Björgun - Tímarit - 1. tbl. 2016

Page 1

Leitartækni Deilt álag í fjallabjörgun Hliðruð stangarleit Útkall vorið 1985 Safetravel Gengið til góðra strauma Bakverðir Crean verkefnið

1. tbl. 16. árg. 2016


N N I I T Ú ER

EKKI LÁTA VEÐRIÐ STOPPA ÞIG, FARÐU OG UPPGÖTVAÐU HEIMINN. EKKI HANGA INNI. VERTU ÚTIVERA. INNI ER ÚTI. ÚTI ER INN. www.cintamani.is | Bankastræti 7 | Austurhraun 3 | Smáralind | Kringlan


Tengingin skiptir máli Sími utan þjónustusvæðis er eins og sigbelti án línu eða gúmmíbátur á þurru landi. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á að öflugt dreifikerfi okkar nái upp á hálendið og langt út á haf.

Byltingarkennd vetrar- og heilsársdekk

Áhyggjuleysi, öryggi og þægindi með öflugu dreifikerfi

Vodafone

Góð samskipti bæta lífið

Mikil gæði á afar sanngjörnu verði! Margir af þekktustu bílaframleiðendum í heimi kjósa að búa nýja bíla sína dekkjum frá Hankook. Ástæðurnar eru mikil gæði, frábært verð og öryggi. Meðal þeirra eru BMW, Audi, VW og Ford

Nýjasta kynslóð kornadekksins frá Hankook Frábært heilsársdekk. Dekkið er með sérstaklega hertum trefjanálum í gúmmíblöndunni sem grípa í svellið og gefa aukið grip í hálku. Mjúkt dekk sem endist gríðalega vel og vetrargripið er framúrskarandi

Korna dekk

W419

W606

UMBOÐSMENN UM LAND ALLT

TA

L AU

S

– Síðan 1941 –

A

mánaða

F

B

R

VA

R

12

A

X

ORGAN

I

Skútuvogi 2

Sími 568 3080

www.bardinn.is

Smiðjuvegi 68-72, Rvk Fitjabraut 12, Njarðvík

Hjallahrauni 4, Hfj Austurvegi 52, Self.

544-5000 solning.is


Efni

1.tbl. 16.árg.mars 2016

Björgunarmál Tölum við öll sama tungumálið?

6

Nýjungar í fjallabjörgun

10

Fjölbreyttar bjargir

14

Hliðruð stangarleit

20

Endurskoðun og betrumbætur

25

Battenburg merkingar björgunarbifreiða

28

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin

31

Nýtt skipulag samvinnutalhópa

36

Hundar við leit og björgun 101

41

Maður í sprungu – Útkallið sem hafði áhrif

45

Fallhlífahópur 50 ára

51

Spennandi ferð á WASAR

53

6

14

31

41

Slysavarnir

59

64

Slysavarnadeild á vit nýrra verkefna

55

Hvað erum við að gera undir hatti Safetravel?

59

90 ára aldursmunur

65

Trampólín 66 Sjúkrakassi heimilisins

68

Unglingamál Crean verkefnið

71

Erindrekstur til unglingadeilda

76

Æskulýðsvettvangurinn – Hvað er það?

78

71

78

Félagsmál

92

102

1. tbl. 16. árg. 2016

U

M

HV

E R F I S ME

R

KI

Útgefandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg, Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík. Áskrift og almennur sími: 570-5900. Netfang: bjorgun@landsbjorg.is. Auglýsingar: herdis@landsbjorg.is. Ritstjóri: Ólöf Snæhólm Baldursdóttir. Ábyrgðarmaður: Jón Svanberg Hjartarson Próförk: Haraldur Ingólfsson – Harla. Umbrot og prentun: Prentsmiðjan Oddi. Forsíðumynd: Guðni G. Borgarsson.

141 776

PRENTGRIPUR

Heimurinn sækir Ísland heim sumarið 2017

80

Formannafundur á Egilsstöðum 16. apríl

83

Gengið til góðra strauma

86

Slysavarnaskóli sjómanna 30 ára

92

Bakverðir mikilvæg tekjulind Landsbjargar

98

Mannslíf í húfi, 2. bindi

101

Neyðarlínan 20 ára

102

Slysavarnafélagið Landsbjörg er samtök sjálfboðaliða um allt land sem vinna björgunar- og slysavarnastarf. Innan félagsins starfa um 100 björgunarsveitir, um 40 virkar slysavarnadeildir auk öflugs unglingastarfs. Félagið rekur Slysavarnaskóla sjómanna, Björgunarskólann, 14 björgunarskip og tugi slysavarnaskýla út um allt land. Björgun, tímarit félagsins, kemur að jafnaði út tvisvar á ári. Blaðið er prentað á umhverfisvænan pappír. Allar ábendingar um efni í blaðið eru velkomnar og sendast á olof@landsbjorg.is. Þeir sem óska eftir áskrift að blaðinu geta haft samband við skrifstofu félagsins. Slysavarnafélagið Landsbjörg gefur einnig út árbók einu sinni á ári og er hún yfirlit um starfsemi félagsins árið á undan. Nánari upplýsingar um Slysavarnafélagið Landsbjörg má finna á www.landsbjorg.is.


PIPAR\TBWA • SÍA • 112120

Montana er útivistartæki seM hentar í bílinn, Mótorhjólið, vélsleðann, bátinn og gönguna. tæki seM fer hvert seM er!

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is

Garmin Montana er vatnshelt tæki með 4“ skjá sem hafa má bæði lárétt og lóðrétt. Mikil upplausn í skjá og stillimöguleikar gera Montana að einum skemmtilegasta ferðafélaganum. Tækið sýnir öll örnefni, hæðarlínur og landslag með skuggum, sem gefur kortinu aukna dýpt. Hægt er að skanna kort og loftmyndir og setja í tækið ásamt því að geyma nær ótakmarkað af ferlum, 4.000 vegpunkta og 200 leiðir. Montana er einnig til með 5MP myndavél. Söluaðilar um allt land – sjá www.garmin.is


Oftast er miðað við 300 m í „hubbnum“, þá þarf að leita vel.

Tölum við öll

sama tungumálið?

Síðastliðinn áratug hefur það færst í auka að leitarhópar eru beðnir um að framkvæma ákveðnar aðferðir leitar í útköllum. En hvað á svæðisstjórn við þegar hún biður leitarflokka að leita 300 m, hraðleita svæði eða beita svæðisleit? Þessar skilgreiningar hafa vafist ögn fyrir leitarmönnum og aðgerðastjórnendum. Því hefur það komið fyrir að leitarsvæði eru ekki leituð sem skyldi og jafnvel að gömlum og úreltum aðferðum sé beitt við leit. 6

Björgunarmál

Hubbinn - 300 metrarnir Eftir hverju er svæðisstjórn að óska þegar hún biður leitarhópa að leita 300 m út frá síðasta þekkta punkti (SÞP)? Er þetta eitthvað sem við rumpum af einn, tveir og tíu? Ef hugsað er út frá reiðhjólagjörðinni þá táknar „hubbinn“ oftast 300 metra þó það geti verið breytilegt eftir því hvaða flokki týndra einstaklingurinn tilheyrir. Þegar óskað er eftir því að leitarmenn leiti „hubbinn“ út frá síðasta þekkta punkti (SÞP) er ekki átt við að þeir hraðleiti svæðið. Leitarmenn sem leita „hubbinn“ eiga að leita þá mjög vel. Ætlast er til að þeir leiti garða, kjarr, opin svæði og annað sem er innan þessara marka. Einnig er ætlast til að þeir kíki inn í allar opnar vistaverur sem kunna að verða á vegi þeirra líkt og gróðurhús, geymsluskúra

Edda Björk Gunnarsdóttir – Yfirleiðbeinandi í leitartækni. Myndir: Einar Eysteinsson


þessi verkefni má auðveldlega nýta fjórhjól og bíla. Gjörðin á reiðhjólagjörðinni táknar svo endamörkin á hraðleitarsvæðinu. Þegar við erum í hraðleit er markmiðið að fara rösklega og ákveðið yfir svæðið, þó erum við ekki að tala um spretthlaup. Reiðhjól og önnur faratæki nýtast oft vel við hraðleit. Í hraðleit erum við ekki að leita inni í húsagörðum eða ofan í ruslatunnum. Við erum heldur ekki að leita 10 m út frá slóðum og stígum. Eins og fyrr segir á áherslan að vera á hraða í hraðleit, því má í raun segja að við munum finna hinn týnda ef hann er á eða alveg við stíga, slóða og vegi eða á þeim stöðum sem glitaugun standa fyrir.

2. stigs leit - Almenn leit

Björgunarskólinn gefur út grænu spjöldin. Reiðhjólagjörðin er á einu þeirra og er hún gátlisti sem gott er að styðjast við í hraðleit.

Við nýtum okkur reiðhjólagjörðina sem gátlista þegar við skipuleggjum og framkvæmum hraðleit. Teinarnir sem liggja út frá „hubbnum“ (300 metrunum) tákna alla slóða, stíga og vegi sem liggja frá SÞP. Þessa slóða, stíga og vegi þurfum við að leita hratt og örugglega. Skurðpunktar teinanna í gjörðinni tákna alla ákvörðunarstaði á leiðinni þ.e. ef slóðinn beygir eða ef gatnamót eru á veginum. Á þessum stöðum verðum við að leita vel eftir vísbendingum um hvort hinn týndi hafi villst af leið. Þessar vísbendingar geta verið í formi spora við ákvörðunarpunktinn, jarðrasks eða jafnvel einhvers meira áberandi sem hinn týndi skildi eftir sig. Glitaugun í reiðhjólagjörðinni tákna svo alla helstu hættustaði á svæðinu, skjólstaði (manngerða og frá náttúrunnar hendi) og áhugaverða staði. Senda þarf leitarhópa á þessa staði sem allra fyrst. Í

Skiptir einhverju máli hvaða aðferðum er beitt við leit? Henta þessar aðferðir misvel eftir landslagi? Þegar við hugsum um 2. stigs leit eða almenna leit skýtur oft upp kollinum mynd úr erlendum fréttum af leitaraðgerðum. Þar ganga menn yfir leitarsvæðið nær hönd í hönd í breiðfylkingu. Þessi aðferð er oft kölluð breiðleit í almennu tali. Þessi leitaraðferð er komin til ára sinna og er í raun úrelt. Við á Íslandi vitum að það er hægt að nýta mannskapinn miklu betur með því að nota aðrar leitaraðferðir sem eru markvissari. Markmið almennrar leitar er að leita svæði í heild sinni á skipulagðan hátt. Svæðisleit Svæðisleit er sú leitaraðferð sem við notum mikið við leit á Íslandi og fellur undir almenna leit. Í svæðisleit fá leitarhópar úthlutuðum leitarsvæðum sem þeir skipta svo sjálfir niður í undirsvæði svo þægilegt megi reynast að leita svæðið. Áður en leitin hefst er æskilegt að leitarmenn noti regndansinn til þess að finna út varlega áætlað leitarsvið sitt á svæðinu. Frekari skýringar á regndansinum má finna í Björgunarbíóinu á Youtube. Sláið inn leitarorðin „Björgunarskóla bíó – Leitarsvið“. Þegar hefja á

og annað. Auk þess er nauðsynlegt að þeir líti ofan í ruslatunnur og gáma, inn í ruslageymslur og hjólageymslur. Við þetta má bæta að þeir eiga að kíkja inn í og undir alla bíla á svæðinu og upp í tré svo dæmi séu nefnd. „Leitarkúlan“ skiptir gríðarlega miklu máli á þessum tímapunkti líkt og við alla leit. Eins og sést á þessari lýsingu þá er þetta ekki eitthvað sem leitarflokkar rumpa af, heldur tekur þetta tíma ef vel á að vera. Björgunarskólinn gefur út svokölluð grænuspjöld og er reiðhjólagjörðina að finna á þeim ásamt öðrum hagnýtum upplýsingum um leit.

1. stigs leit - Hraðleit Hvernig virkar hraðleit? Hverjir eru áhersluþættir hraðleitar? Hvernig tengist reiðhjólagjörðin hraðleit? Á fyrstu stigum leitar er æskilegt að hraðleit fari sem allra fyrst af stað. Það þýðir að leitarflokkar eiga að hefja hraðleit þó svo að svæðisstjórn sé ekki mætt á staðinn. En hvað á að leita í hraðleit?

Þegar svæðisleit er notuð er æskilegt að framkvæma regndansinn til þess að finna út leitarsvið. Björgunarmál

7


svæðisleit stilla leitarmenn sér oft upp í jaðri leitarsvæðisins og byrja að leita samtímis inn á svæðinu. Í svæðisleit er ekki lögð mikil áhersla á að halda röð og reglu á leitarmynstrinu að undanskildu því að gæta að leitarsviðinu á milli manna. Ástæðan fyrir þessu er að það stelur athyglinni frá leitinni sjálfri, bindur leitarmenn og tefur leitaraðgerðina ef verið er að passa upp á leitarmynstrið. Aðalmálið er að allt svæðið sé leitað jafnt og þétt og að ekkert svæði verði útundan. Samskipti leitarmanna þurfa að vera stöðug og góð. Í svæðisleit er æskilegt að ekki séu fleiri en átta saman í hóp. Þriggja manna leit

Þriggja manna leit er gott að beita þegar engin leiðandi kennileiti eru í landslaginu, í lélegu skyggni eða þegar leitað er á opnu svæði. Leitarmenn raða sér þá upp þannig að leitarmenn eru staðsettir hvor sínu megin við „leiðsögumanninn“. Hlutverk „leiðsögumannsins“ er að halda leitarstefnunni með áttavita eða GPS tæki og er því eins konar færanlegt kennileiti fyrir leitarmennina. Hraði „leiðsögumannsins“ þarf að miðast út frá leitarmönnunum, þ.e. hann gengur hægar ef leitarmenn ganga hægar. Með þessu fyrirkomulagi geta leitarmennirnir tveir einbeitt sér algerlega að leitinni, farið upp á alla hóla og hæðir sem þeim dettur í hug og niður í allar lautir og dældir og nota þá alltaf miðjumanninn sem viðmið um hvað er búið að leita og hvert þeir eiga að stefna. (Mynd 2)

Mikilvægt er að leitarmenn velji leitaraðferð sem hæfir svæðinu þeirra.

3. stigs leit - Fínleit

Skörun leitaraðferða

Hvað er átt við með fínleit? Er fínleit notuð í aðgerðum í dag? Fínleit eða línuleit eins og hún er stundum kölluð er mjög seinlegt úrræði sem ætti aðeins að nota á seinni stigum leitar, þegar leita á að ákveðnum vísbendingum sem talið er að séu á svæðinu. Fínlet á sjaldnast við þegar leitað er að manneskju. Leitarhópurinn samanstendur af 15-20 manns sem stilla sér upp með mjög stuttu millibili (hámark 1-2 m). Leitinni er stýrt af stjórnanda og svipar mikið til stangarleitar í snjóflóðum. Stjórnandinn segir hvenær stíga á fram og þannig færa leitarmenn sig hægt og yfirleitt á fjórum fótum yfir svæðið. Eins og gefur auga leið er þessi aðferð mjög seinleg og slítandi.

Er hægt að nota margar leitaraðferðir samtímis á sama svæðinu? Getur verið að annar hópur sé að leita sama svæði á sama tíma? Við upphaf leitar er æskilegt að einn leitarhópur sé sendur í að leita „hubbinn“ út frá SÞP. Á sama tíma ættu aðrir hópar að hefja 1. stigs leit - hraðleit út frá SÞP. Um leið og formleg leitarsvæði eru tilbúin ætti að senda leitarhópa inn á þau í 2. stigs leit – almenna leit. Leitarsvæði geta því skarast mjög auðveldlega og á sama tíma geta fleiri en einn hópur verið að vinna á svipuðu svæði. Hvaða leitaraðferð leitarhóparnir nota hverju sinni ætti að vera undir þeim komið svo framalega sem hún heyri undir það stig leitar sem svæðisstjórnin leggur upp með að sé notað. Hópstjórar verða að muna að veita svæðisstjórn upplýsingar um hvaða leitaraðferðir voru notaðar á svæðinu að leit lokinni.

Tugumálaörðugleikar

Fínleit er mjög seinleg og ætti aðeins að nota í vísbendingaleit á afmörkuðu svæði. 8

Björgunarmál

Skiptir einhverju máli hvaða hugtök við notum í tengslum við leitaraðgerðir? Leitarhópur sem er að leita „hubbinn“ frá SÞP getur orðið óþreyjufullur þegar hann sér hraðleitarhóp koma inn á svæðið sitt og fara mun hraðar yfir. Eins getur hraðleitarhópurinn farið að hægja á sér við að sjá „hubb“ hópinn vera að leita inn í og ofan í öllu. Það skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumálið í aðgerðum, sama hvort við séum leitarmenn eða aðgerðastjórnendur. Ef við tölum sama tungumálið getum við flýtt fyrir úrvinnslu verkefna og notast við þær aðferðir sem hafa gefið hvað besta raun í raunveruleikanum. Við erum svo heppin að eiga staðlað námsefni í leitartækni og því ætti að vera auðvelt að nema, rifja upp og endurmennta sig í fræðunum svo við séum öll að tala sama tungumálið. Leit er neyðarástand sem kallar á tafarlaus viðbrögð – leyfum hinum týnda að njóta vafans!



Nýjungar í fjallabjörgun Fjallabjörgun er eitt af viðfangsefnum björgunarsveitanna. Hún er það form aðgerða þar sem einhver eða einhverjir fá aðstoð við að komast úr aðstæðum sem eru ótryggar eða hafa þegar valdið skaða. Þessar aðstæður eru gjarnan í fjallendi og oft þurfa björgunarsveitir sérhæfðan búnað til að framkvæma björgunina. Einfaldasta form fjallabjörgunar er t.d. þegar einhver er borinn á börum niður fjallshlíð, flóknara afbrigði væri þá t.d. þegar manni er bjargað úr lóðréttum aðstæðum með björgunarlínum og tilheyrandi búnaði. Hvernig sem björgunin fer fram þá er markmiðið alltaf það sama, að koma viðkomandi á öruggari stað. Fjallabjörgun er sérhæfing, og sérhæfingu fylgir löng þjálfun. Þó ég sé hættur að taka sérstaklega eftir því þá veit ég að þeir sem sérhæfa sig í fjallabjörgun tala oft mál

sem aðrir eiga erfitt með skilja og fylgja eftir. Það á við um fleiri svið björgunar á Íslandi. Við notum hugtök og orðasamhengi sem finnast hvergi nema þegar talað er um okkar sérsvið, stundum notum við orð á ensku vegna þess að ekki hefur fest sæmilegt orð á íslensku yfir hlutinn. Margt af þessu er illskiljanlegt fyrir þann sem ekki hefur sett sig inn í þessi fræði. Í þessari grein ætla ég að útskýra nýupptekna aðferðafræði í fjallabjörgun. Ég ætla að reyna að gera það á skiljanlegan máta. Aðferðafræði sem kallast deilt álag. Fjallabjörgun innan S.L. tók breytingum árið 2007. Þá hófst samstarf Björgunarskóla S.L. við fyrirtækið Rigging for Rescue. Ekki verður því haldið fram að fjallabjörgun hafi verið illa framkvæmd fyrir þann tíma eða á óöruggan máta. Með samstarfinu

Myndin sýnir framkvæmd á deildu álagi.

10

Björgunarmál

Gunnar Agnar Vilhjálmsson – Yfirleiðbeinandi á fjallabjörgunarsviði Björgunarskóla SL


Við brúnayfirferðir getur skapast hætta á fallálagi þar sem línum er lyft af yfirborðinu.

hófst tímabil þar sem námskeiðin urðu ítarlegri, mikið var lagt upp úr öryggi og leiðbeinendurnir sem komu frá Rigging for Rescue bjuggu yfir viðamikilli reynslu sem þeir hafa ætíð verið viljugir til að deila með okkur. Margt úr aðferðarfræði þeirra hafði þegar verið í notkun hér á Íslandi en með tilkomu þeirra fengust svör við mörgum spurningum. En hvernig er deilt álag frábrugðið hefðbundnu kerfi? Munurinn felst aðallega í því hvernig farið er með björgunarvigt fram yfir brún. En björgunarvigt kallast sameiginleg vigt sjúklings ásamt björgunarmanni. Þumalputtaregla fyrir björgunarvigt er að þyngdin sé 2 kN sem samsvarar 200 kg. Í deildu álagi er leitast við að hafa átakið á björgunarlínurnar sem jafnast alla leið. En í hefðbundnu björgunarkerfi er önnur línan, eða svo kölluð björgunarlína, handstrekkt meðan farið er yfir brúnina. Rannsóknir á bak við deilt álag eru ekki viðamiklar en þær rannsóknir sem gerðar voru af fyrrum eiganda Rigging for Rescue, Kirk Mauthner, benda til þess að ávinningur sé af deildu álagi. Athuganir hans benda til þess að betra sé að deila álagi milli línanna í tilvikum þar sem fall hendir og línurnar lenda á hvassri brún. Þegar sett er upp deilt álag þá notum við tvö sams konar björgunarsigtól.

Björgunarlínurnar sem áður voru kallaðar aðal- og öryggislína vegna skilgreindra hlutverka, þjóna nú jöfnu hlutverki. Báðar línurnar eru aðal og jafnframt öryggi fyrir hvora aðra. Nýja kerfinu fylgir því sú hugarfarsbreyting að stjórnendur björgunarsigtólanna fylgjast náið með hvorum öðrum og eru ávallt reiðubúnir til að taka alla vigtina ef eitthvað kemur upp á hinum staðnum.

Deilt álag Eitt er frábrugðið við kerfin sem hafa verið í gangi. Það er komið nýtt hlutverk. Hlutverkið hefur fengið heitið Halinn. Halinn er staðsettur þar sem hann

hefur útsýni yfir bæði björgunarsigtólin og hefur hann eftirfarandi hlutverk. 1. Að hafa auga með þeim sem stýra björgunarsigtólum. Að þeir noti þau rétt og beiti þeim á nægjanlega háu viðnámi. 2. Halinn skammtar (halar) línur til þeirra beggja, rétt þannig að smá slaki sé á milli. Halinn gefur til þeirra, hönd yfir hönd, með þéttu gripi utan um línurnar. Línurnar eiga ekki að renna í gegnum hendur hans. 3. Ef eitthvað kemur upp á, á öðrum hvorum staðnum, á Halinn að toga þéttingsfast á móti. Halinn kemur í rauninni í staðinn fyrir hlutverk

Björgunarmál

11


Fjallabjörgunarverkefni við brattar aðstæður. tveggja aðstoðarmanna þeirra sem stjórna björgunarsigtólum. Hann verður að hafa kunnáttu á þeim björgunarsigtólum sem eru í notkun. Halinn á ekki að greiða úr línum í aðgerð. Hann getur fengið til sín aðstoð ef greiða þarf úr línum en góð vinnubrögð felast í því að hafa línurnar tilbúnar. Dobblanir eru settar upp á báðar línur. Dobblanirnar 3:1 og 5:1 eru í flestum tilfellum nægjan-

legar til að lyfta björgunarvigt ef 3-4 eru að toga í. Þeir sem toga gera það utan um báðar línurnar. Standa jafnfætis og toga jafnt í, hönd yfir hönd. Markmiðið er að vigtin komi upp á jöfnum hraða og að björgunarmaðurinn eigi auðvelt með að fóta sig á leiðinni upp. Þetta er breyting frá því sem áður hefur verið iðkað þar sem tveir aðskildir hópar toga í sitt hvort dobblunarkerfið.

Kerfið var tekið upp hér á Íslandi sem viðbót við þau fjallabjörgunarkerfi sem eru í notkun. Ekki eru hefðbundin kerfi að neinu leyti úrelt, heldur teljum við að með deildu álagi náist fram einfaldleiki sem kemur ekki niður á öryggi aðgerðar. Björgunarskóli SL gaf út tilmæli varðandi notkun þess síðastliðið haust. Tilmæli sem eru hugsuð fyrir þá sem koma að fjallabjörgun, svo þeir geti tileinkað sér þessa nýju aðferð.

Pantone cool gray 10 og Pantone 300 cmyk Blár C=100 M=57 Y=0 K=0 Grár C=25 M=0 Y=0 K=70 12

Björgunarmál

www.skipstjorn.is


– fyrir kröfuharða ökumenn

AKUREYRI

Draupnisgötu 5 460 3000

EGILSSTAÐIR Þverklettum 1 460 3001

REYKJAVÍK Skeifunni 5 460 3002

REYKJAVÍK

Skútuvogi 12 460 3003

Skoðaðu úrvalið á vefnum okkar:

www.dekkjahollin.is /dekkjahollin


Fjölbreyttar bjargir Eftir að hafa eytt jólunum í faðmi fjölskyldunnar voru tugir björgunarsveitamanna ræstir út aðfaranótt annars í jólum síðastliðins klukkan 03:06 til leitar að manni sem talið var að hefði fallið í Ölfusá. Fyrstu boð fóru á fjórar sveitir en í ljósi alvarleika leitarinnar, sem og þess hve krefjandi aðstæður voru, var tekin ákvörðun um að boða allar björgunarsveitir í Árnessýslu skömmu síðar.

14

Björgunarmál


Það er óhætt að segja að það hafi mætt mikið á bátahópunum sem á svæðið komu enda aðstæður til siglinga ansi erfiðar.

Okkur sem stýrðum aðgerðinni var fljótlega ljóst að margt myndi setja strik í reikninginn og gera björgunarmönnum erfitt fyrir. Áin var í klakaböndum og mikill ís í henni og vatnshiti eingöngu 0,6°C. Árbakkarnir voru ísilagðir og talsvert myrkur var úti. Sökum þess hve erfiðar aðstæður voru var strax í upphafi tekin sú ákvörðun að um nóttina yrði eingöngu siglt á bátum frá Björgunarfélagi Árborgar með vönum bátamönnum frá þeim. Aðrir leitarhópar sem sinntu fyrstu viðbrögðum voru m.a. mannaðir af sérhæfðum straumvatnsbjörgunarmönnum, almennum leitarhópum með nætursjónauka, sexhjóli og svæðisleitarhundi.

Sjónpóstar og lýsing Þegar þetta útkall barst var eingöngu rúmt ár liðið frá því að bíll fór í Ölfusá síðast og nýttist reynsla okkar úr því útkalli vel. Svæðisstjórn óskaði mjög fljótlega eftir utanaðkomandi björgum, bæði frá öðrum svæðum og öðrum viðbragðsaðilum, svo sem dælubílum Brunavarna Árnessýslu með ljósamöstur, þyrlu Landhelgisgæslunnar sem og ljósabúnaði frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Ljósahópur HSSK fékk það verkefni að setja upp sjónpóst þar sem áin er hvað þrengst neðan við Selfossflugvöll. Þetta voru langt í frá einu sérhæfðu bjargirnar sem nýttust við þessa aðgerð og er óhætt að segja að einn af helstu styrkleikum Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafi sýnt sig vel í þessari aðgerð, þ.e. sá gríðarlegi fjölbreytileiki bjarga sem SL hefur upp á að bjóða.

Að hafa aðgang að þessum mikla fjölda bjarga var mikilvægur þáttur í þessari leit þar sem að aðstæður voru einstaklega krefjandi. Í leitarfræðunum segir að það sé aldrei hægt að segja að leitarsvæði sé fullleitað og á það við í þessari leit sem og öðrum. Þessi mikli fjöldi bjarga sem nýttur var í leit þessari gerði okkur hins vegar kleift að segja með góðri samvisku að við hefðum leitað eins vel og við gátum miðað við aðstæður. Hér á eftir er ætlunin að fara yfir þær aðstæður sem upp komu í þessari leit og það hvaða bjargir var hægt að nýta.

Svæði sem erfitt var að ná til Þegar fyrstu boð bárust björgunarsveitum voru tæplega sex klukkustundir frá því að síðast sást til hins týnda. Stutt en eftirminnileg könnun þar sem 70 kílóa þungri brúðu var hent í ána á fyrsta degi leitar til að kanna rekhraða sýndi okkur að eingöngu tók um tvær klukkustundir fyrir fljótandi brúðuna að reka nokkur hundruð metra niður fyrir Selfossflugvöll. Þar sem ekki var hægt að tímasetja nákvæmlega hvenær talið var að maðurinn hefði farið í ána var okkur ljóst að leitarsvæðið yrði að ná mun lengra en áætlað var í fyrstu og var ákveðið að leita niður að Óseyrarbrú. Það svæði átti eftir að reynast vera erfitt til leitar þar sem áin var ísilögð um 300-400 metra frá árbakkanum beggja vegna og hvorki óhætt né forsvaranlegt að senda gönguhópa út á ísinn. Þetta svæði sem og allt annað svæði Ölfusár sem var ísilagt varð því

að leita frá landi og úr lofti. Við búum þó ekki svo vel að nota þyrlur við leit eins og okkur hentar þó svo að þyrla LHG sé oft til taks og var því leitað til drónahópa af svæði 1 og 16 til leitar og nýttust þeir vel. Auk þess var á seinni stigum leitar notast við svokallaða „paraglidera“ frá Björgunarsveitinni Ingunni á Laugarvatni, en þar er um að ræða einstaklinga sem fljúga um í svifvæng með mótor sem nýttust vel til þess að leita svæði sem voru erfið yfirferðar. Hér er um að ræða bjargir sem hafa á síðustu árum verið að ryðja sér rúms við leit og björgun á Íslandi og mikilvægt að aðgerðarstjórnendur séu meðvitaðir um tilvist þeirra þó svo að þær séu ekki endilega á þeirra svæðum.

