða. Fjöldinn allur af ICS námskeiðum er til, bæði sérhæfðum námskeiðum fyrir vettvangsstjóra, samræmingaraðila og fleiri, en námskeiðið sem hér fór fram var í raun samansett úr fjórum námskeiðum í aðgerðarstjórn eða í stuttu máli ICS 100, 200, 300 og 400, sem eru námskeið í kjarna aðgerðarstjórnunarkerfisins. Þetta námskeið var því fyrsti áfanginn í að endurskoða okkar SÁBF kerfi og aðlaga það enn frekar mismunandi aðgerðum og nú þegar hefur umræðuvinna hafist varðandi það. Vonandi sjáum við ákveðna þróun í famhaldinu.


SÁBF kerfið Áður en lengra er haldið er rétt að rifja aðeins upp SÁBF kerfið eins og það hefur verið notað hér á landi undanfarinn áratug og rúmlega það. Það byggist upp á fjórum verkþáttum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd; stjórnun, áætlunum, björgum og framkvæmdum. Yfir hverjum verkþætti er skipaður verkþáttarstjóri sem eftir eðli atburðar getur komið frá hinum ýmsu einingum eða stofnunum. Undir hverjum verkþætti geta verið ýmsir undirverkþættir, allt eftir eðli þess atburðar sem verið er að stjórna. SÁBF stjórnkerfið hefur verið notað við fjölda aðgerða frá því að það var tekið upp hér á landi og má þar nefna aðgerðir á Langjökli í fyrra, eldgosin á Suðurlandi, Suðurlandsskjálftann, leitina að þjóðverjunum við Skaftafell, Hringrásarbrunann og svo mætti lengi telja. Kerfið hefur því margsannað sig í stjórnun aðgerða hér á landi og þetta námskeið því kærkomið til að auka þekkingu á kerfinu og hvernig má nýta það enn betur en nú er.

Námskeiðið Snúum okkur aftur að námskeiðinu en á þessum þremur dögum sem það stóð yfir fór Bob með okkur í gegnum námsefnið sem skannaði nokkur hundruð blaðsíður en þó sem betur fer aðeins færri slæður. Farið var vel í gegnum uppbyggingu eða skipurit kerfisins, hvaða verkefni tilheyra hverjum verkþætti og hvernig aðlaga megi kerfið að mismunandi aðgerðum hvort sem um er að ræða vegna stærðar, aðstæðna eða fjölda

Leiðbeinandi á námskeiðinu var Robert J. Koester sem er íslenskum björgunarmönnum að góðu kunnur þar sem hann hefur verið tíður gestur á Björgun auk þess að hafa skrifað margar af þeim bókum sem nýttar eru í kennslu hérlendis, t.d. Lost Person´s Behavior. Robert, eða Bob eins og hann er oftast kallaður, hefur starfað við björgunarstörf í 30 ár og á þeim tíma tekið þátt í stjórnun fjölmargra aðgerða. Hann hefur starfað fyrir bandarísku strandgæsluna, bandarísku almannavarnirnar (FEMA) og bandarísku þjóðgarðana. Hann hefur einnig skrifað fjölda bóka er tengjast leit og björgun. björgunarmanna og viðbragðsaðila sem taka þátt. Sérstaklega var athyglisvert að sjá hversu sveigjanlegt stjórnkerfið er og þau raunverulegu dæmi sem Bob tók sýndu að við getum þróað enn meira kerfið hjá okkur og þannig eflt aðgerðarstjórnun hér á landi. En mikilvægt er að við gerum einmitt það, byggjum upp SÁBF eftir mismunandi tegundum aðgerða, setjum viðeigandi undirflokka og gátlista allt eftir tegund aðgerða. Á þessu erum við í raun byrjuð og hefur SÁBF verið mótað eftir leitum með góðum árangri.

Lærdómurinn Það var samdóma álit þeirra sem námskeiðið sóttu að það hafi verið afar vel heppnað. Robert Koester er hafsjór af reynslu og þekkingu á stjórnkerfinu og miðlaði vel til þátttakenda, meðal annars með

áhugaverðum dæmum. Hann var á því að viðbragðsaðilum hér á landi hefði tekist vel til með að byggja upp skilvirkt stjórnkerfi og halda þyrfti áfram þeirri vinnu, mikilvægt er að setja í lög og reglugerðir að viðbragðsaðilum beri að nota sameiginlegt stjórnkerfi en það er ekki svo í dag. Í Bandaríkjunum er það þannig að allir viðbragðsaðilar skulu nota ICS og hljóta menntun í því. Ef það er ekki gert þá njóta þeir aðilar ekki styrkja frá Bandaríkjastjórn. Annað áhugavert sem fram kom á námskeiðinu var hlutverk verkþáttanna, sem dæmi hafa framkvæmdir gríðarlegt vægi fyrst í aðgerðinni og á fyrstu stigum er þetta ráðandi verkþáttur sem kallar til bjargir og gerir áætlanir frá vettvangi. Svo þegar stjórnunarhópar koma saman þá fara aðrir verkþættir að taka við og framkvæmdir sjá um að keyra áætlanir sem gerðar eru.

www.oddihf.is

48

Björgunarmál


. . . . a ð h j ó l a er h e i l s u s a m l eg t

Öll ölslkyldan fer út að hjóla í sumar á gæðahjólum frá Hvelli

FUJI Nevada 4.0 26” álstell 21 gíra Shimano gikkur Stillanlegur framdempari 4 litir bleikt, fjólublátt, hvítt og silfur stell 13”, 15”, 17” og 19”

FUJI Dynamite 2,0 24” álstell 21 gíra Shimano g rip-shift Framdempari Standari, brúsi og gírahlíf

Full búð a f nýjum hjólum o g hjólavörum

FUJI Sunfire 3.0 700 álstell 24 gíra Shimano gikkur Stillanlegur framdempari Dempari í sæti


Sérhæfð

leitartæki í rústabjörgun Mikil þróun er að eiga sér stað í sérhæfðum leitarbúnaði til að staðsetja fórnarlömb í rústum og þá hvort sem er eftir jarðskjálfta, skriðuföll eða snjóflóð. Þau tæki sem helst hafa verið í notkun hér á landi eru myndavélar og hljóðleitartæki en auk þeirra eru að ryðja sér til rúms tæki sem skynja öndun, hreyfingu, hita og jafnvel hjartslátt fórnarlamba. Mikið af þessari tækni kemur úr hernaðar- og löggæslugeiranum og hefur ekki verið til á almennum markaði en eftir því sem tækninni fleytir fram verða þessi tæki ódýrari og raunhæfari kostur fyrir björgunaraðila. Hér verður stiklað á stóru yfir helstu tæki sem eru á markaðnum í dag.

Björgvin Herjólfsson, starfsmaður SL og félagi í Björgunarsveitinni Ársæli Reykjavík

Hljóðleitartæki Tæknin byggir á því að tækið nemur hljóð sem koma frá fórnarlambinu og sendir þau í stjórnbox tækisins. Tækin eru ýmist með einum skynjara eða mörgum skynjurum sem þá eru tengdir saman og Delsar hljóðleitartæki. á stjórnboxi tækisins er hægt sjá hvaða skynjari gefur frá sér mesta hljóðið. Einnig er hægt að bera saman hljóð frá fleiri en einum skynjara. Ef verið er að vinna með t.d. fjóra skynjara eru þeir lagðir út yfir það svæði sem leita á og svo er hlustað á mismunandi skynjara og reynt að finna út hvaða skynjari hefur bestu svörunina. Skynjararnir eru svo færðir til á leitarsvæðinu og þannig miðað út hvaðan mesti hljóðstyrkurinn kemur og er þá byrjað að leita þar.

að taka ákvörðun um að brjóta í gegnum. Því ekki er gott ef fórnarlamb liggur upp við veginn sem brjóta skal. Sérhæfðu myndaÓdýr og einföld iðnaðar- vélarnar eru oftast á mannavél. Nóg er að bora armi sem má lengja 11 mm gat og því nýtist hún og hægt er að snúa mjög vel í hraðleit og þar myndavélarauganu sem erfitt er að koma stærri frá stjórnborði vélartækjum að. innar. Þær eru með öflugri lýsingu og með nýjustu gerðunum má sjá í myrkri. Auk þess eru nokkrar tegundir með innbyggðum hljóðnema í myndavélarauganu sem gerir björgunarliði kleift að eiga samskipti við fórnarlambið.

