Tækjamót 2013 Rauði þráðurinn Björgunarmaður 1 Notkun ómannaðra loftfara Vélsleðar Modex 2013 Glöggt er gests augað Æskulýðsvettvangurinn
1. tbl. 13. árg. 2013
fyrir þurra og viðkvæma húð
• Húðin okkar er viðkvæm og veðráttan á Íslandi getur verið húðinni erfið. • Decubal viðheldur heilbrigði og ferskleika húðarinnar – allt árið um kring. • Vörurnar henta bæði börnum og fullorðnum. Decubal húðvörurnar fást í apótekum
Án: • parabena • ilmefna • litarefna
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
Decubal húðvörur
6
14
18
Efni
1.tbl. 13.árg. maí 2013
Björgunarmál Tækjamót 2013 að Fjallabaki
6
Rauði þráðurinn
10
Björgunarbúningur - þurrbúningur – er það sami hluturinn?
12
Þjálfun færeyskra leiðbeinenda
14
Björgunarmaður 1 í Menntaskólanum á Tröllaskaga (MTR)
18
Er samstarf lögreglu og björgunarsveita ekkert mál?
23
Notkun ómannaðra loftfara við leit og björgun
26
Vélsleðar, sífellt léttari og kraftmeiri
30
MODEX 2013 rústabjörgunaræfing í Danmörku
32
SARLOC kallar fram staðsetningu snjallsíma
40
Ferðaþjónustan notast við námsskrá Björgunarskólans
42
Slysavarnir Umferðaröryggi grunnskólabarna í bíl
44
Glöggt er gests augað
45
Ný þjónusta á Safetravel.is
51
Unglingamál Hindranir í unglingastarfi
53
Æskulýðsvettvangurinn 61 Spennandi tímar framundan hjá Útivistarskólanum!
65
Félagsmál
42
44
Jón Svanberg, nýr framkvæmdastjóri SL
66
Björgunarsveitarhús í Skaftártungu
68
Gróubúð stækkar – langþráður draumur rætist
70
Gamalt verður nýtt – Hjálparsveit skáta í Kópavogi stækkar við sig
72
Starfsfólk skrifstofu
74
Gufuskálum lokað
76
Smælki 81
1. tbl. 13. árg. 2013 Útgefandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg, Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík.
53
Áskrift og almennur sími: 570-5900. Netfang: bjorgun@landsbjorg.is. Auglýsingar: herdis@landsbjorg.is. Ritstjóri: Ólöf Snæhólm Baldursdóttir. Ábyrgðarmaður: Jón Svanberg Hjartarson
4
Slysavarnir
U
Umbrot og prentun: Prentsmiðjan Oddi.
M
HV
E R F I S ME
R
KI
76
Próförk: Haraldur Ingólfsson – Harla. 141 776
PRENTGRIPUR
Forsíðumynd: Guðbrandur Örn Arnarson
Slysavarnafélagið Landsbjörg er samtök sjálfboðaliða um allt land sem vinna björgunar- og slysavarnastarf. Innan félagsins starfa um 100 björgunarsveitir, um 40 virkar slysavarnadeildir auk öflugs unglingastarfs. Félagið rekur Slysavarnaskóla sjómanna, Björgunarskólann, 14 björgunarskip og tugi slysavarnaskýla út um allt land. Björgun, tímarit félagsins, kemur að jafnaði út tvisvar á ári. Blaðið er prentað á umhverfisvænan pappír. Allar ábendingar um efni í blaðið eru velkomnar og sendast á olof@landsbjorg.is. Þeir sem óska eftir áskrift að blaðinu geta haft samband við skrifstofu félagsins. Slysavarnafélagið Landsbjörg gefur einnig út árbók einu sinni á ári og er hún yfirlit um starfsemi félagsins árið á undan. Nánari upplýsingar um Slysavarnafélagið Landsbjörg má finna á www.landsbjorg.is.
Vaxtalausar
12 MáN aFboRgaNiR 3,5% lántökugj.
einföld ákvörðun
vELDU Öryggi fyrir þig og þína
Þú paSSaR HaNN Við pössum þig
JEPPADEKK
driving emotion
Dekkjaverkstæði
Smurþjónusta
Smáviðgerðir
Hjólastillingar
Bremsuklossar
Rúðuþurrkur
Rúðuvökvi
Rafgeymar
Peruskipti
Smiðjuvegi 68-70, Kópavogi ☎ 544 5000 Hjallahrauni 4, Hfj ☎ 565 2121 Rauðhellu 11, Hfj ☎ 568 2035
www.solning.is – U M B O Ð S M E N N UM L A N D A L LT –
Fitjabraut 12, Njarðvík ☎ 421 1399 Eyrarvegi 33, Selfossi ☎ 482 2722
Tækjamót 2013 Tækjamót Slysavarnafélagsins Landsbjargar er haldið annað hvert ár og er tilgangur þess að æfa björgunarfólk í að vinna saman og æfa hin ýmsu atriði er snúa að notkun björgunartækjanna. Að þessu sinni sáu björgunarsveitir í Rangárvallasýslu um skipulag jeppa- og snjóbílahlutans og björgunarsveitin Kyndill í Mosfellsbæ sá um sleðahlutann. Þátttakendur voru um 170 á um 40 jeppum, þremur snjóbílum og um 50 sleðum. Einnig slógust með í för lögreglan á Hvolsvelli á 38” Land Cruiser sem og einn 44” Land Cruiser með starfsmönnum frá Toyota í Japan sem komu sérstaklega til landsins til að mynda og fylgjast með Toyota Land Cruiser jeppum sveitanna.
Það var þéttskipað planið hjá N1 á Hvolsvelli föstudaginn 15. mars 2013. Þar höfðu safnast saman jeppar og önnur björgunartæki og framundan var heil helgi með æfingum, samvinnu og síðast en ekki síst ferðalag til að kynnast nýjum félögum og efla kynnin við eldri félaga. Einhverjir höfðu þó tekið forskot á sæluna og lagt af stað frá höfuðborgarsvæðinu um hádegi á föstudeginum og kom því hersingin í heita og fína skála á föstudagskvöldinu. Á planinu voru jeppar af öllum stærðum og gerðum af öllu landinu og höfðu sumir lagt af stað úr sinni heimabyggð snemma morguns til að koma á móts við aðra hópa. Flest allir jepparnir drógu á eftir sér kerrur með sleðum, fjórhjólum, buggy-bíl og fleiru. 6
Björgunarmál
Einnig mátti sjá þarna vörubíla sem fluttu snjóbíla á svæðið sem ætluðu að fylgja jeppaflotanum og taka þátt í æfingum með þeim á laugardeginum. Það var eftirvænting í augum flestra því veðrið var gott og spáin lofaði góðu fyrir helgina, frost, stilla og bjartviðri liggur í kortunum. Það var því ekki staldrað lengi við á Hvolsvelli og þegar búið var að setja eldsneyti á tæki, tól og mannskap var haldið sem leið lá inn með Fljótshlíðinni. Þar var ekið í langri halarófu og má ætla að bændur og búalið hafi rekið upp stór augu er flotinn hlykkjaðist eftir veginum í öllu sínu veldi. Fyrsti áfangastaður var Einhyrningsflatir en þar skyldu öll tækin sem voru á kerrum tekin af og gerð klár fyrir aksturinn inn í Hvanngil og aðra
skála. Til viðbótar við skálann í Hvanngili var líka gist í Álftavatni, Skófluklifsskála við Strút, Mosa við Markarfljótsbrúna og einhverjir gistu í skálanum við Einhyrning. Þetta krafðist mikillar skipulagningar og var klukkan orðin um 02:00 aðfaranótt laugardagsins þegar búið var að koma öllum í svefnpláss og skipuleggjendur gátu farið að hvílast. Það var ekkert formlega skipulagt fyrir föstudaginn annað en að koma mannskap í skálana og gera klárt fyrir laugardaginn, en þá hófst formleg æfingardagskrá. Áður en gengið var til náða notuðu margir tækifærið og virtu fyrir sér stjörnubjartan himininn sem var baðaður í kynngimagnaðri norðurljósasýningu. Skilyrðin fyrir slíkt sjónarspil voru með besta móti alla helgina,
Höfundur: Einar Lárusson, Björgunarsveitin Kyndill Mosfellsbæ
að Fjallabaki
Fjórhjólin komust glettilega langt.
heiður himinn, talsvert frost og á gufuhvolfinu var að skella óvenju mikill straumur hlaðinna agna sem berast til okkar alla leið frá sólinni. Norðurljósin myndast einmitt þegar þessar agnir safnast saman við póla jarðarinnar og ljósin verða til er þær rekast á lofthjúpinn í grennd við segulskautin.
Sól, blíða og púðursnjór Er birta tók af degi laugardaginn 16. mars var nokkuð ljóst að framundan var góður dagur á fjöllum, ekki ský á himni, talsvert frost eða allt að -20° og sólin skein skært. Allur mannskapurinn var í óða önn að fá sér morgunmat og gera sig klára fyrir verkefni dagsins. En í miðjum morgunverðarlátunum barst
mikill beikonilmur um skálann í Hvanngili og voru þar á ferð matgæðingar frá Kyndli í Mosfellsbæ. Beikon og egg er víst staðalbúnaður hjá þeim í slíkum ferðum. Klukkan 10:00 var svo haldið af stað í formlegar æfingar þar sem hópnum var skipt upp í sleðahóp og svo bíla, snjóbíla og síðan fjórhjóla- og buggy-hóp. Bílahópurinn hélt sem leið lá austur um Mælifellssand og fyrsti viðkomustaður var flötin fyrir framan Mælifellið. Þar var fyrsta brekkuæfingin tekin. Hópurinn hélt upp á Veðurháls austan Mælifells, en þaðan sést einmitt vel yfir allan Mælifellssandinn, yfir til Slysaöldu, upp á Mýrdalsjökul og víðar. Þarna uppi mátti sjá margan björgunarmanninn standa á stigbrettum bílanna og taka myndir af landslaginu
Ljósmyndir: Guðbrandur Örn Arnarson, Björgunarsveitin Kyndill Mosfellsbæ
í kring. Þegar búið var að fylla vel á minniskort myndavélanna var ekið niður af hálsinum, inn að Skófluklifsskála við Strút og þar kom fyrsta „verkefni“ dagsins. Einn jeppinn missti annað framhjólið ofan í volgan læk og þurfti því að spila hann til baka upp úr holunni. Leystist þetta verkefni á örskotsstundu með öruggum og vel skipulögðum handbrögðum. Inn við Strút mátuðu margir jeppana í brekkurnar og æfðu brekkuklifur og akstur í hliðarhalla. Ákveðið var að aka inn að Strútslaug og hélt því allur flotinn inn að Skófluklifi og röðuðu jepparnir sér þar í eina langa og myndarlega röð til að aka upp á fjallið til að komast áleiðis niður að Strútslaug. Snjóbílarnir fóru sína eigin leið og áttu ekki í nokkrum vandræðum með að Björgunarmál
7
skríða upp brattar brekkurnar og aka svo eftir fjallinu. Á flötinni inn við Strútslaug breyttist skyndilega færið og lentu jepparnir þar í sannkallaðri snjópúðurtunnu, þar sem það varð fljótt kúludráttur á 44“ breyttum jeppum. Þarna mátti sjá marga jeppa prófa sig áfram með því að nota skriðgírinn (lóló) en þessi púður– tunna var eins og margir kalla það „svona ekta lóló færi“. Þarna myndaðist skemmtileg stemming og bílar úti um allt annað hvort að sprauta eftir sléttunni og gusa púðursnjónum hátt í loft eða þá að fara bara fetið í skriðgírnum og njóta veðurblíðunnar. Hérna voru brekkurnar líka svo sannarlega mátaðar og eftir dálitla stund voru komin hjólför í snjóinn upp eftir öllum hlíðum og varla óhreyfður snjór á svæðinu 8
Björgunarmál
þegar haldið var til baka yfir Skófluklif og inn að Skófluklifsskála. Er líða tók á daginn fór bílahópurinn að skiptast upp í fleiri og smærri hópa og var misjafnt hvert hóparnir héldu. Einhver hluti keyrði upp á Mýrdalsjökul, einn hópur fór inn í Álftavatn, einhverjir fóru til baka inn í Hvanngil og svo framvegis.
Beltatækin í bröttum brekkum Sleðahópnum var skipt í tvennt þar sem farið var eftir getu og reynslu ökumanna er skiptingin var ákveðin. Meira reyndir ökumenn fengu erfiðar og krefjandi leiðir til að aka þar sem ekið var mikið um gil, fjöll og skorninga. Hinn hópurinn, þeir sem
hafa minni reynslu, fóru svo léttari leiðir þó svo að gætt hafi verið að því að hafa daginn krefjandi og til þess fallinn að lyfta getustigi sleðamanna. Eins og gefur að skilja fóru sleðarnir mun hraðar yfir en jeppar, snjóbílar og fjórhjól og gátu því þessir hópar farið yfir mun stærra svæði á laugardeginum. Það kom bersýnilega í ljós hversu mikilvægt það er að vélsleðaökumenn þekki landslagið sem ekið er um og geti metið snjóflóðahættu. Það gerðist æði oft að smá snjóspýjur og flekar losnuðu úr hlíðum fjalla og gilja er ekið var um svæðið. Á námskeiðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar tengdum akstri á vélsleðum er lögð mikil áhersla á viðbrögð við snjóflóðum og hvað ber að hafa í huga til að forðast að
Merkilegt hvað bílstjórar eru duglegir að raða sér í beina línu.
lenda í snjóflóði. Það er klárt mál að námskeið og æfingar gera mikið gagn og hafa vafalaust átt stóran þátt í að enginn lenti í snjóflóði á tækjamótinu þrátt fyrir að ferðast væri í erfiðum aðstæðum. Björgunarsveitir þurfa að geta brugðist við erfiðustu aðstæðum sem upp kunna að koma og æfa björgunarsveitir því „hart“ og lætur vélbúnaðurinn á stundum undan átökunum. Eitthvað var um að stöku hjöru– liðskrossar þörfnuðust brýnnar endurnýjunar en það er hluti af æfingunni. Þegar bilanir komu upp voru verkfærin komin jafnharðan á loft og gert við allt sem aflaga hafði farið. Einhverjir vélsleðar létu einnig á sjá eftir helgina, en er þetta er skrifað þá er næsta víst að öll þessi tæki eru orðin útkallsfær á nýjan leik og klár í næsta verkefni.
Matur er mannsins megin Þegar kvölda tók beið síðan dýrindis máltíð sem listakokkurinn Arnar Edvardsson í Kyndli Mosfellsbæ var búinn að galdra fram af mikilli snilld og alúð. Bauð SL þátttakendum á tækjamótinu upp á dýrindis lambasteikur sem hurfu á undrahraða ofan í útitekinn mannskapinn. Að loknum kvöldverðinum fóru fyrstu hópar að tínast til byggða enda um langan veg að fara fyrir suma. Nálægt miðnætti var haft samband við aðgerðarstjórnendur og björgunarmenn á svæðinu þar sem tvær aðgerðir voru í gangi og voru hópar settir í viðbragðsstöðu þar sem útlit var fyrir að liðsauka þyrfti
á Vatnajökli. Þar var annars vegar verið að aðstoða stóran hóp frá Ferðafélaginu 4x4 í Jöklaseli og hins vegar var verið að leita að ferðalangi sem væri hugsanlega týndur við Jökulheima. Betur fór en á horfðist og var viðbragðið afturkallað áður en þreyttur mannskapurinn var lagður af stað í átt að Vatnajökli. Á sunnudeginum fóru síðan síðustu hópar heimleiðis eftir hefðbundinn frágang í skálunum. Það var samdóma álit þátttakenda að helgin hefði tekist vel og síðast en ekki síst verið lærdómsrík. Sjáumst á næsta tækjamóti eftir tvö ár. Björgunarmál
9
Mikilvægt er að hver og einn skrái hjá sér allar ákvarðanir og logg.
Rauði þráðurinn Friðfinnur Freyr Guðmundsson, starfsmaður SL
Stjórnun stærri aðgerða er nokkuð krefjandi verkefni og til þess að það takist vel þarf skipulag að vera gott. Grundvallaratriði er að aðgerðastjórnendur hafi réttar upplýsingar því án þeirra er erfitt að taka réttar ákvarðanir. Rauði þráðurinn í aðgerðastjórnun er því upplýsingaöflun og upplýsingamiðlun. Þessar upplýsingar geta verið ýmis konar, t.d. staða hópa, upplýsingar um týnda persónu, staðsetning slysstaðar, hverjir eru að koma í aðgerðina o.s.frv. Til þessarar upplýsingaöflunar og -miðlunar notum við ýmis verkfæri: TETRA fjarskipti, GSM, aðgerðagrunninn, SiteWatch o.fl. Flest eru þessi verkfæri tengd notkun tölvu og jafnvel internetsambandi sem getur verið afar misjafnt. Það eru ákveðnar vísbendingar um að við séum orðin mjög háð þessari tækni og ef hennar nýtur ekki við lendum við í vandræðum sem geta haft alvarlegar afleiðingar. Þess vegna er mikilvægt að allir sem koma að stjórnun aðgerða, allt frá stjórnandanum, verkþáttastjórum og til hópstjóra, tileinki sér vinnulag sem tryggir að stjórnun leggist ekki af ef þessara tóla nýtur ekki við. Vandamálið er raunverulegt og við þekkjum það af aðgerðum sem hafa verið undanfarin ár. Þekktasta dæmið er leitin að Daniel á Sólheimajökli þar sem vandræði með netsamband hrjáði stjórnendur á vettvangi og umsjón upplýsinga hefði mátt vera í betra 10
Björgunarmál
Skipulagning leitaraðgerða á að jafnaði að fara fram á pappír.
Eitt af því mikilvæga sem við gerum í stjórnun leitaraðgerða er að para saman hópa og verkefni. horfi á tímabili vegna þess. Vandræðin sköpuðust í raun ekki vegna skorts á netsambandi heldur vegna þess vinnulags sem menn höfðu komið sér upp og krafðist þess að vettvangsstjórnin væri í góðu netsambandi. Það er í öllu falli afar varasamt að vera með sama verklag í vel búnum stjórnstöðvum svæðisstjórna og í oft vanbúnum stjórnstöðvum vettvangsstjórna. En þetta einskorðast ekki aðeins við svæðisstjórnir heldur þurfa allir stjórnendur aðgerða að hafa í huga að verða ekki of háðir tækninni. Þrátt fyrir að tæknin sé okkur mikilvæg, og við eigum að nýta hana óspart, má hún ekki ráða alfarið för. Alltaf þarf þekking að vera til staðar til að skipuleggja aðgerðir án tölvu og netsambands. Hvað er til ráða? Að allir hafi á hreinu þá grunnhugmyndafræði sem liggur á bakvið aðgerðastjórnun og geta framkvæmt hana á pappír hvenær sem er og hvar sem er. Grunnhugmyndafræðin í aðgerðastjórnun: • Skrá ákvarðanir og atburði í aðgerðalogg • Skrá hópa, gert á hópablöðum • Gera aðgerðaráætlun og í kjölfarið ákvarða verkefni • Para hópa og verkefni saman, sjá töflu • Miðla upplýsingum til hópa • Miðla upplýsingum frá hópum #
Heiti hóps/kallmerki
Fjöldi
Þetta er grunnurinn fyrir allar aðgerðir, stórar og smáar, og hvort sem um er að ræða björgunaraðgerðir eða leitaraðgerðir. Allir stjórnendur ættu að
geta framkvæmt þetta við frumstæðar aðstæður. Við eigum alltaf að gera ráð fyrir því að aðstæður breytist með þeim hætti að við þurfum að hverfa frá því að nota netið eða ákveðin forrit. Þá er mikilvægt að við höldum í þá hefð að gerð séu hópablöð fyrir alla hópa hvort sem við erum að nota aðgerðagrunninn í skráningu hópa eða eitthvað annað. Eins er mikilvægt að gögn séu prentuð út reglulega svo hægt sé að nálgast þau ef netsamband dettur út. Það er á ábyrgð hvers og eins verkþáttastjóra að svo sé gert. Það er góð regla að vera alltaf með minnisblokk við aðgerðastjórnun. Í hana á að skrá allar þær upplýsingar sem þú aflar og miðlar og ákvarðanir sem teknar eru. Hægt er að nota hvaða minnisbækur sem er en hentugar bækur til verksins eru t.d. Rite in the Rain bækur sem fást í Bóksölu stúdenta, http:// www.riteintherain.com/. Það er gott að æfa reglulega að halda utan um hópa og verkefni utan aðgerðagrunnsins (sjá mynd 5). Ef leitaraðgerð er skipulög á vettvangi skal ætíð skipuleggja hana á pappír (mynd 2 og 3). Ef skipuleggja á leitaraðgerð alfarið í tölvu þarf að æfa það vel fyrirfram, þegar nægur tími er til stefnu. Notum tæknina þegar það á við en látum það ekki há okkur ef aðstæður leyfa ekki notkun hennar, verum alltaf viðbúin að nota blað og blýant.
Allir björgunarmenn eiga að vera með minnisbók í öllum aðgerðum.
Sérhæfing
Fjarskipti
Verkefni
Verkefnasaga
Hópstjóri
H1
FBSR Jónas
4
Sérhæfð leit
Útkall svæði 17
5
4,3
Jónas Herjólfsson
H2
FBSR Hinrik
5
Sérhæfð leit
Útkall svæði 17
4
12,5
Hinrik Bjarni
H3
Skíði Daníel
3
Fjallabjörgun
Útkall svæði 17
6
H4
Ársæll Brynjar
5
Fjallabjörgun
Útkall svæði 17
1
H5
Ársæll Hanna
5
Fjallabjörgun
Útkall svæði 17
15
Hann Lára Eggertsdóttir
H6
Höfn Kári
3
Sérhæfð leit
Útkall svæði 17
2
Kári Viðar
H7
Höfn Sleðar
3
Sleðar
Endurvarpi 46
3
Daníel Örn Sigurðsson 6,5,2
2
Brynjar Darri
Friðrik J.
Hér er dæmi um hvernig er hægt að halda utan um hópa á töflu.
Björgunarmál
11
Björgunarbúningur - þurrbúningur
Kristinn Guðbrandsson, starfsmaður Slysavarnaskóla sjómanna
– er það sami hluturinn?
Fyrir síðustu áramót voru samþykktar breytingar á reglugerð 194/1994 er fjallar um björgunar- og öryggisbúnað íslenskra skipa. Breytingarnar fela í sér að nú er skylda að hafa björgunarbúninga um borð í skipum sem eru 6 metrar eða lengri. Áður gilti reglan um báta lengri en 12 metra en varð svo að 8 metrum 2013 og fer í 6 metra 2014. Þessu ber að fagna því björgunarbúningar hafa margsannað notagildi sitt og bjargað mörgum mannslífum. Hvaða áhrif hefur þetta á björgunarskip og báta Slysavarnafélagsins Landsbjargar? Jú, nú verður skylt að hafa viðurkennda búninga og vesti í öllum bátum lengri en 6 metrar. Mín skoðun er sú að í stað Stýrishjólið, búnaður uppfyllir kröfur SOLAS og IMO. þess að vera með sér þurrbúninga og sér björgunarbúninga ætti að sameina þetta í sama gallann. Hægt er að fá góða galla sem henta okkar störfum hvort sem er á opnum bátum eða skipum. Gallarnir þurfa að uppfylla ákveðnar kröfur SOLAS og IMO. Ef þeir uppfylla þessar kröfur fá þeir stýrishjólið (sjá mynd). Því er mjög mikilvægt þegar við kaupum galla að þeir séu með þessa viðurkenningu, svo við þurfum ekki að kaupa galla aftur eða vera með tvö sett. Þetta á líka við um björgunarvestin og eru þau vottuð á sama hátt (stýrishjólið).
