Björgun - Tímarit - 1. tbl. 2017

Page 1

1. tbl. 17. รกrg. 2017


dress code iceland

bankastræti

aðalstræti

austurhraun

smáralind

kringlan

akureyri

cintamani.is


FE NIX

®

CHRONOS EITT LÍF. LIFÐU ÞVÍ TIL FULLS.

G L Æ S IL E G T G PS Ú R S E M S AME I N AR H E I LS U - O G S N J AL L Ú R F YR I R K R ÖF U H AR Ð A Í ÞR Ó T T AME N N O G Ú T I VI S T AR F Ó L K .

S I M ONE M OR O Fjallagarpur, þyrluflugmaður, Kaupsýslumaður

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | s. 577 6000 | www.garmin.is

3


Efni

1.tbl. 17.árg.maí 2017

Leitin að Birnu Brjánsdóttur

6

Skólastjóri í 25 ár

16

Hvað er fagmennskaí útköllum?

24

Er slóðaleit rúntur eða leitaraðgerð?

31

Við þurfum ekki alltaf að bíta á jaxlinn

35

Sálrænn stuðningur

35

Er besti hjálmurinn ekki besti hjálmurinn?

39

Björgunarskólinn 40 ára

43

6

Nýtt og sameiginlegt húsnæði fyrir aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins 44 Ráðstefna aðgerðastjórnenda á Höfn

50

Framboð til stjórnar og nefnda

58

Þriggja ára samningur um Safetravel

72

Hópslysabúnaður utan alfaraleiða

75

Tækjamót að fjallabaki

77

Í frystiklefa hjá Taiga

86

Flugslysaæfing í Vestmannaeyjum

90

Félaginu fært veflægt viðhaldsstjórakerfi

92

Samstarf okkar við FORF í Noregi

94

Bakvarðasveitin 101

77 1. tbl. 17. árg. 2017

31

U

M

HV

E R F I S ME

R

KI

Útgefandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg, Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík. Áskrift og almennur sími: 570-5900. Netfang: bjorgun@landsbjorg.is. Auglýsingar: herdis@landsbjorg.is. Ritstjóri: Þorsteinn G. Gunnarsson. Ábyrgðarmaður: Jón Svanberg Hjartarson Umbrot og prentun: Prentsmiðjan Oddi. Forsíðumynd: Sigurður Ó. Sigurðsson.

141 776

PRENTGRIPUR

16

31

90

Slysavarnafélagið Landsbjörg er samtök sjálfboðaliða um allt land sem vinna björgunar- og slysavarnastarf. Innan félagsins starfa um 100 björgunarsveitir, um 40 virkar slysavarnadeildir auk öflugs unglingastarfs. Félagið rekur Slysavarnaskóla sjómanna, Björgunarskólann, 14 björgunarskip og tugi slysavarnaskýla út um allt land. Björgun, tímarit félagsins, kemur að jafnaði út tvisvar á ári. Blaðið er prentað á umhverfisvænan pappír. Allar ábendingar um efni í blaðið eru velkomnar og sendast á olof@landsbjorg.is. Þeir sem óska eftir áskrift að blaðinu geta haft samband við skrifstofu félagsins. Slysavarnafélagið Landsbjörg gefur einnig út árbók einu sinni á ári og er hún yfirlit um starfsemi félagsins árið á undan. Nánari upplýsingar um Slysavarnafélagið Landsbjörg má finna á www.landsbjorg.is.


KLOSSASKIPTI 6.900 KR. DISKA & KLOSSASKIPTI 9.900 KR. 20% AFSLÁTTUR AF VARAHLUTUM

Meira til skiptanna


Leitin að Birnu Brjánsdóttur

Fá verkefni sjálfboðaliða Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa vakið jafn mikla athygli og leitin að Birnu Brjánsdóttur um og eftir miðjan janúar síðastliðinn. Þar kemur margt til. Ung kona hverfur í miðborg Reykjavíkur og fljótlega er talið að um sakamál sé að ræða. Björgunarsveitir eru kallaðar út og leit hefst í miðbæ Reykjavíkur, á höfuðborgarsvæðinu og næsta nágrenni þess. Aðgerðinni lauk með afar fjölmennri og umfangsmikilli leit þar sem mörg hundruð sjálfboðaliðar af landinu öllu komu saman til leitar. 6

Þorsteinn G. Gunnarsson


7


Frá upphafi vakti málið mikla athygli fjölmiðla sem nánast fylgdust með hverju spori leitarfólks, enda ekki algengt að jafn umfangsmikil aðgerð fari fram nánast í bakgarði fjölmiðlanna. Mikil áhersla var lögð á upplýsandi og góð samskipti við fjölmiðla meðan á leitinni stóð til að koma réttum upplýsingum á framæri, koma í veg fyrir fréttaflutning sem byggður var á misskilningi, getgátum og slúðri. Á sama tíma var reynt var að mæta þörfum fjölmiðla eins og kostur var.

Atburðarásin Birna Brjánsdóttir fór út að skemmta sér á föstudagskvöldið og um klukkan 5.00 á laugardagsmorguninn yfirgefur hún skemmtistaðinn Húrra. Hún sást á eftirlitsmyndavélum í Austurstræti, Bankastræti og Laugavegi, þar sem hún hverfur úr sjónsviði myndavélanna klukkan 5.25. Birna mætti ekki til vinnu sinnar síðar um morguninn sem var ólíkt henni. Vinnuveitandi hafi samband við foreldar hennar sem leituðu til lögreglu. Það sýnir hversu lögreglan leit málið alvarlegum augum að eftirgrennslan hófst strax á laugardaginn og formlega var lýsti eftir Birnu þá um kvöldið. Sunnudaginn 15. janúar hófu foreldar Birnu og aðstandendur hennar óformlega leit og töluverður þrýstingur skapaðist bæði á lögreglu og björgunarsveitir að hefja formlega leit að Birnu. Í sjónvarpsfréttum RÚV á sunnudagskvöldið var fjallað um

8

málið: „Fjöldi fólks hefur tekið þátt í óformlegri leit að Birnu Brjánsdóttur, tvítugri stúlku sem saknað hefur verið síðan aðfaranótt laugardags. Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir hennar, segir vini, ættingja og jafnvel ókunnuga hafa tekið þátt í leitinni eða leitað að Birnu á eigin vegum. „Ég er rosalega þakklát fyrir það.“ Hún vill víðtæka leit að dóttur sinni.

„Einu vísbendingarnar sem hafa fundist er að þegar hún fer af skemmtistaðnum Húrra, um fimmleytið um morguninn, ein, er að um 5:50 er síminn rakinn, hann deyr einhvers staðar á þessu svæði. Þetta er eina vísbendingin sem hefur fundist og þess vegna erum við að leita í einhverri „random“ leit,“ sagði Sigurlaug sem var í hópi leitarmanna




í Flatahrauni í Hafnarfirði í dag. „Þetta er tvítug stelpa, hún er ekki að hlaupast að heiman, hún er ekki í neinu rugli. Meðan það er einhver von vil ég að björgunarsveit og allir fari af stað og finni þessa stelpu,“ sagði Sigurlaug.

Leit hefst Lögreglan og aðgerðastjórnendur Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu voru í nánu sambandi á sunnudaginn og mátu aðstæður út frá fyrirliggjandi gögnum. Ákveðið var að fara með sporhund að veitingastaðnum Húrra sem rakti slóð Birnu að þeim stað sem hún hvarf. Hvarf Birnu var rannsakað sem sakamál og við rannsóknina og skipulag leitarinnar var afar náið og gott samstarf lögreglunnar og aðgerðastjórnenda Slysavarnafélagsins Landsbjargar þar sem sérfræðiþekking beggja aðila nýttist vel. Mánudaginn 16. janúar var ákveðið að kalla til sérhæft leitarfólk til leitar í miðbæ Reykjavíkur í 300 metra radíus frá þeim stað sem Birna sást síðast. Auk þess að leita að Birnu var áhersla lögð á leit að vísbendingum sem hugsanlega gátu varpað einhverju ljósi á atburðarásina. Á fjórða tug björgunarmanna tók þátt í þessari aðgerð. Á sama tíma var strandlengjan frá Hörpu að Laugarnesi leituð með drónum og um 120 manns leituðu Birnu við Urriðaholt á og við svokallaða Flóttamannaleið fram eftir kvöldi. Tæknivinna lögreglu varð til þess að þetta svæði var leitað en sendar sem náðu að nema merki frá síma Birnu

aðfaranótt laugardags voru stefnugreindir sem var forsenda leitarinnar.

Skórinn finnst Straumhvörf urðu síðar um kvöldið þegar almennur borgari fann skó af gerðinni Dr. Martens nærri Hafnarfjarðarhöfn en fram hafði komið að

Birna var í skóm af þeirri gerð þegar hún týndist. Um nóttina var umfangsmikil leit á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði og þungi leitarinnar af Birnu var á hafnarsvæðinu þriðjudaginn og miðvikudaginn. Svæðið var leitað af landi og sjó, kafarar frá Landhelgisgæslunni og lögreglu voru við leit, auk þess sem fjarstýrður kafbátur var notaður. Þyrla Landhelgis-

11


gæslunnar flaug þessa daga meðfram ströndinni frá Straumsvík að Vogum á Vatnsleysuströnd og einnig Höskuldarvelli og að Keili. Björgunarsveitamenn leituðu einnig töluvert á svæðinu við Keili enda höfðu borist ábendingar um ótúskýrðar mannaferðir þar á þeim tíma sem Birna hvarf en sú leit bar engan árangur. Þegar líða tók á vikuna hófu aðgerðastjórnendur Slysavarnafélagsins Landsbjargar að skipuleggja umfangsmikla leit á yfirgripsmiklu svæði sem afmarkaðist af Borgarnesi, Selfossi og Reykjanesskaganum. Fjöldi sérfræðinga félagsins var kallaður til og sérkunnátta aðgerðarstjórnenda á Suðurlandi, Vesturlandi og Suðurnesjum var nýtt til þess að skilgreina og teikna upp leitarsvæði, en leita átti í hundrað metra út frá miðlínu allra vega og vegaskóða á fyrrnefndum svæðum. Skipulagning jafn umfangsmikillar leitar er flókin en mikilvægt er er að verkefni hvers leitaróps sé vel skilgreint og hann geti gengið strax til starfa þannig að sem minnstur tími fari til spillis, því nýta þarf hverja mínútu til leitarinnar.

Svöruðu kallinu Þegar leið að helginni var ljóst að fjöldi sjálfboðaliða af öll landinu hefði ákveðið að svara kallinu en alls tóku rúmlega 700 sjálfboðaliðar þátt í leitinni á laugardaginn og um 600 manns á sunnudaginn. Flest leitarfólkið kom saman í bækistöð Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og þar einkenndi einbeiting, kraftur og samkennd hópinn sem þangað var kominn til þess að taka á móti verkefnum sínum áður en það hélt út í rokið og rigninguna til leitar. Það sama var uppi á teningnum á Akranesi og Grindavík þar sem verkefnum var einnig úthlutað til leitarfólks. Hópurinn hafði öflug bakland en rúmlega 40 félagar úr slysavarnadeildunum sáu meðal annars um að nægur matur væri til reiðu fyrir leitarfólk; í Grindavík, Reykjanesbæ, á Akranesi, í Hafnarfirði og á tveimur stöðum í Reykjavík. Framboð af matar- og drykkjarvörum var slíkt að þegar líða fór á laugardaginn þurfti að afþakka góð boð frá fyrirtækjum og einstaklingum, því ljóst var að matvælin dygðu alla helgina og vel það. Nokkuð var um að hjálpfúsir borgarar vildu leggja sitt að mörkum við leitina að Birnu en lögreglan óskaði sérstaklega eftir því að þeir myndu virða störf leitarfólksins og halda sig til hlés á þessu umfangsmikla leitarsvæði. Við því var orðið. Mikill og góður undirbúningur fyrir leitina, yfirgripsmikil þekking, fumlaus vinnubrögð og samvinna sjálfboðaliða af öllu landinu gerði það að verkum að leitin gekk vel. Á laugardeginum tókst á ljúka leit á rúmlega helmingi þeirra leitarsvæða sem skipulögð höfðu verið. Á sunnudaginn hélt leitin áfram og þá var áhersla lögð á utanverðan Reykjanesskagann sem endaði með því að líkið af Birnu fannst. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hélt utan um leitaraðgerðir lögreglu að Birnu ræddi um hlut björgunarsveitanna í leitinni að Birnu á blaðamannafundi eftir að leitinni lauk. Hann sagði að hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan

12



luta

t rðmæ

f ylgir

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 83631 03/17

aukah

að ve pakki

r. 000 k . 0 8 7 i

Invincible 33" breyting fylgir með

Hilux er ódrepandi harðjaxl og með 33” breytingu eruð þið ósigrandi saman. Hilux Invincible kemur þér þangað sem þig langar, hvort sem það er leiðangur upp til fjalla, næsti veiðitúr eða bara að komast aðeins út fyrir borgina til að ná andanum. Hilux Invincible aukahlutapakki: 33" breyting, hlíf undir framstuðara, gluggavindhlífar, króm á afturljós og Invincible-merki. Verðmæti: 780.000 kr. Kynntu þér Toyota FLEX, nýja leið til að eignast Toyota bifreið, á www.toyota.is VILDARPUNKTAR ICELANDAIR MEÐ ÖLLUM NÝJUM TOYOTUM

3+2 ÁBYRGÐ

Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Garðabæ Sími: 570-5070

Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600

Sjá nánar um Vildarpunktasöfnun á www.toyota.is Invincible-pakkinn fylgir ekki með öðrum tilboðum. Bíllinn í þessari auglýsingu endurspeglar ekki endilega það verð og þann búnað sem tilgreindur er. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur.

Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000


og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni og gróflega væri búið að reikna út að björgunarsveitarfólk hefði gengið um 7000 kílómetra samanlagt við leitina að Birnu. „Sú vegalengd er rúmlega fimmfaldur hringvegur en auðvitað hefur ekki verið gengið á götum eða stígum. Fólk hafi gengið í hrauni og drullu í ítarlegri leit um helgina,“ sagði Ásgeir.

Styrkir til félagsins Föstudagskvöldið fyrir stóru leitina vöktu aðstandendur Birnu athygli á því hvernig hægt væri að styrkja björgunarsveitirnar og það kall hafði mikil áhrif. Í þann mund sem leitin hófst á laugardagsmorguninn fóru að berast tilkynningar um nýja bakverði eða styrktargreiðslur. Við fundum fyrir miklum meðbyr og til að létta á álagi vegna fyrirspurna sem erfitt var að svara vegna mikilla anna þessa helgi setti félagið tilkynningu á Facebook-síðu sína þar sem áhugasömum var bent á hvernig hægt væri að styrkja félagið en mikil umferð var um Facebook-síðu félagsins meðan á leitinni stóð og dæmi eru um færslur á síðunni sem skoðaðar voru 175 þúsund sinnum. Í kjölfar leitarinnar að Birnu fjölgaði bakvörðum félagsins um tæplega 2.000 og fjöldi manns lét fé af hendi rakna með eingreiðslum. Stærsta einstaka framlagið kom frá Polar Seafood, útgerðafélagi togarans þar sem einn skipverjanna er grunaður banamaður Birnu.

Leitin í tölum: • 862 sjálfboðaliðar komu með einum eða öðrum hætti að leitinni að Birnu Brjánsdóttur. • Þeir komu úr 73 björgunarsveitum og 5 slysavarnadeildum. • Við leitina var notast við: • 21 fjór- eða sexhjól • 74 bifreiðar sem samtals óku 122.000 kílómetra sem jafngildir því að aka hringveginn rúmlega 90 sinnum • 12 spor- og leitarhunda • 15 drónar 15


Skólastjóri í 25 ár Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, fagnaði merkum áfanga í haust. Þá var hann búinn að starfa við skólann í aldarfjórðung. „Þegar ég kom hingað þann 1. september 1991 var skólinn um borð í gömlu Sæbjörgu sem var komin verulega til ára sinna og var komin í það ástand að að hún uppfyllti ekki lengur kröfur um siglandi skip. Eitt af fyrstu verkum mínum þegar ég hóf störf var að hefja leita að nýju skólaskipi,“ segir Hilmar. „Árið sem ég hóf störf voru samþykkt lög um Slysavarnaskóla sjómanna og ég ráðinn í kjölfarið. Í lögunum var talað um að gera öryggisfræðslu sjómanna að skyldu en á þessum fyrstu árum okkar var það ekki gengið í gegn og við þurftum því að hafa töluvert fyrir því að fá sjómenn til að sækja námskeiðin okkar. Þar skipuðu kvennadeildir Slysavarnafélagsins stórt hlutverk í að smala sjómönnum á námskeiðin í skólanum. En með stofnun skólans lögðu stjórnvöld grunninn að því að bæta öryggismál sjómanna og viðhorf þeirra gagnvart þessum mikilvæga málaflokki.“ Það hafa orðið miklar breytingar á hugarfari sjómanna á þessum tíma og mikið vant hefur runnið til sjávar. „Þegar ég hóf störf fyrir rúmum 25 árum voru dæmi um að sjómenn hafi verið ósáttir við að vera skikkaðri til að fara í öryggisfræðslu. Það gekk meira að segja svo langt að einhverjir kærðu þessa fræðsluskyldu sjómanna til umboðsmanns Alþingis. Þetta viðhorf var helst meðal sjómanna sem höfðu verið áratugi á sjó og héldu sig kunna allt sem máli skiptir, en það er nú einu sinni svo að menn verða aldrei fullnuma í öryggismálum, það er einfaldlega ekki hægt.“ Fyrstu ár Hilmars sem skólastjóra voru um 700 til 800 nemendur á ári „en síðustu árin hafa nemendur ekki verið færri en 2.000 á ári og á síðasta ári voru þeir 3.357 sem er met hjá okkur. Skólinn og félagið hafa frá upphafi átt gott sam-

16

Þorsteinn G. Gunnarsson


ÁRNASYNIR

GLÆSIBÆ

KRINGLUNNI

SMÁRALIND

utilif.is


ANCHORAGE

HELSINKI VANCOUVER SEATTLE

STOCKHOLM TRONDHEIM

EDMONTON

PORTLAND

ICELAND

OSLO GOTHENBURG COPENHAGEN BERGEN STAVANGER BILLUND HAMBURG FRANKFURT MUNICH ABERDEEN AMSTERDAM GLASGOW ZURICH BRUSSELS MANCHESTER MILAN BELFAST BIRMINGHAM LONDON PARIS GENEVA HEATHROW ORLY & CDG & GATWICK

DENVER

BARCELONA

MINNEAPOLIS / ST. PAUL

MADRID CHICAGO TORONTO MONTREAL BOSTON WASHINGTON D.C. PHILADELPHIA NEW YORK

HALIFAX

JFK & NEWARK

TAMPA

ORLANDO

HVERT LANGAR ÞIG AÐ FARA?

YFIR 40 ÁFANGASTAÐIR Í EVRÓPU OG N-AMERÍKU

Þú getur bæði notað og safnað Vildarpunktum um borð.

Afþreyingarkerfi í hverju sæti á öllum flugleiðum.


starf við stjórnvöld sem hafa sýnt mikinn vilja við að koma upp öruggari samfélagi sjómanna. Á liðnum árum hefur okkur tekist að ná fram mikilli hugarfarsbreytingu hjá sjómönnum. Viðhorf sjómanna til slysavarna og öryggismála er allt annað nú en þegar ég byrjaði með skólann. Nú vita sjómenn að þeir verða aldrei fullnuma í þessum málaflokki og enginn er lengur óhress með að vera skikkaður til að sækja þessi námskeið“ Hilmar hefur tekið þátt í störfum á alþjóðavettvangi hvað varðar öryggismál sjómanna „og var einhverju sinni boðið til til að halda erindi á fundi hjá breskum siglingamálayfirvöldum og frammámönnum í verkalýðsbaráttunni. Ég var fenginn til þess að útskýra fyrir þeim hvernig okkur Íslendingum hefur tekist að fækka alvarlegum slysum og banaslysum verulega enda þykir það merkilegt að hér við land líði ár án banaslysa á sjó. Þar benti ég á að aðal ástæðan fyrir því er þessi jákvæða viðhorfsbreyting sem hefur orðið hjá sjómönnum. Ég man vel eftir þessu gömlu þverhausum sem voru langt í frá tilbúnir til þess að taka á móti boðskapnum. Þetta voru menn voru vanir að gera hlutina á ákveðinn hátt og vildu halda því áfram. Margir þessara manna vildu ekki einu sinni nota öryggisbúnað við dagleg störf. Breytingarnar hafa síðan gerst, hægt og bítandi, þannig að nú heyrir til algerrar undantekningar að sjómenn fari út á þilfar án þess að vera með öryggisbúnað.“

Undir áhrifum frá föður mínum „Þegar ég byrjaði til sjós árið 1974 var ég undir heilmiklum áhrif frá föður mínum sem líka var sjómaður og hafi ávallt haft mikinn áhuga á öryggismálum og var frumkvöðull á sinn hátt. Árið

1969 fer hann einn túr með fraktskipi til Bandaríkjanna og þar tók hann einhverju sinni eftir því að einn hafnarverkamannanna hafði gleymt öryggishjálminum sínum í lestinni. Hann tók hjálminn til handagagns og tók hann ekki niður eftir það. Hann var lengi vel eini sjómaðurinn í íslenska flotanum sem notaði hjálm og þegar ég fór í siglingarnar gerði ég slíkt hið sama, þótt almennt væri talað um það væru bara vitleysingar sem væru með öryggishjálm,“ segir Hilmar. „Síðar, þegar ég var orðinn skipstjóri á kaupskipi gat ég beitt mér í öryggismálum og sett öryggisreglur sem skipverjarnir þyrftu að fara eftir og þóttu strangari en almennt þekktist. En áherslur mínar vöktu athygli og urðu meðal annars til þess að mér var boðin staða skólastjóra Slysavarnaskóla sjómanna á sínum tíma.“

Fræðslan miðuð við aðstæður Áherslurnar í umhverfinu hafa breyst mjög mikið þann tíma sem Hilmar hefur veitt skólanum forstöðu. „Það mikilvægasta er að íslensk stjórnvöld ákváðu að gera ýtrustu kröfur hvað varðar öryggismál sjómanna og þá nefni ég sérstaklega fiskimenn því víða út í heimi eru gerðar mun minni kröfur um öryggisfræðslu þeim til handa en hér er gert. Það er hægt að taka Bretland sem dæmi. Þar eru gerðar miklar kröfur um öryggisfræðslu farmanna en þar í landi voru afar takmarkaðar kröfur gerðar til fiskimanna á þeim tíma þegar við vorum bæði komin með skyldu um öryggisfræðslu og endurmenntun fiskimanna á fimm ára fresti. Hér er öryggisfræðslan miðuð við okkar umhverfi og við tökum mið af skipaflotanum, heimsækjum skip og ræðum við sjómenn um öryggismál. Mér þykir afar vænt um það vinasamband sem

hefur orðið til milli skólans og sjómanna sem bera hlýjan hug til skólans. Það er afskaplega mikilvægt í þessu starfi og uppbyggingu fræðslunnar til framtíðar.“ Þegar skólinn hóf starfsemi sína voru grunnnámskeiðin fjögurra daga löng fyrir áhafnir stærri skipanna, „auk þess sem við vorum með námskeið fyrir smábátasjómenn sem tók tvö kvöld og hluta laugardags. Þessi námskeið eru ennþá uppistaðan í starfsemi skólans en hafa vitanlega breyst heilmikið og lengst. Grunnnámskeiðið tekur nú fimm daga og uppfyllir alþjóðakröfur en það eru ekki til neinar alþjóðlegar kröfur um öryggismenntun smábátasjómanna en námskeiðin sem við bjóðum þeim þykja góð og byggja á þeim kröfum sem gerðar eru hérlendis til þessa náms. Við höfum verið í miklu og góðu samstarfi við Landhelgisgæsluna varðandi grunnnámskeiðin þar sem haldin er þyrlubjörgunaræfingu í lok þeirra námskeiða. Það er mjög mikilvægt að íslenskir sjómenn skuli undirgangast björgunaræfingu með þyrlu og læra þau mikilvægu handtök sem til þarf, enda hafa dæmið sannað að þessi þáttur öryggisfræðslunnar er mikilvægur.“ Til viðbótar við þessi námskeið er boðið upp á um 30 námskeið til viðbótar í skólanum. Stór hluti þeirra eru í samræmi við alþjóðakröfur um þjálfun sjómanna og segir Hilmar að „einnig hafi hluti annarra námskeiða verið sett upp til að mæta þörfum fyrirtækja fyrir öryggisfræðslu þótt þau tengist ekki sjómennsku. Að undanförnu höfum við til að mynda verið að þjálfa áhafnir flugfélaganna og þar hefur verið mikil aukning í því hjá okkur að undanförnu. Allir þeir sem starfa við flug þurfa að undirgangast æfingar í vatni bæði læra meðferð gúmmíbjörgunarbáta

19


Í

Slysavarnaskóli sjómanna hlaut viðurkenningu Sjómannasambands Íslands árið 2016 fyrir fórnfúst, óeigingjarnt og krefjandi starf við slysavarnir, fræðslu og þjálfun íslenska sjómannsins. Slysavarnaskóli sjómanna hefur í rúm 30 ár staðið í fararbroddi þegar kemur að slysavörnum íslenskra sjómanna. Árangurinn er mælanlegur með fækkun slysa til sjós og er það mál manna að það megi að stærstum hluta rekja til hins góða starfs skólans. Forsetafrúin Eliza Reid afhenti Hilmari Snorrasyni viðurkenninguna.

