Björgun - Tímarit - 2. tbl. 2014

Page 1

2. tbl. 14. รกrg. 2014




Efni

2.tbl. 14.árg. október 2014

7

Björgunarmál Gengum við of langt?

7

Undanfarar á svæði 3

13

Fátt segir af einum

19

Rausnarleg gjöf bresku ríkisstjórnarinnar

23

Á strandstað í Vöðlavík 20 árum síðar

26

26

Straumvatnsbjörgun 29 SMACS öryggi smábátasjómanna við heimskautaaðstæður

33

Björgunarkerra Björgunarsveitarinnar Héraðs

35

Stapi 3 nýr bíll Björgunarsveitarinnar Suðurnes

38

22 19 29

Slysavarnir Þetta eina skipti

40

40 Unglingamál Skátar í takt við tímann

43

43 51

Félagsmál Sumarsigling og slippur Sæbjargar

51

Kvennaþing á Patreksfirði 2014

56

56 2. tbl. 14. árg. 2014

M

HV

E R F I S ME

R

KI

U

Útgefandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg, Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík. Áskrift og almennur sími: 570-5900. Netfang: bjorgun@landsbjorg.is. Auglýsingar: herdis@landsbjorg.is. Ritstjóri: Ólöf Snæhólm Baldursdóttir. Ábyrgðarmaður: Jón Svanberg Hjartarson Próförk: Haraldur Ingólfsson – Harla. Umbrot og prentun: Prentsmiðjan Oddi. Forsíðumynd: Birgir Sigurðsson, http://www.birgirs.com 141 776

PRENTGRIPUR

Slysavarnafélagið Landsbjörg er samtök sjálfboðaliða um allt land sem vinna björgunar- og slysavarnastarf. Innan félagsins starfa um 100 björgunarsveitir, um 40 virkar slysavarnadeildir auk öflugs unglingastarfs. Félagið rekur Slysavarnaskóla sjómanna, Björgunarskólann, 14 björgunarskip og tugi slysavarnaskýla út um allt land. Björgun, tímarit félagsins, kemur að jafnaði út tvisvar á ári. Blaðið er prentað á umhverfisvænan pappír. Allar ábendingar um efni í blaðið eru velkomnar og sendast á olof@landsbjorg.is. Þeir sem óska eftir áskrift að blaðinu geta haft samband við skrifstofu félagsins. Slysavarnafélagið Landsbjörg gefur einnig út árbók einu sinni á ári og er hún yfirlit um starfsemi félagsins árið á undan. Nánari upplýsingar um Slysavarnafélagið Landsbjörg má finna á www.landsbjorg.is.


Byltingarkennd vetrar- og heilsársdekk Mikil gæði á afar sanngjörnu verði! Margir af þekktustu bílaframleiðendum í heimi kjósa að búa nýja bíla sína dekkjum frá Hankook. Ástæðurnar eru mikil gæði, frábært verð og öryggi. Meðal þeirra eru BMW, Audi, VW og Ford

Nýjasta kynslóð kornadekksins frá Hankook Frábært heilsársdekk. Dekkið er með sérstaklega hertum trefjanálum í gúmmíblöndunni sem grípa í svellið og gefa aukið grip í hálku. Mjúkt dekk sem endist gríðalega vel og vetrargripið er framúrskarandi

Korna dekk

W419

W606

UMBOÐSMENN UM LAND ALLT

TA

L AU

S

– Síðan 1941 –

A

mánaða

F

B

R

VA

R

12

A

X

ORGAN

I

Skútuvogi 2

Sími 568 3080

www.bardinn.is

Smiðjuvegi 68-72, Rvk Fitjabraut 12, Njarðvík

Hjallahrauni 4, Hfj Austurvegi 52, Self.

544-5000 solning.is


Austurhraun 3 | Bankastræti 7 | Kringlan | Smáralind

WWW.CINTAMANI.IS | SÍMI: 533 3800

Fylgdu okkur á Instagram /cintamani_iceland

Finndu okkur á Facebook /cintamani.iceland


Vegna hættulegra aðstæðna fór enginn ótryggður í gljúfrið. Mynd: Guðbrandur Örn Arnarson.

Gengum við of langt? Guðbrandur Örn Arnarson, starfsmaður SL

Björgunarmál

7


Verkefnið var að veita á framhjá farvegi sínum og voru til þess nýtt stór rör. Mynd: Guðbrandur Örn Arnarson.

Ásta Stefánsdóttir og Pino Becerra dvöldust í sumarbústað fjölskyldu Ástu í Fljótshlíð yfir hvítasunnuhelgina 2014. Skammt frá bústaðnum er Bleiksárgljúfur sem Bleiksá hefur sorfið í bergið í tímans rás. Þetta stórbrotna gljúfur er nær ósýnilegt frá veginum inn með Fljótshlíðinni. Bleiksáin rennur frá Vörðufelli og fellur síðan í háum og tignarlegum fossum niður eftir Bleiksárgljúfrinu í nokkrum þrepum. Gljúfrið er það þröngt að hægt er að stökkva yfir það á vissum stöðum. Ferðaþjónustuaðilar hafa verið með skipulagðar ferðir inn í gljúfrið og er þá gengið og synt í blautbúningum upp eftir ánni að stórum hyl þar sem stokkið er út í frá lágum stalli. Innar er stór hvelfing sem áin hefur grafið. Innst í hvelfingunni er lóðréttur hamraveggur og þar fellur Bleiksáin um 30 metra í fossi sem fer um þrönga rás. Þeim sem þekkja til í Fljótshlíðinni hefur staðið stuggur af gljúfrinu. Vinnumaður frá nálægum bæ féll í gljúfrið á öndverðri átjándu öld þegar hann reyndi að stökkva yfir. Fallið af brúnum gljúfursins er að jafnaði um 30 til 50 metrar ofan í gljúfrið. 8

Björgunarmál

Fátt er vitað um hinstu ferð Ástu og Pino inn gljúfrið. Þegar hvorug þeirra mætti til vinnu eftir hvítasunnuhelgina fóru ættingjar og vinir þeirra að óttast um þær. Var óskað eftir því við lögregluna á Hvolsvelli að hún kannaði hvort þær væru í bústaðnum í Fljótshlíðinni. Lögreglumaðurinn sem var sendur inn Fljótshlíðina kom að bústaðnum læstum og var bíll Ástu fyrir framan bústaðinn. Lögreglumaðurinn kannaði strax nánasta umhverfi. Gljúfrið vakti fljótlega athygli lögreglumannsins og gekk hann því að því og fann yfirhafnir inni í gljúfrinu, en engin ummerki um konurnar. Yfirhafnirnar fundust við hyl sem er rétt ofar en 30 m fossinn sem áður var lýst. Allar björgunarsveitir á svæðinu voru kvaddar til aðstoðar og hófst þar með formleg leit. Pino fannst mjög fljótlega látin og var talið að hún hefði fallið ofan í gljúfrið. Ekkert sást til Ástu og hófst þá ein flóknasta leit síðari tíma á Íslandi. Eftir talsverða leit í gljúfrinu án árangurs voru margar mögulegar sviðsmyndir hugleiddar. Farið var eftir hefðbundnum fræðum um hegðun týndra og leitarsvæði skipulögð milli Markarfljóts og Tindfjallajökuls. Fræðileg leitarsvæði náðu suður fyrir Eyjafjallajökul og norður fyrir Hungurfit. Aðaláherslan var þó í Fljótshlíð og allt niður að ósum Markarfljóts á Landeyjarsandi. Mesti þungi leitarinnar var þó alltaf í og við gljúfrið sjálft enda mestar líkur taldar á að þar væri Ástu að finna. Aðrar sviðsmyndir voru þó ekki útilokaðar. Aðstæður til leitar í gljúfrinu voru mjög erfiðar. Gljúfrið er sorfið í auðrofið berg. Þar má því finna mikið af smáhellum, syllum, stöllum, sprungum og


Leggðu á brattann í La Sportiva

La Sportiva Nepal Extreme Evo Hannaður fyrir tæknilega fjallamennsku að vetri til og ísklifur.

Verð: 75.000 kr. Björgunarsveitaverð: 56.300 kr. La Sportiva Trango S Evo GTX Tæknilegir skór fyrir krefjandi fjallgöngur, sumar sem vetur.

Verð: 48.800 kr. Björgunarsveitaverð: 36.600 kr. La Sportiva Trango Guide S Evo Sérhannaðir í samstarfi við björgunarsveitir í Ölpunum, léttir skór sem jafnvel er hægt að hlaupa í.

Verð: 46.800 kr. Björgunarsveitaverð: 35.100 kr. La Sportiva Mix Þægilegur skór fyrir hart undirlag og einnig frábær götuskór.

Verð: 25.500 kr. Björgunarsveitaverð: 19.200 kr.

La Sportiva fæst í verslunum 66°NORÐUR 66.north.is


gjótum. Sagan segir að vitni hafi verið að því þegar vinnumaðurinn féll í gljúfrið á átjándu öld og því var vitað nákvæmlega hvar hann var að finna. Samt tók það hrausta menn tvær vikur að komast að honum þar sem hann var á syllu í miðjum hamravegg. Botn gljúfursins var fínkembdur ítrekað af köfurum björgunarsveitanna og lögreglunnar. Auk þess var búið að síga niður meðfram fossinum neðan við hylinn þar sem yfirhafnir kvennanna fundust. Þrátt fyrir þessa miklu leit var ekki hægt að segja að gljúfrið væri full leitað vegna þess hve aðstæður í því voru erfiðar. Eftir að björgunarsveitir höfðu leitað án árangurs í 10 daga var ljóst að hugsa þyrfti út fyrir kassann. Búið var að fínkemba hylji og syllur í gljúfrinu eins og hægt var án þess að eiga við rennsli árinnar í gljúfrinu. Einnig hafði allt nærumhverfi verið leitað og Markarfljótinu fylgt að ósum. Því var ekkert annað að gera en að fara aftur að útgangspunkti leitar við fossinn. Í upphafi fundust mjög áreiðanlegar vísbendingar um að Ásta og Pino hefðu verið þar og Pino fannst á botni gljúfursins nokkru fyrir neðan þann stað. Kenningin sem unnið var út frá var að önnur hvor kvennanna hefði fallið niður fossinn. Hin hefði þá mögulega lagt af stað eftir einstigi á syllu útúr gljúfrinu til að sækja hjálp eða til að komast niður fyrir fossinn. Á einstiginu á syllunni hefði hún svo

hugsanlega fallið og farið fram af enda um brattar og hálar grasbrekkur að fara. Út frá þessu var talið mikilvægt að leita betur undir og á bakvið fossinn.

Færum fossinn Áður var búið að kafa undir fossinum en iðan sem var undir honum hringsneri mönnum eins og þeir væru inni í þvottavél. Auk þess er skyggni í vatninu mjög lítið því undir fossinum er áin hvítfyssandi og full af loftbólum. Það var líka búið að síga niður meðfram fossinum og þreifa á bak við hann með stöngum eins og hægt var. Þetta var þó erfitt verk vegna þess hve fossinn er flókin náttúrsmíð sem kastast á milli stalla og skora í gljúfurveggjunum og hefur mikinn fallþunga. Fossinn er einnig allur hvítfyssandi og því sést ekki í gegnum hann. Til að auðvelda leit í kringum fossinn komu fram hugmyndir um að leiða vatn úr hylnum ofan við fossinn með dælum eða rörum og framhjá fossinum. Samkvæmt mælingum var rennslið í fossinum um 1.000 sekúndulítrar. Við fyrstu forkönnun var ljóst að ekki var hægt að safna saman dælum sem myndu ráða við verkefnið. Því var hugað að því að leiða ána framhjá með rörum. Eini gallinn var sá að þar sem fossinn fellur niður hækkar árbakkinn eftir því sem farið er framar í gljúfrið og því þarf að lyfta ánni yfir stall til að veita henni framhjá. Það munaði um metra

á hylnum ofan við fossinn og næsta stað þar sem mögulegt var að veita ánni framhjá og niður í gljúfrið. Það leit því út fyrir að notast þyrfti við „hívertingu“ líkt og þegar færa þarf bensín úr brúsum yfir á vélsleða með slöngu. Fjölbreyttur hópur iðnaðarmanna, tækni- og verkfræðinga innan raða björgunarsveitanna lögðust á árarnar og teiknuðu upp kerfi sem fræðilega gekk upp. Set ehf. á Selfossi lánaði rör í verkefnið og lagði einnig til ómetanlega sérsmíði því hanna þurfti og smíða sérstakt beygjuhné með loka til að lofttæma rörin og koma rennslinu af stað. Ekki var hægt að koma rörunum upp að gljúfurbrúninni ofan við hylinn til að slaka þeim niður að honum. Því þurfti að fá fjallabjörgunarmenn félagsins til að útbúa línubrú sem ferja skyldi rörin frá stalli utan við gljúfrið og inn gljúfrið að hylnum.

Öryggismálin Við upphaf leitaraðgerða var einstigi í hálli grasbrekku á syllu í gljúfurveggnum fylgt til að komast að hylnum sem yfirhafnir Ástu og Pino höfðu fundist við. Ef einhverjum hefði skrikað þar fótur hefði hann fallið fram af syllunni og 30 til 40 m niður á botn gljúfursins. Því voru settar upp öryggislínur til að leitarmenn gætu gengið öruggir að hylnum. Fljótlega fór að myndast háll moldarslóði inn eftir syllunni þegar

Eins og sjá má voru rörin sem notuð voru í aðgerðinni engin smásmíði. Mynd: Guðbrandur Örn Arnarson.

10

Björgunarmál


gróðurinn lét undan og var því gripið til þess ráðs að smíða göngustíg úr plönkum til að auka öryggið og einnig til að hlífa gróðri. Þegar ljóst var að verkefnið myndi verða umfangsmikið og verið væri að vinna með mikla krafta var ákveðið að gera öryggismálum enn hærra undir höfði. Sérstakur hópur fjallabjörgunarmanna var settur í að hanna öryggistryggingar fyrir umferð í gljúfrinu og fyrir þá sem voru að vinna að röravirkinu. Einnig þurfti að festa og tryggja rörin sjálf í klettaveggina með ströppum og múrboltum því hluti röranna þurfti að vera fríhangandi og önnur stóðu tæpt á syllum og stöllum. Ljóst var að tryggingarnar yrðu að vera vandaðar því heildarþyngd kerfisins þegar það væri orðið fullt af vatni var reiknuð um átta tonn. Áður en lagt var af stað í þessar framkvæmdir var áhættumat gert og gripið til sérstakra mótvægisaðgerða til að lágmarka mögulegar afleiðingar. Við þetta áhættumat var notast við sömu aðferðafræði og notast er við í áhættumati starfa á vinnustöðum. Minniháttar meiðsl voru skilgreind ásættanleg en aðstæður sem gætu leitt af sér slys þar sem þolandi myndi missa eitthvað úr vinnu eða þaðan af verra voru skilgreindar óásættanlegar. Ljóst var að ef niðurstaðan úr áhættumatinu hefði gefið til kynna að áhættan í einhverjum verkþætti væri óásættanleg yrði hætt við verkefnið. Niðurstaðan var sú að með því að grípa til töluverðra mótvægisaðgerða fengi verkefnið grænt ljós og því var lagt af stað. Alvarlegasta ógnin í gljúfrinu var hættan á falli niður gljúfrið. Á fyrstu dögum leitar rann jarðvegsspilda undan kafara í fullum búnaði sem var á leið inn að hylnum, en viðkomandi var klipptur í öryggislínu líkt og öllum bar sem fóru inn í gljúfrið. Annars hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Þegar aðgerðin var orðin flóknari þurfti að hugsa vel út með hvaða hætti tryggingar væru settar upp til að ekki yrði ófyrirséð keðjuverkun sem setti of mikið álag á kerfið við það að ein trygging gæfi sig. Einnig þurfti að huga að því að ekki væru of margir tryggðir inn á sömu öryggislínuna í einu. Þegar farið var að vinna að því að færa ána var settur sérstakur öryggisstjóri sem gekk eftir því að öllum öryggisreglum væri hlýtt.

Stíflugerð og röralagnir Laugardaginn 22. júní hófst verkefnið á því að þrjú 200 kg rör voru ferjuð inn í gljúfrið á línubrú. Til að veita vatninu inn í rörin þurfti að stífla útrásina úr hylnum og því var fjöldi sandpoka, net og stórsekkir einnig flutt inn í gljúfrið á línubrúnni. Það tók allan daginn að koma rörunum fyrir og byggja stífluna en við lok dags komu í ljós ýmsir annmarkar við hönnun kerfisins, t.d. að hugsanlega væri rörakerfið of öflugt og myndi því flytja meira rennsli en innrennslið í hylinn. Það hefði leitt til þess að vatnsborð í hylnum myndi lækka og hætta væri á að loft kæmist í kerfið sem myndi stöðva rennslið í gegnum „hívertinguna“. Því þyrfti að smíða stillanlegan loka til að hafa stjórn á rennslinu. Fóru menn þá til síns heima og var sammælst um að nota vikuna til að undirbúa betur næstu atrennu og freista þess þá að klára verkefnið. Fjölmiðlar sýndu þessu verkefni skiljanlega mikinn áhuga og fjölluðu ítarlega um það. Verkefnið tók

óvænta stefnu vegna þess mikla áhuga sem samfélagið allt sýndi því. Ýmis verktakafyrirtæki buðust til að lána öflugri dælur en til þessa höfðu staðið til boða og auk þess var hægt að fá lánaðar stórar rafstöðvar sem gátu knúið dælurnar. Það var tekin ákvörðun um að keyra tvö verkefni samhliða; annars vegar að freista þess að dæla og hins vegar að koma rörunum fyrir. Stærsti áhættuþátturinn var ennþá óvissan í því hvað myndi gerast þegar vatni yrði hleypt á rörin, hvort stíflan sem beina ætti vatninu inn í þau myndi halda og hvernig gengi að stýra rennslinu í gegnum það. Dæling var því talin öruggari kostur enda kröfðust mótvægisaðgerðir úr áhættumati aðgerðarinnar þess að enginn yrði staddur inni í gljúfrinu ef vatni yrði hleypt á rörin. Laugardaginn 28. júní var búið að safna öllum dælum sem boðnar höfðu verið til verksins og gott verkplan útfært af framúrskarandi hópi. Valinn maður var í hverju hlutverki og hófst verkið á öryggisfundi þar sem línurnar voru lagðar fyrir daginn. Gekk verkið síðan jafnt og örugglega og fóru fjórar u.þ.b. 200 kg dælur inn gljúfrið á línubrú hver á fætur annarri. Rammgerðir fjallatrukkar fluttu rafstöðvar, sem gátu framleitt alls um 120 kw, upp í miðja hlíðina við gljúfrið. Um kl. 17 var byrjað að dæla. Kafarateymi var ofan í gljúfrinu á stalli neðan við fossinn og fylgdist grannt með. Fjallabjörgunarteymi fylgdist einnig grannt með fossinum frá efri brún hans. Frá upphafi dags var ljóst að ekki myndi takast að dæla öllu rennsli árinnar fram hjá fossinum en það mætti minnka það umtalsvert þannig að hægt væri að koma köfurum nær en áður. Það tókst að nær helminga kraftinn í fossinum. Þaulvanur straumvatnsbjörgunarmaður seig þá niður og fékk tækifæri til að sjá inn í sprunguna þar sem fossinn fór um og kom til baka með vondar fréttir. Inn af sprungunni mátti sjá skoru eða göng sem fossinn hafði grafið inn í bergið og var ekki möguleiki að leita þetta frekar án verulegrar áhættu. Mat kafaranna var hið sama; ekki væri hægt að komast nær fossinum án þess að stefna björgunarmönnum í hættu. Eftir stuttan stöðufund var ákveðið að hætta leit.

Fjallabjörgunarmenn undirbjuggu nánari skoðun á fossinum með því að síga meðfram honum. Mynd: Guðbrandur Örn Arnarson.

Fórum við of langt? Í þessu ferli sem tók tvær vikur var margoft staldrað við og rætt hvort hætta ætti leit. Spurt var hvort erfiðið væri þess virði. Voru björgunarsveitir að ganga lengra en þær áttu að gera í því að leita að manneskju sem væri nær örugglega látin? Sannarlega var gengið lengra í þessu verkefni en mörgum öðrum en þetta verkefni var að sama skapi mjög ólíkt flestum öðrum leitarverkefnum sem félagið hefur tekist á við. Til dæmis er mjög sjaldgæft að ekki sé hægt að leita útgangspunkt leitar svo vel sé og líklega hefur jafn lítið svæði sjaldan eða jafnvel aldrei verið jafn vel leitað án árangurs. Það eru enn deildar meiningar um það hvort gengið hafi verið lengra en skynsamlegt var og má kannski segja að á meðan öryggi er ekki stefnt í tvísýnu og mannskapurinn hefur enn trú á verkefninu þá sé ekki of langt gengið. Réttur fjölskyldu til að fá lokun í mannshvarfi er ofarlega í hugum björgunarsveitafólks og drífur okkur oft í gegnum mikla erfiðleika. Björgunarmál

11


– fyrir kröfuharða ökumenn AKUREYRI

Draupnisgötu 5 462 3002

EGILSSTAÐIR Þverklettum 1 471 2002

REYKJAVÍK Skeifunni 5 581 3002

REYKJAVÍK

Skútuvogi 12 581 3022

Verum örugg á veginum

AKUREYRI

EGILSSTAÐIR

REYKJAVÍK

REYKJAVÍK

Draupnisgötu 5 462 3002

Þverklettum 1 471 2002

Skeifunni 5 581 3002

Skútuvogi 12 581 3022

Dekkin skipta

AKUREYRI

REYKJAVÍK

REYKJAVÍK

Þverklettum 1 471 2002

Skeifunni 5 581 3002

Skútuvogi 12 581 3022

EGI

AKUREYRI

EG

Draupnisgötu 5 462 3002

Þv 47

AKUREYRI

EG

Draupnisgötu 5 462 3002

Þv 47

Draupnisgötu 5 462 3002

öllu máli! EGILSSTAÐIR

AKUREYRI

Þve 471

Þú færð þau í Dekkjahöllinni.

Draupnisgötu 5 462 3002

2011

2011

2011

Skoðaðu úrvalið á vefnum okkar:

www.dekkjahollin.is AKUREYRI

Draupnisgötu 5 462 3002

EGILSSTAÐIR Þverklettum 1 471 2002

REYKJAVÍK Skeifunni 5 581 3002

REYKJAVÍK

Skútuvogi 12 581 3022

/dekkjahollin

2011


Gengið í halarófu í einni af fjölmörgum æfingarferðum á Sólheimajökli. Mynd: Einar Bjarnason.

