Björgun - Tímarit - 2. tbl. 2013

Page 1

Landsæfing 2013 Nýir boðunarkóðar Þyrluhópur undanfara Sarex 2013 Slysavarnir ungra barna Landsmót unglingadeilda Landsþing Áhöfnin á Húna

2. tbl. 13. árg. 2013


Börn þurfa líka foreldra á netinu Börnin okkar lifa á spennandi tímum samfélagsmiðla, snjalltækja og tölvuleikja. Tækninýjungarnar geta samt verið varasamar og þau þurfa leiðsögn foreldra. Setjum okkur inn í stafrænt líf barna og unglinga og tölum við þau um örugg samskipti.

Þú finnur góð ráð og leiðir á vodafone.is/samskipti

Vodafone Góð samskipti bæta lífið



6

Efni

2.tbl. 13.árg. október 2013

Björgunarmál Landsæfing 2013

6

Flugslys á Akureyri

12

Minning: Pétur Róbert Tryggvason

15

Nýr aðgerðagrunnur tekinn í notkun

16

Nýir boðunarkóðar björgunarsveita

19

MAYDAY-MAYDAY-MAYDAY

23

Þyrluhópur SL

27

Hópslys 30

16

23

27

SAREX Grænland 2013

32

Mildred – björgun skipbrotsmanna

37

Er samstarf lögreglu og björgunarsveita ekkert mál?

41

Slysavarnir Hálendisvaktin 2013 í myndum

42

Slysavarnir barna fyrsta árið

47

Glöggt er gests augað

51

Allir öruggir heim

55

Unglingamál Landsmót unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar

57

Ungmennaskipti Mývatn / Húsavík – Neumarkt

61

Noregsferð Pjakks

65

USAR 2013 – Grunnþjálfun unglinga

67

Félagsmál Landsþing á Akureyri

70

Bakvarðasveitin 74

42

Áhöfnin á Húna

77

Íslandsspil - þá og nú

79

Smælki 80

2. tbl. 13. árg. 2013 Útgefandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg, Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík.

57

Áskrift og almennur sími: 570-5900. Netfang: bjorgun@landsbjorg.is. Auglýsingar: herdis@landsbjorg.is. Ritstjóri: Ólöf Snæhólm Baldursdóttir. Ábyrgðarmaður: Jón Svanberg Hjartarson

4

Slysavarnir

U

Umbrot og prentun: Prentsmiðjan Oddi.

M

HV

E R F I S ME

R

KI

70

Próförk: Haraldur Ingólfsson – Harla. 141 776

PRENTGRIPUR

Forsíðumynd: Sigurður Ó. Sigurðsson.

Slysavarnafélagið Landsbjörg er samtök sjálfboðaliða um allt land sem vinna björgunar- og slysavarnastarf. Innan félagsins starfa um 100 björgunarsveitir, um 40 virkar slysavarnadeildir auk öflugs unglingastarfs. Félagið rekur Slysavarnaskóla sjómanna, Björgunarskólann, 14 björgunarskip og tugi slysavarnaskýla út um allt land. Björgun, tímarit félagsins, kemur að jafnaði út tvisvar á ári. Blaðið er prentað á umhverfisvænan pappír. Allar ábendingar um efni í blaðið eru velkomnar og sendast á olof@landsbjorg.is. Þeir sem óska eftir áskrift að blaðinu geta haft samband við skrifstofu félagsins. Slysavarnafélagið Landsbjörg gefur einnig út árbók einu sinni á ári og er hún yfirlit um starfsemi félagsins árið á undan. Nánari upplýsingar um Slysavarnafélagið Landsbjörg má finna á www.landsbjorg.is.


ALVÖRU AMERÍSK JEPPADEKK

FYRIR ÞÁ SEM ÆTLA AÐ KOMAST ALLA LEIÐ ÁRATUGA FRÁBÆR REYNSLA AF MASTERCRAFT JEPPADEKKJUNUM VIÐ ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR. EINSTÖK GÆÐI – GÓÐ ENDING – GOTT VERÐ Vetrardekkin frá Mastercraft

Vaxtalausar

12 mán afborganir 3,5% lántökugj.

eru með einstöku einkaleyfis­ vernduðu „Snow Groove“ munstri. Þau hafa einstakt grip og góða endingu. Amerísk gæðadekk fyrir flestar gerðir jeppa og jepplinga.

Mastercraft MSR virkar vel í snjó og hálku, með eða án nagla.

Mastercraft CT er með grófu munstri og frábærri endingu.

JEPPADEKK

Mastercraft AXT hannað til að ná hámarksgripi jafnt á malbiki, malarvegum og utan vega.

Smiðjuvegi ☎ 544 5000 Rauðhellu ☎ 568 2035 Hjallhrauni ☎ 565 2121 – Síðan 1941 – Skútuvogi 2 | Sími 568 3080 | www.bardinn.is

Selfossi ☎ 482 2722

www.solning.is

Njarðvík ☎ 421 1399


Landsæfing Slysavarnafélagsins Landsbjargar árið 2013 var haldin í Borgarfirði laugardaginn 12. október. Landsæfingar eru meðal stærstu viðburða innan félagsins og eru haldnar annað hvert ár. 6

Þór Þorsteinsson, æfingarstjóri. Ljósmyndir: Sigurður Ó. Sigurðsson Björgunarmál


Landsรฆfing

2013 Bjรถrgunarmรกl

7


Að þessu sinni voru það sveitir á svæði 4 sem sáu um framkvæmd æfingarinnar, þ.e. Björgunarsveit­irnar Brák, Elliði, Heiðar og Ok ásamt Björgunarfélagi Akraness. Slysavarnadeildin Líf á Akranesi sá svo um að metta svanga þátttakendur að æfingu lokinni. Undirbúningur æfingarinnar hófst í vor þegar sveitirnar skipuðu fulltrúa í vinnuhóp en það var svo ekki fyrr en upp úr miðjum ágúst að vinnan fór á fullt. Vinnuhópurinn fékk starfsheitið æfingarstjórn og skiptu menn með sér skipulagningu og undirbúningi verkefna. Gengið var út frá því að þátttaka yrði eitthvað meiri en á síðustu landsæfingu vegna meiri nálægðar við höfuðborgarsvæðið en að öðru leyti renndu menn blint í sjóinn með umfangið. Nokkuð snemma í ferlinu var ákveðið að æfingin færi fram í Skorradal, Lundarreykjadal, Flókadal og Andakíl auk þess sem rústabjörgunarverkefnin voru sett upp í Borgarnesi. Gengið var út frá því í upphafi

Verkefnin voru í ýmsum aðstæðum, sumum erfiðari en öðrum. 8

Björgunarmál

að keyra öll verkefnin allan daginn og keyra þau sem oftast og láta fjölda verkefna ráðast af fjölda þátttakenda. Þegar skráningar fóru að berast inn varð okkur í æfingarstjórninni ljóst að það stefndi í gríðarstóra æfingu. Skráningar voru að berast fram á síðasta dag og jókst umfang æfingarinnar því samhliða. Í heildina skráðu 47 hópar sig á æfinguna, samtals um 340 manns. Það varð því ljóst að sú ákvörðun að keyra hvert verkefni allan daginn og sem oftast var rétt og í raun nauðsynleg. Í heildina voru sett upp 54 verkefni og var umfang margra þeirra ansi mikið. Nánast öll verkefnin höfðu verkefnisstjóra á staðnum sem hafði það hlutverk að gæta að öryggi bæði þátttakenda og sjúklinga, stöðva úrlausn ef ástæða þætti til sem og að gefa hópunum góð ráð eftir þörfum. Einnig sáu verkefnisstjórar um að gera verkefnin klár aftur til úrlausnar fyrir næsta hóp sem og að sjá um sam-

skipti við æfingarstjórn. Fjöldi þeirra sjúklinga sem komu að hverju verkefni var ansi misjafn, oftast voru þeir 1-3 og allt upp í 14 manns. Önnur verkefni, eins og straumvatnsbjörgunarverkefnin, þurftu að auki, viðbótar mannskap til að gæta enn betur að öryggi hópa og sjúklinga. Í heildina komu um 500 manns að æfingunni með einum eða örðum hætti. Stærð þeirra hópa sem skráðu sig á æfinguna var æði misjöfn, allt frá 15 manns niður í tvo. Því var oft brugðið á það ráð að slá saman 2-3 hópum til að leysa eitt verkefni og var þá frekar reynt að setja saman hópa frá ólíkum sveitum sem og hópa með ólík sérsvið og höfum við heyrt að þetta hafi almennt mælst vel fyrir. Nokkur verkefni voru leyst allt að átta sinnum yfir daginn og eitt af því sem vekur athygli er að þar á meðal var eitt leitarverkefni. Við höfum heyrt margar sögur frá verkefnastjórum okkar þar sem þeir lýsa


Verslun Ármúla 26

TRAUST SAMBAND MEÐ MOTOROLA

522 3000 hataekni.is Opið: virka daga 9.30–18 laugardaga 12–17

NÝ VARA NÝ VARA

109.995 kr. MTP3200 Betra hljóð og bluetooth. Fyrir þá sem þur fa ekki að hringja.

118.995 kr. MTP3250

94.995 kr. MTP850s Stöð sem stendur alltaf f yrir sínu. Fjöldi aukahluta fáanlegur.

JÓ Ð

N EMI

FR

Á

AI

NÝR

O

ÞR

DI

ÁÐ

AU

L SH

RA

L

Betra hljóð og bluetooth. Hægt er að fá endur vörpun í stöðina.

NÝ A V RA D

149.995 kr. MTM5400 Glæsileg og vönduð stöð með gát tarmöguleika og endur vörpun.

RE

GU

RA ME L LT A Ð 3 0 0

TR

A

Úrval aukahluta! 20% afsláttur af aukahlutum fyrir félagsmenn björgunarsveita. Björgunarmál

9


ánægju sinni með það hversu vel og fagmannlega verkefni voru leyst af hólmi. Þeir óreyndari í okkar röðum sem sinntu þessu hlutverki hafa einnig talað um hversu lærdómsríkt það hafi verið fyrir þá að fylgjast með sama verkefninu leyst aftur og aftur á mismunandi hátt. „Ég veit nákvæmlega hvernig best er að leysa svona verkefni núna,“ sagði einn 18 ára verkefnastjóri og bætti

Línuvinna getur aukið flækjustig verkefna töluvert. Þessir Kópavogsbúar náðu þó að leysa verkefnið sem fyrir þeim lá. 10

Björgunarmál

við: „Með því að taka það besta frá eiginlega öllum sex hópunum sem leystu verkefnið yfir daginn.“ Svæðisstjórn á svæði 4 var okkur innan handar í undirbúningi og framkvæmd og sá hún meðal annars um samskipti milli æfingarstjórnar og hópa. Öll verkefni sem leyst voru þennan dag voru skráð í nýja aðgerðagrunninn og var Guðbrandur Arnarsson höfundur hans með okkur. Óhætt er að segja að grunnurinn hafi staðið undir væntingum og er gaman að segja frá því að þær örfáu athugasemdir sem grunnurinn fékk meðan á æfingunni stóð höfðu verið lagaðar áður en æfingin var búin. Að lokum viljum við þakka öllum þeim sem að æfingunni komu, félagsmönnum okkar á svæði 4, gestum sem litu við og fylgdust með æfingunni, Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík sem útvegaði okkur 14 sjúklinga, Björgunarsveitinni Suðurnes sem útvegaði fimm sjúklinga, starfsmönnum Landsbjargar sem voru okkur ávallt innan handar og svo síðast en ekki síst öllum þeim hópum björgunarsveitafólks

sem mættu á æfinguna. Einnig er rétt og ljúft að þakka íbúum á æfingarsvæðinu fyrir þeirra aðkomu en þeir voru okkur ákaflega vinveittir og gáfu þátttakendum æfingarinnar leyfi til að arka um jarðir þeirra, garða, útihús og híbýli. Við vonum að þátttakendur hafi átt góðan dag og hafi fengið jafn mikið út úr honum og heimamenn.


VIRB hasarmyndavél

VIRB Elite Háskerpu upptökuvél í hasarinn. GPS móttakari sýnir hraða, hæð o.fl. á myndbandi. Tengdu þráðlaust við símann eða önnur Garmintæki. Innbyggður Chroma skjár. Vatnsheld 1 m 30 mín., fjöldi festinga fáanlegur.

DÓTABÚÐ ÚTIVISTARFÓLKSINS

Astro

Rino

Zümo 390

Ertu viss um að Snati geri eins og honum er sagt? Hundaþjálfarar lofa Astro sem sýnir ekki aðeins hvar Snati er heldur hvort hann er á hlaupum, tekur stand, að gelta og svo framvegis.

Vertu í sambandi og sjáðu hvar félaginn er! Sambyggt GPS tæki og VHF talstöð þar sem allt að 50 notendur geta fylgst með hvar hver er á skjánum eða í tölvu.

Ekki stysta leið, ekki hraðasta leið heldur hvaða leið er með flestar beygjur! Nýja Zumo mótorhjólatækið hjálpar þér að fara skemtilegustu leiðina, sjá hver hringir og jafnvel hver loftþrýstingurinn er í dekkjunum.

Nýtt 2014

GPS Kort Íslandskort í Garmin GPS tæki Routeable TOPO Iceland for Garmin GPS

Landakort fyrir Garmin GPS tæki með leiðsöguhæfum vegakortum fyrir allt landið ásamt götukorti af bæjarfélögum með heimilisföngum, 40.000 örnefnum, yfir 5.000 áhugaverðum stöðum, landlíkani (DEM) og hæðarlínum með 20 metra millibili. Topographic map of Iceland for Garmin GPS units with routable roads and street maps of cities and towns with addresses, 40.000 geographic points, over 5.000 Points of Interest and elevation lines every 20 meters.

2014

PIPAR\TBWA • SÍA

LAGERÚTSALA Íslandskort

HUD

Powertraveller

Gobandit og Tachyon

Nýtt Íslandskort fyrir Garmintæki með nýjum hæðarlínum á jöklum, fleiri slóðar, breyttar götur og vegir, stútfullt af nýjum upplýsingum.

Tengdu HUD við Garmin-appið í símanum og fáðu akstursleiðbeiningar upp á framrúðuna.

Þarftu að hlaða símann, myndavélina eða GPS tækið, jafnvel að gefa bílnum start? Powertraveller vörur í miklu úrvali, vertu í sambandi á ferð og flugi.

Þú færð ekki betri hasarmyndavélar á þessu verði! Örfáar vélar eftir og verða seldar á sýningunni um helgina á bilinu 10.900 til 29.900 kr.

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is


TF-MYX, var sjúkraflugvél til margra ára.

Flugslys

á Akureyri

Klukkan er hálf tvö eftir hádegi mánudaginn 5. ágúst, rólegur frídagur eftir skemmtilega verslunarmannahelgi. Síminn pípir, á skjánum eru SMS-boð frá Neyðarlínunni, 112: „F1 flugslys, Hlíðarfjallsvegur, eldar loga, 20 sæta vél.“ Nei, þetta er ekki æfing! Svona skilaboð hef ég sem betur fer aðeins séð á flugslysaæfingum fram að þessu. Heilinn meðtekur þetta hratt og stokkið er af stað. Í huganum hefst mikil vinna, ég bý ekki langt frá slysstað, ljóst er að ekki er tími til að fara á starfsstöð mína á Akureyrarflugvelli til að ná í slökkvigallann, best að fara beint á staðinn og reyna að gera sitt besta. Ég fer yfir hvaða búnað ég er með í bílnum. Þar er björgunarsveitargallinn ásamt gömlum eldvettlingum, smávægilegum sjúkrabúnaði, teppi og öðrum búnaði. Það verður að koma í ljós hvort þetta dugi. 12

Björgunarmál

Svo er brunað af stað, sem betur fer er umferð ekki mikil og eftir augnablik er ég kominn að lokun. Lögreglumaður hleypir mér framhjá og ég held áleiðis upp Hlíðarfjallsveg. Á leiðinni fer ég yfir í huganum mögulega staðsetningu slyssins, getur verið hvar sem er frá Akureyri og upp að skíðasvæðinu. Einnig velti ég fyrir mér hvaða flugvél þetta geti verið, strax var tekið fram að um 20 sæta vél væri að ræða. Þá er líklegast um litla farþegavél að ræða, annað hvort Twin Otter eða jafnvel B-200 King Air. Þrjár af hvorri þessara tegunda hafa heimahöfn á Akureyri og því er það líklegast að þetta sé einhver þeirra. Ég sé bíla við afleggjarann að bænum Glerá og stefni þangað. Þar stoppa ég og les nýtt SMS, þar kemur staðsetning: Á bílaíþróttasvæði. Hljóðmön liggur meðfram veginum og sést ekki inn á svæðið fyrr en komið er að þessum afleggjara. Þar sé ég skrokk vélarinnar í tvennu lagi í miklu grasi um 15-20 metrum ofan við enda keppnisbrautarinnar og brak eftir allri brautinni. Þar er talsvert af fólki og eins á þeim stað þar sem ég er. Ég kem auga á félaga minn úr Slökkviliði Akureyrar, hann er á frívakt og nýkominn á staðinn. Hann staðfestir illan grun minn

Ingimar Eydal, Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri og starfsmaður Isavia Akureyrarflugvelli – Ljósm.: Skúli Árnason.


um að þetta sé TF-MYX, sjúkraflugvélin okkar og vinnustaður til margra ára frá því ég var sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði Akureyrar. Ennfremur segir hann að grunur sé um að það vanti einn úr vélinni og að við verðum að skipuleggja leit. Þarna er aðeins af fólki, nokkrir unglingar og við köllum þetta fólk saman og biðjum það að aðstoða okkur við leit. Leggjum áherslu á að ef það finnur eitthvað að kalla strax á okkur. Á svæðinu í kringum flakið er hátt gras og ekki auðvelt að leita. Ég sé út undan mér að slökkviliðsmenn eru að vinna við flakið, búið er að slá á þann eld sem ennþá logaði en skrokkur vélarinnar hafði skilið við vængi og hreyfla og því ekki svo mikil eldhætta nálægt skrokknum. Ég fikra mig nær slysstað því ég vil fá staðfestingu á fjölda um borð. Þegar ég kem að er verið að koma flugmanni vélarinnar á bretti og ég ræði við hann meðan hann er borinn um borð í sjúkrabíl. Hann er með góða meðvitund og staðfestir að þeir hafi verið þrír um borð. Ljóst er að flugstjórinn er látinn og slökkviliðsmenn og læknir vinna við félaga okkar sem hafði verið í áhöfn vélarinnar. Þrátt fyrir nánast yfirþyrmandi aðstæður þá er ákveðinn léttir að fleiri voru ekki um borð. Við afturköllum því leit og förum að vinna í að koma almenningi af svæðinu. Fyrstu björgunarsveitarmenn eru að mæta á staðinn og taka þeir það að sér og huga að verndun vettvangs. Einnig er á slysstaðnum nokkur fjöldi meðlima Bílaklúbbs Akureyrar en þeir voru að hefja spyrnukeppni þegar slysið varð og brugðust mjög skjótt við, bæði að slökkva elda og hefja fyrstu hjálp. Þetta fólk varð allt vitni að slysinu og allir óþægilega nálægt þegar vélin skall niður. Fljótlega er björgunarþátturinn kominn í ákveðinn farveg, hinir slösuðu fluttir af slysstaðnum, slökkviliðsmenn slökkva þann eld sem ennþá er sjáanlegur og björgunarsveitarmenn mættir til aðstoðar við lokun og verndun vettvangs. Þegar hér er komið er mikilvægast að safna vitnum saman og veita fólki þá hjálp sem þarf. Bílaklúbbsfélagar taka því vel að safnast saman í félagsaðstöðu sinni neðar á svæðinu og bíða þar frekari fyrirmæla. Fljótlega fáum við þær fréttir að sjúkraflutningamaðurinn í áhöfn vélarinnar hafi verið úrskurðaður látinn á FSA en einnig að flugmaðurinn hafi ekki hlotið alvarlega áverka. Þar með fór í gang sá þáttur þessa flugslyss sem líklega má segja að hafi snert hvað flesta sem að því komu. Það var vinna Rauða kross deildarinnar á Akureyri sem opnaði fjöldahjálparstöð í Glerárkirkju, í samvinnu við sóknarprest kirkjunnar, sjúkrahúsprest FSA og sálfræðinga, geðlækna og geðhjúkrunarfræðinga FSA. Strætisvagn var fljótlega sendur til að ná í Bílaklúbbsfélaga og fengu þeir fyrstu aðstoðina í fjöldahjálparstöðinni í Glerárkirkju. Hún var opin í nokkra daga eftir slysið og vann starfsfólk stöðvarinnar (sem flest var sjálfboðaliðar) mikið starf með öllum sem slysið snerti á einn eða annan hátt. Á slysstað fór síðan fram rannsóknarvinna lögreglu og Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Súlur, björgunarsveitin á Akureyri, ásamt fleiri sveitum af Eyjafjarðarsvæðinu, sá um lokanir undir stjórn lögreglu meðan á þessari rannsókn stóð. Súlur og

Eins og sjá má var flak vélarinnar illa farið eftir slysið. Björgunarmál

13


M 8000 SNO PRO LIMITED

Aukahlutir Hanskar Hjálmar Fatnaður M 8000 SNO PRO LIMITED

800cc tvígengis, 164hö - 153" / 162" belti Ríkulegur staðalbúnaður, s.s. telescope stýri, rífarar, töskur og fleira.

TRV 1000i GT 800cc tvígengis, 164hö - 153" / 162" belti Ríkulegur staðalbúnaður, s.s. telescope stýri, rífarar, töskur og fleira.

700 SUPER DUTY DIESEL Traktors- og götuskráð. 4x4, hátt og lágt drif með driflæsingu. Power-stýri, vökvakúpling, spil og fl.

WILDCAT 1000 Traktors- og götuskráð. 4x4, hátt og lágt drif með driflæsingu. Vökvakúpling, spil og fl.

4x4, hátt og lágt drif með driflæsingu. Power-stýri, vökvakúpling og fl.