og taka þátt í almennum björgunaræfingum. Þessi námskeið höldum við utan hefðbundins skólatíma þannig að þau eru viðbót við starfið okkar og því taka þau ekki tíma frá sjómönnunum og þeirra námskeiðum. Það má líka nefna að ferðaþjónustan hérlendis sem sinnir hvala- og fuglaskoðun og annarri afþreyingu fyrir ferðamenn á sjó þurfa að senda starfsfólkið á þessum bátum til þjálfun sem er sértæk fyrir farþegaskipin, auk þess að hafa tekið grunnnámskeiðið.“

Þróun og endurnýjun „Það er alveg ljóst að skólinn þarf að vera í stöðugri þróun,“ segir Hilmar „og við höfum ávallt stefnt að því. Við verðum líka að fylgja alþjóðlegum reglum en reynum hvað við getum að koma með nýjungar í fræðsluna, þótt við séum í grunnin að kenna það sama. Við höfum meðvitað reynt að draga úr bóklegri fræðslu en auka verklega þáttinn að sama skapi. Þar skiptir miklu máli að hafa aðgang að góðum og margvíslegum búnaði og þar höfum við sem betur fer notið mikils velvilja útgerðarinnar, samtökum sjómanna, tryggingafélaga og sjómanna þegar verið er að endurnýja björgunarbáta,

20

björgunargalla og annað búnað. Þetta er ómetanlegt fyrir okkur.“ Það hefur verið nokkur umræða um olíuleit við Ísland og hugsanlega olíuvinnslu. Hilmar segist „sannarlega vera vakandi yfir þessum málum þótt það yrði ekki fyrr en 2027 sem fyrstu rannsóknarholur yrðu boraðar ef allt gengur samkvæmt áætlunum. Það er því ekki alveg í næstu framtíð sem við förum hugsanlega að manna olíuborpalla en það er nauðsynlegt að fylgjast vel með kröfum sem gerðar eru um öryggisþjálfum starfsfólksins og hvernig henni verður best háttað, ef við þurfum að mæta eftirspurn þar. Olíufélögin gera mjög strangar kröfur um öryggisþjálfun og meðal annars má ekki þjálfa starfsfólk þeirra í vatnshita sem er fyrir neðan 18 gráður. Þetta er meðal annars gert til að draga úr líkum á því að eitthvað komi fyrir þeirra starfsfólk við þjálfunina. Fyrir vikið hafa margir skólar sem sjá um fræðslu fyrir starfsfólk olíuborpallanna komið sér upp stórum og miklum sundlaugum þar sem hitinn fer ekki niður fyrir 18 gráður. Sjómenn eru einnig þjálfaðir í þessum laugum erlendis meðan við þjálfum okkar fólk við eðlilegar aðstæður úti í sjó við raunhitastig sjávarins. Það er mín skoðun

sú þjálfun sé betri á allan hátt og ég man ekki til þess að hafa heyrt okkar nemendur kvarta yfir því að þurfa að æfa í sjónum. Við þurfum betra slökkviæfingasvæði og höfum verið að horfa í kringum okkur hvað það varðar síðustu árin og svo er því ekki að leyna að Sæbjörgin, skipið okkar, er komið til ára sinna. Sæbjörgin er 43 ára gömul og hefur reynst okkur afar vel í þau 19 ár sem skipið hefur verið í eigu félagsins. Skipið færði Ríkisstjórnin félaginu að gjöf og endurspeglar hún sannarlega velvilja stjórnvalda til skólans og starfsins. Bolur skipsins er í fínu lagi en það þarfnast viðhalds sem er óraunhæft fyrir okkur að ráðast í að svo stöddu. Skipið hét áður Akraborg og var í ferjusiglingum milli Reykjavíkur og Akraness, eins og margir vita. Ég hef verið að benda á að innan fárra ára losnar önnur ferja, þegar Herjólfi verður skipt út. Herjólfur er nú jafn gamall og Akraborgin var þegar við fengum hana og við gætum vel hugsað okkur að nýta Herjólf í framtíðinni undir starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna. Þótt Herjólfur virki nokkuð stærri en Sæbjörgin er í raun lítill munur á skipunum. Herjólfur er einum metra lengri, aðeins breiðari og


Í leik og starfi Frostþurrkaður matur

Bakpokar

LJÓSMYND: BJÖRGVIN HILMARSSON

100% Merino ull

Í s le n s k u

ALPARNIR

e-mail: alparnir@alparnir.is • www.alparnir.is

Ármúli 40 // 108 Reykjavík // Sími 534 2727

Fluttir í Ármúla 40


ALL TERRAIN MACHINE

hjólhestur fyrir íslenskar aðstæður WENDIGO 2.3

Wendigo er nefnt eftir goðsagnakenndu snjóskrímsli úr Kandadískri þjóðtrú, hjólið er hannað til að hjálpa þér utan stíga og hjólabrauta. Wendigo er ekki aðeins gott í snjó, sandi og hjólastígum, það er frábært í náttúru Íslands. Nú fáanlegt með Tectro glussa diskabremsum, 27 gíra Shimano Acera shadow. Verð og gæði Fuji svíkja engan.

Smiðjuvegi 30 rauð gata, 200 Kópavogur sími: 577 6400 hvellur@hvellur.com www.hvellur.com

FujiBikes.com/Europe


e

einu þilfari hærri. Við nýtum hvert einasta rými í Sæbjörginni og getum vel hugsað okkur meira pláss fyrir kennsluna. Áður sigldi Sæbjörgin hringinn í kringum landið á sumrin og við vorum með námskeið víða á landsbyggðinni. Þar hefur orðið mikil breyting á, samgöngur hafa batnað verulega en það sem mestu máli skiptir er að útgerðir eru ekki að stoppa skipin í sín í einhverja daga af því að Slysavarnaskóli sjómanna er að mæta á svæðið, þannig að í mörgum tilvikum hentar það útgerðinni og sjómönnum betur að koma til okkar. Það kemur þó stöku sinnum fyrir að við erum beðin um að fara með námskeið út á land fyrir áhafnir og þá gerum við það um borð í þeirra skipum.“ Hilmar segir að reglulega komi upp sú umræða hvort ekki sé rétt að flytja skólann upp á land en ef við gerum það og flytjum starfsemina í hefðbundnar kennslustofur þá er sjómaðurinn ekki lengur í sínu umhverfi. Umhverfið skiptir svo miklu máli, ég hef skoðað fjölda sambærilegra skóla sem eru í hefðbundnu skólahúsnæði og ég líki því ekki saman. Við viljum kenna um borð í skipi og við finnum að þar líkar þeim vel.“ Að sögn Hilmars þykir honum jafn gaman að fara í vinnuna í dag og fyrstu dagana í starfi, „enda vinn ég með góðu fólki og þá á ég við starfsfólk skólans, félagsins og þeirra sem sækja fræðslu til okkar.

Nemendur Slysavarnaskóla sjómanna fylgjast með Boga Þorsteinssyni kennara útskýra búnað gúmmíbjörgunarbáta.

23


Hvað er fagmennska í útköllum? Til að geta svarað því er gott að byrja á því að skoða hvað fagmennska er. Þegar við byrjum að leita að orðinu fagmennska í orðabókum eða www.snara.is kemur í ljós að ekki er til skilgreining á orðinu fagmennska! Hvað þá? Er það þá sjálfdautt að biðja fólk um að sýna fagmennsku í útköllum?

Nei! Fagmennskan er ekki dauð. Orðið fagmennska hefur orðið til á síðari árum en þar áður var talað um fagleg vinnubrögð. Við tengjum fagmennskuna við fagleg vinnubrögð ákveðinnar faggreinar sem að við sem félagasamtök teljum okkur vera. Til þess að fólk álíti að um fagmennsku sé að ræða krefst fólk að sá sem ynnir vinnuna af hendi hafi aukna menntun í faginu

24

Er skortur á fagmennsku vandamál í útköllum? Já og nei. Árið 2015 voru haldin 390 námskeið sem 4.400 þátttakendur sóttu á vegum Björgunarskólans. Það er því góð uppsveifla og vitundarvakning meðal félaga SL um hve mikilvæg menntun er fyrir starfið. Þá er einungis helmingurinn unninn. Þekkingunni hefur verið miðlað en þá kemur að erfiða

hlutanum það er að beita henni í útköllum. Eins og við vitum að þá er dagsformið mismunandi eftir dögum og eftir því hvaða tíma dags útkallið kemur. Í útköllum eins og leitum þar sem að krafist er mikillar einbeitingar á meðan útkallinu stendur getur verið mjög auðvelt að missa einbeitinguna á truflunina í kringum okkur. Það eru flestir meðvitaðir um það að leit sé ekki göngutúr. Er það mantra

Einar Eysteinsson


KÆRU FÉLAGSMENN

20% ALLT AÐ

AFSLÁTTUR SJÖ

GEGN FRAMVÍSUN FÉLAGSSKÍRTEINIS

VERSLANIR MEÐ MIKIÐ VÖRUÚRVAL

REYKJAVÍK, Dvergshöfða 2, KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata, HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17, REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7, AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngási 13

www.bilanaust.is

Sími: 535 9000

Gæði, reynsla og gott verð!


sem farið hefur verið með á leitartækninámskeiðum í fjölda ára. Gallinn er að hratt breytist leitin í göngutúr, alveg ósjálfrátt.

Farsíminn Í ofanálagt hafa truflanir í umhverfinu aldrei verið jafnmiklar. Allir eru með farsíma, einhverjir með snjallúr eða spjaldtölvur með sér. Flestir ef ekki allir sem eiga snjallsíma kannast við þann tíma sem að síminn stelur, smáforrit eins og Messenger, Instagram, Snapchat og Facebook geta verið mjög lúmsk og oft gerir notandinn sér ekki grein fyrir því að hann er kominn með símann í hendurnar og á Snapchat fyrr en búið er að horfa á allar “stories”. Æ algengara er að sjá björgunarsveitarfólk í útköllum með símann á lofti, taka myndir, senda snöpp eða bregðast við einhverjum af þeim fjölda tilkynningahljóða sem að síminn gefur frá sér í tíma og ótíma. Það er þó þannig að fæst erum við tilbúin að gefa frá okkur símann. Aðgerðagrunnurinn er okkur aðgengilegur og þetta er eitt besta samskiptatækið okkar. Nýtist það ekki einungis til að skoða Aðgerðagrunninn heldur er farsíminn orðinn aðal fjarskiptatækið okkar við bækistöð og Neyðarlínuna. Oftast er auðveldast að taka upp farsímann til að hringja í bækistöðina til að fá upplýsingar eða í hópstjórann, frekar en að taka upp tetrastöðina og vera með það sem manni finnst vera óþarfa blaður í opnu fjarskiptunum. Síst af öllu viljum við missa

26

af afboðuninni sem kemur í sms frá Neyðarlínunni. Um leið og björgunarsveitarfólk verður meðvitað um þá truflun sem að farsíminn er að þá er hægt að bregðast við því til að lágmarka hana. Á flestum farsímum er hægt að setja á “bannstillingu” þá er hægt að stilla hvaða smáforrit og símanúmer ná í gegn. Bara við það að kveikja á henni tregur úr óþarfa truflunum sem björgunarsveitarfólk verður fyrir. Það eitt og sér er ekki nóg, björgunarsveitarfólk þarf að vera meðvitað um truflunina og taka meðvitaða ákvörðun um það að nota ekki farsímann nema þegar þarf. Um leið og farsíminn er notaður er viðkomandi ekki virkur í útkallinu. Það ekki hægt að tala í síma á meðan verið er að leita. Þá er athyglin ekki á leitina. Það er ekki hægt að skoða aðgerðagrunninn meðan björgunarmanni er slakað niður í fjallabjörgun. Önnur leið til að minnka áreitið af símanum er að geyma símann í bakpokanum en ekki í vasanum. Við það er verður björgunarsveitarmaðurinn síður var við hvert einasta píp í símanum. Notkun farsíma í útköllum er svo efni í aðra grein. Önnur truflun sem björgunarsveitarfólk þarf að eiga við í útköllum er tetra og vhf. Þetta eru fjarskiptatæki sem eru nauðsynleg okkar starfsemi en á sama tíma trufla. Aftur þarf björgunarsveitarfólk að vera meðvitað um truflunina og vera meðvitað um það. Óþarfi getur verið að allir í hópnum séu

með glamrandi talstöðvar í innanbæjarleit þar sem allir eru í talfæri. Þá getur verið nóg að einn sjái um fjarskiptin.

Hópstjórinn Eitt af hlutverkum hópstjóra í öllum útköllum er að virkja hópinn sinn. Það verkefni er auðveldara í óveðursútköllum eða fjallabjörgun heldur en í leit, þar sem að verkefnin í leit eru oft ekki jafn örvandi og krefjast meiri meðvitundar leitarmanna á að halda einbeitingunni. Hópstjórinn þarf því að vera útsjónasamur og vel áttaður á því sem að er að gerast innan hópsins. Í sumum tilfellum, sérstaklega ef um stóra leitarhópa er að ræða ca. 8 manns eða fleiri, þarf hópstjórinn að slíta sig frá hópnum. Hann þarf þá að stíga til hliðar sjá um fjarskiptin til að minnka truflunina á leitarmennina og pikkað í þá þegar leitin hefur breyst í göngutúr, ómeðvitað. Þá fær hann nauðsynlega yfirsýn og getur hvatt hópinn sinn áfram. Það er í einhverjum tilfellum ásættanlegur fórnar kostnaður að nýta hópstjórann með þessum hætti þar sem að hann getur þá fengið meira útúr leitarmönnunum sínum en annars.