Leitar- og sporhundar Paragliderar, flygildi (drónar) og ljósahópar voru ekki einu sérhæfðu bjargirnar sem notast var við í þessari aðgerð. Sporhundur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar kom til leitar á fyrsta degi og var hann nýttur til þess að renna frekari stoðum undir það að spor á vettvangi væru eftir hinn týnda. Auk þess gekk hann árbakkann frá vettvangi og niður með ánni til að leita eftir sporum á þeim stöðum þar sem hinn týndi hefði mögulega geta komist upp úr ánni. Víðavangsleitarhundarnir leituðu svæðin meðfram ánni og voru tekin nokkur rennsli á hverju svæði á meðan á leitinni stóð. Einnig var einn víðavangsleitarhundur notaður við leit á ánni sjálfri úr bát. Bátamenn sem höfðu ekki leitað með hund í bátn-

Tryggvi Hjörtur Oddsson, Björgunarfélag Árborgar – Myndir: Karl Hoffritz

Björgunarmál

15


LYF NÝTTÐ VI MI OFNÆ

HVÍTA HÚSIÐ / SÍA / Actavis 612062

Of mikið sumar ?

Flynise – 24 klukkustunda virkni við ofnæmi Notkun: Flynise inniheldur virka efnið deslóratadín 5 mg og er ætlað til að draga úr einkennum ofnæmisnefkvefs og ofsakláða. Lyfið veldur ekki syfju. Skömmtun: Fullorðnir og börn 12 ára og eldri: 1 tafla á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára. Töfluna má taka með eða án fæðu. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða hjálparefnum. Varúðarreglur: Flynise skal nota með varúð ef um er að ræða alvarlega skerta nýrnastarfsemi. Notkun lyfsins er ekki ráðlögð á meðgöngu og/eða við brjóstagjöf. Aukaverkanir: Lyfið þolist almennt vel en eins og á við um öll lyf geta komið fram aukaverkanir en það gerist þó ekki hjá öllum. Algengustu aukaverkanirnar umfram lyfleysu eru þreyta (1,2%), munnþurrkur (0,8%) og höfuðverkur (0,6%). Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. Janúar 2016


Notast var við svifvæng með mótor frá Björgunarsveitinni Ingunni á Laugarvatni. Mynd: Axel Sigurðsson. um sínum áður segja að það hafi verið áhugavert að fylgjast með vinnu hundsins og varð okkur það ljóst að hér er um að ræða bjargir sem öllum þykir eðlilegt að nýta hvora í sínu lagi en mætti nýta oftar saman og er eitthvað sem þarf að æfa.

Straumvatns- og bátahópar Það er óhætt að segja að mikið hafi mætt á bátahópunum sem á svæðið komu enda aðstæður til siglinga ansi erfiðar. Utanaðkomandi bátahópum var vísað á svæði þar sem minna var um flúðir og siglingaleiðin orðin tiltölulega þægileg á meðan heimamenn leituðu þau svæði sem voru erfið yfirferðar, straumurinn þungur og mikið um flúðir. Á mörgum stöðum í ánni var lítið pláss til siglinga þar sem stærsti hluti árinnar var þakinn ís. Var það ekki til að einfalda aðgerðina þegar fór að bera meira á stærri ísjökum í siglingaleiðinni auk þess sem veður versnaði talsvert. Um tíma mátu bátamenn ástandið þannig að ekki væri forsvaranlegt að sigla á ánni en sem betur fer varði það ástand þó aðeins í stuttan tíma. Straumvatnsbjörgunarhópar voru einnig notaðir við aðgerðina og voru þeir meðal annars notaðir til að vaða þau svæði sem ekki var hægt að fara um á bátum, kanna flúðir þar sem erfitt var að sigla og svo framvegis. Mikil framþróun hefur orðið hvað varðar leit og björgun í straumvatni á Íslandi á síðustu árum og var áhugavert og ánægjulegt að sjá fagleg vinnubrögð þeirra sem á svæðinu voru.

við að koma leitarhópum, bátum og öðru á milli staða voru bílarnir notaðir á sjónpóstum neðan við Selfossflugvöll sem og við Óseyrarbrú. Þá mæddi einnig talsvert á fjór- og sexhjólunum sem komu til leitar en þau voru notuð til leitar meðfram árbökkunum og á svæðunum sem auðvelt var að komast um á þeim. Auk þess að notast við fjórhjól var einnig hjól á beltum á svæðinu og kom það vel út. Hjólin voru notuð fram á síðasta dag formlegrar leitar þar sem fjaran frá Eyrarbakka yfir í Þorlákshöfn var leituð reglulega.

Leitarsvæði aðgerðarinnar var ekki hefðbundið og ekki hægt að nýtast við líkindahringi nema að hluta þar sem straumvatn passar illa inn í leitarfræðin og hegðun týndra. Leitarsvæðið afmarkaði sig því sjálft að miklu leyti frá upphafi og spannaði um 20 ferkílómetra en leitin miðaðist einnig að talsverðu leyti við fyrri reynslu leitarmanna og aðgerðarstjórnenda af leitum í Ölfusá. Það eru til fjölmörg dæmi þess að einstaklingar hafi farið í Ölfusá og hafa einstaklingar innan Björgunarfélags Árborgar kortlagt ána með tilliti til þess hvar fólk

Bíla- og hjólahópar Það þarf vart að taka það fram að ökutæki björgunarsveitanna voru ekki undanskilin þessari aðgerð frekar en í öðrum aðgerðum. Auk þess að nýtast

Mikið myrkur var þegar útkallið hófst við Ölfusá. Björgunarmál

17


Leitað var frá landi, úr lofti og á legi. hefur fundist í ánni. Það gerir þessa leit hins vegar frábrugðna öðrum leitum í Ölfusá að elstu meðlimir bátaflokks BFÁ muna eingöngu eftir einni leit þar sem einstaklingur hefur farið í ána þegar hún hefur verið í svo miklum klakaböndum. Þar að auki gaf tímaramminn til kynna að leitarsvæðið þyrfti að vera töluvert stærra heldur en þegar stutt er frá því að einstaklingur fer í ána þar til að bjargir eru kallaðar út. Það er mat höfundar að verkefnið hafi verið unnið eins vel og hægt er miðað við aðstæður en morgunljóst að ekki hefði verið hægt að gera það ef ekki væri fyrir allar þær bjargir sem í boði voru. Það er óneitanlega gott að vita til þess þegar aðstæðurnar verða erfiðari en vant er að Slysavarnafélagið Landsbjörg eigi þessa fjölbreyttu flóru bjarga víðsvegar um landið sem hægt er að kalla til með stuttum fyrirvara í aðgerðir, jafnvel í öðrum landshluta. Líkt og áður segir er þessi fjölbreytti hópur bjarga einn af okkar helstu styrkleikum og mikilvægt að við hlúum vel að honum, viðhöldum og bætum í þær bjargir sem fyrir eru. Nauðsyn hinna ýmsu bjarga kom greinilega í ljós í þessari aðgerð og sást vel að við erum öflugt lið sjálfboðaliða sem er tilbúið að leggja á sig allt sem þarf til þess að koma öðrum til aðstoðar, hvar sem er, hvenær sem er. 18

Björgunarmál

Sandur settur á sleipan ísinn.


KÆRU FÉLAGSMENN

20% ALLT AÐ

AFSLÁTTUR SJÖ

Sérpanta nir frá

Ameríku

GEGN FRAMVÍSUN FÉLAGSSKÍRTEINIS

VERSLANIR MEÐ MIKIÐ VÖRUÚRVAL

REYKJAVÍK, Dvergshöfða 2, KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata, HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17, REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7, AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngási 13

www.bilanaust.is

Sími: 535 9000

Gæði, reynsla og gott verð!


Aðstæður metnar. Betra er að snúa við í tíma en taka áhættu á að lenda í flóði. Mynd: Sigurður Ó. Sigurðsson.

20

Björgunarmál

Stefán Jökull Jakobsson, Hjálparsveit skáta Kópavogi


Hliðruð

stangarleit

Stangarlínuleit er nauðsynleg leitaraðferð í snjóflóðum og ætti björgunarsveitafólk að kunna skil á slíkum aðferðum. Stangarlínuleit er því miður oft eina aðferðin sem er nothæf við leit þegar fólk er ekki með ýli eða Reeco flögur á sér eða þegar leit með hundum hefur ekki borið árangur eða ekki verið framkvæmd.

Björgunarmál

21


Æfa þarf allar aðferðir björgunar úr snjóflóðum svo þær nýtist á vettvangi. Allmargar aðferðir hafa verið kenndar undanfarna áratugi og allar eiga þær það sameiginlegt að reyna að finna grafinn einstakling á sem skemmstum tíma. Þegar verið er að skoða hvaða aðferð gefur bestar mögulegar líkur á fundi er notast við líkindaútreikninga, stungur á mínútu hjá hverjum björgunarmanni, hversu djúpt er leitað og hversu stórt svæði er leitað. Inn í þennan útreikning er reynt að skoða og álykta um líkamlegt form leitarmanna og hversu vél þeir eru þjálfaðir í notkun viðeigandi verkfæra og hversu vel þeir þekkja aðferðir sem beitt er á björgunarvettvangi. Þessi atriði voru notuð til hliðsjónar við hönnun á „hliðrænni stangarleit“ (e. slalom probing). Til samanburðar við þessa leitaraðferð notuðust rannsakendur við niðurstöður frá þeirri aðferð sem flestir hafa lært, þ.e. þrjár stungur pr. skref (Auger & Jamieson, 1997). Eitt af fjölmörgu sem menn sáu með rannsóknum á stangarleit er að mun skilvirkara er að notast við stangir fyrir framan líkama en í öðrum hliðruðum stellingum, sbr. þrjár stungur pr. skref. Auk þess reyndist skilvirkara að nota stöngina hornrétt á rennslisflöt frekar en lóðrétt. Það er of langt mál að tilgreina alla þá þætti sem voru skoðaðir við rannsóknir á þessari aðferð og bendi ég áhugasömum á skýrsluna frá hópnum sem framkvæmdi rannsóknina. (Manuel Genswein, Dominique Letang, Fred Jarry, Ingrid Reiweger og Dale Atkins), 22

Björgunarmál

http://www.avalanche.net.nz/Files/ISSWO15-03-Slalom-Probing-MG.pdf. Lýsing á hliðraðri stangarleit í máli og myndum. 1) Uppstilling: Leitarmenn stilla sér upp í línu. Rétt bil er fundið með því að þeir grípi um úlnlið hvors annars. 2) 1. stunga: Leitarmenn stinga beint framan við sig 3) 2. stunga: Leitarmenn stíga 50 sm (eitt skref) til HÆGRI og stinga 4) 3. stunga: Leitarmenn stíga 50 sm til HÆGRI og stinga 5) 4. stunga: Leitarmenn stíga 50 sm áfram og stinga 6) 5. stunga: Leitarmenn stíga 50 sm til vinstri og stinga 7) 6. stunga: Leitarmenn stíga 50 sm vinstri og stinga 8) 8. stunga: Leitarmenn stíga 50 sm áfram og stinga 9) ...og svo framvegis. Hliðruð stangarleit gerir ráð fyrir því að allar stungur séu hornréttar á rennslisflöt flóðsins. Þá gerir aðferðin ráð fyrir að í fyrstu umferð sé stungið niður á 1,5 m dýpi. Þannig eru hámarkaðar líkur á fundi m.v. lífslíkur, en þær ráðast af tíma annars vegar og dýpi hins vegar. Með þessari aðferð eru leitarmenn að komast yfir stærra svæði og leita betur en með öðrum aðferðum. En til að þetta gangi upp í skipulagðri leit

Myndir: Manuel Genswein.

þurfum við að fara út og æfa þetta eins og allt annað sem við notum í björgunaraðgerðum. Það þarf ekki að vera snjór til að æfa sporin í byrjun. Kjörið er að gera það á sléttu bílaplani en fara því næst í ójafnt landslag og enda svo á æfingu í sem eðlilegustum aðstæðum þar sem fólk þarf að leita með stönginni niður á 1,5 metra í snjó svo öll hreyfingin sé æfð.



„Ég vil geta valið leiðirnar sem ég fer“

jl.is

SÍA

Með lögbundnum lífeyrissparnaði hjá Íslenska lífeyrissjóðnum geturðu valið ávöxtunarleið sem hentar þér og stjórnað því hvernig þú ráðstafar sparnaðinum eftir að þú hættir að vinna. landsbankinn.is/lifeyrissparnadur

JÓNSSON & LE’MACKS

Sigurður Friðrik Gíslason Viðskiptavinur Landsbankans

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


Notkun gátlista í snjóflóðatilfellum Endurskoðun og betrumbætur Hagnýting frá vettvangi á sérhæft sjúkrahús Í þarsíðasta tölublaði Björgunar (1. tbl. 15. árg. 2015) var birt grein undir yfirskriftinni „Meðhöndlun fórnarlamba snjóflóða“. Sú grein byggði að miklu leyti á tilmælum ICAR Medcom frá árinu 2013 og leiðbeiningum Evrópska endurlífgunarráðsins frá árinu 2010 varðandi meðhöndlun þeirra sem grafnir eru úr snjóflóðum. Haustið 2015 gaf Evrópska endurlífgunarráðið út nýjar og endurbættar leiðbeiningar varðandi slík tilfelli og í kjölfarið voru fyrirliggjandi gátlistar uppfærðir.

Hér að neðan verða raktar uppfærslur og endurbætur á meðferðarleiðbeiningunum sem kynntar voru í Björgun fyrir ári síðan auk þess sem tæpt verður á kostum þess að nota gátlista við björgun einstaklinga sem grafist hafa í snjóflóði.

Uppfærslur og breytingar Helstu breytingar á vinnuferlum varðandi meðhöndlun þeirra sem fullgrafast í snjóflóði skv. nýjum leiðbeiningum Evrópska endurlífgunarráðsins eru eftirfarandi: Ef hjartastopp OG tími undir yfirborði er ≤ 60 mín. (var áður 35 mín.).

Anton Berg Carrasco – Yfirleiðbeinandi snjóflóðasviðs

Björgunarmál

25


Hefðbundin grunn- og sérhæfð endurlífgun – ekki möguleiki á ofkælingu. Ef tími undir yfirborði ≥ 60 mín. og hjartastopp og opinn öndunarvegur. Áhrif ofkælingar líkleg og skal endurlífgun framkvæmd með tilliti til þess. Flutningur í hjarta- og lungnavél (ECLS). Ef tími undir yfirborði ≥ 60 mín. og hjartastopp án rafvirkni og tepptur öndunarvegur – Ekki hefja endurlífgun. Dauði af völdum köfnunar.

Aðrar breytingar Ef tími undir yfirborði er óþekktur, þ.e. sá tími þegar snjóflóðið féll, er annars vegar stuðst við kjarnhitastig og hins vegar við magn kalíums í blóði. Í nýjustu uppfærslu leiðbeininganna eru viðmiðunarmörk kjarnhitastigs fyrir þá sem skulu meðhöndlaðir í hjarta- og lungnavél færð úr 32°C í 30°C. Þá hafa ákvörðunarmörk vegna áframahaldandi endurlífgunar m.t.t. kalíums í blóði lækkuð úr 12 mmol/L í 8 mmol/L.

Gátlisti ICAR Medcom Undanfarin ár hefur IKAR Medcom (læknisfræðiarmur Alþjóða fjallabjörgunarráðsins) unnið að gerð gátlista (sjá meðfylgjandi mynd) sem byggir á meðferðarleiðbeiningum Evrópska endurlífgunarráðsins. Gátlistinn er á formi flæðirits og er ætlaður til að útlista hvaða meðferðarúrræðum skal beitt

26

Björgunarmál

og sem ákvörðunartökutól varðandi það hvenær skuli hefja, stöðva eða ekki byrja endurlífgun. Gátlistinn er tvískiptur þar sem „hvíti hlutinn“ miðast við einstaklinga með grunnþekkingu, s.s. björgunarsveitafólk og skíðagæslumenn, meðan „rauði hlutinn“ miðar að notkun sjúkraflutningamanna, lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra með þekkingu á sérhæfðari inngripum. Gátlistinn er hugsaður þannig að hann fylgi þeim grafna allt frá fyrstu viðbrögðum á vettvangi inn á sérhæfða deild með hjarta- og lungnavél. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd gerir listinn ráð fyrir að ákveðnar upplýsingar séu fylltar inn, s.s. hvenær snjóflóðið féll og hversu lengi viðkomandi var grafinn, hvort lífsmörk séu til staðar eður ei, hvort öndunarvegur sé opinn eða tepptur, kjarnhitastig, niðurstöðu hjartalínurits og blóðprufu og fleira. Það er þannig mikilvægt að björgunarmenn á vettvangi geri sér grein fyrir því að gátlistinn verður ekki útfylltur nema að hluta til á vettvangi. Annarra lykilupplýsinga er síðan aflað á viðeigandi sjúkrastofnunum þar sem ákvörðun er tekin um áframhaldandi meðferð. Markmið listans er þannig að gera ákvarðanatöku um hvaða meðferð skuli veita hverjum m.t.t. lífslíka viðkomandi sem skilvirkasta. Notkun listans á vettvangi þar sem margir hafa grafist er þannig sérstaklega mikilvæg, enda óvíst að nægur búnaður og mannskapur sé til staðar til að sinna öllum sem grafist hafa með fullnægjandi hætti og þannig gæti reynst nauðsynlegt að forgangsraða með aðstoð listans. Gátlistinn er kominn í notkun erlendis og hefur gefið góða raun. Einnig hefur notkun hans verið æfð á Íslandi, bæði af björgunarsveitafólki og viðbragsaðilum með sérhæfðari menntun og virðast þeir sem til þekkja á einu máli um að hér sé um mikla bragarbót að ræða. Gátlisti IKAR Medcom: Hvíti hlutinn er ætlaður einstaklingum með grunnþekkingu, rauði hlutinn einstaklingum með sérhæfða þekkingu. Athugið að listinn er í þýðingarferli .

Frekari heimildir Í samhengi við þessa kynningu á gátlistanum er áhugasömum bent á eftirfarandi: Leiðbeiningar Evrópska endurlífgunarráðsins, 4. hluti „Cardiac Arrest in special circumstances“ (erc.edu). Björgun, 1.tbl. 15 árg. 2015, Meðhöndlun fórnarlamba snjóflóða. „Resuscitation of avalanche victims: Evidence-based guidelines of the international commission for mountain emergency medicine (IKAR MEDCOM). Intended for physicians and other advanced life support personnel.“


Way of Life!

dynamo reykj aví k

komdu í reynsluakstur!

Nýr Vitara, ótrúlega speNNaNdi!

Suzuki einsetti sér að búa til bíl sem væri fremstur í sínum flokki. Bíl sem fólk gæti notið að eiga og aka. Það er óhætt að fullyrða að vel hafi tekist til. Hinn nýi Vitara uppfyllir allar þessar kröfur - og meira til.

ALLGRIP 4WD skapar aksturseiginleika í sérflokki og gerir Suzuki Vitara að alvöru jeppa þegar á reynir. Þú kemst alla leið!

Suzuki Vitara er fáanlegur sjálfskiptur og beinskiptur, bæði með diesel- og bensínvél.

Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is

Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100


Battenburg

merkingar björgunarbifreiða

Battenburg merkingar á bíl FBSR

Upp á síðkastið hafa nokkrar björgunarsveitir tekið upp svokallaðar Battenburg merkingar á bifreiðar sínar, en hvað eru Battenburg merkingar? Upprunalega eru Battenburg merkingar komnar frá lögreglunni á Bretlandi. Þær voru þróaðar fyrir um 20 árum síðan og tilgangur þeirra var að gera lögregluna sýnilegri í umferðinni til að auka öryggi hennar og annarra vegfarenda. Gerðar voru kröfur um að lögreglubifreiðar sæjust í a.m.k. 500 metra fjarlægð á nóttu sem degi og úr varð að þær voru merktar með bláum og skærgulum köflum 60x30 sm að stærð. Slökkvi- og sjúkralið fylgdu þessu fljótt eftir og nokkurs konar heiðursmannasamkomulag var gert um litasamsetningu merkinganna þar sem slökkvilið notaði rautt og sjúkralið grænt á móti skærgulu. Þessar tilteknu litasamsetningar hafa síðan náð útbreiðslu víða um heim. 28

Björgunarmál

Sigurður Viðarsson, Slysavarnafélagið Landsbjörg


Battenburg merkingar á bíl FBSR

Fyrir um þremur árum tók Ríkislögreglustjóri upp Battenburg merkingar á lögreglubifreiðum embættisins en í ólíkri útfærslu þótt litasamsetningin sé vissulega sú sama. Nýlega tóku björgunarsveitir upp á því að bæta Battenburg merkingum við hina stöðluðu merkingar bifreiða björgunarsveita. Því ber vissulega að fagna, en nauðsynlegt hefði verið að skapa einhvern umræðuvettvang áður en farið var af stað, t.d. varðandi stærð, lögun og litsamsetningu. Ljóst var að Slysavarnafélagið Landsbjörg myndi ekki brjóta upp þá hefð sem skapast hefur með litasamsetningu merkinganna þótt t.d. slökkvi- og sjúkralið hér á landi hefðu ekki tekið upp Battenburg merkingar með markvissum hætti. Undir lok ársins 2015 var ákveðið að frumkvæði Slysavarnafélagsins Landsbjargar að kalla til fundar alla viðbragðsaðila hér á landi til að ræða á sameiginlegum vettvangi hvert hver og einn stefndi í þessum málum enda hafði félaginu borist bréf frá björgunarsveit þar sem óskað var eftir afstöðu félagsins varðandi Battenburg merkingar. Fundurinn var haldinn í janúar sl. og niðurstaða hans var á þá leið að aðilar voru sammála því að horfa til bresku litasamsetninganna en það yrði síðan í höndum hvers og eins að útfæra stærð og útlit. Samkvæmt upplýsingum frá aðila sem sérhæfir sig í endurskinsmerkingum þá er mest notast við eina tegund endurskinsfilmu sem er ljósgrá en litum er sprautað í hana eftir því og sjást því álíka vel að nóttu til eða þegar ljóskösturum er

beint á endurskinið. Að degi til skera skærir litir sig úr umhverfinu og því var ákveðið að notast yrði við appelsínugult á móti hvítu (ljósgráu) endurskini á bifreiðar björgunarsveita. Fjallabjörgunarsveitir í Bretlandi hafa einnig notast við appelsínugult og hvítt. Nánari útfærsla á útliti merkinganna er á borði auglýsingahönnuðar félagsins þegar þetta er ritað.

En af hverju heita merkingarnar Battenburg? Þegar niðurstöður bresku lögreglunnar lágu fyrir á sínum tíma þótti mönnum þær svipa til Battenburg kökunnar víðfrægu sem talin er eiga uppruna sinn í þýska smábænum Battenberg. Kakan er marsípanhúðuð sandkaka með apríkósusultu á milli laga, þykir afar ljúffeng og hentar mjög vel með kaffinu á fundum bílaflokka.

Battenburg kökur Uppskriftin er eftirfarandi: 175 gr mjúkt smjör 175 gr sykur 140 gr hveiti 50 gr saxaðar möndlur ½ tsk. lyftiduft 3 egg ½ tsk. vanilludropar ¼ tsk. möndludropar

Merkingarnar draga nafn sitt af hinni víðfrægu Battenburg köku.

Hitið ofninn í 180°C. Hrærið tvær uppskriftir og bætið ½ tsk. af rauðum matarlit í aðra þeirra. Bakið í 25-30 mínútur í formkökuformi. Skerið kökurnar í tvennt langsum og leggið þær saman sitt á hvað með apríkósusultu á milli. Kökunni er síðan pakkað inn í marsípan með meiri apríkósusultu á milli. Verði ykkur að góðu.

Björgunarmál

29


LÁTTU HEILLAST

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 78879 03/16

LAND CRUISER

Kynntu þér Toyota FLEX - nýja leið til að eignast Toyota bifreið

Lág

innborgun

Tryggt

framtíðarvirði

Fastar

mánaðargreiðslur

Land Cruiser 150 er með nýrri og sparneytnari vél, háþróuðu myndavélakerfi og Blind Spot Monitor ásamt ríkulegum aukabúnaði. Auk þess fæst hann í takmarkaðan tíma í sérstakri útgáfu með heillandi Adventure pakka að verðmæti 750.000 kr. sem færir hann í æðra veldi. Láttu heillast hjá næsta söluaðila Toyota á Íslandi. VILDARPUNKTAR MEÐ ÖLLUM NÝJUM TOYOTUM

5 ÁRA ÁBYRGÐ

Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Garðabæ Sími: 570-5070

Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600

Bíllinn í þessari auglýsingu endurspeglar ekki endilega þann búnað sem tilgreindur er. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur. Nánari upplýsingar hjá söluráðgjöfum.

Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000


Fyrstu búðir íslensku alþjóðasveitarinnar.

Búnaðurinn var ekki eins vel skipulagður og hann er í dag.

ÍA í Tyrklandi 1999.

Íslenska

alþjóðabjörgunarsveitin

Búðir á æfingu 2015.

Í vinnu. Við vörum öll í göllum frá SVFÍ til að líta eins út.

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er löngu orðin þjóðþekkt. Þegar stórir jarðskjálftar verða úti í heimi eru fjölmiðlar orðnir fyrri til að spyrja hvort sveitin muni fara, frekar en að við þurfum að láta vita. Í handbók ÍA, sem nú er verið að uppfæra, stendur að sveitin hafi verið stofnuð 1999, en saga hennar er mun eldri en það. Ég ætla að deila með ykkur sögubroti um upphaf sveitarinnar frá mínum sjónarhóli og nokkrum orðum um þróunina og stöðuna í dag.

Ferðamátinn frá flugvelli að skaðasvæði.