KRAFTUR

ENDING

Snjósleðar Fjórhjól Torfærubílar

ÁREIÐANLEIKI Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ S: 578-0820 - arcticsport.is


Frá útför Péturs Róberts Tryggvasonar. starfsmenn Isavia á Akureyri unnu síðan að hreinsun svæðisins og undirbúningi fyrir flutning flaksins til frekari rannsóknar í Reykjavík. Þegar þetta er skrifað eru tæpir tveir mánuðir liðnir frá þessu slysi. Flugslys eru sem betur fer afar fátíð. Það sem gerir vinnu við þau oft erfiðari en önnur slys er m.a. staðsetning þeirra, oft fjarri alfaraleiðum og þeir kraftar sem eru að verki. Síðasta banaslys í flugi sem björgunarsveitir á Akureyri þurftu að vinna við var árið 1996 þegar lítil flugvél með þremur mönnum flaug á fjall innst í Glerárdal í um 1.300 metra hæð. Undirritaður tók þátt í þeirri vinnu og var það ólík reynsla, t.d. að vera búinn að ganga í marga klukkutíma áður en komið var á slysstað. Nú var aðeins nokkurra mínútna akstur á staðinn og lítill tími til undirbúnings. Kraftarnir í báðum þessum slysum voru miklir og aðkoman erfið. En það sem gerir þetta slys sérstaklega erfitt fyrir okkur hér á svæðinu er að þarna fórust björgunarmenn. Allir eru mennirnir tengdir á einhvern hátt öllum sem komu að þessu slysi, sjúkraflutningamaðurinn var t.d. með öflugri björgunarsveitarmönnum í Eyjafirði. Við minnumst góðra drengja með þökk fyrir góð kynni og góð störf í þágu samfélagsins alls. Samfélagið hefur haldið vel utan um fólkið okkar eftir þetta slys og stuðningur verið mikill. Fyrir það er vert að þakka.

Minning

Pétur Róbert Tryggvason Pétur Róbert hóf störf með Hjálparsveitinni Dalbjörg á vormánuðum árið 2000 og varð hann mjög fljótt öflugur innan okkar raða. Pétur sat í stjórn Dalbjargar í fimm ár, þar af eitt og hálft ár sem formaður sveitarinnar. Björgunarmál voru Pétri alla tíð mjög hugleikin og hann lagði mikið upp úr því að félagar öfluðu sér menntunar. Sérstaka áherslu lagði hann á að innan raða sveitarinnar væri vel menntað skyndihjálparfólk, sem og að bílarnir okkar væru útbúnir með öllum helsta búnaði sem þekktist í sjúkrabílum hverju sinni. Hann hélt utan um fjallabjörgunarbúnað sveitarinnar og hafði sótt fagnámskeið á þeim vettvangi og einnig sá hann um starfsemi sleðadeildar Dalbjargar í allnokkur ár. Pétur var upphafsmaður að útgáfu Dalbjargarblaðsins árið 2001 og var ritstjóri þess allt til ársins 2010. Pétur var mikill frumkvöðull og stórt skarð var höggvið í okkar hóp við fráfall hans. Við misstum þarna góðan félaga og vin sem verður lengi í minnum hafður. Hvíl í friði kæri vinur. Haraldur Þór Óskarsson formaður Hjálparsveitarinnar Dalbjargar. Björgunarmál

15


Nýr aðgerðagrunnur tekinn í notkun Þessa dagana er verið að taka í notkun nýjan aðgerðagrunn hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þessi aðgerðagrunnur er alfarið hönnun og smíði frá SAReye ehf (SAReye.com), íslensks sprotafyrirtækis sem sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum fyrir viðbragðsaðila. Við hönnun aðgerðagrunnsins var sérstök áhersla lögð á hraða og einfaldleika og voru sýnilegir innsláttarreitir t.d. hafðir fáir, en ef þörf er á að koma á framfæri frekari upplýsingum er hægt að birta fleiri reiti.

hópar og sækja björgunarmenn helstu upplýsingar um sín verkefni á þessa síðu auk þess sem þeir geta komið upplýsingum beint á framfæri í aðgerðina t.d. með því að senda inn myndir af vettvangi með snjallsíma. Mikið hefur verið lagt upp úr því að sækja allar upplýsingar sjálfkrafa sem tiltækar eru á rafrænu formi. Til dæmis er búið að setja kallmerki sveita í einingatal félagins sem og kallmerki björgunarmanna. Þegar aðili er skráður í hóp og valinn hópstjóri þá birtist kallmerki sveitar og kallmerki einstaklings sjálfkrafa í svæðinu „Nafn hóps“. Þetta á einnig við um þegar tæki er valið og gert að hópstjóra. Til dæmis er hægt að setja björgunarskip sem hópstjóra eins og venja er í útköllum á sjó og kemur þá kallmerki skipsins sem nafn hóps.

Sem áður eru það aðgerðastjórnendur og stjórnarmenn eininga sem hafa aðgang að aðgerðagrunninum en nú munu almennir björgunarmenn einnig fá aðgengi. Búið er að tengja aðgerðagrunninn við önnur kerfi félagsins og eru sömu notendanöfn og lykilorð nú t.d. á innri vefnum og aðgerðagrunninum. Á forsíðu aðgerðagrunnsins er reynt að veita sem mestar upplýsingar til aðgerðastjórnenda jafnt sem hópa á vettvangi. Á forsíðunni er hægt að sjá heiti aðgerðar, forgang, boðunarstig og umfang. Þá er hægt að sjá hvaða svæði aðgerðin tilheyrir, hversu margir eru skráðir í hana, skráningartíma og hvort henni sé lokið. Aðgerðagrunnur félagsins er í raun verkefnastjórnunarkerfi þar sem búið er að hagnýta tæknina til að styðja við verklag okkar og hugmyndafræði. Á framgangssíðunni eru sett inn atvik, verkefni og 16

Björgunarmál

Guðbrandur Örn Arnarson, Björgunarsveitin Kyndill Mosfellsbæ

Einstaklingar geta breytt sínu persónubundna kallmerki á innra svæði félagsins (nafli.landsbjorg.is) ef þeir svo kjósa. Nú er fornafn hvers og eins skráð kallmerki en ef tveir eða fleiri aðilar innan sveitar gegna hópstjórahlutverki getur verið skynsamlegt að nota gælunöfn eða bæta við upphafsstaf í eftirnafni til aðgreiningar. Þegar aðgerð er stofnuð er sjálfvalið það svæði sem stofnandinn tilheyrir. Það svæði sem valið er stýrir því hvaða kort kemur upp á framgangssíðuna og einnig hvaða veðurspá er valin. Það má benda á það að sumir eru skráðir í fleiri en eina sveit þannig að þessi virkni er ekki fullkomin. Þeir sem eru skráðir í fleiri en eina sveit verða að vera meðvitaðir um þennan ann-


Aðgerðastjórn/vettvangsstjórn fer fram við ýmsar aðstæður. Góður og hraður grunnur getur létt störfin. marka þegar þeir stofna aðgerð og leiðrétta val á svæði áður en nafn aðgerðar og aðrar stillingar eru vistaðar. Athugið að við stofnun aðgerðar er engin töf – aðgerðin stofnast fyrst sem „Ónefnd aðgerð“ og stofnandinn einn sér stillingarmöguleikana þangað til hann vistar. Aðrir sjá tóma aðgerð og geta byrjað að setja inn atvik, hópa og verkefni. Alltaf er hægt að fara í „Uppsetning“ til að breyta upplýsingum um aðgerð. Uppbygging aðgerðagrunnsins byggir á SÁBF (Stjórnun, Áætlanir, Bjargir, Framkvæmdir) hugmyndafræðinni og er t.d. gert ráð fyrir að Áætlanir athafni sig í aðgerðalotum. Búið er að einfalda útfærsluna á hugmyndafræðinni og var fyrsta skrefið að staðla nöfnin á aðgerðalotunum. Í fyrstu viðbrögðum setja Framkvæmdir og stjórnandinn fram markmið, sækja fyrstu veðurspá, gera áhættumat og færa inn upplýsingar um skipurit lotunnar sem er verið að skipuleggja. Á meðan fara Áætlanir í að gera hið sama fyrir næstu aðgerðalotu sem heitir Lota 1. Næsta lota þar á eftir heitir síðan Lota 2 o.s.frv. Ef um er að ræða aðgerð sem kallar á formlega aðgerðastjórn er mjög mikilvægt að setja inn skipurit fyrir hverja lotu til að upplýsingamiðlun til björgunarmanna sé skýr. Sem dæmi er mjög gagnlegt að vita

fyrirfram hverjir eigi að taka við svo enginn misskilningur verði við boðun og einnig til að ljóst sé að aðgerðastjórnendur séu að vinna fram fyrir sig. Fjarskiptaskipulag er sett inn á sömu slóðum og í aðgerð er aðeins eitt fjarskiptaskipulag. Undir „Gátlistar og skjöl“ er að finna annars vegar gátlista og hins vegar skjöl sem safnast saman á einn stað úr viðkomandi aðgerð. Gátlistarnir eru eins í öllum aðgerðum og eiga að hjálpa björgunarfólki að vinna sín verk af fagmennsku. Hver sem er má stofna nýja gátlista og ef gátlistar verða margir þá leysum við framsetninguna á því þegar þar að kem-

ur. Það er búið að uppfæra eitthvað af eldri gátlistum og eitthvað er komið nýtt inn auk þess sem ennþá er verið að vinna suma gátlistana. Ef miklar breytingar eru gerðar er ekki úr vegi að setja inn tillögu beint í gátlistann og setja nafn og síma með til að hægt sé að ræða málið. Hvað varðar skjöl þá er gert ráð fyrir að öll skjöl, s.s. myndir og annað sem safnast saman í aðgerð, séu sett inn sem atvik en þegar vinna þarf rýniskýrslu þá verður allt það efni aðgengilegt á síðunni „Gátlistar og skjöl“. Undir „Skjáir“ er að finna skjámyndir og lista sem eru hugsaðar til þess að setja á stóra skjái eða skjávarpa til að auka upplýsingamiðlun til aðila í aðgerð. Einnig geta t.d. aðgerðastjórnendur í Björgum og Framkvæmdum unnið sérstaklega með hópa og verkefnalista án þess að þurfa að láta annað flækjast fyrir sér þegar álagið verður mikið, t.d. í óveðursútköllum. Í aðgerðagrunninum er gert ráð fyrir því að hægt sé að skrá lágmarksupplýsingar um minni aðgerðir en jafnframt líka að hægt sé að halda áfram í sama verkfæri ef aðgerð verður stór. Við höfum oft séð einföldustu verkefni vinda skjótt upp á sig og er því mikilvægt að skrá allar aðgerðir frá upphafi. Sú útgáfa sem nú er kynnt er aðeins fyrsta skrefið í átt til þess að láta upplýsingatæknina auðvelda okkur verkið og verður unnið ötullega að því að gera þetta verkfæri okkar enn betra og áreiðanlegra. Fjölmargir hafa lagt sitt af mörkum við prófanir á fyrstu útgáfu aðgerðagrunnsins, bent á mögulegar úrbætur og jafnvel komið með óskir um nýja virkni. Unnt hefur verið að verða við mörgum þeirra beiðna og ábendinga sem þegar hafa borist, en enn er langur listi af nýjum hugmyndum úr grasrótinni sem verða viðfangsefni næstu missera.

Aðgangur fyrir alla - aukin miðlun upplýsinga Þegar lagt var af stað í smíði aðgerðagrunnsins var lögð mikil áhersla á að auka upplýsingamiðlun til björgunarsveitarmanna á vettvangi. Nú geta félagsmenn á útkallsskrá fengið aðgang að aðgerðagrunninum og séð upplýsingar um þær aðgerðir sem þeir eru skráðir í. Mikilvægt er að hafa í huga að til að fá aðgang að aðgerð þarf almennur björgunarsveitarmaður að vera skráður í hóp í aðgerðinni. Öllum þeim sem eru á vettvangi, á leið á vettvang eða í baklandi aðgerðar er heimilt að skrá sig inn í aðgerðagrunninn á slóðinni adgerd.landsbjorg.is og velja rétta aðgerð. Sama fyrirkomulag er á því að fá aðgang að aðgerðagrunninum eins og að fá aðgang að innra netinu. Ef netfang björgunarmanns er skráð í félagatalinu er hægt að fá lykilorð sent á það netfang. Stjórnarmenn sveita hafa aðgang að félagatalinu og geta sett inn netfang björgunarmanns eða uppfært úrelt netfang. Einnig er hægt að senda póst á oddur@landsbjorg.is til að fá aðgang. Þegar búið er að velja rétta aðgerð ætti björgunarmaðurinn að sjá atvik, verkefni og hópa svo fremi sem hann sé þegar skráður í hóp af sínum formanni en ef ekki er búið að skrá hann í hóp sér björgunarmaðurinn aðeins þá hópa sem búið er að stofna. Skráning í hóp fer þannig fram að annað hvort velur björgunarmaðurinn sinn hóp og bætir sér við með að smella á hópinn og velja +Bjargir eða hann stofnar nýjan hóp í samráði við hússtjórn eða formann og bætir sínu nafni við. Þegar búið er að setja í hóp alla þá björgunarmenn sem honum tilheyra er hópstjóri valinn og tetranúmer (eða farsímanúmer) hópstjóra skráð í þar til gerðan reit. Einnig er hægt að velja farartæki með því að slá inn kallmerki sveitar. Þegar hópstjóri er valinn verður sjálfgefið heiti hópsins kallmerki sveitar og hópstjóra. Afar mikilvægt er að þeir sem eru ekki þátttakendur í aðgerðinni skrái sig ekki í hóp því það ruglar talningu á björgunarmönnum og getur jafnvel haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef óljóst er hverjir eru á vettvangi. Þeir sem eru ekki þátttakendur í aðgerðinni hafa ekki heimild til að skoða aðgerðina enda eru þær upplýsingar sem þar er að finna trúnaðarmál sem þarf að halda í sem fæstra höndum. Öll notkun á grunninum er skráð og rekjanleg á einstaklinga. Björgunarmönnum er heimilt að skrá atvik í grunninn á vettvangi með t.d. staðsetningu vísbendinga og einnig má hengja myndir á atvikin ef þurfa þykir.

Björgunarmál

17


HAGKVÆMUR VALKOSTUR FYRIR BJÖRGUNARSVEITIR Arctic Trucks hefur áratugum saman hannað og þróað breytingar í samstarfi við íslenskar björgunarsveitir með það að leiðarljósi að bjóða upp á traustar og öruggar lausnir. Arctic Trucks kynnir nú nýjan og ódýran valkost fyrir björgunarsveitir, 38 tommu breyttanToyota Hilux D-4D sem 5 gíra beinskiptur og með orginal driflás að aftan. Bíllinn er kraftmikill og ódýr í rekstri. Hafðu samband og kynntu þér þennan nýja og spennandi valkost!

Verð á breytingum eru með VSK. Verð geta breyst án fyrirvara.

Vinsamlegast leitið frekari upplýsinga um verð, umsókn um niðurfellingu og nánari útfærslur breytingapakka hjá sölumönnum Arctic Trucks og Toyota.

18

Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík 540 4900 | info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is

Björgunarmál Sími


Nýir boðunarkóðar björgunarsveita Boðunarkerfið eins og það er í núverandi mynd var stórt stökk fyrir björgunarsveitir. Við komum úr umhverfi þar sem björgunarsveitarmenn voru ýmist boðaðir í gegnum boðtæki eða heimasíma. Boðtækin sýndu kóða sem samsettur var úr tölustöfum 0-9 og í nokkrum settum. Nokkru áður hafði landsstjórn björgunarsveita, sem þá samanstóð af fulltrúum þeirra landssamtaka sem þá voru starfandi, komið sér saman um samræmda kóða. Kóðarnir gáfu nokkuð góða mynd fyrir þann sem verið var að boða, hann þurfti þó að lesa út úr tölustöfunum, en það lærðist fljótt. Árið 2002 var svo tekin upp boðun í gegnum SMS og miðaðist textinn einungis við hraða ásamt skýringartexta. Árið 2005 var gerð tilraun til þess að samræma boðunarkóða viðbragðsaðila og forgangur settur á undan í lit og er það kerfið sem við notum enn í dag. Viðbragðsaðilar undir forystu Almannavarna komu svo saman 2007 þar sem lögð voru drög að samræmdum boðunarkóðum sem svo voru settir í reglugerð sem kom í kjölfar nýrra almannavarnalaga 2008. Þær björgunarsveitir sem eru tengdar áætlunum almannavarna, t.d. flugslysaáætlunum, hafa verið að fá boð samkvæmt reglugerð í þeim tilfellum þar sem boðað er út frá almannavarnaáætlunum. Nú í nokkurn tíma hefur það legið í loftinu að við tækjum upp þessa kóða í öðrum boðunum okkar. Þeir gefa okkur meiri upplýsingar og eru sveigjanlegri heldur en núverandi kerfi. Hér á eftir eru þessir nýju boðunarkóðar settir inn.

Nýjum boðum er skipt í fjóra hluta.

Hraði Hraði eða forgangur er táknaður með F-1, F-2, F-3 eða F-4 og gefur til kynna mismunandi hraða sem vera skal á viðbragði. Þetta er einnig að sjálfsögðu lýsandi hversu alvarlegur atburðurinn er. Eftirfarandi atriði eiga við þegar hraði er metinn: F-1. Mesti hraði • Mínútur skipta öllu máli • Mannslíf í húfi • Alvarlegt slys með alvarlegum áverkum • Slysstaður er þekktur • Slys

Friðfinnur Freyr Guðmundsson, starfsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar

F-2. Mikill hraði • Mínútur skipta ekki höfuðmáli • Atburður án lífsógnar • Alvarlegur atburður • Slysstaður ekki þekktur • Leitir og slys F-3. Lítill hraði • Tími skiptir ekki öllu máli • Bjargir eiga um langan veg að fara • Verðmætabjörgun F-4. Ekki forgangur • Boðun með löngum fyrirvara

Umfang Umfang segir til um hve mikið viðbragðið er eða getur orðið. Hvað er verið að nota mikið af björgum. Umfang segir til um það hvort það þurfi samræmingu á atburðinn og hve mikil sú samræming þarf að vera. Grænt umfang Lítið umfang þar sem atburður krefst fárra bjarga sem hægt er að stjórna án samræmingar. Ein sveit bregst við. Svæðisstjórn á að vita af atburðinum en þarf ekki að koma saman. Atburðinum stjórnað af stjórnendum sveitar. Grænt umfang krefst vitneskju opinberra aðila sem fara með viðkomandi málaflokk. Gult umfang Meðalstórt umfang, atburðurinn krefst afskipta svæðisstjórnar sem samræmir störf hópa og sveita. Fleiri en ein sveit að störfum en á sama svæði. Einnig ef viðbragðsaðilar frá fleiri en einum aðila eru að vinna saman á vettvangi. Gult umfang krefst nánari samvinnu við opinbera aðila sem fara með viðkomandi málaflokk.

Björgunarmál

19


HVÍTA HÚSIÐ / SÍA / ACTAVIS 319003

Því hjálpa má þurri húð

NÝTT decubal.is

Fituríkt. Milt. Mýkjandi. Nýja lípíð kremið frá Decubal er nærandi og rakagefandi krem með 70% fituinnihaldi, sérstaklega þróað fyrir mjög þurra og erfiða húð. Kremið eflir náttúrulegar varnir húðarinnar og eykur teygjanleika hennar. Decubal Lipid Cream er prófað af húðsjúkdómalæknum og inniheldur hvorki parabena né ilm- og litarefni. Kremið hefur fengið vottun norrænna Astma- og ofnæmissamtaka og hentar einnig á viðkvæma húð. Aðeins selt í apótekum.


Rautt umfang Mikið umfang, fjölsvæða aðgerð, bjargir af fleiri en einu svæði vinna að atburðinum. Landsstjórn björgunarsveita samræmir atburði milli svæða, svæðisstjórn fær styrk til að halda utan um fjölgun bjarga. Svart umfang Þjóðarvá, margir viðbragðsaðilar og stofnanir vinna í einum atburði. Samræming í höndum almannavarna.

Viðbúnaðarstig Óvissa • Þegar afla þarf upplýsinga um fólk sem óvissa ríkir um • Þegar skip, loftfar eða fólk hafa ekki komið fram á áfangastað eða ekkert heyrst frá í tiltekinn tíma • Þegar óvissa ríkir um öryggi skips eða loftfars og þeirra sem í því eru • Þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- eða mannavöldum sem á síðari stigum getur leitt til þess að heilsu eða öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað Hætta • Þegar hefja þarf eftirgrennslan eftir fólki sem óttast er um • Þegar tilraun til að ná sambandi við skip, loftfar eða fólk ber ekki árangur

• Þegar upplýsingar hafa borist sem gefa til kynna að sjóhæfni skips sé takmörkuð, flughæfni loftfars skert og fólk sé í vanda statt, þó ekki svo að alvarlegar að líkur séu á neyðarástandi Neyð • Þegar viðhafa þarf tafarlaus viðbrögð vegna fólks sem óttast er um • Þegar ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við skip, loftfar eða fólk hafa reynst árangurslausar og óttast er um að viðkomandi sé í neyð • Þegar staðfestar upplýsingar hafa borist um að skip, loftfar eða fólk séu í neyð, yfirvofandi hættu eða þarfnist tafarlausrar aðstoðar • Þegar slys eða hamfarir hafa orðið eða þegar heilbrigðisöryggi manna er ógnað, svo sem vegna farsótta

Skýringartexti Nánari skýring á því sem gerst hefur er jafn mikilvæg og áður þar sem við höfum í huga hvað, hver, hvar, hvern er verið að boða og hver boðar.