Vottaðir gallar Undanfarin ár hefur SL boðið upp á þurrbúning sem er vottaður og hentar okkar störfum mjög vel. Það er galli af tegundinni Ursuit Sea horse SAR. Björgunarsveitir hafa einnig notað galla frá Viking, Helly Hansen og Typhoon.
Vottuð vesti SL hefur boðið upp á vesti frá Baltic sem henta vel á opnum bátum og einnig er hægt að fá vesti frá Ursuit sem henta á lokuðum bátum. Viking og fleiri fyrirtæki bjóða upp á vottuð vesti. Það er ekki þar með sagt að búnaður sem er vottaður sé betri en annar heldur hefur framleiðandinn farið í gegnum þessa vottun. Því er mikilvægt að við vitum hvað við erum að kaupa svo ekki þurfi að kaupa sama hlutinn tvisvar. Ef einhverjar spurningar vakna eða ykkur vantar frekari upplýsingar endilega hafið samband við greinarhöfund. Sjóbjörgunargalli SL ásamt vesti.
12
Björgunarmál
Dæmi um merkingar á búnaði.
HÁGÆÐAMÓTORAR FRÁ JAPAN
Fjórhjól í miklu úrvali
550cc - 700cc - 1000cc
3,5hö til 140hö
Adventure RIB bátar í ýmsum útfærslum
KRAFTUR
ENDING
ÁREIÐANLEIKI Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ S: 578-0820 - arcticsport.is
Fjallabjörgun við flottar aðstæður í Færeyjum.
Dagbjartur Kr. Brynjarsson, starfsmaður SL
Þjálfun færeyskra leiðbeinenda Aðfaranótt 25. nóvember 2011 gekk mikið óveður yfir Færeyjar með þeim afleiðingum að gríðarlegt tjón hlaust af. Í kjölfarið hófu tónlistarmennirnir Friðrik Ómar og Jógvan Hansen söfnun fyrir færeyskar björgunarsveitir. Í tengslum við söfnunina samþykkti ríkisstjórn Íslands að veita fimm milljónir króna til þjálfunar og eflingar á björgunargetu færeyskra björgunarsveita. Fjármagninu skyldi ráðstafa í samstarfi við Slysavarnafélagið Landsbjörg og færeyskar björgunarsveitir. 14
Björgunarmál
Grunnatriði æfð innanhúss áður en farið er út.
Leiðbeinandi fer yfir öryggisatriði áður en sigið er með börurnar.
Þjálfun á leiðbeinendum Í kjölfarið hafði undirritaður samband við formenn Landsfelagið fyrir bjargningarfeløgini (LFB) og Norðoya bjargningarfelag (NBF) til þess að finna út með hvaða hætti best væri staðið að því að nýta þessa fjármuni. Þegar fulltrúar LFB og NBF komu til landsins til að taka við því fé sem safnaðist í átakinu var farið yfir með hvaða hætti Björgunarskóli SL gæti sem best nýtt þá fjármuni sem búið var að ráðstafa í þjálfun björgunarmanna. Fulltrúar LFB og NBF fóru aftur til Færeyja með það að markmiði að greina þörfina sem best. Um haustið 2012 höfðu svo Færeyingar aftur samband og báru upp þá ósk að féð yrði notað til að þjálfa upp leiðbeinendur í fjallamennsku og fjallabjörgun. Fjallamennska og fjallgöngur hafa aukist til mikilla
muna í Færeyjum, eins og hér á landi, á undanförnum árum og því hefur þörfin fyrir markvissa þjálfun í þessum efnum aukist samhliða. Þó svo að stór hópur fólks hafi verið virkur í fjallamennsku og fjallabjörgun í Færeyjum á undanförnum árum hefur ekki verið mikið um formlega þjálfun í þessum efnum. Því var það ákvörðun færeyskra björgunarsveita að þjálfa upp leiðbeinendur í þessum fögum með formlegum hætti og notast við námsefni Björgunarskólans til þess.
Þrískipt ferli Áætlunin sem sett var upp gerði ráð fyrir að leiðbeinendur yrðu þjálfaðir í þremur námskeiðslotum auk þess sem þeir ynnu skilgreind verkefni milli þeirra. Gerð var sú krafa til þeirra björgunarmanna sem
vildu taka þátt í ferlinu að þeir yrðu að taka þátt í öllum þremur lotunum ásamt því að taka þátt í þjálfun björgunarmanna í Færeyjum. Ekki vantaði áhugann hjá björgunarmönnum þar sem færri komust að en vildu og þegar lagt var af stað í verkefnið voru þátttakendur 16 manns sem komu víða að úr Færeyjum. Fyrsta lotan var haldin í Færeyjum dagana 14.-18. nóvember 2012 en þá var haldið fimm daga námskeið þar sem farið var yfir grunnþætti fjallamennsku og fjallabjörgunar. Leiðbeinendur í þessari lotu voru Freyr Ingi Björnsson, yfirleiðbeinandi í fjallamennsku, og Anton Berg Carrasco, yfirleiðbeinandi í snjóflóðum og leiðbeinandi í fjallabjörgun. Námskeiðið tókst mjög vel og voru bæði leiðbeinendur og þátttakendur mjög ánægðir með hvernig til tókst. Í tengslum við námskeiðið var skrifað undir viljayfir-
„Að koma á fót fjallabjörgunarteymi í Færeyjum, og þjálfa leiðbeindendur, hefur verið krefjandi verkefni. Samstarfið við Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur gert það mögulegt og það er erfiðleikum bundið að koma í orð hversu vel við kunnum að meta það og þakklætinu sem okkur býr í brjósti. Má þar bæði nefna fagmennskuna í þeirra störfum sem og gestrisnina sem mætti okkur hvarvetna. Minningarnar um þetta samstarf munu fylgja okkur alla tíð.“ Gunnar Toftegaard.
Björgunarmál
15
16
Bjรถrgunarmรกl
lýsingu á milli SL, LFB og NBF um þjálfunarferlið og vakti bæði undirskriftin og námskeiðið þónokkra athygli í Færeyjum og var meðal annars fjallað um það í sjónvarpsfréttum þar. Önnur lota var svo haldin á Íslandi dagana 11.-16. mars sl. Í þeirri lotu var farið dýpra í fjallamennskuhlutann, eins og að ganga á mannbroddum í hörðum snjó, snjó- og ístryggingar, leiðarval í fjalllendi, snjóflóðafræði, ganga og klifur í ís, tryggingar og svo var aðeins tekið á fjallabjörgunarhlutanum, svo sem tryggingum í klettum svo eitthvað sé nefnt. Ástæðan þess að önnur lotan var kennd á Íslandi er sú að ekki er hægt að treysta á að fá almennilegar vetraraðstæður í Færeyjum. Þó svo að þær komi á hverjum vetri og björgunarfólk þurfi að vera þjálfað fyrir þær er ekki hægt að treysta á að svo verði á ákveðnum dagsetningum. Því var ákveðið að þessi hluti yrði haldinn á Íslandi. Þess má geta að hópurinn greiðir sjálfur ferðakostnað og því dregst hann ekki frá þeirri upphæð sem ætluð er til þjálfunar. Þriðja og síðasta lotan verður svo í tengslum við fagnámskeið í fjallabjörgun sem haldið verður í Vestmannaeyjum í haust. Vikuna á undan, eða dagana 2.-8. september, munu svo Mike Gibbs og Gunnar Agnar Vilhjálmsson halda Rigging for Rescue námskeið í Færeyjum. Það verður lokahnykkurinn í aðkomu Björgunarskólans, a.m.k. í bili, og munu Færeyingarnir í framhaldinu sjá sjálfir um að þjálfa sitt fólk í þessum fögum. Það er mikill metnaður í þeim hópi sem tekið hefur þátt í þeim tveimur námskeiðum sem haldin hafa
Ánægðir nemendur í lok dags. verið. Til að mynda þá hittist hópurinn einu sinni í viku þar sem þau taka æfingar eða leysa önnur verkefni tengd fjallamennsku og fjallabjörgun. Þá hafa björgunarsveitirnar í Færeyjum fjárfest í töluverðu magni af búnaði, bæði sem viðbót en einnig til að skipta út eldri búnaði.
Framhald? Það er ljóst að verkefni sem þetta færir björgunarsveitafólk á Íslandi og Færeyjum nær hvort öðru og eftir situr aukin þekking hjá bæði Björgunarskólanum og björgunarsveitafólki í Færeyjum. Það er ljóst að það sama á við um björgunarfólk, sama hvaðan
það kemur, að metnaðurinn er gríðarlegur og viljinn til að mennta sig og þjálfa sig upp er sá sami. Það hefur meira að segja komið upp sú hugmynd að þeir sendi hóp til að taka þátt í landsæfingu SL næsta haust. Það hefur verið mjög gaman að halda utan um þetta verkefni og samskiptin við þátttakendur. Sem hluti af þeirri viljayfirlýsingu sem undirrituð var í tengslum við fyrsta hluta verkefnisins hefur færeyskt björgunarfólk aðgang að námskeiðum Björgunarskólans og hafa þegar heyrst raddir um hvernig megi vinna áfram að þjálfunarmálum í sameiningu.
Þú færð það allt hjá DONNU Ný grjónadýna frá GERMA Nýtt PAD500 hjartastuðtæki sem leiðbeinir bæði um hjartahnoð og stuð, engir aukahlutir aðeins notast við venjuleg rafskaut.
Ný hönnun, ný lögun, nýir litir Samkvæmt stöðlum EN 1865 og EN 1789 um sjúkraflutninga Léttari 7,9 kg og 25% fyrirferðaminni. Lengd 208 sm, breidd 130 – 72 sm Úr eldtefjandi efnum Hólfuð að innan til að halda grjónum á réttum stað X-laga ólar halda betur um sjúkling Stíf styrking fyrir hálsliði og efra bak Áratuga reynsla á Germa ventlum Taska, dæla og viðgerðarsett fylgir með
Höfum selt SKED fyrir erfiðustu aðstæður í 23 ár
WHELEN LED ljós og ljósabogar
Stadpacks töskur Spelkur og hálskragar í úrvali
Sími 555 3100 www.donna.is
Björgunarmál
17
Alvöru æfingar. Nemendur eru æfa tæknina í raunverulegum aðstæðum.
Björgunarmaður 1 Margrét Laxdal, varaformaður SL
í Menntaskólanum á Tröllaskaga (MTR) Varaformaðurinn vermir bekkinn Ég hef lengi átt þann draum að fara í gegnum Björgunarmann 1 hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg en hingað til hefur sá draumur verið meira í framtíðinni en nútíðinni. Ég var búin að lauma mér á eitt og eitt námskeið með Björgunarsveitinni Dalvík, ásamt því að taka önnur áhugaverð með Slysavarnadeildinni Dalvík, en það voru sérhæfðari námskeið en fólust í 18
Björgunarmál
Björgunarmanni 1 og því miðaði mér ansi hægt með að ná þessu markmiði mínu að fullu. Eftir að ég gekk formlega í Björgunarsveitina Dalvík fyrir tveimur árum og fór að starfa meira á þeim vettvangi fann ég enn meira fyrir því að þessu markmiði yrði ég að ná fyrr en seinna. Eins og gengur og gerist er fullorðin, vinnandi kona, með fjölskyldu og heimili, og tímafrek áhugamál, ekki með allan heimsins
tíma og því var ég farin að sjá fram á að mér myndi sækjast það seint að klára öll þau námskeið sem felast í Björgunarmanni 1. Það var því sannkölluð himnasending þegar Menntaskólinn á Tröllaskaga og Björgunarskólinn settu í sameiningu upp valáfangann BJÖ2A05 sem á að gefa nemendunum titilinn Björgunarmaður 1 að honum loknum. Þar sem ég starfa sem íslenskukennari í Mennta-
skólanum á Tröllaskaga og gegni stöðu varaformanns hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, þá flaug sú hugsun í gegnum kollinn á mér, hvort þessi hlutverk mín myndu hugsanlega þvælast fyrir mér í þessu námi. Ég ræddi það við skólameistara minn, Láru Stefánsdóttur, sem taldi þvert á móti að vera mín í þessum áfanga yrði mikill stuðningur bæði við námið í heild sem og aðra nemendur. Hún hvatti mig til að skrá mig í þetta enda væri þetta tækifæri sem ekki væri hægt að sleppa. Það varð því úr að ég skráði mig í þennan áfanga og er því komin af stað í að láta langþráðan draum rætast!
Það er leikur að læra – sama á hvað aldri Kennslan í MTR fer fram í gegnum kennslukerfið Moodle og svo skemmtilega vill til að fjarnám Björgunarskólans notar sama umhverfi. Það gerir það að verkum að nemendur MTR þekkja vel til þess umhverfis sem birtist í fjarnámi Björgunarskólans. Náminu í MTR er skipt upp í vikulotur og lýkur hverri vikulotu á sunnudagskvöldi og ný hefst á mánudagsmorgni. Áfanginn BJÖ2A05 eða Björgunarmaður 1 í MTR er skipulagður þannig að fjarnámskeið Björgunarskólans raðast hvert á eftir öðru á vikurnar með verklegum þætti þegar við á. Nemendur sjá sjálfir um að hlusta á fyrirlestrana þegar þeim hentar en mæta hins vegar í tvöfaldan tíma á föstudögum þar sem tækifæri gefst til að ræða um efni vikunnar og bera saman bækur sínar. Því til viðbótar hittist hópurinn oft í verkefnatímum skólans og leysir þau verkefni sem þarf í tengslum við námið. Til að fylla upp í það tímamagn sem 5 framhaldsskólaeininga áfangi kveður á um þurfa nemendur að auki að skila 25 klukkustunda vinnu með björgunarsveit á önninni. Þeir fá blað þar sem þeir þurfa að skrifa hvað var gert og hvenær ásamt því að fá kvittun frá björgunarsveitinni. Hópurinn tekur reglulega verklegar æfingar á efni námskeiðsins og hittist þá undir leiðsögn björgunarsveitar sem kvittar í kjölfarið
Námið er bæði bóklegt og verklegt og fer fram innandyra sem úti í náttúrunni. á blöð nemenda. Einnig auglýsa björgunarsveitirnar og umsjónarmaður námsins ef æfingar eru framundan sem nemendur geta tekið þátt í og fyllt þannig upp í þessar 25 klukkustundir sem upp á vantar. Rétt er að taka fram að það eru Björgunarsveitin Dalvík, Björgunarsveitin Tindur Ólafsfirði og Björgunarsveitin Strákar Siglufirði sem standa að baki þessu námi ásamt Björgunarskólanum og MTR. Án þeirra væri þetta vart gerlegt!
Ungur nemur, gamall temur – og öfugt Alls eru 16 nemendur skráðir í þennan áfanga og er kynjaskiptingin 1/3 konur og 2/3 karlar. Flestir eru búsettir í Ólafsfirði, eða átta nemendur, fimm koma frá Siglufirði og þrír koma frá Dalvík. Aldursdreifingin nær frá 17 ára upp í 55 ára og er 1/3 nemenda fólk sem eingöngu er skráð í þennan áfanga, þ.e. er ekki formlegir framhaldsskólanemar. Það er því fín breidd
í hópnum og góð blanda af „gömlum“ reynsluboltum og ungum efnivið. Ekki eru allir skráðir í björgunarsveit þar sem ekki er skilyrt að svo sé, en allir þurfa að inna af hendi þessar 25 klukkustundir í vinnu með sveit ætli þeir að fá áfangann metinn til eininga. Fyrsta námskeiðið sem farið var í gegnum var Ferðamennska. Í tengslum við hana kom hópurinn saman eitt kvöld í húsnæði björgunarsveitar og æfði sig í að tendra mismunandi gerðir af prímusum. Þegar búið var að kynna sér vel hvernig þeir virka var farið í að hita sér vatn í kakó. Afar gaman og gagnlegt að æfa sig í þessum grunnatriðum. Strax að lokinni Ferðamennsku tók Rötun við. Í tengslum við hana kynntu nemendur sér kort og áttavita og æfðu sig í lestri á þeim. Einar Eysteinsson, yfirleiðbeinandi í Ferðamennsku og rötun, kom svo norður í snjóinn í Ólafsfirði og tók hópinn í verklega rötun í fallegu en köldu veðri í febrúar. Nemendur fengu eitthvað
Kátur hópur með „sérfræðingi að sunnan“. Björgunarmál
19
mennska, Fjarskipti, Snjóflóð og Leitartækni áður en sumarfríið tekur við og endanlegu markmiði verður náð.
Einn fyrir alla – og allir fyrir einn! Eitt af því sem mér hefur fundist standa upp úr varðandi þetta nám er að í það sækir ekki bara unga fólkið á framhaldsskólaaldri heldur líka þeir sem eldri og reynslumeiri teljast. Það er hreint út sagt frábært að þeir sjái ekki eingöngu tækifæri í náminu heldur nýti sér líka. Fyrir vikið skapast mikil breidd í hópnum hvað varðar aldur og reynslu sem gerir lærdóminn ríkari. Annað sem gerir námið gefandi er mikil samheldni og hjálpsemi innan hópsins. Allir hjálpast að við að læra, skilja og æfa sig, og hafa til þess dyggan stuðning frá björgunarsveitunum þremur og ekki hvað síst Björgunarskólanum, en starfsmenn hans hafa verið duglegir við að fylgjast með hópnum og heimsækja hann þegar færi hefur gefist. Það er ómetanlegur stuðningur við hópinn og virkilega hvetjandi, bæði fyrir nemendur og starfsmenn MTR, að finna áhugann sem náminu er sýndur. Að sama skapi er það Menntaskólanum á Tröllaskaga afar dýrmætt að þessir aðilar, Björgunarskólinn og björgunarsveitirnar þrjár, hafi tekið jafn vel í að styðja þetta framtak skólans að bjóða upp á Björgunarmann 1 sem valgrein innan skólans. Það er ómetanlegt að hafa slíkt bakland og án þess væri þetta ekki gerlegt. Óskastaða MTR er sú að þetta takist það vel til að valáfanginn BJÖ2A05 sé kominn til að vera og jafnvel að hann verði tekinn upp í öðrum framhaldsskólum. Að náminu koma margir aðilar, þ.m.t. leiðbeinendur Björgunarskólans. Freyr Ingi Björnsson er einn af þeim. af „misvísandi“ fyrirmælum frá leiðbeinandanum en þrátt fyrir að sumir nemendur væru komnir langleiðina yfir í Héðinsfjörð og aðrir snerust aðeins of lengi í hringi náðu allir „áttum“ að lokum og luku verklega þættinum með prýði. Fyrsta hjálp 1 tók við þegar Rötun var lokið og hélt hópurinn áfram að hjálpast að við að æfa sig og vinna verkefnin saman. Baldur Ingi Baldursson frá Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit kom og leiðbeindi okkur með verklega hlutann einn fallegan laugardag í mars. Sama dag var haldin snjóflóðaleitaræfing fyrir leitarhunda í Ólafsfirði og bærinn því fullur af lífi fyrir utan gluggann. Það var þó enginn með hundshaus yfir því að þurfa að æfa fyrstu hjálpina innandyra enda fékk hópurinn að kynnast afleiðingum snjóflóðs, þótt ekki væri það úti undir berum himni. Að sama skapi fékk hópurinn að kynnast afleiðingum þess að borða skemmdan mat, þótt það hafi EKKI verið sveitti hamborgarinn sem hópurinn fékk sér í hádegishléinu! Eftir daginn voru sumir orðnir fullnuma í að leika sjúkling á meðan aðrir höfðu fundið móðureðlið kvikna með litlu dúkkuna í höndum sér.
Enn aðrir drógu andann léttar, ýmist af því þeir höfðu fengið að reyna skagfirska loftið í öndunarbelgnum, eða af því þeir gátu loksins andað á eigin takti! Allir fóru sáttir heim og öllu fróðari. Þegar þetta er skrifað stendur Björgunarmaður í aðgerðum yfir og eftir það tekur Öryggi við sjó og vötn við. Framundan eru svo einnig Fjalla-
Út fyrir þægindarammann – þú líka! Það er alltaf stórt skref að stíga út fyrir þægindarammann og láta reyna á sig á nýju sviði. Það getur verið átak að stíga skrefið í átt að því að láta drauma sína rætast en lífið er líka stutt og tækifærin þarf að grípa þegar þau gefast. Fyrir mér var valáfanginn BJÖ2A05 eða Björgunarmaður 1 í MTR tækifærið sem ég þurfti til að láta einn af mínum draumum rætast. Það eina sem ég þurfti að gera var að taka skref út fyrir þægindarammann og í átt að markmiði mínu. Fyrst ég gat það þá getur þú það – láttu drauma þína rætast!
Virðulegur varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar á fullri ferð niður hlíðina. 20
Björgunarmál
PIPAR\TBWA • SÍA • 112120
Montana er útivistartæki seM hentar í bílinn, Mótorhjólið, vélsleðann, bátinn og gönguna. tæki seM fer hvert seM er!
Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is
Garmin Montana er vatnshelt tæki með 4“ skjá sem hafa má bæði lárétt og lóðrétt. Mikil upplausn í skjá og stillimöguleikar gera Montana að einum skemmtilegasta ferðafélaganum. Tækið sýnir öll örnefni, hæðarlínur og landslag með skuggum, sem gefur kortinu aukna dýpt. Hægt er að skanna kort og loftmyndir og setja í tækið ásamt því að geyma nær ótakmarkað af ferlum, 4.000 vegpunkta og 200 leiðir. Montana er einnig til með 5MP myndavél. Söluaðilar um allt land – sjá www.garmin.is
Frá aðgerðastjórn. Myndin tengist efni greinarinnar ekki beint.