Árið 1987 samþykkti ársþing Landssamband hjálparsveita skáta (LHS) að setja á fót „Jarðskjálftasveit LHS“. Sveitin átti að vera skipuð 15 mönnum, sem áttu ávallt að vera tilbúnir til hjálparstarfa á jarðskjálftasvæðum. Sveitin skyldi heyra beint undir LHS og ekki vera með sjálfstæðan fjárhag. Í Hjálparsveitartíðindum frá mars 1987 segir að þetta mál hafi verið í deiglunni alllengi þegar tillagan var samþykkt. Það voru þó ekki margir sem trúðu þá að sveitin yrði að veruleika. Við værum svo langt í burtu, þetta væri svo dýrt, og hvað værum við að vilja upp á dekk. 1988 var ég ráðin sem stjórnandi sveitarinnar og átti að sjá um uppbyggingu hennar. Að öðrum ólöstuðum langar mig til að nefna Tryggva Pál Friðriksson, Ólaf Proppé og Björn Hermannsson sem hina eiginlegu frumkvöðla að hugmyndinni. Mitt verkefni var að koma henni í framkvæmd. Ég vann að þessu fram í ágúst 1989, en fór þá til USA í tveggja ára framhaldsnám, og flutti heim sjö árum seinna. Í desember 1988 varð mikill jarðskjálfti í Armeníu, og margir sendu björgunarsveitir þangað. Armeníuskjálftinn er stundum sagður vera sá jarðskjálfti sem kom alþjóðlegri rústabjörgun af stað, en það var í raun jarðskjálftinn í Mexíkóborg 1985 sem gerði það, enda voru Íslendingar farnir að huga að þessu fyrir 1988. En aðgerðirnar í kjölfar Armeníuskjálftans áttu eftir að ýta verulega við mönnum. Á þessum árum, 88-89, fórum við fulltrúar LHS í heimsóknir til þess kynna okkur hvernig aðrir stæðu að uppbyggingu rústasveita. Við Ólafur Proppé fórum m.a. til Sameinuðu þjóðanna í Genf í apríl 1989 til að læra meira um viðbragðskerfi þeirra og kynna okkar hugmyndir. Þar fréttum við af fundi sem átti

Dr. Sólveig Þorvaldsdóttir, Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin

Björgunarmál

31


stundum inn í rústir þar sem björgun eða líkfundir höfðu farið fram. Sá sem fór með okkur um svæðið hafði tekið þátt í aðgerðunum og gat lýst þessu í smáatriðum og hafði ekki enn farið heim til sín eftir skjálftann þarna einhverjum dögum seinna. Ég held að það hafi hjálpað honum að ná sér niður eftir átökin að tala við annað rústafólk, svona eins og björgunarmenn gera í viðrunarfundum. Á mínum árum í USA starfaði ég sem verkfræðingur í tveimur rústasveitum. Fyrst með Fairfax County, í Virginíu, sem er hluti af bandarísku alþjóðasveitinni, og við unnum mikið með Dade County í Flórída, sem var hinn helmingurinn af alþjóðasveitinni (nú er Dade hætt og LA komin í staðinn). Síðar með Orange County, sem er ríkissveit í Kaliforníu. Ég fór með þeirri seinni í útkall til Oklahóma þegar stjórnsýslubygging þar í borg var sprengd í loft upp. Þegar ég kom heim frá USA 1996 til að taka við sem framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins tók ég aftur þátt í umræðunni um að stofna alþjóðasveit. Ég taldi mig hafa góða yfirsýn á getu helstu alþjóða rústasveita í heiminum og var enn sannfærðari en áður að við ættum fullt erindi inn á þetta svið. NATO æfingin Samvörður 1997 sem haldin var á Suðurlandi átti sinn þátt í þróun sveitarinnar með því að styrkja tengsl HSSK og Ingólfs (nú Ársæll). Æfingin átti að vera mikill jarðskjálfti og við Íslendingar áttum að biðja um alþjóðaaðstoð. Ljóst var að það þurfti margar hendur til að undirbúa þessa æfingu. Það var mikil pressa á mig sem framkvæmdastjóra æfingarinnar að allt færi vel. Allir þessir herhópar sem við unnum með höfðu her manns, í eiginlegri merkingu. Ég hafði samband við HSSK og Ingólf og bað þessar tvær sveitir að keyra æfinguna. Báðar sveitirnar höfðu sett upp æfingar fyrir aðrar sveitir og báðar höfðu rústaflokk sem gætu séð um sérhæfð rústaverkefni. Hvorug sveitin var yfir sig kát, fannst frekar fúlt að vera tekin út úr æfingunni, en ég gráðbað og þær sögðu loksins já. Verkefnið reyndist þegar til kom skemmtilegt og margar fróðlegar pælingar í sambandi við rústabjörgun. Í lok æfingarinnar þekktu þessar tvær sveitir hvor aðra vel og unnu vel saman. Svo leið tíminn. Í starfi mínu sem framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins átti ég talsvert samstarf við starfsfólk utanríkisráðuneytisins og notaði hvert tækifæri til að segja frá hugmyndinni að íslenskri alþjóðabjörgunarsveit. Þegar jarðskjálfti varð í Tyrklandi í ágúst 1999, hafði utanríkisráðuneytið frumkvæðið. halda í maí í USA til að ræða aðgerðirnar vegna Armeníuskjálftans. Sá fundur átti eftir að verða upphaf að stofnun INSARAG (International Search and Rescue Advisory Group) samtökum alþjóðabjörgunarsveita. Ég var send sem fulltrúi Íslands, því við höfðum fengið leyfi Almannavarna ríkisins til að vera fulltrúar Íslands, ekki bara LHS, og hélt kynningu um björgunarsveitir, almannavarnir og gosið í Vestmannaeyjum. Það var fróðlegt að fylgjast með fulltrúum USA og Sviss og annarra ríkja reyna að sannfæra starfsmenn Sameinuðu þjóðanna um að taka að sér skrifstofuhlutverkið fyrir INSARAG, en þeir voru alls ekki á því í fyrstu, en létu svo loks undan þrýstingi. INSARAG var stofnað sem alþjóðleg samtök í desember 1991 og þegar Evrópudeild INSARAG var stofnuð stuttu síðar var Ólafur Proppé fulltrúi Íslands. Ísland var eitt af tólf fyrstu ríkjunum til að taka þátt í samstarfi vegna alþjóða rústabjörgunar. Nú eru yfir 80 lönd aðilar að þessum samtökum. Á árunum sem ég var í USA voru árlegir INSARAG fundir haldnir þar í landi í samstarfi við NASAR ráðstefnuna sem margir Íslendingar hafa sótt. Ég sótti þessar ráðstefnur í 10 ár í röð og var fulltrúi Íslendinga á INSARAG fundunum. Ég lærði mikið og myndaði sterkt tengslanet sem ég gat sótt þekkingu til. Maður sá að flestar rústasveitir eru settar saman af sérfræðihópum, því fáar stofnanir hafa alla þá þekkingu sem þarf. Flestar sveitir eru byggðar út frá slökkviliðum, því þau hafa skipulag til að vinna eftir, bjargir til að vinna með og stunda björgunarstörf. Það var auðvelt að sjá fyrir sér hvernig björgunarsveitir gætu sett saman hóp í þessum anda. Rústahópur HSSK var stofnaður í þessum anda 1994, en fram að því hafði þessi málaflokkur verið lítið stundaður innan LHS vegna verkaskiptingar sem þá var við lýði meðal björgunarsamtaka. Í þjálfuninni í USA var oft verið að kenna á tól og tæki til að brjóta eða stífa byggingar. Iðnaðarmenn þekkja þessi tæki og því var rústahópur HSSK myndaður í kringum iðnaðarmenn, og önnur sérfræðiþekking hengd utan á starfsemi þeirra, en það verður alltaf að vera einhver kjarnastarfsemi sem unnið er út frá. Árið 1994 var mikið jarðskjálfti í Los Angeles, Northridge jarðskjálftinn. Ég var send á vegum LHS í lærdómsferð. Ég var með í hópi rústafólks frá austurströndinni sem var í sömu erindagjörðum og ég, og við fengum að fara til og 32

Björgunarmál


Í leik og starfi

Frostþurrkaður matur

LJÓSMYND: BJÖRGVIN HILMARSSON

Bakpokar

100% Merino ull

Í s le n s k u

ALPARNIR

e-mail: alparnir@alparnir.is • www.alparnir.is

Faxafen 8 // 108 Reykjavík // Sími 534 2727

Íslenskir Fjallaleiðsögumenn klæðast Mountain Equipment frá Íslensku Ölpunum


34

Bjรถrgunarmรกl


Á leiðinni.

Í rútunni á leið á skaðasvæði.

Greta Gunnarsdóttir hringdi og spurði: „Eruð þið tilbúin?“ Þá voru hjólin sett í gang. Við tókum 10 manna hóp frá HSSK, Ársæli, Landsspítalanum (lækni) og slökkviliði Reykjavíkur (bráðatækna) og vorum farin nokkrum tímum seinna. Góð reynsla af samstarfi HSSK og Ársæls gerðu ákvörðunartöku um þátt SL auðvelda. Ég vildi ekki fara með hópinn fyrr en búið var að ná samkomulagi um að við myndum vinna í samvinnu við aðra sveit. Ákveðið var að við myndum vinna með Fairfax, en þegar við mættum á staðinn áttu þeir ekki von á okkur, en það kom ekki að sök. Þeir voru fegnir að sjá okkur því leitarmyndavél hjá þeim hafði bilað og við vorum send í leitarverkefni um leið og við mættum á svæðið. Það var síðan 24. mars árið 2000 við upphaf landsfundar í Laugardagshöll að undirritaður var samningur á milli Slysavarnafélagsins Landsbjargar, utanríkisog dómsmálaráðuneytisins um stofnun Alþjóðabjörgunarsveitar Íslands. Og nú hleyp ég hratt yfir sögu: Sveitin fór í útköll til Alsír 2003 og Marokkó 2004. Árið 2009 var sveitin viðurkennd sem INSARAG sveit, sem er vottunarferli þar sem félagar frá öðrum alþjóðasveitum taka út sveitina. Sveitin fór í útkall til Haiti 2010 og í endurúttekt 2015. ÍA var fyrsta erlenda rústasveitin til að lenda á Haiti (15 mínútum á undan USA er mér sagt). Fólk sem hafði sagt að Ísland væri of langt í burtu til að taka þátt í alþjóðarústabjörgun varð að taka ummæli sín til baka. Á meðan SL má vera stolt yfir þessum árangri, eru snögg viðbrögð hjá starfsmönnum utanríkisráðuneytisins stór ástæða þess að Íslendingum tókst að vera fyrstir á vettvang. En sigrar voru ekki bara á Haiti. Á meðan sveitin var úti var hópur manna að sinna baklandsstörfum á skrifstofu SL, skrifstofufólk, svæðisstjórnafólk og aðrir, sem mörkuðu ný spor með hugmyndasemi sinni um hvernig hægt sé að styðja við hópinn á vettvangi. Sveitin fór í gegnum mikla stækkun og stefnumótunarvinnu um miðja fyrsta áratug aldarinnar, og SL ákvað að setja fjármagn í að kaupa sameiginlegan búnað og fatnað þannig að sveitin fengi heildarsvip í útkalli. Ákveðið var fjölga sveitunum, m.a. að fá eina sveit til að sjá um rekstur búða og aðra til að tryggja helstu fjarskiptasambönd. Þetta var að mínum dómi mikið framfararskref. Nú

Sveitin á samæfingu með norsku alþjóðabjörgunarsveitinni í Noregi.

standa að sveitinni sex björgunarsveitir (HSSK, Ársæll, HSSR, HSG, BSH, og BSS), Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Landspítali háskólasjúkrahús og utanríkisráðuneyti. Um 40 manns fara í útkall hverju sinni. ÍA er því samstarf margra aðila, sem er bæði styrkleiki sveitarinnar og veikleiki. Það gerir ákvarðanaferlið flókið og tímafrekt. Fyrir utan fjögurra manna stjórnendateymi starfar sveitarráð þar sem hópstjórar eininganna koma saman með stjórnendum, og framkvæmdastjórn, þar sem stjórnendur vinna með fulltrúa stjórnar SL, starfsmanni og fulltrúa formanna eininga. Þá sér SL um samstarf við utanríkisráðuneytið og INSARAG. En til að sveitin geti starfað svo til óstudd við erfiðar aðstæður á erlendri grundu þar sem innviðir eru skaddaðir þarf allt þetta lið, allar þessar nefndir og allt þetta samstarf, og þegar fólk er kallað í startholurnar leggjast allir á eitt að gera það sem gera þarf. Fyrir um ári varð ég aftur stjórnandi ÍA, ásamt Braga Reynissyni, Friðfinni Guðmundssyni og Hjálmari Erni Guðmarssyni. Nýjum stjórnendum fylgja alltaf nýir tímar og er verið að yfirfara sveitina frá grunni. Við fengum að byrja með hreint borð, sem við ætlum að nýta okkur, en byggjum á 30 ára vinnu fjölda manns í þágu sveitarinnar. Við erum búin að skrifa drög að nýrri handbók sem skilgreinir sveitina og samstarfið, sem einingarnar eru að lesa yfir. Nú á vordögum verður haldinn ársfundur sveitarinnar þar sem SL og einingarnar munu endurnýja samninga um ÍA og svo bíður okkar að skrifa nýjar verklagsreglur. Við erum að fara yfir málin skref fyrir skref. Sveitin er mjög góð á sumum sviðum, en við þurfum að styrkja okkur á öðrum. Einhverjum kann að þykja að enduruppbyggingin taki sinn tíma og við megum ekki dóla, en ég hef lært það af reynslunni að það borgar sig að eyða góðum tíma í að byggja traustar undirstöður. Þetta yfirlit er bara brot af því sem hægt er að segja um alþjóðasveitina, og eingöngu frá einu þröngu sjónhorni, en varpar vonandi ljósi á hversu löng saga sveitarinnar er. Ég hef gist á hóteli á Haiti (2006) sem hrundi (2010) og ÍA vann í. Ef ég lokast inni í rúst get ég ekki hugsað mér betri hóp til að bjarga mér en Íslensku alþjóðabjörgunarsveitina.

Björgunarmál

35


Nýtt skipulag samvinnutalhópa Frá því að uppbygging TETRA fjarskiptakerfisins hófst, nálægt síðustu aldamótum, hefur verið boðið upp á samvinnutalhópa sem í daglegu tali eru kallaðir Bláabandið, en það vísar til blárra forgangsljósa viðbragðsaðila. Í kjölfar niðurlagningar VHF fjarskiptakerfis almannavarna var almannavarnamöppunni bætt við samvinnutalhópana. Kosturinn við þetta fyrirkomulag eru auðveld samskipti milli eininga þegar á þarf að halda. 36

Björgunarmál

Í daglegri notkun hefur skapast sú venja að nota Bláabandið þegar einfaldrar samhæfingar er þörf en þegar stærri atburðir verða sem kalla á virkjun almannavarnakerfisins hefur almannavarnamappan verið notuð. Gallinn við þetta fyrirkomulag er að þá er í raun verið að notast við tvö kerfi og hefur það sýnt sig í mörgum stærri aðgerðum að þær byrja á Bláabandinu en hafa síðan þurft að færast yfir í almannavarnamöppuna. Fyrir viðbragðsaðila við vinnu úti á vettvangi er það ekki æskilegt að þurfa mikið að vera hringla með talhópa í miðri aðgerð og sérstaklega þegar það þarf að færa sig úr einni möppu yfir í aðra. Með nýju skipulagi á samvinnutalhópum er búið að einfalda enn frekar alla samvinnu. Í stað Bláabandsins og almannavarnamöppunnar kemur ein samvinnumappa með níu undirmöppur. Gert er ráð fyrir að hvert lögregluumdæmi hafi afnot af einni möppu. Möppurnar heita frá Blár 1 upp í Blár 9.

Hver mappa er eins uppbyggð og í hverri möppu eru nítján talhópar. Með þessu fyrirkomulagi er tækifæri til þess að forrita flýtihnappa inn í skipulagið. Áætlanir björgunarsveita eru t.d. á þá leið að aðaltalhópur í hverju skipulagi verði staðsettur á flýtihnappi 1 til 9 á talnaborði talstöðva. Skipulögin níu eru öll eins sett upp þannig að viðbragðsaðilar sem læra á sitt skipulag kunna því

Rögnvaldur Ólafsson – Daníel Eyþór Gunnlaugsson


sjálfkrafa á hin átta. Með þessu verður öll kennsla, uppsetning fjarskiptaskipulaga og notkun auðveldari en áður hefur verið. Aðgengi að talhópum í hverri möppu verður þrískipt og skiptist það í Blátt, Gult og Rautt. Blái og guli liturinn vísar til forgangsljósa og vinnuljósa viðbragðsaðila. Þeir sem hafa mest aðgengi sjá alla nítján en þeir sem hafa minnst aðgengi sjá fjóra. Alls eru 147 talhópar í nýja samvinnuskipulaginu en þrátt fyrir þennan fjölda er í raun verið að einfalda skipulagið þar sem hvert umdæmi þarf bara að þekkja sína möppu.

og líklegast um leið er það embætti sem ber ábyrgð á aðgerðinni. Það er ekki ætlunin að keyra sömu aðgerðina á fleiri en einu talhópaskipulagi og koma þá einingar af öðrum svæðum inn á það skipulag sem tilkynnt er um hverju sinni. Þó svo aðgerðin sé keyrð á einu skipulagi þrátt fyrir aðkomu eininga af fleiri svæðum er þetta tiltekna talhópaskipulag samstarfsvettvangur eininga sem og aðgerðastjórnenda. Það má því segja að í einhverjum tilfellum, líkt og þessu, eigi aðgerðin skipulagið. Komi sú staða upp að stórar aðgerðir taki mikinn hluta skipulagsins er heimilt að keyra nýjar aðgerðir sem hefjast á sama lögregluembætti á skipulagi merktum öðrum embættum en skal það alltaf gert í samráði við SST, FMR eða Neyðarlínuna.

Gulir hópar Samstarf stofnana og fyrirtækja sem veita grunnþjónustu er okkur afar mikilvægt. Það er ósjaldan þegar náttúran minnir á sig sem viðbragðsaðilar og grunnstoðir þjóðfélagsins þurfa að vinna náið saman. Í þeim tilfellum er afar mikilvægt að hafa samstarfsvettvang þannig að hægt sé að samhæfa störf allra aðila úti á vettvangi milliliðalaust. Verkefnin geta snúist um ófærð, bilanaleit o.þ.h. Þetta getur einnig átt við þegar um eldgos eða jarðskjálfta er að ræða. Fyrir þá sem eingöngu eru með gulu hópana úr skipulaginu er gert ráð fyrir að þeir verði allir í einni möppu í talstöðvum.

Rauðir hópar

Aðgengi að samvinnutalhópum í hverri undirmöppu.

Upphafshópurinn Í hverju skipulagi er einn upphafshópur sem hugsaður er sem fyrsti snertiflötur í aðgerðum sem viðbragðsaðilar koma saman að. Í þessum hópi er gert ráð fyrir að fyrstu upplýsingar berist öllum á sama tíma á leiðinni á staðinn. Mælt er með því að viðbragðsaðilar hafi að minnsta kosti þennan talhóp sem flýtihnapp fyrir viðkomandi umdæmi. Minni aðgerðir geta jafnvel farið fram frá A til Ö á þessum talhópi.

Bláir undirhópar Undirhóparnir í hverju skipulagi eru ætlaðir í þeim aðgerðum þar sem hentar að skipta niður í verkþætti eða dreifa stjórnun landfræðilega innan sama embættis. Dæmi um þessa notkun eru verkþættir sem koma fyrir í öllum fjarskiptaköflum séráætlana og eru þá gömlu hóparnir AV-1 til AV-4 hvað þekktastir. Annað dæmi væri vegna óðveðurs en þá væri hægt að skipta talhópum á milli svæða eða sveitarfélaga. Aðgerðin er þá keyrð á einu skipulagi fyrir hvert lögregluembætti en vettvangsstjórnir skipta undirhópum á milli sín eftir forskrift aðgerðastjórnar. Á sama máta má heimfæra þetta skipulag í stærri leitaraðgerðum þar sem vettvangsstjórnir skipta landshlutum eða stórum landssvæðum sín á milli.

Þessir hópar eru helst ætlaðir til samvinnu viðbragðsaðila sem tilgreindir eru í rauða aðgenginu. Þessi verkefni eru þá helst þess eðlis að aðkoma viðbragðsaðila með bláu aðgengi geti ekki komið til á síðari stigum. Vert er þó að benda á að mælt er með því að umferðaslys utan þéttbýlis, eldsvoðar og flugslys séu ekki unnin á rauðum hópum heldur þeim bláu. Dæmi eru um aðkomu björgunarsveita og Rauða krossins fljótlega eftir að störf hefjast á vettvangi og viljum við draga úr óþarfa talhópaflakki viðbragðsaðila. Auk þess er mikilvægt að sömu upplýsingar flæði til allra þeirra sem þátt taka í aðgerðinni. Fari svo að aðgerð sem byrjar á rauðum talhópi en þurfi síðan að fara yfir á bláan þá er búið að stytta leiðina til muna og ekki þarf að fara á milli mappa.

Stjórnunarhóparnir AST og VST Í hverju skipulagi eru tveir talhópar fyrir samhæfingu stjórnkerfisins. Fyrst er að nefna AST en hann er ætlaður til samskipta innan embætta á milli aðgerðastjórnar og vettvangsstjórna sem geta verið ein eða fleiri eftir umfangi hverju sinni. Talhópurinn VST er ætlaður til samhæfingar vettvangsstjórnar við sína verkþáttastjóra eins og tilgreint er í séráætlunum. Lagt er til að AST hópurinn verði notaður í flestum aðgerðum þar sem aðgerðastjórn og vettvangsstjórn í einhverri mynd eru í gangi, þetta má einnig heimfæra á milli svæðisstjórnar og vettvangsstjórnar í leitaraðgerðum. Þessi hópur er nefnilega ekki til að nota spari heldur ætlaður í öllum tilfellum þar sem stjórnun á tveim stöðum á við. Þó má búast við að VST hóparnir verði minna notaðir sökum þess hversu sjaldan aðstæður með virkjun verkþáttastjóra koma upp. Með þessum hópum og þá sérstaklega AST hópnum er verið að gefa stjórnkerfinu tækifæri til að ræða sín á milli án þess að trufla yfirstandandi verkefni hópa á vettvangi.

SST hóparnir Hvaða skipulag skal nota? Í þeim tilfellum þar sem aðgerðir ná yfir fleiri en eitt lögregluembætti skal miða við að keyra aðgerðina á því talhópaskipulagi sem fyrst er boðað út á

Þessir hópar eru þrír talsins og eru þeir sömu í öllum skipulögunum níu. Hlutverk þeirra er að gefa aðgerðastjórnum sem á landinu kunna að verða virkjaðar tækifæri til að eiga samskipti við SST. Á sama tíma flæða upplýsingar yfir til annarra aðgerðastjórna sem í sumum tilfellum getur kallað fram talsverða hagBjörgunarmál

37


ræðingu á verklagi þegar aðgerðastjórnstöðvar eru upplýstar um þarfir og aðstæður hverrar annarrar. Litirnir þrír, rauður, blár og appelsínugulur, vísa þá eingöngu til aðgengis að þeim eins og áður hefur verið lýst. Rauði hópurinn yrði þá helst notaður í aðgerðum þar sem verkefnin kalla ekki eftir aðstoð viðbragðsaðila í bláum flokki. Blái hópurinn yrði helst notaði hópurinn á milli viðbragðsaðila sé aðgerðin þess eðlis að viðbragðsaðilar úr bláa aðgenginu taki einnig þátt. Sama má segja um gula hópinn en hann væri þá ætlaður til samhæfingar grunnstoða við SST og í þeim tilfellum sem hann yrði notaður er nær víst að sá blái væri það líka. Þessi tilfelli eru stórar aðgerðir sem kalla á samhæfingu á milli lögregluembætta.

Eldvarnir ehf.

Heildarmyndin Þegar nýja samvinnuskipulagið með sínar níu undirmöppur er skoðað á mynd sést vel hversu margir talhóparnir eru og ljóst að þeir munu aldrei verða allir í notkun á sama tíma. Skipulagið er hins vegar hannað þannig að öll skipulögin eru eins og hverfandi líkur eru á að fara þurfi yfir í aðra möppu. Komi sú ólíklega staða upp að tvær eða fleiri stórar aðgerðir verði í gangi innan sama umdæmis má einfaldlega fá lánaða talhópa frá næsta umdæmi en slíkt yrði að fara í gegnum SST, FMR eða Neyðarlínuna. Ljóst er að þetta skipulag gefur mikla möguleika á að móta það eftir þörfum hverju sinni og auka upplýsingaflæði á milli allra viðbragðsaðila sem þátt taka hverju sinni. Nýja samvinnutalhópaskipulagið verður innleitt á þessu ári en það mun taka nokkra mánuði að koma því í allar talstöðvar hjá viðbragðsaðilum. Stefnt er að því að það verði komið í allar talstöðvar ekki seinna en um næstu áramót.

SANDUR - MÖL - UPPFYLLINGAREFNI SÆVARHÖFÐI 33 - REYKJAVÍK - SÍMI 557 2000

SANDUR - MÖL - UPPFYLLINGAREFNI SÆVARHÖF‹I 33 - REYK JAVÍK - SÍMI 557 2000

38

Björgunarmál


Þegar vinirnir taka sig til og gera eitthvað saman þá nota þeir Kass

Með Kass getur þú… - Borgað vinum þínum - Splittað kostnaði - Rukkað hina í hópnum Sæktu appið á kass.is


VÖRUÞRÓUNARSTJÓRI HÖFUNDUR AÐ PRO PLAN OPTISTART ® Axlar ábyrgð eins og þú.

®

® Reg. Trademark of Société des Produits Nestlé S.A.

PATRICIA

PRO PLAN MEÐ OPTISTART Heil vörulína sérstaklega ætluð hvolpum.

Pro Plan vörulínan fyrir hvolpa er blönduð með Optistart sem inniheldur brodd, fyrstu móðurmjólkina. Styrkir vörnina sem hvolpurinn fékk frá móðurinni.

wi

t

h

m

Ég vinn við að gefa Toby besta veganestið.

ru C o los t

Þetta er þín ábyrgð. Þetta er okkar ábyrgð. Þetta er PRO PLAN.


Björgunarhundurinn Lína með bringsel. Myndin er tekin í leit við Ölfusá. Mynd: Andri Már Númason.

Hundar í leit og björgun Björgunarmál

41


Hundurinn grefur sig niður að fígúranti í snjóflóðaleit. Mynd:Guðrún Katrín Jóhannsdóttir.

Hundasveitir Innan raða Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru tvær björgunarsveitir sem sérhæfa sig í þjálfun hunda, Björgunarhundasveit Íslands og Leitarhundar Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Markmið beggja sveita er að þjálfa og prófa hunda til leitar og björgunar í aðgerðum á vegum SL. Þó blæbrigðamunur geti verið á þjálfun hjá sveitunum þá er endamarkið það sama, aðstoð við hinn týnda. Hundasveitirnar einbeita sér fyrst og fremst að þjálfun hundanna og útköllum tengdum þeim, meðlimir þeirra eru því allir meðlimir annarra „hefðbundinna“ björgunarsveita. Þær björgunarsveitir aðstoða við útköll og æfingar með margvíslegum hætti, t.d. með bíla, bílstjóra og menntun björgunarmanna.

Helstu hugtök „Markeringar“ – Það sem hundurinn gerir til að láta vita að hann sé búinn að finna einstakling. Markering getur verið að bíta í bringsel (lítill kubbur um hálsinn á hundinum), gelta að hundamanninum, gelta við fund, hoppa á eigandann eða grafa í snjó í snjóflóðaleit „Fígúrantar“ – Fígúrantar eru einhverjir mikilvægustu einstaklingar sem kom að hundaþjálfun. Þeir eru fólkið sem „týnist“ á æfingu og hundarnir leita að. Mikilvægt er að fígúrantar séu fjölbreyttur hópur af fólki því það er jú mismunandi lykt af okkur eftir aldri, kyni, kynþætti og því sem við erum að gera hverju sinni. „Hundamaður“ – Eigandi hundsins eða sá sem sér um þjálfun hans og vinnur með hundinum.

Þjálfunin Best er að byrja vinnu með hunda þegar þeir eru ungir (nokkurra mánaða), en þó er vel hægt að þjálfa eldri hunda. Þumalputtareglan er að gott sé að hefja þjálfun fyrir þriggja ára aldur. Í grunninn snýst þjálfunin um að finna einstakling (hér eftir nefndur fígurant) sem hleypur burt frá hundinum og hundurinn fær svo verðlaun fyrir að finna hann (að sækja og skila, flestir eru vanir að kasta bolta og hundurinn kemur og skilar honum til að fá aðra umferð af leik). Það er í raun grundvallaratriði í þjálfuninni að hundurinn kunni og hafi gaman af að þessum leik. Mikla þolinmæði þarf til að byrja með meðan hundurinn er að uppgötva hvað eigandinn vill að hann geri. Miklu máli skiptir að ná grunninum vel því allt sem á eftir kemur byggir á honum. Smátt og smátt flækist þjálfunin. Litlum hlutum er bætt við áður en hundurinn fær verðlaunin. Dæmi: 1) Hundurinn byrjar á því að leika við fígúrantinn. 2) Hundurinn þarf að hlaupa til fígúrantsins til að fá að leika við hann. 3) Hundurinn sér fígúrantinn hlaupa í felur, hundurinn hleypur á eftir honum til að komast í leik. 4) Hundurinn hleypur að fígúrantinum og aftur til hundamannsins áður en hann fær leikinn. 5) Hundurinn hleypur að fígúrantinum og aftur til hundamannsins og gefur merki um að hann hafi verið hjá fígúrantinum og fær svo að leika við hann. Hundaþjálfunin byggir á því að kenna eitt lítið atriði í einu og byggja svo ofan á það atriði. Smátt og smátt verða atriðin flóknari og að lokum ertu kominn með hund sem hefur úthald og reynslu til að vera við leit á stóru svæði í lengri tíma.

Jákvæðni og gleði veldur því að eftir nokkurn tíma er búið að þjálfa hundinn upp í að geta verið við leit í nokkra klukkutíma því að lokum þá mun hann fá að leika sér. Leikurinn þarf þá líka að vera sérstaklega skemmtilegur.

Leikurinn

Prófin

Að hundurinn hafi gaman af þessu skiptir öllu máli. Hundurinn er tilbúinn að leggja á sig ýmsa vinnu vegna þess að verðlaunin sem hann fær í lokin eru svo skemmtileg. Verðlaunin geta verið mismunandi og þurfa að vera eitthvað sem hundurinn lítur á sem verðlaun. Neikvæð skilyrðing er ekki líkleg til árangurs til lengri tíma litið. 42

Björgunarmál

Áður en hundar fara í útköll verða þeir að standast próf. C próf er grunnpróf þar sem athugað er hvort hundurinn geti „markerað“ og sé líklegur til áframhaldandi árangurs. B próf veitir réttindi til útkalls undir handleiðslu reyndara hundateymis. A próf er svo lokaprófið þar sem hundateymið verður að geta leyst stærri og flóknari verkefni.

Andri Már Númason, Björgunarhundasveit Íslands


Leitir Veður er stór þáttur í leit með hundi. Flestir hafa séð hvernig reykur af flugeldum eða blysum liðast áfram eftir því hvernig vindurinn blæs. Lykt af týndum einstaklingi hegðar sér svipað, t.d. í víðavangsleit. Vindurinn ýtir lyktinni áfram eftir landslaginu. Aðrir þættir veðráttu hafa líka áhrif eins og rakastig í loftinu og hversu heitt er úti. Lykt berst mislangt eftir aðstæðum en við góðar aðstæður er raunhæft að ætla að hundur geti fundið hinn týnda ef viðkomandi er staddur í 400 m fjarlægð eða minna. Hundar geta fundið lykt sem er jafnvel upp í nokkra kílómetra í burtu en lyktin verið í svo litlum mæli að hundurinn getur ekki staðsett lyktina eða fundið nákvæmlega hvaðan hún kemur. Í aðgerð er því mjög mikilvægt fyrir hundamanninn að lesa hundinn og þau merki sem hann sýnir svo hundamaðurinn getir stýrt leitinni í þá átt. Við snjóflóð leitar lyktin auðveldustu leiðina upp úr snjónum, hvort sem er uppi á hálendi eða í byggð þar sem brak getur leitt lyktina frá einstaklingi. Í snjóflóðaleit, t.d. að skíðamanni, leitar lyktin auðveldustu leiðina upp úr snjónum og oft í þá stefnu sem vindurinn blæs. Hundamaðurinn merkir þann stað sem hundurinn byrjar að grafa á með snjóflóðastöng. Ef einn einstaklingur er týndur leitar hundamaðurinn í spíral að einstaklingnum sem grafinn er. Ef margir ýlalausir einstaklingar hafa lent í flóði og ekki fleiri hundar á svæðinu getur hundamaðurinn merkt hvar einstaklingurinn fannst með stönginni sinni og haldið áfram leit meðan annar hópur staðsetur einstaklinginn og hefur mokstur. Við snjóflóð í byggð má ímynda sér að heill veggur geti t.d. leitt lykt frá fórnarlambi einhverja metra þar sem lyktin á auðveldara með ferðast eftir veggnum og upp, heldur en í gegnum hann. Sporaleit er ein af þeim leitaraðferðum sem við notum hér á landi. Þegar þetta er skrifað er einn virkur sporahundur með útkallspróf. Við sporaleit fær hundamaðurinn einhvern hlut með lykt af hinum týnda. Hundurinn þefar af hlutnum og leitar að sambærilegri lykt við jörðina. Hundurinn rekur síðan þá lykt eftir jörðinni.

