Björgun - Tímarit - 1. tbl. 2015

Page 1

Leit á heimilum Mikil fjölgun útkalla Sigríður Björk lögreglustjóri Útkall í Esju Slysavarnasmiðja Börn á leikskólaaldri Snjóflóð Útivistarskólinn

1. tbl. 15. árg. 2015


Visit our stores: Austurhraun 3, Bankastrรฆti 7, Kringlan & Smรกralind mall | WWW.CINTAMANI.IS


PIPAR\TBWA • SÍA • 112120

Montana er útivistartæki seM hentar í bílinn, Mótorhjólið, vélsleðann, bátinn og gönguna. tæki seM fer hvert seM er!

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is

Garmin Montana er vatnshelt tæki með 4“ skjá sem hafa má bæði lárétt og lóðrétt. Mikil upplausn í skjá og stillimöguleikar gera Montana að einum skemmtilegasta ferðafélaganum. Tækið sýnir öll örnefni, hæðarlínur og landslag með skuggum, sem gefur kortinu aukna dýpt. Hægt er að skanna kort og loftmyndir og setja í tækið ásamt því að geyma nær ótakmarkað af ferlum, 4.000 vegpunkta og 200 leiðir. Montana er einnig til með 5MP myndavél. Söluaðilar um allt land – sjá www.garmin.is


Efni

1.tbl. 15.árg. mars 2015

12

Björgunarmál Hvenær er rétt að snúa við? Meðhöndlun fórnarlamba snjóflóða Af hverju lendum við í snjóflóðum? Leit á heimilum Starf hússtjórna Spjaldtölvur og landakort Fækkun umferðarslysa Tilkynning um neyðarslys Skýrslur Rannsóknarnefndar björgunarsveita Alltaf breytingar með nýju fólki Nýr eða gamall Mikil gróska í aðgerðamálum Öryggi björgunarmanna Mikil fjölgun útkalla Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2015

7 12 16 21 29 33 35 39 43 45 49 53 56 60 62

20

49

60

Slysavarnir

77

66

Börn á leikskólaaldri og umferðin Erfiðleikaflokkun á vöðum á hálendinu Tekjuskiptakerfi fyrir slysavarnadeildir Aðgerðaáætlun í slysavörnum ferðamanna Hvað eru þessar slysavarnadeildir að gera? Fundir slysavarnadeilda um land allt

66 69 72 77 81 84

Unglingamál Slysavarnasmiðja 86 Unglingadeildin Hafstjarnan 70 ára Unglingadeildin Vindur

89 90

88

Útivistarskólinn 92

43 92

Félagsmál Ráðstefnan Björgun

96

96 1. tbl. 15. árg. 2015

M

HV

E R F I S ME

R

KI

U

Útgefandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg, Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík. Áskrift og almennur sími: 570-5900. Netfang: bjorgun@landsbjorg.is. Auglýsingar: herdis@landsbjorg.is. Ritstjóri: Ólöf Snæhólm Baldursdóttir. Ábyrgðarmaður: Jón Svanberg Hjartarson Próförk: Haraldur Ingólfsson – Harla. Umbrot og prentun: Prentsmiðjan Oddi. Forsíðumynd: Sigurður Ó. Sigurðsson, www.sigosig.is 141 776

PRENTGRIPUR

Slysavarnafélagið Landsbjörg er samtök sjálfboðaliða um allt land sem vinna björgunar- og slysavarnastarf. Innan félagsins starfa um 100 björgunarsveitir, um 40 virkar slysavarnadeildir auk öflugs unglingastarfs. Félagið rekur Slysavarnaskóla sjómanna, Björgunarskólann, 14 björgunarskip og tugi slysavarnaskýla út um allt land. Björgun, tímarit félagsins, kemur að jafnaði út tvisvar á ári. Blaðið er prentað á umhverfisvænan pappír. Allar ábendingar um efni í blaðið eru velkomnar og sendast á olof@landsbjorg.is. Þeir sem óska eftir áskrift að blaðinu geta haft samband við skrifstofu félagsins. Slysavarnafélagið Landsbjörg gefur einnig út árbók einu sinni á ári og er hún yfirlit um starfsemi félagsins árið á undan. Nánari upplýsingar um Slysavarnafélagið Landsbjörg má finna á www.landsbjorg.is.


JEPPADEKK

AMERÍSK JEPPADEKK

Mastercraft dekkin hafa sannað sig á Íslandi áratugum saman. Sterk amerísk jeppadekk sem henta vel fyrir íslenskar aðstæður. Gefa hámarksgripp hvort sem það er á malbiki, malarvegum eða utan vegar.

ALAUS

12

I

R

mánaða

BO

R

A

F

XT

A

VA

Einstök gæði - góð ending - Gott verð

RGAN

Nánari upplýsingar

www.solning.is

Smiðjuvegi 68-72, Rvk Rúðuvökvi

Fitjabraut 12, Njarðvík

Austurveg 52, Selfossi

Hjallahrauni 4, Hfj Barðinn, Skútuvogi 2


FARSÆLT SAMBAND Í HÁLFA ÖLD

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 73249 03/15

Við fögnum 50 ára afmæli Toyota á Íslandi

Glæsileg Land Cruiser 150 afmælisútgáfa

33" afmælisbreytingarpakki að verðmæti 750.000 kr. fylgir* Gjafabréf frá Icelandair til Evrópu með öllum nýjum Toyotum* AFMÆLISGLEÐIN HELDUR ÁFRAM HJÁ VIÐURKENNDUM SÖLUAÐILUM TOYOTA Á ÍSLANDI. Toyota-eigendur hafa í 25 ár gert Toyota að söluhæsta bíl landsins. Þeir eru betri helmingurinn í farsælu sambandi Toyota við landsmenn í hálfa öld. Til að fagna því bjóðum við sérstaka afmælisútgáfu af Land Cruiser 150 ásamt veglegum 33" breytingarpakka. Fagnaðu með okkur farsælu sambandi í hálfa öld.

5 ÁRA ÁBYRGÐ

Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Garðabæ Sími: 570-5070

Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600

*Gildir ekki með öðrum tilboðum. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur. Nánari upplýsingar hjá söluráðgjöfum.

Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000


Gísli kominn að öðrum sleðanna daginn eftir.

Hvenær er rétt að snúa við? Björgunarmenn lenda í margvíslegum aðstæðum í útköllum og æfingum. En hversu langt á að ganga til að bjarga öðrum og hvenær er rétt að bakka út úr aðstæðunum? Það er ekkert eitt svar við því og ræðst það m.a. af aðstæðum, reynslu, dagsformi og samsetningu hópsins ásamt því hvert verkefnið er. Í útkalli í Blikdal í Esjunni veltum við þeirri spurningu oft upp hvort kominn væri sá tími að rétt væri að snúa við?

„Útkall F2 Gulur – Maður í sjálfheldu líklega innst í Blikdal.“ Þannig hljómuðu útkallsboðin sem bárust okkur um kl. 18:00 sunnudaginn 11. janúar. Ungur maður hringdi í Neyðarlínuna og tilkynnti að hann væri í sjálfheldu í Esjunni. Hann var staðkunnugur og taldi sig vera í Blikdal. Það var síðar staðfest með GPS hniti úr símanum hans. Eftir að hafa gengið upp á Þverfellshorn treysti hann sér ekki niður aftur vegna aðstæðna og ætlaði því niður Blikdal, eins og hann hafði áður gert. Veður fór hratt versnandi og hann endaði á lítilli syllu og bað um björgun þaðan. Úti var hávaðarok og gekk á með éljum og skafrenningi. Það var því mikilvægt að finna manninn sem allra fyrst. Í upphafi útkalls þarf að taka margar ákvarðanir á skömmum tíma, oft með takmarkaðar upplýsingar. Hverjir eiga að fara í útkallið, hvaða tæki á að nota

Gísli Símonarson, Guðmundur Óli Gunnarsson Hjálparsveit skáta Garðabæ

Björgunarmál

7


Gísli í þyrlu LHG á leiðinni að ná í sleðana. og hvaða leiðarval er líklegast til árangurs. Í þetta sinn ákváðum við í Hjálparsveit skáta í Garðabæ að senda nokkra hópa til leitar. Snjóbíllinn okkar fór beint af stað úr húsi og með honum voru fluttir undanfarar inn Blikdal. Vanir fjallamenn fóru upp gönguleiðina á Þverfellshorn og loks fóru þrír undanfarar á vélsleðum sömu leið og snjóbíllinn inn Blikdal. Frá öðrum björgunarsveitum komu fjölmargir hópar sem ýmist sóttu á leitarsvæðið eftir sömu leiðum og okkar hópar, en einnig um Eilífsdal og skoðað var að fara frá Skálafelli. Þegar greinarhöfundar hófu störf í hjálparsveitinni seint á liðinni öld voru útköll sleðaflokks afar fátíð, stundum liðu heil starfsár án útkalla hjá flokknum. Það var jú heilt yfir minna um útköll í þá daga, ef til vill voru tækin líka vannýtt. Með öflugri tækjum, breyttri aksturstækni og síðast en ekki síst nýrri sýn á hvernig nýta megi verkfæri eins og vélsleða við björgun hefur þetta breyst mjög mikið og eru útköll sleðaflokks það sem af er vetri orðin sex talsins. Síðastliðin ár hefur þannig háttað til hjá okkur í Garðabænum að reynslumiklir undanfarar hafa sumir hverjir kosið að starfa einnig í sleðaflokki sveitarinnar. Með tímanum hefur orðið til hópur vel hæfra sleðamanna sem jafnframt eru starfandi af krafti sem undanfarar. Þetta hefur boðið upp á nýja nálgun í útköllum, en í þónokkrum fjölda undanfaraútkalla síðastliðinna ára höfum við getað sent undanfara á vélsleðum í fjallabjörgunarverkefni. Við höfum notað hugtakið sleðaundanfari um þá aðila 8

Björgunarmál

sem hvort tveggja eru undanfarar og með staðgóða kunnáttu á vélsleða og aksturstækni í fjalllendi við krefjandi aðstæður. Hvort þetta hugtak festist í sessi mun reynslan ein skera úr um. Við lögðum þrír af stað á sleðum frá minni Blikdals ásamt fleiri sleðahópum. Fljótlega heltist einn úr

Gísli á leiðinni upp að sleðunum daginn eftir.

lestinni og hélt til baka með lítils háttar laskaðan sleða. Okkar von var að með sleðunum kæmumst við sem næst hinum týnda á sem skemmstum tíma, en bjuggum okkur þó þannig að við værum í stakk búnir að skilja við sleðana og halda áfram á fæti sem undanfarar með fjallabjörgunarbúnað.


Gísli að nálgast sleðana daginn eftir. Sleðarnir sjást í brekkunni vinstra megin ofan við Gísla. Ferðin gekk hægt enda veður slæmt og lítill snjór neðst í Blikdal. Eftir tæplega sjö kílómetra akstur í þúfum og litlu skyggni komum við innst í dalinn. Þar byrjuðum við á því að keyra inn í lítið gil, þaðan voru um 600 m í áætlaða staðsetningu hins týnda, beint upp brekkuna, um 250 m hækkun. Eftir að hafa skoðað aðstæður sáum við að ekki var fært á sleðunum upp úr gilinu og ákváðum við því að skoða aðstæður til hliðar við það. Þar fundum við leið upp brekku, en í brekkunni missti annar okkar grip á klaka og sleðinn valt niður. Ökumaðurinn slapp án teljandi meiðsla og eftir að hafa gengið úr skugga um að sleðinn væri í ökuhæfu standi fórum við og tókum stöðuna ásamt öðrum sleðamönnum sem voru komnir inn í dalbotninn. Hinir hóparnir ætluðu að ganga upp úr gilinu en við ákváðum að reyna aftur við brekkuna í von um að komast í meiri hæð og nær áætlaðri staðsetningu hins týnda. Það hafðist og við lögðum sleðunum okkar í brekkunni rétt undir klettabelti. Þar vorum við komnir í sömu hæð og hinn týndi og voru aðeins um 330m í hann. Við útbjuggum okkur til göngu með fjallabjörgunarbúnað á bakinu, brodda og exi í hönd og gengum af stað. Gangan sóttist seint þar sem lítið skyggni var og erfitt að troða sporin í hnédjúpum snjónum. Þar sem um 200 m voru eftir í hinn týnda fundum við hvernig hlíðin rann af stað með brotstál um 5 m fyrir ofan okkur. Við bárumst um 10m niður með flóðinu þar til það stoppaði. Okkar fyrstu viðbrögð voru að athuga með hvorn annan og svo þá sem voru fyrir

neðan okkur. Því næst létum við svæðisstjórn vita að björgunarmenn hefðu lent í snjóflóði og því væri enn frekari ástæða til að hafa varann á. Eftir þessa reynslu vorum við báðir nokkuð skelkaðir og veltum því fyrir okkur hvort ekki væri rétt að snúa við. Var það þess virði að halda áfram? Okkar niðurstaða var að halda áfram, enda vorum við þeir björgunarmenn

sem voru næst manninum og hætt við að hann myndi kólna hratt niður miðað við aðstæður. Þar sem okkur var ljóst að hætta var á fleiri snjóflóðum höfðum við varann á, höfðum lengra á milli okkar og reyndum að forðast djúpan snjó. Svæðisstjórn var á þessum tímapunkti í sambandi við manninn og fékk hann til að kalla á hjálp í von um að við heyrðum til

Sleðarnir eins og komið var að þeim daginn eftir útkallið. Höfundar greinarinnar hafa farið á grunn- og framhaldsnámskeið í aksturstækni vélsleða hjá Brett Rasmussen. Myndin sýnir sleðana upp á hlið og er dæmi um hvernig þeir geta beitt tækjunum öðru vísi en áður og þar með komist lengra. Björgunarmál

9


Yfirlitsmynd innst úr Blikadal. Á miðri mynd sést gilið þar sem þeir félagarnir komu fyrst að, þangað sem snjóbíllinn kom. Norðan megin við það (vinstra megin) er brekkan þar sem þeir fóru upp á sleðunum og sést hvar þeir lögðu þeim undir klettabeltinu. Á leiðinni að manninum lentu þeir í snjóflóði, trúlega þar sem vinstri brotalínan er merkt. Seinna snjóflóðið hreinsaði alla skálina.

hans. Þegar við nálguðumst manninn fórum við að heyra í honum og loks sáum við ljósið hans. Það var góð tilfinning að finna manninn og hann var feginn að sjá okkur enda orðinn mjög kaldur og þreklítill eftir langa dvöl einn í myrkrinu og kuldanum. Eftir að hafa gefið honum næringu og klætt hann í aukaföt af okkur var hann orðinn nægilega hress til að ganga með okkur niður. Skömmu eftir að við lögðum af stað hittum við sleðamenn frá Kyndli sem komu gangandi neðan úr dalnum. Úr varð að þeir myndu fylgja manninum niður svo við gætum sótt sleðana okkar. Þar skildu leiðir okkar og við byrjuðum að hækka okkur aftur til að finna sleðana í brekkunni. Það sóttist seint að komast upp brekkuna enda snjórinn laus og djúpur. Þegar við vorum búnir með um 1/3 af leiðinni féll annað snjóflóð. Við vorum í miðjum flekanum þegar hann rann af stað og bárumst niður með flóðinu um 80-100 metra. Annar okkar náði að halda sér á maganum meðan hann rann niður og endaði með fullt af snjó innan á sér. Hinn krækti broddunum í grjót og við það snéri hann á sér ökklann og byrjaði að velta í flóðinu með þeim afleiðingum að þegar flóðið stöðvaðist var hann með fullan munninn af snjó. 10

Björgunarmál

Þarna vorum við sammála um að það væri kominn tími til að snúa við. Vélsleðarnir gátu beðið betri tíma enda líf okkar meira virði en sleðarnir. Við gengum því niður í dalbotninn og fengum far með snjóbílnum til baka ásamt björgunarmönnum sem höfðu komið með honum inn eftir, svo og manninum sem við vorum að bjarga niður af fjallinu. Eftir aðgerð eins og þessa, þar sem við lendum í hættu, veltum við því óneitanlega fyrir okkur hvað við höfum gert rangt og hvernig við hefðum getað komið í veg fyrir að lenda í þessum tveim snjóflóðum. Samanlagt höfum við tæplega 40 ára reynslu af björgunarsveitastarfi og höfum sótt fjölda námskeiða og erum duglegir í endurmenntun, m.a. í fjallamennsku og snjóflóðafræðum. Þá höfum við öðlast mikla reynslu í gegnum tíðina og margsinnis lent í krefjandi aðstæðum enda sækjum við fjallaferðir fremur stíft og teljum okkur færa í að takast á við flestar aðstæður sem björgunarsveitamenn geta lent í til fjalla. Stærstu mistök okkar voru að fara til baka að ná í sleðana, en það var einnig eina stóra ákvörðunin þetta kvöld sem var ekki rædd okkar á milli. Á þessum tímapunkti fannst okkur sjálfgefið að sækja sleðana í stað þess að skilja þá eftir og sækja síðar þegar aðstæður væru betri.

Þá vorum við ekki nægjanlega vakandi fyrir öllum rauðu flöggunum í umhverfinu þegar við héldum til baka að ná í sleðana. Ef til vill vorum við í huganum búnir að klára verkefnið á gæfuríkan hátt með því að finna manninn. En verkefninu var engan veginn lokið, við vorum enn uppi í fjalli í hættulegum aðstæðum. Það skiptir miklu máli að björgunarmenn haldi einbeitingu alveg þangað til allir eru komnir á öruggan stað. Það er enginn sem getur sagt okkur að halda áfram eða bakka út úr aðstæðunum. Því þurfum við að treysta á eigin dómgreind, reynslu og þekkingu til að lesa í aðstæður og taka upplýstar ákvarðanir. Þegar við komum heim í Jötunheima tók á móti okkur góður hópur félaga úr útkallinu ásamt útkallsnefnd. Eftir að hafa farið yfir útkallið sem hópur fórum við tveir sérstaklega yfir atburði kvöldsins ásamt útkallsnefndinni. Það er okkur mikilvægt að eiga gott bakland eftir svona atburði, draga lærdóm af því sem betur má fara og deila með öðrum enda gæti það orðið einhverjum til gagns. Þó að þessu sinni hafi allt farið vel þá erum við meðvitaðir um alvarleika þess sem gerðist og hve heppnir við erum að ekki fór verr. Förum varlega og hugsum um eigið öryggi umfram allt.



Meðhöndlun

einstaklinga er lenda í snjóflóðum

Árið 2013 gaf ICAR MEDCOM út nýjar og endurbættar leiðbeiningar varðandi meðhöndlun einstaklinga sem lenda í snjóflóðum. Leiðbeiningarnar eru ítarlegri útfærsla á tilmælum ERC (Evrópska endurlífgunarráðsins) frá árinu 2010. Íslenska endurlífgunarráðið tók umræddar leiðbeiningar fyrir árið 2013 og styður notkun þeirra hér á landi. Leiðbeiningarnar eru á formi endurlífgunarvinnuferlis og tilmæla er lúta að áverka- og ofkælingarmeðferð einstaklinga sem grafist hafa í snjóflóðum. Lífslíkur Lífslíkur þess sem lendir í snjóflóði ráðast af því að hve miklu leyti viðkomandi grefst, hve djúpt hann grefst og þeim tíma sem viðkomandi er undir flóðyfirborðinu. Lífslíkur fullgrafins einstaklings eru mun minni en hlutgrafins einstaklings. Fullgrafinn þýðir að höfuð og brjóstkassi eru grafin alveg undir snjó en hlutgrafinn einstaklingur vísar til þess að höfuð og brjóstkassi eru ógrafin. Köfnun er algengasta dánarorsök þeirra sem lenda í snjóflóðum og áverkar sú næstalgengasta. Ofkæling sem frumdánarorsök er afar sjaldgæf en samverkandi áhrif áverka, ofkælingar og súrefnisþurrðar eru talin veruleg, enda vel þekkt að ofkæling dregur úr lífslíkum þeirra sem hlotið hafa áverka í slysi samanborið við áverkasjúklinga með venjulegan líkamshita.

Köfnun og 90% lífslíkur Sýnt hefur verið fram á fylgni milli snjógerðar og köfnunarfasans, þ.e. þess tíma sem fullgrafinn einstaklingur lifir þar til hann kafnar af völdum súrefnisskorts.

Algengt er að þeir sem lenda í snjóflóðum hljóti háls- og höfuðáverka. Því þarf að leggja áherslu á stuðning við háls og hrygg. 12

Björgunarmál

Til fjölda ára hefur umræðan varðandi lifunartíma grafins einstaklings miðast við 90% lífslíkur fyrstu 15 mínúturnar. Það er ákveðin nálgun byggð á svissneskri tölfræði. Við samanburð á lifunartíma einstaklinga sem lenda í snjóflóðum í meginlandsaðstæðum (t.d. Sviss) annars vegar og úthafsloftslagi hins vegar kemur í ljós að köfnunarfasinn hefst mun fyrr í úthafsloftslagi vegna þéttari snjógerðar og þ.a.l. minna aðflæðis lofts til þess grafna. Frekari rýni í samanburðinn gefur til kynna að lífslíkur einstaklings sem grefst í snjóflóð í úthafsloftslagsaðstæðum séu 77% eftir 10 mínútur. Til áréttingar skal bent á hnattræna legu og veðurlag hér á landi – en óumdeilt er að á Íslandi ríkir úthafsloftslag!!

Áverkar – næst algengasta frumdánarorsökin Hreyfingum flestra snjóflóða má lýsa sem háorkuumhverfi og því ætti að gera ráð fyrir áverkum hjá einstaklingum sem lenda í snjóflóði. Allt að 25% þeirra sem látast af völdum snjóflóða látast af völdum áverka. Tíðni áverkadauða og alvarleiki áverka ræðst af aðstæðum, s.s. snjómagni, landslagi, trjám o.fl. Þannig má sjá afgerandi


Mynd 1: Samanburður á lífslíkum og mismunandi loftslagsaðstæðum. mun milli landa og landsvæða varðandi fjölda og alvarleika áverka þeirra sem lenda í snjóflóðum. Talsverð fylgni er milli tegundar afþreyingar og hlutfalls og alvarleika áverka af völdum snjóflóða. Sem dæmi um það má nefna mun hærra hlutfall áverkadauða meðal ísklifrara en vélsleðamanna. Algengt er að þeir sem lenda í snjóflóðum hljóti hálsog höfuðáverka. Auk þess eru háls- og kviðáverkar nokkuð algengir auk annarra áverka. Þannig skyldu björgunarmenn gera ráð fyrir að leggja áherslu á stuðning við háls- og hrygg auk annarra sérhæfðra inngripa.

Ofkæling Þó svo ofkæling sé fátíð sem frumdánarorsök þeirra sem lenda í snjóflóðum verður hún mikið vandamál gagnvart fórnarlömbum snjóflóða eftir því sem þeir

Lagskipting snjóþekjunnar skoðuð. eru lengur grafnir og eftir að þeir hafa verið grafnir úr snjóflóðinu. Líkt og áður hefur komið fram dregur samverkan ofkælingar og áverka verulega úr lífslíkum sjúklinga, t.d. vegna lækkandi blóðstorku samfara lækkandi kjarnhitastigi líkamans. Lækkandi kjarnhitastig líkamans minnkar súrefnisþörf heilans verulega, eða um 6%/1°C. Þannig getur einstaklingur sem grafinn er úr snjóflóði, jafnvel án hjartavirkni, átt sér þokkalegar lífslíkur fái hann viðeigandi sérhæfða meðferð og flutning á viðeigandi stofnun. Hafa ber í huga að mesti mældi kólnunarhraði einstaklings sem grafinn hefur verið úr snjóflóði er 9°C/ klst. Þannig getur alvarlegrar ofkælingar farið að gæta hjá gröfnum einstaklingi á 35 mínútum frá því hann grefst í snjóflóði. Sem stendur eru afar fáir nothæfir felthitamælar í notkun hér á landi sem mælt geta marktækan kjarnhita og því er mikilvægt að björgunarmenn tileinki sér mat á klínískum einkennum ofkælingar. Gagnvart sjúklingum sem grafnir eru úr snjóflóðum skal koma í veg fyrir frekari ofkælingu með einangrun og skjóli gagnvart veðri og vindum. Þá skyldi einnig leggja áherslu á að hita viðkomandi einstakling, t.d. með notkun hitapúða, nema annað sé sérstaklega tekið fram. Miðað við ofansagt, þ.e. að lækkandi kjarnhitastig dragi verulega úr súrefnisþörf heilans, kann það því að hljóma þversagnakennt að hita þann sem grafinn er úr snjóflóði. Ákvörðun um að kæla viðkomandi frekar eða beita ekki sértækum hitunaraðferðum skyldi aldrei tekin nema af þar til bærum aðila, t.a.m. lækni með þekkingu á kostum og göllum slíkra aðgerða m.t.t. áframhaldandi meðferðar.

Meðvitundarstig og lífsmörk ofkældra sjúklinga skulu metin reglulega og gera skal ráðstafanir til að forðast og bregðast við „afterdrop“ ástandi. Þeim mun ofkældari sem sjúklingar eru, þeim mun óstöðugri eru þeir. Einstaklingar sem eru meðvitundarskertir eða meðvitundarlausir geta verið mjög útsettir fyrir banvænum hjartsláttartruflunum. Þeir skyldu því meðhöndlaðir varlega og hafðir í sem láréttastri stöðu.

Endurlífgun Árangur endurlífgunar ræðst meðal annars af undirliggjandi ástæðu þess að blóðrásarkerfi einstaklings er óstarfhæft. Meginástæður hjartastopps þeirra sem lenda í snjóflóðum eru súrefnisskortur, innvortis blæðingar eða aðrar raskanir vegna áverka, og ofkæling.

Köfnun Í ljósi algengi köfnunar sem frumdánarorsakar þeirra sem lenda í snjóflóðum má leiða líkum að því að orsök hjartastopps sé súrefnisskortur. Helstu ástæður súrefnisskortsins eru afleiðingar stíflaðs öndunarvegar, þéttleika snævar og takmarkaðs aðstreymis innöndunarlofts til þess grafna, hækkandi koltvísýringsmagn í andrými vegna útöndunar þess grafna og takmarkaðar öndunarhreyfingar vegna ofanáliggjandi snjófargs.Viðeigandi öndunaraðstoð er því afar mikilvæg samhliða hjartahnoði hjá einstaklingi án púls og öndunar sem grafinn er úr snjóflóði.

Áverkar Endurlífgun einstaklings með óvirkt blóðrásarkerfi vegna áverka skilar oft litlum árangri – hvort sem þær standa yfir í lengri eða skemmri tíma. Í slíkum endurlífgunum skiptir miklu máli að geta greint orsakir hjartastoppsins og vinna þannig gegn þeim með „viðsnúanlegum aðgerðum“ sé þess nokkur kostur. Slík inngrip og ákvarðanir eru oft einungis á færi lækna eða annarra sérþjálfaðra einstaklinga.

Anton Berg Carrasco – Yfirleiðbeinandi snjóflóðasviðs

Björgunarmál

13


Ofkæling sem frumdánarorsök þeirra er lenda í snjóflóðum er sjaldgæf en samverkandi áhrif við aðra þætti eru veruleg. Hún dregur því úr lífslíkum þeirra sem hlotið hafa áverka í slysi.

Ofkæling Öndun og púls eru oft mjög illgreinanleg í ofkældum einstaklingum. Mælt er með að þreifa púls og athuga með öndun í allt að 1,5 mínútu í aðdraganda ákvörðunar hvort hefja skuli endurlífgun eður ei. Ef engin lífsmörk eru greinanleg skal grunnendurlífgun hafin. Sú meginregla skal viðhöfð að framhalda endurlífgun þar til einstaklingur hefur verið hitaður upp fyrir 32°C nema endurlífgun verði sjálfhætt af öðrum orsökum, s.s. vegna vaxandi snjóflóðahættu eða örmögnunar björgunarmanna. Ef ábending um rafstuð hjá ofkældum einstaklingi með kjarnhitastig < 30°C skal að hámarki reyna þrjú rafstuð – ef stuðin skila engum árangri skal hita viðkomandi > 30°C áður en stuðað er að nýju.

sérþekkingu sem þarf til handa skjólstæðingnum. Jafnframt skyldu slíkar áætlanir gera ráð fyrir að öryggi björgunarmanna sé í fyrirrúmi og tryggt eftir fremsta megni. Einstaklingur sem grefst í snjóflóði á mesta möguleikann á raunhæfri lífbjörgun fyrstu 1020 mínúturnar eftir að hann grefst. Þekking og reynsla ferðafélaganna á aðferðum félagabjörgunar er því afar mikilvæg. Skipulögð aðkoma björgunarsveita á snjóflóðavettvang krefst undirbúnings, kunnáttu, reynslu og viðeigandi búnaðar. Mikilvægi þess að björgunarsveitir sinni og æfi skipulagða aðkomu að snjóflóðavettvangi verður því seint ofmetið.

Þeir vinnuferlar sem vísað er í hér að ofan innihalda sérhæfð inngrip sem krefjast oft og tíðum mikillar þekkingar og reynslu. Það er mikilvægt að hver og einn þekki sín takmörk gagnvart framkvæmd slíkra inngripa og ákvarðanatöku. Til að þeir vinnuferlar sem um ræðir virki sem skyldi þarf virka og raunverulega samvinnu viðeigandi viðbragðsaðila, s.s. björgunarsveita, lækna, sjúkraflutningamanna, lögreglu og fleiri. Dregið úr og byggt á: „Resuscitation of avalanche victims: Evidence-based guidlines of the international commission for mountain emergency medicine (IKAR MEDCOM). Intended for physicians and other advanced life support personnel.“ Helstu frábendingar endurlífgunar eru: Helstu frábendingar endurlífgunar eru: 1) Ef öryggi björgunarmanna er ógnað

Ákvörðun um endurlífgun og meðferð

1)

Í umræddum leiðbeiningum er útgefið flæðirit (mynd 1) varðandi meðferð einstaklinga sem grafnir eru úr snjóflóðum. Flæðiritið virkar jafnframt sem verkfæri til ákvarðanatöku varðandi hvenær skuli hefja endurlífgun og hvenær ekki. Þannig virkar flæðiritið allt frá því að fyrstu björgunarmenn moka að hinum grafna og þar til læknisfræðileg ákvörðun um framhaldsmeðferð er tekin inni á viðeigandi sjúkrastofnun.

Efhjartavirkni og öndunarvegur lokaður tímasetning snjóflóðs er óljós en kjarnhitamæling möguleg: Ef tímasetning snjóflóðs óljós en kjarnhitamæling

Ef öryggi björgunarmanna er ógnað 2) Ef einstaklingur er augljóslega látinn eða endurlífgun óframkvæmanleg 2) Ef einstaklingur er augljóslega látin eða endurlífgun óframkvæmanleg 3) Ef einstaklingur hefur verið grafinn í > 35 mín. án hjartavirkni og öndunarvegur lokaður 3) Ef einstaklingur hefur verið grafin í > 35 mín, án

4) Grafinn án hjartavirkni, með lokaðan möguleg: öndunarveg og kjarnhitastig líkamans < 32°C 4) Grafin án hjartavirkni, með lokaðan er Eföndunarveg og kjarnhitastig líkamans < 32°C tímasetning snjóflóðs eða lokun öndunarvegar

óljós og taka þarf ákvörðun um áframhaldandi Ef tímasetning snjóflóðs eða lokun öndunarvegar meðferð eða lengri flutning: óljós og taka þarf ákvörðun um áframhaldandi 5) Grafinn einstaklingur með lokaðan öndunarveg meðferð eða lengri flutning: og kalíum í blóði > 12 mmol

Lokaorð og vangaveltur Björgun einstaklings sem grafist hefur í snjóflóði getur krafist mjög mikillar sérþekkingar og inngripa. Það er því mikilvægt að viðbragðsáætlanir við snjóflóðatilfellum innihaldi nauðsynlegar bjargir, einstaklinga með næga þekkingu og reynslu og þau inngrip og

5)

Mynd 1: Flæðirit vegna meðferðar einstaklinga sem grafist hafa í snjóflóði. Flæðiritið er í þýðingarferli Mynd Flæðirit vegna meðferðar einstaklinga sem grafist hafa í snjóflóði. Flæðiritið er í þýðingarferli (Brugger o.fl.1:2013). (Brugger o.fl. 2013)

14

Slysavarnir

Grafinn einstaklingur með lokaðan öndunarveg og kalíum í blóði > 12 mmol


SNJÓBÍLAR OG SNJÓTROÐARAR

Klettur - sala og þjónusta ehf er nýr umboðsaðili fyrir Prinoth á Íslandi. Prinoth er eitt stærsta fyrirtæki í heiminum í framleiðslu á snjóbílum og snjótroðurum. Prinoth var stofnað árið 1951 af kappaksturökumanninum og hönnuðinum Ernst Prinoth, og er í dag elsti framleiðandi snjótroðara í Evrópu. Nánari upplýsingar um Prinoth veita Halldór Ólafsson í síma: 590-5156 eða í netpósti: ho@klettur.is og Snorri Árnason í síma: 590-5130 eða í netpósti: sa@klettur.is.

Klettagörðum 8-10 | 104 Reykjavík | Sími: 590-5100 | www.klettur.is


Af hverju lendum við í snjóflóðum? Algengar og mögulegar hugsanavillur þess er stundar vetrarferðamennsku Á hverju ári látast að jafnaði um 150-200 einstaklingar af völdum snjóflóða tengdum tómstundaiðju eða vinnu. Umrædd tölfræði er að mestu tekin úr evrópskum og norður-amerískum gögnum og vísar einungis til þeirra sem láta lífið í fjalllendi eða fjarri byggð. Þannig eru ótalin þau mannslíf sem glatast af völdum snjóflóða í öðrum heimshlutum þar sem skráning snjóflóðaslysa er víða mjög frumstæð eða algjörlega ótiltæk. Þá skal minnt á þátt snjóflóða í sögulegu samhengi hér á landi, en fjölmargir snjóflóðaatburðir hér á landi hafa valdið mann- og eignatjóni. Frá árinu 1900 hafa snjóflóð kostað ríflega 170 einstaklinga lífið á Íslandi.

