Björgun - Tímarit - 2. tbl. 2015

Page 1

Flygildi Ofkæling Landsæfing Nýr bátur Perla, sporhundur Hálendisvaktin Ég legg spenntur af stað Landsþing

2. tbl. 15. árg. 2015


Hátt frostþol

Hágæða andadúnn

Límdir saumar

Vatnsfráhrindandi

Fyrir bæði kynin

BJÖRN ÓLAFS er síð og klæðileg úlpa með hágæða andadún. Hún hrindir frá sér vatni og er með límdum saumum. Traustur ferðafélagi á jökulinn, eða inn í veturinn.

www.cintamani.is | Bankastræti 7 | Austurhraun 3 | Smáralind | Kringlan


Tengingin skiptir máli Sími utan þjónustusvæðis er eins og sigbelti án línu eða gúmmíbátur VEIÐISTAÐUR á þurru landi. Þess vegna leggjum FJARLÆGÐ 2 KM

upp á hálendið og langt út á haf. Áhyggjuleysi, öryggi og þægindi

Vodafone Við tengjum þig

FINNUR FJARLÆGÐ 543 M

RIKKI FJARLÆGÐ 303 M

EINAR “FARIÐ VARLEGA !” TJALDSTÆÐI FJARLÆGÐ 176 METRAR

ÖFLUG GRÆJA Í VEIÐINA VHF & GPS - RINO 650N. Rino 650N er sambyggt GPS tæki og VHF talstöð. Með því að tengja saman tæki allra í hópnum er hægt að fylgjast með ferðum hvers og eins félaga á korti á skjánum, hvar hann hefur verið og hversu langt er í hann. Auk þess að geta spjallað saman, þá er einnig hægt að senda textaskilaboð til allra í hópnum. Öflugt GPS tæki með snertiskjá, rafeindaáttavita, hæðartölvu og 5 watta VHF sendi. Hægt að tengja þráðlaust við bluetooth heyrnartól.

LÆK KAÐ VERÐ

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577-6000 | www.garmin.is


Efni

2.tbl. 15.árg. október 2015

Björgunarmál

Flygildi 6 Vísbendingaleit og verndun vettvangs

13

Ekki borða gulan snjó!

17

Leitin að N610LC

21

Kaldur, kaldari – koma á í veg fyrir frekari kælingu!

24

Æfingin skapar meistarann

28

Nýr íslenskur björgunarbátur

34

6

24

41

55

Þjóðvegahátíðir 39 Sporhundurinn Perla á fljúgandi ferð

41

Óveðursbjörgun verðmæta – áhættumat

45

Þau bíða ykkar við Prestsvatnið!

49

Snjófljóð í byggð – höfum við lært eitthvað?

55

Slysavarnir

64

59

Hálendisvakt í framtíðinni – hugleiðingar Málþing um slys og slysavarnir Á ég að gæta bróður míns?

59 63 64

Unglingamál

67

USAR 67 Landsmót unglingadeilda – Gott veður í Grindavík kom á óvart 74

74

Félagsmál

77

85

2. tbl. 15. árg. 2015

M

HV

E R F I S ME

R

KI

U

Útgefandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg, Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík. Áskrift og almennur sími: 570-5900. Netfang: bjorgun@landsbjorg.is. Auglýsingar: herdis@landsbjorg.is. Ritstjóri: Ólöf Snæhólm Baldursdóttir. Ábyrgðarmaður: Jón Svanberg Hjartarson Próförk: Haraldur Ingólfsson – Harla. Umbrot og prentun: Prentsmiðjan Oddi. Forsíðumynd: Sigurður Ó. Sigurðsson, www.sigosig.is 141 776

PRENTGRIPUR

Ég legg spenntur af stað 77 Þessir sitja í stjórn SL 82 Landsþing á Ísafirði 85 Smælki 89

Slysavarnafélagið Landsbjörg er samtök sjálfboðaliða um allt land sem vinna björgunar- og slysavarnastarf. Innan félagsins starfa um 100 björgunarsveitir, um 40 virkar slysavarnadeildir auk öflugs unglingastarfs. Félagið rekur Slysavarnaskóla sjómanna, Björgunarskólann, 14 björgunarskip og tugi slysavarnaskýla út um allt land. Björgun, tímarit félagsins, kemur að jafnaði út tvisvar á ári. Blaðið er prentað á umhverfisvænan pappír. Allar ábendingar um efni í blaðið eru velkomnar og sendast á olof@landsbjorg.is. Þeir sem óska eftir áskrift að blaðinu geta haft samband við skrifstofu félagsins. Slysavarnafélagið Landsbjörg gefur einnig út árbók einu sinni á ári og er hún yfirlit um starfsemi félagsins árið á undan. Nánari upplýsingar um Slysavarnafélagið Landsbjörg má finna á www.landsbjorg.is.


Byltingarkennd vetrar- og heilsársdekk Mikil gæði á afar sanngjörnu verði! Margir af þekktustu bílaframleiðendum í heimi kjósa að búa nýja bíla sína dekkjum frá Hankook. Ástæðurnar eru mikil gæði, frábært verð og öryggi. Meðal þeirra eru BMW, Audi, VW og Ford

Nýjasta kynslóð kornadekksins frá Hankook Frábært heilsársdekk. Dekkið er með sérstaklega hertum trefjanálum í gúmmíblöndunni sem grípa í svellið og gefa aukið grip í hálku. Mjúkt dekk sem endist gríðalega vel og vetrargripið er framúrskarandi

Korna dekk

W419

W606

UMBOÐSMENN UM LAND ALLT

TA

L AU

S

– Síðan 1941 –

A

mánaða

F

B

R

VA

R

12

A

X

ORGAN

I

Skútuvogi 2

Sími 568 3080

www.bardinn.is

Smiðjuvegi 68-72, Rvk Fitjabraut 12, Njarðvík

Hjallahrauni 4, Hfj Austurvegi 52, Self.

544-5000 solning.is


Flygildi

Fjarstýrðar smáflugvélar hafa verið til um langt skeið og fjarstýrðar þyrlur komu fram fyrir mörgum árum síðan. Ekki var á allra færi að stýra þessum vélum því þær gátu verið óstöðugar og þurfti því nokkra leikni til þess að beita þeim. Þá voru þær knúnar með bensíni sem var óþrifalegt og mótorar háværir.


Bylting átti sér stað fyrir 4-5 árum þegar stöðugleika- og staðsetningarbúnaður varð það lítill og ódýr að hann hentaði í vélar fyrir áhugafólk. Fyrir þann tíma þurfti töluverða leikni til þess að fljúga flygildum því flugmaður þurfti að halda vélinni á réttum kili til viðbótar því að stýra hvert hún færi. Með stöðugleikabúnaðinum gat flugmaðurinn einbeitt sér að því sem hann vildi gera og látið vélina um að halda jafnvægi. Einnig hjálpaði að rafhlöður urðu betri sem skilaði sér í lengri flugtíma. Þessir smærri drónar hafa verið kallaðir flygildi hérlendis til aðgreiningar frá stóru systkinum sínum. Segja má að auga Íslendinga hafi fyrst galopnast fyrir notagildi flygilda þegar loftmyndir af brunanum í Skeifunni í júlí 2014 birtust, en á þeim sást greinilega hversu fjölhæfur og nytsamur þessi búnaður er. Fyrir þann tíma höfðum við notið fjölmargra fallegra ljósmynda og myndskeiða af íslenskri náttúru, en þetta var í eitt fyrsta skiptið sem sýnt var fram á með afgerandi hætti hvernig flygildi geta gagnast viðbragðsaðilum.

Aðdragandi Greinarhöfundur hefur lengi haft áhuga á að kanna hvernig flygildi geti gagnast í leitar- og björgunarstarfi. Aldrei hefur verið nein spurning um að nytsemin sé til staðar, heldur aðeins á hvaða sviðum þessi búnaður geti best nýst. Því var ákveðið að hefja óformlega rannsóknarvinnu á þessu sviði innan vébanda Hjálparsveitar skáta í Reykjavík (HSSR) og kanna málið. Rennt var nokkuð blint í sjóinn, en ráð góðs fólks og reynsla úr útkallsstarfi voru traustir vegvísar í þessari vinnu. En málið var að byrja bara og láta hlutina þróast eftir því sem reynslan og þekkingin safnaðist fyrir.

Búnaðurinn Stjórn HSSR samþykkti á vormánuðum 2015 að kaupa DJI Phantom 3 Professional flygildi og með því sex rafhlöður og sjö hleðslutæki. Þá var keypt iPad Mini 2 spjaldtölva sem keyrir DJI Go appið, en það er lykilatriði í því að flygildið nýtist í björgunarstarfi. Ástæða þess að svo margar rafhlöður voru

keyptar er sú að með þessum fjölda næst 100-120 mínútna flugtími án hleðslu, en ef orkusnauðum rafhlöðum er komið strax í hleðslu tryggir þessi fjöldi að hægt er að fljúga linnulaust. Það er vert að geta þess að Landsvirkjun studdi sveitina rausnarlega vegna þessara kaupa og fær hún góðar þakkir fyrir. Áður hafði DJI Phantom 2 Vision+ flygildi verið notað með góðum árangri, en það var á sínum tíma keypt með velvild frá dronefly.is. Umtalsverður munur er þó á getu þessara véla og þá sér í lagi hvað varðar myndgæði og drægni. Eldri vélin hefur drægi upp á allt að 1,2 km við bestu skilyrði, en þeirri nýju hefur verið flogið í allt að 4,5 km fjarlægð frá flugmanni án þess að það hafi komið niður á stjórn vélarinnar eða gæðum myndsendingar frá henni. Því er eftir miklu að slægjast í nýjustu útgáfum svona véla, en eldri vélarnar duga þó alveg prýðilega. Nettengd fartölva verður í framtíðinni staðalbúnaður til nánari skoðunar og vinnslu á þeim gögnum sem safnast saman á vettvangi og til þess að koma þeim áleiðis til þeirra sem á þurfa að halda.

ÓlafurReykjavík Jón JónssonBjörgunarmál - Hjálparsveit skáta í Reykjavík 7 Ólafur Jón Jónsson, Hjálparsveit skáta


Mynd tekin úr 15 metra hæð sem sýnir liggjandi mann á jörðinni.

átta km af fjöru á 11 mínútum í handstýrðu flugi. Þegar eitthvað sést er auðvelt að fara niður í tveggja til þriggja metra hæð og kanna hvað sé þar að finna. Slóðar, stígar og ár eru ákjósanleg verkefni fyrir flygildi. Flogið hefur verið eftir nyrðri kvísl Elliðaár frá Höfðabakkabrú að gömlu rafstöðinni á rúmlega þremur mínútum og sá spotti kannaður með töluverðri nákvæmni. Ferð eftir stígnum upp að Steini á Esju sem liggur í gegnum Einarsmýri tekur 5-6 mínútur og hægt er að fara eftir stígum upp á topp Úlfarsfells á 2-3 mínútum. Þannig getur flugmaður sem mætir snemma á staðinn flogið að vettvangi atviks og aflað upplýsinga fyrir það björgunarfólk sem fylgir á eftir. Þessi möguleiki verður enn verðmætari ef fólk er t.d. slasað eða í sjálfheldu í klettabeltinu á Esju. Þá er gott fyrir undanfara og fjallafólk að geta glöggvað sig á aðstæðum löngu áður en komið er að og gera áætlun um hvernig best sé að nálgast verkefnið. Einnig er hægt að fara langt og/eða hátt yfir torleiði til þess að skoða „heita“ staði skv. leitarskipulagi. Þannig er hægt að fara út í hólma eða upp í fjallshlíðar á svipstundu til leitar eða könnunar á kringumstæðum. Við góð skilyrði er hægt að fljúga upp á topp Helgafells í Hafnarfirði frá bílastæðinu á 5-6 mínútum og skoða aðstæður þar. Greinarhöfundur hefur rannsakað bíl í 900 metra fjarlægð, flogið í kringum hann og kannað hvort einhver hafi verið í honum og loks tekið niður bílnúmer og staðsetningu.

Hvernig er best að bera sig að

Í Grafarvogi.

Framkvæmdin, almennur rammi Eins og áður kom fram einsetti greinarhöfundur sér að kanna með skipulögðum hætti hvar og hvernig flygildi nýtast í leitar- og björgunaraðgerðum. Ákveðið var að einblína á svæði utan þéttbýlis, enda má leiða líkum að því að þar nýtist þessi nýja tækni hvað best. Helstu athafnasvæðin hafa verið: • hraun og sléttlendi • fjörur, vötn og hólmar • ár og skurðir • stígar og slóðir • fell og fjöll 8

Björgunarmál

Flogið var skv. fyrirfram forritaðri flugleið ef þess var kostur. Slíkt tryggir mestu hagkvæmni og skilvirkni því þá er fyrirfram búið að forrita flugferil flygildisins sem fer þá eftir þeirri leið án beinna afskipta flugmanns. Í flestum tilfellum var flygildinu þó handstýrt.

Niðurstöður Ljóst er að flygildi nýtast best þar sem lággróður er og vel sést yfir og má þar nefna sléttlendi og fjörur. Hægt er að leita stórt svæði á stuttum tíma og sem dæmi um það má tiltaka að í forrituðu flugi yfir hrauni var hægt að leita svæði á stærð við ellefu KSÍ fótboltavelli á átta mínútum og hægt var að hraðleita

Best er að forrita flugið fyrirfram, ef þess er nokkur kostur. Það tryggir hámarks nákvæmni og skilvirkni auk þess sem forritað flug gerir flugmanni enn auðveldara að fylgjast með því sem fyrir augu ber. Auðveldara er að leita mörg samfelld svæði með forrituðu flugi því einfalt er að sjá nákvæmlega hvar flogið var síðast. Reyndin er þó sú að forritað flug hentar nær einungis yfir sléttlendi, annars staðar er fluginu handstýrt. Eftir nokkrar tilraunir komst greinarhöfundur að því að yfir flatlendi væri best að fljúga í um 20-30 metra hæð og vísa myndavélinni fram í 45° horni m.v. jörð. Þetta er auðvitað huglægt mat, en það hefur gefist mun betur en að vísa vélinni beint fram eða beint niður. Ástæðan er sú að skoðunarmaður myndskeiðs gerir sér betur grein fyrir umhverfinu í heild sinni og getur hægar gert ráð fyrir því sem ber fyrir sjónir neðst í myndrammanum þar sem mestu gæðin eru. Sé vélinni beint niður í 90° horni m.v. jörð eru hlutir oft fljótir í gegnum rammann og það er þreytandi fyrir augun að hafa svo mikinn hraða á því sem skoðað er. Þá virðist flughraðinn 6-8 m/sek. vera hóflegur m.v. ofangreindar forsendur, en það veltur auðvitað á svæðinu sem verið er að skoða. Liggi það mjög slétt fyrir er hægt að auka hraðann enn meira, en sé það úfið og ójafnt þarf að draga úr hraðanum til samræmis. Við þessar kringumstæður er auðveldlega hægt að greina hluti sem eru á stærð við bakpoka og skera sig með einhverjum hætti frá undirlaginu. Manneskja sést afar vel í þessum kringumstæðum, svo ekki sé



betur en flestallur annar búnaður í fjölmörgum kringumstæðum. Hraði yfirferðar, flughæðin, góðar myndavélar og gott myndsamband á milli flygildis og fjarstýringar gera flugmanni kleift að athafna sig hratt og örugglega og ná á stuttum tíma árangri sem fjölmennur hópur björgunarfólks þyrfti, með miklum mun, lengri tíma til að ná.

Hvað þarf að hafa í huga? Hvað ber að varast? Gæta skal að því að allur búnaður sé ávallt í fullkomnu lagi og er það gert með reglulegri yfirferð og skoðun. Spaðar þarfnast sérstakrar skoðunar og skal skipta þeim út hafi þeir orðið fyrir hnjaski. Allur búnaður skal vera merktur eiganda og helst einnig þannig að hægt sé að greina úr fjarlægð að hann tilheyri björgunarsveit. Þá þurfa allar tryggingar að vera í lagi. Fyrir utan þær hættur sem fylgja því að fljúga í síbreytilegri náttúru Íslands þurfa flugmenn að hyggja að ýmsu öðru. Öryggi björgunarfólks og skjólstæðinga þeirra skal ávallt vera í forgangi og þarf flug flygilda að taka mið af því. Þannig skal forðast að fljúga beint yfir eða að fólki sem gæti stefnt því í hættu ef búnaðurinn bilar. Ávallt skal hyggja að persónuvernd og vega og meta á öllum tímum hagsmuni skjólstæðinga björgunarfólks á móti persónuverndartengdum hagsmunum þeirra. Þá skal forðast að ónáða að nauðsynjalausu aðila sem ótengdir eru aðgerðinni og virða friðhelgi þeirra eins og hægt er. Alla jafna skal eyða gögnum sem verða til í aðgerðum og innihalda persónugreinanlegar upplýsingar. Undantekningu er hægt að gera ef gögnin hafa sérstakt gildi, eins og t.d. vegna kennslu, en þá verður að afla leyfis hjá þeim aðilum sem greina má í gögnunum. Á varptíma verða tjaldurinn og spóinn viðskotaillir út í flygildi og gera að þeim aðsúg. Því borgar sig að halda sig fjarri og gefa þeim það næði sem þeir eiga rétt á til að koma ungum sínum á legg. Þegar þessi grein er skrifuð er beðið eftir birtingu draga að reglugerð um flygildi. Í henni verður að finna margvíslegar takmarkanir á hvar megi fljúga og í hvaða hæð og verður björgunarfólk að fara eftir henni í hvívetna. Hins vegar er ekki loku fyrir skotið að björgunarsveitir geti fengið ákveðnar undanþágur frá þessari reglugerð, en það er þó ekki víst né heldur um hvers konar undanþágur yrði að ræða.

Tveir göngumenn efst í klettabelti Esjunnar.

Útivistarsvæði við Úlfarsfell. talað um stærri hluti. Sé verið að leita að bíl er auðveldlega hægt að fljúga hærra, en hafa ber í huga að í nýrri reglugerð um flygildi verður hámarksflughæð líklega ákvörðuð 120 metrar.

„En þetta dugar ekkert í roki og rigningu!“ Þau flygildi sem við þekkjum í dag eru margvíslegum takmörkunum háð. Þau eru létt og duga því oft verr þegar vind herðir, þau þola illa bleytu og þá fyrst og fremst vegna þess að það sést lítið í gegnum myndavélina þegar linsan er þakin vatnsdropum. Reyndin 10

Björgunarmál

Hvaða tæki henta best? virðist hins vegar sú að flygildin sjálf þoli glettilega mikla vætu og hefur greinarhöfundur sannreynt það sjálfur í útkalli á Heklu. Rafhlöður í DJI Phantom og álíka vélar bjóða upp á u.þ.b. 20 mínútna flugtíma og þær myndavélar sem fylgja með þessum vélum njóta sín best þegar birta er góð. Því er dagljóst að í fjölmörgum kringumstæðum koma flygildi að litlu sem engu gagni, en það má segja um svo margan annan búnað. Sem betur fer er oft stillt, þurrt og bjart veður hérlendis og þá duga flygildin afar vel og í raun mun

Greinarhöfundur hefur einbeitt sér að skoðun á flygildum í þyrluformi. En flygildi eru ekki bara litlar þyrlur, þau geta einnig verið í flugvélalíki. Kostirnir við smáflugvélar eru að þær geta farið hraðar yfir stærra svæði, duga betur í verra veðri og þær geta borið þyngri búnað eins og t.d. betri myndavélar. Ókosturinn er hins vegar sá að þær geta ekki hæglega staldrað við og skoðað ákveðna hluti betur ef til þarf að taka. Þá er stjórn þeirra ekki eins fínleg og smáþyrlnanna og því henta þær síður í lágri flughæð eða t.d. nálægt klettaveggjum. Loks er líklega verra að



þurfi að stíga næst í búnaðarmálum og þá hvernig það verður gert.

Viltu prófa?

Mynd tekin úr 30 metra hæð sem sýnir liggjandi mann á jörðinni.

lenda smáflugvél á fjölmörgum stöðum þar sem smáþyrlan getur hæglega lent. Því bíður það einhvers áhugamanns að gera tilraunir með smáflugvélar í leitar- og björgunaraðgerðum. Ljóst er að ókannað er hvar þær duga vel og best og verður áhugavert að sjá niðurstöður úr slíkum athugunum því samlegðaráhrif af notkun smáþyrlna og smáflugvéla eru örugglega mikil og afar jákvæð. Ef verð og gæði eru vegin saman í dag er ljóst að bestu kaupin eru í vönduðum áhugamannabúnaði þegar sveitir breiða vængina út í fyrsta skiptið. Þessi búnaður er afar vandaður, auðvelt er að stjórna honum og myndavélar eru almennt góðar. Framleiðendur á borð við DJI og 3DR hafa náð góðum tökum á þessari tækni og bjóða nú vélar sem eru öruggar og einfaldar í meðförum. Vélar sem keyptar eru frá þessum aðilum munu alltaf eiga sinn stað innan sveitar því þegar nýrri bún-

12

Björgunarmál

aður er keyptur duga þær vel sem æfingabúnaður fyrir nýja flugmenn. Hins vegar er til mun dýrari og notadrýgri búnaður sem hefur mun breiðara getu- og notkunarsvið en sá búnaður sem lýst er hér á undan og ljóst er að hann verður sá sem notaður verður á endanum. Af mörgu er að taka þar og er ómögulegt að gera honum einhver skil hér. Aukin gæði koma fram á öllum sviðum; meira flugþoli, betri myndavélum, betri stýringum á myndavél, fleiri skynjurum á borð við nálægðarskynjara hvers konar o.s.frv. Þessi búnaður er í örri þróun og má ætla að hann lækki í verði og eflist að getu í náinni framtíð. Í augnablikinu hentar góður búnaður fyrir áhugamenn af því að hann er á sanngjörnu verði m.v. getu. Hins vegar þarf að skoða fyrr eða síðar hvaða skref

Best er að kaupa ódýra vél í byrjun, helst notaða, og taka fyrstu flugin með henni. Þessi búnaður fellur fljótt í verði og því er hægt að fá tækni gærdagsins á 30-50% af verði nýjustu útgáfunnar. Eins og áður sagði standa þær vélar fyrir sínu sem æfingavélar þegar nýrri og betri vélar eru teknar í notkun. Þótt þessi búnaður sé í dag afar notendavænn, þá eiga sér ávallt stað óhöpp og betra er að taka fyrstu skellina með ódýra búnaðinum. Takið 4-6 rafhlöður með vélinni og helst jafn mörg hleðslutæki. Í aðgerð eða æfingu er hægt að setja fyrstu rafhlöðuna í hleðslu og svo koll af kolli ef hleðslutækin eru nægilega mörg og tryggja þannig að þegar búið er að nota síðustu rafhlöðuna er sú fyrsta örugglega fullhlaðin og tilbúin til notkunar.

Að lokum Greinarhöfundur vonar að þessi skrif verði öðru björgunarfólki hvatning til þess að stíga skrefið og byrja að gera tilraunir í sinni heimabyggð. Nokkur góð myndskeið hafa orðið til í þessari vinnu og er hægt að sjá þau á vefnum www.sar-drone.net. Vilji einhver hafa samband og fá frekari upplýsingar er því tekið fagnandi, en netfangið er olijon@ gmail.com.