Rústaleit hefur verið að ryðja sér aðeins til rúms hér á landi. Sama aðferðafærði gildir þar og í öðrum leitum. Hundurinn leitar að lykt af einstaklingi og sýnir einhverja markeringu, t.d. gelt, og fær verðlaun fyrir. Til eru fleiri leitaraðferðir hér á landi og úti í heimi eins og líkleit og/eða vatnaleit. Ekki má taka því sem svo að þessi stutta samantekt geri þessum aðferðum eða öllum þeim leitaraðferðum sem hundar eru notaðir í endanleg skil, einungis er stiklað á stóru hér.

Teymin Þrátt fyrir að þessi grein fjalli að mestu um hundana sjálfa og hvað þeir gera má ekki gleyma mikilvægasta hlutnum, eigandanum. Hundur og hundamaður eru teymi sem þarf að vinna saman. Hundamaðurinn skipuleggur leitina og stýrir hvert hundurinn fer og hvað hann gerir. Þegar búið er að kenna hundinum grunnatriði leitar bætist við að eigandinn þarf að læra að nota hundinn við leit. Hann þarf að kunna að meta landslag, úr hvaða átt vindurinn blæs, hvar eru landslagsgildrur, hvernig lyktin hegðar sér við þessar aðstæður, hvað má áætla að lyktin berist langt þannig að hundurinn muni elta hana, hvernig er hundurinn að hegða sér og fleira. Góð samvinna hunds og hundamanns krefst mikils lærdóms og reynslu af báðum aðilum.

Tegundir hunda Mjög skiptar skoðanir eru um hvað séu bestu hundategundirnar til leitar og björgunar, hvort sem er hér á landi eða úti í heimi. Heilt yfir skiptir ekki endilega máli hvað tegundin heitir (eða sé blendingur) heldur að hundurinn sé viljugur til að vinna og hafi gaman af því. Ef fleiri spurningar vakna um hundaþjálfun eru áhugasamir hvattir til að vera í sambandi við Björgunarhundasveit Íslands eða Leitarhunda Slysavarnafélagsins Landsbjargar. http://bhsi.is/ http://leitarhundar.is/

Greinarhöfundur ásamt Línu, sem þjálfuð hefur verið sem leitarhundur síðan hún var hvolpur. Mynd: Ásgeir Eggertsson.

Björgunarmál

43


VIÐ MÆLUM MEÐ

Allt um námið á

tskoli.is

Snapchat

tskoli

Framsækni Hugmyndum Samstarfi Menntun Tækniskólanum


Maður í sprungu Útkallið sem hafði áhrif Almannavarna ríkisins í kjölfar flugslyss sem varð á Mosfellsheiði árið 1981. „Við settum okkar tillögur fram árið 1982 og þar varð slík sprenging út af því og ásakanir á Almannavarnir að það var ákveðið í Almannavarnaráði að okkur kæmi þetta mál ekkert við....“ (Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna í Þjóðviljanum 2. apríl 1985).

Maður í sprungu

Inngangur Í lok mars árið 1985 voru þrír félagar í Flugbjörgunarsveitinni á Akureyri í gönguskíðaferð við Kverkfjöll á Vatnajökli. Föstudaginn 30. mars verða þeir fyrir því óhappi að einn félaganna fellur í sprungu og festist þar, ómeiddur. Í kjölfarið fóru af stað viðamiklar aðgerðir sem áttu eftir að hafa mikil áhrif á skipulag björgunarmála í landinu. Árið 1985 voru þrjú landssamtök björgunarsveita í landinu. Það stærsta var Slysavarnafélag Íslands (SVFÍ) sem stofnað hafði verið árið 1928. Í fyrstu til að bregðast við miklum fjölda sjóslysa sem höfðu orðið hér við land fyrir þann tíma. Hin samtökin voru Landssamband hjálparsveita skáta (LHS) en fyrsta sveitin þar, Hjálparsveit skáta í Reykjavík, var stofnuð árið 1930. Að lokum var það Landssamband flugbjörgunarsveita (LFBS) sem þessir þrír björgunarsveitarmenn voru hluti af. En fyrsta Flugbjörgunarsveit landsins var stofnuð í Reykjavík árið 1950. Samband þessara þriggja landsfélaga var upp og ofan en í aðgerðum unnu þau ágætlega saman og höfðu í sameiningu byggt upp VHF fjarskiptakerfi. Hins vegar var lítið formlegt skipulag. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík var með samning við Flugmálastjórn Íslands um aðkomu að skipulagi á leit og björgun flugvéla sem voru týndar inn til landsins og Slysavarnafélag Íslands rak Tilkynningarskyldu íslenskra skipa og kom í gegnum hana einnig að leit og björgun skipa sem voru í vanda innan íslenskrar landhelgi. Í stórum leitum komu menn sér upp sameiginlegri leitarstjórn og voru venjulega „lykilmenn“ þessara félaga aðilar að slíkri stjórn. En

þetta var fyrst og fremst á svæðum þar sem sveitir frá fleiri en einu landsfélagi voru starfandi. Annars staðar leystu sveitir þetta venjulega sjálfar. Milli 1970 og 1985 höfðu umræður skapast um þörf á betri samhæfingu þessara mála. Fyrst upp úr 1970 þegar Almannavarnir ríkisins buðu stjórnstöð sína í kjallara lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu til að samræma aðgerðir. En forsvarsmenn félaganna sumra töldu að með því væri ríkið að taka völdin af þeim. Árið 1982 var aftur gerð tilraun til að reyna að koma þessu hlutum áfram að tillögu

Um klukkan 18 þann 29. mars heyrir flugvél í innanlandsflugi sendingu úr talstöð félaganna þriggja frá Akureyri og jafnframt að sá sem féll í sprunguna sé ómeiddur og þá vanti aðstoð til að ná honum upp. Þessi skilaboð berast víða, þau fara til Flugmálastjórnar, Slysavarnafélags Íslands, Flugbjörgunarsveitarinnar á Akureyri og Landhelgisgæslunnar. Þyrlur Landhelgisgæslu og varnaliðsins og einnig flugvél Flugmálastjórnar fara á loft. Þyrlur gátu ekki athafnað sig vegna veðurs en flugvélinni tekst að miða þá út út frá talstöðvarsamskiptum. Einnig hófu menn víða um land undirbúning leiðangra til að aðstoða mennina. Frá Mývatnssveit stefndu menn björgunarsveitar Slysavarnafélagsins í átt til Kverkfjalla, leiðangur Akureyringa bæði frá Flugbjörgunarsveit og Hjálparsveit skáta stefndi í Herðubreiðarlindir, leiðangur fór frá Reykjavík og Flugbjörgunarsveitin á Hellu lagði af stað upp

Þorsteinn Þorkelsson

Björgunarmál

45


17

ViÐ bJóÐUm ódÝrari

kl. 8-11 kr.

bifreiÐaskOÐUn

10.950 almennt VerÐ

gildir fyrir fólksbíla í einkaeign

IS

MA 123 17

“moRgunveRð” gILDa 7.-24. maRS aLLa vIRka Daga kL. 08:00 TIL 11:00. aTH. moRgunveRð eRu eInungIS í BoðI Á efTIRfaRanDI SkoðunaRSTöðum fRumHeRja komDu TIL okkaR í “moRgunveRð” Á mILLI kL. 8-11 Á moRgnana og LÁTTu Skoða BíLInn fyRIR kR. 7.710. Á meðan þú BíðuR, þÁ Bjóðum vIð upp Á “ moRgunmaT” ný RúnSTykkI og gÆða kaffI. (gILDIR Á meðan BIRgðIR enDaST)

Sími: 570 9090 · Netfang: frumherji@frumherji.is · www.frumherji.is

Reykjavík Hesthálsi 6-8, 110 Reykjavík Grandi, Hólmaslóð 2, 104 Rvk. Sund, Klettagörðum 11, 104 Rvk. Skeifan, Grensásvegi 7, bakhús, 108 Rvk.

HafnaRfjöRðuR Dalshrauni 5, 220 Hafnarfjörður akuReyRI Frostagötu 3a. 603 Akureyri

kópavoguR Dalvegi 22, 200 Kópavogur

- örugg bifreiðaskoðun um allt land


í Jökulheima. Þetta er að gerast á bilinu kl. 19-23 um kvöldið. En það er lítið sem ekkert samráð milli þessara björgunarleiðangra á landi en vegna sameiginlegs fjarskiptakerfis, og ekki síst vegna þess að flugvél Flugmálastjórnar var búin flugendurvarpa fyrir VHF, var tryggt að menn heyrðu hver í öðrum. Fjölmiðlar á þessum tíma voru ekki eins margir og þeir eru í dag, fréttatímar færri og ekkert var internetið. Margir heyrðu því fyrst af þessu atviki í lok dagskrár sjónvarps á föstudagskvöldið. Meðal annars björgunarsveitarmenn á Egilsstöðum. Um klukkan þrjú um nóttina leggja félagar úr Björgunarsveitinni Gró á Egilsstöðum af stað í áttina að skálanum í Snæfelli með lítinn snjóbíl. En áður en þeir lögðu af stað höfðu þeir haft samband við Svein Sigurbjarnason frá Eskifirði sem rak einn öflugasta snjóbíl landsins. Hann var kallaður Tanni og var búinn Loran leiðsögutækjum og snjótönn. Það var svo þessi leiðangur sem kom að mönnunum um klukkan 22 að kvöldi laugardagsins 30. mars og bjargaði manninum upp og flutti þá félaga til byggða. Alla nóttina og laugardaginn 30. mars reyndu hinir ýmsu leiðangrar að komast til bjargar. Á jöklinum voru 10 vindstig og skafrenningur. Norðanmenn komust frá Mývatni í Sigurðarskála og frá

Akureyri í Þorsteinsskála í Herðubreiðarlindum. Sunnanmenn, þ.e frá Reykjavík og Hellu, stefndu í Grímsvötn. Auk þessara íslensku leiðangra gat þyrla Varnaliðsins lent 5 mílur í suður frá slysstað um hádegið og þaðan héldu fjórir bandarískir björgunarmenn gangandi áleiðis á slysstað. Þetta voru svokallaðir Pararescue björgunarmenn frá flughernum. Þeir urðu að gefast upp vegna veðurs og tjölduðu á jökli um kl. 18 á þann 30. mars. Þeir voru svo sóttir af félögum sínum sunnudaginn 31. mars. Allan tímann vissu björgunarmenn af hverjum öðrum eins og áður sagði vegna VHF endurvarpa sem tryggðu fjarskipti úr flugvélum Flugmálastjórnar og Landhelgisgæslu. En það var engin samhæfð stjórn! Akureyringum var stjórnað frá Akureyri, mönnum frá Mývatni frá Mývatni, björgunarmönnum frá Reykjavík frá stjórnstöð LHS, húsi Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, Gróubúð, húsi Björgunarsveitarinnar Ingólfs, og Egilsstaðamönnum frá Héraði. Öflugar björgunarsveitir með vélsleða á Suðurlandi voru ekki einu sinni kallaðar út, enda ekki ljóst hver átti að gera það.

En allir komust heilir heim og umræðan sem fór af stað kom hlutum á hreyfingu.

Eftirmálar • Aðgerðamál Fyrirsagnir eins „Björgunaraðgerðir úr böndum“, „Ástandið var kolvitlaust metið“ og „Eins og útvarp frá kapphlaupi“ voru í blöðunum dagana á eftir. En menn sáu líka út úr þessu grín eins og Flosi Ólafsson leikari og pistlahöfundur gerði í Þjóðviljanum 21. apríl 1985: „Af öllum þeim fjölmörgu keppnum sem hérlendis er efnt til, má víst telja að engin veki fögnuð á við keppnir björgunarsveita þegar þær eru að bjarga öðrum björgunarsveitum sem hafa týnst í björgunarleiðangri útaf týndum björgunarmanni, sem ekki fann rjúpnaskyttu af því að hún var komin til byggða. Helstu keppnisliðin í þessari skemmtilegu íþrótt eru Hjálparsveit skáta, Slysavarnafélagið, Flugbjörgunarsveitin og ameríski herinn.“ En einnig komu fram önnur rök eins og til dæmis frá Ingvari Valdimarssyni formanni Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík: „Ég tel að síður en svo hafi verið um of marga björgunarmenn að ræða á svæðinu. Á jöklinum voru þegar mest var 30-40 manns og annað eins við jökulröndina. Ég held að okkur hefði ekki síður verið legið á hálsi ef við hefðum ekki sent nema einn leitarflokk og hann hefði ekki komist á leiðarenda.“ En skipti þessi aðgerð sköpum, breytti hún málunum? Hún að minnsta kosti flýtti fyrir framþróun þessara mála. Samráð hófst milli hinna þriggja björgunarsamtaka árið 1984. Og um þetta leyti hafði þeim Jóhannesi Briem, Tryggva Páli Friðrikssyni og Einari Gunnarssyni verið falið að gera tillögur að björgunarskipulagi sem varð lands- og svæðisstjórnakerfið. Drög að rammasamkomulagi voru kynnt á þingi Slysavarnafélagsins vorið 1985. Samkomulag um skipulag leitar-og björgunaraðgerða á landi var svo undirritað af björgunarsamtökunum þremur þann 28. nóvember 1985 og fyrsta landsstjórn björgunarsveita var svo skipuð árið 1986. Björgunarmál

47


einnig í kolli margra aðgerðastjórnenda björgunarsveita. Árið 1998 varð alvarlegt slys á Grímsfjalli og þá var björgunarsveitum beint úr öllum áttum til bjargar líkt og gert var í þessari aðgerð. Munurinn var að það var gert undir samræmdri stjórn landsstjórnar björgunarsveita með stuðningi fjölda svæðisstjórna. Sama má segja um aðgerð á Hofsjökli í febrúar 2006 þegar jeppi féll í sprungu. Í huga aðgerðastjórnenda þar var alltaf lagt upp með að tryggja aðkomu úr öllum áttum.

Getum við lært af sögunni?

• Snjóbílar Snjóbíllinn Tanni sem var í einkaeigu skipti lykilmáli í því hversu austanmenn voru fljótir að koma mönnunum til bjargar. Fram til þessa höfðu öflugustu snjóbílar landsins ekki verið í eigu björgunarsveita. Þó hafði Björgunarsveitin Ingólfur í Reykjavík keypt nýlegan Kassborher Flexmobil snjóbíl á gúmmíbeltum í byrjun árs 1985. Sá snjóbíll var sendur aðfararnótt laugardagsins austur á jökul en komst ekki á staðinn. Skömmu síðar keypti LHS fjóra notaða Kassborher bíla fyrir hjálparsveitir skáta víða um land og einnig keypti

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík nýjan snjóbíl af Leitner gerð. Sá snjóbíll og aðrir skiptu svo öllu máli í apríl 1986 við björgunaraðgerðir í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi í kjölfar flugslyss sem þar varð.

Hvað höfum við lært af þessari aðgerð síðan? Eins og fram kemur hér á undan þá kom þessi aðgerð á besta tíma til að flýta fyrir gerð heildarskipulags um leit og björgun á landi. En aðgerðin og umræðan sem skapaðist í kjölfarið festist

Getum lært af sögunni? Flestir eru sammála því við hátíðleg tækifæri. Í sögu mannkynsins eru hins vegar fjöldamörg dæmi sem sýna að það gengur misvel. Í dag heyrist oft að það hafi orðið svo miklar breytingar í leiðsögutækni, breyttum jeppum, fjarskiptabúnaði, drónum, aðgerðagrunnum og öllu þessu sem við höfum kynnst á síðustu árum að þetta sé ekkert mál. En í veraldarsögunni gerði Hitler sömu mistök í seinni heimstyrjöldinni 1939-1945 og Napóleon gerði í byrjun 19. aldar, svo maður tali ekki um þau sem voru gerð í Rómarveldi fyrir Krist. Þannig að sporin hræða. Reynslan af þessari aðgerð nýttist í aðgerðum 12 og aftur 20 árum eftir að hún fór fram og ég treysti því að þeir sem fara í dag með aðgerðamál Slysavarnafélagsins Landsbjargar gleymi ekki að sagan getur hjálpað!

Þú færð það allt hjá DONNU Ný grjónadýna frá GERMA Nýtt PAD500 hjarta­ stuðtæki sem leiðbeinir bæði um hjartahnoð og stuð, engir aukahlutir aðeins notast við venjuleg rafskaut. Verð frá kr. 199.600 m. vsk.

Ný hönnun, ný lögun, nýir litir Samkvæmt stöðlum EN 1865 og EN 1789 um sjúkraflutninga Léttari 7,9 kg og 25% fyrirferðaminni. Lengd 208 sm, breidd 130 – 72 sm Úr eldtefjandi efnum Hólfuð að innan til að halda grjónum á réttum stað X-laga ólar halda betur um sjúkling Stíf styrking fyrir hálsliði og efra bak Áratuga reynsla á Germa ventlum Taska, dæla og viðgerðarsett fylgir með

Ferno sjúkrabörur – þegar á reynir

Ný heimasíða: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf

WHELEN LED ljós og ljósabogar

Stadpacks töskur Spelkur og hálskragar í úrvali

48

Björgunarmál

Móhellu 2, 221 Hafnarfjörður

Sími 555 3100 www.donna.is


GÆÐAUPPFÆRSLA TRÓPÍ HEFUR GENGIÐ Í GEGNUM STÓRA UPPFÆRSLU.

VIÐ HÖFUM TEKIÐ Í NOTKUN NÝJUSTU TÆKNI Í PÖKKUNARLÍNUM OKKAR TIL AÐ TRYGGJA ÞÉR OKKAR BESTA ÁVAXTASAFA – ALLTAF!

ÁV E X T I R B R A G Ð A S T A LV E G E I N S

©2015 The Coca Cola Company - all rights reserved

OKK AR BESTI


50 ár í háloftunum Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík hefur starfrækt fallhlífahóp síðan 1966. Hópurinn æfir reglulega með Flugdeild LHG og hefur stokkið víðsvegar um landið, eins hefur hópurinn stokkið á Grænlandi og farið með varahluti í togara á hafi úti. Hér má sjá nokkrar myndir úr starfi hópsins.

Fallhlífahópur á æfingu, allt nema sjúklingarnir kom með flugi.

Unnur Eir að opna fallhlífina.

íska hernum árið 198. viðhaldi fallhlífa hjá bandar í iði ske nám á i Ing ðjón Gu vikna námskeið. FBSR sendi tvo félaga á 14 leiðinni út. Frímann Andrésson á 50

Björgunarmál


Gert klárt fyrir stö kk á Melgerðism elum.

. Stökk á Sólheimasand

Alveg einstök tilfinning.

Ási slakur fyrir stökk með LHG.

Æfingastökk á H ellu.

að Unnur Eir með björgunarbún

á 200 kílómetra hraða. Björgunarmál

51



Spennandi ferð á WASAR

North head lighthouse: Wasar ráðstefnan er haldin í fögru umhverfi Washington fylkis. Þar má m.a. finna þennan vita á Cape Dissapointment þar sem þjálfunarstöð bandarísku strandgæslunnar er til staðar. Björgunarskólinn hyggst standa fyrir hópferð á Washington State Search and Rescue ráðstefnuna sem haldin verður dagana 20.-22. maí næstkomandi (pre-conference 17.-19. maí). Ráðstefnan verður að þessu sinni haldin í bænum Longview á bökkum Columbia-árinnar syðst í Washington fylki. WASAR ráðstefnan hefur á undanförnum árum verð sú ráðstefna sem hefur að Björgun undanskilinni staðið fremst af þeim ráðstefnum sem sinna leit og björgun á landi. Að þessu sinni er meira um að ráðstefnan sé blanda af bæði styttri fyrirlestrum og lengri vinnustofum. Gera má

ráð fyrir að um 200 fyrirlestrar verið á ráðstefnunni, allt frá aðgerðastjórn, leit að týndu fólki, fyrsta hjálp, hundaþjálfun, leiðtogaþjálfun, fjallabjörgun, eða bara flest það sem snýr að leit og björgun á landi. Gert er ráð fyrir að farið sé út mánudaginn 16. maí (annar í hvítasunnu) og lagt sé af stað heim aftur mánudaginn 23. maí (komið heim að morgni 24. maí). Fyrir utan ráðstefnuna sjálfa stendur til að fara að Mount St. Helen og skoða ummerki hamfaranna sem áttu sér stað þar þegar fjallið gaus 1980. En síðasta gos í fjallinu var 2008. En einnig stendur til

að heimsækja þjálfunarstöð bandarísku strandgæslunnar sem er á Cape Disappointment sem stendur við ósa Columbia-árinnar. Þá er einnig ætlunin að heimsækja fjallabjörgunarsveit á svæðinu og skoða samhæfingarstöð Washington fylkis. Útlit er fyrir að við náum að halda verðinu í um 195.000,- á þátttakanda en verðið miðar eingöngu við kostnað. Innifalið í því verði er flug, gisting í Longview og Seattle, bílaleigubíll, ráðstefnugjald og fararstjórn. Lokað verður fyrir skráningu í ferðina 31. mars næstkomandi.

StHelens: Mount St Helens, fyrir og eftir gosið árið 1980. Björgunarmál

53


ENNEMM / SÍA / NM61307

> Persónuleg og traust þjónusta um allan heim Hjá Samskipum fer saman sóknarhugur nýrrar kynslóðar og áratuga reynsla. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði flutninga og leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Samhentur hópur starfsliðs tryggir skjóta og örugga þjónustu. Þinn farmur er í öruggum höndum.

www.samskip.is

Saman náum við árangri


Slysavarnadeildir taka sífellt meiri þátt í hálendisvakt björgunarsveita. Á myndinni eru Anna Filbert frá Björgunarsveitinni Kili, Lísa Dröfn frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar og greinarhöfundur.

Slysavarnadeild á vit nýrra verkefna

Frá árdögum slysavarna hafa félagar slysavarnadeilda unnið hörðum höndum að forvörnum, fræðslu og fjáröflun til kaupa á öryggis- og björgunartækjum. Á fyrstu árum deildanna voru slysavarnir á sjó aðaláhersluefnið, enda sjóskaðar tíðir í þá daga. Þrjú af hverjum fjórum banaslysum hér á landi á árunum 1920-1930 voru vegna slysa á sjó. Mikill árangur náðist þegar kom að öryggi á sjó og má segja að Íslendingum hafi tekist að breyta algjörlega menningu og hefðum hvað varðar notkun öryggistækja og öllu öðru tengdu öryggismálum sjómanna. Það má vera ljóst að frumkvæði og kraftur slysavarnafélaga um land allt réði miklu um hve vel tókst til. Þegar líða tók á 20. öldina

snéru slysavarnadeildirnar sér einnig að öðrum aðkallandi verkefnum. Umferðarmenning Íslendinga jókst og á árunum eftir 1950 tóku slysavarnir barna, ásamt umferðaröryggi og notkun endurskinsmerkja, sér samastað á verkefnalistanum. Áttatíu og fimm árum eftir stofnun fyrstu deilda eru starfandi 36 slysavarnadeildir víðs vegar um landið og félagarnir eru fólk á öllum aldri af báðum kynjum þó konur séu þar í meirihluta. Meginmarkmið deildanna í dag er að koma í veg fyrir slys og óhöpp ásamt því að vera í góðu samstarfi við björgunarsveitina í sínu sveitarfélagi, m.a. við fjáröflun, vegna útkalla eða annarra aðgerða. Hver slysavarnadeild starfar sjálfstætt og eru verkefni

deildanna oft ólík þar sem þörfin er mismunandi eftir byggðarlögum. Í dag, eins og á upphafsárum slysavarna, stöndum við Íslendingar frammi fyrir stórum verkefnum sem við getum ekki leyst nema sem samstilltu átaki allra. Við þurfum raunverulega að innleiða nýtt viðhorf og huga að umgengni í nátttúrunni okkar alveg upp á nýtt. Umræðan um slysavarnir ferðamanna hefur orðið háværari með hverju misserinu og núorðið líður ekki sú vika að ferðamenn í bráðri hættu eða vandræðum rati ekki í fréttirnar. Á síðastliðnu ári sinntu björgunarsveitir á þriðja þúsund verkefnum þar sem ferðamenn áttu í hlut. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur staðið í broddi fylkingar með

Svanfríður Anna Lárusdóttir, Slysavarnadeildin í Reykjavík

Slysavarnir

55


„Heitt í kroppinn“ er mikilvægt í útköllum og á stærri æfingum. Nýr bíll Slysavarnadeildarinnar í Reykjavík mun nýtast matarhóp deildarinnar vel.

Bíllinn sem keyptur var gegndi áður hlutverki sjúkrabíls. opinberum aðilum og ferðaþjónustunni í slysavörnum ferðafólks. Mikið og gott starf hefur verið unnið með tilkomu Safetrafel.is og skjáupplýsingakerfis ferðamanna sem búið er að setja upp á um 50 stöðum á landinu. Ekki má gleyma að telja hér upp eitt stærsta verkefnið eða hálendisvaktina. Þar hafa björgunarsveitirnar að langmestu leyti haldið uppi starfinu. Hér mætti aðkoma slysavarnadeilda aukast til muna og kæmi vel til álita að markvisst forvarnastarf væri á hálendinu allar vikurnar sem björgunarsveitir standa vaktina. Aðkoma slysavarnadeilda að slysavörnum ferðamanna hefur verið lítil hingað til en til stendur að breyta því. Í fimm landshlutum er verið að skipuleggja vinnusmiðjur þar sem félagar slysavarnadeilda koma saman, fræðast um ný verkefni og setja sér markmið um aðkomu sinna deilda að nýjum og spennandi verkefnum í byggðarlaginu. Í viðbót við hefðbundin verkefni er stefnan sett á slysavarnir ferðamanna og öryggismál í umferðinni almennt. Við verðum einfaldlega öll að axla ábyrgð!

Slysavarnadeildin í Reykjavík kaupir sjúkrabíl Félagar í Slysavarnadeildinni í Reykjavík hafa fylgst með á kantinum eins og aðrar slysavarnadeildir en ætla nú að einbeita sér að slysavarnaverkefnum sem tengjast umferðinni og ferðamönnum. Eftir langa umhugsun ákváðum við að kaupa Ford Econoline 2006 af björgunarsveitinni Kili. Bíllinn var áður sjúkraflutningabíll og mun hann að mestu halda því útliti. Verkefni hans verða aðallega tvíþætt. Annars vegar verður hann notaður sem forvarnabíll til að vekja athygli á öruggum akstri. Merkingar taka mið af verkefnum hverju sinni og munu þau miðast aðallega við þjóðveginn og þá sérstaklega á helstu ferðamannastöðum sunnanlands yfir sumartímann en umferðaröryggi í borginni yfir vetrartímann. Bíllinn verður einnig útbúinn til að þjóna hlutverki 56

Slysavarnir

ferðaeldhúss og verður klár í útköll þegar óskað er eftir því. Nokkrir félagar deildarinnar eru þegar farnir að undirbúa sig fyrir þau verkefni, með setu á námskeiðum og fleiru. Í þessum hópi er fólk með mikla reynslu og þekkingu sem vonandi á eftir að skila sér. Hópurinn sem tilheyrir Höllu 1 (nafnið sem bíllinn fær) í útkalli á að geta veitt sálræna hjálp og boðið upp á „heitt í kroppinn“ fyrir björgunarsveitafólk. Það er von okkar að þessum hópi verði vel tekið af björgunarsveitum og hann hafður með á stærri æfingum þar sem mikilvægt er að gefa matarhópnum tækifæri á að æfa við sem raunverulegastar aðstæður eins og öðrum viðbragðsaðilum. Við munum leita til allra sveitanna hér á höfuðborgarsvæðinu eftir góðum ráðum. Félagar úr Björgunarsveitinni Ársæli hafa boðið krafta sína fram og munu stjórna með okkur útbúnaði bílsins, auk þess sem þeir verða líka ráðgjafar okkar varðandi þjálfun hópsins. Einnig er Björgunarsveitin Kjölur okkur innan handar og munu félagar frá deildinni hafa aðgang að hálendisvaktinni með báðum þessum sveitum til frekari þjálfunar. Eins og áður kom fram hefur aðkoma slysavarnadeilda að hálendisvakt verið lítil og hverjar eru helstu ástæður þess skal

ekki fullyrt hér. Undirrituð fór á vaktina sl. sumar og átti þar frábæra og lærdómsríka viku með björgunarsveitarfólki sem lærði líka eitt og annað af mér. Ég mæli eindregið með því við slysavarnafólk sem treystir sér til þess að taka þátt í vaktinni með sinni björgunarsveit geri það og að skipulega verði staðið að forvarnarstarfi meðal ferðafólks í óbyggðum, í það minnsta í Landmannalaugum.

Samstarf slysavarnadeilda og björgunarsveita Það er mikilvægt að sveitir og deildir taki höndum saman í vinnslu forvarnaverkefna. Allt samstarf er af hinu góða fyrir okkur öll. Við í Reykjavíkurdeildinni höfum haft fyrir sið að biðja björgunarsveitafólk að koma með okkur í leikskóla og skóla en nú í vetur fórum við einnig í Fjölbrautaskólann í Breiðholti og gáfum endurskinsmerki. Félagar úr Björgunarsveitinni Kili komu með okkur og höfðu með sér fjórhjól og bíl. Saman vöktum við ótrúlega athygli og það sem kom okkur á óvart var að báðar einingar fengu þarna mikla og góða kynningu. Þarna liggur klárlega góð leið fyrir allar einingar til að kynna starfið og eignast nýja félaga. Við vonum svo sannarlega að sveitirnar í Reykjavík verði samstíga okkur í þessu verkefni næsta haust. Að lokum minni ég slysavarnadeildir á mikilvægi þess að fjölmenna á vinnusmiðjur um slysavarnir og um leið hvet ég alla áhugasama um slysavarnir að axla samfélagslega ábyrgð og gerast félagi í slysavarnadeild í sínu byggðarlagi.