Breytt lífs- og hegðunarmynstur landans Við nánari athugun á snjóflóðaslysum á Íslandi má sjá áhugaverða þróun sem hægt er að draga mikinn lærdóm af. Snjóflóðaslys á Íslandi hafa smám saman þróast frá því að vera búsetutengd slys, þ.e. að einstaklingar voru að ferðast um vegleysur milli hreppa eða að sinna lífsviðurværi sínu, s.s. búfé og öðru, yfir í að snjóflóð fóru að falla á þéttbýli og vegi. Hin síðari ár hefur snjóflóðaslysum í fjalllendi fjölgað verulega hér á landi. Má einkum rekja það til gríðarlegrar aukningar í vetrar16

Björgunarmál

ferðamennsku þar sem mikil sprenging hefur orðið í umferð vélsleða og fólks á skíðum og göngu.

Mannlegi þátturinn - Erum við sjálf okkur verst en ekki umhverfið? Rýni á snjóflóðagögnum og slysatilfellum hefur leitt margt áhugavert í ljós. Sem dæmi um áhugaverðar niðurstöður er að yfirgnæfandi fjöldi þeirra snjóflóða sem einstaklingar lenda í eru af manna völdum, eða allt að 90%. Athuganir sýna einnig að tíðni snjóflóða af manna völdum hefur aukist á síðustu árum sem er í samræmi við inngangsorð þessarar greinar, þ.e. að

stóraukin ásókn almennings í vetrarferðamennsku er staðreynd. Frekari skoðun á tölfræði sýnir að mjög stór hluti þeirra sem láta lífið í snjóflóðum er útivistarfólk

með reynslu og þekkingu á því hvernig meta skuli snjóflóðahættu. Sama tölfræði sýnir jafnframt að vitneskja um snjóflóðahættu er til staðar hjá mjög mörgum þeirra sem lenda í snjóflóðum. Af ofanrituðu má réttilega efast um hæfileika mannskepnunnar til rökréttrar ákvarðanatöku þegar kemur að mati á aðstæðum í fjallendi að vetri til. Hvað veldur því að einstaklingur sem hefur þekkingu, hæfni og reynslu til upplýstrar ákvarðanatöku, tekur órökrétta ákvörðun þvert ofan í bestu vitund?


Vandamálið er mjög oft og að miklu leyti hugar- og atferlisfræðilegt. Mannskepnan er áhættusækin í eðli sínu og lætur oft og tíðum langanir sínar og þrár til framkvæmdar yfirskyggja augljósa áhættu og jafnvel fyrirséðar alvarlegar afleiðingar. Þá hefur maðurinn tilhneigingu til að líta meðvitað eða ómeðvitað fram hjá augljósum hættumerkjum. Með því móti fæst ákveðin réttlæting fyrir því að framkvæma eitthvað sem okkur langar en er kannski ekki skynsamlegt. Þrátt fyrir ofanritað yfirsést manninum oft augljós hættumerki án þess að hann líti meðvitað eða ómeðvitað framhjá þeim. Það er í raun eðlilegt þar sem margt í umhverfinu getur haft áhrif á skynjun okkar á aðstæðum auk þess sem vandaðar ákvarðanir byggja á miklum og oft flóknum upplýsingum. Aukin þekking og reynsla dregur því verulega úr líkum á yfirsjón af völdum vankunnáttu eða reynsluleysis.

Hvernig getum við aukið vitund okkar og öryggi gagnvart snjóflóðahættu? Til að átta okkur betur á hvað það er sem okkur ber að varast og hvernig, ætlum við að skoða dæmisögu um fjallamanninn Eilíf. Sem Íslendingur á fertugsaldri, reyndur fjallaskíðamaður og búsettur hér á landi alla sína tíð, ætti Eilífur þegar að hafa gert sér grein fyrir margbreytileika íslenskrar veðráttu og því hversu óblíð og ófyrirsjáanleg hún er oft og tíðum. Þá hefur Eilífur aflað sér grunnþekkingar á því hvernig hann skuli haga sér í snjóflóðaaðstæðum.

Það sem Eilífur þarf að kunna og vita svo vel fari þegar hann stundar vetrarferðamennsku. • Eitt það mikilvægasta sem Eilífur þarf að læra og afla sér reynslu í, er hvernig hann kemst hjá því að lenda í snjóflóði. Hann þarf að læra að lesa í veðrið, landslagið og snjóþekjuna. • Hann þarf að vita að íslenskt vetrarveður, þar sem fara saman úrkoma, vindur og hitastig undir frostmarki, eru mjög dæmigerð „snjóflóðaveður“. • Rigning og hiti yfir frostmarki geta valdið snjóflóðahrinum. Eilífur þarf einnig að gera sér grein fyrir því að það að vera á ferðinni í fjalllendi meðan slík veður ganga yfir getur verið mjög varasamt og krefst það mun meiri varúðar en ella. • Eilífur þarf að vita að löng kuldaskeið með lágu hitastigi geta breytt snjóþekju frá því að vera stöðug yfir í að vera óstöðug, m.ö.o. meiri hætta er á snjóflóðum. • Eilífur ætti að vita að upptakahalli flestra flekasnjóflóða er á bilinu 30-45° en það er sá halli sem t.d. skíðafólk kýs helst að renna sér í. • Hann þarf að þekkja muninn á áveðurs- og hléhlíðum, m.ö.o. að vindborinn snjór safnast hlémegin í brekkur, gil og fjallshlíðar og því getur verið skynsamlegt að velja leiðir áveðursmegin. • Þegar vorar og sólargangur lengist er mikilvægt að Eilífur gleymi sér ekki þrátt fyrir að hinum dæmigerðu snjóflóðaveðrum fækki eftir því sem líður nær sumri. Þrátt fyrir að aukinn lofthiti og

sólarinngeislun valdi með tímanum einsleitri og sterkri snjóþekju þá eru lausasnjóflóð, bæði náttúruleg og af manna völdum, mjög tíð framan af vori og geta reynst mjög varasöm. • Eilífur þarf að þekkja og hafa reynslu af því að greina og túlka með réttum hætti hin ýmsu teikn snjóflóðahættu, s.s. nýlega snjóflóðavirkni, brothegðun snjóþekjunnar og lagskiptingu hennar. • Til þess að geta brugðist við ef hann lendir í snjóflóði þarf Eilífur að eiga lágmarksöryggisbúnað, snjóflóðaýli, skóflu og snjóflóðastöng, og vera með notkun hans á hreinu. • Gott er fyrir Eílif að kunna skil á hinum og þessum aðferðum til að kanna styrk snjóþekjunnar, ástunda rétta og áhættuminnkandi ferðahegðun og hvernig meðhöndla skuli einstaklinga sem bjargað er úr snjóflóðum. Allt ofantalið er einungis brot af því sem Eilífur þarf að hafa í huga gagnvart snjóflóðahættunni og öryggisvitund sinni sem og ferðafélaganna og er listinn á engan hátt tæmandi. Nú skulum við gefa okkur að Eilífur hafi samviskusamlega lagt sig fram við að sækja sér þekkingu á þessu sviði og bætt henni við vetrarferðamennskureynslu sína. Eitt er það þó sem angrar Eilíf verulega. Hann hefur áttað sig á því að einstaklingar með svipaða reynslu og þekkingu og hann, og mun lærðari og reyndari einstaklingar líka, eru þrátt fyrir allt að lenda í snjóflóðum.

Anton Berg Carrasco og Kristján Bergmann Tómasson, Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri

Björgunarmál

17


NÚ ER TÍMI FJALLASKÍÐA

HREYFING • KRAFTUR • ÁNÆGJA

25% afsl. af fjallaskíðapökkum

Ís l e n s k u

ALPARNIR

Faxafeni 8 // 108 Reykjavík Sími 534 2727 // www.alparnir.is

✓ Góð gæði ✓ Betra verð

www.alparnir.is


Dæmisaga Eilífur og tveir aðrir félagar hans höfðu ákveðið að ganga á fjallaskíðum upp á Múlakollu. Það var snjókoma og vindur og snjóflóðahættan mikil. En þeir vissu líka að í hlíðum fjallsins var hnédjúpt púður sem enginn hafði snert. Þeir ákváðu að fara leið sem þeir höfðu oft farið áður og voru þess fullvissir að með réttu leiðarvali myndu þeir vera öruggir. Allir voru þeir reyndir og bar Eilífur þar af. Allir höfðu þeir sótt snjóflóðanámskeið og voru með viðeigandi öryggisbúnað, snjóflóðaýli, skóflu og snjóflóðastöng, og höfðu þjálfun í að nota hann. Einnig voru þeir með snjóflóðabelgi innbyggða í bakpokana. Eilífur hafði farið þessa leið nokkrum dögum áður í töluvert betra veðri. Tveimur tímum eftir að þeir leggja af stað hitta þeir hóp hollenskra kvenfyrirsæta sem var líka á leið upp fjallið á fjallaskíðum. Hóparnir hittast á hrygg við gil sem lá áleiðis upp á topp. Hóparnir ræddu saman um leiðarval. Eilífur og félagar fóru svo á undan af stað. Þegar þeir eru komnir áleiðis upp gilið koma þeir af stað snjóflóði. Einn úr hópnum slasast illa og Eilífur grefst alveg undir. Þær hollensku verða vitni að því sem gerist og eftir að flóðið stöðvast koma þær til bjargar. Einn slasast illa og þarf að leita að Eilíf með ýli. Hann er grafinn upp eftir nokkrar mínútur undir yfirborðinu. Hvað af því sem við sjáum í textanum hér að ofan olli því að ferðin fór úrskeiðis? Veltum fyrir okkur nokkrum mögulegum mannlegum mistökum eða svokölluðum hugsanavillum sem hópurinn mögulega gerir. Fyrsta hugsanavillan í tilfelli Eilífs og félaga var að ætla sér á toppinn og gefa sér að rétt leiðarval forðaði þeim frá því að lenda í snjóflóði. Auk þess

var ásetningur þeirra algjör og markmið þeirra ófrávíkjanlegt þrátt fyrir ýmis augljós hættumerki líkt og leiðinlegt veður. Önnur hugsanavilla Eilífs og félaga var sú staðfasta trú að svæðið væri öruggt þar sem þeir hefðu farið þangað oft áður og aldrei neitt komið upp. Þannig ofmat hópurinn eigið öryggi þar sem þeir þekktu svæðið vel en hefðu frekar átt að finna út hvaða ferðahegðun hefði verið æskileg í þetta skipti. Eins hafði Eilífur farið fyrir tveimur dögum áfallalaust í góðu veðri. Þriðja hugsanavillan var mögulega sú að ferðafélagar Eilífs litu á hann sem óformlegan leiðtoga hópsins, enda reyndastur á þessu sviði. Þar með voru ákvarðanir og tilmæli Eilífs um hvernig leiðarvali skyldi háttað ekki véfengdar. Eðlilegra hefði verið að hópurinn tæki sameiginlega og upplýsta ákvörðun í stað þess að fylgja Eilífi. Fjórða hugsanavilla Eilífs og félaga gæti verið sú að draga þá ályktun að þeir væru öruggari en ella þar sem annar hópur var á svæðinu. Þegar tveir hópar koma saman geta þeir ómeðvitað upplifað falska öryggiskennd vegna nærveru hvors annars. Hópurinn upplifir dreifða ábyrgð og hver einstaklingur hugsar með sér: „Fyrst enginn segir neitt, hlýtur þetta að vera allt í lagi.“ Fimmta hugsanavillan var sú að hópurinn hundsaði augljósar vísbendingar um yfirvofandi snjóflóðahættu til að láta undan tilhneigingu sinni gagnvart því að vera á undan hinum hópnum upp á topp og niður aftur. Þannig sóttist hópurinn og einstaklingar innan hans ómeðvitað eftir viðurkenningum annarra fyrir óunnin afrek. Að gefnu tilefni skal bent á kynbundna tilhneigingu Eilífs og félaga til að ganga í augun á hollensku kvenfyrirsætunum og hefur það að öllum

líkindum ýtt undir þá staðreynd að þeir fóru á undan konunum. Sjötta hugsanavilla hópsins var sú aukna áhættuhegðun sem tilvist öryggisbúnaðarins veitti þeim. Eðlilegra hefði verið að forðast það að lenda í snjóflóði í stað þess að treysta á að öryggisbúnaðurinn bjargaði þeim þegar þeir lentu í flóðinu.

Að endingu Þrátt fyrir að þekking í hinu hefðbundna mati á snjóflóðahættu, s.s. að rýna í veður, landslag og snjóþekju, kunna að meta stöðugleika snjóþekjunnar með svokölluðu skófluprófi og að þekkja önnur teikn og einkenni yfirvofandi snjóflóðahættu, sé nokkuð útbreidd meðal þeirra sem stunda fjalla- og ferðamennsku að vetrarlagi, hefur þeim sem slasast og láta lífið af völdum snjóflóða hlutfallslega lítið fækkað á sama tíma. Undanfarin ár hefur „snjóflóðasamfélagið“ því verið að leita skýringa á því af hverju slys og dauðsföll af völdum snjóflóða í fjalllendi eru jafn tíð og raun ber vitni. Það að mannlegi þátturinn sé stór orsakavaldur varðandi snjóflóðaslys er nú orðin viðurkennd staðreynd og byggir það m.a. á vitneskju og frásögnum þeirra sem lifa af snjóflóð og geta útskýrt aðdraganda og atburðarás. Því er óhjákvæmilegt annað en að horfa til þess að uppfræða og upplýsa þá sem stunda vetrarferðamennsku um mikilvægi mannlega þáttarins ekki síður en annarra þátta er lúta að mati á snjóflóðahættu og leit og björgun úr snjóflóðum.

Grein þessi birtist fyrst í flugeldablaði Súlna, björgunarsveitarinnar á Akureyri 2014. Björgunarmál

19


20

Bjรถrgunarmรกl


Leit á heimilum getur verið margslungin.

Leit á heimilum Á síðastliðnum árum hefur það færst í aukana að svæðisstjórnir í samvinnu við lögreglu óski eftir því að sérhæfðir leitarmenn leiti heimili hins týnda eða aðrar byggingar. Þetta traust er tilkomið vegna faglegra vinnubragða og aga sem leitarmenn hafa sýnt við nálgun á þessum verkefnum.

Sú þekkingin og reynslan sem byggt er á kemur aðallega frá leitarmönnum sem af einskærum áhuga og metnaði hafa velt því fyrir sér hvernig standa megi að leit sem þessari. Ekkert eiginlegt námsefni hefur verið til hjá Björgunarskólanum um málefnið og þegar grennslast var fyrir hvort viðfangsefnið væri tekið fyrir hjá Lögregluskólanum kom í ljós að svo er ekki. Að þessum sökum tel ég, ásamt fleirum sem staðið höfum framalega í því að leita heimili, mikilvægt að miðla þeirri þekkingu og reynslu sem við höfum. Í greininni er aðeins stiklað á stóru á þeim þáttum sem þarf að hafa í huga og kemur hún að sjálfsögðu ekki í staðinn fyrir fræðslu frá fyrstu hendi né heldur verklegar æfingar. Nauðsynlegt er að æfa leit á heimilum líkt og aðrar leitaraðferðir ef við viljum að fagmennskan sé í fyrirrúmi. Verið er að undirbúa gerð námsefnis um leit á heimilum og mun það verða tekið fyrir á fagnámskeiði í leitartækni þegar fram líða stundir.

Undirbúningur Þegar leitarmenn eru að leita útivið geta þeir átt von á hvaða veðri sem er en sem betur fer kunna þeir flestir að klæða sig eftir aðstæðum. Oft og tíðum eru þeir í Landsbjargarskelinni, gulum vestum, gönguskóm, með bakpoka á bakinu og með fjarskiptatæki hangandi utan á sér. Búnaður sem þessi er ágætur þegar leitað er utandyra en er ívið of mikill þegar leitað er inni á heimilum. Hann gerir okkur oft ansi valdmannsleg og jafnvel ógnandi fyrir þá sem ekki þekkja til.

Því ættu leitarmenn að staldra aðeins við áður en þeir halda inn á heimili og létta aðeins á búnaði sínum. Það er lítil hætta á að það rigni á okkur innandyra og því er jakkinn að öllu jöfnu óþarfur. Merkt peysa og buxur eru viðeigandi klæðnaður, bakpokinn má einnig verða eftir út í bíl, en gætið að því að stinga nauðsynlegustu hlutunum líkt og skrifblokk, málbandi, vasaljósi, myndavél, einnota hönskum og skóhlífum í vasana áður en haldið er inn. Björgunarmenn ættu alla jafna að gæta að fjarskiptatækjum sínum en sérstaklega mikilvægt er að þau séu ekki

Of mikill búnaður getur virkað ógnandi fyrir þá sem ekki þekkja til.

Edda Björk Gunnarsdóttir – Yfirleiðbeinandi í leitartækni – Myndir: Sigurður Ó. Sigurðsson

Slysavarnir

21


Við erum virkur styrktaraðili Landsbjargar

Árið 1950 brotlenti flugvélin Geysir á Vatnajökli með 6 manna áhöfn innanborðs. Fjölmargir sjálfboðaliðar lögðu allt í sölurnar til að koma fólki til bjargar og var fyrsta björgunarsveitin stofnuð í kjölfar slyssins. Svíta Icelandair hótel Akureyri er tileinkuð björgunarafrekinu.

Icelandair hótel eru stoltur styrktaraðlili Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Á hverju Icelandair hóteli eru herbergi eða svíta tileinkuð björgunarafreki sem átt hefur sér stað í landshluta hvers hótels og rennur fast hlutfall af verði gistinætur til Landsbjargar.

REYKJAVÍK NATURA

REYKJAVÍK MARINA

Í KEFLAVÍK

FLÚÐIR

VÍK

KLAUSTUR

HÉRAÐ

AKUREYRI

HAMAR


að leita en ansi þvingandi getur verið þegar aðstandendur fylgjast grannt með hverri hreyfingu sem og að leitarmenn geta ekki rætt jafn mikið sín á milli um það sem ber fyrir augu. Sú staða getur komið upp að þessu verði ekki viðkomið. Þá hafa tvær leiðir reynst ágætlega. Sú fyrri er að tveir leitarmenn sinni upplýsingaöflun á meðan aðrir tveir leita heimilið en hin er að aðstandendur fylgi leitarmönnum eftir við leit. Þegar heimilið hefur verið leitað er svo hægt að óska eftir því að fá að leita valin svæði aftur ef þurfa þykir. Óþarfi er að senda heilan leitarflokk inn á heimili. Æskilegt er að tveir til þrír leitarmenn sjái um leitina. Kyn leitarmanna ætti ekki að skipta höfuðmáli þó gott sé að hafa í huga að þau sjá hlutina stundum í ólíku ljósi. Aðrir í leitarhópnum geta hafist handa við að leita 300 m radíusinn í kringum heimilið, sé þess ekki þörf hinkra þeir eftir þeim sem fara inn úti í bíl.

Hvernig berum við okkur að? Mikilvægt er að fjarskipti séu ekki glymjandi yfir heimilið. Heyrnartól eða „earpice“ er snilldartæki sem allir ættu að eiga. glymjandi yfir heimilið. Heyrnartól eða „earpiece“ er lítið snilldartæki sem alltaf ætti að fylgja talstöðvum. Leitarmenn sem fara inn á heimilið ættu að halda smá stöðufund sín á milli áður en þeir halda inn. Á fundinum er gott að fara yfir upplýsingar um hinn týnda og helstu atriði sem hafa komið fram við leitina. Er þetta gert til þess að vinna okkar verði markvissari og allir séu með á hreinu að hverju er verið að leita.

Mannskapur á svæðinu Þegar óskað er eftir því að sérhæfðir leitarmenn fari inn á heimili er það gert í umboði lögreglu og því æskilegt að hún sé á staðnum og helst einnig svæðisstjórnarmenn. Hlutverk svæðisstjórnarmanna er þá að sinna upplýsingaöflun hjá aðstandendum á meðan sérhæfðir leitarmenn leita heimilið. Þetta fyrirkomulag gefur leitarmönnum meira næði til þess

Þegar komið er inn á heimili er sjálfsagt að sýna aðstandendum og öðrum almenna kurteisi og virðingu. Góð regla er að byrja á því að kynna sig og biðja um leyfi til þess að leita innandyra. Það getur reynst vel að nefna það að við munum leita inni í skápum og skúffum svo það komi ekki neinum á óvart. Ágætt er að taka það fram að það sé gert til þess að leita af okkur allan grun. Reynslan hefur sýnt að yfirleitt er tekið vel í þessa bón. Ef aðstæður leyfa förum við úr skófatnaði áður en haldið er inn á heimilið eða setjum á okkur skóhlífar. Fagmannleg vinnubrögð af okkar hálfu skipta miklu máli svo traust myndist á staðnum. Mikilvægt er að

Berum virðingu fyrir heimilinu og förum úr skóm eða setjum upp skóhlífar ef aðstæður leyfa. Björgunarmál

23


Byrjun

Endir

Stefna leitarmanna Hugsanlegar útgönguleiðir Leitarmaður

leitin sé ekki handahófskennd heldur skipulögð. Sé heimilið á mörgum hæðum er viðmiðunarreglan sú að við leitum ofan frá og niður. Hver hæð er leituð á markvissan hátt. Öll rými eru leituð eftir sama fyrirkomulagi, þ.e.a.s. farið er inn í rýmið, það leitað réttsælis eða rangsælis og því næst farið yfir í næsta rými og sömu vinnubrögð höfð að leiðarljósi. Þegar rýmin eru leituð er leitað inn í, undir og ofan á öllum hirslum og hlutum. Með öðrum orðum þá notum við svo kallaða leitarkúlu.

Við gætum þurft að nýta vasaljósið okkar til þess að lýsa undir rúm eða bak við skúffur. Þetta gerum við til þess að leita af okkur allan grun um að hinn týndi sé á svæðinu eða hafi skilið eftir sig einhverjar vísbendingar.

Fjölbýlishús Ef hinn týndi býr í fjölbýlishúsi, öldrunarheimili eða annars konar húsakynnum sem margir hafa aðgang að er nauðsynlegt að leita alla sameignina. Það

merkir að við leitum stigaganga, geymsluganga, geymslur, hjólageymslur, þvottahús, bílskýli og önnur sameiginleg rými. Við gætum því þurft að biðja húsráðendur eða aðra íbúa um að lána okkur lykla að þessum svæðum séu þau læst. Auðvelt er að gefa sér að enginn týnist á þessum stöðum en raunin er samt sú að við höfum t.d. fundið skjólstæðinga liggjandi á geymslugangi eftir nokkra leit. Ef hinn týndi finnst ekki við leit á heimilinu eða í sameign, né heldur vísbendingar um hann, gætum við þurft að banka upp á hjá nágrönnum og spyrjast fyrir. Líkt og leitin sjálf þarf þetta að vera fagmannlega og skipulega unnið. Leitarmaður þarf að skrá niður hjá sér íbúðarnúmer, nafn viðmælanda og tímasetningu. Gæta þarf að því að skrá þetta rétt niður þar sem annar íbúi í sömu íbúð gæti haft aðra sögu að segja. Upplýsingaöflun sem þessi er alltaf unnin í samráði við lögreglu og svæðisstjórn. Þær upplýsingar sem leitarmaður reynir að afla sér snúa að hinum týnda, hvort viðmælandi hafi séð hann á ákveðnu tímabili, eða orðið var við ferðir hans. Auk þess er leitað eftir upplýsingum um daglegar venjur hins týnda líkt og hvort hann fari í gönguferð á ákveðnar slóðir á ákveðnum tíma, hvort hann eigi þvottahúsið pantað á ákveðnum dögum og svo framvegis.

Aðrar byggingar Aðrar byggingar sem leitarhópar hafa leitað eru t.d. skólar, sjúkrahús, kvikmyndahús, verslanir, verslunarmiðstöðvar og sláturhús svo dæmi séu nefnd. Sama þumalputtaregla gildir í þessum tilvikum að leitað er ofan frá og niður á við. Nauðsynlegt getur reynst að setja „eftirlitsmann“ við útgöngudyr og á opin svæði á milli álma. Er það gert til þess að koma í veg fyrir að sá týndi flakki á milli staða inni í byggingunni eða fari út úr henni ef talið er að hann gæti verið á ferðinni.

Að hverju erum við að leita?

Nauðsynlegt getur reynst að fá lykla hjá húsráðendum að læstum rýmum. 24

Björgunarmál

Eitt er að leita að hinum týnda inni á heimili. En hverjar eru þessar vísbendingar sem leitað er að? Til þess að gera okkur grein fyrir því verðum við að líta til þeirra fræða sem við höfum um hegðun týndra. Er verið að leita heimili barns, ferðamanns sem er saknað eftir að hann fór upp á jökul eða örvinglaðrar manneskju? Með þessari vitneskju getum við gert leitina markvissari og nákvæmari. Augu okkar ættu að vera opin fyrir margs konar þáttum og er enginn einn gátlisti til yfir hvað við þurfum að hafa í huga. Enn og aftur er það svolítið reynslan og tilfinningin sem þarf að leiða okkur áfram. Vísbendingarnar geta verið á þá leið að sjá að háfur barnsins er horfinn úr herbergi þess eða að finna dagbók sem staðsett er ofan í skúffu. Bréf frá örvinglaðri manneskju gæti leynst ofan í úlpuvasa í fatahenginu eða ákveðnir skór geta verið horfnir úr anddyrinu. Ef um örvinglaða manneskju er að ræða gætum við þurft að horfa eftir því hvort einhver verkfæri vanti inn á heimilið eða í bílskúrinn. Við gætum þurft að athuga hvort óvenju mikið sé búið af lyfjum í lyfjaglasinu miðað við þá dagsetningu sem það er gefið út, óháð því á hvern lyfið er skrifað. Vísbendingarnar geta leynst hvar sem er á heimilinu. Þess


Mikilvægar upplýsingar geta leynst inni á heimilinu. vegna gefum við okkur góðan tíma til þess að leita. Við leitum á líklegum og ólíklegum stöðum líkt og í úlpuvösum, ofan í skóm, undir gólfmottum, uppi á háaloftum og inni í bókum. Þegar við komum inn á heimili hins týnda getur verið gott að líta eftir ásýnd heimilisins. Eru einhver merki um óreglu eða er heimilið mjög þrifalegt svo dæmi séu tekin.

Ábendingar til svæðisstjórnar Eins og fram hefur komið er ákjósanlegast að svæðisstjórnarmenn sjái um upplýsingaöflun hjá aðstandendum svo leitarmenn geti einbeitt sér að leitinni. Oft og tíðum vakna þó upp spurningar og vangaveltur þegar verið er að leita. Hópstjóri leitarhópsins ætti því að taka þessa punkta saman og koma þeim til svæðisstjórnarmanna svo þeir geti komið þeim að í samtali við aðstandendur. Við leit á heimilum verða leitarmenn áskynja um ýmislegt. Þeir verða að virða það traust sem þeim er sýnt að hálfu aðstandenda og aðgerðastjórnenda. Allt það sem þeir verða vitni að er trúnaðarmál og á ekki að fara lengra. Allar upplýsingar og allar ljósmyndir eiga að skila sér til svæðisstjórnar sem kemur þeim áleiðis til lögreglu. Að því loknu á að eyða þessum upplýsingum.

300 m Til að geta sagt að heimili hins týnda og nánasta umhverfi sé leitað þarf að taka 300 metrana inn í spilið.

Ef um örvinglaða manneskju er að ræða getur verið gott að athuga hvort óvenjulega mikð sé búið úr lyfjapakkningum miðað við útgáfudag lyfsins. Björgunarmál

25


Hinn týndi hefur fundist úti á svölum þegar 300 metrarnir voru leitaðir, en fór framhjá leitarmönnum sem leituðu innandyra. Með því er átt við að leitaður sé 300 metra radíus út frá heimilinu. Það fer eftir aðstæðum hvaða leitaraðferð er notuð en markmið leitarinnar er að útiloka á sem bestan máta að hinn týndi sé á svæðinu og að okkur yfirsjáist mikilvægar vísbendingar. Þetta merkir að leitarmenn leita á öllum líklegum og ólíklegum stöðum sama hvort staðirnir eru læstir að utan eða ekki. Við vitum lítið um hvort hurðin hafi hrokkið í lás eða einhver óvart læst rýminu eftir að hinn týndi fór þar inn. Staðir sem við erum til dæmis að leita eru úti á svölum, í görðum, inni í runnum, ofan í ruslatunnum, inni í gróðurhúsum og verkfæraskúrum. Listinn er langur og engan veginn fullmótaður hér. Einnig erum við að leita eftir sporum og sporagildrum, hlutum frá hinum týnda og öllu því sem gæti gefið okkur vísbendingu um í hvaða átt hann hélt.

Fundur Eitt af leiðarljósum allra björgunarmanna ætti að vera á þá leið að dagsform okkar er misjafnt. Í dag treysti ég mér í mjög erfiðar og krefjandi aðstæður en það getur vel verið að ég treysti mér engan veginn í þær á morgun. Hver og einn björgunarmaður þarf að þekkja sín takmörk og virða þau. Opin og málefnaleg umræða um þessa þætti er öllum þörf og ég tel hana mjög mikilvæga. Það á enginn að finna fyrir skömm yfir því að draga sig úr verkefni sem samræmist ekki dagsforminu sem hann er í. Markmið allra leitarmanna er að hinn týndi finnist og

það helst heill á húfi. Slíkir fundir eru óneitanlega skemmtilegri og hafa yfirleitt góðan endi. En við megum ekki gleyma þeim útköllum þar sem hinn týndi finnst illa slasaður eða jafnvel látinn.

Verklagsreglur leitarhóps HSG við fund Ég starfa í leitarflokki Hjálparsveitar skáta Garðabæ (HSG). Þar höfum við reynt að setja upp verklagsreglur um hvernig bera eigi sig að þegar fundur á sér stað. Ég tel þessar verklagsreglur til eftirbreytni og því ákvað ég að láta þær fljóta með. Þegar leitarmaður finnur hinn týnda á hann að gera hópstjóra viðvart. Hópstjórinn fer annað hvort einn eða með leitarmanninum að hinum týnda og kannar ástand hans. Gæta þeir þess að spilla ekki vettvanginum og mynda því aðeins eina slóð. Ef hinn týndi er á lífi er svæðisstjórn tilkynnt um fundinn og viðeigandi ráðstafanir gerðar ásamt því að fyrsta hjálp er veitt. Ef um augljós andlátsmerki er að ræða er svæðisstjórn tilkynnt um fundinn og að því loknu halda hópstjórinn og leitarmaðurinn sömu leið til baka og þeir komu svo ekki sér hreyft við vettvanginum. Engin ástæða er til þess að sitja yfir einstaklingi sem er með augljós andlátsmerki og því er leitarhópnum óhætt að bíða í nokkurri fjarlægð þangað til lögreglan og svæðisstjórn koma á svæðið. Sé leitarhópurinn beðinn um að sjá um flutning á hinum látna upplýsir hópstjórinn aðra meðlimi hópsins um aðstæður og athugar hjá hverjum og einum hvort hann treysti sér til þess að taka þátt í verkefninu. Ekki er æskilegt að

VEÐUR-APPIÐ

Veður Veðurstofa Íslands

26

Björgunarmál

www.vedur.is

spyrja yfir hópinn því þá eru minni líkur á að hver og einn virði sín takmörk. Eftir að lokið hefur verið við verkefnið á svæðinu safnast hópurinn saman og ræðir málið stuttlega. Við erum miklir vinir í HSG og á stundum sem þessum tökum við þétt utan um hvert annað. Hópurinn heldur svo í bækistöð en á leiðinni fylgjumst við hvert með öðru, t.d. hvort allir matist ef heimleiðin dregst á langinn, fari í þurr föt ef þurfa þykir o.s.frv.

Viðrun í húsi Eftir krefjandi verkefni í útkalli er nauðsynlegt að hópurinn setjist aðeins niður og ræði málin. Í HSG höldum við viðrunarfundi þegar komið er í hús og stýrir útkallsnefnd þessum fundum. Allir sem tóku þátt í verkefninu sækja fundinn, ef þeir gera það ekki fyrir sjálfan sig þá gera þeir það fyrir félagann. Upplifun hvers og eins er oft og tíðum æði misjöfn, því gæti sýn eins björgunarmanns hjálpað öðrum við að takast á við þær hugsanir og líðan sem oft fylgir í kjölfar krefjandi verkefna. Á fundinum fá allir að snæða, sama hvað tímanum líður. Útkallsnefndin fer svo lið fyrir lið yfir útkallið með björgunarmönnum. Þar er öllum gefinn kostur á að segja frá sinni aðkomu að verkefninu sem og líðan. Enginn er neyddur til þess að leggja orð í belg frekar en hann vill. Þessi útfærsla á viðrunarfundum hefur gefið góða raun og hjálpað okkur við að styðja við félaga sveitarinnar. Í lok viðrunar fer útkallsnefnd yfir þau andlegu og líkamlegu viðbrögð sem komið geta fram og hvetja björgunarmenn til að standa þétt saman og hafa samband við sig ef þeir þurfa.

Eftirfylgni Ef útkallið er mjög krefjandi hefur útkallsnefnd samband við aðstandendur björgunarmanna og upplýsir þá um stöðu mála. Einnig er þeim sagt frá andlegum og líkamlegum viðbrögðum sem geta komið fram eftir erfiða aðgerð og þeir beðnir um að fylgjast með einstaklingnum. Telji útkallsnefnd þörf á kallar hún hópinn saman aftur og jafnvel sækir utanaðkomandi aðstoð ef þarf.