ILSSTAÐIR

erklettum 1 1 2002

REYKJAVÍK Skeifunni 5 581 3002

REYKJAVÍK

Skútuvogi 12 581 3022

Undanfarar

GILSSTAÐIR

REYKJAVÍK

REYKJAVÍK

verklettum 1 71 2002

Skeifunni 5 581 3002

Skútuvogi 12 581 3022

á svæði 3

Vorið 2014 hlutu níu björgunarsveitarmenn í fjórum björgunarsveitum á REYKJAVÍK REYKJAVÍK GILSSTAÐIR svæði 3 úttekt frá landstjórn björgunarsveita sem undanfarar, en sveitirnar Skeifunni 5 Skútuvogi 12 verklettum 1 eru Björgunarfélag Árborgar, Hjálparsveit skáta Hveragerði, Björgunarsveitin 581 3002 581 3022 71 2002 Sigurgeir í Gnúpverjahreppi og Björg á Eyrarbakka. Öflugir hópar undafara voru fyrir á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og á Akureyri. Áður en farið var að huga að stofnun hópsins, haustið 2010, stóðu nokkrir okkar vel að vígi þegar horft var til þekkingar og reynslu af fjallabjörgunarverkefnum en það var ljóst að hópinn þyrfti að stækka og bæta þekkingu og reynslu manna enn frekar. Á svæði 3 og svæði 16 eru fjölmargar útivistarperlur og ferðalöngum hvaðanæva að hefur fjölgað mikið. Samfara þessari fjölgun ferðamanna hefur útköllum 2011 einnig fjölgað nokkuð. Það gefur auga leið að viðbragðstími fyrir sérhæfða hópa á svæðinu er skemmri þegar hóparnir eru staðsettir fyrir austan fjall og þá skiptir ekki máli hvort við séum að tala um útköll í uppsveitir Árnessýslu eða Rangárvallaog Skaftafellssýslur. Það má því segja að utanað-

2011

komandi aðstæður og áhugi okkar á því að stækka þægindarammann þegar kemur að því að vinna við erfiðar aðstæður hafi haldist í hendur.

Fyrstu skrefin Eins og gengur þá þekkja björgunarsveitarmenn hver annan ágætlega og oftar en ekki er sá vinskapur sem myndast á milli manna límið sem heldur sveitunum saman. Haustið 2010 komu nokkrir vinir í

BFÁ og HSSH saman og einhverra hluta vegna var farið að ræða um stofnun á sameiginlegum undanfarahóp. Áður hafði verið rætt um stofnun sérhæfðra hópa innan hvorrar sveitar fyrir sig, en það var ljóst að verkefnið væri of umfangsmikið fyrir eina litla sveit úti á landi. Án þess að fara út í neina greiningarvinnu vorum við allt frá byrjun sannfærðir um að okkur myndi takast að leysa þetta verkefni, þ.e. að koma á laggirnar undanfarahóp, fá mannskap með nokkuð breiða reynslu af fjallamennsku og björgunarsveitarstörfum sem á sama tíma var tilbúinn að nota mikinn tíma í æfingar og námskeið. Við vorum greinilega óhóflega bjartsýnir í byrjun, þar sem við töldum okkur standa jafnfætis sérfræðingunum að sunnan á mörgum sviðum og þá var úttektin ógurlega í okkar huga bara formsatriði. Í bjartsýnustu spám okkar var tímaramminn eitt til tvö ár þar til við yrðum orðnir undanfarar.

Fyrsta ferðin og æfingar Haustið 2010 hittust menn nokkrum sinnum og veltu vöngum yfir þessu. Þetta voru óformlegar þreifingar okkar og stjórnir sveitanna í sjálfu sér ekki með í ráðum á þessum tímapunkti, þó svo að þeim hafi verið haldið upplýstum um þessa hugmynd okkar. Segja má að fyrsti eiginlegi viðburður hópsins hafi

Sævar Logi Ólafsson (HSSH) og Þorsteinn Tryggvi Másson (BFÁ)

Björgunarmál

13


VEIÐISTAÐUR FJARLÆGÐ 2 KM

FINNUR FJARLÆGÐ 543 M

RIKKI FJARLÆGÐ 303 M

EINAR “FARIÐ VARLEGA !” TJALDSTÆÐI FJARLÆGÐ 176 METRAR

ÖFLUG GRÆJA Í VEIÐINA VHF & GPS - RINO 650N. Rino 650N er sambyggt GPS tæki og VHF talstöð. Með því að tengja saman tæki allra í hópnum er hægt að fylgjast með ferðum hvers og eins félaga á korti á skjánum, hvar hann hefur verið og hversu langt er í hann. Auk þess að geta spjallað saman, þá er einnig hægt að senda textaskilaboð til allra í hópnum. Öflugt GPS tæki með snertiskjá, rafeindaáttavita, hæðartölvu og 5 watta VHF sendi. Hægt að tengja þráðlaust við bluetooth heyrnartól.

LÆK KAÐ VERÐ

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577-6000 | www.garmin.is


verið ferð í Tindfjöll í mars 2011. Ferðin var hugsuð til að hrista saman hópinn. Gista átti í skála ÍSALP, ganga á Ými, Saxa og nokkra lægri tinda og síðast en ekki síst grilla og borða mikið af mat. Ferðin var í stuttu máli skemmtileg og lærdómsrík. Veðrið var leiðinlegt, „whiteout“ allan tímann og eiginlega bálhvasst, en það sem var enn verra var hve misjafnlega menn voru búnir. Við vorum flestir á göngu- eða fjallaskíðum, flestir okkar að stíga á þau í fyrsta skipti, á meðan tveir okkar örkuðu fram og til baka á snjóþrúgum. Eftir rúmlega fimm tíma hark voru þrúgumennirnir alveg búnir á því, blautir, kaldir og komnir með ýmis einkenni vægrar ofkælingar. Ljóst var að Ýmir yrði ekki sigraður í þetta skiptið, en við grófum okkur í fönn og komum hita í strákana, gáfum þeim að éta og svo var haldið til baka í skálann. Eftir þessa ferð sáum við gjörla að talsvert þyrfti að bæta við reynslu okkar á fjöllum til að geta komið að meira gagni en ógagni við þær aðstæður sem undanfarar þurfa jafnan að starfa við. Tíminn fram á haust var notaður til æfinga og sjálfsstyrkingar með höfuðáherslu á fjallabjörgun og spottavinnu. Þá voru menn miklu mun duglegri en áður að stunda sportið eins og maður segir, þ.e. að ganga á fjöll. Haustið 2011 ákvað hluti hópsins að kíkja á Svínafellsjökul, en skömmu áður hafði komið símtal ofan úr Gnúpverjahreppi þar sem félagi í Björgunarsveitinni Sigurgeiri hafði mikinn áhuga á því að taka þátt í fjallamennskustarfi með félögum úr BFÁ. Ákveðið var að leyfa honum að koma með á Svínafellsjökul og frá þeim degi náði samstarfið um undanfarahóp yfir þrjár sveitir á svæðinu. Haustið 2011 var starf hópsins nokkuð fastmótað og æfði hópurinn saman u.þ.b. tvisvar í mánuði, ákveðin dagskrá var lögð fram að hausti og fylgt til vors.

Námskeið og fleiri námskeið Vorið 2012 var okkur orðið ljóst að það væri hægara sagt en gert að stofna nýjan undanfarahóp frá grunni, standast viðmiðunarreglur undanfara og fá úttekt landsstjórnar. Strax vorið 2011 höfðu þrír félagar farið á fagnámskeið í fjallamennsku, en ekki haft erindi sem erfiði og sneru aftur með skottið á milli lappanna. Leiðbeinandinn vildi meina að þá skorti reynslu og kunnáttu á ýmsum sviðum til að standast námskeiðið, en það kom bersýnilega í ljós í áðurnefndri Tindfjallaferð sem farin var nokkrum vikum eftir námskeiðið. Áður en undirbúningur fyrir stofnun hópsins hófst var menntunarstaða hópsins þokkaleg, að því er við töldum þá. Tveir voru búnir með Rigging for rescue (RFR), nokkrir með Vettvangshjálp í óbyggðum (WFR) og sumir með straumvatnsbjörgun. Ljóst var að allir meðlimir hópsins þyrftu að ljúka fagnámskeiði í fjallamennsku, tveir þyrftu að fara á fagnámskeið í snjóflóðum og einn í viðbót þyrfti að taka RFR. Í upphafi leit þetta út fyrir að vera þægileg brekka sem við þyrftum að ganga upp, en eftir því sem leið á varð hún lengri og brattari en okkur óraði fyrir. Það má rekja til þess að sumarið 2012 fór vinna í gang hjá forsvarsmönnum undanfarahópa á landinu til að endurskoða viðmiðunarreglur fyrir undanfara og voru menntunarkröfurnar auknar umtalsvert. Haft var á orði í okkar hópi að

Elvar Már og Ágúst Ingi á ferð í Tindfjöllum vorið 2012. Mynd: Sævar Logi Ólafsson.

svo virtist sem í hvert skipti sem við værum við það að ná settu marki til að geta hlotið úttekt, þá voru kröfurnar hertar. Strax og farið var að undirbúa nýjar viðmiðunarreglur tókum við þá ákvörðun að uppfylla þær, þótt þær hefðu ekki tekið gildi (og hafa ekki enn tekið gildi þegar þetta er skrifað), en ljóst er að þegar þær taka gildi, þá stöndum við vel til að uppfylla þær. Frá vorinu 2011 til dagsins í dag hafa undanfararnir níu sótt 26 fagnámskeið og endurmenntunarnámskeið fagnámskeiða, samtals rúmlega 1.100 klst. til að geta hlotið úttekt sem undanfarar. Það er fyrir utan öll grunnnámskeið í björgunarmanni 1 og framhaldsnámskeið í björgunarmanni 2 sem eru nauðsynlegir undanfarar fagnámskeiðanna. Fyrir voru þessir verðandi undanfarar með sex fagnámskeið á

bakinu, samtals um 400 klst. Fyrir utan ríflega 1.100 klst. af fagnámskeiðum hafa félagar undanfarahópsins skilað milli 2.000 og 3.000 klst. í æfingar og ferðir sem hafa verið sérstaklega skipulagðar á vegum hópsins frá ársbyrjun 2012 til vors 2014.

Fjármagna fagnámskeið með því að kenna námskeið í björgunarmanni 1 og 2 Kostnaður við að koma á fót undanfarahóp frá grunni er mikill. Einhverra hluta vegna virðast flestar sveitir nota mikið af þeim fjármunum sem safnast til kaupa og reksturs á tækjum. Við verðum að komast í útköllin og svo aftur heim í hús. Stóra spurningin var hvernig að við gætum réttlætt þennan mikla kostnað vegna fagnámskeiðanna gagnvart stjórnum sveitanna og öllum félögum okkar sem ekki ætluðu sér að verða undanfarar. Við vorum fljótir að átta okkur á því að við gætum samhliða því að sitja fagnámskeiðin orðið okkur úti um kennsluréttindi og þá tekið að okkur að kenna hin ýmsu námskeið í björgunarmanni 1 og 2 innan sveitanna. Það kom fljótt í ljós að þetta fyrirkomulag margborgaði sig fyrir sveitirnar, nýliðana okkar og eldri félaga sem núna gátu sótt endurmenntun hjá okkur í stað þess að sækja þessi námskeið annað. Stofnun undanfarahópsins hafði jákvæð áhrif á menntun annarra félagsmanna og stjórnir sveitanna, í samvinnu við undanhópinn, fóru í raun af stað með endurmenntunarátak samhliða undanfaraprógramminu. Við lærðum ótrúlega mikið af því að kenna félögum okkar og það er óhætt að mæla með því að kenna öll þessi námskeið í Björgunarmanni 1 og 2.

Æfingar og ferðir Fjallabjörgunaræfing „í bakgarðinum“. Hamarinn fyrir ofan Hveragerði. Mynd: Magnús Stefán Sigurðsson.

Eins og flestir vita getur maður ekki eingöngu lært hlutina á námskeiðum, heldur þarf að æfa þá ótal sinnum til að vinnubrögðin í erfiðum aðgerðum verði Björgunarmál

15


fumlaus. Eins og áður er nefnt hefur hópurinn æft saman tvisvar í mánuði og til viðbótar við það höfum við tekið þátt í sameiginlegum samæfingum með undanfarahópum á svæði 1 frá byrjun árs 2013. Þar að auki hefur verið farið í fjölda ferða og má nefna viðkomustaði eins og Botnssúlur, Eyjafjallajökul, Heklu, Hvannadalshnjúk, Rótarfjallshnúk, VestariHnappinn, Tindfjöll, Hengilssvæðið, Bláfjallasvæðið, Gígjökul, Sólheimajökul, Svínafellsjökul, Valshamar, Stardal, Ölfusá, Tungufljót, ísklifursvæði í Hvalfirði, Kjós og Þjórsárdal o.s.frv. Sumar ferðir og æfingar hafa kannski ekki alveg gengið eins og við áttum von á. Beinbrot og ýmsir alvarlegir ákverkar hluti af ferlinu hjá sumum okkar en heilt yfir hefur allt gengið vel og stundirnar á fjöllum og við ýmsar spottapælingar hafa bæði verið skemmtilegar og lærdómsríkar. Við höfum líka allt frá byrjun verið duglegir við að fara hingað og þangað í smærri hópum, þ.e. tveir, þrír eða fjórir saman og þá látið veðurspána og tíma ráða því hvert var farið hverju sinni. Því má heldur ekki gleyma að við höfum á sama tíma verið virkir í öðru starfi á vegum sveitanna, bæði fjáröflun, æfingum og útköllum. Í fyrstu útköllunum sem við komum að eftir stofnun hópsins gætti nokkurrar tortryggni gagnvart okkur. Félagarnir vissu ekki hvar þeir höfðu okkur. Voru strákarnir núna orðnir alveg eins og sérfræðingarnir að sunnan eða hvernig hékk þetta allt saman. Menn veltu því fyrir sér hvert væri eiginlega hlutverk þessa hóps í útköllum og þá hvort það væri yfir höfuð eitthvað hægt að nota menn sem voru með klifurbeltin drekkhlaðin af karabínum og þarfaspottum og notuðu almenna félagsfundi til að æfa sig í að binda pelastikk og einhverja aðra undarlega hnúta. Smám saman áttuðu menn sig á því að hópurinn var góður í að skipuleggja sig, skipta með sér verkum og gera það sem hann þurfti að gera. Það skipti ekki máli hvort um var að ræða innsetningu bergtrygginga, uppsetningu á kerfum eða búa um og hlúa að sjúklingum. Tíminn vann í raun með okkur en ekki á móti því það var ljóst að við þurftum ekki bara að tryggja það

Í hlíðum Hvannadalshnjúks 2013, Þorsteinn Tryggvi skýjum ofar. Mynd: Sævar Logi Ólafsson. að við myndum standast úttekt hjá landsstjórn, við þurftum á sama tíma að sanna okkur fyrir félögum okkar í sveitunum.

Notagildi fyrir hópinn? Þrátt fyrir að stutt sé síðan hópurinn varð formlega undanfarahópur viljum við meina að hann hafi þó þegar sannað gildi sitt. Fyrsta eiginlega útkallið á hópinn kom sumarið 2012, þegar landsstjórn óskaði eftir „fjallabjörgunarhóp sv. 3“ vegna konu sem var í sjálfheldu við Landmannalaugar. Sumarið 2013 var óskað eftir fjallabjörgunarmönnum af svæði 3 vegna manns sem fór í sjóinn við Reynisfjöru, en bjargaðist upp á klettasyllu. Líkt og með útkallið í Landmannalaugum náði þyrla að leysa verkefnið áður en við komumst á staðinn. Veturinn 2013-2014

Frá vinstri: Dagbjartur Kr. Brynjarsson (landstjórn), Bárður Árnason (BFÁ), Þorsteinn Tryggvi Másson (BFÁ), Einar Bjarnason (Sigurgeir), Magnús Stefán Sigurðsson (BFÁ), Egill Halldór Gunnarsson (Sigurgeir), Elvar Már Ölversson (BFÁ), Sævar Logi Ólafsson (HSSH), Ágúst Ingi Kjartansson (BFÁ), Gunnar Ingi Widnes (HSSH/Björg) og Guðbrandur Örn Arnarsson (landsstjórn). 16

Björgunarmál

komu nokkur útköll þar sem meðlimir hópsins voru í eldlínunni, aðallega vegna fólks sem hafði lent í sjálfheldu eða slysi í fjöllum í neðanverðri Árnessýslu. Einnig féll maður í sprungu á Þingvöllum, en talsverða fjallabjörgunarþekkingu þurfti til að leysa verkefnin og fórst hópnum það vel úr hendi. Stærsta prófraunin fyrir hópinn er líklega aðgerðin í Bleiksárgljúfri síðastaliðið sumar, en óskað var eftir undanfarahópi sv. 3 strax á fyrstu stigum hennar og tók hópurinn virkan þátt allt til loka. Aðgerðin er ein umfangsmesta og tæknilega flóknasta björgunaraðgerð síðari ára.

Takmarkinu náð Þriðjudagskvöldið 6. maí 2014 rann stóra stundin loksins upp. Fulltrúar landsstjórnar mættu á Selfoss til að taka út þennan fyrsta undanfarahóp sem nær yfir fleiri en eina sveit. Úttektin gekk eins og í sögu og landsstjórn staðfesti úttektina á fundi sínum 23. maí. Þá varð formlega til þessi undanfarahópur á svæði 3 sem við höfðum unnið að leynt og ljóst frá því í lok árs 2010. Frá upphafi hefur hluti kjarnans haldist óbreyttur, en nokkrir félagar hafa bæst í hópinn á leiðinni, meðan aðrir hafa þurft að yfirgefa vagninn vegna búferlaflutninga eða tímabundinna anna. Hópurinn er orðinn mjög samheldinn og hefur virkað eins og vel smurð vél í þeim útköllum sem hann hefur tekið þátt í á þessu ári. Við erum strax farnir að huga að nýliðun í hópnum enda er sú vinna ekki síður mikilvæg en að fá úttekt. Nokkrir félagar eru í startholunum, tilbúnir að hefja „undanrennuferli“ til að verða undanfarar á næstu tveimur árum. Undanförum á svæði 3 á vonandi eftir að fjölga á næstu árum auk þess sem stefna okkar er að halda áfram að byggja ofan á þann reynslu- og þekkingargrunn sem þegar er til staðar. Því hæfari sem björgunarmennirnir verða, því betur getum við þjónað hagsmunum þeirra sem þurfa á aðstoð okkar að halda.


ÁRNASYNIR

GÖNGUSkór sem bæta útsýnið Úrvalið fyrir útivistina er í útilíf Fáðu aðstoð við valið á réttu gönguskónum. Starfsfólkið okkar þekkir vörurnar sem það selur.

GLÆSIBÆ

KRINGLUNNI

SMÁRALIND

www.utilif.is


Leitarsvæðið var víðfeðmt og snjóað hafði í gil og á tinda. Mynd: Marcin Kamienski. 18

Björgunarmál


Fátt segir af einum Síðla septembermánaðar fór systir Bandaríkjamannsins Nathan Foley Mendelsohn að undrast að hafa ekki heyrt í honum í talsverðan tíma. Hann hafði verið á ferðalagi á Íslandi og hefði átt að vera kominn heim til sín. Nathan var víðförull maður og fór oft einn í löng ferðalög og það var ekki óalgengt að hann léti ekki vita af sér reglulega. Eftir að hún hafði kannað málið meðal fjölskyldunnar og reynt að hringja í Nathan var ljóst að ekki var allt með felldu.

Guðbrandur Örn Arnarson, starfsmaður SL

Björgunarmál

19


Fjallabakið var allt undir þegar kom að því að afmarka leitarsvæðið. Mynd: Þorsteinn Jónsson.

Lögreglunni á Hvolsvelli barst fyrirspurn föstudaginn 27. september frá sendiráði Bandaríkjanna um týndan ferðamann. Talið var að hann hefði líklega verið á ferð í Landmannalaugum og hófst eftirgrennslan strax. Í upphafi var ljóst að afar litlar upplýsingar voru til að byggja á og var því lögð mikil áhersla á rannsóknarvinnuna auk þess sem hópar voru sendir í hraðleit á líklegustu staðina. Strax var gengið út frá Hrafntinnuskeri sem útgangspunkti leitar og lá allt undir. Farið var í íshellana, skálar á svæðinu voru skoðaðir og gestabækur í þeim, t.d. Fellshúsi í Þórólfsfelli, Bólstað á Einhyrningsflötum, Emstruskála, Hvanngili, Álftavatni, Botnsskála á Emstrum, Hattafellsskála og Hrafntinnuskeri. Smalar á leið inn að Stóra-Grænafjalli sunnan af Álftavatni voru einnig beðnir að horfa eftir týndum manni. Þegar hraðleitin skilaði engu var ljóst að verkefnið væri stórt og viðamikið. Engar vísbendingar voru til staðar aðrar en þær að Nathan hafði hugsað sér að ganga Laugaveginn og síðan þaðan yfir Fimmvörðuháls að Skógum. Stjórnendur leitarinnar kölluðu fljótt á sveitir frá nærliggjandi svæðum og gekk vel að fá bjargir í verkefnið. Svæðisleit hófst á laugardagsmorgni 28. september og var annars vegar gengið frá Hrafntinnuskeri niður að Álftavatni og hins vegar gönguleiðin niður að Landmannalaugum þar sem leitað var t.d. Laugahraunið, inn að Vondugiljum og síðan aðrar mögulegar gönguleiðir ef svo vildi til að Nathan hefði 20

Björgunarmál

ákveðið að breyta ferðaplönum sínum, t.d. vegna veðurútlits. Fljótlega fór rannsóknarvinnan að skila árangri og kom í ljós að 10. september lagði Nathan Foley af stað frá Landmannalaugum, líklega í átt að Hrafntinnuskeri. Ekki tókst þó að fá staðfestingu á því í hvaða átt hann hafði gengið. Franskir ferðamenn höfðu átt við hann einhver orðaskipti við skála Ferðafélagsins og staðfestu að ætlunin hafi verið að ganga að Álftavatni en þeir töldu að hann hefði mögulega lagt af stað á undan þeim á Laugaveginn. Þeir höfðu gengið í Hrafntinnusker og höfðu ekki frekari fregnir af honum og ekki mætt honum á leiðinni til baka. Veður hafði farið versnandi eftir því sem leið á daginn og lýstu frönsku ferðamennirnir því sem frekar slæmu, mótvindi og slyddu. Daginn eftir var 20 sm jafnfallinn snjór á svæðinu. Þegar þarna var komið sögu var orðið ljóst að Nathan hafði verið týndur í 17 daga. Þegar veður liðinna daga og vefmyndavélar í Landmannalaugum voru skoðaðar kom í ljós að veðurfar hafði verið rysjótt frá 10. september. Talsverð snjókoma hafði verið á svæðinu og hláka inn á milli. Þegar leit hófst var einhver snjór farinn að safnast saman í giljum og á fjallstindum en jörð var að mestu auð í 6-800 metra hæð. Laugardagurinn leið án þess að árangur yrði af leitinni. Áframhaldandi leit var skipulögð á sunnudeginum og var skilgreint leitarsvæði 400 metra í hvora átt út frá göngustígnum milli Landmannalauga

og Álftavatns. Einnig var leitað í Grænagili, við Jökulgilin, Námskvísl og Kaldaklof.

Upplýsingaöflun svæðisstjórnar Á meðan leit stóð yfir var mikil vinna lögð í að safna frekari upplýsingum og greina þær upplýsingar sem komnar voru. Var talsverð áhersla lögð á að fá sem nákvæmastar upplýsingar um búnað þann sem Nathan hafði verið með. Rætt var við aðstandendur, vini, vinnufélaga og aðra sem gætu búið yfir upplýsingum um ferðaplön Nathans og hvaða búnað hann hefði tekið með sér. Fyrrverandi eiginkona Nathans og besti vinur komu með fyrstu flugferð og voru ómetanlegur liðsauki við leitina. Tóku þau virkan þátt í upplýsingaöfluninni og auðvelduðu mjög samskiptin við fjölskylduna og vini. Sú mynd sem rannsóknarteymið dró upp var af ungum mjög duglegum manni með ágætis ferðareynslu, en líklega ekki nógu vel útbúnum fyrir íslenskar aðstæður. Í upplýsingaöfluninni fannst rafræn kvittun frá REI þar sem fram kom að Nathan hafði keypt létta gönguskó og voru þegar settar inn upplýsingar í aðgerðagrunn um skónúmer og mynd af sólanum þannig að leitarmenn gætu verið vakandi fyrir mynstri í sporum sem þeir kynnu að finna. Einnig lágu fyrir upplýsingar um bakpoka, svefnpoka og tjald sem Nathan átti og voru líkur á að væri með í för.