Fjarskipti eru mikilvægt í útköllum og á æfingum. Slysavarnadeildin í Reykjavík skemmti sér vel á Tetranámskeiði.



GEFÐU ÞÉR GÓÐAN TÍMA Í ORLANDO * Verð frá 36.200 kr.

Þessi ferð gefur frá 2.100 til 6.300 Vildarpunkta aðra leiðina.

Njóttu hverrar mínútu Þú þarft ekki að prófa öll tækin í Disney World. Eða keppast við að ná öllum rennibrautunum í Wet N Wild fyrir hádegi. Það sem skiptir máli er að njóta tímans. Leggjast niður og njóta sólarinnar. Rölta í staðinn fyrir að arka. Byggja sandkastala í rólegheitum. Eiga gæðastundir og safna minningum sem lifa. Flogið verður fjórum sinnum í viku í vetur til Orlando International Airport.

+ Bókaðu núna á icelandair.is * Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar.

Vertu með okkur


Sumarið 2005 voru skráð um 2000 verkefni hjá hálendisvaktinni. Þau voru af ýmsum toga, allt frá einfaldri upplýsingagjöf til krefjandi björgunaraðgerða.

Hvað erum við að gera undir hatti Safetravel? Kröftug umræða hefur verið síðustu mánuði um öryggismál ferðamanna og hefur varla liðið sá dagur að fjölmiðlar hafi ekki fjallað um málaflokkinn. Það er því við hæfi að segja örlítið frá því sem í gangi er í slysavörnum ferðamanna eða Safetravel eins og við nefnum verkefnið dags daglega.

Skjáupplýsingakerfi ferðamanna Í byrjun þessa árs náðist sá áfangi að uppsettir skjáir urðu fleiri en fimmtíu. Flestir skjáir eru uppsettir á vinsælum áfangastöðum við þjóðvegi landsins, bílaleigum og upplýsingamiðstöðvum en einnig eru skjáir á flugvöllum og fleiri stöðum. Reikna má með að setja þurfi upp 15-20 skjái í viðbót til að „loka hringnum“ ef svo má að orði komast. Ljóst er að hér er um að ræða gríðarlega öflugt upplýsingakerfi og þarf á þessu ári að byggja á reynslu síð-

Vefurinn Í lok febrúar var opnuð ný útgáfa af vefsíðunni en sú gamla var farin að hiksta vegna fjölgunar heimsókna. Nýja síðan er uppbyggð á svipaðan hátt, en þeir flokkar sem notið hafa hvað mestrar aðsóknar eru gerðir aðgengilegri. Er þar fyrst og fremst um að ræða Outdoors, Driving og Travel Plan. Á síðasta ári fóru innsendar ferðaáætlanir töluvert yfir þúsund og er það töluverð fjölgun frá þeim sirka 30 áætlunum sem bárust fyrir fimm árum síðan. Fjöldinn er þó ekki aðalatriðið heldur það að í allnokkrum tilfellum hefur innsend áætlun orðið til þess að auðveldara var að finna viðkomandi eða áætlunin kom í veg fyrir leit. Er þá tilganginum náð. Á árinu verður áfram unnið að því að þróa vefinn og er m.a. verið að skoða áskriftarkerfi að viðvörunum sem þar eru settar inn. Gott væri að geta boðið upp á þann möguleika að notendur fái sms á ferðatíma sínum með þeim viðvörunum sem settar eru inn á vefinn.

Upplýsingaskjár í afgreiðslu Hertz bílaleigu á Flugvallavegi í Reykjavík.

Jónas Guðmundsson, Slysavarnafélagið Landsbjörg

Slysavarnir

59


ustu missera og þróa efnistök í samræmi við hana. Má vel hugsa sér að bæta við efni auk þess að gera skjáina meira áberandi á þeim stöðum sem þeir eru á.

Stýrihópur innanríkisráðuneytis um öryggi ferðamanna Um mitt síðasta ár um það bil var óskað eftir því að félagið tilnefndi fulltrúa í stýrihóp sem átti að koma með tillögur að aðgerðum til skemmri og lengri tíma er tengjast öryggi ferðamanna. Í hópnum eiga auk félagsins sæti fulltrúar Lögreglustjórafélagsins, Ferðamálastofu, Samtaka ferðaþjónustunnar, Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunnar og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis. Í upphafi var hópnum ætlað að setja fram tillögur um brýnar aðgerðir sem ráðast mátti í árið 2016 og var þeim tillögum skilað inn í tæka tíð fyrir fjárlagagerð. Olli það því vonbrigðum að sjá að ekkert af þeim tillögum fékk fjármagn en um var að ræða úrbætur í vegagerð, aukna löggæslu, áhættumat vegna hópslysa, slysavarnir og fleira. Þegar þetta er skrifað er verið að vinna þær tillögur upp ásamt fleirum undir samhæfingu Stjórnstöðvar ferðamála og eiga þær að leggjast fyrir stjórnarfund þeirrar stofnunar til afgreiðslu. Er von til þess að meira fjármagn fáist í málaflokkinn byggt á þessum tillögum á vordögum.

yfir helstu hjálpartæki þeirra varðandi öryggi ferðamanna og hvernig má beita þeim. Sagt verður frá vefnum og hvað þar má nýta, bent á skjáupplýsingakerfið, fjallað um veðurspár og mikilvægi þeirra og sitthvað fleira. Verður ritið fyrst og fremst á rafrænu formi og sent á ferðaþjónustuaðila um allt land. Einnig er stefnan að prenta 1.000-2.000 stykki og dreifa á stærri vinnustaði í ferðaþjónustu.

Greinar og markaðsmál Þrátt fyrir að Safetravel sé orðið ansi þekkt er sífelld vinna í því að halda því á lofti og kynna fyrir ferðamönnum og ferðaþjónustuaðilum. Greina-

skrif eru ansi góð leið í því skyni og hafa það sem af er ári birst greinar á Lonely Planet, Icelandair Hotels blogginu, Grapevine og Iceland Review svo eitthvað sé nefnt. Nýlega var tekið þátt í sýningunni Iceland Tourism Investment í Hörpu og framundan er að taka þátt í ársfundi Samtaka ferðaþjónustunnar og á haustdögum verður verkefnið með bás á Vestnorden ferðasýningunni. Allt er þetta gert í því skyni að auka sýnileika verkefnisins og þannig koma efninu til ferðamanna, fræða og upplýsa og þannig leggja á vogarskálarnar til að fækka slysum og óhöppum.

Samtal við ferðaþjónustuaðila Á næstu vikum munum við gefa út lítið rit til handa starfsmönnum í ferðaþjónustu þar sem farið verður 60

Slysavarnir

Safetravel heimasíðan hefur fengið andlitslyftingu og verið er að vinna að því að koma henni á fleiri tungumál.



Hálendisvakt: Björgunarsveitir hafa nú staðið vaktina á hálendinu í 10 ár. Síðustu árin hefur aðkoma slysavarnadeilda að verkefninu sífellt aukist.

Slysavarnir á völdum svæðum Fyrir góðu ári síðan ákvað þáverandi slysavarnanefnd ferðamanna að velja ákveðna ferðamannastaði og bæta þar í slysavarnir. Fyrsti staðurinn og um leið tilraunverkefnið var Reynisfjara þar sem viðvörunarhluti skiltis var endurnýjaður, sett upp Björgvinsbelti og bílastæði girt af til að beina fólki meðfram skiltinu. Tókst þetta ágætlega þó reyndar hafi komið í ljós síðar að einhverjir færðu Björgvinsbeltið og tóku niður „girðingu“ við bílastæðið. Ákveðið var að halda þessu áfram og á síðasta ári var byrjað að vinna að slysavörnum við Jökulsárlón. Framundan þar er að setja upp gott viðvörunarskilti, nokkur Björgvinsbelti og girða af bílastæði. Einnig þarf að skoða með aðra staði en í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir framkvæmdum á tveimur stöðum.

félagið mun kosta hinn helminginn og Vegagerðin mun sjá um uppsetningu. Er hér um afar gott verkefni í slysavörnum að ræða og aukið öryggi fyrir vegfarendur.

Hálendisvakt björgunarsveita Ellefta sumar þessa mikilvæga verkefnis er framundan og tíu ára afmælisgjöfin var ekki af verri endanum, þ.e. setja á fjármagn í að efla aðstöðuna á þeim stöðum sem hóparnir eru hverju sinni. Verið er að skoða stærri aðstöðu í Landmannalaugum, lagfæra á og bæta hálendisgáminn sem var notaður í Dreka og á einhverjum stöðum á að setja upp sólarpanel ásamt föstum talstöðvum.

Margt fleira væri hægt að telja upp af þeim fjölmörgu verkefnum sem unnið er að, en ofangreint má þó segja að sé það helsta. Mikilvægt er að hafa í huga að þrátt fyrir að Slysavarnafélagið Landsbjörg verkefnastýri Safetravel verkefninu má segja að eigendur séu fjölmargir, þ.e. ferðaþjónustan, hið opinbera og ýmsir aðrir sem leggja til fjármagn í verkefnið. Á síðasta ári fengust um 30 milljónir í verkefnið og nýtast þeir fjármunir m.a. í eitthvað af þeim verkefnum sem hér eru talin upp svo og í verkefnastjórn. Brýnt er að vinna áfram í að afla fjármagns og auka það þar sem má sjá sterkar vísbendingar í þá átt að slysavarnir sem þessar skili árangri. Betri fjárfestingu er líklega ekki hægt að hugsa sér.

Björgvinsbelti við vegi landsins Í samstarfi við Sjóvá og Vegagerðina hefur verið unnið að greiningu og forgangsröðum á stöðum þar sem möguleg hætta er vegna straumvatna, vatna eða sjávar. Um er að ræða vel á annað þúsund staði svo greiningarvinnan er umtalsverð. Nú þegar hefur þó verið raðað upp um 100 stöðum í fyrsta forgang og er stefnan að setja þar upp Björgvinsbelti sem fyrst. Mun Sjóvá kaupa um helming beltanna, 62

Slysavarnir

www.oddihf.is



SNJÓBÍLAR OG SNJÓTROÐARAR

Klettur - sala og þjónusta ehf er nýr umboðsaðili fyrir Prinoth á Íslandi. Prinoth er eitt stærsta fyrirtæki í heiminum í framleiðslu á snjóbílum og snjótroðurum. Prinoth var stofnað árið 1951 af kappaksturökumanninum og hönnuðinum Ernst Prinoth, og er í dag elsti framleiðandi snjótroðara í Evrópu. Nánari upplýsingar um Prinoth veita Halldór Ólafsson í síma: 590-5156 eða í netpósti: ho@klettur.is og Snorri Árnason í síma: 590-5130 eða í netpósti: sa@klettur.is.

Klettagörðum 8-10 | 104 Reykjavík | Sími: 590-5100 | www.klettur.is


90 ára aldursmunur Í byrjun mars fór fram vinnusmiðja um slysavarnir á Patreksfirði en í smiðjunni tóku þátt félagar slysavarnadeildanna á Patreksfirði og Bíldudal. Upphaf þessarar vinnusmiðju má rekja til sams konar viðburðar sem Slysavarnadeildin í Reykjavík stóð fyrir á síðasta ári og í framhaldinu var á vegum félagsins haldin smiðja um slysavarnir ferðamanna. Svo vel tókst til með þær báðar að óskir komu víða að um að halda sams konar vinnusmiðjur. Sú fyrsta af þeim fór fram sem fyrr sagði á Patreksfirði og mættu þar hátt í tuttugu félagar þessara tveggja slysavarnadeilda. Vinnusmiðjurnar eru með því sniði að þátttakendur sjá að mestu um framlagið en eftir að búið er að fara í SVÓT greiningu á starfinu á svæðinu er farið yfir helstu atriði sem skipta máli við innri og ytri markaðssetningu, þ.e. hvaða fjölmiðla má nýta og hvernig til að koma starfinu á framfæri. Að því loknu er skipt í hópa og setja þátttakendur niður tillögur að þeim slysavarnaverkefnum sem þeir telja nauðsyn að ganga í næstu eitt til tvö árin. Eftir að búið er að fara stuttlega yfir helstu atriðið sem hafa þarf í huga við verkefnastjórnun eru öll verkefnin listuð upp og á vinnusmiðjunni á Patreksfirði reyndust þau vera rúmlega 20 talsins og má þar meðal annars nefna: • Myndbandskeppni um endurskin eða hjálma meðal unglinga • Umferðaröryggi vegna aukins hraða og þungavéla í byggð

• Standa fyrir fræðslu fyrir alla bæjarbúa um slysavarnamál, bæjarfund • Fá ferðaskrifstofur í samstarf, þ.e. hér í Vesturbyggð, setja upp skilti þar sem við á og vera með bæklinga á ferðaskrifstofum og gististöðum • Setja upp upplýsingaskjái ferðamanna á Patró og fleiri stöðum

• Hjóladagurinn – poppa upp daginn, fá unglinga til að gera myndband um mikilvægi hjálma, gefa hjálma, samstarf með Lions og lögreglu, fara yfir öll hjól, hjálma Hóparnir fengu svo það hlutverk að velja sér fjögur til fimm verkefni af þessum rúmlega tuttugu og byrja að skipuleggja þau. Setja niður ábyrgðaraðila, samstarfsaðila, markhóp, aðferð og allt sem þarf til að ná árangri með vel heppnað slysavarnaverkefni. Í lok dags komu svo hóparnir saman og kynntu sín verkefni og munu einhver þeirra verða framkvæmd af þessum kröftugu deildum á sunnanverðum Vestfjörðum. Á þessari skemmtilegu vinnusmiðju má sjá kröftuga félaga deildanna koma saman og vinna að verkefnum sem einhver munu verða samstarfsverkefni. Elsti þátttakandinn var um nírætt en sú aðstoðaði við verkin þegar togarinn Dhoon strandaði við Látrabjarg árið 1947. Yngsti þátttakandinn var hins vegar hvergi nærri fæddur þá enda aðeins níu mánaða gamall en stóð sína pligt þennan dag eins og aðrir, hjalaði og skríkti og létti þannig lund allra þátttakenda. Stefnan er að halda fleiri vinnusmiðjur sem þessar á árinu og hafa nú þegar verið settar niður dagsetningar fyrir Reykjavík og Akureyri, dagana 30. apríl fyrir sunnan og 5. apríl fyrir norðan.

Jónas Guðmundsson, Slysavarnafélagið Landsbjörg

Slysavarnir

65


Trampólín Þegar dagatalið segir sumar þá birtast trampólín í mörgum görðum og börnin hoppa sem aldrei fyrr, líklega til að halda á sér hita í þessum kulda. Það er rosalega gaman að hoppa á trampólíninu en það er ekki eins gaman þegar einhver meiðir sig. Sérstaklega þar sem börn virðast vera í meirihluta þeirra sem slasast.

Uppruna nútíma trampólínsins má rekja til fimleikamannsins Georg Nissen (f. 1914 – d. 2010). Sem ungur maður fylgdist hann agndofa með loftfimleikamönnum í sirkus leika listir sínar og lenda í öryggisneti að loknum æfingum. Þar sá Georg fyrir sér að gaman væri ef hægt væri að halda áfram að sýna listir sínar á skoppandi öryggisnetinu. Árið 1934 smíðaði hann fyrsta trampólínið í bílskúrnum hjá foreldrum sínum með aðstoð fimleikaþjálfara síns. Trampólínið varð fljótlega vinsælt og var meðal annars notað í þjálfun geimfara, af sirkuslistamönnum og sem barnaleikfang. Á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 var síðan í fyrsta sinn keppt í fimleikum á trampólíni. 66 Slysavarnir Dagbjört H. Kristinsdóttir, Slysavarnafélagið Landsbjörg

Reyndur fimleikamaður kann að nota trampólínið og getur gert alls konar flott stökk en löng þjálfun hefur kennt honum hvernig á að beita vöðvunum og líkamanum þegar hann er að hoppa og lenda. Slysin verða svo þegar óþjálfuð börnin reyna að leika eftir þessi stökk. Saga trampólína á Íslandi er mun styttri, en sala á trampólínum til almennings hófst árið 2005. Frá árinu 2005 þegar sala trampólína hófst, hefur slysum fækkað samkvæmt tölum frá slysadeild Landspítala háskólasjúkrahúss. En fyrsta árið sem trampólín voru seld urðu 130 slys en árið 2011 urðu 64 slys.


Ár

Fjöldi slysa

2005

130

2006

97

2007

47

2008

87

2009

65

2010

53

2011

64

Eins ánægjulegt og það er að slysum á trampólínum fari fækkandi þá er möguleiki á að slys sem verða á trampólínum séu skráð í gagnagrunna sem heimaog frítímaslys og þá koma þau ekki fram þegar leitað er að trampólínslysum. Á tímabilinu 2005-2011 urðu að meðaltali 77 slys árlega í tengslum við trampólín. Samkvæmt tölum frá slysadeild Landspítala háskólasjúkrahúsi verður meirihluti slysanna í maí þegar búið er að ná í trampólínin úr vetrargeymslu og 93% allra trampólínslysa verða á tímabilinu apríl til september. Veðuraðstæður hér á landi útskýra algjörlega þá ástæðu. Litill munur er á milli vikudaga hvenær slysin verða en þó eru aðeins fleiri slys á sunnudögum. Þegar tímasetning slysanna var skoðuð byrja slysin að gerast strax kl. 8 á morgnana og fjölgar svo smám saman yfir daginn en fækkar eftir kl. 11 á kvöldin. Flest slysin virðast verða um kl. 20. Aldursdreifing þeirra sem slasast er frá 1-54 ára en 84% þeirra sem slasast eru á aldursbilinu 5-15 ára. Stelpur voru í meirihluta þeirra sem slasast eða 57% á móti 43% stráka. Foreldrar ættu að varast að láta börn yngri en 6 ára vera að hoppa á trampólínum þar sem þau hafa ekki líkamlega burði til að hoppa á trampólíninu og kunna ekki að stjórna lendingunni jafn vel og þau eldri. Þegar áverkarnir sem urðu á þessu tímabili (2005-2011 ) eru skoðaðir kemur í ljós að flestir tognuðu eða 48% þar á eftir voru brot eða 33%. Flestir slösuðust á neðri útlimum eða 46%. Þrjátíu og tvö prósent slösuðust á efri útlim og þar á eftir kom áverki á hrygg, 12%, og höfuð, 9%. Þeir sem slösuðust á neðri útlim tognuðu frekar en brotnuðu en 62% áverka á neðri útlim voru tognanir. En þeir sem slösuðust á efri útlim brotnuðu frekar en 62% þeirra áverka voru brot. Áverkar á hrygg voru í öllum tilfellum tognanir og höfuðáverkar voru í yfirgnæfandi meirihluta yfirborðsáverkar.

Bráðamóttakan flokkar áverka eftir alvarleika frá 1 upp í 3 þar sem 1 er lítill alvarleiki og 65% slysa voru í þeim flokki. Tveir er meðal alvarleiki og 34% slysa voru í þeim flokki og 1% voru í flokki 3 sem er mikill alvarleiki. Rannsóknir í Bretlandi sýna að um 60% trampólínslysa verða þegar fleiri en einn einstaklingur er í einu á trampólíninu. Ekki liggja fyrir tölur frá Slysadeild Landspítala háskólasjúkrahúss hvort fleiri en einn hafi verið á trampólíninu þegar slysin urðu. Hopp á trampólíni er frábær líkamsþjálfun, þjálfar jafnvægi og samhæfingu hreyfinga auk þess að styrkja vöðva og bæta geð. Mikilvægt er þó að hafa öll öryggismál í lagi til að koma í veg fyrir slysin sem eru alltof mörg og verða flest vegna rangrar notkunar trampólínsins. • Mjög mikilvægt er að fara eftir þeim leiðbeiningum sem fylgja trampólíninu þegar það er sett upp. • Autt svæði verður að vera undir trampólíninu og í a.m.k. 2,5 metra í kring. • Best er að staðsetja trampólínið á grasi, það minnkar líkur á slysum ef dottið er út fyrir trampólínið. • Festið trampólínið tryggilega niður, t.d. með ulaga járni sem stungið er yfir fæturna og niður í jörðina. • Öryggisnet þarf að vera á trampólíninu, það minnkar líkur á að dottið sé út af því en við það verða oft alvarleg slys. • Gormar eiga að vera heilir og jafnstífir, ef það er ekki þá aukast líkur á að þeir sem nota trampólínið misstígi sig. • Fylgjast þarf með að rammi og undirstöður trampólínsins séu í lagi. • Dúkur verður að vera yfir gormunum. • Trampólín eru gefin upp fyrir ákveðna hámarks-

þyngd og á henni byggist stöðuleiki trampólínsins. • Umgengnisreglur verður að setja á trampólíninu og skiptir þar mestu að aðeins einn hoppi í einu. • Áfengi og trampólín er ekki eitthvað sem fer saman. Börn hafa slasast þegar drukkinn fullorðin einstaklingur var að hoppa með barninu á trampólíninu. • Mikilvægt er að taka trampólínið inn yfir vetratímann. Þau taka á sig mikinn vind og fjúka auðveldlega. Þó að fylgst sé með börnunum á trampólíninu þá er það engin trygging fyrir því að þau meiðist ekki. Um helmingur trampólínslysa í Bretlandi verður undir vökulu augnaráði forráðamanna. En reynslumikill áhorfandi getur þó komið í veg fyrir áhættuhegðun og leiðbeint um hvernig er best að hoppa og lenda. Tölur um trampólínslys koma frá Brynjólfi Mogensen lækni og Guðrúnu Örnu Ásgeirsdóttur lækni og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Slysavarnir

67


Sjúkrakassi

heimilisins

Öll heimili eiga að hafa sjúkrakassa og í honum þarf að vera sitt lítið að hverju sem þörf er á að grípa til þegar einhver meiðir sig. Innihald sjúkrakassa er mjög mismunandi en eftirfarandi hluti er mjög gott að hafa í sjúkrakassa sem er á heimilinu. Grisja til að setja yfir sár. Þær fást sérpakkaðar í ýmsum stærðum, t.d. 5x5 sm og 10x10 sm, ekki skemmir ef þunn álfilma er á grisjunni til að koma í veg fyrir að grisjan festist ofan í sárinu. Grisja með álfilmu er sérstaklega heppileg á brunasár eða sár sem vessar úr. Börn fá oft nuddsár þegar þau eru að hlaupa og renna úti og þá getur verið heppilegt að nota grisju með álfilmu. Ef sárið er lítið og ekki er þörf á grisju þá er gott að setja sárakrem á sárið og góðan plástur yfir. Sárabindi til að vefja utan um grisjuna til að halda henni á sínum stað. Einnig má klippa sárabindi til og búa til litlar sáragrisjur eða nota til að hreinsa sár með. Ef sárabindið er klippt þá þarf bara að passa að þræðir úr grisjunni verði ekki eftir í sárinu. Heftiplástur til festa sárabindið. Heftiplásturinn má einnig nota til að festa saman tvo fingur eða tær ef tognun verður. Munið bara að setja grisju eða bita af sárabindi/sáragrisju á milli fingranna eða tánna til að minnka núning. Gott úrval af plástrum af öllum stærðum og gerðum verður að vera í öllum sjúkrakössum. Margir eru með ofnæmi fyrir brúnum plástrum og því er gott að hafa hvíta plástra einnig. Plástrar geta einnig verið vatnsheldir eða úr striga. Þessir vatnsheldu geta verið mjög heppilegir á fingur þegar t.d. verið er að vinna í eldhúsinu. Síðan eiga mörg heimili barnaplástur með skemmtilegum fígúrumyndum sem er sérstaklega ætlaður börnum. Klemmuplástur er ein tegund af plástri sem er nauðsynlegt að hafa í sjúkrakassanum en hann er notaður til að klemma saman sár sem eru djúp en þó ekki nógu djúp til að það þurfi að sauma þau. Ef þú ert í vafa um hvort sárið sé of djúpt þá er best að leita á heilsugæslustöð. Blásturmaski Einnota blástursmaskar eru í flestum sjúkrakössum og gott getur verið að nota þá þegar þarf að blása lífi í einstakling. Þeir eru þá hugsaðir til að verja þann sem blæs. Burnfree eða brunagel er algjörlega nauðsynlegt á minni brunasár. Burnfree virkar einnig mjög vel á flugnabit og sólbruna þannig að það er tilvalið að grípa með sér brúsa af Burnfree geli í sumarfríið. Fatla er gott að grípa til þegar einhver hefur tognað á hendi eða nota á leiðinni á bráðamóttökuna þegar einhver hefur mögulega brotnað. Flísatöng er gott að hafa í sjúkrakassanum. Bæði er hún heppileg til að fjarlægja flísar en svo hentar hún eining til að hreinsa gróf yfirborðsóhreinindi úr sári. Munið bara að hreinsa flísatöngina með spritti á milli verka. Saltvatn í um 20 ml umbúðum hentar einnig til að skola sár. Ef sár er mjög óhreint má gjarnan skola það með volgu 68

Slysavarnir

kranavatni. Saltvatnið er einnig hentugt til að skola korn eða óhreinindi úr auga. Þegar verið er að sinna blæðandi sári eða öðrum líkamsvessum er algjörlega nauðsynlegt að vera með hanska. Hanskarnir eru til að verja þann sem gerir að sárinu og koma í veg fyrir smit. Hins vegar er algjörlega vonlaust að vera með hanska á höndunum þegar á að setja plástur á. Plásturinn festist alltaf við hanskana. Lítið vasaljós/pennaljós er heppilegt til að skoða í augu og skoða sár betur. Nælur eru nauðsynlegar til að festa upp fatla, sumir nota þær einnig til að plokka úr flísar. Þegar við þurfum að klippa plástur eða sárabindi hefur enginn tíma til að leita að skærum um alla íbúð og því verða að vera skæri í öllum sjúkrakössum. Blautklútar henta vel til að hreinsa hendur áður en farið er að sinna sári, einnig henta blautklútarnir vel til að þrífa lítil sár. Teygjubindi verða að vera til staðar því smávægilegar tognanir á fótum og höndum eru algengar. Sum teygjubindi er hægt að nota aftur og aftur en um leið og teygjaleikinn er farinn úr teygjubindinu virkar það ekki eins og það á að gera og þá er bara að henda því og fjárfesta í nýju. Þrýstiböggull hentar vel á stærri sár. Hann er hugsaður til notkunar á leiðinni á heilsugæslustöð því ef sárið er það stórt að það þurfi þrýstiböggul þá þarf viðkomandi að komast til læknis sem fyrst. Einnota kælipoki er í mörgum heimilissjúkrakössum og mjög hentugur á kúlur og tognanir. Í sumum tilfellum getur verið betra að eiga margnota kælipoka sem er geymdur í frysti og auðvelt að grípa til hans þar. Lyf ættu ekki að vera geymd í sjúkrakassa því þar gætu börn auðveldlega komist í þau. Ef áverkinn lítur alvarlega út eða mikið blæðir úr sári er best að leita á næstu heilsugæslustöð eða slysadeild.

Dagbjört H. Kristinsdóttir, Slysvarnafélagið Landsbjörg


PIPAR\TBWA • SÍA

ÖRYGGISHNAPPUR

Við viljum njóta stundanna örugg og áhyggjulaus, sama hverju við tökum upp á. Þess vegna er mikilvægt að við gætum vel hvert að öðru. Svona til öryggis. Sími 570 2400 | Askalind 1 | Nánar á oryggi.is



Crean

verkefniรฐ Unglingamรกl

71


Flestir þátttakendur Crean verkefnisins hafa ekki áður sofið í tjaldi að vetrarlagi.

Vetraráskorun Crean 2016 Vetraráskorun Crean er samvinnuverkefni sem unnið er af Bandalagi íslenskra skáta, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Írska skátafélagsins (Scouting Ireland). Þátttakendur eru á aldrinum 14-15 ára og eru þau samtals 40. Tíu krakkar frá unglingadeildum SL, 10 frá BSÍ og 20 írskir skátar. Samtals var verkefnið tvær vikur sem skipt var niður í tvær helgar og eina heila viku. Fyrsta helgin var í nóvember og stóð verkefnið yfir til febrúar. Þátttakendur frá Landsbjörg voru samtals sjö, þar á meðal þrír leiðbeinendur. Umsjónarmönnum unglingadeilda Landsbjargar var gefinn kostur á að bjóða sig fram í verkefnið og voru þrír þeirra leiðbeinendur. Því miður forfallaðist einn leiðbeinandi og tveir úr unglingadeild. Nafngift þessa verkefnis er til heiðurs Thomas Crean. Hann var írskur landkönnuður sem var uppi fyrir um öld síðan og fór m.a. leiðangra um Suðurpólinn og hlaut medalíu fyrir mannbjörgun (Albert Medal for Lifesaving) þegar hann örmagna og einn síns liðs gekk 56 km á 18 klukkustundum með engar birgðir, nema tvær kexkökur og smá súkkulaði til að sækja aðstoð fyrir tvo félaga sína en annar þeirra var slasaður. Verkefnið er haldið í anda pólfara og snýst það um að takast á við – og sigrast á – þeim áskorunum sem móðir náttúra býður upp á.