AKUREYRI

Draupnisgötu 5 462 3002

EGILSSTAÐIR Þverklettum 1 471 2002

REYKJAVÍK Skeifunni 5 581 3002

REYKJAVÍK

Skútuvogi 12 581 3022

AKUREYRI

EGILSSTAÐIR

REYKJAVÍK

REYKJAVÍK

Draupnisgötu 5 462 3002

Þverklettum 1 471 2002

Skeifunni 5 581 3002

Skútuvogi 12 581 3022

AKUREYRI

EGILSSTAÐIR

REYKJAVÍK

REYKJAVÍK

Draupnisgötu 5 462 3002

Þverklettum 1 471 2002

Skeifunni 5 581 3002

Skútuvogi 12 581 3022

AKUREYRI

EGI

AKUREYRI

EG

Draupnisgötu 5 462 3002

Þv 471

AKUREYRI

EG

Draupnisgötu 5 462 3002

Þv 471

Draupnisgötu 5 462 3002

2011

2011

Þve 471

2011

– fyrir kröfuharða ökumenn

AKUREYRI

Draupnisgötu 5 462 3002

EGILSSTAÐIR Þverklettum 1 471 2002

REYKJAVÍK Skeifunni 5 581 3002

REYKJAVÍK

Skútuvogi 12 581 3022 2011

Skoðaðu úrvalið á vefnum okkar:

www.dekkjahollin.is

/dekkjahollin

AKUREYRI

EGILSSTAÐIR

REYKJAVÍK

REYKJAVÍK

Draupnisgötu 5 462 3002

Þverklettum 1 471 2002

Skeifunni 5 581 3002

Skútuvogi 12 581 3022


ENNEMM / SÍA / NM67497

Íslandsbanka Appið

Vertu með bankann í vasanum Við erum stöðugt að þróa Íslandsbanka Appið til að létta þér lífið í dagsins önn. • • • • • •

Hærri úttektarheimild í Hraðfærslum Yfirlit og greiðsla ógreiddra reikninga Yfirlit og staða reikninga Myntbreyta og gengi gjaldmiðla Vildartilboð Íslandsbanka og fjöldi annarra aðgerða Verðbréfayfirlit VÍB

Sæktu Íslandsbanka Appið á islandsbanki.is/app

islandsbanki.is

Netspjall

Sími 440 4000

Facebook


Hlutverk hússtjórna björgunarsveita í útköllum

Bækistöð HSSR lýsir því hvernig hún skipuleggur viðbragð sitt

Í bækistöðvarhópi HSSR starfa sjö manns með víðtæka þekkingu og reynslu.

„Hvernig á að stjórna útkalli?“ spurði einhver. „Notaðu bara heilbrigða skynsemi,“ var svarað. Er það ekki akkúrat það sem við reynum að gera í útkalli, að nota heilbrigða skynsemi? Og raunar í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur. Og ofan á almenna eða heilbrigða skynsemi leggjum við síðan fræðslu, þekkingu og reynslu, bætum við stjórnskipulagi og verkaskiptingu og römmum loks inn með skráðum leiðbeiningum og verkferlum til að gera störf okkar allra markvissari og skilvirkari. Ekki flókið eða hvað?

Bækistöð HSSR Sérstök hússtjórn í útköllum hefur verið við lýði í

HSSR frá því um 1990. Við köllum okkur reyndar „bækistöð HSSR“. Fyrst voru það einn til tveir eldri félagar sem tóku að sér að stjórna viðbragði okkar, hringja út í félaga eins og þá var gert, skipa í hópa og halda utan um hlutina. Smám saman tók þessi vinna á sig fastara form og fleiri komu að verkinu. Formlega er þetta núna þannig að stjórn HSSR skipar einstaklinga í bækistöð sem hafa það hlutverk að stjórna viðbragði HSSR í útköllum og halda utanum útkallsskrá HSSR. Stjórnin er því ekki sjálf að stýra útköllum heldur felur tilteknum félögum innan sveitarinnar að sjá um það, þótt vissulega geti svo háttað að í bækistöð sé einn eða fleiri sem sitja í stjórn sveitarinnar á sama tíma. Með þessu móti er verkefnum og ábyrgð dreift á fleiri

Hluti af starfi bækistöðvar er að velja þau tæki er nota á í útkallinu sem fyrir liggur.

herðar, sem er mjög jákvætt í félagsskap sem byggir á sjálfboðastarfi. Í bækistöð eru nú sjö manns, þrjár konur og fjórir karlar. Reynt er að hafa í hópnum fólk með sem fjölþættasta reynslu, bæði eldri eða reyndari félaga sem og félaga með styttri starfsaldur. Félagar í hópnum fara líka út úr húsi í aðgerðir, þ.e.a.s. ef bækistöðin er þegar fullmönnuð í útkallinu. Hópurinn heldur fundi hálfsmánaðarlega yfir vetrartímann.

Útkallsskrá og viðbragðsáætlun HSSR er fjölmenn sveit og að jafnaði með nokkurn fjölda félaga í viðbragði við hverju útkalli, þótt það fari auðvitað eftir eðli útkallsins. HSSR leggur metnað sinn í að á útkallsskrá í fyrsta útkalli séu einungis fullgildir félagar sem eru virkir í starfi og bækistöð og gerir því oft og iðulega breytingar á skránni í samráði við félagana, t.d. ef félagar fara utan í nám eða eru fjarverandi tímabundið af öðrum ástæðum. Markmiðið er að viðbragð okkar sé fumlaust og fljótt. Til að auðvelda okkur það útbjuggum við nýlega viðbragðsáætlun fyrir bækistöð. Viðbragðsáætlunin er eins konar tékklisti yfir þau verk sem vinna þarf eða athuga með, stikkorð fremur en ítarleg lýsing. Fyrst og fremst hefur hópurinn áætlunina til hliðsjónar í útköllum, en hún þjónar líka hlutverki við þjálfun nýrra félaga í hópnum og til að aðrir félagar eða útkallshópar viti hvað ætla má að bækistöð sé að gera í útkallinu og hvaða stuðning sé frá bækistöð að hafa. Sömuleiðis geta einstakir félagar sem kunna að vera staddir í húsi í upphafi útkalls hafið viðbragð HSSR þar til einhver úr bækistöð kemur í hús og tekur við og þannig flýtt fyrir ferlinu. Viðbragðsáætlunin er í tveimur hlutum. Annars vegar A-hluti sem sjá má á bls. 30 og skiptist í A1=Fyrstu aðgerðir og A2= Skipulagning á mannskap og tækjum, og segja má að tilgreini verkefni bækistöðvar í nánast öllum útköllum sem berast. Þótt einstakir

Gunnlaugur Briem, Jónína Birgisdóttir og Þorbjörg Hólmgeirsdóttir.

Björgunarmál

29


Viðbragðsáætlun bækistöðvarhóps HSSR: A.1: Fyrstu aðgerðir í útkalli – mæting á M6 # A1.1 A1.2

Aðgerð Mæting Farartæki

A1.3

Fjarskipti

A1.4 A1.5 A1.6 A1.7

A1.8 A1.9

A1.10 A1.11 A1.12 A1.13

Leiðbeiningar Lokið Merkja sig mættan í hús í tölvu í anddyri. Ath. hvaða farartæki eru í húsi, ef vantar skoða segultöflu/dagbók. Mat: Kalla bíla heim, virkja bílasamninga félaga, bílaleigur.

Tetra-hús sé opin, ræsa 1-2 Tetrahandstöðvar til að hlusta aðrar rásir, hugsað fyrir mann nr. 2 í bækistöðvarhóp og/eða koma þeim á hópstjóra. Fjarskipti Tetrastöð á hópstjóra strax í húsi, á meðan verið er að undirbúa brottför. Byrji að fylgjast með uppl. frá fjarskiptum. Upplýsingaskjár Virkja skjá í anddyri sem sýnir hópaskipan. Svörun 1 Ræsa aðaltölvu og opna Svörun, fyrsta mat á viðbragði HSSR m.t.t. eðlis útkalls. Öflun upplýsinga hlustun á tetra-samskipti/VHF, uppl. í aðgerðargrunni, bakvakt svst. á svæði 1, fjölmiðlar, þekkir einhver félagi staðhætti á leitarsvæði vel, veðurhorfur, færð. Væntanlegt viðbragð HSSR Gróft mat: Tegund útkalls, hraði viðbragðs HSSR, ósk um/þarfir fyrir bjargir. Svörun 2 Fjöldi sem von er á, hverjir mæta strax, hverjir síðar/geta mætt. Uppfæra skjá m. [F5]. Möguleg samsetning hópa, hópstjórar, bílstjórar út frá mætingu. Ath. myndun faghópa ef óskað/mögulegt (t.d. sérhæfð leit, undanfarar). Tilkynna svæðisstjórn Ef slök mæting, vantar eða töf á flutningsgetu = láta svæðisstjórn vita strax. Hjálparforrit Ræsa aðgerðargrunn, sitewatch, D4H; líklega best í tölvu 2, (f.bstmann nr. 2 í hóp?). Netpóstur Fylgjast með netfangi utkall@hssr.is. Plöstun Kveikja á vél fyrir plöstun á kortum.

Huga að verkaskiptingu bækistöðvar í útkallinu. Styðjast við hlutverkaskiptingu sbr. SÁBF (stjórnun, áætlun, bjargir, framkvæmd).

Setja þarf saman mismunandi tegundir hópa og skrá þá í aðgerðagrunn. 30

Björgunarmál

liðir séu númeraðir og raðað í tiltekna röð þá vinnast hlutirnir gjarnan í þeirri röð sem hentar hverju sinni og tími leyfir. Aðalatriðið er að hafa stikkorðin til að hjálpa sér þannig að eitthvað gleymist síður og sé hugað að tímanlega í ferlinu. Hins vegar er B-hluti sem tilgreinir viðeigandi áherslur hópsins í mismunandi tegundum útkalla sem við höfum skilgreint. Þar má nefna slys í fjalllendi, snjóflóð, innanbæjarleit/ fjöruleit, víðtæka leit á hálendi með eða án snjóbíls, vélsleðaútkall, leit á sjó eða vatni og óveðursútkall. Í þessum tilvikum snýst verkefni bækistöðvar um að skipuleggja flutning og flutningstæki, myndun hópa og samsetningu sem hæfa í viðkomandi útkalli, hvaða sértæka búnað þurfi í þetta tiltekna útkall og hvaða öðrum atriðum huga þarf sérstaklega að í útkalli af þessu tagi. Ennfremur höfum við skilgreint hlutverk bækistöðvar við mögulegt útkall búðahóps Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar. Í viðbragðsáætluninni er loks kafli um hlutverk hópsins í hugsanlegri áfallahjálp í kjölfar leita og æfinga.

Útköll HSSR reiðir sig mjög á Svörun (112.svorun.net) í útköllum. Allir félagar sem fá útkallsboð með SMSboðum eiga að svara með SMS og hafa þrjá möguleika: M + tímasetning sem þýðir að viðkomandi mætir og verður klár til brottfarar úr húsi á tilgreindum tíma, GM + tímasetning sem þýðir að viðkomandi geti mætt á tilgreindum tíma, eða ME = mæti ekki. Við komu á Malarhöfða 6 skrá félagar sig í hús í tölvu í anddyri hússins okkar. Sama gildir um félaga í bækistöð og það okkar sem er fyrst í hús setur í


Viðbragðsáætlun bækistöðvarhóps HSSR: A.2: Skipulagning á mannskap/tækjum: Fer eftir eðli útkalls, mætingu, hraða viðbragðs Mat: Ef þarf hratt viðbragð er öll áhersla á að koma fyrsta hópi sem fyrst af stað úr húsi. #

Aðgerð

Leiðbeiningar

A2.1

Myndun hópa

Fylgjast með mætingu, uppfæra Svörun, nota við röðun í hópa.

A2.2

Hópstjóri, öryggisstjóri

M.v. tilkynnta mætingu.

A2.3

Bílstjórar

Ath. mögul. forgangsakstur.

A2.4

Raða í hópa

Ath. samræmi í getu og þekkingu, möguleikar á faghópum.

A2.5

Velja farartæki

A2.6

Tilkynna hlutverk

Láta hópstjóra/bílstjóra vita og fá samþykki þeirra strax og þeir mæta í hús.

A2.7

Upplýsingagjöf 1

Aðdragandi/staða, lýsing hins týnda+klæðnaður, PLS eða GPS-punktar, staðhættir á leitarsvæði, veður/veðurspá, færð, kort (sérkort úr OZI?), hópstjóramappa, söfnunarsvæði hópa, rásir sem nota skal, aðrar bjargir á leið, önnur viðbrögð HSSR.

A2.8

Fjarskiptatæki

Viðmið: 2-3 tetra í hóp, VHF 50-100% af fjölda í hóp. Vararafhlöður á hópstjóra: Tetra og VHF. Úthluta vestum. Skrá út fjarskiptatæki á töflu í fundarherbergi og tetra númer í Svörun. Iridiumsími fari með? Gopromyndavél með?

A2.9

Annar búnaður hópa

Ljós, skóflur, línur, dufflar, börur, snjóflóðabakpoki í bíl? Óveðurskitt? Skrá búnað hópa og farartæki ef tími leyfir.

A2.10 Hratt viðbragð

Lokið

Greiða fyrir einstökum hópum, komist sem fyrst úr húsi. Minna hópstjóra á að hópar tilkynni sig úr húsi/inn í aðgerð til svstj. Nýta lausa félaga í aðstoð við hópa eða í bækistöð, t.d. skráningu eða hlustun fjarskipta.

A2.11 Skráningar 1

Skrá hópa í aðgerðargrunn, skrá aðgerðarlogg bækistöðvarhóps í Svörun, monitora í sitewatch.

A2.12 Aðgerðargrunnur

Heiti hóps að jafnaði hópstjóri = t.d. Reykur Ragnar. Skrá tegund hóps. Skrá númer tetrastöðvar sem hópstjóri ber. Ath. að hópur skiptir EKKI um nafn þó að hópstjóra sé skipt út, hann forfallast.

A2.13 Upplýsingagjöf 2

Áframhaldandi upplýsingaöflun og miðlun til hópa, nota aðgerðargrunn, sitewatch, tetra, síma, sms.

A2.14 Skráningar 2

Skráning í skýrslu/aðgerðarlogg bækistöðvarhóps, t.d. lýsingu á veðri, GPS punkta, stærri ákvarðanir og tilkynningar, brottför/komu hópa í hús, breytingu á hópum og tímasetningu, tjón á munum, slys.

A2.15 Framhald útkalls

Huga að endurnýjun hópa, mat, gistingu. Skipuleggja hvíld.

A2.16 Trúnaður

Gæta að trúnaði; takmarka aðgang að bækistöðvarherbergi, ath. samskipti í fjarskiptum. Svæðisstjórn sér um öll samskipti við fjölmiðla vegna útkalla.

gang það ferli sem lýst er í viðbragðsáætluninni. Þegar næsti maður í bækistöð mætir metur sá fyrri hvernig best sé að haga verkaskiptingu bækistöðvar. Með tilkomu svörunar gefst félögum í bækistöð færi á að vinna að útkalli heiman frá eða frá vinnustað, t.d. við röðun í hópa í svörun, skráningu hópa í aðgerðagrunn eða hlustun á fjarskipti. Þannig getur sá hinn sami létt undir með þeim sem er mættur í bækistöð. Að jafnaði er einhver úr bækistöð í húsi meðan HSSR félagar eru í útkalli, en því hlutverki er þó með nútímatækni einnig hægt að sinna heiman frá eða frá vinnustað.

Meðan á aðgerð stendur er bækistöð í samskiptum við sveitarforingja og/eða aðra í stjórn HSSR, sérstaklega ef upp koma tilvik sem kalla á frekari aðgerðir eða ákvarðanir. Við leggjum síðan áherslu á að vera til staðar þegar hópar koma til baka í hús. Að loknu útkalli tekur við skýrslugerð sem hjá HSSR er nokkuð ítarleg, sem og frágangur fjarskiptabúnaðar o.þ.h. Ef ástæða er til eru haldnir stuttir rýnifundir með hópum þegar þeir koma í hús að aðgerð lokinni.

Annar búnaður er skráður á hópa og farartæki ef tími leyfir. Ljós, skóflur, línur og fleira.

Önnur verkefni bækistöðvar Stjórnun á viðbragði HSSR í útköllum og viðhald útkallsskrár eru meginverkefni bækistöðvar. Við komum einnig að þjálfun nýliða fyrir útköll, þ.e. að æfa samskipti við bækistöð og vettvangsstjórn í aðgerðum. Einnig er á okkar borði að skipuleggja áfallahjálp ef með þarf, hvort sem er eftir útkall eða æfingar á vegum HSSR. Sömuleiðis höfum við umsjón með fjarskiptabúnaði, þ.e. handstöðvum og kortasafni HSSR. Bækistöð tekur þátt í rýni aðgerða, bæði innan sveitarinnar og utan. Bækistöð vinnur ýmsa tölfræði yfir aðgerðir til upplýsingar fyrir stjórn. Hópurinn hefur aðstöðu í fundarherbergi stjórnar á Malarhöfða 6, bæði í aðgerðum og fyrir fundi sína.

Kostir við hússtjórnir Hjá HSSR gegnir bækistöð lykilhlutverki í útköllum og erfitt að sjá fyrir sér útkallsskipulag án slíkrar einingar. Með því að stjórn felur tilteknum hópi þetta hlutverk sýnir reynslan að til verður sérhæfing sem skerpir viðbragðið og gerir það markvissara. Stuðningur við útkallshópa og einstaka félaga í aðgerð verður öflugri. Söfnun upplýsinga í útkalli og miðlun verður í fastari skorðum. Skráning í aðgerðargrunn verður fljótvirkari og skýrslugerð um útköll í fastari skorðum. Utanumhald um útkallsskrá og tölfræði útkalla eru á einni hendi, þær upplýsingar verða réttari og áreiðanlegri. Loks deilir slíkt fyrirkomulag vinnuálagi frá stjórn sveitarinnar og auðveldar henni að hafa gott yfirlit yfir aðgerðir en kemur ekki í veg fyrir að stjórnin stýri og beri ábyrgð á öllum aðgerðum HSSR. Björgunarmál

31


100 % MERINO ULL

Mikið úrval

Hlýr og þægilegur ullarfatnaður sem hentar við allar aðstæður

www.ullarkistan.is

Laugavegi 25 Reykjavík s. 552-7499

Glerártorg AKUREYRI s. 461-3006


Spjaldtölvur

og landakort

Ískort.is hefur á undanförnum árum útbúið landakort sem að margra mati eiga sér enga hliðstæðu. Hvort sem er þegar litið er til útlits kortsins eða til notkunarmöguleika þess í hugbúnaði fyrir spjaldtölvur og snjallsíma. Kortin hafa verið gefin út til notkunar í hugbúnaðinum PDF-Maps, Air Navigation og OziExplorer. Hugbúnaðarmöguleikarnir höfða til mismunandi notkunar, allt frá styttri gönguferðum með hugbúnaðinn í snjallsíma til lengri jeppaferða um hálendið með spjaldtölvu, eða við leitar- og björgunarstörf björgunarsveita og þyrludeildar Landhelgisgæslu Íslands sem notast við ferðatölvur.

Hvaða möguleikar eru í boði fyrir notendur? Hér fyrir neðan má sjá hvaða möguleikar eru í boði fyrir hverja tegund af hugbúnaði fyrir sig. • PDF-Maps - Fyrir spjaldtölvur og snjallsíma. http://www.pdf-maps.com Kortin eru gefin út í kvörðum: 1:50.000, 1:100.000, 1:250.000, 1:500.000, 1:750.000 og af völdum svæðum í kvarðanum 1:25.000. Kortin í kvörðum 1:25.000. 1:50.000 og 1:100.000 eru blaðskipt þar sem hugbúnaðurinn hefur takmörkun á stærð á hverju stöku korti, en á heimasíðu http://www.iskort.is er hægt að sjá blaðskiptinguna fyrir hvern kvarða fyrir sig. Hugbúnaðurinn er fáanlegur fyrir Android og Apple iOS spjaldtölvur. Notandi kaupir kortin í gegnum aðgang hjá PDF-Maps. • Air Navigation - Fyrir flug http://www.xample.ch/air-navigation Kortin eru gefin út í kvörðum: 1:250.000 og 1:100.000 og er hvort kort af öllu landinu. Hugbúnaðurinn er fáanlegur fyrir Android og Apple spjaldtölvur ásamt Mac OSX. • OziExplorer - Fyrir PC tölvur http://www.oziexplorer.com Kortin eru gefin út í kvörðum: 1:50.000, 1:100.000, 1:250.000, 1:500.000, 1:750.000 og 1:25.000. Kortin í hverjum kvarða fyrir sig eru af öllu landinu. Hugbúnaðurinn nýtist vel við skipulagningu ferða og til notkunar í ferðatölvum í farartækjum. Einnig er OziExplorer fáanlegt fyrir Android spjaldtölvur og síma í minni og takmarkaðri útgáfu. Hvaða útgáfa hentar í hverju tilfelli? Það má skipta mismunandi notkunarmöguleikum niður í eftirfarandi flokka. Samhliða því má segja hvaða kort hentar í hverju tilfelli fyrir sig. Alltaf eru undantekningar á þessu sem og öðru, en listinn gefur vonandi hugmynd um hvað hentar. • Gönguferðir PFD-Maps hugbúnaðurinn í snjallsíma, eitt til tvö yfirlitskort af öllu landinu, og nákvæmari kort af því

svæði sem ferðast er á hverju sinni. Notandi getur keypt stakt kort hverju sinni, og safnað sér upp kortum af sínum ferðasvæðum með tímanum. Bílferðir um láglendi og sumarferðalög um hálendið PDF-Maps hugbúnaðurinn í spjaldtölvu. Yfirlitskort af öllu landinu ásamt nákvæmari kortum af þeim svæðum sem ferðast er á. Bílferðir um hálendið og jökla að vetri OziExplorer hugbúnaðurinn í Windows PC ferðatölvu, kort af öllu landinu í öllum kvörðum. Núna eru fáanleg Windows PC spjöld, t.d. eins og Windows Surface. Slíkar tölvur henta einstaklega vel í bíla þar sem þær eru léttari og meðfærilegri en hefðbundnar ferðatölvur. Flug í flugvélum eða þyrlum Air Navigation hugbúnaðurinn fyrir minni þyrlur eða flugvélar, og OziExplorer hugbúnaðurinn ef um stærri vélar er að ræða. Mótorhjólaferðir PDF-Maps hugbúnaðurinn í snjallsíma, eitt til tvö yfirlitskort af öllu landinu, og nákvæmari kort af því svæði sem ferðast er á hverju sinni.

Af hverju kort frá Ískort.is? Með þeim kortum og hugbúnaði sem er notaður, hefur notandinn möguleika á að nota kortin í sínum tækjum eftir kaup. Notandi kaupir og sækir kortin upphaflega, en þar á eftir eru kortin vistuð í tækinu sem notað er og því er notkunin sjálf óháð því hvort tækið er í netsambandi. Kortin hafa líka einstakt útlit og framsetning á landslagi, gróðurfari, yfirborði jökla er með þeim hætti að notandi á auðvelt með að lesa landslag út úr kortinu. – Sjón er sögu ríkari og geta allir skoðað án endurgjalds vefsjá með kortunum á heimasíðu www.iskort.is.

því tæki sem er notað hverju sinni. Sé ekkert GPS merki, getur notandinn samt sem áður skoðað kortin eins og um hefðbundið blaðkort sé að ræða þó svo að staðseting komi ekki fram.

Í hverju felst kortagerðin? Kortagerðin felst í því að notaður er landfræðilegur gagnagrunnur Landmælinga Íslands IS-50V. Í honum er meðal annars hæðarlíkan, hæðarlínur, mannvirki, örnefni, samgöngur, strandlína, vatnafar og yfirborð. Í kortagerðinni er einnig notað mjög nákvæmt hæðarlíkan af jöklum landsins, en líkanið er unnið af Veðurstofu Íslands og Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Þessu til viðbótar er mikið safn gönguleiða og upplýsinga um staðsetningu skýla og skála notað. Gervihnattamyndir eru einnig notaðar til að vinna upp gögn, svo sem gróðurþekju.

Grunngögn Þegar gögnin eru lesin inn úr gagnagrunni opnast þau öll sem flöt línugögn. Öll gögn líta eins út og ómögulegt er að aðgreina alla þætti þeirra gagna sem opnuð eru. Gögnin sýna samt sem áður staðsetningu og legu þeirra eiginda sem notuð eru við kortagerðina, og án frumgagna sem þessa væri ómögulegt fyrir Iskort.is að útbúa landakort.

Hæðarlíkan

Hversu nákvæm er staðseting í snjallsímum og spjaldtölvum? Í flestum nýrri snjallsímum og spjaldtölvum er GPS staðsetningartæki. Slík tæki duga í flestum tilfellum ágætlega. Hafa þarf þó í huga að spjald sem er notað inni í miðjum bíl, nær ekki endilega góðri staðsetningu þar sem þakið á bílnum skyggir á GPS merkið. Þá er hægt að hafa utanáliggjandi GPS tæki sem er staðsett út við framrúðu eða utan á bílnum. Tæki sem hafa ekki GPS móttakara, hafa oft möguleika á að sýna staðsetningu byggða á GSM merki, slík staðseting er ónákvæm og utan þéttbýliskjarna er slíkt merki ekki nothæft til staðsetingar. Það er því mikilvægt að huga að því að það sé GPS móttakari í

Hæðarlíkanið er gríðarlega mikilvægur þáttur í því að landakortið sem útbúið er sé auðvelt til notkunar og notandinn skynji landslagið vel. Hæðarlíkan

Marteinn G. Sigurðsson

Björgunarmál

33


Landmælinga Íslands sem þekur allt landið í einni heild er notað sem grunnur. Hæðarlíkan frá Veðurstofu Íslands og Raunvísindastofnun HÍ, en í þeim gögnum er landlíkan unnið upp

Vinnslan við kortagerðina Vinnslan við kortagerðina er margþætt og gagnamagn henni tengt er mikið. Gögnum er raðað upp í ákveðinn forgang, úr þeim unnið lag, sem notað er svo áfram sem undirlag í næsta þrepi vinnslunnar. Þannig er kortið byggt upp koll af kolli, og á endanum er tilbúið landakort sem er útbúið fyrir vefkerfi PDF-Maps. Hér til dæmis eru sýnd fjögur grunnþrep, þar sem litaþema, yfirborð og áferð kortins er undirbúin áður en gögnum um manngerða hluti er varpað ofan á kortið.

eftir Lidar (Laser) mælingum með upplausn upp á 2,5 metra af jöklum landsins og þeirra næsta nágrenni. Hæðarlíkaninu er bætt ofan á grunnlíkanið frá Landmælingum.

Nákvæmni gagna Í kortunum er gríðarlega nákvæmt hæðarlíkan af jöklum landsins. Gögnin koma að notum við gerð sprungukorta og þau gefa einnig góða mynd af yfirborði jökla og nágrenni þeirra.

Útkoman Eftir að búið er að útbúa litakort og ákveða forgang og framsetningu þeirra gagna sem notuð eru verður til heildstætt landakort. Kortið er þá með útliti og áferð svo auðvelt er að lesa og skynja hvernig landið liggur. Einnig er auðvelt að sjá hvar vegir og aðrir manngerðir hlutir liggja á kortinu.

Lokaútgáfa. Að lokum er línugögnum varpað yfir landlíkanið, en í þeim eru t.d. upplýsingar um vegi, örnefni, býli og önnur mannvirki.

Litakort, unnið eftir upplýsingum um gróðurfar og yfirborð. Þar er mörgum tugum gerða yfirborðs raðað saman og leitast er við að litir séu að sama skapi endurspeglun á náttúrulegum litum, en einnig til skýrrar aðgreiningar á milli gróðurtegunda.

Landlíkan unnið upp eftir Lidar (Laser) og litakorti varpað yfir líkanið. Við það koma sprungur í jöklinum fram og hægt að sjá á kortinu sprungur og hættusvæði.

Útlitshönnun Mesta vinnan fer í útlitshönnun sem hefur það að markmiði að kortið sé skýrt og auðvelt sé að nota kortið til leiðsögu. Helstu atriði sem þarf að hanna útlit á eru: • Litaþema á yfirborði • Hvaða gögn eru valin hverju sinni fyrir mismunandi kort • Forgangur gagna, ákveða hvort hæðarlínur séu ofan á vatnafari, en undir vegaþekju • Stilla af breidd línugagna, aðgreint t.d. á milli þjóðvegar og fjallvega • Framseting örnefna og texta, letur, litir, stærðir og forgangur örnefna eftir tegund

Yfirborð náttúru og manngert yfirborð er unnið til með mismunandi hætti, þar sem aðgreining á hálendi, mosum og melum rennur meira saman en aðgreining á manngerðu gróðurfari, svo sem skógrækt eða túnum. Gögnum með vatnafari er einnig bætt ofan á þekjuna.

Grunnkortinu sem áður var útbúið er varpað ofan á þrívíddarlíkan og við það koma fram skuggar í landslagið, en þeir auðvelda lestur á kortinu og gera notandanum kleift að sjá hvernig landið liggur.

34

Björgunarmál

Með frekari úrvinnslu á hæðarlíkani er hægt að kalla fram hættusvæði á vélrænan máta, þar sem yfirborðshalli ákveður styrk, fyrst guls og svo rauðs litar. Rauðu svæðin eru því mjög hættuleg og þau gulu varasöm. Kort sem þetta auðveldar gríðarlega ákvörðun um leiðarval og mat á aðstæðum.


Kröpp beygja og brú yfir Hrútafjarðará urðu til þess að töluvert var um slys á þessum stað. Eftir að nýr vegur var lagður í Hrútafirði fækkaði hættulegum stöðum á þjóðveginum.

Færri banaslys í samgönguslysum á Íslandi hin síðari ár

Í febrúar 2015 stóð innanríkisráðuneytið ásamt Samgöngustofu og RNSA fyrir umferðarþingi og einnig að fundi um flugöryggi.1 Á þinginu og fundinum kom meðal annars fram að Rannsóknarnefnd samgönguslysa merkir fækkun banaslysa í rannsóknarverkefnum sínum undanfarin ár en fjöldi látinna innan samgönguslysaflokkanna þriggja hefur farið úr 151 í 59 ef skoðuð eru þrjú fimm ára tímabil á árunum 2000-2014. 1 Að fundi um flugöryggi stóðu einnig ISAVIA og Flugmálafélag Íslands.

Til samgönguslysa í þessari samantekt teljast flugslys, sjóslys og umferðarslys. Fyrir árið 2013 voru þrjár stofnanir sem hver um sig rannsakaði slys í ofangreindum málaflokkum, en hafa nú verið sameinaðar í eina Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA). Verkefni rannsóknarnefndar samgönguslysa á Íslandi eru samkvæmt lögum nr. 18/2013 skilgreind þannig að Rannsóknarnefndin skal taka til rannsóknar öll sjóslys og sjóatvik á íslenskum skipum, svo og á öllum erlendum skipum í siglingum að og frá Íslandi þegar þau varða íslenska hagsmuni. RNSA skal rannsaka öll flugslys og alvarleg flugatvik á íslensku yfirráðasvæði og því svæði sem Íslandi hefur verið falið að veita

Þorkell Ágústsson, Rannsóknarnefnd samgönguslysa

Björgunarmál

35


Fjarðarhraun/Hólshraun í Hafnarfirði. Þarna var algengt að sjá alvarleg umferðarslys í óvarinni vinstri beygju en nú er búið að setja upp umferðarljós og slysin hafa horfið.

þjónustu á. Þá tekur nefndin þátt í rannsóknum á íslensk skráðum loftförum þegar slys eða alvarleg flugatvik eiga sér stað í öðrum ríkjum samkvæmt þjóðréttarlegum skuldbindingum. RNSA skal einnig rannsaka umferðarslys og alvarleg umferðaratvik á Íslandi og rannsakar meðal annars öll banaslys sem verða á vegum landsins. Banaslys í umferð Undanfarin 15 ár hefur banaslysum í umferðinni fækkað markvisst. Sé tímabilið brotið niður í þrjú fimm ára tímabil kemur í ljós að árin 2000-2004 létust 131, árin 2005-2009 létust 94 en 2010-2014 voru þeir 48. RNSA greinir fækkun banaslysa þar sem ökutæki koma við sögu en ekki eins mikla fækkun slysa þar sem óvarðir vegfarendur koma við sögu og þarf að huga nánar að forvörnum í þeim flokki. Til skýringar má nefna að umferðarhraði á þjóðvegum hefur lækkað markvert á tímabilinu og ýmsar vegaframkvæmdir, s.s. tvöföldun Reykjanesbrautar, hafa leitt til fækkunar slysa. Öryggisbúnaður bifreiða hefur batnað umtalsvert og þá má nefna breytt og bætt ökunám og fækkun alvarlegra slysa hjá ungum ökumönnum svo dæmi sé tekið.

Banaslys í samgönguslysum Þrjú fimm ára tímabil frá 2000-2014 200 150

151 108

100

59

36

2000-2004 Björgunarmál

2005-2009

Ef banaslys í flugi eru skoðuð með sama hætti létust fjórir1 í einu banaslysi á íslensk skráðu loftfari á árunum 2000-2004, einn á árunum 2005-2009 og fjórir í tveimur slysum á árunum 2010-2014. Banaslys í flugi eru mun færri en banaslys í umferðinni og ber því að líta á samanburðinn með fyrirvara. Ef úrtakið er aukið og tvö 15 ára tímabil eru skoðuð í banaslysi í flugi létust 31 í flugslysum á árunum 1985-1999 en 9 á árunum 2000-2014. Á ofangreindum fundi um flugöryggi kom fram að ekkert banaslys var í flugi á átta ára tímabili á árunum 2001-2008 og hefur slíkt tímabil ekki átt sér stað frá árinu 1942. Ef banaslys í almannaflugi (einkaflugi) eru skoðuð sérstaklega var ekkert banaslys í þeim flokki á ellefu ára tímabili, 1998-2008. Ekki er til einföld skýring á því hvers vegna flugöryggi er almennt að aukast en þó má nefna að hönnun flugvéla er stöðugt að þróast, aukin tækni í flugstjórnarklefa, bætt kennsla og reglubundin þjálfun flugmanna, þróun í flugumferðarstjórn sem og viðhaldsmálum og eftirliti. Þá má nefna að aukin miðlun upplýsinga um þá þætti sem ógnað hafa flugöryggi hefur vafalaust sitt að segja. Aðferðafræði við rannsóknir á flugslysum og alvarlegum flugatvikum er tiltölulega stöðluð um heim allan og skilar til ofangreindra þátta niðurstöðum sem bregðast má við og vænta má að stuðli að auknu flugöryggi.

Banaslys á sjó Hvað varðar banaslys á sjó má sjá fækkun á síðustu 15 árum. Á fimm ára tímabili, þ.e. 2000-2004 létust 16 sjómenn, 13 á árunum 2005-2009 og 7 á árunum 2010-2014. Þess ber að geta að árið 2008 var fyrsta ár frá upphafi samantektar sem enginn lést í sjóslysi. Þessum árangri var aftur náð á árunum 2011 og einnig á síðastliðnu ári (2014). Ef litið er á tvö fimmtán ára tímabil í banaslysum á sjó létust 124 á árunum 1985-1999 en 36 á árunum 2000-2014.