Myndavélar Myndavélar hafa verið notaðar í allmörg ár í rústabjörgun og þá helst til þess að leita í þröngum glufum og sprungum og til þess að spara björgunarmönnum vinnu. Í stað þess að þurfa að brjóta gat sem hægt er að kíkja í gegnum er hægt að bora þröngt gat og stinga myndavélarauganu þar inn og sjá hvort eitthvað sé fyrir innan. Auk þess eru vélarnar notaðar til þess að athuga hvað sé bak við veggi sem búið er

Tvær tegundir sérhæfðra leitarmyndavéla 50

Björgunarmál

Félagar Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar nota myndavél við leit á Haítí.

mælitækjum eru þau höfð á hreyfingu yfir því svæði sem á að kanna í því skyni að greina og kortleggja hluti neðanjarðar. Þegar UWB sendingar eru notaðar í þeim tilgangi að finna fórnarlömb grafin í rústum er skynjarinn aftur kyrrstæður og greinir hreyfingu og einkenni öndunar hjá fórnarlambinu. Þær upplýsingar eru síðan sendar í lófatölvu stjórnandans sem verður að vera í að minnsta kosti 15 metra fjarlægð á meðan greiningu stendur til þess að trufla ekki tækið. Í lófatölvunni birtast síðan upplýsingar, eins og hvort sé um hreyfingu eða öndun að ræða, í hvaða stefnu fórnarlambið er og á hversu miklu dýpi það liggur. Tækið skynjar hreyfingu á allt að 10 metra dýpi og öndun á allt að 8 metra dýpi. Framleiðendur segja að vatn hafi engin áhrif á tækið og ef eitthvað er þá ættu merkin að ferðast betur í gegnum snjó. Tækið ætti því að henta afar vel við leit í snjóflóðum. Eitthvað sem að mínu mati er þess virði að skoða betur og meiri upplýsingar má finna hér: http://www. gssilifelocator.com/products.htm.

1. Radarinn sjálfur. 2. 4 led ljós sem sýna stöðuna hverju sinni. 3. Lófatölva. 4. Upplýsingar sem birtast á lófatölvunni til að lesa úr.

Radar sem skynjar hreyfingu og öndun fórnarlambs í rústum Já, þetta kann að hljóma eins og eitthvað úr lélegri framtíðarbíómynd en á markaðinn er komið tæki sem virðist gera nákvæmlega þetta. Það er kallað „GSSI life locator“. Tækið byggir á Ultra wideband (UWB) radarmerkjum sem það sendir í gegnum brak eða aðrar fyrirstöður en sú tækni hefur verið notuð af jarðfræðingum við að kanna jarðlög í áratugi. Þegar UWB merki eru notuð í jarðeðlisfræðilegum

Lófatölva sýnir dýpt og staðsetningu fórnarlambs.


auk þess sem lifandi fórnarlamb gefur aðeins frá sér 37 gráður á meðan eldur er alltaf nokkur hundruð gráða heitur.

Róbót og stjórnandi. Mynd tekin af manni með hitamyndavél

eiginlegt að geta sent allar upplýsingar þráðlaust í stjórntölvu. Þrátt fyrir að margir framleiðenda segi róbóta henta vel í rústabjörgun þá fer það ekkert á milli mála þegar þeir eru skoðaðir að aðalmarkaðurinn tengist hernaði eða löggæslu.

Flir hitamyndavél

Vélmenni (róbótar)

Þetta tæki var sett á markaðinn 1998 og átti að skynja hjartslátt fórnarlamba sem voru grafin í rústum. Engar vísindalegar rannsóknir sem sýna fram á virkni hafa enn verið gerðar en undirritaður sótti rústabjörgunaræfingu í Þýskalandi nýverið og rakst á eintak í eigu alþjóðasveitar frá Búlgaríu. Þeir létu vel af tækinu en voru ekkert svakalega hrifnir að því að sýna okkur hvernig það í raun virkaði. En ég náði þó því að loftnetið færist sjálfkrafa í átt að fórnarlambinu. Skil þó ekki alveg hvernig það gerist. Þess má geta að þegar leitað er að tækinu á Internetinu birtast fjölmargar síður sem vara við tækinu og segja þetta gjörsamlega gagnslaust.

Í dag má finna ótal gerðir af vélmennum á markaðnum en ekkert þeirra gengur upp bratta stiga eða sígur niður í göng. Þau eru alltaf háð því hversu auðvelt er að komast um rústina og að auki er verð þeirra yfirleitt hátt, í dag yfirleitt 10 milljónir króna eða meira. Þau eru þó eflaust mjög góður kostur þar sem það á við, til dæmis við að kanna svæði og/eða leita þau svæði sem að auðvelt er að komast um. Einnig nýtast róbótar vel við könnun svæða sem af einhverri ástæðu eru ekki talin örugg fyrir björgunarmenn.

Ljóst er að tækninni fleygir sífellt fram og á næstu árum á radartæknin eftir að koma sterkt inn. Mestar vonir eru bundnar við fjarstýrðar flugvélar sem geta flogið yfir stór svæði, kortlagt fjölda og staðsetningu fórnarlamba, tekið ljósmyndir og myndbönd auk þess að senda niður radarbylgjur til að kanna ástandið.

Framtíðin Hitamyndavélar Slíkar vélar eru enn sem komið er meira hugsaðar til þess að finna eld og hita en fórnarlömb grafin í rústum. Þó hafa heyrst fréttir af því að framleiðendur séu farnir að framleiða tæki til þeirra nota en ekki er hægt að fá neinar haldbærar upplýsingar um það. Þegar grennslast er fyrir um þau eru svörin oftast á þá leið að tæknin sé trúnaðarmál og ekki megi láta neinar upplýsingar út fyrir Bandaríkin (en þar eru flest þessara tækja markaðssett). En sú almenna tækni sem á markaðnum er í dag er háð því hversu djúpt viðkomandi er grafinn í rústinni

Vélmennin koma með ótal aukahlutum, svo sem gasskynjurum, hreyfiskynjurum, infrarauðum myndavélum, HD vídeómyndavélum, hljóðnemum sem bæði móttaka og senda hljóð og allir róbótarnir hafa það samBjörgunarmál

51


Græjuhornið

Guðmundur Ólafsson - HSSK

Nýr Land Cruiser HSSK Hjálparsveit skáta í Kópavogi (HSSK) réðst á síðasta ári í að kaupa nýjan Toyota Land Cruiser 150 jeppa breyttan fyrir 44” dekk. Ferlið sem leiddi þess að ráðist var í endurnýjun núna er langt og sjálfsagt efni í heila bók, en HSSK á fyrir tvo 44” Land Cruiser 80 jeppa árgerð 1995 sem stendur til að endurnýja. Hérna verður fjallað í stuttu máli um hvernig haldið var utan um þessa framkvæmd og hvernig nýi bíllinn, Kópur 6, er útbúinn. Breyttir tímar í bílamálum Síðan gömlu „krúserarnir“ okkar voru keyptir hafa bílamál björgunarsveita breyst talsvert. Í dag borgar sig ekki fyrir okkur út frá fjárhagslegum sjónarmiðum að eiga nýja bíla lengur en í fimm ár. Eftir fimm ár eru þeir farnir að falla það mikið í verði að það borgar 52

Björgunarmál

sig að endurnýja þá frekar en að eiga áfram. Það er mikill kostur að geta haldið bílaflotanum ungum, en gallinn við þetta fyrirkomulag er að það þarf stöðugt að vera að breyta nýjum bílum. Fyrir sveit eins og HSSK, sem er með bílaflota upp á fimm bíla, þýðir þetta að það þarf að meðaltali að endurnýja einn bíl á ári. Það er engin smá vinna! Það var með þessi sjónarmið í huga sem við ákváðum að fá traustan utanaðkomandi aðila sem hefur reynslu og þekkingu til að breyta bílnum til að sjá um breytinguna frá A til Ö, undir okkar eftirliti og eftir okkar óskum að sjálfsögðu. Þá værum við líka með einn aðila sem hægt er að leita til ef einhverjir gallar koma í ljós og komumst við vonandi hjá því lítið skemmtilega vandamáli að rúnta á milli verkstæða þar sem menn vísa sökinni á göllum hver á annan. Til að gera langa sögu stutta þá varð Arctic Trucks fyrir valinu og það þarf ekki að koma neinum á óvart. Þeir eru með gríðarlega reynslu af breytingum á Land Cruiser 120 bílnum og sveitin hefur átt í góðu samstarfi við þá í gegnum tíðina. Vinnan við breytinguna á bílnum hefur gengið vel og þeir hafa skilað góðu verki þótt það hafi tekið aðeins lengri tíma en lagt var upp með, sem er eðlilegt vegna fjölda

óvissuþátta. Arctic Trucks, og aðilar á þeirra vegum, sáu alfarið um að breyta bílnum, innrétta hann, setja í hann aukarafkerfi og í raun um alla vinnu sem þarf að framkvæma annað en að setja lausan búnað í bílinn.