Vísbendingaleit Hér fer fram fínleit að vísbendingum.

og verndun vettvangs

Öll skiljum við eftir okkur vísbendingar F2 – gulur – leit að manni við Ölkelduháls. Leitarmenn streyma á vettvang og hefja leit. Markmið leitarinnar er að sjálfsögðu að finna hinn týnda á sem skemmstum tíma. En að hverju erum við að leita og hvað hefur áhrif á hvort og hvað við finnum? Hvernig eigum við að umgangast vettvanginn og þær vísbendingar sem kunna að verða á vegi okkar? Í upphafi leitar ættu leitarmenn að afla sér upplýsinga hjá lögreglu eða svæðisstjórn um hvernig meðhöndla eigi vísbendingar sem finnast í leitinni.

Vísbendingar Þegar leitarmenn halda til leitar verða þeir að hafa í huga að á leitarsvæðinu getur leynst annað og meira en einungis hinn týndi. Fjöldi vísbendinga getur verið á svæðinu en talið er að venjulegur göngumaður

skilji eftir sig um 1.400-1.600 spor á hverjum kílómetra. Auk þess getur hann skilið eftir sig fjölmargar aðrar vísbendingar líkt og búnað, úrgang eða annað slíkt. Eðli málsins samkvæmt ræður umhverfið þó nokkru um hvernig vísbendingum við leitum eftir hverju sinni. Það sem gæti klárlega talist vísbending á hálendinu getur verið álitið venjulegt rusl í byggð. Sem dæmi má nefna að ef við göngum fram á sælgætisbréf eða matarumbúðir á fjöllum veitum við því sérstaka athygli en í byggð gæti þetta flokkast sem hluti af hinu miður skemmtilega vegkantarusli. Sem leitarmenn verðum við að geta greint og þekkt þessar vísbendingar.

Eru alltaf vísbendingar til staðar? Eins og fram hefur komið ætti markmið okkar alltaf

að vera að finna vísbendingar um hinn týnda og hinn týnda sjálfan. Hvað ef við finnum ekkert á svæðinu okkar, jafngildir það því að við séum lélegir leitarmenn? Nei, svo sannarlega ekki. Þó svo að einhver telji að hinn týndi sé á svæðinu þýðir það ekki endilega að hann sé þar. Meirihluti leitarmanna hefur tekið þátt í leitum án þess að finna nokkuð. Við þurfum því að muna að það að finna ekkert getur einnig verið viss vísbending. Vísbending um hinn að týndi sé einfaldlega ekki á þessu svæði.

Vísbendingafundur Þegar leitarmenn finna vísbendingu eða áætlaða vísbendingu er ákveðið ferli sem ætti að fara í gang og margt sem þarf að hafa í huga. Fyrir það fyrsta ætti leitarmaðurinn að láta hópstjóra sinn

Edda Björk Gunnarsdóttir – yfirleiðbeinandi í leitartækni Einar Eysteinsson – yfirleiðbeinandi í leitartækni

Björgunarmál

13


3 til 140 hestafla tvĂ­gengis 6 til 250 hestafla fjĂłrgengis


Svæði umhverfis bíl þess „týnda“ skoðað vel. vita og í sameiningu ættu þeir að vinna að eftirfarandi ferli. Verndun vettvangs Huga þarf að því að fólk safnist ekki saman við vísbendinguna sem finnst. Ástæða þess er að vísbendingin getur skemmst eða mengast ef margir koma að henni. Slóð hins týnda kann að traðkast niður undan átroðningi leitarmanna eða lykt fléttast saman við aðra svo dæmi séu nefnd. Réttast er að setja upp innri og ytri lokanir í kringum vísbendingar. Með innri lokun er átt við að takmarka skal umferð í um 10-20 m fjarlægð frá vísbendingunni. Æskilegt er að einungis leitarmaðurinn og hópstjórinn fari að henni og aðeins sé gengin ein leið að henni og til baka. Hreyfa ætti sem minnst við vettvanginum þar til frekari fyrirmæli fást frá stjórnendum aðgerðarinnar. Með ytri lokun er átt við að takmarka umferð í um 50-100 m svæði í kringum vísbendinguna. Með þessu móti getur verið auðveldara að finna fleiri vísbendingar, s.s. spor, hluti og annað. Tilkynning Þegar fundur er tilkynntur ætti hópstóri að óska eftir einkakalli í tetrastöðina sína. Með því er hægt að koma í veg fyrir óþarfa forvitni annarra leitarmanna og að aðrir safnist saman við vísbendinguna. Ef ekki er hægt að tilkynna fundinn í gegnum tetra ætti að notast við síma eða VHF. Björgunarmál Spor geta verið góðar vísbendingar.

15


Gæta verður að því að tala skýrt mál og þarf viðkomandi aðili að vera búinn að ákveða áður en hann kallar hvað hann ætlar að segja. Ekki ætti að tala undir rós vegna hættu á misskilningi. Auk þess ætti að reyna að taka mynd í gegnum aðgerðagrunninn og takmarka birtingu hennar við stjórnendur aðgerðarinnar. Gagnasöfnun Þegar unnið er á vettvangi vísbendinga er nauðsynlegt að afla vissra gagna. Taka þarf GPS hnit af staðsetningu vísbendingarinnar, best er að taka svokallaðan avg-punkt til að lágmarka skekkju í staðsetningunni. Einnig ætti að skrá tímann og teikna ætti upp vettvanginn. Skrá á niður og ljósmynda allt það sem er gert á vettvanginum. Aðstæður á Íslandi geta verið fljótar að breytast. Úrkoma eða slæm veðrátta getur orðið til þess að vísbending afmáist eða hverfi á annan hátt. Því er mikilvægt að muna að það sem ekki var skráð var ekki gert. Með þessu móti fá einnig aðgerðastjórnendur betri yfirsýn yfir vettvanginn og heildarmyndin verður skýrari. Eitthvað sem okkur þykir ekki mjög merkilegt úti á mörkinni gæti verið púslið sem vantar inn í heildarmyndina. Leitarmenn verða þó að hafa hugfast að þegar leitinni er lokið á að afhenda aðgerðastjórnendum allar ljósmyndir og eyða þeim að því loknu út úr eigin tækjum.

Þegar vísbendinga er leitað er allt umhverfi leitarsvæðisins undir. Hér má t.d. sjá vísbendingu í tré.

Varðveiting vísbendinga Í sumum tilvikum gæti verið óskað eftir því að leitarmaður verndi vettvanginn meðan beðið er eftir lögreglunni en í öðrum tilvikum gæti leitarmaður verið beðinn um að varðveita vísbendinguna og koma henni til viðeigandi aðila. Hvernig best er að varðveita vísbendingar fer eftir því í hvað á að nota hana. Æskilegt er að varðveita vísbendingar í bréfpokum sé því viðkomið. Ástæða þess er að raki myndast frekar inn í plastpokunum og við það fer rotnunarferli í gang. Með varðveislu vísbendinga í bréfpoka getum við seinkað þessu ferli og vísbendingin gæti nýst betur fyrir vikið. Hafa þarf þó í huga að ef nota á vísbendinguna fyrir leitarhunda getur verið skynsamlegra að setja vísbendinguna í plastpoka til þess að halda lyktinni lengur í henni. Rétt meðhöndlun vísbendinga getur verið lykilatriði í leit svo hugsum áður en við framkvæmum.

Sporrakning. 16

Björgunarmál


Ekki borða gulan snjó!

Hugtakið „verklagsreglur“ hljómar álíka spennandi og rótarfylling. Líklegast er það vegna þess að stundum fer fólk framúr sér og býr til alls konar reglur sem eru óskynsamlegar og flækjast bara fyrir fólki. Ef rétt er farið með ættu verklagsreglur að vera jákvæðar. Markmið með verklagsreglum er einungis það að forðast það að endurtaka mistök.

Fyrsta gagnlega verklagsreglan sem flest börn læra er t.d.: „Ekki borða gulan snjó.“ Þetta er verklagsregla sem er afar skynsamleg þegar barnið lærir af hvaða orsökum líklegast er að snjórinn hafi orðið gulur. Þessi einfalda regla ætti vonandi að forða yngri systkynum frá því að endurtaka mistök sem eldra systkyni eða vinur hefur gert. En hvers vegna erum við með verklagsreglur í björgunarsveitarstarfi? Því er til að svara að við erum í hættulegum bransa. Við viljum að reynsla þeirra sem hafa gert mistök eða slasast skili sér í kennslu til að fyrirbyggja frekari slys. Dæmi um verklagsreglur sem öllum þykja í dag sjálfsagðar eru að fergja spotta þegar bílar eru dregnir úr festu því þú getur fengið krókinn í hausinn. Einnig að nálgast aldrei bát aftan frá (því þú getur farið í skrúfuna). Ekki binda spotta um þig miðjan og vaða í straumharða á en nota þess í stað „hraðleysibúnað“ (quick release) því þú gætir drukknað ef þú getur ekki losað þig. Í björgunarsveitarstarfi eru verklagsreglur gagnlegar vegna þess að sé þeim fylgt þá eiga þær að forða viðkomandi frá meiðslum, örkumlum eða jafnvel dauða. Við kennum nýliðum ákveðna hegðun með verklagsreglum, stundum án þess að útskýra hvers vegna og af þeim sökum vill uppruni reglunnar oft

gleymast. Þegar uppruni reglu gleymist virðist hún stundum óþörf eða asnaleg. Þess vegna er mikilvægt að endurskoða verklagsreglur reglulega og henda því sem á ekki við lengur og bæta því við sem á betur við. Landsstjórn björgunarsveita hóf snemma á árinu 2014 endurskoðun á verklagsreglum um leitaraðgerðir. Að mörgu leyti ýtti sameining lögregluembætta við landsstjórn auk ýmissa atvika sem komu upp þar sem ákveðið verklag sem hafði áunnist í samvinnu lögreglu og björgunarsveita var ekki virt af nýju fólki. Ákveðið var af þeim sökum að skjalfesta það verklag sem um margt var í munnlegri geymd. Markmið landsstjórnar er að skriflegar verklagsreglur séu til staðar fyrir helstu tegundir verkefna björgunarsveita. Fyrsta skrefið eru verklagsreglur fyrir leitaraðgerðir en í framhaldinu verða skrifaðar verklagsreglur fyrir sjóbjörgun, fjallabjörgun, óveðurs- og ófærðaraðstoð o.s.frv.

Tengsl rýni og verklagsreglna Mikilvægt er að horfa á verklagsreglur sem hjálpartæki og reyna að skilja hvers vegna við erum með þessar tilteknu reglur. Í vinnu við verklagsreglur

Guðbrandur Örn Arnarson, Slysavarnafélagið Landsbjörg

Björgunarmál

17


var horft á söguleg mistök sem hafa komið fram í rýniskýrslum. Dæmi um verklagsreglu sem á sér rót í ábendingum um betra verklag í leitaraðgerðum er t.d. : „Hópsstjóri fyrsta hóps fer með tæknilega stjórnun allra hópa SL á vettvangi þar til svæðisstjórn skipar aðgerðastjórnanda á vettvangi.“ Þessi verklagsregla var gerð skrifleg eftir að fyrstu hópar á vettvang í leitinni á Skáldabúðaheiði sátu aðgerðalausir og biðu eftir aðgerðastjórnanda í stað þess að fara strax í að skipuleggja og framkvæma hraðleit. Við lærum oft mest af mistökum og er þess vegna afar mikilvægt að rýna allar aðgerðir eða að minnsta kosti ákveða hvaða aðgerðir þarf að rýna og rýna þær vel þar sem lærdóm er að finna. Rýni þarf ekki að vera íþyngjandi en markmiðið er að frétta af vandamálunum, leggja til breytingar á verklagi ef þörf er á og koma upplýsingum með formlegum

hætti til annarra björgunarsveita. Rýniskýrslur eru best til þess fallnar.

Hver er besta leiðin að úrlausn verkefnis? Verklagsreglur eru ekki bara til þess að forða því að gera sömu mistökin aftur. Skriflegar verklagsreglur skjala það sem allir ættu að vera sammála um að sé besta leiðin. Skriflegar reglur tryggja að allir vinni eins og að ekki þurfi að þrátta um hvaða aðferðum eigi að beita. Auðvitað getur komið upp sú staða að verklagsreglur eigi ekki við vegna einhverra ytri aðstæðna. Kosturinn við að vera með skráðar verklagsreglur er þá að hægt er að taka meðvitaða ákvörðun um að fara ekki eftir þeim. Annar kostur við skjalaðar verklagsreglur er að hægt er að afhenda t.d. ungum og óreyndum lögreglumanni sem þekkir ekki okkar verklag verklagsreglur svo hann skilji betur hvernig við vinnum. Við erum

„Í verklagsreglunum er kveðið á um að gæta að því að skrá jafn óðum allar upplýsingar og öll atvik“

„Í verklagsreglum er kveðið á um að fyrsti hópstjóri á sem kemur á vettvang í leitaraðgerðum tekur að sér að skipuleggja og stjórna hraðleit þar til aðgerðastjórnandi kemur á vettvang. Þessi regla kemur til eftir ábendingar frá rýniskýrslu frá leit á Skáldabúðarheiði þar sem fyrstu hópar biðu á vettvangi eftir áætlun frá svæðisstjórn í stað þess að skipuleggja hraðleit.“ 18

Björgunarmál

stundum eins og leynifélag með skrítnar hefðir og hafa komið upp aðstæður þar sem samstarfsaðilar okkar skilja ekki hvert við erum að fara eða hvaðan við erum að koma. Eitt dæmi um hvernig verklagsreglur hjálpuðu greinaskrifara var í leitaraðgerð þar sem við vorum algerlega ráðþrota. Það eina sem var vitað var að ættingjar óttuðust um ungan mann. Ekki var hægt að ákvarða góðan útgangspunkt leitar og eftir talsverða leit útfrá heimili mannsins voru engar vísbendingar um hvar hann væri að finna. Varðstjóri sem var ábyrgur fyrir leitinni vildi alls ekki auglýsa eftir manninum þrátt fyrir ítrekaða beiðni stjórnanda aðgerðar. Samkvæmt okkar verklagsreglum ætti að auglýsa eftir týndri persónu ef engar efnislegar aðstæður eru til staðar sem gætu verið íþyngjandi fyrir viðkomandi. Í þessu tilfelli var óttast að maðurinn vildi skaða sjálfan sig og því áríðandi að fá upplýsingar sem gætu leitt til að hann fyndist sem fyrst. Á þessum tímapunkti var orðið fullreynt að leit út frá heimili mannsins myndi skila árangri. Undirritaður var með bakvakt landsstjórnar og fór í það verkefni að sannfæra varðstjórann um að auglýsa ætti eftir manninum. Rökin voru meðal annars að ef ekki væri ástæða til að auglýsa þá væri ekki ástæða til að leita. Þau rök virkuðu ekki en þegar bent var á að þetta væri í okkar verklagsreglum þá kom annað hljóð í strokkinn og auglýst var eftir manninum. Strax eftir auglýsinguna kom fjöldinn allur af vísbendingum og maðurinn fannst stuttu síðar heill á húfi. Svæðisstjórnir hafa fengið drög að verklagsreglum fyrir leitaraðgerðir sendar til umsagnar. Ríkislögreglustjóri er einnig með verklagsreglurnar til umsagnar og er stefnt að því að kynna og innleiða þær innan skamms.



Arion appið – alltaf við höndina

Með appinu ert þú bara nokkrar sekúndur að taka stöðuna, millifæra á þekkta viðtakendur, borga reikninga og fylla á GSM Frelsi, svo nokkuð sé nefnt. Sæktu Arion appið í App Store eða Google Play

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A 1 5 - 0 2 0 2

Arion hraðþjónusta – hafðu það eins og þú vilt


Leitin

Frá slysstað í Barkárdal. Mynd: Landhelgisgæsla Íslands.

að N610LC

Að öllum líkindum er þekktasta flugvélaleitin á landinu, leitin að Skymaster DC-4 vél Loftleiða sem bar nafnið Geysir og flaug inn í Bárðabungu á leið sinni frá Luxembourg til Reykjavíkur 14. september 1950. Upphaf atviksins var þegar fjarskiptasambandið rofnaði við vélina og hún kom svo ekki fram á áfangastað á áætluðum tíma og hófst þá viðamikil leit. Leitir að loftförum eiga sér jafn langa sögu og flugið sjálft. Í sögu björgunarsveita eru margar viðamiklar leitir að loftförum bæði á landi og á sjó. Í lögum um loftferðir frá 1998 segir að ráðherra fari með skipulag leita að loftförum og er það gert með reglugerð nr. 71/2011 um stjórnun leitar- og björgunaraðgerða á leitar- og björgunarsvæði Íslands vegna

sjófarenda og loftfara. Þessi reglugerð með „stutta“ nafninu segir að Joint Rescue Coordination Centre Ísland eða JRCC Ísland fari með stjórnun þessara atvika og er það því Landhelgisgæsla Íslands sem leiðir og stjórnar. Leitir að flugvélum hafa verið fátíðar síðustu ár og má skýringuna fyrst og fremst finna í betri tækni

en kannski ekki síður breyttu landslagi í fluginu; farþegaflug er framkvæmt með stærri og fullkomnari vélum og minna er umleikis í einkafluginu en áður. Grunnhugmyndafræðin við leit að flugvélum er sú sama og við aðrar leitir, hvort sem það er leit að flugvélum á sjó eða landi, leit að skipum eða leit að göngumönnum. Um tvo meginfasa er að ræða; fyrstu viðbrögð eða hraðleitarfasa og svo skipulega leit eða svæðisleit. Í leit að flugvélum eru fyrstu viðbrögð afar mikilvæg, þarna skiptir hraðinn mestu máli. Ef flugvél hefur ekki komið fram á áfangastað sínum á áætluðum tíma hefst eftirgrennslan þar sem grennslast er fyrir um vélina á flugleið hennar og öðrum líklegum stöðum. Ratsjárgögn eru skoðuð og flugvélar á svipaðri leið eru beðnar um að hafa augun hjá sér og reyna að ná í flugvélina á tilheyr-

Friðfinnur Fr. Guðmundsson, formaður landsstjórnar björgunarsveita.

Björgunarmál

21


Ein af aðaláskorunum við leit að loftförum sú staðreynd að leitarsvæðið getur verið afar stórt. Mynd úr safni: Sigurður Ó. Sigurðsson. andi tíðnum. Bjargir eru kallaðar út og fara á líklega staði. Þetta geta verið stór útköll og mikið landssvæði undir. Eitt af verkefnunum er því að minnka stærð leitarsvæðis með rannsóknarvinnu sem felur í sér meðal annars skoðun síma- og tíðnigagna, viðtöl við þá sem telja sig hafa séð eða heyrt í flugvélinni o.fl. Vegna umfangs atburðanna er samræming krefjandi og mikilvægt að upplýsingar berist til þeirra sem eru að útdeila verkefnum til bjarga. Á sama tíma og þessi fyrstu viðbrögð eru framkvæmd er hafinn undirbúningur að næsta fasa eða næstu aðgerðalotu sem er svæðisleitin. Aftur gilda sömu grunnlögmál og við aðrar leitir og í raun ættum við að ganga lengra og innleiða notkun tölfræðigagna, sviðsmynda og Mattson consensus þegar kemur að leit að loftförum.

Leitin að N610LC Sunnudaginn 9. ágúst. Kl. 14:01 tók N610LC, De Havilland Canada DHC-2 Beaver, á loft frá Akureyrarflugvelli á leið til Keflavíkur. Vélin var aðeins með leyfi til sjónflugs. N610LC var sjóflugvél, upphaflega smíðuð árið 1960. Samkvæmt Flugsafni Íslands var hún endursmíðuð og flaug fyrst eftir þá endursmíði árið 2007. Það sem skipti máli fyrir skipuleggendur leitar er að þessi vél var með stjörnumótor, hávær og með sérstakt vélarhljóð, vélin var auðþekkjanleg og hægfleyg. Þegar ljóst var að vélin hafði ekki skilað sér á áfangastað á áætluðum tíma hófust fyrstu viðbrögð. Flugturn á áfangastað lætur flugstjórnarmiðstöðina vita sem fer að vinna eftir viðeigandi gátlista og

kerfið fer af stað. Viðbragðsaðilar eru boðaðir í Samhæfingarstöðina og í kjölfarið eru björgunarsveitir á svæðum 3, 4, 5, 9, 10, 11 og 12 kallaðar út ásamt því að sveitir á hálendisvakt eru kallaðar til. Þyrla Landhelgisgæslunnar er boðuð út og alls um 200 leitarmenn sem er úthlutað verkefnum á líklegri flugleið vélarinnar. Rannsóknarvinna fór þegar í gang í SST, við fréttir í fjölmiðlum fóru strax að koma vísbendingar úr Hörgárdalnum þar sem fólk hafði séð vélina. Þetta er og verður mikilvægur þáttur í rannsóknarvinnu í leitum og mikilvægt er að auglýsa eftir flugvélinni með nákvæmri mynd ef hægt er eins fljótt og mögulegt er. Á einum miðli var frétt um leitina, með mynd af einhverri flugvél mjög ólíkri þeirri sem leitað var að, höfð með fréttinni. Þarna eiga við sömu lögmál og í leitum að týndu fólki á landi það er að ef bjargir hafa verið kallaðar til leitar er full ástæða til að auglýsa eftir þeim týnda í fjölmiðlum. Starfsstöð landsstjórnar var í sambandi við svæðisstjórnir og var markmiðið að miðla til þeirra þeim upplýsingum sem bárust til svæðisstjórna sem stjórnuðu björgum á sínu svæði. Upplýsingar bárust hratt og var þetta krefjandi verk. Stjórnkerfið var með þeim hætti í aðgerðinni að JRCC Ísland var með heildarstjórn, SST var virkjuð undir forræði JRCC Ísland og svæðisstjórnir voru að útdeila verkefnum til sveita, oft eftir ábendingum frá SST. Þetta fyrirkomulag virkaði vel en afar mikilvægt er að allar upplýsingar fari úr SST til svæðisstjórna; áskorun sem við stöndum oft frammi fyrir í stórum aðgerðum. Besta leiðin til þess að miðla upplýsingum er í gegnum aðgerðagrunn-

Grindavík, Hafnarfjörður, Höfn, Ísafjörður, Reykjanesbær, Sandgerði www.fms.is 22

Björgunarmál

inn en SST er ekki með sama grunn og félagið og mikilvægt er að koma því þannig fyrir að upplýsingar flæði þarna á milli. Vísbendingar sem bárust um ferðir vélarinnar bentu flestar til þess að líklegasta svæðið væri Tröllaskaginn en öðrum svæðum var haldið í sínum verkefnum áfram en fljótlega hefðum við farið að draga úr viðbúnaði á öðrum svæðum og svæðisleit skipulögð á Tröllaskaganum með áherslu á dali á austurhluta skagans. Það sem ekki hefur verið framkvæmt áður í leit að loftfari en oft er notað í öðrum leitaraðferðum er að sjá á hvaða senda sími þess týnda hefur komið inn. Þessi gögn eru vandmeðfarin en afar mikilvæg og krefjast sérstakar þekkingar í vinnslu. Þetta eru vísbendingar eins og annað sem kemur inn í aðgerðina og ber að vinna úr samkvæmt því. Undirritaður veit ekki til þess að miðunarstöð fyrir farsíma hafi verið notuð og komið að gagni í þessari aðgerð en gögn úr sendum símafyrirtækjanna voru sannarlega hluti af því auka líkurnar á ákveðnum svæðum. Eins og áður hefur komið fram er ein af aðaláskorunum við leit að loftförum sú staðreynd að leitarsvæðið getur verið afar stórt og hefðbundnar bjargir á jörðu niðri eru háðar slóðum og vegum í hraðleitarfasanum, ganga inn afskekkta dali tekur tíma og eru fremur verkefni í svæðisleitarfasa. Leit úr lofti séu aðstæður hagstæðar er góður kostur og hægt er að leita tiltölulega hratt stór svæði. Spurningin við þess háttar leit er hverjar eru líkurnar á fundi á flugvélum og þyrlum. Sú tölfræði sem við höfum yfir það er frá löndum þar sem landslag er með öðrum hætti en hér, skóglendi oftast ráðandi og líkur á fundi minni en ætla mætti hér á landi. Það er að minnsta kosti tilfinning undirritaðs að líkur á fundi með þyrlum Gæslunnar séu töluvert hærri en það sem við erum að sjá í erlendum rannsóknum. Þetta væri vert að skoða betur hér og ekki síður að skoða þann möguleika að koma á formlegu samstarfi björgunaraðila við einkaflugmenn með það að markmiði að tryggja samræmingu í leitaraðgerðum. Eftir vísbendingar flugmanns einkaflugvélar og upplýsingum frá farsímasendum var björgum stefnt inn Barkárdal bæði göngumönnum og þyrlu LHG þar sem flugvélin fannst svo að lokum. Í heild sinni fór leitar og björgunarstarfið vel fram og samvinna viðbragðsaðila afar góð. Undirritaður telur afar mikilvægt að gerð verði viðbragðsáætlun vegna leitar að loftförum þar sem skjalfest verði hvernig unnið er í leitum að loftförum og einnig að verklag í Samhæfingarmiðstöðinni og stjórnun heima í héraði verði sett niður svo klárt sé hver gerir hvað og hvenær. Eins og alltaf eru rýnipunktar sem þarf að taka á og laga á öllum stigum aðgerðarinnar en það er eðlilegt og mikilvægur þáttur í framþróun leitar og björgunar.