Slys og alvarleg atvik

50 0

Banaslys í flugi

2009-2014

Þess ber að geta að þótt banaslysum hafi fækkað eru alvarleg atvik enn tíð. Rannsókn á alvarlegum atvikum er stór hluti rannsóknarverkefna RNSA og er sem áður greinir, hluti af lögbundinni skyldu nefndarinnar. RNSA telur ekki síður mikilvægt að leggja áherslu á rannsóknir alvarlegra atvika enda má draga af þeim lærdóm og koma þannig í veg fyrir banaslys. Þá er sérstaklega verið 2 Þess ber að geta að sex létust í flugsysi á árinu 2000 en samkvæmt ofangreindum lögum og með tilliti til tölfræðilegra þátta er banaslys skilgreint sem eftirfarandi: „Banaslys: Samgönguslys þegar einstaklingur lætur lífið innan 30 daga frá þeim degi er slysið varð, enda verði banamein hans að nokkru eða öllu leyti rakið til slyssins.“


Hafnarfjarðarvegur, vegrið stöðvaði bifreið áður en hún fór stjórnlaust yfir á rangan vegarhelming. að fylgjast með flugatvikum sem ekki eru flokkuð sem alvarleg eða slys. Árið 2006 tók gildi íslensk reglugerð um tilkynningarskyldu atvika í flugi sem ekki eru rannsóknarverkefni RNSA, þ.e. flokkast ekki sem alvarleg flugatvik eða slys. Tilgangur þessara tilkynningarskyldu er meðal annars að koma auga á atvik áður en þau verða að alvarlegum flugatvikum eða slysum. Umsjón með þessum tilkynningum er í höndum Samgöngustofu.

Sem fyrr hefur RNSA það að markmiði að auka öryggi í samgöngum með rannsóknum á slysum og alvarlegum atvikum. Það er ekki tilgangur RNSA að skipta sök eða ábyrgð og er ekki heimilt að nota skýrslur nefndarinnar til þess. RNSA leggur ríka áherslu á þennan þátt og tekur þetta meðal annars fram á forsíðum allra skýrslna sem gefnar eru út.

Björgunarmál

37


Fyrsta hjálp fyrir þurrar varir

Decubal lips & dry spots balm: Nærandi og mýkjandi smyrsli með býflugnavaxi sem hjálpar til við enduruppbyggingu þurra vara, tættra naglabanda og þurra olnboga.

Decubal er heil húðvörulína fyrir andlit og líkama. Í 40 ár höfum við þróað mildar og nærandi vörur fyrir þurra og viðkvæma húð, í nánu samstarfi við húðsjúkdómalækna. Decubal er algjörlega laust við ilmefni, litarefni og parabena og er eingöngu selt í apótekum.

Án parabena, ilm- og litarefna.


Áætla má hæð neyðarblyss í gráðum á einfaldan hátt.

Tilkynning

um neyðarblys

Reglulega berast tilkynningar um neyðarblys til Neyðarlínu. Miklu máli skiptir að bregðast við öllum tilkynningum og afla í upphafi þeirra upplýsinga sem nauðsynlegar eru til að hægt sé að skilgreina viðeigandi leitarsvæði eða útiloka tilkynninguna sem villuljós. Þegar rætt er við tilkynnanda er mikilvægt að afla ákveðinna grunnupplýsinga til að hægt sé að skera fljótt úr um hvers eðlis tilkynningin er. Og auðvitað skrifum við niður allar upplýsingar sem berast og teiknum líka skýringarmyndir í litlu gulu, vatnsheldu bókina okkar. Sá tilkynnandinn blysið fara upp og síðan niður í boga eða var ferillinn beinn? Hver var liturinn á blysinu? Hversu lengi var blysið á lofti? Var

það jafn bjart allan tímann eða flökti það? Einnig þarf að fá staðfest frá tilkynnanda annars vegar stefnu og hins vegar hæð á neyðarblysinu sem tilkynnt var. Stefnu er yfirleitt auðvelt að fá og greina til dæmis með því að draga línur á kort frá öllum tilkynnendum til að reyna að finna skurðpunkt með þríhyrningamælingu. Ef tilkynnendur eru fáir eða staðsetning tilkynnenda er þannig að ekki er hægt að beita

þríhyrningamælingu þá er til aðferð sem hægt er að nota til að finna líklega hámarksvegalengd að staðsetningu neyðarblyss. Lykillinn að því að hægt sé að reikna út líklega vegalengd er að áætla staðsetningu neyðarblyss í gráðum og reikna síðan með einfaldri hornafræði líklega hámarksvegalengd. Í raun og veru þurfum við bara tvær stærðir til að reikna fjarlægð að neyðarblysi, annars vegar áætlaða hámarkshæð sem neyðarblys getur náð og hins vegar lengdina á löngu hliðinni á ímynduðum þríhyrningi milli tilkynnanda, sjóndeildarhrings og neyðarblyssins. Algeng hámarkshæð sem neyðarblys getur náð eru 150 metrar. Þar sem við ætlum að reikna líklega hámarksvegalengd að neyðarblysi sem gefur okkur líklegan útgangspunkt leitar þá getum við skilgreint varlega áætluð ytri mörk á því svæði sem við þurfum að leita til að finna þann sem skaut upp neyðarblysi. Ef grunnlínan a er vegalengdin sem við ætlum að finna og skammhliðin b (hæð neyðarblyssins) er 150 metrar þá þurfum við bara að vita hvað langhliðin (vegalengdin frá tilkynnanda að neyðarblysinu á lofti) er löng. En við getum ekki vitað hvað lang-

Guðbrandur Örn Arnarson, starfsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Björgunarmál

39


hliðin er löng eða réttara sagt hvað langt er frá tilkynnanda að neyðarblysinu á lofti því þá værum við ekki að leita að vegalengdinni að skotstaðnum (grunnlínan). Ef við erum komin með hámarkshæðina á neyðarblysinu sem við túlkum með skammhlið þríhyrnings þá getum við áætlað hallann á langhliðinni mældan í gráðum og notað smá hornafræði til að galdra fram lengdina á grunnlínunni. Til að meta hallann á langhliðinni notum við hnefann með út-

réttri hendi til að áætla gráðuna frá sjóndeildarhring að hæð neyðarblyssins. Hver fingur er um tvær gráður og tveir hnefar geta því mælt 20 gráður frá sjóndeildarhring. Neðri brún hnefans þarf að bera við sjóndeildarhringinn til að halli línunnar frá tilkynnanda að staðsetningu neyðarblyssins sé réttur í gráðum. Með því að áætla gráðuna að hæð neyðarblyss erum við komin með þær tvær grunnstærðir sem við þurfum til að reikna lengdina að skotstaðnum frá

Umhverfisvænir pokar

Oddi Sími 515 5000, oddi@oddi.is, www.oddi.is

tilkynnanda. Til þess notum við tangens sem er svokallað hornafall. Á reiknivél er fallið tangens oftast auðkennt með „tan“ og er gráðan fyrst slegin inn og síðan smellt á „tan“ til að fá niðurstöðuna Formúlan sem við notum er v=h/tan(g) eða vegalengd = hæð blyss/tan (gráða). Við vorum búin að áætla hámarkshæð á neyðarblysi 150 metra og við skulum áætla gráðuna frá tilkynnanda að blysinu þrjá fingur eða 6 gráður Með gildum er þetta vegalengd = 150/tan (6) sem gefur okkur 1.427,154... og svo fullt af aukastöfum. Niðurstaðan er vegalengd í metrum og aukastöfunum er sleppt enda skipta þeir ekki máli. Niðurstaðan er því sú að hægt er að áætla vegalengdina 1.427 metra að líklegum skotstað. Ef gráðan að blysinu á lofti er einn fingur eða 2 gráður þá er útreikningurinn 150 / tan (2) = 4.295 metrar að skotstað. Einföld reiknivél í farsíma dugar til að reikna með þessari formúlu en hér er til hægðarauka búið að reikna hámarksvegalengd frá tilkynnanda að skotstað út frá annars vegar blysi sem gæti náð 150 upp í loftið og til öryggis 300 metra. Hægt er að styðjast við þessa töflu til að áætla varlega áætluð ytri mörk á leitarsvæði frá tilkynnanda.

Gráður

150

300

8.593

17.187

4.295

8.591

2.145

4.290

1.427

2.854

1.067

2.135

10°

851

1.701

12°

706

1.411

14°

602

1.203

16°

523

1.046

18°

462

923

20°

412

824

25°

322

643

30°

260

520

35°

214

428

40°

179

358

45°

150

300


Way of Life!

d y n a m o re y k j a v í k

FjórhjóladriFinn, sjálFskiptur og Fullur sjálFstrausts!

Suzuki er öflugur, fjórhjóladrifinn snillingur með ríkulegan staðalbúnað. Meðaleyðsla er aðeins 5,7 l/100km sjálfskiptur.

Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is

All-grip skapar aksturseiginleika í sérflokki. Komdu og prófaðu. Þú kemst alla leið!

Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100


RÉTTU JEPPADEKKIN KOMA ÞÉR ALLA LEIÐ! Jeppi stendur ekki undir nafni nema hann sé vel dekkjaður. Ef þú vilt nýta til fullnustu, orku, aksturseiginleika og öryggi jeppans, skiptir sköpum að velja réttu dekkin. Þegar jeppadekk eru annars vegar búum við yfir áratuga reynslu og þekkjum þá eiginleika sem breytilegar akstursaðstæður kalla á. FÁÐU AÐSTOÐ VIÐ VAL Á JEPPADEKKJUM HJÁ SÖLUAÐILUM OKKAR UM LAND ALLT

Grjótháls 10 og Fiskislóð 30, Reykjavík Lyngás 8, Garðabæ Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ S: 561 4200

Hjólbarðaverkstæði Bílabúðar Benna, Tangarhöfða 8 S: 590 2045


Skýrslur

Hengilssvæði 12.01.14.

Rannsóknarnefndar björgunarsveitaslysa Atburður: Lítið snjóflóð féll á hóp nýliða í skíðagönguferð um Hengilssvæði og Mosfellsheiði þann 12. Janúar 2014. Þrír lentu í flóðinu, enginn grófst alveg undir,, einn þó því sem næst. Meiðsli: Engin meiðsli

Samantekt

Rannsóknarnefnd björgunarsveitaslysa (RNB) hefur nú gefið út fyrstu þrjár skýrslurnar vegna atvika sem hafa komið til hennar kasta. Fyrst er rétt að rifja upp hlutverk hennar. Í örstuttu máli má segja að það sé að skoða slys eða næstum því slys sem koma upp í starfi björgunarsveita með það að markmiði að koma með tillögur til úrbóta. Þannig má vonandi koma í veg fyrir að næstum því slysið eða slysið endurtaki sig, jafnvel með verri afleiðingum. Nefndin setti niður ákveðið vinnulag sem meðal annars felst í því að hún sækir sér álit sérfræðinga hverju sinni sem geta verið yfirleiðbeinendur Björgunarskólans í viðkomandi málaflokki eða aðrir sem hafa reynslu á því sviði sem atvikið er. Eðlilega er þetta vinnulag í þróun og nú þegar hefur nefndin þróað sín vinnubrögð í þeim atvikum sem upp hafa komið. En hvernig eru skýrslurnar uppsettar og til hvers ber að líta við lestur þeirra? Við skoðum hér skýrslu sem nefndin gaf út vegna snjóflóðs sem varð í skíðagönguferð.

Atburður, meiðsli Hér er útskýrt í stuttu máli í hverju atvikið felst, má segja hvað, hvar og hvernig en einnig sagt ef einhver meiðsli voru og þá hver. Hugsað svo lesendur skýrslunnar sjái strax aðalatriðin.

Hengilssvæði 12.01.14. Hengilssvæði 12.01.14.

Atburður: Lítið snjóflóð féll á hóp nýliða í skíðagönguferð um Hengilssvæði og

Atburður: Lítið snjóflóð féll á hóp nýliða í skíðagönguferð um Hengilssvæði og Mosfellsheiði þann 12. Janúar 2014. Þrír lentu í flóðinu, enginn grófst alveg Mosfellsheiði þann 12. Janúar 2014. Þrír lentu í flóðinu, enginn grófst alveg undir,, einn þó því sem næst. undir,, einn þó því sem næst. Meiðsli: Engin meiðsli Meiðsli: Engin meiðsli

Samantekt

Samantekt

Um var að ræða æfingaferð, nýliðaferð um Hengilssvæði þaðan sem gengið var niður á

Um var að ræða æfingaferð, um4Hengilssvæði þaðanþar sem gengið var niður á Mosfellsheiði. Í hópnum vorunýliðaferð 22 nýliðar og inngengnir félagar, af einn nýinngenginn. Mosfellsheiði. hópnum voru 22sem nýliðar og 4yfirferðar. inngengnir félagar, þar því af einn nýinngenginn. Hópurinn er á Íleið niður brekku var erfið Hann dreifðist töluvert um brekkuna er ogákemur því ekki saman aðvar gilinu þaryfirferðar. sem flóðiðHann féll. Hópurinn í gil, um ætlar Hópurinn leið niður brekku sem erfið dreifðist fer þvíofan töluvert að þvera það á leið sinni. Skyggni slæmt, myrkur snjófjúk. hópstjóranna fer ofan brekkuna og kemur því ekki saman að gilinu þarog sem flóðið Annar féll. Hópurinn fer ofan í gil, íætlar gilið til aðþað leita að góðri Um 40°halli á brekkunum í gilinu. Þegar hópstjórinn er leið í að þvera á leið sinni.leið. Skyggni slæmt,var myrkur og snjófjúk. Annar hópstjóranna feráofan upptil úrað gilinu á hann lítiðUm flekaflóð (upp hnjám). Í þann mundÞegar sem hann er að losa gilið leitafellur að góðri leið. 40°halli varað á brekkunum í gilinu. hópstjórinn er sig á leið úr því nýliði áoghann læturlítið vitaflekaflóð að flóð hafi fallið. HópstjóriÍ þann telur það lítiðsem og heldur upp úr kemur gilinu fellur (upp að hnjám). mund hann eráfram að losa sig eftir samráð viðog hinn hópstjórann semhafi var fallið. kominHópstjóri að. Sá fer telur að flóðinu og kemur þá í ljós úrförþví kemur nýliði lætur vita að flóð það lítið og heldur áfram að eftir einn samráð nýlið er grafinn mestu þ.e. aðeins einkomin hönd upp úr,fer annar upp að hnjám en þó för við hinnaðhópstjórann sem var að. Sá að flóðinu og kemur þá í ljós fastur og sá þriðji uppfyrir leggi. Menn grafnir upp, hópurinn talinn í heild sinni og öllum fylgt að einn nýlið er grafinn að mestu þ.e. aðeins ein hönd upp úr, annar upp að hnjám en þó upp úr gilinu. Samskipti voru ekki góð. Tvær Tetra stöðvar voru með en orðnar fastur og sá þriðji uppfyrir leggi. Menn grafnir upp, hópurinn talinn í heild sinni og öllum fylgt rafhlöðulausar. Voru stilltar á DMO og eftir á séð veltu hópstjórar því fyrir sér hvort sú stilling upp úr gilinu. Samskipti voru ekki góð. Tvær Tetra stöðvar voru með en orðnar eyddi hraðar af rafhlöðum? Um morguninn var tekið ýlatékk svo og í upphafi ferðar. Var þá rafhlöðulausar. Voru stilltar á DMO og eftir á séð veltu hópstjórar því fyrir sér hvort sú stilling einum snúið við því sá hafði gleymt ýli. Annar hópstjóra segir að snjóflóðahætta hafi ekki eyddi rafhlöðum? morguninn var lítill tekiðsnjór ýlatékk svo og í upphafi ferðar. Var þá verið hraðar ofarlegaafí huga þar semUm almennt var frekar á svæðinu. einum snúið við því sá hafði gleymt ýli. Annar hópstjóra segir að snjóflóðahætta hafi ekki Aðstæður á vettvangi: Snjór mestu en þófrekar mosa-lítill og gras úr snjónum víða. verið ofarlega í huga þar semaðalmennt var snjórupp á svæðinu. Veður og birta: Myrkur,Snjór farið að varmestu snemma til að sem spáð var eftir Aðstæður á vettvangi: en af þóstað mosaoglosna gras við uppstorm úr snjónum víða. hádegi. Logn var en hafði blásið mikið um nóttina.

Veður og birta: Myrkur, farið var snemma af stað til að losna við storm sem spáð var eftir Tími sólarhrings: Snemma að morgni hádegi. Logn var en hafði blásið mikið um nóttina.

Um var að ræða æfingaferð, nýliðaferð um Hengilssvæði þaðan sem gengið var niður á Samantekt

Mosfellsheiði. Í hópnum voru 22 nýliðar og 4 inngengnir félagar, þar af einn nýinngenginn.

HérHópurinn er atvikinu lýstniður nánar ensem þaðvarfererfið eftir þeim gögnum semþvítiltöluvert eru hvernig þesser á leið brekku yfirferðar. Hann dreifðist um og kemur því ekki saman að gilinu flóðið féll. Hópurinn fer ofan í gil, ætlar ararbrekkuna lýsingar er aflað. Það gæti veriðþarafsemmyndum, myndböndum eða öðru. Í að þvera það á leið sinni. Skyggni slæmt, myrkur og snjófjúk. Annar hópstjóranna fer ofan í þessu varaðsetið meðUmhópstjórum í þessari í ferð einarhópstjórinn tvær klukkustundir gilið tilfelli til að leita góðri leið. 40°halli var á brekkunum gilinu.í Þegar er á leið uppsamantektin úr gilinu fellur á byggð hann lítiðáflekaflóð (upp þeirra að hnjám). Í þann sem hann er að aðstæður. losa sig og er lýsingum sem ogmund upplýsingar um úr því kemur nýliði og lætur vita að flóð hafi fallið. Hópstjóri telur það lítið og heldur áfram Reynt er að orða einsvarhlutlausa ogferhægt er, þ.e. hafaþáhana för eftir samráð viðsamantektina hinn hópstjórann sem komin að. Sá að flóðinu og kemur í ljós eins að einn nýlið grafinn að mestu þ.e. er. aðeins ein hönd upp úr, annar upp að hnjám en þó raunsanna ogernokkur möguleiki fastur og sá þriðji uppfyrir leggi. Menn grafnir upp, hópurinn talinn í heild sinni og öllum fylgt upp úr gilinu. Samskipti voru ekki góð. Tvær Tetra stöðvar voru með en orðnar rafhlöðulausar. Voru stilltar á DMO og eftir á séð veltu hópstjórar því fyrir sér hvort sú stilling eyddi hraðar af rafhlöðum? Um morguninn var tekið ýlatékk svo og í upphafi ferðar. Var þá Í þessum hluta skýrslunnar reynir nefndin að varpa ljósi á nokkur atriði. Má þar einum snúið við því sá hafði gleymt ýli. Annar hópstjóra segir að snjóflóðahætta hafi ekki ofarlega í huga þar sem almennt var frekar m.a.verið nefna menntun þeirra sem eiga í hlutlítillensnjór þærá svæðinu. upplýsingar geta verið fengn-

Atriði til skoðunar

Aðstæður á vettvangi:aðilum Snjór að mestu en þó mosa- og gras upp úr snjónum víða. ar frá viðkomandi eða úr skrám Björgunarskólans. Upplýsingar um reynslu að Myrkur, sama farið skapi mögulega fráeftirforsvarsVeður eru og birta: varfengnar snemma affrá staðviðkomandi til að losna við og storm sem spáð var hádegi. Logn var en hafði blásið mikið um nóttina. mönnum viðkomandi sveitar. Í hinum atriðunum er, a.m.k. hér, einnig byggt á Tími sólarhrings: Snemma að morgni lýsingu hópstjóra og annarra sem voru á staðnum.

Atriði til skoðunar: Reynsla: Hópstjórar höfðu hefðbundna bj.sveitarþjálfun, hafa starfað í um 5 ár (að lokinni nýliðaþjálfun) í sinni sveit. Marktæk ferða- og fjallareynsla. Sama má segja um þá tvo inngengnu sem einnig voru með í för. Menntun fararstjóra: Hefðbundin snjóflóða, ferða og fjallamennskunámskeið hjá inngengnum þ.e. Snjóflóð 1 og 2, bls. 1 Fjallamennska 1 og 2, Ferðamennska. Aðferðarfræði: Brugðist var rétt við aðstæðum eftir að flóðið féll. Nýliðum var safnað saman utan snjóflóðasvæðis á meðan þeim sem lentu í flóðinu var sinnt. Áður en farið var ofan í gilið var hópur dreifður og kom því mjög dreifður ofan í gilið. Búnaður: Menntun fararstjóra: Allir voru með snjóflóðaýla og voru þeir stilltir á leit við flóðið. Allir voru með skóflur. Hefðbundin snjóflóða, ferða og fjallamennskunámskeið hjá inngengnum þ.e. Snjóflóð 1 og 2, Almennt: Fjallamennska 1 og 2, Ferðamennska. Svokallað ratio í þessari ferð var 4:22 eða 5,5 á hvern nýliða. Ekki er hægt að segja að það sé of lítið miðað við það svæði sem ferðast var um eða tegund ferðar. Velta má þó fyrir sér Aðferðarfræði: fjölda talstöðva á hópinn, notkun á DMO og þeirri staðreynd að hópurinn tvístraðist töluvert Brugðist var rétt við aðstæðum eftir að flóðið féll. Nýliðum var safnað saman utan á leið niður brekkuna að gilinu. snjóflóðasvæðis á meðan þeim sem lentu í flóðinu var sinnt. Áður en farið var ofan í gilið var hópur dreifður og kom því mjög dreifður ofan í gilið. Niðurstaða: Búnaður: Undirbúningur framkvæmd virðistá hafa verið meðAllir ágætum ljóst að Allir voru með og snjóflóðaýla ogferðarinnar voru þeir stilltir leit við flóðið. voru en með skóflur. Hérfararstjórar reynir nefndin að draga fram í örstuttu máli hver var orsök atviksins án þess Almennt: áttuðu sig ekki á staðbundinni snjóflóðahættu. þó að kastaratio sökí þessari á menn ekki Afaraðmikilvægt Svokallað ferðenda var 4:22 eðatilgangur 5,5 á hvernstarfs nýliða.nefndarinnar. Ekki er hægt að segja það sé of lítið miðað við það svæði sem ferðast var um eða tegund ferðar. Velta má þó fyrir sér Tillögur úrbóta: er að hér sétilreynt að draga fram orsökina í þeim tilgangi að hægt sé að læra af fjölda á hópinn, notkun þeirri staðreynd að hópurinn tvístraðist töluvert 1. talstöðva RNB bendir á að eins og séstá íDMO þessuog tilviki getur snjóflóðahætta leynst víða og alltaf henni. kann aðhana vera stuðst við sérfræðiþekkingu aðila utan nefndarinnar. á leiðHér niður brekkuna að ígilinu. ætti að hafa huga sé ferðast að vetrarlagi.

Niðurstaða

2. RNB leggur til að sveitir noti ekki DMO við þessar aðstæður. Bæði er líklegt að rafhlaða klárist fyrr auk þess sem EKKI er hægt að senda neyðarkall komi upp slys eða Niðurstaða: aðrar aðstæður þar sem bregðast þarf strax við. Í kennsluefni Björgunarskólans er

Undirbúningur og framkvæmd ferðarinnar virðist hafa verið með ágætum en ljóst að lagt upp með að eingöngu eigi að nota DMO þegar ekki næst samband við senda. fararstjórar áttuðutilsigaðekki á staðbundinni snjóflóðahættu. 3. RNB leggur hópar af þessari stærð séu með fleiri en tvær talstöðvar. Ekkert er kennt eða skrifað um fjölda stöðva í ferðum björgunarsveita en líklega geta flestir

Tillögur tiláúrbóta: fallist að eina stöð þarf á hverja 5 – 7 sem í ferð/hóp eru.

4. (nýliðarnir) ekkií þessu búnir að fá hefðbundna kennslu nýliða í snjóflóðum. 1. Hópurinn RNB bendir á að einsvoru og sést tilviki getur snjóflóðahætta leynst víða og alltaf Tillögur til úrbóta RNB æskilegt slíktsé séferðast gert áður haldið er til fjalla að vetrarlagi. ætti telur að hafa hana íað huga aðen vetrarlagi.

Nefndin framtil tillögur úrbóta semviðbyggðar eru á niðurstöðum skýrslunn2. leggur RNB leggur að sveitirtilnoti ekki DMO þessar aðstæður. Bæði er líklegt að rafhlaða er klárist auk íþess EKKI er hægt að senda komi uppskaðann. slys eða ar. Tilgangurinn að fyrr koma vegsem fyrir sams konar atvikneyðarkall eða lágmarka aðrar aðstæður þar sem bregðast þarf strax við. Í kennsluefni Björgunarskólans er Í nefndinnilagteru mikla marktæka reynslu af samband björgunarsveitarstarfi uppaðilar með aðmeð eingöngu eigiog að nota DMO þegar ekki næst við senda. RNB hjá leggur til að hópar af þessari stærð séu með fleiri en tvær svo og3.starfi öðrum viðbragðsaðilum, meðal annars af talstöðvar. rannsóknEkkert mála.er Eigi kennt eða skrifað um fjölda stöðva í ferðum björgunarsveita en líklega geta flestir að síður mun nefndin líklega oftast eða alltaf kalla til sér til aðstoðar sérfræðinga fallist á að eina stöð þarf á hverja 5 – 7 sem í ferð/hóp eru. Hópurinn voru ekki búnirað að ræða. fá hefðbundna kennslu nýliða í snjóflóðum. í hverju4. fagi enda(nýliðarnir) oft um sértæk atriði RNB telur æskilegt að slíkt sé gert áður en haldið er til fjalla að vetrarlagi.

Tími sólarhrings: Snemma að morgni

Atriði til skoðunar: Reynsla: Atriði til skoðunar: Hópstjórar höfðu hefðbundna bj.sveitarþjálfun, hafa starfað í um 5 ár (að lokinni nýliðaþjálfun) í sinni sveit. Marktæk ferða- og fjallareynsla. Sama má segja um þá tvo Reynsla: Jónas Guðmundsson, inngengnu höfðu sem einnig voru meðbj.sveitarþjálfun, í för. Hópstjórar hefðbundna hafa starfað í um 5 ár (að lokinni

nýliðaþjálfun) í sinni sveit. Marktæk ferða- og fjallareynsla. Sama má segja um þá tvo inngengnu sem einnig voru með í för.

bls. 2

starfsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Björgunarmál

43


Niðurstaða:

Í þessu tilfelli var rætt við yfirleiðbeinenda Björgunarskólans í fjarskiptum enda komu fjarskipti við sögu. Einnig var rætt við starfsmenn Neyðarlínu vegna sama máls. Fyrir getur komið að atriði það sem nefndin mælir með sé „heimilislaust“ ef svo má að orði komast. Það gerðist hér varðandi hversu margar stöðvar væru æskilegar í svona hóp. Þá verður nefndin og mun koma með tillögur byggðar á eigin reynslu og samtölum við aðra. Tillögur nefndarinnar geta þannig verið til þessa fallnar að umræðan eigi sér stað og í framhaldi af því, eftir atvikum sé úr málinu bætt. Þessi stutta yfirferð hér útskýrir vonandi betur hugsun og vinnulag það sem notað er í skýrslur RNB. Þær munu verða sýnilegar á skjalasvæði félagsins á innra svæðinu. Félagar eru hvattir til þess að kynna sér þær og einingar eftir atvikum að taka upp á sínum fundum, ræða og læra af þeim málum sem þar eru tekin fyrir. Eins og fyrr sagði er vinnulag nefndarinnar í sífelldri þróun enda stutt

Undirbúningur og framkvæmd ferðarinnar virðist hafa verið með ágætum en ljóst að fararstjórar áttuðu sig ekki á staðbundinni snjóflóðahættu.

Tillögur til úrbóta: 1. RNB bendir á að eins og sést í þessu tilviki getur snjóflóðahætta leynst víða og alltaf ætti að hafa hana í huga sé ferðast að vetrarlagi. 2. RNB leggur til að sveitir noti ekki DMO við þessar aðstæður. Bæði er líklegt að rafhlaða klárist fyrr auk þess sem EKKI er hægt að senda neyðarkall komi upp slys eða aðrar aðstæður þar sem bregðast þarf strax við. Í kennsluefni Björgunarskólans er lagt upp með að eingöngu eigi að nota DMO þegar ekki næst samband við senda. 3. RNB leggur til að hópar af þessari stærð séu með fleiri en tvær talstöðvar. Ekkert er kennt eða skrifað um fjölda stöðva í ferðum björgunarsveita en líklega geta flestir fallist á að eina stöð þarf á hverja 5 – 7 sem í ferð/hóp eru. 4. Hópurinn (nýliðarnir) voru ekki búnir að fá hefðbundna kennslu nýliða í snjóflóðum. RNB telur æskilegt að slíkt sé gert áður en haldið er til fjalla að vetrarlagi.

síðan hún var sett á laggirnar. Vilji félagar hafa samband við nefndina hvort sem er til að benda á atriði sem hún gæti tekið fyrir eða til að koma með ábendingar varðandi skýrslur eða annað er netfangið rnb@landsbjorg.is.

bls. 2

Þú færð það allt hjá DONNU Ný grjónadýna frá GERMA Nýtt PAD500 hjarta­ stuðtæki sem leiðbeinir bæði um hjartahnoð og stuð, engir aukahlutir aðeins notast við venjuleg rafskaut. Verð frá kr. 199.600 m. vsk.

Ný hönnun, ný lögun, nýir litir Samkvæmt stöðlum EN 1865 og EN 1789 um sjúkraflutninga Léttari 7,9 kg og 25% fyrirferðaminni. Lengd 208 sm, breidd 130 – 72 sm Úr eldtefjandi efnum Hólfuð að innan til að halda grjónum á réttum stað X-laga ólar halda betur um sjúkling Stíf styrking fyrir hálsliði og efra bak Áratuga reynsla á Germa ventlum Taska, dæla og viðgerðarsett fylgir með

Ferno sjúkrabörur – þegar á reynir

Ný heimasíða: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf

WHELEN LED ljós og ljósabogar

Stadpacks töskur Spelkur og hálskragar í úrvali

Móhellu 2, 221 Hafnarfjörður

Sími 555 3100 www.donna.is


Alltaf breytingar

Mynd: Eggert Jóhannesson/Morgunblaðið.

með nýju fólki

Sigríður Björk Guðjónsdóttir var skipuð lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sl. sumar. Sigríður hefur umtalsverða reynslu á sviði löggæslu en hún var sýslumaður og lögreglustjóri á Ísafirði 2002-2006, aðstoðarríkislögreglustjóri 2007-2008 og lögreglustjóri á Suðurnesjum 2009-2014. Áður hafði hún starfað sem skattstjóri Vestfjarðaumdæmis. Björgunarsveitir vinna ávallt í umboði lögreglu þegar kemur að aðgerðum á landi og með nýju fólki koma nýir siðir. Því þótti við hæfi að heyra hljóðið í nýjum lögreglustjóra á þessu svæði og kanna hvaða hugmyndir hann hefur þegar kemur að málefnum er snerta björgunarsveitir og almannavarnir.

„Fyrstu kynni mín af starfsemi tengdri almannavörnum voru er ég tók við starfi sýslumanns og lögreglustjóra á Ísafirði árið 2002, þar sem almannavarnir voru ríkur þáttur í daglegu starfi. Almannavarnir hafa verið mikilvægur hluti starfa minna síðan, þar sem almannavarnadeild heyrði undir mitt svið þegar ég var aðstoðarríkislögreglustjóri. Þá kom mér á óvart hvað almannavarnir voru stór hluti starfans þegar ég var lögreglustjóri á Suðurnesjum, sér í lagi vegna hinnar miklu flugumferðar á alþjóðaflugvellinum.“ Geta höfuðborgarbúar búist við að sjá einhverjar breytingar varðandi almannavarnir á næstunni með komu nýs lögreglustjóra? Hvað er helst á döfinni? Það eru alltaf breytingar með nýju fólki. Við erum núna að vinna að því að koma upp nýrri aðstöðu fyrir aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins og betra innra skipulagi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í vá. Það er mikilvægt að efla samstarf lögreglu og

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, starfsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Björgunarmál

45


Staða viðbragðsáætlana á höfuðborgarsvæðinu er í nokkuð góðu lagi, en það þarf alltaf að vera í stöðugri uppfærslu. Áætlunin fyrir Faxaflóahafnir er í vinnslu og er langt komin. Þær sértæku viðbragðsáætlanir sem til eru fyrir höfuðborgarsvæðið eru: Flugslysaáætlun fyrir Reykjavíkurflugvöll, Hvalfjarðargöng, Sóttvarnaráætlun vegna Inflúensu og fl. Einnig á lögreglan og slökkviliðið mikið af viðbragðsáætlunum og verkferlum fyrir hinar ýmsu atburði. Nú hefur komið gagnrýni frá landssambandi lögreglumanna vegna gæsluverkefna. Hvernig sérð þú hlutverkaskiptinguna í framhaldinu, getum við búist við að sjá breytingar þar, t.d. í gæsluverkefnum vegna stórbruna?