Mikil breyting fyrir ungan bíl Bílnum er eins og áður sagði breytt fyrir 44” dekk og hann er ætlaður í útköll hvert á land sem er allan ársins hring. Ýmislegt var gert til að styrkja drifbúnað bílsins til að höndla svona mikla breytingu. Drifhúsinu í afturhásingunni var skipt út og 9,5” drifi komið fyrir í stað 8” drifsins sem kemur upprunalega með bílnum. Hásingin var auk þess öll styrkt sérstaklega. ARB loftlásar voru settir í bæði fram- og afturdrif. Spindlar að framan voru styrktir um 380% til að þola álagið sem hlýst af þetta mikið stærri dekkjum. Síðast en ekki síst var komið fyrir auka millikassa sem Arctic Trucks smíðuðu sjálfir úr öðrum Toyota millikassa. Hann er tengdur við upprunalega millikassann í bílnum með sérsmíðuðum öxli og milliplötu sem Skerpa renniverkstæði smíðaði. Brettakantar bílsins voru smíðaðir af Arctic Trucks og Gunnari Ingva Bílasmiðju, en þar sem þetta er fyrsti


Inni í bílnum er öflug veltigrind sem ætlað er að hindra að „body“ leggist saman ef bíllinn lendir ofan í sprungu eða ef hann veltur.

Aukarafkerfi Arctic Trucks fengu AMG Aukaraf til að annast frágang á aukarafkerfinu í bílnum sem er talsvert umfangsmikið. Bíllinn stenst nútímakröfur um forgangsakstursbúnað, með bláum ljósabar og blá díóðuljós aftan á toppgrindinni og í framstuðara auk sírenu. Hann er búinn öflugu Jabsco HID leitarljósi sem hefur reynst vel hjá HSSR. Vinnuljós á hliðum og fyrir aftan bílinn lýsa vel allt nánasta svæðið í kringum bílinn. Framan á bílnum eru, auk ljósanna sem koma frá framleiðanda, par af Hella Ralley HID punktkösturum og gulir IPF dreifikastarar sem hafa reynst vel í snjó og skafrenningi. Í bílnum er TETRA og VHF talstöð og 3G router frá Skiptum sem er tengdur við hefðbundinn borðsíma líkt og Síminn kynnti á Björgun 2010. Búið er að kaupa tölvu sem á eftir að koma fyrir í bílnum til að vinna með kort. Þetta er HP TouchSmart tablet tölva með mjög góðum leiðni-snertiskjá (e. capacitive touchscreen), sem er mun betra fyrir kortavinnslu en „mjúku“ snertiskjáirnir sem byggja á tveimur filmum sem þarf að þrýsta saman eins og eru í mörgum jeppum á Íslandi. Eini ókosturinn við þessa skjái er að það er ekki hægt að nota þá með hönskum. Þar sem okkur fannst ekkert GPS bíltæki á markaðnum bjóða upp á þá möguleika sem við vorum að leita eftir var ákveðið að nota gamalt Garmin tæki til að byrja með sem var til í hjálparsveitinni í von um að betri GPS jeppatæki fari að koma á markað.

Hvernig er hann svo að virka? Nýi bíllinn á Kili. Mynd: Styrmir Frostason

bíllinn af þessari tegund sem er breytt fyrir 44” dekk þurfti að smíða nýja kanta frá grunni. Í bílinn var settur auka eldsneytistankur sem er „orginal“ frá Toyota. Dæling milli aukatanks og aðaltanks er sjálfvirk og upprunalegi eldsneytismælirinn sýnir stöðu beggja tanka í einu. Fyllt er á báða tankana í gegnum sama stútinn. Fyrir bílstjórann er því í rauninni eins og það sé bara einn stór tankur í bílnum, ekkert vesen. Fyrir framan framstuðara og aftan afturstuðara var komið fyrir rörastuðurum sem ætlað er að verja stuðara bílsins fyrir mesta hnjaskinu. Við höfum verið með stórar og miklar kistur ofan á bílunum okkar hingað til. Því fylgja ýmis vandamál, bæði höfum við verið í vandræðum með raka sem myndast í kistunum og eins er ekki endilega heppilegt að þurfa að vera að príla mikið upp á bílunum, sérstaklega í vondum veðrum. Því var ákveðið að fylgja fordæmi Garðbæinga og setja frekar skúffur í skottið á bílnum fyrir verkfæri og sjúkrabúnað. Á toppinn var sett létt African Outback toppgrind sem á aðeins að nota undir ljósabúnað, loftnet, drullutjakk, álkarl, skóflu og börur. Það er einnig hægt að binda niður álkistur eða annan búnað á toppgrindina sem þarf í einstaka verkefnum ef það er ekki nægjanlegt pláss fyrir búnað í skottinu.

Þegar þessi grein er skrifuð er lítil reynsla komin á bílinn, en sú litla reynsla sem komin er hefur verið góð. Farið var á honum í tækjaferðina á Norðurlandi í febrúar og hann fór í sitt fyrsta útkall 5. mars þegar leitað var að vélsleðamönnum við Hrafntinnusker. Í þessum verkefnum hefur hann ekki verið neinn eftirbátur gömlu 44” bílanna, ef eitthvað er hefur hann verið að reynast betur. Það á þó eftir að koma betri reynsla á hann.

Helstu upplýsingar Bíllinn sjálfur Kallmerki: Kópur 6 Tegund: Toyota Land Cruiser 150 Árgerð: 2010 Vél: Toyota 3.0 D-4D Dísel Skipting: Sjálfskiptur

Breytingin Dekk: 44“ Dick Cepek Felgur: Stálfelgur 15x16“ Bodyhækkun: 60 mm Klafasíkkun: 50 mm Heildar undirvagnshækkun: 90 mm Færsla á afturhásingu: 16 sm Fjöðrun: HT suspension gormar (30% stífari en upprunalegu gormarnir) Demparar: Koni, stillanlegir Drifhlutföll: 4:88 Auka eldsneytistankur: 90 lítra Loftkerfi: VIAR, tvær rafmagnsloftdælur og loftkútur Annað: ARB loft-driflásar, prófíltengi að framan og aftan, sérútbúnir rörastuðarar að framan og aftan, snorkel (vantar á mynd), African Outback toppgrind og African Outback skúffur.

Aukarafkerfi: TETRA talstöð: Motorola MTM800 VHF talstöð: Vertex VX2200 Sími og net: Huawei B260 og Doro 901c Kastarar 1: Hella Ralley 4000 HID punktkastarar Kastarar 2: IPF 170/110 gulir Leitarljós: Jabsko HID GPS tæki: Garmin GPSmap 172C GPS f. tölvu: Garmin GPS 10x (bluetooth) Kortatölva: HP TouchSmart tm2t Blá ljós: Ljósabar og díóður að frama og aftan Sírena: 30W sírena án kallkerfis Annað: Webasto loftmiðstöð, hleðsludokkur fyrir handstöðvar.

Drif bílsins. Mynd: Höfundur. Björgunarmál

53


Safetravel

Hálendisvakt björgunarsveita veitir upplýsingar og aðstoð til ferðamanna á svæðinu.