RÉTTU JEPPADEKKIN KOMA ÞÉR ALLA LEIÐ! Jeppi stendur ekki undir nafni nema hann sé vel dekkjaður. Ef þú vilt nýta til fullnustu, orku, aksturseiginleika og öryggi jeppans, skiptir sköpum að velja réttu dekkin. Þegar jeppadekk eru annars vegar búum við yfir áratuga reynslu og þekkjum þá eiginleika sem breytilegar akstursaðstæður kalla á.

FÁÐU AÐSTOÐ VIÐ VAL Á JEPPADEKKJUM HJÁ SÖLUAÐILUM OKKAR UM LAND ALLT

Tangarhöfði 15 110 Reykjavík 590 2045 590 2045 | BENNI.IS

Grjótháls 10 110 Reykjavík 561 4210

Fiskislóð 30 101 Reykjavík 561 4110

Lyngási 8 210 Garðabæ 565 8600

Njarðarbraut 9 260 Reykjanesbæ 420 3333 561 4200 / NESDEKK.IS


Kaldur – kaldari koma á í veg fyrir frekari kælingu! Á þessari myndaröð má sjá dæmi hvernig búið er um sjúkling í börur. Notast er við neyðarskýli, fjögurra manna, sem vindhelt lag. Skýlið er sett fyrst í börurnar, þar á eftir kemur einangrunardýna og svo ullarteppi undir og utanyfir sjúklinginn.

24

Björgunarmál

Sigrún Guðný Pétursdóttir - yfirleiðbeinandi í fyrstu hjálp.


Veðráttan er margvísleg á Íslandi. Oft leiðir það af sér einfalt en þó margslungið vandamál sem algengt er að hrjái þá sem eru týndir eða slasaðir. Þeim er kalt. Að vera kalt er ekki bara óþægileg tilfinning heldur líka, eins og fólk veit, lífshættulegt ástand. Kuldinn getur í grunninn verið orsök fyrir því að viðkomandi tekur rangar ákvarðanir, að hann villtist af leið og verður úti. Fyrir þann sem er slasaður og verið er að bjarga getur kuldinn haft alvarlegar afleiðingar, kæling getur valdið aukinni blæðingu og dregur úr eðlilegum viðbrögðum líkamans við áverka, sem geta verið lífsbjargandi. Auk þess er það mjög óþægileg tilfinning að vera kalt. Kannski ekki á það bætandi ef einstaklingur er beinbrotinn og hræddur. Fyrsta hjálp á vettvangi felur í sér margvísleg viðbrögð og er það að koma í veg fyrir að einstaklingur kólni eitt það mikilvægasta sem hægt er að gera til að fyrirbyggja að ástandið versni. Byrja þarf sem fyrst að huga að þessu atriði og má setja það sem hluta af því að tryggja öryggi sjúklings að verja hann fyrir umhverfinu. Til þess að koma í veg fyrir að líkami kólni er grunnurinn að vita hvernig líkaminn tapar hita, en við útskýringu á því eru notuð hugtökin; streymi, leiðni, geislun og uppgufun.

Leiðni Hiti jafnast alltaf út, þannig að heitur hlutur sem liggur á köldu yfirborði kólnar vegna þess að kalt yfirborðið sogar hitann til sín. Flestir kannast við þetta

á hinn veginn, ef við setjum kaldan pott á heita hellu að þá hitnar potturinn. Þetta þýðir að mikilvægt er að huga alltaf að undirlaginu, ef einstaklingur liggur á kaldri jörðinni er mikilvægt að huga að því að reyna að einangra hann frá kaldri jörðinni. Til dæmis með því að koma einangrunardýnu undir hann.

Streymi Hiti jafnast ekki bara út, aðstæður geta hreinlega verið þannig að hann streymir í burtu frá líkamanum. Á vettvangi er þetta talsverð ógn fyrir kaldan sjúkling. Hiti myndast frá líkamanum og næsta lag líkamans, svo sem föt, hitnar. Ef vindur leikur um fötin, þá blæs í gegnum allt og hitinn nær aldrei að haldast kyrr. Ef viðkomandi hefur dottið í sjó er streymið margfalt. Þeim sem falla í kaldan sjó og sjá ekki fram á möguleika að synda í öruggt skjól er því kennt að hnipra sig saman. Utandyra er því gríðarlega mikilvægt að setja ekki bara teppi utan um slasaðan einstakling heldur einnig að koma markvisst í veg fyrir streymi með því að koma honum í skjól, eða setja eitthvað vindhelt utan um hann.

Uppgufun Líkaminn getur tapað miklum hita með uppgufun, í raun er uppgufun einmitt sú aðferð sem líkaminn notar fyrst og fremst til þess að kæla líkamann. Þegar við reynum á okkur eykst súrefnisflæði til vefja líkamans, efnabruni á sér stað og þar af leiðandi hitnar líkaminn. Viðbrögð líkamans er að framleiða svita og þegar svitinn gufar upp af húðinni verður kæling. Það er því nokkuð ljóst að kaldur og blautur líkami er ekki góð blanda. Flestir kannast við að stíga naktir út úr sturtunni heima og finna fyrir kulda en þegar búið er að þurrka sér fer þessi kuldatilfinning. Það ætti alltaf að vera áhersla á að fjarlægja blaut föt og þurrka líkamann (muna að blóð er líka bleyta) hjá Björgunarmál

25


slösuðum. Einnig er mikilvægt að reyna að loka eða hylja stór sár og brunasár. Í beljandi stormi á vettvangi getur þetta verið illframkvæmanlegt og ætti þá markmiðið að vera að hylja vel líkamann og jafnvel að pakka honum inn í plast til þess að minnka uppgufun og koma í veg fyrir að bleytan komist í teppi og annan umbúnað sem settur er utan yfir sjúklinginn.

Geislun Því miður er það ekki svo gott að hitinn sé kyrr á líkamanum ef undirlagið er jafn heitt og hann og enginn vindur leikur um, því þá slæðist hitinn í burtu út í lofið af því að umhverfið er yfirleidd kaldara en líkaminn, þetta er kallað geislun. Margir kannast við það að standa við opinn eld, það þarf ekki að koma við eldinn til þess að finna að hann er heitur heldur geislar hitinn frá honum. Herbergishiti er til dæmis yfirleitt um 25° og hiti utandyra er yfirleitt lægri þannig að þarna getur verið um talsvert hitatap að ræða. Talsverð geislun er um höfuð og því er mikilvægt að hylja höfuð vel (sérstaklega á þetta við um ungabörn þar sem höfuð þeirra er hlutfallslega mjög stór hluti af líkamanum). Það er mælt með að nota álpoka því kenningin er að álið endurkasti hitanum frá sér. Ef verið er að flytja slasaðan í bíl er rökrétt að hækka miðstöðina í botn.

Dæmi um góðan umbúnað á vettvangi Lykilatriðið í allri meðferð er sem sagt að huga að öllum þessum fjórum þáttum á vettvangi þar sem verið er að sinna slösuðum eða köldum. Sem dæmi um þetta má nefna atvik þar sem björgunarsveitarmenn þurftu að sinna manni sem lenti í vélsleðaslysi. Hér

www.uth.is uth@uth.is

Björgunarmál

Skjólið Ef því er ekki við komið að komast inn í bíl eða hús þarf að mynda skjól og koma vindheldu lagi utan yfir hinn slasaða. Ýmis búnaður hefur verið notaður sem vindhelt ysta lag, má þar t.d. nefna segldúka,

tjaldefni, plast eða bívak. Svokallað neyðarskýli er að koma mjög sterkt inn, það er létt og einfalt í notkun. Það má bæði nota yfir sjúkling á vettvangi og ef það er í réttri stærð passar það til að vefja utan um sjúkling á börum. Aukning hefur orðið á því að björgunarsveitir komi með tjöld til þess að geta tjaldað yfir einstaklinga meðan þeir bíða eftir frekari aðstoð.

Að lokum Það að þekkja hvernig líkaminn tapar hita er grundvöllur þess að markvisst sé hugað að því að koma í veg fyrir frekara hitatap hjá þeim sem við sinnum sem björgunarsveitarmenn. Ganga þarf ákveðið til verka og byrja sem fyrst. Það tekur t.d. ekki langan tíma að setja húfu á höfuð þess kalda. Þessi hugtök eru þó ekki bara nýtileg í fyrstu hjálpinni heldur ættu allir að tileinka sér þessa þekkingu. Þegar ferðast er á fjöllum þarf hver og einn að huga að þessum þáttum hjá sér, þegar sofið er í tjaldi eða snjóhúsi að vetri til er hugað að þessu; gott skjól, gott undirlag, góð einangrun, hafa húfu og vera þurr þegar skriðið er ofan í svefnpokann er uppskrift að farsælli nótt. Börn tapa hita hraðar en fullorðnir að hluta til vegna þess að þau hafa stærra höfuð en einnig vegna þess að þau hafa litlar orkubirgðir sem er grundvöllur þess að líkaminn framleiðir hita. Foreldrar þurfa því að þekkja þessa þætti og vera meðvitaðir um þá, sérstaklega þegar verið er að ferðast með börn sem sitja kyrr meðan fullorðni aðilinn er að reyna á sig. Þá er fullorðni aðilinn að framleiða hita með sinni hreyfingu meðan barnið er óvirkt og hitaframleiðsla í lágmarki. Grundvöllur hitaframleiðslu er líka að viðkomandi sé vel nærður og fyrir kalda er orkuríkur heitur drykkur besta meðalið.

ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR

FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA

Frímann s: 897-2468

26

er lýsing á hvernig búið var um manninn sem fengin var frá björgunarsveitarmanni á vettvangi: „Honum var pakkað í bóluplast utanyfir fötin sem hann var í. Ákveðið var að fjarlægja ekki hjálminn vegna skjólsins sem hann veitti auk þess sem skjólstæðingurinn vildi hafa hann. Utan yfir bóluplastið voru sett 1-2 lög af teppum og að lokum var honum pakkað í Tyromont-sekk með innbyggðri vacumdýnu. Til að einangra hann frekar frá snjónum var sekkurinn settur ofan í börur. Þannig beið hann í nokkrar mínútur meðan tjaldhimininn var settur upp, en þangað var hann settur inn og beið þar í skjóli fyrir veðri og vindum þar til þyrlan kom. Við notuðum tvo litla hitapoka; annan settum við í vinstri handakrika og hinn lögðum við á hálssvæðið. Hitapokarnir gáfu góða raun þrátt fyrir að vera litlir og virkuðu sem ytri upphitun.“ Þessi lýsing er dæmi um að vel hefur verið vandað til verka og hugað að öllum þáttum hitataps. Hann er vel einangraður, honum er komið í skjól, hjálmurinn er hafður á til að hylja höfuð (þar var tekið mið af ástandi sjúklingsins og áverkar hans ekki þannig að ástæða væri til að fjarlægja hjálminn) og hugað var að hvort koma þyrfti í veg fyrir uppgufun. Notaður var ytri hiti í formi hitapoka en úrval af þeim á markaðnum hefur aukist og ekkert því til fyrirstöðu að nota þá. Þessi einstaklingur kólnaði ekki þrátt fyrir að töluverð bið væri þar til þyrlan kom.

Hálfdán s: 898-5765

Ólöf s: 898-3075

Stapahrauni 5, Hfj. Sími 565-9775


– fyrir kröfuharða ökumenn

Skoðaðu úrvalið á vefnum okkar:

www.dekkjahollin.is AKUREYRI

Draupnisgötu 5 460 3000

EGILSSTAÐIR Þverklettum 1 460 3001

REYKJAVÍK Skeifunni 5 460 3002

REYKJAVÍK

Skútuvogi 12 460 3003

/dekkjahollin

AKUREYRI

EGILSSTAÐIR

REYKJAVÍK

REYKJAVÍK


Æfingin skapar 28

Björgunarmál

Guðbrandur Örn Arnarson, Slysavarnafélagið Landsbjörg. – Myndir: Sigurður Ó. Sigurðsson.


meistarann Landsæfing 2015 í Eyjafirði

Björgunarmál

29


Hér eru engin vettlingatök

Landsæfingu má líta á sem eina stærstu uppskeruhátíð björgunarsveita. Annað hvert ár koma björgunarsveitir saman hvaðanæva af landinu á einum stað og leysa verkefni í heilan dag. Einni eða fleirum björgunarsveitum er falið að skipuleggja æfinguna, halda utanum framkvæmdina og bjóða þær síðan einingum félagsins til æfingarinnar. Þetta árið sáu björgunarsveitir í Eyjafirði um skipulagningu og framkvæmd æfingarinnar og var hún hin glæsilegasta. Mikið verk er að skipuleggja æfingu af þessu tagi. Undirbúa þarf verkefnin vel og hvert þeirra þarf að hafa umsjónarmann sem fylgist með framgangi verkefnis. Hann gefur hópum uppbyggilega endurgjöf, annað hvort á meðan á verkefni stendur eða að verki loknu allt eftir eðli þess og hvað er verið að æfa. Í sumum verkefnum er notast við „dúkkur“, t.d. í leitarverkefnum. Finna þarf einstakling út frá vísbendingum sem eru hluti af lausn verkefnisins og er í raun og veru ótækt að láta fólk liggja úti allan daginn nema við allra bestu aðstæður. Í fyrstu hjálpar verk30

Björgunarmál

Björgun úr þröngu rými endursköpuð með einfaldri leikmynd.


efnum er oftast notast við leikara sem koma oft frá unglingadeildum björgunarsveita og eru þeir farðaðir til að gera verkefnin sem raunverulegust. Í ár voru verkefnin á Landsæfingunni alls 72 talsins og þurfti því gríðarlega stóran hóp til að gera æfinguna jafn glæsilega og raun ber vitni. Það er mál þátttakenda að vel hafi tekist til þar sem afar fátítt var að hópar þyrftu að bíða eftir verkefnum. Það þarf

oft að feta einstigi milli þess að vera með nógu mörg verkefni til að hópar þyrftu ekki að bíða eftir verkefnum og ekki of mörg til að leikarar og umsjónarmenn lendi ekki í biðinni. Þátttakendur á æfingunni voru skráðir 280. Auk þeirra voru 60 umsjónarmenn með verkefnum og um 90 leikarar, alls um 430 manns. Tólf aðgerðastjórnendur sáu um að keyra æfinguna og síðan var æfingarstjórn sem tryggði að í heildarverkinu færu saman hljóð og mynd.

Mikilvægt er að hugsa til þess að afar erfitt er að setja upp æfingu þar sem allir fá eingöngu verkefni á sínu þrönga áhugasviði. Við sem björgunarsveitafólk verðum að vera reiðubúin að mæta öllum tegundum verkefna í starfi okkar og því er mikilvægt að við notum það góða tækifæri sem Landsæfingin er til að æfa breiddina. Leit getur breyst í björgun, jeppaverkefni getur breyst í straumvatnsbjörgun og fjallabjörgun getur breyst í fyrstuhjálpar verkefni.

Rýnt í ýlinn.

Hér skortir ekki hestana! Björgunarmál

31


Nýjasta tækni notuð.

Blaut og köld björgun. 32

Björgunarmál


LÁTTU HEILLAST

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 76662 10/15

LAND CRUISER

Kynntu þér Toyota FLEX - nýja leið til að eignast Toyota bifreið

Lág

innborgun

Tryggt

framtíðarvirði

Fastar

mánaðargreiðslur

Ný útgáfa af Land Cruiser 150 með nýrri og sparneytnari vél, háþróuðu myndavélakerfi og Blind Spot Monitor ásamt ríkulegum aukabúnaði. Skoðaðu hann líka í sérstakri afmælisútgáfu með Adventure pakka að verðmæti 750.000 kr. sem færir hann í æðra veldi. Láttu heillast hjá næsta söluaðila Toyota á Íslandi.

5 ÁRA ÁBYRGÐ

Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Garðabæ Sími: 570-5070

Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600

Bíllinn í þessari auglýsingu endurspeglar ekki endilega þann búnað sem tilgreindur er. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur. Nánari upplýsingar hjá söluráðgjöfum.

Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000


Yfirbyggður báturinn hlífir mannskapnum fyrir veðri og vindum, eykur til muna öryggi björgunarsveitarfólks og ræður við verra sjóveður. Mynd: Vilhelm Gunnarsson.

Nýr íslenskur

björgunarbátur 34

Björgunarmál


Samstarfið Árið 2011 hafði Rafnar ehf. samband við Slysavarnafélagið Landsbjörg og óskaði eftir samstarfi við þróun á harðbotna björgunarbáti. Framlag félagsins yrði í formi þeirrar reynslu og þekkingar sem byggst hefur upp innan raða þess sl. 30 ár. Fyrstu prófanir fóru fram þá um veturinn. Strax varð mönnum ljóst að bátar með þessu skrokklagi höguðu sér allt öðruvísi en þeir bátar sem björgunarsveitir félagsins höfðu verði með í rekstri en menn voru jákvæðir. Þó voru nokkur stór atriði sem fara þyrfti betur í saumana á áður en frekari þróunarvinna færi af stað. Hlé var gert á samstarfi Rafnars ehf. og SL þar til síðla árs 2014 en þá var þráðurinn tekinn upp að nýju. Myndaður var nýr vinnuhópur og kom hann saman í byrjun árs 2015 og eftir nokkra fundi og tölvupóstsamskipti

voru menn nokkuð sammála með niðurstöðuna. Rafnar ehf., sem áður hét OK Hull, var stofnað árið 2005. Maðurinn á bakvið fyrirtækið og aðaleigandi þess er Össur Kristinsson stoðtækjafræðingur. Össur er reynslumikill í fyrirtækjarekstri og þróunarvinnu, enda stofnaði hann stoðtækjafyrirtækið Össur hf. á sínum tíma og stýrði því til ársins 2004. Þegar Össur hætti afskiptum af rekstri þess fyrirtækis dró hann úr farteski sínu gamla hugmynd, að bát þar sem hringgeirar eru notaðir til að mynda bátsskrokk eftir sérstakri formúlu. Stærð báta sem teiknaðir eru eftir þessari formúlu er skalanleg hvort sem um rúmstærðir eða vélarafl er að ræða. Smíðuð voru líkön og þau prófuð í togtönkum í Vín, Potsdam og Malöy. Einnig voru smærri líkön smíðuð og þau dregin í togtanki fyrirtækisins, samtals um 150 líkön. For-

múlan og skrokklagið er einkaleyfisbundið í Bandaríkjunum en einkaleyfi í Evrópu er væntanlegt.

Báturinn Menn veltu fyrir sér hvort hús ætti að vera á bátnum eður ei. Varð niðurstaðan sú að það myndi auka notagildi bátsins svo gríðarlega að hafa skjól fyrir áhöfn og að geta komið sjúklingi á börum fyrir innandyra að mönnum þætti ekki forsvaranlegt að fara í slíka þróunarvinnu nema svo yrði. Úr varð að hús var hannað á bátinn sem getur tekið sex manns í sæti og fella má niður tvö sæti til að koma fyrir sjúklingi á bakbretti. Báturinn sem HSSK hefur nú fest kaup á, sem og aðrir bátar sem Rafnar er að kynna um þessar mundir, er því afrakstur rannsókna og tilrauna sem

Sigurður R. Viðarsson, Slysavarnafélagið Landsbjörg

Björgunarmál

35


Slithúð (gelcoat) sprautað í mótið. Í bátasmíði ( þ.e. trefjaplasti ) er nefnilega byrjað á því að mála. Stýrishús híft á sinn stað. Þarna hefur blöðru verið fest á dekkið áður en það er fest á bátinn.

Skrokkurinn tekinn úr mótinu. Á þessu stigi er búið að setja allar styrkingar og flestar lagnir sem liggja undir dekki (rafmagns-, lensi- og eldsneytislagnir) auk eldsneytistanka.

staðið hafa síðan 2005. Áhersla hefur verið lögð á þessa stærð og gerð báta síðan 2011, en þá hófu Rafnar ehf. og Landhelgisgæsla Íslands samstarf. Alls hafa sjö frumgerðir verið smíðaðar, 7,5 - 8,0 10 og 12 metra langar. Þekktastur þessara báta er frumgerðin Leiftur (sknr. 7745). Landhelgisgæslan tók Leiftur til mjög ítarlegra prufusiglinga árin 2013 og 2014. Alls voru sigldar 2.800 sjómílur við mjög misjafnar aðstæður og aðgerðir, allt frá æfingum til síldarsmölunar, fiskveiðieftirlits, köfunarverkefna, leitar og björgunar. Samhliða voru gerðar tilraunir á bátnum, m.a. var stefni bátsins breytt, þyngdardreifing bátsins var endurskoðuð og húflistar voru endur36

Björgunarmál

bættir auk þess sem reynsla og þekking á hegðun bátsins jókst jafnt og þétt með hverri sigldri mílu. Hugmyndafræði Rafnars ehf. gengur út á að tryggja áhöfn og farþegum eins örugga og þægilega siglingu og kostur er miðað við aðstæður hverju sinni, á hærri meðalhraða en á öðrum bátum í sambærilegri stærð. Augljóslega leikur skrokklag báta þar aðalhlutverk auk smíðaaðferða og almenns aðbúnaðar um borð. Haft er eftir starfsmanni Rafnars að „við búum ekki við lágan sendingarkostnað eða ódýrt vinnuafl, sóknarfæri okkar liggur í áherslum á gæði í hönnun og smíði“. Ólíkt bátum með hefðbundið planandi skrokklag þá

Stefnir fór í sitt fyrsta útkall vegna tilkynningar um neyðarblys á lofti aðeins nokkrum dögum eftir að Hjálparsveit skáta í Kópavogi fékk hann í hendur. Mynd:Sigurður Ólafur Sigurðsson. lyftast bátar frá Rafnar ekki upp á sjóinn, né heldur ryðja þeir allri þyngd sinni í gegnum hann líkt og hefðbundnir særýmisbátar. Með öðrum orðum þá er báturinn sem límdur við hafflötinn um leið og hann er á plani. Einnig virðist báturinn búa yfir mikilli sjóhæfni, stjórnhæfni bátsins er einnig með miklum ágætum. Eðli skrokka frá Rafnari er ágætlega lýst þannig að við hraðaaukningu minnka þeir særými sitt með því að lyftast lóðrétt í vatninu án verulegrar breytingar á stafnhalla. Einnig er stöðugleiki skrokkanna mikill vegna samspils skrokklögunar og eðlisfræðilegra eiginleika vatns/sjávar.