Samstarf lögreglu og björgunarsveita er mikið og vinna menn oft saman bæði í stjórnun sem og á vettvangi. slökkviliðs og annarra viðbragðsaðila og skilgreina upp á nýtt hlutverk þeirra í aðgerðastjórnun. Björgunarsveitirnar verða öflugur aðili í þessum breytingum og samstarfið nánara í aðgerðum. Hver er staðan á áhættugreiningu á höfuðborgarsvæðinu? „Staðan er nokkuð góð. Við styðjumst nú aðallega við Hættumat fyrir höfuðborgarsvæðið sem Almannavarnanefnd svæðisins samþykkti á síðasta ári. Einnig var stuðst við áður unnin verkefni á höfuðborgarsvæðinu, svo sem Áhættugreiningu frá 2002, Val og hönnun björgunartilfella frá 2005 og Hættumat frá 2011.“ Hvaða verkefni telur þú brýnust í áhættugreiningu og áhættumati? „Endurskoða þarf reglulega áhættumat og greina þær hættur sem eru í umdæminu og vinna að gerð viðbragðsáætlana. Við þurfum að vera virk í áhættustjórnun svo hægt sé að lágmarka mögulegan skaða og hámarka mögulegan ávinning. Ég tel að við séum nokkuð vel sett hvað þetta varðar

en mikilvægt að vera meðvituð um þær hættur sem steðjað geta að.“ Hversu vel erum við í stakk búin til að takast á við stærri áföll, telur þú áfallaþol (resilience) samfélagsins vera mikið? „ Hér á höfuðborgarsvæðinu eru við nokkuð vel sett til að takast á við stóráföll, erum með miklar bjargir, stærstu sjúkrahúsin, stærstu lögreglu- og slökkviliðin og öflugar björgunarsveitir og ekki má gleyma þeim stuðningi sem við fáum frá Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð sem er virkjuð í stærri atburðum. Hvernig sérð þú hlutverk björgunarsveita í almannavarnakerfinu þróast í náinni framtíð? Sjáum það þróast áfram eins og hefur gert fram að þessu, og lítum á að björgunarsveitir séu einn stærsti viðbragðsaðili í almannavarnarástandi. Ykkar styrkur er gríðarlegur, með tilliti reynslu, þjálfunar, tækjabúnaðar, styrks og fjölda meðlima. Hver er staða viðbragðsáætlana, t.d. vegna Faxaflóahafna eða ef stór bruni verður?

Ég á ekki von á breytingum á hlutverkaskiptingunni. Þetta snýst um samstarf og lögregla þarf sannarlega á björgunarsveitafólki að halda. Björgunarsveitir starfa í umboði lögreglu á hverjum tíma og hlutverk þeirra er nokkuð skýrt í reglugerð um leit og björgun á landi og samstarf lögreglu og björgunarsveita. Það er þó mikilvægt að samstarfinu sé þannig háttað að ekki skapist árekstrar eða núningur á milli þessara viðbragðsaðila og hlutverk þurfa að vera öllum ljós. Hefur aukinn ferðamannastraumur haft áhrif á stefnuna í almannavörnum? Já, ekki er hægt að neita því að við þurfum að hugsa stórt, m.a. með tilliti til farþegafjölda í skemmtiferðaog hvalaskoðunarskipum. Það er eitthvað sem þarf að fara að skoða af alvöru. Að þessu verkefni koma allar bjargir landsins og einnig frá öðrum löndum. Hvað með upplýsingatæknina, hverju breytir hún? Er samfélagið viðkvæmara en áður, t.d. vegna þess hve háð við erum rafmagni og tölvum? Jú, við erum háð tölvum og þeim nýjungum sem eru í þessum heimi. Bætt tækni hefur vissulega ýtt undir framfarir og m.a. gert viðbragðsaðilum auðveldara fyrir með að ná til fólks, s.s. vegna viðvarana almannavarna. Við megum samt ekki gleyma því að hafa alltaf tiltæk gögn og tæki sem þurfa ekki á rafmagni að halda svo hægt sé að halda uppi neyðarþjónustu ef raforku þrýtur. Það er reyndar mikill munur á því að starfa á vettvangi og í húsnæði sem er með varaafl.

Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg

46

Björgunarmál


VÉLASALAN Til sjávar og sveita í 75 ár

Harðbotna bátar - byggðir fyrir erfiðu verkefnin

Höldum sambandi

Utanborðsmótorar Verkstæði Vélasölunnar hefur á að skipa sérhæfum starfsmönnum til viðgerða og viðhalds á Mercruiser bátavélum og Mercury utanborðsmótorum.

Fyrirliggjandi á lager, skrúfur á flestar gerðir utanborðsmótora

ResQLink

Engin áskrift

ResQLink+ Engin áskrift

Dugguvogi 4 104 Reykjavík Sími, 520 0000 Grófin 14b - 230 Reykjanesbær - S. 421 4566 - tv@taeknivik.is

www.velasalan.is


ÁRNASYNIR

GÖNGUSkór sem bæta útsýnið Úrvalið fyrir útivistina er í útilíf Fáðu aðstoð við valið á réttu gönguskónum. Starfsfólkið okkar þekkir vörurnar sem það selur.

GLÆSIBÆ

KRINGLUNNI

SMÁRALIND

www.utilif.is


Björgunarsveitin Vopni á tvo bíla, Vopna 1 sem er af gerðinni Toyota Land Cruiser og Vopna 2 sem er Nissan Patrol.

Nýr bíll eða gamall? Það er álitamál í björgunarsveitum hvað á að gera þegar kemur að því að endurnýja björgunarbíla. Oftast kemur bara eitt til greina, að kaupa nýjan bíl úr kassanum og svo rífast menn aðeins um hvaða gerð á kaupa og á hvernig dekkjum. Undnafarið hefur borið á því að sveitir hafa hangið á gömlu bílunum eins hundar á roði og dregið það að endurnýja enda ekkert grín fyrir litlar sveitir að kaupa nýja bíla í dag.

Vopni 1 er árgerð 2007 og er vel búinn sem björgunarsveitabíll. Jón Sigurðarson, formaður Vopna.

Björgunarmál

49


Vopni 2 er af árgerð 94 og var keyptur nýr til sveitarinnar, þá 38” breyttur. Björgunarsveitin Vopni á og rekur tvo bíla. Nissan Patrol árgerð ´94 og Toyota Landcruiser 120 árgerð ´07. Sagan byrjar 1994 á Vopnafirði þegar Volvo Lapplander var í aðalhlutverki og menn fóru að ræða endurnýjun á þeim trukk.

Eftir miklar vangaveltur þar sem Ural og fleiri eðalvagnar voru nefndir datt upp í hendurnar á mönnum Nissan Patrol sem einhver einstaklingur á Akureyri var að flytja inn frá Ástalíu. Þetta var bíll með 4.2 l vél og driftengdu orginal spili. Þessi bíll var á endanum keyptur og honum breytt

Báðir bílarnir fyrir utan Vogabúð á Vopnafirði. Vopni 2, sem sést hér nær, lítur vel út eftir 46” beytinguna. 50

Björgunarmál

fyrir 38“ dekk þegar hann loks losnaði úr tolli um haustið 1994. Bíllinn var sóttur til Akureyrar síðla vertar ´95 af tveimur félögum úr Vopna og fékk bíllinn að sanna sig strax þá en það tók um sólarhring að koma honum heim í mikilli ófærð. Ekki var stofnað til skuldar við þessi kaup heldur var safnað fyrir honum og þar reyndust konurnar í Slysavarnadeildinni Sjöfn á Vopnafirði vel og fjármögnuðu bílinn að stærstum hluta. Árin liðu og þjónaði Patrol sínu hlutverki með miklum sóma án þess að bila eða vera til vandræða á nokkurn hátt. Auðvitað komu á hann rispur hér og þar þegar verkefnum var sinnt og mesti glansinn fór af honum með tímanum. Svo kom árið 2007. Það ár var nú ekki mikið mál að kaupa bíl, þeir kostuðu nánast ekki neitt og fjármögnun auðveld. Það var ráðist í að endurnýja Patrol og Toyota LC keyptur og honum breytt fyrir 38“ dekk. Dæmið var þannig lagt upp að það ætti að selja Patrol en fjármögnun á Toyotu gekk það vel að það lá ekkert á því og á endanum var ákveðið af stjórn að vera með tvo bíla því að Patrol væri í raun „einskis“ virði og við gætum því alveg eins átt hann áfram því við værum búin að borga nýja bílinn upp í topp. Þá kom hrunið. Við þóttumst góð að hafa staðgreitt Toyotuna á sínum tíma og að við ættum Patrol því að við vorum búin að sjá hvað það væri mikið öryggi í því að vera á tveimur bílum í aðgerðum okkar hér.


Jón Sigurðarson, formaður Vopna, með eigendum Icecool sem sáu um breytinguna á Vopna 2.

Árin héldu áfram að líða og árið 2012 var farið að ræða hvað við ættum að gera í bílamálum og fólk var á jafn mörgum skoðunum og það var margt að ræða þessi mál. Áttum við að selja Toyotu eða báða og kaupa einn nýjan eða hvað? Það sem helst stóð í okkur var hvað nýr bíll kostaði og hvort við fengjum betri bíl í staðinn fyrir þá gömlu. Árið 2013 kom og allt það ár leið án þess að við kæmumst að niðurstöðu og það var langt liðið á 2014 þegar okkur tókst loks að komast að þeirri niðurstöðu að hagkvæmast væri að klára að breyta Patrolnum. Bíllinn er lítið ekinn, 75.000 km, vel við haldið, óryðgaður, sterkur og gangviss. Ráðist var í að breyta bílnum fyrir 46“ dekk og ýmislegt lagað, endurnýjað og bætt við. Helstu breytingar voru þær að við létum setja í bílinn auka millikassa, auka olíutank, auka miðstöð, spiltengi að aftan, snorkel og úrhleypibúnað. Stuttu áður vorum við búin að skipta um allt aukarafmagn í bílnum og setja nýja toppgrind, álkassa og ljós á topp bílsins. Með því að gera svona vel við þennan 20 ára gamla bíl höldum við að við séum með síst verri kost í höndunum en einhvern nýjan bíl. Auðvitað kostar að breyta svona bíl en það er bara brot af nýjum og það er ekki í myndinni hjá okkur að steypa okkur í skuldir út af bíl. Það er ekki víst að þetta sé alltaf góður kostur og menn geta örugglega verið með rök með eða á móti en ég hvet fólk til að íhuga þennan möguleika. Björgunarmál

51


Toyota Hilux AT38

RESCUE

AUKIN HEILDARÞYNGD

Bíll á mynd er mögulega búinn aukahlutum sem ekki eru innifaldir í verði breytingarinnar.

Toyota Hilux AT38 Rescue er sérhönnuð lausn fyrir björgunarsveitir. Bíllinn er hlaðinn aukabúnaði, svo sem pallhúsi, aukarafmagni, forgangsakstursbúnaði, driflásum, Fox fjöðrunarkerfi og fleiru. Toyota Hilux AT38 Rescue er með aukinni heildarþyngd í 3080 kg. til að mæta þörfum björgunarsveita um aukna burðargetu. Toyota Hilux hefur fyrir löngu sannað sig sem einstaklega sterkur pallbíll sem getur tekist á við erfiðustu aðstæður. Toyota Hilux hefur verið notaður af björgunarsveitum á Íslandi í áraraðir og hefur sannað sig sem léttur og drifgóður bíll, auk þess að vera sérlega hagkvæmur í rekstri. Þróun þessarar breytingar er byggð á reynslu Arctic Trucks af notkun sambærilegra bíla við erfiðustu aðstæður víða um heim, svo sem á Norður- og Suðurheimsskautinu, sem og á hálendi Íslands.

Verð á bíl og AT38 Rescue breytingu án VSK og vörugjalda

Toyota Hilux 2.5 Double Cab beinskiptur

kr. 8.763.770,-

Toyota Hilux 3.0 Double Cab sjálfskiptur

kr. 9.649.380,kr. 10.309.380,-

Toyota Hilux 3.0L Double Cab sjálfskiptur með Xtra Cab skúffu og pallhúsi fyrir sjúkrabörur.

Janúar 2015

SÉRHÆFÐAR LAUSNIR FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR

Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 | www.arctictrucks.is


Aðgerðastjórarnir hlustuðu með athygli á erindi Hauks Inga Jónassonar um leiðtogann.

Mikil gróska í aðgerðamálum Ráðstefna aðgerðastjórnenda Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldin á Hólum 30. janúar - 1. febrúar. Þar hittust um 70 aðgerðastjórnendur og ræddu framvindu aðgerðamála innan félagsins. Ráðstefnur þessar hafa verið haldnar um árabil og á síðari árum verið samstarf Björgunarskólans og landsstjórar.

Mikil gróska hefur verið í aðgerðamálum og sést það vel á góðri mætingu á námskeið tengd málaflokknum undanarin ár. Umhverfið er að breytast, bæði með aukinni fagmennsku en ekki síður breyttri skipan lögregluumdæma. Hún mun hafa í för með sér áherslubreytingar og afar mikilvægt að sú breyting takist vel og verði til að efla málaflokkinn. Því var spennandi að setjast niður með fagmönnum í aðgerðastjórnun og hlusta á þeirra sjónarmið. Hólar, þetta mikla menningarsetur, tók á móti aðgerðastjórnendum með fallegu vetrarveðri. Eftir að

Friðfinnur Fr. Guðmundsson, formaður landsstjórnar Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Björgunarmál

53


er lagt til að aðgerðastjórnendur fari á endurmenntunarnámskeið eða stýri reglulega aðgerðum til að halda sér við. Einnig var kynnt litaflokkun aðgerða eftir umfangi, lengd og hversu flóknar þær eru.

Mikilvægt þótti að gefa umræðuhópum góðan tíma og verður unnið áfram með niðurstöður þeirra. menn höfðu komið sér fyrir var Haukur Ingi Jónason með fyrirlestur um leiðtogann. Haukur Ingi er ekki ókunnugur okkar starfi, en hann er starfandi í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og afar áhugavert að fá sýn hans á hlutverk leiðtogans í samhengi björgunarsveitastarfsins. Að loknu erindi Hauks Inga tók Bjarni Kristófer við keflinu og fjallaði hann um Bjórsetrið. Mikið var skeggrætt og spjallað í kjölfarið sem er ekki síður mikilvægt í þessum hópi. Laugardagsmorgunninn var skipulagður með þeim hætti að inngangur var hafður að ákveðnum málefnum með fræðsluerindum á milli en mikilvægt þótti að gefa góðan tíma í vinnu umræðuhópa. Umræðan var afar góð og hóparnir skiluðu gögnum sem þörf er á að koma áfram. Tillögum vinnuhópa um fækkun lögregludæma hefur þegar verið komið til almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og þaðan fara þær vonandi sem innlegg inn í umræðu lögreglustjóra. Niðurstöður vinnuhópa eru of viðamiklar til að gera full skil hér og málefnin líka en hér að neðan er tæpt á því helsta að mati undirritaðs.

Hættumat í aðgerðum Dagbjartur Kr. Brynjarsson fjallaði um öryggi björgunarmannsins. Hvað er ásættanleg áhætta og hvað getum við gert til að koma í veg fyrir slys? Hann sagði frá því að 54% félagsmana hafa lent í slysi eða næstum því slysi og 60% félagsmanna þurft að leita sér læknishjálpar eftir störf með sinni björgunarsveit. Af þeim voru 13,7% lagðir inn á sjúkrahús. Fram kom að aukin áhættuvitund væri lykillinn að breyttri menningu og færri slysum. Öryggisstjórinn er mikilvægur í okkar skipulagi og í öllu stjórnkerfinu, allt niður í björgunarhópana. Kynnt var hættumat fyrir björgunarhópa.

Snjóflóð Anton Berg Carrasco fjallaði um snjóflóðahættu í aðgerðum og mikilvægi þess að vitneskja sé um slíka hættu. Þar eru ekki síður aðgerðastjórnendur sem eiga að reisa flaggið og er samvinna þeirra og 54

Björgunarmál

Veðurstofu mikilvægur þáttur. Anton kynnti mat sem hægt er að nota og velti upp með hvaða hætti væri hægt að koma upplýsingum til aðgerðahópa.

Sameining lögregluumdæma Nú um áramótin varð sameining lögregluumdæma að veruleika en þær breytingar hafa legið í loftinu um nokkurt skeið. Auk stækkunar umdæmanna er helsta breytingin sú að nú eru starfandi í umdæmunum lögreglustjórar. Þetta er mikil og góð breyting og vænta má að áherslan verði meiri á löggæslu og vonandi leit og björgun. Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar, og undirritaður fóru yfir málið. Í máli Víðis kom meðal annars fram að skipulagsbreytingar þessar kalli á vinnu við innra skipulag. Lengi hefur legið fyrir að þessar breytingar muni líklega kalla á einhvers konar breytingu á lands- og svæðisstjórnarkerfinu okkar. Sá tímapunktur er ekki kominn en mikilvægt er að við fylgjumst vel með umræðunni innan lögreglunnar og að félagið verði haft með í ráðum varðandi skipulag málaflokksins. Ekki komu neinar ákveðnar hugmyndir um skipulag framtíðarinnar í þessum málaflokki en meðal annars kom fram að nauðsynlegt væri að tryggja sem víðast viðbragð aðgerðastjórnenda og á það ekki síður við á þessum stóru svæðum. Því er mikilvægt að hafa þekkingu víða. Hugsanlega þurfum við að hugsa út fyrir kassann hætta að tala um svæðisstjórnir og tala um aðgerðahópa sem væru þá víða innan svæðis og kæmu þeir saman og stækkuðu eftir því sem aðgerð verður umfangsmeiri.

Flokkun aðgerðastjórnenda Lagðar voru fram tillögur frá landsstjórn um flokkun aðgerðastjórnenda. Óhætt er að segja að mikil aukning hafi orðið á menntun á sviði aðgerðamála og sækja æ fleiri almennir björgunarsveitarmenn sér slíka þekkingu. Því má telja að endurnýjun aðgerðastjórnenda verði ekki vandamál þegar fram líða stundir. Það er ekki síst vegna þessarar auknu menntunar að lagðar voru fram tillögur að flokkun aðgerðastjórnenda í þrjá flokka eftir menntun. Einnig

a. Græn aðgerð – Ein björgunarsveit kemur að aðgerðinni. Verkefni eru tæknilega auðveld úrlausnar. Aðgerð stendur yfir í mesta lagi 12 klukkustundir. Lágmarkskrafa á stjórnanda: Aðgerðarstjórnandi 1. b. Gul aðgerð – Tvær til fimm björgunarsveitir koma að aðgerðinni. Verkefni geta verið tæknilega krefjandi. Aðgerð stendur yfir í mesta lagi 12 klukkustundir. Starf í AST og VST í almannavarnaaðgerðum. Lágmarkskrafa á stjórnanda: Aðgerðarstjórnandi 1. c. Rauð aðgerð – Fleiri en fimm björgunarsveitir koma að aðgerðinni, eða fjölsvæða aðgerð. Verkefni geta verið tæknilega erfið. Ef græn eða gul aðgerð stendur lengur en í 12 klukkustundir fellur hún inn í þennan flokk. Starf í AST og VST í almannavarnaaðgerðum. Lágmarkskrafa á stjórnanda: Aðgerðarstjórnandi 2. d. Svört aðgerð – Fjölsvæða aðgerð þar sem mikill fjöldi björgunarsveita tekur þátt ásamt því að samhæfing á milli margra viðbragðsaðila kemur til. Starf í SST í almannavarnaaðgerðum. Þjóðarvá, lágmarkskrafa á stjórnanda: Aðgerðarstjórnandi 3. Lagt var til að landsstjórn framkvæmi úttekt á svæðisstjórnum með í það mesta 24ra mánaða millibili. Úttektin tæki til menntunar aðgerðastjórnenda, búnaðar og aðstöðu aðgerðastjórna, ásamt öðru. Mjög vel var tekið í þessar hugmyndir og verða þær unnar áfram og vonandi innleiddar.

Verklagsreglur um leit að týndu fólki Snemma á síðasta ári var sett í gang vinna hjá landsstjórn við gerð verklagsreglna fyrir leitaraðgerðir. Markmiðið var að skjala það sem við erum að gera vel og halda til haga þeim lærdómi sem við höfum aflað okkur með reynslu af aðgerðum. Einnig var gerð skoðanakönnun þar sem verklag var kannað. Að því loknu voru smíðuð drög eftir fræðunum og erlendum fyrirmyndum. Þau drög hafa farið í fjölmarga vinnuhópa og einnig til umræðu hjá t.d. lögreglu víða um land. Drög að reglunum voru kynnt á fundinum við góðar undirtektir. Mikilvægt er að hefja innleiðingu þeirra og taka til við að setja saman frekara verklag. Það er þó mikilvægt að við festumst ekki í viðjum þunglamalegs kerfis þar sem nýjungar eru ekki innleiddar fyrr en eftir að þunglamalegt kerfi hafi tekið þær fyrir. Þetta var með betri ráðstefnum sem undirritaður hefur setið í þessu málaflokki. Umræðan var einstaklega fagleg, jákvæð og uppbyggjandi, ekki skemmdi félagsskapurinn fyrir og gestgjafarnir á Hólum stóðu sig með prýði. Það er í höndum landsstjórnar að taka niðurstöður umræðuhópa saman og koma í frekari vinnslu og afar mikilvægt að niðurstöður hópavinnu fái að hljóma, t.d. á landsþingi nú í vor, og verði vegvísir í vinnu og úrvinnslu landsstjórnar á þessum málum.


f u j i b i k e s . c om

TRAVERSE Any Terrain

Any Com mute

A n y

D i s t a n c e

Fuji Traverse er hentugt alhliða reiðhjól jafnt í stuttar sem langar ferðir. Hayes vökva diskabremsur. Shimano DEORE gírbúnaður. Suntour frammdempari með vökvalæsingu.

Hvellur.Com – G.Tómass on ehf, Smiðjuvegi 30 200 Kópavogur – Iceland, http://www.hvellur.com

, hvellur@hvellur.com Tel: +354-5776400 Fax: +354 -5776401

Traverse_CS6.indd 1

25.03.2013 12:12:10


Mikilvægt er að huga vel að fallvörnum þegar farið er upp á þök.

Öryggi björgunarmanna Áhættumat í aðgerðum Leit og björgun getur fylgt áhætta. Eðli útkalla okkar kalla oft á að við förum óhikað inn í aðstæður sem eru hættulegar, jafnvel lífshættulegar. Við reynum að minnka áhættuna með því að notast við réttan öryggisbúnað og vinnureglur sem tryggja að við séum alltaf með puttann á öryggismálunum. Eða hvað? Hvernig er staðan í dag? Almennt séð erum við að standa okkur mjög vel. Sérstaklega þegar að við erum að vinna í tæknilega flóknum verkefnum þar sem að hættan er áþreifanlegri. Gott dæmi um þetta er vinna sem átti sér stað við leit að konu í Bleiksárgljúfri síðastliðið sumar. Aftur á móti getum við gert betur í þeim tilfellum þar sem áhættan er ekki jafn áþreifanleg. Í óveðrinu sem fór yfir landið um miðjan mars vorum við að sjá myndir af björgunarmönnum komna í 10-12 metra hæð í stiga án þess að vera tryggðir í línu og án þess að vera með lágmarks persónuvarnarbúnað eins og hjálm og öryggisgleraugu. Þetta gerist væntanlega vegna þess að við eigum það til að fara af stað án þess að hugsa út í mögulegar afleiðingar. Við eigum það jafnvel til að leggja eigið öryggi í hættu við það að bjarga dauðum hlutum.

56

Björgunarmál


• •

• •

Skipa öryggisstjóra o Í öllum aðgerðum Huga að öryggismálum í aðgerðinni í heild sinni o Taka það inn í markmið aðgerðarinnar Minna hópa á öryggismál í upplýsingagjöf til hópa o Hvaða öryggisbúnaði er mælt með o Hvaða hættur eru þekktar Taka upplýstar ákvarðanir Framkvæma áhættumat fyrir aðgerðina o Kalla eftir upplýsingum frá vettvangi. o Kalla eftir hættumati frá vettvangi

Áhættumat? Ertu í alvöru að tala um að við eigum að framkvæma flókið áhættumat í miðri aðgerð þegar einhver liggur slasaður og sekúndur skipta máli? Áhættumat, Já. En það á ekki að vera flókið né heldur taka langan tíma. Þegar að við höfum æft

Ólíklegt

Mögulegt

Næstum öruggt

Líkur

Dauðsfall/Dauðsföll

6

8

9

Varanlegt líkamstjón

3

5

7

Minniháttar slys

1

2

4

Mynd 1. Úti á vettvangi er matrixan einföld og lítur svona út.

Næstum öruggt

19

22

24

25

Varanlegt líkamstjón

10

14

18

Líkur 21

23

Alvarlegt slys Afleiðing

6

13

Afleiðing

5

8

17

20

12 16 Dauðsfall/Dauðsföll 15 19 22 24 25 Minniháttar áverkar 1 2 4 7 11 Mynd 2. Í stjórnstöðVaranlegt líkamstjón þar sem við höfum betri vinnuaðstöðu10 og oft og tíðum til að vinna21 svona hluti 23 14meiri tíma18 Slys, ekki fjarvera frá vinnu

3

9

Líklegt

Afleiðing

Afleiðing

Skipa öryggisfulltrúa o Í öllum aðgerðum o Líka á æfingum og í ferðum • Passa hvert annað o Minnum hvert annað á öryggismálin • Pössum að við séum ekki að „vaða af stað í blindni“ o Stoppum og fáum yfirsýn áður en að við förum inn á vettvanginn • Tökum upplýstar ákvarðanir o Tryggjum að við höfum réttar upplýsingar • Framkvæma einfalt áhættumat fyrir vettvanginn • Gerum björgunarmenn meðvitaða um eigið öryggi – ALLTAF

Næstum öruggt

Líklegt

15

Mögulegt

Dauðsfall/Dauðsföll

Á vettvangi

Ólíklegt

Mögulegt

Líkur Ólíklegt

Það er eflaust margt sem má gera betur og margar leiðir til þess að ná settu marki í að fækka slysum. Ein af þeim leiðum er að auka áhættuvitund björgunarmanna. Hvað þýðir það svona á mannamáli? Jú við þurfum að verða meðvituð um hvað sé hætta, við þurfum að æfa okkur í að sjá hættuna fyrir og meta hana. Við þurfum að gefa öryggismálum meira vægi innan okkar raða án þess að missa okkur út fyrir rammann. Við þurfum að breyta menningunni okkar og það gerir enginn fyrir okkur, heldur þurfum við öll að taka höndum saman um að vinna að þessu í sameiningu. Við þurfum að gera öryggismálum hærra undir höfði. Við þurfum að minna hvert annað á að huga að öryggismálum í öllu okkar starfi, útköllum, æfingum, fjáröflunum og öðru daglegu starfi. Það eru nokkur atriði sem við getum þó gert til þess að lyfta öryggismálunum upp. Í hópunum okkar, sama hvort við erum í útkalli eða öðru starfi, getum við gert nokkra hluti, eins og:

Nánast ómögulegt

En hvað getum við gert?

Í stjórnstöð

okkur nokkrum sinnum á að framkvæma áhættumatið þá tekur það ekki langan tíma. Það verður í raun sjálfsagður hlutur af ferlinu hjá okkur. Þegar að við komum á vettvang þá stoppum við til þess að fá heildaryfirsýn yfir vettvanginn. Á sama tíma tökum við inn upplýsingar varðandi hvaða hættur eru á svæðinu, metum hversu alvarlegar þær eru og hverjar afleiðingarnar geta verið. Þegar við höfum gert þetta nokkrum sinnum þá tekur þetta eingöngu 5-10 sekúndur. Já, líf og heilsa okkar fólks er það dýrmætt. Góð leið til að framkvæma þetta mat er að framkvæma það í huganum í upphafi. Við notum í raun mjög einfalda „matrixu“ þar sem að við berum saman áhættuna og afleiðingarnar. Á annan ásinn setjum við afleiðingarnar sem verða ef að eitthvað gerist. Gefum 1 fyrir minniháttar slys, 2 fyrir varanlegt líkamstjón eða 3 fyrir dauðsfall. Á hinn ásinn setjum við svo líkurnar á að það gerist. Gefum 1 fyrir ólíklegt að það gerist, 2 mögulegt á að það gerist eða 3 ef það er næstum öruggt. Úti á vettvangi er matrixan einföld eins og sjá má á mynd 1. Með því að rekja ásana saman fáum við svo niðurstöðu í tölu og lit. Þá getum við reynt að finna leiðir til þess að annars vegar minnka líkurnar á að atburðurinn eigi sér stað og hins vegar minnka

Nánast ómögulegt

Eflaust teljum við öll að öryggi skipti miklu máli. Ekki viljum við verða fyrir því að slasast eða horfa upp á félaga okkar slasast í starfi. Því verðum við að auka öryggismeðvitund okkar. Okkar fyrsta markmið í öllum aðgerðum, bæði útköllum og æfingum, er að það komi allir heilir heim aftur. Síðastliðið haust var framkvæmd könnun á meðal útkallsfélaga (u.þ.b. 4.000) innan okkar raða þar sem 54% þeirra sem svöruðu höfðu sjálfir lent í slysi eða „næstum því slysi“. 18% þeirra sem svöruðu könnuninni höfðu slasast í starfi. Af þeim höfðu 60% þurft að leita sér læknishjálpar. Þá höfðu tæplega 14% verið lögð inn á sjúkrahús í kjölfar slyss í starfi. Hér er náttúrulega eingöngu horft til þeirra sem eru á útkallsskrá í september 2014. Því miður hafa þessi slys ekki verið skráð í gegnum tíðina. Í dag er komin leið til þess að skrá slys og næstum því slys innan okkar raða þar sem Rannsóknarnefnd björgunarslysa tekur við tilkynningum. En starf hennar mun ekki skila tilætluðum árangri nema upplýsingar berist til hennar.

Það er sömuleiðis mjög mikilvægt að aðgerðastjórnir fylgi öryggismálum eftir í öllum aðgerðum. Það geta þær gert með því að:

Afleiðing

Hvar liggja sársaukamörkin?

getur matrixan litið svona út:

Alvarlegt slys

6

9Björgunarmál 13

17

Slys, ekki fjarvera frá vinnu

3

5

12

Dagbjartur Kr. Brynjarsson, starfsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar

8

57

20 16


Nr.

Verkáætlun

Hætta

Aðgerðir til að minnka eða útiloka Nýtt hættur Áhættustig

Úrbætur þarfnast / viðbragð

Mögulegt áhættustig

1

Mönnun lokunarpósta, vöktum á eldgosasvæði utan innri lokana

Gasmengun (SO2, CO2,CO, H2SO4) eitrun

13

Vera með gasmæli, gasgrímu, loftþétt öryggisgleraugu og flóttaleið upp í vind

9

Hörfun frá svæðinu mælist hærri gildi en ásættanlegt er

6

2

Almenn umferð um áhrifasvæðið

Flóðahætta

24

Ekki fara langt frá bíl. Halda sig frá árfarvegi. Gisting utan flóðasvæða. Góð fjarskipti/ferilvöktun.

18

Vöktun á ástandi og skilgreindar leiðir til að vara við hættu. Tilkynning um hættu á öllum talhópum í notkun, sms sendingar.

14

afleiðingarnar ef svo myndi fara. Ef við lítum á björgun úr snjóflóði sem dæmi þá myndum við hugsanlega dæma það þannig að án öryggisbúnaðar myndi áhættugreining skora þannig að ef annað flóð færi af stað myndu afleiðingar hugsanlega vera dauðsfall og líkurnar á því mögulegt. Út úr því fengjum við töluna 8 (rauð tala) sem væri óásættanlegt. Við getum hugsanlega ekki haft áhrif á líkurnar á að það komi annað flóð en með því að notast við réttan öryggisbúnað og réttar öryggisreglur getum við minnkað afleiðingarnar. Það má t.d. gera með því að takmarka aðgengi að hættusvæðinu og gæta þess að allir sem starfa innan þess séu með ýli. Þá aukast líkurnar á að þeir sem verði fyrir mögulegu flóði finnist fyrr og að afleiðingarnar verði minni, svo sem varanlegt líkamstjón í stað dauðsfalls. Þá gefur áhættugreining töluna

Öryggismál til fyrirmyndar; allir með hjálm, í galla og vesti.

58

Áhættustig

Björgunarmál

5 (gul tala) sem er ásættanleg áhætta. Þetta er orðin meðvituð ákvörðun um að halda áfram. Í stjórnstöð þar sem við höfum betri vinnuaðstöðu og oft og tíðum meiri tíma til að vinna svona hluti getur matrixan litið út eins og á mynd 2. Í stjórnstöð getum við líka skrásett þær hættur sem við teljum að séu í aðgerðinni ásamt þeim mótvægisaðgerðum sem framkvæmdar eru til þess að ná hættumatinu niður. Þetta er vel þekkt og viðurkennd aðferð til að vinna á þessum hlutum. Með því að æfa þetta reglulega verðum við mjög fljótt snögg í að framkvæma áhættumatið ásamt því að finna leiðir til að minnka áhættuna. Þetta lítur kannski út fyrir að vera flókið en eftir að hafa gert þetta nokkrum sinnum verður þetta einfaldara og einfaldara. Þess vegna er svo mikilvægt að við framkvæmum þetta reglulega og ekki bara í útköllum.

Leit og björgun er hættuleg – og verður það áfram Það má ekki skilja það svo með þessum skrifum að við séum með allt niður um okkur í öryggismálum. Yfirleitt stöndum við okkur vel en samt sem áður getum við gert betur. Við eigum það öll skilið að við tökum okkur á og til þess held ég að við þurfum að breyta hjá okkur menningunni og við verðum að vanda okkur. Sögur erlendis frá þar sem viðbragðsaðilar hafa staðið hjá og ekki farið í hnédjúpt vatn til að bjarga barni þar sem þeir voru ekki með straumvatnsbjörgunarbúnað er ekki sú leið sem við viljum fara. Leit og björgun er hættuleg og verður það áfram. En við þurfum að bera virðingu fyrir öryggismálum og hættunni, hvar svo sem hún leynist.



Oft skortir nokkuð á að ferðafólk sé rétt búið fyrir þær aðstæður sem ferðast er í.

Mikil fjölgun útkalla – hvað er til ráða? Síðustu mánuði hefur veður verið ansi rysjótt, sérstaklega á Suður- og Vesturlandi en hver lægðin hefur rekið aðra. Útköll vegna ófærðar og fastra bíla hafa því verið ansi mörg enda aðstæður oft og tíðum afar erfiðar. Sem dæmi má nefna að Hellisheiði hefur verið lokuð rúmlega tíu sinnum fyrstu tvo mánuði ársins en var lokað tvisvar á sama tíma í fyrra.

Þegar svona er ástatt eykst álag á viðbragðsaðila landsins og okkur í björgunarsveitunum einnig. Töluverð umræða hefur því verið í fjölmiðlum og kaffistofum landsins um of mikið álag á björgunarsveitir. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur haldið því fram að óþarfa útköllum þurfi að fækka með ákveðnum aðgerðum sem snúast fyrst og fremst um að efla forvarnir. En hvernig þá? Stýring ferðamanna er lykilatriði til að vernda náttúru og ferðamenn. Oram (1995) setti fram viðurkennda kenningu um stýringu á náttúrusvæðum sem á vel við hér á landi. Hún skiptist í grófum dráttum í þrennt og við skulum skoða þessi atriði og hvernig má beita þeim hérlendis.