Jónas Guðmundsson, starfsmaður SL og yfirleiðbeinandi í slysavörnum

Fjölgun ferðamanna

fylgir ábyrgð

Óhætt er að segja að ferðaþjónustan sé orðin ein af helstu atvinnugreinum okkar Íslendinga og æ oftar nefnd sem sú grein sem eigi eftir að vaxa mest og skila mestu í þjóðarbúið. Þannig voru tekjur af ferðaþjónustu hérlendis árið 2008 rúmlega 171 milljarður króna. Störf við ferðaþjónustu árið 2009 voru 5.350 eða um 5,1% heildarfjölda starfa á landinu og um 3.200 störf voru í tengdum greinum, svo sem afþreyingu, menningu og þjónustu tengdri farþegaflutningum. Ferðamönnum fjölgar með hverju árinu en síðastliðinn áratug hefur þeim fjölgað um 5,1% á hverju ári og á síðasta ári heimsóttu landið um 565.000 erlendir ferðamenn. Íslendingar á faraldsfæti eru fjölmargir allt árið en stærsti ferðamánuður ársins hjá þeim er júlí en 72,9% þeirra voru á ferðalagi í þeim mánuði árið 2010. Af þeim 171 milljarði sem ferðaþjónustan skilar í tekjum voru 77 milljarðar úr vasa innlendra ferðamanna. Fari svo að erlendum ferðamönnum til Íslands fjölgi áfram um 5% á ári fram til ársins 2020 munu meira en 900.000 erlendir ferðamenn heimsækja Ísland 54

Slysavarnir

það árið og hafa reyndar margir spáð því að það ár muni ein milljón ferðamanna koma hingað. Rætist ofangreint er ljóst að af mörgu þarf að huga varðandi aðgengi ferðamanna að náttúruauðlindum landsins, huga þarf að samgöngum og innra stoðkerfi og þannig mætti lengi telja. Það er þó ekki umfjöllunarefni þessarar greinar heldur þau atriði sem hafa þarf í huga varðandi slysavarnir ferðamanna, bæði innlendra sem erlendra, en þær eru gríðarlega mikilvægur þáttur nú þegar og ekki síður með fjölgun ferðamanna. Síðustu vikur hefur verið unnið að því hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg að uppfæra og greina banaslys í ferðaþjónustu síðastliðinn áratug og liggja þær niðurstöður fyrir. Einnig hefur verið sótt um til Slysaskráningar Íslands að fá gögn um slys í ferðaþjónustu fyrir sama tímabil. Stuðst var við banaslysaskráningu félagsins, sótt liðsinni til Rannsóknarnefndar umferðarslysa og Hagstofunnar við að fá upplýsingar um þá er létust til að niðurstöður væru sem réttastar og má segja að þær séu því ansi

áreiðanlegar. Nauðsynlegt er að leggja í vinnu sem þessa til að geta metið betur hvert beina eigi forvörnum svo og til að meta árangur forvarna. Notuð var sú skilgreining að viðkomandi hafi verið á ferðalagi frá heimili sínu, að mestu miðað við að ferðalagið hafi staðið eða hafi átt að standa í að minnsta kosti sólarhring en einnig tekið inn hafi viðkomandi verið að stunda einhvers konar afþreyingu í dagsferð. Eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti yfir banaslys í ferðaþjónustu síðastliðin 11 eru þau fæst árið 2009 eða sex talsins og flest árið 2001 þá nítján. Ef horft er yfir þetta tímabil má sjá að meðaltal banaslysa á þessu tímabili er 12,36 á ári eða rétt rúmlega eitt á mánuði. Ekki skal fullyrt hér hvort þetta telst mikið miðað við fjölda innlendra og erlendra ferðamanna á ferð um landið en ljóst er þó að hvert banaslys er einu of mikið og þurfa allir er að ferðaþjónustu koma að taka höndum saman til að fækka slysum. Athygli vekur að síðastliðin þrjú ár má sjá lægri tölur en nokkru sinni árin þar á undan og er það gott.


Skýringar á því má þó fyrst og fremst finna í mikilli fækkun banaslysa í umferðinni en þannig var til dæmis einungis eitt banaslys er tengist ferðaþjónustu í umferð árið 2010 og eitt árið 2008. Þegar horft er á kökuritið má sjá að á þessu ellefu ára tímabili að umferðarslysin eru rétt rúmlega helmingur (77) af öllum banaslysum á þessu tímabili og því afar mikilvægt að vinna vel í forvörnum á því sviði. Næststærsti flokkurinn er yfir banaslys í almennri ferðamennsku en þau eru um 23% (31) af heildinni eða rétt tæplega þrjú á ári. Banaslys af völdum vélsleða og fjórhjóla er svo þriðji stærsti flokkurinn en 7% (9) allra banaslysa síðastliðin ellefu ár má rekja til þessara tækja. Á öðru súluriti má sjá fjölda banaslysa síðastliðin ellefu ár án banaslysa í umferð og flugi. Þar má sjá að fjöldinn er frá tveimur á ári þar sem þau eru fæst árin 2009, 2005 og 2002 en flest árið 2001 eða alls níu. Sé meðaltalið tekið, tæplega fimm banaslys á ári, má sjá að á síðastliðnu ári er fjöldi banaslysa akkúrat í meðaltalinu. Þegar horft er til ofangreindrar tölfræði verður að hafa í huga að ferðamönnum hefur fjölgað ár frá ári eða alls um rúmlega 200.000 á þessu ellefu ára tímabili. Séu banaslys því sett í hlutfall við fjölda ferðamanna hefur þeim fækkað umtalsvert. Til þess að geta metið árangur enn betur verður einnig að horfa til annarra slysa en banaslysa og sjá þróun þar. Verður því athyglisvert að sjá niðurstöður þeirrar vinnu, vonandi síðar á þessu ári. Um 82% þeirra ferðamanna sem heimsækja Ísland segja náttúru landsins vera helsta hvatann að heimsókninni og líklega er óhætt að fullyrða að stór eða stærsti hluti innlendra ferðamanna ferðist af sömu hvötum. Þegar horft er til þess að minnsta kosti tæplega helmingur banaslysa síðastliðin ellefu ár tengst beint eða óbeint náttúru landsins má leiða líkur að því að beina þurfi forvörnum í þá átt. Stýring ferðamanna er einn þáttur í forvörnum þegar um er að ræða náttúru þar sem þarf að hafa að leiðarljósi verndun náttúru en um leið verndun ferðamanna, það er að auka öryggi þeirra. Oft er rætt um þrjár leiðir sem hægt er að nýta til þessarar stjórnunar. Í fyrsta lagi er það handstýring en þá er ferðamönnum stýrt með hindrunum, staðsetningu stíga og skála og þeim þannig beint á ákveðin svæði eða ákveðnar leiðir. Í öðru lagi er það bein stjórnun með reglum, lögum og leyfum en þetta er gert með því að banna ferðalög um ákveðin svæði eða ákveðinn ferðamáta í heild sinni á ákveðnum svæðum. Þetta getur verið út frá sjónarmiði þess að vernda náttúruna eða sem æ oftar má sjá í dag til að auka upplifun annarra ferðalanga. Þannig má til dæmis benda á að umferð vélknúinna farartækja er bönnuð við Hvannadalshnjúk, líklega meðal annars til að hámarka upplifun göngumanna. Þessari aðferð er einnig beitt í nýlegri verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem umferð um Vonarskarð er takmörkuð en umræða um það hefur verið mikil. Þriðja aðferðin felst í því að lágmarka óæskilega hegðun með því að fræða ferðamanninn og auka þannig vitund hans um náttúruna og hvaða hættur hún kann að hafa í för með sér. Þetta eykur ekki einungis upplifun viðkomandi ferðamanns heldur

bætir einnig öryggi á ferðalaginu. Misjafnt er hver af þessum aðferðum á við en oftar en ekki má segja að sambland af öllum þremur sé nauðsynleg á stærri svæðum. Síðastliðin ár hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg beitt sér í forvörnum í ferðamennsku af miklum krafti. Frá árinu 2006 hefur félagið starfrækt Hálendisvakt björgunarsveita sem má í sjálfu sér segja að flokkist undir þriðju aðferðina hér að ofan. Þeir ferðamenn sem Hálendisvaktin hefur nálgast og rætt við um ferðalög á hálendinu hlaupa á þúsundum. Á síðastliðnu ári bætti félagið enn um betur og hleypti af stað

verkefninu Safetravel. Þar eru leiddir saman allir þeir sem koma að ferðamennsku og ferðaþjónustu hér á landi í þeim tilgangi að útbúa fræðsluefni fyrir ferðamenn og stuðla þar með að fækkun slysa og bæta þannig ímynd landsins. Verkefninu var hleypt af stokkunum í sumarbyrjun 2010 með opnun heimasíðunnar www.safetravel.is og útgáfu tímarits með sama nafni. Í þessu miðlum mátti finna fræðsluefni um ferðalög hér á landi og þau atriði sem sérstaklega þarf að hafa í huga til að upplifa gott og öruggt ferðalag. Í byrjun árs 2011 var svo endurbætt heimasíða opnuð og nýtt til þess sú reynsla sem Slysavarnir