KÆRU FÉLAGSMENN

20% ALLT AÐ

AFSLÁTTUR SJÖ

Sérpanta nir frá

Ameríku

GEGN FRAMVÍSUN FÉLAGSSKÍRTEINIS

VERSLANIR MEÐ MIKIÐ VÖRUÚRVAL

REYKJAVÍK, Dvergshöfða 2, KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata, HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17, REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7, AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngási 13

www.bilanaust.is

Sími: 535 9000

Gæði, reynsla og gott verð!


Stefnir Frá stofnun Rafnars hefur fyrirtækið verið í samstarfi við bátaflokk HSSK. Gekk það samstarf út á að félagar úr bátaflokknum hafa fengið að prófa báta sem voru í þróun hjá Rafnari, gefið álit og unnið saman að hönnun björgunarbáts sem mætir þörfum sveitarinnar. Í gegnum árin hefur HSSK boðið Rafnari að senda frumgerð af bátum, sem þeir hafa verið að þróa, á samæfingar björgunarsveita á suð-vesturhorni landsins sem hefur vakið mikla athygli. Í kjölfar slíkra æfinga hefur Rafnar fengið endurgjöf frá bátaflokki HSSK um hvað sé að virka vel og hvað megi betur gera. Hefur því ríkt gott samstarf síðastliðin 10 ár enda áhugi bátaflokks mikill í að geta lagt sitt á vogarskálarnar við hönnun björgunarbáts Rafnars. Tók bátaflokkur mið af þeirri reynslu sem þeir höfðu öðlast af gamla Stefni með það að markmiði að nýr björgunarbátur gæti borið þann björgunarbúnað sem þarf til að leysa verkefnin. Það var því mikilvægt að báturinn væri stór, fremur þungur, með stýrishús og gæti farið hratt yfir í þónokkrum öldugangi. Félagar bátaflokks HSSK eru sammála um að það hafi tekist einstaklega vel og athugasemdir þeirra teknar til greina við hönnun bátsins. Varð það til þess að ákveðið var að fjárfesta í nýjum björgunarbáti frá Rafnari haustið 2015. Eftir að Stefnir var afhentur HSSK hafa félagar úr bátaflokki æft sig að sigla bátnum í þónokkurri ölduhæð og hefur hann farið fram úr þeirra björtustu vonum. Stefnir tekur öldurnar einstaklega mjúkt og tókst starfmönnum Rafnars að hanna bátinn þannig að hann helst nokkuð þurr þegar siglt er í gegnum öldurnar. Að mati bátaflokks HSSK var það ein af stærstu áskorununum sem starfsmenn Rafnars stóðu frammi fyrir við hönnun bátsins. Tókst Rafnari því að mæta öllum þeim kröfum sem HSSK gerir til björgunarbáts. Staðreyndir um Stefni KÓ. Mesta lengd Mesta breidd Lóðlínulengd Djúprista Eigin þyngd* Eldsneytistankar Mesti hraði Áhöfn Farþegar Farsvið á við 80% aflnotkun (um 30 hnútar)

11 m 3,2 m 10 m 0,55 m 3.800 kg 2 x 300 L 40 hnútar 3-4 2-3 230 Nm

* Þessi þyngd er breytileg eftir vélastærð og tegund

Raunhæfur kostur fyrir björgunarsveitir Björgunarsveitin Geisli á Fáskrúðsfirði setti sig í samband við Rafnar ehf. í sumar en sveitin hafði þá í nokkurn tíma leitað að báti sem hentaði þörfum

NESKAUPSTAÐ

38

Björgunarmál

hennar og var búin að skoða nokkra kosti. Sveitin hafði farið í gegnum þarfakönnun á sínu svæði og komist að þeirri niðurstöðu að þeir eiginleikar sem báturinn hefur upp á að bjóða pössuðu nánast algerlega við þeirra þarfir. Ganghraði bátsins er mikill eða um 40 sml/klst. Samkvæmt þeim prófunum sem Landhelgisgæslan hefur gert á skrokknum á að vera hægt að halda þeim hraða þótt öldugangur sé orðinn talsverður. Hann er með lokuðu húsi sem gerir flutning á sjúklingum mögulegan ásamt því að flutningur á heilbrigðisstarfsfólki eða slökkviliðsmönnum um borð í skip verður þægilegri. Þessi einstaka hönnun gerir það að verkum að báturinn fer einstaklega vel með þá sem í honum eru en það er einn af þeim augljósu kostum sem gera sjúkraflutninga á sjó raunhæfan kost. Leitast hefur verið við í hönnuninni að allt dekkpláss bátsins sé sem sléttast og engir hlutir sem menn eigi á hættu að reka tærnar í eða slasa sig á ef menn hrasa. Báturinn er búinn tveimur 250 hestafla utanborðsvélum og hafa þeir bátar sem hafa verið afhentir þegar þetta er skrifað verið búnir Yamaha fjórgengisvélum. „Við teljum aftur á móti að Evinrude tvígengisvélar henti okkar þörfum betur af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi þurfum við á dráttargetu tvígengismótoranna að halda auk þess sem minni hætta er á tjóni ef svo óheppilega vill til að vélarnar taki inn á sig vatn,“ segja félagar Geisla. Rafnar ehf. hefur ekki bundið sig við neina sérstaka vélartegund og því geta nýir kaupendur valið þær vélar sem þeir telja að henti þeirra þörfum best.

Framtíðin Rafnar ehf. er að mörgu leyti sérstakt fyrirtæki, að minnsta kosti á íslenskan mælikvarða. Í níu ár einbeitti Rafnar sér að rannsóknum og þróun og hafði sig lítt í frammi, en snemma á þessu ári var ákveðið að venda kvæði í kross og hefja kynningu og markaðssetningu af fullum krafti. Sá bátur sem fyrirtækið hefur verið að þróa og hanna undanfarin misseri er 8,5 metra MOB/léttabátur búnir 330 hestafla dísilvél og þotudrifi, ætlaður til björgunar og gæslustarfa. Hefur hann fengið nafnið Flengur en einnig er hægt að fá Fleng búinn utanborðsvél. Leiftur, 11 metra bátur sem hannaður hefur verið í sama tilgangi og Flengur, er hægt er að fá með eða án húss, búinn utanborðsvélum, en um þessar mundir er verið að hanna Leifturbát sem búinn er innanborðsvél. Síðast en ekki síst er nefndur til sögunnar Leiknir, 12 metra lúxushraðbátur sem hannaður hefur verið í þremur útgáfum. Leiknir er eingöngu með innanborðsvélum en möguleiki er að nota hældrif, Pod-drif eða hefðbundnar skrúfur til framdriftar. Þónokkur áhugi er á þessari fyrstu framleiðslulínu Rafnars enda einkar áhugaverðir bátar sem hannaðir eru og framleiddir að öllu leyti á Íslandi.

Eldvarnir ehf.


Þjóðvegahátíðir Í tilefni 15 ára afmælis einnar stærstu björgunaraðgerðar Íslandssögunnar sem og í ljósi tíðarfars vetrarins er óvitlaust að staldra aðeins við. Einhverjir velta kannski fyrir sér hvaða björgunaraðgerð átt sé við. Um er að ræða Þrengslaævintýrið þegar um 1.500 manns var bjargað úr 400 bílum í Þrengslunum í kjölfar Heklugossins árið 2000. Þó svo við séum ekki endilega að horfa á svona gríðarlega stóra atburði þá má að minnsta kosti reikna með að við komum til með að sjá eitthvað á svipuðum nótum aftur. Ekki hefur umferðin bara verið að aukast heldur er það fjölgun óvanra ferðamanna, aukinn áhugi fólks á ferðamennsku sem spilar þar inn í sem og ferðamannaátakið Ísland allt árið ásamt öllum þeim fjölmörgu hátíðum út um allt land og af öllu tagi sem kalla á stóraukna umferð á þjóðvegum. Allir þessir viðburðir gera það að verkum að við getum búist við miklum fjölda bíla og farþega á óvanalegum stöðum - allt árið alls staðar. Víða höfum við ekki nema 2-3 sveitir í kallfæri við þessa staði þar sem hættast er við umferðartöfum eða stoppi vegna veðurs eða umhverfis. Af samræðum við aðila sem fara oft í umferðarverkefni uppi á heiðum þá virðist það oft vera þannig að þegar verið er að fara að aðstoða einn til tvo bíla þá keyra menn fram á kannski tvo til þrjá til viðbótar sem getur gert það að verkum að ekki er hægt að taka alla í sömu ferðinni. Þá þarf að forgangsraða – hverja ætlum við að flytja fyrst. Til þess að geta forgangsraðað þá þarf að vera búið að meta aðstæður, átta sig á þörfinni, finna út hverjir geta beðið og hverja þarf að flytja fyrst. Þá þurfum við einnig að gera okkur grein fyrir hversu langan tíma það tekur okkur að flytja fólkið.

Til dæmis tekur fimm sæta Patrol með tveimur björgunarmönnum þrjá farþega. Ef það tekur 30 mínútur að keyra niður og aftur uppeftir þá annar hann um það bil sex farþegum á klukkustund. Ef um er að ræða samtals 10 manns þá tæki það 2,5-3 klukkustundir. Eins og við þekkjum vel þá geta aðstæður breyst verulega á 2-3 klukkustundum. Bíll sem er í gangi og með miðstöðina í lagi veitir gott skjól. Hins vegar ef rúða brotnar og það deyr á honum þá erum við að tala um allt aðrar aðstæður. Sérstaklega ef fólk þarf að bíða í 1-2 tíma við þær aðstæður. Þetta gerir það að verkum að við þurfum að kanna aðstæður miklu betur áður en við leggjum af stað. Átta okkur á veðri á staðnum ásamt veðurspá. Kanna umfangið og telja hvað það eru margir bílar með fólki. Ef umfangið er mikið þarf að reyna að skipta veginum upp í svæði. Með því að vera með tvö til þrjú svæði sem hægt er að kanna samtímis er hægt að spara umtalsverðan tíma. Við svæðaskiptinguna er best að láta mörk svæða liggja við auðgreinanleg kennileiti eins og t.d. brýr eða gatnamót. Að jafnaði þá má reikna með 2-3 farþegum í bíl þannig að ef við þurfum að sækja fólk í fimm bíla þá má reikna með að minnsta kosti 10 manns. Fjöldi bíla 5 10 20 30 50 70 100

Áætlaður fjöldi farþega (meðalt. með bílstj. 2,5) 10 25 50 75 125 175 250

Við eigum hiklaust að líta á þjóðvegastöppur sem möguleg hópslys og afgreiða þau sem slík. Við þurfum að byrja á að átta okkur á umfanginu. Ef við erum örugg á því að það sé bara um einn til tvo bíla að ræða þá er þetta ekkert flókið. En ef það er möguleiki á að það séu fleiri bílar stopp þá þurfum við að kanna það. Við getum ekki treyst því að allir þeir sem eru stopp séu í farsímasambandi, hvað þá í sambandi við Neyðarlínuna. Við ættum þess vegna að gera út könnunarhóp á vélsleðum eða fjórhjólum ef aðstæður bjóða upp á slíkt. Markmið könnunarhóps er að telja bíla og meta ástandið í hverjum bíl um sig. Við þurfum að skrá og staðsetja hvern bíl þannig að aðrir hópar en könnunarhópur geti sótt í þá. Til þess að geta forgangsraðað þurfum við að svara nokkrum spurningum: • • • • • •

Hvar er bíllinn? Hvað eru margir í bílnum? Er einhver veikur eða í neyð? Eru börn í bílnum? Veitir bíllinn skjól? Getur bíllinn gengið eitthvað áfram?

Nauðsynlegt er að vera með stöðugt endurmat á aðstæðum og fara reglulega í þá bíla sem eru á bið því aðstæður geta breyst hratt. Það getur borgað sig að selflytja á milli bíla og safna fólki sem þarf að bíða í einn eða tvo ef þeir eru öruggari eða eru á betri stað.

Magnús Hákonarson, Hjálparsveit skáta í Kópavogi

Björgunarmál

39


allt Skoðið áv um gar leiðbeinin fsins notkun ly

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A / A c t a v i s 5 1 3 0 0 2

Ræðst gegn verkjum

Paratabs®

– Öflugur verkjabani! Notkunarsvið: Paratabs inniheldur virka efnið parasetamól 500 mg. Paratabs er verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Lyfið er m.a. notað við höfuðverk, tannverk, tíðaverk, vöðvaverk og hita. Skömmtun: Fullorðnir og unglingar sem eru 50 kg eða þyngri: 1 til 2 töflur á 4 til 6 klst.fresti eftir þörfum, að hámarki 6 töflur/3 g á dag. Börn og unglingar sem eru 43-50 kg að þyngd: 1 tafla á 4 klst. fresti eftir þörfum, að hámarki 5 töflur/2,5 g á dag. Börn sem eru 34-43 kg að þyngd: 1 tafla á 6 klst. fresti eftir þörfum, að hámarki 4 töflur/2 g á dag. Börn sem eru 26-34 kg að þyngd: ½ tafla á 4 klst. fresti eða 1 tafla á 6 klst.fresti eftir þörfum, að hámarki 3 töflur/1,5 g á dag. Paratabs 500 mg er ekki ætlað börnum sem eru innan við 26 kg. Varúðarreglur: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir parasetamóli eða einhverju hjálparefnanna eiga ekki að nota lyfið. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með skerta lifrar- og nýrnastarfsemi, samhliða meðferð með lyfjum sem hafa áhrif á á lifrarstarfsemi, skort á glúkósa-6-fosfatdehýdrógenasa, rauðalosblóðleysi, ofnotkun áfengis, ofþornun og langvarandi vannæringu. Forðast skal samhliða notkun Paratabs og áfengis. Paratabs á ekki að nota samtímis öðrum lyfjum sem innihalda parasetamól. Ef teknir eru stærri skammtar en ráðlagðir hámarksskammtar á sólarhring er hætt við alvarlegum lifrarskemmdum. Langvarandi notkun getur valdið alvarlegum og tíðum höfuðverkjum. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með astma, sem eru næmir fyrir acetýlsalicýlsýru. Ef hár hiti eða einkenni sýkingar eru enn til staðar eftir meðferð í meira en 3 daga, eða ef verkur er enn til staðar eftir meðferð í meira en 5 daga, skal leita til læknis. Meðganga og brjóstagjöf: Nota má Paratabs í ráðlögðum skömmtum á meðgöngu eða samhliða brjóstagjöf. Aukaverkanir: Parasetamól þolist almennt vel, aukaverkanir eru sjaldgæfar ef ráðlögðum skömmtum er fylgt. Ekki taka meira en ráðlagðan skammt. Athugið að hærri skammtar en ráðlagðir eru geta valdið mjög alvarlegum lifrarskemmdum. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Actavis Group PTC ehf. Mars 2015.


Perla Sporhundurinn

á fljúgandi ferð

Þórir Sigurhansson tók við þjálfun Perlu af Kristínu Sigmarsdóttur. Perla og Þórir náðu strax vel saman sem teymi. Mynd: Ragnheiður Guðjónsdóttir. Vigdís Agnarsdóttir, Kristín Sigmarsdóttir og Þórir Sigurhansson.

Björgunarmál

41


Kristófer Reynisson, 18 ára, hljóp Seville maraþon í febrúar 2014 til styrktar Perlu og sporhundaverkefni BSH. Mynd: Óli H. Valtýsson.

Björgunarsveit Hafnarfjarðar (BSH) er með kallmerkið Spori. Valið á þessu kallmerki er tilkomið vegna langrar sögu af sporhundaþjálfun. Það var áður kallmerki Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði (HSH) sem sameinaðist Björgunarsveit Fiskakletts árið 2000 svo úr varð Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Fyrsti hundurinn sem HSH fékk til landsins árið 1960 var blóðhundur að nafni Nonni, en frá árinu 1960 hefur HSH og síðar Björgunarsveit Hafnarfjarðar þjálfað 13 blóðhunda til sporaleitar. Nýjasti sporhundurinn okkar heitir Perla. Hún kom til landsins árið 2012 og hefur verið í þjálfun síðan. Þegar Perla kom til okkar var Kristín Sigmarsdóttir ráðin sem sporhundaþjálfari. Kristín, sem einnig er félagi í Leitarhundum, hefur víðtæka reynslu af þjálfun víðavangs- og snjóflóðaleitarhunda. Hún hafði þó aldrei þjálfað blóðhund áður og tókst á við þetta nýja verkefni af miklum áhuga og eljusemi. Þjálfun Perlu hefur tekið talsverðan tíma en með þolinmæði og 42

Björgunarmál

jákvæðni að leiðarljósi var haldið áfram með þjálfun þrátt fyrir erfiðleika í byrjun. Í apríl síðastliðnum stóð BSH fyrir sporanámskeiði. Við fengum til okkar hundaþjálfara að nafni Alis Dobler frá Sviss. Hún er með menntun frá GAK9 í Bandaríkjunum og er sérfræðingur í þjálfun sporhunda. Sex hundateymi tóku þátt í námskeiðinu sem mikil ánægja var með og stefnt er að því að endurtaka námskeið sem þetta á vormánuðum 2016.

Í vor kom í ljós að Kristín var barnshafandi og hún sá fram á að hún yrði að taka sér frí. Þá var haft samband við Þóri Sigurhansson sem hefur mikla reynslu af leitarhundaþjálfun enda einnig félagi í BHSÍ til margra ára. Hann tók því við þjálfun Perlu sem var komin á fljúgandi ferð og farin að sýna árangur sem lofaði mjög góðu. Í maí sótti sporhundateymið okkar annað sporanámskeið í Þjórsárdal þar sem erlendur hundaþjálfari leiðbeindi. Það námskeið var haldið á vegum BHSÍ sem bauð okkur að taka þátt með Perlu. Kristín, Þórir og Perla mættu á námskeiðið og það var hluti af yfirfærslu Perlu á nýjan þjálfara. Yfirfærslan gekk vel og náðu Perla og Þórir strax mjög vel saman sem teymi. Báðir erlendu þjálfararnir sem leiðbeindu á námskeiðunum voru ánægðir með Perlu og hvöttu okkur til að halda ótrauð áfram með þjálfun og hefja notkun á hundinum sem fyrst í útköll. Þetta var afar mikilvægt fyrir okkur að heyra; að allt liti út fyrir að Perla væri loksins að ná þeim árangri sem við vorum að vonast eftir. Þrotlaus þolinmæði og vinna hjá þjálfurunum var loksins að bera árangur. Perla stóðst sporhundaúttekt hjá Björgunarskólanum í sumar og fór strax í kjölfarið á útkallsskrá. Hún hefur nú farið í þónokkur útköll síðan í júlí og staðið sig með mikilli prýði. Þjálfun blóðhunds til sporaleitar er mikil skuldbinding. Björgunarsveit Hafnarfjarðar hefur verið með hundaþjálfara í hálfu starfi síðan Perla kom til okkar 2012. Það er ljóst að þetta er kostnaðarsamt starf en það er stefna Björgunarsveitar Hafnarfjarðar að bæta frekar í og nú er verið að leita að öðrum hundi til að flytja til landsins og hefja þjálfun sem fyrst. Við viljum þakka þeim fjölmörgu sem hafa stutt okkur og styrkt við þjálfun hundanna okkar í gegnum árin. Án óeigingjarns sjálfboðastarfs og styrkja frá ýmsum aðilum væri þetta ekki hægt. Sem dæmi fengum við á síðasta ári afhentan styrk upp á 270.000 krónur frá Kristófer Reynissyni 18 ára og vini hans og jafnaldra, Iker, en þeir hlupu Seville maraþonið í febrúar 2014 og söfnuðu áheitum til styrktar Perlu. Það er von okkar að svæðisstjórnir um allt land kynni sér sérstöðu sporhunda af blóðhundakyni og þann árangur sem þeir hafa náð í gegnum árin. Sporhundur ætti að vera mjög framarlega á óskalistanum yfir bjargir í leitarútköllum.

Kristín Sigmarsdóttir og Perla.

Vigdís Agnarsdóttir, Kristín Sigmarsdóttir og Þórir Sigurhansson – Björgunarsveit Hafnarfjarðar.


Toyota Hilux AT38

RESCUE

AUKIN HEILDARÞYNGD

Toyota HiluxAT38 Rescue er sérhönnuð lausn fyrir björgunarsveitir. Bíllinn er hlaðinn aukabúnaði, svo sem pallhúsi, aukarafmagni, forgangsakstursbúnaði, driflásum, Fox fjöðrunarkerfi og fleiru.

Fullbúinn AT38 Rescue til björgunarsveita

Toyota Hilux AT38 Rescue er með aukinni heildarþyngd í 3080 kg. til að mæta þörfum björgunarsveita um aukna burðargetu.

Verð frá kr. 12.489.376,-

Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 | www.arctictrucks.is

SR Viper M-TX 153 árg. 2015 Léttasti fjórgengissleðinn frá Yamaha til þessa. Frábærir aksturseiginleikar.

www.yamaha.is

TILBOÐSVERÐ til björgunarsveita kr. 1.695.000,Gildir til 1.12. 2015

Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900


Þú keðjar ekki eftirá!!

hönnun: Design ehf

Keyrðu áhyggjulaus með snjó – hálkukeðjum frá Hvelli – í einum grænum

Smiðjuvegur 30 rauð gata – 200 Kópavogur – Sími 577-6400 – www.hvellur.com


Óveðursbjörgun verðmæta – áhættumat Magnús Hákonarson, Hjálparsveit skáta Kópavogi

Björgunarmál

45


Björgunarsveitir sinna tugum og allt upp í hundruðum óveðursverkefna á hverju ári. Þetta eru allt frá smávægilegum stökum verkefnum upp í hamfarir af stærstu gerð og allt þar á milli. Óveðursverkefnin breytast lítið á milli ára. Þó svo að trampólín séu kannski áberandi nú þá erum við að hefta fjúkandi þakplötur, negla fyrir brotna glugga

meðvitaðra um öryggismál og kynna gerð einfalds áhættumats á vettvangi. Einfalt áhættumat felst í að para saman líkur á að eitthvað gerist ásamt afleiðingum. Þessa aðferðafræði er bæði hægt að nota til að meta og taka ákvörðun varðandi hversu mikil ástæða sé til að bregðast við og leysa verkefni sem og að meta hversu mikinn viðbúnað björgunarfólk þarf að viðhafa. Þannig má segja að lítil bárujárnsplata sem fyki út á sjó fái kannski töluna 1 í töflunni Tjón en bárujárnsplata sem fyki á leikskóla fullan af börnum gæti fengið 9.

og eltast við annað fjúkandi brak eins og á undanförnum árum. Gagnrýnisraddir heyrast stundum þar sem bent er á að björgunarsveitafólk sé að leggja sig í stórhættu fyrir hluti sem auðvelt sé að bæta. Vissulega hefur sú gangrýni stundum verið réttmæt og jafnvel alltof oft.

Einfalt áhættumat er hægt að gera í vatnsheldu vasabækurnar frá Write in the rain. Til dæmis má lista upp hættur fyrir björgunarmenn og gefa einkunn út frá líkum og afleiðingum. Mar og hrufl eru dæmi um „minniháttar“ afleiðingar slyss á björgunarmönnum en beinbrot, lífshættulegir áverkar, örorka og andlát dæmi um „mjög alvarlegar“ afleiðingar.