60

Björgunarmál

Handstýring Þessi þáttur snýst um að staðsetja þjónustu og þannig að handstýra ferðamönnum eftir ákveðnum vegum, á ákveðna staði og eftir ákveðnum gönguleiðum svo dæmi sé tekið. Samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og félagsins varðandi lokanir flokkast undir handstýringu. Með þeim er ferðamönnum handstýrt aðra leið eða til baka og þannig komið í veg fyrir að þeir þurfi að leita sér aðstoðar. Lokun hálendis að vorlagi er annað dæmi um handstýringu. Félagið hefur reyndar bent á að lokanir og önnur verkfæri sem nýtt eru til stýringa þurfi að vera afdráttarlaus. Bent hefur verið á að skilti beggja megin við veg sem segja veg lokaðan eða slá sem nær yfir hálfan veginn sé ekki eins gott og ef

slá næði yfir allan veginn. Stýringin verður að vera afdráttarlaus og má ekki skapa vafa í huga ferðamanns sem ekki þekkir aðstæður.

Bein stjórnun Þessum hluta stýringar ferðamanna er afar lítið beitt hér á landi en undir þessum þætti eru lög, reglugerðir, leyfi og gjöld. Margrætt frumvarp um Náttúrupassa myndi til dæmis falla undir þennan þátt. Eitt af því sem félagið hefur bent á og fellur hér undir er til dæmis hvort setja eigi reglur sem skylda þá sem ferðast um hálendi og jökla á eigin vegum á ákveðnum árstímum að skilja eftir ferðaáætlun, vera með neyðarsendi og jafnvel vera tryggðir. Þetta gæti til dæmis átt við þá sem fara yfir Vatnajökul á skíðum í desember, janúar, febrúar og mars. Þá

Koma má í veg fyrir ógætilega hegðun með stýringu, en hún er lykilatriði til að vernda bæði ferðafólk og náttúru.

Jónas Guðmundsson, starfsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar


Sólheimajökli fyrir örfáum árum. Eitt af því sem má ræða og skoða er að loka þessum jöklum fyrir fólki á eigin vegum. Einungis megi fara á þá í afþreyingarskyni í skipulögðum ferðum. Þannig ætti að vera tryggt að þekking og búnaður sé með í för og öryggi ferðamanna tryggt eins og hægt er. Hér hafa einungis verið nefnd örfá dæmi en margt fleira má skoða. Mikilvægt er að skoða reynslu annarra landa af stýringu ferðamanna og má nefna lönd eins og Nýja-Sjáland, Kanada og Noreg sem dæmi.

Fræðsla og upplýsingagjöf

eru veður hvað vályndust og skemmstur dagur. Því líklegra en ekki að komi til leitar eða björgunar þurfi mestan mannskap og flest tæki. Einnig mætti setja sams konar reglur um þá sem þvera landið einir að sumar- sem vetrarlagi. Annað sem félagið hefur bent á er að sektir vegna brota, t.d. ef ekið er inn fyrir lokun, eru ansi lágar. Líklegt er að færri færu inn á lokaða vegi ef sektin væri umtalsvert hærri. Það mætti einnig skoða að áður en farið er á eigin vegum á ákveðna fjallstinda (Hvannadalshnjúk, Hrútfellstinda) þurfi viðkomandi að skilja eftir ferðaáætlun hjá næstu upplýsingamiðstöð eða inni á www.safetravel.is. Þannig má ef óhapp verður hafa nákvæmar upplýsingar um ferðatilhögun og senda færri björgunarmenn í stað þess að sækja á svæðið með miklum fjölda. Gönguferðir á skriðjökla eru orðnar afar vinsælar og skemmst er að minnast banaslyss sem varð á

Utanvegaakstur veldur miklum skemmdum á íslenskri náttúru á hverju ári.

Safetravel verkefnið var stofnað í því skyni að fræða og upplýsa ferðamenn á flandri um landið. Verkefnið er kostað af mörgum hagsmunaðilum og má nefna Sjóvá, Ferðamálastofu, Ísland allt árið, Vatnajökulsþjóðgarð, Vegagerðina og marga fleiri. Safetravel er dæmi um verkefni þar sem margir taka höndum saman og sinna samfélagslegri ábyrgð sem í þessu tilfelli snýr að slysavörnum ferðamanna. Frá upphafi hefur verkefnið snúist að mestu um fræðslu og upplýsingagjöf og er vefsíðan eitt stærsta líffæri þess. Skjáupplýsingakerfi ferðamanna er orðið ansi stór hluti verkefnisins og þegar þetta er skrifað eru sjónvörpin að skríða í þrjátíu stykki. Líklega á skjáupplýsingakerfið eftir að verða öflugri upplýsingamiðill en okkur grunaði þegar lagt var af stað. Síðast en ekki síst má minnast á eitt stærsta verkefni félagsins sem er hálendisvakt björgunarsveita. Á hverju sumri upplýsa sjálfboðaliðar björgunarsveitanna þúsundir ferðamanna um aðstæður á hálendinu, hvernig eigi að þvera straumvötn, útbúa sig og hvaða leið skal halda. En fræðsla og upplýsingagjöf snýst um meira. Taka má dæmi um veðurspár en gríðarlega mikilvægt er að hægt sé að fá veðurspár fyrir helstu ferðamannastaði og svæði. Það hefur ekki verið hægt að öllu leyti en horfir nú vonandi til betri vegar. Að sama skapi verður upplýsingagjöf á stöðum og svæðum að vera góð. Skilti sem á stendur „lokað“ er gott og gilt en vænlegra til árangurs er að hafa á skiltinu „lokað vegna hálku við gljúfurbarma“. Slíkt fær ferðamanninn til að skilja aðstæðurnar og átta sig á hættunni. Ef einnig væri mynd með sem sýnir hættuna gerir það enn meira gagn.

Hér mætti einnig minnast á mikilvægi landvörslu á stöðum sem ekki eru mannaðir slíku fólki í dag. Landverðir eru gríðarlega mikilvægir í upplýsingagjöf. Sama gildir um upplýsingamiðstöðvar, en fréttir hafa borist af lokunum þeirra í vetur vegna fjárskorts. Góð upplýsingagjöf um aðstæður er sameiginleg ábyrgð allra.

Samanburður milli ára Hér fyrir neðan má sjá tölur um aðgerðir björgunarsveita frá 01.10.2013-10.03.2014 borið saman við veturinn nú, þ.e. 01.10.201410.03.2015. Fjöldi aðgerða (en aðgerð er skilgreind sem eitt atvik sem bregðast þarf við. Getur verið allt frá einum föstum bíl upp í stórar leitir eða eldgos). 2013-2014 – 502 2014-2015 – 904 Fjöldi útkalla (útkall er í hvert skipti sem björgunarsveit er kölluð út. Ef við köllum t.d. út þrjár sveitir til að sinna einni aðgerð þá eru það þrjú útköll). 2013-2014 – 972 2014-2015 – 1.826 Fjöldi björgunarmanna sem fóru af stað í útköll (sömu einstaklingarnir geta farið mörgum sinnum út). 2013-2014 – 4.200 2014-2015 – 7.500 Svo má líka skoða bara óveðurs- og ófærðaraðstoð frá áramótum sem sýnir hversu mikil áhrif veðrið hefur haft. Óveðurs- og ófærðaraðgerðir frá áramótum eru rétt tæplega 400 og bak við þær aðgerðir standa oft fleiri en ein björgunarsveit. Þannig hafa sveitir verið kallaðar út rétt rúmlega 900 sinnum frá áramótum og um tólf hundruð björgunarmenn hafa tekið þátt í verkefnum. Á sama tíma í fyrra vorum við með um 250 slíkar aðgerðir með þátttöku um eitt þúsund björgunarmanna þannig að um talsverða fjölgun er að ræða. Ljóst er að rysjótt tíð hefur meira að segja en nokkuð annað. Fjölfarnir fjallvegir hafa verið erfiðir í vetur og þarf lítið að bregða útaf til að slæmt ástand skapist. Ekki er óalgengt að sumar björgunarsveitir hafi farið í allt að tuttugu aðgerðir frá áramótum og er álag mest staðbundið, oft nálægt fjölförnum heiðum/ fjallvegum eins og Hellisheiði, Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði. Til gamans má nefna að í fyrravetur voru fjórar sveitir sem fóru í fleiri en 20 útköll á þessu tímabili en í ár eru þær 32. Þá má einnig nefna að hluti þessara aðgerða í vetur fellur undir slysavarnir, þ.e. við höfum fjölgað lokunarverkefnum í samvinnu við Vegagerðina þar sem áhersla er lögð á að manna lokunarpósta áður en til óefnis kemur og upplýsa vegfarendur um ástand mála.

Björgunarmál

61


Landsþing

Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2015

Dagana 29. og 30. maí næstkomandi verður landsþing félagsins haldið á Ísafirði. Þingið verður sett föstudaginn 29. maí í íþróttahúsinu á Ísafirði og lýkur því seinnipart laugardags 30. maí. Samhliða þingi verða Björgunarleikar SL haldnir á laugardeginum þar sem allar einingar geta skráð eins mörg lið og þær vilja til keppni. Á föstudagskvöldinu 29. maí verður grill og gleði rétt fyrir utan Ísafjörð þar sem frambjóðendur til stjórnar SL grilla ofan í félagsmenn með tilheyrandi framboðsáróðri.

Á laugardagskvöldinu verður svo árshátíð félagsins haldin í íþróttahúsinu með tilheyrandi gleði og gríni og að sjálfsögðu verður dansað fram eftir nóttu. Allir félagsmenn sem ætla sér að sækja þingið ættu að vera búnir að bóka sér gistingu eða fara að huga að henni sem og því hvernig best sé að ferðast vestur á firði. Allar nánari upplýsingar um gistingu, þingið, dagskrá, árshátíð og föstudagsgleðina verður að finna á innra svæði félagsins. Listi með gististöðum er nú þegar kominn inn en aðrar upplýsingar koma inn um og eftir miðjan apríl. Minnum líka á beint flug frá

Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg

Fréttir af söguritun

www.oddihf.is

www.sjomenn.is

Akureyri og Egilstöðum til Ísafjarðar vegna þingsins. Í lögum félagsins 8. gr. segir um landsþing: „Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar fer með æðsta vald í málefnum félagsins og skal það haldið í maímánuði annað hvert ár. Til landsþings skal boða bréflega með sex vikna fyrirvara. Eigi síðar en þrem vikum fyrir landsþing skal stjórnin senda félags­einingunum dagskrá þingsins, tillögur um lagabreytingar, tillögur nefndar um skiptingu fjármagns og tillögur uppstillingarnefndar.“ Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

– heimilda leitað

Þótt Slysavarnafélag Íslands, hjálparsveitir skáta og flugbjörgunarsveitirnar kepptu allar að sama marki og ættu margt sameiginlegt störfuðu þessir aðilar hver í sínu lagi í marga áratugi. Oft komu fram hugmyndir um sameiningu þeirra í eina öfluga sveit eða landssamtök en af því varð ekki fyrr en í lok síðustu aldar. Hjálparsveitir skáta mynduðu landssamband árið 1971 og flugbjörgunarsveitirnar sitt landssamband árið 1974. Árið 1991 sameinuðust Landssamband hjálparsveita skáta og Landssamband flugbjörgunarsveita og mynduðu Landsbjörg, landssamband björgunarsveita. Árið 1999 sameinuðust svo Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg, landssamband björgunarsveita og varð þá til Slysavarnafélagið Landsbjörg. Eins og sjálfsagt flest björgunarsveitafólk veit var saga Slysavarnafélags Íslands gefin út árið 2001: Mannslíf í húfi. Nú er komið að hinum félögunum eða landssamböndunum og hefur höfundur þessarar greinar starfað um nokkurn tíma við ritun sögu þeirra. Í öðru bindi ritsins Mannslíf í húfi, sem væntanlega kemur út á næsta ári, verður fjallað um Landssamband hjálparsveita skáta 1971–1991, Landssamband flugbjörgunarsveita 1974–1991 og Landsbjörg, landssamband björgunarsveita 1991–1999. Vikið verður að einstökum hjálparsveitum og flugbjörgunarsveitum en saga þeirra verður þó ekki sögð nema að takmörkuðu leyti. Það má orða það svo að sveitirnar verði kynntar í stuttum köflum. Öll söguritun byggir á heimildum, fyrst og fremst prentuðum heimildum, skjölum og munnlegum heimildum. Því miður hafa heimildir um Landssamband hjálparsveita skáta og Landssamband flugbjörgunarsveita ekki varðveist sem skyldi. Til dæmis hafa fundargerðir stjórna sambandanna og landsþinga þeirra ekki varðveist nema að hluta til. Þetta hefur gert söguritara verkið erfiðara en annars hefði verið og þessi skortur á heimildum getur valdið því að eyður verði í frásögninni. Höfund vantar meðal annars tilfinnanlega fyrstu lög Landssambands hjálparsveita skáta. Þau hljóta að leynast í fórum einhverra þeirra sem störfuðu í aðildarsveitum þess eða áttu sæti í stjórn. Söguritari biður alla þá sem störfuðu innan landssambandanna tveggja að kanna það vel í gömlum rykföllnum kössum eða skúmaskotum hvort þeir finni nú ekki einhver gögn sem komið geta að notum, fundargerðir, bréf og önnur skjöl. Ef eitthvað finnst má koma gögnunum til skrifstofu Slysavarnafélagsins Landsbjargar eða beint til höfundar. Hafa má samband við hann á netfanginu fridrikg@simnet.is. Friðrik G. Olgeirsson

62

Björgunarmál



Eftirtaldir aðilar bjóða Slysavarnafélagið

Grindavík, Hafnarfjörður, Höfn, Ísafjörður, Reykjanesbær, Sandgerði www.fms.is

Pípulagningaþjónusta Þórðar H. Eysteinssonar Tangagötu 26

Geirnaglinn ehf. trésmíðaverkstæði Strandgötu 7b

Íslenskir endurskoðendur Vestfjörðum ehf. Pollgötu 2

Edinborgarhúsið hf. Aðalstræti 7

Ísblikk ehf. Árnagötu 1

Inntré ehf. Sindragötu 11

Sjúkraþjálfun Vestfjarðar ehf. Eyrargötu 2

Verkalýðsfélag Vestfirðinga Pólgötu 2

Póllinn ehf. Pollgötu 2


Landsbjörg velkomið til Ísafjarðar

Harðfiskverkun Finnboga J. Jónassonar Sindragötu 9 Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar Sindragötu 14 Edinborg Bistro Cafe Bar Aðalstræti 7

Tækniþjónusta Vestfjarða hf. Aðalstræti 26, H. V. umboðsverslun ehf. Suðurgötu 9

Arnardalur - ferðaþjónusta Heimabæ Arnardal

Verslunin konur og menn Hafnarstræti 9-13

Vestri ehf. skrifstofa Suðurgötu 12 Ráðstefna

65


Mikilvægt er að kenna börnum umferðarreglurnar snemma. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.

Börn á leikskólaaldri

og umferðin

Börn á leikskólaaldri eru til alls líkleg í umferðinni og því afar mikilvægt að vel sé hugað að öryggi þeirra. Þau mega aldrei vera ein í umferðinni án umsjónar og eftirlits fullorðinna. Það er á ábyrgð þeirra sem eldri eru að búa þau sem best undir þátttöku í umferð, hvort sem þau eru farþegar í bíl eða gangandi vegfarendur. Það gerum við m.a. með því að sjá til þess að þau noti traustan og góðan öryggisbúnað og kennum þeim að þekkja hætturnar í umhverfinu. Eitt af því mikilvægasta er þó að foreldrar og aðrir fullorðnir séu góðar fyrirmyndir. Börn læra mest þegar þau fá tækifæri til prófa sig áfram og því er algjört grundvallaratriði að forráðamenn verji tíma með börnunum í mismundandi aðstæðum í umferðinni. Göngutúr í leikskólann er t.d. frábært tækifæri til að kenna barninu á umhverfið og hætturnar sem þar kunna að leynast. Kennið börnunum að nota gangbrautarljós og notið gangbrautir rétt. Verið dugleg að hnippa í aðra gangandi vegfarendur í umferðinni sem ætla að ganga á móti rauðum kalli, því eins og við vitum þá gera börnin eins og við gerum 66

Slysavarnir

en ekki endilega það sem við segjum þeim að gera. En börn eru ekki eingöngu á röltinu heldur er þetta oft sá tími sem þau fá sitt fyrsta reiðhjól. Hér áður voru leikskólabörn á þríhjólum en í dag eru flest á litlum tvíhjólum með hjálparadekkjum. Þau geta náð ótrúlegum hraða á þessum hjólum þannig að foreldrar þurfa að vera í góðu líkamlegu formi til að geta hlaupið á eftir þeim. Foreldrar ættu ekki að vera sjálfir á hjóli þegar leikskólabörnin eru að hjóla því þannig

geta foreldrarnir ekki stoppað þau af. Þegar börnin byrja að hjóla þarf hjálmurinn að sjálfsögðu að vera á sínum stað. Þegar farið er út að hjóla með barnið og það situr aftan á hjóli foreldra þá þurfa bæði barnið og foreldrið að vera með hjálm, því munið að börnin gera eins og við gerum en ekki endilega það sem við segjum þeim að gera. Þegar við ferðumst með börnin í bílum þurfa þau að vera í viðeigandi öryggisbúnaði sem er þá barnabílstóll. Nokkrar reglur þarf að hafa í huga þegar börn eru í bíl. • Ef virkur öryggispúði er framan við framsæti má barn undir 150 sm hæð ekki sitja þar, hvorki í barnabílstól, á bílpúða né í sætinu. • Ekki kenna börnum á leikskólaaldri að festa sig sjálf í barnabílstól eða bílbelti. Ökumanninum ber að festa barnið og ganga úr skugga um að barnið sé tryggt. • Mikilvægt er að barnið sé í réttri þyngd fyrir stólinn. Ef foreldrum finnst að stóllinn sé of lítill fyrir barnið, þó svo að það hafi ekki náð þeirri þyngd sem stóllinn er gefinn upp fyrir, þá á að miða við

Dagbjört H. Kristinsdóttir, starfsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar


• • •

að efsti hluti eyrans sé ekki kominn upp fyrir bakið á stólnum. Það að fæturnir séu komnir fram fyrir eins og í bakvísandi stólum er ekki mælikvarði á hvenær barnið er orðið of stórt. Veldu réttan stól fyrir bílinn þinn. Það má t.d. kynna sér hjá framleiðendum stólsins undir liðnum ,,Fit finder“. Börn eru best varin í bakvísandi stól allt fram að þriggja til fjögurra ára. Sessu með baki má einungis fara að nota þegar barnið hefur náð 18-25 kg. Ef bílinn lendir í hörðum árekstri eða veltur þá er barnabílstóllinn ónýtur. Gott getur verið að klippa á öryggisbeltin á þeim stólum sem er hent áður en farið er með þá í Sorpu.

Bílstólar eru nánast að verða munaðarvara, svo dýrir eru þeir sumir. Því vilja margir grípa til þess ráðs að kaupa notaða barnabílstóla. Ef kaupa á eða fá lánaðan notaðan barnabílstól er mikilvægt að þekkja sögu hans, hversu gamall hann er og fá leiðbeiningar með stólnum eða nálgast þær á vefnum hjá framleiðanda. Líftími barnabílstóla er miðaður við framleiðslumánuð viðkomandi stóls en framleiðslumánuðinn og árið má finna á stólnum sjálfum. Það er mismunandi milli framleiðenda hversu lengi þeir ábyrgjast stólinn, en algengasti líftími ungbarnabílstóla er 5 ár en getur verið allt að 6 til 10 ár fyrir aðra stóla.

Sportbúð.is - Dugguvogi 3 - 104 Reykjavík

Sérstaða barna í umferðinni • Börn eru smávaxin og hafa því ekki jafngóða yfirsýn og fullorðnir. Í umferðinni skiptir nefnilega öllu máli að sjá vel í kringum sig og sjást vel sjálfur. • Börn eiga erfitt með að meta fjarlægð, hraða og stærð bíla og úr hvaða átt hljóð berast. • Börn eiga erfitt með að setja sig í spor annarra og átta sig á hvað ökumenn ætla að gera. • Börn fá oft skyndihugdettur sem þau framkvæma á stundinni. Viðbrögð þeirra byggjast fremur á fljótfærni en skynsemi. • Börn sjá einungis smáatriðin í umferðinni en ekki aðstæður eða umhverfi í heild. • Börn eiga oft erfitt með að einbeita sér nema að einu atriði í einu og aðeins í stutta stund í einu. • Börn hafa litla reynslu af umferðinni.

Göngutúr í leikskólann er frábært tækifæri til að kenna börnum að nota t.d. gangbrautir og gangbrautarljós.

Opnunartími: Mán/Fim 10:00-17:00 Fös 10:00-16:00 Vefverslun: www.sportbud.is

Sportbúð.is býður upp á mikið úrval af vönduðum vörum frá MAMMUT: Snjóflóðaýlar - stangir - skóflur - hjálma - klifurbúnað - línur - ísexi. Snjóflóðabakpoka, svefnpoka frá Ajungilak. Og margt fleira.

Sportbúð.is - Dugguvogi 3 - 104 Reykjavík

Opnunartími: Mán/Fim 10:00-17:00 Fös 10:00-16:00 Vefverslun: www.sportbud.is

Slysavarnir

67


Þessi ferð gefur frá 1.500 til 4.500 Vildarpunkta aðra leiðina.

Njóttu hverrar mínútu Það er óþarfi að gleypa í sig pylsuna á Rådhuspladsen í tveimur bitum. Eða missa kandíflossið á hlaupum milli tækja í Tívolí. Það sem skiptir máli er að njóta tímans. Horfa upp frekar en niður. Villast í hliðargötum út frá Strikinu. Finna framandi lykt og smakka spennandi mat. Fara með lest á óþekktar slóðir. Eiga gæðastundir og safna minningum sem lifa.

+ Bókaðu núna á icelandair.is

* Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar.

Vertu með okkur

ÍSLENSKA SIA.IS ICE 73033 02/15

GEFÐU ÞÉR GÓÐAN TÍMA Í KAUPMANNAHÖFN * Verð frá 17.500 kr.


Óbrúaðar ár og lækir hafa valdið mörgum ferðamanninum vanda.

Erfiðleikaflokkun

á vöðum á hálendinu

Það þarf ekki að segja björgunarsveitafólki neitt um þau fjölmörgu útköll sem snerta straumvötn landsins. Innlendir sem erlendir ferðamenn lenda í vandræðum við að þvera óbrúaðar ár landsins, oftar en ekki á hálendinu. Við þekkjum skiltin sem við þessar ár eru; gul, millistór með teikningu og texta. Það er hins vegar þannig að það er sams konar skilti við allar ár, hvort sem um er að ræða litla lækjarsprænu, Kirkjufellsós, Fjórðungskvísl, Krossá eða Skyndidalsá. Ökumaður sem þekkir ekki til viðkomandi straumvatns á því erfiðara með að átta sig á hversu vandasöm þverunin getur verið.

Það var af þessari ástæðu sem ákveðið var að útbúa lítinn vinnuhóp innan félagsins og var tilgangur hans að kanna hvort og þá hvernig hægt væri að bæta úr þessu. Kallað var eftir áhugasömu fólki sem hefði þekkingu og reynslu til að vinna að málinu. Páll Viggósson jeppamaður, Ingibjörg Eiríksdóttir, trússari og leiðsögumaður, Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir landvörður og Magnús Hákonarson, margreyndur skálavörður, gáfu kost á sér og unnu með undirrituðum að verkinu. Ber að þakka ofangreindum fyrir góða og óeigingjarna vinnu. Umræða hópsins frá upphafi snerist um að bæta þær merkingar sem fyrir eru. Ljóst var þó strax að svona merkingar gætu aldrei verið 100%. Straumvötn eru margbreytileg, jafnvel innan hvers dags. Eigi að síður væri erfiðleikaflokkun sem þessi mun áreiðanlegri en það sem nú er til staðar. Listuð voru upp um það bil 80 straumvötn á öllum helstu hálendissvæðum landsins og nokkur önnur straumvötn að auki. Hópurinn ákvað að skipta þessu í fjóra flokka og hugmyndin, ef hægt er, að hafa þá í litum, ekki ósvipað erfiðleikaflokkun þeirri sem notuð er í skíðabrekkum. Fyrsta og auðveldasta flokknum er lýst sem „Almennt jepplingafært með aðgát“. Miðað er við að straumvötn sem merkt væru svona væru

Jónas Guðmundsson, starfsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Slysavarnir

69


Straumvötn eru margbreytileg jafnvel innan sama dags. Erfiðleikaflokkun vaða myndi gera ökumönnum kleift að átta sig betur á aðstæðum.

fær bílum eins og Suzuki Jimmy, Kia Sorento og fleiri í þeim dúr. Bílum sem oftast eru nefndir jepplingar, lágir bílar með fjórhjóladrifi. Næsta flokki er lýst sem „Fjórhjóladrif, fylgja merkingum“ og miðað er við að vöðin séu fær óbreyttum jeppum og má þar nefna Land Cruiser, Patrol, Land Rover, Grand Vitara og fleiri. Þriðja flokknum er lýst sem „Þarft ráðleggingar, aðstoð eða fylgd“. Þetta eru erfiðari straumvötn þar sem óbreyttir stærri bílar úr flokki tvö geta farið yfir við góðar aðstæður eða breyttir jeppar. Fjórða flokknum er svo lýst sem „Mjög hættuleg á, ekki á færi annarra en kunnugra“ og er hér um að ræða stór, vatnsmikil straumvötn þar sem til þarf breytta jeppa ásamt kunnáttu á akstri yfir vöð og þekkingu á vaðinu sjálfu. Eins og sjá má miðast flokkun og leiðbeiningar meira við erlenda ferðamenn en innlenda og ekki að ástæðulausu. Langstærsti hluti þeirra sem lenda í vandræðum akandi yfir vöð eru erlendir ferðamenn.

Leiðbeiningarnar geta hins vegar og eiga eftir að nýtast vel íslenskum ökumönnum. Til þess að setja í betra samhengi hvaða vöð falla í hvern flokk skulum við kíkja á nokkur dæmi. Flokkur 1: Laufalækur að Fjallabaki, Hreysiskvísl á Sprengisandi og Bláfjallakvísl á Öldufellsleið. Flokkur 2: Markarfljót við Dalakofa, Bláfjallakvísl og Hnjúkskvísl við Laugafell. Flokkur 3: Syðri-Ófæra, Gilsá og Krossá. Flokkur 4: Markarfljót við Húsadal, Sylgja, Sveðja og Þjórsá við Sóleyjarhöfða. Næstu skref í þessu verkefni er að óska eftir aðilum sem vilja gefa sér stutta stund til að rýna erfiðleikaflokkunina til gagns. Æskilegt væri að fá fólk með góða þekkingu af sem flestum svæðum. Áhuga-

samir eru hvattir til að hafa samband við greinarhöfund. Einnig ætlar hópurinn að nýta sér fólk frá þjóðgörðum landsins og fleiri til að rýna verkið. Í framhaldi af því verða tillögurnar sendar til Vegagerðar til umsagnar og vonandi framkvæmda. Annars vegar verða þessar leiðbeiningar, vonandi og líklega, settar inn á kortasjá Vegagerðarinnar. Þar eru flest vöð merkt inn og af þeim myndir en merkingarnar og myndirnar voru samstarfsverkefni Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Vegagerðarinnar. Voru það þátttakendur hálendisvaktar sem tóku myndirnar og skráðu niður nákvæma staðsetningu vaða. Hins vegar munu merkingar við vöðin vonandi taka breytingum og miðast við tillögur þessar. Þá þyrfti að leggja í vinnu með hönnuðum þar sem væri hægt að nýta litakóða, ofangreindar leiðbeiningar og helst taka dæmi um þær bifreiðar sem ættu erindi yfir vaðið. Gerð merkinga er þó næsta skref sem vonandi verður tekið fljótt.

Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg

Grindavík, Hafnarfjörður, Höfn, Ísafjörður, Reykjanesbær, Sandgerði www.fms.is

Eldvarnir ehf. 70

Slysavarnir

Fiskifélag Íslands



Slysavarnir eru mikilvægur hluti starfsemi félagsins og hafa þær m.a. beinst að börnum og ungmennum.

Tekjuskiptakerfi

fyrir slysavarnadeildir

Frá vangaveltum til verkefnis Rekja má upphaf þessarar vinnu til spjalls á milli Harðar formanns, Margrétar varaformanns og Jóns Svanbergs, framkvæmdastjóra SL, um hvað væri hægt að gera til að koma betur til móts við slysavarnadeildir félagsins og sýna þeim enn frekar fram á hversu mikilvægar þær væru í heildarmynd félagsins. Ein hugmyndin sem upp kom var sú hvort tekjuskiptakerfi, sambærilegt við það sem til er fyrir björgunarsveitirnar, væri eitthvað sem vert væri að skoða. Eftir nokkrar pælingar var ákveðið að viðra þá hugmynd við nefnd um slysavarnamál og er skemmst 72

Slysavarnir

frá því að segja að hugmyndin fékk afar góðar undirtektir. Strax í kjölfarið var málið lagt fyrir stjórn sem beið ekki boðanna heldur lagði til 10 milljónir í fyrstu úthlutun og fól nefndinni að útbúa drög að kerfi sem gæti hentað slysavarnadeildum félagsins.

Óþarfi að finna upp hjólið Þar sem til var tekjuskiptakerfi fyrir björgunarsveitir, sem virkað hefur með ágætum í nokkur ár, lá beinast við að fyrst yrði það kerfi skoðað vandlega með það fyrir augum hvort hægt væri að sníða það til svo það hentaði slysavarnadeildum. Rætt var við Ingimar,

formann fjárveitinganefndar, sem taldi það hentuga og góða leið. Taldi hann kostina vera þá að sama hugmyndafræði lægi þá að baki báðum tekjuskiptakerfunum og að það myndi auðvelda félagsmönnum skilning á báðum kerfunum. Einnig myndi það gera félögum kleift að „rífast um sambærilegar tölur“. Það varð því úr að nefnd um slysavarnamál settist niður með Sigurði, starfsmanni fjárveitinganefndar, í þeim tilgangi að kynna sér betur aðferðafræðina að baki tekjuskiptakerfisins hjá björgunarsveitunum. Að loknum þeim fundi var ákvörðun tekin um að vinna fyrstu drög að tekjuskiptakerfi fyrir slysavarnadeildir

Margrét L. Laxdal, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar


Drögin í dag Hér á eftir verður hver yfirflokkur (ásamt viðeigandi undirflokkum) tekinn fyrir líkt og gert hefur verið á kynningum til deildanna. Ítreka skal að þeir þættir sem listaðir eru upp undir undirflokkunum eru enn sem komið ekki meitlaðir í stein. ■ VIRKNI (40% af heildarkerfi) Innra starf (40%) ✓ Félagsfundir ✓ Stjórnarfundir ✓ Aðalfundur Námskeið (10%) ✓ Námskeið hjá Björgunarskólanum ✓ Önnur námskeið/fræðsla Félagsstarf innan SL (30%) ✓ Þingfulltrúi 1 ✓ Þingfulltrúi 2 ✓ Þing aðrir ✓ Fulltrúaráðsfundur ✓ Formannafundur ✓ Kvennaþing ✓ Slysavarnaþing? ✓ Björgun Samstarf innan SL (20%) ✓ Heimsóknir til annarra deilda ✓ Samstarf við björgunarsveit ✓ Unglingadeild? Hér er gert ráð fyrir að undirflokkarnir Innra starf og Námskeið, sem tengjast innra starfi deildarinnar heima fyrir, séu 50% samanlagt á móti undirflokkunum Félagsstarf innan SL og Samstarf innan SL, sem tengjast meira því að vera í heildarsamtökunum, sem líka eru 50% samanlagt.

sem yrði sem mest í takt við kerfi björgunarsveitanna. Sú hugmyndin var svo kynnt fyrir félagsmönnum á fulltrúaráðsfundi SL í lok nóvember 2014. Fékk sú kynning góðar undirtektir og nefnd um slysavarnamál fékk samhliða hvatningu til að halda áfram að vinna í þessa átt.