55


fékkst árið áður. Á þeirri síðu er búið að þróa fyrri síðu heilmikið og er efni til að mynda skipt niður eftir sumri og vetri og hægt er að sækja þar búnaðarlista fyrir allar mögulegar tegundir ferða. Einnig er þar fræðsla um ferðaáætlun og sú nýjung boðin ferðamönnum að skilja eftir ferðaáætlun sína hjá félaginu. Ekki er þó ætlunin að fylgjast með heimkomu heldur er það alltaf aðstandenda að gera slíkt en komi til óhapps liggja upplýsingar fyrir um ferðalagið sem tryggir skjótari vinnubrögð en ella. Á heimasíðunni má einnig finna sprungukort af jöklum landsins en sú vinna fór af stað í kjölfar banaslyss á Langjökli í fyrra að frumkvæði ættingja og vina konunnar er þar lést. Rétt í því að þessi grein var skrifuð var bætt inn skemmtilegri nýjung á síðuna sem er „fréttaborði“ sem rennur yfir miðja síðuna. Þar geta ferðamenn sótt sér upplýsingar ef aðstæður eru erfiðar eða jafnvel hættulegar á ákveðnum stöðum eða svæðum á landinu. Dæmi um slíkar tilkynningar geta verið „Hálendið: spáð er miklu hvassviðri um komandi helgi,“ eða: „Fjallabak: mikill vöxtur er í ám á svæðinu.“ Efni síðunnar er sett fram á einfaldan hátt og markmiðið er að ferðamenn geti á skömmum tíma sótt sér helstu upplýsingar sem þarf um þá tegund ferðalags er framundan er. Unnið er að því að koma www.safetravel.is á framfæri við aðila í ferðaþjónustu og þá sérstaklega þá aðila sem starfa í framlínu og gefa ferðamönnum

Björgunarsveitamenn sinna ýmsum verkum á hálendinu. Hér þarf að laga skilti eftir veturinn. upplýsingar. Fyrir þá er þetta gott hjálpartæki sem getur svarað fjölda þeirra spurninga sem algengar eru hjá ferðamönnum. Félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru mikilvægur þáttur í að koma síðunni

á framfæri, hvort sem er til ferðamanna eða til notkunar hjá sjálfum sér og eigin björgunarsveit. Að sama skapi eru ábendingar frá félögum vel þegnar og má senda þær á greinarhöfund.

Númi og konurnar þrjár og Númi stendur í ströngu Slysavarnafélagið Landsbjörg í samvinnu við Námsgagnastofnun hefur gefið út tvær smálestrarbækur. Smábækurnar eru hugsaðar fyrir börn á aldrinum 6-8 ára sem eru byrjuð að lesa einfaldan texta. Auk þess að æfa börnin í lestri fjallar hún um hinar ýmsu slysahættur. Börnin lesa bækurnar bæði í skóla og heima og skapa þannig góðan grundvöll milli barns og foreldris eða kennara til að ræða um hvaða slysahættur eru í umhverfinu. Í bókinni um Núma og konurnar þrjár, sem kom út árið 2010, er Númi að kljást við þrjár eldri konur sem ásælast hjólið, hjólabrettið og hlaupahjólið hans. Þær gera sér ekki grein fyrir mikilvægi þess að nota hjálma og aðrar viðeigandi hlífar, reyna t.d. að prjóna sér húfur og hlífar. Í öllum hamaganginum skemma þær hjólið hans Núma. En allt fer þó vel að lokum. Seinni bókin sem kemur út fljótlega fjallar um Núma sem er staddur í sumarbústað með afa. Þá kemur þar kona úr næsta bústað sem hefur brennt sig og þarf að láta aka sér til læknis. Þá er Númi skilinn eftir með unglingi og þremur ungum börnum, börnin lenda í ýmsum hættum í bústaðnum eins og að skríða upp á hillu, logandi kerti veltur um koll, heiti potturinn var skilinn eftir opinn, lyfjaglös afa eru óvarin fyrir litlum fingrum o.fl. Jón Guðmundsson skrifar sögurnar og Halldór Baldursson teiknar myndirnar. Bókin verður til sölu hjá Námsgagnastofnun.

56

Slysavarnir


Í ÞÍNUM HÖNDUM Náttúran er villt og lýtur eigin lögmálum. Það er því á okkar ábyrgð hvernig við umgöngumst hana. Látum þau áhrif sem við höfum á umhverfi okkar vera til hins betra.

F í t o n / S Í A

Sígarettustubbar eru mörg ár eða áratugi að eyðast í náttúrunni og hafa þar að auki fundist í maga fugla, fiska og sjávarspendýra.

Slysavarnir

57


Einn árgangur á ári Kvennasveitin Dalbjörg í Reykjanesbæ heimsótti fyrir skömmu alla borgara bæjarins sem fæddir eru árið 1933. Er þetta framtak framhald af öldrunarverkefni sem byrjaði hjá sveitinni árið 2005 og hefur nú verið keyrt víðar um landið. Í verkefninu er farið á heimili eldri borgara og kannað hvað má betur fara í öryggismálum svo koma megi í veg fyrir slys. Brynhildur Ólafsdóttir er yfir slysavarnahópi sveitarinnar og í forsvari fyrir verkefnið. „Ástæðan fyrir því að farið var af stað með verkefnið árið 2005 var að okkur fannst þessi hópur ekki fá næga athygli þegar kom að öryggi og forvörnum. Við vorum búnar að vinna mikið með börnum og fannst kominn tími til að sinna líka eldri borgurum. Þegar við gerðum þetta í fyrsta skipti tókum við fyrir fimm árganga sem við heimsóttum og gerðum svo hlé á heimsóknum. Núna tökum við aðeins einn árgang, þ.e. næsta árgang sem fékk ekki heimsókn árið 2005. Því er það fólk sem fætt er árið 1933 og verður 78 ára á árinu heimsótt núna,“ segir Brynhildur. Að þessu sinni féllu 49 heimili undir þessa skilgreiningu í Reykjanesbæ en við héldum verkefninu alveg innan bæjarmarkanna. Aðeins þurfti einn dag til að klára að heimsækja alla þá sem voru heima. Níu konur tóku þátt og voru að frá klukkan 11:00 og voru búnar um klukkan 14:30. Íbúar fimm heimila voru ekki heima og verða þeir heimsóttir síðar. Afar vel var tekið á móti konunum og fólk almennt

58

Slysavarnir

ánægt með framtakið. Fyrirhugað var að láta eldri borgarana vita af heimsókninni með tilkynningu í Víkurfréttum en einhverra hluta vegna þá birtist hún ekki. Því var gripið til þess ráðs að senda öllum í hópnum bréf sem barst til þeirra á föstudegi en heimsóknirnar voru á laugardegi. Gaf það góða raun enda margir sem sjá frekar heimsent bréf en tilkynningu í fjölmiðlum. Kostnaður við verkefnið var lítill hjá deildinni, fólst

aðallega í útsendingu bréfsins enda allt unnið í sjálfboðavinnu. Securitas í Reykjanesbæ hefur frá upphafi styrkt verkefnið með því að gefa næturljós á hvert heimili en í staðinn var farið með bækling um öryggisvörur og öryggisþjónustu fyrirtækisins til allra. Einnig var bæklingur Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Örugg efri ár, og upplýsingarit um brunahættur á heimilum og akstur eldri borgara afhent öllum. Notaðir voru gátlistar til fara yfir helstu atriði sem hafa ber í huga þegar kemur að öryggi á heimilum. „Allir tóku okkur vel þegar við bönkuðum upp á og var okkur víða boðið í kaffi. Fólk hafði mikinn áhuga á að ræða forvarnir og fannst skemmtilegt að fá svona ungar konur í heimsókn. Niðurstaðan af heimsóknunum er sú að ástand á heimilum eldri borgara í Reykjanesbæ er ágætt. Margir hafa þegar lagað hýbýli sín að hærri aldri og gert nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja sem best öryggi sitt, t.d. með því að setja upp sturtur í stað baðkars, vera með reykskynjara og fleira. Ekki voru dæmi um heimili sem þurftu frekari aðstoð eða tilkynna þurfti til félagsmálayfirvalda. Við munum örugglega halda áfram með verkefnið næstu árin, þ.e. að heimsækja á hverju ári einn árgang og munum fara til þeirra sem fæddir eru 1934 á næsta ári. Þannig náum við að dreifa verkinu þannig að það verði hæfilega stórt fyrir sveitina og umfangið ekki of mikið,“ segir Brynhildur.