Það má segja að verkefnin séu mikið til þau sömu en greina má smávægilegar breytingar í því hvernig þau eru leyst. Fleiri og fleiri verkefni eru leyst með öryggi björgunarfólks efst í huga. Til dæmis er meira um það að böndum eða netum sé komið yfir lausar þakplötur í stað þess að negla þær niður. Þannig er komist hjá því að setja björgunarfólk í þá hættu sem fylgir því að fara upp á þök í miklum vindi. Áherslur Björgunarskólans í þessum efnum hafa verið á að gera björgunarfólk 46

Björgunarmál




Leit að þremur ungmennum í nóvember 1984:

Þau bíða ykkar við

Prestsvatnið! Laugardaginn 24. nóvember árið 1984 fóru tveir piltar og ein stúlka á jeppabifreið frá Þingvöllum áleiðis að Hlöðufelli og þaðan yfir að Rauðafelli þar sem bíllinn festist og bilaði. Þau voru á aldrinum 18-19 ára og voru þetta systkini og kærasti stúlkunnar. Þar sem bíllinn sat fastur tóku þau þá afdrifaríku ákvörðun að reyna að ganga til Laugarvatns, sem er um 28 km leið frá þeim stað þar sem bíllinn sat fastur. Þau voru afar illa útbúin til slíkrar göngu og að auki fór veður versnandi. Að morgni sunnudags var farið að óttast um þau og hófst leit fljótlega upp úr hádegi þann dag og voru þá um 300 leitarmenn kallaðir út. Bíllinn fannst fljótlega, en hvorki tangur né tetur af fólkinu, né heldur neinar vísbendingar um hvert þau hefðu farið. Það var þó nokkuð augljóst að þau hefðu ætlað að ganga til Laugarvatns. Leit var árangurslaus. Á mánudegi voru 500 manns við leit og þá um kvöldið fór undirritaður austur ásamt mínum góða vini, Ólafi Erni Haraldssyni, til að taka þátt í leitinni þar til yfir lyki. Alla dagana var hið versta veður, þannig að ekki var hægt að leita úr lofti. Þyrlur voru til staðar en gátu ekkert aðhafst. Við komum austur að kvöldi mánudags. Fórum í stjórnstöð, sem komið hafði verið fyrir í barnaskólanum á Laugarvatni og ræddum málin við stjórnendur leitarinnar, sem Slysavarnarfélag Íslands stóð fyrir, að sjálfsögðu. Var farið almennt yfir stöðuna, mætingu, útbúnað o.m.fl., en veður var afleitt og horfur enn verri. Til dæmis var ekki hægt að nota snjósleða vegna krapa, þeir sukku einfaldlega og voru ónothæfir.

Mikill viðbúnaður Á þriðjudeginum, þriðja degi leitar, höfðu allar björgunarsveitir sunnan- og vestanlands verið kallaðar út. Ennfremur var strax beðið um aðstoð björgunarþyrlna frá Varnarliðinu í Keflavík. Gæslan var einnig á staðnum með sína þyrlu. Norðanmenn voru í viðbragsstöðu, eins og gengur. Þess skal getið, að við Ólafur þekktum leitarsvæðið Valgeir Hallvarðsson, áhugamaður um fjallamennsku

Björgunarmál

49


Við erum virkur styrktaraðili Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Árið 1950 brotlenti flugvélin Geysir á Vatnajökli með 6 manna áhöfn innanborðs. Fjölmargir sjálfboðaliðar lögðu allt í sölurnar til að koma fólki til bjargar og var fyrsta björgunarsveitin stofnuð í kjölfar slyssins. Svíta Icelandair hótel Akureyri er tileinkuð björgunarafrekinu.

Icelandair hótel eru stoltur styrktaraðlili Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Á hverju Icelandair hóteli eru herbergi eða svíta tileinkuð björgunarafreki sem átt hefur sér stað í landshluta hvers hótels og rennur fast hlutfall af verði gistinætur til Landsbjargar.

REYKJAVÍK NATURA

REYKJAVÍK MARINA

FLÚÐIR

VÍK

KLAUSTUR

HÉRAÐ

AKUREYRI

HAMAR


lagi er ekkert Prestsvatn til, þó svo að við hefðum oft kallað ákveðið vatn þarna uppfrá þessu nafni, eftir að gömlu hjónin sögðu okkur eitt sinn af presti sem hafði drukknað þar fyrir nokkur hundruð árum síðan. Þetta vatn heitir Vatnsheiðarvatn og er nokkuð austan við það svæði sem helst hafði verið leitað á. Vatnið er ofan í djúpri lægð norðan við Efstadalsfjall, suðaustan Rauðafells. Við vorum búnir að fara yfir veðurskýrslur frá þeim tíma sem krakkarnir höfðu líkast til verið á göngu og var þá stíf vestanátt, sem bendir einmitt til að óvant fólk hrekist eitthvað til austurs, svo framarlega að þau hafi ætlað að fylgja veginum til Laugarvatns. Eftir nokkra umræðu ákváðum við að verða við tilmælum gömlu konunnar, um að fara að Prestsvatninu. Hitabrúsunum var komið mjög samviskusamlega fyrir í mínum bakpoka.

Erfið för að „Prestsvatni“

mjög vel, enda höfðum við gengið þar til rjúpna í nokkur ár. Þó ekki oft í svo slæmu veðri eins og þarna var, þó oft skylli á blindbylur þegar við vorum uppi. Það gerir lítið til ef menn kunna fótum sínum forráð. Á þessum tíma var að sjálfsögðu ekkert GPS til, sá lúxus kom ekki til sögunnar fyrr en mörgum árum síðar. Einu tækin sem menn höfðu á göngunni voru kort og áttavitar.

Heitt kakó og súpa Foreldrar Óla voru þau Kristín Ólafsdóttir og dr. Haraldur Matthíasson. Þau bjuggu á Laugarvatni og gistum við félagarnir hjá þeim. Þau voru mikið heiðursfólk og höfðu gengið saman um landið þvert og endilangt á árum áður, með tjaldið sitt og nesti. Segja má að Ólafur Örn sonur þeirra og svo Haraldur Örn Ólafsson, sonarsonur þeirra, eigi ekki langt að sækja ferðahuginn. Líklega hefur fátt fólk kynnst landinu okkar betur af eigin raun en þessi heiðurshjón. Við vorum snemma á fótum þennan þriðjudagsmorgunn. Úti var snarvitlaust veður, grenjandi stórhríð og hvassviðri. Ekki var laust við að maður fyndi fyrir smá kvíða fyrir deginum, en þegar manni varð hugsað til þeirra þriggja sem lágu einhvers staðar úti á víðavangi í ástandi sem enginn þorði að hugsa til enda, hurfu allar slíkar tilfinningar eins og dögg fyrir sólu. Þegar við komum niður í eldhús voru hjónin þar fyrir og höfðu hellt uppá kaffi fyrir okkur félagana og haft til morgunverð, sem var vel útilátinn. Þarna var rætt um veðrið og horfurnar, ennfremur allar aðstæður aðrar. Kristín var alveg ákveðin í að við myndum finna krakkana. Hún lét mig hafa tvo hitabrúsa, annan með heitri súpu sem hún hafði útbúið og hinn með heitu kakói, með þeim orðum að krakkarnir hefðu gott af þessu. Hún sagði síðan að nú skyldum við fara og sækja þau, þau væru við Prestsvatnið og biðu eftir okkur þar. Við þetta kom smá hik á okkur félagana. Í fyrsta

Þessu næst héldum við í stjórnstöð. Þar fórum við fram á að fá að fara með 10 manna hóp að þessu vatni og var það auðsótt mál, eftir að við höfðum útskýrt að við þekktum það svæði mjög vel og teldum fulla ástæðu til að fara þangað. Þessi hópur samanstóð þá af okkur félögunum og átta mönnum úr Dagrenningu á Hvolsvelli. Allir voru mjög vel útbúnir og með áðurnefnda stafi, enda var leituð „dauðaleit“ þennan dag. Ekki þótti líklegt að fólkið væri enn á lífi. Alls voru 500-550 leitarmenn á svæðinu þennan dag, langflestir sunnan og vestan við staðinn þar sem þau höfðu gengið frá bílnum. Við komumst með bílum upp á Miðdalsfjall og fórum út við svokallaða Gullkistu. Þaðan lá leiðin síðan til austurs. Við mynduðum línu og gengum af stað. Menn reyndu að ganga rösklega, þó það tefði vissulega fyrir að þurfa að reka oddhvassan stafinn í hvern skafl. Veður fór versnandi eftir því sem leið á daginn. Eftir u.þ.b. fjögurra klst. göngu vorum við farnir að vaða djúpan krapa, þannig að allir voru orðnir blautir. Menn þurftu að nota skíðagleraugu til að geta haldið augunum opnum og gæta þess að fylgjast vel með áttavitanum. Öðru hverju vorum við í sambandi við stjórnstöð, þannig að við vissum hvernig leitin gekk, ennfremur gátum við gefið upp staðsetningu okkar með reglulegu millibili. Þegar við gengum niður brekkuna í átt að Prestsvatninu var hríðarkóf í lofti og afar slæmt skyggni. Nokkuð bjart var í lofti, enda var þetta rétt um hádegisbil. Við settum stefnuna á vesturenda vatnsins og reyndum að halda beina leið þangað. Erfitt var að sjá nákvæmlega hvar vatnið var enda var það ísi lagt og snjór og krapi í sköflum yfir öllu. Öðru hverju steig maður niður í krapaelginn. Þegar hér var komið sögu var ekki þurr þráður á mér. Allan tímann höfðum við gengið frá eina veginum sem er á þessu svæði, þannig að við áttum að minnsta kosti fimm klukkustunda barning fyrir höndum.

göngunni og reyndi að rýna í sortann eftir því sem nær dró. Skyndilega sá ég manni bregða fyrir og var augljóst að sá hafði orðið okkar var. Þetta var þá annar drengjanna sem þarna var staddur og tókst að vekja athygli á sér. Við félagarnir hröðuðum okkur til hans sem mest við máttum. Þegar við komum til hans, var hann algerlega úrvinda og örmagna, en sjaldan hef ég séð fegnari mann. Hann benti okkur strax á hvar hin tvö voru og þegar þangað kom var hinn drengurinn að stumra yfir stúlkunni, þar sem hún lá inni í litlu snjóhúsi sem þau höfðu útbúið sér og hafði eflaust bjargað lífi þeirra. Þarna höfðu þau nú hafst við í rúma þrjá sólarhringa, köld, hrakin og matarlaus.

Úrvinda og örmagna Mér er afar minnisstætt þegar ég allt í einu varð var við einhverja hreyfingu fram undan. Ég hélt áfram Björgunarmál

51


Dapurleg aðkoma Aðkoman var vægast sagt dapurleg, drengirnir hríðskulfu úr kulda og vosbúð, stúlkan lá inni í þessu litla snjóhúsi, ofaná álpoka sem þau höfðu haft með sér og var hún alveg hreyfingarlaus. Varir hennar voru orðnar bláar, sem gefur ákveðnar vísbendingar um að líkaminn sé að gefast upp, súrefnisskortur vegna minnkandi hjartastarfsemi. Staðan var semsagt í hæsta máta alvarleg. Annar drengurinn bað okkur að hugsa ekkert um sig, reyna að hjálpa stúlkunni fyrst. Það kom svo í minn hlut að sinna henni, ásamt tveimur öðrum. Hún var rennandi blaut og ísköld viðkomu. Hún var með lífsmarki, þó veikt væri. Þegar maður lendir í svona kringumstæðum, er engu líkara en að maður öðlist einhvern áður óþekktan kraft og veitti svo sannarlega ekki af að þessu sinni. Ég dró upp hníf og skar peysu og blússu stúlkunnar eftir endilöngu og einnig ermarnar. Þessi föt hennar voru rennandi blaut, ísköld og hálf frosin, var þeim hent til hliðar hið snarasta. Fór ég þessu næst úr lopapeysunni minni, sem var vel heit og færði stúlkuna í hana. Bjuggum við síðan eins vel um hana og mögulega var unnt. Eftir hjartahnoð og aðra fyrstu hjálp komst hún svo til meðvitundar, en vissi greinilega ekkert hvar hún var, né heldur gerði hún sér grein fyrir hvað var í gangi. Ljóst var að hún hefði ekki lifað af öllu lengur. Á meðan á þessu stóð sagði ég eftirfarandi við hana, hvað eftir annað: „Þú skalt ekki deyja í dag.“ Okkur tókst að gefa henni svolítið af súpunni frá Kristínu, sem kom nú í góðar þarfir, ásamt kakóinu. Drengirnir skulfu svo mikið að þeir gátu ekki drukkið sjálfir úr bollunum. Þurfti því að halda við höfuð þeirra og hella upp í þá, til að allt helltist ekki niður. Eftir um 15 mínútur virtist okkur að við værum búnir að ná tökum á stöðunni. Dró ég þá upp talstöðina og reyndi nokkrum sinnum að ná sambandi við stjórnstöð. (Við vorum með gamaldags CB stöðvar – ekki VHF.)

Óskað eftir aðstoð Að lokum tókst það og gat ég komið þeim skilaboðum áleiðis að þau væru fundin. Bað ég jafn-

framt um að okkur yrði strax send aðstoð, á einn eða annan hátt. Við vissum að tvær þyrlur voru á svæðinu, ein frá Varnarliðinu og ein frá Gæslunni. Vildum við nú gjarnan fá aðra hvora eða báðar til okkar hið snarasta. Fljótlega varð ljóst að ekki væri neinnar utanaðkomandi aðstoðar að vænta. Þegar þetta var orðið ljóst, og einnig að okkur mundi ekki berast nein hjálp, hvorki frá þyrlum, sem komust ekki niður í gegnum hríðina, né heldur frá öðrum sveitum, sem voru allar langt vestan við okkur, var ástæða til að staldra við og skoða stöðu mála. Fljótlega spurði stjórnstöð hvernig við ætluðum að koma krökkunum niður í ljósi þessa. Ég svaraði því til að drengirnir gætu gengið, en að við yrðum að bera stúlkuna, þar sem hún væri næstum meðvitundarlaus. Varð þá löng þögn í talstöðinni, en svo kom stjórnstöð aftur og bað mig að endurtaka – væru þau á lífi? Þeir höfðu semsagt álitið að það væri útilokað.

Leiðin heim Þegar hér var komið sögu voru drengirnir teknir að hressast og stúlkan öll að koma til. Þau höfðu fengið allan fatnað sem menn gátu séð af með góðu móti. Við tókum nú að skoða stöðu okkar og þá möguleika sem við höfðum. Við Óli þekktum leið austur með vatninu og yfir fjallið þar, sem lá síðan niður að vegi sem liggur upp frá bænum Efstadal, fyrir austan Laugavatn. Þangað er jeppafært og við álitum einnig að þyrlurnar gætu lent þar. Okkur leist síður á að fara til baka sömu leið og við höfðum komið, þar sem færið var afleitt, mikið upp í móti og hefðum við einnig haft veðrið í fangið. Við vissum að við myndum þurfa að bera stúlkuna alla leið þannig að við áttum erfiða leið fyrir höndum. Þetta virtust vera um 15 km, sem við töldum okkur komast á um 4-5 klst. Eitthvað var eftir af kakóinu hennar Kristínar og var það allt ætlað stúlkunni, að sjálfsögðu. Nú kom sér vel að hafa stafina góðu. Tveir þeirra voru teknir til handargagns, ásamt tveimur regnjökkum. Ermarnar voru dregnar inn í þá báða, belghliðin látin mætast og síðan voru stafirnir þræddir í gegnum sitthvora ermina. Þannig fengust fínar

börur. Stúlkan var nú lögð á þær og búið um hana eins og hægt var.

Tíu manns, fimm jakkar Þegar lagt var af stað, skiptu menn með sér verkum. Tveir gengu um 500 metra á undan, til að marka leiðina og ganga úr skugga um að fært væri, fjórir báru börurnar og hinir studdu drengina tvo, sem voru afar veikburða. Óli Örn Haralds (og Kristínar!) var bestur í þessu hlutverki undanfara. Skiptust menn síðan á, en langerfiðast var að bera börurnar. Öðru hverju var stoppað til að sinna ýmislegu, svo sem að tala við stjórnstöð, reyna að skýra frá gangi mála, skoða kort og taka stefnu o.s.frv. Ennfremur var súkkulaði og allt nesti étið upp til agna. Þeir sem voru orðnir kaldir fengu regnjakka til hlífðar, en við félagarnir tíu höfðum nú aðeins fimm jakka til afnota fyrir okkur. Tveir voru í börunum og krakkarnir hvert sinn jakka. Veðrið var svo slæmt, að við þurftum að nota skíðagleraugu til að hlífa augum. Alltaf heyrðum við í þyrlum yfir okkur öðru hverju, en aldrei sáum við til þeirra. Eftir um fjögurra klst. göngu komum við upp á síðasta ásinn fyrir ofan veginn og enn sást ekkert út úr augunum. Við gengum nú niður í móti og viti menn – allt í einu komum við niður úr hríðinni og sáum félaga okkar í um kílómetra fjarlægð. Þegar menn urðu okkar varir varð uppi fótur og fit, menn hlupu til móts við okkur og vorum við félagarnir mikið fegnir þegar krakkarnir voru teknir af okkur, af óþreyttum mönnum, sem komu þeim síðasta spölinn að bílunum, sem síðan fór með þau til Laugarvatns í læknisskoðun. Ég hef ekki séð peysuna mína aftur og efast um að ég myndi kæra mig um hana. Hún kom svo sannarlega í góðar þarfir. Mér er kunnugt um að stúlkan náði sér fullkomlega og er nú þriggja barna móðir (a.m.k – skv. síðustu heimildum!). Þegar við komum niður á Laugarvatn fórum við að sjálfsögðu beint heim að Stöng, til Kristínar og Haraldar. Gott var að komast í heita pottinn úti í garði hjá þeim og láta þreytuna líða úr sér. Kristín spurði hvort krökkunum hefði ekki þótt gott að fá súpuna. Varð fátt til svara...

SANDUR - MÖL - UPPFYLLINGAREFNI SÆVARHÖFÐI 33 - REYKJAVÍK - SÍMI 557 2000

www.thorfish.is 52

Björgunarmál

SANDUR - MÖL - UPPFYLLINGAREFNI SÆVARHÖF‹I 33 - REYK JAVÍK - SÍMI 557 2000

Fiskifélag Íslands


Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað Fagleg og hnitmiðuð ráðgjöf

Radar 3G, 4G, Halo, Argus Kortaplotter Dýptarmælir Vélaeftirlit Sjálfstýring Gýró, GPS áttaviti AIS, DSC Stefnu og Stýrisvísir

Fjarskiptalausnir IP-100H IP Handstöð sem tengist þráðlausu WiFi kerfi IC-F3002/4002 VHF og UHF stöðvar til innanskips samskipta IC-F1000/2000S Vatnsheldar nettar landstöðvar 16-128 rása IC-M35 VHF handstöð sem flýtur IC-M73 VHF handstöð upptaka/endurspilun á síðasta uppkalli IC-M91D VHF handstöð með innbyggt GPS og DSC neyðarsendi IC-GM1600E GMDSS neyðarstöð

IP-100H IC-F3002 IC-F1000S IC-M35 IC-M73 IC-M91D IC-GM1600E

Land og sjóstöðvar 25W, 128 rásir, textaskjár

Hjálmaheadset fyrir handstöðvar og fastar stöðvar

Siglingatæki, dýptarmælar, fiskileitar- og fjarskiptatæki

Heyrnaskjól með hljóðnema og hátölurum

IC-F5022

IC-M423

Friðrik A. Jónsson ehf Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ S: 552 2111 - www.faj.is


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 5 - 2 2 4 9

Sterkur og harðduglegur Sérútbúinn Mercedes-Benz Sprinter fyrir björgunarsveitir Í grunninn er Sprinter einn öflugasti og fjölhæfasti bíll sinnar gerðar. Eftir að sérfræðingar Oberaigner í Þýskalandi, jeppaþjónustunnar Breytis og Radíórafs hafa farið um hann höndum er hann frábær lausn fyrir björgunarsveitir og aðra viðbragðsaðila til að flytja fólk í aðgerðir. Kíktu í heimsókn í atvinnubíladeild Öskju að Fosshálsi 1 og kynntu þér þennan góða björgunarkost.

Níu manna 4x4 Sprinter 319 CDI á 35“ dekkjum með læstum millikassa. Bíllinn er í eigu Hjálparsveitar skáta í Kópavogi.

ASKJA ATVINNUBÍLAR · Fosshálsi 1 · 110 Reykjavík · Sími 590 2120 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi

Þú finnur okkur á Facebook „Mercedes-Benz Ísland atvinnubílar“


Frá snjóflóðaæfingu í fjalllendi Mynd: Sigurður Ó. Sigurðsson.

Snjófljóð í byggð

– höfum við lært eitthvað?

Tuttugu ár eru síðan snjóflóðin féllu á Súðavík og Flateyri. Erum við betur í stakk búin til að takast á við slík ofanflóð í dag? Stutta svarið við þeirri spurningu er einfaldlega já. Til rökstuðnings má meðal annars nefna að á stjórnunarstiginu þá höfum við mun betri upplýsingatækni. Sitewatch gefur okkur til dæmis loftmynd og GPS hnit af staðsetningu húsa sem auðveldar til muna afmörkun leitarsvæðis ásamt forgangsröðun. Samhæfingarstöðin hefur stytt

boðleiðir og bætt samvinnu allra viðbragðsaðila er koma að þessháttar aðgerðum. Leitartækni hefur batnað og tekur meðal annars mið af reynslu og af alþjóðlegri aðferðafræði rústabjörgunarsveita (INSARAG). Leitartækni í ofanflóðum í byggð skiptist í nokkur stig. Á undan fyrsta skipulagða viðbragðinu koma viðbrögð þeirra sem sleppa úr flóðinu eða eru í næsta nágrenni við það. Þetta fyrsta „óskipulega“ viðbragð bjargar oftast flestum. Svæðismat er fyrsta skipulagða viðbragðið þar sem áherslan er á að átta sig á umfangi flóðsins þar sem leitarsvæðið er afmarkað. Hvað urðu mörg hús undir og hvar eru húsin í flóðinu. Einnig er sett upp lokun með skráningu allra inn á flóðasvæðið. Hraðleit og björgun getur hafist um leið og búið er að afmarka flóðið. Fyrstu skref-

Magnús Hákonarson, Hjálparsveita skáta Kópavogi

Björgunarmál

55


Afmörkun flóðs. in í hraðleit eru að senda leitarmenn til að skima yfirborðið. Samhliða skimuninni er flóðinu er skipt upp í reiti með einföldum hætti sem hægt er að leita á kerfisbundinn hátt. Hægt er að forgangsraða reitunum eftir því hversu líklegt er að þar finnist fólk. Jaðrar flóðsins, reitir með stórum sjáanlegum rýmum og reitir sem eru neðan við hús eru líklegri fundarstaðir heldur en reitir fyrir ofan húsin. Full leit og björgun gengur fyrst og fremst út á vísbendingaleit. Undirbúningur fullrar leitar á að hefjast um leið og skipulögð leit hefst. Snjóflóðahundar geta veitt fyrstu vísbendinguna um hvar fólk sé að finna í flóðinu. En ef þeirra nýtur ekki við þá eru upplýsingar um líklega staðsetningu eða síðasta þekkta staðsetning besta vísbendingin. Staðsetning húss í flóðinu er líka vísbending sem hægt er að vinna út frá. Vísbendingaleitin gengur út á að minnka leitarsvæðið eins og hægt er og stytta þar með leitartímann. Hvar húsið er núna, hvar viðkomandi var í húsinu, herbergjalitur og húsgögn eru mikilvægar vísbendingar. Kortlegging vísbendinga getur skipt sköpum. Lokaleit byggir síðan á kerfisbundnum mokstri í gegnum flóðið. Í kerfisbundnum mokstri ættu björgunarmenn að huga að því að safna persónulegum munum fólks sem þeir rekast á saman í poka eða stórsekki. Við bestu aðstæður eru öll þessi stig unnin samhliða. Það tekur alltaf tíma að skipuleggja leit hverju sinni og má það ekki koma í veg fyrir leit á neðri stigum sem krefjast minni undirbúnings. Markmiðið með þessari skiptingu leitar upp í mismunandi stig er að nýta bestu kosti allra leitaraðferðanna. Hraðleitin byrjar sem óskipuleg skimun yfirborðs sem breytist yfir í kerfisbundna yfirferð á meðan unnið er að uppsetningu leitarskipulags fyrir vísbendingaleitina.