Dæmi: Leit að manni í óbyggðum fyrstu viðbrögð. F3 (hraði) – Gulur (umfang) – Hættustig (stig alvarleika) – óbyggðum – Leit að göngumanni – Sveitir á svæði 16 – Svæðisstjórn. Þarna er lítill hraði en umfangið er gult þar sem verið er að boða sveitir af sama svæði í verkefnið, svæðis-

stjórn kemur því saman. Alvarleikastigið er hættustig þar sem leit eftir fólki er að fara fram. Leitin er í óbyggðum að göngumanni, tilgreint er hvaða sveitir er verið að kalla út og hver óskar eftir boðunum og í þessu tilfelli er það svæðisstjórn þar sem hún hringir inn og óskar eftir boðun. Slys, mannslíf í hættu. Næstu sveitir. F1 (hraði) – Gulur (umfang) – Neyðarstig (stig alvarleika) – Glymur – Fjallabjörgun – Fjallabjörgunarsveitir – Lögreglan Mesti hraði þar sem viðkomandi er í lífshættu. Umfangið er gult þar sem fleiri en ein sveit er að bregðast við atburðinum. Staðsetningin er Glymur og um er að ræða fjallabjörgun, það er verið að kalla út fjallabjörgunarhópa og það er umbeðið af lögreglunni. Seinni hópar, sama svæði og sveitir af næstu svæðum. F1 (hraði) – Rauður (umfang) – Neyðarstig (stig alvarleika) – Glymur – Fjallabjörgun – Fjallabjörgunarsveitir – Landsstjórn Þarna er verið að kalla út fleiri sveitir innan svæðis og einnig utan svæðis, þá færum við umfangið upp á rauðan og sendum eftir því framvegis. Aftur staðsetning og tegund útkalls ásamt hvað er verið að kalla út og í þetta skiptið er það landsstjórn sem óskar eftir boðun. Kynningarefni verður sent sveitum til að allir verði á tánum þegar af stað verður farið. Björgunarmál

21


22

Björgunarmál AUSTURHRAUN 3

I BANKASTRÆTI 7 I KRINGLAN I SMÁRALIND


Aðstæður á sjó voru slæmar og mátti björgunarfólk hafa sig allt við til að tryggja eigið öryggi og annarra.

MAYDAY-MAYDAY-MAYDAY Leki um borð í seglskútunni FALADO VON RHODOS Frásögn Odds Arnars Halldórssonar, skipstjóra á björgunarskipinu Einari Sigurjónssyni.

Þann 8. ágúst klukkan 23:20 barst neyðarkall frá seglskútunni Falado Von Rhodos sem stödd var um 16 sjómílur vest-norð-vestur af Garðskaga með 12 manns um borð. Vaktstöð siglinga tók á móti neyðarkallinu sem samstundis var áframsent til skipa og báta sem gætu verið á svæðinu. Sigurður R. Viðarsson, starfsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein í Sandgerði var á þessum tíma í viðhaldsstoppi og því var björgunarskipið Einar Sigurjónsson frá Hafnarfirði kallað út. Jafnframt var ákveðið að kalla út minni og hraðskreiðari báta frá björgunarsveitunum Suðurnes, Sigurvon í Sandgerði og Ægi í Garði auk þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ. Veður á staðnum var austan 10 til 12 metrar, gott skyggni en allnokkur sjór. Klukkan 23:35 kallar skútan inn að aðalvél hennar sé dauð og dælur hættar að virka en að verið sé að lensa með handdælu. Á sama tíma var björgunarskipið Einar Sigurjónsson að leggja úr höfn í Hafnarfirði með dælur og mannskap ásamt björgunarbátnum Fiskakletti. Tveir togarar, þeir Hrafn Sveinbjarnarson og Baldvin Njálsson, sem voru á nálægum slóðum höfðu einnig tilkynnt að þeir ætluðu að halda á staðinn en að þeir væru ekki með neinar færanlegar dælur um borð. Léttabátur af Hrafni Sveinbjarnarsyni var kominn á staðinn en illa gekk að nálgast skútuna. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom skömmu síðar en gat ekki Björgunarmál

23


FALADO VON RHODOS var glæsileg skúta sem rekin var sem skólaskip af þýskum skátum.

athafnað sig vegna mastra á skútunni og sjólags. Því reyndist þyrlubjörgun ekki möguleg nema að fólkið færi fyrst frá borði og um borð í björgunarbát. Var því ákveðið að bíða átekta eftir að björgunarskip og bátar kæmu á svæðið og þyrlan yrði „stand-by“ í Keflavík á meðan. Áætlað var að fyrstu björgunarbátarnir kæmu á staðinn rétt fyrir klukkan eitt eftir miðnætti. Er björgunarbáturinn Gunnjón frá Ægi í Garði kom á staðinn var kominn töluverð slagsíða á skútuna og taldi áhöfn Gunnjóns illmögulegt að komast um borð. Skipstjóri skútunnar taldi þá að ekki myndi líða nema klukkustund þar til hún sykki. Björgunarbáturinn Njörður var kominn á staðinn og reyna átti að koma taug á milli skútunnar og Hrafns Sveinbjarnarsonar og draga hana til móts við Einar Sigurjónsson en áhöfn skútunnar átti í erfiðleikum með að skilja hvað þeir áttu að gera við spottann sem þeim var réttur. Björgunarbáturinn Fiskaklettur kom á staðinn

24

Björgunarmál

klukkan rúmlega tvö og tókst þeim að koma manni og dælu um borð. Það var ekki fyrr en á þessum tímapunkti að í ljós kom að af 12 manns um borð í skútunni voru sjö börn. Skátafélag í Þýskalandi átti skútuna og var hún á leið frá Rifi til Vestmannaeyja en þar átti nýr hópur frá skátafélaginu að taka við henni. Fólkið um borð var illa klætt, margir á nærbuxum og stuttermabolum, og orðið blautt og kalt. Hafist var handa við að koma fólkinu yfir í Einar Sigurjónsson í skjól og flutti björgunarbáturinn Þorsteinn frá Sandgerði börnin yfir í hann. Börnin hresstust fljótt og því ekki talin ástæða að koma þeim tafarlaust til hafnar heldur ákveðið að reyna að bjarga skútunni. Freista átti þess að láta Einar Sigurjónsson draga hana til Sandgerðis. Byrjað var að dæla og taug komið milli Einars Sigurjónssonar og skútunnar. Allt var komið út um allt um borð í skútunni og gekk erfiðlega að dæla þar sem fatnaður og fiður úr sængum og koddum

stífluðu dælurnar. Eftir margítrekaðar tilraunir hættu menn að reyna að dæla og yfirgaf áhöfn skútunnar og björgunarmenn hana. För Einars Sigurjónssonar með skútuna í eftirdragi gekk afar hægt, ef siglt var hraðar en þrjár mílur kafsigldi skútan. Fólkið um borð var auk þess orðið kalt og hrakið og margir orðnir sjóveikir. Um klukkan fimm var ákveðið að skera skútuna lausa frá Einari Sigurjónssyni og sökk hún skömmu síðar. Komið var með fólkið til hafnar í Sandgerði um klukkan sex um morguninn og var það flutt í björgunarstöðina hjá Sigurvon í Sandgerði þar sem starfsmenn þýska sendiráðsins tóku á móti því. Alls tóku 18 manns þátt í aðgerðinni (utan áhafna togaranna og fólks í landi) á fjórum björgunarbátum og einu björgunarskipi. Samstarf hópanna sem komu að björguninni gekk afar vel sem sýndi sig hversu mikilvægt er að hafa vel þjálfaðan mannskap og öflug tæki sem brugðist getur við verkefnum sem þessum á sjó.



sjö

verslanir

Gæðatalstöðvar!

EXPO - www.expo.is

með mikið vöruúrval

reykjavík, Bíldshöfða 9, Funahöfða 13 kópavoGur, Smiðjuvegi 4a, græn gata Hafnarfjörður, Dalshrauni 17 reykjanesbær, Krossmóa 4, selfoss, Hrísmýri 7 akureyri, Furuvöllum 15, eGilsstaðir, Lyngás 13

www.bilanaust.is

sími: 535 9000

Gæði, reynsla og gott verð!


Þyrluhópur SL Undanfarar Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru hópur sem sérhæfir sig í fjallabjörgun og fjallamennsku. Innan þeirra raða er starfandi sérstakur hópur, sem er hluti af björgum sem þyrlusveit Landhelgisgæslunnar getur kallað eftir sér til aðstoðar. Sveinn Friðrik Sveinsson, björgunarsveitinni Ársæli – Myndir: Freyr Ingi Björnsson.

Björgunarmál

27


Í gegnum tíðina hefur verið töluvert samstarf milli fjallabjörgunarfólks Slysavarnafélagsins Landsbjargar (SL) og Landhelgisgæslu (LHG) varðandi þyrluæfingar og -útköll. Sérstaklega störfuðu meðlimir Flugbjörgunarsveitarinnar nokkuð náið með LHG um tíma.

Tilurð Reglulega koma upp aðstæður sem krefjast fjallabjörgunarfólks frá SL til aðstoðar áhöfnum á þyrlum LHG. Þetta á meðal annars við í tilvikum þegar erfitt er að komast að sjúklingum vegna veðurs eða landslags. Fyrir þyrluverkefni þarf að vera hægt að boða hæfilega litla einingu með mikla þjálfun, staðlaðan búnað að gerð og þyngd og síðast en ekki síst er ekki víst að nægt eldsneyti verði til staðar til að flytja björgunarmenn til baka. Haustið 2006 komu starfsmenn LHG að máli við undanfara og óskuðu eftir nánara samstarfi. Haldnar voru gagnkvæmar kynningar á undanförum og þyrlusviði LHG og síðan æfingar. Í kjölfarið settust menn niður með það að markmiði að finna leiðir til þess að einfalda það að kalla undanfara út með þyrlunni þegar þess þyrfti. Eftir nokkrar viðræður var dreginn upp samstarfssamningur milli SL og LHG um leit og björgun á landi þar sem skilgreind voru meðal annars markmið, hlutverk, fjöldi, búnaður og sameiginleg þjálfun og æfingar. Samningurinn var undirritaður á ráðstefn-

28

Björgunarmál

unni Björgun 2007 af Kristni Ólafssyni, þáverandi framkvæmdastjóra SL, og Georg Lárussyni, forstjóra LHG.

Markmið LHG og svæðisstjórnir geta kallað þyrluhópinn út til að vinna að björgun við sérstakar aðstæður, svo sem þegar þyrla kemst ekki að slysstað vegna veðurs eða landslags. Þyrlur flytja undanfara á vettvang eða eins nálægt og aðstæður leyfa. Hlutverk þeirra er að komast að hinum slasaða, búa um hann og flytja að þyrlu eða öðrum farartækjum, með eða án aðstoðar áhafnar þyrlunnar.

Kröfur Þyrluhópurinn er um 20 manna eining innan undanfarahópanna. Valið er í hópinn eftir menntun og reynslu. Meðal krafna er fjögurra ára starf sem fullgildur björgunarsveitarmaður, fullgildur undanfari í tvö ár, stjórnunarreynsla í útköllum, hafa lokið tveimur af þremur eftirfarandi námskeiðum: Rigging for Rescue, Wilderness First Responder og fagnámskeiði í snjóflóðum, mæting á samæfingar og mæting á árlegan öryggisfyrirlestur hjá LHG.

Ferli Meðlimir þyrluhópsins eru boðaðir í gegnum smáskilaboð með beiðni Vaktstöðvar siglinga/stjórnstöðvar LHG til Neyðarlínu. Hópurinn mætir í bæki-

stöð FBSR við Flugvallarveg þar sem fengnar eru upplýsingar hjá LHG varðandi hversu mörgum björgunarmönnum er óskað eftir, yfirleitt á bilinu þremur til fimm, og ákveðið er hverjir fara. Þeir eru sendir niður í flugskýli LHG á Reykjavíkurflugvelli. Aðrir undanfarar leggja af stað akandi. Lítill hópur undanfara er ómetanlegur til að koma aðgerð af stað og spara tíma en oft þarf meiri mannskap til að klára verkefnið. Yfirleitt eru það björgunarmenn af viðkomandi svæði auk þess sem undanfarar eru ávallt sendir af stað akandi líka. Hópurinn sem fer með þyrlunni er skilinn eftir sé þess þörf og þarf því að vera sjálfum sér nógur í allt að sólarhring, hvort sem það er nærri mannabyggð eða uppi á jöklum. Því þarf alltaf að senda af stað fleiri undanfara til að aðstoðar og til að ná í okkar menn sé þess þörf.

Búnaður Eftir hörmulegt slys á Langjökli þar sem kona lést og drengur bjargaðist úr jökulsprungu fékk Slysavarnafélagið Landsbjörg styrk sem ákveðið var að nota til kaupa á sameiginlegum búnaði fyrir þyrluhóp. Þyrluhópurinn sinnti lykilhlutverki í aðgerðinni. Raunar voru meðlimir hópsins komnir á vettvang á Langjökli innan við klukkustund eftir að boðun barst og byrjaðir að vinna að björgun. Í búnaðinum eru meðal annars línur, tryggingar, snjóflóðabúnaður, hjálmar og belti fyrir sjúklinga. Einnig fékk hópurinn tvær Tetra-stöðvar að gjöf. Enn á eftir að festa kaup á ýmis konar búnaði sem


vantar, meðal annars VHF-talstöðvum, leitarljósum, björgunarbleyju, hamri, nokkrum tryggingatólum, hælum og fleiru. Þessi búnaður er hugsaður til að hefja björgun eða klára minniháttar verkefni. Alltaf þarf að kalla út mannskap bæði af viðkomandi svæði og fleiri undanfara. Þá getur LHG tekið búnaðinn og flogið með hann á staðinn ef undanfarar eru í verkefni en búnaðarlausir, svo sem á Öræfajökli, eitthvað fer úrskeiðis í björgunarsveitarferð og svo framvegis.

Útköll Útköll þyrluhópsins hafa verið um 18 talsins, hafa verið frá engu upp í sjö á ári. Fjöldi útkalla

8 7

þar sem meðlimir stukku út úr þyrlu á mjóan hrygg ofarlega í Hrútsfjalli í Öræfum. Nokkur verkefni voru í kringum gosið á Fimmvörðuhálsi, slæmt fall veiðimanns í Laxárgljúfri, maður í sjálfheldu á Skeiðarárjökli sendi neyðarkall, fall á Látrabjargi og göngufólk í sjálfheldu í fjallshlíð á Bíldudal. Er þó ekki allt upp talið.

Æfingar Á hverju hausti er haldinn öryggisfyrirlestur fyrir þyrluhóp hjá LHG. Á veturna er reynt að halda eina til tvær sameiginlegar æfingar og einnig að LHG taki þátt í einni af mánaðarlegum samæfingum undanfara. Þá sjá undanfarar um árlega kennslu í fjallamennsku fyrir LHG. Mismunandi áherslur eru frá ári til árs, til dæmis sig, ísaxa- og broddatækni og snjóflóðaleit.

6

Framtíðarskipulag

5

Þetta fyrirkomulag hefur gefist nokkuð vel en næstu

verkefni eru að klára kaup á búnaði. Þá hefur einnig verið í skoðun að festa kaup á einstaklingsbúnaði og að meðlimir mæti beint í flugskýli LHG til að spara tíma. Einnig mætti hugsa sér að björgunarsveitir nýttu aðstoð þyrlunnar í auknum mæli til að ferja mannskap frá bílum á leitarsvæði sé tímafrekt að komast þangað, björgunarmenn sem væru færir um að koma sér sjálfir til baka. Þetta úrræði hefur verið fremur vannýtt.

Að lokum Samstarf undanfara og LHG hefur gengið afar vel þessi sjö ár og í einhverjum tilvikum er enginn vafi á því að þetta úrræði hefur ráðið úrslitum varðandi björgun mannslífa. Miklu máli skiptir að LHG geti fengið hæfilega marga mjög vel þjálfaða fjallabjörgunarmenn, með staðlaðan búnað, sem má skilja eftir á slysstað. Aukin sérhæfing og aukið samstarf viðbragðsaðila leiðir að þeirri niðurstöðu sem við öll viljum sjá, að fleiri bjargist.

4 3 2 1 0

2007

2008 2009

2010

2011 2012

2013

Helst má nefna áðurnefnda aðgerð á Langjökli, þar sem segja má að tilurð þessarar leiðar fyrir LHG hafi skipt sköpum við björgun lífs. Þá má nefna erfitt verkefni í leitinni að þýsku ferðamönnunum 2007 Björgunarmál

29


Hópslys Rúta með 22 tékkneska ferðamenn innanborðs hafnaði ofan í Blautulóni á Fjallabaksleið nyrðri í ágústmánuði árið 2011. Ferðamennirnir komust allir á þurrt land af sjálfsdáðum. Þarna hefði getað farið mun verr því eins og sjá má á myndunum þá stóð aðeins hjól rútunnar upp úr lóninu. Myndir: Oddur Eiríksson.

Í upphafi má velta fyrir sér hvað er hópslys. Þarf þar að koma til einhver ákveðinn fjöldi fólks sem lendir í slysi eða hvernig má skilgreina orðið? Við sem störfum að almannavörnum myndum kannski vilja skilgreina það þannig að til þyrftu að koma meiri bjargir en hin almenna vakt sinnir hverju sinni. Kalla þarf út aukið lið til að sinna atburðinum og margir viðbragðsaðilar geta komið að, þó það þurfi ekkert endilega að vera. Slík hópslys eru sífellt að verða algengari eða útköll vegna þeirra, þó svo að þau leiði ekki alltaf til umfangsmikilla slysa sem betur fer. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt, umferð hefur aukist til muna á síðustu árum, bæði með aukinni bílaeign landsmanna á síðustu áratugum sem og verulegri fjölgun erlendra ferðamanna. Þegar við horfum til þessara slysa gildir það sama um þau og önnur, fyrsta hugsunin hlýtur að vera: Hvernig getum við dregið úr þessum óhöppum? Ef við horfum til þess hvað erlendum ferðamönnum hefur fjölgað og að dregnar hafa verið á flot, ef svo má segja, allar þær hópflutningabifreiðar sem nokkur möguleiki er að nýta, hljótum við m.a. annars að velta fyrir okkur hvort ekki megi auka þær kröfur sem gerðar eru til slíkra bifreiða og hvar þær eru nýttar til aksturs. Oft og tíðum er verið að fara inn á hálendið á hópferðabifreiðum sem ekki hafa þann búnað sem til þarf og jafnvel verið að fara í hættuleg vatnsföll með fjölda fólks. Það þekkjum við vel í mínu umdæmi, m.a. úr Þórsmörk. Við hljótum að gera þær kröfur til þeirra sem taka að sér hópferðir að öryggi fólks sé í fyrirrúmi og ekki sé tekin nein áhætta þegar kemur að því. Reynslan er reyndar sú að langflestir hafa þessi mál í góðu lagi en því miður ekki allir. Vegakerfið hefur einnig tekið talsverðum framförum á liðnum árum, einbreiðum brúm fækkað og vegir verið breikkaðir. Eftirlit lögreglu hefur einnig aukist, þó svo að í samdrætti síðustu ára hafi eitthvað dregið úr því. Telja verður að eflt eftirlit, bæði með búnaði bifreiða og öllum akstri, muni auka verulega öryggi fólks í umferðinni. Sýnileg löggæsla er einhver besta forvörn sem til er í umferðinni. Það er hins vegar ljóst að við getum aldrei, þó við séum öll af vilja gerð, komið í veg fyrir öll slys sem verða í umferðinni, þ.m.t hópslys. En þegar þau verða verðum við að gera þá kröfu til okkar, sem að þeim koma sem björgunaraðilar, 30

Björgunarmál

að viðbrögð okkar séu skipulögð og yfirveguð. Til að tryggja það sem best er gott að hafa sértæka viðbragðsáætlun sem gerir skýra grein fyrir hlutverki hvers og eins og hvernig vinna á saman á sem bestan hátt með hagsmuni þeirra sem lent hafa í slíku slysi að leiðarljósi. Hjá sumum lögregluembættum landsins liggja slíkar áætlanir þegar fyrir, hjá öðrum eru þær í vinnslu.

Passaðu vel vel uppá uppá rafgeyminn rafgeyminn íí vetur. vetur. Passaðu

Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli.


MIKIÐ ÚRVAL DEKKJA Á BETRA VERÐI - DEKKJAHOLLIN.IS

NAGLALAUST Í VETUR? við bjóðum gott grip án nagla -ótvíræður sigurvegari Betra grip við ~-6°C hita. Hörð skel loftbólanna býr til örlitlar brúnir fyrir betra grip. Einstök gúmmíblanda tryggir mýkt gúmmísins, sem eykur festingu við yfirborð vegarins.

iG50

Fjarlægir bleytu við hitastig -6~0°C Loftbólur, kísil- og kolefnisflögur soga í sig bleytuna.

iG30

Stífleiki við 0°C eða hærra hitastig

loftbóla

kolefnisflögur

Hörð skel loftbólanna heldur munsturskubbunum stífum og eykur þannig stöðugleika á þurrum vegi.

Án skelja-tækni

-gæðadekk á frábæru verði

PF-2

Með skelja-tækni

-ítölsk örkornadekk

4Winter

Meteo HP

EGILSSTAÐIR REYKJAVÍK REYKJAVÍK AKUREYRI Þverklettum 1 Skeifunni 5 Skútuvogi 12 Draupnisgötu 5 471 2002 581 3002 581 3022 462 3002


SAREX

Grænland 2013

SAREX Greenland Sea, samæfing björgunaraðila á norðurslóðum, var haldin 4.-5. september sl. á austurströnd Grænlands. Slysavarnafélagið Landsbjörg tók þátt með um 50 manna hóp. Æfingin hafði sömu markmið og 2012 sem var að æfa samræmingu og viðbragð þjóða sem tengjast norðurheimskautinu. Æfing þessi er haldin af Vestnorræna ráðherraráðinu og framkvæmdaraðili er Arctic Command.

