Hópar sóttir á Vatnajökul GPS í útköllum Ein ferð með öllu Straumvatnsleit Vaktarsaga úr fjöllunum Hálendisvaktin Rafmagnsvespur Nýr framkvæmdastjóri
1. tbl. 12. árg. 2012
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 59301 04/12
+ Bókaðu flug á www.icelandair.is
Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar. Þessi ferð gefur frá 1.800 til 5.400 Vildarpunkta aðra leiðina.
Efni
Efnisyfirlit
1.tbl. 12.árg. apríl 2012
6
16
Björgunarmál Hópar sóttir á Vatnajökul
6
Hlutverk hópstjóra í leitum
9
GPS í útköllum
13
GPS tækni í leitaraðgerðum
16
Hvað eru mörg útköll í útkalli?
20
Fjarskiptaáætlanir í aðgerðum
23
Ný Motorola Tetra-bílstöð
26
Ein ferð með öllu – Þyrlan og allur pakkinn
30
Bílafloti björgunarsveita fyrr og nú
34
Erum við á réttri leið?
34
Samstarf við Loftmyndir ehf. og kortaforritið OziExplorer 39
20
Stjórnskipulag aðgerða
42
Straumvatnsbjörgun
45
Vaktarsaga úr fjöllunum
50
Slysavarnir Hálendisvakt björgunarsveita
52
Með öryggið í farteskinu
55
Rafmagnsvespur eru ekki leiktæki
57
Unglingamál
30
Crean áskorunin
59
Samstarf Björgunarsveitarinnar Núpa á Kópaskeri og Öxarfjarðarskóla í Lundi
62
Ungir ofurhugar síga fram af þverhníptri klettabrún
62
Félagsmál Vinn með fólki og fyrir fólk
45
Næst stærsti þéttbýlisstaður Suðurlands rís senn! – Verður þú með?
1. tbl. 12. árg. 2012 Útgefandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg,
55
Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík. Áskrift og almennur sími: 570-5900. Netfang: bjorgun@landsbjorg.is. Auglýsingar: herdis@landsbjorg.is. Ritstjóri: Ólöf Snæhólm Baldursdóttir. Ábyrgðarmaður: Gunnar Stefánsson,
starfandi framkvæmdastjóri U
Próförk: Haraldur Ingólfsson – Harla. Umbrot og prentun: Prentsmiðjan Oddi.
M
HV
E R F I S ME
R
KI
62
141
776
PRENTGRIPUR
Forsíðumynd: Sigurður Ó. Sigurðsson, www.sigosig.is 4
Slysavarnir
65 68
Slysavarnafélagið Landsbjörg er samtök sjálfboðaliða um allt land sem vinna björgunar- og slysavarnastarf. Innan félagsins starfa um 100 björgunarsveitir, um 40 virkar slysavarnadeildir auk öflugs unglingastarfs. Félagið rekur Slysavarnaskóla sjómanna, Björgunarskólann, þjálfunarbúðir á Gufuskálum, 14 björgunarskip og tugi slysavarnaskýla út um allt land. Björgun, tímarit félagsins, kemur að jafnaði út tvisvar á ári. Blaðið er prentað á umhverfisvænan pappír. Allar ábendingar um efni í blaðið eru velkomnar og sendast á olof@landsbjorg.is. Þeir sem óska eftir áskrift að blaðinu geta haft samband við skrifstofu félagsins. Slysavarnafélagið Landsbjörg gefur einnig út árbók einu sinni á ári og er hún yfirlit um starfsemi félagsins árið á undan. Nánari upplýsingar um Slysavarnafélagið Landsbjörg má finna á www.landsbjorg.is.
PIPAR\TBWA • SÍA • 112120
Montana er útivistartæki seM hentar í bílinn, Mótorhjólið, vélsleðann, bátinn og gönguna. tæki seM fer hvert seM er!
Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is
Garmin Montana er vatnshelt tæki með 4“ skjá sem hafa má bæði lárétt og lóðrétt. Mikil upplausn í skjá og stillimöguleikar gera Montana að einum skemmtilegasta ferðafélaganum. Tækið sýnir öll örnefni, hæðarlínur og landslag með skuggum, sem gefur kortinu aukna dýpt. Hægt er að skanna kort og loftmyndir og setja í tækið ásamt því að geyma nær ótakmarkað af ferlum, 4.000 vegpunkta og 200 leiðir. Montana er einnig til með 5MP myndavél. Söluaðilar um allt land – sjá www.garmin.is
Hópar Friðrik Jónas Friðriksson og Óskar Arason, Björgunarfélagi Hornafjarðar
sóttir á Vatnajökul
Fjölgun erlendra ferðamanna á Íslandi hefur ekki farið framhjá björgunarsveitum landsins sem hafa þurft að aðstoða marga þeirra undanfarna mánuði. Hlutur þeirra ferðamanna sem stunda svokallaða „extreme“ ferðamennsku hefur einnig aukist en í þeim hópi eru m.a. þeir sem hyggjast ganga þvert yfir landið eða jökla yfir vetrartímann, oft afar reynt fólk en oftar en ekki ræður það ekki við aðstæður. Í vetur hafa t.d. nokkrir slíkir hópar verið sóttir á Vatnajökul. Hér á eftir fer frásögn tveggja björgunarsveitarmanna úr Björgunarfélagi Hornafjarðar af slíkum leiðöngrum. 6
Björgunarmál
Þann 8. febrúar 2012 klukkan 09:20 barst hjálparbeiðni frá tveimur breskum ferðalöngum sem staddir voru á Vatnajökli. Mennirnir voru þá orðnir blautir, kaldir og þreyttir eftir að hafa ferðast í roki og rigningu þá níu daga frá því að þeir lögðu af stað. Ferðalangarnir gengu að Síðujökli frá vegi F206 og áætluðu að halda svo þvert yfir Vatnajökul og niður Hoffellsjökul í Nesjum. Mennirnir voru vel búnir, gengu á gönguskíðum og drógu hvor sína púlkuna.
Blautt og kalt Í frásögn mannanna af ferðalaginu kom fram að mikil rigning og kaldir vindar þess á milli hafi orðið til þess að erfiðlega gekk að halda fatnaði og öðrum búnaði þurrum. Reglulega gekk á með skúrum og sögðu þeir að eftir mikla rigningu á fyrsta degi hefðu þeir aldrei náð að þurrka fatnað sinn að neinu marki. Síðustu nótt félaganna á jöklinum gekk á með stormi og brotnaði súla í tjaldi þeirra sem varð til þess að grafa varð tjaldið niður að hluta til að hamla því að það fyki. Morguninn eftir lá fyrir að næsta nótt yrði einnig stormasöm á jöklinum. Með brotna tjaldsúlu og blautan búnað sögðust mennirnir ekki hafa treyst sér í aðra slíka nótt og var því ákveðið að kalla eftir aðstoð. Þeir hringdu með gervihnattasíma sem þeir höfðu meðferðis í Bresku strandgæsluna sem hafði
samband við Landhelgisgæsluna sem kom hjálparbeiðninni í réttan farveg.
Reynsluboltar Báðir hafa mennirnir mikla reynslu af ferðalögum sem þessu, m.a. á Grænlandsjökli og hefur annar þeirra fengist við leiðsögn í slíkum ferðum. Mikil rigning dag eftir dag kom mönnunum hins vegar í opna skjöldu. Þrátt fyrir að hafa valið febrúar til ferðalagsins, með það í huga að gera ferðina meira krefjandi, áttu þeir ekki von á slíku votviðri. Háþróaður útivistarfatnaður félaganna mátti sín lítils í láréttri íslenskri rigningu ásamt vænum skammti af roki. Eftir að útkall barst sendi Björgunarfélag Hornafjarðar hóp manna af stað á þrem vélsleðum og tveimur jeppum. Farið var á Skálafellsjökul og þaðan í hnit sem ferðalangarnir höfðu gefið upp. Ferð björgunarfélagsmanna gekk vel og fann sleðahópur mennina heila á húfi fljótt og örugglega. Búnaði mannanna var komið fyrir á sleðaþotu og göngumenn settust hvor aftan á sinn sleðann ásamt björgunarsveitarmönnum. Mennirnir báru sig vel þrátt fyrir að bersýnilega væri af þeim dregið og búnaður blautur og í misjöfnu ásigkomulagi. Færið á jöklinum var ágætt til sleðaaksturs en jeppafæri versnaði er ofar dró á jökulinn. Mennirnir fóru svo yfir í jeppa þegar hóparnir mættust aftur á niðurleið. Allur hópurinn var síðan kominn í hús aftur um klukkan 18:00. Í þessari aðgerð tóku þátt fjórir svæðisstjórnarmenn, þrír jeppar og þrír vélsleðar, samtals 12 manns.
Boð frá neyðarsendi Þann 17. mars klukkan 21:40 hafði lögreglan á Hornafirði samband við björgunarsveitina á staðnum þegar sendingar fóru að berast úr neyðarsendi, sem staddur var ofarlega á Heinabergsjökli. Skömmu síðar bárust upplýsingar um nýja staðsetningu í gegnum sendinn, í þetta sinn frá punkti norðaustur af Skálafellsjökli. Þar sem um ítrekaðar sendingar var að ræða voru menn sammála um að bregðast þyrfti fljótt við og af fullum þunga. Því var beðið um aðstoð þyrlu LHG auk þess sem kallaðir voru út sleðamenn björgunarsveita og svæðisstjórn var upplýst um málið. Fljótlega voru fjórir sleðamenn og fjórir menn á tveimur bílum farnir af stað. Farið var upp á jökul sem leið lá fram hjá Jöklaseli en þar var mikill púðursnjór og erfitt færi. Einnig var farið að skafa og gekk á með miklum vindhviðum. Ferðin sóttist þó vel upp jökul og inn að Vendipunkti. Þar fengust fregnir af því að hópur björgunarsveitamanna með snjóbíl væri á Grímsfjalli og væri hann tilbúinn að koma ef óskað væri eftir því, en hann var einungis 10 km frá þeim punkti sem neyðarsendirinn gaf upp.
Erfiðar aðstæður Þegar þarna var komið sögu voru komnar gangtruflanir í tvígengissleðana og varð úr að einn þeirra
Eins og sjá má voru aðstæður í búðum belgísku ferðalanganna orðnar erfiðar. Myndirnar eru þó teknar í blíðviðri daginn eftir að þeir voru sóttir.
snéri við en hinir þrír og bílarnir héldu áfram. Þegar þarna var komið sögu var orðið afar kalt á jökli og mikill skafrenningur. Fljótlega varð þess vart að þyrlan var komin á svæðið. Þegar samband náðist við hana var sammælst um að björgunarsveitamenn stefndu áfram í átt að staðsetningu sendisins á meðan þyrlan flygi yfir svæðið til leitar. Þá voru þeir staddir um fjóra km frá áætlaðri staðsetningu. Þegar um 70 metrar voru eftir af þeirri vegalengd sást tjald ferðalanganna, baðað í ljósum þyrlunnar sem var nýkomin á staðinn. Í sama mund barst tilkynning frá
þyrlunni að þarna væri tjald á kafi og einn maður í því og beiðni um að öll ljós á tækjum yrðu slökkt til að trufla ekki flugmenn hennar. Við þessu var orðið og horfðu svo björgunarsveitamenn á þyrluáhöfnina hífa tvo belgíska ferðalanga upp. Þegar þyrlan var farin voru vistarverur þeirra kannaðar og var það samdóma álit allra að ekki væri vænlegt að taka upp búnaðinn að svo stöddu. Um 20 gráðu frost var á jöklinum og vindur var allt upp í 17 m/sek. með nokkrum skafrenningi og hélt því sveitin beinustu leið heim enda mannskapurinn orðinn kaldur. Kuldinn hafði einnig áhrif á tækin, m.a. festist einn sleðinn í botni og ekki hægt að hemja hann. Var þá drepið á honum og hann dreginn til byggða. Um var að ræða hinn tvígengissleðann og telja menn að bilunin hafi orsakast af ísingu í blöndungi eða frosnum eldsneytisbarka. Ekki urðu nein vandræði með hina Björgunarmál
7
Björgunarsveitamenn pökkuðu saman búnaði Belganna og komu honum til byggða. tvo sleðana sem eru með fjórgengisvélum og hafa reynst sveitinni afar vel í ferðum á Vatnajökul. Næsta dag fóru meðlimir sveitarinnar aftur upp á jökul og sóttu búnað belgísku ferðamannanna. Var þá komið blíðskaparveður á svæðinu.
Mannslífum bjargað Báðir Belgarnir sem sóttir voru í þessari ferð eru vanir fjallamenn og ekki alveg ókunnir Íslandi því annar þeirra var í sinni fimmtu ferð hingað til lands. Hann hefur m.a. gengið Langjökul þveran og endilangan. Þeir lögðu upp frá Snæfelli sem er á Norðurlandi,
upp Brúarjökul og til stóð að fara niður Breiðubungu og áleiðis í Jöklasel. Veðrið kom þeim á óvart og einnig virðast þeir hafa farið full austarlega. Gerist það lenda menn í lægð sem myndast þarna og voru þeir ofan í henni þegar þeir gáfust upp. Búnaður þeirra var einnig farinn að gefa sig, gervihnattasíminn var straumlaus og GPS-tækið virkaði ekki vel, sennilega vegna kuldans. Tjaldsúla hafði gefið sig þremur dögum fyrr og þegar vindur jókst rifnaði tjaldið. Var það hárrétt álit þeirra félaga að þeir væru komnir í þá stöðu að ekkert væri eftir nema kveikja á neyðarsendinum og bíða eftir hjálp.
Það var samdóma álit allra sem að þessari aðgerð komu að þarna hafi tveimur manslífum verið bjargað, mennirnir voru orðnir kaldir og hraktir og búnir að missa eina skjólið sitt. Hornfirðingar eru einnig sammála um að það hafi verið hárrétt ákvörðun að fá þyrlu LHG á staðinn því í svona aðstæðum skiptir máli að koma fólki í skjól sem fyrst. Einnig er ánægja með samstarfið við þyrluna og það hversu samstilltar þessar einingar eru orðnar og hversu fagleg vinnubrögð eru ástunduð af félögum í þyrlusveit LHG og björgunarsveitum.
ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG!
Dynjandi hefur landsins mesta úrval af fallvarnarbúnaði og sérfróða starfsmenn með mikla reynslu á þessu sviði. Fallvarnarbúnaður er flóknasta persónuhlífin og kunnátta í notkun hans er bráðnauðsynleg. Þess Öllum þykir okkur mikilvægt að vegna bjóðum við upp á námskeið í notkun hans. Dynjandi örugglega fyrir þig!
finna til öryggis í lífinu. Dynjandi hefur verið leiðandi á sviði öryggisvara síðan 1954. Dynjandi örugglega fyrir þig!
Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is
8
Björgunarmál
IR N R A V L L A F A! INS VEGN ÖRYGGIS
ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 59108 04/12
LAND CRUISER. ÞARF AÐ SEGJA MEIRA?
Land Cruiser. Nafn sem segir meira en þúsund orð. Íslendingar þekkja Land Cruiser betur en flestar aðrar þjóðir. Við íslenskar aðstæður hefur Land Cruiser öðlast sess sem ímynd áreiðanleika og gæða. Með Land Cruiser heldur sagan áfram um stræti og torg, um vegi og vegleysur. Fáðu nánari upplýsingar á www.toyota.is Erum á Facebook - Toyota á Íslandi
5 ÁRA ÁBYRGÐ
Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogi Sími: 570-5070
Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300
Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600
Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Björgunarmál Sími: 480-8000
9
Jónas Guðmundsson, leiðbeinandi á hópstjóranámskeiðum og félagi í svæðisstjórn svæði 1
Hlutverk hópstjóra í leitum Undanfarin misseri hefur verið lögð aukin áhersla á hlutverk hópstjóra í starfi félagsins. Hrint var af stað nýju námskeiði, hópstjórnun, og hefur það verið vel sótt. Á því er farið vel í mismunandi aðstæður sem björgunarsveitarhópar geta lent í en einnig er horft til hvernig má byggja upp öflugt starf innan sveita. Kynntar eru þekktar aðferðir í stjórnun og hvernig þær nýtast í starfi og velt er fyrir sér hvaða vandamál geta komið upp og hvernig má leysa þau. Stór hluti námskeiðsins fjallar um hvert hlutverk, og ekki síður ábyrgð, hópstjóra er í aðgerðum. Það er jú þar sem á reynir og það er þar sem aðstæður geta orðið þannig að þekking og menntun geta skipt sköpum. 10
Björgunarmál
Hlutverk hópstjóra í leitaraðgerðum er mikilvægt en samt má lýsa því í tveimur setningum; Hann ber ábyrgð á sér og sínum hópi frá upphafi til enda aðgerðar. Hann ber ábyrgð á því að framkvæma það verkefni sem fyrir hópinn er lagt. En hvað felst raunverulega í þessum tveimur setningum? Á námskeiðinu höfum við sett fram þær vangaveltur að hópstjóri leitarhóps eigi ekki að vera einn af leitarmönnum. Hann hafi í raun næg önnur hlutverk og geti ekki bæði sinnt hlutverki hópstjóra og leitarmanns svo vel sé. Til þess að sinna sínum hópi vel þurfi að sinna stjórnun eingöngu og engu öðru. Þetta er í raun það sama og tíðkast hefur í starfi björgunarsveita við aðrar aðstæður. Við kennum hópstjórum á slysstað að þeirra hlutverk sé að mestu eða öllu leyti stjórnun og ekkert annað. Hið sama gildir á fjallabjörgunarvettvangi. Auðvitað er það svo úti á mörkinni í dag að oft sinnir hópstjóri leitarhóps minna leit og meira stjórnun. En lítum aðeins á hvaða „störfum“ hópstjóri leitarhóps þarf meðal annars að sinna.
Við aðgerðarbyrjun Í upphafi hverrar leitaraðgerðar fær hópstjóri upplýsingar frá viðkomandi aðgerðar- eða vettvangsstjórn. Þessar upplýsingar snúast yfirleitt fyrst og fremst um það leitarsvæði sem hópurinn á að leita og upplýsingar
um þann týnda. Hópstjórinn upplýsir svo hópinn sinn um það sama. Á námskeiðinu höfum við lagt áherslu á enn meiri upplýsingagjöf og að hópstjóri eigi til dæmis að fara yfir áætlaðan tíma á leitarlotu. Enn fremur hvaða hættur og hindranir (áhættumat) geta verið á svæðinu og þetta getur hópurinn metið í sameiningu. Við aðgerðarbyrjun ætti einnig að fara yfir hvort allur nauðsynlegur búnaður sé með. Hópstjóri á að gefa stutt yfirlit yfir alla aðgerðina og fara yfir ástæður og mikilvægi leitar að vísbendingum. Fjarskiptaskipulag þarf að vera öllum ljóst, ekki einungis innan hópsins heldur allrar aðgerðarinnar liggi það fyrir. Hópstjóri þarf líka að leggja línur varðandi skipulag, þ.e. hvíldir og nestispásur. Að sama skapi á að fara yfir vinnubrögð við fund vísbendinga svo og ef viðkomandi finnst. Allt þetta gegnir því hlutverki að auka gæði starfs allra leitarmanna, því betur upplýstir og undirbúnir sem þeir eru því betra starfi munu þeir skila.
Við aðgerðarlok Eftir lok hvers verkefnis/leitarsvæðis eða við lok aðgerðar þarf hópstjóri að viðra eða „brífa“ verkefnið og skila þeim upplýsingum áfram til aðgerðar- eða vettvangsstjórnar. Mikilvægt er að þar komi fram hversu vel hópurinn hafi leitað svæðið, hvort ákveðin svæði séu torleituð og annað sem getur nýst aðgerðarstjórnendum við áframhaldandi skipulag. Ef upp hafa komið óvenjulegar aðstæður í aðgerðinni þarf að tryggja viðrun og jafnvel áfallahjálp til handa hópnum við heimkomu. Hóp-
stjóri þarf að tryggja að hópurinn gangi frá sameiginlegum búnaði og þeim tækjum sem nýtt voru í aðgerðinni. Síðast en ekki síst þarf svo hópstjórinn að huga að sjálfum sér eftir aðgerð, rýna í sína stjórnun og sinna sálartetrinu. Hér hefur verið stiklað á stóru varðandi helsta hlutverk hópstjóra í leitaraðgerðum. Ljóst er að í mörg horn er að líta. Því er það ekki að furða að hópstjóri eigi nóg með að sinna sínu hlutverki sem slíkur og geti því sjaldan eða nokkru sinni einnig sinnt starfi leitarmanns. Eða hvað?
Í aðgerð Þegar hópur hefur hafið störf á leitarsvæði er það hlutverk hópstjórans að fylgjast með því að leitarmenn sinni leit á þann hátt sem lagt var upp með. Þannig þarf hópstjóri stöðugt að fylgjast með leitarmönnum, sjá til þess að leitarskipulag gangi upp eða breyta því ella. Hann þarf að fylgjast með liðsheildinni, að hópurinn starfi vel saman og hver og einn einstaklingur skili sínu. Öll getum við átt slæma daga og góða daga. Hópstjórinn þarf að fylgjast með aðstæðum á leitarsvæðinu, er veður að breytast, er snjóflóðahætta eða annað sem þarf sérstaklega að hafa í huga? Hópstjórinn þarf einnig að tryggja bjargir til hópsins komi í ljós að slíkt þurfi. Síðast en ekki síst þarf hópstjóri stöðugt að vera að meta og endurmeta alla vinnu hóps og aðstæður á svæðinu og gera viðeigandi öryggisráðstafanir ef á þarf að halda.
Við lok aðgerðar gefur hópstjóri aðgerðastjórnendum upplýsingar sem e.t.v. geta nýst til áframhaldandi leitar. Björgunarmál
11
Heilsulindir í Reykjavík
Himnesk heilsubót í þí n u hv erf i
fyrir alla fjölsky lduna
op nar sn em m a í öl lu m ve ðr um
Fr áb ær he il sur æ k t
GPS
í útköllum
GPS-tæki eru orðin almannaeign í dag og geta þau nýst okkur vel við leit og björgun, en til þess að GPS-tækið nýtist okkur sem best er nauðsynlegt að vera með tækið rétt stillt og hafa einhverja reynslu af því að nota það í almennri ferðamennsku.