Er samstarf lögreglu Í kjölfar leitar björgunarsveita að Matthíasi Mána Erlingssyni, fanga á LitlaHrauni, í desember síðastliðnum hefur orðið nokkur umræða innan félagsins um hlutverk björgunarsveita í starfi fyrir lögreglu. Í þessari grein mun ég reyna að draga saman þá umræðu og skýra aðkomu að þessari umræddu aðgerð auk þess að skoða samskipti við lögregluyfirvöld í aðgerð vegna björgunar á sauðfé á Norðurlandi haustið 2012. Lögreglan er sá opinberi aðili sem stjórnar flestum aðgerðum björgunarsveita á landi, hvort sem um litlar staðbundnar aðgerðir ræðir eða stórar almannavarnaaðgerðir. Því er nauðsynlegt, þrátt fyrir að mál hafi skýrst mikið á árinu 2003 með setningu laga um björgunarsveitir og reglugerðar um samskipti lögreglu og björgunarsveita við leit og björgun á landi, að halda þessari umræðu lifandi og upplýsa aðila um hvað er og þarf að gerast í þessum samskiptum. Leitin að Matthíasi Mána Erlingssyni Mánudaginn 17. desember strauk Matthías frá fangelsinu á Litla-Hrauni. Fram kom í fjölmiðlum að hann hefði gert það með því að klifra yfir girðingu þar sem öryggismyndavélar voru bilaðar og horfið á braut. Miðvikudaginn 19. desember óskaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu eftir því við Landsstjórn björgunarsveita að hafin yrði leit í næsta nágrenni við fangelsið. Ástæða þess var ein af þeim sviðs-
myndum sem lögregla hafði gert um hugsanlega atburðarás. Var möguleiki á að hann hefði komist yfir girðingu slasast og gæti þess vegna legið í nágrenni við fangelsið eða ætlað að taka eigið líf eftir flóttann. Eðlilega voru menn hugsi við þessa beiðni, það er sjaldgæft að björgunarsveitir séu notaðar við leit að sakamönnum og strokuföngum. Þó eru til a.m.k tvö dæmi um það, annað er leit sporhunds ásamt sérsveitarmönnum lögreglu að slóð ræningja í kjölfar
bankaráns í Reykjavík í desember 1995 og hitt er þegar hundaþjálfari sporhunds úr Hafnarfirði afvopnaði morðingja á Skeiðarársandi árið 1982. Fulltrúar landsstjórnar ræddu við lögreglu sem fullvissaði þá um að reynt yrði að forðast að björgunarsveitarmenn settu sig í hættu við leitina, m.a. með því að lögreglumenn fylgdu öllum hópum og myndu kanna alla þá staði sjálfir þar sem hugsanlegt væri að hinn týndi væri í felum. Leit þessi var mjög takmörkuð og var unnin af björgunarsveitarmönnum af svæði 1 og 3. Menn eru sammála því að leit þessi var mjög sérstök, en okkar fólki tókst að finna vísbendingar og áætlaða leið hins týnda. Einnig var hægt að minnka líkur á að hinn týndi væri ósjálfbjarga eða látinn í nágrenni við fangelsið. Vissulega var þetta ekki áhættulaus aðgerð en lögregla taldi að ef hinn týndi hefði gert eins og sviðsmynd þeirra gerði ráð fyrir væri hann ekki vopnaður og líklega ósjálfbjarga. Leitað var seinnihluta dags 19. desember og síðan fóru leitarmenn aftur í sporarakningar þann 20. desember. Ekki komu björgunarsveitir meira að leitinni, en Matthías gaf sig fram þann 24. desember. En er þetta okkar hlutverk? Við því er ekki einfalt svar og verður að vega og meta í hverju tilfelli. Út frá sviðsmynd lögreglu var þetta leit sem við teljum okkar sérsvið og vissulega tókst okkar fólki að finna vísbendingar um ferðir hins týnda. Einnig var allt gert til að tryggja öryggi okkar fólks, en eðlilegt er í ljósi þess að Matthías var vopnaður þegar hann kom fram, að fólk spyrji hvort við eigum að taka þátt í svona aðgerðum. Aðkoma okkar að þessari aðgerð Björgunarmál
23
Þorsteinn Þorkelsson, formaður landsstjórnar björgunarsveita
og björgunarsveita ekkert mál?
í ráðum. Það virðist nú hafa verið skrítið samráð, eins og kom fram, m.a. á vinnufundi landsstjórnar með svæðisstjórnum í nóvember 2012. Einnig komu fram vandamál varðandi túlkun á samkomulagi um heildarskipulag hjálparliðs almannavarna. Er það mat landsstjórnar að nauðsynlegt sé að endurskoða þetta samkomulag sem var undirritað haustið 2012. Hvað veldur þessum erfiðleikum? Kannski er það sú staðreynd að landsstjórn hefur komið fram gangrýni á einstaka þætti í samhæfingu stærri aðgerða eins og við eldgos í Grímsvötnum og hlaup í Múlakvísl. Landsstjórn taldi sig vera að rýna til gagns, en tilfinning okkar er sú að gagnrýni okkar hafi fallið mönnum illa.
Hvað getum við lært af þessu?
var réttlætanleg en ekki sjálfsögð, fyrr en samtal hafði farið fram milli okkar stjórnenda og lögreglu.
Annað dæmi um samstarf Annað dæmi um nýlegan samstarfsflöt við lögreglu á síðustu misserum er aðkoma björgunarsveita að leit og björgun sauðfjár í Þingeyjarsýslu á haustdögum 2012. Þar var ákveðið af staðaryfirvöldum að skilgreina neyðarstig samkvæmt skipulagi almannavarna.
Í kjölfarið fór í gang undarleg atburðarás sem hefur haft mikil áhrif á það traust sem ríkir milli almannavarnadeildar og landsstjórnar björgunarsveita. Greiningarvinna, sem almannavarnadeild sendi mannskap til að gera, var unnin á mjög undarlegan hátt en kom ekki á óvart í ljósi sambærilegrar vinnu sem gerð var í kjölfar eldgoss í Grímsvötnum. Þó var okkur í þetta skiptið sagt frá að þetta ætti að gera og reiknuðum með að okkar fólk á einstökum svæðum yrði haft með
Sportbúð Errea - Dugguvogi 3 - 104 Reykjavík
Þessi tvö dæmi sem nefnd eru hér að framan sýna okkur svo ekki verður um villst að samstarf lögreglu og björgunarsveita er ekki alltaf sjálfsagt og einfalt. Sem betur fer þarf sjaldan að hugsa mikið um þennan þátt í starfi okkar. Við bregðumst við að beiðni lögreglu og hlutir fara strax í kunnar skorður. En stundum þarf að setjast niður, draga andann og ræða málin áður en blásið er til aðgerða. Í leitinni að Matthíasi var það gert á réttan hátt og okkar fólk ekki kallað út fyrr en niðurstaða var fengin. Í aðgerðum vegna björgunar á sauðfé á Norðurlandi má leiða líkum að því að fyrri aðgerðir hafi haft undarleg áhrif á þróun þeirrar atburðarásar og nauðsynlegt er fyrir landsstjórn og almannavarnadeild að tala út um þau mál til að tryggja að traust ríki milli aðila. Ef ekki mun það hafa áhrif þá sem síst skyldi.
Opnunartími: Mán/Fim 10:00-17:00 Fös 10:00-16:00 Vefverslun: www.errea.is
Sportbúð Errea býður upp á mikið úrval af vönduðum vörum frá MAMMUT: Snjóflóðaýlar - stangir - skóflur - hjálma - klifurbúnað - línur - ísexi. Snjóflóðabakpoka, svefnpoka frá Ajungilak. Og margt fleira.
Sportbúð Errea - Dugguvogi 3 - 104 Reykjavík
24
Björgunarmál
Opnunartími: Mán/Fim 10:00-17:00 Fös 10:00-16:00 Vefverslun: www.errea.is
Öruggari öryggishnappur
PIPAR\TBWA • SÍA • 121770
Hjúkrunarfræðingar alltaf á vakt
Öryggismiðstöðin er eini þjónustuaðili öryggishnappa sem er með hjúkrunarfræðinga í stjórnstöð á símavakt
Ef þú ert með hnapp frá öðrum þjónustuaðila, er einfalt að skipta. Hringdu í síma 570 2400 og kynntu þér málið.
allan sólarhringinn. Hjúkrunarfræðingar eru til ráðgjafar fyrir hnapphafa auk þess að vera stuðningur við öryggisverði í útköllum. Auk þess fylgir hverjum nýjum hnappi reykskynjari sem er beintengdur stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar.
Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn
Öryggishnappur Heimaþjónusta
Ferðaþjónusta
Hjálpartæki
Aðlögun húsnæðis
Þyrla með sex mótorum sem hefur reynst vel í prófunum.
Notkun ómannaðra
loftfara við leit og björgun Landsbjörg - leitarkerfi
Bryndís Jóna Magnúsdóttir
Landsbjargar leitarkerfið er hannað að frumkvæði UAV-Iceland ehf. og er nú samstarfsverkefni ýmissa aðila. Það byggist á notkun ómannaðra loftfara sem t.d. auka virkt leitarsvið björgunarmanna til muna. Ekki er vitað til þess að sambærilegt kerfi sé til í heiminum og er því um brautryðjendastarf að ræða sem gæti valdið byltingu í björgunarstarfi. Verkefnið hefur þegar vakið mikla athygli hér á landi sem og erlendis en sérstaða hinnar fjölbreyttu íslensku náttúru og veðurfar hér á landi er einkar heppilegt fyrir prófanir á kerfinu og þróunarvinnu. Hvað eru ómönnuð loftför? Ómönnuð loftför eða UAS (Unmanned Aerial System) eru, eins og nafnið gefur til kynna, flugtæki þar sem enginn stjórnandi er um borð. Þau eru til í ýmsum stærðum og gerðum, bæði með vængjum og þyrluspöðum. Loftförin hafa lengst af tengst hernaði en hafa hin síðari ár orðið aðgengilegri þeim sem vilja nota þau í öðrum tilgangi, s.s. til rannsókna, eftirlits 26
Björgunarmál
og björgunarstarfa. Þau geta t.d. verið samskiptagáttir á svæðum þar sem önnur samskiptakerfi liggja niðri eða flókin flugför útbúin öflugum skynjurum til leitar. Enn sem komið er hafa nógu öflug og áreiðanleg loftför verið flestum björgunarsveitum of kostnaðarsöm og hafa því ekki náð mikilli útbreiðslu. Að þróa ómannað loftfar frá grunni er flókin, dýr og tímafrek framkvæmd. Slík frumþróun er því ekki endilega fjár-
hagslega fýsilegur kostur fyrir þá sem vilja notfæra sér þá möguleika sem notkun UAS býður upp á. Í dag eru allmargir framleiðendur sem bjóða upp á fullnægjandi grunnbúnað, sem síðan má þróa áfram til sérhæfðra verkefna eins og Landsbjargarleitarkerfið.
Leitarkerfið og íslenskar björgunarsveitir Sumum gerðum ómannaðra þyrla og flugvéla er hægt að beita við SAR verkefni en skoðun hefur leitt í ljós að ekkert sérstakt hefur verið gert til að búa til heildstætt kerfi. Á Íslandi eru kjöraðstæður til að þaulprófa þann búnað sem nota á svo hann standist þær kröfur sem gerðar eru. Fjölbreytt landslag og veðurskilyrði auk mikillar reynslu íslenskra björgunarsveita eru algjör lykilatriði í þessu sambandi. Í Landsbjargarkerfinu eru notaðar tilbúnar grunneiningar sem eru aðlagaðar og endurbættar með hliðsjón af íslenskri sérþekkingu og prófunaraðstæðum sem samræmast fjölbreyttum kröfum íslenskra björgunarsveita.
Markmið með kerfinu Markmiðið með verkefninu er að hanna, þróa og prófa leitarkerfi, sem byggð eru á möguleikum ómannaðra
Hlutar af hitamyndum úr 25m og 50m hæð. FLIR nemi með lítilli upplausn. Gatewing X100: Gatewing X-100 UAS.
loftfara, sem geta aukið afkastagetu björgunarsveita. Í stað þess að byggja á fáum dýrum loftförum er notast við margar ódýrar og samtengdar þyrlur sem mynda heildstætt kerfi. Einstaklingar í leitarhópi væru þá hver um sig í þráðlausu sambandi við þyrluflugfar sem fylgir þeim eftir í 25-50 metra hæð án þess að þeir þurfi sérstaklega að huga að stýringu þess. Þyrlurnar geta verið útbúnar þeim tækjabúnaði sem hentar við tilteknar aðstæður, með tilliti til landslags, birtu, veðurs o.s.frv. Þær geta þá ýmist tekið upp venjuleg myndbönd eða myndir, innrauðar- eða hitamyndir, allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Upplýsingar eru svo sendar á skjá í móttökutæki leitaraðilans og áframsendar, ef aðstæður leyfa, eftir þeirri samskiptakeðju sem ákveðin hefur verið.
Forsendur ICE-SAR verkefnisins Forsendur verkefnisins eru margþættar. Fyrst og fremst er leitast við að þróa flugfar sem stenst grunnkröfur um flughæfni og -getu. Kostnaði þess þarf að stilla í hóf svo að sá þáttur komi ekki í veg fyrir notkun þess. Notendur eiga ekki að þurfa að óttast kostnaðinn sem hlýst af því að flugfarið verði fyrir skemmdum eða að það glatist. Reynsla við björgunaraðgerðir er nauðsynleg, því flugförin þarf að gæðaprófa við allar mögulegar aðstæður, og sömuleiðis tækniþekking þátttakenda í verkefninu svo hægt sé að aðlaga og endurbæta tækin svo þau standist gæðakröfur. Auk þess þarf að vera til staðar tækniþekking til þess að útfæra þær samskipta- og stjórnunarlausnir sem kerfið mun þurfa þegar fram líða stundir. Nánar skilgreint eru forsendur verkefnisins þessar: • Flugfar, þyrla með 4-8 spöðum, sem stenst kröfur um flughæfni. • Flugfar, sem er á ásættanlegu verði • Tækniþekking þátttakenda, svo hægt sé að útfæra þær tækni-, samskipta- og stjórnunarlausnir sem SAR kerfið krefst. • Aðstæður á Íslandi, veðurfarslegar og landfræðilegar, svo hægt sé að framkvæma prófanir við nánast öll hugsanleg skilyrði.
• SAR reynsla og innviðir, sem þarf til að setja upp allar hugsanlegar aðstæður sem nauðsynlegt er að fara í gegnum við prófanir á kerfinu.
Þættir verkefnisins Verkefnið skiptist í aðalatriðum í þrjá þætti: val á grunnbúnaði, þróun og aðlögun þess búnaðar og forritun og þróun á stýri- og samskiptahugbúnaði. Hvað grunnbúnaðinn varðar hafa nokkrar tegundir af flugförum verið prófaðar, sem eru innan marka þeirra forsendna sem lagðar hafa verið og er nú til staðar sá búnaður sem verður prófaður. Við prófanir þarf að meta eftirfarandi þætti með tilliti til áframhaldandi þróunar: - Grunnfluggetu án nokkurra breytinga - Endingu rafhlaða án farms - Endingu rafhlaða með farmi - Hversu nákvæmt flugfarið fylgir notanda þess - Stöðugleika gagnatengils - Gæði gagna - Getu móttökutækis Þróa þarf stjórnunar- og samskiptakerfi og huga að tengingu við líkanagerð auk þess sem vinna þarf að aðlögun og
annarra ómannaðra flugfara sem fljúga munu hærra og yfir stærra svæði. Með upplýsingum frá flugförunum er hægt að útbúa samsettar ljósmyndir og þrívíð líkön. Sömuleiðis er unnið að aðlögun mynstursgreiningar hugbúnaðar.
Ávinningur verkefnisins Ávinningurinn af kerfinu getur verið margvíslegur. Með því eykst virkt leitarsvið hvers björgunarsveitarmanns til muna, sérstaklega við aðstæður þar sem skyggni er takmarkað vegna birtu eða landslags. Þegar upplýsingar eru sendar til stjórnstöðvar er hægt að vinna frekar úr gögnunum og með mynstursgreiningu er hægt að greina heita punkta með innrauðum og hitamyndavélum og þannig hægt að ná skjótari árangri. Hugbúnaðurinn sem í dag er notaður til að útbúa samsettar ljósmyndir og þrívíddarlíkön er orðinn það hraðvirkur að hægt er að útbúa upplýsingar um aðstæður á meðan á leit stendur. Þetta á sérstaklega við þar sem gögn um landslag eða byggingar eru ekki lengur nákvæmar, t.d. vegna jarðskjálfta eða snjóflóða. Upplýsingarnar myndu einnig veita öðrum þátttakendum í leit mikilvægar upplýsingar, t.d. þyrlum Landhelgisgæslunnar. Öll loftförin eru útbúin GPS og þannig er hægt að skrásetja feril þeirra og setja beint inn í Sitewatch og annan greiningarhugbúnað.
Takmarkanir
samþættingu mismunandi kerfa sem þegar eru til staðar og forritun á nýjum lausnum. Unnið verður að samþættingu þess hugbúnaðar sem notaður er til leitar og SiteWatch ferilvöktunarkerfisins. Þannig er hægt að fylgjast með flugferli tækisins og áætlaðri yfirferð. Einnig verður farið í samspil Landsbjargar-leitarkerfisins og
Öll kerfi eru háð takmörkunum og þær prófanir sem nú eru að hefjast eiga að greina þær og finna lausnir á þeim. Bæði verður leitast við að bæta getu hvað varðar flugtíma, burðargetu og fluggetu með tilliti til vindhraða, en einnig að bæta tæknilegar lausnir eftir því sem þarfir eru greindar.
Tenging við önnur UAS Eitt af þeim viðfangsefnum sem þarf að leysa eru samskipti milli einstakra tækja og miðlægra stjórnstöðva. Notkun háfleygari loftfara með mikilli fluggetu kemur þar til greina sem fjarskiptagátt. Ómönnuð Björgunarmál
27
Samstarfsaðilar við verkefnið
loftför geta einnig verið mjög gagnleg við önnur verkefni en björgun. Hafin er vinna við töku loftmynda með Trimble Gatewing X-100 flugvél og mun sú vél og aðrar svipaðar nýtast til að kortleggja svæði sem eru erfið eða hættuleg yfirferðar, s.s. sprungusvæði. Vonir standa til að Landsbjargar-leitarkerfið muni
stórbæta vinnuaðstæður og árangur björgunarsveita við björgunaraðgerðir. Ljóst er að hér er á ferð afar spennandi þróunarverkefni á sviði nýsköpunar og ef vel tekst til má búast við að samstarfsaðilar verði framarlega á þessu sviði.
Þróun leitarkerfisins og sala á því er samstarfsverkefni nokkurra aðila, sem leggja til sína sérþekkingu til verkefnisins. Landsbjörg UAV Iceland er brautryðjandi í notkun ómannaðra flugfara á Íslandi. Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, á Ásbrú í Reykjanesbæ. Tæknifræðideild skólans býður upp á nám í mekatrónik hátæknifræði. Þar er m.a. lögð áhersla á þekkingu í hönnun, gerð og viðhaldi vélbúnaðar búnum rafeinda- og hugbúnaðarstýringum. Samsýn er íslenskt upplýsingatæknifyrirtæki sem hefur lagt áherslu á þróun og samþættingu kerfa fyrir viðbragðsaðila og neyðarþjónustur. Kortagerð og landupplýsingakerfi (GIS) eru umfangsmiklir þættir í starfssemi fyrirtækisins og eru vefkort Samsýnar notuð af nánast öllum leitar- og björgunaraðilum landsins í flotastjórnunarkerfinu SiteWatch. EFLA / Verkfræðistofa Suðurlands hefur unnið við mælingar og kortagerð til fjölda ára. Mörg verkefni fyrirtækisins eru við erfiðar aðstæður og er því þróun tækja sem auka öryggi starfsmanna og viðskiptavina þess mjög mikilvæg. Margir starfsmenn fyrirtækjanna eru og hafa verið í björgunarsveitum og sem slíkir komið að björgunarstörfum. University of Alaska Fairbanks starfrækir fullkomna tilraunaaðstöðu fyrir ómönnuð flugför og er leiðandi aðili í prófunum og ráðgjöf á þeim vettvangi. SNAP: Scenarios Network for Alaska & Arctic Planning starfrækir eftirlits- og rannsóknarstöðvar til að fylgjast með breytingum í umhverfinu og gera viðbragðsáætlanir vegna ófyrirséðra atburða. 3DRobotics er framleiðandi ómannaðra flugfara.
Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg
SANDUR - MÖL - UPPFYLLINGAREFNI SÆVARHÖFÐI 33 - REYKJAVÍK - SÍMI 557 2000
Rétt gleraugu fyrir allar aðstæður
SANDUR - MÖL - UPPFYLLINGAREFNI SÆVARHÖF‹I 33 - REYK JAVÍK - SÍMI 557 2000
www.eskja.is 28
Björgunarmál
Grindavík, Hafnarfjörður, Höfn, Ísafjörður, Reykjanesbær, Sandgerði www.fms.is
Heilsulindir í Reykjavík
r i r y F a m a lík ál s g o
op nar sn e m m a í öl lu m ve ðr um
fyrir alla fjölsky lduna
í þí n u hv erf i
Polaris Widetrak og SLT Touring.
Vélsleðar Gísli Páll Hannesson Kyndli Mosfellsbæ
sífellt léttari og kraftmeiri Þróun vélsleða þeirra sem björgunarsveitir nota hefur verið mikil undanfarin ár og áratugi. Í þessari samantekt er ætlunin að stikla á stóru í þeirri þróun og nota Björgunarsveitina Kyndil í Mosfellsbæ sem dæmi. Þegar ég hóf störf með Kyndli átti sveitin fjóra Arctic Cat Cheetah sleða, árgerð 1989. Þessir sleðar voru tveggja manna með góðu rými fyrir farangur en aftan á flesta þeirra voru smíðaðir kassar. Mótorarnir voru loftkældir 500 cc, ef minnið bregst mér ekki. 30
Björgunarmál
Vorum við nokkrir sem vorum í sleðaflokki sveitarinnar og ansi oft fórum við tveir og tveir saman í ferðir með mikið magn af búnaði. Sleðarnir voru með lítinn tank, tóku aðeins 20-25 lítra þannig að ávallt
þurfti töluvert magn eldsneytis að vera með í för til að við kæmumst örugglega milli staða. Við létum það þó ekki hefta okkur, fórum í ferðir á hálendið og yfir jökla. Þær tóku sinn tíma en yfirleitt var auðveldasta
Við Trölla í Veiðivötnum.
Polaris 800 Dragon og Artic Cat M5.
leið farin milli staða, t.d. frá Þingvöllum yfir Langjökul og inn á Hveravelli eða aðra nálæga skála. Ef upp kom bilun var ekkert annað til ráða en að gera við á staðnum eða bíða þess að fá senda varahluti úr bænum. Í minningunni eru þetta allt góðir og skemmtilegir túrar. Þessa sleða átti sveitin í nokkur ár eða þar til keyptir voru tveir nýir sleðar, annar var Polaris XLT Touring og hinn Polaris Indy Widetrak. Reyndust þeir ágætlega þrátt fyrir að vera báðir frekar þungir og hentuðu vel eins og við vorum að nota þá. Reyndar voru menn stundum í erfiðleikum með að stýra Widetracknum og týndist eitt og eitt búkkahjól en þetta voru góðir dráttarsleðar með nægu plássi fyrir allan heimsins búnað. Síðar bættist við Yamaha Ventura 600 Touring sleði, þægilegur ferðasleði með fína fjöðrun og bilaði aldrei.
Við Trölla í Veiðivötnum.