Klippt og skorið Á vinnufundi nefndar um slysavarnamál, sem haldinn var 13. janúar 2015, var svo hafist handa við að sníða kerfið að starfsemi slysavarnadeilda. Til grundvallar var tekjuskiptakerfi björgunarsveitanna sem og niðurstöður úr netkönnun sem gerð hafði verið fyrir áramótin á meðal slysavarnadeilda er varðaði störf þeirra í sem víðastri mynd. Þennan vinnufund sátu fyrir hönd nefndar um slysavarnamál: Margrét Laxdal (varaformaður SL og formaður nefndarinnar), Díana Dröfn Ólafsdóttir (Slysavarnadeild Reykjavíkur), Sólbjörg Gunnbjörnsdóttir (Slysavarnasveitinni Dagbjörgu), Guðrún S. Bjarnadóttir (Slysavarnadeildinni Iðunni), en Harpa Vilbergsdóttir (Slysavarnadeildinni Ársól), sem átti ekki heimangengt, hafði sent inn sínar vangaveltur sem innlegg inn í vinnuna. Gísli Vigfús Sigurðsson (stjórn SL) var einnig forfallaður sem og starfsmaður

■ STÆRÐ (10% af heildarkerfi) Stærð (50%) ✓ Fjöldi virkra félaga Húsnæði og rekstur (50%) ✓ Eigið húsnæði ✓ Tæki til fjáröflunar ✓ Umsjón/eign björgunar- og/eða neyðarbúnaðar Hér skiptist yfirflokkurinn STÆRÐ til jafns í undirflokkana Stærð (50%) og Húsnæði og rekstur (50%). Þar sem verkefni slysavarnadeilda krefjast alla jafna ekki endilega mikils fjölda félagsmanna er vilji til að meta stærð deilda frekar með virkum félögum en eingöngu fjölda félagsmanna. Útfæra á eftir nánar hvernig slíkt er fundið út og/eða metið en nokkrar góðar hugmyndir hafa komið fram á kynningarfundunum. ■ VERKEFNI (30% af heildarkerfi) Verkefni á vegum SL (66,6%) ✓ Verkefni 1 ✓ Verkefni 2 ✓ Verkefni 3 Verkefni á vegum deildar (33,3%) ✓ Verkefni 1 ✓ Verkefni 2 ✓ Verkefni 3

NESKAUPSTAÐ Slysavarnir

73


nefndar um slysavarnamál, Dagbjört H. Kristinsdóttir, en annar starfsmaður slysavarna, Jónas Guðmundsson, sá um hlutverk starfsmanns og kom að auki með innsýn inn í slysavarnir ferðamanna við þessa vinnu. Lagt var upp með að halda sömu yfirflokkum og hjá björgunarsveitunum að því undanskildu að flokknum Útköll yrði breytt í Verkefni. Vægi hvers flokks fyrir sig var síðan einnig sniðið til. Undirflokka er að finna undir hverjum yfirflokki líkt og hjá björgunarsveitunum en stefnt var að því að hafa þá eins fáa og/eða einfalda og hægt væri en þó þannig að kerfið í heild myndi dekka starf deildanna í sinni víðustu mynd. Sett hefur verið vægi á undirflokkana en þegar þetta er ritað á eftir að skilgreina nánar hvaða atriði vega þar þyngst og í hvaða magni þótt búið sé að setja tillögur að þeim inn í drögin. Ágæt beinagrind að tekjuskiptakerfi fyrir slysavarnadeildir er því komin og hafist hefur verið handa við að kynna drögin fyrir slysavarnadeildum í sérstökum heimsóknum sem sagt er frá annars staðar í blaði þessu. Á þeim fundum hefur kerfinu verið tekið afar vel og ljóst er að það virðist henta deildum prýðilega sem fagna framtakinu. Á fundunum hafa ýmsar góðar útfærsluhugmyndir komið fram sem unnið verður áfram með þegar kerfið verður útfært nánar á næsta vinnufundi nefndar um slysavarnamál sem fyrirhugaður er síðla í mars. Kerfi þetta er hugsað fyrir slysavarnadeildir (en ekki t.d. björgunarsveitir sem sinna slysavörnum) og er því eigin kennitala skilyrði sem deildir í þessu kerfi þurfa að uppfylla. Einnig er gert ráð fyrir að sýna þurfi lágmarksvirkni til að kerfið fari að virka og deildir komist í úthlutun (líkt og er með kerfi björgunarsveitanna) en á þessum tímapunkti er ekki búið að festa hvert lágmarkið verður.

Næstu skref Framundan er fínpússning á kerfinu og undirbúningur fyrir úthlutun. Nefnd um slysavarnamál mun vinna drögin betur og leggja betur útfært kerfi fyrir stjórn. Þaðan mun fjárveitinganefnd fá kerfið í hendurnar til að vinna að tillögu að úthlutun til slysavarnadeilda sem lögð yrði fyrir landsþing 2015 ef kerfið í heild sinni verður samþykkt þar. Fjárveitinganefnd mun þurfa að vinna hratt og vel til að það náist svo deildir eru hvattar til að svara fyrirspurnum nefndarinnar eins fljótt og auðið er til að úthlutun geti orðið sem marktækust. Gert er ráð fyrir að slípa þurfi kerfið til á fyrstu árum þess til að það skili því sem til er ætlast. Mest um vert er að það sýni heildarmynd þeirra slysavarna sem félagið sinnir og að allar deildir geti fundið sig innan þess, bæði með sameiginlegum einkennum sínum sem og þeim sérkennum sem hver og ein deild kann að hafa.

Í flokknum VERKEFNI er eingöngu gert ráð fyrir slysavarnaverkefnum. Annars vegar eru það slysavarnaverkefni á vegum SL, sem vega 2/3, og hins vegar verkefni á vegum deildarinnar sjálfrar, sem vega 1/3. Í netkönnun til slysavarnadeilda kom fram að deildir töldu sig að meðaltali færar um að sinna 6-7 verkefnum á ári og því var lagt upp með þrjú og þrjú verkefni í fyrstu atrennu. Rökin fyrir því að verkefni á vegum SL vegi hærra en verkefni á vegum deildanna eru m.a. þau að SL er alla jafna búið að leggja töluverða vinnu við að ná samningum við fyrirtæki þar sem forsendan er að um landsdekkandi verkefni sé að ræða, því sé það félaginu mikilvægt að geta stólað á deildirnar sér til fulltingis ef ná á að keyra verkefnið með sóma. Einnig eru mörg verkefni deildanna í heimabyggð þess eðlis að ekki á að þurfa að kosta miklu til hvað varðar mannskap og tíma til að leysa þau (t.d. að gefa endurskinsmerki, vesti og nýburagjafir, sem eru þrjú mismunandi slysavarnaverkefni) og því eðlilegt að þau hafi aðeins minna vægi í heildarflokknum VERKEFNI. ■ MIKILVÆGI (10%) Samfélagsgerð (33,3%) ✓ Eina slysavarnadeildin í sveitarfélagi ✓ Eini aðilinn sem sinnir slysavarnastarfi í sveitarfélagi Stærð svæðis (66,6%) ✓ Frá 100 íbúum upp í 8000+ Þessi flokkur er að mestu óbreyttur frá kerfi björgunarsveitanna og er ætlað að gefa ákveðinn grunn eða fasta sem deildirnar fá við að fara í kerfið. ■ FJÁRÖFLUNARVERKEFNI (10%) ✓ Fjöldi íbúa (30%) Frá 8.000 íbúum niður í 100 íbúa Möguleikar til fjáröflunar (20%) ✓ Fjáröflunarverkefni (50%) ✓ Nýsköpun? ✓ Kaffihlaðborð ✓ Bingó ✓ Kökusala ✓ Basar/markaður ✓ Happdrætti ✓ Annað (tilgreina fjölda og tegund) Þessi flokkur er að mestu óbreyttur frá kerfi björgunarsveitanna.

Athugasemdir og ábendingar? Ef þú hefur athugasemdir eða góðar ábendingar sem þig langar að koma á framfæri varðandi tekjuskiptakerfi slysavarnadeilda þá skaltu endilega hafa samband við Jónas Guðmundsson, starfsmann slysavarna (jonas@landsbjorg.is), eða Margréti Laxdal, formann nefndar um slysavarnir (varaformadur@landsbjorg.is). 74

Slysavarnir

Þegar tillögur að tekjuskiptakerfi fyrir slysavarnadeildir voru sniðnar var tekjuskiptakerfi björgunarsveita og niðurstöður netkönnunar hafðar til hliðsjónar.


STYTTRI FERÐALÖG LENGRI FAÐMLÖG

Við óskum öllum landsþingsfulltrúum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar góðs gengis og skemmtunar á landsþinginu í maí. Flugfélag Íslands mælir með því að stytta ferðalagið og leng ja tímann á landsþinginu. Taktu flugið vestur.

flugfelag.is


Fjölbreytt þjónusta við bíla og tæki

Diesel Center

» NÝ OG STÆRRI VERSLUN » DIESELVERKSTÆÐI » VARAHLUTAÞJÓNUSTA » TÚRBÍNUVIÐGERÐIR OG SALA » SÉRPANTANIR

NÝTT

DVERGSHÖFÐI 27 110 Reykjavík

Sími 535 5850 - blossi.is

Allur helsti björgunarbúnaður til sjós og lands... ...Hafðu samband við sölumenn okkar og fáðu allar upplýsingar Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður

www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is


Markmið Slysavarnafélagsins Landsbjargar með verkefninu Safetravel hefur frá upphafi verið að fækka slysum og óhöppum hjá ferðfólki, innlendu sem erlendu.

Aðgerðaáætlun

í slysavörnum ferðamanna

Ekki þarf að kynna félögum Slysavarnafélagsins Landsbjargar mikilvægi þess að arka rétta leið. En rötun er ekki eingöngu nauðsynleg úti í náttúrunni því í stórum félagsskap þarf að vera skýr sýn á málefnin svo allir stefni í sömu átt. Í lok árs 2014 samþykkti stjórn félagsins aðgerðaráætlun í slysavörnum ferðamanna fyrir árið 2015. Það hafa líklega fæstir reiknað með að slysavarnir ferðamanna undir nafninu Safetravel myndu eflast á þann hátt sem raun ber vitni síðustu árin. Innan við fimm ár eru síðan verkefninu var hrundið af stað undir verkefnastjórn félagsins. Mörg verkefni eru brýn og víða hægt að beita sér. Því er nauðsynlegt að staldra við og forgangsraða. Á mynd 1 má sjá hvar áherslur verkefnisins hafa og eiga að liggja.

Slysavarnir ferðamanna Sé þetta sett í samhengi við ferðamálafræðin má sjá að þetta fer afar vel saman. Oram (1995) setti fram kenningu um stýringu ferðamanna á náttúrusvæðum. Hún hefur ekki eingöngu það markmið að vernda náttúru heldur einnig ferðamanninn sjálfan. Það má segja að því óvanari aðstæðum sem ferðamaðurinn er því mikilvægara sé að öflug stýring sé til staðar.

Fræðsla og upplýsingagjöf Vefsíðan www.safetravel.is Upplýsingaskjáir Safetravel Hálendisvakt / önnur P2P fræðsla Kynningar, námskeið, fjölmiðlar Fræðsluefni

Slysavarnir

Samstarf Fyrirtæki í ferðaþjónustu Opinberir aðilar Félagasamtök Sveitarfélög Erlent samstarf

ferðamanna Ráðgjöf Markaðssetning Þátttaka með löggjafanum Samfélagsmiðlar og vefur Samstarfsverkefni á ferðamannastöðum Viðkomustaðir ferðamanna Þátttaka með hagsmunaaðilum Miðlar fyrir ferðamenn Fjölmiðlar Fjömiðlar Stýring ferðamanna Markmið Slysavarnafélagsins Landsbjargar í þessum málaflokki er einfalt; að fækka slysum og óhöppum hjá ferðamönnum, innlendum sem erlendum. Því er nauðsynlegt að skilgreina þann markhóp sem þarf að sækja á. Frá upphafi hefur fyrst og fremst verið sótt á reynslulítið ferða- og útivistarfólk á eigin vegum og þá sem hafa einhverja reynslu. Ekki hefur verið horft til þeirra sem hafa marktæka reynslu, s.s. björgunarsveitafólks, fjallaleiðsögumanna, annarra leiðsögumanna og fleiri. Mesta áherslan hefur því verið lögð á neðsta lag pýramídans, svo á miðlagið en í raun er engin áhersla lögð á efsta lagið þó eflaust geti einhverjir nýtt sé eitthvað af því sem frá verkefninu kemur.

Jónas Guðmundsson, starfsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Slysavarnir

77


Handstýring • Hindranir, stígar • Staðsetning þjónustu

Bein stjórnun • Lög, reglugerðir • Leyfi, gjöld

Fræðsla • Lágmarka óæskilega hegðun • Upplýsingagjöf Þekking á stýringu ferðamanna hér á landi, sérstaklega hvað varðar ferða- og útivistarfólk er ekki mikil. Því er mikilvægt að félagið haldi á lofti aðferðum sem hafa reynst vel hérlendis sem erlendis. Félagið verður að halda áfram að leiða þessa vinnu og jafnvel stíga fastar niður en áður hefur verið gert með opnari umræðu og tillögugerð. Sérfræðingar Fyrirtæki í ferðaþjónustu Lengra komnir, án grunnmenntunar Erlendir ferðamenn Óvant útivistarfólk Framlínustarfsmenn í ferðaþjónustu

Fræðsla og upplýsingagjöf Vefsíðan safetravel.is er og verður eitt af stærri líffærum verkefnisins. Í dag er síðan á ensku og íslensku en vilji er til að fjölga tungumálunum. Ferðaáætlunin er einn af þeim hlutum sem lögð hefur verið mikil áhersla á síðasta árið. Einstakt er á heimsvísu að boðið sé upp á þjónustu sem þessa, en notendur geta valið um að láta fylgjast með að þeir skili sér á réttum tíma. Hefur þetta verið unnið í afar góðri samvinnu við Neyðarlínu og Samsýn. Einnig er lögð áhersla á viðvaranir þær sem settar eru á forsíðu vefsins en þær eru einnig tengdar skjáupplýsingakerfinu. Vefsíðan Safetravel.is – Dæmi um aðgerðir 2015 • Bæta við tveimur tungumálum ef samstarf við sendiráð gengur upp • Bæta við áskriftarkerfi að aðvörunum (IOS8) • Auka sýnileika síðunnar á samfélags- og vefmiðlum • Vinna að bættum skrifum (content) til að auka árangur í leitarvélum Skjáupplýsingakerfi ferðamanna var sett á laggirnar á síðasta ári og hátt í tuttugu sjónvarpstæki voru sett upp víða um landið. Með skjáunum

Óblíð náttúra og veðurfar á landinu bláa hefur leikið margan ferðamanninn grátt. 78

Slysavarnir

eru nauðsynlegar upplýsingar bornar fram á helstu viðkomustöðum ferðamanna en ekki treyst á að þeir sæki þær sjálfir. Ekki má heldur gleyma mikilvægi skjáanna fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu sem hefur allar upplýsingum um færð og veður á einum stað. Skjáupplýsingakerfi – Dæmi um aðgerðir 2015 • Endurskoða útlit • Endurskoða efni byggt á reynslu 2014 • Bæta við a.m.k. 10-15 skjám Hálendisvakt björgunarsveita hefur fyrir löngu sannað sig. Síðustu árin hefur verið unnið markvisst að því með Neyðarlínu, FMR, lögregluumdæmunum og auðvitað þátttakendunum sjálfum að fækka verkefnum sem ekki eiga heima á borði björgunarsveita. Samkvæmt skýrslum sumarsins 2014 hefur náðst marktækur árangur í því. Lagt er upp við þátttakendur að einu tilfellin sem eiga erindi við okkur er þegar aðrir aðilar komast ekki til aðstoðar. Vinna þarf áfram í því að fá aukin fjárframlög í þetta verkefni hvort sem það kemur í gegn um Náttúrupassa eða á annan hátt. Fáist ekki aukið framlag þarf að skoða hvort tími verður styttur aftur en alls var bætt við fjórum vikum síðastliðið sumar. Einnig þarf að taka umræðu um hvort hagkvæmara og öruggara sé fyrir ferðalanga að bætt verði við hópi á Fjallabak syðra, að minnsta kosti hluta úr sumri. Hálendisvakt – Dæmi um aðgerðir 2015 • Fá skála fluttan til í Landmannalaugum • Fá aukið fjarmagn • Bæta innviði skála í Laugum • Bæta skráningarkerfi Á árinu 2013 var sett fram sú hugmynd að yfir sumartímann yrði félagið með viðveru í upplýsingamiðstöð ferðamanna. Þessi hugmynd var tekin upp aftur og rædd við forsvarsmenn Höfuðborgarstofu. Viðkomandi starfsmaður gæti stutt vel við þá starfsmenn sem þarna eru en fyrst og fremst stóraukið gæði upplýsinga um hálendi, gönguferðir og aðra ferðamennsku sem veittar eru erlendum ferðamönnum. Lagt er upp með að hann væri með séraðstöðu í upplýsingamiðstöðinni sem merkt væri félaginu og Safetravel. Hér hefur verið stiklað á stærstu atriðunum í þessari aðgerðaáætlun en hún er alls tólf síður. Í henni má einnig finna kafla um fræðslu til framlínustarfsfólks í ferðaþjónustu, um gerð fræðsluefnis og samstarf við alla helstu hagsmunaðila. Slíkt samstarf er afar mikilvægt því í raun er Safetravel eign allra þeirra sem koma að verkefninu og kosta það. Síðast en ekki síst er komið inn á markaðssetningu verkefnisins til allra þeirra sem sækja þarf á. Skjáupplýsingakerfið er stór hlutur af þeirra markaðssetningu en með um 40 skjáum um allt land verður nafnið þekkt og ferðamenn átta sig á að þetta er staðurinn til að sækja upplýsingar. Samfélagsmiðlarnir gegna líka mikilvægu hlutverki og þó Facebook sé ekki eins öflug og hún var þarf að skoða með að auka sýnileika á YouTube, Twitter, Vimeo, Slideshare, Trippy og TripAdvisor svo eitthvað sé nefnt. Fyrst og fremst þarf þó sýnileiki að vera á þeim síðum sem ferðamennirnir heimsækja, þ.e. síðum ferðaþjónustunnar. Slysavarnafélagið Landsbjörg er lykilaðili í slysavörnum ferðamanna og þannig virkur þátttakandi í íslenskri ferðaþjónustu. Markmiðið er að fækka slysum, óhöppum og óþarfa útköllum. Vel hefur tekist til síðustu árin í vinnu við málaflokkinn og halda verður þeirri vinnu áfram en um leið að bæta í hana og þróa áfram.


Félagsmál

79



Hvað eru þessar

slysavarnadeildir að gera?

Slysavarnadeildir eru nú um 35 á öllu landinu og er starf þeirra og verkefnaval eins misjafnt og þær eru margar. Fyrir 85 árum var fyrsta kvennadeild Slysavarnafélags Íslands stofnuð. Voru það konur í Reykjavík sem riðu á vaðið með þetta mikilvæga verkefni og hét deildin þeirra Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík. Fljótlega fylgdu konur um allt land í þeirra fótspor, stofnaðar voru kvenna- og slysavarnadeildir um allt land og hafa margar slysavarnadeildir verið að halda upp á 80 ára afmæli síðustu árin. Verkefni þessara deilda hafa alltaf tengst slysavörnum og fyrstu áratugina snéri vinnan að mestu að fjáröflun til að kaupa þau tæki og tól sem skiptu máli við sjóbjarganir. Til að gera langa sögu stutta má segja að félagar í slysavarnadeildum hafi „bakað“ ótrúlegan fjölda af fluglínutækjum, björgunarbátum, neyðarskýlum, björgunarbílum, snjósleðum og öðrum búnaði sem þarf til að góð björgunarsveit geti sinnt sínu merkilega starfi, hvort sem það er á sjó eða landi, upp til fjalla eða í heimabæ. Í dag eru verkefni deildanna að breytast. Þó vissulega séu þær ennþá að „baka“ tæki og tól eru fjáröflunarverkefni ekki eins stór partur af starfi þeirra. Margar deildir eiga samt enn sín stóru fjáröflunarverkefni eins og þær í Svd. í Reykjavík eru með Sjómannadagskaffið, Þórkötlur með Sjóarann síkáta og Hraunprýði með 11. maí kaffið. Þessar breytingar í starfinu felast að mestu í því að á undanförnum árum hafa slysavarnaverkefni orðið æ stærri partur

Ingilaug Gunnarsdóttir og Hanna Ingimundardóttir með starfsmönnum Heiðarskóla. af verkefnum deildanna. Skrifstofa Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur komið á samstarfi við hin ýmsu fyrirtæki og stofnanir sem eru að huga

Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir með starfsmönnum ungbarnaeftirlits Suðurnesja.

að slysavörnum, hvetja til forvarna og að umhverfi okkar sé öruggara og hafa deildirnar sinnt þeim verkefnum. Þessi verkefni eru t.d. öryggiskannanir, sem snúa að umferð, ökumönnum, ökutækjum og bílbeltanotkun ásamt því að gera öryggiskannanir fyrir utan leikskóla og skoða þar bílstóla af ýmsum gerðum og hvort börn séu ekki örugglega í bílstólum. Fyrirtæki og stofnanir sem slysavarnadeildir hafa unnið með eru t.d. Samgöngustofa, Sjóvá, Öryggismiðstöðin, Securitas og Eimskip. En breytingin felst líka í verkefnum á fleiri sviðum, nokkrar deildir eru að gefa ungbarnapakka til fjölskyldna ungra barna. Þessi pakki innheldur upplýsingar og fróðleik um slysavarnir á heimilum ásamt einhverri slysavörn. Einnig er verkefnið „Glöggt er gests augað“ eitt af þessum nýju verkefnum slysavarnadeilda, sem markar enn betur þennan breytta stíl. Það felst í því að félagar í deildunum fara í heimsókn til þeirra sem verða 76 ára á árinu, fara yfir slysavarnir á heimilum og fræða þá um hvernig best er að huga að þessum atriðum. Að baki þessu verkefni liggur að þegar við eldumst erum við lengur að jafna okkur eftir t.d. fótbrot og handleggsbrot. Því er dálítið sárt að þurfa að dvelja á sjúkrahúsi eða að þurfa að fá utanaðkomandi aðstoð vegna falls um mottuna eða snúruna sem svo auðveldlega væri hægt að komast hjá ef aðeins er hugað að slysa-

Sólbjörg Gunnbjörnsdóttir, Slysavarnadeildinni Dagbjörg, Reykjanesbæ.

Slysavarnir

81


FJÖLNOTA ER FRAMTÍÐIN

ENNEMM / SÍA / NM55367

ENDINGARGÓÐUR OG LÉTTUR, ÓDÝR OG MIKLU FALLEGRI INNKAUPAPOKI

Á hverju ári enda 20 milljónir plastpoka á íslenskum ruslahaugum eftir aðeins eina notkun. Látum það heyra fortíðinni til. Fjölnota er framtíðin! vinbudin.is


VÖRUÞRÓUNARSTJÓRI HÖFUNDUR AÐ PRO PLAN OPTISTART ® Axlar ábyrgð eins og þú.

®

Pro Plan vörulínan fyrir hvolpa er blönduð með Optistart sem inniheldur brodd, fyrstu móðurmjólkina. Styrkir vörnina sem hvolpurinn fékk frá móðurinni.

t

h

m

PATRICIA

PRO PLAN MEÐ OPTISTART Heil vörulína sérstaklega ætluð hvolpum.

® Reg. Trademark of Société des Produits Nestlé S.A.

Ég vinn við að gefa Toby besta veganestið.

wi

vörnum á heimilinu. Þarna eru deildirnar að fara inn á nýtt svið og auðvelt er að vinna þetta í samstarfi við bæjarfélagið og gera deildirnar þannig enn meira sjáandi og þar með dýrmætari fyrir bæjarfélagið. Margt fleira er á verkefnalista deildanna, eins og ýmis vinna og stuðningur við björgunarsveitir þegar útköll og stór verkefni eru í gangi. Slysavarnafélagar koma þá oft í hús og sjá um næringu fyrir þau, einnig aðstoða þeir við sölu á Neyðarkalli björgunarsveitanna sem er ein helsta fjáröflunin ásamt flugeldasölunni. Þar koma félagar í slysavarnadeildum einnig til aðstoðar og sjá um mat ásamt því að aðstoða við söluna og ýmislegt annað sem duglegar og viljugar hendur geta gert. En félagar í slysavarnadeildum vilja meira. Slysavarnasmiðja sem haldin var í Reykjavík og var í boði Svd. Reykjavíkur sýndi að hugur og vilji félaganna stendur til meiri breytinga, meiri fjölbreytni verkefna, meira samstarfs við hvor aðra og fjölgunar félaga. Það er skemmtilegt að vinna að, fylgjast með og sjá þá breytingu sem er að verða á verkefnum og hugmyndum félaga í þessum rúmlega 80 ára deildum, sjá og finna fyrir grasrótinni sem hvetur til breytinga. Þessi breyting á verkefnum og félagsstarfi deildanna styður einnig vel við þá hugmynd sem lögð verður fram á næsta landsþingi að tekið verði upp tekjuskiptakerfi fyrir slysavarnadeildir sem mun verða mikil hvatning fyrir deildirnar til að eflast enn frekar og gera starfið markvissara. Félagar í slysavarnadeildum eru nú í miklum meirihluta konur og margar deildir eru „kvenna“ en þetta er að verða úrelt. Margar slysavarnadeildanna hafa breytt sínum nöfnum eins og Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík sem heitir nú Slysavarnadeildin í Reykjavík. Verkefni slysavarnadeilda eru ekkert frekar eitthvað „kvenna“ og okkur í þessum deildum þætti gott að sjá meira samstarf á milli björgunarsveita og slysavarnadeilda til að efla slysavarnir á öllum þeim sviðum sem Slysavarnafélagið Landsbjörg er að vinna að.

ru C o los t

Þetta er þín ábyrgð. Þetta er okkar ábyrgð. Þetta er PRO PLAN.

Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg

SANDUR - MÖL - UPPFYLLINGAREFNI SÆVARHÖFÐI 33 - REYKJAVÍK - SÍMI 557 2000

SANDUR - MÖL - UPPFYLLINGAREFNI SÆVARHÖF‹I 33 - REYK JAVÍK - SÍMI 557 2000

Slysavarnir

83


Þegar framtíðarmál slysavarnadeilda eru rædd ber margt á góma. Mikill áhugi er fyrir því að efla enn frekar þennan mikilvæga málaflokk.

Fundir slysavarnadeilda um land allt

Undanfarnar vikur hefur nefnd um slysavarnamál staðið fyrir fundum með slysavarnadeildum um land allt. Þegar þetta er skrifað er búið að funda með yfir tuttugu deildum á Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Suðurlandi, Norðurlandi og Austurlandi. Tilefnið er að taka samtal við félaga deildanna um fyrirhugað tekjuskiptakerfi, kvennaþing, slysavarnaþing og önnur stærri mál framtíðar. Á fundina hafa farið félagar úr nefndinni, starfsmaður félagsins og fleiri til. Mæting hefur verið afar góð og skemmtilegar umræður hafa myndast enda áhugi mikill hjá félögum á að efla starfið enn meira en nú er. Óhætt er að segja að fyrirhugað tekjuskiptakerfi hafi fengið góðar undirtektir og telja félagar deildanna það geta verið góða hvatningu en ekki síður jákvæða umbun fyrir gott starf. Ábendingar hafa komið fram á fundunum og munu þær án vafa gera kerfið enn betra. Hér annars staðar í blaðinu má lesa sér til um þær tillögur að tekjuskiptakerfi sem kynntar voru. Á fundunum var einnig rætt um kvennaþing, hvort halda eigi því áfram í óbreyttri mynd, fella niður eða hvort bæta eigi inn slysavarnaþingi. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem á fundina mættu vilja halda kvennaþingi áfram sem góðum dagskrárlið til að efla 84

Slysavarnir

samstarf og starf slysavarnadeilda. Einnig kom fram mikill áhugi á því að efna reglulega, líklega á 2ja ára fresti, til slysavarnaþings. Það væri þá opið öllum og enn einn liðurinn í að gera slysavarnir gildandi í þjóðfélaginu. Að síðustu var á fundunum rætt um helstu fram-

tíðarmálin og bar þar margt á góma. Velt var fyrir sér framtíðarsýn slysavarnadeilda, hvernig má efla nýliðun og hvaða verkefni á að leggja áherslu á. Ljóst er eftir þessa fundi að mikill áhugi er hjá félögum slysavarnadeilda til að efla enn frekar þennan mikilvæga málaflokk innan félags sem utan.

Margrét Laxdal, varaformaður Slysvarnafélagsins Landsbjargar, og Guðrún Bjarnadóttir úr nefnd um slysavarnamál eru meðal þeirra sem hafa fundað með deildum.


Netbanki sem er mótaður af viðskiptavinum sínum Nýr netbanki Landsbankans hefur verið endurhannaður frá grunni og byggir á ítarlegum notkunarmælingum og þeim aðgerðum sem viðskiptavinir nota mest. Kynntu þér nýjan netbanka á landsbankinn.is/netbanki.

Helstu aðgerðir við höndina

Landsbankinn

Einfaldari leiðir

landsbankinn.is

Hentar vel fyrir spjaldtölvur

410 4000

Jónas Guðmundsson, starfsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Slysavarnir

85


Slysavarnasmiðja,

rýnt til framtíðar

Á kvennaþingi á Patreksfirði í október 2014 hlýddu 145 konur frá 13 deildum á fyrirlestra um slysavarnamál og fjölluðu um þau árlegu verkefni sem Slysavarnafélagið Landsbjörg heldur utan um og deildirnar vinna að. Í kjölfar þingsins hittust nokkrar konur úr fimm deildum á Suðurlandi og vildu deila umræðunni með félögum sem ekki höfðu átt tök á því að vera með á Patreksfirði. Þann 15. nóvember var haldin vinnustofa eða svokölluð Slysavarnasmiðja í Gróubúð og höfðu félagar úr Slysavarnadeildinni í Reykjavík umsjón með framkvæmdinni. Smiðjan var þó samstarfsverkefni deildanna og áttu þær allar fulltrúa í undirbúningsnefnd. Þennan dag komu saman á um fimmta tug félaga úr sex deildum á suðvesturhorni landsins og frá Patreksfirði. Eftirtaldar deildir áttu fulltrúa á Slysavarnarsmiðju: Svd. Dagbjörg í Reykjanesbæ, Svd. Una í Garði, Svd. Varðan á Seltjarnarnesi, Svd. í Reykjavík, Svd. Líf á Akranesi og Svd. Unnur á Patreksfirði. Um morguninn voru flutt stutt erindi um málefni dagsins og svo var skipt í hópa sem unnu eftir fyrirfram ákveðnu ferli og skiluðu niðurstöðum í lok dagsins. Mjög margar góðar hugmyndir voru settar á blað en hóparnir fjölluðu um verkefni sem snúa að börnum og heimilinu. Verkefninu Glöggt er gests augað, umferðarverkefni og ferðamennsku, eða Savetravel. Smiðjunni stýrði Svanfríður A. Lárusdóttir. Hópstjórar og frummælendur voru Petrea Jónsdóttir, Hildur Sigfúsdóttir, Kristbjörg og Sólbjörg

Hópstjórar og frummælendur á Slysavarnasmiðjunni. Gunnbjörnsdætur og Fríður Birna Stefánsdóttir. Aðrir ræðumenn dagsins voru Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá SL, Anna Kristjánsdóttir, Sólrún Ólafsdóttir og Hallfríður Jóna Jónsdóttir. Niðurstöður hópa voru sendar formönnum allra slysavarnadeilda á landinu og eru þannig uppsettar að auðvelt er að

Félagar deilda kalla eftir auknu samstarfi til að gera gott starf betra. 86

Slysavarnir

Svanfríður Anna Lárusdóttir

nýta sér hugmyndirnar og leita frekari upplýsinga þar sem hópstjóri hvers verkefnis er skráður. Góð umræða skapaðist um hugmyndir tengdar starfinu sem féllu ekki í þá fjóra málaflokka sem fjallað var um og eiga þær allar sameiginlegt að félagarnir kalla á aukið samstarf milli deilda. Má þar nefna verkefni á landsvísu unnið á sama tíma sem fangar athygli fjölmiðla, sameiginlegt kynningarátak og samræmd kynningargögn. Að efla markvisst samstarf og heimsóknir milli deilda, nýtt fjáröflunarverkefni á landsvísu eyrnamerkt slysavarnadeildum og margt fleira. Í framhaldi af smiðjunni hefur hópurinn sem stóð að verkefninu haldið umræðum um framtíðarsýn áfram og heldur úti síðu á fésbókinni þar sem smám saman hafa bæst í hópinn stjórnarmenn úr deildum víðsvegar um landið ásamt öðru góðu fólki sem lætur sig slysavarnamál og framtíð deildanna varða. Það er einlæg von okkar að með þessum samræðum og aukinni samvinnu getum við gert gott starf betra og hvatt allar deildir til umhugsunar um framtíðina, stöðu slysavarnadeilda og slysavarnaverkefna sem unnin eru heima í héraði og á landsvísu. Að lokum má geta þess að smiðjuhópurinn hefur átt í góðu samstarfi við stjórn og skrifstofu SL og býður þeim deildum sem það vilja heimsókn. Smiðja þarf ekki endilega að vera um slysavarnamál, hún getur fjallað um deildirnar sjálfar, innra skipulag, kynningamál, fjáröflun eða hvað sem er og raunverulega þarf ekki fleiri en 1214 þátttakendur til að góður árangur náist.


www.fi.is

s d n a l s Í g a l é f Ferða góðrar ferðar! r u k k y r a ósk

s

nd a l s Í u r ú t t á n Upplifðu

a? ferðin e? u g n ö rg a hik ð fyri d for

e tilbúi repar Er alltou properly p Are y

önguskór

G

naður

Göngufat

aður Hlífðarfatn tn nesti - va Bakpoki a GPS ð /e viti og Kort, átta un

Ferðaáætl Veðurspá

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS

ots Hiking bo thing Hiking clo

f clothing windproo Water- & ater - food - w Backpack r GPS pass and/o Map, com n Travel pla check it! forecast Weather

| Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is

Skráðu þig inn – drífðu þig ú


Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg Afl starfsgreinafélag www.asa.is Akureyrarbær www.akureyri.is Alþýðusamband Íslands Artoficeland.is Baader Island ehf. Bifreiðaverkstæði Bjarnhéðins ehf. Bifreiðaverkstæðið Sleitustöðum Bílamálun Halldórs Þ. Nikulássonar

Bílamálun Sigursveins Bolungarvíkurhöfn www.bolungarvik.is Brunavarnir Suðurnesja

Félag skipstjórnarmanna www.skipstjorn.is Fisk Seafood www.fisk.is Fiskmarkaður Hólmavíkur ehf.

Dalvíkurhafnir Dalvík- Árskógsströnd- Hauganes www.dalvik.is

Fiskmarkaður Patreksfirði fiskmarkadur@simnet.is

Endurskoðun Vestfjarða ehf. www.endvest.is

Fiskmarkaður Siglufjarðar ehf. fmsi@fiskmarkadur.is

Farmanna- og fiskimannasamband Íslands

Fiskmarkaður Austurlands hf. fmaust@simnet.is Fiskvinnslan Íslandssaga Framtak Blossi www.blossi.is Frár ehf. frar@simnet.is Freydís sf., Sædís IS 67 Gjögur hf. G. Skúlason vélaverkstæði Grundarfjarðarbær www.grundarfjordur.is Grundarfjarðarhöfn www.grundarfjordur.is Gullberg ehf.