Einar Eysteinsson,
Hjálparsveit skáta Kópavogi
Réttar stillingar Það er jafn mikilvægt að hafa GPS-tækið rétt stillt og að hafa rétt stillt bílsæti. Margar mismunandi stillingar eru í boði og margar af þeim eru persónustillingar, þ.e.a.s. þær fara eftir smekk fólks, en aðrar stillingar eru „skyldustillingar“ sem nauðsynlegt er að hafa á og/eða vita hvar eru og geta breytt. Þær stillingar sem mikilvægt er að geta gert grein fyrir og vita hvar á að breyta eru hnattstöðuviðmið (map datum) og hnitanet (position format). Öllu jafnan á tækið að vera stillt á hnattstöðuviðmið WGS84 og hnitanet hddd°mm.mmm‘. Til að geta breytt hnattstöðuviðmiðinu og hnitanetinu þarf að fara í Main menu -> Setup -> Position Format. Mikilvægt er að björgunarsveitafólk geri sér grein fyrir því að ef sleginn er inn punktur úr öðru tæki sem er ekki stillt á sama hátt getur komið skekkja uppá tugi metra. Önnur mikilvæg stilling er WAAS/EGNOS stillingin sem á að vera á Enabled, en tækin koma venjulega stillt á Disabled. Það að skipta yfir á Enabled eykur nákvæmni GPS-tækisins til muna. Þegar grunnstillingar eru komnar þarf að passa að tækið sé uppfært. Lítið mál er að uppfæra tækið og er hægt að gera það um leið og gögnum er hlaðið úr
Rétt staða björgunarmanns sem tekur punkt.
Björgunarmál
13
E N N E M M / S Í A / N M 5 11 4 2
Við bjóðum kökur í Netbankanum
Meniga heimilisbókhald er nú hluti af Netbanka Íslandsbanka Heimilisbókhald Meniga hjálpar þér að öðlast yfirsýn yfir fjármál heimilisins, halda bókhald og finna raunhæfar leiðir til sparnaðar. Nú getur þú með einföldum
hætti séð hvernig þínar kökur líta út. Opnaðu Netbankann og byrjaðu að spara tíma og peninga með aðstoð Meniga. Nú er allt á einum stað í skemmtilegri Netbanka.
Íslandsbanki er fyrsti banki í heiminum sem býður upp á Meniga innbyggt í Netbanka og er stoltur samstarfs- og þróunaraðili Meniga.
Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000
proximity alarm væri að merkja hættulega staði á leitarsvæðinu.
Leitarferill
Hér er AVG valið.
Valglugginn þar sem hægt er að breyta hnattstöðuviðmiðum og hnitaneti. Valmyndin þar sem punktur er tekinn á tækjum með snertiskjá. því inn á tölvu. Til þess að uppfæra það þarf að setja upp lítið forrit sem heitir Garmin Webupdater. Hægt er að nálgast það með því skrifa heitið á forritinu í leitarstikuna hjá Google og er það fyrsti valkostur sem er í boði.
Lágmarks kunnátta Við notkun á GPS í leit og björgun eru nokkur atriði sem nauðsynlegt er að björgunarmaðurinn kunni. Í fyrsta lagi þarf viðkomandi að geta tekið punkt eða staðsetningu og slá inn punkt. Það er misjafnt eftir tækjum hvernig punkturinn er tekinn, algengast er þó að það sé takki merktur waypoint eða mark. Á þeim tækjum sem eru með snertiskjá þarf að fara inn í main menu og velja mark waypoint. Þegar tekinn er punktur er mikilvægt að nefna hann strax í upphafi lýsandi nafni sem auðvelt er að finna aftur. Ef slá á inn uppgefinn GPS-punkt ber maður sig eins að; byrjað er á að taka nýjan punkt og að því loknu er farið í Edit þar sem staðsetningunni er breytt. Hafa þarf í huga að uppgefinn punktur sem á að slá inn í tækið sé í sama hnattstöðuviðmiði og tækið sem hann er sleginn inn í. Þegar punktur er tekinn er nauðsynlegt að standa rétt að því. Halda þarf GPS-tækinu frá líkamanum og í augnhæð, það lágmarkar þá truflun sem getur stafað af líkamanum. Björgunarsveitafólk þarf í öðru lagi að kunna að fá stefnu í þann punkt sem sleginn er inn í tækið. Til að fá hana er punkturinn fundinn í tækinu, þá kemur upp valmöguleiki sem heitir Go To, velja þarf þann valmöguleika. Þá gefur tækið beina stefnu í staðsetninguna sem valin var. Allir björgunarsveitamenn ættu að kunna að nota ferilvistunina (Tracks). Ferilvistun er þegar tækið skráir hjá sér og vistar þann feril (track) sem leitarmaðurinn fer. Til að hægt sé að ferilvista þarf að vera kveikt á ferilvistuninni í tækinu en það er venjulega gert í valglugga undir main menu, merktur Tracks. Þegar verið er að ferilvista þarf að haka í valkostinn wrap when full og gæta skal þess að ferillinn vistist inn á minniskortið í tækinu en ekki á innra minni þess, þar sem það er oft mjög takmarkað. Þessar still-
ingar er að finna á sama stað og kveikt og slökkt er á ferilvistuninni. Þegar ferilvistun er valin í tækinu og vistun er enn í gangi má í flestum tilfellum velja Trackback og býður tækið þá upp á að leiða viðkomandi til baka sömu slóð. Þar sem GPS-tækin geta aðeins vistað takmarkað magn ferla er mikilvægt að flytja ferlana og punktana sem safnast upp í ferð eða útkalli yfir á tölvuna og hreinsa svo tækið. Þannig að næst þegar tækið er gripið megi ganga að því vísu að það sé með nægt minni og tilbúið til notkunar.
Notkun við leit Augljósasti kosturinn við notkun á GPS í leit er sá að auðvelt er að taka nákvæmar staðsetningar á vísbendingum sem kunna að finnast, hvort sem það eru spor, fatnaður eða jafnvel staðsetning á hinum týnda þegar hann finnst. Mikilvægt er að skrá allar vísbendingar sem finnast eins nákvæmlega og völ er á. Þegar verið er að taka punkt og vitað er að hann þarf að vera nákvæmur er hægt að „safna“ tunglum í staðsetninguna. Þegar búið er að velja mark waypoint er valinn gluggi sem kallast AVG niðri í vinstra horninu eða með því að ýta á menu í nýrri tækjum. Við það fer tækið að safna upplýsingum frá fleiri gervitunglum. Þetta ferli tekur tíma og því meiri tími sem gefinn er í þetta ferli því nákvæmari staðsetning fæst. En við þetta ferli er hægt að fá staðsetningu með skekkjumörkin +/-1 metra, það er ef næg þolinmæði er til staðar. Á flestum GPS-tækjum er stilling sem ekki margir vita af sem heitir Proximity Alarm en hún virkar þannig að tækið varar notandann við þegar hann er kominn of nálægt þeim punkti sem Proximity alarm hefur verið virkjað á. Þessi stilling gefur svæðisstjórnum og almennu björgunarsveitafólki kost á því að merkja varhugaverða staði sem nauðsynlegt getur verið að halda sig frá. Dæmi um hvernig hægt er að nota proximity alarm væri að merkja spor eða slóð sem þarf að varðveita fyrir átroðningi björgunarfólks. Tækið mun þá vara björgunarsveitafólk við áður en komið væri að slóðinni. Annað dæmi um notkun
Nauðsynlegt er að sem flestir leitarmenn séu með kveikt á ferilvistuninni á meðan á leit stendur og komi ferlinum til svæðisstjórnar í lok verkefnis eða útkalls. Þetta gefur svæðisstjórninni bestu mögulegu yfirsýn yfir það svæði sem raunverulega hefur verið leitað. Þegar leitarmenn hafa stillt sér upp í svæðisleit er mikilvægt að sem flestir, og að lágmarki þeir sem eru á köntum leitarsvæðis, séu með GPS-tæki og kveikt á ferilvistuninni. Ástæðan er sú að þeir geta þá fylgt slóðinni sinni til baka og komið þar með í veg fyrir að það gleymist að leita hluta af svæðinu. Einnig marka þeir enda þess leitarsvæðis sem leitað er í hvert sinn.
Leitarskipulagið Í dag eru leitarsvæði teiknuð upp í tölvu og þeim hlaðið niður í GPS-tæki leitarfólks, en þetta hefur marga kosti í för með sér. Leitarsvæðin hafa verið teiknuð upp samhliða skipulagningu leitarinnar, eins og þekkt er þegar leitarsvæðin eru teiknuð á kort, en nú er hafin vinna við að skipuleggja fyrirfram ákveðin leitarsvæði. Má þar nefna að byrjað er að teikna upp höfuðborgarsvæðið. Nauðsynlegt er að haldið sé vel utan um þessar upplýsingar og þeim safnað í gagnasafn. Svo þegar útkallið kemur er mikilvægt að svæðisstjórnir, ásamt björgunarsveitunum, hafi greiðan aðgang að þessu gagnasafni og geti hlaðið niður þeim gögnum sem nauðsynleg eru hverju sinni í GPS-tæki björgunarfólksins. Miklu af gagnlegum upplýsingum má koma áfram með þessum hætti. Sem dæmi má nefna að þegar þetta skipulag er notað getur svæðisstjórn látið staðsetningu vettvangsstjórnar fylgja, það auðveldar björgunarsveitarfólki að finna vettvangsstjórn, þá sérstaklega ef viðkomandi er að koma á svæði sem hann/hún þekkir ekki. Einnig væri möguleiki á því að hafa söfnunarsvæði björgunarmanna, slasaðra eða látinna merkt inn á, allt eftir tegund útkalls. Galli er þó á gjöf Njarðar hjá sumum, en þeir sem eru með gömul GPS-tæki sem eru ekki með USBtengi eða Bluetooth geta lent í vandræðum að koma leitarsvæðunum í tækin hjá sér. Tvennt er í stöðunni, annars vegar að hlaða leitarsvæðunum niður í GPStækið áður en lagt er af stað í leitina, þegar það stendur til boða, eða þá að gera GPS-snúruna hluta af útkallsbúnaðinum rétt eins og GPS-tækið. Ekki er langt síðan að byrjað var að nota þetta fyrirkomulag við skiptingu leitarsvæða hér heima og því eru menn enn að fikra sig áfram. Er því nauðsynlegt að allir leggist á eitt og komi mikilvægum upplýsingum til skila, hvort sem það eru varhugaverðir staðir innan leitarsvæðanna eða upplýsingum um að laga þurfi svæðamörkin svo dæmi séu tekin. Framtíðin er björt í þessum efnum og er mikilvægt að björgunarsveitafólk sé duglegt að fikta og fikra sig áfram og miðla þekkingu sinni og reynslu til annarra.
Björgunarmál
15
Einar Daníelsson - HSSR, Guðbrandur Örn Arnarson - Kyndill Mosfellsbæ, Guðmundur Ólafsson - HSSK, Smári Sigurðsson - Súlur Akureyri
GPS tækni Söfnun GPS ferla frá leitarmönnum og farartækjum ætti að vera fastur liður í öllum leitaraðgerðum.
í leitaraðgerðum
Fyrir 10 árum síðan eða árið 2002 lögðu aðgerðarstjórnendur í viðamikilli leit að erlendum ferðamanni á Látraströnd mikla áherslu á að leitarmenn notuðu GPS-tæki til að skrá gönguferla sína. Leitarsvæðið var gríðarlega stórt, bjargir hlutfallslega fáar miðað við umfang og leit stóð í nokkra daga. Aðeins hluti leitarmanna voru útbúnir með GPS-tæki en þeir sem voru með tæki notuðu þau til að skrá leitarferil sinn. Stjórnendur fengu síðan að kvöldi dags afrit úr tækjunum. Þannig var hægt að sjá í tölvu svart á hvítu hvernig yfirferð leitarmanna var. Sömu sögu er að segja frá áhöfn þyrlunnar sem tók þátt í leitinni, þaðan kom líka afrit af flugferlum dagsins. Það var mikill fengur fyrir framvindu og skipulag aðgerða að hafa öll þessi gögn. 16
Björgunarmál
Hvað hefur breyst á þessum tíma? GPS-tækin eru orðin mun notendavænni, með myndrænni framsetningu og flest tæki eru nú fáanleg með góðu Íslandskorti. Tölvur og forrit sem tengja má við GPS-tækin eru að sama skapi orðin meðfærilegri og með nákvæmum kortum. Almenn notkun björgunarmanna á GPS í aðgerðum hefur hins vegar ekki fylgt þróun tækninnar.
Hvað veldur? Eru fáir sem eiga GPS-tæki, eða kunnátta ekki til staðar? Eru aðgerðastjórnendur ekki meðvitaðir um eiginleikana og tækifærin sem þeim fylgja eða er ekki til staðar möguleiki á að tengja þau við tölvur til afritunar? Er talið að söfnun ferla með TETRA sé nægjanleg? Hvað sem veldur er gott tækifæri að hefjast handa og nýta betur GPS-tæknina til að gera gott aðgerðaskipulag enn betra. Geta GPS-tækjanna til söfnunar nákvæmra upplýsinga er orðin mjög mikil, möguleikar á miðlun upplýsinganna hafa aukist mikið með aðgengilegum rafrænum kortum. Þessa tækni nýta margir en einhverjir upplifa sig væntanlega „týnda“ í tækninni og sigla ekki með. Það er mikilvægt að sem flestir séu með í þróuninni, ef þið eruð strand einhvers staðar er um að gera að fá næsta mann til að draga á flot. Við vitum að þekkingin er til víða innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar og margir að hugsa sitt en með samvinnu getum við deilt reynslu og náð lengra. Undirritaðir eru boðnir og búnir að deila reynslu sinni og hjálpa til í þessum málaflokki.
Geta GPS tækjanna til söfnunar nákvæmra upplýsinga er orðin mjög mikil.
Söfnun GPS-ferla í aðgerðum frá leitarhópum/leitarmönnum Söfnun GPS-ferla frá leitarmönnum og farartækjum í aðgerðum ætti að vera fastur liður í öllum leitaraðgerðum. Söfnun ferlanna er ekki markmið í sjálfu sér heldur er söfnun þessara upplýsinga eins og öll önnur skráning til að til séu hlutlæg gögn. Þau er hægt að nýta t.d. til að aðstoða við skipulagningu aðgerða með mörgum aðgerðalotum eða til tölfræðilegrar/ leitartæknilegrar greiningar að aðgerðum loknum. Í grófum dráttum má skilgreina eftirtalin markmið fyrir hina ýmsu hagsmunaaðila með söfnun leitarferla: • Greining á leitarþekju o Leitarsvið (bil á milli manna) o Leitarhraði/stefna • Hlutlæg skráning leitarferla o Mikilvæg heimild um raunaðgerðir o Eru skallablettir í leituninni? • Ítargögn með öðrum upplýsingum o Samkeyrsla við GPS-gögn frá Tetra o Yfirsýn leitarsvæða á Sitewatch Til að fá sem ítarlegust gögn frá GPS-tækjum er mikilvægt að leitarmenn visti EKKI ferla heldur láti lesa ferlana sem „Active Track“ þar sem talsverðar upplýsingar glatast þegar ferlar eru vistaðir í GPStæki. Til dæmis glatast allar upplýsingar um hraða, stefnu og hæð þegar ferillinn er vistaður í tækinu á nýju nafni. Þessar upplýsingar eru afar mikilvægar fyrir alla tölfræðilega úrvinnslu og er til mikils unnið að fá sem ítarlegust gögn.
Fljótlegt er að teikna upp leitarsvæði í forritum eins og Mapsource eða Basecamp. Mikilvægt er að huga að því að þær upplýsingar sem safnað er geta varðað við lög um kerfisbundna söfnun persónuupplýsinga. Ekki má undir neinum kringumstæðum nýta upplýsingar til að gera athugasemdir við einstaka leitarmenn um leitarhegðun eða jafnvel að álasa þeim fyrir t.d. að finna ekki týndan einstakling. Þær aðstæður geta t.d. komið upp þegar leitarmaður skilar inn ferli sem liggur á eða við þann stað þar sem týndur einstaklingur finnst síðar.
Söfnun ferla Reynslan í leitinni við Sólheimajökul sýndi að vel er gerlegt að safna ferlum í allra stærstu aðgerðum sé nauðsynlegur tækjabúnaður og þekking til staðar. Mikilvægt er að björgunarsveitirnar séu sjálfbærar í því að safna og skila ferlum og ætti ekki að vera skotaskuld úr þar sem fartölva og nettenging eru orðinn staðalbúnaður í björgunarsveitabílum. Athygli vakti í Sólheimajökulsaðgerðinni að talsvert stór hópur leitarmanna var ekki með GPS-tæki meðferðis. Í sumum tilvikum aðeins eitt tæki á hóp en því miður í einhverjum tilvikum ekkert tæki. Ódýrustu GPS-tækin hjá Garmin búðinni kosta 22.900 kr. og
ódýrustu kortatækin 59.900 kr. með nákvæmu Íslandskorti. Í samanburði við annan kostnað eru þetta ekki háar tölur, tvær til þrjár bensínáfyllingar ef miðað er við meðal fjölskyldubíl. Það hlýtur að teljast ódýr líftrygging. Það má gera ráð fyrir að við söfnun ferla eða innlestur leitarsvæða komi upp vandamál í samskiptum tækja og hugbúnaðar í 5-10% tilvika. Er oftast um að ræða að GPS-tækin séu með óuppfært firmware sem getur skýrt samskiptavandann. Er það huglægt mat undirritaðra að Garmin GPSMAP 60CSX hafi komið einna best út við söfnun/innlestur í leitinni við Sólheimajökul. Eldri sjótæki og eTrex tækin áttu mest til að hafna samskiptum. Gera þarf frekari tilraunir til að fá vísindalegri niðurstöðu í málið. Mögulega mætti efna til samstarfs við umboðsmenn og endursöluaðila GPS-tækja og fá þá til að halda kynningar/þjónustukvöld fyrir björgunarsveitir til að koma eldri tækjum í betra horf með því að uppfæra firmware og eldri kort.
Miðlun leitarsvæða til leitarmanna Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar með að miðla Björgunarmál
17
inni Brák, er með hugmyndir um að í lokaverkefni í meistaranámi í landupplýsingakerfum við Háskólann í Lundi muni hann kanna möguleika þess að nota landupplýsingaforrit til að greina og reita niður gróflega leitasvæði. Mannshöndin þyrfti þó að slípa slíkt til en þannig yrði hægt að forvinna og gera tilbúið leitarskipulag fyrir stór svæði á stuttum tíma. Hvort þetta verður síðan reyndin kemur í ljós, en þetta er að minnsta kosti mjög spennandi.
Miklir möguleikar
Gögn úr GPS tækjum má nýta t.d. til tölfræðilegrar/ leitartæknilegrar greiningar að aðgerðum loknum. leitarsvæðum til leitarmanna undanfarin misseri. Annars vegar hafa sleðamenn notað 5x5 km reitakerfi sem þeir geta virkjað í GPS tækjunum sínum að vild og keyrt eftir á jöklum sem hafa ekki afmörkun í landslagi sem hægt er að miða við. Hefur þetta reynst afar vel og er hægt að sækja kortin á skjalasvæði á innri vef félagsmanna Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hins vegar hafa aðgerðarstjórnendur, t.d. í Sólheimajökulsaðgerðinni, útvegað leitarmönnum leitarsvæði afmörkuð sem feril. Hefur skapast mikil reynsla í slíkri vinnu á landsvísu. Fljótlegt er að teikna upp leitarsvæði í Mapsource og Basecamp. GPS tæki eru þó flest með mikla takmörkun á fjölda ferla sem þau geta geymt og er takmörkun annað hvort 10 eða 20 ferlar á handtækjunum. Einnig er takmörkun á nöfnum ferla og punkta (e. waypoints) sem mega ekki vera lengri en 14 stafir án þess að það klippist aftan af nöfnunum þegar ferlarnir/vegpunktarnir eru fluttir úr tölvu í GPS-tæki. Stefna ætti að því að gera fá stór „trökk“ (allt að 500 punktar) úr leitarsvæðunum í staðinn fyrir að vera með mörg lítil. Þannig hefðu leitarmenn getað fengið allt leitarskipulag inn í tækin í einu og sparað þar með mikla vinnu og fyrirhöfn. Í mörgum björgunarsveitabílum er búið að koma fyrir tölvubúnaði og aðgangi að 3G neti sem hópar ættu að geta notað til að setja leitarsvæði á GPS-tæki allra meðlima hópsins. Hins vegar er ekki til neinn staður þar sem almennir björgunarmenn geta sótt leitarsvæði í gegnum netið. Við þurfum að skapa þann vettvang. Í framtíðinni er mikilvægt að yfirfæra verkefnið á hússtjórnir eða þau sem sinna baklandinu.
Markmiðið okkar með þessari grein er að vekja athygli á möguleikunum sem leynast í GPS-tækninni, og tölvum með góðum stafrænum kortum til notkunar í leitar- og björgunaraðgerðum. Það er í raun ekkert nýtt undir sólinni í þessum fræðum og margir sem þekkja til og hafa tileinkað sér þessa tækni. Rétt er að vekja athygli á þessum möguleika sem er að miklu leyti vannýttur. Við hvetjum allar aðgerðarstjórnir sem og björgunarsveitarfólk til að stíga eitt eða tvö skref fram á við og kynna sér málið til hlítar. Greinarhöfundar eru boðnir og búnir að leggja málinu lið, veita upplýsingar og ráð. Við erum ekki síður áfjáðir í að þiggja ráð og læra „ný trick“ frá ykkur sem komin eru lengra á þessari leið. Senda má fyrirspurnir á sar-gps@googlegroups.com og áhugasamir geta gerst félagar í grúppunni á: http:// bit.ly/sar-gps.