Eftir þessa sleða var farið í það að kaupa nýjan Widetrack auk þess sem keyptur var Polaris 700 SKS Euro sem þótti bensínsopinn ansi góður. Um tíma átti sveitin svo þrjá Yamaha 700 Ventura sleða sem reyndust vel. Þá var enn verið að aka auðveldustu leið frá a til b þótt við værum farnir að horfa ofar í brekkurnar. Aksturstækni hópsins jókst hröðum skrefum eftir heimsóknir á Tröllaskagann, fleiri æfingaferðir og heimsóknir á fjölbreyttari svæði. Til að mynda lærðu menn mikið á því að fara norður í land og aka með vinum okkar í Tindum, Ólafsfirði. Ferðasleðarnir voru ekki á heimavelli í þessum aðstæðum þannig að við hófum leit að öflugri sleðum með grófari beltum og meiri drifgetu. Næstu skref í sleðamálum hjá okkur var að kaupa einn Arctic Cat Sabercat og þrjá Polaris Switchbak sem settir voru á grófara belti og gíraðir niður þannig
að hægt væri að keyra þá hægar í erfiðara færi og í brekkum. Þá vorum við komnir úr hinum hefðbundnu ferðasleðum og í svokallaða crossover-sleða sem eru blanda af trail- og brekkusleðum. Þegar komið var á þessa sleða þá mátti fara erfiðari leiðir auk þess sem þeir virkuðu vel í púðri og erfiðu færi þar sem touring-sleðarnir sátu oft fastir. Þegar komið var að endurnýjun á Switchbak sleðunum var ákveðið að kaupa þrjá Polaris Dragon 155“ og einn Arctic Cat M 8. Var almenn ánægja með þau kaup því þarna voru komin góð tæki fyrir krefjandi aðstæður. Ekki síst þótti það ánægjulegt hversu vel þeir réðu við akstur í fjalllendi. Þyngdarpunkturinn var skemmtilega staðsettur og við hófum að fikra okkur áfram í því að skera á þeim í hliðarhalla. Þegar tími var kominn á að endurnýja þessa sleða voru keyptir Polaris Assault og eftir það varð ekki aftur snúið. Polaris Assault sleðarnir eru svokallaðir brekkusleðar með mjög löngu og grófu belti og mikilli drifgetu. Þeir gera okkur kleift að fara hærra í brekkurnar, skera hliðarhalla auk þess sem geta þeirra til að aka hægt í púður- og lausasnjó er mikil. Það er mikilvægt að geta farið hægt yfir þegar skyggni er slæmt, hafa góða drifgetu og flot í snjónum. Í dag á Björgunarsveitin Kyndill í Mosfellsbæ þrjá 155“ langa sleða og aðra þrjá 163“. Þar fáum við enn meiri drifgetu og flot. Það er mitt mat að þróun sleða hjá björgunarsveitum hafi heilt yfir verið nokkuð svipuð því sem hér er lýst. En auðvitað er alltaf einhver munur þar sem mismunandi sleðar henta þeim mismunandi svæðum sem sveitir æfa og starfa mest á. Helsta breytingin er þyngdarpunkturinn auk þess sem í dag miðar hönnunin að því að ökumaður standi á sleðanum. Þannig næst betri stjórn á tækinu. Eða eins og mætur maður sagði, þá er sætið til að tylla sér á þegar verið er að borða nestið. Tæknin við að stjórna sleðum hefur líka breyst. Sem dæmi má nefna að þegar ekið er í mjúkum snjó eða púðri er stýrið notað til að halda jafnvægi. Til að beygja sleðanum hallar ökumaður hans sér í beygjustefnu en snýr stýrinu í gagnstæða átt. Sleðarnir eru líka léttari sem skilar sér í meiri krafti á hvert kíló og þyngdarpunkturinn hefur færst nær miðju. Því hefur ökumaðurinn mun betri stjórn á sleðanum og drifgetan er meiri. Þessi þróun er þó ekki alveg gallalaus, sleðarnir eru ekki eins sterkir, krafan um léttleika kemur niður á styrknum. Björgunarmál
31
Með dönsku hundateymi.
MODEX 2013
Rústabjörgunaræfing í Danmörku Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin tók þátt í rústabjörgunaræfingu í Danmörku sem haldin var á vegum Evrópusambandsins í janúar síðastliðnum, en helsta markmið æfingarinnar var að samhæfa aðgerðir viðbragðsaðila af ólíku þjóðerni. Á hverju ári skella á heimsbyggðinni stórfelldar náttúruhamfarir og hörmungar sem krefjast alþjóðlegrar samvinnu þar sem viðkomandi yfirvöld eru þess ekki megnug að takast á við slíkar aðstæður. Samhæfingar- og mannúðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Office for Coordination and Humanitarian Affairs – UN OCHA) leikur þar lykilhlutverk, en International Search and Rescue Advisory Group (INSARAG) sem eru regnhlífarsamtök rústabjörgunarsveita innan Sameinuðu þjóðanna starfar undir stofnuninni. Almannavarnakerfi Evrópusambandsins er einnig mikilvægur hlekkur í alþjóðlegri samvinnu á hamfaratímum. Samhæfingarmiðstöð Evrópusambandsins (Monitoring and Information Centre – MIC) og samhæfingarteymi á vegum sambandsins (European Union Civil Protection Team - EUCPT) veita mikilvæga neyðaraðstoð í upphafi neyðaraðgerða um allan heim. Björn Bergmann Þorvaldsson, Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin. Myndir: Viðar Einarsson og Steinunn Gyðu-og Guðjónsdóttir. 32
Björgunarmál
Lífið samanstendur af ótal mörgum augnablikum. Sum eru eftirminnileg og sum algjörlega ógleymanleg. með því að lifa lífinu.
ZO•ON Iceland, Smáralind ZO•ON Iceland, Kringlunni ZO•ON Iceland, Bankastræti Helstu útivistarverslanir á Íslandi
www.zo-on.is
ÁRNASYNIR
Það ert þú sem skapar þessi augnablik
Alþjóðabjörgunarsveitin í lok æfingar.
Evrópusambandið leggur því mikla áherslu á æfingar og þjálfun viðbragðsaðila á vegum sambandsins til að tryggja sem best árangur af starfi þeirra þegar til kastanna kemur, enda fara aðgerðir á hamfarasvæðum fram í afar krefjandi aðstæðum, á erlendu tungumáli og iðulega í framandi menningarheimi sem eykur álag á samskipti og eru oft og tíðum mikil áskorun fyrir viðbragðsaðila. Æfingin í janúar var ein af sex æfingum sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fól Falck að skipuleggja fyrir viðbragðsaðila
Stjórnandi sveitarinnar á vettvangi. 34 Björgunarmál
á vegum sambandsins, en Falck er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í öryggismálum fyrir opinbera aðila og fyrirtæki. Allur útlagður kostnaður vegna æfingarinnar var greiddur af Evrópusambandinu. Æfingin hófst um hádegisbil föstudaginn 25. janúar síðastliðinn og lauk um hádegisbil mánudaginn 28. janúar, en hún fór að mestu fram á æfingasvæði dönsku almannavarnastofnunarinnar í Tinglev á Jótlandi. Æfingin snérist um viðbrögð við stórfelldum hamförum af völdum jarðskjálfta að styrkleika 8.1 um
250 km undan ströndum Eulands. Skjálftinn olli 10 metra hárri flóðbylgju sem skall á land og flæddi um 30 km inn í landið. Kröftugir eftirskjálftar ollu frekari skemmdum og juku á glundroðann. Sérstaklega hafði verið óskað eftir rústabjörgunarsveitum og læknum. Æfingasvæðið í Tinglev er stórt og hentar sérstaklega vel til rústabjörgunaræfinga þar sem hægt er að setja á svið afleiðingar jarðskjálfta á sannfærandi hátt. Félagar sveitarinnar voru 45, en þátttakendur í
Á fundi með heimamönnum. æfingunni fyrir utan íslensku sveitina voru sveitir frá Bretlandi og Tékklandi, auk samhæfingarteymis á vegum Evrópusambandsins (EUCPT) sem í voru sjö manns frá ýmsum aðildarríkjum sambandsins. Hlutverk samhæfingarteymis var að samhæfa aðgerðir viðbragðsaðila Evrópusambandsins, alþjóðalegra björgunarsveita og dreifingu hjálpargagna í skaðalandinu. Auk þess fékk íslenska sveitin til liðs við sig tvö hundateymi frá Danmörku. Í bresku rústabjörgunarsveitinni (UK International Search and Rescue – UK-ISAR) voru 44 félagar, en auk þess voru Bretarnir með tvo hunda. Tékkar komu með nýstofnaða læknasveit (Advanced Medical Post) sem var samsett af teymi frá háskólasjúkrahúsinu í Brno
og stjórnendum rústabjörgunarsveitar frá Prag, alls 22 félagar. Auk æfingastjórnar tók stór hópur eftirlits- og öryggisaðila þátt í æfingunni, sem og fjöldi sjálfboðaliða sem lék fórnarlömb hamfaranna, en þátttakendur voru alls um 240. Æfingin hófst við komu til skaðalandsins þar sem fram fór landamæraeftirlit og tollskoðun. Íslenska sveitin var fyrst á vettvang og þurfti því jafnframt að koma á sambandi við yfirvöld í skaðalandinu og gera ýmsar ráðstafanir samkvæmt verklagsreglum INSARAG, ásamt því að undirbúa komu annarra sveita til landsins. Landamæraeftirlit og tollskoðun tóku lengri tíma en ráð var fyrir gert, en íslenska sveitin var vel undirbúin fyrir biðina. Engar alvarlegar
athugasemdir voru gerðar við landamæraeftirlitið, en fram komu nokkrar athugasemdir við tollskoðun. Þar á meðal var sveitinni í fyrstu meinað að taka með sér fjarskiptabúnað inn í landið, en að lokum tókust samningar um að breyta tíðnum. Einnig voru gerðar athugasemdir um lyf í handfarangri. Að síðustu var haldinn fundur þar sem farið var yfir skipulag æfingarinnar og öryggismál. Stjórnandi sveitarinnar gerði ráðstafanir til að funda með yfirvöldum um stöðu mála og fyrstu viðbrögð, en fundi var ítrekað frestað. Upp úr hádegi birtist tékkneska sveitin og fast á hæla hennar kom samræmingarteymið, en síðust var breska sveitin. Stjórnendum sveitanna og samræmingarteymisins var gerð grein fyrir stöðu mála og hvaða ráðstafanir höfðu verið gerðar. Á meðan hinar sveitirnar og samræmingarteymið fóru í landamæraeftirlit og tollskoðun setti íslenska sveitin upp skráningarstöð (Reception and Departure Centre – RDC) þar sem skráning á sveitum sem komu til skaðalandsins fór fram, en samkvæmt verklagsreglum INSARAG þarf fyrsta sveitin sem kemur til skaðalandsins að taka það að sér og er aðgerðahópur sveitarinnar með búnað til að tryggja skilvirka starfsemi RDC. Jafnframt því að skrá upplýsingar um hverja sveit voru stjórnendur þeirra upplýstir um stöðu mála og fengu nánari upplýsingar um skaðalandið. Einnig var aðgerðahópurinn búinn að viða að sér ýmsum kortum af skaðalandinu til að auðvelda skipulagningu hjálparstarfsins, en upplýsingar um hamfarirnar komu fram í aðgerðagrunni OCHA (Virtual On-Site Operations Coordination Centre – OSOCC) þann
Böruburður af vettvangi. Björgunarmál
35
Vinnubúðir á vettvangi.
18. janúar. Þegar samræmingarteymið hafði lokið landmæraeftirliti og tollskoðun kom það til starfa í RDC og vann samhliða aðgerðahópnum. Þá sá fjarskiptahópur sveitarinnar um að breyta tíðnum í öllum talstöðvum nema stöðvum bresku sveitarinnar, sem voru gerðar upptækar þar sem tíðnisvið þeirra lá utan við þær tíðnir sem úthlutað var. Mjög vel gekk
að setja upp RDC, en á æfingunni reyndi ekki mikið á þennan þátt þar sem fáar sveitir voru skráðar. Fljótlega eftir að landmæraeftirliti og tollskoðun lauk fór stjórnandi sveitarinnar ásamt samræmingarteyminu til fundar við yfirvöld í bænum Aabenraa. Á fundinum var farið yfir atburðarásina, viðbrögð heimamanna og hvernig erlend aðstoð gæti nýst best til
Claus Sorensen yfirmaður mannúðaraðstoðar og 36 Björgunarmál almannavarna hjá ESB heimsækir búðir sveitarinnar.
að bregðast við vandanum. Ákveðið var að senda erlendu sveitirnar ásamt samræmingarteyminu til bæjarins Atleborg (Tinglev), en þar réðu viðbragðsaðilar heimamanna ekki við ástandið að sögn yfirvalda. Að fundi loknum var haldið til RDC og fundað með stjórnendum hinna sveitanna og stefnan síðan tekin á Atleborg. Reyndar voru akstursleiðir víða lok-
MIKIÐ ÚRVAL DEKKJA Á BETRA VERÐI - LÍTTU VIÐ Á DEKKJAHOLLIN.IS
JEPPADEKK Í MIKLU ÚRVALI
Geolandar SUV
Geolandar ATS
Geolandar HTS
Geolandar IT
Trailcutter AT
Trailcutter M+S
Trailcutter RT
Sport XHT
SX-9
Tempra
Trailcutter MT
WILD COUNTRY
XRT SPORT II
XTX SPORT
...ásamt fjölda annarra dekkja AKUREYRI Draupnisgötu 5 462 3002
EGILSSTAÐIR Þverklettum 1 471 2002
REYKJAVÍK Skeifunni 5 581 3002
REYKJAVÍK Skútuvogi 12 581 3022
aðar, þannig að fara þurfti krókaleiðir til að hitta vettvangsstjóra heimamanna. Íslenska sveitin var fyrst á vettvang, en það reyndist erfitt að fá upplýsingar frá vettvangsstjóranum sem hafði mestan áhuga á að ræða við samræmingarteymið sem birtist seint og síðar meir. Fljótlega kom í ljós að samræmingarteymið var illa undirbúið fyrir þau verkefni sem það átti að sinna og var reyndar illa undirbúið að öllu leyti, án matar og alls búnaðar. Íslendingar og Bretar tóku því að sér að skipuleggja fyrstu verkefnin sem var ástandsskoðun bæjarhlutans sem sveitunum var úthlutað (reconnaissance – recon) og staðarval fyrir búðir sveitanna, en Tékkarnir héldu sig til hlés. Ástandsskoðunin gekk þokkalega þrátt fyrir að björgunarmenn yrðu fyrir töluverðu áreiti. Strax í upphafi var mikil og góð samvinna milli íslensku og bresku sveitanna og voru báðar sveitir sveigjanlegar í að vinna þau verkefni sem þeim var falið til að hámarka árangur erfiðisins. Samhliða ástandsskoðuninni var aðstoðarstjórnandi sveitarinnar ásamt búðahópi í könnunarleiðangri með bresku sveitinni til að velja hentuga staðsetningu fyrir búðir sveitanna. Skoðaðir voru þrír möguleikar sem vettvangsstjóri heimamanna hafði bent á. Sveitirnar sammæltust um staðsetningu nærri vinnusvæðinu, en þrátt fyrir það þurfti í upphafi að fara krókaleiðir til vinnusvæðisins vegna lokana. Uppsetning búða gekk fljótt og vel fyrir sig. Komið var á átta tíma vöktum og fór helmingur sveitarinnar í hvíld um miðnætti þannig að fyrsti vinnudagurinn var langur hjá þeim sem tóku fyrstu vaktina. Íslenska sveitin var í fyrsta skipti að nota eyðublöð sem eru til skoðunar hjá INSARAG, en hafa ekki verið formlega samþykkt. Óskað hafði verið eftir því að eyðublöðin yrðu notuð á æfingunni til að fá reynslu af notkun þeirra. Í heildina tekið reyndust eyðublöðin vel, en ýmsir agnúar komu fram sem þarf að skoða betur, þar á meðal er hefðbundið hnitakerfi ekki notað. Ástandsskoðunin leiddi í ljós að margar byggingar í bænum höfðu skemmst illa í eftirskjálfta þann 24. janúar og fjöldi fólks var fastur í rústum þeirra. Þá höfðu vegir, brýr og aðrir innviðir samfélagsins orðið illa úti. Að lokinni ástandsskoðun hafði íslenska sveitin tilgreint fimm rústir þar sem líklegt væri að fólk væri að finna á lífi. Sveitin skilaði síðan eyðublöðum sínum til samræmingarteymisins sem hafði komið sér fyrir í aðgerðastjórnunartjaldi íslensku sveitarinnar, en teymið forgangsraðaði rústabjörgunarverkefnunum frá báðum sveitum og setti síðan saman áætlun um fyrstu verkefnin. Samkvæmt verklagsreglum INSARAG féll það í hlut íslensku sveitarinnar að setja upp aðgerðastjórn fyrir samræmingarteymið (On-Site Operations Coordination Centre – OSOCC), en aðgerðahópur og fjarskiptahópur aðstoðuðu teymið. Teymið fékk því aðgerðastjórnunartjald, fjarskiptabúnað og annan búnað íslensku sveitarinnar til afnota á æfingunni. Búnaðurinn stóð að mestu leyti undir væntingum, en tjaldið er ekki hentugt við vetraraðstæður. Þegar leið á æfinguna var settur hitablásari í tjaldið til að verma upp samræmingarteymið sem var illa klætt í kuldanum. Þá óskuðu Bretarnir eftir því að tjaldið yrði sett upp við hliðina á þeirra aðgerðastjórnunar38
Björgunarmál
tjaldi því þar var netsamband hægvirkt, en á seinni stigum æfingarinnar var samið um aðgang að hraðvirkara neti. Aðgerðahópurinn var jafnframt tengiliður við samræmingarteymið og hafði því góða yfirsýn á aðgerðina sem skiptir öllu máli í aðgerðum sem þessum. Aðgerðahópurinn var hins vegar illa nýttur og fékk fá verkefni þrátt fyrir að samræmingarteymið virtist ekki nógu vel þjálfað fyrir verkefnið og hefði getað nýtt sér betur þekkingu og reynslu aðgerðahópsins. Íslenska sveitin fékk verkefni í öllum fimm rústunum á sínu svæði, en auk þess var sveitinni falin fjögur sértæk verkefni utan vinnusvæðisins, en sveitin bjargaði 26 manns sem allir voru á lífi. Það var samdóma álit allra að rústabjörgunarverkefnin hafi verið vel útfærð af æfingarstjórn og allar aðstæður til æfinga hafi verið til fyrirmyndar. Þá var samvinna við Bretana mjög góð, til dæmis skiptust sveitirnar á búnaði í staðinn fyrir að færa búnað sinn á milli svæða þegar skipta átti um svæði á sunnudeginum. Hins vegar er ljóst að endurskoða þarf vaktafyrirkomulag rústahópanna, en hingað til hefur verið gert ráð fyrir 12 tíma vöktum. Eðlilegra væri að gera ráð fyrir styttri vöktum og skoða jafnvel þrískiptingu vakta og blanda rústahópunum saman, en á æfingunni unnu tveir hópar á átta tíma vöktum. Þá þarf að útbúa og æfa verkferla fyrir nýju eyðublöðin frá
INSARAG, en jafnframt er rétt að skoða hvort ekki sé rétt að taka upp hefðbundin greiningarspjöld í útköllum. Einnig vantar skilvirkara bókhald yfir vinnu og hvíldartíma. Að æfingunni lokinni fékk sveitin umsögn frá eftirlitsaðilum sem höfðu fylgt sveitinni eins og skugginn frá upphafi til loka. Að mati þeirra var sveitin vel undirbúin fyrir æfinguna og stóðst fyllilega markmið hennar, en þeir töldu sveitina vinna þau verkefni sem henni voru falin á skilvirkan, en jafnframt sveigjanlegan hátt. Stjórnun sveitarinnar var mjög góð að þeirra mati og fékk stjórnandi hennar einnig mjög góða umsögn. Að mati þeirra voru félagar sveitarinnar ekki einungis vel þjálfaðir, heldur skildu þeir hlutverk sitt til hlítar og voru kappsamir alla æfinguna, en síðast en ekki síst nefndu þeir að liðsandinn í sveitinni hefði ávallt verið góður. Framundan er hefðbundin voræfing sveitarinnar í maí næstkomandi og endurúttekt sveitarinnar sem líklega fer fram í maí 2014. Áður en til þess kemur verður handbók sveitarinnar og verklagsreglur uppfærðar til samræmis við stefnumótun sveitarinnar á síðasta ári. Þá er einnig gert ráð fyrir úttektaræfingu næstkomandi haust. Æfingin í Danmörku er því gott veganesti í þessum undirbúningi fyrir endurúttekt og stefnir sveitin á æfingar erlendis á tveggja ára fresti.
Hafðu bankann í vasanum Á L.is kemstu alltaf í bankann. Allar helstu aðgerðir í netbanka – millifærslur, yfirlit bankareikninga, greiðsla reikninga og margt fleira – eru aðgengilegar á L.is auk upplýsinga um markaði, gjaldmiðla og stöðu Aukakróna.
Betri netbanki á L.is
Fyrir flesta nettengda síma
Í netbanka L.is getur þú stundað öll almenn bankaviðskipti með farsímanum, hratt og örugglega.
L.is nýtir nýjustu tækni í farsímalausnum og einskorðast ekki við snjallsíma, heldur virkar á nánast öllum nettengdum símum.
Hagnýtar upplýsingar
Enginn auðkennislykill Nýtt öryggiskerfi Landsbankans tryggir hámarks öryggi í netbanka einstaklinga og þar sem auðkennislykillinn er orðinn óþarfur er nú orðið mun þægilegra að fara í netbankann í símanum.
Þú finnur allar helstu upplýsingar fljótt og vel. Staðsetning útibúa og hraðbanka, fréttir, stöðu gjafakorta, gengi gjaldmiðla o.fl.
Aukakrónur
Snjallgreiðslur
Þú hefur gott yfirlit yfir Aukakrónurnar þínar, síðustu færslur, afslætti og staðsetningu samstarfsfyrirtækja Aukakróna.
Með snjallgreiðslum geturðu millifært á örskotsstundu með því einu að þekkja farsímanúmer eða netföng viðtakanda og viðtakandinn getur verið í hvaða banka sem er.
Skannaðu QR kóðann til þess að fara á L.is
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
SARLOC
kallar fram staðsetningu snjallsíma Fá má aragrúa smáforrita fyrir snjallsíma og þar á meðal eru mörg sem ætluð eru til að koma upplýsingum um staðsetningu símans til viðbragðsaðila. Eitt þeirra er t.d. hið íslenska 112 app sem hefur vakið lukku og hefur nokkuð stór hluti íslenskra snjallsímaeigenda hlaðið því niður í símann sinn. En það er ekki nóg að sækja forritin, eigandi símans þarf líka að kunna nota þau. Því miður er staðan sú að margir eigendur snjallsíma kunna ekki nægilega vel á þá til að virkja t.d. GPS-tækið í þeim.
Dagbjartur Kr. Brynjarsson, skólastjóri Björgunarskóla SL
SARLOC Í haust fóru nokkrir aðilar á vegum Björgunarskóla SL og landsstjórnar í heimsókn til Skotlands og Wales til að kynna sér kennsluefni og kennsluaðferðir í leitartækni og stjórnun leitaraðgerða en það verkefni er styrkt af Menntastofnun Evrópu. Á fundi sem við áttum með Mountain Rescue Committee of Scotland var okkur sagt frá nýrri aðferð til að ná staðsetningu úr snjallsímum sem Russel Hore félagi í Ogwen Valley Mountain Rescue Team í Wales er að þróa og kallast SARLOC.
Hvernig virkar þetta? Aðferðin virkar með þeim hætti að SMS er sent í síma þess týnda eða þess sem þarf á aðstoð að halda. Í SMS-inu kemur fram að viðkomandi þarf að vera með gagnaflutning virkan í símanum hjá sér. Þá fylgir einnig hlekkur í SMS-inu sem vísar á heimasíðu sem virkjar einhvers konar skrift í símanum sem gerir það að verkum að síminn kveikir á GPS-tækinu og sendir staðsetningu viðkomandi í gagnagrunn. Þá geta leitarstjórnendur flett upp staðsetningu viðkomandi með þónokkurri nákvæmni en meðaltals nákvæmni hefur verið um 50 metrar.