88

Unglingamál


Unglingadeildin Hafstjarnan 70 ára Unglingadeildin Hafstjarnan varð 70 ára 9. nóvember síðastliðinn. Fyrsta fundagerðabókin er enn til og það fyrsta sem skrifað er í hana er: „Unglingadeild Slysavarnafélagsins á Ísafirði var endurvakin 9. nóv 1944. Viðstödd var stjórn karladeildarinnar, og var húsfylli af unglingum á öllum aldri.“ Kosin var stjórn og fyrsti formaðurinn var Albert Karl Sanders. Á öðrum fundi deildarinnar var meðal annars komið með tillögur að nöfnum á deildina og þær hugmyndir sem kosið var um voru meðal annars: Hafstjarnan, Ernir, Ægir og Sæfari. Helstu markmið deildarinnar í upphafi voru „að aðalstarf unglingadeildarinnar sé fjársöfnun fyrir slysavarnarfélagið, og þá fyrst og fremst Björgunarskútusjóð Vestfjarða. Önnur verkefni sem Hafstjarnan tók að sér (1951) var meðal annars að sjá um og reka björgunarskýli að Búðum í Sléttuhreppi. Var þetta fyrsta unglingadeildin til að taka að sér svona verkefni og þótti það til fyrirmyndar og aðrar deildir voru hvattar til að gera eitthvað svipað. Önnur fjáröflunarverkefni sem farið var í voru meðal annars merkjasala. Undanfarin ár hefur Hafstjarnan verið meðal virkustu unglingadeilda landsins og hafa meðlimir hennar verið duglegir við að sækja námskeið hjá Útivistarskólanum og fara á landsmót. Í dag eru meðlimir deildarinnar 40 og eru stelpur í meirihluta. Í tilefni þessa stórafmælis okkar var ákveðið að halda veislu og bjóða öllum unglingadeildum landsins að koma og fagna þessum áfanga. Ákveðið var að slá upp björgunarleikum þar sem átti að blanda öllu liðinu saman og skipta svo í lið og keppa í alls konar, bæði björgunartengdu og einhverju sprelli. Svo var stefnt á að fara með allt liðið á skíðasvæði þar sem meðal annars var keppt í stigasleðabruni. Svo átti að grilla hamborgara ofan í mannskapinn og enda svo daginn á því að fara í sund.

Upphafleg áætlun var að halda þessa veislu í haust eða helgina 7.-9. nóvember, en þá helgi var sala á Neyðarkallinum og því hentaði hún ekki. Við sáum ekki fram á að finna neina lausa helgi þarna í kring sökum anna svo það var ákveðið að hafa veisluna helgina 16.-18. janúar. Þegar þessi hugmynd kom upp hjá okkur í haust að halda upp á afmælið og bjóða öllum deildum landsins að koma þá vorum við nokkuð viss um að það kæmu ekki margar deildir, við yrðum rosalega ánægð ef að það kæmi ein deild utan Vestfjarða til okkar. Flestum finnst langt að keyra til Ísafjarðar þó svo okkur þyki ekki langt að skreppa í sólahringsferð í Vatnaskóg til að taka þátt í miðnæturmóti. Sérstaklega reiknuðum við ekki með mikilli þátttöku svona um hávetur þegar allra veðra er von. En viti menn, skráningin var langt umfram væntingar og var von á u.þ.b. 150 unglingum og umsjónarmönnum til okkar. Þetta gerði það að verkum að við urðum pínulítið stressuð því við áttum aldrei von á svona mörgum, en eins og svo oft áður hugsuðum við bara: „Þetta reddast,” og það gerði það. En eins og eflaust einhverjir vita þá fór þetta ekki eins og áætlað var. Það er auðvitað ekki hægt að treysta á veðrið á Íslandi og sérstaklega ekki á þessum árstíma. Ófærð setti heldur betur strik í reikninginn. Fyrsti hópurinn lagði af stað til okkar frá Grindavík á fimmtudegi því þau ætluðu að koma tímanlega og njóta þess að vera á þessum frábæra stað sem Ísafjörður er. Þau komust bara á Hólmavík þennan dag og þurftu að gista þar og bíða eftir að Steingrímsfjarðarheiðin yrði opnuð, einnig var Súðavíkurhlíðin lokuð vegna snjóflóða. Á föstudegi fóru svo hinir að tínast af stað þrátt fyrir að ekki væri orðið fært alla leið. Það voru deildir frá Keflavík, Reykjavík og Húsavík, (enda mjög stutt fyrir Húsvíkinga að skreppa á Ísafjörð). Allur þessi hópur komst til

Hólmavíkur en þurfti að gista þar því enn var ekki búið að opna Steingrímsfjarðarheiðina. Við héldum okkar striki og stefndum að því að byrja björgunarleika án gestanna á laugardagsmorgni og gera svo gott úr deginum þegar deildirnar kæmust til okkar sem hefði átt að vera um hádegi ef allt hefði gengið upp. Það gekk mjög illa að moka Ísafjarðardjúpið og þegar enn var lokað kl. 11 þá var sú ákvörðun tekin á Hólmavík að ekki þýddi að bíða lengur og fór hópurinn í Skorradal. Þar var víst svaka fjör og haldið upp á afmælið okkar að okkur fjarstöddum. Við héldum okkur við upphaflega dagskrá björgunarleika þar sem unglingadeildin Hafstjarnan, Unglingadeildin Ernir frá Bolungarvík og Unglingadeild Tinda frá Hnífsdal kepptu sín á milli, meðal annars í ýlaleit, böruburði, kassaklifri, rústabjörgun, snjókarlagerð, bátatroðningi og klifri. Að þessu loknu hélt svo hópurinn á skíðasvæðið á Ísafirði og farið var á skíði, keppt í stigasleðarallíi, svo voru hamborgarar grillaðir. Það var þvílík veðurblíða á Ísafirði þennan dag og algjör synd að fólk skyldi ekki komast til okkar. Við enduðum svo daginn á því að fara í sund í Bolungarvík og svo gistu krakkarnir í Guðmundarbúð. Daginn eftir var haldið kökuboð fyrir velunnara deildarinnar og aðra bæjarbúa. Til þess að toppa þessa helgi algjörlega kom útkall á björgunarsveitina í miðri veislu og þurftu margir að rjúka út. En við erum ekki af baki dottin með það að halda almennilegan hitting hér á Ísafirði, næsta vetur. Við stefnum að því að bjóða deildum að koma í heimsókn til okkar í mars eða apríl veturinn 2016, en þá er að sjálfsögðu alltaf veðurblíða hérna. Að lokum þökkum við öllum þeim sem ætluðu að koma í afmælið okkar og einnig þeim sem komu. Ég held að allir hafi skemmt sér vel þó svo að þetta hafi farið á annan veg en ætlað var.

Einar Birkir Sveinbjörnsson og Ingibjörg Elín Magnúsdóttir, umsjónarmenn Unglingadeildarinnar Hafstjörnunnar, Ísafirði.

Unglingamál

89


Unglingadeildin Vindur Unglingadeildin Vindur er unglingadeild björgunarfélagsins Eyvindar á Flúðum. Vorið 2005 vaknaði áhugi hjá formanni Eyvindar að koma á unglingastarfi í félaginu og var farið í að finna einhvern sem gæti tekið að sér að sjá um það. Haustið 2005 hafði svo Flúðaskóli samband um hvort félagið væri til í að vera með valáfanga í skólanum sem tengdist starfi félagsins. Það var svo í framhaldi af því eða í febrúar 2006 að unglingadeildin var stofnuð og komu krakkar sem verið höfðu í valáfanganum í deildina og fleiri að auki, eða krakkar á aldrinum 14 til 16 ára úr Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Síðan þá hefur starfið verið öflugt. Vindur Í dag eru 30 unglingar í deildinni og hefur fjöldi meðlima verið á bilinu 15 til 30 frá því deildin var stofnuð. Starfið fer að mestu leyti fram yfir vetrartímann. Fundað er aðra hverja viku fyrir utan að einhverjar helgar er farið í skálaferðir og annars konar verkefni. Reynt er að hafa dagskrána fjölbreytta og verkefnin þannig að sem minnstur tími fari í að sitja og vinna

Hópurinn sem mætti á landshlutamót 2014 á Álfaskeiði. Ljósmynd: Maríanna Svansdóttir. við borð þar sem unglingunum finnst þau gera nóg af því í skólanum. Það verður þó alltaf að vera einhver svoleiðis kennsla, en leitast er við að hafa hana í lágmarki. Dagskráin eins og hún var sett upp í vetur fylgir greininni svo hægt sé að sjá hvaða verkefnum deildin er í. Vindur starfar eftir reglum Slysavarnafélagsins Landsbjargar en hefur að auki sett sér reglur sem

Hópmynd af unglingadeildinni tekin á miðnæturíþróttamóti í Vatnaskógi. Ljósmynd: Halldóra Hjörleifsdóttir.

90

Unglingamál

Halldóra Hjörleifsdóttir, umsjónarmaður Unglingadeildarinnar Vinds

samdar voru af meðlimum deildarinnar. Þær eru t.d þannig að ef einhver mætir í gallabuxum, illa klæddur eða í lélegum skóm til útivistar þá þarf sá hinn sami að gera húsverk í björgunarsveitahúsinu. Bannað er að nota síma á fundum og í verkefnum deildarinnar. Auðvitað er svo öll neysla á tóbaki og vímuefnum bönnuð í starfi deildarinnar og einelti er ekki liðið.


Fjáröflunarverkefni Vindur hefur sér fjárhag og reynir deildin að safna fyrir öllu starfinu svo að ekki séu nein auka fjárútlát fyrir meðlimi. Í ferðum er sameiginlegur matur sem keyptur er inn af umsjónarmönnum og búið er að safna fyrir. Vindur á tvö föst fjáröflunarverkefni, sölu Neyðarkalls, en stjórn Eyvindar gaf þá fjáröflun eftir til Vinds og erum við að fá um 250.000 út úr henni, og svo er það blöðru- og nammisala og kassaklifur á 17. júní. Þessi fjáröflunarverkefni hafa nýst til þeirra verkefna sem dagskráin segir til um. Þegar stærri viðburðir eru, eins og t.d landsmót, er lagt í fleiri fjáröflunarverkefni. Deildin hefur verið svo lánsöm að fá styrki frá Kvenfélaginu og Kiwanisfélaginu á staðnum og með þeim styrkjum hefur tekist að kaupa búnað, eins og hjálma og fleira. Vindur aðstoðar svo Eyvind við nokkur fjáröflunarverkefni, t.d blómasölu á konudaginn.

Umsjónarmenn Fjórir umsjónarmenn halda utan um starfið, fyrir utan undirritaða. Er það ungt fólk sem hefur verið í unglingadeildinni og hefur aldur til að taka að sér umsjónarmannastarfið. Það er gott að fá fyrrum meðlimi úr deildinni sem umsjónarmenn því þeir þekkja starfið og ganga inn í verkefnin af reynslu og þekkingu. Umsjónarmenn Vinds eru duglegir að ná sér í þekkingu sem nýst getur þeim í starfinu hvort sem það eru námskeið sem tengjast vímuefnavanda, ofbeldi af ýmsum tegundum eða í almennum verkefnum björgunarsveitarmannsins. Þeirri reglu er fylgt að umsjónarmenn skuli hafa hreint sakavottorð og hafa allir umsjónarmenn og stjórn Eyvindar skilað inn leyfi til skoðunar á sakavottorði.

Landshlutamót 2014 á Álfaskeiði Sumarið 2014 var ákveðið að ráðast í það að halda landshlutamót á Suður- og Suðvesturlandi. Það var nokkur áskorun fyrir deild með ekki stærra bakland að fara í það verkefni. 11 unglingadeildir með 120 unglinga mættu á föstudegi og voru fram á sunnudag. Ákveðið var að hafa þetta einfalt og varð því úr að þetta var útileguhittingur með smá dagskrá. Helgin var mjög skemmtileg og ekki skemmdi frábært veður. Farið var í hópeflisleiki, fótbolta, sund, vatnsblöðrustríð og svo var auðvitað kvöldvaka með reiptogi og ýmsum leikjum.

Hvers vegna að vera í unglingadeild? Meðlimir deildarinnar eru þar á misjöfnum forsendum og með misjafnan bakgrunn. Aðspurðir eru flestir sammála um að þar ráði mestu skemmtilegur félagsskapur og áhugaverður lærdómur. Einnig hefur áhugi á útivist áhrif og margir stefna að því að verða virkir meðlimir björgunarsveitarinnar. Starf í unglingadeild er ekki bara grunnur að starfi í björgunarsveit, heldur er sú þekking sem þar lærist, þekking sem getur nýst öllum í framtíðinni. Það er því þannig að þó svo að við fáum ekki alla krakka deildarinnar til að halda áfram í björgunarsveitarstarfinu og gerast meðlimir í björgunarfélaginu Eyvindi, þá gleðjumst við yfir því að hafa átt hlut í því að búa krakkana betur undir framtíðina.

Fyrstu hjálpar dagur unglingadeildarinnar. Ljósmynd: Halldóra Hjörleifsdóttir.

Dagskrá vetrarins: Haustönn: 30. september: Kynningarfundur/inntaka nýrra félaga. 3. október: Gistikvöld í húsinu, allir mæta. Leikir, gleði, gaman. Bíómynd og nammi. Farið yfir reglur deildarinnar og umgengisreglur í húsinu. 14. október: Farið yfir dagskrá. Hnútar, klifurveggur, kassaklifur. 25. október: Fyrstu hjálpar dagur. Kennsla bæði bókleg og verkleg í fyrstu hjálp. 7. og 8. nóvember: Neyðarkallssala. 14.-15. nóvember: Vatnaskógur, miðnæturíþróttamót. 25. nóvember: Fjarskipti, verkleg kennsla. 9. desember: Ferðamennska. 27. desember: Jólafundur, allir úti að leika, kakó á eldi og piparkökur. Vorönn 2015: 20. janúar: snjólflóðaýlar, snjóflóðastangir, snjóhús. 3. febrúar: Undirbúningur fyrir gistikvöld í tjöldum. Farið yfir fatnað og búnað sem þarf til að gista í tjaldi í vetrarkulda. 6. febrúar: Gist í tjöldum á flötinni fyrir framan björgunarsveitarhúsið. 17. febrúar: Kennsla á áttavita. 27.-28. febrúar: Skálaferð í Kringlumýri. 10. mars: Línuvinna, kennsla, æfingar. 20.-22. mars: Unglingadeildirnar Glaumur og Greipur koma í heimsókn. Gist í húsi og verkefni með þeim alla helgina. 31. mars: Leitartækni. 14. maí: Upprifjun í fyrstu hjálp. 28. apríl: Spurningakvöld. Í maí og júní verður ekki skipulögð dagskrá önnur en fjáröflunarverkefni fyrir landsmót. 24. til 28. júní: Landsmót í Grindavík.

Unglingamál

91


Útivistarskólinn

-skemmtileg upplifun sem aldrei gleymist

Útivistarskóli Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur verið starfræktur á sumrin í fjölda ára. Þar takast unglingar á við fjölmörg verkefni, sum hver nokkuð krefjandi, tengd útivist í góðum félagsskap. Unnur Eyrún Kristjánsdóttir og Elísabet Finnsdóttir voru í einum hópnum síðasta sumar. Hér fyrir neðan má lesa frásögn af reynslu þeirra í Útivistarskólanum. Við fórum á þriggja daga námskeið sem var haldið í Heydal í Mjóafirði. Við komum átta krakkar frá Unglingadeildinni Hafstjörnunni frá Ísafirði og Einar Birkir umsjónarmaður. Þegar við komum á staðinn biðu þar Anja og Einsi sem sáu um námskeiðið. Þessa daga var ýmislegt gert, við fórum að vaða, í fjallgöngu, í fullt af leikjum, lærðum á áttavita, fórum í sund, fórum yfir fyrstu hjálp, borðuðum góðan mat, hlógum mikið og nutum góðs félagskapar. Við lærðum ótrúlega margt og svo æfðum við fullt af því sem við kunnum fyrir. Eitt af því fyrsta sem við gerðum var að tjalda tjöldunum okkar sem við sváfum í. Tjaldaskiptingin var sú að við vorum með þrjú þriggja manna tjöld fyrir okkur krakkana og við réðum hvernig við röðuðum í þau. En strákarnir, sem voru tveir, áttu að vera í sér tjaldi. Við stelpurnar ákváðum að skipta okkur fjórar og tvær þar sem við vorum þrjú sett af bestu vinkonum sem vildu sofa saman í tjaldi. Þetta skipulag gekk mjög vel þar sem við sem vorum fjórar kramdar saman í öðru tjaldinu, sem var í góðu lagi þar sem við erum svo góðar vinkonur. En þrátt fyrir að hafi

Línuleikurinn fólst í því að komast yfir bandið án þess að snerta það. verið fínt að sofa í tjaldinu ákváðum við tvær að taka þetta smá „extrím“ og sofa bara úti. Það gekk mjög vel, nema hvað svefnpokinn hjá annarri okkar var ekki nógu þykkur og fór sú inn í tjald seinnipart nætur og svaf þar til morguns meðan hin svaf furðulega vel úti og át örugglega nokkrar pöddur í svefni. Við gerðum ýmislegt mjög skemmtilegt. Til dæmis fórum við að síga sem var mjög gaman. Við sigum fyrst í gegnum kjarr og þegar komið var í gegnum

Að vaða í á getur verið vandasamt. Þá er gott að hafa góðan félaga til að styðjast við. 92

Unglingamál

Unnur Eyrún Kristjánsdóttir og Elísabet Finnbjörnsdóttir.

það kom klettur í ljós. Það var mjög flott og pínu „skerí“. Við fórum örugglega fimm ferðir hver að minnsta kosti. Við fórum í ýmsa leiki. Þar á meðal ratleik með þraut sem enginn fattaði og bara sigurliðið fékk að vita svarið en hinir (önnur okkar) þurftu að bíða þar til í enda námskeiðsins eftir lausninni sem var mjög erfitt. Við fórum líka í leik sem við getum kallað línuleikinn. Í þeim leik var band bundið milli tveggja staura sem við áttum að komast yfir án þess að snerta það. Bandið var í hálshæð, okkar tveggja að minnsta kosti (við erum í lægri kantinum). Ýmsar aðferðir voru reyndar og einhverra hluta vegna var Unni alltaf kastað fyrst yfir til að prufa aðferðir og við getum sagt að það hafi ekki alltaf endað vel en hún slapp samt furðulega vel. Það er svo margt annað sem við gerðum sem ekki er pláss í svona grein til að segja frá. En við fórum í sund í náttúrulegri laug við sjóinn í Hörgshlíð og hlupum í sjóinn þar, óðum í ánni í Heydal, gengum inn dalinn og elduðum í tjaldhópum á prímusum og margt fleira. Það síðasta sem við gerðum var að fara í langa fjallgöngu. Við notuðum mikið af deginum áður til að skipuleggja hvert við ætluðum að labba, hvað við tækjum með, hvernig við yrðum klædd og svo framvegis. Fjallgangan var frekar löng og erfið en við fórum á okkar hraða og héldum hópinn þannig að við gátum haft rosalega gaman og fíflast eins og við gerðum alla helgina. Þegar við komum niður fengum við að vita svarið við þrautinni og það var kominn tími til að segja bæ við Önju og Einsa og fara heim eftir bestu helgi ársins. Ást og umhyggja, yfir og út.


Öruggari öryggishnappur

PIPAR\TBWA • SÍA • 121770

Hjúkrunarfræðingar alltaf á vakt

Öryggismiðstöðin er eini þjónustuaðili öryggishnappa sem er með hjúkrunarfræðinga í stjórnstöð á símavakt

Ef þú ert með hnapp frá öðrum þjónustuaðila, er einfalt að skipta. Hringdu í síma 570 2400 og kynntu þér málið.

allan sólarhringinn. Hjúkrunarfræðingar eru til ráðgjafar fyrir hnapphafa auk þess að vera stuðningur við öryggisverði í útköllum. Auk þess fylgir hverjum nýjum hnappi reykskynjari sem er beintengdur stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar.

Öryggishnappur Heimaþjónusta

Ferðaþjónusta

Hjálpartæki

Aðlögun húsnæðis

Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn Unglingamál

93


Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg Gúmmísteypa Þ. Lárussonar Hafbáran ehf. 450 Patreksfjörður Hafnarfjarðarhöfn www. hafnarfjardarhofn.is Hafnasamlag Norðurlands Hafnarsjóður Skagafjarðar www.skagafjordur.is Hafnarsjóður Þorlákshafnar www.olfus.is Hita- og vatnsveita Mosfellsbæjar www.mos.is Hjallasandur ehf. Snæfellsbæ Hjálmar ehf. haukaberg@simnet.is Hlaðbær-Colas hf. www.colas.is

Húsavíkurhöfn, Raufarhöfn, Kópasker www.nordurthing.is

Pósturinn www.postur.is

Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. www.frosti.is

Reykjanesbær www.reykjanesbaer.is

Ísfélag Vestmannaeyja hf. www.isfelag.is

Reykjaneshöfn

Miðstöð ehf.

Klúka ehf.

Salka - Fiskmiðlun hf. www.norfish.is

Kópavogshöfn www.kopavogur.is

Samvinnufélag útgerðarmanna www.veidiflugan.is

Kraftbílar hf. www.kraftbilar.is

Segull ehf.

Kristinn J. Friðþjófsson ehf.

Seyðisfjarðarkaupstaður www.seydisfjordur.is

Listmunasala Fold www.myndlist.is

Sigurbjörn sf. sibjehf@simnet.is

Löndun ehf. www.londun.is Miðás ehf. ww.brunas.is

Sigurður Ólafsson ehf. olibjorn@eldhorn.is


Sýningarsvæðið í Hörpu var rúmgott og fór vel um alla, bæði sýnendur og gesti.

Ráðstefnan Björgun Ráðstefnan Björgun fór fram í Hörpu í október sl. en þetta var í 12. skipti sem hún er haldin. Með tímanum hefur fólki sem sækir ráðstefnuna sífellt fjölgað og nú var svo komið að Grand Hótel, sem þjónað hefur henni vel og dyggilega í mörg ár, dugði ekki til. Því var ljóst að einhverju þyrfti að breyta. Eftir nokkra skoðun varð ljóst að Harpa væri eini staðurinn sem gæti borið svona ráðstefnu. Eftir á að hyggja eru skipuleggjendur, þ.e. starfsfólk skrifstofu SL, hæstánægðir með að hafa tekið stökkið enda ljóst að Grand hótel hefði ekki borið þann fjölda sem sótti ráðstefnuna. Hátt í þúsund manns komu að henni á einn eða annan hátt, samanborið við um 600 manns tveimur árum áður, en það var þá langstærsta ráðstefnan. Vel fór um alla ráðstefnugesti og sýningarrými, bæði úti og inni, var rúmgott og hentaði t.d. vel fyrir þau stóru tæki og búnað sem fylgir björgunaraðilum á sjó og landi. Ekki spillti útsýnið heldur fyrir, beint á Sæbjörgina sem „hýsir“ Slysavarnaskóla sjómanna. Hverjir mættu? Megnið af þeim sem sækir Björgun er fólk úr björgunarsveitum. Fyrir ráðstefnuna 2014 var settur aukinn kraftur í að markaðssetja hana meðal annarra viðbragðsaðila, svo sem lögreglu, slökkviliða, Landhelgisgæslu, Rauða krossins og heilbrigðisstarfsmanna, enda er stefnt að því að Björgun verði í framtíðinni ráðstefna allra viðbragðsaðila. Haft var samráð við þessa aðila þegar kom að skipulagningu og vali á fyrirlesurum og höfðu þeir hönd í bagga auk

þess að flytja sjálfir inn áhugaverða fyrirlesara. Þetta skilaði sér í mikilli aukningu á mætingu frá samstarfsaðilum okkar og er það vel. Erlendir gestir Aukinn kraftur var einnig settur í erlenda markaðssetningu. Ráðstefnan er alþjóðleg og með þeim stærri innan björgunargeirans. Undanfarin ár hefur erlendum gestum fjölgað töluvert milli ára en nú brá svo við að skráningin var ekki í samræmi við væntingar og jókst lítið frá árinu 2013. Olli það vonbrigðum en ekki er vitað um ástæðuna. Ráðstefnan ætti að vera betur kynnt innan viðbragðsgeirans erlendis eftir því sem fleiri hafa sótt hana í gegnum árin auk þess sem erlendir gestir lýsa mikilli ánægju með hana og tengda viðburði.

Gestir flestir ánægðir Eftir ráðstefnuna var gestum hennar send rafræn könnun. Sífellt er unnið að því að bæta ráðstefnuna, bæði innihald og umgjörð, og því er endurgjöf nauðsynleg. Auðvitað er svona könnun aldrei hávísindaleg en hún gefur góða mynd af upplifun gesta. Í stuttu máli sagt var mikil ánægja með flesta þætti ráðstefnunnar en um 96% svarenda sögðust annað hvort vera mjög ánægðir eða nokkuð ánægðir með heildarskipulag hennar. Enn hærra hlutfall gesta, eða 97%, var ánægt með ráðstefnustaðinn Hörpu. Fyrir ráðstefnuna höfðu þó heyrst raddir um að félag eins og SL ætti ekki að halda ráðstefnuna sína í svo dýru húsnæði sem Hörpu. Slíkur flottræfilsháttur hæfði ekki sjálfboðaliðasamtökum. Í könnuninni kom í ljós að fimm aðilar af þeim tæplega þúsund sem sóttu ráðstefnuna voru óánægðir, eða mjög óánægðir, með ráðstefnustaðinn. Í því sambandi má segja frá því að síðustu árin hefur ráðstefnan Björgun staðið undir sér fjárhagslega og jafnvel skilað örlitlum hagnaði. Áður greiddi félagið með henni enda sjálfsagt þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í því að bæta menntun og þekkingu félagsfólks. Og eins og áður hefur verið sagt þá setur stærð ráðstefnunnar ákveðnar skorður þegar kemur að vali á ráðstefnustað. Sýnendur voru almennt ánægðir með aðstöðuna í Hörpu og um 95% gesta sögðust ánægðir eða mjög ánægðir með sýninguna sem aldrei hefur verið stærri og glæsilegri, bæði innandyra sem utan.

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, starfsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Félagsmál

95


Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur Sjómannafélagið Jötunn, Vestmannaeyjum Sjómannasamband Íslands www.ssi.is Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins www.shs.is Stegla ehf. Tálknafirði Steinunn ehf.

Súðavíkurhöfn Sveitarfélagið Garður www.svgardur.is Trésmiðjan Ölur, Akureyri Tækniþjónusta Vestfjarða ehf. sveinn@tvest.is Valberg ehf. valbergehf@simnet.is Verkalýðsfélagið Hlíf www.hlif.is

Verslunarmannafélag Suðurnesja www.vs.is Vestmannaeyjahöfn www.vestmannaeyjar.is Vesturbyggð www.vesturbyggd.is Vífill Valgeirsson VSO Ráðgjöf ehf. Þórsnes

www.thorfish.is

Reykjavík, Akranesi, Snæfellsnesi, Skagaströnd, Þorlákshöfn www.fmis.is

www.sjoey.is

www.lvf.is


ustu leitaraðgerð björgunarsveita hin síðari ár þótti einnig mjög athyglisverður. Þar velti Guðbrandur Örn Arnarson því fyrir sér hvort gengið hafi verið of langt í leit að konu í Bleiksárgljúfri. Aðrir fyrirlestrar sem voru mikið nefndir: Á ferð yfir Vatnajökul – Alex Hibbert Geimskutlan Challenger – Stephen Carver Leit á heimilum – hvað hefur reynslan kennt okkur? – Edda Björk Gunnarsdóttir Björgunaraðgerð frá öðru sjónarhorni – Sævar Logi Ólafsson Lítil björgunarsveit - stór verkefni – Hallgrímur Óli Guðmundsson Hvaða sérhæfðu aðferðum við greiningu og meðferð lífshættulegra áverka er hægt að beita úti á mörkinni? – Bergþór Steinn Jónsson

Fallhlífarsveit FBSR sýndi listir sínar og lenti með stæl á Arnarhóli. Fyrirlestrar Á svona stórri ráðstefnu kennir ýmissa grasa þegar kemur að fyrirlestrum sem í boði eru. Hátt hlutfall gesta, eða yfir 95%, var ánægt með val og gæði fyrirlestra sem er ágætur árangur. Opnunarfyrirlesari að þessu sinni var Dr. Björn Karlsson sem fjallaði um hvernig hægt er að nota áhættumatsaðferðir við greiningu á margs konar mismunandi verkefnum, m.a. hvort björgunarviðbúnaður sé nægilegur við einhverjar vissar aðstæður. Í útsendu könnuninni var fólk beðið að nefna fimm

fyrirlestra sem því fannst vera bestir. Auðvitað þarf ekki að taka fram að svona spurning gefur aðeins vísbendingu enda margt sem hefur áhrif á útkomuna, t.d. tímasetning fyrirlestrar, stór eða lítill salur, túlkun eða ekki svo fátt eitt sé nefnt. Flestir nefndu fyrirlestur Marcel Rodriguez um stöðvun blæðinga á vettvangi og fyrirlestur Gordons Giesbrecht um ofkælingu. Linda Dykes og fyrirlestur hennar um fyrstu hjálp á fjöllum þótti einnig mjög góður, efnið áhugavert og fyrirlesarinn líflegur og skemmtilegur. Fyrirlestur um eina tæknilega erfið-

Námskeið, vinnustofur og ráðstefnur Sem fyrr hófst dagskrá Björgunar með námskeiðshaldi og annarri dagskrá dagana fyrir ráðstefnuna. Slysavarnafélagið Landsbjörg, Ferðamálastofa og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar stóðu fyrir ráðstefnu um öryggismál og forvarnir í ferðaþjónustu. Á henni flutti fjöldi erlendra og innlendra fyrirlesara stutt, hnitmiðuð og lærdómsrík erindi. Robert Koester, sem er einn helsti sérfræðingur í heiminum þegar kemur að hegðun týndra og flokkun þeirra, var með námskeið þar sem farið var yfir nýja þekkingu í faginu. Hann kynnti einnig nýjustu niðurstöður rannsókna sinna á sviðinu. Rick Lipke og Mike Tayloe kenndu björgunarsveitafólki meðferð og notkun vaccum dýna í björgun. Á vinnustofu þeirra var m.a. æft hvernig lyfta á sjúklingi með mögulega áverka á hrygg eða mjaðmagrind og hvernig nota á dýnuna á börum fyrir tæknilega erfiðar bjarganir og lengri flutning.

Frá Konunglegu bresku sjóbjörgunarsamtökunum kom Glen Mallen og þjálfaði stjórnendur slöngubáta og fór yfir það hvernig best má setja upp raunhæfar æfingar fyrir björgunarfólk sem starfar á slíkum bátum. Yfirleiðbeinandi Björgunarskólans í fyrstu hjálp, Sigrún Guðný Pétursdóttir, kynnti fyrir þátttakendum á námskeiðinu Sáraumbúðir og frágangur sára, sýnishorn af þeim umbúðum sem til eru á markaðnum og ræddi hvað þyrfti að vera í sjúkratöskunni þegar ferðast er um óbyggðir. Hún fór einnig yfir hvaða aðferðir og umbúðir best er að nota til að stöðva blæðingu. Til viðbótar við þessa dagskrá var vinnustofa um öryggis- og neyðarviðbragðaþjálfun fyrir áhafnir smærri skipa á Norðurslóðum (SMACS) haldin í tengslum við ráðstefnuna Björgun. Vinnustofan var lokahnykkurinn í þessu verkefni á vegum ESB og á hana mættu fulltrúar frá þátttökulöndum en einnig var hún opin félagsfólki og öðrum sem áhuga hafa á málefninu.

Björgunarsýning Þegar hefðbundinni dagskrá fyrirlestra lauk á laugardeginum var haldin björgunarsýning fyrir utan Hörpu. Slíkt er nýjung á ráðstefnunni og kom afar vel út. Flogið var yfir svæðið og bögglum hent í sjóinn sem björgunarbátar sóttu svo. Sýnd var fjallabjörgun en aðstaða til þess var til fyrirmyndar í grunninum að hótelbyggingunni við hlið Hörpu. Einnig stukku félagar úr FBSR í fallhlífum úr vélunum og lentu á Arnarhóli með blys og fána. Var það mikið sjónarspil og vakti athygli í miðbænum í Reykjavík. Gleði og gaman Að venju var nokkuð umfangsmikil dagskrá utan ráðstefnunnar fyrir gesti. Erlendum gestum var t.a.m. boðið í móttöku hjá utanríkisráðuneytinu. Á föstudagskvöldinu var óformlegur hittingur fyrir ráðstefnugesti um borð í Sæbjörginni og fjölmenntu þangað bæði erlendir sem innlendir gestir og skapaðist skemmtileg stemning og vettvangur fyrir fólk að sýna sig og sjá aðra. Ferð í Bláa lónið á laugardeginum og hátíðarkvöldverður á veitingastaðnum Lava á eftir vakti lukku nú sem endranær. Á árum áður voru það helst erlendir fyrirlesarar og gestir er sóttu hátíðarkvöldverð ráðstefnunnar en þátttaka eininga félagsins hefur aukist jafnt og þétt.

Staðsetning Hörpu hefur í för með sér skemmtilega tengingu við hlutverk SL í sjóbjörgun og slysavörnum sjómanna. Félagsmál

97


PIPAR\TBWA - SÍA - 151338

DÆLT TIL GÓÐS 2,6 milljónir söfnuðust til Slysavarnafélagsins Landsbjargar í átaki Olís

Alls söfnuðust 2,6 milljónir króna til Slysavarnafélagsins Landsbjargar í þriggja daga átaki sem Olíuverzlun Íslands stóð fyrir í lok desember á síðasta ári en þá runnu 5 krónur af hverjum lítra til Slysavarnafélagsins Landsbjargar þegar keypt var bensín eða dísel hjá Olís eða ÓB. Olís er einn af aðalstyrktaraðilum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og styrkir samtökin bæði með fjárframlögum og veglegum afslætti af eldsneyti og öðrum vörum. Við erum stolt af samstarfinu og þessum stuðningi við frábært starf björgunarsveitanna, sem unnið er af fórnfýsi, landsmönnum til heilla.


Tengingin skiptir máli Sími utan þjónustusvæðis er eins og sigbelti án línu eða gúmmíbátur á þurru landi. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á að öflugt dreifikerfi okkar nái upp á hálendið og langt út á haf. Áhyggjuleysi, öryggi og þægindi með öflugu dreifikerfi

Vodafone

Góð samskipti bæta lífið



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.