Nánari skipting flóðs og forgangsröðun reita. 56

Björgunarmál

Fyrsta skipting flóðs í upphafi skipulagðar leitar. Slæmt veður og skyggni getur vissulega haft áhrif á hversu fljótt og vel gengur að afmarka flóðið en á móti kemur að GPS tæki og ferilvaktaðar tetrastöðvar bjóða upp á einfalda leið til að afmarka þau. Búnaður björgunarsveita batnaði til muna með tilkomu rústabjörgunarkerranna á sínum tíma og hefur búnaður rústabjörgunarhópa sem taka þátt í starfi íslensku alþjóðasveitarinnar margfaldast. Einnig hefur viðbragðstími rústabjörgunarsveita eins og HSSK farið úr tveimur klst. (Suðurlandsskjálfti 2000) niður í 30 mínútur og búnaður er meiri og betri til að takast á við slík verkefni. Þess má geta að reynslan frá snjóflóðunum 1995 spilaði stóran þátt í hönnun á rústabjörgunarnámi HSSK. Rústagámurinn er hefðbundinn 20 feta gámur með krókheysisgrind. Gáminn er hægt að flytja í einu lagi um borð í skip og sigla með hvert á land sem er ef landleiðin er ekki fær. Ef skipið kemst ekki að bryggju með gáminn þá er lítið mál að tína búnaðinn úr honum og selflytja á slöngubátum þar sem hann er allur geymdur í stöðluðum álkistum í gámnum. Einnig er hægt að fara með gáminn út á flugvöll og týna kisturnar út í flugvél eða þyrlu þó svo að hætt sé við að tonnin þrjú komist ekki öll í sömu flugferðinni. Rústagámurinn virkar ekki bara sem flutningseining heldur einnig sem skjól og afdrep björgunarmanna með sinni margrómuðu kaffiaðstöðu. Mikið er lagt upp úr sjálfbærni og er markmiðið að gámurinn verði algjörlega sjálfbær eining í 2-3 sólarhringa í upphafi aðgerðar.

Vísbendingaleit þegar búið er að finna út í hvaða húsum fólks sé saknað. Leitarsvæðið afmarkast við dreifingarsvæði hvers húss.




Atvikin sem hálendisvaktin fæst við eru af ýmsum toga.

Hálendisvakt í framtíðinni – hugleiðingar

Þá sem áttu hugmyndina að hálendisvakt björgunarsveita árið 2006 hefur líklega ekki órað fyrir því hversu mikilvægt verkefnið yrði um áratug síðar, hvað þá að ferðamenn er hingað koma væru að ná 1,5 milljón væru farþegar skemmtiferðaskipa taldir með eins og raun ber vitni. Það er því við hæfi að staldra við og leggjast í örlitlar hugleiðingar um hvernig hálendisvaktin gæti litið út í framtíðinni. Á meðfylgjandi mynd má sjá fjölda farþega (án farþega skemmtiferðaskipa) síðustu árin og spá til ársins 2020. Til og með ágúst á þessu ári er fjölgun um 26% frá fyrra ári en á þessari mynd er áætlað að fjölgunin verði 15% til 2020. Er það minna en flestar spár gefa til kynna. Miðað við það má reikna með 2,5 milljónum ferðamanna eftir fimm ár eða tvisvar sinnum meira en sá fjöldi sem áætlaður er hingað til lands á þessu ári. Á næstu mynd má sjá fjölda verkefna á hálendisvakt, rauntölur 2011-2014 en áætlun frá og með árinu 2015. Gert er ráð fyrir 5% fjölgun á milli ára eða tæplega þriðjungs fjölgun af hlutfallslegri fjölgun ferðamanna. Miðað við þá spá gætu verkefnin verið 2.500 sumarið 2010 eða um 25% fleiri en áætlun sumarsins 2015 gerir ráð fyrir. Við skulum því kíkja í kristalkúluna og velta upp hvernig hálendisvaktin gæti litið út eftir fimm ár.

Árið 2013 voru um 50 slys og veikindi sem komu til kasta hópa á hálendisvaktinni að leysa en árið 2014 voru þau rúmlega 90 talsins. Sumarið 2015 eru þessháttar atvik rúmlega sextíu. Í mörgum, jafnvel flestum tilvikum, er verið að sinna fólki í bækistöð hverju sinni. Það krefst betri aðstöðu en við höfum yfir að ráða í dag. Erfitt getur verið að sinna slösuðum eða veikum í sama rými og björgunarmenn búa og snæða. Árið 2020 væri því gaman að sjá aðstöðu þar

Veðrið í sumar lék ekki alltaf við ferðafólkið.

Jónas Guðmundsson, Slysavarnafélagið Landsbjörg

Slysavarnir

59


Fjöldi ferðamanna 3.000.000

2.500.000

2.000.000

1.500.000

1.000.000

500.000

0 2011

2012

2013

2014

2015

2016

2017

2018

2019

2020

Fjöldi verkefna 3.000

Á fjöllum lærir fólk að redda sér. Pollabuxur úr plastpoka.

2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 2011

2012

2013

2014

2015

2016

2017

2018

2019

2020

sem hægt væri að taka á móti þessu fólki með betri hætti. Má hugsa sér tvær vistarverur, önnur myndi vera svefn- og mataraðstaða og í hinni væri bundið um sár og veikum liðsinnt. Einnig mætti hugsa sér að þar væri tekið á móti þeim mörgu sem fá leiðbeiningar hjá hópum hálendisvaktar. Aðstaða sem þessi gæti hæglega verið skáli eða gámur sem svefn- og mataraðstaða og Trelleborg björgunartjald sem sjúkra- og móttökuaðstaða. Einnig mætti vel hugsa sér tvo gáma eða tvo skála þó sá möguleiki sé ólíklegastur. Í dag er sá búnaður sem sveitirnar nýta sá búnaður er þær koma með. Eðlilega misjafn enda sveitir misstórar og með misjafnar áherslur. Með fjölgun atvika er snúa að fyrstu hjálp er nauðsynlegt að á hverjum stað sé hjartastuðtæki, Wilderness First Responder lyfjasett og jafnvel bólgueyðandi og hægðalosandi lyf svo eitthvað sé nefnt. Árið 2020 og í raun miklu fyrr væri einnig afskaplega ljúft ef fjármagn fengist í að bæta fjarskipti og rafmagnsmál í bækistöðvum hálendisvaktar. Búið væri að koma upp sólarsellum á alla staði og bílatalstöðvum, bæði fyrir VHF og Tetra. Þetta myndi minnka eða jafnvel útiloka þörf á rafstöðvum sem væri ekki bara umhverfisvænt heldur afskaplega þægilegt en fyrst og fremst eykur þetta öryggi.

Árnar á hálendinu hafa reynst mörgum erfiðar yfirferðar. 60

Slysavarnir

Einkennisfatnað félaga Slysavarnafélagsins Landsbjargar þekkja landsmenn allir en það á ekki endilega við um erlenda ferðamenn. Útbúnar hafa verið merkingar (A3) í rúður bifreiða sem á stendur „Search & Rescue“ en í ferðamannalandi sem Íslandi væri óvitlaust að huga að því að merkja bifreiðar einnig á ensku. Einingar hafa verið að útbúa sér peysur (boli) með enskum merkingum ásamt merkjum félagsins. Þær hafa verið eins misjafnar og þær eru margar. Árið 2020 viljum við því kannski sjá samræmdar merkingar allra sem þátt taka í verkefninu, slíkt myndi auka fagmennsku og jafnvel ná niður kostnaði við þennan lið. Síðast en ekki síst má hugsa sér að bækistöðvar hálendisvaktar verði betur merktar, meira áberandi. Slíkt má gera með stærri og skýrari skiltum, breyttum lit á húsum eða gámum og jafnvel gerist það að einhverju leyti sjálfkrafa ef notuð væru Trelleborg björgunartjöld sem móttaka. Það er því miður þannig að fátt gerir maður án þess að aurar séu til framkvæmda. Félagið hefur styrkt þær einingar sem taka þátt um upphæð sem dekkar stærsta hluta eldsneytiskostnaðar sem hver eining ber. Til að hægt sé að standa betur að verkefninu þarf meira fjármagn til og sækja verður það að einhverju leyti til þeirra sem fá tekjur af ferðamönnum. Rétt er að taka fram að nokkrir aðilar leggja nú þegar fram fjármagn sem nýtist afar vel í verkefnið. Halda þarf áfram með þá vinnu að sía út þau verkefni sem ekki eru á höndum björgunarsveita að leysa. Liður í því er að í næstu þéttbýlum við bækistöðvar hálendisvaktar sé boðið upp á viðgerðarþjónustu, jafnvel að þeir aðilar séu með viðveru á hálendinu stærstu mánuðina og geti gefið start, tappað dekk og sinnt minni bílaviðgerðum. Stærri bílaleigur gætu jafnvel séð hag sinn í að styðja þess háttar þjónustu. Björgunarsveitir á hálendisvakt sinna þessu í einstaka tilfellum (tappa dekk/gefa start) en leggja meira áherslu á að koma fólki í skjól í skála eða tjaldsvæði, þ.e. tryggja að þeim sé ekki hætta búin. Betri bílaleigur senda oft aðra bíla eða þjónustubíl en það er því miður ekki algengt. Það lendir því oft á höndum björgunarsveita og lögreglu að liðsinna fólki sem ellegar væri strandaglópar á hálendi landsins. Síðustu tvö ár hefur útköllum þar sem hópferðabifreiðar eru í vandræðum fjölgað mikið. Sumarið 2014 var sérstaklega kallað út í slík útköll tuttugu sinnum og var 20% fjölgun þetta sumarið. Oft er um að ræða hópferðabifreiðar sem hafa fest sig í straumvatni. Hingað til hafa þau útköll hlotið farsælan endi en huga þarf að hvaða bjargir eru til staðar í þessum tilfellum. Stór rúta með 50-60 farþegum getur verið ansi þung og ekki sjálfgefið að bjargir séu á staðnum eða svæðinu sem geta liðsinnt. Í þau tíu ár sem sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa sinnt hálendisvakt björgunarsveita hafa tugþúsundir ferðamanna fengið aðstoð. Oft hefur tekist að breyta slæmri upplifun í góða, ferðamenn fengið föt, skjól og jafnvel súpu eða hressingu af öðru tagi. Hálendisvaktin er því mikilvægur þáttur í því öryggisneti sem gestir Íslands þurfa að reiða sig á. Tryggja þarf að hún geti vaxið og dafnað í samræmi við fjölda ferðamanna og þau verkefni sem hún þarf að sinna.


SNJÓBÍLAR OG SNJÓTROÐARAR

Klettur - sala og þjónusta ehf er nýr umboðsaðili fyrir Prinoth á Íslandi. Prinoth er eitt stærsta fyrirtæki í heiminum í framleiðslu á snjóbílum og snjótroðurum. Prinoth var stofnað árið 1951 af kappaksturökumanninum og hönnuðinum Ernst Prinoth, og er í dag elsti framleiðandi snjótroðara í Evrópu. Nánari upplýsingar um Prinoth veita Halldór Ólafsson í síma: 590-5156 eða í netpósti: ho@klettur.is og Snorri Árnason í síma: 590-5130 eða í netpósti: sa@klettur.is.

Klettagörðum 8-10 | 104 Reykjavík | Sími: 590-5100 | www.klettur.is


100 % MERINO ULL

Mikið úrval

Hlýr og þægilegur ullarfatnaður sem hentar við allar aðstæður

www.ullarkistan.is

Laugavegi 25 101 Reykjavík s. 552-7499

Hafnarstræti 99-101 600 AKUREYRI s. 461-3006


Slysavarnadeildin á Akureyri hélt upp á 80 ára afmæli sitt

Málþing um slys og slysavarnir Slysavarnadeild kvenna á Akureyri var stofnuð 10. apríl 1935 og var haldið upp á 80 ára afmælið með málþingi um slys og slysavarnir laugardaginn 11. apríl 2015 í húsnæði Súlna, björgunarsveitarinnar á Akureyri. Þess má geta að nafni deildarinnar var breytt fyrir nokkrum misserum í Slysavarnadeildin á Akureyri og er deildin nú opin jafnt konum sem körlum. Á þessum merku tímamótum þótti við hæfi að endurnýja merki Slysavarnadeildarinnar og hannaði Hrannar Atli Hauksson nýtt merki fyrir deildina. Málþingið var vel sótt og fram komu sérfræðingar um slys og slysavarnir sem fóru yfir sögulegar og tölulegar upplýsingar. Fyrirlesarar voru fimm. Dagbjört H. Kristinsdóttir, starfsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hóf þingið á því að fara yfir sögu slysavarnadeilda en upphaflega voru það konur sjómanna sem stofnuðu fyrstu slysavarnadeildirnar og áherslan beindist aðallega að slysavörnum tengdum sjónum. Í dag er fjallað um slysavarnir í víðara samhengi og flutti Ágúst Mogensen frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa erindi sem byggir á rannsókn á fækkun banaslysa í umferðinni síðustu áratugi. Ágúst fór einnig yfir hundrað ára þróun samgönguslysa. Katrín Halldórsdóttir frá umferðardeild Vegagerðarinnar var með greiningu á alvarlegum slysum á gangandi og hjólandi vegfarendum á tímabilinu 2011-2013. Þá kom Rúnar Þór Björnsson, formaður Nökkva, félags siglingamanna á Akureyri, og sagði frá uppbyggingu félagsins við Höepfners-

Slysvarnadeild kvenna á Akureyri stóð fyrir málþinginu. bryggju við Drottningarbraut. Rúnar sagði einnig frá reynslu sinni af því að lenda í alvarlegu slysi og að fara í gegnum bataferli. Síðasti fyrirlesarinn var Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir, sérfræðingur í bráðahjúkrun, og fræddi hún gesti um skíða- og brettaslys og beinbrot tengd þeim. Í lok málþingsins var frumsýnd stuttmynd frá Félagsmiðstöðinni Tróju um notkun endurskins-

Ágúst Mogensenflutti erindi um rannsókn á fækkun banaslysa í umferðinni síðustu áratugi.

merkja. Stuttmyndin var afar skemmtileg og kitlaði hláturtaugar gesta en vakti þá jafnframt til umhugsunar. Ungu höfundarnir uppskáru mikið lófaklapp að sýningu lokinni. Þegar búið var að tæma dagskrána voru frekari fyrirspurnir og umræður og voru gestir og fyrirlesarar mjög áhugasamir um málefni slysavarna. Gestum og fyrirlesurum var svo boðið í veglegt afmæliskaffi að loknu málþingi. Óhætt er að segja að málþingið hafi verið afar vel heppnað. Öll erindin voru mjög áhugaverð og fyrirlesarar fróðir og skemmtilegir og gestir að sama skapi mjög áhugasamir og fróðleiksfúsir enda sköpuðust góðar umræður á milli erinda. Slysavarnadeildin á Akureyri vill leggja sitt af mörkum til að fræða börn, ungt fólk og foreldra um hættur í nærumhverfi okkar og þannig reyna að draga úr slysatíðni og var þetta eitt innlegg deildarinnar til þess að hafa áhrif til þess. Fyrsti formaður Slysavarnadeildar kvenna á Akureyri var Sesselja Eldjárn og var hún mikill frumkvöðull á sínu sviði. Á þessum áttatíu árum hefur Slysavarnadeildin komið að mörgum og fjölbreytilegum verkefnum, m.a. var safnað fyrir björgunarskútu, reist voru björgunarskýli og rak deildin snjóbíl og sjúkraflugvél um tíma. Í dag eru margar nýjar hugmyndir í farvatninu og er deildin að endurnýjast mikið með nýjum félögum og starfið að mótast aftur í takt við tíðarandann og samfélagið.

Sigurbjörg Rún Jónsdóttir, Slysvarnadeildin á Akureyri

Slysavarnir

63


Þegar sól fer að lækka á lofti fer vetur konungur að gera sig breiðari og hafa meiri áhrif á líf okkar. Einn anginn af því eru fleiri útköll björgunarsveita sem felast meðal annars í því að bjarga trampólínum nágrannans.

Á ég að gæta bróður míns? 64

Björgunarmál

Forvarnir er e.t.v. orð sem sumum þykir ekkert sérstaklega spennandi og stundum er sett samasemmerki á milli forvarna og nöldurs. En hvar værum við án þess fórnfúsa forvarnastarfs sem slysavarnadeildirnar unnu hér á árum áður og vinna enn í dag? Í slæmu veðri árið 1906 strandaði skipið Ingvar á skeri nærri landsteinum í Viðey. Reykvíkingar söfnuðust saman niðri við höfnina og horfðu hjálparlausir á hvern skipverjann á fætur öðrum hverfa í brimrótið. Hjálparleysið var algjört og á árunum sem á eftir fóru var mikið rætt um hversu mikilvægt væri að koma í veg fyrir sambærileg slys. Hugmyndin um FORVARNIR kviknaði þó að það orð hafi nú ekki verið notað þá. Árið 1928 var Slysavarnafélag Íslands stofnað og þremur árum eftir stofnun þess skilaði forvarnastarf þess áþreifanlegum árangri þegar 33 sjómenn af frönskum togara voru dregnir á land nærri Grindavík með fluglínutækjum félagsins. Í gegnum árin hafa slysavarnadeildir Slysavarnafélags Íslands og síðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar unnið ötullega að forvörnum með því t.d. að fræða foreldra um hætturnar í umhverfi barna og í umferðinni. Starfið hefur síðan verið öflugt þótt áherslurnar hafi verið mismunandi og farið eftir tíðarandanum hverju sinni. Eitt af verkefnum slysavarnadeilda í dag er að fækka útköllum hjá björgunarsveitum. Björgunarsveitafólk er jú einstaklingar; með fjölskyldur, vini, í námi og vinnu. Þótt vinnuveitendur hafi verið ótrúlega liðlegir gengur ekki til lengdar að greiða fólki laun fyrir að bjarga trampólínum nágrannans. Alvinnuveitandinn hlýtur að gera þá kröfu á nágrannann að hann gangi frá sínu dóti sjálfur. Móðir mín lenti í því í hvellinum um daginn að þurfa að hringja í 112 og fá bjögunarsveitina til sín um miðja nótt til að fjarlægja trampólín sem hafði fokið í innkeyrsluna hjá henni. Sem betur fer var bíllinn inni í bílskúr en þak nágrannans var ekki eins heppið því trampólínið stórskemmdi það þegar það rúllaði eftir þakinu. Þó fjúkandi trampólín skapi vissulega hættu fannst mömmu verst að þurfa að trufla björgunarsveitarfólk um miðja nótt og hafði mikið samviskubit yfir því. En að sjálfsögðu voru þetta rétt viðbrögð hjá henni því hún getur engan veginn pakkað saman trampólíni í hífandi roki. Þegar nágranninn kom svo nokkrum dögum seinna að ná í trampólínið sitt var afsökunin sú að hún hefði bara ekki vitað að veðrið yrði svona slæmt. Er vandamálið kannski tengt læsi landans? Ég man ekki betur en að allir fjölmiðlar og vefmiðlar væru fullir af viðvörunum um slæmt veður þennan dag. Dagbjört H. Kristinsdóttir, Slysavarnafélagið Landsbjörg. Mynd: Smári Guðnason.


ÁRNASYNIR


Vร LASALAN Til sjรกvar og sveita


Unglingar í rústum í Rússlandi USAR verkefnið á sér langa og góða forsögu sem er óþarfi að fara yfir nema í örstuttu máli. En allt hófst þetta hjá Technisches Hilfswerk eða THW í Þýskalandi, sem eru ein stærstu björgunarsamtök í heimi með yfir 80.000 sjálfboðaliða. Árið 2011 var verkefnið haldið í fyrsta sinn með það að markmiði að fá unglinga frá ólíkum þjóðum til að vinna saman að björgun úr rústum. Þá komu unglingar frá Rússlandi, Rúmeníu og Þýskalandi saman og var þremur einstaklingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg (SL) boðið að koma til að fylgjast með æfingunni. Í framhaldinu var ákveðið að kynna þetta verkefni meðal umsjónarmanna unglingadeilda SL en virtist ekki mikil áhugi fyrir verkefninu nema frá unglingadeildinni Hafbjörg úr Grindavík og Unglingadeildinni Kletti úr Reykjanesbæ. Svo umsjónarmenn þar ákváðu að sameinast með einn 16 manna hóp til þess að taka þátt í æfingunni 2012. Þá voru þátttökuþjóðirnar fimm; Þýskaland, Rússland, Rúmenía, Ísland og Tyrkland. Árið eftir var farin sú leið að auglýsa eftir unglingum til þess að taka þátt og fóru 12 þátttakendur úr unglingadeildum SL og fjórir umsjónarmenn. Æfingin fór sífellt stækkandi og voru þátttökuþjóðirnar orðnar sex talsins; Þýskaland, Rússland, Rúmenía, Ísland, Tyrkland og Bretland. Árið 2014 var verkefnið ekki haldið vegna óviðráðanlegra aðstæðna hjá samtökunum í Rúmeníu. Það var síðan á fundi SL og THW í Þýskalandi í nóvember 2014 að forsvarsmenn ROUR í Rússlandi tilkynntu að USAR 2015 yrði haldið í Rússlandi og buðu okkur að vera þátttakendur þar. Helena Dögg Magnúsdóttir, Slysavarnafélagið Landsbjörg – Mydir: Otti Rafn Sigmarsson

Unglingamál

67


Aðstæðurnar voru miserfiðar. Þarna er verið að ná sjúklingi út úr flugvél í miklum hita. Mikil vinna var lögð í undirbúning fyrir þetta verkefni því ljóst var strax í upphafi að það að ferðast með unglinga til Rússlands yrði ekki eins einfalt og að ferðast með þá til Þýskalands. Sérstaklega í ljósi þess að átökin á milli Rússlands og Úkraínu

voru mikið í fréttunum um það leyti sem upplýsingar bárust um að USAR 2015 yrði haldið í Rússlandi. Fundað var með sendiherra Rússlands á Íslandi og var leitað ráða hans varðandi ROUR, rússnesku samtökin, og hvort hann teldi ráðlegt að ferðast með

Ólafur Þór gerir sig kláran í að renna sér niður eftir húsveggnum. 68

Unglingamál

hóp íslenskra unglinga á þessa æfingu. Hann taldi það alveg vera öruggt, sérstaklega í ljósi þess að samtökin ROUR vinna undir EMERCOM sem sjá um almannavarnamálin í Rússlandi og þar væri vel hugsað um gesti. Starfsmaður unglingamála mætti á fund stjórnar SL og kynnti USAR verkefnið fyrir stjórnarfólki. Alls bárust 22 umsóknir frá unglingum og 12 umsóknir frá umsjónarmönnum og þurfti að velja úr þeim 10 unglinga og þrjá umsjónarmenn en einnig voru settur tveir fararstjórar til þess að halda utan um verkefnið í heild. Undirbúningsferðirnar voru tvær langar helgar þar sem hist var seinni part fimmtudags og farið heim seinni part sunnudags. Fyrri helgin var haldin í Hveragerði þar sem aðalmarkmiðið var að kynnast hvert öðru og læra fyrstu hjálp. Þar voru hópeflisleikir settir upp á milli fyrirlestra. Helgin tókst með eindæmum vel og kom út úr henni samheldinn hópur. Seinni helgin var í Sandgerði þar sem lögð var meiri áhersla á rústabjörgun í bland við fyrstu hjálpina. Hópurinn fékk einnig að spreyta sig í flokkun húsa að næturlagi en þar var sett upp næturæfing þar sem hópnum var skipt upp og var verkefnið þeirra að flokka húsin eftir ásigkomulagi og tilkynna það til stjórnanda sem kom úr þeirra röðum. Í frítímanum var svo unnið í að gera hópinn enn samheldnari með hópefli og góðu spjalli. Fyrir utan þessar tvær undirbúningshelgar hittist hópurinn á landsmóti unglingadeilda SL í Grindavík. Þar var farið betur í verkfærin sem notuð eru við björgun úr rústum og æfing í að brjóta og bramla. Það má


PIPAR\TBWA - SÍA - 154967

SAMSTARF TIL GÓÐRA VERKA Olís er einn af aðalstyrktaraðilum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og styrkir samtökin bæði með fjárframlögum og veglegum afslætti af eldsneyti og öðrum vörum. Við erum stolt af samstarfinu og þessum stuðningi við frábært starf björgunarsveitanna, sem unnið er af fórnfýsi, landsmönnum til heilla. Samkvæmt samstarfssamningi njóta einnig öll aðildarfélög samtakanna sérkjara hjá Olís, en upplýsingar um þau kjör má fá í síma 515 1100. Þá geta allir meðlimir björgunar- og hjálparsveita innan samtakanna jafnframt fengið sérkjör á eldsneyti og öðrum vörum hjá Olís ef sótt er um á: www.olis.is/vidskiptakort/landsbjorg



því segja að hópurinn hafi verið vel undirbúinn fyrir verkefnið.