Annað sjónarhorn Það getur verið hollt fyrir alla að fá nýtt sjónarhorn á verkefnið og stíga útúr þeim ramma sem viðkomandi stendur í á meðan útkallinu stendur og horfa yfir með gagnrýnum augum á það sem er




að gerast. Í fjölmörgum tilfellum mun koma í ljós fagleg vinnubrögð en einnig mun koma í ljós hópar af einstaklingum sem fallið hafa óvart í göngutúrinn og að lokum þriðji hópurinn sem álítur leitarútköll sem göngutúr. Markmiðið er að átta sig á þeim aðstæðum sem valda því að leitarmenn missi einbeitinguna á leitinni og leitin verður að göngutúr. Þetta verður þó að gerast með þeim hætti að það hafi ekki áhrif á gang útkallsins. Nýta tímann þegar bið er hjá svæðisstjórn eða nestispása.

Verum meðvituð Þegar öllu er á botninn hvolft þurfa allir að vera meðvitaðir að vinna verkefnin sín á faglegann hátt. Við lítum á okkur sem fagfólk og almenningur og samstarfsaðilar gera það líka. Til þess þurfum við að vera dugleg að mennta okkur og vera meðvituð um það sem við erum að gera. Leit er ekki göngutúr heldur krefjandi verkefni sem krefst fullrar athygli allan tímann. Það er erfitt og þreytandi en við verðum að læra að þekkja okkur. Það er ekkert óeðlilegt við það að þurfa að fara í hvíld í leit. Gerum það frekar en að fara í göngutúr. Ef við þurfum að svara síma, stoppum svörum símanum, að símtali loknu göngum frá honum aftur í bakpokann og hefjum leit að nýju. Reynum að forðast óþarfa spjall og notkun á farsímanum, Facebook fær að bíða þar til eftir útkallið.

29



Er slóðaleit rúntur eða leitaraðgerð? Útkall – F2 – Gulur. Slóðaleit í grennd við Reykjavík. Þegar boð sem þessi berast frá neyðarlínunni þeysast bílstjórar björgunarsveita af stað til þess að leggja sitt af mörkum. En er nóg að senda bíl sem er mannaður af tveimur mönnum í slíka leit? Getur bílstjóri verið að leita um leið og hann er að keyra? Skiptir einhverju máli hvernig leit sem þessi er framkvæmd? Erum við ekki bara að rúnta einhverja slóða? Höfundur: Edda Björk Gunnarsdóttir – Yfirleiðbeinandi í leitartækni

31


Hvað er slóðaleit? Á fyrstu stigum leitar getur verið gagnlegt að nýta farartæki við hraðleit. Oft á tíðum eru sveitir fengnar til þess að senda bíla í svo kallaða slóðaleit þar sem leitaðir eru helstu slóðar og stígar út frá útgangspunkti leitar (ÚPL). Einnig eru oft send farartæki á helstu hættustaði sem vitað er um á svæðinu, skjólstaði og fallega útsýnisstaði svo dæmi séu nefnd.

En að hverju erum við að leita? Hugur leitarfólks ætti ekki bara að vera stilltur inn á að finna farartækið standandi á fjórum hjólum eða að hinn týndi sé röltandi um. Leitarfólk ætti að vera vakandi fyrir öllum vísbendingum sem þeir verða áskynja um ásamt því að vera leita að faratækinu eða hinum týnda. Það er því miður með öllu óvíst í hvaða ástandi farartækið mun vera í þegar það kemur í leitirnar. Það er allt eins líklegt að það eina sem við munum greina af því sé hjólbarði sem stendur upp úr skurði eða undirvagn sem fellur vel inn í svart hraun. Við verðum að hafa augun opin fyrir öllum vísbendingum sem kunna að verða á vegi okkar. Þær geta verið allt frá því að vera hjólför sem liggja út af slóðanum yfir í það að vera brotin stika eða brot úr glitauga í vegakantinum.

Hversu marga þarf til að leita úr bíl? Í gegnum tíðina hafa björgunarsveitarbílar oft verið hálf tómir þegar þeir halda af stað í slóðaleit. Staðreyndin er sú að ef við ætlum að leita vel úr bíl þurfa að vera fjórir til fimm í bílnum. Hver og einn ætti að

32

vera meðvitaður um sitt hlutverk í leitinni og annarra í bílnum. Hlutverkin skiptast á þessa leið: Bílstjórinn Akstur bílsins er á ábyrgð bílstjórans. Bílstjórinn er því ekki leitarmaður í leitinni. Hann ætti að einbeita sér að akstrinum og að halda hæfilegum hraða svo auðvelt sé að leita úr bílnum. Leitarmaður í framsæti - hægra megin Leitarmaðurinn hefur það hlutverk að leita svæðið fyrir framan bílinn. Hans leitarsvið nær frá hliðarrúðunni farþegamegin og út um hliðarrúðu bílstjórans. Leitarmaður aftur í, vinstra megin Hlutverk hans er að leita svæðið frá gluggapóstinum vinstra megin við framrúðuna, út um hliðarrúðurnar, aftur fyrir bílinn og að gluggapóstinum hægra megin við afturrúðuna. Miðjumaðurinn aftur í Leiðsögn, fjarskipti og skriffinnska er á ábyrgð miðjumannsins. Hann þarf að hafa yfirsýn yfir leitarsvæðið sem hópurinn er með og geta sagt bílstjóranum til vegar. Einnig sinnir hann fjarskiptum og er ritari hópsins ef einhverjar athugasemdir eru varðandi svæðið. Ef lítið er að gera hjá miðjumanninum má hann að sjálfssögðu hjálpa til við leitina því betur sjá augu en auga. Leitarmaður aftur í , hægra megin Þessi leitarmaður leitar svæðið frá gluggapóstinum

hægra megin við framrúðuna, út um hliðarrúðurnar, aftur fyrir bílinn og að gluggapóstinum vinstra megin við afturrúðuna. Ef við nýtum þetta fyrirkomulag stuðlum við að notkun leitarkúlunnar og tyggjum þar að leiðandi að ekkert svæði verði útundan.

En á leitarfólk bara að stara út um gluggann? Líkt og komið hefur fram ætti hver björgunarmaður í bílnum að einbeita sér að sínu hlutverki. Leitarfólk ætti að leita sitt svæði vel. Góð þumalputtaregla er að leita svæðið sitt frá hægri til vinstri og svo frá vinstri til hægri. Í fyrri umferðinni ætti að leita nær umhverfi bílsins en í seinni umferðinni fjær umhverfi hans.

Skiptir aðbúnaðurinn í bílnum einhverju máli? Leit krefst athygli og einbeitingar og því verður að lágmarka áreiti á leitarfólk. Dúndrandi tónlist þar sem allir í bílnum syngja með eða kjaftagangur sem líkist fuglabjargi er ekki málið í slóðaleit. Slökkt ætti að vera á útvarpstækinu nema þá helst á fréttatímum og samræðum ætti að halda í lágmarki. Ætti leitarfólk og bílstjóri að nota tímann þegar fréttatími er til þess að hvíla augun og nærast. Margir þættir geta haft áhrif á útsýni leitarmanna út úr bílnum. Gæta verður að því að rúðurnar séu hreinar og að ekki safnist móða á þær. Í sumum tilvikum getur einfaldlega verið betra að skrúfa rúðurnar niður og horfa beint út. Slíkar aðstæður kalla


Öryggi ætti að hafa að leiðarljósi við slóðaleit sem og aðrar leitir. Ávallt skal nota bílbelti þegar bíllinn er á ferð og forðast skal að gera bílstjóranum bylt við á nokkurn hátt. Ekki ætti að standa upp um topplúgur á bílum eða sitja á þaki bifreiðar við leit sem þessa.

Viðbrögð leitarfólks þegar bíll hins týnda eða hann sjálfur finnst?

á að leitarfólk klæði sig í samræmi við veðrið úti því miðstöðin í bílnum hefur einnig truflandi áhrif. Augun eru mikilvægustu tæki leitarmannsins því án þeirra leitum við ekki mikið. Það tekur okkur um þrjátíu mínútur að aðlagast myrkri og fá fram

nætursjónina en aðeins örfáar sekúndur að skemma hana. Við verðum því að vera meðvituð um að ljósanotkun getur í sumum tilvikum gert illt verra en ef leitað er í myrkri. Gæta þarf sérstaklega að ljósum inn í bílnum sem og vinnuljósum.

Þegar fundur er tilkynntur ætti hópstóri að óska eftir einkakalli í tetra stöðina sína. Með því er hægt að koma í veg fyrir óþarfa forvitni annars leitarfólks og að aðrir safnist saman á fundarstað. Ef ekki er hægt að tilkynna fundinn í gegnum tetra ætti að notast við síma eða VHF. Gæta verður að því að tala skýrt mál og þarf viðkomandi aðili að vera búinn að ákveða áður en hann kallar hvað hann ætlar að segja. Ekki ætti að tala undir rós vegna hættu á misskilningi. Auk þess ætti að reyna að taka mynd í gegnum aðgerðagrunninn og takmarka birtingu hennar við stjórnendur aðgerðarinnar. Leitarfólk ætti því næst að tryggja að aðstæður hinn týndi sé í bílnséu öruggar. Athuga þarf hvort um og hvort það sé í lagi með hann. En þegar það er gert verður leitarfólk að hafa í huga að vernda vettvanginn. Til þess að fræðast meira um verndun vettvangs vil ég benda ykkur á að kynna ykkur grein um vísbendingar og verndun vettvangs eftir greinarhöfund sem kom út í Björgun 2.tbl. 2015.

33


BÓKAÐU FRAM Í TÍMANN! FLUGFELAG.IS

islenska/sia.is FLU 83275 03/17

Verð frá 7.500 kr.

Við óskum öllum fulltrúum á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar góðs gengis og skemmtunar á þinginu í maí. Flugfélag Íslands mælir með því að stytta ferðalagið og lengja tímann á landsþinginu. Taktu flugið vestur.


Við þurfum ekki alltaf að bíta á jaxlinn

Sálrænn stuðningur

islenska/sia.is FLU 83275 03/17

Umræða um mikilvægi sálræns stuðnings hefur aukist undanfarin ár á meðal viðbragðsaðila og í þjóðfélaginu almennt. Það á ekki síst við innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar og eininga þess. Á síðasta ári var sett af stað verkefni innan vébanda SL sem miðar að því að skoða hvernig þessum málum er háttað hjá félaginu og setja fram tillögur um hvernig æskilegt sé að útfæra sálrænan stuðning með fræðin og góða starfshætti að leiðarljósi.

Samstarfsaðilar og skipulagsteymi ráðstefnunnar. Efri röð frá vinstri: Ólafur Örn Bragason sálfræðingur Ríkislögreglustjóra, Elva Tryggvadóttir f.h. Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Heiðdís Valdimarsdóttir HR, Njáll Pálsson Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna, Þuríður B. Ægisdóttir lögreglan, Neðri röð frá vinstri: Ingibjörg Halldórsdóttir RKÍ, Elva Björk Björnsdóttir Neyðarlínunni, Svanhildur Sverrisdóttir LHG, Guðmundur Ingi Rúnarsson lögreglan, Sigríður Björk Þormar Sálfræðingunum Lynghálsi.

Stiklað á stóru í sögulegu samhengi Sögu sálræns stuðnings hjá félaginu má rekja allt frá 1990 þegar nokkrir félagar sóttu námstefnu Borgarspítalans um áfallahjálp en á þeim tíma var þörf fyrir skipulagða áfallahjálp orðin greinileg. Í framhaldinu Elva Tryggvadóttir:

stóð Björgunarskólinn fyrir fyrirlestrarröð um málefnið árin 1992-93 og hópur áhugasamra félaga taka sig saman og „áfallahópur Landsbjargar“ verður til. Þeirra hlutverk var meðal annars að miðla þekkingu, veita aðstoð/stuðning og benda á fagaðstoð.