Tilbúin leitarsvæði Hér á undan var minnst á að fljótlegt sé að teikna upp svæði í forritum eins og Mapsource eða Basecamp. En það er nú samt svo að þekkingu og æfingu þarf til og það getur verið erfitt að eyða tíma í þetta þegar útkallið er komið í fangið á okkur. Til að auka skilvirkni og viðbragðstíma í leitaraðgerðum mætti forskipuleggja algeng leitarsvæði. Þetta starf er nú þegar hafið og hafa nokkrir svæðisstjórnamenn hér og þar á landinu komið af stað vísi að þess konar vinnu. Í byrjun eru flestir að taka fyrir þéttbýliskjarna og nærsvæði. Það eru skoðaðar loftmyndir, stígakort, farið á hjóli um stéttir og stíga til að ferla niður hentug svæði. Þetta er unnið af fólki sem er vant að vinna í þessu umhverfi og þekkir sína heimabyggð. Næsta skref er að fá þessi tilbúnu svæði færð á það form að hægt verði að setja þau inn sem lag í GPS-tækin okkar. Alveg sambærileg vinna og unnin hefur verið með sprungukortin (sjá: http://bit.ly/joklakort) og 5x5 reitakerfið sem er að finna á innri vef félagsmanna SL. Þá verður þessari reitun einnig komið á það form að hægt verður að brúka sem yfirlag í Sitewatch. Draumurinn er auðvitað síðan sá að hægt sé að forskipuleggja landið allt og gera það skipulag aðgengilegt fyrir alla björgunaraðila. Í því sambandi er gaman að geta þessa að Jóhannes B. Jónsson, félagi í Björgunarsveit18
Björgunarmál
pustehf@gmail.com • www.pustkerfi.is Smiðjuvegur 50 (rauð gata) • 200 Kópavogur
Heildarlausnir fyrir björgunarsveitir
Arctic Trucks hefur á síðustu fjórum árum breytt 17 bílum fyrir starfsemi á Suðurskautslandinu. Þeir bílar hafa nú þegar ekið um 200 þúsund kílómetra á hásléttu Suðurskautslandsins, við einhverjar erfiðustu aðstæður sem hugsast getur. Á hverju ári taka starfsmenn Arctic Trucks þátt í leiðöngrum á Suðurpólinn og reynslu þeirra af notkun bílanna notum við til að endurbæta hönnun okkar og smíði. Sú vinna nýtist ekki síður björgunarsveitum sem þurfa þrautreynda og öfluga bíla til notkunar við erfiðar aðstæður á Íslandi. Arctic Trucks býður björgunarsveitum heildarlausn í tækjamálum; trausta bíla, vönduð tæki frá Yamaha og góða varahluta- og viðhaldsþjónustu.
Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 | www.arctictrucks.is | www.yamaha.is
Frá leit á Skáldabúðarheiði. Þar voru margar sveitir kallaðar út, sumar oftar en einu sinni.
Magnús Hákonarson, Hjálparsveit skáta Kópavogi
Hvað eru mörg útköll í útkalli? Útkallsferlið er ekkert flókið, við fáum SMS frá Neyðarlínunni og mætum í útkallið. Reddum málunum og málið er dautt. Förum svo heim og bætum einu striki í útkallsdagbókina okkar. Síðan getum við talið hvað við fórum í mörg útköll á árinu. Stjórn sveitarinnar telur síðan hvað sveitin var kölluð oft út og stjórn SL telur hvað sveitirnar fóru í mörg útköll. Eða hvað? Erum við að vantelja sumt og oftelja annað? 20
Björgunarmál
Byrjum á nokkrum dæmum: a) Björgunarsveit A er kölluð út til leitar að rjúpnaskyttu. Hún sendir leitarhóp af stað sem leitar og finnur skyttuna eftir stutta leit. Þetta er eitt útkall og ein aðgerð. b) Sama og a) nema hvað nú eru fjórar björgunarsveitir sem sinna leitinni. Ein aðgerð og fjögur útköll ekki satt? c) Sama og b) nema hvað aðgerðin dregst á langinn og sveitirnar kalla út viðbótarmannskap eftir fjögurra klukkustunda leit. Ein aðgerð og fjögur útköll? Eru útköllin kannski komin upp í átta? d) Sama og c) nema hvað fyrstu hóparnir sem farnir voru í hvíld hafa verið boðaðir aftur. Hvernig teljum við þetta þá? Í þessum dæmum er það spurningin hvort og þá
hvernig við teljum útköllin þegar margar sveitir koma að sömu aðgerðinni. Við viljum ekki bara telja fjölda aðgerða því þá missum við út muninn á stórum og litlum aðgerðum, sem og stuttum og löngum aðgerðum þegar farið er til dæmis helgi eftir helgi til leitar. Tökum aðeins annan vinkil á þetta með öðrum dæmum: a) Björgunarsveit B er kölluð út tíu sinnum til að sinna þakplötum sem eru að fjúka (eitt hús í einu) b) Björgunarsveit C er kölluð út til að sinna þakplötum sem eru að fjúka af 10 húsum. c) Björgunarsveit D er kölluð út til að sinna þakplötum sem eru að fjúka af einu húsi en afgreiða níu önnur hús í leiðinni.
Eru öll dæmin 10 útköll? Þarf að senda 10 boð með SMS á björgunarsveit C til að þetta teljist sem 10 útköll eða aðgerð? Telst það þá ekki útkall ef sveitin er boðuð í gegnum önnur fjarskipti eins og Tetra? Á björgunarsveit D að láta eins og ekkert sé og fara í bækistöð til að vera boðuð út í þessi níu verkefni til að þau telji? Telur þetta í nóvember eða desember þegar við viljum minna á flugeldavinnuna en ekki í febrúar eða mars? Hver er tilgangurinn með að vekja til máls á þessu? Jú, hann er sá að með því að hafa ekki samræmda talningu þá erum við ekki að meta framlag okkar rétt. Þegar ég fer í útkall, þá vil ég gjarnan að það sé metið sem eitt útkall en ekki 1/10 af útkalli1. Einnig þegar við erum að skoða upplýsingar aftur í tímann þá er stundum mjög erfitt að átta sig á umfangi aðgerðanna þar sem 10 björgunarmenn í leit leggjast að jöfnu við 100 eða fleiri. Það getur líka valdið ruglingi og jafnvel tortryggni þegar landssamtökin og björgunarsveitirnar telja sama hlutinn á mismunandi hátt, tala nú ekki um ef björgunarsveit A segir einhverja aðgerð hafa verið 10 útköll á meðan björgunarsveit B segir eitt útkall. Tortryggni sem við megum ekki við þegar við stöndum í samkeppni um styrki og velvilja almennings. Við þurfum að búa til samræmdar skilgreiningar sem meta framlag okkar til samfélagsins á sem sanngjarnastan hátt og draga ekki úr þegar um stór eða mörg verkefni er að ræða, né heldur að magna litlar aðgerðir upp úr öllu valdi. Þetta þarf að vera auðskýranlegt fyrir almenningi og fjölmiðlum og síðast en ekki síst þurfum við að geta lagt saman mín útköll og þín útköll og fengið einhverja niðurstöðu sem þarfnast hvorki flókinna skýringa eða útreikninga.
1 Ég kalla það 1/10 af útkalli ef hægt hefði verið að kalla sveitina 10 sinnum út til að sinna þessum verkefnum.
Skilgreiningar: Aðgerð er leit eða björgun sem björgunarsveitirnar eru kallaðar út til að sinna. Í einni aðgerð geta verið mörg útköll. Útkall er þegar ein björgunarsveit er kölluð út í aðgerð.
Hvernig teljum við útköll þegar atvik er eitt en sveitir sem sinna því margar?
Ein nótt, fjöldi aðstoðarbeiðna og hópa. Björgunarmál
21
r e m
ol o W ar
ileg g m og þæ jur u S ttar trey ! Lé ullar vorið ir fyr
Mikið úrval af ullarfatnaði sem hentar við allar aðstæður!
22
Björgunarmál
Fjarskiptaáætlanir í aðgerðum
Eitt af því sem stjórnendur þurfa að huga að sem allra fyrst í aðgerðum er gerð fjarskiptaáætlunar. Það sem þarf fyrst og fremst að hafa í huga er að alltaf á aðgerðartímabilinu náist samband við alla sem taka þátt í aðgerðinni með einhverjum hætti, en til þess eru nokkrar leiðir. Einnig að fjarskipti valdi þeim sem eru að vinna í aðgerðinni sem minnstu ónæði, eyði sem minnstu rafmagni af rafhlöðum þeirra tækja sem eru þannig búin og þeir sem þurfa á viðkomandi upplýsingum að halda geti meðhöndlað þær á sem einfaldastan hátt. Helsti fjarskiptabúnaður í aðgerðum í dag eru VHF- og TETRA-talstöðvar, GSM-símar og tölvur. Mest reynir á fjarskipti og fjarskiptaáætlanir í stærri aðgerðum. Mikilvægt er að þeir sem vinna á vettvangi fái uppgefið strax þá talhópa og rásir sem þeir
Fjarskipti eru mikivæg í aðgerðum og tækjabúnaðurinn dýr. Mikilvægt er að nýta möguleikana til fulls. eiga að vinna á. Ef vettvangurinn er stór getur þurft að nota marga talhópa og rásir. Það að hlusta á hóp sem er t.d. að vinna í böndum og þarf mikið að tala sín á milli, truflar aðra hópa, eyðir af rafhlöðum tækja þeirra og truflar þá sem eru við önnur störf. Verkefni sem unnin eru við þröngar aðstæður t.d. í djúpum giljum kalla stundum á að þar sé unnið á beinum rásum eða DMO-talhópum. Við þannig aðstæður þarf fjarskiptamaður hópsins oft að vera með tvær stöðvar, aðra til að vera í sambandi við sitt fólk og
hina til að tryggja samband við stjórnendur. Truflun af þessu tagi getur valdið einbeitingarskorti, t.d. við leit og einnig akstur ökutækja. Stjórnendur aðgerða þurfa að ákveða hvaða fjarskiptaleiðir þeir ætla að nota sín á milli, því að þeir eru ekki alltaf staðsettir á sama stað, enda stjórneiningar í stærri aðgerðum oft nokkrar. Samræður á milli stjórneininga eiga sjaldnast erindi beint á vettvang eða til bjarga sem eru á leið á þangað og gera Björgunarmál
23
Jón Hermannsson, í fjarskiptaráði björgunarsveita.
Einn af allra mikilvægustu þáttum þess að aðgerð geti gengið vel og skilað tilætluðum árangri er góð, öguð og markviss fjarskipti sem allir skilja. Fyrstu fjarskipti sem tengjast aðgerð eru þegar sá sem óskar eftir aðstoð, hvort sem það er sá sem þarf á henni að halda, aðstandandi eða sá sem skynjar þörf fyrir aðstoð, hefur samband með einhverjum hætti við viðbragðsaðila, eða annan sem gæti komið boðum þangað. Strax á fyrstu stundu þarf að temja sér öguð fjarskipti, tala hægt, skýrt og reyna að nota orð sem allir hafa sama skilning á. Þegar allir tala sama tungumálið er þetta yfirleitt auðvelt, en þegar þarf að nota önnur mál getur þetta orðið flóknara. Fyrstu upplýsingar eru oftar en ekki lykillinn að framgangi aðgerðar því í mörgum tilfellum næst ekki aftur samband við þann sem er að lýsa atburðarás og gefa upplýsingar á vettvangi.
Greinarhöfundur við einn af fjölmörgum endurvörpum á Íslandi. lítið annað en að valda truflun þar. Þegar kallaðar eru til bjargir af öðrum svæðum þarf að vera skýrt hvernig fjarskipti eiga að fara fram og koma þarf þeim upplýsingum til skila til viðkomandi aðila. Gæta skal þess að nota ekki sömu talhópa og rásir og þeir sem eru á vettvangi, það veldur óþarfa truflun og rafmagnseyðslu.
Á síðustu misserum hefur orðið gríðarleg þróun á farsímum og síminn nánast orðinn eins og tölva. Unnt er að nýta sér þessa tækni í aðgerðum eins t.d. með myndsendingum af vettvangi og vísbendingum. Einnig er unnt að senda myndir af týndu fólki eða fatnaði til þeirra sem eru úti á mörkinni. Ókosturinn við þessa tækni og allt það sem fylgir henni, svo
sem að geta vafrað um allt netið, er sá að þetta tekur mikið pláss í fjarskiptakerfum landsins. Þegar stór aðgerð er í gangi og mikill fjöldi fólks að vinna á vettvangi sem er í litlu símasambandi, t.d bara einn sendir sem hefur takmarkaða gagnaflutningamöguleika til þess að þjónusta svæðið, getur þetta hindrað gagnaflutning til stjórneiningar. Í sumum tilfellum getur hún því verið í verra samband við sendi heldur en einstaklingur sem er kominn upp í fjallshlíð. Við gerð fjarskiptaáætlunar þarf e.t.v. að gera ráðstafanir til þess að takmarka notkun farsíma með gagnaflutningamöguleika. Á nokkrum svæðum hafa verið gerðar viðbragðs- og fjarskiptaáætlanir sem ber að fara eftir í ákveðnum og fyrirfram skilgreindum atburðum. Í upphafi aðgerða þarf að athuga hvort slíkar áætlanir séu fyrir hendi og fara eftir þeim, en þær ráða þó oft ekki við stærstu aðgerðir. Engu að síður þarf að hafa þær í huga þegar fjarskiptaáætlun er gerð. Af framanrituðu er ljóst, að gerð fjarskiptaáætlana í aðgerðum verður sífellt umfangsmeiri þáttur sem krefst meiri tækni- og landfræðilegrar þekkingar. Í aðgerðagrunninum er ágætis eyðublað sem gott er að fylla út í öllum aðgerðum. Það auðveldar mönnum að gera nákvæma áætlun í umfangsmiklum verkefnum og hvetur þá sem taka þátt í þeim til að kynna sér þessi mál, einkum þá sem koma lengra að og hafa oft meiri tíma til undirbúnings.
Wrangler SilentArmor Með Goodyear Wrangler SilentArmor nærðu góðu veggripi við veginn eða ófærurnar hvort sem um er að ræða sumar eða vetur, rigning eða snjókoma. Vertu öruggur á Goodyear. Við hugsum um öryggi þitt svo þú þarft aðeins að einbeita þér að akstrinum. www.goodyear.is
Sumar eða vetur... ...Þessi virka!
Klettagörðum 8-10 | 104 Reykjavík | Sími: 590-5100 | www.klettur.is
24
Björgunarmál
Ný
Motorola
Tetra-bílstöð
Daníel Eyþór Gunnlaugsson,
Björgunarsveitin Ársæll
Nú í haust kom á markað afar áhugaverð Tetra-bílstöð frá Motorola í sömu línu og núverandi bíl- og handstöðvar sem björgunarsveitir nota. Stöð þessi heitir MTM-5400 og er notendaviðmót hennar og útlit nær alveg eins og þær bílstöðvar sem nær allar sveitir eru með í dag. Stöðin er hönnuð af Motorola og lofa þær prófanir sem gerðar hafa verið mjög góðu.
Það eru nokkrir mjög svo áhugaverðir möguleikar í þessari stöð og má þar meðal annars nefna gáttun úr stöð í stöð (Direct mode DMO) yfir í kerfisviðmót (Trunkmode TMO) og stöð í stöð endurvarpi. Þessir möguleikar eru leyfistengdir og eru þeir virkjaðir í gegnum þjónustuforrit söluaðila þegar stöðin er keypt.
Hvernig nýtist gátt? Gáttunin gefur okkur möguleika á að stækka núverandi þjónustusvæði Tetra á stöðum þar sem Tetra dreifikerfið nær erfiðlega til. Sem dæmi, þá má auka samband innarlega í dölum, fjörðum, giljum, hellum, kjöllurum húsa, neðan þilja í skipum og sjálfsagt á fleiri stöðum þar sem búast má við að handstöðvarsamband við næsta Tetrasendi sé slæmt eða ekkert.
Hvernig virkar gátt? Virknin er á þann veg að notendur sem ætla að eiga samskipti í gegnum gáttina stilla stöð sína á ákveðinn hátt í stöð í stöð þannig að stöðin geti unnið með gátt. Á sama tíma þarf að vera búið að 26
Björgunarmál
virkja gáttina sjálfa með því að ákveða hvaða talhóp í kerfisviðmótinu á að varpa yfir í og svo á hvaða talhóp í stöð í stöð á að vinna á móti. Þegar þessu er lokið eiga samskipti í stöð í stöð viðmótinu að flytjast yfir á talhópinn í kerfinu sem gáttin var stillt á. Þannig er hægt að eiga samskipti á milli þessara tveggja meginþátta í kerfinu (TMO - DMO) í gegnum gáttarstöðina. Þegar notandi í stöð í stöð viðmótinu virkjar neyðarhnappinn komast þau boð til skila í gegnum gáttina en hafa skal í huga að neyðarboð í stöð í stöð viðmótinu virka aðeins öðruvísi en í kerfisviðmóti. Verið er að skoða hvort hægt sé að flytja GPS-staðsetningu stöðva í stöð í stöð viðmóti yfir í kerfið þannig að það berist inn í gagnagrunn sitewatch-viðmótsins. Á það skal einnig bent að nái stöð ekki í gegnum gáttina sökum skyggjandi landslags geta notendur á svæðinu sem einnig eru stilltir á sama gáttarhóp átt innbyrðis samskipti áfram en þeir sem eru kerfismegin myndu missa af þeim. Þessi samskipti á milli stöðva óháð gátt eru í raun sambærileg við notkun
á beinni rás í VHF. Þetta kann að hljóma ruglingslegt í fyrstu en er það í raun ekki. Virknin er mjög áreiðanleg en auðvitað verður að taka tillit til þess að fjarskipti í gegnum gáttir og annan slíkan millibúnað draga alltaf úr tengihraðanum þar sem auka milliliður er kominn í spilið.
Prófun á virkni Dæmi um þessa notkun var á sveitaræfingu HSG sem m.a. var haldin í Botnsdal í Hvalfirði nú á dögunum. Við bílastæðið þar sem hinn vinsæli áningarstaður Botnsskáli var í gamla daga var stjórnstöðvarbílnum Birninum komið fyrir sem vettvangsstjórn. Innst í dalnum er handstöðvarsamband við Tetra af skornum skammti og því var brugðið á það ráð að láta einingar sem unnu á því leitarsvæði eiga einungis samskipti sín á milli í stöð í stöð viðmóti og vinna með gátt þar sem samskiptin skiluðu sér í gegnum gáttina inn á talhóp í kerfisviðmóti. Reynslan af þessari gáttun var afar góð og ekki annað að heyra en þessi virkni hafi komið vel út.
Stöð í stöð endurvarpaviðmót Stöðin gefur einnig möguleika á að virkja svokallaðan endurvarpa í stöð í stöð viðmótinu en virkni hans er mjög svipuð virkni VHF-endurvarpa. Farartækinu sem ætlað er að vera endurvarpi er þá komið fyrir á þeim stað sem líklegt er að hann nái til sem flestra sem ætla að nota hann. Öll samskipti fara þá inn í gegnum endurvarpann og út aftur líkt og við þekkjum í VHF-kerfinu. Í endurvarpaviðmótinu má einnig senda út á endurvarpastöðinni sjálfri líkt og um venjulega talstöð væri að ræða.
Urð og grjót
Upp í mót ÍSLENSKA SIA.IS UTI 56427 09/11
Öll toppmerkin í fjallgÖngUna:
Deuter
grivel
the north face helly hansen
Margverðlaunaðir bakpokar af öllum stærðum.
Toppurinn í mannbroddum og ísöxum.
Stærsta útivistarmerkið.
Frábær nærföt.
trezeta
meinDl
briDgeDale
tenDon
Gönguskór á góðu verði.
Gönguskór fyrir kröfuharða.
Göngusokkar sem ganga.
Gæða-klifurlínur á góðu verði.
NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS
Varaleið í endurvarpasamskiptum Segja má að stöð í stöð virknin sé mun fullkomnari en við eigum að venjast úr VHF-kerfinu til samanburðar því ef notandi sem ætlar að eiga samskipti við aðra í gegnum endurvarpann en nær ekki sambandi við hann virkjar stöðin sjálfvirkt eins konar varaplan en í því skiptir stöðin sjálfkrafa yfir í möguleika á að ná sambandi við allar stöðvar sem eru í færi við þann sem sendir út með því að tengjast beint án þess að fara í gegnum endurvarpann. Með þessum varamöguleika er afar líklegt að sendandi nái sambandi við einhverja ef ekki flesta í sjónlínu þó svo hann sé utan þjónustusvæðis endurvarpans. Það skal haft í huga að endurvarpavirkni í stöð í stöð viðmóti tengir EKKI fjarskipti inn í kerfishluta Tetra-kerfisins. Með endurvarpanum er einungis verið að byggja upp staðbundin fjarskipti.
Eins og búast má við eru mun fleiri möguleikar í stöðinni sem ekki verða tíundaðir hér en ljóst er að þessi stöð er frábær viðbót við núverandi bílstöðvar og ekki spillir fyrir að notendaviðmótið skuli líta eins út. Segja má að þetta sé í raun sú stöð sem við hefðum helst vilja byrja með 2007 en er nú loks komin á markað fimm árum síðar. Með þessari stöð getum við haldið áfram á þeirri braut sem stefnt hefur verið á með því að hafa allan notendabúnað einsleitan. Fyrir þá sem áhuga hafa á að læra meira um gáttun má benda á að námskeið verða haldin af Björgunarskóla SL í haust.