Markmið Crean Vetraráskorunar Markmið verkefnisins er að gera þátttakendur sjálfbjarga í vetrarferðum á fjöllum og því eru 72

Unglingamál

kennd grundvallaratriðin í fjalla- og vetrarferðamennsku. Þar reynir á færni við rötun, kortalestur, GPS-kunnáttu, skálahegðun, ferðareglur, næringarfræði ferðamannsins, tjalda að vetri til og veðurfræði til fjalla svo fátt eitt sé nefnt. Í gegnum allt verkefnið skrifa þátttakendur dagbók (eða „logbook“ eins og Írarnir kalla þær). Halda þurfti henni til haga og fara leiðbeinendur yfir þær og gera athugasemdir. Í bókina koma kort og myndir af þeim leiðum sem þau ganga ásamt því að krakkarnir setja sér markmið sem þau ætla að ná í verkefninu. Flestir settu sér það að efla sig sem göngumann eða að bæta enskukunnáttu, á meðan aðrir settu sér persónulegri markmið, til dæmis það að takast á við kvíða eða að komast skrefi nær því að verða að leiðtogum í sínum flokkum. Síðan skrifa þau um hvern dag fyrir sig, hvað þau lærðu og hvernig þau eru komin nær markmiðum sínum. Einnig skrifa þau um undirbúning sinn heima á milli undirbúningshelganna og vikunnar á Úlfljótsvatni, til dæmis um gönguferðir sem þau fara í sjálf.

Undirbúningur Fyrsta undirbúningshelgin var í nóvember og gist var í skálanum Vífilsbúð. Þá hófst kennslan og farið var yfir hvernig átti að búa sig fyrir vetrarferð með tilliti til klæðaburðar og val á nesti. Skipulagt var hvaða búnaður væri þarfur ásamt því að krökkunum var gefið það verkefni að útvega sér búnað, þar á meðal tjald og eldunargræjur, því næstu helgi

var tjaldað úti í snjónum í Heiðmörk. Seinni helgin var í janúar og byrjaði hún á að Hjálparsveit Skáta Garðabæ keyrði öllum frá Jötunheimum upp í Heiðmörk. Þaðan var gengið fjóra kílómetra með allan búnað á bakinu. Valinn var huggulegur staður í skógi fyrir tjaldbúðir. Mokað var fyrir tjöldum og þeim slegið upp. Síðan var eldaður matur á prímusum og fljótlega skriðið ofan í svefnpoka. Morguninn eftir var býsna kaldur og fylgdu mikil átök því að troða sér í frosna skó. Það fyrsta á dagskránni var að elda sér eitthvað heitt og gott í mallakút. Svo var gengið heim á leið.

Úlfljótsvatn – írskir skátar bætast í hópinn Í febrúar var tekið á móti írsku skátunum og var næstu fimm dögum varið með þeim í Útilífsmiðstöð Skáta á Úlfljótsvatni. Þar starfar frábær hópur af fólki og er aðstaðan fyrsta flokks. Þar hélt lærdómurinn áfram og haldnir voru fyrirlestrar, þar á meðal um fyrstuhjálp, veðurfræði og jarðfræði Íslands, en að auki héldu krakkarnir sína eigin fyrirlestra og námskeið, þar á meðal yoga, kínversku og skaðsemi fíkniefna. Gerðar voru rötunaræfingar og fengu krakkarnir að prófa klifur og sig. Farið var í tvær gönguferðir að raforkuverum. Í fyrri ferðinni rigndi hraustlega með miklu hvassvirði. Fengu krakkarnir því að hlaupa uppi regnhlífar af bakpokum sínum, sem vildu bersýnilega fara sína eigin leið um íslenska náttúru. Eftir blauta gönguferð var litið við inn í Steingrímsstöð þar sem kjötsúpa var á

Guðbrandur Viktor Frímannson – Skagfirðingasveit – Hafþór Aron Tómasson – Skagfirðingasveit Myndir: Guðbrandur Viktor Guðbrandsson.


boðstólum. Hjálparsveitin Tintron kom og keyrði krökkunum aftur að Úlfljótsvatni.

Björgunarverkefni Nokkur björgunarverkefni rötu ðu í arma okkar. Það fyrsta kom á fyrsta kvöldi og reyndist mjög krefjandi. Tók það aðeins tvo björgunarsveitarmenn með samtals 15 ára reynslu að baki að leysa það. Við uppvaskið höfðu nokkrir drengir í sakleysi sínu látið disk ofan í pott, að þeim óvitandi að diskurinn smellpassaði svo vel ofan í hann að ekki var nokkur leið að ná honum úr aftur. Nú máttu hendur heldur betur standa fram úr ermum og leystum við þetta verkefni með glæsibrag. (Við þökkum Björgunarskóla Landsbjargar fyrir einstaklega góða þjálfun). Annað björgunarverkefni okkar kom eftir athöfn þar sem Íslendingarnir voru formlega teknir inn í Crean áskorunina. Við fengum öll skátaklúta merkta Crean, sem þjónaði hlutverki einkennismerkis verkefnisins. Fyrir athöfnina var veislumatur – hamborgarahryggur og súrmatur í forrétt. Írsku skátarnir tóku misvel í súra matinn, en öllum var gert að smakka hákarl og súra punga. Aðeins einn þurfti að bregða sér með hraði á salernið. Eftir þessa athöfn sögðu írsku skátaforingjarnir Landsbjargarfólkið vera orðin „one of the scouts“. Fljótlega eftir athöfnina bárust okkur fregnir um að breskt par hefði keyrt útaf og fest sig. Stokkið var í bílana – þrír björgunarsveitarmenn og tveir írskir skátaforingjar – og lagt af stað. Ekkert amaði að fólkinu og var bílinn ótjónaður. Tókst að koma honum aftur

á veg og hélt breska parið sína leið. Þá sögðum við Landsbjargarmenn skátaforingjunum að þeir væru nú orðnir „one of the search and rescue“.

Gengið yfir heiði Á fimmta degi var komið að stærstu áskorun verkefnisins: Að ganga frá Úlfljótsvatni yfir Hellisheiðina að skálunum Þrym, Kút og Bæli. Ferðin frestaðist um einn dag sökum veðurs. Leiðin er um 19 kílómetrar og var allur búnaður borinn á bakinu, fyrir utan svefnpoka og kvöldmat. Björgunarsveitin í Hafnafirði ásamt Hjálparsveitinni Tintron flutti þann búnað upp í skálana. Lagt var af stað klukkan 8 um morguninn og fengum við frábært veður. Sólin skein allan daginn og ekki var um neinn vind að tala. Þar á móti var færðin mjög þung og þeir reyndustu í hópnum, sem höfðu gengið þessa leið á hverju ári síðustu fimm ár, sögðust aldrei hafa lent í eins miklum snjó á leiðinni. Vaða þurfti yfir eina á, en hún var lítil í sér þann daginn og sluppu flestir yfir hana nokkuð þurrir. Nokkrir treystu skóbúnaði sínum ekki alveg og fengu því far yfir á hestbaki. Skjónarnir voru að sjálfsögðu skagfirskir, úr Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit. Gangan gekk ótrúlega vel fyrir sig, en þyngri og fullorðnari mönnum þótti sárt að sjá krakkana svífa fyrirhafnarlaust ofan á þunnu harðfenninu á meðan þeir sjálfir hlunkuðu sér í gegnum það í hverju skrefi. Krakkarnir stóðu sig einstaklega vel og ljóst var að undirbúningur síðustu mánaða skilaði sér. Þegar komið var í skálana var eldað og hvílt sig. Stemningin var þægileg, allir voru þreyttir en sáttir.

Seint um kvöldið glitti svo í norðurljós og ruku allir út til að sjá. Íslendingar eiga það til að gleyma hve mikilfengleg sjón þau eru, eða í það minnsta þangað til þeir sjá þau með augum aðkomufólks. Daginn eftir var gengið niður á veg og upp í rútu. Farið var í sund og slakað á – eða buslað um og leikið sér. Um kvöldið fengum við að nota aðstöðu skátafélags Skjöldunga fyrir kvöldverð og svo verðlaunaafhendingu. Fengu allir þátttakendurnir viðurkenningu fyrir að hafa klárað verkefnið. Einnig veittu írsku skátarnir medalíur fyrir þá sem höfðu unnið sér það inn með því að leggja sig alveg sérstaklega mikið fram. Að öllu því loknu hófu Írarnir fljótlega ferð sína heim.

Upplifun unglingadeildakrakkanna Okkur fannst allt verkefnið vera mjög skemmtilegt og skemmtileg reynsla en aðallega gangan og að kynnast fólkinu. Við héldum að gangan yrði mikið erfiðari og leiðinlegri en það kom í ljós að hún var bara mjög skemmtileg og tíminn leið fljótt. Við lærðum að nota áttavita, kort, route card (leiðarkort) og að lifa af í íslenskum vetri. Þetta mun gefa okkur meiri reynslu til að verða björgunarsveitafólk í framtíðinni og til að taka þátt í USAR sem er rústabjörgunarnámskeið. Það var mjög áhugavert að halda svona „logbækur“ og gaman að lesa þær eftir verkefnið. Við ætlum að kynna verkefnið fyrir unglingadeildunum okkar og dreifa þekkingu okkar með hinum krökkunum. Jónína Björg Halldórsdóttir – Unglingadeildin Logi Úlfar Hörður Sveinsson – Unglingadeildin Trölli

Hópurinn gekk frá Úlfljótsvatni og upp á Hellisheiði. Unglingamál

73


Meðal leiðbeinenda í verkefninu eru umsjónarmenn unglingadeilda SL.

www.sjoey.is

Upplifun umsjónarmannanna Crean áskorunin er að sönnu áskorun. Þau fá mikið af upplýsingum á skömmum tíma og dagskráin er stíf en þó skemmtileg. Gerðar eru miklar kröfur til þeirra og stundum eru verkefnin erfið. Þegar komið er upp á heiði þurfa þau að geta treyst á sig sjálf. Umsjónarmennirnir fylgjast með og grípa bara inn í ef einhver hætta er á ferð. Þetta er mikil upplifun fyrir alla, þar sem þetta er svo ólíkt hinu daglega amstri og farið er langt út fyrir þægindarammann. Til dæmis hafa fáir jafnaldrar krakkanna sofið í tjaldi um íslenskan vetur eða þurft að treysta á rötunarhæfileika sína uppi á heiði. Þau skipulögðu gönguferðirnar sjálf og gera sjálf sín eigin leiðarkort. Þau bera ábyrgð á sjálfum sér og taka út mikinn þroska. Þau sanna sig fyrir sjálfum sér og öðlast aukið sjálfstraust. Þetta skilar sér einstaklega vel fyrir krakka sem ætla sér að verða björgunarfólk í framtíðinni þar sem farið er yfir öll grunnatriði íslenskrar ferðamennsku. Að fá að koma og sinna hlutverki umsjónarmanns/leiðbeinenda eru einstök forréttindi. Gaman var að fá að starfa með skátum og fá að kynnast starfi þeirra. Það var einstaklega gaman að fá að fylgja krökkunum í gegnum þetta og sjá

Hópurinn allur við skálann á Hellisheiði. 74

Unglingamál

þau tækla þessa áskorun með glæsibrag. Ekki var hægt að sjá betur en að krakkarnir leystu öll verkefni með bros á vör og var gaman að sjá að þau höfðu gaman af. Félagskapurinn var skemmtilegur og frábær í alla staði sem er æðisleg viðbót í skemmtilegt verkefni. Í okkar huga er enginn vafi á því að allir sem koma að verkefninu ganga frá því sem öflugri einstaklingar, jafnt þátttakendur og leiðbeinendur. Við teljum okkur vera reynslunni ríkari og höfum sjálfir lært mikið. Við hvetjum alla krakka í unglingadeildum landsins að sækja um verkefnið sem og umsjónarmenn þeirra. Látið þessa ómetanlegu reynslu ekki framhjá ykkur fara! Við viljum þakka öllum þeim sem komu að vetraráskorun Crean kærlega fyrir. Sérstakar þakkir hljóta Hjálparsveitin Tintron, Björgunarsveit Hafnafjarðar, Hjálparsveit Skáta Garðabæ, Skátafélagið Vífill, Skátafélagið Skjöldungar, starfsfólk á Úlfljótsvatni, starfsfólk Steingrímsstöðvar og Ljósafossstöðvar og Neyðarlínan fyrir lán á talstöðvum Guðbrandur Viktor Frímannson – Skagfirðingasveit Hafþór Aron Tómasson – Skagfirðingasveit

www.lvf.is


100 % MERINO ULL

Mikið úrval

Hlýr og þægilegur ullarfatnaður sem hentar við allar aðstæður

Laugavegi 25 www.ullarkistan.is

Reykjavík s. 552-7499

Glerártorgi AKUREYRI s. 461-3006


Erindrekstur

til unglingadeilda

Hópeflispóstur á landsmóti sumarið 2015. Mynd:Sigurður Ó. Sigurðsson.

Unglingastarf Slysavarnafélagsins Landsbjargar er mikilvægur þáttur í starfi samtakanna. Í félaginu eru 54 unglingadeildir um land allt og í þeim starfa um það bil 950 unglingar og 180 umsjónarmenn sem sjá um starfið. Unglingastarfið er mikilvægur uppeldis- og forvarnarþáttur í starfi félagsins því þar er verið að þjálfa upp björgunar- og slysavarnafólk framtíðarinnar sem og að auka þekkingu ungs fólks á störfum björgunarsveita og slysavarnadeilda á landinu. Stjórn félagsins ákvað við gerð síðustu fjárhagsáætlunar að sett yrði fjármagn í það að starfsmaður unglingamála á skrifstofunni ásamt nefndarfólki úr nefnd um unglingamál færi í að heimsækja unglingadeildirnar heima í héraði. Lengi hefur verið beðið um slíkar heimsóknir og hafa ýmsar ástæður verið fyrir því að ekki hefur verið lagt í það verkefni fyrr. En nú er kominn tími á það og því spennandi tímar framundan. Markmiðið með heimsóknunum er fyrst og fremst að ná að hitta á allar virkar unglingadeildir, að starfsmaður kynnist unglingunum og starfi þeirra og kynna fyrir þeim almennt um félagið og skrifstofuna. En einnig er þörf á að leggja áherslu á samstarf á milli deilda og samvinnu milli deilda og skrifstofu. Hugmyndin er að kalla saman nokkrar unglingadeildir til þess að eyða saman einni kvöldstund með áherslu á hópefli og góða skemmtun. En af hverju hópefli á slíkri kvöldstund frekar en einfalda kynningu?

Styrkja þarf hópa í félagslegum samskiptum. 76

Unglingamál

Í markmiðunum var að kynnast hvert öðru og starfi hvers annars og einföld kynning verður frekar einhliða. En hópefli og hópeflisleikir eru mjög máttugt verkfæri í hópastarfi. Hópefli er oft notað til þess að styrkja hópa í félagslegum samskiptum og efla félagsfærni einstaklinga og er það á höndum umsjónarmanna að velja það hvernig starfinu er háttað en það þykir mjög mikilvægt að unglingastarfið sé uppbyggilegt félagsstarf, að öllum líði vel innan hópsins. Umsjónarmenn þurfa oft að vinna náið með hópnum sínum en það fer alveg eftir því hvernig þeir byggja upp fundina og ferðirnar hversu vel þeir kynnast einstaklingunum innan hópsins. Hópeflisleikir er ein leið til að kynnast vel og eru til margir flokkar leikja. Það má nefna leiki eins og nafnaleiki og ísbrjóta sem byrjun en þegar lengra er komið eru leikir eins og samvinnuleikir, traustsleikir, samskiptaleikir svo eitthvað sé nefnt. Allir leikir hafa einhvern tilgang og stundum er verið að vinna með hópinn allan og stundum með styrkleika og veikleika einstaklinga innan hópsins. Erindrekstur til unglingadeilda með þessu sniði getur skapað mjög góðan anda innan unglingastarfsins í víðu samhengi. Gott samstarf og glaðleg samskipti auka ánægju innan unglingastarfs félagsins í leik og starfi.

Allir leikir hafa einhvern tilgang, hér er t.a.m. ísbrjótur.

Helena Dögg Magnúsdóttir, Slysavarnafélagið Landsbjörg


Við erum virkur styrktaraðili Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Árið 1950 brotlenti flugvélin Geysir á Vatnajökli með 6 manna áhöfn innanborðs. Fjölmargir sjálfboðaliðar lögðu allt í sölurnar til að koma fólki til bjargar og var fyrsta björgunarsveitin stofnuð í kjölfar slyssins. Svíta Icelandair hótel Akureyri er tileinkuð björgunarafrekinu.

Icelandair hótel eru stoltur styrktaraðlili Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Á hverju Icelandair hóteli eru herbergi eða svíta tileinkuð björgunarafreki sem átt hefur sér stað í landshluta hvers hótels og rennur fast hlutfall af verði gistinætur til Landsbjargar.

REYKJAVÍK NATURA

REYKJAVÍK MARINA

FLÚÐIR

VÍK

KLAUSTUR

HÉRAÐ

AKUREYRI

HAMAR


stuðlað sé að heilbrigðu, uppbyggjandi og vönduðu starfi með börnum og unglingum.

Verndum þau

Æskulýðsvettvangurinn hefur frá árinu 2010 staðið fyrir námskeiðinu Verndum þau. Námskeiðið er byggt á efni bókarinnar Verndum þau, og fjallar um hvernig bregðast eigi við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og unglingum. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem starfa með börnum og unglingum hjá sveitarfélögum, íþróttafélögum, æskulýðsfélögum og öðrum þeim sem áhuga hafa. ÆV gerir kröfu um að allir starfsmenn og sjálfboðaliðar innan ÆV sæki námskeiðið.

Fagráð í meðferð kynferðisbrota

Stjórn ÆV, frá vinstri Tómas Torfason, Gunnar Stefánsson, Auður Þorsteinsdóttir og Hermann Sigurðsson.

Æskulýðsvettvangurinn – Hvað er það? Slysavarnafélagið Landsbjörg er virkur þátttakandi í Æskulýðsvettvanginum (ÆV), en það er samstarfsvettvangur félagsins, Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta og KFUM og KFUK á Íslandi. Æskulýðsvettvangurinn var stofnaður árið 2007 en formleg stofnun fór fram sumarið 2012. Hér á eftir fer útdráttur úr skýrslu ÆV fyrir árið 2015 til kynningar á starfinu. Markmið og tilgangur ÆV er að stuðla að samræðu og samstarfi aðildarfélaganna á sviði leiðtogaþjálfunar, fræðslumála, útbreiðslu og kynningar og á öðrum sviðum eftir því sem þurfa þykir. Þessum markmiðum hyggst ÆV ná með því að standa fyrir námskeiðum, ráðstefnum og öðrum sameiginlegum verkefnum sem lúta að hagsmunum bara og ungmenna.

Stefnuyfirlýsing ÆV Æskulýðsvettvangurinn (ÆV) telur mjög mikilvægt að öllum líði vel í leik og starfi innan ÆV og 78

Unglingamál

að sá grundvallarréttur, að fá að vera óáreittur, sé virtur. ÆV leggur áherslu á að stuðla að jákvæðum samskiptum þar sem hver og einn sé ábyrgur fyrir orðum sínum og gjörðum. Starfsfólk og sjálfboðaliðar eiga þannig að gæta vandvirkni og samvikusemi og koma fram af umhyggju, heiðarleika og virðingu gagnvart öllum þeim sem starfað er með og fyrir. ÆV leggur einnig ríka áherslu á að starfsfólk og sjálfboðaliðar séu fyrirmyndir þátttakenda og sýni góða hegðun og gott fordæmi, jafnt í starfi sem utan þess. Jafnframt telur ÆV mikilvægt að

Um árslok ársins 2012 voru mótaðar og samþykktar Starfsreglur um meðferð kynferðisbrota. Reglurnar voru mótaðar af sérstöku fagráði sem hefur það hlutverk að vinna með og leysa mál er tengjast kynferðisbrotum. Á árinu 2015 var haldið áfram að kynna og innleiða nýjan bækling um fagráð ÆV sem og ferli tilkynninga um ofbeldi gegn börnum og ungmennum hjá aðildarfélögum ÆV. Upplýsingar um fagráð og ferli tilkynninga um ofbeldi gegn börnum og ungmennum er eitt af þeim verkefnum sem stöðugt þarf að minna á og halda á lofti.


Átak gegn einelti Sumarið 2012 hóf ÆV vinnu við gerð og útgáfu á Aðgerðaáætlun ÆV gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun. Samhliða útgáfu áætlunarinnar var eineltisveggspjald gefið út. Á árinu 2015 var haldið áfram að kynna og innleiða aðgerðaáætlunina gegn einelti hjá aðildarfélögum ÆV.

Öll börn eiga rétt á að vera glöð.

Ráðgjafahópur í meðferð eineltismála Í tengslum við aðgerðaáætlun ÆV gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun var ráðgjafahópur í meðferð eineltismála stofnaður. Tilgangur og markmið hópsins er að vera aðildarfélögum ÆV innan handar og til ráðgjafar um erfið eineltismál sem upp kunna að koma. Eineltismál er hægt að tilkynna til ráðgjafahópsins svo fremi sem ekki hafi tekist, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að leiða málið til lausnar á heimavelli félagsins.

Kompás Aðildarfélög ÆV hafa nýtt bókina Kompás í starfi sínu frá árinu 2010. Kompás er handbók í mannréttindafræðslu ætluð þeim sem starfa í skólum eða með börnum og unglingum á vettvangi félags-, æskulýðs- og tómstundastarfs. Bókin nýtist bæði fagfólki, forustufólki í félagsstarfi og sjálfboðaliðum. Í bókinni er að finna hugmyndir og verkefni sem byggð eru upp á leikjum og leikjafræði. Bókin tryggir þannig að efnið sé áhugavert, skemmtilegt og veki þátttakendur til umhugsunar um mannréttindi og mismunandi aðstæður fólks. Litli-kompás er jafnframt handbók um mannréttindamenntun fyrir börn sem nýtist öllum þeim sem vinna með börnum. Í handbókinni er fjallað um lykilhugtök á sviði mannréttinda og réttinda barna.

Komdu þínu á framfæri Í júlímánuði 2013 hlaut ÆV styrk frá Evrópu unga fólksins (EUF) til þess að framkvæma viðamikið lýðræðisverkefni undir nafninu Fundir ungs fólks og þeirra sem bera ábyrgð á æskulýðsmálum sem síðar breyttist í heitið Komdu þínu á framfæri. Verkefnið var jafnframt styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Verkefnið stóð frá haustmánuðum 2014 til marsmánaðar 2015. Markmið og tilgangur verkefnisins var að skapa umræðuvettvang fyrir ungmenni þar sem þau gátu látið í sér heyra og komið skoðunum sínum á framfæri við þá sem bera ábyrgð á æskulýðsmálum, menntun, listum og menningu og samfélaginu í heild í þeirra heimabyggð. Að auki var það mark-

Ekkert réttlætir einelti. Við erum öll einstök á okkar hátt.

Baktal, hvísl, glott og augngotur eru meðal birtingarmynda eineltis.

Enginn er eyland. Án þín er ég ekkert og án mín ert þú ekkert. Saman erum við allt!

Efni veggspjaldsins er fengið að láni úr bókinni EKKI MEIR eftir Kolbrúnu Baldursdóttur.

mið verkefnisins að efla frumkvæði ungs fólks. Frumkvæði í því að þora að láta skoðanir sínar í ljós á málefnum sem það varðar. Einnig var það markmið verkefnisins að auka þátttöku ungs fólks í samfélaginu.

Sakavottorð Öll aðildarfélög ÆV gera þá kröfu til sinna sjálfboðaliða og starfsmanna sem vinna með börnum og ungmennum, að þeir skili inn samþykkt fyrir því að þeirra aðildarfélag hafi heimild til að sækja upplýsingar úr sakaskrá. Heimildin veitir aðildarfélaginu rétt til að sækja gögn úr sakaskrá vegna ofbeldisbrota (3-5 ár aftur í tímann), vegna ávanaog fíkniefnabrota (3-5 ár aftur í tímann) og vegna kynferðisbrota (engin tímamörk). Skila þarf samþykkt fyrir þessum atriðum árlega.

Stjórn og stjórnarfundir ÆV Stjórn ÆV er skipuð framkvæmdastjórum aðildarfélaganna. Í stjórn ÆV fyrir árið 2015 sátu Auður Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands, Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi, Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, og Gunnar Stefánsson, skrifstofustjóri Slysavarna-

félagsins Landsbjargar. Auður tók við sæti Sæmundar Runólfssonar, en hann lét af störfum sem framkvæmdastjóri UMFÍ í sumar. Einn starfsmaður er hjá ÆV og sinnir hann fræðslumálum, kynningarmálum og samskiptum auk tilfallandi verkefna.

Vinnuhópur Hlutverk vinnuhóps ÆV er að vera verkefnastjóra ÆV til stuðnings. Í vinnuhópi Æskulýðsvettvangsins sitja Ragnheiður Sigurðardóttir (UMFÍ), Guðrún Hrönn Jónsdóttir (KFUM og KFUK), Helena Dögg Magnúsdóttir (SL), Dagbjört Brynjarsdóttir (BÍS) og Ásta Sigvaldadóttir (ÆV). Innan vébanda ÆV er stærsti hluti barna og ungmenna í landinu á aldrinum 6 til 25 ára. Þar eru starfandi fjölmörg félög í þéttbýli og dreifbýli um allt land, sem hafa innan sinna raða þúsundir sjálfboðaliða sem leggja á sig ómælda vinnu til hagsbóta fyrir samfélagið. ÆV leggur mikinn metnað í starfið hjá sér svo að æska og ungmenni landsins geti blómstrað og notið sín í íþrótta- og æskulýðsstarfi hvar sem er á landinu. Sjá nánar á www.aeskulydsvettvangurinn.is Unglingamál

79


Heimurinn sækir Ísland heim sumarið 2017 Stærsta skátamót Íslandssögunnar verður haldið á næsta ári þegar 5.000 skátar frá öllum heimshornum taka þátt í hinu alþjóðlega skátamóti World Scout Moot. Mótið er fyrir þátttakendur á aldrinum 18- 25 ára og það sem haldið verður hérlendis er það 15. í röðinni. Mótið er að uppbyggingu svipað og hið fjölsótta Roverway mót sem haldið var hér árið 2009. Mótssetning verður í Reykjavík en svo skiptast þátttakendur upp í tíu tjaldbúðir víðs vegar um landið og verða þar í fjóra daga við margvísleg verkefni. Eftir það sameinast allir hóparnir á Úlfljótsvatni og verða þar í fjóra daga.

Sjálfboðaliðar í starfsmannabúðir Íslendingar njóta þess að fá ævintýrið heimsent, bæði almennir þátttakendur sem og eldri skátar sem beðnir eru um að leggja mótinu lið. Kallað er eftir sjálfboðaliðum í starfsmannabúðir og þar er gert ráð fyrir ekki síðri stemningu en meðal almennra þátttakenda. Allir fullþroska og gleðibærir félagar björgunarsveita eru beðnir um að taka frá dagana 25. júlí – 2. ágúst árið 2017. Í starfsmannabúðir komast þeir sem eru fæddir 1. ágúst 1991 eða fyrr. Mót af þessari stærðargráðu kallar á mikinn undirbúning og mikinn fjölda starfsmanna, bæði íslenskra og erlendra. „Okkar takmark er að ná í 600 íslenska starfsmenn heilu ári fyrir mótið,“ segir Björn Hilm-

80

Félagsmál

arsson, sem er í mannauðsnefnd Moot. Mannauðshópurinn er fyrirhyggjusamur og hefur ákveðið að fyrsti stóri starfsmannafundurinn fyrir World Scout Moot verði haldinn á Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni árið 2016. „Við ætlum í framhaldi af honum að fjölmenna á hátíðarvarðeld mótsins,“ segir Björn. „Enn er auðvitað töluverður tími fram að mótinu 2017, en við viljum strax kveikja á þeirri hugmynd hjá öllum að taka frá tíma fyrir mótið. Staðan er auðvitað einföld, við þurfum alla eldri skáta, skátahópa, björgunarsveitamenn til að taka þátt og því erum við búin að opna fyrir skráninguna.“

Öflugur hópur við stjórnvölinn Öflugur hópur leiðir undirbúninginn, mótsstjórn og lykilfólk í starfshópum. Hrönn Pétursdóttir, mótsstjóri, gerir ráð fyrir góðri þátttöku íslenskra skáta og jafnframt þátttöku sjálfboðaliða í hin ýmsu störf til að láta mótið verða að veruleika. Hópurinn verður stækkaður jafnt og þétt er nær dregur en gert er ráð fyrir að 700-1.000 sjálfboðaliða, bæði innlenda og erlenda, þurfi til að

Jón Ingvar Bragason, framkvæmdastjóri World Scout Moot 2017

tryggja framkvæmd mótsins. Hvetur hún áhugasama til að hafa samband við Skátamiðstöðina. „Ég vona að við fáum alla íslenska skáta eldri en 26 ára, bæði þá sem nú eru starfandi en líka þá sem eru hættir virku starfi, til að leggja okkur lið í vinnubúðum eða með öðrum hætti,“ segir Hrönn.

Frá Snæfellsnesi til Skaftafells Mótið verður haldið á Úlfljótsvatni hluta tímans og þar hafa staðið yfir framkvæmdir til að geta tekið á móti svo miklum fjölda. Tjaldsvæði hafa verið stækkuð og hreinlætisaðstaða stórbætt. Fyrstu dagar mótsins verða þó með skipulagðri dagskrá út frá 10-12 stöðum víða um Ísland og þar meðtalið samfélagsverkefni af margvíslegum toga. „Við munum sennilega nota svæðið frá Snæfellsnesi til Skaftafells undir ferðadagskrána, sem og Akureyri,“ segir Hrönn. Skipulag er að því leyti svipað og þegar Ísland hélt stórskátamótið RoverWay fyrir fimm árum síðan. Þar fékkst mikilsverð reynsla sem kemur að miklu gagni núna.