Örlagaárið 1995 falla mannskæð snjóflóð á Vestfjörðum og heilbrigðisráðherra setur saman nefnd til að efla og auka áfallahjálp á Íslandi. Tillögur um heildarskipulag áfallahjálpar eru settar fram í kjölfarið. Ýmsar útfærslur komu þar fram meðal annars

35


um stofnun Miðstöð áfallahjálpar sem enn er starfandi. Árið eftir, eða 1996, heldur Björgunarskólinn tvö námskeið fyrir stuðningsfélaga og á sama tíma byrjar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að vera með viðrunarfundi eftir útköll. Næstu ár á eftir einkennast af fleiri fyrirlestrum á vegnum Björgunarskóla, erindi um Áfallahjálp er á Björgun 2000 og árið 2001 skipar stjórn Landsbjargar stýrihóp um áfallahjálp. Áfallahópur Landsbjargar sem var seinna var kallaður stuðningsfélagahópur er virkur og safnar sér þekkingu bæði hér heima og erlendis. Uppúr 2003-4 fer þó að draga úr hlutverki stuðningsfélagahópsins og liggja margar ástæður að baki. Nefna má færri útköll hópsins, félagar hans fara að sinna börnum og búi, flutningur félagsins frá Stangarhyl í Skógarhlíð og breytingar á starfsmannahópi skrifstofunnar hefur áhrif auk þess sem það dró úr stuðningi stjórnar félagsins. En á meðan það dregur úr hjá félaginu eykst uppbygging annars staðar. Um 2004-5 stendur Rauði Kross Íslands fyrir vinnuþingi um „Áfallahjálp á landsvísu“ en þeirra hlutverk er að efla þekkingu á sálrænni skyndihjálp. Auk þess verður skipulag áfallahjálpar innan almannavarna að veruleika en með áherslu á almenning. Árin 2007-8 setur Ríkislögreglustjóri fram skýrt vinnulag hjá sér um félagaog sálfræðistuðning fyrir lögreglu.

Staðan í dag er að allir viðbragðsaðilarnir eiga það sameiginlegt að vilja hafa góðan tilfinningalegan aðbúnað fyrir starfsmenn og sjálfboðaliðana

sína. Sú vinna er mislangt á veg komin og getum við lært heilmargt hvert af öðru. Þekking á mikilvægi sálræns stuðnings hefur aukist, rannsóknir sína fram á gagnsemi opinnar umræðu, fræðslu og félagastuðnings meðal viðbragðsaðila og er af hinu góða. Sálrænn stuðningur mun þó aldrei verða einhver töfralausn en ásamt ofangreindu er hluti af honum að aðstoða félaga í að virkja bjargráð sín, hjálpa þeim að hjálpa sér sjálfir og virkja sín stuðningsnet.

Ráðstefna 2. - 4. nóvember 2016 Ráðstefnan „Sálrænn stuðningur við viðbragðsaðila í neyðarþjónustu“ var haldin dagana 2. – 4. nóvember á síðasta ári. Markmiðið með ráðstefnunni var að auka þekkingu viðbragðsaðila á hugtakinu sálrænn stuðningur, verklagi og ferlum tengdum stuðningi og mikilvægi þess að innleiða slíkt verklag inn á öll stig viðbragðsferilsins. Auk þess að efla þekkingu stjórnenda innan viðbragðsaðila á þörfinni fyrir stuðning og áhrifum þess að veita góðan stuðning. Ráðstefnan var skipulögð af nokkrum einstaklingum innan raða viðbragðsaðila ásamt Sálfræðingunum Lynghálsi og í samráði við alla viðbragðsaðila á Íslandi, en það er einstakt á heimsmælikvarða að ná öllum þessum aðilum að sama borði. Fullt var út úr dyrum á ráðstefnunni og augljóst að áhuginn er mikill og er einhugur viðbragðsaðila um að efla sálrænan stuðning. Í tengslum við ráðstefnunna var boðið uppá ýmsar vinnustofur til að dýpa þekkingu þátttakenda. Dæmi um vinnustofur var skipulagning góðs félagastuðnings, hvernig stjórnendur ættu að sinna og skipuleggja stuðning, hvernig tekist er á við erfitt útkall og fleiri áhugaverðar nálganir. Að ráðstefnunni stóðu: • Landssamband lögreglumanna

36


GÓÐIR KOSTIR fyrir björgunarsveitir

Yamaha Wolverine-R er fjölhæfur 4X4 bíll sem lætur vel að stjórn, er þægilegur og öruggur í notkun.

Arctic Trucks Ísland ehf. Kletthálsi 3 110 Reykjavík

Sidewinder M-TX SE 162 árgerð 2017 er tímamóta vélsleði frá Yamaha með turbo-mótor frá verksmiðju sem kemur þér í nýjar hæðir!

Sími Netfang Vefur

540 4900 info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is

Yamaha býður gott úrval utanborðsmótora fyrir stóra sem smáa báta. Þeir eru þekktir fyrir áreiðanleika og gott verð, eru hljóðlátir og hlaðnir bestu fáanlegu Yamaha tækni.

®

EXPLORE WITHOUT LIMITS


• Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna • Slysavarnafélagið Landsbjörg • Sálfræðingarnir Lynghálsi • Neyðarlínan • Rauði Kross Íslands • Ríkislögreglustjóri • Landhelgisgæslan • Háskólinn í Reykjavík Skilningur aukist Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson setti ráðstefnuna. Í ræðu hans kom fram að Íslendingar hafa þurft að þola miklar þrengingar í gegnum tíðina. Við slíkar aðstæður sé ómetanlegt að eiga mannskap sem hefur kunnáttu, kjark og tæki til að bjarga fólki úr lífsháska og fyrir slíkt getum við aldrei þakkað nóg. „Skilningur manna á hugrænum eða sálrænum þáttum, hvers kyns neyðar- og björgunarstarfa hefur aukist til muna á nýliðnum árum og sú var tíðin að margir töldu best að bíta á jaxlinn, vera þykkskinnungar, þegja alveg um ástvinamissi og aðrar hremmingar vegna náttúruhamfara en nú vitum við, að flestum er nauðsynlegt að vinna úr slíku með ákveðnum hætti. Enginn er minni maður fyrir að

gangast við því að sálrænt álag fylgir því að horfast í augu við hættur, slys og dauða. Hitt er sönnu nær að það sé merki um djörfung og skynsemi að gangast við slíkri áraun og vinna úr henni með aðstoð þeirra sem reynsluna hafa og geta miðlað öðrum af þekkingu sinni á slíku sviði.“ Ennfremur sagði Guðni frá því, að það er kominn tími til að skilja að það kostar ekki bara líkamsburði að glíma við erfiðustu útköllin og hann fagni því að fólk komi saman og fjalla um þessi efni. Hann þakkaði þeim sem standa að þessari ráðstefnu fyrir að stuðla að því að breiða út þekkingu um sálrænan stuðning við viðbragðsaðila í neyðarþjónustu.

Samstarfið Allir sem að ráðstefnunni komu eru sammála um að viðhalda samstarfinu og ekki síður samtalinu, enda eigum við að nýta okkur nálægð viðbragðsaðila hér á landi. Með því getum við hraðað uppbyggingu á öflugu þekkingarnet og eflt sálrænan stuðning við viðbragðsaðila.

En hvað er framundan hjá SL Til að vel sé staðið að sálrænum stuðningi hjá félaginu þarf ferlið að vera í lagi og hlutverk aðila skýr.

Dæmi um hlutverk: • Félagið sjálft; Stefna, ferlar og leiðbeinandi viðbragðsáætlanir • Björgunarskóli; Þjálfun og námsefni sé við hæfi, undirbúningur fyrir útköll og atvik í starfi • Aðgerðastjórn; Aðkoma aðgerðastjórnenda í tengslum við útköll • Bækistöð; Félagastuðningur og fræðsla (eða utanaðkomandi sé það ekki til staðar) • Fagaðstoð; Aðgengi að fagaðstoð sé til staðar Verkefnið heldur áfram, búið er að skoða sögu félagsins, liggja yfir fræðunum, skipuleggja ráðstefnu ásamt öðrum viðbragðsaðilum, taka samtal við aðgerðastjórnendur á ráðstefnu aðgerðastjórnenda á Höfn í febrúar síðastliðnum og endurskoðun er hafin á námsefni Björgunarskólans. Nú á vormánuðum verða tekin saman drög að stefnu og lagðar fram tillögur að ferlum og leiðbeinandi viðbragðsáætlunum fyrir stjórn félagsins og til stendur að vera með námskeið í félagastuðningi í byrjun maí sem nánar verður auglýst af Björgunarskóla. Við þurfum ekki alltaf að bíta á jaxlinn þó það sé vissulega gott stundum.

Þú færð það allt hjá DONNU Ný grjónadýna frá GERMA Nýtt PAD500 hjarta­ stuðtæki sem leiðbeinir bæði um hjartahnoð og stuð, engir aukahlutir aðeins notast við venjuleg rafskaut. Verð frá kr. 199.600 m. vsk.

Ný hönnun, ný lögun, nýir litir Samkvæmt stöðlum EN 1865 og EN 1789 um sjúkraflutninga Léttari 7,9 kg og 25% fyrirferðaminni. Lengd 208 sm, breidd 130 – 72 sm Úr eldtefjandi efnum Hólfuð að innan til að halda grjónum á réttum stað X-laga ólar halda betur um sjúkling Stíf styrking fyrir hálsliði og efra bak Áratuga reynsla á Germa ventlum Taska, dæla og viðgerðarsett fylgir með

Ferno og Cascade sjúkrabörur og hjól undir skeljar. Spelkur og hálskragar í úrvali WHELEN LED ljós og ljósabogar PAX töskur, belti og beltatöskur Ný heimasíða: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf

38

Móhellu 2, 221 Hafnarfjörður

Sími 555 3100 www.donna.is


Er besti hjálmurinn ekki besti hjálmurinn? Það er ekki lengur hægt að fara í Sölu varnarliðseigna og kaupa gamla stálhjálma frá Varnarliðinu. Valið stendur því um Iðnaðarhjálm, klifurhjálm, reiðhjálm, reiðhjólahjálm, skíðahjálm, straumvatnshjálm, vélsleðahjálm, hulinshjálm og lengi má telja áfram.

Mynd 1. Björgunarsveitarhjálmar, f.v.: straumvatnshjálmur, klifurhjálmur, björgunarhjálmur, klifur- og iðnaðarhjálmur, reiðhjólahjálmur, bátahjálmur og vélsleðahjálmur.

Hinn fullkomni björgunarmaður er með fullkominn hjálm fyrir allar aðstæður. Þá er það spurningin hvernig er hinn fullkomni hjálmur? a) Hann er léttur b) Hann er þægilegur c) Hann situr vel d) Hann hefur gott jafnvægi e) Hann er með festingar fyrir fylgihluti eins og t.d. ljós, heyrnarhlífar og facebook f) Hann uppfyllir staðla

Vettvangur björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar er frá hafsbotni, upp til skýja og allt þar á milli. Við köfum, siglum, göngum fjörur, hjólum og ríðum á hestum. Keyrum fjórhjól og vélsleða. Eltumst við fjúkandi þakplötur og skríðum í rústum. Klifrum í ís og klettum, sullum í straumvatni. Göngum á fjöll og skíðum niður. Til eru sér staðlar fyrir flest alla þessa vettvanga og hannaðir hafa verið hjálmar fyrir sérhvern þeirra. Kosturinn við þessa sér staðla og sérhæfingu er að við fáum

hjálma sem eru þægilegir og veita góða vörn fyrir sínar aðstæður. Léttustu hjálmarnir á markaðnum eru 150-165 gramma klifurhjálmar (t.d. Petzl SIROCCO). Gallinn við þá er að þeir eru ekki hannaðir til að veita sömu vörn og t.d. straumvatnshjálmar sem verja hnakka og hliðar betur. Iðnaðarhjálmar og klifurhjálmar veita mjög sambærilega vörn en klifurhjálmurinn er hannaður með öflugri sylgju á hökubandi til þess að hjálmurinn haldast á höfðinu við fall. Vélsleðahjálmar (2 kg) veita lík

39


Mynd 2 Petzl Vertex Best. Iðnaðar og klifurhjálmur sem hentar mjög vel til björgunarstarfa.

Mynd 3 Manta MH/3 björgunarhjálmur.

Mynd 4 Manta MH/3 björgunarhjálmur. Veitir mun meiri vörn fyrir hliðar og hnakka en hefðbundnir klifurhjálmar.

Mynd 5 Hefðbundinn klifurhjálmur sem veitir litla vörn fyrir hnakka og hliðar.

Mynd 6 Hefðbundinn straumvatnshjálmur sem vetir frábæra vörn fyrir hnakka og hliðar en ekki fallandi hluti eins og klifur og iðnaðarhjálmar.