Myndskot af gagnagrunni SARLOC fyrir aðgerðir á Íslandi.
Rétt er að taka fram að um er að ræða tækni sem er í þróun og virkar með sumum snjallsímum en ekki öðrum. Nákvæmur listi yfir tegundir liggur ekki fyrir. Það breytir ekki því að möguleikinn er fyrir hendi.
Notkun á Íslandi Eftir að komið var til Íslands setti undirritaður sig í samband við Russel og spurðist fyrir um hvort Slysavarnafélagið Landsbjörg fengi aðgang að þessu kerfi. Þar sem hann er sjálfur sjálfboðaliði í björgunarsveit og hefur verið að vinna að þessari lausn í sjálfboðaliðastarfi fyrir björgunarsveitir í Bretlandi var hann því mjög jákvæður í okkar garð. Útbjó hann í raun nýjan gagnagrunn fyrir okkur til að nota á Íslandi okkur að kostnaðarlausu. Eins og komið hefur
fram er búnaðurinn enn í þróun. Hann virkar mjög vel í sumum snjallsímum en alls ekki öllum. Þetta verkefni var kynnt landsstjórn björgunarsveita í vetur og voru menn þar sammála um að prófa þetta hér á Íslandi. Til að stýra því hvernig þetta vinnst áfram á meðan þetta er í þróun, bæði hér heima og hjá SARLOC, var ákveðið að bakvakt landsstjórnar myndi halda utan um þennan þátt til að byrja með. Aðgerðastjórnendur geta því sett sig í samband við bakvakt landsstjórnar ef þeir telja að SARLOC geti komið að gagni í þeim aðgerðum sem yfir standa. Þess má geta að notkun hugbúnaðarins er ekki einskorðuð við týnda einstaklinga, Bretar hafa einnig notað hann til að staðfesta staðsetningu þess sem kallað hefur eftir aðstoð.
Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg
Pantone cool gray 10 og Pantone 300 cmyk Blár C=100 M=57 Y=0 K=0 40 Björgunarmál Grár C=25 M=0 Y=0 K=70
www.oddihf.is
NÝR VALKOSTUR FYRIR BJÖRGUNARSVEITIR Arctic Trucks hefur áratugum saman hannað og þróað breytingar í samstarfi við íslenskar björgunarsveitir með það að leiðarljósi að bjóða upp á traustar og öruggar lausnir. Arctic Trucks kynnir nú nýjan og ódýran valkost fyrir björgunarsveitir, 38 tommu breyttanToyota Hilux D-4D sem 5 gíra beinskiptur og með orginal driflás að aftan. Bíllinn er kraftmikill og ódýr í rekstri. Hafðu samband og kynntu þér þennan nýja og spennandi valkost!
Verð á breytingum eru án VSK. Verð geta breyst án fyrirvara.
Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík Sími 540 4900 | info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is
Jónas Guðmundsson og Dagbjartur Kr. Brynjarsson, starfsmenn SL
Ferðaþjónustan notast við námsskrá Björgunarskólans Það hefur ekki farið fram hjá neinum að fjölgun ferðamanna hingað til lands er gríðarleg. Árið 2012 fjölgaði þeim um tæp 20% frá árinu áður og frá aldamótum er fjölgunin 137%. Síðustu misserin hefur því verið unnið mikið að því að auka gæði í ferðaþjónustu og hefur Slysvarnafélagið Landsbjörg komið að þeirri vinnu á ýmsan hátt. Í fyrra var sett á laggirnar gæðakerfi ferðaþjónustunnar, Vakinn, þar sem m.a. er farið yfir æskilega menntun þeirra sem starfa í ferðaþjónustu.
42
Slysavarnir
Nú nýverið kynnti Ferðamálastjóri svo leiðbeinandi reglur til þeirra sem starfa í ferðaþjónustu. Þar er sett fram hvaða menntunarkröfur skulu gerðar til þeirra sem leiðsegja í hinum ýmsum tegundum ferða. Bæði í Vakanum og leiðbeinandi reglum er vísað í námsskrá Björgunarskóla félagsins og gerðar þær kröfur að starfsmenn þurfi að hafa lokið hinum ýmsu námskeiðum sem tengjast þeirra starfi. Það er afar ánægjulegt að ferðaþjónustan sjái sér hag í að hvetja fólk til að
sækja námskeið skólans en um leið mikil viðurkenning á 35 ára starfi hans. Björgunarskólinn hyggst því auka þjónustu við ferðaþjónustuna, bæði með því að gera þessi námskeið aðgengilegri á heimasíðu félagsins, og um leið að bjóða námskeið beint til atvinnugreinarinnar. Er það von skólans að hér sé kominn vísir að góðu samstarfi þessara aðila en báðir þekkja vel til þess hversu mikilvægt er að öryggismál séu ofarlega í starfi í náttúru Íslands.
BLACK
EDITION
Umferðaröryggi grunnskólabarna í bíl Árlega eru 9% þeirra sem slasast í umferðinni á Íslandi börn á aldrinum 0 til 14 ára. Í meirihluta tilvika eru börnin farþegar í bíl þegar slysin eiga sér stað. Séu börn í öryggis- og verndarbúnaði á borð við bílbelti, bílstól eða á bílpúða með baki þegar þau ferðast í bíl má verulega minnka líkur á alvarlegum afleiðingum slysa.
Árný Ingvarsdóttir, fræðslufulltrúi á Umferðarstofu
Þótt mikið hafi áunnist undanfarin ár varðandi öryggi barna í bílum ber þó enn á því að börn fari of snemma úr bílstól eða af bílpúða með baki yfir í notkun bílbeltis eingöngu. Almennt er miðað við að barn undir 150 sm noti viðurkenndan barnabílstól eða bílpúða með baki. Börn ættu aldrei að nota eingöngu öryggisbelti fyrr en þau hafa náð áðurnefndri hæð þar sem beinagrind þeirra er ekki nægilega þroskuð til að taka við höggi frá beltinu. Við árekstur getur beltið veitt alvarlega áverka í kviðarholi barna, sé það notað eitt og sér. Til að skoða hvernig öryggi grunnskólabarna í bílum er háttað stóðu Umferðarstofa og Slysavarnafélagið Landsbjörg fyrir könnun vikuna 8. til 12. október 2012. Öryggi þessa aldurshóps var síðast skoðað í smærri könnun árið 2005 þegar Umferðarstofa athugaði öryggisbúnað 111 barna á höfuðborgarsvæðinu. Í þetta skiptið var könnunin öllu umfangsmeiri en hún tók til 13 grunnskóla í 10 sveitarfélögum víðs vegar um landið og var búnaður 500 barna athugaður við komu þeirra í skólann að morgni. Um framkvæmdina sáu félagar í deildum Slysavarnafélagsins Landsbjargar víða um land, auk starfsfólks Umferðarstofu. Hér að neðan gefur að líta helstu niðurstöður.
ÚRTAK Búnaður var skoðaður hjá 500 börnum, 278 af höf44
Slysavarnir
uðborgarsvæðinu og 222 af landsbyggðinni. Könnunin fór fram við eftirfarandi skóla á höfuðborgarsvæðinu: Breiðholtsskóla, Grandaskóla, Barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum, Ísaksskóla, Landakotsskóla og Mýrarhúsaskóla. Á landsbyggðinni var kannað við Borgarhólsskóla, Grunnskóla Reyðarfjarðar, Patreksskóla, Reykjahlíðarskóla, Seyðisfjarðarskóla og Vopnafjarðarskóla. Kynjaskipting var afar jöfn (drengir 49,6%; stúlkur 50,4%) en aldursskipting var ólík eftir búsetu. Þannig voru flest börn á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 5 til 11 ára (92,4%) en 6 til 15 ára (93%) á landsbyggðinni.
NIÐURSTÖÐUR 1. ÖRYGGISBÚNAÐUR OG ALDUR Eitt af aðalmarkmiðum könnunarinnar var að skoða notkun öryggis- og verndarbúnaðar hjá börnum á aldrinum 6 til 8 ára. Við úrvinnslu gagna var því athugað hvernig samspil aldurs grunnskólabarna og notkunar öryggis- og verndarbúnaðar í bíl væri háttað. Mynd 1 sýnir notkun öryggisbúnaðar grunnskólabarna á landsvísu, með tilliti til aldurs. Eins og sjá má voru 37% barna á aldrinum 6 til 8 ára eingöngu í bílbelti en 89% þeirra sem voru 9 ára og eldri. Þess má geta að meðalhæð 8 ára barns er einungis 129 sm(1). Þar sem börn eiga almennt að vera í bílstól eða á bílpúða með baki þar til þau hafa náð 150 sm hæð er ljóst að fjöldi barna virðist fara allt of snemma úr sérstökum öryggis- og verndarbúnaði.
Nottkun öryggissbúnaðar m með tilliti till aldurs 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0%
Enginn búnaður
Barna‐ bílstóll
Bílpúði með baki
Bílpúði
Eingöngu E bílbelti
6‐8 ára
4%
5%
28%
27%
37%
9 áára og eldri
3%
0%
2%
7%
89%
Mynd 1. Ef notkun öryggisbúnaðar fyrir grunnskólabörn er skoðuð á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og landsbyggðinni hins vegar kemur töluverður munur í ljós (sjá mynd 2).
Notkun öryggisbúnaðar hjá 6‐8 ára með tilliti til búsetu 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0%
Enginn búnaður
Barna‐ bílstóll
Bílpúði með baki
Bílpúði
Eingöngu bílbelti
Höfuðborgarsvæði
3%
7%
38%
35%
17%
Landsbyggð
5%
1%
17%
17%
59%
Mynd 2. Eins og sjá má á mynd 2 voru 59% 6 til 8 ára barna á landsbyggðinni eingöngu í bílbelti en 17% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Þegar litið er til aldurshópsins 9 ára og eldri (sjá mynd 3) minnkar munurinn talsvert, en þar voru hlutföll þeirra sem voru aðeins í bílbelti 86% á höfuðborgarsvæðinu og 90% á landsbyggðinni. Slysavarnir
45
sé óverulegur í hópi 6 til 8 ára barna. Þó vekur athygli að bílpúðar drengja virðast síður vera með baki og þar með ekki jafn öruggir. Ef litið er til kyns ökumanna má sjá á mynd 5 að 37,4% karla og 36,9% kvenna óku börnum á aldrinum 6 til 8 ára sem eingöngu voru í bílbelti. Munurinn er tæplega marktækur þar sem aðeins er um 0,5% að ræða. Notkun öryggisbúnaðar hjá 6‐8 ára börnum eftir kyni ökumanns 40% 30% 20%
Mynd 3. Í ljósi þess að börnin á landsbyggðinni voru almennt eldri ætti ekki að koma á óvart að hlutfallslega fleiri þeirra hafi verið eingöngu í öryggisbeltum þegar horft er á heildina. Það útskýrir hins vegar ekki þann mikla mun sem er meðal barna á aldrinum 6 til 8 ára og því ljóst að búseta hefur hér veruleg áhrif. Eins og sjá má af mynd 2 og 3 voru 3% 6 til 8 ára barna á höfuðborgarsvæðinu laus í bíl en 5% þeirra sem búa á landsbyggðinni. Í hópi 9 ára og eldri voru hlutföllin 1% á höfuðborgarsvæðinu og 4% á landsbyggðinni. Alls gerir þetta 16 börn laus í bíl þegar litið er á heildarniðurstöður könnunarinnar, eða 3,3%. Séu þessar niðurstöður bornar saman við niðurstöður könnunarinnar frá 2005, þar sem 12% barna voru laus í bíl, má sjá að mikil framför hefur orðið í notkun öryggisbúnaðar meðal grunnskólabarna. Þó ber að hafa í huga að vegna smæðar úrtakanna kann að vera að munurinn virðist ýktari en efni standa til.
Notkun öryggisbúnaðar hjá 6‐8 ára börnum eftir kyni barns 40% 30% 20% 10% Barnabílstóll
Bílpúði með baki
Bílpúði
Eingöngu bílbelti
Drengir
3,7%
2,8%
25%
30,6%
38%
Stúlkur
4%
6,4%
30,4%
23,2%
36%
Mynd 4. Á mynd 4 má sjá að 38% drengja á aldrinum 6 til 8 ára voru eingöngu í bílbelti, en 36% stúlkna. Eins voru fimm stúlkur lausar í bíl á móti fjórum drengjum. Því má ætla að kynjamunur barna þegar kemur að notkun öryggis- og verndarbúnaðar
46
Slysavarnir
Enginn búnaður
Barnabílstóll
Bílpúði með baki
Bílpúði
Eingöngu bílbelti
Karl
2,6%
5,2%
26,1%
28,7%
37,4%
Kona
4,9%
4,1%
29,5%
24,6%
36,9%
UMRÆÐUR
Annað sem áhugavert þótti að skoða var hvort kyn, bæði barna og ökumanna, hefði áhrif á notkun öryggisbúnaðar í bíl.
Enginn búnaður
0%
Mynd 5.
2. ÖRYGGISBÚNAÐUR OG KYN
0%
10%
Niðurstöður könnunarinnar sýna glöggt að börn fara of snemma úr bílstól eða af bílpúða með baki yfir í eingöngu öryggisbelti, en 37% barna á aldrinum 6 til 8 ára notuðust einungis við bílbelti. Svo virðist sem notkun öryggis- og verndarbúnaðar barna sé í betra horfi á höfuðborgarsvæðinu heldur en á landsbyggðinni. Einkum er þetta greinilegt þegar bornir eru saman aldurshóparnir 6 til 8 ára, en 42% fleiri börn á landsbyggðinni voru eingöngu í bílbeltum án æskilegs öryggisbúnaðar en jafnaldrar þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Erfitt er að segja til um ástæðu þessa munar en þó má vera að vegna minni umferðar á landsbyggðinni telji fólk öryggisbúnað ekki jafn mikilvægan. Beltanotkun virðist þó hafa batnað mikið á síðastliðnum árum. Þannig voru 12% barna laus í bíl í könnuninni 2005 en aðeins 3,3% árið 2012. Þó skal hafa í huga að á bak við tölurnar eru fáir einstaklingar og kann það að hafa áhrif á niðurstöðurnar. Þá sýna niðurstöður könnunarinnar að hvorki kyn barns né ökumanns virðist hafa teljandi áhrif þegar kemur að notkun öryggisbúnaðar meðal 6 til 8 ára barna. Hafa skal í huga að ökumaður ber fulla ábyrgð á að barn noti öryggis- og verndarbúnað í bíl. Sá sem sinnir ekki skyldum sínum um verndun barna í bíl sem hann ekur má búast við að verða sektaður um 15 þúsund krónur auk þess að fá einn refsipunkt í ökuferilsskrá fyrir hvert barn sem er laust eða án viðeigandi öryggisbúnaðar í bílnum. Að lokum ber að geta þess að flest slys verða innan við 3 km frá upphafsstað. Því er mikilvægt að gæta ætíð að öryggisbúnaði barna, þrátt fyrir að leiðin í skólann sé stutt og farið sé um „rólegar“ götur.
Heimild: 1. Atli Dagbjartsson, Árni V. Þórsson, Gestur I. Pálsson & Víkingur H. Arnórsson (2000). Læknablaðið, 86, 509-14.
f u j i b i k e s . c om
TRAVERSE Any Terrain
Any Com mute
A n y
D i s t a n c e
Fuji Traverse er hentugt alhliða reiðhjól jafnt í stuttar sem langar ferðir. Hayes vökva diskabremsur. Shimano DEORE gírbúnaður. Suntour frammdempari með vökvalæsingu.
Hvellur.Com – G.Tómas son ehf, Smiðjuvegi 30 200 Kópavogur – Iceland, http://www.hvellur.com,
hvellur@hvellur.com Tel: +354-5776400 Fax: +35 4-5776401
Glรถggt er gests augaรฐ 48
Slysavarnir
Dagbjรถrt H. Kristinsdรณttir, starfsmaรฐur SL
Heilsan er öllum dýrmæt en slys geta haft langvarandi áhrif á hana. Slys hjá eldri borgurum hafa oft alvarlegri afleiðingar en hjá þeim sem yngri eru. Tölur sýna að 75% slysa hjá þeim sem eldri eru eiga sér stað innan veggja heimilisins. Ýmislegt er hægt að gera til að fyrirbyggja þessi slys en ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin er að fara yfir öryggismál heimilisins og lagfæra það sem getur skapað hættu. Algengustu slysin hjá eldri borgurum eru fallslys í svefnherbergjum eða setustofu. Flest eru tengd þáttum eins og hálum gólfum, lélegri lýsingu og lausum mottum. Afleiðingar fallslysa geta verið alvarlegar fyrir eldri einstaklinga, þau geta dregið úr líkamlegri færni og lífsgæðum. Þörf á aðstoð getur aukist auk þess sem sálræn áhrif falls eru oft töluverð. Kvennasveitin Dagbjörg hóf fyrir nokkrum árum að heimsækja eldri borgara í sínu bæjarfélagi og í framhaldi af því hafa aðrar slysavarnadeildir innan félagsins einnig farið í heimsóknir til eldri borgara. Þessi verkefni sýndu að þörf var á landsátaki til að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Því ákvað félagið að fara í samstarf við Öryggismiðstöðina um árlegar heimsóknir til eldri borgara um land allt. Ekki er raunhæft að heimsækja alla eldri borgara heldur var ákveðið að velja einhvern einn aldur og varð úr að þeim sem verða 76 ára á árinu var boðin heimsókn. Ástæðan er sú að tölur frá slysaskrá Íslands
sýna að meðalaldur þeirra sem leita til slysadeildar LSH vegna óhappa er 75 ára hjá körlum og 77 ára hjá konum og slysum fjölgar hlutfallslega með hækkandi aldri. Slysavarnadeildir innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar standa fyrir forvörnum og því er eðlilegt að heimsækja þá sem hafa ekki slasast innan heimilisins. Nánast allar slysavarnadeildir á landinu tóku þátt í átakinu sem hófst 1. mars og stóð til 11. mars. Um 1.400 einstaklingar verða 76 ára á árinu og af þeim fengu um 900 boð um heimsókn frá slysavarnadeild í nágrenni við sig. Þar sem ekki er starfandi slysavarnadeild í öllum bæjarfélögum tóku sumar björgunarsveitir að sér að fara í heimsókn. Ekki er enn komið í ljós hversu margir þáðu heimsókn þar sem gögn eru ennþá að berast skrifstofunni. Markmið verkefnisins var: Að auka öryggi eldri borgara í sveitar-/bæjarfélaginu með því að: Gefa bæklinginn Örugg efri ár og bækling um öryggishnapp Fara yfir hvort augljósar slysagildrur séu á heimilinu samkvæmt gátlista Fá að líma miða með neyðarnúmerinu 112 á símann Gefa reykskynjara Gefa endurskinsmerki
Átakið var mjög vel auglýst í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. Meðal annars var fjallað um átakið í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 þar sem kvennasveitinni Dagbjörgu var fylgt eftir í fyrstu heimsóknina. Einnig var fjallað um átakið á Facebook undir slysavarnir.is. Þá voru útbúin þrjú stutt myndbönd um slysavarnir eldri borgara sem má finna á Youtube. Mikil ánægja var með átakið meðal eldri borgara sem hringt var í og fannst mörgum verkefnið þarft. Aðrir töldu að þeir þyrftu ekki á heimsókn að halda þar sem þeir væru svo hressir en þökkuðu samt kærlega fyrir umhyggjuna og fannst gott að láta minna sig á hætturnar heima við. Enn aðrir voru því miður ekki eins heppnir eins og ein kona sem gat ekki fengið heimsókn þar sem hún var búin að liggja á sjúkrahúsi í töluverðan tíma vegna lærbrots eftir fall heima við. Sú býr á landsbyggðinni og þurfti í framhaldinu að búa í töluverðan tíma inni á fjölskyldumeðlimum á höfuðborgarsvæðinu til að komast í reglulega þjálfun. Heilbrigðisáætlun stjórnvalda miðar að því að yfir 75% fólks 80 ára og eldra sé við það góða heilsu að það geti með viðeigandi stuðningi búið heima. Samfélagsleg ábyrgð okkar er að taka á þessum þáttum og auka þannig lífsgæði eldri borgara og öryggi þeirra heima fyrir. Slysavarnir
49
Vetur eða sumar dekkin færðu hjá okkur
M A D E T O F E E L G O O D.
GOODYEAR EfficientGrip dekkin hafa fengið umhverfisvottun, frábær gæði og frábær fyrir umhverfið ÆÐI
JAVERKST
NÝTT DEKK
Klettagörðum 8-10 | 104 Reykjavík | Sími: 590 5100 | Suðurhrauni 2b | 210 Garðabær | Sími: 590 5290 | www.klettur.is
Síðustu mánuði hafa Slysavarnafélagið Landsbjörg og Neyðarlínan unnið að því að setja upp kerfi til að taka á móti ferðaáætlunum erlendra sem innlendra ferðamanna. Kerfið hefur leyst af hólmi þær ferðaáætlanir sem voru á www.safetravel.is svo og Tilkynningarþjónustu ferðamanna sem rekin hefur verið hjá félaginu síðustu árin. Þjónustan sem um er að ræða er einföld. Viðkomandi ferðamaður skráir inn helstu upplýsingar á www.safetravel.is og má þar nefna hvaða útbúnað viðkomandi er með, hver er nánasti aðstandandi og síðast en ekki síst brottfarar- og komustað og helstu viðkomustaði á leiðinni. Á lokaskrefi skráningar er valið hvort viðkomandi vill láta fylgjast með heimkomu eður ei. Ef sá möguleiki er valinn þarf að setja inn áætlaðan tíma á heimkomu. Ferðalangur fær svo sent sms í símann sinn og tölvupóst og notar annað hvort til að staðfesta heimkomu á réttum tíma.
Ef það er ekki gert kemur upp melding hjá Neyðarlínu um að viðkomandi ferðamaður hafi ekki skilað sér á réttum tíma. Neyðarvörður hringir þá í síma ferðamanns og ef hann svarar ekki er málinu vísað til bakvaktar landsstjórnar sem grípur til aðgerða í samráði við lögreglu hverju sinni. Ferðaáætlunin er einnig tengd við 112 Iceland snjallsímaforritið. Ef viðkomandi nýtir sér græna möguleikann (Check In) má sjá strax hvar viðkomandi var síðast staddur. Þannig geta viðbrögð orðið enn skilvirkari en ella. Hér er um að ræða stórt skref í öryggismálum ferðamanna hér á landi og er brýnt að muna að þjónustan er hugsuð fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn. Að sama skapi er hvatt til þess að nota þennan möguleika hvort sem um er að ræða örstutta ferð á næsta fjall eða nokkurra daga jeppa-, göngu-, eða sleðaferð um hálendið. Björgunarsveitafólk þekkir það manna best hversu
erfitt getur verið að bregðast við ef upplýsingar um viðkomandi eða ferðatilhögun liggja ekki fyrir. Að skilja eftir ferðaáætlun tryggir skilvirkari viðbrögð og vonandi árangursríkari aðgerðir. Á næstu misserum er stefnan að þróa þessa þjónustu enn meira. Til dæmis má skoða hvort hægt sé að vista persónulegar upplýsingar svo ekki þurfi að slá þær inn í hvert sinn og jafnvel að vista þær leiðir sem viðkomandi fer oft. Einnig mætti skoða að útbúa snjallsímaforrit þar sem á fljótlegan hátt mætti skrá ferðaáætlun sína og senda inn í kerfið. Hvert sem framhaldið verður er ljóst að með þessari þjónustu er öryggi ferðamanna stórbætt.