28
Björgunarmál
Hvaða viðmót er „stöð í stöð“ ? Í Tetra-stöðvum má segja að þar séu tvö meginviðmót, annars vegar er það „kerfisviðmót“ (Trunkmode, skammstafað TMO á ensku) en þar fara öll samskipti við Tetra-stöðina í gegnum Tetra-sendi og þaðan út aftur í næstu Tetra-stöð og svo hins vegar stöð í stöð (Direct Mode, skammstafað DMO) en þar ganga öll samskipti út á að hugsanlega sé enginn sendir í nágrenninu og því þurfi notendur að geta talað saman án þess að fara í gegnum Tetra-kerfið. Best er að líkja þessum samskiptum við beina rás í VHF-kerfinu en virknin er frá notanda séð sambærileg. Hægt er að fara á milli þessara viðmóta með því að halda flýtihnappi núll í Motorola talstöðvum inni í fjórar sekúndur. Stöðin sýnir þá mjög myndrænt í hvoru viðmótinu hún tengist.
Mastercraft jeppadekk Sólning og Barðinn bjóða hin vönduðu dekk frá Mastercraft í Bandaríkjunum. Dekkin frá Mastercraft eru sérhönnuð fyrir stærri bifreiðar og jeppa, veita hámarksöryggi og eru á sama tíma einkar hljóðlát. Vertu því öruggari með Mastercraft undir bílnum.
Mastercraft hefur framleitt dekk síðan 1909 og byggir því á yfir 100 ára reynslu.
Afgreiðslutímar í Sólningu, Smiðjuvegi og Barðanum, Skútuvogi
Virka daga 8.00–18.00 Laugardaga 9.00–13.00
SÓLNING Kópavogur, Smiðjuvegi 68–70 Njarðvík, Fitjabraut 12 Selfoss, Eyrarvegur 33
| | |
Sími 544 5000 Sími 421 1399 Sími 482 2722
Skútuvogi 2 | 104 Reykjavík | Sími 568 3080
www.solning.is
www.bardinn.is
Ein ferð með öllu
Þyrlan og allur pakkinn
Jón Sigfússon, Helgi Egilsson og María Tómasdóttir FBSR. Myndir: Vignir Jónsson
Hin árlega gönguskíðaferð FBSR í Landmannalaugar var farin 24.-26. febrúar 2012. Ferðin reyndist viðburðarík og breyttist í alvöru útkall þegar einn meðlimur sveitarinnar veiktist alvarlega. Hér á eftir fer frásögn þriggja meðlima sveitarinnar af atvikinu. Í bílahópi byrjaði ferðin, eins og oft áður með undirbúningi bílanna, í vikunni fyrir brottför. Eftirvæntingin var nokkur, enda höfðu félagar beðið þess í nokkurn tíma að fara í ferð á jeppunum. Þrátt fyrir að veðurspáin hefði nú mátt vera aðeins betri dró það ekki úr stemmingunni hjá þeim 10 sem voru búnir að skrá sig.
30
Björgunarmál
Nýliðar sveitarinnar komu sér fyrir í rútu ásamt öllum farangri og skíðabúnaði og lagði hópurinn af stað um kvöldmatarleytið frá Reykjavík. Rétt sunnan við Hálendismiðstöðina í Hrauneyjum fóru nýliðarnir á skíðin og héldu í átt að Landmannalaugum en bílar héldu áfram með stuttu
stoppi í Hálendismiðstöðinni þar sem rútan var skilin eftir. Þaðan hélt hópurinn sem leið lá um Sigöldu og Bjallavað til Landmannalauga og var komið í skála rétt eftir miðnætti. Á laugardeginum var vaknað snemma og var hann nýttur í þjálfun upprennandi bílstjóra
auk þess sem tveir úr hópnum fóru á móti skíðafólkinu til að vera því samferða til skálans aftur.
Bráðaofnæmi í óbyggðum Sunnudagur rann upp og nýliðar lögðu af stað frá Landmannalaugum. Bílahópur hafði áætlað brottför ekki síðar en kl. 10. Þegar klukkan var um hálf tíu óskaði nýliðaþjálfari B1 eftir aðstoð. Einn úr hópnum var með einkenni bráðaofnæmis. Hann átti erfitt með öndun og var bólga sjáanleg í hálsi. Þetta var ekki beinlínis besti staðurinn fyrir slík tilfelli. Fyrst um sinn var sá veiki í umsjón hjúkrunarfræðinema úr sveitinni
en það vildi einnig svo vel til að María Tómasdóttir, nýliði í B2, og læknir á Landspítalanum var með í för. Hópurinn var því nokkuð vel mannaður af heilbrigðisstarfsfólki en þar að auki höfðu þrír af ferðalöngunum lokið við Wilderness First Responder námskeiðið og einn þeirra þar að auki menntaður bráðatæknir. María hafði verið skammt á undan þeim veika þegar eftir hennar aðstoð var kallað og safnaði hún í flýti saman öllum ofnæmis- og öndunarfæralyfjum hjá fólki. Að hennar sögn fóru strax rauð flögg á loft enda bráðaofnæmi lífshættulegt.
Þegar María kom á vettvang hafði hjúkrunarfræðineminn sinnt sjúklingnum um stund. Hann var þá kominn með mjög bólginn úf og fór ástandið versnandi en tungan var einnig tekin að bólgna. Þá var sjúklingurinn sestur niður og leið augljóslega ekki vel en var þó sem betur fer ekki bráðveikindalegur. Hann var þó kominn með klár merki um öndunarerfiðleika og átti erfitt með að tala. Kvaðst hann eiga erfitt með að kyngja og kúgaðist í sífellu út af bólgnum úfnum sem dinglaði langt ofan í kok. Sjúklingurinn hafði sögu um astma og ofnæmi og vegna þess hversu bólgur voru miklar í koki Björgunarmál
31
Þrátt fyrir alvarlegt ástand gat sjúklingurinn gengið sjálfur í þyrluna. Hann sést hér í gulri úlpu með einum úr áhöfn þyrlu LHG.
var ekki hægt að útiloka bráðaofnæmi þrátt fyrir að hann væri ekki kominn í ofnæmislost. María gaf sjúklingnum barkstera og ofnæmislyf sem hún hafði fengið frá hópnum. Á meðan hún sinnti sjúklingnum var hringt í Neyðarlínuna sem gaf samband við vaktlækni á Selfossi. Það var mat manna að koma þyrfti sjúklingnum til byggða eins fljótt og hægt væri þar sem möguleiki væri á sérhæfðri aðstoð ef einkennin skyldu versna.
Þörf á neyðarflutningi María ræddi við vakthafandi lækni, m.a. um það með hvaða hætti best væri að flytja sjúklinginn. Ljóst var að það myndi taka nokkra klukkutíma að flytja hann með jeppum þangað sem sjúkrabíll gæti sótt hann. Ef einkenni og aðstæður myndu versna væru góð ráð dýr. Gróflega áætlað áttu bílarnir tveggja tíma ferðalag fyrir höndum til Sigöldu ef allt gengi vel og ekið yrði mjög greitt. Þaðan væri svo u.þ.b. klukkutíma ferðalag til Selfoss. Önnur hugmynd var að senda viðkomandi með sleða til Sigöldu og þaðan með bíl á Selfoss. Hugmyndirnar um bílana og sleðana voru fljótt skotnar útaf borðinu þar sem ekki var til staðar neinn sérhæfður búnaður/lyf til að bregðast við ef ástandið færi versnandi. Í samráði við lækni var ákveðið að óska eftir þyrlu.
Hárrétt viðbrögð læknis Þrátt fyrir óvænta uppákomu var æfingum haldið áfram. 32
Björgunarmál
Eftir að sjúklingurinn hafði fengið rétt lyf fór líðan hans batnandi og var hún stöðug í þann klukkutíma sem biðin eftir þyrlunni tók. Að mati lækna á
bráðamóttöku hafði lyfjagjöf Maríu verið hárrétt, hvort sem um bólgur vegna ofnæmis var að ræða eða ekki, og í raun ótrúlegt hversu fljótt sjúklingur fékk rétta meðhöndlun eftir að einkenni gerðu vart við sig. Úfurinn var þó enn mjög bólginn en roði í koki hafði farið minnkandi. Þar sem göngumenn voru ekki komnir langt frá skálanum í Landmannalaugum var ákveðið að flytja sjúklinginn þangað og bíða þar eftir þyrlunni. Flugleiðin inn að skálanum er Landhelgisgæslunni kunn og nóg um góð lendingarsvæði. Aðstæður fyrir þyrluna voru góðar, skýjahæð var vel yfir fjöllunum, hægur og stöðugur vindur og skyggni gott, ásamt því að hryggurinn við skálann var svo til auður. Þegar hingað var komið var haft samband við formann FBSR, og hann upplýstur um gang mála. Hann fékk það verkefni að hafa samband við aðstandendur til að láta vita hvernig málin væru, þannig að þeir fengju fyrstu fréttir frá okkur en ekki gegnum fjölmiðla. Hann gaf aðstandanda upp símanúmer eins í hópnum til að viðkomandi gæti fengið upplýsingar beint frá vettvangi. Þegar þyrlan var farin voru aðstandendur og formaður FBSR upplýst um gang mála. Sem dæmi um hversu slík upplýsingagjöf er mikilvæg má nefna að fljótlega eftir að hópurinn fór frá Landmannalaugum var frétt um atvikið komin á netið. Það er aldrei ásættanlegt að aðstandendur fái slíkar fregnir í gegnum fjölmiðla.
Lærdómur Wilderness First Responder námskeið eru haldin á
vegum Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þeir sem lokið hafa slíku námskeiði mega ganga með lyf á sér til meðferðar við ofnæmislosti, m.a. Epipen sem inniheldur adrenalín og er fyrsta meðferð við ofnæmislosti, Decortin sem eru barksterar og Zantac og Tavegyl sem eru ofnæmislyf. Það voru nokkrir einstaklingar í ferðinni sem hafa lokið WFR námskeiði en enginn þeirra sem hlotið höfðu þessa þjálfun var með lyfin á sér. Í framtíðinni er því stefnt að því að bæta úr þessu því ef við lendum í því að einstaklingur fari í ofnæmislost verðum við eins vel við því búin og hægt er. Í þessari aðgerð var minnt á mikilvægi þess að halda aðstandendum upplýstum um gang mála. Aðstandendur vilja heyra fréttir af atvikum sem þessum frá forsvarsmönnum sveita eða viðeigandi viðbragðsaðilum. Þetta er eitthvað sem aðstandendur okkar, sem störfum á vettvangi SL, eiga að geta gengið út frá sem vísu; að ef ekkert heyrist frá forsvarsmönnum sveitanna okkar sé í lagi með okkur. Í þessu tilfelli var að okkar mati rétt staðið að málum hvað þetta varðar en góð vísa er aldrei of oft kveðin. Við komuna til Reykjavíkur var sjúklingurinn fluttur á Borgarspítalann þar sem við tók áframhaldandi meðferð og lyfjagjöf. Það tók nokkurn tíma fyrir bólgurnar að hjaðna svo læknar ákváðu að halda honum á spítalanum yfir nótt. Þegar þetta er ritað er enn ekki ljóst hvað olli þessum miklu bólgum í öndunarvegi sjúklingsins. Hann hefur þó náð fullum bata og snéri strax til starfa eftir að hafa verið útskrifaður af sjúkrahúsi.
Þyrla LHG fer með sjúkling til Reykjavíkur.
Borgardekk
Björgunarmál
33
Páll Viggó, Hjálparsveit skáta Garðabæ. Myndir: Ólafur Larsen, Páll Viggósson, Marteinn S. Sigurðsson, Óskar Andri, Magnús S. Sigurðsson og úr safni SL.
Bílafloti björgunarsveita fyrr og nú
Erum við á réttri leið? Fyrr Hér áður fyrr samanstóð bílafloti björgunarsveita oft af þeim bifreiðum sem fengnar voru gefins, eða fengust fyrir lítið. Dodge Weapon með stóru húsi, og aðrir slíkir, keðjaðir í bak og fyrir, þóttu vera það allra flottasta í bransanum. Síðan tók við tímabil þar sem
34
Björgunarmál
björgunarsveitir hópuðust allar í að koma sér upp Econoline eða slíkum bílum, fyrst á 38“ dekkjum, og síðar 44“. Engin sveit þótti „sveit með sveitum“ nema eiga a.m.k. einn svoleiðis. Rekstrarkostnaður á slíkum bílum varð síðan til þess að margar sveitir komu sér upp „léttari“ bílum með-
fram, til almennari nota, og víða voru þessir stóru fólksflutningabílar alveg horfnir úr heilu héruðunum. Ekki má gleyma Volvo Lapplander, Puch Pinzgauer og öðrum „trukkum“ sem víða voru, til sjávar og sveita. Þá tók við eiginlegt „jeppatímabil“ margra sveita.
44“ breyttir jeppar, sem tóku 4-6 farþega auk ökumanns. Þóttu þeir mun liprari og drifbetri við misjafnar aðstæður og komust oft og tíðum mun lengra og hraðar yfir en stærri og þyngri bílar. Eins og oft er voru skoðanir manna misjafnar á því hvernig bíla björgunarsveitir ættu að eiga, og virðist svo vera enn (og sem betur fer eru ekki allir sammála um það). En „seinni hluta síðustu aldar“ var orðið fátt um val í „léttum“ jeppum sem ekki var mjög dýrt að breyta og því varð Nissan Patrol fyrir valinu hjá ansi mörgum sveitum. Þeir bílar voru mjög hentugir, bæði vegna verðmiðans og, eins og fyrr segir, að þeir gátu borið allt að sjö björgunarmenn auk búnaðar, þó þá hafi þeir oft verið komnir óþægilega nærri leyfðri heildarþyngd bílsins. Gekk það jafnvel svo langt að SL hlutaðist til um „hópkaup“ og breytingar á þessum Patrol bílum til að ná enn hagstæðari kjörum. Fannst mörgum nóg um, þar sem fjölbreytnin var orðin lítil, því helsti styrkleiki bílaflota björgunarsveita hlýtur að vera fjölbreytni þar sem mismunandi tæki henta við mismunandi aðstæður. Ennfremur varð önnur, skemmtileg bylting þar sem margar sveitir komu sér upp óbreyttum, eða a.m.k. lítið breyttum fólksflutningabílum, svo sem Toyota
Hiace, V.W. Caravelle, Hyundai Starex og öðrum slíkum „sparibaukum“ til nota við innanbæjarútköll, æfingaferðir og annað snatt sem fylgir rekstri björgunarsveita. Sumar sveitir tóku reyndar upp Econoline að nýju, en þá oft lítið breytta, 33“-35“ breytingar. Einnig komu nokkrar sveitir sér upp millistórum rútum, allt að 25 manna bílum, en þær hafa svo sem ekki mikið náð að festa sig í sessi. Þó er a.m.k. einn slíkur bíll til í dag. En eins og með flest, þá fer margt í hringi, og margar sveitir fóru að koma sér upp mikið breyttum amerískum bílum á ný. Þó með þeirri skemmtilegu nýbreytni að bílarnir voru fengnir nýir, og þeim breytt á mismunandi hátt, tilsniðnir eftir þarfagreiningu hverrar einingar fyrir sig. Þar var um að ræða bæði mikið breytta pallbíla sem og t.d. Econoline, en nú með stærri dekkjum eða allt að 46“-49“. Aukin eign almennings á mikið breyttum bílum kallar á betri tækjakost björgunarsveita. Þær mega ekki sitja eftir í þeirri þróun því þangað sem almenningur kemst, og gæti þurft á okkar aðstoð að halda, þurfum við að komast líka. Fyrir tilstilli SL kom svo til landsins talsverður fjöldi af beltabílum, svokölluðum Hägglund. Þeir bílar voru þó ekki alveg nýir í þjónustu björgunarsveita, en einhverjar sveitir höfðu fengið gamla svoleiðis
bíla, m.a. frá Landsvirkjun. Þeir bílar þykja á margan hátt hentugir í mörgum verkefnum vegna fjölhæfni. Gúmmíbelti gera þeim kleift að aka á snjó, malbiki, möl og auðri jörð, þar sem stálbeltadrifnir „troðarar“, eða almennt sérhæfðari snjóbílar eiga óhægt um vik. Eins hafa nokkrar sveitir verið/ eru með svokallaða „snjóketti“. Ekki er þó um að ræða neitt sem ég myndi telja að útilokaði eitt tæki fyrir annað, heldur kannski gæti brúað bil sem getur skapast milli kosta jeppabifreiða annars vegar og snjóbíla hins vegar.
Nú Í dag er svo komið að fátt er í boði sem hentugir björgunarsveitarbílar. Margir bílar eru taldir of þungir, of litlir eða of dýrir í innkaupum og breytingum. Sú þróun hefur einnig átt sér stað að ýmsir bílaframleiðendur, sem hafa átt dyggan kaupendahóp í okkur, hafa líka breytt bílum sínum það mikið, að mjög dýrt er að „endurbreyta“ þeim svo þeir henti fyrir okkar starfsemi. Því óttast undirritaður að enn og aftur neyðist björgunarsveitir til að hópast í kaup á svipuðum bílum, þar sem úrvalið er ekki upp á marga fiska, og bílafloti björgunarsveita verði aftur helst til einsleitur. Þó er alltaf líka til sú leið að skipta ekki út eldri bílum þó
Björgunarmál
35
svo að víða aukist viðhaldskostnaður fyrir hvert ár sem bílarnir eldast. Eins eru dæmi þess að sveitir fjárfesti í notuðum bílum, og klæðskerasníða auknar breytingar á þeim að sínum þörfum. Það er ein lausn til að halda fjölbreytni en allt kemur það niður á sama hlut, rekstrarkostnaður á eldri bílum hlýtur alltaf að vera meiri en á nýlegum. Varðandi rekstrarkostnað björgunarsveitabíla þá er það einlæg trú undirritaðs að með aukinni fræðslu, æfingum og tilsögn til nýrra bílstjóra sé hægt að halda í lágmarki bilunum og óhöppum sem til eru komin vegna reynsluleysis og/eða ofmats á ágæti bílanna.
Fyrirbyggjandi viðhald og þrotlausar æfingar hljóta að verða til góðs og hluti af því er m.a. að takmarka fjölda þeirra sem aka þessum tækjum. Þumalputtareglan er almennt sú að eftir því sem fleiri sjá um akstur bílanna, því hærri verður rekstrarkostnaður. Þá eru þessir fyrrnefndu „lítið breyttu“ fólksflutningabílar (Hiace, Starex, Caravelle) klárlega leið sem mér finnst að við eigum að halda þar sem mikið af almennum akstri margra sveita er bara hefðbundinn „malbiksakstur“ og er ekki saman að líkja rekstri á svoleiðis bíl annars vegar, og 44“/46“/49“ bíla hins vegar.
Framtíðin Varðandi bílaflota björgunarsveita til framtíðar þá tel ég að það sé best að halda fjölbreytni sem kostur er því enn hefur ekki komið fram hinn „eini rétti björgunarsveitarbíll“ þó margir vilji meina að sinn sé „sá eini rétti“. Hvort sem það er 49“ breyttur pallbíll, 46“ breyttur Econoline, 44“ Toyota eða Patrol, 38“ Pajero, 35“ Econoline eða Caravella á 195/65/15, þá finnst mér kannski ekki skipta höfuðmáli hvaða sveit á hvað, heldur að fjölbreytnin verði það sem heldur uppi styrk samtakanna hér eftir sem hingað til!
Allur helsti björgunarbúnaður til sjós og lands... ...Hafðu samband við sölumenn okkar og fáðu allar upplýsingar Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður
36
Björgunarmál
www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A / A c t a v i s 1 1 9 0 6 0
Ræðst gegn verkjum
Paratabs®
– Öflugur verkjabani! Notkunarsvið: Paratabs inniheldur virka efnið paracetamól - 500 mg. Paratabs er verkjastillandi og hitalækkandi lyf, m.a. notað við höfuðverk, tannverk og tíðaverk. Paratabs er einnig notað við sótthita, t.d. af völdum inflúensu og umgangspesta. Skömmtun: Fullorðnir og börn eldri en 12 ára (>40 kg) 1–2 töflur á 4–6 klst. fresti, mest 8 töflur á sólarhring eða 4000 mg. Börn, 7–12 ára (25–40 kg), ½–1 tafla á 4–6 klst. fresti, mest 4 töflur á sólarhring eða 2000 mg. Börn, 3–7 ára (15–25 kg), ½ tafla á 4–6 klst. fresti, mest 4 sinnum á sólarhring eða 1000 mg. Varúðarreglur: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir parasetamóli eða einhverju hjálparefnanna eiga ekki að nota Paratabs. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með skerta lifrar- og nýrnastarfsemi. Einstaklingar með áfengisvandamál skulu ekki nota Paratabs án samráðs við lækni og alls ekki samhliða neyslu áfengis. Paratabs á ekki að nota samtímis öðrum lyfjum sem innihalda paracetamól. Ef teknir eru stærri skammtar en ráðlagðir hámarksskammtar á sólarhring er hætt við alvarlegum lifrarskemmdum. Lyfið má ekki nota ef um lifrarsjúkdóm er að ræða. Meðganga og brjóstagjöf: Engin þekkt áhætta er af notkun parasetamóls á meðgöngu. Parasetamól skilst út í brjóstamjólk en hættan á áhrifum á barnið er ólíkleg við ráðlagða skammta. Aukaverkanir: Parasetamól þolist almennt vel, aukaverkanir eru sjaldgæfar ef ráðlögðum skömmtum er fylgt, helst er að nefna ofnæmi, útbrot og lifrarskemmdir. Lifrarskemmdir við notkun parasetamóls hafa komið fram í tengslum við misnotkun áfengis, eins getur langvarandi notkun parasetamóls valdið nýrnaskemmdum. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. September 2011.
Í ÞÍNUM HÖNDUM Náttúran er villt og lýtur eigin lögmálum. Það er því á okkar ábyrgð hvernig við umgöngumst hana. Látum þau áhrif sem við höfum á umhverfi okkar vera til hins betra.
F í t o n / S Í A
Sígarettustubbar eru mörg ár eða áratugi að eyðast í náttúrunni og hafa þar að auki fundist í maga fugla, fiska og sjávarspendýra.