Hinn fullkomni björgunarmaður er með fullkominn hjálm fyrir allar aðstæður. Þá er það spurningin hvernig er hinn fullkomni hjálmur? a) Hann er léttur b) Hann er þægilegur c) Hann situr vel d) Hann hefur gott jafnvægi e) Hann er með festingar fyrir fylgihluti eins og t.d. ljós, heyrnarhlífar og facebook f) Hann uppfyllir staðla Vettvangur björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar er frá hafsbotni, upp til skýja og allt þar á milli. Við köfum, siglum, göngum fjörur, hjólum og ríðum á hestum. Keyrum fjórhjól og vélsleða. Eltumst við fjúkandi þakplötur og skríðum í rústum. Klifrum í ís og klettum, sullum í straumvatni. Göngum á fjöll og skíðum niður. Til eru sér staðlar fyrir flest alla þessa vettvanga og hannaðir hafa verið hjálmar fyrir sérhvern þeirra. Kosturinn við þessa sér staðla og sérhæfingu er að við fáum hjálma sem eru þægilegir og veita góða vörn fyrir sínar aðstæður. Léttustu hjálmarnir á markaðnum eru 150-165 gramma klifurhjálmar (t.d. Petzl SIROCCO). Gallinn við þá er að þeir eru ekki hannaðir til að veita sömu vörn og t.d. straumvatnshjálmar sem verja hnakka og hliðar betur. Iðnaðarhjálmar og klifurhjálmar veita mjög sambærilega vörn en klifurhjálmurinn er hannaður með öflugri sylgju á hökubandi til þess að hjálmurinn haldast á höfðinu við fall. Vélsleðahjálmar (2 kg) veita líklegast bestu alhliða vörnina við höggum en fáir taka þá fram yfir léttann og lipran klifurhjálm í ísklifri. Líklega heldur ekkert skemmtilegt að vera með vélsleðahjálm á kafi í vatni. Öll þessi sérhæfing hjálma gerir það að verkum að við þurfum hrúgu af hjálmum. Klifurhjálmurinn dugar ekki ef við ætlum að hjóla, skíða eða ganga fjörur. Hinn almenni björgunarmaður þarf því fjölmarga hjálma sem endurnýja þarf síðan á um það bil 5-10 ára fresti (misjafnt samt eftir tegundum). Multisport hjálmar eins og t.d. Receptor+ frá POC, Meteor 3 frá Petzl og VERT frá Salewa leysa mörg þessara hlutverka. Gallinn við þá hjálma er yfirleitt að þeir eru þyngri og/eða dýrari heldur en sérhæfðu hjálmarnir. Samt sem áður ódýrari, fyrirferðaminni og léttari en að burðast með 3-4 hjálma í bakpokanum. Petzl Vertex Best hefur verið hjálmurinn sem Íslenska alþjóðasveitin hefur verið að nota. Hann uppfyllir bæði klifur- og iðnaðarstaðla og hefur löngu sannað sig sem góður og þægilegur alhliða hjálmur. Hann er talsvert þyngri en léttustu klifurhjálmarnir eða um 455 grömm. Hægt er að fá ýmsa fylgihluti á hjálminn svo sem heyrnahlífar, andlitshlífar ljós og öryggisgleraugu. Þar sem öryggisgleraugun renna upp á utanverðum hjálminum er illa hægt að nota þau með höfuðljósi þar sem ekki er hægt að renna þeim upp nema taka ljósið fyrst af. Manta MH/3 frá Future Safety er sérhannaður björgunarsveitarhjálmur sem kom á markaðinn 2008 og hefur hægt og rólega verið að skapa sér sess meðal slökkvi-, sjúkraliða og björgunarsveita út um allan heim. Manta hjálmurinn er 550 grömm (100

grömmum þyngri en Petzl Vertex Best). Hann veitir mun meiri vörn til hliðanna og á enni og hnakka heldur en Petzl hjálmurinn. Hann nær samt ekki eins langt niður á hnakka og straumvatnshjálmar þó svo hann þoli fastari högg. Gefur frameiðandinn upp höggvörn upp á 100 joules á hvirfil og 90 joules á hliðar, fram og aftur. Með Manta MH/3 er að mínu mati kominn einn besti alhliða björgunarsveitarhjálmurinn. Hann má nota á bátunum, í fjörunni, á hjólunum, í óðveðurum, í rústabjörgun og í klifri. Hann er hjálmurinn sem farþegar á vélsleðum og fjórhjólum geta notað þegar verið er að ferja björgunarmenn með þeim tækjum. Hann er líklega hvergi besti hjálmurinn í hverjum flokki en hann vinnur það sannarlega upp með því að vera ofarlega í þeim öllum. Gefur framleiðandinn út að Manta MH/3 hjálmarnir séu fyrir: • Vinnu í hæð / fjallaklifur (working at height / urban climbing) • Vinnu á sjó / bátastjórn (maritime operations / boat driver) • Vinnu í þröngum rýmum (confined space / CBRN) • Tæknilega aðstoð / björgun (technical assistance / rescue) • Vélsleða/sjóþotur/fjórhjól (snowmobile / jetski / quad bike) Staðlar sem Manta MH/3 hjálmarnir uppfylla • EN14052:2005 High performance safety helmet • PAS 028:2002 Marine safety helmet • FS/1 Quad & ATV helmet • EN1384 Equestrian helmet • EN166:2002 Industrial eye protection • EN12492 Working at height / Mountaineering

Hvar fást hjálmar Dynjandi (www.dynjandi.is) • Iðnaðar- og klifurhjálmar: Peltor, Protos, Scott og Kask Fjallakofinn (www.fjallakofinn.is) • Klifurhjálmar: Black Diamond, Fuhsia og Petzl GGsport (www.ggsport.is) • Iðnaðar- og klifurhjálmar: CT, Kask og Kappa • Bátahjálmar/vatnasporthjálmar: Gecko, Hiko, Typhoon og Gath Hafsport (www.hafsport.is) • Björgunarhjálmar: Manta MH2 og MH/3 • Bátahjálmar Evererst (www.everest.is) • Klifurhjálmar: Mammoth Íslensku Alparnir (www.alparnir.is ) • Skíðahjálmar Útilíf (www.utilif.is) • Klifurhjálmar: Petzl


HVAÐ ERT ÞÚ TILBÚIN(N) AÐ BORGA FYRIR ALVÖRU JEPPA? 7 manna

2,6 t dráttargeta Hlaðinn búnaði

4x4

Læsing og lágt drif

Byggður á grind

GERÐU SAMANBURÐ Á VERÐI OG BÚNAÐI! Sjá samanburð á benni.is

Rexton frá: 4.790.000 kr.

Verið velkomin í reynsluakstur! Reykjavík Tangarhöfða 8 Sími: 590 2000

Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330

benni.is. Bílaríki, Akureyri Glerárgötu 36 Sími: 461 3636

Opið: Virka daga frá 9:00 til 18:00 Laugardag frá 12:00 til 16:00

Bíllinn í þessari auglýsingu endurspeglar ekki endilega það verð og þann búnað sem tilgreindur er. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur.


Heimaeyjargosið er fyrsta og eina eldgosið í byggð á Íslandi. Þess vegna þurfti snör handtök en aðeins um hálftíma eftir að gosið hófst lagði fyrsti báturinn af stað með fólk upp á land. Með samstilltu átaki tókst að koma öllu flóttafólki á brott um nóttina og hófst þá vinna við björgun eigna eftir því sem framast var unnt.

Við erum virkur styrktaraðili Slysavarnafélagsins Landsbjargar Á hverju Icelandair hóteli er herbergi eða svíta tileinkuð ákveðnu björgunarafreki til heiðurs Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. Bláa svítan á Icelandair hótel Reykjavík Natura er t.d. skreytt með ljósmyndum og textum frá gosinu í Heimaey 1973. Þar að auki rennur hluti af verði hverrar gistinætur í þessum herbergjum til Landsbjargar.

REYKJAVÍK NATURA

REYKJAVÍK MARINA

FLÚÐIR

VÍK

KLAUSTUR

HÉRAÐ

AKUREYRI

HAMAR


Björgunarskólinn 40 ára Björgunarskóli Slysavarnafélagsins Landsbjargar veður 40 ára á árinu en þessi menntastofnun björgunarfólks miðar upphaf sitt frá því að hópur félaga fór á vegum Landssambands Hjálparsveita Skáta til Noregs til þess

leiðandi í leit og björgun, við viljum vera fagmenn á því sviði og þar af leiðandi þurfum við að búa yfir nýjustu þekkingu og tileinka okkur hana. Við viljum geta unnið sem einn samheldinn hópur og þá þurfum við að nota sömu vinnubrögð, sama hvaðan af landinu við komum.

að sitja leiðbeinandanámskeið í fyrstu hjálp. Vegna tímamótanna þótti skólanum og skólaráði upplagt að fara í smá naflaskoðun og eiga samtal við grasrótina í félaginu um menntun og þjálfun innan SL. Málþingin voru vel sótt en þar fór fram opin, upplýsandi og gagnleg umræða um skipulag námsins og áherslur skólans í framtíðinni. Með virkri þátttöku sinni í málþingunum veittu þátttaklendur Björgunarskólanum gríðarlega verðmætar upplýsingar, bæði um það sem vel hefur verið gert, en ekki síður um það sem hægt er að gera betur. Starfsfólk Björgunarskólans og skólaráð mun nú fara yfir punktar og athugasemdir sem fram komu á málþingunum og segja saman í vegvísi sem notaður verður til að móta skólastarfið til framtíðar. Í tengslum við málþingin var tekin saman smá myndbútur þar sem nokkrir félagar báru skilaboð til þátttakenda:

Sævar Logi Hjálparsveit skáta Hveragerði Jón Sigurðarson Björgunarsveitinni Vopna

Ég lenti í nokkuð alvarlegu slysi í æfingaferð og þar sýndi það sig hvað menntunin er mikilvæg því ferðafélagarnir mínir gátu brugðist við og metið rétt við þær aðstæður sem skyndilega komu upp.

Við erum lítil sveit með 17 á útkalli og 40 á heildarútkalli. Mér þykir mikilvægt að félagar okkar sæki bæði menntun og reynslu með því að sækja námskeið hjá Björgunarskólanum. Starfið verður öruggara og skemmtilegra. Menntun og reynsla félaga er lykilatriði í starfinu að okkar mati, þótt við séum lítil sveit.

Þór Þorsteinsson Björgunarsveitin Ok Í Borgarfirði eru þrjár björgunarsveitir en engin þeirra getur talist stór. Þess vegna höfum við farið þá leið, til að halda úti metnaðarfullu námskeiðahaldi, að aðilar úr öllum sveitunum hittast á vorin og ákveða hvaða námskeið við ætlum að halda næsta vetur og hvenær. Síðan sendum við óskalista á skólann og sem deilir námskeiðunum á milli sveita. Með þessu verður námskeiðahald markvissara, skráning verður betri og aðilar innan sveitanna vinna meira saman. Okkar markmið er að kenna öll námskeið í björgunarmanni 1 á tveimur árum, auk þess sem að við höldum ýmis námskeið í Björgunarmanni 2.

Gunnlaugur Björgunarsveitin Tindar Hnífsdal

Elín Freyja Björgunarfélag Hornafjarðar Það sem ég tel vera mikilvægast í menntunarmálum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er að við verðum

Menntun björgunarsveitafólks er ákaflega mikilvæg. Hún veitir okkur góðan grunn sem við getum byggt á með reynslu og þekkingu með því að æfa okkur. Í skólanum lærum við af mistökum annarra og þurfum þar af leiðandi ekki að gera sömu mistökin aftur sjálf. Mikilvægast af öllu finnst mér samt að samhæfa þekkinguna til þess að við getum öll unnið saman í þessum stóru verkefnum, eins og raunin hefur verið með verkefnin sem við höfum leysa á síðasta ári.

43


Nýtt og sameiginlegt húsnæði fyrir aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins

Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins tók á haustmánuðum 2016 í notkun nýja aðgerðastjórnstöð í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Aðgerðastjórnstöð aðgerðastjórnar höfuðborgarsvæðisins (AST) er byggð upp af fulltrúum viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. lögreglu, slökkviliði, svæðisstjórn á svæði 1, Rauða krossinum og Landspítala, en einnig er hægt til viðbótar að kalla til ýmsa aðila, t.d. veitu- og flutningafyrirtæki, allt út frá eðli aðgerða hverju sinni.

Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins tók á haustmánuðum 2016 í notkun nýja aðgerðastjórnstöð í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Aðgerðastjórnstöð aðgerðastjórnar höfuðborgarsvæðisins (AST) er byggð upp af fulltrúum viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. lögreglu, slökkviliði, svæðisstjórn á svæði 1, Rauða krossinum og Landspítala, en einnig er hægt til viðbótar að kalla til ýmsa aðila, t.d. veitu- og flutningafyrirtæki, allt út frá eðli aðgerða hverju sinni. 44

Elva Tryggvadóttir og Daníel Eyþór Gunnlaugsson:


Sterkur og harðduglegur. Sérútbúinn Mercedes-Benz Sprinter fyrir björgunarsveitir. Í grunninn er Sprinter einn öflugasti og fjölhæfasti bíll sinnar tegundar. Eftir að sérfræðingar í bílabreytingum hafa farið um hann höndum er hann frábær lausn fyrir björgunarsveitir og aðra viðbragðsaðila, sem þurfa oft að athafna sig við erfiðar aðstæður og flytja fólk í aðgerðir. Kíktu í heimsókn í atvinnubíladeild Öskju og kynntu þér þennan góða björgunarkost.