Undirbúningur æfingarinnar hófst í fyrravetur þegar boðað var til samráðsfundar um æfinguna eftir að ákveðið hafði verið að hún yrði haldin aftur í ár. Í undirbúningnum tóku þátt félagar frá mörgum aðilum björgunarkerfisins hér á íslandi. Í kjölfarið var sett saman boð frá félaginu um þátttöku. Eins og áður var allt okkar undir, það er að boðið var upp á allt sem félagið hefur yfir að ráða, hvort sem um var að ræða sérhæfða hópa eða almenna björgunarsveitarmenn. Eins og áður þá er eini takmarkandi þátturinn í þátttöku okkar á æfingunni flutningur björgunarmanna til þessa afskekkta staðar þar sem æfingin er

haldin. Æfingastjórn ásamt okkur ákvað að þeir hópar sem yrðu sendir til almennrar þátttöku í æfingunni væru fallhlífahópur FBSR, fjarskiptahópur Björgunarsveitar Hafnafjarðar og búðahópur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík. Auk þess langaði okkur til að senda almenna björgunarmenn með sjúkraþekkingu en ekki var hægt að verða við því núna og í staðinn var ákveðið að senda 25 björgunarmenn sem mundu leika sjúklinga. Þeir komu frá Hjálparsveit skáta Garðabæ, Hjálparsveit skáta Reykjavík, Björgunarsveitinni Ársæli, Björgunarsveitinni Kili Kjalarnesi og Björgunarsveitinni Þorbirni Grindavík. Tveir að-

32 Friðfinnur Fr. Guðmundsson, Björgunarmálstarfsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar

ilar sem gegndu hlutverki stjórnenda hópsins komu svo frá skrifstofu félagsins. Æfingin fór fram í Kóngs Óskarsfirði á austurströnd Grænlands, þar sem landslagið er stórbrotið, djúpir firðir og há fjöll hvert sem augað eygir. Engin byggð er á þessu svæði, næsta byggð er í Skoresbysundi þar sem er lítill bær. Annars má segja að þetta sé í óbyggðum. Æfingarsvæðið miðast við tvo staði, annarsvegar Meistaravík og hinsvegar Ellaeyju. Í Meistaravík er nokkuð stór flugvöllur sem var notaður til að koma inn björgunarmönnum og flytja burt sjúklinga. Á Ellaeyju er einnig lítill flugvöllur en


aðeins aðgengilegur litlum flugvélum. Ellaeyja og nágrenni var slysstaðurinn og Meistaravík var söfnunarstaður. 16 manna hópur fór með Hercules C130 frá Keflavík til Meistaravíkur sunnudaginn 1. september. Hleðsla vélarinnar gekk vel en notuð voru tæki frá Suðurflugi til að hlaða vélina. Búnaðurinn var settur á flug pallettur og inn í vél. Þegar til Meistaravíkur var komið tóku þeir tveir starfsmenn sem búa og vinna á staðnum á móti okkur. Farangur og búnaður var fluttur um 250 m upp að þeim stað sem áætlað var að hafa búðir. Allir hjálpuðust að við að setja upp búðir. Veður var

þokkalegt, kalt og blautt en frostlaust. Aðstaðan í Meistaravík var skoðuð og við tók sérhæfð bið. Mánudaginn 2. september kom grænlenska lögreglan með nokkuð stóran hóp frá Nuuk. Þeirra hlutverk er að stjórna aðgerðum á landi. Hópurinn sjálfur kom með varðskipi en búnaður hópsins átti að koma frá Danmörku með flugi en sökum veðurs varð ekki úr því. 3. september fóru björgunaraðilar að tínast á staðinn, annað hvort með flugi eða með varðskipum. Sumir fóru í land og til Meistaravíkur en aðrir út til Ellaeyju. Hópur frá félaginu fór til Ellaeyju og setti upp búðir þar og fjarskipti. Íslenski

hópurinn stækkaði töluvert þegar 25 íslenskir björgunarsveitarmenn sem höfðu það hlutverk að leika sjúklinga á æfingunni mættu á svæðið. 4. september kom sjúkrahópurinn frá Danska flughernum en það var sá hópur sem við höfðum verið að setja upp búðir fyrir. Æfingin hófst svo þegar líða tók að hádegi og var íslenskum sjúklingum mokað til og frá þangað til þeir enduðu inn í C130 vél sem hélt með þá til Íslands. Það var því stutt stoppið í þetta skiptið en okkar fólk stóð sig afar vel í þeim hlutverkum sem það var í. Æfingin einkenndist af tímahraki og fáti þar sem sjúklingarnir áttu að enda inn í flugvél sem Björgunarmál

33


Sjúklingar fluttir úr greiningarstöð yfir í flugvél. Búnaðurinn er afar frumstæður enda fáar bjargir til á svæðinu. átti að fljúga með þá til Íslands á ákveðnum tíma. Hún gekk þó annars vel og samvinna aðila var góð, tíminn til að afgreiða sjúklingana var bara of naumur. Fjarskipti sem átti að nota á æfingunni var TETRA kerfi sem sett var upp á svæðinu og tengistöðvar sem áttu að tryggja fjarskipti 80 km leið til Ellaeyju. Þetta kerfi virkaði ekki þar sem rafstöðvar voru notaðar til að halda tengingunni við en ekki voru til staðar bjargir til að fara með mannskap á milli til að fylla þær eldsneyti. Þá kom sér vel að vera með góð fjarskipti í fjarskiptatjaldi íslenska hópsins og var notast við HF fjarskipti það sem eftir var til að koma upplýsingum á milli staða en innan búða var notast við VHF. Annað sem ekki gekk vel þennan dag var flutningur sjúklinga milli Ellaeyju og Meistaravíkur. Flutningarnir voru ekki æfðir heldur voru sjúklingarnir speglaðir milli þessara staða, það er að sjúklingar sem voru meðhöndlaðir í Ellaeyju voru látnir birtast í formi annarra einstaklinga í Meistaravík. Þennan dag vann búðahópur með dönsku grein-

Greiningarstöðin var í tjöldum HSSR. 34 Björgunarmál

ingarsveitinni við móttöku og flutning sjúklinga en stjórnandi sveitarinnar var í flugturninum í samræmingu með öðrum aðilum. Fjarskiptahópur var í samskiptum við Ellaeyju en hópurinn sem sendur var þangað setti upp búðir við komuna í eyjuna deginum áður. Um morguninn kom hópur frá dönsku greiningarsveitinni og dönsku lögreglunni sem vann við stjórnun verkefna á vettvangi. Fallhlífahópur Flugbjörgunarsveitarinnar kom þennan dag og stökk út með sex manns og búnað til að setja upp litlar búðir. Hópurinn aðstoðaði svo við úrlausn verkefna bæði í Ellaeyju og á vettvangi. 5. september vaknaði hópurinn sem var á Ellaeyju við skipsflautur þar sem varað var við ísbirni sem gerði sig heimakominn ofan við búðirnar. Bangsi lét sig sem betur fer hverfa við lætin. Þennan dag var æfingin í raun keyrð aftur alveg eins og deginum áður nema nú voru sjúklingar fluttir frá Ellaeyju til Meistaravíkur, meðhöndlaðir og fluttir til Íslands. Æfingin gekk hægar en áður og stóð lengur yfir.

Hópurinn í Ellaeyju vann áfram við greiningu og stjórnun á vettvangi. 6. september var komið að því að ævintýrinu lyki og heimferð var skipulögð. Nokkur óvissa ríkti um heimferð okkar fram eftir degi þar sem bilana fór að gæta í flugvélunum. Um tíma var því ekki ljóst hvernig hópurinn kæmist aftur á Frónið. Plan B var að taka varðskip en allir urðu fegnir þegar fregnir bárust um að USAF gæti náð í hópinn. Það voru þreyttir björgunarsveitamenn sem stigu frá borði í Keflavík. Þess má geta að hópurinn kom fyrstur á svæðið og var einnig síðasti hópurinn til að yfirgefa æfingasvæðið. Nú hafa verið haldnar þessar tvær æfingar sem æfa viðbrögð og samhæfingu björgunaraðila sem koma að leit og björgun á norðurslóðum. Æfingarnar hafa verið afar þarfar og opnað augu okkar fyrir nokkrum hlutum. Við eigum sannarlega heima á æfingum sem þessum, það er margt í okkar skipulagi og okkar vinnulagi sem nýtist vel. Til dæmis erum við vön að vinna í óbyggðum, búnaður, bæði persónu- og hópabúnaður, miðast við notkun í erfiðum aðstæðum, hann er hæfilega mikill svo hægt er að flytja hann milli staða án teljandi vandræða og hægt að gera það með handafli ef tæki eru ekki til staðar. Okkar helsta vandamál eru flutningar en þeir eru sannarlega til staðar á landinu og ef raunverulegt útkall kæmi yrði það leyst. Það hefur verið markmið frá byrjun að sem flestir geti tekið þátt í þessum æfingum. Það sem hefur helst hamlað þátttöku er annars vegar samstarfsaðilar, það er að þörf sé fyrir þær bjargir sem við sendum, og svo flutningar. Umræða um aðkomu Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar hefur verið nokkur í kjölfar þessara æfinga og er það skiljanlegt. Þar er þekking til staðar á því hvernig eigi að flytja bjargir milli landa í útkalli, þar er aðgerðastjórnunarreynsla en björgunarþátturinn miðast við rústabjörgun. Björgunarsveitamenn í þessum hópum eru einnig reyndir á öðrum sviðum en rústabjörgun og mundu nýtast í nánast hvaða aðstæðum sem er. Undirritaður telur þó afar mikilvægt að sem flestir utan sem innan Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar taki þátt í æfingum sem þessum.


Goodyear gæðadekk færðu hjá okkur

VIÐ 14 DAGA

I! Ð Æ G 00%

T1 S M U J G ÁBYR ESTUR

SKILAFR

NÆGÐUR

I 100% Á

T EKK EF ÞÚ ER

SINGAR

I UPPLÝ - NÁNAR

UAÐILUM

HJÁ SÖL

SilentArmor UltraGrip Ice+

UltraGrip 8

UltraGrip 8 Performance

Ultragrip Ice Arctic

M A D E T O F E E L G O O D.

BJÓÐUM EINNIG:

ÆÐI

JAVERKST

NÝTT DEKK

Klettagörðum 8-10 | 104 Reykjavík | Sími: 590 5100 | Suðurhrauni 2b | 210 Garðabær | Sími: 590 5290 | www.klettur.is


ÁRNASYNIR

GÖNGUSkór sem bæta útsýnið Úrvalið fyrir útivistina er í útilíf Fáðu aðstoð við valið á réttu gönguskónum. Starfsfólkið okkar þekkir vörurnar sem það selur.

GLÆSIBÆ

KRINGLUNNI

SMÁRALIND

www.utilif.is


Mildred

björgun skipbrotsmanna

Dineke Maring og Cýrus Danilíusson við akkeri Mildred á Rifi.

Hollenska olíuflutningaskipið Mildred P.F.Z.P. strandaði við Járnbarða á Snæfellsnesi 27. október árið 1947. Aðdraganda þess að strand skipsins vakti áhuga okkar má rekja til þess að árið 1982 fluttum við til Gíneu-Bissá í Vestur-Afríku. Þar kynntumst við hollenskum hjónum, Dineke og Hans. Þegar við höfðum kynnt okkur sem Íslendinga sagði Dineke að föður hennar, Weiko Maring, hafi verið bjargað við Íslandsstrendur þegar hann var 19 ára gamall. Faðir hans hafði séð til þess að hann fengi vinnu á Mildred til að losna undan herþjónustu í Indónesíu, en hollenskur her barðist þar gegn heimamönnum sem kröfðust sjálfstæðis frá Hollendingum. Björgunarmál 37 Jónína Einarsdóttir, prófessor í mannfræði - Geir Gunnlaugsson, landlæknir


Hans, Dineke, Guðríður, Guðrún, Cýrus, Eva og Kasper á Hellisandi. Á nýliðnu sumri komu Dineke og Hans í heimsókn til Íslands ásamt tveimur börnum sínum. Það var sjálfgefið að við færum öll á strandstað þar sem föður Dineke, tengdaföður Hans og afa barnanna, var bjargað fyrir rúmlega 65 árum. Okkur langaði að skilja hvað hafði gerst mánudaginn 27. október 1947. Sú saga sem hér er sögð byggir á skriflegum heimildum og frásögnum þeirra sem lifðu þá atburði sem lýst er. Samstarfsfélagi Geirs, Jóhann Þór Halldórsson, heyrði af fyrirhugaðri för okkar á Snæfellsnesið og áhuga okkar á að skoða strandstað Mildred. Hann lét okkur í té vélritaða samtímafrásögn afa síns Benedikts S. Benediktssonar, formanns björgunarsveitar Hellissands, af strandinu og hugvekju hans um hin tíðu sjóslys á svæðinu. Þá fylgdi með ljósrit af frásögn Kristbjarnar Guðlaugssonar af björgun Mildred, en hún birtist í bókinni Veröld stríð og vikurnám undir Jökli eftir Kristin Kristjánsson. Við styðjumst einnig við ársskýrslu Slysavarnafélags Íslands fyrir árið 1947. Auk þessa byggjum við á frásögn Weiko Maring, föður Dineke, af atburðunum. Síðast en ekki síst gaf Cýrus Danilíusson, fyrrverandi björgunarsveitarmaður á Hellissandi, okkur lýsingar af starfi björgunarsveitanna á þessum tíma. Cýrus, eiginkona hans Guðríður Þorkelsdóttir og Guðrún dóttir þeirra fylgdu okkur á söguslóðir strandsins.

Björgun skipbrotsmanna við Járnbarða Í ársskýrslu Slysavarnarfélags Íslands kemur fram að þegar fréttir bárust af strandi Mildred hafi björgunarsveitir frá annars vegar Arnarstapa og hins vegar Hellissandi verið kallaðar til hjálpar. Björgunarsveitarmenn frá Arnarstapa og Hellnum komu að strandstað að sunnan og frá Hellissandi að norðan. Við skulum fyrst fylgjast með ferðum björgunarsveitarmanna frá Arnarstapa og Hellnum. 38

Björgunarmál

Í frásögn Kristbjarnar Guðlaugssonar, sem var formaður björgunarsveitarinnar Hafbjargar á Arnarstapa, segir svo frá að klukkan 9.25, mánudaginn 27. október 1947 hafi verið hringt í símstöðina á Arnarstapa. Það var Slysavarnafélag Íslands sem tilkynnti um strand olíuflutningaskipsins Mildred við Malarrif. Hafði áhöfninni tekist að ná sambandi við annað skip sem sendi tilkynningu um strandið til aðalstöðva Slysavarnafélagsins. Beðið var um tvo til þrjá leitarmenn. Fimm mínútum síðar var lagt af stað, og eru í leitarliðinu auk Kristbjarnar, Jónas Pétursson, Finnbogi Lárusson og Kristinn Kristjánsson. Hafa þeir meðferðis tvo hesta fyrir birgðir. Á leiðinni hitta þeir fyrir Halldór Hallgrímsson, „unglingspilt, sem er að ganga á rekann“ og bætist hann í hópinn. Um klukkan 11 koma þeir að Malarrifi og hitta vitavörðinn. Þar eru engin merki um strand. Þaðan taka þeir með sér björgunarbúnað og bættist Pétur Pétursson, sonur vitavarðarins, í hópinn. Tveir menn taka hestana en hinir fóru hraðar yfir. Á leiðinni hitta þeir Valdimar Hallbjörnsson bónda sem einnig bætist við hópinn. Við Dritvíkurflögur eru leitarmenn að verða vonlitlir þar sem ekkert sást til skipsins. Fara þeir þá upp á hól og sjá þá að skipið hafði strandað við Járnbarðann. Fimm skipverjar voru þá staddir á skeri við strandstað en björgunarbáturinn veltist um í briminu. Því var bóndinn sendur á móti þeim sem tekið höfðu hestana og þeim uppálagt að flýta för sinni. Komu þeir skömmu síðar og var þá hafist handa við björgunina. Aðstæður voru erfiðar, stórgrýtt og vindasamt. Brimið skall á björgunarmenn og tók einn þeirra næstum út. Erfiðlega gekk að koma línu út á klettinn og tókst það í þriðju tilraun. Kristbjörn lýsir björguninni á eftirfarandi hátt: „Dáðist ég mest að því hve skipbrotsmenn voru rólegir á meðan við vorum að koma okkur fyrir með björgunartækin og

einnig þreki þeirra að halda sér í björgunarstólnum á leiðinni í land.“ Þá segir af björgunarsveit Hellissands og þeirra fylgdarliði. Vélrituð skýrsla B. S. Benediktssonar um ferðir þeirra hefst á eftirfarandi hátt: 27/10 1947. Suðvestan strekkingur. Kl. 10½ f.m. var símað frá Slysav. Fél. Íslands, Rvík. að olíuflutningaskip væri strandað við Beruvík. Var strax farið héðan á 2 jeppum og einum vörubíl. Skömmu síðar kom jeppi með lækni frá Ólafsvík og annar vörubíll héðan. Ekkert fannst á svæðinu frá Svörtuloftum að Hólahólum. Var því ákveðið að fara svo langt suður á bílunum sem þær kæmust og ganga svo með ströndinni á móti mönnum frá Stapa. Rétt við Járnbarða mæta þeir björgunarsveitarmönnum frá Arnarstapa ásamt skipbrotsmönnunum. Í skýrslunni eru nákvæmari upplýsingar um tímasetningu atburða. Þar segir að strandið hafi átt sér stað klukkan sex um morguninn, og að sjö menn hefðu farið af strandstað með björgunarbát klukkustund síðar. Fimm skipbrotsmenn höfðu hangið í flaki skipsins frá morgni til klukkan um tvö síðdegis. Þegar björgunarmenn komu klukkan þrjú síðdegis voru skipverjar komnir á sker milli skips og lands. Þaðan var þeim svo bjargað, og lauk björguninni klukkan 18.10. Björgunarsveit Hellissands tók með sér í bílana þá skipsbrotsmenn sem þeir höfðu bjargað, það er fjóra Hollendinga og einn Íslending, Snæbjörn Stefánsson, skipstjóra og hafnsögumann. Björgunarsveitarmennirnir frá Arnarstapa og fylgdarmenn þeirra snéru gangandi heim. Í frásögn Kristbjarnar segir: „Snérum við nú heimleiðis og gekk heimferðin fremur treglega vegna þess hvað mannskapurinn var þreyttur. Komum við á tvo fyrrnefnda bæi og þáðum góðgerðir sem komu sér vel.“

Lending björgunarbátsins við Öndverðarnes Sjö skipverjanna hafði tekist að komast í björgunarbát. Weiko, sem var einn af þeim, segir svo frá að það hafi verið þröngt um borð í björgunarbátnum. Máttu skipbrotsmennirnir sitja bognir með kreppta fætur klukkustundum saman þegar bátinn rak norður meðfram Snæfellsnesi í átt að Hellissandi. Þeim til happs var veður ágætt en á móti kom að björg blöstu við þeim hvert sem þeir litu og því ekki árennilegt að taka land. Weiko, sem var 19 ára, var næstyngstur skipbrotsmannanna, en sá yngsti um borð hafði fyllst nokkrum ótta um örlög sín. Hafði hann ítrekað orð á að hann væri of ungur til að deyja. Lítið var um mat og deildu skipbrotsmennirnir fjórum brauðsneiðum, hver um sig fékk hálfa en Weiko, sem er mjög hávaxinn og þekktur fyrir að hafa góða matarlyst, fékk heila. Þegar dimma tók sáu skipsbrotsmennirnir engin önnur ráð en að taka land við Öndverðarnes þrátt fyrir að aðstæður væru ekki ákjósanlegar. Minnist Weiko þess að það hafi verið erfitt að rétta úr sér eftir að hafa setið í hnipri svo lengi. Í frásögn Kristbjarnar segir að þeim hafi tekist „að komast í land við illan leik og báturinn brotnaði í spón.“ Faðir Dineke minnist þess að einn þeirra hafi dregist út með öldunni en þeim tókst að ná til hans og koma honum í land.


hýbýla systur Cýrusar sem hafði brugðið búi nokkru fyrir strandið, en líklegt er að þar hafi skipbrotsmennirnir leitað sér skjóls. Við ókum síðan niður að sjónum við Hólahóla, þar sem björgunarsveit Hellissands skildi bílana eftir á sínum tíma. Refur sást á hlaupum í hrauninu. Það var áhrifaríkt að standa þarna í rokinu með fjölskyldu Weiko og horfa á Járnbarðann í fjarlægð en undir björgum hans hafði Mildred strandað. Það er svo önnur saga að síðustu ábúendur Hólahóla voru sameiginlegir forfeður Cýrusar og Jónínu. Það voru þau Cýrus Andrésson og Guðrún Björnsdóttir sem fluttu síðan á Öndverðarnes, þar sem björgunarbáturinn tók land. Þennan eftirminnilega dag tókum við reyndar á okkur krók sem ekki var hluti af ferðum björgunarsveitarmanna haustið 1947. Cýrus upplýsti okkur um að akkerið væri það eina sem eftir var frá strandi Mildred, enda hafi skipið brotnað fljótt í sundur. Akkerið og járnkeðjur höfðu legið við klettana eftir strandið

og um tíu árum seinna tók Cýrus ásamt öðrum þátt í að ná í hvoru tveggja. Friðþjófur Guðmundsson útgerðarmaður á Rifi hafði aflað leyfa til að sækja akkerið og keðjurnar af strandstað. Í dag er akkerið við minnisvarða um Friðþjóf og Halldóru Kristleifsdóttur konu hans og þangað lá leið okkar. Það var einstök reynsla fyrir dóttur, tengdason og barnabörn Weiko að sjá það eina sem eftir er af Mildred, akkerið sjálft, í samfylgd Cýrusar. Fjölskylda Weiko er þakklát björgunarsveitunum sem lögðu svo mikið á sig til að bjarga honum og félögum hans fyrir 65 árum síðan. Weiko lést tveimur vikum eftir að þau komu heim úr Íslandsdvöl sinni og náði að sjá myndir af fjölskyldu sinni á þeim stað þar sem hann hafði bjargast. Það er okkur Íslendingum holl áminning að rifja upp afrek fyrri tíma, afrek sem eru ekki sjálfgefin. Að baki slíkra afreka, fyrr og nú, liggur mikil vinna, fórnfýsi og samábyrgð sem ber að þakka fyrir.

Cýrus, Dineke, Kasper, Eva og Hans á Öndverðarnesi þar sem björgunarbáturinn með Weiko kom að landi.

Ég vinn við að gefa Toby besta veganestið. PATRICIA

VÖRUÞRÓUNARSTJÓRI HÖFUNDUR AÐ PRO PLAN OPTISTART ® Axlar ábyrgð eins og þú.

PRO PLAN MEÐ OPTISTART Heil vörulína sérstaklega ætluð hvolpum. ®

® Reg. Trademark of Société des Produits Nestlé S.A.

Þegar í land kom voru skipbrotsmennirnir sjö blautir og kaldir. Þeir fundu yfirgefin húsakynni í nágrenninu þar sem þeir afklæddust og grófu sig niður í hey sem var á staðnum. Weiko telur að það hafi bjargað þeim frá að því að krókna úr kulda. Einn þeirra lagði síðan af stað gangandi í leit að mannabyggðum. Þegar björgunarsveitarbílarnir frá Hellissandi koma að Skarðsnesi mátti sjá ljós flökta í átt að Öndverðarnesi. Þar var kominn skipbrotsmaðurinn sem hafði lagt af stað í leit að mannabyggðum. Sagði hann til um ferð sína og félaga sinna. Náð var í fatnað og fæði og um klukkan 10 að kvöldi eru allir komnir heilu og höldnu að Hellissandi. Weiko minnist þess hversu hissa og glaður félagi hans hafi orðið að hitta þá sem hann hafði skilið við um borð í Mildred um morguninn í fylgd björgunarsveitarmanna og þess að þeim voru færð föt og vistir. Skipsbrotsmennirnir dvöldu á Hellissandi í tvo daga og flugu til Reykjavíkur.