Ferðin stóra Fimmtudagurinn 30. júlí Hópurinn hittist fyrst í húsnæði Björgunarsveitarinnar Suðurnes og fóru umsjónarmenn yfir búnaðinn til þess að tryggja að allir væru með það sem til þyrfti og búnaður vigtaður. Þar sem langt ferðalag var framundan fór hópurinn saman út að borða áður en farið var upp á flugvöll en það var Björgunarsveitin Suðurnes sem sá um að hópurinn ásamt öllum farangri kæmist þangað.

Föstudagurinn 31. júlí Eldsnemma um morguninn var lent í Svíþjóð og tók þar við 6 klst. bið. Síðan var stefna tekin í flug til Rússlands. Ferðalagið frá flugvellinum í Moskvu og að æfingarsvæðinu í Noginsk var meira en lítið spennandi, eiginlega hálfgert bíó fyrir saklausa Íslendinga því þegar leiðin var hálfnuð kom lögreglubifreið í veg fyrir bílinn og ruddi leiðina sem eftir var með forgangsljósum og sírenum krökkunum til mikillar skemmtunar. Það var í raun ekkert nauðsynlegt þar sem þarna var mikið umferðaröngþveiti og það tók ekki nema þrjá og hálfan tíma að aka 93 kílómetra.

og Kalli. Anja sá um fyrstu hjálpina við rústirnar og Kalli sá um sigið og „júmmið“. Póstastjórinn var gríðarlega ánægður með íslenska hópinn í lok dags og hrósaði hópnum í hástert fyrir vasklega framgöngu í verkefnum dagsins. Áfram var brjáluð kvölddagskrá með tónlist og dansi og eftir það var farið inn í fyrirlestrasalinn og hver þjóð átti að kynna land sitt og þjóð. Krakkarnir fóru hvert með staðreyndir um landið og settu fram íslensk nöfn og heiti við hverja staðreynd eins og t.d. var talað um veðrið og síðan sögðu þau að sá sem segir fréttirnar í sjónvarpinu er kallaður veðurfréttamaður. Í lokin sýndu þau myndband frá Inspired by Iceland sem vakti mjög mikla athygli. Mánudagurinn 3. ágúst Annar dagur í þjálfun, dagurinn var notaður í þjálfun við vatnabjörgun með endurlífgun og kennslu í að gera línubrú og koma fólki yfir á með vatnið með línubrúnni.

Þriðjudagurinn 4. ágúst Dagurinn var mjög heitur þar sem hitinn náði 29 stigum í forsælu, algjört logn og nánast heiðskírt. Við þessar aðstæður þykir Íslendingunum erfitt að vinna en vinir okkar frá Tyrklandi og Aazerbaijan fögnuðu þessum hita með því að fara loksins úr úlpunum sínum. Þessi dagur var mjög spennandi fyrir hópinn þar sem hann fór í þjálfun við að bjarga sjúklingum úr flökum flugvélar, lestar og þyrlu. Það er ekki á hverjum degi þar sem unglingar á þeirra aldri fá tækifæri til þess að vinna við svona raunverulegar aðstæður. Einnig fengu þau fyrstuhjálparkennslu og tækifæri til að klæðast slökkviliðsbúning og sprauta úr brunaslöngum. Miðvikudagurinn 5. ágúst Þessi dagur var frekar erfiður fyrir íslensku unglingana, það var mikill hiti og þau fóru á þjálfunar-

Laugardagurinn 1. ágúst Dagurinn byrjaði á morgunæfingu og fékk hópurinn að vita að allir dagar myndu byrja á slíkri æfingu. Síðan tók við morgunmatur sem allir voru sammála um að væri ekki alveg eftir íslenskum morgunmatarstaðli. Við tók formleg opnunarhátíð með skrúðgöngu, ræðuhöldum, söng- og dansatriðum og að sjálfsögðu var rússnesk lúðrasveit á svæðinu. Eftir hádegið var tilkynnt hverjir yrðu saman í „platooni“(sveit) það sem eftir væri verkefnisins og lenti íslenski hópurinn með Kyrgyzstan ásamt rússneskum hópi frá bænum Tomsk í Síberíu. Krakkarnir urðu svolítið vonsvikin þegar þau sáu hópinn sem þau áttu að fara að vinna með þar sem hluti af hópnum var á aldrinum 11-15 ára og var lítil sem engin þekking á björgunarmálum hjá þessum hópum. Restin af deginum var nýtt í hópefli sem gekk gríðarlega vel enda íslenski hópurinn vanur hópeflisleikjum og var því mjög drífandi í alls konar leiki og skemmtilegheit. Eftir nokkrar máltíðir voru umsjónarmenn farnir að sjá að maturinn yrði vandmál þar sem hann var varla ætur. Kvöldin voru sko aldeilis ekki nýtt til hvíldar heldur var alltaf full dagskrá. Byrjað var á rússneskri Júróvísíon-stemmingu með fullt af söngvurum og dönsurum. Íslenski hópurinn var æðislegur þarna og hreif alla með sér í að dansa og hafa það gaman. Sunnudagurinn 2. ágúst Ferðinni heitið í fyrsta þjálfunarpóstinn en þar voru kennd grunnatriði í rústabjörgun, hvernig á „júmma“ eða príla upp hús og svo hvernig á að klippa bíla í sundur og bjarga fólki úr þeim. Þar voru tveir af íslensku umsjónarmönnunum að leiðbeina, þau Anja

Mikill hiti og þreytan farin að segja til sín. Unglingamál

71


Þú færð það allt hjá DONNU Ný grjónadýna frá GERMA Nýtt PAD500 hjarta­ stuðtæki sem leiðbeinir bæði um hjartahnoð og stuð, engir aukahlutir aðeins notast við venjuleg rafskaut. Verð frá kr. 199.600 m. vsk.

Ný hönnun, ný lögun, nýir litir Samkvæmt stöðlum EN 1865 og EN 1789 um sjúkraflutninga Léttari 7,9 kg og 25% fyrirferðaminni. Lengd 208 sm, breidd 130 – 72 sm Úr eldtefjandi efnum Hólfuð að innan til að halda grjónum á réttum stað X-laga ólar halda betur um sjúkling Stíf styrking fyrir hálsliði og efra bak Áratuga reynsla á Germa ventlum Taska, dæla og viðgerðarsett fylgir með

Ferno sjúkrabörur – þegar á reynir

Ný heimasíða: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf

WHELEN LED ljós og ljósabogar

Stadpacks töskur Spelkur og hálskragar í úrvali

Móhellu 2, 221 Hafnarfjörður

Sími 555 3100 www.donna.is


Unglingunum kennt hvernig beita skuli klippum.

póst um eiturefnaslys, hvernig á að útbúa sig í eiturefnaslysi og hvernig bregðast eigi við þeim. Það fór ekki allt of vel í suma en það er í fyrsta sinn sem sást í einkenni innilokunarkenndar þó sérstaklega þegar gríman var sett upp. En síðan fékk hópurinn að gera eitthvað sem þeim þótti meira varið í eða að fá að læra aðeins meira á lyftipúða, glennur, klippur og tjakka.

æfinguna sem stefnt hafði verið að frá upphafi. Æfingin byrjaði á svakalegri sýningu hjá Rússnesku björgunarsamtökunum sem meðal annars mættu á sex þyrlum og voru með sprengingar, eld og læti. Eftir það fóru unglingarnir í að vinna að verkefnum dagsins sem voru sex sem tóku um eina klukkustund hvert. Hópurinn vann ágætlega saman þrátt fyrir mikinn hita og mikla tungumálaerfiðleika.

Fimmtudagurinn 6. ágúst Teyminu sem íslenski hópurinn var í var skipt upp í tvo hluta og annar hópurinn lærði að setja upp búðir, tjalda tvenns konar tjöldum til þess að reisa tjaldbúðir á hamfarasvæðum. Á meðan fór hinn hópurinn í að læra nokkrar rússneskar aðferðir við að hnýta hnúta. Síðan skiptu hóparnir um staði eftir hádegið. Það er alltaf gott að læra nýja hnúta eða nýjar aðferðir við að binda hnútana sem hópurinn kunni fyrir og því koma allir heim reynslunni ríkari á því sviði.

Laugardagurinn 8. ágúst Þennan morgunn var óvenjulega snemma ræs þar sem leiðin lá í menningar- og skemmtiferð til Moskvu. Þar var meðal annars farið á Rauða torgið og Kreml skoðað í steikjandi hita og ekki skemmdi fyrir að fá að kíkja þar inn. Dagurinn endaði svo á sundferð í rennibrautargarði inn í miðri verslunarmiðstöð sem var frekar skemmtilegt að sjá.

Föstudagurinn 7. ágúst Þessi dagur hófst eins og allir hinir dagarnir, á morgunæfingu og morgunmat. En í morgunmatnum birtust íslensku VIP gestirnir, Smári Sigurðsson formaður og Jón Svanberg Hjartarson framkvæmdarstjóri, og voru unglingarnir í skýjunum yfir að hitta þá. En síðan fór allt á fullt í undirbúning fyrir stóru

Sunnudagurinn 9. ágúst Eftir 10 daga ævintýri í Rússlandi var kominn tími á heimferð en þó ekki fyrr en eftir formlega lokaathöfn. Eftir hana var síðan komið að því að kveðja og var það ekki auðvelt. Við tók síðan tveggja og hálfs tíma ferðalag í loftlausri rútu í 30 stiga hita. Í heildina var þetta um 16 klst. ferðalag þegar heim var komið. Á móti hópnum tóku síðan glaðir foreldrar. Að baki voru frábærir dagar í Noginsk í Rússlandi þar sem

allir lærðu fullt af nýjum hlutum og kynntust nýju fólki héðan og þaðan úr heiminum. Hópurinn vill koma sérstökum þökkum til þeirra sem studdu þá og gerðu þessa ferð mögulega. Stjórn og starfsfólk SL, án þeirra hefði þetta ekki verið mögulegt. Innes fyrir allar Corny-stangirnar sem héldu lífinu í hópnum. Vífilfell fyrir Powerade-duftið sem hélt uppi orkunni í hópnum. N1 fyrir góða þjónustu og góðan afslátt af þeim vörum sem keyptar voru. Olís fyrir góða þjónustu og góðan afslátt af þeim vörum sem við keyptum. Prentsýn fyrir góða viðleitni og mjög góða þjónustu. Björgunarsveitin Suðurnes, Björgunarsveitin Þorbjörn, Björgunarsveitin Ársæll, Björgunarsveitin Sigurvon og Hjálparsveit skáta í Hveragerði fyrir alla þá aðstoð sem sveitirnar veittu í framkvæmd verkefnisins. Hópurinn sem fór saman í þessa ferð er gífurlega sterkur og samheldinn hópur. Sú reynsla og það veganesti sem verkefni líkt og þetta býður upp á er ævintýri sem verður aldrei metið til fjár, hvort sem litið er til þekkingar sem dreifist um allt land eða vináttu sem aldrei hverfur. Unglingamál

73


Landsmót unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Gott veður í Grindavík kom á óvart

Pokahlaupið á mótinu var öðruvísi en gengur og gerist en þrír til fimm einstaklingar voru í pokanum í einu. 74 Björgunarmál Otti Rafn Sigmarsson, Slysavarnafélagið Landsbjörg

Oreo-kexþrautin vakti mikla lukku á umsjónarmannaleikunum


Að þessu sinni fór landsmót unglingadeilda SL fram í Grindavík dagana 24. til 28. júní. Þátttaka var með besta móti en um 350 unglingar og umsjónarmenn af öllu landinu lögðu leið sína til Grindavíkur til þess að taka þátt í fjörinu sem stóð frá miðvikudagskvöldi til sunnudags. Mótið byrjaði á því að öllum þátttakendum var skipt upp í níu blandaða hópa sem skiptust á að sækja níu mismunandi stöðvar. Stöðvarnar sem boðið var upp á voru fyrsta hjálp, landsþing, bátar, sig og klifur ásamt því að hver hópur fór tvisvar sinnum í sund og einnig tvisvar sinnum á björgunarleikapóst en þar var keppt í ýmsum greinum, eins og t.d. böruburði og pokahlaupi. Ein af aðalkeppnisgreinunum var samt sem áður sala á klósettpappír en hver hópur fékk átta klósettrúllur og snerist keppnin um að selja allar rúllurnar á sem hæstu verði. Gríðarlegt keppnisskap var í hópunum

og voru dæmi um að ein klósettpappírsörk hafi selst fyrir meira en 1.000 krónur. Alls voru seldar 72 klósettrúllur og fyrir þær fengust rúmar 174.000 krónur og nú á haustdögum fór unglingadeildin Hafbjörg og færði Barnaspítala Hringsins stóra og myndarlega ávísun í nafni Landsmóts unglingadeilda SL 2015. Á meðan unglingarnir nutu sín í póstavinnunni stóð Slysavarnadeildin Þórkatla vaktina í eldhúsi grunnskólans þar sem þær framreiddu dýrindis hádegisverð alla dagana í boði styrktaraðila. Þegar póstavinnu lauk á daginn fengu unglingarnir smá tíma til þess að skjótast í búðina eða eitthvað slíkt áður en kvöldskemmtun hófst. Fyrsta kvöldið var boðið upp á skemmtisiglingu að hætti heimamanna en það var línuskipið Valdimar GK sem tók alla þátttakendur mótsins um borð og sigldi út fyrir Grindavík. Það vildi svo óheppilega til

að mikil ölduhæð var fyrir utan höfnina sem varð þess valdandi að Valdimar GK snéri við. Þyrla Landhelgisgæslunnar ætlaði að taka þátt í skemmtisiglingunni með hópnum en vegna þess að báturinn sneri við tók þyrlan bara glæsilega æfingu innan hafnar í Grindavík við mikinn fögnuð viðstaddra. Á föstudagskvöldinu var svo glæsileg „Minute to win it“ keppni milli umsjónarmanna þar sem þeir kepptu meðal annars í Oreo-kexþraut, skittles-áskorun og borðtennisboltaþraut. Það er óhætt að segja að mótið hafi farið vel fram en sól og blíðviðri var ríkjandi veðrátta og kom flestum á óvart að veðrið skyldi vera svona gott í Grindavík. Landsmótinu var svo formlega slitið á laugardagskvöldinu með glæsilegri kvöldvöku úti á túni þar sem unglingarnir dönsuðu langt fram eftir kvöldi.

Allir þátttakendur á landsmóti unglingadeilda SL árið 2015.

Búnaður í póstavinnunni kom víða að, t.d. kom bátur ásamt áhöfn frá Húsa- Unglingadeildin Hafbjörg vann reiptogið þetta árið. vík. Unglingamál

75


Smári Sigurðsson, nýr formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, er Akureyringur í húð og hár, garðyrkjufræðingur að mennt og starfar sem framkvæmdastjóri Kirkjugarða Akureyringa. Hann hefur verið viðloðandi útivist og ævintýrin í kringum hana frá því hann var púki. 76

Félagsmál

„Það má segja að leið mín í Slysavarnafélagið Landsbjörg hafi legið í gegnum skátahreyfinguna þar sem ég fann mig í útivistinni og ævintýrunum í kringum hana. Það var því eðlilegt framhald að fara í Hjálparsveit skáta á Akureyri þegar ég varð unglingur.“ Smári hefur verið viðloðandi björgunarstarf í tæp


Ég er að taka við góðu búi, segir Smári, félagið stendurtraustum fótum, eflist og dafnar.

Ég legg spenntur af stað 40 ár, fyrst í Hjálparsveit skáta á Akureyri eins og fyrr segir og svo í Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri, sem varð til við sameiningu skáta, Flugbjörgunarsveitarinnar og slysavarnadeildarinnar á staðnum. Hann hefur gegnt flestum þeim hlutverkum er finna má innan björgunarsveita; setið í stjórn, verið formaður og í svæðisstjórn. Einnig

hefur hann alltaf reynt að vera virkur í landssamtökunum, svo sem Landssambandi hjálparsveita skáta, Landsbjörg og Slysavarnafélaginu Landsbjörg þar sem hann m.a. sat í stjórn á árunum 2005-2011. Eftir að hafa tekið sér hlé frá stjórnarstörfunum í tvö kjörtímabil tók hann þá ákvörðun að gefa kost á sér

í formannsembættið. Hann segir þá ákvörðun þó ekki hafa verið auðvelda né tekna með hangandi hendi. „En ég fékk mikla hvatningu víða úr félaginu fyrir síðasta landsþing til að gefa kost á mér til formanns. Efir mikla yfirlegu og samráð við mína nánustu; fjölskyldu, vini og vinnuveitanda ákvað ég

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, Slysavarnafélagið Landsbjörg. – Myndir: Sigurður Ólafur Sigurðsson.

Félagsmál

77


Smári, nýkjörinn sem formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, á landsþingi á Ísafirði.

að láta slag standa og láta á reyna. Ég er tilbúinn að gefa mig allan í þetta verkefni og legg spenntur af stað enda tel ég að ég geti lagt mikið af mörkum með mína reynslu og þekkingu á félaginu.“

Tek við góðu búi Spurður um stöðu félagsins segir Smári hana vera góða. „Ég er að taka við góðu búi, félagið stendur traustum fótum, eflist og dafnar. Styrkurinn felst í sjálfstæði eininganna og félagslegri samstöðu þeirra. Við ætlum að halda áfram á þeirri vegferð en auðvitað koma alltaf nýjar áherslur með nýju fólki. Af landsþinginu komu t.d. ótvíræð skilaboð um að huga betur að forvörnum/slysavörnum, ekki síst vegna þess að mikil fjölgun verkefna björgunarsveita er tengd ferðaþjónustu og koma má í veg fyrir hluta þeirra með forvörnum. Það felast spennandi tækifæri fyrir félagið í þessari fjölgun ferðamanna því við getum lagt svo mikið af mörkum. Við höfum bæði þekkingu og reynslu til að koma í veg fyrir mörg af þessum óhöppum og slysum. Opinberir aðilar gera sér grein fyrir þessu, t.a.m. er innanríkisráðuneytið að óska eftir tillögum frá félaginu og þar erum við á heimavelli og eigum að beita okkur í frítíma- og ferðaslysavörnum.“ 78

Félagsmál

Mikil tækifæri hjá deildum Starfsumhverfi slysavarnadeilda hefur breyst mikið síðustu árin og áratugina. Opinberir aðilar og fyrirtæki sinna nú slysavörnum af meiri krafti og slysavarnadeildir hafi því víða fundið sér nýjan vettvang. „Í frítíma- og ferðaslysavörnum geta deildirnar lagt heilmikið af mörkum,“ segir Smári. „Þar kreppir skórinn og þar er að finna tækifæri. Aðalatriðið er þó að deildirnar finni verkefnin sín sjálfar en að þeim sé ekki miðstýrt frá félaginu. Slík verkefni virðast ekki vera hvatinn fyrir allar deildir. Nokkrar þeirra hafa þegar skipt um gír og fundið í sínu samfélagi hvar þörfin liggur. Dæmi um slíkt eru verkefni er miða að öryggi í starfi siglingaklúbbs staðarins, námskeið fyrir brettakrakka og fleira. En ég sé mikil tækiæri fyrir deildirnar að leggja mikið af mörkum. Ég ber mjög jákvæðan hug til framtíðar slysavarnadeilda en hvatinn þarf að koma frá þeim sjálfum.“

Tökum samtalið um greiðslu fyrir þjónustu Smári segir mikilvægt að fækka verkefnum björgunarsveita með því að koma í veg fyrir útköll vegna veðurs, færðar og ferðalanga í ógöngum. „Setja þarf meiri fókus á fræðslu og leiðbeiningar auk þess að huga að samgöngum, það er ekki

eðlilegt að frekar sé hringt í sjálfboðaliðann til að draga upp fastan bíl en loka ófærum veginum. Við höfum farið eins og kettir í kringum heitan graut þegar kemur að því að taka greiðslu fyrir þjónustuverkefni, eins og að sækja fasta bíla. Við þurfum að taka samtalið um það að rukka fyrir slíkt. En ég vil ítreka að við erum ekki að tala um að rukka fyrir leit og björgun. En fyrst og fremst eigum við að leggja áherslu á að fækka þessum ökutækjaverkefnum því þau bætast ofan á annað. Öðrum verkefnunum hefur ekki fækkað, náttúruváin og lífið í landinu er til staðar sem fyrr þrátt fyrir ferðamannastrauminn.“

Virðing fyrir tíma sjálfboðaliðans Íslendingar hafa 1.100 ára reynslu af því að búa í óblíðri náttúru en Smári segir kröfuna um veður og samgöngur vera orðna óraunhæfa. „Það er búið að ala okkur upp í að vera ósjálfbjarga, allir eiga að vera inni þegar veður er vont. Svo fýkur tunna nágrannans og þá er hringt í björgunarsveitir. Við þurfum öll að vera svolítið ábyrg og meðvituð. Mér finnst enn eima eftir af óvirðingu við tíma sjálfboðaliðans, það þekkist að þeir eru að fara kannski þrisvar í sama garðinn að laga skjólvegg. Við sjáum hins vegar ekki eftir þeim