WSM2017 í hnotskurn • Mótið heitir World Scout Moot og verður haldið á Íslandi 25. júlí-2. ágúst 2017. • Búist er við 5.000 þátttakendum á aldrinum 1825 ára frá 100 löndum. • Mótið verður haldið víða um Ísland hluta mótstímans og seinni hluta tímans á Úlfljótsvatni, þar sem undirbúningur er þegar hafinn.



KÆLISMIÐJAN FROST EHF.

Ferskt eða frosið - alla leið!

Alhliða þjónusta og heildarlausnir, hönnun og uppsetning smárra jafnt sem stórra kæli- og frystikerfa. Frysti- og kæligeymslur, kæli- og frystiklefar, frysti-, kæli- og eldvarnahurðir, veggeiningar, kæli- og frystiklefar, frystipressur, kælivélasamstæður, tölvukælar, kælimiðilsdælur, lausfrystar, lokar og stjórnbúnaður, brauðunar- og fullvinnslulínur, plötufrystar, sjálfvirkir láréttir plötufrystar, eimsvalar, mjólkurtankar, loftþurrkarar, RSW kerfi, varahlutir og margt fleira...

Kælismiðjan Frost ehf. Fjölnisgata 4b, 603 Akureyri Sími +354 464 9400 Fax +354 464 9401

Kælismiðjan Frost ehf. Lyngás 20, 210 Garðabæ Sími +354 464 9400 Fax +354 464 9402

frost@frost.is www.frost.is

Samstarfsaðilar: PF Frost, Færeyjum


Formannafundur

á Egilsstöðum 16. apríl

Stefnan mótuð. Frá fulltrúaráðsfundi í Reykjavík 2015.

Að venju er haldinn fundur með formönnum slysavarna- og björgunareininga það vor sem ekki er haldið landsþing. Formannafundur hefur tilvísun í 15. gr. laga félagsins, fundurinn hefur ekki ákvörðunarvald sem slíkt, en er hins vegar afar mikilvægur þar sem leiðtogar félagsins hittast, taka snúning á málefnum sem snerta félagið og móta skrefin inn í framtíðina. Heimild er fyrir því í lögum að halda formannafundum aðgreindum eftir starfsvettvangi eininga. Sem fyrr er boðað til sameiginlegs fundar laugardaginn 16. apríl nk. á Egilsstöðum.

Venjan hefur verið að flestir fulltrúar mæti á fundarstað á föstudag eða föstudagskvöld og þá gefist gott tækifæri til að hitta félaga og vini úr öðrum einingum. Á föstudagskvöld verður óhefðbundin dagskrá þar sem fenginn verður gestafyrirlesari sem kemur með kraftmikið og áhugavert innlegg sem brýnir og hvetur leiðtoga félagsins til dáða. Að því loknu taka við líflegar, mikilvægar og óformlegar umræður í þægilegu umhverfi. Formlegur fundur hefst síðan kl. 9.00 á laugadag í Menntaskólanum og stendur fram eftir degi, þó ekki lengur en svo að flugfarþegar eiga að ná síðustu vél frá Egilsstöðum. Mörg mál þarf að ræða og taka fyrir, bæði sameiginleg mál fyrir allt félagið sem og mál sem snerta slysavarnadeildir sérstaklega og önnur sem liggja nær björgunarsveitum. Hjá björgunarsveitum verða m.a. kynntar tillögur um breytingar á merkingum ökutækja, þar sem markmiðið er að auka sýnileika þeirra. Í bílamerkingum felst helsta breytingin í samræmingu

Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Félagsmál

83


Smári segir að þótt formannafundir hafi ekki formlegt ákvörðunarvald séu þeir eigi að síður afar mikilvægir. Þar hittist leiðtogar félagsins, taka snúning á málefnum sem snerta félagið og móta skrefin inn í framtíðina. viðbragðsaðila um litasamsetningar á „Battenburg“ merkingum. Þá verður einnig lögð fram tillaga/ hugmynd um merkingar vélsleða með aukinn sýnileika að leiðarljósi. Tilhneiging hefur verið í þá átt að minnka og milda merkingar vélsleða síðustu ár. Það dettur engum í hug að veita einhvern afslátt af merkingum björgunarbifreiða félagsins og hví skildi það vera uppi á pallborðinu að draga úr sýnileika annarra björgunartækja?

Reiknað er með að þingkjörin nefnd um skiptingu fjármagns komi með innlegg í umræðuna um þróun á skiptakerfinu fyrir björgunarsveitir með tilvísun í samþykkt fulltrúaráðsfundar í nóvember sl. Þar var velt vöngum yfir stöðu kerfisins og hvort gera megi gott kerfi betra. Fulltrúaráðsfundurinn samþykkti að beina því til nefndarinnar að velta upp fleiri möguleikum varðandi áherslur og vægi þátta í skiptingunni. Við leiðtoga slysavarnadeilda verður tekin umræða

um slysavarnaverkefni, bæði þau sem vísað er til í nýsamþykktu úthlutunarkerfi þar sem tilgreind eru slysavarnaverkefni sem félagið leggur áherslu á sem og þau slysavarnaverkefni sem einingar leggja til hver í sínu umhverfi. Auk þess þarf að taka samtal um þróun og framvindu Kvennaþings, slysavarnasmiðjur og ekki síst slysavarnaráðstefnuna svo fátt eitt sé talið. Sameiginlega verður farið yfir niðurstöður stefnumótunarinnar sem verið hefur í vinnslu undanfarin misseri. Auk þess verður farið rækilega yfir þær hugmyndir sem liggja fyrir um hugsanlega þátttöku SL í risastóru verkefni með bandarískri sjónvarpsstöð sem stefnir á heimildamyndagerð um félagið. Mikill áhugi erlendra aðila á þáttagerð um Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur komið skemmtilega á óvart. Heilmikil samskipti hafa verið í gangi undanfarin misseri og niðurstaðan var að velja úr einn aðila sem síðan gefur sér þrjá mánuði til að gera könnun á verkefninu. Þar með talið að fjármagna og skoða sölumöguleika á efninu. Ef jákvæð niðurstaða fæst að loknu þessu skoðunartímabili er næsta skref að ganga til samninga. Mikilvægast í því ferli (ef félagið kýs að stíga skrefinu lengra) er auðvitað að tryggja alla hagsmuni félagsins í hvívetna. En ljóst er að ákveðin grunnatriði verða sett sem skilyrði af hálfu verkkaupa, sem er að félagið eða einingar þess gangi ekki til samninga um heimildamyndagerð við aðra sambærilega aðila á meðan samningur er í gildi. Allt um þetta og miklu meira á formannafundinum á Egilsstöðum 16. apríl nk.

Allur helsti björgunarbúnaður til sjós og lands... ...Hafðu samband við sölumenn okkar og fáðu allar upplýsingar Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður

84

Félagsmál

www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is


PIPAR\TBWA - SÍA - 154967

SAMSTARF TIL GÓÐRA VERKA Olís er einn af aðalstyrktaraðilum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og styrkir samtökin bæði með fjárframlögum og veglegum afslætti af eldsneyti og öðrum vörum. Við erum stolt af samstarfinu og þessum stuðningi við frábært starf björgunarsveitanna, sem unnið er af fórnfýsi, landsmönnum til heilla. Samkvæmt samstarfssamningi njóta einnig öll aðildarfélög samtakanna sérkjara hjá Olís, en upplýsingar um þau kjör má fá í síma 515 1100. Þá geta allir meðlimir björgunar- og hjálparsveita innan samtakanna jafnframt fengið sérkjör á eldsneyti og öðrum vörum hjá Olís ef sótt er um á: www.olis.is/vidskiptakort/landsbjorg


Félagar í HSG sem gengu hluta af síðasta leggnum, ýmist frá Fljótum á Siglufjörð eða á móti göngumönnum upp Hólsdal.

Gengið til góðra strauma 86

Félagsmál

Rakel Ósk Snorradóttir


Rakel og Atlas í kaffipásu á Sprengisandi.

Skógar - Siglufjörður Gengið til góðra strauma 6.-25. júlí 2015 gengu félagar úr Hjálparsveit skáta í Garðabæ þvert yfir landið til styrktar tveimur félögum úr sveitinni sem höfðu greinst með krabbamein árið áður, þau Eddu Björk Gunnarsdóttur og Eyþór Fannberg. Markmiðið var að reyna að létta undir með þeim fjárhagslega, en eins og allir vita er það kostnaðarsamt að veikjast. Farin var sú leið að safna pening fyrir þau með því að ganga þvert yfir landið, enda fannst skipuleggjendum það endurspegla persónuleika þeirra hvað best. En þegar kom að því að taka verkefni fyrir sveitina fóru þessir tveir félagar „alla leið“ í þeim efnum og hafa þau verið meðal burðarstólpa sveitarinnar í mörg ár og ásamt öðrum félögum sveitarinnar, unnið mjög óeigingjarnt starf fyrir sveitina með það að leiðarljósi að geta hjálpað öðrum. Í gegnum tíðina hefur HSG verið ákaflega samheldin sveit og því voru undirtektir fyrir gönguna mjög góðar meðal félaga sveitarinnar og komu margir að göngunni á einn eða annan hátt. Þar sem við renndum blint í sjóinn með hvað við myndum safna miklu, þá ákváðum við að nefna verkefnið „Gengið til góðra strauma“ en við myndum þannig sýna þeim það í verki hversu kær þau eru okkur. Leiðin sem varð fyrir valinu lá frá Skógum til Félagsmál Eiríkur skoðar kortin á Hákambaleiðinni.

87


Eiríkur, Móa og Atlas leggja í hann á Sprengisand.

Rakel og Edda Björk á Botnaleiðinni. Rakel fékk afhentan kærleiksbangsa frá EB.

Siglufjarðar og var henni skipt upp í nokkra leggi, svo að sem flestir sveitarmeðlimir gætu tekið þátt, en einn félagi í sveitinni gekk alla leggina. Alls tók gangan 19 daga eða 17 göngudaga, oft voru göngumenn vel á undan áætlun en þá var sá tími nýttur í að njóta og hvíla sig. Þeir leggir sem voru gengnir 88

Félagsmál


Við skála FÍ, Hvanngil.

voru: Fimmvörðuháls, Laugavegurinn, Landmannalaugar - Laugafell, Laugafell - Hólar, Hólar - Fljót og Fljót - Siglufjörður. Vistir voru svo sendar í Landmannalaugar, Ábæ í Skagafirði og Hóla og þá var einnig skipt út mannskap. Flestallar nætur var gist í tjöldum en alls fimm Félagsmál

89


Atlas í Kolbeinsdal. nætur í fjallaskálum eða neyðarskýlum. Yfir heildina litið voru göngugarparnir ákaflega heppnir með veður þó einstaka daga hafi rignt eldi og brennisteini eða verið mjög stífur mótvindur með tilheyrandi sandstormi. Þar sem veturinn hafði verið mjög harður var sumarið seinna á ferðinni en vant var og

lentu göngumenn nokkrum sinnum í farartálma, en ár voru t.a.m. í miklum vöxtum og þegar gengið var á Tröllaskaga var óvenju mikill snjór á leiðunum m.v. árstíma. Blessunarlega gekk þó allt vel og voru bæði hundar og menn upp til hópa heppnir með veður og færð á meðan göngunni stóð.

Það voru ekki eingöngu menn sem tóku þátt í göngunni heldur fylgdu tveir hundar göngumönnum eftir á stórum kafla leiðarinnar en okkur þótti það táknrænt þar sem Eyþór Fannberg, sem lést fyrr um árið eftir erfiða baráttu við veikindin, var fyrrum formaður hundaflokksins í sveitinni okkar. Síðasta legg leiðarinnar eða frá Ketilási í Fljótum til Siglufjarðar (Botnaleiðin), bættust fleiri göngumenn í hópinn, m.a. Edda Björk sjálf, sem hafði það að markmiði yfir sumarið að geta tekið þátt síðasta daginn. Eins gekk stór hópur HSG-inga á móti þeim, upp Hólsdal í Siglufirði þar til við mættumst. Þegar hópurinn náði til Siglufjarðar 25. júlí var fagnað með köku, skellt sér í sund og haldin grillveisla um kvöldið. Verkefnið var okkur HSG-ingum ákaflega hugleikið og við viljum koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem styrktu verkefnið, komu að því eða sendu okkur kveðjur og góða strauma meðan á því stóð.

Berglind Ösp á Fimmvörðuhálsi. 90

Félagsmál


FUJI FINEST 1.1 C Styttri stöng og grennri handföng eru grunnbreytingar á reiðjólum, sem hönnuð eru fyrir konur.

Þessi aðlagaða rúmfræði gerir hjólið skilvirkara og þægilegra fyrir flestar konur, sem oft hafa lengri fætur, styttri búk og grennri axlir en karlar.

GÆÐAHJÓL Á GÆÐAVERÐI

Hvellur - G. Tómasson ehf. • Smiðjuvegi 30 200 Kópavogi • Sími 577 6400 hvellur@hvellur.com • hvellur.com


Slysavarnaskóli sjómanna Upphafið Íslenskir sjómenn færðu miklar fórnir áður fyrr á árum við störf sín til sjós. Skipstapar voru tíðir og margir fórust við störf sín. Það má segja að mikil straumhvörf hafi orðið þegar gúmmíbjörgunarbáturinn kom fyrst til sögunnar við björgun sex skipverja af Veigu VE 291 sem fórst 12. apríl 1952, en tveir skipverjar fórust í því slysi. Tæpu ári síðar björguðust fjórir íslenskir sjómenn með tilkomu gúmmíbjörgunarbáts þegar Guðrún VE 163 fórst 23. febrúar 1953 en fimm skipverjar fórust í því slysi. Það var þó ekki fyrr en 1957 að Alþingi samþykkti lög um að öll íslensk skip skyldu hafa gúmmíbjörgunarbáta fyrir alla áhöfnina. Þrátt fyrir að gúmmíbjörgunarbátar væru komnir í íslensk skip fórust íslenskir sjómenn þannig að meira þurfti að koma til. Í tíð Matthíasar Bjarnasonar sem samgöngumálaráðherra setti hann á laggirnar þingmannanefnd árið 1984 til að koma með tillögu um bætt öryggi fyrir sjómenn, en á árunum áður höfðu tíð sjóslys sett mark sitt á þjóðfélagið. Í nefndina skipaði hann Pétur Sigurðsson (gjarnan kallaður Pétur sjómaður) formann, en auk hans voru þingmennirnir Árni Johnsen, Guðrún Agnarsdóttir, Karvel Pálmason, Kolbrún Jónsdóttir, Ólafur Þ. Þórðarson, Stefán Guðmundsson, Svavar Gestsson og Valdimar Indriðason skipuð í nefndina. Nefndin skilaði árið 1984 17 tillögum að umbótum í öryggismálum sjómanna, en þriðja tillagan fjallaði um öryggisfræðslu fyrir sjómenn. Þar sagði að „þegar á þessum vetri verði komið á fót námskeiðum sem haldin verði í helstu verstöðvum landsins. Að því skuli stefnt að 92

Félagsmál

30 ára

viðurkenning frá slíkum námskeiðum verði skylda til að fá lögskráningu á skip. Þar verði kenndar öryggis-, bruna- og slysavarnir, reykköfun auk notkunar björgunarbúnaðar og almenn sjómennska. Sérhæfð námskeið, fyrir áhafnir verslunar- og farþegaskipa, verði haldin í Reykjavík.“ Það ár fórust 16 íslenskir sjómenn við störf sín á hafi úti. Haldin var í september þetta ár öryggismálaráðstefna í Reykjavík og var þar Slysavarnafélagi Íslands falið að setja á laggirnar öryggisfræðslu fyrir sjómenn í anda tillagna þingmannanefndarinnar. Leitaði félagið eftir samstarfi við Nemendur skólans æfa réttu handtökin við raunverulegar aðstæður.

Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysvarnaskóla sjómanna

Landssamband slökkviliðsmanna og samtök sjómanna um stofnun Slysavarnaskóla sjómanna og réð til verksins Þorvald Axelsson sem starfað hafði sem stýrimaður og skipherra hjá Landhelgisgæslu Íslands. Eftir mikinn undirbúning hófst starfsemi skólans í maí 1985. Haldinn var kynningarfundur fyrir sjómenn í Grindavík 26. maí og þremur dögum síðar var fyrsta námskeiðið fyrir sjómenn haldið í húsi Slysavarnafélags Íslands að Grandagarði 14. Hefur sá dagur verið talinn stofndagur skólans. Á fyrsta námskeiðið mættu 20 sjómenn af 18 skipum og komu leiðbeinendur námskeiðsins frá Siglinga-


Góðir kostir fyrir björgunarsveitir LC150 AT44

HILUX AT38

Yamaha Wolverine-R er fjölhæfur 4X4 bíll sem lætur vel að stjórn, er þægilegur og öruggur í notkun.

HILUX AT44

Sidewinder M-TX SE 162 árgerð 2017 er tímamóta vélsleði frá Yamaha með turbo-mótor frá verksmiðju sem kemur þér í nýjar hæðir!

SPRINTER AT46

Yamaha býður gott úrval utanborðsmótora fyrir stóra sem smáa báta. Þeir eru þekktir fyrir áreiðanleika og gott verð, eru hljóðlátir og hlaðnir bestu fáanlegu Yamaha tækni.

Höfum þjónað íslenskum björgunarsveitum í 25 ár Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 | www.arctictrucks.is | www.yamaha.is


VA K TSTÖÐ SIGLING A fjarskipti og öryggisvöktun á sjó

Útgerðarmenn · Sjómenn · Aðstandendur sjófarenda Nýtið ykkur þjónustu Vaktstöðvar siglinga sími

fax

netfang

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar

545 2100

545 2001

sar@lhg.is

Strandarstöðvar Reykjavík radíó Nes radíó Hornafjörður Radíó Vestmannaeyjar radíó Ísafjörður radíó Hornafjörður radíó

551 1030

562 9043

reyrad@lhg.is.

TFA TFM TFT TFV TFZ TFX

Upplýsingar um skip og báta

552 3440

Sjálfvirk tilkynningaskylda Með stofnun Vaktstöðvar siglinga sameinuðust lykilaðilar vegna leitar og björgunar á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Vaktstöð siglinga veitir öryggisþjónustu við sjófarendur. Helstu verkefnin eru vöktun og stjórnun neyðarsamskipta, vöktun sjálfvirkra tilkynningakerfa á sjó, almenn talfjarskipti við skip og báta og boðun sjóbjörgunarsveita, auk verkefna stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar.

Útkallssími 511 3333

Samgöngustofa

Skógarhlíð 14 105 Reykjavík www.vaktstod.is www.lhg.is


málastofnun ríkisins, Landhelgisgæslunni, Landssambandi slökkviliðsmanna og Slysavarnafélagi Íslands. Ljóst var strax frá byrjun að skólinn þyrfti að fá fastan samastað og því fóru forvígismenn Slysavarnafélagsins þegar á stúfana í leit að aðstöðu fyrir skólann. Árni Johnsen þingmaður hafði lagt það til í Öryggismálanefnd sjómanna að Slysavarnafélagið fengi varðskipið Þór til afnota fyrir starfsemi skólans, en skipið var þá komið úr notkun Landhelgisgæslunnar sökum vélabilunar. Úr varð að Haraldur Henrýsson, forseti félagsins, fór ásamt Hannesi Hafstein framkvæmdastjóra og Árna Johnsen á fund Alberts Guðmundssonar fjármálaráðherra. Seldi Albert þeim skipið að lokum fyrir 1.000 kr. til nota fyrir starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna. Var skipið borgað út í hönd eins og Albert Guðmundsson lýsti í blaðaviðtali. Það var svo á árinu 1986 að nafni skipsins var breytt í Sæbjörg og námskeiðahald hófst þar um borð eftir að gerðar höfðu verið breytingar á innviðum þess til að koma fyrir kennslustofu og kennsluaðstöðu. Nemendur fyrsta starfsár skólans urðu 186 en strax næsta ár rúmlega þrefaldaðist þátttökufjöldinn.

Skólaskip Sú ákvörðun forvígismanna félagsins að koma Slysavarnaskólanum fyrir í skipi átti eftir að sýna sig að hafa verið afar skynsamleg ákvörðun. Með því móti gafst kostur á að koma með fræðsluna til sjómanna á landsbyggðinni. Með því móti tókst að fá mun fleiri sjómenn til að sækja námskeið um öryggismál enda var það valkvætt hvort sjómenn sæktu námskeið eður ei. Fljótlega hóf skólaskipið Sæbjörg að sigla umhverfis landið til námskeiðahalds. Má segja að hátíðarstemning hafi ríkt á viðkomuhöfnum skipsins enda sjómönnum og aðstandendum þeirra kærkomið að sjá breytingar í að auka öryggi sjómanna. Skólinn fékk til liðs við sig kvennadeildir Slysavarnafélagsins sem og björgunarsveitir. Má segja að máttur kvenna hafi átt einn stærstan þátt í hversu vel gekk að koma sjómönnum til námskeiða á upphafsárum Slysavarnaskóla sjómanna. Sífellt bættust fleiri hafnir á viðkomulista skólaskipsins en ljóst þótti að ekki yrði unnt að halda þessu skipi úti í mörg ár þar sem það var komið vel til ára sinna. Erfiðara gekk orðið að fá varahluti í vélbúnað skipsins og því var farið á stúfana árið 1992 að svipast um eftir nýju skipi til að leysa eldra skipið af hólmi. Eftir að mörg skip höfðu verið skoðuð varð það niðurstaða að Ríkisstjórn Íslands, fyrir tilstilli Halldórs Blöndal samgönguráðherra, ákvað að færa félaginu ferjuna Akraborg árið 1998 að gjöf til nota fyrir Slysavarnaskóla sjómanna þegar hlutverki hennar lyki sem ferju í júlí þ.á. við opnun Hvalfjarðarganga. Var skipið afhent félaginu við hátíðlega athöfn á Akranesi 10. júlí og var það þá nefnt Sæbjörg eftir forvera sínum. Eftir umfangsmiklar breytingar á skipinu sem fram fóru hjá Slippstöðinni á Akureyri hófst starfsemi Slysavarnaskólans um borð í skipinu þann 6. október sama ár. Eldra skipið var selt innanlands í desember það ár. Auk þess að sigla á innanlandshafnir hefur Sæbjörgin einnig farið tvær

Mikið og gott samstarf er milli Slysavarnaskóla sjómanna og Landhelgisgæslu Íslands. Þyrlurnar taka reglulega þátt í æfingum skólans. ferðir til Færeyja vegna kurteisisheimsóknar og við þátttöku í björgunaræfingu þar.

Öryggisfræðsluskylda Ekki var í fyrstu sett á öryggisfræðsluskylda á sjómenn en að því var sannarlega stefnt eins og fram kom í tillögum Öryggisfræðslunefndarinnar frá 1984. Slysavarnafélagið gerði samkomulag við samgönguráðuneyti um starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna árið 1988 sem tryggði félaginu fjármagn til rekstrar. Ári síðar var gerður samningur við menntamálaráðuneyti um þjálfun nemenda sem væru í sjómannanámi. Með þeim samningi var tryggt að allir þeir sem menntuðu sig til starfa á sjó fengju fría öryggisfræðslu samhliða námi sínu. Þann 19. mars 1991 voru samþykkt lög um Slysavarnaskóla sjómanna á Alþingi en flutningsmenn tillögunnar voru Árni Gunnarsson, Matthías Bjarnason, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Guðmundur G. Þórarinsson, Málfríður Sigurðardóttir, Hjörleifur Guttormsson, Stefán Valgeirsson, Matthías Á. Mathiesen, Kristín Einarsdóttir, Ásgeir Hannes Eiríksson og Sighvatur Bjarnason. Í lögunum var kveðið á um að skipuð skyldi fimm manna skóla-

nefnd yfir skólanum til fjögurra ára í senn en einnig að kostnaður við rekstur skólans skyldi greiddur úr ríkissjóði. Hér var sannarlega stigið stórt skref í öryggismálum íslenskra sjómanna með því að tryggja rækilega stöðu Slysavarnafélagsins í rekstri skólans. Í lögunum var einnig sett inn ákvæði til bráðabirgða þar sem kvað á um að öryggisfræðsla skyldi verða skilyrði fyrir því að sjómenn fengju lögskráningu í skipsrúm. Það var svo árið 1994 að gerð var breyting á lögskráningarlögum sjómanna þar sem sett var inn ákvæði sem gerði öryggisfræðslu að skilyrði fyrir lögskráningu í skipsrúm. Gefinn var fimm ára aðlögunartími fyrir sjómenn að uppfylla þessi skilyrði. Hægt og bítandi voru stöðugt fleiri sjómenn sem höfðu gengið í gegnum öryggisfræðslunámskeið og varð fækkun banaslysa meðal sjómanna en þetta ár urðu einungis fjögur banaslys hjá íslenskum sjómönnum. Endurmenntun í öryggisfræðslu var sannarlega takmarkið þannig að sjómenn þyrftu með reglubundnu millibili að sækja sér endurmenntun. Slíku endurmenntunarákvæði var bætt í lögskráningalögin árið 2001 og má segja að þar hafi íslensk stjórnvöld verið langt á undan öðrum þjóðum í að efla öryggi sjómanna. Félagsmál

95


Takið daginn frá! Allar nánari upplýsingar á www.rescue.is


Meðal þess sem kennt er í skólanum eru viðbrögð við eldsvoða um borð í skipum.

Það sama ár gerði Slysavarnafélagið Landsbjörg fyrsta þjónustusamning við samgönguráðuneyti um rekstur Slysavarnaskóla sjómanna. Skrefið í öryggisfræðslumálum var svo stigið til fulls þegar ný reglugerð um lögskráningu sjómanna var sett í október 2010 þar sem lögskráningarskylda skyldi ná til allra sjómanna sem væru á skráningaskyldum skipum. Þar með náðu ákvæði um öryggisfræðslu einnig til smábáta en þeir höfðu verið undanskildir lögskráningu í skiprúm.

Skólanefnd Með lögunum um Slysavarnaskóla sjómanna var ákvæði um að ráðherra skipaði skólanefnd til fjögurra ára í senn og skyldi einn vera tilnefndur af Sjómannasambandi Íslands, einn af Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands og þrír af Slysavarnafélagi Íslands. Fyrsta skólanefnd skólans var skipuð Gunnari Tómassyni, sem skipaður var formaður, Hannesi Þ. Hafstein og Esther Guðmundsdóttir frá Slysavarnafélaginu, Ólafi Ragnarssyni frá Sjómannasambandinu og Ragnari G.D. Hermannssyni frá Farmanna- og fiskimannasambandinu. Gunnar hefur verið formaður alla tíð. Aðrir sem setið hafa í skólanefnd Slysavarnaskólans eru frá Sjómannasambandinu Sævar Gunnarsson og Valmundur Valmundsson, frá Farmanna- og fiskimannasambandinu, Guðjón Arnar Kristjánsson, Jónas G. Ragnarsson og Árni Bjarnason. Frá Slysavarnafélagi Íslands og Slysavarnafélaginu Landsbjörg hafa auk áðurnefndra verið í skólanefnd Einar Sigurjónsson, Kristbjörn Óli Guðmundsson, Jón Gunnarsson, Lilja Magnúsdóttir, Kristinn Ólafsson og Jón Svanberg Hjartarson. Haldinn er að jafnaði einn fundur á ári.

Skólastarfið Starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna hefur tekið miklum breytingum í gegnum 30 ár. Það var 1987 að Slysavarnafélagið gerðist aðili að Alþjóðasamtökum sjóbjörgunarskóla (International Association for Safety and Survival Training). Með því samstarfi opnuðust möguleikar fyrir samstarf milli skóla um víða veröld og opnaði jafnframt fyrir möguleika á að starfsmenn skólans gætu aflað sér þekkingar meðal sambærilegra skóla úti í heimi. Með því móti hefur tekist að þróa starfsemi skólans jafnt og þétt í samræmi við breyttar forsendur á alþjóðavettvangi. Hilmar Snorrason skólastjóri gegndi formennsku í samtökunum frá 2004 til 2015. Árið 2001 hófst vinna við gerð gæðastjórnunarkerfis fyrir Slysavarnaskóla sjómanna en skömmu síðar voru sett lög um áhafnir íslenskra farþega og flutningaskipa þar sem gerð var krafa um að menntastofnanir sjómanna skyldu starfræktar í samræmi við gæðastjórnun. Það var svo 2005 að Slysavarnaskóli sjómanna varð fyrstur skóla á Ís-

landi að hljóta vottun samkvæmt staðlinum ISO 9001. Árið 2003 tók skólinn í fyrsta sinn þátt í Evrópuverkefni í Leonardo áætluninni með þátttöku í Securitas Mare verkefni sem fjallaði um gerð námskeiðs fyrir áhafnir farþegaskipa í stjórnun mannfjölda á neyðarstundu. Þá hafa starfsmenn skólans tekið þátt í þremur mannaskiptaverkefnum á vegum Leonardo áætlunarinnar og nú í Erasmus+ áætluninni. Þá tóku starfsmenn skólans þátt í Norðurslóðaverkefninu Small Craft Emergency Response and Survival Training for Arctic Condition (SMACS). Allt frá 2009 hefur Slysavarnaskóli sjómanna átt samstarf við tryggingafélögin VÍS, Sjóvá og TM um að efla öryggismál um borð í skipum sem tryggð eru hjá þessum aðilum. Hafa starfsmenn skólans heimsótt skip og aðstoðað skipverja við að koma upp virkum forvörnum í þeim tilgangi að fækka slysum á sjó. Árið 2006 hlaut skólinn forvarnaverðlaun Sjóvár í flokki fyrirtækja fyrir starf sitt og árið 2010 viðurkenningu LÍÚ fyrir mikilsvert framtak í öryggismálum. Segja má að starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna hafi í gegnum árin sannað gildi sitt. Ef horft er til fjölda banaslysa á sjó þá hefur orðið þar mikil breyting á. Árin 2008, 2011 og 2014 voru ár þar sem engin banaslys urðu í atvinnusjómennsku við Ísland og horfa margar þjóðir til okkar varðandi þann árangur í öryggismálum. Með sanni má segja að þar komi margt til en sannarlega hefur öryggisfræðslan skipt þar miklu máli. Á fyrstu fimmtán árum í starfsemi skólans fækkaði banaslysum úr 18 á árunum fyrir stofnun skólans niður í 9 á ári. Nú síðustu 15 árin er meðaltalið komið niður í eitt banaslys á ári. Mikið verk er engu að síður framundan í starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna því enn gerast slys um borð í skipum en það er trú okkar að einn daginn muni sá árangur nást að engin slys verði skráð til sjós og að sjómennska verði með öruggustu atvinnugreinum þessa lands.