Vísbendingar Leitarmenn voru mjög duglegir að tilkynna inn vís-



bendingar og voru þær tilkynningar jafn óðum settar á kort í aðgerðagrunni. Flestar vísbendingar fundust á leiðinni frá Hrafntinnuskeri niður í Álftavatn, meðal annars poki utan af bakpoka sömu tegundar og Natan átti. Einnig fannst tjald á svipuðum slóðum sem var af sömu tegund og lit sem vitað var að Nathan átti. Við nánari skoðun síðar kom í ljós að tjaldið var upplitað eftir margra mánaða vist á fjöllum og var því hægt að útiloka þá vísbendingu.

Leit hætt Þegar leit helgarinnar bar ekki árangur var ákveðið að efna til leitar næstu helgi, 5. og 6. október. Markmið þeirrar aðgerðalotu var að leita 50% leitarhring út frá skála FÍ í Landmannalaugum miðað við göngumann (e. hiker). Leit bar ekki árangur og var veðurútlit ekki gott með tilliti til áframhaldandi leitar. Var leit því frestað enda litlar sem engar líkur á því að Nathan væri enn á lífi. Nathan fannst látinn 17. júlí sl. á Háöldu í 1.000 metra hæð. Austurrískur leiðsögumaður með hóp amerískra lækna fann hann um 80 metra frá göngustígnum yfir Háöldu. Nathan lá á grúfu og héldu læknarnir að hann væri nýlátinn. Ekki var að sjá að hann hefði legið úti í óblíðum íslenskum óbyggðum um tíu mánaða skeið. Bakpoki Nathans lá opinn fyrir framan hann og var innihald pokans að mestu á víð og dreif kringum pokann. Spjaldtölva lá við hliðina á bakpokanum. Eftir nánari leit í umhverfinu fannst svefnpoki í um 20 metra fjarlægð frá Nathan. Stór snjóskafl var rétt hjá og af aðstæðum mátti álykta að hann væri nýkominn undan snjó. Hvað raunverulega gerðist veit enginn, en leiða má líkum að tvenns konar atburðarás. Í þeirri fyrri og 22

Björgunarmál

líklegri gæti Nathan hafa lagt af stað Laugaveginn og snúið við þegar hann var farinn að nálgast Hrafntinnusker. Hann hefur elt skilti sem er rétt hjá Stórahver og vísar á Landmannalaugar, og farið upp á Háöldu. Hin síðari og ólíklegri er að hann hafi gengið út Laugahraunið og haldið áfram vestur framhjá Vondugiljum upp Uppgönguhrygg inn á Skallaleið og þaðan upp á Háöldu. Fyrri sviðsmyndin er að mati höfundar líklegri. Daginn sem Nathan Foley týndist var afar vont veður á Fjallabaki og tveimur dögum síðar var kominn talsverður snjór á svæðið.

Miðað við klæðnað Nathans þegar hann fannst er ljóst að hann hefur ekki átt mikla möguleika á að skýla sér fyrir íslensku hálendisveðri. Miðað við aðstæður á vettvangi er langlíklegast að hann hafi verið kaldur og hrakinn á Háöldu, sest niður og reynt að kalla eftir hjálp með spjaldtölvunni og einnig reynt að útbúa sér skjól með svefnpokanum. Án skjóls í þessari hæð í vondu veðri hefur dauðinn komið fljótt.


Frá afhendingu trukksins.

Rausnarleg gjöf

bresku ríkisstjórnarinnar

Slysavarnafélagið Landsbjörg tók á móti höfðinglegri gjöf frá bresku ríkisstjórninni föstudaginn 11. júlí síðastliðinn. Um er að ræða hertrukk af gerðinni FODEN DROPS, fjögurra ása bíl með krókheysi. En hvað ætlar félagið að gera við svona bíl og hvers vegna gáfu Bretar okkur bílinn? Forsöguna má rekja til náttúruhamfaranna í júlí 2011 þegar flóð varð í Múlakvísl með þeim afleiðingum að brúna tók af og Hringvegurinn rofnaði. Á meðan bráðabirgðabrú var smíðuð yfir kvíslina var gömul MAN vörubifreið björgunarsveitarinnar Víkverja frá Vík í Mýrdal notuð til að ferja bíla yfir ána. Sú bifreið hafði ekki verið í notkun lengi og var í raun aflögð. Því má segja að hún hafi verið „endurlífguð“ til að sinna þessu verkefni. Öllum varð ljós brýn nauðsyn þess að félagið hefði yfir að ráða traustu og öflugu ökutæki sem réði við sambærileg verkefni í framtíðinni. Forsvarsmenn félagsins leituðu því til breska sendiráðsins á Íslandi með þá fyrirspurn hvort breski herinn hefði mögulega yfir að ráða bifreið sem gæti nýst okkur við viðlíka verkefni. Í nóvember 2013 hafði fulltrúi sendiráðsins samband við skrifstofu félagsins með þau skilaboð að líklega væri rétti bíllinn fundinn. Eftir nokkra fundi, símtöl og tölvupósta fóru tveir fulltrúar SL til Bretlands til að skoða bílinn og hitta fulltrúa breska varnamálaráðuneytisins. Skemmst er frá

því að segja að bifreiðin leit út eins og ný, þrátt fyrir að vera af árgerðinni 1996. Aðeins var búið að aka trukknum um 18.000 km og hafði krókheysisbúnaður/vökvakerfi aðeins verið notað í 42 vinnustundir. Fulltrúum SL var kynnt að bifreiðin hafi verið sérvalin, þ.e. að lögð hafi verið sérstök áhersla á að félaginu yrði færður bíll sem væri lítið notaður og í góðu ásigkomulagi.

Tæknilýsing Trukkurinn er af tegundinni FODEN DROPS og flokkast sem IMMLC (Improved Medium Mobility Load Carrier). Hann er sérstaklega framleiddur fyrir breska herinn til notkunar við erfiðar aðstæður. Drifbúnaður er af gerðinni GKN (fjögurra ása með drifi á þremur ásum, þ.e. fremsta og tveimur öftustu) en með einföld hjól (Michelin 20.5 X 25R) á öllum ásum. Samkvæmt gerðarlýsingu er burðargeta bifreiðarinnar 40 tonn (10 tonn pr. ás). Í bifreiðinni er Perkins Eagle MX díselvél ásamt ZF „Ecomat“ HP 600, 6 þrepa læsanlegri sjálfskiptingu. Eins og áður segir er trukkurinn búinn krókheysisbúnaði með 15 tonna lyftigetu og lausum pöllum. Þetta eykur notagildi bifreiðarinnar mikið og auðveldar bæði fermingu og affermingu til mikilla muna, t.a.m. við bílaflutninga yfir ár. Einnig mætti útbúa ýmsan fastan búnað á króheysispallana, s.s. færan-

Eins og sjá má kemst bæði snjóbíll og fjórhjól fyrir á pallinum. Mynd:Birgir Sigurðsson.

Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri SL

Björgunarmál

23


Eins og sjá má er hægt að gera ýmsar kúnstir. Mynd: Birgir Sigurðsson. legar stjórnstöðvar, salernisaðstöðu, vinnuskúra og hvað eina sem björgunarsveitum getur nýst við krefjandi vinnu fjarri byggð eða á hamfarasvæðum. Með bifreiðinni komu þrír pallar og eru þeir hugsaðir sem fleti fyrir bílaflutninga.

Varsla Eftir afhendingu bifreiðarinnar var gerður samningur milli félagsins og Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal um að sveitin geymi bifreiðina og sjái bæði um rekstur hennar og viðhald. Engu að síður er litið á bifreiðina sem hluta af landsdekkandi björgum og er gert ráð fyrir að hægt sé að koma henni á milli landshluta ef aðstæður krefjast, svo sem vegna nátt-

úruhamfara eða stórra verkefna við leit og björgun. Með öflugum stuðningi Samskipa var bifreiðin flutt til Íslands þangað sem hún kom snemma sumars. Var hún þá græn að lit eins og algengt er með herbíla en mikil áhersla var lögð á að mála trukkinn hvítan og í sama lit og önnur ökutæki félagsins. Leitað var til fyrirtækisins Allrahanda ehf. Iceland Gray Line um aðstoð við málningarvinnuna og var þeirri bón afskaplega vel tekið. Fyrirtækið lánaði aðstöðu og málaði bifreiðina endurgjaldslaust. Eru þeim hér með færðar kærar þakkir fyrir velvildina og stuðninginn. Þessi rausnarlega gjöf ríkisstjórnar Bretlands til Slysavarnafélagsins Landsbjargar undirstrikar enn og aftur þann mikla hlýhug sem félagið hefur notið

frá Bretum í gegnum árin. Það samstarf hefur til margra áratuga verið á sviði sjóbjörgunarmála en nær öll björgunarskip félagsins eru keypt frá RNLI (Royal National Lifeboat Institution) og hefur félagið notið góðs af samstarfi við RNLI á ýmsa lund í gegnum tíðina. Nú þegar félagið hefur fengið FODEN DROPS bifreiðina að gjöf ber að þakka mörgum. Þar ber helst að nefna sendiherra Breta á Íslandi, hr. Stuart Gill, og staðgengil hans, hr. Daniel Carruthers, sem hefur verið tengiliður við félagið í gegnum allt ferlið. Þá ber sérstaklega að þakka varnarmálafulltrúa sendiráðsins, hr. Matt Skuse, sem hafði veg og vanda að því að velja bifreiðina og sjá til þess að gera þessa gjöf mögulega.

Þú færð það allt hjá DONNU Ný grjónadýna frá GERMA Nýtt PAD500 hjarta­ stuðtæki sem leiðbeinir bæði um hjartahnoð og stuð, engir aukahlutir aðeins notast við venjuleg rafskaut. Verð frá kr. 199.600 m. vsk.

Ný hönnun, ný lögun, nýir litir Samkvæmt stöðlum EN 1865 og EN 1789 um sjúkraflutninga Léttari 7,9 kg og 25% fyrirferðaminni. Lengd 208 sm, breidd 130 – 72 sm Úr eldtefjandi efnum Hólfuð að innan til að halda grjónum á réttum stað X-laga ólar halda betur um sjúkling Stíf styrking fyrir hálsliði og efra bak Áratuga reynsla á Germa ventlum Taska, dæla og viðgerðarsett fylgir með

Ferno sjúkrabörur – þegar á reynir WHELEN LED ljós og ljósabogar Stadpacks töskur Spelkur og hálskragar í úrvali

24

Björgunarmál

Móhellu 2, 221 Hafnarfjörður

Sími 555 3100 www.donna.is


góðir kostir

HILUX AT44 6X6 HILUX AT38

HILUX AT44

D-MAX AT35

LC150 AT38

SPRINTER AT46

FORD F350 AT46

!

NÝTT

!

NÝTT

SÉRHÆFÐAR LAUSNIR FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 | www.arctictrucks.is


Á strandstað í Vöðlavík 20 árum síðar

Á sólríkum og björtum vordegi þann 30. maí síðastliðinn var afhjúpaður minnisvarði í Vöðlavík, að viðstöddu fjölmenni, í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá tveimur fræknum björgunarafrekum þar. Þann 18. desember 1993 var fimm skipverjum af Bergvíkinni bjargað í land með flugbjörgunartækjum af strandstað af austfirskum björgunarsveitum. Þann 10. janúar bjargaði þyrlusveit bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli sex af sjö áhafnarmeðlimum Goðans sem var að reyna að draga Bergvíkina af strandstað. Einn skipverji lést, Geir Jónsson, stýrimaður. Þegar Goðinn sökk var engum björgum úr landi við komandi vegna veðurs og því var ljóst að ekki yrði við neitt ráðið nema að til kæmu þyrlur. Þyrla Landhelgisgæslunnar varð frá að hverfa og þyrlur varnaliðsins áttu fullt í fangi með að komast á staðinn vegna veðurs. Eftir að áhöfninni var bjargað í land tók við ferð frá Vöðlavík á Norðfjörð sem var líka mjög erfið vegna skyggnis og veðurs. Fyrst í byrjun 26

Björgunarmál

var stefnan reyndar sett á Egilsstaði en þyrlurnar urðu frá að hverfa við Mjóafjarðarheiði því að veðurhæð og skyggni gáfu engan kost á því að fljúga þar yfir. Lentu þyrlurnar í miðbæ Neskaupsstaðar í litlu skyggni og komust þeir sem á þurftu að halda undir læknishendur á fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað.

Eiður Ragnarsson, stjórn SL

Björgunarafrekið vakti upp mikla umræðu um nauðsyn þess að efla þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Afrekið vakti einnig athygli innan bandaríska hersins og er það verk sem flestar viðurkenningar hafa verið veittar fyrir á friðartímum. Björgunarsveitirnar Brimrún á Eskifirði og Gerpir í Neskaupstað stóðu fyrir gerð minnisvarðans og athöfninni. Við afhjúpun minnisvarðans sögðu tveir menn sem komu að björgunaraðgerðunum sögu sína. Flugmaðurinn Gary Copsey sem var í annarri þyrlunni og hins vegar Sævar Guðjónsson sem tilheyrði björgunarsveitum í landi. Gary Copsey rakti þar aðgerðina frá upphafi til enda frá sjónarhóli þyrluáhafnanna, en um morguninn höfðu þeir lagt af stað í æfingu en ekki björgunaraðgerð. Þegar tekin var ákvörðun um að fara af stað austur var ekki komið leyfi fyrir björgunaraðgerð, en þeir töldu að það myndi koma. Í fyrstu fylgdi þyrla gæslunnar þeim ásamt eldsneytisvél varnaliðsins en urðu síðar frá að hverfa vegna veðurhamsins. Eldsneyti var tekið í miklum flýti á Höfn og áfram barist með ströndinni á strandstað. Vel gekk að koma skipverjum í land og síðan tók við erfið ferð á Neskaupsstað eins og áður segir.


Þess var því krafist að bætt yrði úr í þessum málum og á útifundi á Austurvelli 24. janúar 1994 var eftirfarandi ályktun flutt sem hvatning til stjórnvalda. „Öllum er í fersku minni það frækilega afrek sem þyrlusveit varnaliðsins vann við björgun áhafnar björgunarskipsins Goðans í Vöðlavík þann 10. janúar sl. Það er okkar álit, að þessum mönnum hefði vart verið bjargað á annan hátt, við þær aðstæður, sem þarna voru. Það er okkar heitasta ósk, að stjórnvöld landsins bindi enda á þá óvissu, sem ríkt hefur í björgunarþyrlukaupamálum þjóðarinnar. Það er von okkar að aldrei þurfi nokkur að upplifa þá kvöl sem að við upplifðum, meðan beðið var í óvissu og horft á skipbrotsmenn berjast fyrir lífi sínu í von um björgun. Góð björgunarþyrla væri að okkar mati besta afmælisgjöfin til íslensku þjóðarinnar á 50 ára lýðveldisafmæli hennar. Kveðja frá björgunarmönnum, sem voru á strandstað í Vöðlavík.“

Ný þyrla kemur til landsins

Gary Copsey, sem var í þyrluáhöfn, rakti aðgerðina fyrir gesti minningarathafnarinnar. Sævar rakti aðkomu björgunarmanna sem voru í raun staddir í Vöðlavík við að aðstoða Goðann við björgun á Bergvíkinni. Engan grunaði þegar gengið var til hvílu að um morguninn myndi Goðinn vera búinn að fá á sig brot og missa einn af skipverjum sínum fyrir borð. Staðan á sandinum var erfið því að engar tilraunir til að koma línu í skipið gengu upp og því lítið annað að gera en að bíða og vona að þyrlur sem strax voru ræstar út kæmu á staðinn. Þegar staðfest var að þyrlur væru að koma hófu björgunarmenn að dansa „þyrludansinn“ á sandinum til að reyna koma skilaboðum til aðframkominna skipverja um að hjálp væri á leiðinni og dugði það til að koma því til skila um borð og vekja von og styrk hjá aðframkomnum skipverjum sem börðust fyrir lífi sínu á brúarþaki Goðans.

Áhrif þessara viðburða á björgunarsögu Íslendinga Eftir þessa atburði var ljóst að þyrlur þær sem Landhelgisgæsla Íslands hafði til umráða væru ekki nógu öflugar til að bregðast við hættum sem þessum.

Þann 24. júní 1995 kemur síðan ný þyrla til landsins og fékk hún nafnið TF LÍF. Lenti hún á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa flogið hring yfir höfuðborginni með Þorstein Pálsson dómsmálaráðherra og Hafstein Hafsteinsson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, innanborðs, en Þorsteinn og Hafsteinn fóru um borð í þyrluna í Vestmannaeyjum. Í viðtali segir Páll Halldórsson yfirflugstjóri að heimferðin hafi gengið vel frá upphafi til enda, en hún hafi verið löng. Lagt var af stað frá Frakklandi á fimmtudagsmorgun, áð í Skotlandi í fyrrinótt og þaðan flogið heim. „Við vorum að flýta okkur heim í tertuna,“ sagði yfirflugstjórinn brosandi, en að lokinni móttökuathöfninni þar sem forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, og hr. Ólafur Skúlason biskup tóku á móti TF-LÍF, var boðið upp á stóra tertu, sem skreytt var mynd af nýju þyrlunni. Páll sagði að þyrlan hefði reynst jafn vel á heimleiðinni og hann hefði vonað. „Þessi þyrla uppfyllir allar okkar óskir og er bylting að vissu leyti.“ Þorsteinn rakti aðdraganda þyrlukaupanna og sagði að sumum hefði þótt biðin æði löng. Ráðherra nefndi sérstaklega að sér hefði þótt ánægjulegt að fá að taka á móti þyrlunni í Vestmannaeyjum fyrr um daginn. „Nú eru 75 ár síðan Björgunarfélag Vestmannaeyja hafði forystu um að kaupa fyrsta björgunar- og eftirlitsskipið til landsins. Til þess hefur örugglega þurft kjark, dugnað og áræði. Við eigum öllum þeim sem unnið hafa að björgunarmálum margt að þakka og nú hafa enn orðið kaflaskil. Mikil ábyrgð hvílir á þeim sem eiga að fara með þetta góða tæki og þeim fylgja góðar óskir allra. Ég hef fyrir satt að fyrsta tækið, sem var keypt um borð í björgunar- og eftirlitsskipið Þór hafi verið ljós og voru kaupin skýrð þannig, að ljósinu væri ætlað að draga landhelgisbrjóta út úr skugganum, en vera öðrum leiðarljós á hafinu. Ég vona að TF-LÍF verði okkur leiðarljós í björgunarmálum.“

Tímamót í björgunarsögu Íslands Það má því með sanni segja að þessir atburðir sem hér að ofan er lýst hafi markað tímamót í björgunarsögu Íslands og að í kjölfar þessara atburða hafi mönnum orðið ljóst að ekki væri við svo búið lengur og yrði að búa Landhelgisgæsluna öflugri og góðri björgunarþyrlu sem gæti gangast á landi og sjó við erfiðar aðstæður þar sem aðstoðar væri þörf.

Björgunarmál

27


KRAFTUR ENDING ÁREIÐANLEIKI


Straumvatnsbjörgun Öll þekkjum við straumvatn. Eða teljum okkur í það minnsta þekkja það. Allt í kringum okkur er rennandi vatn, frá litlum bæjarlækjum upp í beljandi stórfljót. Við ferðumst yfir það á leið okkar á milli staða og óbrúaðar ár finnast okkur spennandi hindranir. Sem krakkar leikum við okkur í lækjum og mörg okkar vöðum upp fyrir mitti út í ár í þeim tilgangi að veiða okkur til matar. Elíza Lífdís Óskarsdóttir, leiðbeinandi í straumvatnsbjörgun – Ljósm. Magnús Stefán Sigurðsson.

Á ráðstefnunni Björgun árið 2012 hélt Jón Heiðar Andrésson fyrirlestur um straumvatnsbjörgun á Íslandi sem að vakti marga, þar á meðal undirritaða, til umhugsunar um menntun í straumvatnsbjörgun. Ég taldi mig þekkja straumvatn sem veiðimaður og sem ferðalangur. En á þessum fyrirlestri áttaði ég mig á því að ég hafði ekki hugmynd um hvernig ég ætti að bera mig að sem björgunarmaður í straumvatni. Hverjar eru hætturnar? Hvaða búnað þarf ég að hafa? Hvernig á ég að nota hann? Og kannski það mikilvægasta af öllu, hvað á ég að gera? Það voru fleiri en ég sem að vöknuðu við þennan fyrirlestur. Björgunarmál

29


Við erum sífellt að glíma við straumvatn og því nauðsynlegt að við kunnum að umgangast það af öryggi.

Björgunarskólinn var með á prjónunum menntunarátak í straumvatnsbjörgun og hefur nú í tvö ár unnið markvisst að því að þjálfa upp leiðbeinendur í faginu. Síðastliðið vor kláruðu sjö leiðbeinendur kennsluréttindi í samvinnu við Rescue 3 Europe. Í sumar hafa þessir leiðbeinendur svo unnið að því

30

Björgunarmál

að þýða kennsluefni og staðfæra það að íslenskum aðstæðum. Í vetur eru á dagskránni 16 straumvatnsbjörgunarnámskeið, þar af fimm framhaldsnámskeið. Straumvatnsbjörgun verður til að byrja með skipt upp í tvö námskeið, 1 og 2, þar sem á því fyrra er straumvatn kynnt fyrir nemendum og farið í alla

grunnvinnu ásamt því að allur búnaður er kynntur. Á því seinna er farið í meiri línuvinnu í straumvatni, notkun báta og björgun úr erfiðari aðstæðum. Sá búnaður sem við notum við straumvatnsbjörgun er að einhverju leyti sá sami og við notum í öðru björgunarstarfi. Þó eru tvær meginundantekningar þar á sem rétt er að taka fram ef fólk er að hugleiða að kaupa sér búnað: -Hjálmar. Í straumvatni notum við þar til gerða hjálma, þeir þurfa að ná vel niður á hnakkann, yfir eyru og vel fram á enni. Skíðahjálmar, kajakhjálmar og Gecko-hjálmar sem búið er að taka glerið af geta gengið en klifurhjálmar henta ekki. -Vesti. Björgunarmenn í straumvatni þurfa að geta athafnað sig og því þurfa vestin að henta til sunds. Mörg kajakvesti geta gengið sem og að sjálfsögðu sérhönnuð straumvatnsbjörgunarvesti. Fyrirferðarmikil öryggisvesti sem bátahópar eiga henta yfirleitt ekki, og ekki heldur pulsuvesti (uppblásanleg vesti). Á námskeiðunum er sem fyrr sagði farið yfir búnaðinn í heild sinni og hvet ég eindregið alla þá sem einhvern áhuga hafa að skrá sig á námskeið í straumvatnsbjörgun. Stíga út fyrir þægindarammann og upplifa hvers við erum megnug ef við kunnum réttu aðferðirnar. Við erum nefnilega sífellt að glíma við straumvatn, það er allt í kring um okkur og því nauðsynlegt að við kunnum að umgangast það af öryggi.