Ég lofaði Maxie að hugsa vel um heilsu hans og hamingju allt lífið. CATHERINE

NÆRINGARÞRÓUNARSTJÓRI PRO PLAN HÖFUNDUR AÐ PRO PLAN PRO BIFIDUS Axlar ábyrgð eins og þú.

OPTI START fyrir hvolpa Með broddi, fyrstu móðurmjólkinni, sem staðfest er að eflir ónæmiskerfið.

PRO BIFIDUS fyrir fullvaxna hunda Eykur magn bifidus-baktería í maganum og kemur þannig jafnvægi á meltinguna.

ANTI AGE fyrir roskna hunda Staðfest að eykur árvekni og andlega snerpu.

Þetta er þín ábyrgð. Þetta er okkar ábyrgð. Þetta er PRO PLAN.

Slysavarnir

59


Dagbjört H. Kristinsdóttir, starfsmaður SL

Kynningardagur slysavarnadeilda Þriðjudaginn 18. janúar síðastliðinn buðu slysavarnadeildir um allt land gesti velkomna í húsnæði sitt. Rúmlega 20 deildir tóku þátt og voru með opið hús fyrir gesti og gangandi og kynntu fyrir þeim starfsemi sína. Dagurinn var vel auglýstur innan félagsins sem og með blaðaauglýsingum og skjáauglýsingum í sjónvarpi. Þó að slæmt veður hafi verið á meirihluta landsins þennan dag og spennandi handboltaleikur í sjónvarpinu á sama tíma fengu deildirnar þónokkrar heimsóknir og einhverjir nýliðar bættust við. Innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar starfa öflugar slysavarnadeildir sem hafa það að meginmarkmiði að koma í veg fyrir slys ásamt því að styðja við björgunarsveitir á sínu svæði. Starf þessara deilda á sér langa sögu en fyrstu deildirnar voru stofnaðar fyrir um 80 árum og hafa í gegnum tíðina unnið öflugt starf í þágu björgunar og slysavarna. Öryggi sjómanna hefur alla tíð verið slysavarnadeildum hugleikið enda margar deildanna stofnaðar í þeim tilgangi einum saman að efla sjóslysavarnir. Ekki var vanþörf á því starfi því fjöldi sjómanna hefur látið lífið við Íslandsstrendur en með miklu og góðu starfi deildanna og fleiri aðila svo og þróun tækja og búnaðar hefur náðst góður árangur í sjóslysavörnum. Þannig var árið 2008 án mannskaða á sjó og telja fróðir menn að þurfi að leita allt aftur á landnámsöld til að finna slysalaust ár á sjó. En starf slysavarnadeilda hefur þróast í áranna rás og fjölmörg ný verkefni litið dagsins ljós. Þannig hafa deildirnar sinnt slysavarnaverkefnum sem lúta að öryggisbúnaði barna í bílum, öryggi eldri borgara á heimilum, hafa dreift endurskinsmerkjum til barna,

kannað hjálmanotkun barna, skoðað öryggi á heimilum og svona mætti lengi tína til. Í stuttu máli má segja að ekkert viðkomandi slysavörnum sé deildunum óviðkomandi. Stór þáttur í starfi margra slysavarnadeilda er stuðningur við björgunarsveitir og þannig starfa margar deildir náið með sveitum á sínu svæði bæði við fjáröflun, sem bakland í útköllum og á margan annan hátt.

Innan slysavarnadeilda starfa margir einstaklingar um allt land og óhætt er að segja að félagsskapurinn sé góður enda má einnig finna í starfi sveitinna dagskrá sem eflir liðsandann auk þess sem félagar deildanna sækja sér fræðslu og þjálfun í ýmsu sem tengist starfinu Kynningardagur slysavarnadeilda verður haldinn aftur að ári, þann 17. janúar 2012, og vonandi sjá allar deildir á landinu sér fært að taka þátt.

Eftirtaldir aðilar styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg

SANDUR - MÖL - UPPFYLLINGAREFNI SÆVARHÖFÐI 33 - REYKJAVÍK - SÍMI 557 2000

www.lvf.is

HS Orka hf www.hs.is hs@hs.is

SANDUR - MÖL - UPPFYLLINGAREFNI SÆVARHÖF‹I 33 - REYK JAVÍK - SÍMI 557 2000

60

Slysavarnir



Nýjar leiðir í fjáröflun slysavarnadeilda Sjómannadagsmerkið – 5. júní Á síðastliðnu ári gerði Slysavarnafélagið Landsbjörg samkomulag við Sjómannadagsráð Reykjavíkur og Hafnarfjarðar um að taka að sér sölu á Sjómannadagsmerkinu á sjálfan Sjómannadaginn. Farið var í það að hanna nýtt merki, útbúa auglýsingar og tengja söluna við slysavarnir sjómanna. Í framhaldi af því var haft samband við Slysavarnadeildir um allt land og var þátttaka þokkaleg. Einnig var haft samband við Björgunarsveitir og þeim boðið að selja merkið. Slysavarnadeild kvenna á Dalvík og Björgunarsveitin Kjölur skipulögðu sitt starf einstaklega vel og uppskáru eftir því. Alls seldust um 6.500 merki sem telst þokkalegt miðað við að þetta var fyrsta árið. Í ár stefnum við að því að selja minnst 10.000 merki og rennur allur hagnaður til björgunarsveita og slysavarnadeilda sem taka þátt en merkið verður selt á 1.000 kr. Í ár verður lögð áhersla á að kynna þá starfsemi sem á sér stað um borð í Sæbjörginni og verða birt viðtöl við Hilmar Snorrason skólastjóra og sjómenn sem

hafa farið í gegnum skólann. Einnig verður fjallað um net björgunarskipa hringinn í kringum landið, en þau eru samtals 14 í dag og segja má að búið sé að loka hringnum. Eins og alltaf tekur tíma að byggja upp nýja fjáröflun og því má reikna með að um 20.000 merki muni seljast árlega í framtíðinni og mun það skila einingum góðum tekjum á stuttum tíma.

Spilabókin – maí til ágúst Slysavarnafélaginu Landsbjörg hefur verið boðin einkasala á „Spilabókinni“. Í bókinni er farið yfir reglur og upplýsingar um spil. Bókin er tilvalin í sumarbústaðinn eða í ferðalagið. Spilabókin er eins konar kennslubók í spilamennsku. Í henni er lýst 68 spilum, auk fjölmargra afbrigða. Hún spannar sem sagt allt spilalitrófið frá einföldustu barnaspilum til flóknustu spila – frá Lönguvitleysu og Svarta-Pétri til brids og tarokspila. Lýsingar eru þannig fram settar að auðvelt er að læra af þeim spilin ef viðkomandi hefur spil við höndina. Sían eru

oftast nokkrar ábendingar um hvað beri að varast og hvernig sé vænlegast að haga spilamennskunni til vinnings. Þetta er sannkölluð fjölskyldubók sem tengir saman unga og aldna í spilamennskunni. Hér er tilvalin fjáröflun fyrir næsta sumar. Þetta er bók sem allir geta tekið með sér í sumarbústaðinn eða í ferðalagið. Mikill áhugi er fyrir bókinni og hér gæti verið um tilvalda fjáröflun að ræða. Þær sveitir sem áhuga hafa á að taka að sér sölu á bókinni geta haft af henni ágætis hagnað en bókin verður seld á 2.900 kr. Útgefendur eru tilbúnir til að veita okkur einkarétt á sölu ef um semst. Nánari upplýsingar veitir undirritaður. Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@landsbjorg.is s. 8620537

Eftirtaldir aðilar styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg A. Wendel Umb. & heildverslun www.wendel.is

Brunavarnir Suðurnesja

Fiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyrar www.fmbs.is

Endurskoðun Vestfjarða ehf

Fiskmarkaður Hólmavíkur ehf

Dalvíkurhafnir DalvíkÁrskógsströnd- Hauganes www.dalvik.is

Fiskmarkaður Patreksfirði fiskmarkadur@simnet.is

Borgarbyggð (Borgarnes)

Afl starfsgreinafélag www.asa.is Akranesbær Akureyrarbær

Fiskmarkaður Austurlands hf.