Í leik og starfi

Frostþurrkaður matur

LJÓSMYND: BJÖRGVIN HILMARSSON

Bakpokar

100% Merino ull

Í s le n s k u

ALPARNIR

e-mail: alparnir@alparnir.is • www.alparnir.is

Faxafen 8 // 108 Reykjavík // Sími 534 2727

Íslenskir Fjallaleiðsögumenn klæðast Mountain Equipment frá Íslensku Ölpunum Félagsmál

79


tíma sem við nýtum í öryggis- og björgunarstörf. En það er mikilvægt að borin sé virðing fyrir okkar tíma, það er ekki öðrum til að dreifa til að sinna þessum störfum.“

Fjöldi ferðamanna eykur álag Fjölgun verkefna felur í sér aukinn kostnað. Smári segir stöðu eininga almennt góða enda sníði þær starfið að þeim tekjum sem þær hafa. „En það er kristaltært að þessi aukning sem verið hefur undanfarin fjögur ár hefur verið verulega íþyngjandi fyrir sveitirnar á landbyggðinni. Og þær eru komnar að endapunkti þegar kemur að því að sækja fé til samborgara sinna. Álagið hefur líka lagst þyngst á litlar sveitir sem hafa lítil tækifæri til fjáröflunar. Við verðum því að huga að fjárhagslegum grundvelli starfsins, t.a.m. með nýjum tekjustofnum. Eitt slíkt verkefnið er Bakvarðasveitin. Það er okkur afar mikilvægt að hafa svona trausta bakhjarla enda eru þeir stöðugur tekjustofn.“

Í rétta átt Slysavarnafélagið Landsbjörg er í miklum samskiptum við þá aðila er koma með einhverjum hætti að leit og björgun á landinu, hvort sem það eru aðrir viðbragðsaðilar, hið opinbera eða fyrirtæki. „Það eru allir búnir að kveikja á perunni og vita að eitthvað þarf að gera,“ segir Smári, „ bæði opinberir aðilar og

Frambjóðendur til formanns og stjórnar SL grilluðu ofan í landsþingsfulltrúa. Smári lét ekki sitt eftir liggja. 80

Slysavarnir

ferðaþjónustan. En það er ekkert sem gerist í hvelli, við vinnum okkur hægt og rólega í rétta átt og getum lagt mikið af mörkum til að koma ferðageiranum í öruggari farveg. Við ætlum ekki að fræða alla, það er ekki okkar hlutverk. Við eins og aðrir í geiranum fengum bara fangið fullt árið 2010 og erum að vinna úr því ástandi.“

Vanmetum ekki þekkingu og reynslu Undanfarin ár hefur mikil áhersla verið lögð á menntun og þjálfun félagsfólks. „Mér finnst mikilvægt að allir hafi grunnmenntun,“ segir Smári, „en það má ekki vanmeta reynslu og þekkingu þeirra sem búnir eru að standa vaktina, jafnvel áratugum saman. Staðan er hins vegar afar mismunandi, annars vegar stórar sveitir í þéttbýli með marga félaga. Þar er sérhæfing, ákveðinn hópur fólks sem menntar sig mikið í ákveðnum hlutum. Í minni sveitum er hins vegar búið að virkja alla vettlingafæra menn og konur og því takmörk fyrir því hvað hægt er að gera miklar kröfur um sérhæfingu. Við hvetjum auðvitað alla til að sækja þá þekkingu sem er í boði. Fram að þessu hefur félagsfólk unnið mjög faglega öll þau verkefni sem tengjast leit og björgun og okkur hefur farið mikið fram. Vil ég þar t.a.m. nefna öryggisvitund og ábyrgð okkar, öryggisvitund okkar er orðin meiri en hún var. Höldum áfram á sömu braut og bætum okkur ár frá ári.“

Fólkið sem erfir félagið „Ég fagna því hversu öflugt og kraftmikið unglingastarfið er víða á landinu. Þetta er mikilvægt starf, þarna fer fram uppeldi á björgunar- og slysavarnafólki framtíðarinnar. Skátarnir hafa líka verið góð uppspretta nýrra félaga og það skiptir engu máli hvaðan gott kemur, aðalatriðið er að unglingarnir finni sig í starfinu. Þarna er fólkið sem erfir félagið og landið og við skulum fagna því og hvetja einingar til að halda vel utan um unglingastarfið. Við þurfum líka að sinna félagsstarfi heildarsamtakanna af krafti. Ég og aðrir stjórnarmenn viljum leggja meiri áherslu á miðlun upplýsinga innan félags, gera félagsfólk meðvitaðra um starfsemina sem fer fram. Hvað eru t.d. nefndir félagsins að gera? Betri, skilvirkari og aðgengilegri fundargerðir, bæði stjórnar félagsins og nefnda geta verið skref í þá átt. Ferðaskýrslur þeirra sem sækja ráðstefnur og námskeið erlendis eru oft frábærar og fullar af þekkingu sem þarf að skila sér út í félagið.“ Smári sér fram á að félagið muni í framtíðinni vaxa og dafna með jákvæðu og öflugu fólki alls staðar af landinu. „Það eru spennandi og jafnframt krefjandi tímar framundan og félagið er tilbúið í slaginn hér eftir sem hingað til. Verkefnið er áhugavert og ögrandi og ég er fullur tilhlökkunar að takast á við það,“ segir Smári að lokum.


NM70779 ENNEMM / SÍA /

VIÐ TÓKUM ÁKVÖRÐUN: AÐ VEITA BESTU BANKAÞJÓNUSTU Á ÍSLANDI ... ... svo þú eigir auðveldara með að taka þínar ákvarðanir Sumar ákvarðanir um fjármál eru hversdagslegar, aðrar með þeim mikilvægustu á lífsleiðinni. Okkar hlutverk er að veita þér bestu ráðgjöf, fræðslu og þjónustu sem völ er á til að auðvelda þér að taka þínar ákvarðanir. Við tökum vel á móti þér í næsta útibúi og á islandsbanki.is

2014

2015


Þessir sitja í stjórn SL

Ný stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar var kosin á landsþingi félagsins sem haldið var á Ísafirði 29.-30. maí. Fimmtán manns gáfu kost á sér til setu í stjórninni, 13 karlar og tvær konur. Eru það nokkuð fleiri en í síðustu kosningum og er merki um áhuga félagsfólks til að taka þátt í að marka stefnuna næstu árin. Hér á eftir fer örstutt kynning á þeim sem náðu kjöri.

Andri Guðmundsson, Hjálparsveit skáta Garðabæ Andri, sem kemur nýr inn í stjórn, er viðskiptafræðingur sem starfar sem sölu- og ferðaráðgjafi hjá Arctic Adventures. Hann hefur verið skáti frá níu ára aldri og í björgunarsveit síðan hann var 17 ára. Þar hefur hann gegnt ýmsum hlutverkum, svo sem setið í stjórn, séð um fjáröflunarverkefni og flugeldasölu, starfað með bíla- og bátaflokki svo eitthvað sé nefnt. Andri hefur verið skipaður ritari stjórnar SL.

Hallgrímur Óli Guðmundsson, Hjálparsveit skáta Aðaldal Hallgrímur er kúabóndi og hefur verið félagi í hjálparsveitinni í ríflega 20 ár, þar af í stjórn í 14 ár, tíu af þeim sem formaður. Hann hefur verið öflugur í félagsstarfi hinna ýmsu félaga í gegnum tíðina, m.a. gegndi hann formennsku í F4x4 í átta ár, og hefur starfað í ýmsum nefndum. Þetta er hans fyrsta kjörtímabil í stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Eiður Ragnarsson, Björgunarsveitinni Ársól/ Björgunarsveitinni Báru Eiður er sölufulltrúi hjá Würth á Austurlandi og hefur verið meðlimur í björgunarsveit frá árinu 1993, fyrst í Báru á Djúpavogi og í Björgunarsveitinni Ársól á Reyðarfirði frá 1995, þar af 12 ár sem formaður. Hann hefur setið í stjórn SL frá 2009 auk þess að vera í svæðisstjórn, umsjónarmaður unglingadeildar, í skólanefnd SL og nefnd um unglingamál.

Leonard Birgisson, Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri Leo á langan feril að baki þegar kemur að leit og björgun. Hann gekk í Flugbjörgunarsveitina á Akureyri árið 1980, var formaður hennar um tíma og hefur verið félagi í Súlum frá stofnun 1999. Þar var hann varaformaður stjórnar í átta ár og sat í flugeldanefnd og stefnir á að ganga í undanfarahóp sveitarinnar. Hann hefur setið í stjórn SL frá 2013, verið formaður flugeldanefndar félagsins og í ráðgjafahópi um flugelda. Leonard er gjaldkeri stjórnar SL.

Gísli Vigfús Sigurðsson, Björgunarsveitinni Stjörnunni Gísli hefur sýslað með vélar í áratugi. Hann hefur verið félagi í bjsv. Stjörnunni í 16 ár, setið þar í stjórn og sem formaður. Hann hefur setið í stjórn SL frá árinu 2013 sem og í nefnd um slysavarnir ferðamanna og slysavarnanefnd SL. Guðjón Guðmundsson, Björgunarsveitinni Björg, Eyrarbakka Guðjón er rafvirkjameistari og starfar hjá Árvirkjanum á Selfossi. Hann hefur lengi verið virkur í starfi félagsins, byrjaði í björgunarsveitinni árið 1987 og var þar formaður í 22 ár. Hann hefur setið í stjórn SL frá árinu 2011 auk þess að vera í flugeldanefnd, framkvæmdastjórn björgunarbátasjóðs og í skólaráði SL. Guðjón var varaumdæmisstjóri Slysavarnafélags Íslands í Árnessýslu árin 1996-1998.

Valur Sæþór Valgeirsson, Björgunarsveitinni Björg, Suðureyri Valur hefur verið formaður Bjargar frá 1997, en hann byrjaði að starfa með sveitinni árið 1988. Þetta er fyrsta kjörtímabil hans í stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar, en hann hefur sinnt ýmsum félagsstörfum heima í héraði og er með meistararéttindi í rafvirkjun. Þorvaldur Friðrik Hallsson, Björgunarsveitinni Ársæli Þorvaldur er flugmaður hjá Icelandair og Flugskóla Íslands. Hann hefur starfað í björgunarsveit frá árinu 1983, fyrst í Ingólfi sem síðar varð Björgunarsveitin Ársæll. Þar hefur hann gegnt ýmsum embættum; verið varaformaður, meðstjórnandi, setið í flugeldanefnd og í svæðisstjórn björgunarsveita á svæði 1. Hann var kjörinn í stjórn SL árið 2013 og var ritari stjórnar. Nú er hann varaformaður félagsins. Á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar var einnig kosið í milliþinganefndir félagsins, þ.e. laganefnd, uppstillingarnefnd og fjárveitinganefnd, auk þess sem félagslegir skoðunarmenn reikninga voru kjörnir. Sjá má lista yfir þá aðila sem náðu kjöri á heimasíðu félagsins, www.landsbjorg.is.

82

Félagsmál



Öruggari öryggishnappur PIPAR\TBWA • SÍA • 111021

Hjúkrunarfræðingar alltaf á vakt

Öryggismiðstöðin er eini þjónustuaðili öryggishnappa

Ef þú ert með hnapp frá öðrum þjónustuaðila, er einfalt að skipta. Hringdu í síma

sem er með hjúkrunarfræðinga í stjórnstöð á símavakt

570 2400 og kynntu þér málið.

allan sólarhringinn. Hjúkrunarfræðingar eru til ráðgjafar fyrir hnapphafa auk þess að vera stuðningur við öryggisverði í útköllum. Einnig fylgir hverjum nýjum hnappi reykskynjari sem er beintengdur stjórnstöð Öryggismiðstöðvarinnar.

Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn

Öryggishnappur Heimaþjónusta

Ferðaþjónusta

Hjálpartæki

Aðlögun húsnæðis


Öll aðstaða landsþings á Ísafirði var til fyrirmyndar og fór vel um alla.

Landsþing á Ísafirði Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldið á Ísafirði síðustu helgina í maí. Þingið er haldið annað hvert ár og hefur æðsta ákvörðunarvald í málefnum félagsins. Þar er því stefnan mörkuð til næstu ára. Þátttaka á landsþingi er góð en það sitja á fjórða hundrað fulltrúar frá björgunarsveitum og slysavarnadeildum um land allt. Dagskrá þingsins var með hefðbundnu sniði; að lokinni formlegri setningu að viðstöddu fjölmenni gesta hófust hin eiginlegu þingstörf. Kynnti stjórn skýrslu sína og farið var yfir reikninga félagsins. Fulltrúar frá milliþinganefndum kynntu einnig starfið sem unnið hafði verið sl. tvö ár. Farið var yfir tekjuskiptakerfi félagsins og nýtt tekjuskiptakerfi fyrir slysavarnadeildir var kynnt. Stefnumótunarvinna fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg var áberandi í dagskránni enda mikilvægt fyrir svo stórt félag að vita hvert það ætlar sér í framtíðinni. Fjölmörg önnur mál og tillögur voru rædd á þinginu, t.a.m. gerð jafnréttisáætlunar félagsins. Það bar til tíðinda á þessu þingi að ný eining var tekin inn í félagið en það var nýstofnuð Slysavarnadeild Kópavogs. Var henni fagnað með lófataki og formanni hennar, Fríði Birnu Stefánsdóttur, færður blómvöndur af þessu tilefni. Kosningar til formanns, stjórnar og milliþinganefnda setja ávallt svip á landsþing. Að þessu sinni tóku þær stærri sess en oft áður þar sem tvö sóttust eftir embætti formanns; Margrét Laxdal og Smári Sigurðsson. Einnig voru 15 manns í framboði til stjórnar sem er meira en sést hefur síðustu árin. Svo fór að Smári hafði betur í formannskosningunni og sjá má kynningu á þeim sem náðu kjöri í stjórn annars staðar í þessu blaði.

Gestir fylgjast grannt með gjaldkera fara yfir reksturinn. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, Slysavarnafélagið Landsbjörg. – Myndir: Sigurður Ó. Sigurðsson.

Félagsmál

85


Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg Afl starfsgreinafélag www.asa.is Akureyrarbær www.akureyri.is Alþýðusamband Íslands Baader Island ehf. Bolungarvíkurhöfn www.bolungarvik.is

Ég vinn við að gefa Toby besta veganestið. PATRICIA

VÖRUÞRÓUNARSTJÓRI HÖFUNDUR AÐ PRO PLAN OPTISTART ® Axlar ábyrgð eins og þú.

Daglegt brauð Dalvíkurhafnir Dalvík- Árskógsströnd- Hauganes www.dalvik.is

Farmanna- og fiskimannasamband Íslands Félag skipstjórnarmanna www.skipstjorn.is Fisk Seafood www.fisk.is

Brunavarnir Suðurnesja Egersund Island

Fiskmarkaður Hólmavíkur ehf.

Endurskoðun Vestfjarða ehf. www.endvest.is

Fiskmarkaður Patreksfirði fiskmarkadur@simnet.is Fiskmarkaður Siglufjarðar ehf. fmsi@fiskmarkadur.is

PRO PLAN MEÐ OPTISTART Heil vörulína sérstaklega ætluð hvolpum. ®

Fiskmarkaður Austurlands hf. fmaust@simnet.is

® Reg. Trademark of Société des Produits Nestlé S.A.

Fiskvinnslan Íslandssaga

wi

t

h

m

Pro Plan vörulínan fyrir hvolpa er blönduð með Optistart sem inniheldur brodd, fyrstu móðurmjólkina. Styrkir vörnina sem hvolpurinn fékk frá móðurinni.

ru C o los t

Þetta er þín ábyrgð. Þetta er okkar ábyrgð. Þetta er PRO PLAN.

Frár ehf. frar@simnet.is Freydís sf., Sædís IS 67 Gjögur hf. Grundarfjarðarbær www.grundarfjordur.is Grundarfjarðarhöfn www.grundarfjordur.is Gullberg ehf. Gúmmísteypa Þ. Lárussonar Hafbáran ehf. 450 Patreksfjörður

86

Unglingamál


Þrautirnar í Björgunarleikunum reyndu bæði á líkamlegt og andlegt atgervi þátttakenda.

Þrátt fyrir að formleg þingstörf séu mikilvæg má ekki gleyma félagslegum þætti slíkrar samkomu. Fólk úr einingum félagsins um land allt fær þarna tækifæri til að hittast, ræða málin, þétta hópinn og skemmta sér saman. Dagskrá utan hefðbundinna þingstarfa er því allnokkur. Á föstudagskvöldið var haldin heljarinnar grillveisla þar sem frambjóðendur til stjórnar grilluðu hamborgara ofan í nokkur hundruð gesti. Myndaðist góð stemning og ljóst að margt var rætt og mörg mál leyst undir veggjum Arnardals við Ísafjarðardjúp. Á meðan á þingstörfum stóð á laugardeginum voru Björgunarleikar í fullum gangi út um allan bæ á Ísafirði. Hátt í 20 lið skráðu sig til leiks og keppt var í ýmsum þrautum, líkamlegum sem andlegum og stóðu Dívurnar, lið frá Súlum – björgunarsveitinni á Akureyri, sem eingöngu var skipað konum, uppi sem sigurvegarar. Var þeim vel fagnað, en þess má geta að þetta er í þriðja skipti í röð sem lið frá þessari sveit ber sigur úr býtum. Formleg árshátíð félagsins fór svo fram á laugardagskvöldinu í íþróttahúsinu á Ísafirði. Yfir 600 prúðbúnir gestir tóku þátt, borðuðu góðan mat, nutu félagsskaparins og hlógu og dönsuðu fram á rauða nótt. Fundargerð landsþings 2015 má lesa á innri vef félagsins, www.landsbjorg.is.

Skemmtileg stemning skapaðist á grillinu á föstudagskvöldinu.

Haukur Ingi Jónasson stjórnaði vinnu við stefnumótun félagsins.

Dívurnar frá Akureyri, sigurvegarar Björgunarleikanna.

Bryndísi Fanneyju Harðardóttur úr Björgunarsveitinni Víkverja var afhentur heiðursskjöldur Slysavarnafélagsins Landsbjargar en hann er æðsta viðurkenning félagsins og veitist einstaklingum fyrir sérlega fórnfúst starf í þágu þess. Með henni á myndinni er fyrrverandi formaður SL, Hörður Már Harðarson.

Slysavarnadeild Kópavogs var tekin formlega inn í félagið.

Margrét L. Laxdal og Smári Sigurðsson voru í framboði til formanns SL. Félagsmál

87


Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg Hafnarfjarðarhöfn www. hafnarfjardarhofn.is

Listmunasala Fold www.myndlist.is

Sjómannafélagið Jötunn, Vestmannaeyjum

Hafnasamlag Norðurlands

Löndun ehf. www.londun.is

Sjómannasamband Íslands www.ssi.is

Miðás ehf. ww.brunas.is

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins www.shs.is

Hafnarsjóður Skagafjarðar www.skagafjordur.is Hafnarsjóður Þorlákshafnar www.olfus.is Hafnaskrifstofa Snæfellsbæjar Hita- og vatnsveita Mosfellsbæjar www.mos.is Hjallasandur ehf. Snæfellsbæ Hjálmar ehf. haukaberg@simnet.is Hlaðbær-Colas hf. www.colas.is Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. www.frosti.is Ísfélag Vestmannaeyja hf. www.isfelag.is Íþróttamiðstöðin Egilsstöðum Kópavogshöfn www.kopavogur.is Kristinn J. Friðþjófsson ehf. Landsnet Launafl

Pétursey gudjonr@eyjar.is Pósturinn www.postur.is Reykjanesbær www.reykjanesbaer.is

Stegla ehf. Tálknafirði Steinunn ehf. Súðavíkurhöfn

Reykjaneshöfn

Sveitarfélagið Garður www.svgardur.is

Salka - Fiskmiðlun hf. www.norfish.is

Tækniþjónusta Vestfjarða ehf. sveinn@tvest.is

Samvinnufélag útgerðarmanna www.veidiflugan.is Segull ehf. Seyðisfjarðarkaupstaður www.seydisfjordur.is Sigurbjörn sf. sibjehf@simnet.is Sigurður Ólafsson ehf. olibjorn@eldhorn.is Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur Sjómannafélag Eyjafjarðar www.sjoey.is

Valberg ehf. valbergehf@simnet.is Verkalýðsfélagið Hlíf www.hlif.is Verslunarmannafélag Suðurnesja www.vs.is Vestmannaeyjahöfn www.vestmannaeyjar.is Vesturbyggð www.vesturbyggd.is VSO Ráðgjöf ehf. Vörður tryggingar www.vodur.is


Nú fæst Landsbrauð í vel flestum bakaríum landsins og helstu stórmörkuðum en landsbrauðið er hluti af átaki sem bakarar landsins standa fyrir og styrkja með því Slysavarnafélagið Landsbjörg. Félagið fær 30 kr. af hverju seldu brauði. Brauðið er bæði hollt og gott og er félagsfólk hvatt til að prófa og jafnvel gera að föstum lið í heimilisinnkaupunum.

Undirbúningur Björgunar hafinn

Smælki

Landsbrauð

Nú er aðeins um ár þar til ráðstefnan Björgun verður haldin á nýjan leik en eins og kunnugt er þá er hún annað hvert ár. Búið er að bóka Hörpu sem ráðstefnuhús enda er fjöldinn sem sækir ráðstefnuna orðinn slíkur að fáir aðrir staðir koma til greina. Starfsfólk skrifstofu er nú komið á fullt í undirbúningi enda mörg handtökin sem fara í að koma saman svona viðburði. Félagsfólk er beðið um að senda ábendingar um góða fyrirlestra eða áhugavert efni á olof@landsbjorg.is.

Nýr starfsmaður Andri Már Númason hefur hafið störf hjá Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Fastir starfsmenn skólans á skrifstofu eru því orðnir þrír. Andri er þrítugur kennari og býr á Eyrarbakka. Hann er félagi í Björgunarsveitinni Björg Eyrarbakka og situr þar í stjórn og starfar sem undanrenna með undanfarahópi björgunarsveita á svæði 3. Þá er Andri einnig félagi í Björgunarhundasveit Íslands og er með snjóflóðaog víðavangsleitarhund. Andri er boðinn velkominn til starfa.

Nýr bakvaktarbíll

Hér tekur Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, við nýjum Toyota Hilux fyrir félagið. Afhenti Eðvarð Þór Williamsson, framkvæmdastjóri Arctic Trucks, bifreiðina. Bifreiðin verður notuð af bakvakt félagsins í aðgerðamálum auk þess sem hún nýtist í alls kyns verkefni þar sem starfsmenn þurfa að komast milli staða í vályndum veðrum á þjóðvegum landsins. Mynd: Guðbrandur Örn Arnarson. Félagsmál

89


Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg

www.skipstjorn.is

www.sjoey.is

www.oddihf.is

www.lvf.is

Fjölbreytt þjónusta við bíla og tæki www.sjomenn.is

Diesel Center

» NÝ OG STÆRRI VERSLUN » DIESELVERKSTÆÐI » VARAHLUTAÞJÓNUSTA » TÚRBÍNUVIÐGERÐIR OG SALA » SÉRPANTANIR

NÝTT

DVERGSHÖFÐI 27 110 Reykjavík

Sími 535 5850 - blossi.is


Tengingin skiptir máli Sími utan þjónustusvæðis er eins og sigbelti án línu eða gúmmíbátur á þurru landi. Þess vegna leggjum upp á hálendið og langt út á haf. Áhyggjuleysi, öryggi og þægindi

Vodafone Við tengjum þig



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.