Slysavarnir
51
Jónas Guðmundsson, starfsmaður SL
Ný þjónusta á Safetravel.is
ENNEMM / SÍA / NM56924
Millifærðu með hraðfærslum í Appinu
1.000 kr.
Veldu hraðfærslur á upphafsskjámynd og smelltu á þekktan viðtakanda
Veldu eða skráðu inn upphæð
Þjónusta í gegnum Appið:
Vantar unglinginn á heimilinu smá bíópening? Við einföldum millifærslur í snjallsímanum margfalt. Með nýja Íslandsbanka Appinu má nálgast stöðuna á reikningum og færa smærri fjárhæðir á vini og vandamenn með fáeinum smellum.
Kynntu þér nýja Appið betur á www.islandsbanki.is/farsiminn
Millifærsla framkvæmd!
Skannaðu kóðann til að sækja Appið.
Hraðfærslur á þekkta viðtakendur Staða reikninga með einum smelli Myntbreyta og gengi gjaldmiðla Upplýsingar um útibú og hraðbanka Aðgengi að Netbanka o.fl. sem opnar á fleiri möguleika Þjónustan er í boði fyrir fjárráða einstaklinga með aðgang að Netbanka Íslandsbanka.
Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000
Hindranir í unglingastarfi Unglingamál
Helena Dögg Magnúsdóttir, starfsmaður SL
Hindranir geta verið margskonar.
53
Hindranir yfirstignar með samvinnu.
Tómstundaiðkun er mikilvæg fyrir alla og er unglingastarf Slysavarnafélagsins Landsbjargar hluti af þeim tómstundum sem í boði eru hér á landi. Framboð tómstundastarfs er fjölbreytt þótt mismikið sé í boði í hverju bæjarfélagi fyrir sig. Áhugamál einstaklinga eru afar misjöfn og hið sama má segja um hvernig þeir nálgast þau, fyrir suma getur til dæmis fótbolti verið atvinna en fyrir aðra er hann tómstundaiðkun. Hvað eru tómstundir? Það getur verið flókið að skilgreina hugtakið en Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við Íþrótta-, tómstundaog þroskaþjálfadeild á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, gerir það á mjög góðan hátt í veftímaritinu Netlu, sem er veftímarit um uppeldi og menntun: Í grundvallaratriðum má segja að tómstundir eigi sér stað í frítíma. Tómstundir eru því athöfn, hegðun eða starfsemi sem á sér stað í frítímanum og flokkast sem tómstundir að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þau skilyrði eru að einstaklingurinn líti sjálfur á að um tómstundir sé að ræða. Að athöfnin, hegðunin eða starfsemin sé frjálst val og hafi í för með sér ánægju og jákvæð áhrif. Kjarni tómstunda 54
Unglingamál
má segja að felist í vellíðan og aukningu á lífsgæðum. (Vanda Sigurgeirsdóttir, 2010). Í skilgreiningunni kemur fram að einstaklingurinn verðir sjálfur að líta á þetta sem tómstundastarf, frjálst val sem feli í sér ánægju og jákvæð áhrif. Unglingastarf Slysavarnafélagsins Landsbjargar fellur vel undir þessa skilgreiningu, unglingarnir velja sjálfir að stunda starfið og þrátt fyrir að jákvæðu áhrifin hafi ekki verið rannsökuð segir fjöldi fullgildra björgunarsveitameðlima sem koma úr unglingastarfinu sína sögu. Mikilvægt er því að velja umsjónarmenn unglingastarfsins af kostgæfni. Jákvæð upplifun þátttakenda í starfinu veltur mikið á því fólki er því sinnir. Um-
sjónarmenn þurfa að vera virkir í starfinu og vera unglingunum góð fyrirmynd auk þess að vera til staðar þegar eitthvað bjátar á. Ekki má gleyma því hversu mikilvægur stuðningur á heimilinu er tómstundaiðkuninni. Ef unglingurinn nýtur ekki stuðnings heima fyrir getur það haft áhrif á iðkunina. Rannsóknir hafa sýnt að félagslegt umhverfi unglinga hafi töluverð áhrif á það hvernig þeim vegnar í lífinu, hvernig þeir hegða sér og hugsa. Íþróttaiðkun er gott dæmi um skipulagða tómstundastarfsemi og hefur það komið í ljós að þeir unglingar sem stunda hana eru t.d. mun ólíklegri til þess að neyta vímuefna en á sama tíma mun líklegri til þess að standa sig vel í námi. Margt bendir til þess að þátttaka einstaklinga í annarri skipulagðri tómstundastarfsemi hafi álíka áhrif. Þrátt fyrir að tómstundastarf sé mikilvægt þá stunda það ekki allir. Fyrir því geta verið ýmsar orsakir, hjá sumum er það val að stunda ekki skipulagt tómstundastarf en hjá öðrum er eitthvað sem hindrar þátttöku. Sé vilji til þess að efla skipulagt tómstundastarf þarf að greina þessar hindranir og finna leiðir til þess að yfirstíga þær. Sé það gert kemur í ljós að nokkrar slíkar eru til staðar þegar kemur að unglingastarfi SL.
Fjöldi unglingadeilda Sú fyrsta sem kemur upp í hugann, og kannski sú augljósasta, er fjöldi unglingadeilda á móti fjölda
Fjölnota er Framtíðin
ENNEMM / SÍA / NM55367
Endingargóður og Léttur, ódýr og mikLu faLLEgri innkaupapoki
Á hverju ári enda 20 milljónir plastpoka á íslenskum ruslahaugum eftir aðeins eina notkun. Látum það heyra fortíðinni til. Fjölnota er framtíðin! vinbudin.is
Ferðafélag Íslands
Fjölbreytt starFsemi í yFir 80 ár Ferðafélag Íslands er áhugamannafélag sem hefur það markmið að hvetja landsmenn til að ferðast og fræðast um landið. Áhugi á gönguferðum, fjallgöngum og útiveru hefur aldrei verið meiri og er mikið líf og fjör í starfseminni. Ferðafélagið leggur sig fram við að mæta þörfum breiðs hóps með miklu úrvali ferða. Í ferðaflóru félagsins er að finna allt frá söguferðum um grösugar sveitir til erfiðra jöklaferða. Í ferðaáætlun félagsins geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Á 82 árum hefur Ferðafélagið efnt til meira en 8.500 ferða með yfir 200.000 þátttakendum. Það eru allir velkomnir í Ferðafélagið og njóta félagsmenn sérkjara, bæði í ferðum, skálum og í fjölda verslana. Auk þess fá allir félagsmenn árbókina senda heim á hverju ári og er það hluti af árgjaldinu. Árbókin er einstæður bókaflokkur um land og náttúru. Auk árbókanna hefur Ferðafélag Íslands staðið að útgáfu handhægra fræðslu- og upplýsingarita um ferðamál, þjóðfræði og sögu landshluta. Félagsstarfið hefur í gegnum tíðina einkennst af miklu sjálfboðastarfi. Félagar hafa unnið að byggingaframkvæmdum, farið vinnuferðir í skála eða í frágangsferðir, stikað og unnið að uppbyggingu gönguleiða, unnið við brúargerð og margt fleira. Í staðinn hafa þeir fengið fríar ferðir, fæði og félagsskap. Félagið hefur unnið markvisst að samgöngubótum, lagt akvegi og brúað ár. Það hefur haft samstarf við sveitarfélög um landgræðslu, náttúruvernd og uppbyggingu svæða eins og t.d. í Landmannalaugum, á Þórsmörk og Emstrum. Sæluhús Ferðafélags Íslands og deilda félagsins úti um land eru þægilegir áningarstaðir á ferðalagi um óbyggðir Íslands. Þau eru á 37 stöðum víðsvegar um landið og getur allur almenningur nýtt þau óháð aðild að félaginu.
www.fi.is
Unglingastarfi Slysavarnafélagsins Landsbjargar fylgir mikil hreyfing.
björgunarsveita. Nú eru 54 starfandi unglingadeildir á landinu en 99 björgunarsveitir. Það þýðir að í mörgum bæjarfélögum er ekki unglingadeild til staðar og e.t.v. langt að fara til að sækja fundi hjá næstu unglingadeild. Það er sannarlega hindrun.
Tíminn Tíminn getur verið hindrun, þ.e. þegar tími unglingadeildarfundarins skarast á við aðra tómstundaiðkun eða að viðkomandi unglingur er það upptekinn að hann hafi ekki tíma aflögu fyrir unglingastarfið. Flestar unglingadeildir eru með reglur um mætingu en þær eru misjafnlega harðar og í mismunandi formi. Sumar deildir hafa t.d. 80% mætingarskyldu á meðan aðrar nefna fjölda funda sem má missa af. Helsta ástæða þess að hafa slíkar reglur hefur verið nefnd sú að þær auðveldi umsjónarmönnum að halda utan um hópinn.
Kostnaður Peningar eru oft nefndir í sambandi við hindranir, fólk kemst ekki eitthvað eða getur ekki tekið þátt í einhverju af því að það hefur ekki efni á því. Í ljósi stöðu þjóðfélagsins í dag þá er fyrsta spurning foreldra oft um peninga, hve mikið kostar að taka þátt. Þátttökukostnaðurinn, eða svokölluð félagsgjöld í unglingastarfinu, eru misjöfn eftir stöðum og stundum eru þau engin. Þátttökukostnaðurinn sem starfið felur í sér er oftast nær kostnaður við þær ferðir sem unglingadeildin fer í og e.t.v. matarkostnaður eða nestiskostnaður. Sumar unglingadeildir hafa tekið upp þá venju að vera með sameiginlegan mat og lækka þannig matarkostnað hópsins. Mestu útgjöldin felast líklegast í búnaðnum sem ætlast er til að björgunarsveitarfólk eigi, föt og annað sem þarf að nota í björgunarsveitarstarfi sem getur kostað sitt. Björgunarsveitarfólk þarf að búa yfir góðum búnaði þar
sem það þarf að vera úti í alls kyns veðri og stundum við mjög erfiðar aðstæður. Í unglingastarfinu þarf búnaður ekki að vera hindrun því það er ekki ætlast til að unglingarnir eigi slíkan búnað á meðan þau eru í unglingastarfinu. Þau eru þó hvött til að byrja að safna fatnaði og búnaði snemma til að dreifa kostnaðinum yfir lengra tímabil.
Fötlun Fötlun getur verið ein af hindrunum í tómstundastarfi en þarf ekki að vera það. Fer það eftir því um hvers kyns fötlun er að ræða sem og eðli tómstundastarfsins. Í sumu tómstundastarfi er fötlun ef til vill engin hindrun en mikil í öðru. Þátttaka í björgunarsveitum og unglingadeildunum krefst mikillar útivistar og hreyfifærni þar sem mikið er um gönguferðir, böruburð, þ.e. að burðast með sjúkling í börum frá slysstað og að sjúkrabílnum, klettasig og fleiri slíkar Unglingamál
57
athafnir. Einstaklingur í hjólastól eða göngugrind mun eiga í miklum erfiðleikum með að taka þátt í slíkum verkefnum. Fram til þessa hafa líkamlega fötluð börn ekki verið að sækja í unglingastarfið hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Fyrir því geta verið margar ástæður og ein þeirra er eflaust öll hreyfingin sem farið er fram á.
Vinirnir Vinahópurinn er eitt af því sem getur talist hindrun. Þrýstingur frá vinahópnum getur haft áhrif á val tómstunda. Verið getur að unglingastarfið þyki ekki nægilega „töff“ en það eitt getur komið í veg fyrir þátttöku. Á unglingsárunum skipta skoðanir jafningjahópsins verulegu máli og geta komið í veg fyrir þátttöku. Eins og komið hefur fram geta hindranir verið margar og mismunandi. Í björgunarsveitum Slysa-varnafélagsins Landsbjargar eru gerðar hæfniskröfur þar sem björgunarsveitafólk starfar oft undir mjög erfiðum kringumstæðum. Í slíkum aðstæðum er nauðsynlegt að vera með mjög þjálfað fólk sem fært er um að sinna þeim verkefnum sem geta komið upp. En þrátt fyrir þær hæfniskröfur sem farið er fram á í björgunarsveitum landsins eru unglingadeildir ekki með slíkar kröfur. Þar eru unglingarnir að læra að vinna saman og ættu deildirnar að geta boðið upp á starf sem allir geta tekið þátt í. Þegar kemur að þeim verkefnum sem ekki allir geta gert, er hægt að finna einhver önnur verkefni sem betur henta.
Lúinn eftir erfiðan dag.
58
Unglingamál
www.lvf.is
Gunnar Stefánsson, starfsmaður SL í stjórn ÆV.
Æskulýðsvettvangurinn Æskulýðsvettvangurinn (ÆV), samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, var stofnaður árið 2007. Markmið ÆV er að stuðla að samræðu og samstarfi aðildarfélaganna á sviði leiðtogaþjálfunar, fræðslumála, útbreiðslu og kynningar og á öðrum sviðum eftir því sem þurfa þykir. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að standa fyrir námskeiðum, ráðstefnum og öðrum sameiginlegum verkefnum sem lúta að hagsmunum barna og ungmenna. Innan vébanda ÆV er stærsti hluti barna og ungmenna í landinu á aldrinum 6 til 25 ára. Þar eru starfandi fjölmörg félög í þéttbýli og dreifbýli um allt land, sem hafa innan sinna vébanda þúsundir sjálfboðaliða sem leggja á sig ómælda vinnu til hagsbóta fyrir samfélagið.
Verndum þau Æskulýðsvettvangurinn hefur frá árinu 2010 staðið fyrir Verndum þau námskeiðum. Námskeiðin eru byggð á efni bókarinnar Verndum þau og fjalla um hvernig bregðast eigi við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og unglingum. Námskeiðin eru ætluð öllum þeim sem starfa með börnum og unglingum hjá sveitarfélögum, íþróttafélögum, æskulýðsfélögum og öðrum þeim sem áhuga hafa. ÆV gerir kröfu um að allir starfsmenn og sjálfboðaliðar innan vettvangsins sæki námskeiðið. Flest börn búa við öruggt og friðsælt umhverfi, heima, í skóla, leik- og frístundastarfi. Því miður á þetta ekki við um öll börn. Á Íslandi eru börn sem eiga undir högg að sækja, búa við vanrækslu eða eru beitt ofbeldi - líkamlegu, kynferðislegu eða andlegu. Það er mikilvægt að þeir sem starfa með börnum og unglingum séu meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð Unglingamál
61
Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is VERÐ FRÁ kR. EINTAkIÐ
6.990
Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf. Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum.
og geti lesið í vísbendingar um að vanræksla eða ofbeldi eigi sér stað gegn börnum. Samtals voru þátttakendur á námskeiðunum 250 manns. ÆV telur það mjög mikilvægt að bjóða og standa fyrir þessum námskeiðum. Þau auka fagkunnáttu starfsfólks og sjálfboðaliða sem starfa innan ÆV. Gerir starfsfólk og sjálfboðaliða betur í stakk búna til þess að hlúa enn frekar að velferð barna og ungmenna sem það starfar með. Þar sem námskeiðin eru síðan auglýst opin hefur annað fagfólk einnig hag af þeim.
Siðareglur Árið 2011 fékk ÆV um 800.000 króna styrk frá Æskulýðssjóði vegna gerðar og útgáfu á siðareglum ÆV. Á vormánuðum 2012 komu siðareglurnar út í bæklingi (túristabroti). Um var að ræða annars vegar Siðareglur um samskipti og hins vegar Siðareglur um rekstur og ábyrgð. Stjórn ÆV afhenti mennta- og menningarmálaráðherra eintök af siðareglunum á fundi í maí síðastliðnum. Á haustmánuðum 2012 komu siðareglurnar síðan út í litlum bæklingi (vísakortsbrot) og á plakötum.
Átak gegn einelti ÆV leggur áherslu á að stuðla að jákvæðum samskiptum þar sem hver og einn sé ábyrgur fyrir orðum sínum og gjörðum. Starfsfólk og sjálfboðaliðar eiga þannig að gæta vandvirkni og samvikusemi og koma fram af umhyggju, heiðarleika og virðingu gagnvart öllum þeim sem starfað er með og fyrir. ÆV leggur einnig ríka áherslu á að starfsfólk og sjálfboðaliðar séu fyrirmyndir þátttakenda og sýni góða hegðun og gott fordæmi, jafnt í starfi sem utan þess. ÆV hóf sumarið 2012 vinnu við gerð og útgáfu á Aðgerðaáætlun ÆV gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun. Samhliða útgáfu áætlunarinnar var eineltisplakat gefið út. Tilgangurinn með gerð og útgáfu aðgerðaáætlunarinnar er að öllum geti liðið vel í leik og starfi innan ÆV. Allir sem starfa innan ÆV eiga að þekkja þessa áætlun og þeim ber að virða hana þannig að þeir sem taka þátt í starfi ÆV geti notið sín á jákvæðan hátt. Markmið áætlunarinnar er því að auka gæði þess góða starfs sem nú þegar er unnið innan ÆV. Í tengslum við aðgerðaáætlun ÆV gegn einelti var ráðgjafahópur ÆV um einelti stofnaður. Tilgangur og markmið hópsins er að koma inn í þrálát og erfið eineltismál sem stuðningur við starfsmenn og sjálfboðaliða innan aðildareininga ÆV og foreldra/forráðamenn. Samið var við Kolbrúnu Baldursdóttur sálfræðing um útgáfu á leiðbeiningarritinu EKKI MEIR um forvarnir í einelti og úrvinnslu eineltismála. Samhliða útgáfu aðgerðaáætlunarinnar og plakatsins stóð ÆV fyrir tíu opnum fræðsluerindum um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála víðs vegar um landið.
Kompás Frá árinu 2010 hefur ÆV staðið reglulega fyrir námskeiðum í notkun á Kompás. Kompás er handbók í mannréttindafræðslu ætluð þeim
sem starfa í skólum eða með börnum og unglingum á vettvangi félags-, æskulýðs- og tómstundastarfs. Bókin nýtist bæði fagfólki, forystufólki í félagsstarfi og sjálfboðaliðum. Í bókinni er að finna hugmyndir og verkefni sem byggð eru upp á leikjum og leikjafræði. Bókin tryggir þannig að efnið sé áhugavert, skemmtilegt og veki þátttakendur til umhugsunar um mannréttindi og mismunandi aðstæður fólks.
Fagráð ÆV hefur mótað sérstakar Starfsreglur um meðferð kynferðisbrota. Reglurnar voru mótaðar af sérstöku fagráði sem hefur það hlutverk að vinna með og leysa mál er tengjast kynferðisbrotum. Hlutverk fagráðsins er að taka við málum sem upp koma og sér til þess að þau fái viðhlítandi málsmeðferð. Jafnframt leiðbeinir það þolendum um málsmeðferð og sér til þess að þeir fái stuðning.
Fullt sakavottorð Öll aðildarfélög ÆV gera nú þá kröfu til sinna sjálfboðaliða og starfsmanna sem vinna með börnum, að þeir skili inn samþykkt fyrir því að skoða megi fullt sakavottorð þeirra. Unnið er að því að innleiða þetta atriði hjá þeim aðildarfélögum ÆV sem ekki höfðu þetta áður. ÆV leggur mikinn metnað í starfið hjá sér svo að æska og ungmenni landsins geti blómstrað og notið sín í íþrótta- og æskulýðsstarfi hvar sem er á landinu. Unglingamál
63
Borgardekk
pustehf@gmail.com • www.pustkerfi.is Smiðjuvegur 50 (rauð gata) • 200 Kópavogur
Mikil áhersla verður lögð á verklegar æfingar, farið verður yfir notkun áttavita, kortaskilning, hnúta, farið verður yfir fatnað í útivist og ferðamennsku, fyrstu hjálp og unglingarnir fá að síga í línu. Settar verða upp tjaldbúðir þar sem salernis-, hreinlætis- og eldunaraðstaða er til staðar. Lögð verður mikil áhersla á félagslega þáttinn, lagt verður upp úr hópefli og að unglingarnir geti unnið með hverjum sem er. Á þessu námskeiði stjórnar leiðbeinandinn allri dagskrá.
2. þrep Annað þrep er hugsað fyrir unglinga á 2.-3. ári í unglingadeildum, ásamt því að gott getur verið að viðkomandi hafi lokið fyrsta þrepi. Farið verður í fjögurra nátta trússferð. Unglingarnir þurfa að bera nauðsynlegan búnað fyrir hvern dag eins og yfirhafnir og nesti, en tjöld, svefnpokar, dýnur og annar slíkur búnaður er keyrður á milli náttstaða. Þurfa unglingarnir því að ganga frá tjaldbúðunum á hverjum morgni og setja upp að kvöldi. Á þessu þrepi er gist í bænum fyrstu nóttina og unglingarnir þurfa að skipuleggja ferðina frá A til Ö í samráði við leiðbeinendur. Unglingarnir ákveða leiðarval út frá korti. Ásamt því að skipuleggja ferðina þurfa unglingarnir að sjá um matseldina. Tjaldbúðirnar verða við hlið skála þar sem hægt verður að leita skjóls ásamt því að hægt verður að nýta salernisaðstöðu. Unglingarnir ásamt leiðbeinendum gera dagskrá námskeiðsins.
3. þrep Á þriðja þrepi verður farið í gönguferð með allt á bakinu. Á þessu námskeiði munu þau þurfa að beita öllu því sem þau hafa lært, bæði hjá unglingadeildunum og í fyrri þrepum. Munu þau ákveða sjálf hvað verður í matinn og kaupa inn. Þau þurfa sjálf að geta fundið út staðsetningar á korti ásamt því að geta tekið stefnur, metið fjarlægðir og áætlað ferðatíma. Eins og á þrepi tvö verður einn dagur í byggð þar sem unglingarnir fá tækifæri til að skipuleggja ferðina. Hlutverk leiðbeinenda er að vera öryggisfulltrúi.
13.-16. júní - Vopnafjörður 20.-23. júní 11.-14. júlí - Vestfirðir 18.-21. júl
Útivist fyrir unglinga
Tjaldbúðir Leiðbeinandinn Fyrir 1.-2. ár í unglingadeild 3ja nátta námskeið
Trússferð Leiðbeinandinn + unglingarnir Fyrir 2.-3. ár í unglingadeild 4ra nátta ferð
3. þrep
Síðustu tvö ár hefur verið unnið að breytingum á fyrirkomulagi Útivistarskólans og má segja að lokaáfangi þeirra breytinga muni eiga sér stað í sumar. Horfið verður frá þeirri uppbyggingu sem verið hefur undanfarin ár. Hætt verður með grunn- og framhaldsnámskeið í þeirri mynd sem þau hafa verið undanfarin ár, ásamt því að dregið verður verulega úr bóklegri kennslu á meðan á námskeiði stendur. Lögð verður áhersla á að unglingadeildirnar fari yfir bóklega kennslu yfir veturinn og unglingarnir verði undirbúnir fyrir námskeiðin. Jafnframt því að dregið verður úr bóklegri kennslu verður vægi verklegrar kennslu aukið, unglingunum verða gefin aukin tækifæri til að takast á við krefjandi verkefni sem tengjast útivist og ferðamennsku. Boðið verður upp á námskeið í þremur mismunandi getustigum. Hvert getustig verður sniðið að þeirri reynslu sem unglingarnir hafa hlotið í sinni unglingadeild yfir veturinn. Eitt af markmiðum Útivistarskólans er að gefa unglingunum sem hann sækja tækifæri á að þroskast sem björgunarsveitarfólk og að þeir öðlist reynslu í ferðamennsku.