Samstarf við Loftmyndir ehf. og kortaforritið OziExplorer
Gerður hefur verið samstarfssamningur við Loftmyndir ehf. um aðgengi og notkun á loftmyndum og öðrum kortagögnum. Auk loftmynda af öllu landinu í mjög miklum gæðum hafa Loftmyndir ehf. útbúið nýjan kortagrunn, TK-50. Um er að ræða landfræðilegan kortagrunn í hlutföllunum 1:50.000 sem er unninn upp úr loftmyndasafni Loftmynda ehf. Grunnurinn nær yfir allt landið og er útgáfa hans frábær viðbót við þær loftmyndir sem fyrirtækið hefur útbúið af landinu undanfarin ár. Loftmyndir ehf. hafa einnig útbúið nýtt yfirlitskort af öllu landinu, TK-250, í hlutföllunum 1:250.000. Kortið er hægt er að sækja endurgjaldslaust á vefsíðu þeirra í hárri upplausn til útprentunar. Kortið er einnig tilbúið fyrir OziExplorer kortaforritið. Hægt er að sækja kortið á heimasíðu Loftmynda, www.loftmyndir.is. Kortavefurinn www.map.is er einnig orðinn aðgengilegur og þar má sjá þau kortagögn og loftmyndir sem björgunarsveitir hafa nú aðgengi að. Á vefsvæðinu
TK-250 1:250.000 kort Loftmynda ehf.
Marteinn S. Sigurðsson, Hjálparsveit skáta Reykjavík.
Síðastliðið haust hófust viðræður við Loftmyndir ehf. um notkun á kortagögnum og loftmyndasafni þeirra fyrir starf björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Strax í upphafi var mikill velvilji af hálfu stjórnenda Loftmynda ehf. Aðkoma þeirra að kortamálum og möguleikar þeirra til að aðstoða björgunarsveitirnar með kortagögnum og loftmyndum á tvímælalaust eftir að efla starf björgunarsveitanna til muna. Loftmyndir ehf. hafa boðist til að vera til ráðgjafar við notkun á kortagerðarhugbúnaði. Með því er SL gert kleift að útbúa kortagögn og myndkort af leitarsvæðum á skilvirkan og fljótlegan hátt, ásamt því að veita aðgengi að stafrænum kortagrunni Loftmynda.
Skjáskot af kortavefnum www.map.is. Björgunarmál
39
PIPAR\TBWA - SÍA - 121133
Góðir vinir við veGinn
Olís er einn af aðalstyrktaraðilum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og styður við samtökin bæði með fjárframlögum og verulegum afslætti af eldsneyti og öðrum vörum. Þá er einnig samstarf á öðrum sviðum samkvæmt samkomulagi hverju sinni, svo sem um nýtingu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á þjónustustöðvum Olís á útkallstímum. Starfsfólk Olís er stolt af þessu góða samstarfi og stuðningnum við frábært starf björgunarsveitanna, sem unnið er af fórnfýsi, landsmönnum til heilla.
er hægt að fá leiðarvísun eftir vegakerfi, mæla út vegalengdir og prenta út nákvæm kort eða loftmyndir svo eitthvað sé nefnt. Verkferlar og framkvæmd samningsins við Loftmyndir ehf. um kortagerð er enn sem komið er í þróun, en dæmi um aðkomu Loftmynda ehf. í stórri aðgerð var í leit á og við Sólheimajökul síðastliðið haust. Á þeim tímapunkti var samstarfið einungis á umræðustigi en þegar leitin kom upp fékk SL strax aðgang inn í loftmyndagrunninn og var sótt nákvæm loftmynd af Fimmvörðuhálsi og svæðinu í kring. Inn á loftmyndina voru settar hæðarlínur, vegir og vatnafar ásamt öðrum gögnum og að því loknu var kortið vistað niður fyrir OziExplorer kortaforritið, sem er í notkun í tölvum stjórnstöðvarbíls svæðisstjórnar á svæði 1. Kortið kom þar að miklum notum við skipulagningu leitarinnar þar sem nákvæmni loftmyndar er margfalt meiri en hefðbundið landakort hefur upp á að bjóða. OziExplorer er kortaforrit sem hefur verið í notkun í tölvum nokkurra björgunarsveita í þónokkuð mörg ár. Með forritinu er hægt að skoða kort, vista ferla og vegpunkta frá GPS-tækjum og einnig útbúa vegpunkta og leiðir til að setja inn í GPS-handtæki við undirbúning ferða. Hægt er að mæla út vegalengdir, mæla flatarmál og vinna með þau gögn sem koma frá GPS-tækjum eða ferlum úr öðrum kerfum. Grunnaðgerðir eins og að skoða kort, setja vegpunkta niður á kort og færa inn í GPS-tæki eru einfaldar aðgerðir og þegar ferðatölva er í bíl er hægt að sjá lifandi feril koma jafn óðum í kortagluggann á sama tíma og eldri ferlar og vegpunktar eru hafðir opnir til hliðsjónar við leiðarval. Forritið er fyrir PC tölvur með Windows stýrikerfi. Forritið getur tengst flestöllum tegundum af GPStækjum og sótt og sent gögn yfir í tækin. Einnig er nú fáanleg einfaldari útgáfa fyrir Android snjallsíma eða töflur sem notast þá við innbyggt GPS-tæki og sú lausn getur hentað þar sem ferðatölvu verður ekki komið við. Kostur þessa forrits í samanburði við mörg önnur kortaforrit á markaðnum er sá möguleiki að lesa inn og nota nær öll kort sem eru til á stafrænu formi. Einnig er forritið létt í vinnslu og krefst þar af leiðandi ekki öflugrar tölvu þó svo að skrárnar fyrir kortin geti orðið mjög stórar. Haustið 2011 var útbúinn kortapakki fyrir allar björgunarsveitir á landinu með kortagögnum frá Landmælingum Íslands. Í þeim pakka voru um 20 kort, allt frá 1:750.000 yfirlitskorti niður í 1:25.000 kort af þeim svæðum sem til voru. Í pakkanum eru einnig VHF endurvarpakort, sprungukort af jöklum, kort sem sýnir dreifingu Tetra talstöðvakerfisins og götukort af öllum bæjarfélögum landsins, svo eitthvað sé nefnt. Möguleiki er einnig að tengjast kortaveitum eins og GoogleMaps, sækja gervihnattamyndir frá NASA, fá nákvæmar loftmyndir og kort frá Loftmyndum ehf. eða kort frá opinberum aðilum. Einnig er hægt að skanna inn hefðbundin keypt blaðkort og hnitsetja í forritinu. Mikið magn korta hefur verið sett inn á þann máta af greinarhöfundi fyrir Hjálparsveit skáta Reykjavík og hafa þau kort einnig verið notuð af svæðisstjórn björgunarsveitanna á höfuðborgarsvæðinu.
Skjáskot úr OziExplorer með 1:500.000 korti.
Sprungukort af Langjökli með ferlum.
Götukort frá OpenStreatMaps.org.
Björgunarmál
41
Friðfinnur Fr. Guðmundsson, Landsstjórn björgunarsveita
Stjórnskipulag aðgerða Viðbragðsaðilar hafa ákveðið með sér samræmt stjórnkerfi björgunaraðgerða. Þetta kerfi köllum við SÁBF eftir þeim meginverkþáttum sem eru í kerfinu. Stjórnun, áætlanir, bjargir og framkvæmdir.
SÁBF kerfið er uppbyggt að alþjóðlegri fyrirmynd og er notað í alþjóðlegu björgunarstarfi.
Þetta stjórnkerfi er ekki nýtt af nálinni, það var samþykkt af öllum viðbragðsaðilum eftir að á laggirnar var sett sameiginleg nefnd til að koma því á. Samkomulag var svo undirritað af viðkomandi aðilum á aldamótaárinu 2000. Þarna var reyndar ekki verið að finna upp hjólið því það var fundið upp í formi ICS eða Incident Command System sem gert var í kjölfar mikilla gróðurelda í Ameríku á sjötta áratug síðustu aldar. Eldarnir náðu yfir mikið flæmi lands og margir viðbragðsaðilar voru að vinna í sama atburðinum, allir með mismunandi markmið, stjórnskipulag og ábyrgð. Í kjölfarið var sest niður og komið á ofangreindu skipulagi sem miðaðist við það að stjórnunareiningar mismunandi viðbragðsaðila töluðu sama tungumálið í sameiginlegum aðgerðum, þ.e. samræmt stjórnskipulag. Eftir að einkaaðilar voru fengir til að koma með tillögu að nýju kerfi leit dagsins ljós stjórnkerfi sem meira og minna var tekið upp frá hernum en álíka kerfi hefur verið í notkun í ýmsum herjum frá tímum Rómarveldis. Eftir árásirnar á tvíburaturnana í New York kom í ljós brotalöm á notkun kerfisins í stóratburðum. Mismunandi stofnanir notuðu ICS með góðum árangri en kerfið tók illa á samræmingu milli aðila. Mikil þróun varð í kjölfarið á ICS og í dag nota allir viðbragðsaðilar nákvæmlega sama kerfið og ganga í gegnum sömu þjálfun. Samræmingarhlutinn var m.a. endurskoðaður og mikil áhersla lögð á menntun í notkun þess, m.a. er grunnmenntunin aðgengileg á netinu. Ef brotalöm þykir vera á menntun eða notkun kerfisins þá hefur það áhrif á styrki til viðkomandi aðila. Í kerfinu er aðgerðum nú stigskipt eftir umfangi og grunnur hefur verið lagður að National Incident Management System (NIMS) sem er landsdekkandi stjórnskipulag viðbragðsaðila í Bandaríkjunum og er ICS stór hluti af því. SÁBF hefur aftur á móti lítið sem ekkert þróast hér á landi og óhætt að segja að almennt sé kerfið tengt almannavörnum í huga fólks. Slysavarnafélagið Landsbjörg (SL) hefur lagt sig fram um að nota kerfið í sínum aðgerðum og er það kennt á öllum aðgerðastjórnunarnámskeiðum Björgunarskólans en ekkert sérnámskeið er til um kerfið sjálft. Þróun kerfisins hér á landi var sett í hendurnar á hverjum og einum viðbragðsaðila og eins og áður segir hefur hún verið lítil. Þó hefur SL þróað það í kringum leitarstjórnun og Almannavarnir og ISAVIA í kringum hópslys. Áætlanir fyrir þetta ferli voru í sjálfu sér ágætar en það sem vantaði til að þær gengju eftir, og auðveldlega má sjá í ICS, er að leggja fram heilsteypta hugmyndafræði um stjórnun aðgerða. Gríðarlega mikilvægt er að taka upp umræðu um
Aðgerðastjórn að störfum í eldgosinu í Eyjafjallajökli. þróun á stjórnkerfinu og bæta þarf töluvert við núverandi skipulag til að gera það skilvirkara, en segja má að aðeins hafi verið tekinn upp hluti af ICS kerfinu þegar SÁBF var sett á hér á landi. En í hverju felst þessi munur? Við erum með verkþættina, alla þá helstu nema fjármál, og svo er rannsóknarverkþátturinn valkvæður sem sér verkþáttur í aðgerðum sem stóla á mikla rannsóknarvinnu. Fjármálaverkþátturinn er nauðsynlegur til að halda utan um tilfallandi kostnað og heimila útgjöld en hann á sérstaklega við í stærri aðgerðum. Við höfum í dag möguleika á að taka upp rannsóknarverkþátt. Aðkoma félaga og stofnana sem hafa hagsmuni í aðgerðinni er tryggð með fulltrúum sem koma að áætlanagerð, en ekki beinni stjórnun, í aðgerðastjórninni. Þetta á best við á samræmingarstiginu. Við höfum ekki tekið upp önnur vinnubrögð sem fylgja ICS, eins og eyðublöð og ferla. Núverandi kerfi ræður ekki við að vera þanið út í stærstu aðgerðum, sem dæmi vantar undir framkvæmdir þá hluta sem taka við, skrá, upplýsa og fylgjast með stöðu bjarga. Í ICS kerfinu er framkvæmdum skipt niður eftir fjölda hópa svo viðeigandi stjórnunarspönn er haldið sama hvað margir hópar eru í aðgerðinni. Skortur á þessu er ein helsta ástæða þess að nægar upplýsingar berast ekki til leitarhópa í stærri leitaraðgerðum svo dæmi sé tekið.
Gull, silfur og brons Viðbragðsaðilar á Bretlandi nota kerfi er þeir nefna Gull, silfur og brons sem vert er að skoða. Þar táknar hver eðalmálmur eitt stjórnunarlag. Gull stendur fyrir heildarstjórnandalag aðgerðarinnar, silfur stendur fyrir verkstjórn eininga, sá aðili tekur stefnuna frá gullstjórnanda og ákveður aðferðafræði við úrlausn verkefna. Brons er svo stjórnendur eininga á vettvangi. Auk þess eru þeir með platínum lag sem er Neyðarráð bresku ríkisstjórnarinnar (COBR). Þetta stjórnkerfi var þróað af bresku lögreglunni og er vert að skoða og sjá hvort þar sé ekki eitthvað sem við getum sett inn í okkar skipulag þó ekki væri nema til að skilgreina þau stjórnunarlög sem við erum með. Bretarnir hafa tekið margt upp úr ICS þegar kemur að frekari vinnu innan þessara stjórnstiga. En hvað viljum við sjá í stjórnskipulagi sem notað er í aðgerðastjórnun? Það eru nokkrir meginþættir sem eru nauðsynlegir. Stjórnskipulagið verður að vera:
Heilsteypt Ekki er nóg að byggja stjórnskipulag aðgerða á skipuriti, annað og meira þarf til. Því þurfa að fylgja gátlistar fyrir verkþætti, bæði almennir og sértækir fyrir ákveðnar tegundir aðgerða. Verkferlar þurfa að vera til staðar, hver á að upplýsa hvern og hvenær. Áætlanaferlið er gott dæmi um þetta. Verkþáttastjóri
Björgunarmál
43
vettvangs og inn til aðgerðarstjórnar óljósar. Er ekki framkvæmdahluti SÁBF vettvangsstjórn? Hlutverk stjórnandans, ekki aðeins sem stjórnanda heldur leiðtoga, þarf að skoða og bæta. Við þurfum að velta fyrir okkur sameiginlegri stjórnun eða Unified í þeim aðgerðum þar sem fleiri en einn aðili hefur ábyrgðarhlutverk. Í ICS kerfinu er hugtakið vel þekkt og ferlar til staðar sem auðvelda slíka stjórnun.
Sveigjanlegt
Allir þurfa að þekkja sinn stað í SÁBF stjórnkerfinu. áætlana ásamt aðstoðarmönnum á ekki að loka sig af og gera áætlun eins og við gerum í dag, allir aðrir verkþættir og fulltrúar þeirra stofnana og félaga sem að aðgerðinni koma eiga að koma með sína sérþekkingu og upplýsingar úr aðgerðinni inn í áætlanagerðina. Þetta er gert með áætlanafundum sem haldnir eru á ákveðnum stöðum í aðgerðarferlinu.
44
Björgunarmál
Skýrt Annar mikilvægur þáttur sem við þurfum að skoða er hversu skýrt stjórnkerfi okkar er í dag og bæta það ef þörf krefur. Sem dæmi má nefna að hlutverk aðgerðarstjórnar og vettvangsstjórnar eru ekki alveg skýr. Í stærri aðgerðum kemur í ljós að hlutverkaskipting þarna á milli er ekki skýr og tengingar milli
Mikilvægt er að kerfið sé nægjanlega stórt til að það geti rúmað stærstu aðgerðir okkar en geti dregist saman fyrir minni aðgerðir. Það er því miður sýn þeirra sem ekki hafa kynnt sér ICS að það sé stórt og klunnalegt þegar raunin er að það er með vilja gert að vera með stórt kerfi sem getur minnkað fremur en að vera með lítið kerfi sem getur stækkað. Með því móti er stjórnkerfið betur undir það búið að takast á við stærstu aðgerðir. Þegar þessi mál eru ígrunduð vel kemur í ljós að margt þarf að laga. Til staðar er hálft kerfi sem þarf að stoppa upp í. Jákvætt er að allir eru tilbúnir til að bæta það og gera betur. Landsstjórn, ásamt Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra er að skoða frekari þróun og það sem kemur úr þeirri vinnu þarf að vera í umræðu og frekari þróun fljótlega. Þannig getum við tekið upp betra kerfi eins fljótt og hægt er.
Straumvatnsbjörgun
eitthvað nýtt að frétta? Hvar stöndum við björgunarsveitafólk þegar kemur að sérhæfðri björgun eða leit í straumvatni? Eitthvað hefur verið um sérhæfð námskeið sem tengjast straumvatnsbjörgun á vegum Björgunarskólans. Ekki svo mikið, en eitthvað þó. En hvernig hefur eftirfylgnin verið? Hafa þeir sem að einhverju leyti hafa tileinkað sér kunnáttu á straumvatni haldið þeirri kunnáttu við? Erum við að endurmennta okkur og passa að við séum alltaf að nota nýjustu tækni?
Hingað til, verð ég að segja fyrir mitt leyti, höfum við verið dálítið heppin. Af hverju segi ég heppin? Jú, það eru nefnilega ótal mörg skipti þar sem við „rétt sluppum“ með skrekkinn án þess þó að gera okkur grein fyrir því. Við erum ekkert endilega að velta fyrir okkur hverju við þurfum að passa okkur á áður en við vöðum út í ána og tengjum spotta í bílinn sem situr þar fastur. Hverju þarf að velta fyrir sér? Er þetta ekki frekar „basic“? Allt vatn á sér einhvers staðar upptök og rennur til sjávar, stangveiðimönnum og kayakmönnum til mikillar gleði. Það er bara þannig að með straumvatnsbjörgun gilda nákvæmlega sömu lögmál og með svo margt annað. Þegar við loksins kynnumst viðfangsefninu, lærum á það, menntum okkur og umfram allt æfum okkur þá verðum við sérfræðingar! Hvað eru margir sérfræðingar innan okkar raða í leitartækni, fjallabjörgun, fyrstu hjálp, fjórhjólum, Björgunarmál
45
Jón Heiðar Andrésson, Hjálparsveit skáta Garðabæ og leiðbeinandi á vegum Rescue 3,
Myndir: Hjálparsveit skáta Garðabæ
Björgun úr straumhörðu vatni getur verið flókið mál. 46
Björgunarmál
vélsleðum, jeppum, snjóbílum, slöngubátum, köfun, snjóflóðum og listinn heldur áfram. Alls staðar innan okkar raða er sérhæfing í gangi vegna þess að reynslan hefur sýnt að þegar við sérhæfum okkur í einhverju þá þekkjum við það allt saman miklu betur. Straumvatnsbjörgun er ekki undanskilin. Því miður eru alltof margir sem litla eða enga þekkingu hafa á þessum málaflokki. Persónulega væri ég til í að sjá þetta inni í nýliðaþjálfuninni upp að vissu marki. Ef við pælum aðeins í þessu þá erum við alltaf í kringum straumvatn hér á Íslandi og við erum ótrúlega oft að leita í kringum straumvatn. Við erum jafnvel að framkvæma bjarganir í straumvatni en erum ekkert að pæla í hættunni. Er það kannski vegna þess að við þekkjum ekki endilega hættuna og þess vegna eigum erfitt með að framkvæma hlutina „rétt“? (Vanþekking getur verið ágæt því við förum út í aðstæður sem við eigum ekki að vera í öllu jafna, við bara vitum ekki betur og þess vegna gerum við þetta og yfirleitt komumst upp með það!) Á sem lítur sakleysislega út er ekki endilega svo saklaus þegar í hana er komið. Það er einmitt menntun, reynsla og þekking sem gerir okkur hæf í að vega og meta aðstæður og framkvæma björgun án þess að setja okkur eða aðra í stórhættu, einfaldlega vegna þess að við vissum ekki betur. Alls staðar úti í hinum stóra heimi eru viðbragðsaðilar þjálfaðir í straumvatnsbjörgun rétt eins og í fjallabjörgun eða annarri sérhæfðari björgunartækni. Við leitumst við að afla okkur þekkingar svo við séum örugg með þær ákvarðanir sem við tökum. Sá sem er í hættu treystir því að við björgum honum og við eigum að gera allt sem við getum til að tryggja öryggi okkar, félaganna og þess sem í vandræðum er. En við verðum að byrja á að hugsa um okkur sjálf og tryggja að við komum aftur heim. Rescue 3 International eru samtök sem voru stofnuð 1979. Þau starfa í 32 löndum, hafa um 700 leiðbeinendur innan sinna raða og hafa þjálfað yfir 150.000 nemendur. Rescue 3 var stofnað eftir að menn sáu að það vantaði meiri þekkingu á öllu sem tengdist björgun úr straumvatni. Frá stofnun hefur námsefni alltaf verið yfirfarið reglulega og ný tækni innleidd þegar hún kemur fram. Rescue 3 sér til þess að allir leiðbeinendur séu að beita sömu aðferðum og kenni eftir sömu námsskrá og dreifi sinni þekkingu innan samtakanna sem og að sjá til þess að leiðbeinendur séu með gild kennsluréttindi. Námskeið á vegum Rescue 3 eru fyrir alla, konur, karla, feita, mjóa, stóra og litla. Í grunninn eru þetta allt sömu fræðin þegar kemur að straumvatni og hvernig það hagar sér. Straumvatn er fyrirsjáanlegt, það hagar sér alltaf eins, sama hvar það rennur í heiminum. Rescue 3 skiptir fræðslunni í ákveðin stig: Swiftwater Awareness er dags námskeið sem vel á heima inni í nýliðastarfi. Það fjallar um allar hættur í straumvatni og kennir okkur að bera kennsl á það sem hættulegt er. Swiftwater Basic Rescuer fer með fræðin aðeins lengra og tekur tvo daga. Það fjallar um það sama og gert er á Awareness en nemendum er einnig kennd sjálfsbjörgun úr straumvatni sem og einfaldar
Æfa þarf reglulega til að geta stýrt eða framkvæmt björgun úr straumvatni. björgunaraðferðir á liðsfélaga. Það er nú bara þannig að við erum hálf gagnslaus í að bjarga öðrum ef við getum ekki bjargað okkur sjálfum. Sá sem tekur þetta námskeið er mun betur fær um að átta sig á hættum og nálgast viðfangsefni með meiri varúð. Hér eiga meðlimir bíla og fjórhjólaflokka t.d. heima sem og leitarhópar. Eru jeppar og fjórhjól ekki að sulla í straumvatni? Erum við ekki að bjarga bílum, fjórhjólum, ökumönnum og jafnvel fjölskyldum sem eru strandaglópar úti í miðri á. Eru leitarhópar ekki að ganga meðfram bökkum og leita að einhverjum sem er týndur? Swiftwater Rescue Technician fjallar um það sama og talið er upp hér að ofan en fer mun dýpra í björgunaraðferðir. Ég hef líkt þessu við fjallabjörgun í straumvatni. Að miklu leyti er sömu aðferðum beitt og búnaðurinn er að mestu leyti sá sami en það er ýmislegt sem þarf að varast þegar farið er að blanda línum við straumvatn. SRT fer mjög ítarlega í að gera okkur björgunarmenn hæfa til að framkvæma tæknilega björgun í straumvatninu sjálfu. Það eru ýmis „trix“ sem hægt er að beita til að framkvæma einfaldar bjarganir og ef viðfangsefnið er stærra og flóknara þá á sá sem hefur tekið námskeið, æft sig reglulega og viðhaldið þekkingunni vel að geta stýrt eða framkvæmt björgun án þess að tefla sér eða liðsfélögum í hættu. Þetta námskeið eiga t.d.