Alþýðusamband Íslands Eldvarnir Baader Island ehf Blikksmiðjan Vík ehf Bifreiðaverkstæðið Sleitustöðum Bolungavíkurhöfn www.bolungarvik.is Brimborg 62

Slysavarnir

Farmanna- og fiskimannasamband Íslands Félag skipstjórnarmanna www.skipstjorn.is

Fiskmarkaður Siglufjarðar ehf fmsi@fiskmarkadur.is Fiskmarkaður Austurlands hf. fmaust@simnet.is Fiskvinnslan Íslandssaga

Fisk Seafood www.fisk.is

Frár ehf. frar@simnet.is


Landsmót 2011 á Dalvík Landsmót unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður haldið á Dalvík dagana 6.-10. júlí 2011. Landsmót unglingadeilda er frábær vettvangur fyrir þátttakendur til að læra um allt sem tengist björgunarsveitum og hvað það er að vera björgunarmaður. Mótið byggist upp á póstum og er hver póstur sérstaklega uppbyggður með verkefni, í póstunum er farið í allt sem tengist grunnþekkingu björgunarmannsins, t.d. sig, klifur, báta, rústabjörgun, leitartækni o.fl. Unglingunum er skipt upp í hópa þannig að það séu sem fæstir frá hverri deild fyrir sig saman í hópi. Þannig gefst krökkunum tækifæri til að kynnast og oft hefur góð vinátta á milli unglingadeilda myndast í kjölfarið. Á landsmótinu er unglingaþing og þar er frábær vettvangur fyrir krakkana til að hafa áhrif á starfsemi unglingamála hjá félaginu. Fyrirkomulagið á mótinu í ár er þannig að gistingin og kvölddagskráin eru á Húsabakka, sem er í sjö km fjarlægð frá Dalvík, en allir póstar, björgunarleikar og unglingaþingið fara fram á Dalvík. Við á Dalvík ætlum hins vegar til að gera okkar til að minnka aksturinn fram og til baka

Mynd frá landsmóti unglingadeilda 2009. með því að bjóða upp á hádegismat alla mótsdagana á Dalvík þannig að það þurfi bara að keyra krakkana að morgni til Dalvíkur og svo heim seinnipart dags eftir að póstum lýkur. Á kvöldin er svo boðið upp á kvöldvöku þar sem keppt verður í umsjónarmannaleikjum en það eru leikar þar sem umsjónarmenn frá sem flestum deildum keppa sín á milli í hinum ýmsu þrautum þátttakendum og öðrum til mikillar skemmtunar, brekkusöngur og ýmis hóphristingur. Á lokakvöldinu verður þó boðið upp á flotta skemmtidagskrá ásamt góðum mat sem félagið býður upp á. Hlökkum við á Dalvík gríðarlega til að takast á við

þetta verkefni og verður mjög gaman að taka á móti öllum gestum mótsins en reiknað er með að slegið verði þátttökumet á mótinu og erum við ásamt frábærum styrktaraðilum og Slysavarnafélaginu Landsbjörg vel undirbúin fyrir það. Allir þátttakendur fá svo mótsbuff og mótspeysu. Skráning á mótið hófst núna 1. apríl og lýkur 1. júní. Skráningin er bindandi og til þess að það virki þá höfum við ákveðið að hafa staðfestingargjald uppá 1.000 kr. sem greiða á við skráningu. Hægt er að skrá sig á netfangið: dasardalvik@gmail.com. Kveðja, Dasar Dalvík

Safalinn ehf. býður upp á mikið úrval af vönduðum vörum fyrir björgunarsveitir: Snjóflóðaýla - stangir - skóflur Hjálma - klifurbúnað - línur - ísexi Svefnpoka frá Ajungilak Ullarnærfatnað og margt fleira. Leitið tilboða. Vefverslun á www.errea.is

Unglingamál

63


Nýr jakki

úr byltingarkenndu efni

Slysavarnafélagið Landsbjörg með fyrstu aðilunum

Hjördís María Ólafsdóttir, starfsmaður 66° Norður

sem fær fatnað úr Polartec® NeoShell®

Nýverið kynnti Polartec® efnaframleiðandinn nýtt, byltingarkennt efni sem ber nafnið NeoShell®. 66°NORÐUR er eitt af fyrstu útivistarmerkjunum í heiminum til þess að hefja framleiðslu á fatnaði úr NeoShell®. Í febrúar vann Snæfell jakkinn frá 66°NORÐUR, sem framleiddur er úr NeoShell®, ispo OutDoor Award í flokki fatnaðar. Verðlaunin eru veitt af einni af stærstu útivistarsýningum heims fyrir þær vörur sem þykja skara fram úr hvað varðar nýbreytni. Öll stærstu útivistarmerki heims taka þátt í keppninni og sýna þessi verðlaun að Snæfell jakkinn stenst samanburð við þá fremstu. Í umsögn um jakkann nefnir dómnefndin að hann sé léttur og henti fyrir þá allra kröfuhörðustu hvað varðar snið og virkni. Greinilegt sé að í hvívetna hafi verið hugað að hámarks hreyfigetu og nýtingu við hönnun jakkans. Hettan fær einnig mjög góða dóma en hún er skjólgóð og með góðu skyggni. Tæknin sem hingað til hefur verið notuð við þróun vatnsheldra efna hefur nánast haldist óbreytt frá því fyrsta skelin var gerð. Öndunareiginleikar þessara efna byggja á því að hitinn og rakinn sem myndast innan í flíkum við mikla hreyfingu myndi nægjanlegan þrýsting til þess að rakinn fari í gegnum efnið. Softshell efni hafa á hinn bóginn fórnað vatnsheldni fyrir aukna öndunareiginleika en þau efni byggja á því að loft eigi greiða leið gegnum efnið sem veldur því að rakinn gufar hraðar upp. Polartec® NeoShell® er fyrsta efnið sem nær að fanga öndunareiginleika softshell efna um leið og það er vatnshelt eins og hefðbundnar skeljar. Himnan í efninu hleypir

raka í gegnum sig, jafnvel við mjög lágan þrýsting, sem gerir það að verkum að notandinn helst þurr við krefjandi aðstæður þar sem rakamyndun er mikil. Polartec® NeoShell® er fyrsta efnið sem tryggir hámarks frammistöðu í hvaða aðstæðum sem er. Efnið hefur verið prófað og sannreynt af hluta af fremsta útivistarfólki veraldar, þar á meðal Leifi Erni Svavarssyni. Uppbygging efnisins er einstök og ólík því sem hingað til hefur verið notað í skeljar. Polartec® NeoShell® hefur vatnsfælna polyurethane himnu sem er gljúp og hefur því endingu og teygjanleika polyurethane himna á sama tíma og efnið andar eins vel og efni sem eru gljúp. Þessi einstaka samsetning gerir það að verkum að flík úr NeoShell® andar sérstaklega vel um leið og hún er með 10.000 mm vatnsheldni. Einn helsti kostur efnisins er sá að flík úr NeoShell® er léttari, mýkri og liprari en flík gerð úr þeim efnum sem hingað til hafa verið á markaðnum. Hvort tveggja vettvangsprófanir og prófanir á rannsóknarstofum hafa sýnt fram á að Polartec® NeoShell® er byltingarkennt efni sem breytir upplifun útivistarfólks á öndunarfatnaði. Þessu til staðfestingar má nefna að Polartec® NeoShell® var valið „Best in Show“ á Outdoor Retailer sýningunni 2011 fyrir einstaka nýsköpun. Slysavarnafélagið Landsbjörg skrifaði nýverið undir nýjan samning við 66°NORÐUR sem m.a. felur í

sér að 66°NORÐUR framleiðir sérstaklega Snæfell jakkann í litum félagsins fyrir meðlimi. Með þessum samningi verður Slysavarnafélagið Landsbjörg fyrsta björgunarsveitin í heiminum sem fær sérframleiddan fatnað fyrir sig úr þessu byltingarkennda efni. Áætlað er að jakkarnir verði tilbúnir fyrir jól og því mun Slysavarnafélagið Landsbjörg vera með þeim fyrstu sem fær fatnað úr NeoShell®. Er það von hvort tveggja 66°NORÐUR og Slysavarnafélagsins Landsbjargar að meðlimir Landsbjargar verði eins ánægðir með fatnaðinn og Leifur og aðrir sem hafa prófað hann.