ASKJA ATVINNUBÍLAR · Fosshálsi 1 · 110 Reykjavík · Sími 590 2120 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi

Þú finnur okkur á Facebook „Mercedes-Benz Ísland atvinnubílar“


SPURÐU UM GÆÐI, SPURÐU UM GOODYEAR

KLETTUR • Klettagörðum 8-10 • 104 Reykjavík • Sími: 590 5100


Undirbúningsvinna við að hanna og skipuleggja stjórnstöðina hófst snemma árs 2015 og voru til að byrja með fulltrúar lögreglu, svæðisstjórnar og slökkviliðs kallaðir til. Fyrstu skrefin voru að átta sig á hvernig stöðin gæti mögulega litið út, en þá þegar hafði Sigríður Björk lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu samið við slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um leigu á rými í Skógarhlíð til að hýsa stjórnstöðina. Fjölmargir fundir voru haldnir í framhaldinu, alls kyns hugmyndir voru viðraðar og teknar umræður um kosti og galla hverrar fyrir sig. Í vinnuhópnum er breiður þekkingargrunnur og þegar ýmsar útfærslur voru klárar voru allir hagsmunaaðilar stjórnstöðvarinnar fengnir á stóran vinnufund þar sem allir gátu komið þörfum sínum og óskum á framfæri. Niðurstaðan var opið rými þar sem unnið yrði eftir SÁBF verkþáttaskipuriti. Verkþáttastöðurnar Áætlanir, Bjargir og Framkvæmdir geta raðast niður eftir umfangi hverju sinni og er grunnmynd borðaskipunar flæðandi þannig að verkþættir geta þanist út og dregist saman á víxl eftir eðli verkefna hverju sinni. Tveir starfsmenn, annar frá slökkviliði og hinn frá lögreglu, munu í framtíðinni hafa fasta viðveru í rýminu sem kemur til með að stytta boðleiðir og þar með viðbragðstíma þegar vá steðjar að.

ist hjá fulltrúum þeirra aðila sem standa að stjórnstöðinni, að eignast eigið rými til að geta samhæft og stýrt aðgerðum með meiri festu og fagmennsku en hingað til hefur verið unnt að gera sökum aðstæðna. Það að aðgerðastjórnstöðin skuli vera staðsett í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð gerir það að verkum að á skömmum tíma eru allir helstu viðbragðsaðilar komnir með sína fulltrúa í stöðina og aðgerðastjórn orðin starfshæf.

Til þess að byggja upp öfluga stjórnstöð þarf samstarf og samvinnu þeirra sem að henni koma og munu starfa þar saman í framtíðinni. Allir viðbragðsaðilarnir hafa komið inn með opnum hug og ljóst frá upphafi að allir stefna að sama marki, að byggja upp öfluga stjórnstöð sem byggir ekki einungis á veggjum og góðum tækjakosti heldur er mannlegi þátturinn einnig einn af máttarstólpunum. Fyrir utan samstarf og samvinnu er fjármögnun svo einnig veigamikill þáttur. Uppbygging

Tilgangurinn með sameiginlegri stjórnstöð er að gera samræmingu og stjórnun aðgerða markvissari á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess. Fram til þessa hefur aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins ekki haft neina skilgreinda stjórnstöð og því alltaf verið frekar heimilislaus, þrátt fyrir góðan vilja hinna ýmsu aðila við að hýsa aðgerðastjórnina í aðgerðum. Það var því langþráður draumur sem rætt-

47


strax í ljós af því að fá alla viðbragðsaðilana saman við lausn verkefnisins á skömmum tíma. Annað dæmi er leitin að Birnu Brjánsdóttur, en stjórnstöðin var vel nýtt í skipulagningu og stjórnun leitarinnar sem auðveldaði samvinnu viðbragðsaðila verulega. Í þeirri leit komu aðgerðastjórnendur SL víðs vegar af landinu til aðstoðar og fengu að kynnast rýminu. Snjóflóð í Esju í janúar síðastliðnum er svo enn eitt dæmið um verðmætt samstarf og mikilvægi góðrar samræmingar. Ljóst er að verkefnin verða fleiri í framtíðinni og með tilkomu stjórnstöðvarinnar er aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins hæfari til að takast á við þau verkefni sem framtíðin mun bera í skauti sér og getur veitt enn betri og markvissari þjónustu við almenning en hingað til. Það er því ekki úr vegi að óska okkur öllum til hamingju með þetta framfaraskref.

stjórnstöðvar er kostnaðarsöm, en þökk sé fjölmörgum styrktaraðilum sem og dugnaði aðildareininga er stjórnstöðin orðin að langþráðum veruleika. Mikið er komið af þeim búnaði sem þarf og vantar nú aðeins herslumuninn til að ná tilsettum áfanga. Uppsetning á rýminu hefur verið samvinnuverkefni margra, m.a. hafa lögregla, slökkvilið og svæðisstjórn unnið ötullega við að koma upp borðum, stólum, tæknibúnaði og frágang tenginga í stöðinni og er hafin vinna við að straumlínulaga verkferla og viðbragðsáætlanir. Aðgerðastjórnstöðin hefur nú þegar sannað gildi sitt. Má þar nefna fyrstu stóru prófraun hennar þegar rútuslys varð á Þingvallavegi nú á haustmánuðum. Stöðin var virkjuð strax og þó svo hún hafi ekki verið nema tilbúin að hluta, þá kom ávinningurinn

Skipulag neyðaraðgerða Skipulag neyðaraðgerða byggir á; Aðgerðastjórn, Vettvangsstjórn og Samhæfingarstöð og er verkþáttaskipuritið SÁBF, sem stendur fyrir Stjórnun, Áætlun, Bjargir, Framkvæmd notað við stjórn aðgerða á öllum stjórnstigum. Verkþáttaskipuritið SÁBF má beita við hvaða aðgerðir/verkefni sem er, óháð starfseiningum, umfangi eða stjórnstigi, svo sem við slys, leit, umferðarstjórnun, fjölda- og félagslega hjálp og fleira. Aðgerðastjórn (AST) Aðgerðastjórn er sameiginleg aðgerðastjórn viðbragðsaðila. Stjórn aðgerða í héraði þegar almannavarnaástand ríkir er í höndum lögreglustjóra í viðkomandi lögregluumdæmi. Hann situr í aðgerðastjórn skipa lögregla, fulltrúi almannavarnanefndar, fulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, fulltrúa Rauða krossins, slökkviliðs og heilbrigðisstarfsmanna auk hlutaðeigandi viðbragðsaðila, sbr. viðbragðsáætlun, svo og öðrum hlutaðeigandi aðilum sem tengjast aðgerðum hverju sinni.

Vettvangsstjórn (VST) Lögreglustjóri tilnefnir vettvangsstjóra sem fer með stjórn og samhæfingu á vettvangi og er vettvangsstjórn skipuð aðilum frá þeim viðbragðsaðilum er starfa saman á vettvangi.

Samhæfingarstöð almannavarna (SST) Í Samhæfingarstöðinni fer fram samhæfing og yfirstjórn almannavarnaaðgerða með hliðsjón af almannavarnastigi og viðeigandi viðbragðsáætlun og er stöðin virkjuð þegar nauðsyn krefst. Einnig getur viðbragðsaðili eða almannavarnanefnd óskað eftir því að Samhæfingarstöðin annist stjórn vegna tiltekinnar hættu. Heimild: Vefur Almannavarna

48


LÁTTU EKKERT STOPPA ÞIG

SUZUKI 4X4

SUZUKI 4X4 FJÖLSKYLDAN

Fjölbreytt úrval af fjórhjóladrifsbílum í öllum stærðum og við allra hæfi. Láttu ekkert stoppa þig.

4WD All-grip skapar aksturseiginleika í sérflokki.

KOMDU Í HEIMSÓKN OG KYNNTU ÞÉR ÚRVALIÐ

Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is

Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100


Ráðstefna aðgerðastjórnenda á Höfn 50

Brandur ?????????????????????


Einu sinni á ári koma aðgerðastjórnendur saman til skrafs og ráðagerða og nú í febrúar komu þeir saman um miðjan febrúarmánuð á Höfn í Hornafirði. Meginmarkmiðið með ráðstefnunni er fyrst og fremst fræðsla en ekki síður mikilvægt er að aðgerðastjórnendur hittist og þrói fagið áfram í síbreytilegu landslagi. Fyrirlestrarnir sem fluttir þóttu voru fjölbreyttir og er ljóst að ekki má minni tími vera til ráðstöfunar til að koma öllu efninu að. 51


Við bjóðum ykkur velkomin ÁTTA HÓTEL Á LYKILSTÖÐUM

Apótek Hótel Austurstræti 16 101 Reykjavík S: 512-9000 apotek@keahotels.is

Hótel Borg Pósthússtræti 11 101 Reykjavík S: 551-1440 hotelborg@keahotels.is

Reykjavík Lights Suðurlandsbraut 12 108 Reykjavík S: 513-9000 reykjaviklights@keahotels.is

Skuggi Hótel Hverfisgata 103 101 Reykjavík S: 590-7000 skuggi@keahotels.is

Storm Hótel Þórunnartún 4 105 Reykjavík S: 518-3000 storm@keahotels.is

Hótel Kea Hafnarstræti 87-89 600 Akureyri S: 460-2000 kea@keahotels.is

Hótel Norðurland Geislagötu 7 600 Akureyri S: 462-2600 nordurland@keahotels.is

Hótel Gígur Skútustöðum 660 Mývatn S: 464-4455 gigur@keahotels.is

Reykjavík Apótek Hótel Hótel Borg Reykjavík Lights Skuggi Hótel Storm Hótel

ÍSLAND Aðalskrifstofa Skipagata 18 - 600 Akureyri Sími: 4602050 keahotels@keahotels.is www.keahotels.is

Akureyri Hótel Kea Hótel Norðurland Mývatn Hótel Gígur

ÞÚ FINNUR ALLTAF LÆGSTA VERÐIÐ INN Á WWW.KEAHOTELS.IS


Ráðstefnan tók fyrir nokkur umræðuefni sem varða aðgerðastjórnendur en fyrirferðarmest var stefnumótun aðgerðastjórnenda sem er undir leiðsögn Landsstjórnar en með virkri þátttöku aðgerðastjórnenda um land allt. Í stefnumótuninni er leitast við að finna hinn gullna meðalveg milli þess að mæta áskorunum aðgerðastjórnenda óundirbúinn og það að gera hlutina erfiða með flóknu regluverki. Þótt aðgerðastjórnendur séu sjálfboðaliðar þá er ekki þar með sagt að fagleg vinnubrögð séu ekki í hávegum höfð. Stefnumótunarvinnan hefur einmitt snúist um að greina áskoranirnar, skilgreina heppilegustu vinnubrögðin og tryggja að allir gangi í takt. Fjörlegar umræður voru á Höfn um aðgerðir síðustu ára og hvaða lærdóm mætti draga af þeim. Samvinna aðgerðastjórnenda hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Faglegri vinnubrögð kalla á aukinn mannskap til að sinna þeirri þjónustu sem aðgerðastjórnendur veita björgunarsveitahópum í úrlausn verkefna. Metnaður hefur aukist mikið í starfi björgunarsveita og hefur björgunarsveitafólk verið afar duglegt að sækja sér bæði meiri menntun og ekki síður reynslu. Aðgerðastjórnendur þurfa að gæta þess að missa ekki af þróuninni og því eru þessar

ráðstefnur mikilvægar til að allir séu á sömu blaðsíðunni. Á Höfn var sérstaklega farið yfir mögulega þróun á Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð, þróun á menntun aðgerðastjórnenda og nauðsynlega endurskoðun á SÁBF kerfinu. Einnig var farið yfir reynsluna af sameiningu lögregluembættanna og hvort endurskoða þurfi svæðaskiptingu Slysavarnafélagsins Landsbjargar sérstaklega í ljósi þess að á sumum stöðum á landinu er misræmi á því hvernig lögreglan og Slysavarnafélagið Landsbjörg draga sín svæðismörk. Niðurstaða samræðu aðgerðastjórnenda á Höfn var afdráttarlaus að ekki sé ráðlegt að fara í breytingar á svæðismörkum eða innra skipulagi aðgerðamála hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem er í samræmi við vinnu Landsstjórnar á liðnum misserum.

Skipulag í stórum aðgerðum. Guðmundur Ólafsson, Elva Tryggvadóttir og Daníel Eyþór Gunnlaugsson fóru yfir skipulag stærri aðgerða og var sérstaklega fjallað um leitina að Birnu fyrr á þessu ári. Gott skipulag er einstaklega mikilvægt í fjölmennum aðgerðum til að tryggja að hópar þurfi ekki að bíða að óþörfu eftir verkefnum. Skipulagsleysi og skortur á aðgerðastjórnendum á aldrei að verða þess valdandi að

hópar þurfi að bíða eftir verkefnum í fyrirsjáanlegum kringumstæðum.

Öryggismál í aðgerðum Dagbjartur Kr. Brynjarsson og Hjálmar Örn Guðmarsson fjölluðu um mikilvægi áhættumats í aðgerðum. Starfið okkar getur verið hættulegt og því afar mikilvægt að gæta vel að öryggismálunum. Í fyrirlestrinum var farið yfir helstu aðferðir sem notaðar eru til að meta áhættu og grípa til mótvægisaðgerða. Í þessum málaflokki þarf félagið að halda áfram að efla öryggisvitund allra félagsmanna og finna leiðir til að festa vinnubrögðin betur í sessi.