Öruggari öryggishnappur

PIPAR\TBWA • SÍA • 121770

Hjúkrunarfræðingar alltaf á vakt

Öryggismiðstöðin er eini þjónustuaðili öryggishnappa sem er með hjúkrunarfræðinga í stjórnstöð á símavakt

Ef þú ert með hnapp frá öðrum þjónustuaðila, er einfalt að skipta. Hringdu í síma 570 2400 og kynntu þér málið.

allan sólarhringinn. Hjúkrunarfræðingar eru til ráðgjafar fyrir hnapphafa auk þess að vera stuðningur við öryggisverði í útköllum. Auk þess fylgir hverjum nýjum hnappi reykskynjari sem er beintengdur stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar.

Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn

Öryggishnappur Heimaþjónusta

Ferðaþjónusta

Hjálpartæki

Aðlögun húsnæðis


Þú keðjar ekki eftirá!!

hönnun: Design ehf

Keyrðu áhyggjulaus með snjó – hálkukeðjum frá Hvelli – í einum grænum

Smiðjuvegur 8 rauð gata – 200 Kópavogur – Sími 577-6400 – www.hvellur.com


SMACS

öryggi smábátasjómanna við heimskautaaðstæður SMACS A Safer Arctic for small craft mariners

Ingimundur Valgeirsson, starfsmaður SL. Á ráðstefnunni Björgun nú í október verður kynning á samvinnuverkefninu SMACS sem Slysavarnafélagið Landsbjörg er aðili að. Slysavarnaskóli sjómanna hefur annast verkefnið fyrir hönd samtakanna og tekið virkan þátt í því síðastliðin tvö ár. Aðrir samstarfsaðilar eru frá Írlandi (Cork Institude of Technology, CIT), Svíþjóð (Chalmers tækniháskólinn og Sænska sjóbjörgunarfélagið, SSRS) ásamt Noregi (Norska sjóbjörgunarfélagið, RS). Verkefnið er fjármagnað af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins en markmið þess er að auka öryggi smábátasjómanna með sérhæfðri þjálfun og fræðslu fyrir þá sem um norðurslóðir sigla ásamt gerð hjálpartækja til að halda utan um og miðla mikilvægum upplýsingum fyrir sjófarendur á heimskautasvæðum. Verkefninu er stýrt af CIT en vinnufundir voru haldnir í heimabyggð hjá öllum samstarfsaðilum ásamt fjölda fjarfunda. Formlega lýkur þessu verkefni á Björgun en þá verður síðasti samráðsfundurinn og í lok Björgunar verður haldin vinnustofa opin öllum. Afurðir verkefnisins eru ýmsar. Helst er að nefna heimasíðu SMACS (smacsproject.eu) en þar má nálgast ýmsar gagnlegar upplýsingar. Gerð var skoðanakönnun meðal smábátasjómanna í öllum þátttökulöndunum. Útbúin eru námsgögn sem þjálfunaraðilum á Norðurslóðasvæðinu verður heimilt að nota

Þátttakendur í verkefninu. Mynd: Hilmar Snorrason. en í þeim eru m.a. stuttmyndir um öryggismál sem gerðar voru í verkefninu. Smáforrit (app) var hannað og smíðað á vegum SMACS fyrir spjaldtölvur og snjallsíma með IOS og Android stýrikerfi. Hægt verður að hlaða smáforritinu niður endurgjaldslaust en í því eru fræðsla um öryggismál og gátlistar fyrir undirbúning siglingar og öryggiseftirlit með bát og búnaði.

Allur helsti björgunarbúnaður til sjós og lands... ...Hafðu samband við sölumenn okkar og fáðu allar upplýsingar Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður

www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is

Björgunarmál

33


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 4 - 0 7 5 7

Ávallt reiðubúinn Nýr Mercedes-Benz Sprinter leit dagsins ljós í fyrra, með nýjum akstursöryggiskerfum og auknum þægindum. Láttu gæði og kosti Sprinter gera þér vinnuna auðveldari, öruggari og árangursríkari. Dómarnir eru samhljóða: Besti Sprinter í manna minnum. Komdu í Öskju og reynsluaktu hörkuduglegum Sprinter. Við tökum vel á móti þér.

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi

Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook


Baldur Pálsson og Nikulás Bragason við björgunarkerruna.

Björgunarkerra Björgunarsveitarinnar Héraðs Árið 2012 þegar við vorum nýtekin við stjórn Bsv. Héraðs og enginn peningur var til í kassanum kom Nikulás Bragason með grein úr Morgunblaðinu og sagði mér að við yrðum að sækja um styrk. Blaðagreinin fjallaði um styrktarsjóð ISAVIA sem átti að úthluta úr til björgunarsveita í nágrenni flugvalla. Umsókn átti að skila inn í febrúar með kostnaðaráætlun um hvernig nota ætti peninginn. Nikulás var með hugmynd að kerru með búnaði sem hægt væri að nota í hópslysum, atburðum þar sem væru margir slasaðir. Við höfðum samband við heildsölu sem selur sjúkrabúnað og fengum tilboð. Það var til heppileg kerra hjá Dekkjahöllinni. Samkvæmt tilboðinu og verði á kerrunni sömdum við kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 6 milljónir og sendum umsókn á skrifstofu félagsins sem sér um ISAVIA-sjóðinn. Við fengum strax loforð um hæsta styrk 1,4 milljónir og þá var ekki eftir neinu að bíða, drifum okkur í bankann til að fá lán svo hægt væri að byrja. Búnaður pantaður, greiddur og skýrsla send til Slysavarnafélagsins Landsbjargar til að fá styrkinn greiddan út. Brunavarnir á Héraði og Baldur Pálsson lögðu til geymsluhúsnæði fyrir kerruna. Nikulás og Baldur unnu svo í að breyta kerrunni og raða í hana. Steinunn H. Ingimarsdóttir. Bsv. Hérað

Björgunarmál

35


Eyjólfur, Kjartan og Guðbjörg skoða í neðri hluta kerru.

Aðalsteinn Aðalsteinsson segir Vigfúsi, Dagmar, Guðbjörgu og Magnúsi hvernig á að nota KED-vesti.

Við höfum haldið áfram að sækja um styrki frá hinum ýmsu aðilum. Við höfum fengið styrki frá Dekkjahöllinni, Landsvirkjun, Eimskip, Alcoa Fjarðaáli, Donnu og Brunavörnum á Héraði. Þeir skiptast svona: ISAVIA 3.000.000 kr. Alcoa Fjarðaál 1.000.000 kr. Landsvirkjun 500.000 kr. Eimskip veitti afslátt af flutningi á búnaði. Dekkjahöllin gaf töluverðan afslátt af kerrunni. Donna veitti 20% afslátt af sjúkrabúnaði.

Brunavarnir lögðu til húsnæði og efni í breytingar á kerrunni. Nikulás á mestan heiðurinn af allri vinnu og hugmyndina. Baldur vann með Nikulási að breytingum. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Jón Eiður Jónsson komu að uppröðun í kerruna. Í kerrunni er sjúkrabúnaður fyrir stórslys, börur, skröpur, skeljar, teppi, hjartastuðtæki, blóðþrýstingsmælar, hlustpípur, súrefnismettunarmælir, spelkur af hinum ýmsu gerðum, KED-vesti, bakbretti, brunagel, plástrar og grisjur af mörgum gerðum. Við verklok er kostnaður við kerruna orðinn mun meiri en þær 6 milljónir sem lagt var upp með en hún er afar góð viðbót við tækjakost og búnað sveitarinnar. Kerran verður geymd í húsnæði Brunavarna á Héraði.

Sportbúð.is - Dugguvogi 3 - 104 Reykjavík

Opnunartími: Mán/Fim 10:00-17:00 Fös 10:00-16:00 Vefverslun: www.sportbud.is

Sportbúð.is býður upp á mikið úrval af vönduðum vörum frá MAMMUT: Snjóflóðaýlar - stangir - skóflur - hjálma - klifurbúnað - línur - ísexi. Snjóflóðabakpoka, svefnpoka frá Ajungilak. Og margt fleira.

Sportbúð.is - Dugguvogi 3 - 104 Reykjavík

36

Björgunarmál

Opnunartími: Mán/Fim 10:00-17:00 Fös 10:00-16:00 Vefverslun: www.sportbud.is


100 % MERINO ULL

Mikið úrval

Hlýr og þægilegur ullarfatnaður sem hentar við allar aðstæður

www.ullarkistan.is

Laugavegi 25 101 Reykjavík s. 552-7499

Hafnarstræti 99-101 600 AKUREYRI s. 461-3006


Stapi 3

nýr bíll Björgunarsveitarinnar Suðurnes Björgunarsveitin Suðurnes fékk í ágúst afhentan nýjan bíl af gerðinni Mercedes-Benz Vito. Er þetta fyrsta bifreiðin af þessari gerð sem björgunarsveit tekur til notkunar. Björgunarsveitin hefur í yfir 20 ár átt lítið breytta fólksflutningabifreið sem nýtist í verkefni innanbæjar og annars konar erindi þar sem ekki er þörf á að nota breytta bíla. Svona bílar skila töluverðri hagræðingu í rekstri sveitarinnar þar sem það er ansi dýrt að eiga og reka breytta bíla. Í nóvember 2013 var ákveðið að skoða kaup á nýjum bíl þar sem kominn var tími til að skipta út VW Transporter bifreið sem sveitin átti og fá nýrri og betri bíl. Eftir að hafa kannað framboðið hér á landi kom í ljós að Askja gat boðið okkur Mercedes-Benz Vito á góðum kjörum og hentaði það vel fyrir Björgunar38

Björgunarmál

sveitina Suðurnes. Bíllinn kemur frá verksmiðju með fjórhjóladrifi, 6 þrepa sjálfskiptingu, 2,2 lítra Turbo Díselvél og með auka rafgeymi auk þess sem að hann er með öflugri „alternator“ fyrir aukarafkerfi sem sett var í bílinn. Björgunarsveitin fékk Radíóraf til að setja auka-

rafkerfið í bílinn og settu þeir upp ljósabúnað og fjarskipti eins og venjan er í björgunarsveitabílum. Radíóraf bauð einnig upp á þá lausn að innréttingin í bílnum yrði sem minnst fyrir hnjaski, svo auðveldara væri að selja bílinn seinna meir. Þess má geta að þetta er fyrsti bíllinn af þessari gerð sem þeir breyta og tókst mjög vel til. Samstarfið var gott og eru þeir mjög færir á sínu sviði. Í bílinn var sett: • • • • • • • • • •

GPS tæki Tetra talstöð VHF talstöð 230V spennubreytir Hleðsluvasaljós Hleðsludokka fyrir Tetra handstöð Vinnuljós í farþegarými ásamt næturlýsingu Þokuljós Vinnuljós að utan Forgangsljósabogi og sírena frá Feniex sem er fyrsti sinnar tegundar á Íslandi.

Brynjar Ásmundsson, Björgunarsveitin Suðurnes – Myndirnar tók Hilmar Bragi Bárðarson hjá Víkurfréttum.


Frá afhendingu á Stapa 3 þann 26. ágúst. Á myndinni eru Agnar Hlynur Daníelsson, sölustjóri Mercedes Benz hjá Öskju, Bjarni Rúnar Rafnsson, varaformaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes, Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, Kjartan Steinarsson, framkvæmdastjóri K. Steinarssonar, og Brynjar Ásmundsson, gjaldkeri Björgunarsveitarinnar Suðurnes.

Ákveðið var að setja í bílinn spjaldtölvu svo hægt sé að vera með aðgerðargrunninn, kort og skrifforrit. Sem dæmi má nefna að með tengingu við aðgerðargrunn getur hópurinn fengið rauntímaupplýsingar sem hjálpar til í flestum útköllum. Hægt er að sjá þau verkefni sem eru í vændum og þar af leiðandi minnka mögulega óþörf fjarskipti. Einnig keyrir spjaldtölvan allan ljósabúnað og forgangsljósabúnað bílsins auk spennubreytis og GSM síma í einu einföldu forriti frá Feniex. Spjaldtölvan tengist einnig bluetooth kerfi bílsins. Nýi bíllinn fékk kallmerkið ,,Stapi 3“. Björgunarsveitin Suðurnes vill þakka K. Steinarssyni umboðsaðila Öskju í Reykjanesbæ og Öskju fyrir frábæra þjónustu í alla staði, Radíóraf fyrir fáguð vinnubrögð við rafmagnsbreytingu sem og Slysavarnadeildinni Dagbjörgu ásamt öðrum velunnurum sveitarinnar sem komu að fjármögnun bílsins. Björgunarmál

39


Verum öll með hjálm, alltaf. Mynd: Sigurður Ó. Sigurðsson.

Þetta eina skipti Nýlega vakti umfjöllun í þættinum Ísland í dag mikla athygli. Þar var sagt frá, og talað við, konu sem var alltaf með hjálm þegar hún hjólaði nema í þetta eina skipti sem hún datt. Eftir fallið hjólar hún aldrei aftur. Eftir að hafa horft á þetta stutta viðtal þá lofar maður sjálfum sér að nota alltaf hjálminn við hjólreiðar. Þegar ég hjóla í vinnuna á göngustígum borgarinnar þá eru langflestir með hjálm. En þegar ég hjóla niður í miðbæ á fallegum sumardegi þá er nánast enginn með hjálm. Ég velti því töluvert fyrir mér hvort slysahættan sé minni á gangstéttum 40

Slysavarnir

í miðbæ Reykjavíkur en á hjólastígum borgarinnar. Vissulega hjólar fólk hægar í miðbænum þar sem mikið er af gangandi fólki en á móti er maður sífellt að fara af gangstétt upp á götu og öfugt. Gangstéttakantarnir eru einmitt það sem oft veldur því að fólk dettur. Börnin okkar alast upp við það að lögin segja að þau eigi að vera með hjálm þegar þau hjóla og þau gera enga athugasemd við það. Málið vandast aftur á móti þegar börnin þroskast og verða unglingar, þá þykir það ekki töff að vera með hjálm, hann ruglar

Dagbjört H. Kristinsdóttir, starfsmaður SL

hárgreiðsluna. Auk þess horfa þau mörg hver upp á foreldra sína hjálmlausa á hjóli. Foreldrarnir voru nefnilega ekki aldir upp við það að hjálmur væri skylda þegar hjólað er. Sem betur fer er þetta að breytast, ungu foreldrarnir í dag voru nefnilega aldir upp við það að hjálmur væri skylda á hjóli og þegar þessi kynslóð fer að hjóla með börnin sín er ég viss um að þau setja upp hjálm án þess að pæla í því. Látum ekki þetta eina skipti henda okkur og setjum hjálminn á höfuðið.


NEYÐARSKÝLI

HREYFING • KRAFTUR • ÁNÆGJA Öryggisbúnaður sem getur bjargað mannslífum Bráðnauðsynleg í allar ferðir í óbyggðum. Handhæg og létt - pakkast vel Ert þú með neyðarskýli í þínum bakpoka ?

Verð 14.995 kr.

2 manna, 320gr. 50cm B, 145cm L, 94cm H Fatnaður og legghlífar

Verð 24.995 kr.

Verð 19.995 kr.

4-6 manna, 620gr. 145cm B, 145cm L, 94cm H

Í s le n s k u

ALPARNIR

Bakpokar

100% Merino ull

8-10 manna, 880gr. 145cm B, 210cm L, 94cm H

Frostþurrkaður matur

e-mail: alparnir@alparnir.is • www.alparnir.is

Faxafen 8 // 108 Reykjavík // Sími 534 2727


BANKAÞJÓNUSTA Á NOKKRUM SEKÚNDUM Með Arion appinu getur þú borgað reikninga, millifært og fyllt á Frelsið í símanum á nokkrum sekúndum. Sæktu Arion appið á arionbanki.is Einnig í Play Store og App Store

AM

ARION APPIÐ

Passbook

10

11 12 1

8

2

3

9

7

6 5

4

Clock

N ARION APPIÐ

Phone

S S

Safari N


Alþjóðlegt og fjölbreytt landsmót:

Skátar í takt við tímann Jón Halldór Jónasson. Myndir: Sigurður Ó. Sigurðsson.

Unglingamál

43


Skátastarfið er sannkallað ævintýri, leikir og spennandi verkefni. Þessi staðhæfing varð ljóslifandi á Landsmóti skáta, sem í sumar var haldið að Hömrum á Akureyri. Líf og fjör hvert sem litið var dagana 20.-27. júlí.

44

Unglingamál

Almennir þátttakendur á aldrinum 10-22ja ára komu frá um 20 löndum. Fjöldi erlendra skáta er eðlilegur í ljósi þess að skátahreyfingin er stærsta æskulýðshreyfing í heimi. Íslenskir og erlendir skátar lifðu í sátt og samlyndi og dagleg samskipti voru góð þjálfun í alþjóðlegum samskiptum. Nýtt þorp með þjónustu og starfsemi fyrir 2.000 þátttakendur reis og að auki voru fjölmennar fjölskyldubúðir sem stækkuðu er leið á vikuna, auk mikils fjölda


Goodyear gæðadekk færðu hjá okkur

UltraGrip 9

UltraGrip Ice 2

Ultragrip Ice Arctic

FRÁB

ÆRT

VERÐ

M A D E T O F E E L G O O D. ÆÐI

JAVERKST

NÝTT DEKK

Klettagörðum 8-10 | 104 Reykjavík | Sími: 590 5100 | Suðurhrauni 2b | 210 Garðabær | Sími: 590 5290 | www.klettur.is

!


Þín upplifun - Þitt sjónarhorn

MÖRKIN 6 - 108 RVK. - S: 8943811 facebook.com/goproiceland


Undir útivistarþemum voru reist skýli í skógi og matur eldaður á hlóðum. Gönguferðir og hjólaferðir ásamt sjóhoppi var á dagskrá sem og kajakróður og renna fyrir fisk. Þá gafst hluta þátttakenda kostur á að vera bóndi í einn dag og taka þátt í bústörfum.

Skátar eru hjálpsamir könnuðir

gesta í dagsheimsóknum. Í starfsmannabúðum voru bæði íslenskir og erlendir þátttakendur sem kynntust vel við lausn verkefna tengdum dagskrá og tilfallandi úrlausnarefna við að láta allt virka í þessu nýja þorpi. Sannkölluð sveitarstjórnarþjálfun.

Bogfimi, klifur og tölvuleikir Einkunnarorð Landsmótsins, „Í takt við tímann“, mátti upplifa í dagskránni. Þemun voru fortíð, nútíð,

framtíð, útivist og heimsóknardagur inn á Akureyri. Skátarnir tóku þema á dag og undir lok vikunnar voru allir búnir að upplifa fjölbreytta dagskrá. Í „fortíðinni“ var kennd bogfimi, fengist við útieldun, skylmingar, nýtingu jurta og galdra. Í „nútímanum“ var sigið og klifrað, en einnig farið í verkefni eins og „Minecraft“ og „sófarötun“. Í „framtíðinni“ var kveikt í bálkesti með laser-tækni og tölvuleikir forritaðir, svo fátt eitt sé nefnt.

Hugmyndin um að bjarga sér við erfiðar aðstæður og hjálpa öðrum er samofin því að vera skáti og engin tilviljun að skátar stofnuðu hjálparsveitir skáta. Margir skátar líta á starf með björgunarsveitum sem eðlilegt framhald í skátastarfi. Orðið skáti þýðir könnuður og kjörorð skáta er Ávallt viðbúnir! Skátar eru hvattir til að nema nýjar lendur og kanna ný svið í hópi jafnaldra. Þátttaka í skátastarfi er leiðangur þeirra í að verða virkir, sjálfstæðir og ábyrgir einstaklingar. Mikil áhersla er lögð á samvinnu við úrlausn margvíslegra verkefna, útivist, umhyggju fyrir náttúrunni og samfélagsleg verkefni. Samvinna skáta æfist með þátttöku í skátaflokkunum og síðar við stjórn skátasveitar og skátafélags. Reynsla sem margir skátar fá við skipulagningu stórra viðburða gagnast vel á öðrum vettvangi eins og í björgunarstarfi. Skátarnir hafa síðustu ár frískað verulega upp á dagskrá sína, leiðtogaþjálfun og þátttöku fullorðinna í skátastarfi til að mæta nýjum tímum.

Unglingamál

47


Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg A. Wendel umboðs- & heildverslun www.wendel.is

Bolungarvíkurhöfn www.bolungarvik.is

Farmanna- og fiskimannasamband Íslands

Afl starfsgreinafélag www.asa.is

Brunavarnir Suðurnesja

Félag skipstjórnarmanna www.skipstjorn.is

Bifreiðaverkstæðið Sleitustöðum

Ég vinn við að gefa Toby besta veganestið. PATRICIA

VÖRUÞRÓUNARSTJÓRI HÖFUNDUR AÐ PRO PLAN OPTISTART ® Axlar ábyrgð eins og þú.

Fisk Seafood www.fisk.is Fiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyrar www.fmbs.is

Endurskoðun Vestfjarða ehf. www.endvest.is

Fiskmarkaður Hólmavíkur ehf. Fiskmarkaður Patreksfirði fiskmarkadur@simnet.is

PRO PLAN MEÐ OPTISTART Heil vörulína sérstaklega ætluð hvolpum. ®

Fiskmarkaður Siglufjarðar ehf. fmsi@fiskmarkadur.is ® Reg. Trademark of Société des Produits Nestlé S.A.

Baader Island ehf.

Pro Plan vörulínan fyrir hvolpa er blönduð með Optistart sem inniheldur brodd, fyrstu móðurmjólkina. Styrkir vörnina sem hvolpurinn fékk frá móðurinni.

wi

t

h

m

Alþýðusamband Íslands

Dalvíkurhafnir Dalvík- Árskógsströnd- Hauganes www.dalvik.is

ru C o los t

Þetta er þín ábyrgð. Þetta er okkar ábyrgð. Þetta er PRO PLAN.

Fiskmarkaður Austurlands hf. fmaust@simnet.is Fiskvinnslan Íslandssaga Frár ehf. frar@simnet.is Freydís sf. www.freydis.is Gjögur hf. Grundarfjarðarbær www.grundarfjordur.is Grundarfjarðarhöfn www.grundarfjordur.is



Hugsaðu vel um húðina í vetur Decubal clinic cream: Okkar klassíska krem fyrir daglega umönnun þurrar og viðkvæmrar húðar. Má nota á allan líkamann og hentar öllum í fjölskyldunni. Decubal shower & bath oil: Hjálpar húðinni að viðhalda raka með náttúrulegum olíum, E-vítamíni og kamillu. Lips & dry spots balm: Nærandi og enduruppbyggjandi fyrir þurrar varir, tætt naglabönd og þurra bletti.

Veturinn er yndislegur. En kalt loft getur gert húð þína þurra og hrjúfa. Decubal er heil húðvörulína fyrir andlit og líkama. Í 40 ár höfum við þróað mildar og nærandi vörur fyrir þurra og viðkvæma húð, í nánu samstarfi við húðsjúkdómalækna. Decubal er algjörlega laust við ilmefni, litarefni og parabena og er eingöngu selt í apótekum.

Án parabena, ilm- og litarefna.


Sæbjörg dregin í slipp.

Sumarsigling

og slippur Sæbjargar

Í sumar fór skólaskipið Sæbjörg í siglingu með námskeið út á land en slík ferð hafði ekki verið farin síðan árið 2008. Réði þar mestu um hversu miklar hækkanir á öllum aðföngum höfðu orðið og þá sérstaklega á brennsluolíu á skipið. Fyrir tilstilli Samherja hf. á Akureyri var ákveðið að leggja í hringferð á þessu ári með stuðningi þeirra og eru þeim færðar miklar þakkir fyrir.

Frá námskeiði á Akureyri. Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna

Félagsmál

51


Áhöfn Sæbjargar ásamt forsvarsmönnum Roðlaust og beinlaust.

Sæbjörg í slipp.