Eftirtaldir aðilar styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg Freydís sf. www.freydis.is

Hafnarsjóður Þorlákshafnar www.olfus.is

Hafbáran ehf 450 Patreksfjörður

Hafnir Ísafjarðarbæjar

Hafnarfjarðarhöfn www. hafnarfjardarhofn.is

Hita- og vatnsveita Mosfellsbæjar www.mos.is

Grundarfjarðarbær www.grundarfjordur.is

Hafnarsamlag Norðurlands

Hjallasandur ehf

Grundarfjarðarhöfn www.grundarfjordur.is

Hafnarsjóður Skagafjarðar www.skagafjordur.is

Hjálmar ehf.

G. Skúlason vélaverkstæði Gjögur hf.

64

Gullberg ehf

Félagsmál


Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru glæsilegar samkomur. Myndin er tekin þegar þingið var haldið í Reykjanesbæ árið 2007.

Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar (SL) verður haldið í sjöunda sinn nú á vormánuðum, 13. og 14. maí næstkomandi. Þingið verður að þessu sinni haldið í íþróttahúsinu á Hellu og kemur Flugbjörgunarsveitin á Hellu að skipulagningu þess ásamt starfsfólki SL. Þingið verður formlega sett föstudaginn 13. maí kl. 14 og hefðbundin þingstörf hefjast eftir hana. Hefðbundin fundarstörf munu verða á föstudeginum. Þingstörf hefjast svo kl. 09:00 á laugardeginum og munu standa fram eftir degi. Á laugardeginum verður einnig gengið til kosninga í stjórn SL og í milliþinganefndir. Sigurgeir Guðmundsson, formaður SL, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formannssetu

og því mun SL fá nýjan formann á þessu þingi. Dagskrá þingsins, ásamt öðrum fundargögnum, verður send til allra eininga félagsins fyrir þing. Grill og glens: Á föstudagskvöldinu verður boðið upp á „grill og glens“ í Reiðhöllinni við Hellu þar sem félagsfólk hittist til að eiga skemmtilegt kvöld saman, yfir grilli, söng og gleði. Þema kvöldsins er „kúrekar“ svo það er um að gera fyrir alla að líta inn í skápa og geymslur og sjá hvað þeir finna til að mæta í á föstudagskvöldið. Björgunarleikarnir: Verða haldnir samhliða þingstörfum á laugardeginum. Þeir munu hefjast um kl. 09:00 og standa fram eftir degi. Flugbjörgunarsveitin á Hellu, í samvinnu við Hjálparsveit skáta í Reykjavík,

hefur skipulagt þrautir og æfingar sem munu reyna á marga þætti björgunarstarfsins. Leikarnir verða haldnir í og við Hellu. Árshátíð: Árshátíð félagsins verður haldin á laugardagskvöldinu í íþróttahúsinu á Hellu. Húsið verður opnað kl. 19:30 og borðhald hefst stundvíslega kl. 20:00. Veislustjóri verður Skúli Gautason leikari og Sniglabandið mun svo leika fyrir dansi fram á nótt. Ræðumaður kvöldsins verður Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður. Félagsmenn sem vilja koma með skemmtiatriði eru hvattir til þess. Skráning á þingið, árshátíðina og björgunarleikana fer fram á heimasíðu félagsins, www.landsbjorg.is, og í síma 570-5900.

Grindavík, Hafnarfjörður, Höfn, Ísafjörður, Reykjanesbær, Sandgerði www.fms.is

Félagsmál

65

Helga Björk Pálsdóttir, starfsmaður SL

Haldið í íþróttahúsinu á Hellu dagana 13. og 14. maí 2011


Eftirtaldir aðilar styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg Hlaðbær-Colas hf. www.colas.is

Samvinnufélag útgerðarmanna www.veidiflugan.is www.Fjardasport.is

Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. Húsavíkurhöfn, Raufarhöfn, Kópasker

Sandgerðishöfn www.sandgerdi.is

Súðavíkurhöfn Sveitarf. Skagafjörður www.skagafjordur.is Sveitarfélagið Garður www.svgardur.is

Segull ehf. Ísfélag Vestmannaeyja hf www.isfelag.is

Seyðisfjarðarkaupstaður www.seydisfjordur.is

Tækniþjónusta Vestfjarða ehf. sveinn@tvest.is Útgerðarfélagið Ískrókur

Ísinn ehf. Siglufjarðardeild RKÍ Jeppaþjónustan Breytir ehf www.breytir.is

Sigurbjörn sf. sibjehf@simnet.is

Verkalýðsfélagið Hlíf

Klúka ehf Kristinn J. Friðþjófsson ehf Landsnet Listmunasala Fold www.myndlist.is

Valberg ehf valbergehf@simnet.is

Sigurður Ólafsson ehf. olibjorn@eldhorn.is Sjómanna-/vélstjórafélag Grindavíkur Sjómannafélag Eyjafjarðar www.sjoey.is

Verkís Verslunarmannafélag Suðurnesja Vestmannaeyjahöfn www.vestmannaeyjar.is

Löggiltir endurskoðendur Vestfjörðum ehf

Sjómannafélag Ólafsfjarðar

Vesturbyggð www.vesturbyggd.is

Löndun ehf www.londun.is

Sjómannafélagið Jötunn, Vestmannaeyjum

Viðlagatrygging Íslands www.vidlagatrygging.is

Miðás hf. www.brunas.is

Sjómannasamband Íslands www.ssi.is

VR www.vr.is VSO Ráðgjöf ehf.

Reykjanesbær www.reykjanesbaer.is

Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins www.shs.is

Reykjaneshöfn

Stegla ehf www.eyruni.is

Salka - Fiskmiðlun hf www.norfish.is

Steinunn ehf.

Þórsberg ehf. Þórsnes


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 11 - 0 3 5 5

Einstök upplifun

Sumarið er tíminn til að upplifa hina óútreiknanlegu náttúru Íslands. Það er sama hvert þú ferð og í hverju þú lendir, útivistarfatnaðurinn frá ZO•ON er hannaður til að láta þér líða vel við allar aðstæður.

Nýja sumarlínan frá ZO•ON er komin í verslanir okkar í Kringlunni og Bankastræti og allar helstu verslanir með útivistarfatnað á Íslandi.


VATNAJÖKULL VATNAJÖKULL - Soft shell jakki með hettu Polartec®Power Shield®Pro er sterkt efni sem þolir mikinn núning. Efnið teygist á fjóra vegu, gefur vel eftir og er mjúkt viðkomu. 5000 mm vatnsheldni og 8 l/m2/sek. öndun.

Hettan fylgir hreyfingum höfuðsins svo að hún byrgir aldrei hliðarsýn. Hægt er að stilla hettuna með teygjum.

Hettunni má auðveldlega smeygja yfir hjálm. Á henni er skyggni sem hægt er að stilla með innsaumuðum vír.

Saumlausar axlir koma í veg fyrir að bleyta nuddist í gegnum sauma og einnig að bakpoki nuddist óþægilega við axlir.

Vasarnir eru staðsettir ofarlega sem gerir þá aðgengilegri ef bakpoki með mittisól er notaður.

Sérmótað snið á olnbogum. Frelsi til að hreyfa sig án hafta.

Sniðið á jakkanum er sítt, sem minnkar

líkur á að það blási inn milli jakka og buxna.

Léttur, aðeins 600 g, og pakkast vel. Hentar vel til útivistar sem krefst

líkamlegs erfiðis eða mikillar hreyfingar.

Tvöfaldur vatnsheldur YKK og innri stormlisti.

Jakkinn er 99% vindheldur en hleypir 1% af vindinum í gegn, sem skapar létt loftflæði og veldur því að öndunin verður hraðari og betri fyrir vikið.

Höfuðborgarsvæðið: Bankastræti 5 og 9, Faxafen 12, Kringlan, Smáralind og Miðhraun 11 Akureyri: Glerártorg Keflavík: Leifsstöð og söluaðilar um allt land

www.66north.is

Klæddu þig vel


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.