Heimsókn á strandstað

t

h

m

Pro Plan vörulínan fyrir hvolpa er blönduð með Optistart sem inniheldur brodd, fyrstu móðurmjólkina. Styrkir vörnina sem hvolpurinn fékk frá móðurinni.

wi

Rúmlega 65 árum síðar, nánar tiltekið þann 20. júlí síðastliðinn ókum við ásamt dóttur, tengdasyni og barnabörnum Weiko um það bil sömu leið og björgunarsveit Hellisands og fylgdarlið ók þann 27. október 1947 vegna strands Mildred. Með okkur í för var Cýrus Danilíusson, kona hans Guðríður Þorkelsdóttir og dóttir þeirra Guðrún. Cýrus var á sjó þann 27. október þegar Mildred strandaði, þá 22ja ára gamall. Hann var í björgunarsveitinni og kynntist af eigin raun störfum björgunarsveitarmanna á þessum tíma. Cýrus tók meðal annars þátt í björgun skoska togarans Epine en þá fórust 11 sjómenn en fimm björguðust. Cýrus benti okkur á að það hafi ekki verið neinn vegur á þeim tíma – aðeins slóði sem ekki var auðvelt að fylgja, ekki síst þegar snjóaði. Það gat því tekið langan tíma að komast leiðar sinnar. Við heimsóttum Öndverðarnes og sáum staðinn þar sem björgunarbáturinn, með Weiko innanborðs, brotnaði við lendingu. Í næsta nágrenni eru rústir

ru C o los t

Þetta er þín ábyrgð. Þetta er okkar ábyrgð. Þetta er PRO PLAN.

Björgunarmál

39


Öruggari öryggishnappur

PIPAR\TBWA • SÍA • 121770

Hjúkrunarfræðingar alltaf á vakt

Öryggismiðstöðin er eini þjónustuaðili öryggishnappa sem er með hjúkrunarfræðinga í stjórnstöð á símavakt

Ef þú ert með hnapp frá öðrum þjónustuaðila, er einfalt að skipta. Hringdu í síma 570 2400 og kynntu þér málið.

allan sólarhringinn. Hjúkrunarfræðingar eru til ráðgjafar fyrir hnapphafa auk þess að vera stuðningur við öryggisverði í útköllum. Auk þess fylgir hverjum nýjum hnappi reykskynjari sem er beintengdur stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar.

Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn

Öryggishnappur Heimaþjónusta

Ferðaþjónusta

Hjálpartæki

Aðlögun húsnæðis


Er samstarf lögreglu og björgunarsveita ekkert mál? Í grein sem þáverandi formaður landsstjórnar björgunarsveita skrifar í 1.tbl. 13. árg. af Björgun, tímarit um björgunar- og slysavarnamál er fjallað um aðkomu björgunarsveita í tengslum við tvær aðgerðir þar sem á samstarf björgunarsveita og lögreglu reyndi. Heiti greinarinnar er það sama og á þessari: „Er samstarf lögreglu og björgunarsveita ekkert mál?“ Samstarf aðila sem koma að aðstoð við samborgara sína þegar þeir eru að upplifa sínar verstu stundir er alltaf mál. Samstarf slíkra aðila krefst hreinskiptra, opinna og heiðarlegra samskipta. Í grein formannsins eru settar fram alvarlegar ásakanir á hendur embætti Ríkislögreglustjóra og starfsmenn sakaðir um undarleg vinnubrögð og að láta gagnrýni landsstjórnar frá fyrri aðgerðum hafa áhrif á samskipti við landsstjórn. Einnig eru þar gerðar alvarlegar athugasemdir um tilhögun verkefna sem unnin voru á vegum ríkislögreglustjóra og skort á samráði við björgunarsveitir við framkvæmd þeirra. Viðbrögð Ríkislögreglustjóra voru að óska strax eftir frekari skýringum á greininni og tilurð hennar. Ástæða þess var sú að þrátt fyrir að rúmlega hálft ár væri frá því að aðgerðinni lauk hafði embætti Ríkislögreglustjóra ekki borist, formlega eða óformlega, athugasemdir við framkvæmd þeirra verkefna sem greinin fjallar um. Það er augljóst að samstarf er ekki í lagi ef undir niðri kraumar óánægja og engin sér ástæðu til þess að óska eftir fundi til að ræða málin. Slysavarnafélagið Landsbjörg er mikilvægt samfélagslegt afl. Björgunarsveitir þess eru hryggjarsúlan í viðbragði í leitar- og björgunaraðgerðum sem og þegar almannavarnaástand er. Slysavarnadeildirnar gegna einnig mikilvægu hlutverki í þeim mótvægisaðgerðum sem eru órjúfanlegur hluti af almannavarnaskipulaginu. Embætti Ríkislögreglustjóra lítur svo á að óhugsandi sé annað en á milli þess og Slysavarnafélagsins Landsbjargar ríki traust og að samstarf og samskipti séu hreinskilin og opin. Enda starfa starfsmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ríkislögreglustjóra daglega saman í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Því er nauðsynlegt að Slysavarnafélagið Landsbjörg beini umsvifalaust allri umræðu um gagnrýni á störf RLS eða einstakra starfsmanna þess strax til embættisins til úrlausnar. Embætti ríkislögreglustjóra leggur sig fram við að taka faglega á þeim málaflokkum sem það ber ábyrgð á og kannast ekki við annað en slíkt

hafi ætíð verið raunin með samskipti við Slysavarnafélagið Landsbjörg. Ekki er ætlunin í þessari grein að hrekja þær rangfærslur sem voru í grein þáverandi formanns landsstjórnar björgunarsveita heldur að horfa fram á veginn og velta upp hvað hægt sé að gera til að samskiptaleysi sem þetta komi ekki fyrir aftur og tryggja að fagmennska stýri umræðunni og samskiptum. Starfsmenn Ríkislögreglustjóra hafa fundað með formanni Slysavarnafélagsins Landsbjargar og framkvæmdastjóra í nokkur skipti frá sl. vori auk

Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn löggæslu- og öryggissviðs RLS Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar RLS

þess sem samvinna og samstarf við starfsmenn á skrifstofu hefur verið sem fyrr mikið og gott. Ljóst að mikill vilji er að færa samstarf Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ríkislögreglustjóra á annað stig. Til dæmis að auka sameiginlega þjálfun, efla aðkomu Ríkislögreglustjóra að ráðstefnunni Björgun, koma á fót fagráði lögreglunnar í leitar- og björgunarmálum og auka enn frekar við samvinnuna í tengslum við Samhæfingar- og stjórnstöðina (SST). Dæmi um aukið samstarf er sameiginlegur vinnudagur bakvaktar almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og bakvaktar landsstjórnar sem var haldinn nýlega og námskeið sem nú er fyrirhugað fyrir þá sem starfa í SST og skipulagt er af almannavarnadeildinni og Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Starfsfólk Ríkislögreglustjóra horfir björtum augum fram á veginn, fullt vilja um að eiga gott samstarf við félaga í Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Auk þess sem félagið stendur fyrir í slysavarnamálum og í leitar- og björgunarmálum er félagsfólk þess upp til hópa jákvæðir eldhugar sem hafa valið sér þann lífsstíl að vera ávallt viðbúið til þess að koma samborgurum sínum til aðstoðar og eru okkur sem störfum við almannavarnir og leit og björgun mikil hvatning.

Lögregla og björgunarsveitir vinna oft náið saman. Björgunarmál

41


Hálendisvaktin 2013

í myndum

Bílar fastir í ám er líklega

eitt algengasta verkefni hve

rs sumars.

narsveitar-

þessir björgu rkefni eins og ve g ör m t of ja u fylg l. Roki og rigning að útbúa sig ve þá er eins gott a, yn re að u ng menn fe

Á hálendinu er allra veðra von og það jafnvel að sum arlagi. Kraftmikil lægð í ágúst fældi flesta ferðam enn af tjaldsvæðum hálend isins.

Þessi brúðhjón þurftu ekki aðstoð á brúðkaupsferðalagi sínu, en tækifærið var notað til myndatöku.


Alls komu um 4.000 ferð amenn við sögu hjá hálend isvaktinni þetta sumarið, margir þeirra að fá ráðleggingar um leiðarv al.

mar

félagsins í su sinnis sjálfboðaliða lið tu nu nn me iða Um 30 hjólre an Vatnajökuls. irra á svæðinu norð og hér sést einn þe

anna sem hlotið hafa

na tugum ferðam Sjálfboðaliðar félagsins sin áverka af ýmsu tagi.

Hér njóta ferðamenn aðstoðar björgunars veitarmanna við að festa tjald sitt betur í ein ni af lægðum ágústmán aðar. Slysavarnir

43


stoð því að kalla eftir að inn ekki og þurfti ur kk tja i að ss pa bíl Í þessum bílaleigu . ita ve ars björgun

og mátti ekki tæpara standa hjá Þessir ferðalangar lentu í hremmingum þeim til aðstoðar. Hér njóta þau konunni er hálendisvaktarhópur kom mannalaugum. aðhlynningar í skála vaktarinnar í Land

Erfiðir vegir geta se tt strik í reikninginn hjá ferðalöngum og maður aðstoðaður. hér er hjóla44 Slysavarnir

Félagsskapurinn er björgu narsveitarfólki mikilvægur og hér sjást nokkrir útbúa málsverð á ferð sinni um hálendið.

hóparnir að ferðast um Þegar tækifæri gefst reyna er gott í reynslubankann.

svæðin og kynnast þeim

en það


Allt í fjallaferðina HREYFING • KRAFTUR • ÁNÆGJA

Fatnaður og legghlífar

Fatnaður og dýnur

Frostþurrkaður matur

Klifurbúnaður

Skíða og útivistarbúnaður

Bakpokar

Klifurbúnaður

100% Merino ull

Fjallaskíðabúnaður Höfuðkútar og ennisbönd Útivistarbúnaður

Þrúgur og broddar

Pissugræjur kvenna

Vax og spray

Í s le n s k u

ALPARNIR

e-mail: alparnir@alparnir.is • www.alparnir.is

Glerárgata 32 600 Akureyri Sími 461 7879

Kaupvangi 6 700 Egilsstaðir Sími 471 2525

Faxafen 8 108 Reykjavík Sími 534 2727

Vatnsdrykkjarkerfi Slysavarnir

45


4Kp 15fps / 1080p 60fps / 720p 120fps Nýjir hljóðnemar. +10db aukning á hljóðstyrk* HERO3+ er 20% minni og léttari en eldri týpur* Endurhannað batterí. 30% lengri upptökutími* SuperView rammi. Nær breiðasta ramma í heimi

Sjálfvirk stilling fyrir minna birtustig Skarpari linsa - 33% meira ljósnæmi* Deildu 4x hraðar með IPhone, iPad & Android* Vatnshelt plasthús, fyrir allt að 40 m. dýpi Tíma ljósmyndun “Time Lapse” 12MP hágæða ljósmyndir 30 rammar á sek. Val um 15 uppí 240 ramma á sek. Fjarstýring fylgir *HERO3

Minni. Léttari. Skarpari. Ný endurhönnuð vél frá GoPro

MÖRKIN 6 - 108 RVK. - S: 8943811 facebook.com/goproiceland

SNOWLINE

SÝNDU KLÆRNAR OG FÓTAÐU ÞIG Á SVELLINU!

- Framúrskarandi grip með broddum úr hertu stáli - Teygjanlegt gúmmí sem smellpassar á allan skóbúnað - Heldur eiginleikum sínum í allt að -40°C - Fljótlegir og þægilegir í notkun, engar sylgjur eða bönd - Kemur í vönduðum renndum poka með smellu - Einstaklega léttir: 320g (stærð M)

SPORTÍS MÖRKIN 6

108 REYKJAVÍK

S:520-1000

SPORTIS.IS


Slysavarnir

barna fyrsta árið Þroski barna er mjög hraður og fyrsta árið gerist margt, barnið fer að brosa, velta sér, grípa um hluti, skríða og ganga. Heimilið er griðastaður fjölskyldunnar og því kemur mörgum það á óvart að flest slys á börnum verða á heimilinu. Sérstaklega aukast líkurnar á að barnið slasist þegar það er farið að ferðast sjálft um heimilið og því er mikilvægt að foreldrar og aðrir umönnunaraðilar fari yfir heimilið með tilliti til öryggis barnsins. Fall Börn upp að fimm mánaða aldri eru í sérstakri hættu á að slasast á höfði þar sem höfuðið er hlutfallslega þyngra en líkaminn þannig að ef þau detta þá fer höfuðið fyrst í gólfið. Hættulegast er þegar börn byrja að velta sér og gera það kannski í fyrsta skipti á skiptiborðinu. Því má aldrei líta af barni á skiptiborði og best er að halda alltaf við það. Sama gildir um hjónarúm, börn eiga ekki að vera skilin eftir ein sofandi í rúminu. Til að koma í veg fyrir að börn skríði upp úr vagni og detti er nauðsynlegt að venja sig á að nota beisli frá fyrsta degi. Ég gleymi því t.d. aldrei þegar ég var 14 ára og var að passa litla bróður minn sem var þá um árs gamall og hann svaf vært úti í vagni þar sem rigningin og rokið rugguðu honum. Ég heyrði eitthvað krafs í stofuglugganum og lít út og þá er hann komin upp á svuntuna á vagninum og er að klóra í rúðuna. Einnig eru dæmi um að ömmustólar eða svokallaðir bumbo stólar hafi verið settir upp á eldhúsborð á meðan foreldrar elda matinn og barnið náð að velta sér úr stólnum og niður á gólf. Þetta eru fínir stólar fyrir barnið svo framarlega að þeir séu á gólfinu. Síðan þegar börnin eru farin að velta sér og skríða þarf að setja hlið fyrir stiga bæði uppi og niðri.

Bruni Húð ungbarna er þynnri en húð fullorðinna og geta þau því hæglega brennt sig á volgum vökva. Því er mikilvægt að sá sem heldur á barninu hverju sinni sé ekki með heita drykki í hinni hendinni því barnið getur sparkað í eða togað í ílátið og fengið heitan vökvann yfir sig. Einnig má vara sig á því að þegar barn situr við matarborðið reynir það að grípa í allt sem er innan seilingar og því má heitur matur ekki vera í seilingarfjarlægð. Þegar börn eru á þessum aldri er oft ekki hægt að nota nema hálft eldhúsSlysavarnir Dagbjört H. Kristinsdóttir, starfsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar

47


er ráðlegt að læsa skápum og skúffum með þar til gerðum lásum. Börn heillast af hurðum sem hægt er að opna og loka. Til að koma í veg fyrir klemmda fingur er sniðugt að fjárfesta í fingravini en það er frauðplast sem er sett á hurðir þannig að þær lokast ekki.

Eitrun Lyf geta litið út eins og nammi og marglitar töflur rata oft í litla munna. Því miður þarf einungis litla skammta til að valda eitrun hjá barninu og jafnvel dauða. Mikilvægt er að læsa öll lyf inni, best er að vera með læstan lyfjaskáp. Það eru ekki einungis lyf sem geta valdið eitrun heldur eru einnig margar plöntur á heimilinu sem geta verið eitraðar. Jólastjarna og friðarlilja eru dæmi um eitraðar plöntur sem ekki má borða. Þvottaefni og uppþvottavéladuft eru þó langhættulegustu efnin á heimilinu, þau valda ekki bara eitrun heldur geta þau brennt innyfli barna varanlega.

Dúkar og snúrur

borðið. Sjálf hef ég þurft að fara með dóttur mína sex mánaða í sjúkrabíl á bráðamóttöku þar sem hún greip í bolla með heitu vatni og fékk það yfir sig alla og það er reynsla sem ég óska engum foreldrum að upplifa. Þegar verið er að elda eiga börn ekki að vera nálægt eldavélinni og alls ekki í fangi þess sem er að elda því heit feiti eða vatn getur auðveldlega slest á þau. Magapoka er því ekki sniðugt að nota þegar eldað er. Glerið framan á eldavélinni getur einnig verið varasamt og brennt litla fingur sem reyna að standa upp við það. Síðan má ekki gleyma að snúa handföngum á pottum aldrei þannig að börnin nái í þau. Baðvatn barnsins á að vera 37°C heitt. Gott er að nota baðmæli til að kanna það en foreldrar verða þó alltaf að kanna hitastig vatnsins á sjálfum sér áður en barnið er sett ofan í. Annað sem þarf að hafa í huga er að setja ekki rúm barnsins upp við ofn því litlir fætur og hendur eiga það til að stingast út úr rúminu.

Drukknun Barn á fyrsta ári getur drukknað í polli eða 2-5 sm djúpu vatni. Þegar börn eru í baði má aldrei víkja frá þeim. Baðsæti má byrja að nota þegar barnið er

orðið 6 mánaða en það er ekki öryggisbúnaður og það má alls ekki skilja barnið eitt eftir í slíku sæti.

Köfnun Börn skoða hluti gjarnan með því að setja þá upp í sig og bíta í þá. Því verður að fjarlægja alla smáhluti, sérstaklega er þörf á að fara í gegnum dótakassa eldri systkina og taka í burtu smádót. Gott getur verið að nota kokhólka til að mæla hvort hluturinn geti valdið köfnun hjá ungum börnum. Athugið að skoða vel hvort leikfangið er ætlað ungum börnum eða ekki og hvort tölur eða aðrir smáhlutir séu rækilega festir, eins og t.d. augu á tuskudýrum. Blöðrur henta ekki sem leikföng fyrir börn á fyrsta ári.

Hvöss horn og læstir skápar Flestallir foreldrar hafa orðið vitni að því að börnin þeirra gangi á borðhorn og fá í kjölfarið marglita kúlu á ennið. Einfalt er að koma í veg fyrir slíkt með því að setja hlífðarhorn yfir, sérstaklega á að gera það við hvöss horn. Það gæti sparað eina ferð upp á slysó. Eldhús- og stofuskápar geyma margt skemmtilegt að mati barna og reyna þau ítrekað að opna skúffur og skápa. Til að koma í veg fyrir að börnin tæti úr skápum og geri könnun á innihaldi ruslatunnunnar

Fallegir dúkar eru til mikillar prýði en geta reynst ungum börnum hættulegir þegar þau ná í hornin á þeim og draga þá niður. Þá fá þau allt fallega skrautið á borðinu yfir sig. Best er að sleppa því alveg að vera með dúka á borðum á meðan barnið er ungt. Snúrur raftækja þarf að stytta þannig að börnin geti ekki komist í þær og togað tækin yfir sig. Því miður hafa orðið alvarleg slys á börnum þar sem þau hafa flækt sig í gardínusnúrum sem þau hafa náð að vefja um hálsinn á sér. Því er nauðsynlegt að hengja snúrurnar upp þannig að börnin nái ekki í þær.

Eldvarnir Reykskynjarar eiga að vera á öllum heimilum ásamt slökkvitæki og eldvarnarteppi. Þegar slys verða og nauðsynlegt er að hringja í neyðarlínuna þá er oft sem fólk man ekki númerið því er góð regla að líma númerið 112 á eða við símann. Öryggisvörur fyrir börn má fá í mörgum barnaverslunum, apótekum, Rúmfatalagernum, Byko og Húsasmiðjunni. Gott er að fara yfir heimilið með gátlista til að koma í veg fyrir slysin. Gátlista er að finna á heimasíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, www.landsbjorg.is. Þar er einnig að finna bæklinginn Er öryggi barnanna tryggt á þínu heimili, en í honum má finna gagnlegar upplýsingar um þann búnað sem hægt er að fá til að minnka líkur á slysum á börnum í heimahúsum.

Fiskifélag Íslands 48

Slysavarnir


13-1762 H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

ÞESSI TÍMI ER EINSTAKUR

ARION BANKI LÆKKAR GREIÐSLUBYRÐI

ÍBÚÐALÁNA HJÁ FORELDRUM Í FÆÐINGARORLOFI Arion banki býður foreldrum í fæðingarorlofi að lækka greiðslubyrði íbúðalána um allt að helming. Hjá mörgum verða breytingar á ráðstöfunartekjum við töku fæðingarorlofs. Því viljum við koma til móts við foreldra og gefa þeim kost á að fresta hluta af greiðslum íbúðalána sinna. Með þessu viljum við auðvelda viðskiptavinum okkar að taka fullt fæðingarorlof og njóta þess til fullnustu. Hafðu samband við þjónusturáðgjafa okkar í næsta útibúi Arion banka eða í síma 444 7000 og kynntu þér möguleika þína.


Ferðafélag Íslands Fjölbreytt starfsemi í yfir 85 ár Líf og fjör í starfseminni Ferðafélag Íslands er áhugamannafélag sem hefur það markmið að hvetja landsmenn til að ferðast og fræðast um landið. Áhugi á gönguferðum, fjallgöngum og útiveru hefur aldrei verið meiri og er mikið líf og fjör í starfseminni.

Allir finna eitthvað við sitt hæfi Ferðafélagið leggur sig fram við að mæta þörfum breiðs hóps með miklu úrvali ferða. Í ferðaflóru félagsins er að finna allt frá söguferðum um grösugar sveitir til erfiðra jöklaferða. Í ferðaáætlun félagsins geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Á 82 árum hefur Ferðafélagið efnt til meira en 8.500 ferða með yfir 200.000 þátttakendum.

Öflug útgáfustarfsemi Það eru allir velkomnir í Ferðafélagið og njóta félagsmenn sérkjara, bæði í ferðum, skálum og í fjölda verslana. Auk þess fá allir félagsmenn árbókina senda heim á hverju ári og er það hluti af árgjaldinu. Árbókin er einstæður bókaflokkur um land og náttúru. Auk árbókanna hefur Ferðafélag Íslands staðið að útgáfu handhægra fræðslu- og upplýsingarita um ferðamál, þjóðfræði og sögu landshluta.

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS

Sjálfboðastarf í góðum félagsskap Félagsstarfið hefur í gegnum tíðina einkennst af miklu sjálfboðastarfi. Félagar hafa unnið að byggingaframkvæmdum, farið vinnuferðir í skála eða í frágangsferðir, stikað og unnið að uppbyggingu gönguleiða, unnið við brúargerð og margt fleira. Í staðinn hafa þeir fengið fríar ferðir, fæði og félagsskap.