Úr Reykjavík var haldið 25. júní til Vestmannaeyja. Þar voru haldin tvö námskeið fyrir sjómenn og að þeim loknum færði útgerð og áhafnir á Bergey og Vestmannaey skólanum fjóra nýja björgunarbúninga að gjöf. Frá Vestmannaeyjum var siglt austur á Norðfjörð með stuttri viðkomu í Landeyjarhöfn. Ferðin gekk mjög vel í blíðviðri en þoku þó mest alla leiðina. Þrjú námskeið voru haldin í Neskaupstað fyrir sjómenn á trillum og stærri skipum. Var áhöfn Sæbjargar boðið í skoðunarferð um borð í nýjasta skip Síldarvinnslunnar, Börk NK, og að því loknu var kvöldverður í boði útgerðarinnar. Við það tækifæri færði framkvæmdastjóri útgerðarinnar skólanum 10 notaða björgunarbúninga að gjöf. Seyðisfjörður var næsti viðkomustaður þar sem fjögur námskeið voru haldin. Síðasta höfn sumarsins var svo Akureyri en þangað kom skipið 6. júlí. Við komu til hafnar þar tóku hljómsveitarmeðlimir í Roðlaust og beinlaust, ásamt aðstandendum, á móti skipinu og færði Björn Valur Gíslason, málsvari þeirra, skólanum 500.000 kr. að gjöf til styrktar starfsemi skólans. Var það ágóði af sölu safndisks með lögum hljómsveitarinnar. Haldin voru sjö námskeið á Akureyri en að þeim loknum færði Samherji skólanum á þriðja tug björgunarbúninga auk tveggja gúmmíbjörgunarbáta að gjöf.

Að loknum námskeiðum tók Slippurinn á Akureyri við skipinu til viðhalds meðan á sumarleyfum starfsfólks stóð. Var skipið tekið í þurrkví 22. júlí og var það ekki sjósett á ný fyrr en 13. ágúst. Í Slippnum var unnið við að þvo og mála skipið að utan, allt frá masturstoppum og niður í kjöl. Ekki var vanþörf á enda hafði skipið ekki farið í slipp í rúm þrjú ár og var því orðið mjög gróið og mikil myndun af skel og hrúðurkörlum sem höfðu haft veruleg áhrif á siglingahraða skipsins á leiðinni norður. Þá fór fram hreinsun á öllum kjölfestugeymum skipsins og framkvæmdar lagfæringar á lögnum í þeim auk smáviðgerða. Að auki þurfti að skipta út nokkrum gluggum og gera við eitt og annað smálegt. Þar sem áhöfn var í sumarleyfi þurfti að draga skipið á dráttarbátum bæði í og úr þurrkvínni. Voru það dráttarbátar Akureyrarhafnar sem framkvæmdu það skólanum að kostnaðarlausu. Slysavarnaskóli sjómanna og starfsmenn færa öllum þessum velunnurum miklar þakkir fyrir stuðning þeirra við starf skólans. Sæbjörg hélt svo frá Akureyri síðdegis 26. ágúst og eftir 30 klst. siglingu í blíðu veðri var lagst að bryggju á ný í Reykjavík. Námskeið skólans í Reykjavík hófust síðan að nýju þann 1. september.

Passaðu vel vel uppá uppá rafgeyminn rafgeyminn íí vetur. vetur. Passaðu

52

Félagsmál


Vodafone leiðir 4G uppbyggingu á Íslandi Vodafone hefur tekið forystu í 4G þjónustu á Íslandi og tryggir heimilum, orlofshúsum og fyrirtækjum besta mögulega gagnasambandið við umheiminn.

Vodafone


Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg Gullberg ehf. Gúmmísteypa Þ. Lárussonar Hafbáran ehf. 450 Patreksfjörður Hafnarfjarðarhöfn www. hafnarfjardarhofn.is Hafnasamlag Norðurlands Hafnarsjóður Skagafjarðar www.skagafjordur.is Hafnarsjóður Þorlákshafnar www.olfus.is Hita- og vatnsveita Mosfellsbæjar www.mos.is

Hjálmar ehf. haukaberg@simnet.is

Landsnet

Hlaðbær-Colas hf. www.colas.is

Listmunasala Fold www.myndlist.is

Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. www.frosti.is

Löndun ehf. www.londun.is

Ísblikk ehf.

Miðás ehf. ww.brunas.is

Launafl

Ísfélag Vestmannaeyja hf. www.isfelag.is Íþróttamiðstöðin Egilsstöðum Jeppaþjónustan Breytir ehf. www.breytir.is Kópavogshöfn www.kopavogur.is

Hjallasandur ehf. Snæfellsbæ

Pétursey gudjonr@eyjar.is Reykjanesbær www.reykjanesbaer.is Reykjaneshöfn Salka - Fiskmiðlun hf. www.norfish.is

Kristinn J. Friðþjófsson ehf.

www.sjoey.is

We love groups!

Námskeið? Sveitarferðir? Æfingar? Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni býður björgunarsveitum frábæra aðstöðu á góðum kjörum! 86 svefnpláss í kojum 10 m hár klifur- og sigturn Stórt fjölnotahús Kennslusalir og hópaaðstaða

Fimm stjörnu tjaldsvæði Fullkomið eldhús og matsalur Frábært umhverfi fyrir æfingar, útivist og afþreyingu

Hafðu samband og fáðu tilboð fyrir þína sveit! ulfljotsvatn@skatar.is / www.ulfljotsvatn.is / facebook.com/tjaldusu

Is your group, team , organization, instit ution or company preparing a trip to Iceland? Check ou r website for information on indoor and outdoor accom modation, exciting program ac tivities, and lots more!

Ulfljotsvatn Outdo and Scout Center or

w w w .u lfl jo ts va

tn .is


PIPAR\TBWA - SÍA - 143428

SAMSTARF TIL GÓÐRA VERKA Olís er einn af aðalstyrktaraðilum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og styrkir samtökin bæði með fjárframlögum og veglegum afslætti af eldsneyti og öðrum vörum. Við erum stolt af samstarfinu og þessum stuðningi við frábært starf björgunarsveitanna, sem unnið er af fórnfýsi, landsmönnum til heilla. Samkvæmt samstarfssamningi njóta einnig öll aðildarfélög samtakanna sérkjara hjá Olís, en upplýsingar um þau kjör má fá í síma 515 1100. Þá geta allir meðlimir björgunar- og hjálparsveita innan samtakanna jafnframt fengið sérkjör á eldsneyti og öðrum vörum hjá Olís ef sótt er um á: www.olis.is/vidskiptakort/landsbjorg


Helgina 12.-14. september var tólfta Kvennaþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar haldið á Patreksfirði. Tæplega 150 konur mættu glaðbeittar á þingið og tóku gestgjafar þingsins, Slysavarnadeildin Unnur á Patreksfirði, vel á móti þeim öllum. Margrét Laxdal, varaformaður félagsins, setti þingið og hvatti konur til að standa sterkar saman og taka pláss í félaginu. Áherslur þingsins voru slysavarnamál. En Slysavarnafélagið Landsbjörg og móðurfélög þess hafa sinnt slysavörnum á Íslandi í meira en 80 ár. Á þeirra vegum hafa þúsundir sjálfboðaliða lagt fram óteljandi vinnustundir í þeim tilgangi að gera umhverfi sitt öruggara og koma í veg fyrir slys hjá samborgurunum. Hjá félagsfólki Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur því safnast saman ómetanleg þekking og reynsla um land allt. Árangur af slíku starfi er oft illmælanlegur enda erfitt að telja slys sem ekki urðu en þó er ljóst að hann er gífurlegur. Sem dæmi má nefna að árið 1928 urðu 3 af hverjum 4 banaslysum hér á landi vegna óhappa á sjó. Árið 1978, 50 árum eftir stofnun félagsins, voru sjóslysin ekki nema þriðjungur allra slysa og árið 2008 varð ekkert banaslys á sjó hér á landi, í fyrsta skipti í Íslandssögunni. Árangur slysavarnadeilda má einnig sjá á fækkun banaslysa barna, en árið 1970 létust

56 Félagsmál Dagbjört H. Kristinsdóttir, starfsmaður SL

17 börn í slysum, árið 1990 létust 9 börn og árið 2012 lést ekkert barn. Fræðslufyrirlestrar þingsins voru um slysavarnir barna, opin leiksvæði, bílstóla, hjálma og slysavarnir aldraðra. Auk fræðslufyrirlestra voru verklegar æfingar í stillingu reiðhjólahjálma og barnabílstólar voru kannaðir gaumgæfilega enda ekki vanþörf á þar sem bílstólar í dag eru margir hverjir mjög flóknir. Slysavarnadeildir Slysavarnafélagsins Landsbjargar halda áfram að leggja sitt lóð á vogarskálarnar þegar kemur að slysavörnum og eru í fararbroddi enda enginn aðili sem hefur þann mannafla og þekkingu sem þær búa yfir. Margir eldri borgarar hafa fengið heimsóknir þar sem heimili þeirra eru tekin út með tilliti til slysahættu og gerðar úrbætur, opin leiksvæði og umhverfi skóla eru skoðuð og gerðar tillögur til úrbóta til bæjar- og sveitafélaga og foreldrar ungra barna eru upplýstir um hættur á heimilum. Nýjungar í slysavörnum eru meðal annars slysavarnir í ferðamennsku. Þúsundir einstaklinga hafa tekið þátt í slysavarnastarfi félagsins. Þó að einstaklingar hverfi úr starfi hefur þekkingin haldist innan þess og mun félagið áfram sem hingað til stuðla að slysavörnum á Íslandi og vera í forystuhlutverki á þeim vettvangi.

Kvennaþing á


Patreksfirði 2014 Félagsmál

57


Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg Samvinnufélag útgerðarmanna www.veidiflugan.is

Sveitarfélagið Garður www.svgardur.is

Verslunarmannafélag Suðurnesja www.vs.is

Segull ehf.

Sveitarfélagið Skagafjörður www.skagafjordur.is

Vestmannaeyjahöfn www.vestmannaeyjar.is

Tækniþjónusta Vestfjarða ehf. sveinn@tvest.is

Vesturbyggð www.vesturbyggd.is

Valberg ehf. valbergehf@simnet.is

Vopnafjarðarhöfn www.vopnafjardarhreppur.is

Verkalýðsfélagið Hlíf www.hlif.is

VSO Ráðgjöf ehf.

Seyðisfjarðarkaupstaður www.seydisfjordur.is Sigurbjörn sf. sibjehf@simnet.is Sigurður Ólafsson ehf. olibjorn@eldhorn.is Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur Sjómannafélag Eyjafjarðar www.sjoey.is

Þórsnes

Fjölbreytt þjónusta við sjávarútveg

Sjómannafélagið Jötunn, Vestmannaeyjum Sjómannasamband Íslands www.ssi.is Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins www.shs.is Stegla ehf. Tálknafirði www.eyruni.is Steinunn ehf. Súðavíkurhöfn

Vélar & varahlutir

Dælur

Hita- & þrýstimælar

Afgastúrbínur

Kranar

Efnavörur

Síubúnaður

Vökvaspil

Loftpressur

» SÖLUDEILD » SÉRPANTANIR » DIESELSTILLINGAR » VARAHLUTAÞJÓNUSTA » TÚRBÍNUVIÐGERÐIR OG SALA

DVERGSHÖFÐI 27

110 Reykjavík - Sími 535 5850 - blossi.is


Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg

www.thorfish.is

www.lvf.is

Grindavík, Hafnarfjörður, Höfn, Ísafjörður, Reykjanesbær, Sandgerði www.fms.is

Eldvarnir ehf. Fiskifélag Íslands

SANDUR - MÖL - UPPFYLLINGAREFNI SÆVARHÖFÐI 33 - REYKJAVÍK - SÍMI 557 2000

www.oddihf.is

NESKAUPSTAÐ SANDUR - MÖL - UPPFYLLINGAREFNI SÆVARHÖF‹I 33 - REYK JAVÍK - SÍMI 557 2000

Reykjavík, Akranesi, Snæfellsnesi, Skagaströnd, Þorlákshöfn www.fmis.is

www.sjomenn.is


www.fi.is

s d n a l s Í g a l é f Ferða yfir 86 ár

í i m e s f r a t s t t y nds e a r l s Í b l u r ö j ú t F t á n Upplifðu Líf og fjör í starfseminni

Ferðafélag Íslands er áhugamannafélag sem hefur það markmið að hvetja landsmenn til að ferðast og fræðast um landið. Áhugi á gönguferðum, fjallgöngum og útiveru hefur aldrei verið meiri og er mikið líf og fjör í starfseminni.

Allir finna eitthvað við sitt hæfi Ferðafélagið leggur sig fram við að mæta þörfum breiðs hóps með miklu úrvali ferða. Í ferðaflóru félagsins er að finna allt frá söguferðum um grösugar sveitir til erfiðra jöklaferða. Í ferðaáætlun félagsins geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Á 86 árum hefur Ferðafélagið efnt til meira en 8.500 ferða með yfir 200.000 þátttakendum.

Öflug útgáfustarfsemi Það eru allir velkomnir í Ferðafélagið og njóta félagsmenn sérkjara, bæði í ferðum, skálum og í fjölda verslana. Auk þess fá allir félagsmenn árbókina senda heim á hverju ári og er það hluti af árgjaldinu. Árbókin er einstæður bókaflokkur um land og náttúru. Auk árbókanna hefur Ferðafélag Íslands staðið að útgáfu handhægra fræðslu- og upplýsingarita um ferðamál, þjóðfræði og sögu landshluta.

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS

Sjálfboðastarf í góðum félagsskap Félagsstarfið hefur í gegnum tíðina einkennst af

miklu sjálfboðastarfi. Félagar hafa unnið að byggingaframkvæmdum, farið vinnuferðir í skála eða í frágangsferðir, stikað og unnið að uppbyggingu gönguleiða, unnið við brúargerð og margt fleira. Í staðinn hafa þeir fengið fríar ferðir, fæði og félagsskap.

Samgöngubætur og uppbygging svæða Félagið hefur unnið markvisst að samgöngubótum, lagt akvegi og brúað ár. Það hefur haft samstarf við sveitarfélög um landgræðslu, náttúruvernd og uppbyggingu svæða eins og t.d. í Landmannalaugum, á Þórsmörk og Emstrum.

Sæluhúsin standa öllum opin Sæluhús Ferðafélags Íslands og deilda félagsins úti um land eru þægilegir áningarstaðir á ferðalagi um óbyggðir Íslands. Þau eru á 36 stöðum víðsvegar um landið og getur allur almenningur nýtt þau óháð aðild að félaginu. Aðal samstarfsaðilar FÍ

| Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is

Skráðu þig inn – drífðu þig út


Námskeið, vinnustofur og ráðstefna Hegðun týndra

Þjálfun-stjórnendur slöngubáta

Tveggja daga námskeið þar sem farið er yfir það nýjasta í hegðun týndra og flokkun þeirra sem er lykillinn að árangri í leit að týndu fólki. Námskeiðið er haldið af Robert Koester sem er einn helsti sérfræðingurinn í þessum málaflokki í heiminum í dag og hefur verið leiðandi í bæði rannsóknum á hegðun týndra og aðgerðastjórnun undanfarna áratugi. Á námskeiðinu verður farið yfir nýja þekkingu á hegðun týndra, sem bæst hefur við síðustu misseri, og einnig verða nýjustu niðurstöður rannsókna hans á sviðinu kynntar. Þá hafa bæst við nýir flokkar týndra sem hann mun einnig fara yfir. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Robert Koester. Námskeiðið hefst 14. október kl. 09:00 og lýkur 15. október kl. 17:00. Þátttakendur skulu hafa lokið leitartækninámskeiði. Kennslan fer fram á ensku.

Dagsnámskeið þar sem farið verður yfir nauðsynlegan búnað og æfð notkun slöngubáta við mismunandi aðstæður. Námskeiðið er fyrir stjórnendur slöngubáta sem þegar hafa mikla reynslu á því sviði. Því er ætlað að auka þekkingu manna ásamt því að koma með hugmundir að því hvernig hægt er að setja upp raunhæfar æfingar. Leiðbeinandi er Glenn Mallen yfirleiðbeinandi hjá RNLI í Bretlandi. Með honum verður annar reyndur leiðbeinandi frá RNLI. Námskeiðið er haldið fimmtudaginn 16. október og hefst kl. 08:00. Þátttakendur þurfa að geta mætt með fullan útbúnað ásamt því að einhverjir verða að mæta með báta svo að hægt verði að halda úti verklegum æfingum. Staðsetning verður auglýst síðar.

Ráðstefna

61


Notkun „vaccum“ dýna í björgun Vinnustofa þar sem farið verður yfir helstu atriði í notkun „vaccum“ dýna. Æft verður hvernig lyfta á dýnu með sjúklingi með mögulega áverka á hrygg eða mjaðmagrind, færa þá á milli staða og af slysavettvangi. Einnig verður farið yfir rétta staðsetningu sjúklinga á dýnunni og hvernig búa skal um þá. Kennt verður hvernig nota á dýnuna á börum fyrir tæknilega erfiðar bjarganir og lengri flutning. Vinnustofan tekur 1,5-2 klst. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Rick Lipke SEI, WEMT, og Mike Tayloe EMT-P. Haldið fimmtudagskvöldið 16. október og byrjar kl 20:00. Kennslan fer fram á ensku.

Sáraumbúðir og frágangur sára Sár og umbúðir: Algeng slys eru smá skrámur og skurðir. Í lengri leiðöngrum er mikilvægt að meta sár og taka ákvörðum um hvort fara verði til byggða eða hvort halda megi áfram. Mikil gróska er í framleiðslu á sáraumbúðum og mikilvægt að leiðangursmenn vandi valið og taki með umbúðir sem hafa sem mest notagildi, stuðli að gróanda og þoli álag og bleytu. Oft á námskeiðum í fyrstu hjálp er lítill tími til að fara vel yfir sárameðferð og hvaða umbúðir eru í boði til að setja á sár. Því er markmiðið að taka saman sýnihorn af því sem er í boði á markaðinum og reyna að finna hinar einu sönnu umbúðir sem henta til að hafa í sjúkratöskunni í óbyggðum. Blæðing, hvernig á að stöðva hana: Rétt viðbrögð við lífshættulegri blæðingu er stór þáttur í fyrstu meðferð slasaðra. Í gegnum tíðina hafa verið mismunandi

áherslur í hvaða aðferð skuli kennd til að stöðva miklar blæðingar. Beinn þrýstingur, snarvöndull, þrýstipunktar o.fl. hefur verið inn og út í kennslunni. Markmiðið er að hittast og fara yfir hvaða áherslur eru í dag í þessum fræðum fara yfir mismundandi tegundir af aðferðum til að stöðva blæðingar og skoða þann búnað sem er í boði og hægt er að nota til þess. Leiðbeinandi er Sigrún Guðný Pétursdóttir, yfirleiðbeinandi í fyrstu hjálp og hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku LSH. Haldið fimmtudagskvöldið 16. október, kl. 19:00. Staðsetning auglýst síðar.


SMACS verkefni ESB - Vinnustofa Öryggis- og neyðarviðbragðaþjálfun fyrir áhafnir smærri skipa á Norðurslóðum. Með minnkandi ísbreiðu og lengri sumartíma njóta siglingar á norðurslóðum síaukinna vinsælda, m.a. vegna þess að sæfarendur upplifa svæðið hættuminna en áður. Þetta á ekki síst við meðal þeirra er fara um á minni skipum og bátum í skoðunarferðir, veiðiferðir, klifurleiðangra og fleira. Fyrir mörgum sem búa utan heimskautasvæðanna er það viðhorf uppi að ferð á litlu fleyi á þessar slóðir sé aðeins viðbót við ferðalög á norðlægum hafsvæðum við Evrópu. Margir telja því að ekki sé þörf á frekari þjálfun þegar kemur að öryggi og neyðarviðbrögðum þótt sigla eigi á norðlægari slóðir. En fjölgun illa búinna skipa með illa þjálfuðum áhöfnum getur aukið álag á leitar- og björgunaraðila sem þegar eru hlaðnir verkefnum. Jafnvel þótt sæfarendur samsinni því að frekari þjálfunar sé þörf, hvernig geta þeir þá nálgast hana? Utan heimskautasvæðisins er engin verkleg þjálfun í boði og sjóarinn þarf að leita sér upplýsinga í bókum og af netinu auk þess að tala við hvern þann sem hefur reynslu af svona siglingum. SMACS verkefnið er tilraun til að bæta úr þessari stöðu

og SMACS þjálfunarprógrammið (TP) verður aðgengilegt á síðu verkefnisins, www.smacs-project.eu, frá miðjum október 2014. Þar verður m.a. að finna myndbönd sem sýna verklega þjálfun á heimskautasvæðum til að ítreka skilaboðin um að slík þjálfun sé nauðsynleg til að tryggja öryggi skipverja. Þetta er fyrsta skrefið, en er þetta fullnægjandi? Hvað meira ætti/er hægt að gera? Í þessari óformlegu vinnustofu munu þátttakendur í SMACS verkefninu bjóða upp á: - Endurgjöf á SMACS þjálfunarprógramminu. - Umræður um efni eins og: Áhrif loftlagsbreytinga til fjölgunar smærri skipa í Norðurhöfum og þýðingu hennar fyrir leitar- og björgunaraðila. Lágmarkskröfur um þjálfun sem mælt hefur verið með fyrir alla þá er sigla á smærri skipum, auk sérstakrar öryggis- og neyðarviðbragðaþjálfunar fyrir þá sem sigla á norðlægum slóðum. Hvernig hægt er að veita viðkomandi aðilum slíka þjálfun með því að sækja þá heim. Vinnustofan verður haldin um borð í skólaskipinu Sæbjörgu, sem liggur við hafnarbakkann við Hörpu, sunnudaginn 19. október klukkan 12:15. Aðgangur ókeypis en þátttakendur eru beðnir um að skrá sig á þennan viðburð á skráningablaði Björgunar.


Öryggismál og forvarnir í ferðaþjónustu Slysavarnafélagið Landsbjörg, Ferðamálastofa og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar standa fyrir ráðstefnu um öryggismál og forvarnir í ferðaþjónustu. Ráðstefnan fer fram í Kaldalóni í Hörpu fimmtudaginn 16. október 2014 frá 10:00 til 17:00. Á henni mun fjöldi erlendra og innlendra fyrirles-

ara flytja stutt, hnitmiðuð og lærdómsrík erindi. Með fjölgun ferðamanna er enn mikilvægara að þessum málaflokki sé sinnt vel. Það sýna aðstæður hér á landi afar vel eins og dæmin sanna. Ráðstefnugjald er aðeins kr. 6.900 og innifalið í því auk fyrirlestra er hádegisverður, kaffi og meðlæti.