Dagskrá sumarsins 2013
2. þrep
Einar Eysteinsson, starfsmaður Útivistarskólans
Spennandi tímar framundan hjá Útivistarskólanum!
1. þrep
Í þrepi tvö ganga unglingarnir með dagbúnaðinn á bakinu.
Útivistarskólinn hefur það að leiðarljósi að bjóða upp á námskeiðin sín vítt og breytt um allt land svo að öllum unglingum í unglingadeildum SL gefist kostur á að sækja námskeið á hans vegum. Einnig gefst unglingadeildum tækifæri á að óska eftir námskeiði á sitt svæði, en þó þarf að ná lágmarksskráningu áður en námskeið verður haldið. Með breyttu sniði gefst umsjónarmönnum tækifæri á að taka þátt í námskeiðunum með sínum hópi og verður lögð áhersla á að umsjónarmennirnir komi með. Hlutverk umsjónarmannanna verður fjölbreytt og skemmtilegt. Spennandi tímar eru því framundan hjá Útivistarskólanum og vonum við að þessum breytingum verði vel tekið af félagsmönnum. Hægt er að fylgjast með okkur í Útivistarskólanum á andlitsbókinni!
Ganga með allt á bakinu Unglingarnir + leiðbeinendur til öryggis Fyrir 3.-4. ár í unglingadeild Möguleiki á vetrarnámskeiði 3ja nátta ferð
1. þrep Fyrsta þrep er hugsað fyrir unglinga á 1.-2. ári í unglingadeildum. Gert yrði út frá tjaldbúðum og lagt yrði upp með stuttum gönguferðum sem henta öllum. Unglingamál
65
Jón Svanberg – nýr framkvæmdastjóri SL
Þegar Jón Svanberg Hjartarson tók þá ákvörðun að bjóða sig fram til stjórnar Slysavarnafélagsins Landsbjargar fyrir tæpum tveimur árum óraði hann ekki fyrir hvert sú ákvörðun myndi leiða hann. Um einu og hálfu ári síðar var hann fluttur frá Flateyri, þar sem hann hefur búið meira og minna alla sína tíð og þar sem hann rak ferðaþjónustufyrirtæki í sjóstangaveiði, og kominn með starf á skrifstofu í Reykjavík og íbúð í efri byggðum Kópavogs. Sannarlega kúvending á tilverunni. En hver er hann, nýr framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar? „Ég er Flateyringur að upplagi, á þar sambýliskonu og þrjú börn. Starfsferill minn hófst í fiski og bæjarvinnunni eins og hjá flestum öðrum. Ég lærði svo vélsmíði í nokkur ár og var í lögreglunni í 15 ár. Eftir að ég hætti þar rak ég ferðaþjónustufyrirtæki í sjóstangaveiði frá 2009 eða þar til ég hóf störf sem framkvæmdastjóri SL.“ Eins og margir sem setið hafa á stóli framkvæmdastjóra félagsins á Jón Svanberg að baki langt starf innan björgunarsveitar en hann gekk í sveitina á 66
Félagsmál
Flateyri árið 1986. Hann hafði þó ekkert endilega brennandi áhuga á björgunarstörfum. „Ástæðan var fyrst og fremst sú að það gerðu það allir. Við vorum svo sem ekkert margir í litlu þorpi og á svona stað snýst þetta kannski meira um skyldurækni. En auðvitað kitlaði það að sjá meðlimi björgunarsveitarinnar á slöngubátum og útivistartengdum æfingum. Ég var í sveitinni alveg óslitið til 2001-2002. Þá dró ég mig úr starfinu að mestu leyti í 10-11 ár en kom svo inn aftur nokkru áður en ég
bauð mig fram til stjórnarsetu. Mig minnir að ég hafi verið í stjórn sveitarinnar óslitið frá árinu 1989, lengi vel sem ritari, svo sem varaformaður í nokkur ár og síðustu árin sem formaður, eða frá 1996 eða 1997. Það var ég þar til ég hætti.“ Í lítilli sveit á landsbyggðinni lendir vinnan fyrir björgunarsveitina oft á sama fólkinu, svo var einnig á Flateyri. „Ég hef lent í því eins og mjög margir aðrir að brenna upp í starfinu. Það eru fleiri skráðir sem mæta lítið sem ekkert, og varla í útköll. Þannig var ástandið hjá okkur. Ég reyndi t.a.m. í á þriðja ár að fá einhvern til að taka við en það gekk ekki. Ég var líka í lögreglunni á þessum tíma og ætli ég hafi ekki fengið í því starfi útrás fyrir þær þarfir sem ég var að sinna í þessu björgunarsveitarbrölti. Þegar maður er í löggunni er maður að vinna á sama tíma og björgunarsveitin, munurinn er sá að þú færð borgað fyrir það. Því var ég ekkert mjög spenntur að vinna heila vakt í löggunni og fara svo eftir vaktina að loka einhverjum vegi vegna snjóflóðahættu í frítímanum sem björgunarsveitarmaður. Áhuginn á björgunarsveitarstarfinu dalaði því þótt auðvitað væri ég mjög meðvitaður um mikilvægi þess. Ég valdi því meðvitað að sinna starf-
inu og þá fóru áhugamálin í annan farveg á meðan. Svo hætti ég í löggunni, fór í fyrirtækjarekstur og fór þá aftur að sinna björgunarsveitarstarfinu.“ Björgunarsveitafólk veit oft ekki hvað bíður þess þegar stokkið er af stað í útkall. Margir hafa lent í erfiðum aðstæðum sem e.t.v. hafa mótað þá til framtíðar. Jón Svanberg hefur, bæði sem björgunarsveitarmaður og lögreglumaður, tekist á við ýmislegt, þ.m.t. snjóflóð í heimabyggð hans þar sem 20 manns létu lífið. „Snjóflóðið á Flateyri stendur alltaf upp úr. Sá atburður var svo stór að hann varð á einhvern hátt óraunverulegur í huganum. Hef stundum sagt að tilfinningalega hafi önnur útköll haft meiri áhrif á mig en snjóflóðið. En síðan það gerðist hef ég alltaf getað sagt við sjálfan mig: Þú hefur séð það svartara og ég vona að ég eigi aldrei eftir að upplifa þvílíkt aftur. Á hvern hátt hefur þetta mótað þig? En auðvitað hefur þetta aukið manni skilning á lífinu, og ef við erum bara hátíðleg þá ætti þetta að kenna manni hvaða hlutir eiga að vera í forgangi. En það er svo sem ekkert öðruvísi með mig en aðra, ég er fjandi fljótur að gleyma og þarf reglulega að fá spark.“ Hvað gefur svona starf manni? „Heilmikið. Að vita að maður getur hjálpað öðrum. Fyrir mér er það kjarninn í björgunarsveitastarfinu og reyndar í lögreglustarfinu líka. Þar er þó verið að takast á við víðtækara svið og neikvæð atvik þar sem beita þarf annarri taktík. Hafi fólk lent í einhverjum aðstæðum þar sem maður getur hjálpað því að komast út úr þeim, eða jafnvel bjargað því, þá er það toppurinn. Held að það sé kjarninn auk þess sem svona störfum fylgir auðvitað spenna. Hvað ertu að fara að gera, hver eru næstu verkefni? Í lögreglunni var ég kannski í leikskólafræðslu með löggubangsanum um morguninn og í endurlífgun í kirkjunni eftir hádegi. Verkefnin eru afar fjölbreytt og hið sama má segja um störf í björgunarsveitum. Eitt af skemmtilegri atvikum sem kom fyrir mig í lögreglustarfinu var að einu sinni sem oftar þá hrækti á mig maður sem við vorum að handtaka fyrir ólæti. Svo var honum sleppt og kvöldið eftir hringir maður sem þarf aðstoð við að opna bílinn sinn. Ég fer á staðinn og þá er um sama mann að ræða og hann mundi eftir atvikinu kvöldið áður. Ég hef aldrei séð mann eins aumingjalegan. Þetta var dásamlegasta verkefni sem ég hef fengið í löggunni, þ.e. að fá að opna þennan bíl,“ segir hann og hlær dátt. Nóg í bili um manninn. Jón Svanberg er beðinn um að velta aðeins fyrir sér stöðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hvernig metur hann hana? „Hún er jákvæð. Við höfum verið að fara upp brekkur og staðið í slökkvistörfum en mér sýnist að það sé bjart framundan, fullt af skemmtilegum verkefnum. Neikvæði hlutinn er að þurfa að spara á öllum sviðum, hér er færra starfsfólk en fyrir ári síðan, dregið hefur verið saman í húsnæði og fleira. En ég held að leiðin liggi bara upp á við. Það er engin ástæða til svartsýni en ljóst að þetta ár er þyngra en mörg önnur. En við náum ekki að skera meira nema það verði tekin ákvörðun um að skerða þjónustu. Það er ekki endalaust hægt að fækka starfsfólki en halda
sömu verkefnum. Einhvers staðar eru þolmörkin. Heilt yfir erum við að gera góða hluti á flestum þeim sviðum sem við erum að fást við. Mér finnst vinnan í félaginu, bæði á skrifstofunni, og sem einingarnar sinna, verða sífellt faglegri. Það má t.a.m. nefna aðgerðamálin, menntunina og þá framþróun sem hefur orðið t.d. í aðgerðastjórnun, leitartækni og fleiru. Menn eru mjög framarlega á þessu sviði, eru duglegir að tileinka sér nýjungar. Ég hef séð það á ferðum mínum erlendis á vegum samtakanna að við stöndum framarlega þegar kemur að leit og björgun og höfum margt fram að færa á erlendum vettvangi. En að sama skapi getum við líka endalaust sótt þekkingu til annarra. Eitt af því sem við þurfum að taka okkur á í er að hér vantar aga, þekkingin og reynslan er til staðar en agann vantar. Ég tel að þar getum við helst bætt okkur. Slysavarnadeildirnar hafa e.t.v. átt í tilvistarkreppu sem má rekja til fortíðarinnar. Forsendur eru aðrar í dag en þegar þær voru að vaxa upp. Áherslurnar hafa verið öðruvísi. Björgunarsveitirnar eru sá hluti félagsins sem hefur fengið hvað mesta athygli, þær hafa mjög mikið vægi innan félagsins og eru e.t.v. megin kjarnastarfsemin í dag. Við erum með fleiri sveitir en deildir. Þegar ég var að byrja í slysavarnadeildinni heima þá voru þær að safna peningum til að greiða til SVFÍ og var mikið kapp lagt á að senda sem hæstu upphæðina suður. Þetta hefur svo alveg snúist við í seinni tíð. Hlutverk deildanna hefur því breyst. Með þessum stóru verkefnum, eins og Glöggt er gests augað átakinu erum við að gera mjög fína hluti. Við megum ekki gleyma að í einingum félagsins eru sjálfboðaliðar og sjálfboðið starf er sprottið af áhuga og frumkvæði þess er því sinnir og gengur fyrst og fremst út á það að bjóða sjálfan sig fram í að gera eitthvað. Og þá gera aðrir það ekki fyrir þig. Því er svo mikilvægt að grasrótin sé virk, að þaðan komi frumkvæðið og að ekki sé alltaf bent á að stjórnin eigi að gera þetta og hitt. Ég upplifi unglingamálin í ágætis farvegi þótt vilji sé
alltaf til að gera miklu meira. En við erum með starfsmann sem sinnir nær eingöngu unglingamálum.“ Hvar þarf að taka til hendinni? „Ég hef svo sem ekki skilgreint það, ekki eitt öðru fremur. Það þarf bara að sigla þessu stóra félagi rétta leið. En við þurfum sífellt að vera að endurskoða þau verkefni sem við höfum tekist á hendur og endurmeta hvort þau séu hluti af kjarnastarfsemi okkar eða hvort kröftunum sé betur varið annars staðar. Úti í þjóðfélaginu má víða sjá afrakstur verkefna sem félagið hefur komið á en sleppt höndum af þegar aðrir hafa tekið við. Má þar t.d. nefna Tilkynningaskyldu sjómanna og fleira. Mér finnst ekkert óeðlilegt að menn velti upp þessari spurningu.“ Hvernig lítur félagið út í augum hins almenna félagsmanns. Er hann að hugsa til þess? „Allt of lítið. Í svona stórum landssamtökum sem þessum, að það skuli vera leitun að fólki til að bjóða sig fram til stjórnarstarfa er umhugsunarefni. Ég held að hinn almenni björgunarsveitamaður sé því miður ekkert mjög áhugasamur um hvað félagið í heild sinni er að fást við. Formenn og gjaldkerar eru e.t.v. þeir sem eru í mestum tengslum við skrifstofuna. En auðvitað er innan sveitanna fullt af fólki sem er afar félagslega sinnað. Ég hef t.d. mjög gaman af félagsmálum og þess vegna enda ég í stjórn SL. En ég veit líka að margir aðrir hafa sterkari skoðanir og meira vit en ég en geta ekki hugsað sér að sitja í stjórnum og nefndum. Það er ókosturinn, það er fullt af fólki þarna úti sem á svo sannarlega erindi.“ Nú hefur þú setið í stóli framkvæmdastjóra síðan um áramót. Hver er staða félagsins? „Ég boða það sem stjórnin boðar, ég er ekki framkvæmdastjóri sem ætlar að reka hér sjálfstæða stefnu, það er ekki mitt hlutverk.“ Mikilvægustu verkefnin á næstunni? „Að vinna okkur upp fjárhagslega. Ég hef sjálfur, sem framkvæmdastjóri, ekki aðrar áherslur en þær að stýra rekstrinum og fylgja stefnu stjórnarinnar. Það er í raun hennar að skilgreina áherslur.“
Fundir sem framkvæmdastjóri þarf að sitja eru ansi margir, bæði með aðilum innan félags sem utan. Félagsmál
67
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir. Myndir: Gísli V. Sigurðsson
Björgunarsveitarhús í Skaftártungu Á haustmánuðum 2011 fóru félagar í Björgunarsveitinni Stjörnunni í Skaftártungu í það af fullum þunga að koma sér upp húsnæði. Björgunarsveitarhús var gamall draumur sem settur var á bið árið 2008 og rifjaður upp með vaxandi bjartsýni og framkvæmdagleði eftir að mikilvægi björgunarsveitanna hafði sýnt sig rækilega við náttúruhamfarirnar 2010 og 2011. Lóð fékkst undir húsið í landi jarðarinnar Grafar í Skaftártungu sem er miðsvæðis í sveitinni og staðsetningin því afar heppileg. Tækjabúnaður sveitarinnar hefur framundir þetta verið geymdur í véla68
Félagsmál
geymslum félagsmanna út um alla sveit og sér fólk nú fyrir sér mun styttri viðbragðstíma í útköllum þegar allt dótið verður komið á einn stað. Ákveðið var að byggja 172 fm stálgrindarskemmu með yleiningum. Um bygginguna sá RR Tréverk á Kirkjubæjarklaustri auk þess sem félagar í Stjörnunni eiga að baki margar vinnustundir við húsið og hafa félagsmenn lagt til traktora sína og aðrar vinnuvélar til verksins. Grunnurinn að húsinu var steyptur að hausti 2011 og húsið reis á vormánuðum 2012. Hurðir og gluggar voru sett í húsið í sumar og gólfplatan steypt síðasta haust. Allar lagnir eru komnar á sinn stað og þessa daga er unnið að uppsetningu milliveggja. Framkvæmdin er stór biti fyrir fámenna björgunarsveit og hafa félagsmenn því haft allar klær úti við fjáröflun, sótt um styrki og tekið að sér ýmis konar verkefni auk hefðbundinna fjáröflunarleiða björgunarsveita. Félagsmenn Stjörnunnar eru þess fullvissir að þessi framkvæmd styrki starf sveitarinnar til framtíðar og hlakka til að koma sér fyrir í húsinu þegar það verður fullbúið. Stjórn Stjörnunnar vill nota tækifærið og þakka öllum sem hafa lagt hönd á plóginn, jafnt félagsmönnum sem öðrum, fyrir vinnuframlag, styrkveitingar, hlýhug og meðbyr sem við höfum hvarvetna fundið fyrir.
Allur helsti björgunarbúnaður til sjós og lands... ...Hafðu samband við sölumenn okkar og fáðu allar upplýsingar Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður
www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
Félagsmál
69
Svona lítur nú kofinn út í dag, en eftir er að mála utanhúss.
Gróubúð stækkar
Vilhjálmur Halldórsson. Myndir: Guðmundur Jónsson.
– langþráður draumur rætist Frá því ég byrjaði í björgunarsveitinni haustið 1993 hefur verið rætt um að bækistöðin okkar Gróubúð væri of lítil. Hún var byggð árið 1973 og var 392 m2 að stærð. Umræðan kom reglulega upp og nokkrum sinnum var farið af stað með að kanna hina ýmsu möguleika til að stækka við okkur. En það var svo árið 2007 sem stjórn sveitarinnar ákvað að setja meiri kraft í málið í samvinnu við stjórn Slysavarnadeildar kvenna í Reykjavík en samstarf milli eininganna hefur verið afar gott. Kvennadeildin átti sal í Sóltúni sem hún seldi haustið 2007 sem kom svo á daginn að reyndist besti tíminn til að selja. Fljótlega eftir það voru fest kaup á aðliggjandi lóð við Gróubúð sem var forsenda fyrir því að byggja við húsið. Loks var sett af stað hönnunarvinna og að henni lokinni gerð kostnaðaráætlun. Fyrsta skóflustungan var tekin á 80 ára afmæli kvennadeildarinnar 28. apríl 2010. 70
Félagsmál
Kostnaðaráætlunin og fjármögnunarplönin voru svo lögð fyrir aðalfundi eininganna 2011 og hlutu þar samþykki félagsmanna. Framkvæmdir hófust svo vorið 2011. Ákveðið var að kaupa út alla vinnu við að gera húsið tilbúið undir tréverk. Eftir það tóku svo félagar eininganna við og kláruðu verkið. Reyndar er verkinu ekki að fullu lokið en full starfsemi er þó komin í húsið þegar þetta er skrifað þótt enn eigi eftir að hnýta ýmsa lausa enda.
Þótt það hafi verið vitað fyrir að um mikla vinnu yrði að ræða reyndist hún mun meiri en margir áttu von á. Haldin voru 150 skráð vinnukvöld/-dagar árið 2012 sem skiluðu yfir 5.000 klst. í vinnu og enn er ekki allt búið. Ekki reyndist okkur unnt að vinna allt sjálf og var einhver sérhæfð vinna aðkeypt og var þá reynt að leita hagstæðra samninga. Framkvæmdarnefnd var skipuð strax árið 2008 sem sá um allt
Bílasalurinn stækkaður svo um munar og er bjartur og rúmgóður.
utanumhald varðandi verkið, samskipti við verktaka, efniskaup, skipulagningu vinnukvölda, fjármál og fleira og vann hún alveg frábæra vinnu. En þótt álagið hafi verið mikið eru flestir sammála um að útkoman sé stórglæsileg. Húsið er í dag 631m2 og er stækkunin því 61%. Nokkurt óhagræði var af því að hafa búningsherbergið á efri hæðinni en nú er öll útkallstengd starfsemi, fyrir utan stjórnstöð, komin á jarðhæðina. Auk þess er nú rýmra um tæki sveitarinnar þar sem tækjasalurinn stækkaði verulega og kom það jafnframt afar vel út í nýafstaðinni flugeldasölu. Búningsherbergið stækkaði líka töluvert og rúmar það nú um 70 einstaklingsskápa í stað rúmra 40 áður sem var of lítið. Gott veggpláss er fyrir stóran klifurvegg í framtíðinni í fullri lofthæð. Á efri hæð er sem fyrr segir stjórnstöð fyrir útköll með tölvum, talstöðvum, símum og öðru tilheyrandi. Þar er jafnframt stjórnarherbergi sem hægt er að funda í, kennslusalur, stór veislusalur og glæsilegt eldhús með öllum helstu tækjum sem verður algjör bylting fyrir kvennadeildina og fjáröflunarverkefni hennar í framtíðinni. Salernum hússins fjölgaði úr einu í þrjú og félagsaðstaðan stækkaði til muna. Skipulag efri hæðinnar er þannig að þótt eitthvað sé um að vera í stóra salnum getur önnur starfsemi farið fram án mikillar truflunar. Það er ljóst að langþráður draumur um stækkun Gróubúðar er nú að rætast. Þótt margt sé enn eftir við að klára lokafrágang hússins hafa félagar eininganna svo sannarlega lyft grettistaki nú þegar.
Traustir félagar létu sjá sig til að leggja hönd á plóg og hér er Trausti Sigurðsson, smiður félagi í sveitinni til margra ára.
Jóhann Axelsson, hópstjóri bílahóps, sýnir málaratakta.
RÉTTU TÆKIN OG TÓLIN! Baltic Rescue björgunarvesti
Halogen og Xenon fjarstýrð leitarljós
KGP-913MkII GPS staðsetningartæki
GlobalFix™ EPIRB og ResQLink+™ PLB
VHF talstöðvar með neyðarhnappi
Dugguvogi 4 • 104 Reykjavík • sími: 520 0000 www.taeknivik.is • sala@taeknivik.is
Félagsmál
71
Þau eru mörg handtökin þegar kemur að byggingu eða viðhaldi húsnæðis.
Húsnæðið að Bakkabraut 4 var afhent Hjálparsveitinni um miðjan mars árið 2012 og var strax hafist handa við hreinsunarstörf. Verkefni við rif og förgun hafa öll verið unnin í sjálfboðaliðavinnu af félögum sveitarinnar en ákveðið var að kaupa vinnu iðnaðarmanna við alla stærri verkliði og þá er snúa að uppbyggingu. Endurbætur verða framkvæmdar í áföngum og eftir því sem fjármunir hrökkva til. Einnig verður passað upp á að framkvæmdir bitni ekki á starfi sveitarinnar. Verða útköll og æfingar áfram í forgangi. Sett var á laggirnar byggingarnefnd innan sveitarinnar. Störf nefndarinnar felast meðal annars í því að taka þær ákvarðanir sem þarf að taka í tengslum við uppbyggingu húsnæðisins. Einnig vinnur hún að því að sækja um styrki, þá bæði beinharða peninga sem og efnisstyrki, því hver spýta telur í kostnaði þegar sjálfboðaliðasamtök fara út í svo stórt verkefni. Styrmir Steingrímsson, húsasmíðameistari og virkur félagi í Hjálparsveitinni, leiðir nefndina og ásamt honum eru fleiri húsasmiðir, verkfræðingar, ljósmyndari, þroskaþjálfi, hjúkrunarnemi og aðrir þúsundþjalasmiðir. Ekki þarf endilega að rýna í titla þessara félaga því allir hafa þeir það sameiginlegt að hafa verið virkir björgunarsveitarmenn og vita því hvað húsnæði sem þetta þarf að uppfylla til að verða nær fullkomin björgunarsveitarmiðstöð. En það sem er okkur efst í huga, hvað varðar hönnun, er að hafa flæðið í húsnæðinu sem skilvirkast svo að útkallstími félaga verði sem stystur og að hver flokkur fái gott rými til að sinna sínum störfum.