Samgöngubætur og uppbygging svæða Félagið hefur unnið markvisst að samgöngubótum, lagt akvegi og brúað ár. Það hefur haft samstarf við sveitarfélög um landgræðslu, náttúruvernd og uppbyggingu svæða eins og t.d. í Landmannalaugum, á Þórsmörk og Emstrum.

Sæluhúsin standa öllum opin Sæluhús Ferðafélags Íslands og deilda félagsins úti um land eru þægilegir áningarstaðir á ferðalagi um óbyggðir Íslands. Þau eru á 37 stöðum víðsvegar um landið og getur allur almenningur nýtt þau óháð aðild að félaginu.

| Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is

Skráðu þig inn – drífðu þig út


Sjálfboðaliðar SL heimsóttu eldri borgara og fóru yfir öryggismál á heimilum þeirra.

Glöggt er gests augað Í mars 2013 buðu slysavarnadeildir og björgunarsveitir um land allt eldri borgurum sem urðu 76 ára á árinu upp á heimsókn þar sem farið var yfir öryggi á heimilinu. Slysavarnadeildir hafa áður farið í sambærilegar heimsóknir í nokkrum bæjarfélögum og í þeim sáu deildirnar ríka þörf fyrir úrbætur og því var ákveðið að fara í landsátak. Leitað var til Öryggismiðstöðvarinnar sem tók vel í samstarfið og verkefnið Glöggt er gests augað varð til. Dagbjört H. Kristinsdóttir, starfsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Ekki er raunhæft að ætla að heimsækja alla eldri borgara landsins. Því voru tölur frá Slysaskrá Íslands skoðaðar og þar sést að meðalaldur þeirra sem leita til slysadeildar Landspítala háskólasjúkrahúss er 75 ára hjá körlum og 77 ára hjá konum því lá beint við að heimsækja þá sem verða 76 ára á árinu. 1.631 einstaklingur varð 76 ára árið 2013 og fengu 885 þeirra boð um heimsókn, eða 54%. Af þeim þáðu 266 einstaklingar heimsókn, eða 30% af þeim sem fengu boð. Framkvæmd verkefnis Haft var samband við allar slysavarnadeildir og björgunarsveitir á landinu og falast eftir þátttöku þeirra í verkefninu. Allar deildir/sveitir tóku vel í verkefnið en sökum anna gátu ekki allir tekið þátt. Því var ekki hægt að bjóða öllum íbúum landsins sem verða 76 ára á árinu upp á heimsókn. Tuttugu og þrjár slysavarnadeildir tóku þátt í verkefninu og fimm björgunarsveitir. Slysavarnir

51


Þeir eldri borgarar sem stóð til boða að fá heimsókn fengu bréf þar sem þeim var boðið upp á öryggisheimsókn og í kjölfarið var hringt í viðkomandi og fundinn hentugur heimsóknartími. Allir sem þáðu heimsókn fengu gefins reykskynjara frá Öryggismiðstöðinni, endurskinsmerki og límmiða með 112 númerinu til að setja á símann. Öryggismiðstöðin auglýsti verkefnið mjög vel í fjölmiðlum og meðal annars var viðtal við fulltrúa kvennasveitarinnar Dagbjargar í Ísland í dag þar sem þeim var fylgt eftir í heimsókn til eldri borgara.

Í svefnherberginu er mikill meirihluti íbúanna með rúm í réttri hæð þannig að auðvelt er að fara í og úr rúmi og nánast alls staðar er frír gangvegur milli svefnherbergis og baðherbergis. Fleiri mættu þó vera með næturljós, en 28% íbúanna eru ekki með næturljós milli svefnherbergis og salernis. Margir notast við götulýsingu sem kemur inn um glugga, en í flestum tilfellum er það ekki nægjanleg lýsing. Húð eldri borgara er mun þynnri en húð yngri einstaklinga og viðbragðsflýtir minni þannig að þegar eldri einstaklingur stingur hendi undir of heitt vatn

Já Nei

Bæir þar sem heimsókn stóð til boða: Fjöldi sem fékk boð um heimsókn Reykjavík

Fjöldi sem þáði heimsókn

380

28

54

2

Hafnarfjörður

106

34

Reykjanesbær

64

41

Garður

13

7

Grindavík

10

7

Selfoss

42

15

Hveragerði

19

9

Akranes

45

25

Ólafsvík

2

2

Seltjarnarnes/Vesturbær

Bíldudalur

2

0

Patreksfjörður

17

17

Hvammstangi

12

7

Sauðárkrókur

21

6

Dalvík

14

8

Ólafsfjörður

10

6

Húsavík

16

6

Mývatn

5

4

Fáskrúðsfjörður

4

2

Vopnafjörður

4

4

Reyðarfjörður

4

2

Neskaupstaður

7

7

Seyðisfjörður

6

6

Eskifjörður

3

3

Djúpivogur

2

2

Höfn

6

6

13

6

Vestmannaeyjar Vík Samtals

Niðurstöður Langflestir voru með aðkomu að húsinu vel upplýsta og stígar og stéttir voru í góðu ásigkomulagi, ásamt því að stigar innanhús voru vel lýstir og gólfefni í lagi. Því miður voru einungis 64% íbúanna með eldvarnarteppi í eldhúsinu eða nálægt því, en eins og við vitum á eldvarnarteppi að vera á hverju heimili. En sem betur fer segjast 79% íbúanna kunna að nota eldvararteppi. 52

Slysavarnir

4

4

885

266

þá er hann fljótari að brenna sig og seinni að kippa hendinni undan. Því er mikilvægt að sem flestir séu með hitastilli á krönum við baðkar og sturtu. Sem betur fer var yfir 90% íbúanna með þannig hitastilli. Baðkör og sturtur geta verið mjög sleip þegar þau eru blaut og fólk, alveg sama hve gamalt það er, getur runnið til og slasað sig illa. Því er nauðsynlegt að vera með stamar mottur í baðkari og sturtu og enn betra að vera með handfang til að grípa í. Tæplega

70% íbúanna er með stamar mottur, en einungis 47% með handföng við baðkar og sturtu. Einnig getur verið gott að vera með sturtustól eða baðstól en einungis 34% íbúanna var með slíkan stól. Fleiri íbúar mættu einnig vera með handfang eða


Unglingamรกl

53


Öryggisheimsóknir til eldri borgara hófust fyrir nokkrum árum með framtaki Kvennasveitarinnar Dagbjargar í Reykjanesbæ. Hér má sjá tvo fulltrúa hennar á heimili fyrsta eldri borgarans þegar verkefnið hófst í ár. arma vil klósett, en einungis 30% íbúa er með þannig handföng. Allir voru með gott aðgengi milli húsgagna í stofunni og flestir með skriðvörn undir lausum mottum. Einnig voru langflestir með húsgögnin í réttri hæð þannig að auðvelt var að setjast eða standa upp úr þeim. Reykskynjarar eiga að vera til á öllum heimilum og helst í öllum herbergjum eða að minnsta kosti í Sportbúð.is - Dugguvogi 3 - 104 Reykjavík

þeim herbergjum þar sem eru rafmagnstæki. Til eru tvenns konar reykskynjarar, optískir og jónískir. Optískir skynja vel lofttegundir sem myndast við glóðarbruna. Þar sem bruni er hægur, ekki mikill hiti en sýnilegur reykur. Þeir henta vel í sjónvarpsherbergi og unglingaherbergi þar sem mikið er af raftækjum. Jónískir reykskynjarar skynja fyrr lofttegundir, bæði sýnilegar og ósýnilegar, sem myndast þar sem bruni

er hraður, mikill hiti og opinn eldur. Þeir henta í flest rými húsa en þar sem þeir eru næmir fyrir raka, hita og matarbrælu henta þeir verr í eldhús og þvottahús. Á 87% heimilla voru reykskynjarar í mest notuðu herbergjum heimilisins og flestir skipta reglulega um batterí. Slökkvitæki geta verið duftslökkvitæki eða léttvatnstæki. Duftslökkvitæki eru öflug og mjög áhrifarík á eld í föstum efnum, olíu og gasi og henta því mjög vel á heimilum og í bílinn. Á Norðurlöndum er í vaxandi mæli mælt með 6 kg duftslökkvitæki á heimilin. Léttvatnstæki eru einnig góð slökkvitæki en þau henta ekki á gas. Af þeim íbúum sem fengu heimsókn voru 72% með slökkvitæki á heimilinu. En flestir voru með ákveðna flóttaleið ef upp kæmi eldur. Einungis 75% íbúa var með 112 límmiða við símann en reynslan hefur sýnt að þegar fólk þarf að hringja eftir aðstoð í neyð gleymir það stundum hvert símanúmerið er. Til að koma í veg fyrir það fengu allir sem voru heimsóttir límmiða með 112 númerinu. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur í gegnum árin stuðlað að forvörnum af ýmsu tagi en öll slík verkefni miða að því að koma í veg fyrir slys áður en þau verða. Margir sem voru 76 ára vildu ekki þiggja heimsókn á þeim forsendum að þeir væru svo heilsuhraustir að þeir sæju enga þörf á heimsókn en hugmyndin á bakvið þessar heimsóknir er að koma í veg fyrir slysin áður en þau verða, ekki að gera heimilið öruggara eftir að fólk hefur dottið. Því, eins og máltækið segir, þá eigum við að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í.

Opnunartími: Mán/Fim 10:00-17:00 Fös 10:00-16:00 Vefverslun: www.sportbud.is

Sportbúð.is býður upp á mikið úrval af vönduðum vörum frá MAMMUT: Snjóflóðaýlar - stangir - skóflur - hjálma - klifurbúnað - línur - ísexi. Snjóflóðabakpoka, svefnpoka frá Ajungilak. Og margt fleira.

Sportbúð.is - Dugguvogi 3 - 104 Reykjavík

54

Unglingamál

Opnunartími: Mán/Fim 10:00-17:00 Fös 10:00-16:00 Vefverslun: www.sportbud.is


Allir fyrstu bekkingar landsins fengu endurskinsvesti að gjöf. Þessi fríði hópur mun sjást vel í skammdeginu.

Allir öruggir heim Eitt af skemmtilegri verkefnum slysavarnadeilda og björgunarsveita í vor var að fara í alla skóla á landinu og gefa endurskinsvesti til að nota í vettvangsferðum barna í 1. bekk. Vettvangsferðir eru rótgróinn hluti af skólastarfi og til að tryggja öryggi nemenda á meðan á þeim stendur er mikilvægt að börnin séu vel sýnileg. Einnig auðveldar það kennaranum að hafa betri yfirsýn yfir hópinn sem á það til að tvístrast út um hvippinn og hvappinn þegar verið er að skoða spennandi hluti. Um 4.400 börn voru í fyrsta bekk í vor og svo hægt væri að gefa þessum stóra hópi vestin komu öflug fyrirtæki að verkefninu með Slysavarnafélaginu Landsbjörg og fjármögnuðu kaupin og prentunina á vestunum. Engar auglýsingar voru prentaðar á vestin svo börnin yrðu ekki gangandi auglýsingaskilti heldur var neyðarnúmerið 112 prentað á þau og slagorðið „Allir öruggir heim“. Vestin eru af vandaðri gerð og er það von þeirra sem að átakinu standa að þau nýtist skólunum næstu árin. Mikið öryggi er fyrir börnin að vera í endurskinsvestunum í umferðinni því bílstjóri sér gangandi vegfaranda með endurskin úr 120-130 metra fjarlægð en ef gangandi vegfarandi er ekki með endurskinsmerki þá sér bílstjórinn hann ekki fyrr en úr 20-30 metra fjarlægð. Bílstjóri sem ekur á 60 km hraða þarf um 37 m til að stöðva bílinn, þ.e. ef undirlag er þurrt.

Þema þessa verkefnisins var „Allir öruggir heim“ því öll eigum við rétt á því að koma örugg heim og á það ekki síst við um þau sem eru að hefja skólagöngu sína. Slysavarnafélagið Landsbjörg þakkar fyrirtækjunum

Dagbjört H. Kristinsdóttir, starfsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Alcoa Fjarðaáli, Dynjanda ehf., EFLA verkfræðistofu, Eflingu stéttarfélagi, HB Granda, Isavia, Landsvirkjun, Neyðarlínunni, Tryggingamiðstöðinni, Umferðarstofu og Þekkingu kærlega fyrir stuðninginn við þetta góða verkefni.

Vík í Mýrdal. Börn með réttan útbúnað sjást vel og eru vel varin þegar þau hjóla um bæinn. Slysavarnir

55


Þú færð það allt hjá DONNU Ný grjónadýna frá GERMA Nýtt PAD500 hjartastuðtæki sem leiðbeinir bæði um hjartahnoð og stuð, engir aukahlutir aðeins notast við venjuleg rafskaut.

Ný hönnun, ný lögun, nýir litir Samkvæmt stöðlum EN 1865 og EN 1789 um sjúkraflutninga Léttari 7,9 kg og 25% fyrirferðaminni. Lengd 208 sm, breidd 130 – 72 sm Úr eldtefjandi efnum Hólfuð að innan til að halda grjónum á réttum stað X-laga ólar halda betur um sjúkling Stíf styrking fyrir hálsliði og efra bak Áratuga reynsla á Germa ventlum Taska, dæla og viðgerðarsett fylgir með

Höfum selt SKED fyrir erfiðustu aðstæður í 23 ár

WHELEN LED ljós og ljósabogar

Stadpacks töskur Spelkur og hálskragar í úrvali

Móhellu 2, 221 Hafnarfjörður

Sími 555 3100 www.donna.is


Landsmót

unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldið í Neskaupstað dagana 26.-29. júní síðastliðinn

Gott veður og náttúrufegurð er ekki amalegt umhverfi fyrir verkefni sem reynir eins mikið á og böruburður.

Skipulagning mótsins var í höndum björgunarsveitanna í Fjarðabyggð, Geisla á Fáskrúðsfirði, Ársól á Reyðarfirði, Brimrúnar á Eskifirði og Gerpis í Neskaupstað. Mótið var fjölmennt en á það mættu 184 unglingar úr 24 deildum ásamt 51 umsjónarmanni, allir staðráðnir í að hafa gagn og gaman af. Slegið var upp tjaldbúðum á Bökkum í Neskaupstað þaðan sem allir hlutar mótsins voru í göngufæri nema rústabjörgunin sem var í æfingaaðstöðu heimamanna inni í Norðfjarðarsveit. Andri Rafn Sveinsson, mótsstjóri. Félagi í Björgunarsveitinni Ársól, Reyðarfirði.

Unglingamál

57


Dagskráin var með svipuðu sniði og á fyrri mótum þar sem voru tveir dagar í póstavinnu og einn dagur tekinn í björgunarleika unglingadeilda. Þar unnu unglingarnir ýmis verkefni tengd póstavinnu mótsins og söfnuðu stigum. Verkefni mótsgesta voru margþætt þar sem þeir leystu meðal annars verkefni í rústabjörgun, fjallabjörgun, fyrstu hjálp, sjóbjörgun og leitartækni. Eins var farið á kayak, sigið í kletta, hópefli og landsþing unglingadeilda haldið. Þegar saman eru komnir jafn margir unglingar sem fylgja stífri dagskrá þurfa matarmál að 58

Unglingamál

ganga hratt og vel fyrir sig. Slysavarnadeildin Ársól frá Reyðarfirði sá til þess að hádegismatur sem hæfði amstri dagsins væri á borðum þegar hlé var gert á dagskrá. Mótsnefnd kann þeim miklar þakkir fyrir þeirra vinnuframlag enda mikil vinna sem sparaðist fyrir mótsnefndina að þurfa ekki að hafa áhyggjur af jafn stóru máli og matarmál eru á svona viðburði. Á kvöldin alla dagana voru samkvæmt hefð haldnir umsjónarmannaleikar þar sem lagðar voru ýmsar þrautir fyrir umsjónarmenn deildanna og verðlaun veitt fyrir, auk þess sem

gefin voru verðlaun fyrir besta klappliðið. Leikarnir vekja ávallt mikla lukku meðal unglinganna sjálfra enda allt gert til að þetta sé skemmtileg kvöldstund að loknu amstri dagsins. Töluverð rigning var einn daginn og fram á kvöld og varð úr að farið var með kvölddagskrána inn í íþróttahús þar sem menn fengu smá hlé frá rigningunni og tækifæri til að þurrka blaut föt. Að öðru leyti lék austfirsk veðurblíða við okkur og pökkuðu allir saman þurrum tjöldum. Landsþingið var með breyttu sniði þetta árið þar sem það var hluti af póstavinnu mótsins sem


Líf, fjör og litagleði einkenndu Neskaupstað á meðan á landsmóti unglingadeilda stóð.

gerði vinnuna markvissari. Færri voru í hverjum umræðuhópi og auðveldara að ná til allra. Á þinginu ræddu krakkarnir framtíð unglingamála og settu niður á blað það sem þeim fannst skipta máli varðandi starfið. Á laugardeginum, lokadegi mótsins, voru björgunarleikar þar sem hóparnir héldust óbreyttir úr póstavinnu og þau kepptu á milli sín í ýmsum verkefnum. Leitað var að snjóflóðaýlum, böruburður í þrautabraut, fjallabjörgun, kassa­ klifur, blindir tjalda, stafarugl og dekkjavelta voru meðal verkefna svo eitthvað sé nefnt. Sam-

vinna skipti sköpum í öllum þessum þrautum þar sem stig voru ýmist gefin fyrir þann tíma sem tók að leysa verkefnið og eins samvinnuna sem hópurinn sýndi til að leysa þrautirnar. Mótið endaði svo á kvöldmáltíð í boði Alcoa Fjarðaáls og kvöldvöku þar sem mótið var gert upp, úrslit voru kynnt og Hlynur Ben skemmti fólki með söng. Mótshaldarar eru ánægðir hvernig til tókst þar sem allt gekk upp og allir fóru heilir heim. Að baki móti sem þessu liggur mikil vinna og nokkuð fjármagn.

Eftirfarandi stuðningsaðilar áttu stóran þátt í hve vel mótið heppnaðist: Alcoa Fjarðaál Fjarðabyggð Síldarvinnslan Neskaupstað Loðnuvinnslan Fáskrúðsfirði Grímur Kokkur, Vestmannaeyjum Aðrir stuðningsaðilar voru: Kjarnafæði, Mjólkursamsalan, Íslenskt grænmeti, Fjarðanet, Securitas, Veiðiflugan og Sporður Eskifirði.

Unglingamál

59


ENNEMM / SÍA / NM56924

Einn góðan veðurdag verður herbergið of lítið

Húsnæðissparnaður Íslandsbanka

50%

afsláttur af lántökugjöldum* og frítt greiðslumat

Verðtryggður sparnaður

Óverðtryggður sparnaður

Það kemur að því að þig langar að flytja að heiman. Hjá Íslandsbanka bjóðum við húsnæðissparnað fyrir ungt fólk sem er farið að búa sig undir framtíðina.

2,10%

4,50%

Þú getur valið um tvo góða kosti, verðtryggðan sparnað sem hentar vel fyrir langtímasparnað eða óverðtryggðan sem hentar vel ef stefnt er á íbúðarkaup í náinni framtíð. Þegar komið er að húsnæðiskaupunum færðu frítt greiðslumat og 50% afslátt af lántökugjöldum* hjá Íslandsbanka.

vextir*

vextir*

Kynntu þér málið betur á www.islandsbanki.is/sparnadur eða í næsta útibúi Íslandsbanka.

Hentugur sparnaðartími

Hentugur sparnaðartími

3 ár +

1,5 ár +

*M.v. vaxtatölu Íslandsbanka 11.06.2013. Skilyrði fyrir afslætti af lántökugjöldum og fríu greiðslumati er reglulegur sparnaður sem nemur að lágmarki 5.000 kr. út binditíma reiknings. Lánveitingar eru háðar útlánareglum bankans hverju sinni.

Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000


Öryggisbúnaður unglinganna í lagi í adrenalín garði. Hitinn var þó ívíð meiri en íslensku þátttakendurnir í ferðinni eiga að venjast.

Ungmennaskipti Mývatn / Húsavík – Neumarkt 31. júlí síðastliðinn flugu 17 ungmenni úr unglingadeildum björgunarsveitanna í Mývatnssveit og á Húsavík til Þýskalands þar sem þau dvöldu í 10 daga hjá ungmennum frá DLRG sem er vatnabjörgunarsveit í Neumarkt í Bæjaralandi. Var þarna verið að endurgjalda heimsókn þeirra frá árinu áður. Klukkan átta að kvöldi 30. júlí lagði hópurinn af stað í langt ferðalag. Keyrt var sem leið lá til Keflavíkur á sögulegri rútu frá Rúnari en björgunarsveitirnar okkar tóku þátt í ótrúlegri björgun á fólki og bíl þegar rútan lenti út í Jökulsá árið 2000. Lítið var sofið á leiðinni enda hóparnir frá Húsavík og Mývatnssveit að hittast og margt að spjalla. Við áttum flug klukkan sjö um morguninn og komum til München um hádegisbil, en þá áttum við eftir að keyra í rúma tvo tíma. Það voru því þreytt ungmenni sem stigu út í Neumarkt. Sigrún Þórólfsdóttir og Pétur Bjarni Gíslason

Það var tekið alveg sérstaklega vel á móti okkur í Neumarkt og fjölskyldurnar sem við bjuggum hjá fóru með okkur eins og kóngafólk. Við byrjuðum á að skoða aðstöðu DLRG-unglinganna og reyndist hún vera í flottum sundlaugargarði. Það var líka yndislegt að fá að fara í sund eftir langt ferðalag og ekki síður eftir alla þá viðburðaríku daga sem við áttum eftir að upplifa. Einnig var það upplagður staður fyrir hópefli og leik. Við fengum líka að skoða höfuðstöðvar DLRG-Byern sem eru staðsettar í Neumarkt og fórum í GPS-ratleik um borgina. Við fórum í gönguferð um hæðirnar umhverfis Neumarkt þar sem við sáum vel yfir borgina og gátum skoðað kastalarústir og fallega kirkju. Gengum síðan niður í miðborg þar sem borgarstjórinn tók á móti okkur í ráðhúsinu og að sjálfsögðu var tekin mynd af hópnum með borgarstjóranum. Ákveðið var að taka myndina við brunn sem er fyrir framan ráðhúsið. Ekki er ljóst hvort við misskildum eitthvað en að minnsta kosti fóru allir upp í brunninn, líka borgarstjórinn og að sjálfsögðu enduðu svo allir í vatnsslag og urðu rennandi blautir. Þetta varð til þess að við lentum á forsíðu bæjarblaðsins og fengum umfjöllun um verk-

efnið okkar með fyrirsögninni: „Vatnsslagur í brunninum fyrir framan ráðhúsið“. Toppurinn á ferðinni var líklega fyrri útilegan. Við hjóluðum um 40 km leið eftir skógarstígum og í gegnum falleg þorp í 36 stiga hita. Settum svo upp tjaldbúðir við vatn sem hægt var að sulla í og kæla sig eftir heita daga. Við fórum í „High-rope“ garð sem er eins konar adrenalín-garður. Þann dag fór hitinn upp í 37 stig en enginn kvartaði og allir kepptust við að leysa hverja þrautina á fætur annarri í trjákrónum skógarins og flugu á milli trjánna í spottum (http:// www.altmuehltaler-abenteuerpark.de/kletterpark. html). Eftir svona heita daga koma oft þrumuveður og ekki misstum við af því. Á leiðinni heim úr útilegunni fengum við yfir okkur það mesta þrumuveður sem hefur komið í Þýskalandi síðustu ár. Við vorum búin að hjóla um 13 km þegar byrjaði að rigna. Það var engin venjuleg rigning og svo bara bætti í, byrjaði að hvessa og haglél fylgdi með. Staðan var tekin og þar sem allir voru svo hundblautir var ákveðið að hjóla áfram og komast í sund í stöðinni. Allt fauk sem gat fokið og máttum við sneiða hjá trjágreinum og eplum Unglingamál

61


Allir fengu að fara upp í útvarpsturninn á Ólympíuleikvanginum í München.