Dagskrá 09:30 Afhending ráðstefnugagna, kaffi, salurinn opnaður 10:00 Setning Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri 10:15 Slys gera boð á undan sér Elías B. Gíslason, forstöðumaður hjá Ferðamálastofu 10:45 Hvernig er námi háttað hér á landi er varðar afþreyingu? María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar 11:15 Eru óhöpp stórt vandamál í ferðaþjónustu og hvernig getum við brugðist við? Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna ferðamanna, Slysavarnafélagið Landsbjörg 12:00 Hádegisverður í Hörpu 12:45 Samstarf lögreglu og ferðaþjónustu Sveinn Kr. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli 13:30 Safety & Prevention in Tourism in New Zealand Ross Gordon frá Nýja-Sjálandi 14:15 Ferðaþjónusta og náttúruhamfarir Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra 14:45 The status of mountain tourism in Sweden, target scenarios for the future and how this might affect the conditions and future for mountain safety related issues Per Olov Wikberg, Swedish Enviromental Protection Agency 15:30 Kaffi og meðlæti 16:00 Í vinnslu 16:30 Við settum öryggismálin í forgang Jón Kristinn Jónsson frá Amazing Tours 17:00 Ráðstefnuslit

Ráðstefna


Heitt og kalt Frá upphafi hefur 66°NORÐUR búið til fatnað til að takast á við íslenska náttúru. Enda aldrei að vita hverju þetta land tekur upp á. Við hjá 66°NORÐUR erum stolt af samstarfi okkar við björgunarsveitirnar.

www.66north.com

#66north


Mikið úrval fjarskiptalausna frá ICOM fyrir sjó og landnotkun

IC-GM1600E

Hjálmaheadset fyrir handstöðvar og fastar stöðvar

IC-F5022

IC-M423

Miðhraun 13 - 210 Garðabær S: 552 2111 - www.faj.is


Sýning - Expo Á föstudag og laugardag, meðan á ráðstefnunni Björgun 2014 stendur, munu ýmis fyrirtæki kynna vörur sínar og þjónustu fyrir ráðstefnugestum. Olís olis.is Olíufélag, rekstarvörur Sjóvá sjova.is Tryggingar Vodafone vodafone.is Fjarskiptaþjónusta Íslandsbanki isl.is Bankaþjónusta Slysavarnafélagið Landsbjörg landsbjorg.is Leit, björgun og slysavarnir Neyðarlínan 112.is Tetrastöðvar Arctic Trucks arctictrucks.is Jeppar og jeppabreytingar, allt fyrir jeppa Askja askja.is Bílaumboð Gore Tex gore-tex.com Framleiðandi Gore Tex Taiga taiga.is Fatnaður GGSjósport ggsport.is Útivistarvörur 66° Norður 66north.is Útivistarfatnaður Conterra conterra-inc.com Sjúkravörur og grjónadýnur Köfunarvörur ehf kofunarvorur.is Kafaravörur og fatnaður Fjallakofinn fjallakofinn.is Útivistarvörur og Pips snjóflóðabúnaður Dynjandi dynjandi.is Öryggisvörur RadíóRaf ehf radioraf.is Rafmagnsvörur Safalinn safalinn.is Útivistarvörur og Barrivox snjóflóðabúnaður Less less.no Börur og björgunarbúnaður Ísmar ismar.is Talstöðvar, hitamyndavélar og ljós Spennandi spenn.is Go pro myndavélar Stormur stormur.is Vélsleðar, fjórhjól, sexhjól og búnaður Ellingsen ellingsen.is Útivistavörur, vélsleðar fjórhjól, sex hjól og allur búnaður. RS Import rsimport.is GPS tæki, myndavélar, snjóflóðabúnaður Íslensku alparnir alparnir.is Útivistafyrirtæki Andri og Steini ehf buffalosystems.co.uk Fatnaður Arctic Sport arcticsport.is Vélsleðar, fjórhjól, fjarskiptatæki, ljós og allur búnaður


Húsnæðislán

Ertu að hugsa um að kaupa þína fyrstu fasteign? Við lánum 1.500.000 kr. aukalega til þeirra sem eru að kaupa sér húsnæði í fyrsta skipti.* Að kaupa húsnæði er stór ákvörðun og því um að gera að vega og meta alla kosti í stöðunni. Húsnæðislánaráðgjafarnir okkar hafa víðtæka reynslu og góðan skilning á aðstæðum ungra fasteignakaupenda og geta því gefið þér góð ráð. Ræddu við húsnæðislánaráðgjafa í næsta útibúi. *Heildarlánveiting bankans að meðtöldu viðbótarláni er þó að hámarki 90% af kaupverði. Lántakandi þarf að standast greiðslumat og uppfylla aðrar útlánareglur bankans. Veittur er helmingsafsláttur af lántökugjöldum til þeirra sem eru að kaupa í fyrsta sinn. Lántakandi þarf að greiða kostnað við greiðslumat, skjalagerðargjald, þinglýsingargjald og, ef við á, kostnað við veðbanda- og lánayfirlit. Á www.islandsbanki.is getur þú reiknað mánaðarlegar afborganir, árlega hlutfallstölu kostnaðar og heildarkostnað.

islandsbanki.is

Netspjall

Sími 440 4000

Facebook

50% afsláttur af lántökugjöldum við kaup á fyrstu eign er veittur til áramóta


Kvöldverður í Bláa lóninu Á laugardagskvöldið verður hátíðarkvöldverður ráðstefnunnar á veitingastaðnum Lava við Bláa lónið. Fyrir þá sem ætla að skella sér í lónið fer rúta úr Reykjavík klukkan 18:00. Hinir sem ætla eingöngu í kvöldverðinn en ekki fá sér sundsprett geta tekið rútu sem fer klukkan 19:00. Þeir sem hyggjast mæta í Bláa Lónið og eiga þar góða kvöldstund merkja við Silfurpakkann þegar þeir skrá sig á ráðstefnuna. Innifalið er þriggja rétta máltíð, fordrykkur, aðgangur að lóninu og rútuferðir báðar leiðir.

Ráðstefna

69


BJÖRGUN 2014 ráðstefna og sýning Föstudagur 17.10.

SILFURBERG A

SILFURBERG B

11:00-12:00

Opnunarfyrirlestur: Notkun áhættugreiningaraðferða til að meta björgunarviðbúnað á Norðurslóðum - Dr. Björn Karlsson

12:00-13:00

Matur

13:00-13:45

Eldur á skipi á sjó - Fernanda Páll Geirdal og Birgir Finnsson

Framfarir í aðferðum við flutning mænuskaðaðra - Rick Lipke

14:00-14:45

Frá vöktun til viðvarana - Bárðarbunga Björn Oddsson

Leit á heimilum – hvað hefur reynslan kennt okkur? - Edda Björk Gunnarsdóttir

15:00-15:45

Eldarnir í Lærdal 2014 - Dag Botnen

Á ferð yfir Vatnajökul - Alex Hibbert

16:00-16:45

Framþróun í leit og björgun Robert J. Koester

Færanlegt GSM leitarkerfi Ingólfur Haraldsson

09:00-09:45

Björgunarsveit bandaríska flughersins Michael Vins

JESIP- Samhæfing viðbragðsaðila Roy Wilsher

10:00-10:45

Hvaða sérhæfðu aðferðum við greiningu og meðferð lífshættulegra áverka er hægt að beita úti á mörkinni? - Bergþór Steinn Jónsson

Stórgos á Íslandi og áhrif þeirra Ágúst Gunnar Gylfason

11:00-11:45

Buncefield bruninn Roy Wilsher

Fyrsta hjálp á fjöllum: Lærdómur frá Snowdonia, Norður Wales Dr. Linda Dykes

12:00-13:00

Matur

13:00-13:45

Leit að fólki með heilabilun Robert J. Koester

Geimskutlan Challenger - Stephen Carver

14:00-14:45

Elskan, það er kalt úti: svöl nálgun á áhrif kulda og ofkælingu - Gordon Giesbrecht, Ph.D.

Aukinn árangur í leit og björgun Ross Gordon

15:00-15:45

Hvað gerist raunverulega í stóru eiturefnaslysi og hvernig getum við búið okkur undir slíkt? Mark Byers

Eru þeir sem orðnir eru kaldir látnir? Benedict Kjaergaard, Lieutenant Colonel, M.D.

16:00-16:45

Mikilvægi skriflegra verkferla Viðar Magnússon

Erlendir ferðamenn í erfiðum aðstæðum á Íslandi – Leonard Birgisson

09:30-10:15

Jarðskjálfti í Christchurch - 2011 - Starf sjálfboðaliða björgunarsveita Ross Gordon

Það sem enginn sagði: Algeng meiðsl og sjúkdómar hjá björgunarfólki og sjúklingum Kristin Peterson

10:30-11:15

Hvernig getum við nýtt sporarakningar til að gera leitaraðferðir árangursríkari Sigurður Ó. Sigurðsson

Fjallabjörgun í 50 ár Paul Smith

11:30-12:15

Gengum við of langt - Bleiksárgljúfur Guðbrandur Örn Arnarson

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin (ICE-SAR) - Fortíð, nútíð og framtíð Björn Bergmann Þorvaldsson

Laugardagur 18.10.

Sunnudagur 19.10.

70


17.-19. október 2014 KALDALÓN

RÍMA

Þekking skíðafólks, reynsla og viðhorf til fjallaskíðamennsku og snjóflóða - Per-Olov Wikberg

Samvinna/samstarf lögreglu og björgunarsveita Sveinn K. Rúnarsson

SMACS: Neyðarviðbrögð vegna smábáta og þjálfun í að lifa af við heimskautaaðstæður - John Barrett

Fjölgun ferðamanna og útköll vegna þeirra Jónas Guðmundsson

Slöngubátar - notkun þeirra og saga innan RNLI Glen Mallen

Stjórnun aðgerða í stórum hamförum – Fellibylurinn Haiyan - Gísli Rafn Ólafsson

CBRN hryðjuverk, við hverju má búast? Mark Byers

Lítil björgunarsveit - stór verkefni Hallgrímur Óli Guðmundsson

Notkun ómannaðra loftfara í leitar- og björgunaraðgerðum - Sigurður Hrafnsson

Hvað er til ráða þegar hefðbundin talstöðvasamskipti bregðast? - Daníel Eyþór Gunnlaugsson

Engin áætlun þolir fyrstu snertingu við verkefnið Þorsteinn Þorkelsson

Stórslys hafa mikil áhrif á lítil samfélög Álfheiður Svana Kristjánsdóttir

MAYDAY - MAYDAY - MAYDAY - Leki um borð í seglskútunni FALADO VON RHODOS Oddur Arnar Halldórsson og Tryggvi Steinn Helgason

365 dagar í tölum Guðbrandur Örn Arnarson

Stöðvun blæðingar á vettvangi -Blæðing er eitt helsta banamein í slysa- og bráðatilvikum - Marcel Rodriguez

Björgunaraðgerð frá öðru sjónarhorni Sævar Logi Ólafsson

Björgunarafrekið við Látrabjarg Dagbjartur Kr. Brynjarsson

Straumvatnsbjörgun á Íslandi - Staðan í dag og framtíðin - Björgvin Óli Ingvarsson og Ágúst Ingi Kjartansson

Þróun SÁBF kerfisins Víðir Reynisson og Friðfinnur Fr. Guðmundsson

Öryggismál björgunarmanna Vigdís Agnarsdóttir og Magnús Viðar Arnarson

Af snjóflóðum og björgunaraðgerðum Anton Berg Carrasco

Hagnýting upplýsingatækni til að styðja við aðgerðamál - Tómas Gíslason

Björgunarbílar Hinrik Jóhannsson

SAR-EDU 2012 - Helstu niðurstöður Einar Eysteinsson

SAREX Greenland Sea 2013 Lt. Snorre Greil, aðgerðarsviði Landhelgisgæslunnar

TETRA - Fjarskipti fyrir viðbragðsaðila Ingólfur Haraldsson

Hin einstöku sprungukort af íslenskum jöklum Björn Oddsson

Fjölmiðlar í leit og björgun Ólöf Snæhólm Baldursdóttir 71


Fyrirlestrar Föstudagur 11:00-12:00 Opnunarfyrirlestur

Notkun áhættugreiningaraðferða til að meta björgunarviðbúnað á Norðurslóðum

Dr. Björn Karlsson Hægt er að nota áhættumatsaðferðir við greiningu á margs konar mismunandi verkefnum. Mat á því hvort björgunarviðbúnaður sé nægilegur við einhverjar vissar aðstæður er mikilvægt rannsóknarefni á sviði áhættuverkfræði. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um aðferðir til að meta björgunaraðgerðir og björgunarviðbúnað. Sem dæmi er ein slík aðferðafræði notuð til að meta björgunarviðbúnað á Íslandi hvað varðar viðbragð við slysum á íslensku leitarsvæði í Norðurhöfum.

Föstudagur 13:00-13:45 Eldur í skipi á sjó – Fernanda Páll Geirdal og Birgir Finnsson

Miðvikudaginn 30. október 2013 fékk Landhelgisgæsla Íslands tilkynningu um eld um borð í skipinu Fernanda 18 mílur fyrir utan Vestmannaeyjar. Björgunarbátur og lóðsinn frá Vestmannaeyjum voru kallaðir til og þyrlur Landhelgisgæslunnar sendar á staðinn. Upphaflega stóð til að senda slökkviliðsmenn með þyrlu og um borð í skipið, en því var breytt þegar áhöfnin tilkynnti að hún yrði að yfirgefa skipið. Þyrlur LHG flugu því út að skipinu og björguðu 11 manna áhöfn þess. Í kjölfarið tók síðan við viku verkefni þar sem varðskipið ÞÓR dró Fernanda brennandi út á sjó auk þess sem gerð var tilraun til slökkvistarfs í Hafnarfjarðarhöfn. Fernanda endaði síðan upp á landi í Helguvík, þar sem hún var tekin niður í brotajárn.

• lífeðlisfræðilegar hliðar á flutningi með tilliti til hugsanlegs mænuskaða • rannsóknir á vandkvæðum við flutning mænuskaddaðra • rannsóknir varðandi grjónadýnur í utanspítalameðferð • hættulausari aðferðir við flutning mænuskaddaðra • virkni grjónadýna

Þekking skíðafólks, reynsla og viðhorf til fjallaskíðamennsku og snjóflóða Per-Olov Wikberg

Veturinn 2012-2013 létust fleiri Svíar af völdum snjóflóða en nokkru sinni fyrr í sögunni. Sjö manns létust; fimm í Ölpunum, einn í Noregi og einn í Svíþjóð. Þessi fjölgun er í takt við þróun síðustu ára þar sem sífellt fleiri láta lífið í snjóflóðum. Gerð var könnun meðal skíðafólks og niðurstöður hennar voru bornar saman við tölfræðilegar upplýsingar um öll slys þar sem Svíar létust í snjóflóðum á árunum 2001-2013. Fengust þannig svör við mörgum mikilvægum spurningum. Til að mynda kom í ljós að mikil samsvörun var milli þeirra sem þátt tóku í könnuninni og þeirra sem höfðu látist í snjóflóðum. Þannig samanstóðu báðir hóparnir af skíðafólki sem var vel þjálfað, með góðan búnað sem það kunni að fara með og mikla þekkingu á snjóflóðum, auk þess sem það sótti í að skíða ótroðnar slóðir. Margir þátttakenda í könnuninni höfðu lent í snjóflóðum en breyttu í engu hegðun sinni í kjölfarið og voru enn til í að taka mikla áhættu. Í ár var gerð samsvarandi könnun sem beindist að vélsleðafólki. Markmið könnunarinnar var að bera kennsl á akstursvenjur hópsins, viðhorf hans og þekkingu á snjóflóðum og nýta síðan niðurstöðurnar sem grunn fyrir frekari samskipti við þennan hóp, mótun viðhorfa hans, menntun og þjálfun.

Framfarir í aðferðum við flutning mænuskaðaðra

Samvinna/samstarf lögreglu og björgunarsveita

Rick Lipke

Sveinn K. Rúnarsson

Í þessum fyrirlestri er ætlunin að sýna fram á hvers vegna hverfa ætti frá notkun stífra bakbretta. Farið er yfir eftirfarandi: • ónákvæmni þess að nota vísbendingar um háorkuslys með grun um mænuskaða sem ákvörðun um flutning • viðeigandi hryggskaðamat, t.d. Nexus hryggskaðamatsferlið • skaðlegar langtímaafleiðingar af flutningi með stífu bakbretti

Góð samvinna á milli lögreglu og björgunarsveita skiptir höfuðmáli þegar skipuleggja þarf stórar aðgerðir, hvort heldur þegar almannavá steðjar að, skipuleggja þarf stórar leitir og/eða björgunaraðgerðir og einnig í gæslustörfum. Þekking á hlutverkum hvors annars og regluverki er nauðsynlegur grunnur til að samstarfið geti orðið sem best, ásamt því að mannskapur þekkist vel og eigi eðlileg samskipti sín á milli. Segja má sem svo að flest þau verkefni sem björgunarsveitir taka að


sér séu undir stjórn lögreglunnar og því byggir þetta allt á traustri samvinnu á milli aðila.

SMACS: Neyðarviðbrögð vegna smábáta og þjálfun í að lifa af við heimskautaaðstæður John Barrett

Föstudagur 14:00-14:45 Frá vöktun til viðvarana – Bárðarbunga Björn Oddsson

Náttúruöflin halda vísindamönnum og viðbragðsaðilum uppteknum allt árið hér á landi. Áhersla er lögð á að fylgjast með því hvort hættuástand sé að myndast af jarðfræðilegum orsökum (eldgos og jarðskjálftar) eða vegna veðurs. Alls kyns mælitæki, sem notuð eru til að fylgjast með ýmsum náttúrufyrirbrigðum, hafa verið þróuð til að fylgjast með og segja fyrir um atburði sem geta leitt til viðbragða af ýmsum toga. Ekki er alltaf auðvelt að skilja á milli almennrar umræðu á milli sérfræðinga og viðvörunar til almennings. Í fyrirlestrinum verður náttúruvá skilgreind, hinum ýmsu mælikerfum lýst og viðvörunarstig rædd út frá þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið í tengslum við jarðskjálfta í Bárðarbungu og eldgosið í Holuhrauni. Leit á heimilum – hvað hefur reynslan kennt okkur?

SMACS er tveggja ára samvinnuverkefni um norðurslóðir þar sem leitar- og björgunaraðilar og rannsóknaraðilar frá Íslandi, Írlandi, Noregi og Svíþjóð koma saman, en verkefninu lýkur í október 2014. Markmið þess er að bæta þekkingu á sviði öryggismála, neyðarviðbragða og þjálfunar áhafna smærri skipa er sigla um norðurslóðir. Leitast var við að auka vitund þeirra er manna skipin á þeim aukabúnaði, þekkingu og þjálfun sem þarf að vera til staðar til að auka öryggi þeirra á sjó nálægt norðurskauti og auka líkur þeirra á því að lifa af hættulegar aðstæður með eða án aðstoðar frá björgunaraðilum. Í þessum fyrirlestri verður einnig sagt frá niðurstöðum einstakrar æfingar þar sem 11 sjálfboðaliðar yfirgáfu skip og sátu í tvo daga í 12 manna SOLAS björgunarbáti á opnu, sænsku hafsvæði. Sú æfing leiddi til margra áhugaverðra niðurstaðna um hönnun björgunarbáta og þá lífsreynslu að deila þröngum vistarverum í óþægilegum og streituvaldandi aðstæðum á norðlægum slóðum, bíðandi eftir björgunarbáti eða -þyrlu.

Edda Björk Gunnarsdóttir

Að mörgu er að hyggja við leit að týndum einstaklingi. Einn liður í upplýsingaöflun um einstaklinginn og í leitinni er að leita heimili hins týnda. En hvað þarf að hafa í huga við slíka leit? Eftir hverju erum við að leita? Hverju þarf að huga að ef við finnum einstaklinginn? Hefur reynslan kennt okkur eitthvað?

Fjölgun ferðamanna og útkalla vegna þeirra Jónas Guðmundsson

Ferðamönnum hingað til lands hefur fjölgað gríðarlega síðustu árin og hafa viðbragðsaðilar hér á landi orðið varir við það í mikilli fjölgun útkalla. Hér verður reynt að meta hversu mikið þetta er svo og hvernig útköll er um að ræða. Farið yfir orsakir og til hvaða viðbragða þarf að grípa til að fækka útköllum. Sérstaklega verður horft til þess hvernig félagið hefur og getur unnið með ferðaþjónustu og ríki.


Föstudagur 15:00-15:45 Eldarnir í Lærdal 2014 Dag Botnen

Þann 19. janúar 2014 varð einn mesti eldsvoði Noregs frá árinu 1923 í smábænum Lærdal. 40 byggingar brunnu á nokkrum klukkustundum, sumar þeirra verðmætar minjar. Eldsvoðinn var afar krefjandi fyrir viðbragðsaðila og upp komu aðstæður og atvik sem enginn hafði séð fyrir. Í fyrirlestrinum skoðar Dag ástæður þess að eldurinn varð jafn mikill og raun varð á, hvernig best er að ráða niðurlögum svona bruna og hvað viðbragðsaðilar lærðu í Lærdal. Hann mun einnig bera þennan eldsvoða saman við aðra svipaða sem orðið hafa í Noregi á árinu.

Á ferð yfir Vatnajökul Alex Hibbert

Alex Hibbert, sem veitt hefur mörgum innblástur, verður fyrirlesari á Rescue 2014. Alex sló öll fyrri met þegar hann fór í lengstu pólferð sem farin hefur verið án utanaðkomandi stuðnings. Hann er útskrifaður úr Oxford og var leiðtogi Tiso 2008 leiðangursins yfir Grænland þar sem hann fór rúma 2.211 kílómetra á 113 dögum yfir hrjóstrugt heimskautalandslag án nokkurs utanaðkomandi stuðnings. Fyrirlestur hans mun fjalla um áhættu og breytingar í síbreytilegum aðstæðum út frá ferð hans yfir Vatnajökul árið 2012.

Slöngubátar – notkun þeirra og saga innan RNLI Glen Mallen

Fyrirlesturinn fjallar um upphaf, þróun og í hvaða verkefni slöngubátar eru notaðir hjá RNLI. Fjallað verður um tegundir báta og mismunandi notkun á sjó, við strendur og í flóðum innanbæjar. Þá verður fjallað um kosti og galla slöngubáta.

Stjórnun aðgerða í stórum hamförum – Fellibylurinn Haiyan Gísli Rafn Ólafsson

Stærstu náttúruhamfarir síðasta árs urðu þegar fimmta stigs fellibylurinn Haiyan skall á Filippseyjum í byrjun nóvember. Yfir sjö þúsund manns létust, milljón heimili eyðilögðust eða skemmdust og fellibylurinn hafði sterk áhrif á yfir 16 milljónir manna. Ríkisstjórn Filippseyja óskaði eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins og þúsundir hjálparstarfsmanna komu til landsins til að veita neyðaraðstoð.

Í þessum fyrirlestri verður farið yfir hamfarirnar og það hvernig stjórnun viðamikilla aðgerða fór fram. Fjallað verður um þau atriði sem vel fóru við stjórnun og þau atriði sem hægt er að læra af aðgerðastjórnun á svæðinu. Fjallað verður um mikilvægi fjar- og samskipta við samhæfingu aðgerða og um það hvernig gott upplýsingaflæði tryggir að enginn verði útundan og að lítið sé um að aðstoð sé veitt of oft.

Föstudagur 16:00-16:45 Framþróun í leit og björgun Robert J. Koester

Leit og björgun eru að breytast vegna nýjunga í tækni, búnaði og rannsóknum. Í þessum fyrirlestri varpar Robert ljósi á nokkrar af þeim uppgötvunum sem hafa haft áhrif á þetta svið. Nýlega var 100.000 nýjum atvikum bætt í alþjóðlega leitar- og björgunargagnagrunninn (ISRID). Hann ræðir nokkrar af frumniðurstöðum úr grunninum, þar á meðal nýja efnisflokka og nýjar leiðir til að skoða mögulega atburðarás þegar manneskja týnist. Þá verður farið yfir landfræðileg módel til að greina mögulegar ákvarðanir týndra á ferð, vatnaskil, endurskoðun á staðsetningu þar sem hinn týndi sást síðast og punktmódelið. Einnig verður sýnt hvernig hægt er að samþætta þessi módel til að sýna líkindi svæða myndrænt á kortum. Auk þess verða kynntar nýjar rannsóknir varðandi líkurnar á fundi, þar á meðal einfalt vettvangspróf sem getur metið vísindalega hvaða líkur er á því að týndur einstaklingur finnist. Leitarmönnum verða sýndar aðferðir til að auka árangur í sjónleit og hvernig upplýsingar um hegðun týndra nýtast þeim.