Skólastjórar Eins og áður hefur komið fram var Þorvaldur Axelsson ráðinn fyrsti skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna. Hann lét af störfum árið 1988 en þá tók Þórir Gunnarsson við starfinu. Þórir gegndi því til ársins 1991 þegar Hilmar Snorrason var ráðinn til starfans. Hefur Hilmar gegnt skólastjórastarfinu allar götur síðan.

Hilmar skólastjóri í gulum galla hægra megin í fremstu röð ásamt hópi kátra nemenda.

Félagsmál

97


Bakverðir

mikilvæg tekjulind Slysavarnafélagsins Landsbjargar Vaxandi álag hefur verið á björgunarsveitir landsins á undanförnum árum þar sem útköllum hefur fjölgað jafnt og þétt. Á sama tíma og verkefnum fer fjölgandi hefur rótgróin fjáröflun á borð við Íslandsspil og flugeldasölu hins vegar dregist nokkuð saman eða staðið í stað. Eins og við vitum er langstærstur hluti af útgjöldum Slysavarnafélagsins Landsbjargar fjármagnaður með sjálfsaflafé og setur þessi staða aukna pressu á björgunarsveitir og slysavarnadeildir landsins um að afla fjár til að standa undir þörf á þjálfun og tækjabúnaði. Bakvarðasveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar var stofnuð í maí 2013 með það langtímamarkmið að hún yrði ein af aðaltekjustoðum félagsins. Bakverðir er hópur fólks sem er tilbúið að styðja við bakið á björgunarsveitum og slysavarnadeildum landsins með mánaðarlegu framlagi að eigin vali. Við vitum að hið óeigingjarna starf sjálfboðaliða okkar nýtur mikillar velvildar meðal almennings og er Bakvarðasveitin kjörinn farvegur fyrir þá velvild.

Regluleg framlög og stöðug Kosturinn við reglulegan stuðning bakvarða er ekki síst sá að framlögin eru stöðug frá mánuði til

Áhöfnin á Húna sigldi í kringum landið og vakti m.a. athygli á Bakvarðasveitinni. mánaðar og gera félaginu kleift að skipuleggja starf sitt til lengri tíma. Slíkt fyrirkomulag dregur einnig verulega úr áhættu sem óhjákvæmilega fylgir fjáröflun sem bundin er við örfáa daga á ári eða jafnvel klukkustundir, eins og í tilfelli sölu á neyðarkalli og flugeldum. Bakverðir fá auk þess reglulegar fréttir af starfsemi félagsins. Þannig er von okkar að almenningur hljóti smátt og smátt betri skilning á fjölbreyttu starfi björgunarsveita og slysavarnadeilda landsins og mikilvægi þess fyrir land og þjóð. Við höfum einnig séð dæmi þess þar sem slík samskipti leiða til auka stuðnings af hendi bakvarða. Á sama tíma eru engar vísbendingar um að Bakvarðasveitin hafi skaðleg áhrif á aðra fjáröflun. Loks ber að nefna að reynsla annarra félaga hér-

lendis sem erlendis er sú að mánaðarlegir styrktarhópar er fjáröflun sem stendur betur af sér efnahagslegar þrengingar en önnur tegund fjáröflunar.

5% fullorðinna Íslendinga í Bakvarðasveitinni

Grétar William Guðbergsson er dyggur bakvörður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í desember kom hann færandi hendi með DJI Phantom 3 Advanced flygildi að verðmæti 250.000 kr. Smári Sigurðsson, formaður SL, veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd félagsins. 98

Félagsmál

Flóki Guðmundsson, Miðlun

Bakvarðasveitin var fyrst kynnt til sögunnar í sjónvarpsútsendingu á RÚV í lok maí árið 2013. Á þessu ári mun hún því fagna þriggja ára afmæli. Um tvöþúsund manns gengu í Bakvarðasveitina í tengslum við útsendinguna en síðan þá hefur bæst í hópinn jafnt og þétt og í dag eru bakverðir tæplega 12.500 talsins sem gerir um 5% fullorðinna Íslendinga (18 ára og eldri). Stærstur hluti þeirra hefur slegist í hópinn eftir símtal. Segja má að það markmið að Bakvarðasveitin verði ein aðaltekjustoð félagsins hafi nú þegar náðst. En það sem meira er þá telur stjórn félagsins að umtalsverðir vaxtarmöguleikar liggi í þessari vösku sveit sem stendur við bakið á okkur. Traustið sem þetta fólk sýnir okkur í hverjum mánuði er mikils virði.



Nýtt hótel í stórfenglegu umhverfi

VIÐ OPNUM Í JÚNÍ!

Fosshótel Jökulsárlón er glæsilegt fyrsta flokks hótel sem opnar á Hnappavöllum í Öræfasveit í júní. Hnappavellir eru við rætur Öræfajökuls, milli Skaftafells og Jökulsárlóns, tveggja af stórbrotnustu náttúruperlum Íslands, á einu vinsælasta göngusvæði landsins. Hótelið er því kjörið fyrir útivistarfólk og fjallageitur, enda er úr meira en hundrað gönguleiðum að velja og útsýnið er stórfenglegt til allra átta. • • • • •

104 herbergi Morgunverður innifalinn Veitingastaður og bar Fundarsalur 40 m2 Ferðaskipulagning

Pöntunarsími 562 4000 eða sales@fosshotel.is JÖKULSÁRLÓN


Mannslíf í húfi, Vinna við söguritun félagsins hefur gengið ágætlega að sögn Friðriks G. Olgeirssonar sagnfræðings sem skrifar söguna og telst nú handritið að öðru bindi Mannslífs í húfi vera tilbúið. Þessar vikurnar eru nokkrir aðilar að lesa yfir og verið að skoða með myndamál. Er þar nokkurt verk fyrir höndum þar sem allt að 380 myndir þurfa að fylgja þeim 300 blaðsíðum af texta eigi ritið að vera sambærilegt fyrsta bindi sögu félagsins, sem fjallar um Slysavarnafélag Íslands. Vonast er til þess að verkið verði tilbúið til prentunar í vor eða sumar. Í þessu bindi er fjallað um hjálparsveitir skáta, flugbjörgunarsveitir og landssambönd þeirra auk Landsbjargar sem var við lýði frá 1991-1999 þegar Slysavarnafélagið Landsbjörg var stofnað í núverandi mynd. Höfundur hefur unnið að verkinu í hlutastarfi í tvö ár þannig að baki því liggur um eitt ársverk.

2. bindi

Til að byrja með var útlit fyrir að ekki væri um auðugan garð að gresja þegar kom að rituðum heimildum um hjálparsveitir skáta, flugbjörgunarsveitirnar og samtök þeirra. Mikið af fundargerðabókum hafði glatast í áranna rás en þær eru helsta formlega heimildin um starf eininganna og félaganna og var það því mikill skaði að ekki væri hægt að leita í þær. Úr rættist þó þar sem mikið efni var að finna í gömlum blöðum og tímaritum en bæði Landssamband skáta og gamla Landsbjörg höfðu gefið út tímarit sem komu að gríðarlegum notum. Einnig leitaði höfundur fanga í gömlum dagblöðum og ræddi við nokkra aðila er stóðu í forystu sveita á þessum tíma sem fjallað er um. Einnig komu smám saman ýmis frumgögn í leitirnar svo allt hafðist þetta nú fyrir rest. Friðrik segir sögu þessara félaga áhugaverða enda sé hún jöfnum höndum saga félagsskapar sem og saga af leitar- og björgunaraðgerðum vítt og breitt um landið. Í bókinni verða því áhugaverðir björgunarkaflar, ekki eins margir og höfundur hefði viljað hafa, en þeir gefa ritverkinu lit. Þar verður einnig að

finna sögu sameiningar Landssambands hjálparsveita skáta og Landssambands flugbjörgunarsveita og svo sameiningu Landsbjargar og SVFÍ árið 1999 sem þá hafði verið í farvatninu árum saman. Ritnefnd hefur starfað við hlið höfundar en í henni sitja Sigurgeir Guðmundsson, Tryggvi Páll Friðriksson og Þorsteinn Þorkelsson.

FALLVARNIR ÖRYGGISINS VEGNA!

Dynjandi hefur landsins mesta úrval af fallvarnarbúnaði og sérfróða starfsmenn með mikla reynslu á þessu sviði. Fallvarnarbúnaður er flóknasta persónuhlífin og kunnátta í notkun hans er bráðnauðsynleg. Þess vegna bjóðum við upp á námskeið í notkun hans. Dynjandi örugglega fyrir þig! Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is

Félagsmál

101


Neyðarlínan 20 ára

102

Félagsmál

Víðir Reynisson, Lögreglan á Suðurlandi og Tómas Gíslason, Neyðarlínan – Myndir: Sigurður Ó. Sigurðsson.


Um síðustu áramót urðu tímamót hjá 1-1-2 er Neyðarlínan varð 20 ára. Fyrirmyndin að samræmdu neyðarsímanúmeri er sótt til Bandaríkjanna þar sem símanúmerið 9-1-1 var tekið í notkun í Alabama árið 1968. Það hlaut skjótt mikla útbreiðslu í öðrum fylkjum Bandaríkjanna og varð kveikjan að þeirri ákvörðun Evrópusambandsins að taka upp samræmt neyðarsímanúmer í öllum ríkjum sambandsins. Varð símanúmerið 1 – 1 – 2 fyrir valinu. Hér á landi var fyrst talað um samræmt neyðarnúmer árið 1988 en það var Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi sem gerði um það tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur. Félagsmál

103


Með gildistöku EES samningsins árið 1992 skuldbundu EFTA-ríkin, sem aðilar urðu að samningnum, sig til að taka upp hið evrópska neyðarsímanúmer. Í framhaldi af því var árið 1993 sett á fót nefnd hér á landi til að gera tillögu að fyrirkomulagi og framkvæmd neyðarsímsvörunar. Skilaði nefndin tillögum sínum í ársbyrjun 1995 og í apríl sama ár voru samþykkt lög um eitt samræmt neyðarsímanúmer. Nefndin fékk það veganesti við gerð tillagnana að fyrirkomulagið tæki mið

104

Félagsmál

af þörfum almennings fyrst og fremst, faglegum metnaði, hagkvæmni og að lögð skyldi áhersla á samvinnu allra aðila. Það fyrirkomulag var ákveðið að stofnað yrði sjálfstætt hlutafélag um reksturinn og var síðan samið við það um framkvæmd neyðarsímsvörunarinnar. Neyðarlínan hf. hóf störf 1. janúar 1996 og kom þá í stað 145 neyðarnúmera. Almenningur og viðbragðsaðilar voru fljótir að átta sig á þeim ávinningi sem eitt samræmt neyðarsímanúmer hafði í för með sér. Gert var hér á landi mjög fullkomið tölvustýrt kerfi til að auðvelda þeim sem við símsvörunina starfa að átta sig betur á því hvaðan símtal kemur og hvaða viðbragð væri við hæfi. Kerfið hefur verið í stöðugri þróun síðan og er nú tvímælalaust í fremstu röð slíkra kerfa í heiminum, en það er bæði sniðið að móttöku neyðarsímtala og boðun viðbragðsaðila. Það var Neyðarlínunni mjög til góðs að hefja rekstur sinn í húsnæði slökkvistöðvarinnar í Reykjavík, sem síðar varð húsnæði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Neyðarlínan tók við símsvörun fyrir slökkviliðið og síðan hefur margvísleg samvinna þessara aðila, og þeirra aðila sem bæst hafa við, aukist og dafnað. Á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins er rekið sérstakt fyrirtæki sem sér um húsakost til rekstrarins og hefur það haft forgöngu um byggingu nýs húsnæðis fyrir Neyðarlínuna hf., slökkviliðið, fjarskiptamiðstöð lögregl-


unnar, Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Vaktstöð siglinga og Landhelgisgæsluna á sama stað við Skógarhlíð. Í framhaldi af því hefur verið komið upp sameiginlegri samhæfingarstöð almannavarna, sem jafnframt sinnir hlutverki stjórnstöðvar leitar- og björgunaraðgerða á landi, legi og lofti og markar tímamót í öryggi almennings. Hringingar á símstöð hafa síðustu ár verið um 250.000 á ári og hefur þá reyndar fækkað um yfir 50.000 á örfáum árum, en símtöl þar sem einhvers konar viðbragðs er þörf hafa verið um 150.000. Hér fyrir neðan er súlurit sem sýnir grófa skiptingu símtala milli viðbragðsaðila. Áhugavert er að spá í af hverju símtölum fækkar á meðan ferðamönnum fjölgar gríðarlega og kemur þar örugglega margt til, svo sem eins og auknar forvarnir og þar með meðvitund almennings um hættur og hvað beri að gera til að forðast þær. Mikið hefur verið unnið í því að koma öllum sjúkraflutningum sem hægt er að staðfesta með einhverjum fyrirvara í pantanaferli á netinu í stað hringingar. Þannig hefur orðið viss fjölgun alvarlegra mála, en minna alvarleg mál komið til 112 án hringinga. Á sama tíma hefur orðið mikil fækkun í fölskum hringingum til 112, sem rekja má beint til aukinnar ljósleiðaravæðingar símkerfa landsins. Eldri koparlagnir geta orðið fyrir rakaskemmdum og farið að senda inn púlsa sem auðveldlega raðast upp í 1-1-2 og eru þannig dæmi um

að einstök símanúmer hafi komist í að hringja einhverjar þúsundir hringinga áður en næst að greina bilunina.

Þjónustukönnun Reglulega gerir Neyðarlínan kannanir er snúa að þjónustu sem veitt er. 112 er mjög vel þekkt sem neyðarnúmer landsmanna. Einnig er kannað hvort þeir sem hringja inn séu ánægðir með þá þjónustu sem 112 veitti þeim.

Gæðastjórnun og síþjálfun Allir neyðarverðir eru í síþjálflun og t.d. er rekið verkefnið „Virk hlustun“ en þar fara starfsmenn með skipulögðum hætti í gegnum þau símtöl sem þeir hafa sinnt. Unnið er eftir gátlistum og skýrum verkferlum og er markmið verkefnisins að auka getu neyðarvarða við greiningar og úrlausn símtala.

Barnavernd Barnaverndarstofa undir forystu Braga Guðbrandssonar og Neyðarlínan gerðu 1-1-2 að fyrsta barnanúmeri í heiminum. Reynslan er lítil enn sem komið er, en þó má draga fram þá niðurstöðu að tilraunin hafi verið þess virði og eru barnaverndarnefndir ánægðar með þjónustuna. Neyðarlínan er þjónustuaðili við barnaverndarnefndir og markmiðið er að fjölga hringingum barna í 1-1-2 og að fá almenning til að láta vita ef grunur leikur á vanrækslu eða misnotkun.

Öryggisfjarskipti - TETRA Árið 2000 var ákveðið að setja á fót sérstaka fjarskiptamiðstöð fyrir lögregluna (FMR) og var henni valinn staður í sambýli við Neyðarlínuna. Jafnframt var ákveðið að nýta það töluvkerfi sem þróað hafði verið fyrir Neyðarlínuna einnig fyrir fjarskiptamiðstöðina. Nýtt fjarskiptakerfi byggt á svokölluðum TETRAstaðli var tekið í notkun og gerði það mögulega margvíslega hagræðingu í starfi lögreglunnar. Fjarskiptin spara lögreglu í mörgum tilvikum sólarhringsvaktir á lögreglustöð til að taka við hjálparbeiðnum, þar eð fjarskiptamiðstöðin kemur þeim nú beint til þeirra lögreglumanna sem næstir eru vettvangi og fjarstýrir aðgerðum þar til stjórnendur lögregluaðgerða eru komnir á staðinn. Á sama tíma voru orkufyrirtækin að byggja upp annað Tetra-kerfi til að auka öryggi sinna tæknimanna við viðhald og rekstur háspennumannvirkja. Neyðarlínan tók yfir rekstur beggja Tetra-kerfa árið 2006 og sameinaði þá kerfi lögreglunnar og Orkufjarskipta. Nú 10 árum síðar er Tetra eina fjarskiptakerfið sem notað er af öllum viðbragðsaðilum landsins og hefur það margsannað sig í eflingu samskipta og samvinnu ólíkra aðila við stærri verkefni, svo sem eins og í Suðurlandsskjálftanum 2010 og við Holuhraun.

Vaktstöð siglinga Slysavarnafélag Íslands, og síðar Slysavarnarfélagið Landsbjörg, rak tilkynningaskyldu íslenskra skipa frá 1968 til 2003, þegar hún var sameinuð sjófjarskiptum undir einni vaktstöð siglinga inni á gólfi hjá Neyðarlínunni, samkvæmt samningi við Siglingastofnun, og síðar Vegagerðina. 2005 kom svo stjórnstöð Landhelgisgæslunnar inn í björgunarmiðstöðina og var þá samið Félagsmál

105


við LHG um að þeir sinntu daglegri vöktun og samnýttu þannig vaktstöðvarrýmið, en Neyðarlínan rekur allan tækni- og fjarskiptabúnað. Markmið með rekstri VSS er að tryggja öruggar siglingar í íslenskri efnahagslögsögu, öryggi skipa, farþega og áhafna og efla varnir gegn mengun sjávar frá skipum.

20 árum síðar Neyðarlínan hf. hefur verið í fararbroddi fyrir tæknilegri uppbyggingu í öllu þessu starfi, sem margir aðilar hafa svo komið að. Hún er enn í fararbroddi í starfi sem miðar að endurbótum á hinum tæknilega búnaði sem nauðsynlegur er, í margvíslegum umbótum í rekstri og í auknu öryggi allra landsmanna. Ein hliðarverkun af fjarskiptarekstri Neyðarlínunnar er verulega bætt GSM dekkun símafyrirtækjanna, en þar sem að koma þarf rafmagni og gagnasambandi að húsum og möstrum þar sem Tetra eða AIS sendar eru staðsettir, oft á illfærum fjallastöðum, hafa farsímafélögin séð sér leik á borði og leigja aðstöðu til að ná betur til viðskiptavina sinna. Ég held það megi fullyrða að engan langar aftur til þess tíma þegar hér voru 145 númer sem hringja mætti í allt eftir því hver og hvar neyðin væri. Umfangsmikil aðkoma Neyðarlínunnar að rekstri öryggisfjarskiptakerfisins Tetra og öryggiskerfi sjómanna, AIS, stuðlar síðan enn frekar að auknu öryggi landsmanna og eykur líkurnar á tímanlegri björgun þegar neyð ber að garði.

106

Félagsmál


Sportbud.is - Bæjarlind 14 - 16 - 201 Kópavogur - Opnunartími: Mán/Fim 10:00-17:00 Fös 10:00-16:00 Vefverslun: www.sportbud.is

Sportbud.is býður upp á mikið úrval af vönduðum vörum frá MAMMUT: Snjóflóðaýlar - stangir - skóflur - hjálma - klifurbúnað - línur - ísexi. Snjóflóðabakpoka, svefnpoka frá Ajungilak. Og margt fleira.

Sportbud.is - Bæjarlind 14 - 16 - 201 Kópavogur - Opnunartími: Mán/Fim 10:00-17:00 Fös 10:00-16:00 Vefverslun: www.sportbud.is

www.thorfish.is

www.sjomenn.is


ENNEMM / SÍA / NM68892

FJÖLNOTA ALLA DAGA LÉTTUR POKI SEM FER LÍTIÐ FYRIR Á hverju ári enda 20 milljónir plastpoka á íslenskum ruslahaugum eftir aðeins eina notkun. Látum það heyra fortíðinni til. Fjölnota er framtíðin! vinbudin.is


Smælki Gunnakaffi opnar í Skógarhlíð Verið er að útbúa kaffihorn fyrir félagsfólk og gesti í höfuðstöðvum félagsins í Skógarhlíð. Gárungarnir hafa nefnt það Gunnakaffi þar sem Gunnar Stefánsson, skrifstofustjóri félagsins, er hönnuður og stílisti að því. Ósagt skal látið hvort um sé að ræða sama Gunnar og Sniglabandið samdi lag um hér um árið og hljómaði eitthvað á þessa leið: „Ég heiti Gunni, & mér finnst kaffi vont. Gunni er stúrinn, því Gunna finnst kaffi vont.“ Stórar myndir úr starfi félagsins prýða veggi kaffihornsins og gerðir hafa verið upp stólar úr gömlu björgunarskipi þar sem gestir og gangandi geta tyllt sér og rætt um heimsins málefni og félagsins. Það er von manna að kaffihornið verði hvatning til félagsfólks að kíkja við í höfuðstöðvum félagsins, hitta fólkið og fá sér bolla af ilmandi Kaffitári.

Fæðingarorlofssvið Björgunarskólans Frjósemi Björgunarskólans nær nýjum hæðum þegar 2/3 hlutar starfsfólks skólans er komið í fæðingarorlof. Bæði Andri og Arna hafa tekið það að sér að fjölga mannkyninu (þó ekki saman samt). Þegar þetta er skrifað hafa Andri og Halldóra kona hans þegar fjölgað sér um einn dreng og á næstu dögum munu Arna og Arnar maður hennar fjölga okkur um eitt kríli í viðbót. Af þessum sökum mun Arna vera í fæðingarorlofi til loka febrúar 2017 og Andri mun vera frá í mánuð og mánuð í senn á næsta árinu. Til að Dagbjartur verði nú ekki einmana hefur Edda Björk Gunnarsdóttir verið ráðin tímabundið. Bjóðum við Eddu Björk hjartanlega velkomna í hópinn.

Nýr fjarfundabúnaður Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur komið sér upp fjarfundabúnaði sem nýtist í hvers kyns fundarhöld, t.a.m. fyrir nefndir félagsins, stjórn og jafnvel námskeið. Nú þegar er búið að setja upp tvær móðurstöðvar, í höfuðstöðvunum í Skógarhlíð og á Akureyri og í bígerð er að setja upp fleiri slíkar víðar um landið. Þeir sem taka þátt í fjarfundi í gegnum þennan búnað geta gert það úr sinni eigin tölvu eða farsíma. Auðvelt er að tengjast og hefur verið almenn ánægja með kerfið hingað til.

Gáfu borgurum brodda Slysavarnadeildin Varðan hefur verið starfandi á Seltjarnarnesi í rúm 20 ár og hefur megináherslan í forvarnastarfi hennar legið í slysavörnum barna og eldri bæjarbúa. Á síðasta ári var sú ákvörðun tekin að færa Seltirningum sem verða 70 ára á árinu mannbrodda að gjöf. Ákveðið var að senda öllum þessa mannbrodda núna í febrúar þó svo 70 ára aldrinum verði ekki náð fyrr en í sumar eða seinna á árinu. Félagsmál

109


Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg

Grindavík, Hafnarfjörður, Höfn, Ísafjörður, Reykjanesbær, Sandgerði www.fms.is

Fiskifélag Íslands

Reykjavík, Akranesi, Snæfellsnesi, Skagaströnd, Þorlákshöfn www.fmis.is

NESKAUPSTAÐ


Sæstrengir Skipum er bannað að veiða með veiðarfærum sem fest eru í botni eða dregin eftir honum, svo sem netum, botnvörpum og þesslegu á svæðum þar sem háspennusæstrengir liggja. Svæði það sem hér er átt við er vanalega 200m belti hvoru megin sæstrengsins. Á landtaksstöðum sæstrengja eru hringlaga spjöld sem fest eru á stangir. Gerð merkjanna er sýnd hér fyrir ofan. Þegar merki ber saman í lóðréttri línu, er skipið sem næst því að vera yfir sæstrengnum eða á miðju bannsvæðisins. Aldrei má reyna að losa skip við sæstreng með því að höggva strenginn í sundur. Það getur valdið manntjóni vegna raflosts eða alvarlegum brunasárum. Ef skip í nauð þarf að leggjast að akkeri á bannsvæði, þar sem sæstrengur liggur, eða skip rekur á sæstreng, ber að draga akkerisfestina varlega inn. Ef vart verður við að akkerið hefur fest á sæstreng, til dæmis þannig að drátturinn verður stöðugt þyngri eða menn finna að akkerið rennur til, ber að slaka keðjunni varlega út aftur, setja við hana dufl og losa hana frá skipinu ef mögulegt er. Slíkt ber að tilkynna til RARIK án tafar. Komi sæstrengur óvart upp úr sjó á akkeri, má reyna að losa hann af akkerinu með því að bregða kaðli undir strenginn meðan akkerið er látið síga undan honum. Slíkt ber þó að tilkynna réttum aðilum án tafar, þar sem strengurinn getur hafa skaddast við hnjaskið enda þótt áverkar séu ekki sjáanlegir á ytra borði hans.

RARIK ohf. • Sími 528 9000 • www.rarik.is


Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg Afl starfsgreinafélag www.asa.is

Fiskmarkaður Hólmavíkur ehf.

Hafnarfjarðarhöfn www. hafnarfjardarhofn.is

Fiskmarkaður Patreksfirði fiskmarkadur@simnet.is

Hafnasamlag Norðurlands

Fiskmarkaður Siglufjarðar ehf. fmsi@fiskmarkadur.is

Hafnarsjóður Skagafjarðar www.skagafjordur.is

Fiskmarkaður Austurlands hf. fmaust@simnet.is

Hafnarsjóður Þorlákshafnar www.olfus.is

Beitir ehf. www.beitir.is

Fiskvinnslan Íslandssaga

Hafnir Ísafjarðarbæ www.isafjardarbaer.is

Bolungarvíkurhöfn www.bolungarvik.is

Fjallabyggð Siglufjarðarhöfn www.fjallabyggd.is

Brunavarnir Suðurnesja

Frár ehf. frar@simnet.is

Hjallasandur ehf. Snæfellsbæ

Freydís sf. www.freydis.is

Hjálmar ehf. haukaberg@simnet.is

Gjögur hf.

Hlaðbær-Colas hf. www.colas.is

Akureyrarbær www.akureyri.is Alþýðusamband Íslands Baader Island ehf.

Dalvíkurhafnir Dalvík- ÁrskógsströndHauganes www.dalvik.is Djúpavogshöfn

G. Skúlason vélaverkstæði Endurskoðun Vestfjarða ehf. www.endvest.is Farmanna- og fiskimannasamband Íslands Félag skipstjórnarmanna www.skipstjorn.is Fisk Seafood www.fisk.is

Grundarfjarðarbær www.grundarfjordur.is Grundarfjarðarhöfn www.grundarfjordur.is

Hita- og vatnsveita Mosfellsbæjar www.mos.is

Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. www.frosti.is Húsavíkurhöfn, Raufarhöfn, Kópasker www.nordurthing.is

Gullberg ehf.

Ísfélag Vestmannaeyja hf. www.isfelag.is

Hafbáran ehf. 450 Patreksfjörður

Íþróttamiðstöðin Egilsstöðum



Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg Klúka ehf.

Segull ehf.

Útgerðarfélagið Ískrókur ehf.

Kópavogshöfn www.kopavogur.is

Seyðisfjarðarkaupstaður www.seydisfjordur.is

Útgerðarfélagið Öngull

Kristinn J. Friðþjófsson ehf.

Sigurbjörn sf. sibjehf@simnet.is

Valberg ehf. valbergehf@simnet.is

Sigurður Ólafsson ehf. olibjorn@eldhorn.is

Verkalýðsfélagið Hlíf www.hlif.is

Listmunasala Fold www.myndlist.is

Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur

Verslunarmannafélag Suðurnesja www.vs.is

Löndun ehf. www.londun.is

Sjómannafélagið Jötunn, Vestmannaeyjum

Miðás ehf. www.brunas.is

Sjómannasamband Íslands www.ssi.is

Miðstöð ehf.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins www.shs.is

Landsnet Launafl

Pétursey gudjonr@eyjar.is

Vestmannaeyjahöfn www.vestmannaeyjar.is Vesturbyggð www.vesturbyggd.is Vélsmiðjan Foss ehf.

Stegla ehf. Tálknafirði

Vopnafjarðarhöfn www.vopnafjardarhreppur.is

Reykjanesbær www.reykjanesbaer.is

Steinunn ehf.

VSO Ráðgjöf ehf.

Reykjaneshöfn

Súðavíkurhöfn

Vörður tryggingar www.vodur.is

Salka - Fiskmiðlun hf. www.norfish.is

Sveitarfélagið Garður www.svgardur.is

Þórsnes

Samvinnufélag útgerðarmanna www.veidiflugan.is

Tækniþjónusta Vestfjarða ehf. sveinn@tvest.is


Tengingin skiptir máli Sími utan þjónustusvæðis er eins og sigbelti án línu eða gúmmíbátur á þurru landi. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á að öflugt dreifikerfi okkar nái upp á hálendið og langt út á haf. Áhyggjuleysi, öryggi og þægindi með öflugu dreifikerfi

Vodafone

Góð samskipti bæta lífið



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.