á stígunum. Fengum í okkur köngla og annað smálegt úr trjánum svo þeir sem voru berir að ofan fundu heldur betur fyrir því. Við máttum líka snúa við og finna nýja leið þar sem stórfljót var komið yfir stíginn. Að lokum komust allir heilir heim. Svona ferð skilar mikilli lífsreynslu og voru allir sammála um að við hefðum ekki viljað missa af þessu. Allir krakkarnir lögðu hart að sér og hjóluðu eins og fjandinn væri á hælunum á þeim, hvöttu hver annan og stóðu uppi, eins og ávallt í þessari ferð, sem hetjur. Við fórum í lestarferð til Nürnberg þar sem við fengum að skoða kastala og þeir sem vildu fengu að fara upp í kastalaturninn. Úr turninum sést yfir alla borgina og var hægt að skoða myndir af ummerkjum seinni heimsstyrjaldarinnar umhverfis kastalann. Bæði Neumarkt og Nürnberg fóru mjög illa út úr stríðinu en hafa verið byggðar upp að miklu leyti eins og þær voru fyrir stríð og halda gamla stílnum með fallegum húsum og þröngum götum. Búðirnar voru einnig skoðaðar í Nürnberg og að sjálfsögðu borðuðum við þjóðarrétt þeirra, bratwurst. Við fengum að læra á búnaðinn þeirra og einn daginn voru um 30 ungmenni við æfingar við lítið vatn í Neumarkt. Gekk það allt mjög vel að undanskildu að daginn eftir fannst íslenski hópurinn ekki í sundlauginni sem „hvíti“ hópurinn heldur sem „rauði“ hópurinn. Flestir brunnu og sumir ansi mikið. Við lærðum s.s. á margs konar björgunarbúnað, líka um gildi sólarvarnar og brunasmyrsla. Á áttunda degi kvöddum við fjölskyldurnar okkar í Neumarkt og tókum lest til München þar sem við gistum tvær síðustu næturnar á tjaldstæði inni í skógi í miðri borginni. Allir gistu í einu stóru tjaldi ásamt fullt 62

Unglingamál

af ókunnugu fólki sem var upplifun fyrir suma. Á kvöldin var vináttan efld þar sem setið var við varðeldinn, gengið um svæðið og spjallað saman en dagurinn var notaður til að skoða borgina og nokkrar búðir. Allir fengu að fara upp í útvarpsturninn á Ólympíuleikvanginum (1972) og njóta útsýnisins en frá turninum sjást Alparnir vel í góðu veðri. München er afskaplega græn og falleg borg. Að morgni 10. ágúst var komið að kveðjustund, Þjóðverjarnir fylgdu okkur á flugvöllinn. Það var erfið stund að kveðja vini sem við sjáum jafnvel aldrei aftur, en klárlega eiga sum sambönd eftir að endast og einhverjir eiga efalaust eftir að fljúga aftur yfir hafið í heimsókn.

Verkefni sem þetta stuðlar oft að ævilöngum kynnum sem og að kynnast menningu hvers annars. Unglingarnir takast á við fjölbreytt verkefni sem þéttir hópinn og stuðlar að trausti sem er nauðsynlegt þegar vinna á saman. Þeir takast á við ýmis krefjandi verkefni sem mun auka á þekkingu þeirra sem björgunarmenn og það styrkir þau sem einstaklinga að þurfa að hafa tjáskipti og leysa verkefni á erlendu tungumáli. Þau læra að vinna úr því efni sem er til staðar, það eykur hugsun og hugmyndaauðgi, þau þurfa að koma með tillögur, hlusta á aðra og finna bestu lausnina. Hópurinn nýtt sér góða veðrið í Þýskalandi út í ystu æsar. Sumir gættu sín ekki nægilega vel á sólinni og lærðu af reynslunni um gildi sólarvarnar.



64

Félagsmál


Noregsferð Pjakks Unglingadeildin Pjakkur frá Grundarfirði hóf samstarf við unglingadeildina Ung Hessa frá Ålesund í Noregi fyrir rétt rúmum tveimur árum síðan. Ung Hessa starfar undir samtökunum Redningselskapet, sem sérhæfa sig í björgun við sjó og vötn. Unglingarnir frá Redningselskapet heimsóttu okkur síðasta sumar og tókum við á móti þeim á Gufuskálum þar sem við skemmtum okkur við ýmsa afþreyingu. Í ágúst fórum við í unglingadeildinni Pjakki til Noregs og heimsóttum vini okkar í Ålesund. Við eyddum fimm dögum í Ålesund og fengum að kynnast unglingastarfi Redningselskapet. Farið var með okkur í einn af frægu norsku fjörðunum, Hjørundsfjorden, þar sem við skemmtum okkur á kajökum og vatnaskíðum ásamt fleiru og var augljóst að norsku krakkarnir kunnu margt og mikið fyrir sér í þeim fræðum. Í Redningselskapet læra þau ekki bara björgun við sjó og vötn heldur líka ýmis öryggis- og forvarnaatriði varðandi kajakróður og aðra afþreyingu við vötn. Fjöldi björgunarskipa er staðsettur með reglulegu millibili meðfram strönd Noregs, ásamt

Erling Pétursson, ungmennadeildinni Pjakki

minni björgunarbátum sem vakta stærri stöðuvötn landsins. Samstarf við aðra björgunaraðila er mjög mikilvægt og æfa samtökin meðal annars mikið með slökkviliðum og þá sérstaklega í Ålesund þar sem bærinn er byggður á sjö eyjum. Eiga björgunarskipin því auðvelt með að sigla á milli bæjarhluta og veita aðstoð við eldsvoða. Unglingastarf Redningselskapet gengur hins vegar mikið út á forvarnir. Unglingarnir læra að bjarga sér við ýmis konar aðstæður við sjó og vötn og fá einnig grunnþjálfun í siglingafræði og fleiru, ásamt því að taka þátt og aðstoða keppendur í hinum ýmsu siglingakeppnum. Hins vegar komast þau ekki inn í björgunarstarf eftir unglingadeildaraldurinn eins og

við erum vön hér heima, þar sem Redningselskapet er aðallega byggt upp af atvinnumönnum. En þegar tekið var á móti okkur tók ég eftir að það vantaði allnokkra unglinga í hópinn frá því í fyrra. Ég ákvað að spyrja umsjónarmennina út í þetta og fékk að vita að flestir sem voru ekki í hópnum þetta sumarið hefðu hafið nám í siglingaskólum og hjá landhelgisgæslunni. Kom þá í ljós að þó að unglingarnir komist ekki strax inn í raðir Redningselskapet þá hefur þessi þjálfun og reynsla sem þau afla sér í unglingadeildum mikið að segja og gefur þeim aukinn möguleika á framtíðarnámi. Eftir fimm daga dvöl í Ålesund var komið að kveðjustund og vildu krakkarnir helst ekki fara heim. Þau

Í ferðum unglinga frá SL er alltaf markmiðið að þeir öðlist nýja þekkingu og reynslu. SkemmtFélagsmál 65 unin er þó aldrei langt undan.


Unglingarnir nutu ferðarinnar og eru tilbúnir að fara í aðra slíka næsta sumar. fengu þó að eiga tvo daga í Osló þar sem við fórum í Tívolí og heimsóttum skrifstofu Redningselskapet. Eftir viðburðaríka viku í Noregi héldum við heim til Íslands. Heyrðist mér þó á krökkunum að þau vildu byrja allt

verkefnið upp á nýtt og fara strax út næsta sumar og voru sumir jafnvel farnir að íhuga að búa í Ålesund í framtíðinni. Ég mæli eindregið með að unglingadeildir taki þátt

í svona verkefni, þar sem það er bæði fræðandi, uppbyggilegt og skemmtilegt fyrir krakkana og ekki síður umsjónarmennina.

Við höfum þjónað íslenskum sjávarútvegi í áratugi

Við flytjum að Dvergshöfða 27

Bás G40

» SÖLUDEILD » SÉRPANTANIR » DIESELSTILLINGAR » VARAHLUTAÞJÓNUSTA » TÚRBÍNUVIÐGERÐIR OG SALA

66

Unglingamál

Vesturhraun 1 - 210 Garðabæ Sími 535 5850 - framtak.is


USAR 2013

– Grunnþjálfun unglinga

Eftir að hafa tekið þátt í USAR 2011 og 2012 var Slysavarnafélaginu Landsbjörg boðið að taka þátt í þriðja skiptið, en um er að ræða alþjóðlega rústabjörgunaræfingu fyrir unglinga á aldrinum 15 til 19 ára. Að þessu sinni var æfingin haldin í Camp Hörsten sem er í um klukkustundar akstursfjarlægð suður af Hamborg í Þýskalandi. Camp Hörsten er stór og mikil herstöð sem NATO rekur og er hún sérstaklega ætluð til þess að þjálfa skriðdrekadeildir enda gríðarlega stórt landsvæði þarna í kring einungis ætlað herstöðinni. En í herstöðinni býr enginn heldur koma þangað þjóðir NATO til æfinga í skamman tíma í einu og þegar við vorum þarna var ekkert um að vera. Íslenski hópurinn var skipaður 16 einstaklingum frá sjö unglingadeildum og þar af voru fjórir umsjónarmenn sem valdir voru til þátttöku úr umsóknum sem auglýst var eftir í byrjun þessa árs.

Sjúklingur dreginn í gegnum göng sem voru hluti af hindrunarbraut.

Það voru þýsku björgunarsamtökin THW sem buðu til þessarar æfingar líkt og fyrri ár enda ein stærstu björgunarsamtök sjálfboðaliða í heimi. Til þess að auðvelda fjármögnun á verkefninu tókst þeim að fá styrk frá Evrópusambandinu sem er eyrnamerktur svona verkefnum. Þetta gerði það að verkum að íslenski hópurinn þurfti aðeins að greiða sinn ferðakostnað en allt annað var kostað af THW. Farið var utan miðvikudaginn 24. júlí og flogið beint til Hamborgar þar sem fulltrúar THW biðu eftir okkur. Við vorum fyrst til að mæta á svæðið en í kjölfarið komu hópar frá Rússlandi, Tyrklandi, Rúmeníu og Bretlandi ásamt því að þýski hópurinn safnaðist saman í herstöðinni. Daginn eftir að við komum voru mættir á svæðið um 120 unglingar ásamt rúmlega 100 fullorðnum einstaklingum frá sex löndum. Fyrstu dagarnir í Camp Hörsten voru frekar rólegir en þá var unnið í tungumálakennslu og farið í öflugt hópefli sem var grundvöllur þess að hægt að var Otti Rafn Sigmarsson, Björgunarsveitin Þorbjörn

Unglingamál

67


Á einum tímapunkti var slökkvilið í nágrenninu kallað út til þess að kæla mannskapinn. að vinna saman. Þátttakendum verkefnisins hafði verið skipt upp í svokallaðar sveitir (platoon) en í hverri slíkri sveit var ein gestaþjóð og svo jafnmargir þýskir unglingar á móti. Í Bravo sveitinni voru 12 íslenskir unglingar og 11 þýskir unglingar. Hver sveit vann svo saman í einu og öllu allan tímann sem við vorum þarna og meðal annars deildu krakkarnir herbergjum. Eftir að allir höfðu náð þokkalegum tökum á hugtökum rústabjörgunar á öðru tungumáli og hópunum verið þjappað vel saman var komið að næsta stigi æfingarinnar en þá tók við póstavinna þar sem unglingarnir tóku tvo pósta á dag. Í póstavinnunni var farið yfir það hvernig á að færa þunga hluti. Þá var ekki verið að tala um neitt smáræði heldur þurftum við að lyfta upp traktor og færa 20 tonna hlass til hliðar. Þá lærðum við að bjarga sjúklingum úr mikilli hæð þar sem við meðal annars björguðum sjúklingi út um glugga á þriðju hæð húss. Við æfðum okkur í því að brjóta steinveggi og klippa í sundur járn. Þá æfðum við margvíslegar leiðir til þess að koma fólki í börur og flytja það og svo var síðasti pósturinn tileinkaður fyrstu hjálp. Þetta voru því ansi skemmtilegir dagar þar sem reyndi mjög mikið á mannskapinn enda hitastigið um 32° hvern einasta dag og steikjandi sól. Næst tók við ansi skemmtilegur dagur í Hamborg þar sem unglingarnir fengu að kynna sér starfsemi ýmissa björgunaraðila á því svæði. Dagurinn endaði svo í stórum ratleik um miðborg Hamborgar sem 68

Unglingamál

íslenska hópnum þótti ekki leiðinlegt. Daginn eftir ratleikinn voru haldnir svokallaðir björgunarleikar sem voru mjög svipaðir þeim sem við þekkjum á landsþingi SL. Þessi dagur var algjörlega frábær en

Bravo sveitin með íslensku krakkana í fararbroddi gjörsigraði hverja þrautina á fætur annarri og stóð sig eins og hetjur. Eftir níu daga af alls konar verkefnum og æfingum

Ekki vantaði sjúklinga með ýmiss konar áverka á lokaæfinguna. Þessi þjáðist af reykeitrun og var að leita að konunni sinni.


Verið að leggja af stað inn í rústina í leit að fórnarlömbum. var komið að stóru lokaæfingunni þar sem markmiðið var að líkja eftir stórum jarðskjálfta í landi langt í burtu. Æfingin var sett upp í Hoja, sem er einn af tveimur björgunarskólum sem THW reka. Um klukkan þrjú um nóttina voru krakkarnir ræstir, allir græjuðu sig í flýti og stuttu síðar lagði bílalestin af stað. Eftir um klukkustundar akstur var komið að landamærastöð þar sem

nokkrir umsjónarmenn höfðu farið í herklæði og létu öllum illum látum. Eftir smá bras og flókið vegabréfaeftirlit komst hópurinn þó af stað aftur. Í birtingu keyrði hópurinn svo inn á „hamfarasvæðið“ sem heldur betur var búið að gera raunverulegt. Þarna lá farþegalest á hliðinni, mikinn reyk lagði yfir svæðið og á mörgum stöðum logaði eldur.

Stuttu eftir komuna var hópunum úthlutuð verkefni sem þeir fengu þrjár klukkustundir til þess að leysa. Fyrsta verkefni Bravo sveitarinnar var að leita að fórnarlömbum í efnalaug sem hafði hrunið í skjálftanum. Í því verkefni þurfti hópurinn að skríða ofan í göng þar sem þau þurftu að brjóta sig í gegnum 30 sm þykkan steinvegg, einn timburvegg og saga töluvert af járni til þess að komast á alla staði í göngunum. Þetta verkefni gekk nokkuð brösuglega í upphafi en betur þegar á leið og náði hópurinn að klára það í tæka tíð. Eftir verkefnið var hádegismatur og að honum loknum var farið beint í næsta verkefni en þar hafði skemmtistaður hrunið og fólst verkefnið í því að finna fólk í rústum hans. Þetta verkefni gekk afburða vel og miðað við skráningu var rúmlega 20 manns bjargað út á þeim þremur tímum sem hópurinn var í verkefninu. Fórnarlömbin voru á víð og dreif um rústirnar, bæði ofan á þeim og inni í þeim. Í verkefninu þurfti að brjóta steinvegg, saga timburvegg og fjarlægja alveg gríðarlegt magn af möl og grjóti til þess að komast að öllum sjúklingunum. Eftir að verkefninu lauk var ljóst að það voru 14 klukkustundir frá því að krakkarnir höfðu verið ræstir nóttina áður og þótti ekki ráðlegt að útdeila fleiri verkefnum heldur var æfingunni slitið og allir héldu til baka enda um tveggja stunda akstur þangað. Eftir 12 vel heppnaða daga í Þýskalandi lá leiðin heim aftur með frábæran hóp af gjörsamlega úrvinda einstaklingum sem höfðu gefið allt í þetta verkefni.

RÉTTU TÆKIN OG TÓLIN! Baltic Rescue björgunarvesti

Halogen og Xenon fjarstýrð leitarljós

KGP-913MkII GPS staðsetningartæki

GlobalFix™ EPIRB og ResQLink+™ PLB

VHF talstöðvar með neyðarhnappi

Dugguvogi 4 • 104 Reykjavík • sími: 520 0000 www.taeknivik.is • sala@taeknivik.is

Unglingamál

69


Þingið var haldið í Íþróttahöllinn á Akureyri og var umgjörðin hin glæsilegasta og vel fór um alla þátttakendur.

Landsþing

á Akureyri Tólfta landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldið á Akureyri 24.25 maí sl. Þingið og tengdir viðburðir voru afar vel sótt en hátt í 400 manns skráðu sig til setu á þinginu sjálfu, 500 í grillveislu á föstudagskvöldinu og á árshátíðinni voru ríflega 600 manns. 24 lið tóku svo þátt í björgunarleikunum sem keyrðir voru samhliða þinginu. Það er því óhætt að segja að félagsfólk hafi málað bæinn rauðan þessa daga sem þingið stóð yfir. Þingið var sett formlega við hátíðlega athöfn á Akureyri á föstudag. Hörður Már Harðarson bauð gesti velkomna og að því loknu ávarpaði forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, þingið. Auk félaga SL sátu setninguna ýmsir góðir gestir, m.a. fulltrúar Landhelgisgæslu Íslands, ríkislögreglustjóri og fleiri samstarfs- og stuðningsaðilar félagsins. 70

Félagsmál

Á þinginu var unnið að hefðbundnum aðalfundarstörfum og var ljóst að góð sátt er í félaginu þótt tekist væri á um ýmis mál. Var fín og góð umræða um þau og fengin niðurstaða. Meðal ákvarðana þingsins var að fela stjórn að skoða áfram möguleikana á sameiginlegum skóla viðbragðsaðila og að slysavarna- og kvennadeildum væri hér eftir heimilað að ganga í björgunarsveitagöllum enda taka þær í auknum mæli þátt í útköllum björgunarsveita. Á laugardagsmorgni var þinggestum skipt í umræðuhópa þar sem tekin voru fyrir björgunar-, slysavarnaog unglingamál. Í hópunum myndaðist góð umræða um málefnin. Þingið samþykkti eftirfarandi ályktun: „Áttunda landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar, haldið á Akureyri 24. og 25. maí 2013, brýnir stjórnvöld til að gæta sérstaklega að því við afgreiðslu fjárlaga að ekki sé vegið fjárhagslega að

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, starfsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar


Á þinginu afhenti ISAVIA styrki til björgunarsveitanna. Á myndinni má sjá fulltrúa allra þeirra sem styrk hlutu í ýmis verkefni auk Björns Óla Haukssonar, forstjóra ISAVIA. grunnstoðum og öryggi samfélagsins og að stofnunum er varða almannaheill sé tryggt nægilegt fjármagn til að sinna lögbundnum skyldum sínum.“

Viðurkenningar og heiðranir Við upphaf þingsins voru þrír félagar heiðraðir fyrir forystustörf í þágu félagsins en það voru Gunnar Þorgeirsson, fráfarandi gjaldkeri stjórnar félagsins, Sigurgeir Guðmundsson, fyrrverandi formaður, og Þorsteinn Þorkelsson, formaður landsstjórnar. Auk þess var tveimur fyrirtækjum, ISAVIA og Íslandsbanka, veittur Áttavitinn, sem afhentur er fyrirtækjum sem sýnt hafa félaginu sérstakan stuðning í störfum sínum. ISAVIA fékk Áttavitann fyrir ómetanlegan stuðning við björgunarsveitir félagsins en ISAVIA stofnaði styrktarsjóð til að styrkja viðbragð björgunarsveita í hópslysum en úr honum hefur verið úthlutað 21 milljón síðan 2001. Íslandsbanki fékk Áttavitann fyrir áralangan stuðning við félagið sem aðal viðskiptabanki félagsins.

Ný stjórn kjörin Ný stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar var kjörin á landsþinginu. Hörður Már Harðarson var endurkjörinn formaður en auk hans eru í stjórninni Eiður Ragnarsson, Gísli Vigfús Sigurðsson, Guðjón Guðmundsson, Hannes Frímann Sigurðsson, Leonard Birgisson, Margrét Laxdal, Páll Ágúst Ásgeirsson og Þorvaldur Friðrik Hallsson. Eins og Björgunarleikarnir stóðu yfir allan laugardaginn og var keppnin afar hörð.

Félagsmál

71


Félagar heiðraðir. Gunnar Þorgeirsson, Sigurgeir Guðmundsson og Þorsteinn Þorkelsson voru heiðraðir fyrir áralöng störf sín í þágu félagsins. Á myndinni eru Hörður Már Harðarson, Gunnar Þorgeirsson, Sigurgeir Guðmundsson, Friðfinnur F. Guðmundsson sem staðgengill Þorsteins Þorkelssonar sem átti ekki heimangengt og Margrét Laxdal.