Færanlegt GSM leitarkerfi Ingólfur Haraldsson

NORRIS leitarkerfið er viðbót við þau leitartæki sem notuð eru við leit að týndu fólki. Flestir eru með GSM síma og leitar kerfið að símanum. NORRIS er hannað til þess að vera um borð í þyrlu sem kemst yfir stórt leitarsvæði á stuttum tíma og sér ofan í lægðir og dali. Kveikt þarf að vera á GSM símanum en hann þarf ekki að vera tengdur við símnetið. Eftir að leitarkerfið nær sambandi við símann er hægt að staðsetja hann á nokkrum mínútum.


Leiðandi keðja gæðahótela

Gestrisni fylgir fjölskyldunni

Hjá Icelandair hótelunum er tekið á móti gestum af öllum kynslóðum með hlýlegum hætti. Umhverfið er fagurt, innanstokks er stílhreint og þjónustan er eins og best verður á kosið. Hjá Icelandair hótelum eru gæðin í fyrirrúmi og markmiðið að gestir kveðji staðinn sáttir. Hvert hótel hefur sín sérkenni en saman mynda þau sterka heild, rétt eins og samstæð fjölskylda þar sem ættareinkennið er gestrisni. Verið velkomin á öll níu Icelandair hótelin – þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi.

Nánari upplýsingar og bókanir: www.icelandairhotels.is eða í síma 444 4000.

REYKJAVÍK NATURA

REYKJAVÍK MARINA

í KEFLAVÍK

FLÚÐIR

VÍK

KLAUSTUR

HÉRAÐ

AKUREYRI

HAMAR



CBRN hryðjuverk, við hverju má búast? Mark Byers

Hryðjuverk sem framin eru með efna-, sýkla-, geisla- og kjarnavopnum (CBRN) eru ógnun við allar þjóðir í dag. En hvað er raunveruleg ógnun, hversu miklar líkur eru á slíkum atvikum og hvernig vitum við hvort slík árás hafi átt sér stað? Skoðun á CBRN atvikum síðustu 30 ára varpar ljósi á nýleg atvik og gefur vísbendingar um hvernig best sé að bregðast við þeim. Mark mun einnig ræða hvernig bera má kennsl á CBRN árásir og leiðir til að takast á við þær. Hagnýt ráð og einfaldar leiðir til að greina árás og skipuleggja viðbrögð verða kynnt.

Lítil björgunarsveit – stór verkefni Hallgrímur Óli Guðmundsson

Í september 2012 skall óveður á Norður- og Norðausturlandi. Í fyrstu var talið að slitnar rafmagnslínur og rafmagnsleysi í kjölfarið væru helstu afleiðingar veðursins. Fljótlega kom þó annað, og stærra, vandamál í ljós. Tugþúsundir fjár voru grafnar undir snjó í fjöllum og dölum á stóru svæði. Hjálparsveit skáta í Aðaldal er staðsett á því svæði er hvað verst varð úti og skyndilega stóð þessi litla sveit frammi fyrir ógnarstóru verkefni og gífurlegu vinnuálagi er varði vikum saman. Formaður sveitarinnar ræðir sveitina, hvernig hún tókst á við aðstæður, hvaða áhrif það hafði á meðlimi og niðursveifluna í starfi sveitarinnar er kom í kjölfarið. Hann beinir sjónum að hlutverki aðgerðastjóra, í þessu tilviki honum sjálfum sem formanni og hvernig litlar sveitir geti betur búið sig undir atburði af þessu tagi, ekki síst með tilliti til stjórnenda.

Laugardagur 09:00-09:45 Björgunarsveit bandaríska flughersins Michael Vins

Í þessum fyrirlestri mun Vins höfuðsmaður fjalla um Guardian Angels björgunarsveitina sem í eru m.a. fallhlífasveit (Pararescuemen), björgunarmenn á vígvelli (Combat Rescue Officers) og björgunarmenn sem eru sérhæfðir í erfiðum aðstæðum (Survival Specialists). Til umræðu verða leitar- og björgunarteymi, þjálfun og verkefni þeirra. Í fyrirlestrinum verður einnig farið yfir hvernig Guardian Angel björgunarsveitirnar starfa innan flughersins, t.d. með HH-60 þyrlum og HC-130 flugvélum. Beiting þessara bjarga er kjarninn í aðferðafræði við endurheimtu á vígvelli. Michael Vins, höfuðsmaður í flugher Bandaríkjanna, er björgunarmaður á vígvelli (Combat Rescue Officer) og er staðsettur í höfuðstöðvum flughersins í Evrópu/Afríku. Hann hefur fjórum sinnum verið sendur í stoðverkefni í Afganistan og Líbýu og hefur leitt yfir 120 björgunarleiðangra.

JESIP - Samhæfing viðbragðsaðila Roy Wilsher

Sameiginlegri áætlun um rekstrarsamhæfi neyðarþjónustu (JESIP) hefur verið komið á fót í Bretlandi til þess að fjalla um ráðleggingar og niðurstöður úr fjölmörgum skýrslum um alvarleg atvik þar í landi. Þar má nefna sprengingarnar í London 2005, flóðin á árinu 2007 og skotárásir á árinu 2010. Þörfin fyrir áætlunina var ítrekuð í könnun sem gerð var á meðal starfsfólks neyðarþjónustu lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla, en þar kom í ljós að þörf var fyrir aukna sameiginlega þjálfun, æfingar og skilning á milli starfsgreinanna þriggja. Verkefnið er til tveggja ára og hefur það markmið að bæta samvinnu og samhæfingu sjúkrabíla, lögreglu


og slökkvi- og björgunarliðs í upphafi aðgerða, þegar um flókin eða stærri atvik er að ræða. Það hefur leitt til stærsta og metnaðarfyllsta þjálfunarverkefnis sem nokkurn tímann hefur verið unnið af hinum þremur greinum neyðarþjónustunnar í Bretlandi.

Notkun ómannaðra loftfara í leitar- og björgunaraðgerðum Sigurður Hrafnsson

Ómönnuð loftför hafa verið notuð í áratugi, aðallega í hernaði og tengdum aðgerðum. Á undanförnum árum hafa ómannaðar flugvélar orðið ódýrari og notkunarmöguleikar þeirra í borgaralegum aðgerðum aukist. Löggjafar á hverjum stað og alþjóðleg flugmálayfirvöld eru að vinna að lagaramma til þess að samþætta umferð ómannaðra loftfara inn í almenna lofthelgi. Þessi þróun skapar tækifæri fyrir samtök í leitar- og björgunarþjónustu til þess að nota tæknina fyrir starfsemi sína. Í þessum fyrirlestri mun Sigurður veita innsýn í yfirstandandi rannsóknarverkefni sem fjalla um notkun ómannaðra loftfara á landsvæðum nálægt pólunum og þýðingu þeirra fyrir leit og björgun.

Hvað er til ráða þegar hefðbundin talstöðvasamskipti bregðast? Daníel Eyþór Gunnlaugsson

Eins og allir sem tekið hafa þátt í erfiðum aðgerðum þekkja eru fjarskipti einn af undirstöðuþáttum vel heppnaðrar aðgerðar. Samræming, stjórnun og yfirsýn eru lykilþættir sem allir vinnast í takt við þær upplýsingar sem berast í gegnum fjarskipti. Nú hafa björgunarsveitir notað Tetra fjarskiptakerfið í rúm sjö ár með góðum árangri og hefur það gjörbreytt því umhverfi sem við höfðum áður vanist. Samskiptamöguleikarnir eru miklir og virknin góð. En öll kerfi geta takmarkast í virkni þegar mest á reynir og má nefna sem dæmi þegar Tetra sendir missir samband sitt við Tetra kerfið. Hvað getum við sem dæmi gert þegar aðstæður líkt og áttu sér stað á Vestfjörðum desember 2012 koma upp? Þá rofnaði Tetra samband vegna langvarandi rofs á veiturafmagni. Fyrirlestur þessi ætti að gefa góða myndræna yfirsýn á leikmannamáli yfir þá fjarskiptamöguleika sem allir viðbragðsaðilar og veitustofnanir gætu þurft að vinna í gegnum þegar verið er að koma samskiptum á aftur eftir óhefðbundnum leiðum. Fyrirlesturinn á ekki síður erindi við aðgerðastjórnendur en fyrir þeim er mikilvægt að hafa yfirsýn yfir hvernig uppsetningum hægt væri að óska eftir komi til einhvers konar hamfara á þeirra aðgerðasvæði.

Laugardagur 10:00-10:45 Hvaða sérhæfðu aðferðum við greiningu og meðferð lífshættulegra áverka er hægt að beita úti á mörkinni? Bergþór Steinn Jónsson

Markmið fyrirlestrarins er að kynna fyrir björgunarsveitafólki á mannamáli aðferðir sem sérhæft heilbrigðisstarfsfólk getur notað til greiningar og meðhöndlunar lífshættulegra áverka á vettvangi. Fjallað verður um notkun ómtækis við mat áverkasjúklinga. Einnig rætt um sérhæfða meðferð áverkasjúklinga og mismunandi aðferðir til að tryggja öndunarveg. Björgunarmenn munu ekki læra að beita þessum aðferðum heldur er fyrirlesturinn eingöngu til fróðleiks.

Stórgos á Íslandi og áhrif þeirra Ágúst Gunnar Gylfason

Farið verður yfir stærstu söguleg eldgos á Íslandi og áhrif þeirra. Þá verður farið yfir hættumat og áhættugreiningar vegna eldgosa og litið á verstu hugsanlegar sviðsmyndir. Jarðfræðilegar og sagnfræðilegar rannsóknir hafa leitt í ljós ýmsar upplýsingar um tíðni, stærð og varanda eldgosa á Íslandi. Eldri frásagnir varpa nokkru ljósi á áhrif eldgosa á fyrri tíð. Hættumat vegna eldgosa er gert til að reyna að spá fyrir um stærð og gerð eldgosa sem geta orðið í framtíðinni. Í áhættugreiningu er metið hvað sé í húfi og hverjar líkurnar eru á að tiltekin verðmæti eða líf glatist í atburðum í framtíðinni.

Engin áætlun þolir fyrstu snertingu við verkefnið Þorsteinn Þorkelsson

Engin áætlun þolir fyrstu snertingu við verkefnið. Þessi orð eru fræg í sögunni og eru höfð eftir Helmut Moltke eldri yfirmanni prússneska herráðsins 1857-1888. Í fyrirlestrinum mun Þorsteinn Þorkelsson velta fyrir sér áætlanagerð í neyðaraðgerðum á Íslandi og skoða hvort þessi fullyrðing eigi við hér? Einnig ræðir hann þau atriði sem gera áætlanagerð að hans mati betri.

Stórslys hafa mikil áhrif á lítil samfélög Álfheiður Svana Kristjánsdóttir

Það er ögrandi verkefni í litlu samfélagi að hafa þjálfaða sjálfboðaliða til að bregðast við þegar slys eiga sér stað. Reynslan hefur sýnt okkur að það er mikilvægt að hafa þjálfaða áfallahjálparhópa í hverju bæjarfélagi sem veitt geta sálfélagslegan stuðning. Síðastliðið sumar reyndi á áfallahjálparhóp Rauða krossins við Eyjafjörð á ný. Þann 5. ágúst 2013 varð hörmulegt flugslys þegar


sjúkraflugvél með þrjá menn innanborðs brotlenti á svæði Bílaklúbbs Akureyrar í Hlíðarfjalli. Þar var fjöldi fólks saman kominn til að fylgjast með keppni sem var á vegum klúbbsins. Í flugvélinni voru samstarfsmenn þeirra björgunaraðila sem koma að slysinu auk þess sem flugstjórinn var í Bílaklúbbnum. Stór hluti vitna að slysinu voru því vinir og kunningjar þeirra sem í vélinni voru og á sama tíma upplifðu einnig margir áhorfendur sig í bráðri lífshættu. Með tækni nútímans, s.s. símum og myndavélum, voru fréttir af slysinu komnar af stað nánast á sama tíma og slysið gerðist. Það gerði það að verkum að slysið hafði mikil áhrif á mun fleiri en þá er á slysstað voru.

Laugardagur 11:00-11:45 Buncefield bruninn Roy Wilsher

Rétt eftir klukkan sex að morgni sunnudaginn 11. desember 2005 fékk Hertforshire Fire and Rescue Service Control Centre fyrsta símtalið af yfir 60 þar sem tilkynnt var um bruna í olíubirgðastöðinni í Buncefield. Sprengingin sem varð í olíubirgðastöðinni, sem er sú fimmta stærsta á Bretlandseyjum, heyrðist í 300 km fjarlægð. Höggið, sem mældist 2.4 á Richter skalanum, sprengdi rúður úr húsum í allt að þriggja kílómetra fjarlægð og lagði í rúst iðnaðarhverið sem stöðin stóð í, þar á meðal fjölda skrifstofubygginga, þar sem þúsundir manna unnu á virkum dögum. Þrátt fyrir að 40 manns hafi slasast í sprengingunni lést enginn eða slasaðist lífshættulega. Fyrstu hópar viðbragðsaðila mættu á vettvangi ótrúlegri eyðileggingu sem náði yfir fjölda ferkílómetra. Sprengingunni og eyðileggingunni sem henni fylgdi hefur verið lýst sem stærsta slíku atviki á friðartímum í Evrópu.

Auk þess að kveikja í olíutönkunum sem olli sprengingunni rústaði höggið stjórnstöð olíubirgðastöðvarinnar og húsunum sem hýstu neyðardælur fyrir vatnsbirgðir. Nærliggjandi vegir voru ófærir sökum fallinna trjáa og ákafi eldsins var svo mikill að ekki var hægt að komast að tveimur af þremur vatnslónum er nýta átti við slökkvistörf í neyðartilvikum. Roy Wilsher lýsir í fyrirlestri sínum aðgerðum viðbragðsaðila í þessu risastóra verkefni.

Fyrsta hjálp á fjöllum: Lærdómur frá Snowdonia, Norður-Wales Dr Linda Dykes

Bráðdeild sjúkrahússins í Bangor í Norður-Wales fær yfir 100 tilfelli fjallaslysa árlega frá Snowdonia þjóðgarðinum. Hvert tilfelli sem leitar- og björgunarlið svæðisins kemur til aðstoðar er samviskusamlega skráð í gagnabanka spítalans. Nú þegar hafa yfir 1.000 tilfelli verið skráð og er gagnabankinn því talinn vera sá stærsti sinnar tegundar í heiminum yfir greiningar lækna á meiðslum fjallafólks. Linda hefur árum saman rýnt í gögnin sem nú eru farin að gefa svör


við ýmsum spurningum sem brunnið hafa á björgunaraðilum á vettvangi slysa til fjalla: •Hversu stórt hlutfall af þeim sem falla í fjöllum eru með áverka á mjaðmagrind (og þjónar það einhverjum tilgangi að spelka slík brot?) •Hversu algeng eru hryggbrot í slysum á fjöllum – og hversu mörg þeirra skaða mænuna eða eru mögulega óstöðug? Í fyrirlestrinum lýsir Linda samstarfinu milli bráðadeildarinnar, fjallabjörgunarsveitanna á svæðinu og þyrlusveitar Konunglega flughersins, og deilir með áhorfendum helstu niðurstöðum sem gagnabankinn hefur skilað. Þær ættu að höfða bæði til fólks innan heilbrigðisgeirans, sem og björgunargeirans. Búið ykkur undir að heyra, því sem þið hélduð að væru staðreyndir, snúið á hvolf.

upplýsingar, sem byggðar eru á 2.200 leitar- og björgunaraðgerðum, þar sem heilabilaðir komu við sögu. Ítarleg rannsóknarvinna skiptir sköpum þegar segja á fyrir um hegðun þeirra. Umfangsmiklar rannsóknir hafa nú verið gerðar (á þúsundum atvika) og segja niðurstöðurnar til um hvar líklegast sé að viðkomandi finnist. Nýjar upplýsingar eru nú til fyrir þéttbýli, fjalllendi og láglendi á tempruðu beltum jarðar. Að auki eru nú einnig til gögn fyrir pólsvæðin. Í fyrirlestrinum verður skoðað hvernig fólk með heilabilun upplifir veröldina, hvað hefur áhrif á hegðun þeirra og, það sem mikilvægast er, hvar á að leita ef það týnist. Þegar týnd manneskja með heilabilun er fundin eru nokkur atriði sem hafa þarf í huga þegar henni er sinnt.

Geimskutlan Challenger MAYDAY-MAYDAY-MAYDAY – Leki um borð í seglskútunni FALADO VON RHODOS

Stephen Carver

Um þessar mundir er ár síðan aðgerðagrunnur SL var tekinn í notkun. Á þessu ári hafa safnast ómetanlegar upplýsingar um verkefni björgunarsveita um allt land. Farið verður yfir helstu lykiltölur í aðgerðum og spáð í hvað þessi gögn segja okkur. Hvað græða svæðisstjórnir, formenn, félagið, hinn almenni björgunarmaður á tölfræði?

Þann 28. janúar 1986 sprakk geimskutlan Challenger um mínútu eftir að henni var skotið á loft. Veröldin fylgdist forviða með en fáir áttuðu sig á því að hönnuðir skutlunnar höfðu séð þetta slys fyrir, mörgum árum áður en það gerðist. Daginn fyrir geimskotið höfðu helstu verkfræðingarnir sem að því komu sagt að það væru nær 100% líkur á því að skotið tækist ekki. Eftir slysið áttuðu stjórnendur Bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, sig á því að gera þyrfti róttækar breytingar á verklagi stjórnendateymis hennar. Þær breytingar urðu svo til þess að næstu árin urðu geimskotin afar örugg og menn misstu sjónar á viðmiðum og mikilvægi öflugrar upplýsingagjafar milli aðila sem að þeim komu. Í febrúar 2003 brann svo geimskutlan Colombia upp þegar hún kom aftur inn í lofthjúp jarðar eftir ferð sína með þeim afleiðingum að öll áhöfn hennar fórst. Því ollu stjórnunarmistök, sambærileg þeim sem voru gerð þegar Challenger fórst. NASA hafði því ekki tekist að læra af fortíðinni. Helstu atriði eru mikilvægi alvöru samskipta, áhættumat, samhæfing mismunandi aðila, viðhald þekkingar innan samtaka/stofnana/fyrirtækja og hættur samfara hóphugsun.

Laugardagur 13:00-13:45

Stöðvun blæðingar á vettvangi – Blæðing er eitt helsta banamein í slysa- og bráðatilvikum

Oddur Arnar Halldórsson og Tryggvi Steinn Helgason

Þann 8. ágúst klukkan 23:20 barst neyðarkall frá seglskútunni Falado Von Rhodos sem stödd var um 16 sjómílur vest-norð-vestur af Garðskaga með 12 manns um borð. Þegar björgunarlið kom á vettvang varð ljóst að ástandið var alvarlegt. Af 12 manns um borð voru sjö börn, töluverð slagsíða var á skútunni og hún full af vatni. Þyrlubjörgun reyndist ekki gerleg sökum sjólags og hárra mastra skútunnar. Í þessum fyrirlestri fara Oddur og Tryggvi Steinn yfir þessa erfiðu björgunaraðgerð.

365 dagar í tölum Guðbrandur Örn Arnarson

Leit að fólki með heilabilun Robert J. Koester

Þessi fyrirlestur er bæði fyrir þá sem eru við leit úti á mörkinni sem og þá sem vinna við stjórnun leitaraðgerða og vilja læra að bera kennsl á heilabilun, rannsaka og leita að fólki með heilabilun. Lagðar verða fram nýjar

Marcel Rodriguez

Eitt af því sem viðbragðsaðilar þurfa að takast á við í störfum sínum er að stöðva blæðingu í slysa- og bráðatilvikum eins skjótt og örugglega og hægt er. Í þessum fyrirlestri verða skoðaðar bestu leiðirnar til að takast á við blæðingu hjá slösuðu fólki, auk þess sem rætt verður um nýjustu tækni á þessu sviði.


Björgunaraðgerð frá öðru sjónarhorni

Aukinn árangur í leit og björgun

Sævar Logi Ólafsson

Ross Gordon

Miðvikudaginn 19. desember 2012 fengu undanfarahópar á svæði 1 útkall þar sem fjallgöngumaður hafði slasast í Múlafjalli, sem er vinsælt fjall til ísklifurs í botni Hvalfjarðar. Hinn slasaði var björgunarsveitarmaður í æfingarferð með tveimur öðrum björgunarsveitamönnum. Í þessum fyrirlestri lýsir Sævar Logi reynslu sinni af því að vera „röngu megin“ víglínunnar í björgunaraðgerð.

Aukinn árangur fæst með umbótum í: • Kerfum – marksækin leit út frá kunnáttu leitarmanna • Tækni – notkun verkfæra til að styðja við leitarmenn úti á mörkinni • Þjálfun – hin hnattræna kennslustofa Valin rýnidæmi um leitaraðferðir og sporarakningar verða notuð til að sýna fram á ávinning fyrir leitarmenn.

Björgunarafrekið við Látrabjarg

Laugardagur 14:00-14:45 Elskan, það er kalt úti: svöl nálgun á áhrif kulda og ofkælingu Gordon Giesbrecht, Ph.D.

Það eru ýmsar ranghugmyndir til um áhrif kulda á mannslíkamann og viðbrögð björgunarfólks í aðstæðum þar sem fólk hefur orðið fyrir kælingu. Í þessum fyrirlestri verður skoðað hvað þarf í rauninni til þess að fólk ofkælist (langan tíma) og hvernig þekking getur dregið úr hræðslu og röngum ákvörðunum við meðhöndlun kaldra sjúklinga og tryggt öruggari og árangursríkari viðbrögð frá starfsfólki neyðarþjónustu. Gordon rannsakar viðbrögð mannslíkamans við æfingum og vinnu í öfgafullum aðstæðum. Hann hefur framkvæmt hundruð rannsókna þar sem fólki er sökkt í kalt vatn og hafa þær leitt í ljós upplýsingar um lífeðlisfræði og umönnun áður en komið er á sjúkrahús sem geta bjargað mannslífum.

Dagbjartur Kr. Brynjarsson

Farið verður yfir lýsingar á björgunarafrekinu við Látrabjarg 12. desember 1947 þegar áhöfninni á breska togaranum Dhoon var bjargað við mjög erfiðar aðstæður. Dhoon strandaði um það bil 70 metra fyrir utan Látrabjarg, þar sem það er um 250 metra hátt, í vonskuveðri. Björgunarmenn þurftu að koma sér niður ísilagt bjargið til þess að geta veitt skipbrotsmönnunum aðstoð. Í fyrirlestrinum er ætlunin að lýsa þeim atburðum sem áttu sér stað þessa daga ásamt því að velta því upp hvernig staðið yrði að sambærilegri björgun í dag.

Ráðstefna

81


Straumvatnsbjörgun á Íslandi. Staðan í dag og framtíðin Björgvin Óli Ingvarsson og Ágúst Ingi Kjartansson

Fyrirlesturinn fjallar um straumvatnsbjörgunarmál á Íslandi. Á Björgun 2012 var fluttur sláandi fyrirlestur um stöðu þessara mála hér á landi, þar sem m.a. kom fram að við höfum bara verið heppin að ekki hafi farið illa. Hvernig er staðan í dag, tveimur árum seinna? Hvað er búið að gera og hvað er á stefnuskránni? Erum við í góðum málum núna eða þarf enn að gera betur? Kynning á nýju átaki Björgunarskólans í menntunarmálum í straumvatnsbjörgun. Hvers vegna þurfa allar björgunarsveitir að kynna sér straumvatnsbjörgun og hver er þörfin fyrir sérhæfða straumvatnsbjörgunarhópa?