Gamalt verður nýtt
Anna Guðný Einarsdóttir
Hjálparsveit skáta í Kópavogi stækkar við sig Það var ekki laust við að ánægja hríslaðist um okkur Kópavogssveitarfélagana þegar ljóst var að kaup gengju eftir á Bakkabraut 4, en það húsnæði er áfast Hjálparsveitarskemmunni. Er þar með lokið þeirri óvissu sem sveitin hefur verið í varðandi framtíðarstaðsetningu. Í lok árs 2003 keypti sveitin 130 fermetra bil í suðurenda húsnæðisins að Bakkabraut 4. Sá hluti hefur síðan hýst bátaflokk. Síðastliðið vor var gengið frá kaupum á öllu húsnæðinu og bætast því við um 600 fermetrar að grunnfleti. Byggingarár hússins er 1950 og helmingur þess, það er að segja nyrðri hlutinn, illa farinn og má tala um hrakvirði í því sambandi. 72
Félagsmál
Að rífa hið gamla út og farga var í höndum meðlima sveitarinnar.
Þarfagreining. Hópar sveitarinnar settu sínar hugmyndir á mislita miða.
Það getur verið gaman að bæta og breyta.
Fyrsti áfangi sem er vel á veg kominn snýr að því að geta komið tækjum sveitarinnar inn í syðri hlutann. Unnið hefur verið að því að einangra þak og setja klæðningar í loft ásamt raf- og hitalögnum, steypa og jafna út gólfflöt. Einnig voru settar fimm nýjar innakstursdyr á hliðina sem snýr að Kópavogshöfn fyrir bifreiðar og báta en þar verður aðalinngangur í húsnæðið í framtíðinni.
í notkun enda hefur sveitin, sem samanstendur af um 70-80 virkum félögum, þurft að starfa við mikil þrengsli undanfarin 10-15 árin. Félagar hafa leyft sér að dreyma um bílalyftu, ísklifurvegg og gufubað í nýju húsnæði sem ef til vill verður að veruleika einn daginn ef starfið heldur áfram að blómstra svona vel næstu áratugina. F.h. byggingarnefndar
Flugeldasalan er sá liður í starfi sveitarinnar, eins og svo margir vita, sem keyrir starfið áfram hvert ár. Á síðasta ári var nýja rýmið í fyrsta skipti nýtt undir risaflugeldamarkað. Það tókst með glæsibrag og mun öll hönnun á þeim sal miðast út frá því að geta verið með öruggan og flottan flugeldamarkað. Mikil tilhlökkun er í félögum að taka nýtt húsnæði
Félagsmál
73
Starfsfólk skrifstofu Jón Svanberg Hjartarson er framkvæmdastjóri og er með stærstu skrifstofuna. Hans hlutverk er að gæta þess að ákvörðunum stjórnar, formanna- og fulltrúaráðsfunda, sé framfylgt í hvívetna og að skrifstofan sinni þjónustuhlutverki sínu sem best. Hann er því upptekinn við að halda öðru starfsfólki uppteknu. Svo situr hann einn og einn fund.
Sigurður R. Viðarsson hefur marga fjöruna sopið þegar kemur að sjóbjörgunarmálum og sinnir þeim af stakri kostgæfni. Hann er líka Grindvíkingur, sem skýrir margt, m.a. ástríðu hans fyrir línubyssum. Siggi sér um að niðurfellingar á tollum og gjöldum af björgunartækjum fari sína leið í kerfinu og reddar því sem redda þarf á skrifstofunni.
Gunnar Stefánsson er sviðsstjóri björgunar- og slysavarnasviðs. Hann lætur sig flest mál varða, þ.e. er með nefið ofan í öllu, og veit allt sem hægt er að vita um samninga sem félagið er aðili að, alþjóðlega samvinnu á sviði leitar og björgunar, tryggingamál félagsfólks og fleira. Og hann er úr Njarðvík. Já Njarðvík, ekki Keflavík!
Dagbjartur Kr. Brynjarsson er skólastjóri Björgunarskólans. Hann er jafnframt Íslandsmeistari í tali innanhúss. Þróun nýrra námskeiða er í hans höndum sem og samskipti skólans við aðila utan félags. Ef þú ert með fyrirspurnir varðandi réttindi þín, námskeiðssókn eða annað tengt skólanum þá er Dagbjartur rétti maðurinn til að spjalla við. Mundu bara að gefa þér góðan tíma fyrir samtalið.
Dagbjört H. Kristinsdóttir er starfsmaður slysavarnasviðs. Hún er í góðu sambandi við slysavarnadeildir um land allt og gætir þess að þær hafi nóg að gera. Hún veit allt um útgáfu bæklinga, endurskinsmerki, öryggi barna í bílum, banaslysatölur, öryggisheimsóknir til eldri borgara og blóðþrýsting starfsfólks, sem hún mælir reglulega.
Arna Björg Arnarsdóttir er starfsmaður Björgunarskóla. Hún er kennaramenntuð og sífellt með prikið á lofti. Hún heldur utan um öll námskeið Björgunarskólans, útvegar leiðbeinendur, gætir þess að þeir komist á staðinn og hafi kodda til að halla höfðinu á eftir erfiða kennslustund. Fjarnám skólans, uppfærsla námsefnis og dagskrár er líka á hennar könnu.
Helena Dögg Magnúsdóttir er starfsmaður unglingamála enda vart af barnsaldri sjálf. Hún heldur utan um starfsemi unglingadeilda, safnar persónuupplýsingum (eins og sakavottorðum umsjónarmanna), skiptir sér af skipulagningu lands- og landshlutamóta unglingadeilda og Útivistarskólans.
Helga Björk Pálsdóttir er verkefnastjóri á verkefnasviði og sinnir þar ýmsum verkefnum. Hún er með stjórn félagsins undir sínum verndarvæng; undirbýr fundi, heldur til haga erindum auk þess sem hún heldur utan um skipulagningu á öllum stærri viðburðum innan félagsins. Á það þó til að fara í fæðingarorlof þegar þeir eru á dagskrá. Hún kemur aftur til starfa löngu eftir landsþing.
Friðfinnur F. Guðmundsson er allt í öllu þegar kemur að aðgerðamálum og passar upp á að útkallskerfið okkar sé að virka frá a-ö. Hann er afar kurteis og hefur því verið látinn sinna samskiptum við aðra viðbragðsaðila landsins og útlendinga sem vilja skrá ferðir sínar hjá félaginu. Hann stýrir bakvakt félagsins og er starfsmaður landsstjórnar björgunarsveita.
Jónas Guðmundsson er á slysavarnasviði og er vakinn og sofinn yfir öryggismálum ferðamanna. Undir hans hatti er flest það sem viðkemur þeim málaflokki, m.a. Safetravel vefurinn og hálendisvaktin. Hann þvælist víða starfs síns vegna, heldur fyrirlestra um öryggismál og dreifir fræðsluefni til þeirra sem það vilja fá og hinna líka.
74
Félagsmál
Jón Ingi Sigvaldason er kaupfélagsstjóri SL. Formlegi titillinn er þó heldur virðulegri, í símaskrá starfsfólks er hann „sölu- og markaðsstjóri“. Ef eitthvað þarf að kaupa eða selja er Jón með puttana í því. Það á við um flugelda, fatnað, sjúkragögn og útvörp svo fátt eitt sé nefnt. Jón situr sjaldan kyrr og því nær ógerlegt að ná í hann í borðsímann, best er að veðja á gsm-kerfið til að eiga við hann orð.
Oddur Einar Kristinsson er tölvukall skrifstofunnar. Hann sér um að starfsfólkið fái tölvupóstinn sinn og að félagsfólk komist á innri vefinn og aðgerðagrunninn. Það tekst þó ekki alltaf því tæknin á það til að stríða honum. En hann er viðmótsþýður svo ekki hika við að hafa samband ef þú átt í tæknilegum erfiðleikum sem tengjast tölvukerfum skrifstofu.
Starfsfólk skrifstofu Ólöf Snæhólm Baldursdóttir er upplýsinga- og kynningarfulltrúi. Hún er helst í því að vekja aðgerðastjórnendur snemma morguns eftir að þeir hafa verið í aðgerðum alla nóttina. Hún sendir svo fjölmiðlum það sem þeir segja í svefnrofunum. Hún heldur líka utan um heimasíðu félagsins, nokkrar Facebooksíður og ritstýrir tímaritinu Björgun og Árbókinni. Mesti tíminn fer þó í að kenna öðrum á skrifstofunni að segja tölva í stað talva.
Guðrún G. Bergmann borgar út launin. Því umgangast hana allir af óttablandinni virðingu og enginn þorir að styggja hana nema þegar langt er í mánaðamót. Hún heldur bókhald yfir alla aurana sem koma inn, sem og þá sem fara út af reikningum félagsins og hefur gert síðan elstu menn muna. Yfirlit viðskiptareikninga eininga og aðstoð við gjaldkera þeirra eru hennar ær og kýr.
Ásta Björk Björnsdóttir skipar heiðurssess í hjörtum alls starfsfólksins. Hún veit að leiðin að hjarta mannsins liggur í gegnum magann og gefur öllum hollt og gott að borða í hádeginu. Sumum kannski of mikið. Ásta sér líka um að halda skrifstofunni hreinni.
Steingerður Hilmarsdóttir gjaldkeri sýslar með reikninga daginn út og daginn inn. Hún sinnir líka upplýsingagjöf um stöðu reikninga hjá einingum, gerir upp og greiðir út reikninga milli þess sem hún pillar rækjur. Já, þessi brandari er bara til innanhússnota skrifstofunnar.
Ég lofaði Maxie að hugsa vel um heilsu hans og hamingju allt lífið. OPTI START fyrir hvolpa
CATHERINE
NÆRINGARÞRÓUNARSTJÓRI PRO PLAN HÖFUNDUR AÐ PRO PLAN PRO BIFIDUS Axlar ábyrgð eins og þú.
Með broddi, fyrstu móðurmjólkinni, sem staðfest er að eflir ónæmiskerfið.
PRO BIFIDUS fyrir fullvaxna hunda Eykur magn bifidus-baktería í maganum og kemur þannig jafnvægi á meltinguna.
ANTI AGE fyrir roskna hunda Staðfest að eykur árvekni og andlega snerpu.
Þetta er þín ábyrgð. Þetta er okkar ábyrgð. Þetta er PRO PLAN.
Félagsmál
75
Gunnar Stefánsson, starfsmaður SL
Gufuskálum lokað Slysavarnafélagið Landsbjörg rak þjálfunarbúðir á Gufuskálum frá 1. janúar 1998 en 21. maí það ár var skrifað undir samkomulag við ríkið til fimm ára. Með þessum samningi kom 65 milljóna króna fjárstuðningur sem greiddur var út á samningstímabilinu. Þegar þeim samningi lauk var gerður heildarsamningur við dómsmálaráðuneytið, en hann rann út 2011. Þegar nýr samningur, sem hljóðaði upp á ákveðinn niðurskurð af hálfu ríkisins, var gerður 2011 var eingöngu tekið fram að félagið ræki björgunarskóla sem annaðist þjálfun og fræðslu björgunarsveitamanna innan SL. Meginhlutverk hans var að tryggja aðgengi björgunarsveitafólks um allt land að menntun og þekkingu í leit og björgun. Með þessu var fjármagnið ekki lengur eyrnamerkt rekstri Gufuskála. Í ljósi fjárhagsstöðu félagsins og lélegrar nýtingar Gufuskála var því ákveðið að loka þeim í lok ársins 2012. Við opnun þjálfunarbúða á Gufuskálum 1999 var stefnt að því að þar yrði sköpuð aðstaða til þjálfunar fyrir alla sem koma að leit og björgun á landi, sjó og jökli. Vonir stóðu til að svæði Gufuskála yrði vettvangur þróunarstarfa á sviði björgunar- og almanna76
Félagsmál
varnamála og að viðbragðsaðilar í landinu myndu nota þessa frábæru aðstöðu sem boðið var upp á. Ekki stóðust þær væntingar að opinberir viðbragðsaðilar notuðu aðstöðuna en þeir töldu staðsetningu Gufuskála óhentuga, fjarlægðina of mikla. Til að halda úti þessu frábæra svæði og aðstöðu sem búið var að byggja upp á Gufuskálum þurfti nýtingin að vera mun meiri. Opinberi viðbragðsgeirinn (lögregla, almannavarnir og slökkviliðin) í landinu notaði ekki aðstöðuna eins og lagt var upp með og þar með skapaðist ekki það rekstrarumhverfi sem ráðamenn í þjóðfélaginu höfðu gefið fyrirheit um.
Starfsmenn Gufuskála Ingi Hans Jónsson var ráðinn umsjónamaður Gufuskala í upphafi og stýrði hann uppbyggingu Gufuskála fyrstu árin af kostgæfni en hann hætti störfum hjá félaginu síðla árs 2000. Guðrún Halla Elíasdóttir tók við stöðunni af Inga Hans. Þór Magnússon sem hafði verið starfsmaður félagsins frá 1987 tók við af Guðrúnu sem umsjónarmaður og árið 2001 var hann fenginn til að byggja upp rústabjörgunar- og kennsluaðstöðu á svæðinu. Mikil vinna hefur verið lögð í uppbygg-
ingu Gufuskála og má segja að Þór hafi verið félaginu ómetanlegur í þeim efnum þar sem ekki var keypt mikil vinna iðnaðarmanna. Í raun má segja að Þór, sem er þúsundþjalasmiður, hafi sparað félaginu mikla fjármuni með því að gera flest allt sjálfur. Auðvitað eru ekki allir sammála um lokun Gufuskála. Margir eiga góðar minningar frá staðnum þar sem þeir sóttu námskeið, æfingar eða aðra viðburði sem þar voru haldnir. Útivistarskólinn, sem unglingar alls staðar af landinu sóttu, var staðsettur á Gufuskálum í fjölmörg ár. Þar voru endalausir möguleikar til æfinga og námskeiðahalds, allt frá sjávarbotni upp á fjallstinda og jökul. En þróunin í námskeiðahaldi Björgunarskólans hefur verið sú að björgunarmaður 1 og ýmis önnur námskeið Björgunarskólans hafa verið í boði í fjarnámi. Nú geta félagsmenn SL tekið námskeið heima eða í björgunarsveitarhúsi og fengið síðan verklega hlutann í heimahéraði. Auk þess hafa sveitirnar kallað í auknum mæli eftir námskeiðum heim þar sem það minnkar fjarveru fólks frá heimilum sínum og dregur úr kostnaði við þjálfun og menntun björgunarsveitafólks.
FALLVARNIR ÖRYGGISINS VEGNA!
Dynjandi hefur landsins mesta úrval af fallvarnarbúnaði og sérfróða starfsmenn með mikla reynslu á þessu sviði. Fallvarnarbúnaður er flóknasta persónuhlífin og kunnátta í notkun hans er bráðnauðsynleg. Þess vegna bjóðum við upp á námskeið í notkun hans. Dynjandi örugglega fyrir þig! Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is
Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg A. Wendel umboðs- & heildverslun www.wendel.is Afl starfsgreinafélag www.asa.is Alþýðusamband Íslands Baader Island ehf. Bifreiðaverkstæðið Sleitustöðum Bolungarvíkurhöfn www.bolungarvik.is Brunavarnir Suðurnesja
Dalvíkurhafnir Dalvík- Árskógsströnd- Hauganes www.dalvik.is
Fiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyrar www.fmbs.is
Endurskoðun Vestfjarða ehf. www.endvest.is
Fiskmarkaður Hólmavíkur ehf.
Farmanna- og fiskimannasamband Íslands Félag skipstjórnarmanna www.skipstjorn.is Fisk Seafood www.fisk.is
Fiskmarkaður Patreksfirði fiskmarkadur@simnet.is Fiskmarkaður Siglufjarðar ehf. fmsi@fiskmarkadur.is Fiskmarkaður Austurlands hf. fmaust@simnet.is Fiskvinnslan Íslandssaga
Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg Frár ehf. frar@simnet.is
Grundarfjarðarhöfn www.grundarfjordur.is
Hafnarsjóður Þorlákshafnar www.olfus.is
Freydís sf. www.freydis.is
Gullberg ehf.
Hafnir Ísafjarðarbæjar
Hafbáran ehf. 450 Patreksfjörður
Hita- og vatnsveita Mosfellsbæjar www.mos.is
Hafnarfjarðarhöfn www. hafnarfjardarhofn.is
Hjallasandur ehf. Snæfellsbæ
G. Skúlason, vélaverkstæði Gjögur hf. Grundarfjarðarbær www.grundarfjordur.is www.olfus.is
Hafnasamlag Norðurlands Hafnarsjóður Skagafjarðar www.skagafjordur.is
Hjálmar ehf. Hlaðbær-Colas hf. www.colas.is
Passaðu vel vel uppá uppá rafgeyminn rafgeyminn íí vetur. vetur. Passaðu
Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg
Fiskifélag Íslands
www.vm.is
www.thorfish.is
Reykjavík, Akranesi, Snæfellsnesi, Skagaströnd, Þorlákshöfn www.fmis.is
Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg Hraðfrystihúsið Gunnvör hf.
Reykjaneshöfn
Steinunn ehf.
Húsavíkurhöfn, Raufarhöfn, Kópasker
Salka - Fiskmiðlun hf. www.norfish.is
Súðavíkurhöfn
Ísfélag Vestmannaeyja hf. www.isfelag.is
Samvinnufélag útgerðarmanna www.veidiflugan.is
Jeppaþjónustan Breytir ehf. www.breytir.is
www.Fjardasport.is
Sveitarfélagið Garður www.svgardur.is Sveitafélagið Skagafjörður www.skagafjordur.is
Segull ehf.
Tækniþjónusta Vestfjarða ehf. sveinn@tvest.is
Seyðisfjarðarkaupstaður www.seydisfjordur.is
Útgerðarfélagið Ískrókur
Siglufjarðardeild RKÍ
Kópavogshöfn www.kopavogur.is
Valberg ehf. valbergehf@simnet.is
Sigurbjörn sf. sibjehf@simnet.is
Verkalýðsfélagið Hlíf
Kristinn J. Friðþjófsson ehf.
Sigurður Ólafsson ehf. olibjorn@eldhorn.is
Klúka ehf. Kópavogsbær www.kopavogur.is
Landsnet Listmunasala Fold www.myndlist.is Löndun ehf. www.londun.is
Miðás hf. ww.brunas.is Pétursey gudjonr@eyjar.is Reykjanesbær www.reykjanesbaer.is
Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur Sjómannafélag Eyjafjarðar www.sjoey.is Sjómannafélagið Jötunn, Vestmannaeyjum Sjómannasamband Íslands www.ssi.is Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins www.shs.is Stegla ehf. www.eyruni.is
Verslunarmannafélag Suðurnesja Vestmannaeyjahöfn www.vestmannaeyjar.is Vesturbyggð www.vesturbyggd.is VR www.vr.is VSO Ráðgjöf ehf. Vörður tryggingar www.vordur.is Þórsberg ehf. Þórsnes
Ný heimasíða og innra svæði í loftið Vinna við nýja heimsíðu hefur staðið yfir um nokkurt skeið. Settur var saman starfshópur innan skrifstofu og fór hann í þarfagreiningu og grunnhönnun. TM software gaf svo hönnun á síðuna. Aðalmarkmið er að gera hönnunina nútímalegri og að notandi geti fundið það sem hann er að leita eftir með tveimur til þremur smellum. Markhópur heimasíðunnar er fyrst og fremst almenningur, styrktaraðilar og aðrir utan félags. Samhliða er verið að uppfæra innra svæðið. Þessi uppfærsla felur í sér að verið er að uppfæra Sharepoint kerfið sem heldur utan um svæðið í 2013 útgáfuna. Útlit og veftré verður svipað og á heimasíðu. Markmiðið verður að hafa þarna allar upplýsingar sem snúa að félagsmönnum aðgengilegar og að það verið auðvelt að finna þær. Einnig er hugmyndin að nota nýjan samfélagsmöguleika sem kemur með nýjum Sharepoint. Þeir sem nota innra svæðið geti notað „My site“ og hafi þar auðvelt aðgengi í sín gögn og umræðuþræði.
Smælki
Áhorf á þætti um björgunarsveitir Þættirnir Íslensku björgunarsveitirnar voru sýndir á RÚV í nóvember. Voru þeir fjórir talsins og fengu gott áhorf. Hátt í þriðjungur þjóðarinnar var við skjáinn á meðan mest var og af þeim sem voru að horfa á sjónvarp á þeim tíma kusu um 69% að stilla inn á þættina. Gerður var góður rómur að þeim og þykja þeir hafa veitt góða innsýn í hversu umfangsmikið starf sveitanna er. Það var Sagafilm sem framleiddi þættina og tók gerð þeirra um fimm ár. Á þeim tíma fylgdi sjónvarpsfólk björgunarsveitum eftir í útköllum og á æfingum og tók upp hátt í 400 klukkustundir af efni.
Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg
NESKAUPSTAÐ
Eldvarnir ehf.
Umhverfisvænni díselolía hjá Olís Ef allir díselbílar á Íslandi notuðu VLO-díselolíu frá Olís myndi það jafngilda kolefnisbindingu 8,6 milljóna trjáa!* Olís býður fyrst íslenskra olíufyrirtækja upp á díseleldsneyti blandað með VLO, vetnismeðhöndlaðri lífrænni olíu, sem er af vísindamönnum talin hreinni og umhverfisvænni en annað díseleldsneyti á markaðnum í dag. VLO virkar fullkomlega eins og önnur díselolía en mengar minna. Íblöndunin dregur úr koltvísýringsmengun um 5%.
VLO í hnotskurn • • • • • • •
Vetnismeðhöndlun skilar hreinni lífrænni olíu en áður hefur þekkst. Íblöndunarhlutfall jafngildir 5% minni koltvísýringsmengun. Má nota á allar díselvélar án þess að breyta þeim eða endurstilla. Stuðlar að hreinni og betri bruna sem skilar hreinni vél. Eykur ekki viðhald eða eyðslu og hefur ekki áhrif á verð. Skilar sama afli og venjulegt dísel. Er mjög kuldaþolið og geymist vel, jafnt í hita sem kulda. *Á einu ári losar díselbílafloti Íslendinga um 345 þúsund tonn af koltvísýringi út í andrúmsloftið. Það má því segja að ef allir díselbílaeigendur fylltu hjá Olís myndi 5% útblástursminnkun jafn gilda því að gróðursetja 8,6 milljónir trjáa – eða skóg sem nemur öllu byggðu svæði Reykjavíkur.
Nánari upplýsingar á olis.is
PIPAR\TBWA - SÍA - 130125
Vetnismeðhöndluð lífræn olía
Fyrir útivist alla daga - og útköll þess á milli Vík er heilsárs hettupeysa frá 66°NORÐUR, gerð úr Polartec® Power Stretch® Pro. Flísefnið er fislétt, teygist á fjóra vegu, andar vel og þornar eins og skot. Hettan fellur alveg að höfðinu og hentar því vel undir hjálma og annan fatnað. Vík má nota allan ársins hring og er tilvalin fyrir þá sem vilja helst stunda útivist alla daga og fara í útköll þess á milli.