Þegar manneskja er í hættu í straumhörðu vatni þarf að hafa snör handtök. Björgunarmál
47
Allar tryggingar þurfa að vera í lagi. allir undanfarar að sækja. Undanfarar eru svo vel undirbúnir til að tileinka sér tæknilega hlutann þegar kemur að línuvinnu í straumvatni þar sem mikið er unnið með línur í undanfaraflokkunum. Það sem fjallað er um hér að ofan er það allra mikilvægasta fyrir okkur björgunarsveitamenn að tileinka okkur. Þessi þáttur í starfi björgunarsveita hefur einhverra hluta vegna gleymst. En það breytir því ekki að þó svo fræðsla á þessu sviði hafi ekki verið partur af „hefðinni“ þá er straumvatnsfræði og straumvatnsbjörgun engu að síður gríðarlega mikilvægur partur af svo mörgu í okkar starfi. Að sækja námskeið í straumvatnsfræðum er góð skemmtun, eiginlega með því allra skemmtilegasta þó ég segi sjálfur frá. Það er heill heimur í kringum straumvatn og mikið um hættur. En með því að skilja hættuna, mennta okkur í fræðunum og æfa okkur getum við framkvæmt flóknustu hluti án þess að setja okkur eða aðra í hættu. En það er ekki eingöngu nóg að sækja námskeið. Við verðum að æfa okkur reglulega og með því að æfa okkur reglulega öðlumst við reynslu og mikla þekkingu sem við svo miðlum áfram til náungans svo hann komi sér ekki í vandræði sökum vanþekkingar! 48
Björgunarmál
Aldrei skal fara út í straumvatn án öryggisbúnaðar.
Vaktarsaga úr fjöllunum Vigdís Agnarsdóttir – Björgunarsveit Hafnarfjarðar
- Lítil saga af hálendisvakt Björgunarsveitar Hafnarfjarðar 2011 Undanfarin ár hefur Björgunarsveit Hafnarfjarðar tekið þátt í hálendisvakt eins og margar aðrar björgunarsveitir. Þessar ferðir hafa gefið okkur mikið og má þar sérstaklega nefna hvernig samveran hefur stuðlað að aukinni samheldni innan sveitarinnar. Við erum að kynnast nýjum stöðum á hálendi Íslands auk þess sem við erum að kynnast ennþá betur. Eldri félagar og yngri starfa saman hlið við hlið og allir læra eitthvað nýtt. Félagslegi þátturinn hefur mikið gildi og ætti síst að vanmeta hann. Stefnan hjá okkur hefur verið að fara á nýja staði á hverju ári, Hveravellir, Sprengisandur, Drekagil... og í sumar stefnum við á að vera að Fjallabaki á nýjan leik. Þrátt fyrir að langt sé að fara fyrir sveitir á höfuðborgarsvæðinu norður fyrir Vatnajökul þá mælum við eindregið með því að prófa það. Þetta er einfaldlega einstakt tækifæri til að kynnast nýjum svæðum á landinu, svæðum sem við erum kannski ekki að ferðast mikið um að jafnaði. Hér á eftir fer lítil saga af vikunni okkar norðan Vatnajökuls sumarið 2011. 50
Björgunarmál
Vikuna 15. til 22. júlí 2011 stóð Björgunarsveit Hafnarfjarðar vaktina á svæðinu norðan Vatnajökuls. Það var rólegt fyrstu dagana á vaktinni og verkefnin fólust helst í því að leiðbeina ferðamönnum á ýmsan hátt. Bílar voru dregnir upp úr ám og fólki ráðlagt með leiðaval á hálendinu. Einnig átti fólk það til að stoppa í húsi hjá okkur til að fá smá aðstoð með skeinur og skrámur. Á hverjum degi voru eknar ákveðnar leiðir á svæðinu til að athuga hvort þær væru færar og í leiðinni lagfærðum við merkingar og vegstikur og spiluðum til dæmis heljarinnar grjót af veginum á Dyngjufjallaleið. Þessi verk eru unnin í samvinnu við landverði og skálaverði á svæðinu. Það svæði sem okkur er ætlað að sinna er mjög stórt og dagleiðirnar sem við ókum gátu því orðið ansi langar. Veðrið var ágætt, frekar kalt fyrstu dagana og blautt en svo fór að rætast úr. Á fimmtudagsmorgni vorum við fjögur á Spora 1 sem ákváðum að taka það rólega fram eftir degi í Drekagili. Farið var í stuttar gönguferðir og sólin sleikt á pallinum við skálann. Seinnipart dags heyrum við í tetratalstöðinni að Neyðarlínan er að kalla upp Spora hálendisvakt. Þarna fengum við aðstoðarbeiðni vegna manns sem hafði dottið á mótorhjóli einhvers staðar á hálendinu norðaustanlands. Þetta reyndist vera par frá Belgíu sem var á ferðinni, Tom og Caroline. Tom hafði dottið illa og taldi sig vera handleggsbrotinn. Þau gátu ekki gefið upp GPS-staðsetningu þar sem GPS-tækið hafði laskast í veltunni og ekki var hægt að kveikja á því. Þau gáfu upp staðsetningu eftir korti, sögðust vera stödd á vegi S-910, 7 km frá gatnamótum að F-910 og að þau væru að koma frá Lauga... eitt-
manninum og kom honum til Akureyrar. Lærdómspunktur dagsins var að það getur verið gott að hafa samband við þá heilsugæslustöð eða þann lækni sem þjónar svæðinu og fá ráðleggingar um hvert sé heppilegast að senda sjúklinga með tilliti til áverka eða veikinda. Þetta getur sparað mikinn tíma og ferðalög fyrir þann slasaða eða veika.
Verkefni björgunarsveita á hálendisvakt eru margskonar. hvað?. Eitthvað þótti okkur þetta vera skrítnar upplýsingar og þegar kortin voru dregin fram komumst við að því að S-910 er ekki til. Með því að fá aðeins betri upplýsingar frá Neyðarlínunni komumst við fljótlega að þeirri niðurstöðu að um tvo líklega staði væri að ræða. Það reyndist vera nokkuð langt á milli þeirra svo við ákváðum að hafa samband við svæðisstjórn á Austurlandi og óska eftir að það færi bíll frá þeim á annan staðinn við Laugarfell en við héldum áfram og stefndum á Fiskidalsháls þar sem afleggjarinn inn í Laugavalladal er. Okkur fannst líklegast að óheppna parið væri statt á þeim vegi á leið úr Laugavalladal. Það tók okkur töluverðan tíma að keyra úr Drekagili austur eftir í átt að Jökuldal. Þegar við komum að afleggjaranum á Fiskidalshálsi fengum við staðfestingu á því frá ferðamönnum sem þar voru staddir, að fólkið væri um það bil 8 km þaðan. Okkur létti mikið og vorum ánægð með að hafa áætlað þetta rétt og að fólkið væri á þeim slóðum sem við gerðum ráð fyrir í upphafi. Þegar við stoppuðum bílinn þar sem hinn slasaði lá fyrir utan veg var konan hans eitt stórt bros yfir að sjá okkur. Henni létti mikið enda voru þarna liðnar um það bil tvær klukkustundir frá því að slysið átti sér stað. Tom var búinn að finna sér aðferð til að skorða handlegginn af með því að nota hjálminn sinn undir olnbogann. Það fyrsta sem hann sagði eftir að við heilsuðum honum var „I think my arm is broken“. Ekki þurfti nú mikinn sérfræðing til að sjá það, hann var með aflagað brot rétt fyrir ofan úlnlið og var greinilega með töluverða verki. Við hófumst handa við að meta ástandið að öðru leyti, og þar sem maðurinn virtist í góðu lagi og stóðst hryggáverkamat þá fékk hann verkjalyf og eftir smá tíma settum við góða spelku á handlegginn. Kallað var eftir sjúkrabíl frá Egilsstöðum sem ætlaði að koma á móti okkur upp Jökuldalinn. Stuttu eftir að við komum á staðinn birtist bíll frá Björgunarsveitinni Jökli í Jökuldal okkur til aðstoðar. Caroline átti líka erfitt, henni fannst ekki gott að horfa upp á manninn sinn sem var með mikla verki og var ekki tilbúin til að keyra hjólið sitt til byggða. Þar sem
einn af hópnum var með mótorhjólapróf tók hann að sér að keyra hjólin niður að Brú í Jökuldal þar sem við fengum að geyma hjólin tímabundið. Björgunarsveitin Jökull aðstoðaði við að selflytja mótorhjólakappann okkar svo hann gæti komið báðum hjólunum í Brú. Á meðan fluttum við hinn slasaða á móti sjúkrabílnum ásamt konunni hans. Eftir að hafa kvatt hjónin og komið þeim í hendurnar á sjúkraflutningamönnum frá Egilsstöðum héldum við af stað til baka í Drekagil. Af Tom og Caroline er það að segja að þau áttu ekki til orð yfir þjónustunni sem þau fengu, aðhlynningunni á slysstaðnum og einnig aðstoðinni við að koma hjólunum í byggð. Tom var fluttur til Akureyrar eftir röntgenmyndatöku á Egilsstöðum. Þar fór hann í aðgerð þar sem gert var að brotinu sem reyndist vera mjög slæmt. Ekki voru þau nú af baki dottin samt. Slysið varð á áttunda degi þriggja vikna ferðalags um Ísland. Þau tóku bílaleigubíl og luku ferðinni. Reyndar áttu þau eftir að hitta á björgunarsveit aftur á ferð sinni en það gerðist viku eftir slysið. Á föstudegi voru þau stopp með sprungið dekk í nágrenni Grímsstaða á Fjöllum, birtist þá ekki bíll frá björgunarsveitinni Núpum sem var á leið í Drekagil. Auðvitað fengu þau aðstoð við að skipta um dekk og gátu þá haldið áfram ferð sinni. Föstudagur, síðasti dagur hálendisvaktar fór í frágang og tiltekt, þar til að seinni part dagsins um klukkan 16 að við fengum aðstoðarbeiðni frá skálavörðum í Kverkfjöllum. Ákveðið var að senda tvo félaga í Kverkfjöll til að sinna þessu útkalli. Þar hafði erlendur ferðamaður slasast á hendi. Við drifum okkur í Kverkfjöll og eftir að hafa skoðað áverkann vel og búið um hann var lagt af stað norður í Möðrudal. Þar átti að sækja ferðamanninn og koma honum til Egilsstaða. Eftir smá umhugsun og bakþanka, höfðum við samband við vakthafandi lækni á Egilsstöðum og spurðum hvort hann gæti tekið á móti manni með slík meiðsli. Eftir að hafa fengið góða lýsingu á því hvernig áverkinn leit út mælti hann frekar með því að maðurinn færi til Akureyrar á stærra sjúkrahús vegna þess hve slæmur áverki þetta væri. Sjúkrabíll frá Húsavík hitti okkur í nágrenni Möðrudals og tók við Björgunarmál
51
björgunarsveita
Hálendisvakt Jónas Guðmundsson – starfsmaður SL
Nú líður að sumri og eitt af föstum verkefnum björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar er viðvera á hálendinu. Sumarið 2012 er sjöunda sumarið sem björgunarmenn arka til fjalla og manna hálendisvaktina. Eins og áður verður viðvera á fjórum stöðum; á Kili, að Fjallabaki, á Sprengisandi og á svæðinu norðan Vatnajökuls. Fyrstu hópar munu leggja af stað þann 22. júní svo fremi að hálendisvegir verði opnir. En þetta stóra forvarnaverkefni okkar hefur verið í þróun frá upphafi og í sumar eru nokkrir þættir sem breytast frá síðasta sumri. Ef mönnun fæst er stefnan að lengja viðverutíma að minnsta kosti að Fjallabaki. Ferðamannatíminn er sífellt að lengjast og um miðjan ágúst, á þeim tíma sem við höfum yfirleitt lokið vaktinni eru enn þúsundir ferðamanna á ferð um hálendið. Við munum stefna að því nú sem endranær að eiga í góðu samstarfi við skála- og landverði á svæðunum. Það er mikilvægt að þessir aðilar hafi góða vitneskju um staðsetningu hópa okkar og ferðaáætlanir hvers dags. Þess vegna verður lagt upp með að á hverjum degi verði stuttur fundur þar sem farið verður yfir það helsta sem er í gangi, færð, veðurspá og fjölda ferðamanna á svæðinu. Með þessu eykst upplýsingaflæði á milli aðila sem getur skipt sköpum á ögurstund. Ný handbók fyrir hópana mun líta dagsins ljós og verður kynnt þátttakendum á námskeiðunum sem fara fram í byrjun júní að þessu sinni. Í handbókinni verður að finna allar helstu upplýsingar sem skipta máli en að auki viðbragðsáætlanir, leiðbeiningar um netsamband og margt fleira. Allt er þetta gert til að auka enn meira á gæði vinnunnar og um leið auðvelda hópunum störfin. Ef þú lesandi góður hefur 52
Slysavarnir
Verkefnin geta verið erfið og krefjandi eins og hér þar sem bjarga þurfti ökumanni fjórhjóls og hjólinu sjálfu. ábendingar um hvað á heima í handbók sem þessari máttu endilega koma því á framfæri við greinarhöfund. Á vordögum mun líklega líta dagsins ljós ný reglugerð frá iðnaðarráðherra en í henni eru settar meiri kröfur á leiðsögumenn en áður hefur verið. Þeir sem eru ábyrgir fyrir hópum ferðamanna á hálendinu munu því þurfa að hafa lokið hinum ýmsu námskeiðum eftir eðli afþreyingar. Meðal námskeiða má nefna Fyrstu hjálp í óbyggðum, Fjallamennsku, Ferðamennsku og fleira. Með þetta í huga og þá staðreynd að við viljum alltaf hafa björgunarmenn í fremstu röð hefur verið ákveðið að auka menntunarkröfur til þátttakenda. Eins og boðað var í bréfi til stjórna sveita nú síðla vetrar má reikna með að kröfur verði hertar á öllum svæðum næsta sumar. Eru sveitir því hvattar til að nýta veturinn vel og bjóða sínu fólki á þau námskeið sem þarf. En hálendisvaktin er líklega fyrst og fremst góð
Verkefni sem þessi, að draga bíl úr á eru afar algeng.
reynsla fyrir þátttakendur. Þar kynnast björgunarmenn öðrum landshlutum og svæðum sem þeir kannski koma sjaldan á. Slíkt getur nýst vel komi til þess að leitir verði síðar á sama svæði. En einnig skapast góð reynsla í fyrstu hjálp, greiningu veikinda og mörgu fleira því óhætt er að segja að ansi margt geti komið upp á á þeirri viku sem hver hópur sinnir vaktinni. Björgunarsveitahópar hafa lent í að sinna fyrstu viðbrögðum í leit, aðstoða ferðalanga varðandi leiðarval, draga fleiri en einn og fleiri en tvo bíla úr straumvötnum og svo auðvitað að sinna slysum og veikindum. Slík reynsla er afar dýrmæt og eflir hvern þann björgunarsveitarmann sem hana fær. En fyrst og fremst er hálendisvaktin gott verkefni þar sem saman fer að láta gott af sér leiða til almennings en um leið að eiga góðar og skemmtilegar stundir með sínum björgunarsveitarvinum í faðmi íslenskrar náttúru – hvað er hægt að biðja um meira?
Trópí Tríó 100% hrein upplifun!
Víða á hálendinu er mikil aðsókn ferðamanna eins og sjá má hér í Landmannalaugum.
Með öryggið í farteskinu Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur einbeitt sér að því að fræða ferðamenn í samstarfi við fjölda fyrirtækja og stofnana eins og www.safetravel.is ber vott um. Að sama skapi hafa sjálfboðaliðar félagsins sinnt fræðslu í störfum sínum á hálendisvakt björgunarsveita. Þar má þó líka segja að um handstýringu sé að ræða því meðal verkefna sem þar hafa verið innt af hendi er lokun slóða, uppsetning merkinga og leiðbeiningar til ferðamanna um leiðaval. Allt hefur þetta það markmið að fækka slysum en frá upphafi hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg lagt mikla
starfsmaður SL
er gert að einhverju leyti hér á landi í dag, t.d. við Hvannadalshnjúk þar sem vélknúin umferð er bönnuð. Í þriðja lagi er um að ræða stjórnun sem felst í því að lágmarka óæskilega, jafnvel hættulega hegðun með því að upplýsa og fræða ferðamenn um þær aðstæður sem bíða þeirra á áfangastað. Safetravel verkefni Slysavarnafélagsins Landsbjargar er gott dæmi um slíka aðferð. Það er misjafnt eftir stöðum og aðstæðum hvaða aðferð hentar best en í grunninn má kannski segja að sambland af öllum þessum leiðum skili mestum árangri.
Jónas Guðmundsson,
Allt bendir til þess að enn eitt metið verði slegið í fjölda ferðamanna hingað til lands á þessu ári. Svo gæti farið að þeir verði nálægt 800.000 séu farþegar skemmtiferðaskipa taldir með. Við hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg höfum sagt að fjölgun ferðamanna fylgi ábyrgð, mikil ábyrgð. Árlegar kannanir Ferðamálastofu hafa sýnt að yfir 80% þeirra sem hingað koma gera slíkt til að upplifa og skoða íslenska náttúru. Öll vitum við að íslensk náttúra getur verið hörð og óvægin og því er nauðsynlegt að reynsla og þekking þeirra sem þar starfa sé góð. Að sama skapi verðum við að skapa umgjörð sem gerir þeim er hér ferðast mögulegt að ferðast eins örugglega og hægt er, að þeir fái upplýsingar og leiðbeiningar sem gera þeim kleift að skipuleggja ferðalag sitt á ábyrgan hátt. Síðastliðinn vetur hefur verið annasamur hjá björgunarsveitum víða um land. Veður hefur verið ansi umhleypingasamt og oft og tíðum gert ferðalöngum erfitt um vik. Þannig hafa björgunarsveitir aðstoðað hundruð fólks sem fest hefur bíla sína eða farið út af á þjóðvegum landsins og sótt slasaða og veika. Þau störf telur enginn björgunarmaður eftir sér en eðlilega vakna spurningar um hvað má gera betur en nú er gert til að fækka slysum og óhöppum. Það má segja að stýringu ferðamanna sé hægt að skipta í þrjár leiðir. Í fyrsta lagi er það svokölluð handstýring en þá er ferðamönnum stýrt á ákveðin svæði eða leiðir með staðsetningu innviða og þjónustu. Í öðru lagi er það bein stjórnun með reglum, lögum og leyfisskyldu. Í þeim tilfellum eru þá ferðalög um ákveðin svæði, ferðamáti eða jafnvel ferðalög á ákveðnum árstímum háð reglum og leyfum. Þetta
Sjálfboðaliðar félagsins hafa m.a. aðstoðað við lokun slóða og vega. Slysavarnir
55
áherslu á forvarnir í starfi sínu. Það hefur verið gert með öflugu starfi sjálfboðaliða í björgunarsveitum og slysavarnadeildum félagsins um land allt. Þegar þetta er skrifað er ljóst að fyrstu þrjá mánuði ársins 2012 hefur ferðamönnum fjölgað um rúmlega 20% miðað við sama tíma í fyrra. Ljóst er að halda þarf áfram því góða forvarnarstarfi sem hér hefur verið minnst á enda gera áætlanir ráð fyrir því. En dugar það? Áður hefur verið minnst á þá staðreynd að björgunarsveitir hafa sinnt fjölmörgum útköllum í vetur – veður hefur verið rysjótt og ferðaskilyrði því erfið. Óhjákvæmilega þarf því að velta fyrir sér hvað má gera betur. Þegar tekið er á móti gestum er vani að bjóða þeim til stofu og gera vel við þá. Getum við ekki sagt að slíkt hið sama verðum við að gera við ferðamenn, gesti okkar sem heimsækja Ísland til að upplifa ánægjustundir? Það er oft haft á orði að innviðir ferðaþjónustu verði að vera traustir svo hægt sé að stunda örugg og ánægjuleg ferðalög. Viljum við ekki sjá að allir helstu vegir séu ruddir daglega? Annað getur skapað hættu. Þúsundir ferðamanna eru á ferðinni um Ísland í hverri viku að vetrarlagi. Öryggis þeirra vegna og svo gestrisni sé gætt ætti að ryðja helstu vegi svo hægt sé að ferðast greiðlega um þá. En það ferðast ekki allir eingöngu á þjóðvegum landsins. Áhugi margra beinist að lengri ferðalögum um
hálendi og jökla á skíðum. Í vetur hefur hið títtnefnda rysjótta veður sett strik í ferðaáætlanir þessara hópa en björgunarsveitir hafa sótt eða aðstoðað marga þeirra. Gríðarlega erfiðar aðstæður geta skapast hjá þessu fólki þegar veður er vont og oft má litlu muna að illa fari. Það sáum við skýrt þegar Landhelgisgæslan og Björgunarfélag Hornafjarðar björguðu tveimur Belgum ofan af Vatnajökli. Þeir brugðust reyndar rétt við, kölluðu á hjálp með neyðarsendi og höfðu skilað inn þokkalegri ferðaáætlun til félagsins. En getur verið að öflugri umgjörð þurfi í ferðir sem þessar? Erlendis tíðkast víða að hópar sem þessir séu skyldaðir til að fá leyfi. Það leyfi fæst oftast ef hópar sýna fram á ábyrga ferðaáætlun og góðan búnað. Sá búnaður þarf að innihalda neyðarsendi eða önnur fullnægjandi fjarskiptatæki. Það væri hægðarleikur fyrir þjóðgarða landsins að setja reglur sem þessar enda færu flestir hópar um einhvern þeirra. Þannig væri með lítilli fyrirhöfn tryggt að öryggi þessara ferðahópa væri að minnsta kosti betra en ella. Gefum okkur að árið 2015 komi til landsins um ein milljón ferðamanna. Líklegt má telja að stærsti hluti þeirra komi til að njóta íslenskrar náttúru – alveg eins og nú er. Það ár munu þá rúmlega 800.000 manns fara í gönguferðir, styttri og lengri, hestaferðir, á vélsleða eða í aðra náttúrutengda afþreyingu. Það er gríðarlegur fjöldi sem skapar bæði álag á náttúru,
innviði og alla þá sem þjónusta þessa ferðamenn, starfsfólk ferðaþjónustunnar. Við hljótum að vilja skapa umgjörð þar sem upplifun en um leið öryggi er haft að leiðarljósi. Ferðamálastofa og iðnaðarráðuneyti ásamt fleiri aðilum hafa nú þegar stigið fyrstu skrefin að því. Í vinnslu er reglugerð um leyfisveitingar í ferðaþjónustu þar sem lögð er áhersla á gerð öryggisáætlana auk þess sem kröfur til menntunar þeirra sem leiða ferðamenn um landið eru auknar verulega. Nýlega var einnig kynnt nýtt gæðakerfi ferðaþjónustunnar, Vakinn, þar sem öryggismál eru stór hluti. Þetta eru nauðsynlegir þætti til að skapa ábyrga og örugga umgjörð fyrir þessa ört vaxandi atvinnugrein. Slysavarnafélagið Landsbjörg mun áfram vinna kröftuglega að forvörnum eins og hingað til. Slysavarnir ferðamanna verður stór hluti þeirrar vinnu undir merkjum Safetravel í góðri samvinnu við fyrirtæki og stofnanir. Þar verður heimasíðan www. safetravel.is þungamiðjan ásamt öflugri hálendisvakt þar sem hundruð sjálfboðaliða félagsins taka þátt. En félagið telur rétt að horfa til fleiri þátta til að skapa örugga umgjörð – þátta sem meðal annars hefur verið minnst á hér og fleiri til. Að opna á umræðu um slíkt er fyrsta skrefið.