Laugardagur 15:00-15:45 Hvað gerist raunverulega í stóru eiturefnaslysi og hvernig getum við búið okkur undir slíkt? Mark Byers

Sem betur fer eru eiturefnaslys er hafa áhrif á fjölda manns sjaldgæf, en viðbragðsaðilar um allan heim hafa af þeim áhyggjur og reyna að undirbúa sig til að takast á við þau. Þrátt fyrir að stór eiturefnaslys séu ekki algeng eru fjöldaslys það og þótt margt sé sammerkt með þessum tveimur tegundum atvika er einnig margt sem er öðruvísi og þurfa viðbragðsaðilar að vera meðvitaðir um þau atriði og gera ráð fyrir þeim í áætlunum sínum. Með rannsóknum á hegðun hópa, sem gerðar voru eftir atburðina í Tokyo 1994/5 og Damascus 2013, og skilningi á raunverulegri (frekar en ætlaðri) hættu má búa til grunnáætlanir um hvernig bregðast skuli við stóru eiturefnaslysi og bæta útkomuna, þannig að sem flestir njóti góðs af björgunarstarfinu.

sjúkrahússins í Árósum og Álaborg voru gerðar ítarlegar rannsóknir á ofkælingu. Markmiðið var að hanna færanlega hjarta- og lungnavél til að meðhöndla hjartastopp af völdum ofkælingar. Kröfðust þessar rannsóknir bæði tæknilegra lausna og meiri þekkingar á líkamlegum þáttum ofkælingar. Í framhaldinu var byggt upp landsdekkandi kerfi í Danmörku sem sinna átti alvarlegum ofkælingartilfellum. Síðan 2004 hafa um 100 manns með alvarlega ofkælingu hlotið meðferð innan þessarar þjónustu og hefur helmingur þeirra lifað ofkælinguna af. Kjærgaard mun í fyrirlestri sínum ræða nýja læknisfræðilega skilgreiningu á ofkælingu sem ekki styðst einugis við hitastig. Hann mun einnig stinga upp á þrenns konar meðferð við ofkælingu eftir því hversu alvarleg hún er.

Þróun SÁBF kerfisins Víðir Reynisson og Friðfinnur Fr. Guðmundsson

Í kjölfar mikilla skógarelda í Laguna í Bandaríkjunum 1970 þar sem mismunandi stjórnskipulag viðbragðsaðila, ásamt skorti á samhæfingu, hamlaði björgunarstörfum fæddist stjórnkerfið ICS sem við þekkjum sem SÁBF á Íslandi. Kerfið var sett saman út frá hugmyndafræði sem var ekki alveg ný en var aðlöguð leitar- og björgunarstörfum. Árið 1999 var svo skipuð nefnd hér á landi sem kom með tillögur að íslensku stjórnkerfi, SÁBF, sem að mestu leyti er eins og ameríska ICS kerfið. Mikil þróun varð á ICS í kjölfar atburðanna 11. september 2001 og hafa áherslur og breytingar verið gerðar til að gera kerfið skilmerkilegra. Frá því SÁBF kerfið var innleitt 1999 með undirskrift allra viðbragðsaðila hefur aftur á móti engin þróun verið á kerfinu. Í fyrirlestrinum verður farið yfir þær nýjungar, nýjar áherslur og önnur atriði sem hugsanlega ættu heima SÁBF kerfinu okkar.

Öryggismál björgunarmanna Eru þeir sem orðnir eru kaldir látnir? Benedict Kjaergaard, Lieutenant Colonel, M.D.

Þegar sjúklingar eru alvarlega ofkældir þá getur verið vandkvæðum bundið að ákvarða hvort þeir séu á lífi eða ekki. Það skipti kannski ekki svo miklu máli hér áður fyrr, því þeir sem urðu fyrir alvarlegri ofkælingu létust allir. Það var ekki til nein meðferð sem gagnaðist líflausum ofkælingarsjúklingi. Það eru ekki nema 15 ár síðan talið var að mjög fáir, ef nokkrir, með hjartastopp af völdum ofkælingar lifðu af, og þá ekki nema með flutningi á eitt af þeim fáu sjúkrahúsum er höfðu í fórum sínum hjartaog lungnavél. Í samstarfi Danska flughersins og Háskóla-

Vigdís Agnarsdóttir og Magnús Viðar Arnarson

Í þessum fyrirlestri munu félagar úr RNB kynna drög úr könnun sem gerð var hjá félögum SL nú í haust þar sem spurt var um slys í starfi björgunarsveita. Einnig verður velt upp hvernig öryggismálum björgunarmanna í starfi og útköllum er háttað og hvort þar megi bæta. Reynt verður að rekja nokkur slys úr starfi björgunarsveita og horft til hvort og þá hvað hefði mátt fara betur. Í lokin verður stuttlega minnst á tilurð RNB nefndarinnar og hver tilgangur hennar er.


Laugardagur 16:00-16:45 Mikilvægi skriflegra verkferla Viðar Magnússon

Eru skriflegir verkferlar samrýmanlegir bráðaþjónustu? Í þessum fyrirlestri verður fjallað um notkun verklagsreglna og gátlista í bráðaþjónustu.

Erlendir ferðamenn í erfiðum aðstæðum á Íslandi Leonard Birgisson

Með mikilli fjölgun ferðamanna til Íslands fjölgar einnig þeim sem ferðast á eigin vegum um hálendið og afvikna staði. Þessi fjölgun ferðamanna leiðir einnig til fjölgunar á þeim ferðamönnum sem hafa litla þekkingu á ferðamennsku við erfiðar aðstæður, kynna sér lítt staðhætti, veðurfar og þá áhættu sem fylgir því að vera einn á ferð í ókunnu landi. Á netinu má finna ótrúlegar frásagnir erlendra ferðamanna af gönguferðum um Ísland og baráttu þeirra við náttúruöflin en því miður eru ekki allir til frásagnar um ferðir sínar. Á undanförnum árum hafa björgunarsveitir sinnt nokkrum viðamiklum leitar- og björgunaraðgerðum þar sem erlendir ferðamenn hafa lent í vandræðum, ekki bara vegna veðurs heldur einnig vegna vanbúnaðar og ofmats á eigin þekkingu og reynslu. Í fyrirlestrinum verður farið yfir nokkur dæmi og reynt að varpa ljósi á hvers konar fólk er um að ræða.

Af snjóflóðum og björgunaraðgerðum Anton Berg Carrasco

Erindið fjallar um möguleika björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila til að bregðast við snjóflóðatilfellum á sem skilvirkastan og öruggastan hátt. Rætt verður um ákvarðanatöku og áhættuþætti, verkferla og aðra þætti sem til þess eru fallnir að koma á eðlilegu jafnvægi milli öryggis björgunarmanna og hagsmuna skjólstæðinga. Meðal annars verður lögð áhersla á skilin milli félagabjörgunar og skipulagðrar björgunar, nýlega samþykktan vinnuferil varðandi ákvarðanatöku er lýtur að endurlífgun og umönnun einstaklinga sem grafast í snjóflóði og verkskipulag og stjórnun á snjóflóðavettvangi.

Hagnýting upplýsingatækni til að styðja við aðgerðamál Tómas Gíslason

Neyðarlínan hefur byggt upp fjölda kerfa til að styðja við dagleg verkefni viðbragðsaðila. Haldið er utan um boðunarlista eininga og leitast við að styðja við verklag í aðgerðum. Nokkrar nýjungar og uppfærslur á eldri kerfum hafa litið dagsins ljós á árinu. Svörun er nýtt kerfi sem gerir viðbragðsaðilum kleift að fá rauntímayfirsýn yfir væntanlegar bjargir. Miðlun upplýsinga í Sitewatch hefur aukist mikið, t.d. með AIS upplýsingum og jöklakortum. Einnig er unnið að tengingum milli Neyðarlínu og aðgerðagrunna SL og Almannavarna, t.d. til að tryggja flæði verkefna í náttúruhamförum og stórslysum.

Ráðstefna

83


Sunnudagur 09:30-10:15 Jarðskjálfti í Christchurch 2011 – Starf sjálfboðaliða björgunarsveita Ross Gordon

Þann 22. febrúar 2011 reið jarðskjálfti af stærðinni 6.3 yfir næststærstu borg Nýja-Sjálands, Christchurch. 185 manns létu lífið, margir slösuðust og eyðilegging mannvirkja var gífurleg, metin á um 40 milljarða nýsjálenskra dala. Samfélagið brást við af manngæsku, hetjuskap, tárum og góðvild. Landbjörgunarsveitir Nýja-Sjálands eru yfirleitt hluti af almannavarnakerfinu en stærðargráða hamfaranna gerði það að verkum að leita þurfti til fleiri aðila. Á meðan slökkvilið og rústabjörgunarsveitir víða að úr heiminum sáu um að ná fólki úr rústum bygginga bjuggu sjálfboðaliðabjörgunarsveitir til, og innleiddu, áætlun þar sem framkvæmdar voru öryggisheimsóknir til 66.000 heimila. Í fyrirlestrinum fer Ross Gordon yfir aðgerðirnar, með áherslu á störf sjálfboðaliðanna, og það hvað læra má af þeim.

Það sem enginn sagði: Algeng meiðsl og sjúkdómar hjá björgunarfólki og sjúklingum Kristin Peterson

Almenn vellíðan og regluleg sjúkragæsla er mikilvæg fyrir björgunarfólk og sjúklinga í lengri aðgerðum. Oft er litið framhjá algengum kvillum og sjúkdómum og ekki talað um þá fyrr en í óefni er komið. Ástand, sem e.t.v. hefði verið auðvelt að lagfæra með inngripi í tíma, getur orðið til þess að viðkomandi getur ekki lengur tekið þátt, þarf að yfirgefa björgunarleiðangurinn eða verður einn sjúklingurinn í viðbót. Sjaldnast er rætt um þessa kvilla og sjúkdóma þegar leiðangrar eru undirbúnir og getur slík yfirsjón skapað mikil vandræði. Einfaldir hlutir eins og blöðrur, kvefpestir, þvagfæra- og sveppasýkingar eru dæmi um heilsufarsvanda sem ekki virðist alvarlegur en getur komið í veg fyrir þátttöku í lengri aðgerðum. Alla þessa kvilla, og marga fleiri, er auðvelt að greina og meðhöndla á fyrri stigum svo viðkomandi björgunaraðili geti áfram tekið þátt í björgunaraðgerð.

Björgunarbílar Hinrik Jóhannsson

Hvaða verkefni þurfa björgunarbílar að uppfylla í dag? Hvernig á að velja rétta tækið til þess að uppfylla þessar kröfur. Það er endalaust hægt að ræða um hvaða bíll er bestur án þess að komast að niðurstöðu. Markmiðið með þessum fyrirlestri er að skoða helstu þætti sem þarf að hafa í huga við val á björgunarbíl. Einnig verður skoðað hvaða möguleikar eru í boði í björgunarbílum í dag og hvað verður í boði á næstu árum.

SAR-EDU 2012 – Helstu niðurstöður Einar Eysteinsson

Björgunarskóli Slysavarnafélagsins Landsbjargar fer fyrir verkefninu SAR-EDU 2012 sem gengur út á að bera saman kennsluefni og aðferðir við kennslu á leitartækni og stjórnun leitaraðgerða hjá fjórum þjóðum í Norður-Evrópu. Þátttakendur í verkefninu ásamt Björgunarskólanum eru Lögreglustjórinn í Stokkhólmi, Mountain Rescue England and Wales, Mountain Rescue Committee of Scotland, Frivillige organisasjonernes reddningsgaglige forum í Noregi og Vapaaehtoinen Pelastuspalelu í Finnlandi. Verkefnið er stutt af menntaáætlun Evrópusambandsins – Leonardo da Vinci mannaskiptaáætlun. Á fyrirlestrinum verða helstu niðurstöður úr verkefninu kynntar.



Sunnudagur 10:30-11:15 Sporarakningar Sigurður Ó. Sigurðsson

Fjallað er um grunnatriði sporarakninga, hvernig og hvenær þær nýtast best í leitaraðgerðum. Farið verður yfir atriði eins og leit að sporum, mismunandi sporarakningaaðferðir og þekkingarstig björgunarmanna í sporarakningum. Sigurður spyr hvort, og þá hvernig, nýta megi þekkinguna til að bæta árangur leitaraðgerða.

Fjallabjörgun í 50 ár Paul Smith

Ogwen Valley fjallabjörgunarsamtökin fagna 50 ára afmæli sínu á næsta ári. Á þessum áratugum hafa samtökin þróast mikið og eru nú því sem næst óþekkjanleg þeim er stofnuðu þau. En stöðugar áskoranir fylgja því að reyna sífellt að innleiða bestu starfsaðferðir og meta nýjasta búnaðinn til að mæta sífellt auknum kröfum sem gerðar eru til þessara sjálfboðaliðasamtaka. Í þessum fyrirlestri mun Paul skoða breidd þeirra atvika er samtökin sinna og með dæmum af einstökum atvikum varpa ljósi á starfsemina, hvernig liðið er uppbyggt, búnað og þjálfun til að mæta kröfum nútímans og hvers vegna það hefur, á nokkrum sviðum, ákveðið að taka ekki upp nýja siði.

86

Ráðstefna

SAREX Greenland Sea 2013 Lt. Snorre Greil, aðgerðarsviði Landhelgisgæslunnar

SAREX Greenland Sea er leitar- og björgunaræfing á vegum Norðurskautsráðsins. Tilgangur hennar var að samhæfa viðbrögð björgunaraðila þegar skemmtiferðaskip kemst í neyð við norðausturströnd Grænlands á óbyggðu svæði. Helstu áskoranir á svæðinu eru m.a. hafís, ónægar sjómælingar og takmörkuð fjarskipti vegna hárra fjalla og hárrar breiddargráðu. Þátttaka Íslands samanstóð af varðskipi, gæsluflugvélinni TF-SIF, Slysavarnafélaginu Landsbjörg, stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, Almannavörnum, lögreglunni og Keflavíkurflugvelli. Kynningin gefur nákvæmari mynd af æfingunni og varpar ljósi á umhverfi hennar, tilgang og árangur. TETRA - Fjarskipti fyrir viðbragðsaðila Ingólfur Haraldsson

Góð fjarskipti skipta höfuðmáli í björgunaraðgerðum. TETRA kerfið er nú notað af öllum viðbragðsaðilum á Íslandi. Því þarf kerfið að dekka megnið af landinu, þ.m.t. hálendið. Því takmarki fylgja allir þeir annmarkar sem eru á því að setja upp og reka senda á afskekktum stöðum. Í þessum fyrirlestri verður farið stuttlega yfir sögu TETRA kerfisins á Íslandi, og þróunin í dag, t.d. í aflgjöfum, skoðuð. Einnig verður framtíðarskipulag fjarskipta viðbragðsaðila kannað.


Njóttu með ...

© 2014 The Coca-Cola Company. “Coca-Cola”, “Coke”, the “Dynamic Ribbon Device”, the “Red Disc Button Device” and the design of the “Coca-Cola Contour Bottle” are registered trademarks of The Coca-Cola Company.

#njottu

87

Ráðstefna


Sunnudagur 11:30-12:15 Gengum við of langt? – Leit í Bleiksárgljúfri Guðbrandur Örn Arnarson

Leitin að Ástu Stefánsdóttur í Bleiksárgljúfri er um margt athygliverðasta leit síðari tíma ekki síst vegna flækjustigsins og þess hvað leitarsvæðið var í raun og veru lítið. Gengu björgunarsveitir of langt í aðgerðum sínum? Var réttlætanlegt að leggja í jafn viðamikið verkefni við jafn hættulegar aðstæður og voru í gilinu? Fjallað verður um aðgerðina í máli og myndum og sérstaklega fjallað um áhættumat og mótvægisaðgerðir.

Hin einstöku sprungukort af íslenskum jöklum Björn Oddsson

Undanfarin fimm ár hefur hópur einstaklinga, stofnana og einkafyrirtækja unnið að því að gera kort af sprungum í íslenskum jöklum. Verkefnið er ekki unnið í hagnaðarskyni og er markmið þess að gera ferðir um jökla öruggari. Sprungukortin eru fáanleg sem pdf-skjöl til útprentunar og sem stafrænar þekjur sem leggjast yfir kort í GPS tækjum. Nú hafa kortin verið til í nokkurn tíma og leitað er svara við spurningunni hvort einhver noti þau, og ef svo er, hvernig þau eru notuð. Raunveruleg dæmi verða tekin til að sjá hvenær sprungukortin hefðu átt að vera notuð og hvenær þau voru notuð.

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin (ICE-SAR) – Fortíð, nútíð og framtíð

Fjölmiðlar í leit og björgun

Björn Bergmann Þorvaldsson

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin verður 15 ára á árinu, en sveitin var stofnuð í kjölfar jarðskjálfta í Tyrklandi árið 1999. Árið 2005 var tekin ákvörðun um að auka við getu sveitarinnar til að standast kröfur International Search and Rescue Advisory Group (INSARAG) og sækja um úttekt, en í september 2009 stóðst sveitin úttekt INSARAG sem medium rústabjörgunarsveit. Eftir útkallið til Haítí árið 2010 hafa verið gerðar nokkrar skipulagsbreytingar með það að markmiði að gera sveitina skilvirkari. Sveitin hefur tekið virkan þátt í starfi INSARAG, en hefur í auknum mæli tekið þátt í starfi Almannavarna Evrópusambandsins, en endurúttekt INSARAG á sveitinni fer fram á MODEX 2014 sem er æfing kostuð af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Í fyrirlestrinum verður lögð áhersla á þróunina undanfarið og veginn framundan.

Nú eru áhugaverðir tímar í fjölmiðlun og almannatengslum. Netið, snjallsímar með myndavélum og leiðum til að koma efni á framfæri á nokkrum sekúndum, hefur breytt lífi okkar. Sem sjálfboðaliðasamtök reiðir Slysavarnafélagið Landsbjörg sig á stuðning almennings, fyrirtækja og stofnana og því er nauðsynlegt að störf okkar séu sýnileg. En það er ekki sama hvernig það er gert. Í þessum fyrirlestri veltir Ólöf upp spurningum er varða þessi mál, t.d. hver, hvar og hvenær má birta efni úr aðgerðum björgunarsveita. Til glöggvunar tekur hún nærtæk dæmi um það sem vel hefur verið gert, það sem betur má fara og helstu atriði er hafa ber í huga.


Rรกรฐstefna

89



Ávarp formanns Frá árinu 1990 hefur ráðstefnan Björgun verið haldin á tveggja ára fresti. Síðan þá hefur ráðstefnan vaxið og dafnað og er nú stór, alþjóðleg ráðstefna, með fjölda erlendra sem innlendra fyrirlesara. Árið 2014 er Björgun haldin í Hörpu sem er stærsta og glæsilega tónlistar- og ráðstefnuhús okkar Íslendinga. Ástæðan er vaxandi vinsældir ráðstefnunnar. Harpan, sem er eitt helsta kennileiti Reykjavíkur og miðstöð menningar og mannlífs, er sannarlega réttur staður fyrir Björgun 2014. Sem fyrr er öll aðstaða til fyrirmyndar og hafa fyrirlestrar verið valdir af mikilli kostgæfni. Ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Björgun er tækifæri sem við eigum að nýta til að miðla reynslu okkar og um leið læra hvert af öðru til að gera okkur enn hæfari til samvinnu og samstarfa í björgunaraðgerðum morgundagsins. En til þess verðum við að vera tilbúin að læra af reynslunni með því að segja sögurnar okkar og um leið hlusta á sögur annarra. Nýjar og enn erfiðari björgunaraðgerðir bíða okkar og er það skylda okkar að undirbúa okkur með því að læra af mistökum og um leið af því sem vel er gert. Björgun er kjörinn vettvangur fyrir slíkt lærdómsferli. Það er óhætt að segja að undafarin ár hafi verið annasöm

DAGSKRÁ Þriðjudagur 14. október 09:00 Leitartækni - íslenska leiðin. Þriggja daga námskeið undir stjórn Sigurðar Ó. Sigurðssonar hefst. 09:00 Hegðun týndra. Tveggja daga námskeið Roberts Koester hefst. Miðvikudagur 15. október 09:00 Leitartækni - íslenska leiðin, námskeið heldur áfram. 09:00 Hegðun týndra, námskeið heldur áfram. Fimmtudagur 16. október Námskeið Leitartækni-íslenska leiðin heldur áfram 08:00 Námskeiðið Þjálfun fyrir stjórnendur slöngubáta hefst. 10:00 Öryggismál og forvarnir í ferðaþjónustu - ráðstefna ætluð aðilum er koma að ferðaþjónustu. 19:00 Námskeiðið Sáraumbúðir og frágangur sára hefst. 20:00 Námskeiðið Notkun „vaccum“ dýna í björgun hefst.

hvað varðar leit og björgun hér á landi. Breyttar ferðavenjur Íslendinga og fjölgun erlendra ferðamanna hafa orsakað fjölgun verkefna þeirra sem sinna björgunarstörfum. Náttúra sem tekur stöðugum breytingum minnir okkar á að framundan eru nýjar áskoranir. Reynslan hefur kennt okkur að samstarf og samvinna er besta leiðin til að takast á við hið óþekkta. Með samstarfi og samvinnu margra ólíkra aðila styrkjum við varnirnar og gerum okkur enn hæfari til takast á við ófyrirséða atburði. Aukið samstarf Neyðarlínunnar, lögreglu, Landhelgisgæslu, vísindamanna, slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, heilbrigðisstarfsmanna og sjálfboðaliða Slysavarnafélagsins Landsbjargar ásamt fjölda annarra er lykillinn að lausninni. Breytt heimsmynd kallar einnig á aukið samstarf og samvinnu á alþjóðavettvangi. Við Íslendingar getum miðlað miklu en um leið lært mikið af öðrum. Björgun er kjörið tækifæri til að heiðra samstarf og samvinnu allra þeirra sem koma að leitar og björgunarstarfi. vil hvetja þátttakendur á ráðstefnunni til að sækja sem flesta fyrirlestra og um leið að taka virkan þátt í þeirri dagskrá sem í boði er. Gerum gott samstarf og góða samvinnu enn betri. Hörður Már Harðarson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Föstudagur 17. október 11:00 Setning og opnunarfyrirlestur 13:00 Ráðstefna 13:00 Björgun 2014 Expo, sýning á björgunartækjum, búnaði og öðru áhugaverðu. 18:30 Opið hús hjá Arctic Trucks 21:00 „Fílaklúbbur“. Óformlegur hittingur og spjall um borð í Sæbjörginni sem liggur við bryggju bak við Hörpu. Rétti tíminn til að sýna sig og sjá aðra. Barinn opinn. Allir velkomnir. Laugardagur 18. október 09:00 Ráðstefna 09:00 Björgun 2014 Expo heldur áfram 18:00 eða 19:00 Rútuferðir í Bláa Lónið. Sundsprettur og hátíðarkvöldverður á Lava, veitingastað Bláa lónsins. Sunnudagur 19. október 09:30 Ráðstefna 12:15 Ráðstefnu lýkur 12:15 Vinnustofa um SMACS verkefnið um borð í Sæbjörginni


www.landsbjorg.is/bjorgun-2014


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.