Kristbjörn Óli Guðmundsson sá um fundarstjórn eins og honum einum er lagið.

fyrr segir gaf Gunnar Þorgeirsson, sem verið hefur gjaldkeri félagsins í áratug, ekki kost á sér til endurkjörs. Auk þess hafa tveir aðrir horfið úr stjórninni á kjörtímabilinu, Smári Sigurðsson og Jón Svanberg Hjartarson sem tók við starfi framkvæmdastjóra félagsins. Er þeim öllum þökkuð góð og fórnfús störf í þágu félagsins á undanförnum árum.

Björgunarleikar 24 lið skráðu sig til leiks á björgunarleika sem er metþátttaka. Á leikunum er keppt í alls kyns atriðum sem tengjast björgunarstarfinu á beinan og óbeinan hátt, svo sem ökuleikni, dekkjaskiptum, rústabjörgun og fleiru. Lið Súlna, björgunarsveitarinnar á Akureyri, Súlur Alfa, bar sigur úr býtum í ár og er þetta í þriðja skiptið í röð sem þetta öfluga lið fer með sigur af hólmi.

Frambjóðendur í vinnu

ISAVIA og Íslandsbanki fengu Áttavitann fyrir stuðning sinn við félagið.

Á föstudagskvöldinu var slegið upp grillveislu í Laugarborg fyrir utan Akureyri. Vaninn er að starfsfólk skrifstofu grilli hamborgara ofan í alla gesti en þegar nær dró þingi varð ljóst að mjög góð skráning var á viðburðinn, eða hátt í 500 manns. Var þá gripið til þess ráðs að setja hluta verksins yfir á frambjóðendur til stjórnar, sem allir tóku vel í það enda í „harðri“ kosningabaráttu. Ekki þarf að taka það fram að þeir stóðu sig óhemju vel og fengu flestir, ef ekki allir, að borða, þótt meðlæti hafi verið af skornum skammti þegar á leið.

Árshátíð Á laugardagskvöldið var svo stórglæsleg árshátíð Slysavarnafélagsins Landsbjargar þar sem veislustjóri var Rögnvaldur gáfaði og Hvanndalsbræður léku fyrir dansi, sem dunaði fram á rauða nótt. Gestir þingsins tíndust svo heim á leið á sunnudeginum, sumir aðeins framlágir, en langflestir ánægðir með hvernig til tókst. 72

Félagsmál

Súlur Alfa, lið Súlna, björgunarsveitarinnar á Akureyri sigraði í björgunarleikunum, þriðja árið í röð. Þeir eru alvöru töffarar!


Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg A. Wendel umboðs- & heildverslun www.wendel.is Afl starfsgreinafélag www.asa.is Alþýðusamband Íslands Baader Island ehf. Bifreiðaverkstæðið Sleitustöðum Bolungarvíkurhöfn www.bolungarvik.is Brunavarnir Suðurnesja Daglegt brauð Dalvíkurhafnir Dalvík- Árskógsströnd- Hauganes www.dalvik.is Egersund Island Endurskoðun Vestfjarða ehf. www.endvest.is Farmanna- og fiskimannasamband Íslands Félag skipstjórnarmanna www.skipstjorn.is Fisk Seafood www.fisk.is Fiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyrar www.fmbs.is

Fiskmarkaður Hólmavíkur ehf. Fiskmarkaður Patreksfirði fiskmarkadur@simnet.is Fiskmarkaður Siglufjarðar ehf. fmsi@fiskmarkadur.is Fiskmarkaður Austurlands hf. fmaust@simnet.is Fiskvinnslan Íslandssaga Frár ehf. frar@simnet.is Freydís sf. www.freydis.is Gjögur hf. Grundarfjarðarbær www.grundarfjordur.is Grundarfjarðarhöfn www.grundarfjordur.is Gullberg ehf. Hafbáran ehf. 450 Patreksfjörður Hafnarfjarðarhöfn www. hafnarfjardarhofn.is Hafnasamlag Norðurlands Hafnarsjóður Skagafjarðar www.skagafjordur.is

Hafnarsjóður Þorlákshafnar www.olfus.is Hita- og vatnsveita Mosfellsbæjar www.mos.is Hjallasandur ehf. Snæfellsbæ Hjálmar ehf. Hlaðbær-Colas hf. www.colas.is Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. Ísblikk ehf. Ísfélag Vestmannaeyja hf. www.isfelag.is Íþróttamiðstöðin Egilsstöðum Jeppaþjónusta Breytir ehf. www. breytir.is Kópavogsbær www.kopavogur.is Kristinn J. Friðþjófsson ehf. Listmunasala Fold www.myndlist.is Löndun ehf. www.londun.is Miðás hf. ww.brunas.is Miðstöðin ehf.


Nokkrar mínútur í útsendingu.

Bakvarðasveitin Slysavarnafélagið Landsbjörg á sér marga stuðningsaðila af ýmsum toga. Margir styrkja starfsemi björgunarsveita og slysavarnadeilda með kaupum á flugeldum, Neyðarkalli eða á annan hátt. Einnig á félagið dyggan hóp stuðningsaðila sem greiða ákveðna upphæð til þess í hverjum mánuði en þeir hafa verið kallaðir bakhjarlar og hafa sumir hverjir styrkt félagið og fyrirrennara þess árum eða áratugum saman. Ekki hefur verið unnið markvisst að því að stækka þann hóp nema hvað sjómönnum á námskeiðum hjá Slysavarnaskóla sjómanna hefur verið boðið að gerast bakhjarlar. Undanfarin misseri hefur farið fram umræða innan stjórnar og skrifstofu um hvernig hægt væri að þróa þetta verkefni og stækka hóp bakhjarla til að takast á við fjölgun verkefna, hærra verðlag og tekjuskerðingu síðustu ára. Síðastliðið haust fór svo Slysavarnafélagið Landsbjörg þess á leit við RÚV að fá inni með söfnunarþátt í sjónvarpi þar sem safnað yrði bakhjörlum sem greiddu ákveðna upphæð til starfsins mánaðarlega. Var verkefninu gefið nafnið Bakvarðasveitin og þeir sem skráðu sig fyrir framlögum urðu þar með Bakverðir. Strax var hafist handa við að skoða möguleikana í samvinnu við RÚV sem tók jákvætt í málið. Ákvörðun var tekin að hafa söfnunina snemma að vori til svo hún rækist sem minnst á önnur stór fjáröflunarverkefni félagsins, svo sem Neyðarkall í nóvember og flugeldasölu í desember. Til að stýra verkefninu var fenginn Magnús Viðar Sigurðsson, maður með gífurlega reynslu af svona verkefnum, en hann hafði nýlokið störfum hjá Saga Film eftir 15 ára farsælan feril. Þar framleiddi hann 74

Félagsmál

m.a. þættina um björgunarsveitirnar sem sýndir voru á Rúv við góðar undirtektir. Einnig hefur hann komið að gerð söfnunarþátta í sjónvarpi fyrir mörg önnur félagasamtök. Magnús er einnig meðlimur í björgunarsveit og þekkir því starf félagsins ágætlega. Nokkuð erfiðlega gekk að finna réttu dagsetninguna fyrir söfnunarþáttinn, Slysavarnafélagið Landsbjörg var með ákveðnar hugmyndir um hvaða dagar væru heppilegastir en dagskrá RÚV setti nokkrar skorður, það var Eurovision söngvakeppni, fótboltamót og fleira sem ekki mátti færa til og á endanum var sæst á að þátturinn yrði sýndur þann 7. júní. Örlítill taugatitringur var í fólki vegna þessarar dagsetningar enda aldrei áður verið reynt að hafa svona þátt á dagskrá að sumri til en ákveðið var að halda sig við hana frekar en að færa þáttinn fram á haustið eða fresta honum um tæpt ár. Magnús Viðar tók að sér dagskrárgerð fyrir þáttinn en lagt var upp með að hafa sem mest af forunnu efni sem varpaði ljósi á víðtæka starfsemi félagsins. Einnig var sýnt frá stórri leitaræfingu á sjó og landi, í og við Esjuna, og var hluti hennar í beinni útsendingu. Rúv útvegaði kynna; Felix Bergsson og

Margréti Blöndal í stúdíói í Efstaleiti og Þóru Arnórsdóttur og Andra Frey Viðarsson í símaveri sem Vodafone setti upp í húsakynnum fyrirtækisins. Gísli Einarsson og Edda Sif Pálsdóttir voru svo við Esjurætur og fylgdust með því sem þar gerðist. Hraðfréttastrákarnir, Benedikt og Fannar, voru með stutt innslög þar sem þeir reyndu sig við ýmis verkefni sem björgunarsveitafólk tekst á við í sínum störfum og ekki má gleyma þeim Fóstbræðrum, Jóni Gnarr og Sigurjóni Kjartanssyni, sem komu saman af þessu tilefni og gerðu leikin innslög um „hipster“ björgunarsveitarmann. Einn reyndasti dagskrárgerðarmaður Rúv, Egill Eðvarðsson, sá um stjórn útsendingar. Þátturinn var langur, vilyrði fékkst hjá RÚV fyrir þriggja og hálfs tíma dagskrá. Eitthvað teygðist nú úr svo hann varð hátt í fjórir tímar. Almenningur og fyrirtæki gátu hringt inn og gengið í Bakvarðasveitina eða lagt fram frjáls framlög. Skemmst er frá því að segja að söfnunin gekk mjög vel, svo vel að á stundum höfðu sjálfboðaliðarnir og fræga fólkið sem þar sat ekki undan að taka við símtölum. Þegar upp var staðið höfðu á þriðja þúsund manns gengið í Bakvarðasveitina auk þess sem mikið barst af einstökum framlögum. Enn og aftur sannaðist að almenningur á Íslandi stendur þétt við bakið á sjálfboðaliðum félagsins og kann að meta það fórnfúsa starf sem þeir vinna.

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, starfsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar


Þú keðjar ekki eftirá!!

hönnun: Design ehf

Keyrðu áhyggjulaus með snjó – hálkukeðjum frá Hvelli – í einum grænum

Smiðjuvegur 8 rauð gata – 200 Kópavogur – Sími 577-6400 – www.hvellur.com


Hér má sjá áhöfnina alla samankomna, bæði þá sem sigldi skipinu og hljómsveitina.

Áhöfnin á Húna Síðastliðinn vetur kviknaði hugmynd hjá nokkrum tónlistarmönnum og Jóni Þóri Þorleifssyni að sigla hringinn í sumar og halda tónleika í sjávarbyggðum. Vildu þeir láta gott af sér leiða og var Slysavarnafélaginu Landsbjörg boðið að vera með í verkefninu. Því var strax vel tekið enda hljómsveitin skipuð úrvalsfólki; Jónasi Sig, Láru Rúnars, Mugison, Ómari Guðjónssyni, Guðna Finnssyni og Arnari Gíslasyni. Til siglingarinnar var fenginn eikarbáturinn Húni II og fékk hljómsveitin nafnið Áhöfnin á Húna. Hún kom í fyrsta skipti fram í söfnunarþætti SL. Rúv tók virkan þátt í þessu verkefni og má segja að allur júlímánuður hafi verið undirlagður í þetta verkefni bæði í sjónvarpi og útvarpi. Alls voru gerðir sex þættir um siglinguna auk þess sem þrjár beinar útsendingar voru frá tónleikum. 76

Félagsmál

Veðurblíða á lokatónleikunum á Akureyri. Þar var mikill fjöldi samankomin til að hlusta á þessa frábæru tónleika.

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, starfsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar


Frá Borgarfirði eystra. Rigningin var svo til lárétt, beint í andlit hljómsveitarinnar en þrátt fyrir það skemmtu sér allir vel. Sigling Húna stóð yfir í 17 daga og voru haldnir 16 tónleikar allt í kringum landið. Áhöfnin, bæði tónlistarmennirnir og sjómennirnir, völdu hentuga staði og sáu björgunarsveitir þar um umgjörðina og fengu allan aðgangseyri. Fyrstu tónleikarnir voru á Húsavík þann 3. júlí og tókust afar vel. Næsti við-

komustaður var á Borgarfirði eystra. Þar var mikill spenningur fyrir tónleikunum en þegar leið að þeim var útlitið ekki gott, slagveður og leiðindi. En þegar upp var staðið voru um 500 manns á bryggjunni í þessu rúmlega 100 manna þorpi og mikil stemning. Svo var siglt áfram austur fyrir og tónleikar haldnir á

Reyðarfirði, Höfn, í Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn, Reykjanesbæ, Reykjavík, Stykkishólmi, Flatey, Patreksfirði, Ísafirði, Hólmavík, Sauðárkróki, Siglufirði og svo endað með risastórum lokatónleikum á Akureyri þar sem um 4.000 manns mættu. Alls staðar skapaðist mikil stemning og var vel tekið á móti skipinu hvar sem það kom. Bátar og skip sigldu á móti Húna II og fylgdu honum inn í hafnirnar þar sem víða var nokkur viðbúnaður og skemmtilegar móttökur. Hið eina sem setti strik í reikninginn var veðrið, að minnsta kosti fyrri hluta ferðarinnar. Yfirleitt var rigning og oft rok í kaupbæti á meðan á tónleikunum stóð en hvorki hljómsveitin né tónleikagestir létu það hafa áhrif á sig og skemmtu sér konunglega. Lagt var upp með að þær björgunarsveitir sem komu að þessu verkefni gætu safnað fólki í Bak­ varðasveitina meðan á tónleikunum stæði. Margar þeirra kusu að sleppa því þar sem nóg var um önnur verkefni. Einnig var úthringingarátak til íbúa þeirra svæða þar sem tónleikar voru og þeim boðið að ganga í Bakvarðasveit félagsins. Hátt í 25 þúsund manns mættu á tónleikana ef taldir eru með þeir sem ekki þurftu að greiða aðgangseyri og söfnuðust alls 24 milljónir. Tónlistarfólkinu, og öðrum sem komu að þessu verkefni, eru færðar góðar þakkir fyrir þeirra frábæra framtak. Það skilaði ekki bara tekjum heldur gleði og stemningu um allt land. Og slíkt skal ekki vanmeta.

Börnin úr leikskólanum í Þorlákshöfn tóku á móti Húna II á bryggjunni. Í baksýn má sjá lúðrasveitina á staðnum. Félagsmál

77


Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg

Grindavík, Hafnarfjörður, Höfn, Ísafjörður, Reykjanesbær, Sandgerði www.fms.is

Eldvarnir ehf. www.vm.is

SANDUR - MÖL - UPPFYLLINGAREFNI SÆVARHÖFÐI 33 - REYKJAVÍK - SÍMI 557 2000

SANDUR - MÖL - UPPFYLLINGAREFNI SÆVARHÖF‹I 33 - REYK JAVÍK - SÍMI 557 2000

Reykjavík, Akranesi, Snæfellsnesi, Skagaströnd, Þorlákshöfn www.fmis.is

78

Félagsmál


Íslandsspil

- þá og nú

Rekstur söfnunarkassa má rekja til ársins 1972 þegar Rauða krossinum var veitt leyfi til reksturs „tíkallakassa“. Kassarnir voru staðsettir víða, margir muna eftir þeim í Eden og Akraborginni, en ágóðinn var aðallega nýttur til reksturs sjúkrabíla. Í kringum 1980 fengu SÁÁ og nú Slysavarnafélagið Landsbjörg leyfi til sams konar reksturs, leyfin voru samnýtt árið 1989 og Íslenskir söfnunarkassar urðu til. Árið 2003 var nafni fyrirtækisins breytt í Íslandsspil. Samfélagsleg ábyrgð Alþingi veitir heimild fyrir rekstri peningaspila og hefur slíkum heimildum verið útdeilt til ýmissa samtaka í þeim tilgangi að afla fjár til almannaheilla. Samfélagsleg ábyrgð er Íslandsspilum og eigendum mikilvæg og eru mörg verkefni í gangi sem stuðla að því markmiði. Ábyrg spilun hefur á síðustu árum orðið hornsteinn í rekstri Íslandsspila. Fyrirtækið hefur varið umtalsverðum fjármunum til forvarna, rannsókna og styrkja til meðferða. Fyrsta rannsókn á spilavanda á Íslandi var kostuð og unnin að frumkvæði Íslandsspila árið 2000 af Gallup og í kjölfarið var lágmarksaldur spilara hækkaður í 18 ár. Íslandsspil býr að áralöngu og farsælu samstarfi við Rannsóknir og greiningu (R&G) og hefur um árabil verið með spurningar í árlegum rannsóknum R&G í grunn- og framhaldsskólum, auk þess sem R&G hefur eftirlit með sölustöðum Íslandsspila. Afar ánægjulegt er að hlutfall ungmenna sem prófa að spila hefur minnkað mikið síðustu ár. Starfsfólk Íslandsspila fer einnig í um 700 ótilkynntar heimsóknir á staðina árlega og ef ekki er farið að reglum um lágmarksaldur eru kassar fjarlægðir af sölustað.

Mikilvægur tekjustofn Eigendur Íslandsspila, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Rauði krossinn og SÁÁ, gegna mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi. Íslandsspil er einn mikilvægasti tekjustofninn í rekstri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þróun tekna síðustu ár hefur breyst umtalsvert og legið niður á við. Helsta skýringin er að minna fjármagn er í umferð auk þess sem tilhneiging virðist vera til að verja minna fé til annars en nauðsynjavara og sölustöðum hefur farið fækkandi á undanförnum árum. Tekjusamdráttur kemur einnig til vegna harðnandi samkeppni við Gullnámuspilakassa Happdrættis Háskóla Íslands og erlendar vefsíður sem bjóða sams konar leiki á netinu. Samkeppni við HHÍ birtist einna helst í ólíkum heimildum sem aðilarnir hafa; t.d. er hámarksvinningur í spilakössum Íslandsspila 10 þúsund krónur í sjoppum og almennum stöðum og 100 þúsund krónur á vínveitingastöðum, en í reglugerð HHÍ er ekkert þak og geta því vinningar numið tugum milljóna. Þróun markaðar og tekjusamdráttur síðustu ára hefur leitt til niðurskurðar í starfi eigenda. Því er nauðsynlegt að Íslandsspil og eigendur standi sameiginlega vörð um þennan mikilvæga tekjustofn, nýti þau tækifæri sem tæknin býður upp á og snúi vörn í sókn. Auður Sigrúnardóttir, starfsmaður Íslandsspila

Félagsmál

79


Smælki

Frágangur fyrir veturinn Eru sumarhúsgögnin enn úti á palli? En hvað með trampolínið, ætlar það í flugferð í vetur? Ekki gleyma að ganga frá sumarleikföngunum fyrir veturinn. Það hefur engin gaman af því að leika sér á ónýtu trampolíni.

Samtenging Tetratalstöðva og GPS tækja Á síðastliðnu ári hefur staðið yfir þróun á tölvukubb sem tengist á milli og talar við bæði Motorola tetrastöð og Garmin GPS tæki. Í vetur stendur svo til að prófa búnaðinn. Tilgangur búnaðarins er sá að stjórnstöð geti sent punkta (e. waypoint), leið (e. route) og feril (e. track) beint úr Sitewatch yfir í GPS tæki sleðamanns. Þetta verður því kubbur með tvær snúrur, þar sem önnur fer í GPS tækið og hin í tetrastöðina.

80

Félagsmál

Það sem gerist er að skilaboð frá Sitewatch eru send í tetrastöðina, kubburinn nemur boðið og sendir áfram í GPS tækið umsvifalaust. Einnig er hægt að setja nokkrar stöðvar saman í kippu. Þá eru staðsetningar þeirra sendar á stöðina sem hefur kubbinn. Ef sá hefur GPS tæki sem styður AIS sendir kubburinn staðsetningu félaganna inn í GPS tækið og félagarnir birtast á GPS tækinu. Því er hægt að taka eftir ef einn verður eftir eða ef einhver beygir af braut.


Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg Pétursey gudjonr@eyjar.is

Samvinnufélag útgerðarmanna www.veidiflugan.is

Sigurður Ólafsson ehf. olibjorn@eldhorn.is

Reykjanesbær www.reykjanesbaer.is

Segull ehf.

Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur

Reykjaneshöfn Salka - Fiskmiðlun hf. www.norfish.is

Seyðisfjarðarkaupstaður www.seydisfjordur.is Siglufjarðardeild RKÍ

Sjómannafélag Eyjafjarðar www.sjoey.is Sjómannafélagið Jötunn, Vestmannaeyjum

Sigurbjörn sf. sibjehf@simnet.is

NESKAUPSTAÐ

www.thorfish.is

www.eskja.is

www.oddihf.is

www.lvf.is


Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg Sjómannasamband Íslands www.ssi.is

Sveitarfélagið Garður www.svgardur.is

Vestmannaeyjahöfn www.vestmannaeyjar.is

SKRA - Skrifstofuþjónusta Austurlands

Sveitarfélagið Skagafjörður www.skagafjordur.is

Vesturbyggð www.vesturbyggd.is

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins www.shs.is

Tækniþjónusta Vestfjarða ehf. sveinn@tvest.is

VR www.vr.is

Stegla ehf. www.eyruni.is

Valberg ehf. valbergehf@simnet.is

VSO Ráðgjöf ehf.

Steinunn ehf.

Verkalýðsfélagið Hlíf

Vörður tryggingar www.vordur.is

Súðavíkurhöfn

Verslunarmannafélag Suðurnesja

Þórsberg ehf.

PIPAR\TBWA · SÍA · 132915

Þórsnes

Olís er einn af aðalstyrktar­ aðilum slysavarnarfélagsins landsbjargar og styður við samtökin bæði með fjárfram­ lögum og verulegum afslætti af eldsneyti og öðrum vörum. Þá er einnig samstarf á öðrum sviðum samkvæmt samkomu­ lagi hverju sinni, svo sem um nýtingu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á þjónustu­ stöðvum Olís á útkallstímum.

SAMSTARF TIL GÓÐRA VERKA

Starfsfólk Olís er stolt af þessu góða samstarfi og stuðningnum við frábært starf björgunarsveit­ anna, sem unnið er af fórnfýsi, landsmönnum til heilla.



jl.is

SÍA

Vatnajökull Primaloft er einstaklega hlýr og léttur jakki með PrimaLoft® einangrun sem er sérstaklega hannaður fyrir kulda og hámarks hreyfigetu. Hann má nota einan og sér eða sem auka einangrun undir skel í vondum veðrum. Tilvalinn í bænum og enn betri í útköllum.

JÓNSSON & LE’MACKS

Fyrir röltið niður í bæ og útköll þess á milli


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.