FÁÐU UPPLÝSINGAR OG TILBOÐ Á WWW.DEKKJAHOLLIN.IS
SUMARDEKKIN ERU KOMIN Í HÚS
BE
TR A
Yokohama sumardekk LOKSINS fáanleg á Íslandi
Skeifunni 5 581 3002
Skútuvogi 12 581 3022
Akureyri
Egilsstöðum Þverklettum 1 471 2002
Draupnisgötu 5
462 3002 Hjólbarðaþjónusta Smurþjónusta Þvottur og bón
56
Slysavarnir
ATH! Þetta er aðeins brot af því úrvali sem að við höfum uppá að bjóða!
eru ekki leiktæki
Rafmagnsvespum hefur fjölgað töluvert á göngustígum borgarinnar undanfarið. Að mörgu leyti eru þetta mjög sniðug farartæki en þau hafa sína ókosti. Rafmagnsvespur eiga ekki að geta ekið hraðar en 25 km/klst. og venjuleg reiðhjól komast oft mun hraðar. Þannig að hraðinn ætti ekki að vera hættulegur öðrum vegfarendum, en það sem gerir rafmagnshjólin hættulegri en önnur hjól er að þau eru hljóðlaus og mun þyngri en venjuleg hjól. Rafmagnsvespur vega um 60 kg en venjulegt reiðhjól vegur um 10-15 kg. Þetta er grafalvarlegt, sérstaklega þar sem 60 kg hlutur er á 25 km/klst. þá veldur hröðunin því að hann samsvarar um 600 kg ef hann lendir í árekstri við kyrrstæðan hlut. Þannig að ef ekið er á gangandi vegfaranda getur orðið stórslys. Því miður flokkar löggjafinn rafmagnsvespur sem reiðhjól og því þarf ekki próf til að aka þeim. Því eru rafmagnsvespur ekki skráningarskyldar og ekki þarf að tryggja þær sérstaklega. Sem þýðir
að ökumaðurinn er ekki tryggður gagnvart því tjóni sem hann kann að valda á munum eða á gangandi vegfarendum. Þar af leiðandi er réttarstaða þeirra sem lenda í árekstri við rafmagnsvespuna ekki góð. Einstaklingar gætu þurft að sækja sér bætur til ökumannsins með skaðabótamáli fyrir dómstólum og þá er bara að vona að tjónvaldurinn sé borgunarmaður fyrir þeim skaða sem hann veldur. Því miður hafa rafmagnsvespur verið auglýstar sem vinsæl fermingargjöf undanfarið og birst hafa myndir af börnum margmenna á þessum tækjum í umferðinni. Því er nauðsynlegt fyrir öryggi allra í umferðinni að lög um rafmagnsvespur verði að raunveruleika sem fyrst. En í nýjum umferðarlögum sem taka vonandi gildi á þessu ári eru rafmagnsvespur flokkaðar sem létt bifhjól. Það þýðir að ökumaður hjólsins verður að vera orðinn 15 ára og þarf að taka próf til að mega aka vespunni. Á göngustígum eiga gangandi vegfarendur réttinn
og mikilvægt er að vera með bjöllu til að láta aðra vegfarendur heyra í sér, og að sjálfsögðu eiga allir sem eru á rafmagnsvespu að vera með hjálm. Ef rafmagnsvespan kemst einhverra hluta vegna hraðar en 25 km/klst. fyrir eigin vélarafli er hún skráningarskyld, tryggingarskyld og á hana þarf sérstök ökuréttindi. Rafmagnsvespan má þá ekki vera á gangstéttum, gangstígum og hjólreiðastígum.
Grindavík, Djúpavogi, Húsavík og Þingeyri www.visirhf.is
Slysavarnir
57
Dagbjört H. Kristinsdóttir, starfsmaður SL. Mynd: Ómar Óskarsson, Morgunblaðið.
Rafmagnsvespur
Breytt fyrirkomulag Útivistarskólans Í ár hefur verið ákveðið að breyta fyrirkomulagi Útivistarskólans, en undanfarin ár hafa grunnnámskeið skólans verið haldin á Gufuskálum og framhaldsnámskeið hafa verið haldin sem útilegur eða lengri gönguferðir. Ástæða þessara breytinga er vilji til að koma til móts við óskir eininga út um allt land um að færa námskeiðin nær þeim. Þannig má gera fleiri unglingum víðsvegar um landið kleift að sækja námskeið á vegum Útivistarskólans og að minnka ferðakostnað sem hefur verið töluverður fyrir margar einingar. Námskeiðin verða áfram byggð upp á sömu grunnþáttum, eins og almennri ferðamennsku, vali á fatnaði og útivistarbúnaði, bjargsigi, rötun, hnútum og fyrstu hjálp. En ásamt því verður keppst við að sníða dagskrá námskeiðsins að viðkomandi svæði og með aðstoð eininganna á 58
Unglingamál
viðkomandi svæði. Ólíkt undanförnum sumrum verður umsjónarmönnum eininganna boðið að fylgja krökkunum á námskeiðin og taka þátt. Þó svo að námskeiðin verði færð nær sveitunum verður að sjálfsögðu ekki bannað að sækja námskeið á öðrum svæðum. Er þetta því líka gott tækifæri fyrir unglingana í deildunum til að fara í landshluta sem þeir færu að jafnaði ekki í og kynnast alveg nýjum og fjölbreyttum svæðum. Hægt er að fylgjast með Útivistarskólanum á andlitsbókinni! Dagskrá sumarsins: 11.-15. júní - Gufuskálar 25.-29. júní - Suðurland 9.-13. júlí - Austurland 13. -17. ágúst - Gönguferð um hálendi Íslands
Crean áskorunin er bara fyrir hörðustu jaxla. Sigið er sívinsælt hjá unga fólkinu.
Crean
áskorunin Crean áskorunin er samstarfsverkefni Bandalags íslenskra skáta, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Bandalags írskra skáta og er eins konar lokaverkefni dróttskáta. Crean-áskorunin er nefnd eftir Tom Crean, sem var fyrsti pólfari Írlands, og er markmiðið með áskoruninni að upplifa svipað ævintýri í svipuðum aðstæðum og hann gerði. Þegar ég sá fyrst auglýsinguna um Creanáskorunina fannst mér þetta hljóma mjög spennandi. Ég gerði mér svosem ekki miklar vonir um að komast að en ákvað að láta á það reyna og sótti um. Það ríkti þess vegna mikil gleði á heimilinu þegar við fengum póst um að ég hefði komist að.
Þátttakendur voru 29 talsins; 15 Írar, átta íslenskir skátar og sex ungliðar í björgunarsveit. Verkefnið hófst í janúar þegar farið var í undirbúningsútilegu. Þá gengum við frá Selholti í Mosfellsdal upp í Þrist undir Esjunni. Mér fannst gangan ekkert erfið framan af en mjög erfið í lokin. Við lærðum margt og mikið í þeirri útilegu,
Ég var nú þegar á Úlfljótsvatni þegar restin af krökkunum kom með rútu og þá var hlegið og farið í létta hópeflisleiki. Okkur var skipt upp í átta hópa og í lok vikunnar höfðu allir verið með öllum í hóp. Við vorum alltaf vakin um átta, morgunmaturinn var um níu og svo var farið yfir daginn sem framundan var. Dagskráin byrjaði svo stuttu eftir morgunmat og var hún margs konar, t.d. klifur, sig, gönguferðir, hellaskoðun og ýmis fræðsla um fjallamennsku, næringu, rötun og þess háttar. Einn daginn fórum við í göngu og þurftum að koma hlutum frá Útilífsmiðstöð skáta við Úlfljótsvatn upp í Fossá á börum sem við bjuggum sjálf til. Við þurftum svo að setja tjöldin upp en það kom í ljós að foringjarnir höfðu gleymt tjaldsúlunum í Garðabæ þannig að við lékum okkur á meðan einn foringjanna fór og sótti þær. Það gekk ekki vel að setja tjöldin upp vegna veðurs, skyggnis og vankunnáttu. Þetta hafðist þó að lokum og við fórum að borða. Eftir matinn fórum við upp í skálann hjá Fossá í „actionary“ þar sem við jafnt sem foringjar fórum á kostum. Að þessu loknu fóru allir í sín tjöld. Ég vaknaði um nóttina með tjaldið okkar stelpnanna framan í mér. Viðbrögðin hjá hópnum voru mjög mismunandi en ég reyndi þó að slá þessu upp í grín. Foringjarnir komu að tjaldinu, sögðu okkur að klæða okkur og fara með svefnpokana okkar upp í skála, og það fljótt. Þegar við vorum búnar að koma okkur fyrir í skálanum var okkur sagt að annað strákatjaldið hefði líka fallið og að við þyrftum að gera pláss fyrir þá. Áætlað var að við yrðum í skálanum þessa nótt en vegna þess að tvö tjöld af þremur höfðu þegar fallið, var ákveðið að við skyldum pakka niður því sem var hægt og ganga upp í drengjaskátaskálann Unglingamál
59
Elínrós Birta Jónsdóttir
t.d. um skálahegðun, pökkun, fyrstu hjálp, rötun og undirstöðuatriðin í fjallamennsku. Það voru allir mjög spenntir fyrir aðalvikunni en stressið sagði einnig til sín.
Hópurinn allur samankominn.
við Úlfljótsvatn. Fyrir mér var þetta bara enn eitt ævintýrið en það sama átti ekki við um alla. Daginn eftir var farið yfir atburði næturinnar um hvað gekk vel og hvað hefði mátt ganga betur. Nú var komið að göngunni sem allir höfðu beðið eftir og Crean-áskorunin snérist um. Farið var yfir útbúnað hvers og eins til að passa að allir hefðu það sem þurfti en ekki of mikið af óþarfa. Við gengum frá Útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni upp í skátaskálana á Hellisheiðinni og ferðin tók 11 klukkutíma. Veðrið lék ekki við okkur; það var snjóbylur, kalt og margir þreyttir þegar leið á. Gangan tók svo sannarlega á en var samt ekki eins erfið og ég bjóst við og hún var vel þess virði. Við vorum í einn dag og tvær nætur uppi á Hellisheiði og eyddum deginum í að slaka á og fara í Bláfjöll á gönguskíði. Ekki voru allir jafn góðir á skíðunum og ég get sagt það með hreinni samvisku að ég verð aldrei talin gönguskíðagarpur. Á leið í bæinn festist rútan og við þurftum að bíða eftir að önnur kæmi að draga hana. Við fórum því upp í Landnemaheimili þar sem við sváfum eina nótt. Að vísu fóru nokkrir Íslendingar heim um kvöldið og voru þeir knúsaðir og kvaddir við brottför. Við fórum í sund, borðuðum nammi, horfðum á þætti, sungum
Veðrið lék ekki við þátttakendur en það gerði upplifunina bara skemmtilegri, að minnsta kosti eftir á.
Með íslenska fánann á „gullstóli“. og nutum tímans sem eftir var af Crean. Írarnir fóru um nóttina og þar með lauk þessu frábæra ævintýri. Ég ætla rétt að vona að þetta verði endurtekið og
að þessi hópur fari kannski til Írlands því ég tel að það sé vel hægt að gera þetta aftur ef viljinn er fyrir hendi.
Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg
Rétt gleraugu fyrir allar aðstæður 60
Unglingamál
www.lvf.is
Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg A. Wendel umboðs- & heildverslun www.wendel.is Afl starfsgreinafélag www.asa.is
Bifreiðaverkst. Sleitustöðum Bolungarvíkurhöfn www.bolungarvik.is Brunavarnir Suðurnesja
Alþýðusamband Íslands Baader Island ehf Blikksmiðjan Vík ehf
Endurskoðun Vestfjarða ehf. www.endvest.is Dalvíkurhafnir Dalvík- Árskógsströnd- Hauganes www.dalvik.is
Farmanna- og fiskimannasamband Íslands Félag skipstjórnarmanna www.skipstjorn.is Fisk Seafood www.fisk.is Fiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyrar www.fmbs.is
Ég lofaði Maxie að hugsa vel um heilsu hans og hamingju allt lífið. OPTI START fyrir hvolpa
CATHERINE
NÆRINGARÞRÓUNARSTJÓRI PRO PLAN HÖFUNDUR AÐ PRO PLAN PRO BIFIDUS Axlar ábyrgð eins og þú.
Með broddi, fyrstu móðurmjólkinni, sem staðfest er að eflir ónæmiskerfið.
PRO BIFIDUS fyrir fullvaxna hunda Eykur magn bifidus-baktería í maganum og kemur þannig jafnvægi á meltinguna.
ANTI AGE fyrir roskna hunda Staðfest að eykur árvekni og andlega snerpu.
Þetta er þín ábyrgð. Þetta er okkar ábyrgð. Þetta er PRO PLAN.
Félagsmál
61
Skólinn og björgunarsveitin Öxarfjarðarskóli er samrekinn leik- og grunnskóli í Lundi ásamt leikskóladeildinni Krílakoti á Kópaskeri. Í Lundi er lengd viðvera og í henni fer björgunarsveitarvalið fram en síðan er haldið með hópinn í lengri ævintýraferðir um helgar. Í þessum ferðum reynir á kunnáttu og þol nemenda og koma þeir reynslunni ríkari heim. Auk björgunarsveitarvals og annarra verkefna hefur sveitin verið við hálendisgæslu síðastliðin tvö sumur. Fjórir félagar á Hilux bíl sveitarinnar voru við margvísleg verkefni, m.a. björgun fjórhjólamanns úr ánni Sylgju. Sveitin hefur einnig séð um áramótabrennu og flugeldasýningu við Kópasker undanfarin ár.
Sigurganga á fjöll
Skólaárið 2011-2012 var samstarf við Björgunarsveitina aukið og nemendur í 5.-6. bekk fá tækifæri til að kynna sér starf og búnað björgunarsveita. Í lengdri viðveru í Öxarfjarðarskóla fer m.a. fram kynning á skátastarfi og heldur undirrituð, Guðrún S. Kristjánsdóttir, utan um það starf. Það eru nemendur í 5.-6. bekk sem taka þátt í þessu starfi og á fimmtudögum komum við saman. Hópurinn kynnir sér sögu skátahreyfingarinnar, skátaandann, hnúta, útivist o.fl. Fimmtudaginn 25. nóvember sl. fór skátahópurinn í ævintýraferð. Haldið var af stað eftir hádegismat úr Lundi. Hrund Ásgeirsdóttir, aðstoðarskólastjóri, fór með mér og tókum við stefnuna á Arnarstaðabás sem er neðan við Valþjófsstaði. Þar tók Kristján Ingi Jónsson, formaður björgunarsveitar-
Guðrún og Hrund fylgjast með einum ofurhuganum fara niður. 62
Unglingamál
Samstarf Björgunarsveitarinnar Núpa á Kópaskeri og Öxarfjarðarskóla í Lundi
Ungir ofurhugar síga fram af þverhníptri klettabrún innar, á móti okkur og var hann búinn að ganga frá sigbúnaði svo hægt væri að síga fram af klettunum.
Ungir ofurhugar Hægt var að velja tvær leiðir, önnur var þverhnípt en hin meira hallandi. Hafist var handa að setja hópinn í búnað, belti og hjálma. Stór hluti hópsins hafði prófað sigbúnað í brattri brekku einu sinni áður, síðastliðið haust, en nú tók alvaran við og máttu nemendur velja um leið niður bjargið. Okkur til undrunar völdu nánast allir nemendur þverhnípið. Við höfðum ekki átt von á því með svo unga nemendur. Þeir treystu sigbúnaðinum eftir reynsluna síðastliðið haust og
allir sigu. Eftir að hafa togað sig upp á sigbúnaði fóru þau að síga undir öruggri leiðsögn Kristjáns Inga og ég og Hrund horfðum, með öndina í hálsinum, á þann fyrsta síga fram af klettinum. Þvílíkir ofurhugar. Sumum hafði nefnilega ekki alveg staðið á sama en létu sig hafa það. Myndirnar tala sínu máli. Eftir vel heppnað sig niður klettana kveiktum við varðeld og sungum meðan verið var að grilla pylsur og hita kakó. Við hrepptum einstaklega gott veður og það var komið rökkur þegar lagt var af stað heim eftir vel heppnaða ferð. Það má kannski geta þess að við þrjú sem héldum utan um hópinn erum öll gamlir skátar. Lengi lifir í gömlum glæðum.
Kristján Ingi Jónsson, formaður Björgunarsveitarinnar Núpa, og Guðrún skólastjóri með hóp ungra ofurhuga á milli sín.
skólastjóri Öxarfjarðarskóla og Kristján Ingi Jónsson, formaður Björgunarsveitarinnar Núpa.
Skátastarf
Hluti unglingadeildar á toppi Þverárhyrnu sem er í 540 metra hæð.
Guðrún S. Kristjánsdóttir,
Síðastliðið skólaár gekk unglingadeild Öxarfjarðarskóla, ásamt björgunarsveitarmönnunum og kennurunum Þorsteini Hymer, Kristjáni Inga Jónssyni, formanni Björgunarsveitarinnar Núpa, og tveimur öðrum kennurum, á ísilögð fjöll með ísöxi að vopni og í línu og beltum. Gengið var á Þverárhyrnu miðvikudaginn 16. og á Sandfell fimmtudaginn 17. febrúar. Veðrið lék við hópinn báða dagana og gerði þetta að ógleymanlegri upplifun.
Farið fram af brúninni.
Unglingadeildin sigurreif á toppi Sandfells ásamt þeim Kristjáni Inga og Þorsteini Hymer. Það er góður undirbúningur fyrir lífið að læra að bjarga sér við ýmsar aðstæður og getur komið sér vel á ögurstundu og ég segi það enn og aftur: Það er fleira er nám en bóknám!
Samstarf Björgunarsveitarinnar Núpa og Öxarfjarðarskóla Samstarf Björgunarsveitarinnar Núpa og Öxarfjarðarskóla hefur nú staðið yfir í rúm þrjú ár eða frá haustinu 2008. Tveir meðlimir björgunarsveitarinnar, Kristján
Ingi Jónsson og Árni Sigurðsson, halda utan um þetta starf í dag og aðrir meðlimir sveitarinnar eru boðnir og búnir að koma þar að þegar þess hefur þurft í ævintýraferðum. Nemendur í unglingadeild Öxarfjarðarskóla hafa átt kost á að velja björgunarsveitarval og í haust skráði öll unglingadeildin sig í björgunarsveitarval. Í björgunarsveitarvali læra nemendur ýmsa hnúta, böruburð, víðavangsleit, notkun snjóflóðaýla, kortalestur og rötun. Farið er yfir klæðnað og öryggisatriði í ferðamennsku og útivist. Einnig læra nemendur sig og er byrjað að síga fram af skólanum en nemendur hafa t.d. sigið fram af Eyjunni í Ásbyrgi. Gróska er í starfi Björgunarsveitarinnar Núpa og er sveitin þakklát fyrir velvilja sem hún finnur í samfélaginu.
Unglingamál
63
Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg Fiskmarkaður Hólmavíkur ehf. Fiskmarkaður Patreksfirði fiskmarkadur@simnet.is Fiskmarkaður Austurlands hf. Fiskmarkaður Siglufjarðar ehf. fmsi@fiskmarkadur.is Fiskmarkaður Austurlands hf. fmaust@simnet.is Fiskvinnslan Íslandssaga
Hafnarfjarðarhöfn www. hafnarfjardarhofn.is Hafnasamlag Norðurlands Hafnarsjóður Skagafjarðar www.skagafjordur.is Hafnarsjóður Þorlákshafnar www.olfus.is Hafnir Ísafjarðarbæjar Hita- og vatnsveita Mosfellsbæjar www.mos.is
Hjallasandur ehf. Snæfellsbæ Hjálmar ehf. Hlaðbær-Colas hf. www.colas.is Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. Húsavíkurhöfn, Raufarhöfn, Kópasker Ísfélag Vestmannaeyja hf. www.isfelag.is
Frár ehf. frar@simnet.is Freydís sf. www.freydis.is G. Skúlason vélaverkstæði
Er bíllinn tilbúinn fyrir ferðalagið?
Gjögur hf. Grundarfjarðarbær www.grundarfjordur.is Grundarfjarðarhöfn www.grundarfjordur.is Gullberg ehf. Hafbáran ehf. 450 Patreksfjörður
64
Unglingamál
Öflugir High Tech rafgeymar fyrir jeppa.
Vinn með fólki
og fyrir fólk
Guðmundur Örn er nýr framkvæmdastjóri SL Nýr framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur verið ráðinn. Guðmundur Örn Jóhannsson var valinn úr hópi 56 umsækjenda. Guðmundur er félagsfólki ekki alveg ókunnur en hann hefur undanfarin ár unnið að ýmsum verkefnum fyrir félagið, m.a. hefur hann séð um Neyðarkall björgunarsveita frá upphafi. En hver er Guðmundur Örn? „Ég er Kópavogsbúi í húð og hár, fæddist þar árið 1960 og ólst þar upp. Fór í hefðbundið nám, stundaði mikið íþróttir; fótbolta og skíði, keppti í borðtennis og frjálsum íþróttum. Síðan lá leið mín í Verslunarskólann þaðan sem ég útskrifaðist sem stúdent. Þar kom fljótlega í ljós hæfileiki minn til að vinna með fólki, ég verð fljótlega formaður skemmtinefndar skólans og hélt uppi fjörinu í Versló. Einkunnirnar mínar voru mjög góðar fyrsta árið en fóru aðeins lækkandi eftir það þar sem meiri og meiri tími fór í félagsstarfið. Þarna kom minn karakter í ljós og síðan hef ég meira og minna haft það að aðalstarfi að vinna með fólki og fyrir fólk.“
Guðmundur Örn Jóhannsson.
Íris Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri, er kona Guðmundar og eiga þau tvö börn, Díönu Írisi sem stundar nám í félagsráðgjöf og Jóhann Berg sem er atvinnumaður í fótbolta í Hollandi. Íris rekur fyrirtækið femin.is þar sem Guðmundur hefur verið stjórnarformaður. „Ég fer síðan í háskóla í viðskiptafræði og er þar í tvö ár. Klára þau próf og flyt til Þýskalands þar sem
ég hóf þýskunám í Maximillian Universitet. Einnig var ég í bankaskóla samhliða þýskunáminu og ég hóf minn starfsferil á Íslandi sem bankastarfsmaður. En það var ekki mín leið svo eftir tvö ár í því starfi hóf ég störf á Stöð 2 og þar finn ég minn vettvang. Ég var markaðsstjóri Íslenska myndversins og síðan þá hef ég oftast unnið að markaðsmálum og hefur
það hentað mér vel. Ég var einnig um tíma yfirmaður auglýsingadeildar Stöðvar 2 og ég rak eigið fyrirtæki í nokkur ár. Að því loknu gerðist ég markaðsog kynningarstjóri SÁÁ og starfaði þar í sex ár og síðan 2006 hef ég unnið sem sjálfstæður ráðgjafi að ýmsum verkefnum. Á þessum tíma kynnist ég Slysavarnafélaginu Félagsmál
65
Öll fjölskyldan; Díana Íris, Guðmundur, Íris og Jóhann Berg. Landsbjörg þegar ég kem þar inn með Neyðarkall björgunarsveita og hef ég fylgt því verkefni eftir frá byrjun og séð það vaxa og dafna. Ég heillaðist strax af þessum vinnustað. Hér er gott andrúmsloft og hér starfar gott fólk og hér er engin sýndarmennska í gangi. Í þeim verkefnum sem ég hef unnið að á síðustu sex árum hef ég alltaf kunnað vel við mig hjá SL. Ég hef á þessum tíma kynnst félaginu og starfseminni vel og hlakka til að taka þátt í fjölmörgum krefjandi verkefnum.“ Guðmundur lýsir sjálfum sér sem miðaldra „aksjónmanni“, hann ferðast um landið á mótorhjóli, fer á skíði, stundar veiðimennsku og segist vera ungur í anda. „Ég er yfirleitt ferskur í hugsun og er með margar hugmyndir, bæði á blaði og í höfðinu, sem mig langar að koma hér á framfæri. Ég hef rætt hugmyndir mínar við stjórn og ég finn að það er samhljómur milli minna hugmynda og þeirra sem stjórnin hefur. Ég ætla þó ekki að koma inn í starfið með neinum látum, ég þarf ákveðinn tíma til að kynna mér starfsemina og reksturinn enn betur. Meginmarkmið mitt er að efla og styrkja tekjupóstana til að standa undir rekstri þessarar mikilvægu starfsemi. Slysavarnafélagið Landsbjörg er gríðarlega stór samtök og hér er mikil saga. Við þurfum að fara varlega í allar breytingar og ég mun ekki koma með einhver stjörnuljós hér inn. En það eru ákveðnar hugmyndir í gangi sem mér finnst tímabærar og mun kynna þær mjög fljótlega. Með nýjum stjórnanda koma nýjar áherslur. Guðmundur er keppnismaður sem setur sér markmið og gefst ekki upp fyrr en hann hefur náð þeim. Hann hefur þegar gert áætlanir um hvar hann sér félagið eftir 10 ár og brotið þær niður í aðgerðaplan. „Við munum á næstu árum vinna vel til að ná þess66
Félagsmál
um markmiðum. Fljótlega eftir að ég kem til starfa í byrjun maí mun ég leggja þessar hugmyndir mínar fyrir stjórn og vonandi verða fyrstu drög kynnt á formannafundinum 5. maí. Ég á ekki von á öðru en að okkar leiðir liggi saman enda trúi ég að við séum að stefna í sömu átt. En svo ég gefi eitthvað upp þá munum við fljótlega fara að skoða útlit félagsins og kynningarstarf inn á við, þar munum við sjá breytingar. Þar erum við einna helst að tala um meiri og betri upplýsingagjöf til félagsfólks, aukið aðgengi þess að vörum og þjónustu. Ég hef einnig hugmyndir um verkefni slysavarna/kvennadeilda og er þá helst að hugsa um eitt, stórt, árlegt verkefni sem deildirnar sameinast um og vekur mikla athygli á störfum þeirra um land allt. Þannig að við förum í innra starf til að byrja með sem mun svo skila sér út á við. Fólk mun taka eftir útlits- og áherslubreytingum og upplýsingastreymi til eininga verður með öðrum hætti.“ Nú er Guðmundur fyrsti framkvæmdastjóri félagsins frá sameiningu sem kemur ekki úr röðum eininganna. Er það kostur eða galli? „Mitt starf er nú að stýra þessu félagi og ég lít á þetta sem rekstur og fyrirtæki. Ég kem úr því umhverfi og þar eru gerðar ákveðnar kröfur sem ég þekki. Síðan erum við með fullt af frábæru starfsfólki og sérfræðingum sem ég treysti fullkomlega til að framfylgja þeim ákvörðunum sem teknar eru í félaginu og af stjórn. En ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei migið í saltan sjó og hef aldrei bjargað mannslífi. En ég held að það sé kostur á þessum tímapunkti að fá mann hér inn sem stendur aðeins fyrir utan. Ég hef einnig reynslu í að vinna með félagasamtökum og átta mig því alveg á þeirri menningu sem í þeim ríkir sem og þeim starfsháttum sem þar eru viðhafðir.“
Guðmundur hefur gaman af veiði. Hann segir öllum hollt að hugsa aðeins út fyrir rammann og að það hafi í raun verið hlutverk hans hjá SL hingað til. „Því hef ég getað komið inn með ferskar, raunhæfar hugmyndir sem flestar hafa gengið ágætlega og ég mun halda því áfram. Ég ber mikla virðingu fyrir sjálfboðaliðum í björgunar- og slysavarnafélögum, hér er fólk sem fórnar sínum tíma til að aðstoða samborgara sína, þetta eru hetjur í mínum augum og ég mun gera mitt til að það fái þá viðurkenningu sem það á skilið. Og ég legg áherslu á að vegferðin framundan skili árangri og verði skemmtileg.“
Við treystum á þau og þau treysta á Vodafone Það er engin tilviljun að Landsbjörg, Neyðarlínan og Landspítalinn eru öll í viðskiptum hjá Vodafone. Þau þurfa trygga og örugga fjarskiptaþjónustu um allt land, hvort sem er í byggð, uppi á hálendi eða úti á sjó. 3G dreifikerfi Vodafone er á öllum helstu þéttbýlisstöðum landsins og þar sem því sleppir tekur við hraðvirkt 2G EDGE-dreifikerfi sem tryggir gott gagnasamband um allt land.
Kröfuhörðustu fjarskiptanotendurnir þurfa öruggt og hraðvirkt samband um allt land. Þeir geta reitt sig á Vodafone.
Þín ánægja er okkar markmið
Sjáðu nákvæmt kort af þjónustusvæði Vodafone á vodafone.is/thjonustusvaedi
Landsmót skáta er alþjóðlegur viðburður og er búist við gestum frá öllum heimshornum.
Elsí Rós Helgadóttir,
viðbuðarstjóri Banalags íslenskra skáta.
Næst stærsti þéttbýlisstaður Suðurlands rís senn!
Verður þú með? Landsmót skáta verður haldið á Úlfljótsvatni 20.-29. júlí 2012. Þá mun rísa sjálfstæður byggðarkjarni við bakka Úlfljótsvatns enda má gera ráð fyrir að minnsta kosti fjögur þúsund manns verði á svæðinu þegar mest verður. Landsmót skáta hefur fyrir löngu skipað sér sess í íslensku skátastarfi en mótið er ekki eingöngu hápunktur skátastarfsins heldur hefur hróður þess borist víða. Von er á fjölmörgum erlendum þátttakendum frá 18 löndum, má þar nefna til dæmis Bretland, Ítalíu, Frakkland, Mexíkó og Þýskaland. En hvað er svona merkilegt við landsmót, hvað er eiginlega gert þar? Þar fá skátarnir tækifæri til að prófa allt það sem skátastarf býður upp á t.d. að vinna í hópastarfi að margþættum verkefnum, taka þátt í útilífi og alþjóðlegu skátastarfi. Gönguferðir, varðeldur, flekagerð, klettaklifur, næturleikur, útieldun, tjaldskoðun, kakó og kex – allt eru þetta ómissandi þættir af skátastarfinu sem nú hefur gengið á Íslandi í 100 ár. 68
Félagsmál
Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg
www.eskja.is
SANDUR - MÖL - UPPFYLLINGAREFNI SÆVARHÖFÐI 33 - REYKJAVÍK - SÍMI 557 2000
Reykjavík, Akranesi, Snæfellsnesi, Skagaströnd, Þorlákshöfn www.fmis.is
SANDUR - MÖL - UPPFYLLINGAREFNI SÆVARHÖF‹I 33 - REYK JAVÍK - SÍMI 557 2000
www.oddihf.is
Þessum tímamótum ætlum við að fagna með ýmsum hætti allt árið og er landsmót skáta einmitt stærsti viðburðurinn. Skátastarf er fyrir alla, frá 7 ára til 22ja ára er um eiginlega skátadagskrá að ræða með stigvaxandi aldursstigum. Tvö elstu aldursstig skátanna eiga hvað mesta samleið með björgunarsveitarstarfi. Þau eru Rekkaskátar, 16-18 ára, en hjá þeim er hálendið allan ársins hring. Rekkaskátar njóta lífsins í fjölbreyttri náttúru með vinum. Verkefnin eru margvísleg, krefjandi útilíf, alþjóðastarf og markviss leiðtogaþjálfun. Seinna aldursstigið er svo Róverskátar, 18-22ja ára, en þeirra starfsvettvangur er heimurinn allur. Róverskátar hafa heiminn í hendi sér. Ferð þeirra ræðst alfarið af áhugamálum þeirra sjálfra. Þeir velja sinn starfsvettvang sjálfir hvort sem það er foringjastarf, starf með björgunarsveit, sjálfboðaliðastarf í Afríku eða annað – allt í frábærum félagsskap. Leiðtogaþjálfun skátahreyfingarinnar skilar sér í frumkvæði, sjálfstæði og vináttu í raun. Það eru margir skátar sem hafa haldið áfram sínu skátastarfi með og samhliða starfi innan raða Slysavarnafélagsins Landsbjargar og skátahreyfingin hefur notið góðs af því enda hafa sveitir innan raða Slysavarnafélagsins Landsbjargar í gegnum árin stutt rækilega við skáta landsins með einum eða öðrum hætti. Störfin hafa verið margs konar og seint upptalin en meðal annars verið flutningar skáta og búnaðar, gæslustörf ýmiss konar og svo auðvitað við að hlúa að sjúkum og mismikið slösuðum einstaklingum enda mikið sem gengur á í gegnum eitt svona mót. Við skátarnir viljum bjóða félaga slysavarnafélagsins sérstaklega velkomna á mótið. Með þátttöku í fjölskyldubúðum, aðstoð við mótið eða sem beina þátttakendur á mótinu sjálfu og taka þátt í dagskrá sem þar verður í boði. Við vonumst til að sjá sem flesta. Frekari upplýsingar má finna á www.skatamot.is og svo auðvitað á heimasíðunni www.skatar.is.
Skátar hafa löngum verið þekktir fyrir hæfni sína í að binda hnúta.
Klettaklifur verður meðal þess sem verður í boði á landsmóti.
Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg Eldvarnir ehf.
Grindavík, Hafnarfjörður, Höfn, Ísafjörður, Reykjanesbær, Sandgerði www.fms.is
70
Félagsmál
NESKAUPSTAÐ
Ferðafélag Íslands
Fjölbreytt starFsemi í yFir 80 ár
www.fi.is
Ferðafélag Íslands er áhugamannafélag sem hefur það markmið að hvetja landsmenn til að ferðast og fræðast um landið. Áhugi á gönguferðum, fjallgöngum og útiveru hefur aldrei verið meiri og er mikið líf og fjör í starfseminni. Ferðafélagið leggur sig fram við að mæta þörfum breiðs hóps með miklu úrvali ferða. Í ferðaflóru félagsins er að finna allt frá söguferðum um grösugar sveitir til erfiðra jöklaferða. Í ferðaáætlun félagsins geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Á 82 árum hefur Ferðafélagið efnt til meira en 8.500 ferða með yfir 200.000 þátttakendum. Það eru allir velkomnir í Ferðafélagið og njóta félagsmenn sérkjara, bæði í ferðum, skálum og í fjölda verslana. Auk þess fá allir félagsmenn árbókina senda heim á hverju ári og er það hluti af árgjaldinu. Árbókin er einstæður bókaflokkur um land og náttúru. Auk árbókanna hefur Ferðafélag Íslands staðið að útgáfu handhægra fræðslu- og upplýsingarita um ferðamál, þjóðfræði og sögu landshluta. Félagsstarfið hefur í gegnum tíðina einkennst af miklu sjálfboðastarfi. Félagar hafa unnið að byggingaframkvæmdum, farið vinnuferðir í skála eða í frágangsferðir, stikað og unnið að uppbyggingu gönguleiða, unnið við brúargerð og margt fleira. Í staðinn hafa þeir fengið fríar ferðir, fæði og félagsskap. Félagið hefur unnið markvisst að samgöngubótum, lagt akvegi og brúað ár. Það hefur haft samstarf við sveitarfélög um landgræðslu, náttúruvernd og uppbyggingu svæða eins og t.d. í Landmannalaugum, á Þórsmörk og Emstrum. Sæluhús Ferðafélags Íslands og deilda félagsins úti um land eru þægilegir áningarstaðir á ferðalagi um óbyggðir Íslands. Þau eru á 37 stöðum víðsvegar um landið og getur allur almenningur nýtt þau óháð aðild að félaginu.
Félagsmál
71
Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg Jeppaþjónustan Breytir ehf. www.breytir.is Klúka ehf. Kópavogsbær www.kopavogur.is Kristinn J. Friðþjófsson ehf. Landsnet Listmunasala Fold www.myndlist.is Löggiltir endurskoðendur Vestfjörðum ehf. Löndun ehf www.londun.is Miðás hf. www.brunas.is Pétursey gudjonr@eyjar.is Reykjanesbær www.reykjanesbaer.is Reykjaneshöfn Salka - Fiskmiðlun hf. www.norfish.is Samvinnufélag útgerðarmanna www.veidiflugan.is www.Fjardasport.is
Segull ehf. Seyðisfjarðarkaupstaður www.seydisfjordur.is Siglufjarðardeild RKÍ Sigurbjörn sf. sibjehf@simnet.is Sigurður Ólafsson ehf. olibjorn@eldhorn.is Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur Sjómannafélag Eyjafjarðar www.sjoey.is Sjómannafélagið Jötunn, Vestmannaeyjum Sjómannasamband Íslands www.ssi.is Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins www.shs.is Stegla ehf. www.eyruni.is Steinunn ehf. Súðavíkurhöfn Sveitarfélagið Skagafjörður www.skagafjordur.is
Sveitarfélagið Garður www.svgardur.is Tollstjóri www.tollur.is Tækniþjónusta Vestfjarða ehf. sveinn@tvest.is Útgerðarfélagið Ískrókur Valberg ehf. valbergehf@simnet.is Verkalýðsfélagið Hlíf Verslunarmannafélag Suðurnesja Vestmannaeyjahöfn www.vestmannaeyjar.is Vesturbyggð www.vesturbyggd.is VR www.vr.is VSO Ráðgjöf ehf. Vörður tryggingar www.vordur.is Þórsberg ehf. Þórsnes
Smælki
Viðgerðir á Goretex fatnaði Jón Ingi kaupfélagsstjóri SL hefur útvegað tæki frá Goretex svo nú má gera smærri viðgerðir á Goretex fatnaði björgunarsveitafólks á skrifstofu. Um er að ræða hitatæki og sérstakar bætur sem „bræddar“ eru á innra byrði fatnaðar. Þannig má loka minni rifum og götum á buxum og jökkum. Þeir sem þurfa á þessari þjónustu að halda eru beðnir að hafa samband við Jón Inga, joningi@landsbjorg.is.
Ábyrg spilun Íslandsspil, sem rekur söfnunarkassa á landsvísu og er í eigu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Rauða kross Íslands og SÁÁ, stendur fyrir ýmsum verkefnum á sviði ábyrgrar spilunar. Að þeim standa, ásamt Íslandsspilum, HHÍ sem rekur flokkahappdrætti, skafmiða og spilakassa (Gullnámu) og Íslensk getspá/Getraunir sem eru með Lottó og íþróttagetraunir. Samstarfið hefur leitt til ýmissa góðra og
mikilvægra verkefna, s.s. námskeiða fyrir endursöluaðila, útgáfu á bæklingum, dreifiefni á sölustaði og styrkja til meðferða og rannsókna á sviði spilavanda. Fyrirtækin hafa nú endurunnið vefinn ábyrgspilun. is þar sem nálgast má fjölbreyttar upplýsingar um peningaspil. Áhersla er á að efni síðunnar sé áreiðanlegt, heimildir traustar og hlutleysis gætt. Á síðunni eru fjölbreyttar upplýsingar og fróðleikur um
ábyrga spilun eða hvernig best sé að spila peningaspil á ábyrgan og skemmtilegan hátt. Á vefnum eru einnig upplýsingar um spilavanda, sjálfspróf, fjallað um ályktunarvillur og ranghugmyndir sem algengar eru um peningaspil. Það er von fyrirtækjanna þriggja að ábyrgspilun.is gagnist spilurum og öðrum fróðleiksfúsum landsmönnum.
Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg
www.thorfish.is Félagsmál
73
Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg
Pantone cool gray 10 og Pantone 300 cmyk Blár C=100 M=57 Y=0 K=0 Grár C=25 M=0 Y=0 K=70
Fiskifélag Íslands
Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is
VERÐ FRÁ KR. EINTAKIÐ
6.990
Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega bók. Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum.
Emil Vatnajökull jakki er ætlaður þeim allra kröfuhörðustu. Jakkinn er úr eVent efni sem er einstaklega endingargott vatnsog vindhelt 3ja laga öndunarefni. Saumlausar axlir og sérmótað snið á ermum og olnbogum tryggir hámarks hreyfigetu. Jakkinn er með vatnsheldum rennilásum og sérlega skjólgóðri hettu með vír sem hægt er að móta eftir þörfum.
» magazine.66north.is
Vatnajökull jakki 72.000 kr. Vatnajökull softshell buxur 33.500 kr. Kul trefill 14.800 kr. Bylur peysa 29.800 kr. Langjökull hanskar 10.250 kr. La Sportiva Nepal EVO gönguskór 75.000 kr.