Sálrænn stuðningur viðbragðsaðila Elva Tryggvadóttir fjallaði um þörf meðal viðbragðsaðila fyrir sálrænan stuðning í kjölfar erfiðra aðgerða. Eftir fyrirlesturinn fóru umræðuhópar yfir stöðu sálræns stuðnings á sínum svæðum og er staðan mjög mismunandi milli björgunarsveita og svæða. Sumar einingar eru með sálrænan stuðning í mjög góðu ferli en aðrar ekki. Umræðuhóparnir ræddu einnig hvaða hlutverk aðgerðastjórnendur gegna varðandi sálrænan stuðning, hvað þeir ættu að gera og hvað ekki. Auk þess að skoða hvernig aðgerðastjórnendur geti hugað að sálrænum

53


stuðningi hvort sem er fyrir sig eða aðra í aðgerð. Niðurstöður umræðuhópanna verða nýttar í stærra verkefni sem snýr að mótun verklags fyrir félagið í sálrænum stuðningi þ.á.m. verklagi fyrir aðgerðastjórnendur.

Nýjungar í drónamálum Ólafur Jón Jónsson tók drónamálin fyrir og fræddi aðgerðastjórnendur um notkunarmöguleika dróna og hvernig best er að nýta þá í aðgerðum. Mikil þörf er á prófunum á leitaraðferðum og einnig á eftir að finna besta verklagið við notkun dróna við hrað- og svæðisleit. Þróunin er hröð í þessum málaflokki og því mikilvægt að fá örar uppfærslur á þeim nýjungum sem eru í boði.

Fjarskipti Fjarskipti eru mikilvægur þáttur í öllum aðgerðum björgunarsveita og góð fjarskipti eru gulls ígildi. Daníel Eyþór Gunnlaugsson kynnti nýjungar í VHF málum þar sem nú er hægt, eftir talsverða þróunarvinnu Daníels, að fjarstýra VHF-Tetra gáttum.

Með því að fjarstýra gáttunum á einfaldan hátt má staðsetja gáttir þar sem fjarskiptasamband er betra en í þeim bækistöðvum sem flestar gáttir eru staðsettar. Fjarstýringin gefur margvíslega möguleika svo sem að geta skipt um VHF rásir, Tetra talhópa á gáttinni sem og virkja og afvirkja gáttun með því að senda henni textaboð. Þessi hönnun hefur staðið yfir í nokkur ár en hún byggir á því að smátölva talar bæði við VHF stöðina og Tetra stöðina sem eru í gáttinni. Þessi lausn byggir á sömu talstöðvum og notaðar hafa verið í gáttum og því er stýringin á milli talstöðva að verða fullkomnari en áður hefur verið. Annar og ekki síður áhugaverður möguleiki í fjarstýrðu gáttinni gengur út á að prófa reglulega hvort VHF endurvarpar í nágrenni gáttar svari og hversu sterk merkið frá hverjum endurvarpa er. Þegar þessum gögnum hefur verið safnað saman yfir lengra tímabil förum við að sjá hvort endurvarpi hættir að virka eða sendistyrkur hans fari dvínandi. Þessi aðferð gefur því mælanleg gildi sem hægt er að nýta til viðgerða og fyrirbyggjandi að-

gerða í viðhaldi á VHF endurvarpakerfi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Náttúruvá Snævarr Guðmundsson náttúrulandfræðingur fræddi aðgerðastjórnendur um náttúruvá á Suðausturlandi. Snævarr flutti snilldarerindi sem snerist að mestu um Vatnajökul en tók einnig praktísk dæmi af öllu landinu. Snævarr gerði t.d. jöklasprunguverkefni Safetravel sem hann vann að um árabil sérstök skil. Þær breytingar sem eru að verða á jöklum með hnattrænni hlýnun skapa nýjar áskoranir og gerði Snævar nokkrum þeirra góð skil. Flóð undan jöklum geta verið mjög skæð og fór Snævarr yfir staðbundnar hættur og útskýrði vel hvers mætti vænta við eldgos undir jöklum. Eldgosaváin var að sjálfsögðu í fyrirrúmi og voru ráðstefnugestir stórum fróðari um mismunandi gerðir eldgosa auk þess sem rætt var sérstaklega um hættuna sem stafar af Öræfajökli sem er án alls vafa langstærsta eldfjallið á Íslandi.

www.thorfish.is

Öryggishjálmar og höfuðljós í miklu úrvali. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð.

Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is

54


I R Y E R U AK AKUREYRARBÆR BÝÐUR SLYSAVARNARFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG OG BJÖRGUNARSVEITARFÓLK HJARTANLEGA VELKOMIÐ Á LANDSÞING Á AKUREYRI DAGANA 19. - 20. MAÍ MEÐ KÆRRI ÞÖKK FYRIR ÞAÐ ÓMETANLEGA STARF SEM BJÖRGUNARSVEITIR Á ÍSLANDI HAFA UNNIÐ UM ÁRATUGASKEIÐ.

w w w.v i s i ta ku rey r i . i s Upplýsingamiðstöð í HOFI | 600 Akureyri | Sími: 450 1050 | info@visitakureyri.is


Eftirtaldir aðilar bjóða Slysavarnafélagið L

hugbúnaður 56


รฐ Landsbjรถrg velkomiรฐ til Akureyrar

57

P 187


Framboð til formanns

Framboð til stjórnar og nefnda Smári Sigurðsson Súlur björgunarsveitin á Akureyri • • • •

Starfsmaður Kirkjugarða Akureyrar Virkur í félagsstarfi SL um árabil og með ágæta þekkingu á félaginu og innviðum þess Vil virkja samferðafólkið og nýta krafta þess og hæfileika til að koma félaginu inn í framtíðina Er tilbúinn að gefa mig í það ábyrgðamikla og krefjandi verkefni sem formennska í Slysavarnafélaginu Landbjörg útheimtir næstu tvö árin.

Auður Yngvadóttir Björgunarfélag Ísafjarðar / Björgunarhundasveit Íslands

Framboð til stjórnar

• • • •

58

Ég er grunnskólakennari og ökukennari á Ísafirði Ég hóf störf með Hjálparsveit skáta á Ísafirði árið 1989 og starfa nú með Björgunarfélagi Ísafjarðar Ég er í svæðisstjórn á svæði 7 Mitt aðal áhugasvið í björgunarmálum í gegnum tíðina hefur verið þjálfun björgunarhunda. Frá árinu 1991 hef ég starfað með Björgunarhundasveit Íslands þar sem ég hef séð um formennsku ásamt setu í stjórn félagsins sem almennur stjórnarmaður • Ég er leiðbeinandi í hundaþjálfun og starfa núna með útkallshund • Ég mun leggja mitt af mörkum til að Slysavarnafélagið Landsbjörg geti sinnt hlutverki sínu í slysavarnarog björgunarmálum sem best og ég tel að reynsla mín og áratuga starf innan félagsins geti komið að góðu gagni innan stjórnar Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Gísli V. Sigurðsson Björgunarsveitin Stjarnan, Kirkjubæjarklaustri • • • • • • • • • • •

Félagi björgunarsveitinni Stjörnunni frá 1999 Í stjórn Stjörnunnar frá 2007-2014 Formaður Stjörnunnar frá 2009-2014 Í stjórn Slysavarnarfélagins Landsbjargar frá 2013 Í nefnd um slysavarnir ferðamanna og slysavarnanefnd SL frá 2013-2015 Í slysavarnanefnd SL. 2015-2017 Bifvélavirki frá iðnskólanum í Reykjavík Vann hjá Vélalandi/Þ.Jónsson 1997-1999 Umboðsmaður/vélaviðgerðir á landbúnaðartækjum fyrir Vélaver 1999-2009 Vélaviðgerðir fyrir Ístak Vélaviðgerðir hjá Kraftbílum


– fyrir kröfuharða ökumenn

AKUREYRI

Draupnisgötu 5 460 3000

EGILSSTAÐIR Þverklettum 1 460 3001

REYKJAVÍK Skeifunni 5 460 3002

REYKJAVÍK

Skútuvogi 12 460 3003

Skoðaðu úrvalið á vefnum okkar:

www.dekkjahollin.is /dekkjahollin


HGM@HGM.IS

Kemur klinkinu í góð mál!


Guðjón Guðmundsson Björgunarsveitin Björg, Eyrarbakka • • • • • • • • • •

Hefur setið í stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá 2011 Er varaformaður SL Situr í Landsstjórn SL Er í framkvæmdastjórn Björgunarbátasjóðanna Situr í nefnd um unglingamál Er í faghópi um sjóbjörgun Félagi í Björgunarsveitinni Björg frá 1987, formaður 1991 – 2013 og 2015 – 2016 Rafvirkjameistari í Árvirkjanum Selfossi í stjórnarformaður frá 2008. Í stjórn Sólvalla, dvalarheimilis aldraðra á Eyrarbakka frá 2005 Varamaður í framkvæmda- og veitunefnd fyrir Sveitarfélagið Árborg.

Hallgrímur Óli Guðmundsson Hjálparsveit skáta Aðaldal • • • • • •

Kúabóndi í Grímshúsum Aðaldal Kvæntur Ingibjörgu Lukku Stefánsdóttur og eigum við 3 börn á aldrinum 8 til 15 ára Hef setið í stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar í 2 ár og gengt þar almennum stjórnar störfum Hef stýrt rýnivinnu stjórnar á málefnum Björgunarskóla félagsins Hef setið í skólaráði Björgunarskóla félagsins og gengt þar formennsku Hef staðið fyrir málþingum um framtíð Björgunarskólans ásamt skólastjóra Björgunarskólans og skólaráði • Gegndi áður formennsku í Hjálparsveit skáta Aðaldal í rúm 10 ár • Leiðarljósið í öllu starfi mínu er: „Hvað kemur hinum týnda og eða slasaða best?“ • Ég er tilbúinn til áframhaldandi vinnu fyrir félagið ef ég hlýt brautargengi til þess!

Framboð til stjórnar

HGM@HGM.IS

Hildur Sigfúsdóttir Slysavarnadeildin Una, Garði • Hef starfað í slysavarnadeildinni Unu frá 2013, var ritari 2013 – 2014 og formaður 2014 – 2017. Er nú ritari • Í nefnd um slysavarnir frá 2015 • Heimilisfræðikennari í Grunnskólanum í Sandgerði • Oddviti Heilsueflandi Grunnskóla í Grunnskólanum í Sandgerði • Er uppalin í ungmennahreyfingu Rauða krossins og hef verið virk í ýmsum félagsstörfum frá unga aldri • Hef mikinn hug á að efla starf slysavarna og stuðning við slysavarnadeildir • Finnst mikilvægt að hafa félagslegan gagnagrunn þar sem skráning og leit að upplýsingum er einföld og notendavæn

Otti Rafn Sigmarsson Björgunarsveitin Þorbjörn, Grindavík • • • • • • •

Hóf störf í unglingadeildinni Hafbjörg árið 1999 og hef verið umsjónarmaður deildarinnar sl. 15 ár. Ég hef verið virkur félagi í björgunarsveitinni Þorbirni frá árinu 2002 Ég er varaformaður Þorbjarnar frá árinu 2011 og ritari frá árinu 2005 til 2011 Ég sit í nefnd um unglingamál og hef setið þar óslitið frá árinu 2005 Sat í ýmsum nefndum fyrir SL árin 2011 til 2015 Stýrði alþjóðlegum ungmennaverkefnum fyrir SL árin 2011 til 2015 Hef komið að skipulagningu og stýrt stórum viðburðum eins og landsmóti unglingadeilda, landsæfingum auk margra stórra æfinga og verkefna • Ég hef mikla reynslu af rekstri fyrirtækja, áætlanagerð og verkstýringu. Er rekstrarstjóri hjá Hópsnesi ehf. í Grindavík þegar ég er ekki í rauða og bláa gallanum. • Ég er lausnamiðaður, metnaðarfullur, áhugasamur og á gott með að vinna með öðrum. Ég er tilbúinn að leggja mig allan fram í stjórn SL

Ragna Gestsdóttir Slysavarnadeildin Þórkatla, Grindavík • • • • • •

Fædd 26. júní 1971 í Reykjavík, bjó í Grindavík 2007 – 2014 Ritari og félagskona í Þórkötlu frá aðalfundi 2010 Var formaður Kvenfélags Grindavíkur 2011 – 2013 og sat í mörg ár í foreldraráði hjá KR Blaðamaður á DV, er í fjarnámi í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri og lögfræðingur frá Háskóla Íslands Á soninn Ásgeir Tómas sem er 23 ára Upphaflega gekk ég í Þórkötlu til að kynnast öðrum konum í Grindavík og til að leggja mitt af mörkum í samfélaginu þar. Ég gekk í stjórnina á mínum fyrsta félagsfundi þar og hef starfað óslitið síðan • Ég er stolt af að tilheyra þeim góða og breiða hópi fólks sem starfar í SL og hef mikinn áhuga og metnað á að starfa í stjórn félagins • Ég hef mikinn áhuga á slysavörnum, forvörnum og fræðslu • Áherslan verður á að kynna mér vel alla þá þætti og deildir sem falla undir félagið. Og að gera gott starf og góðan félagsskap enn betri með góðu stjórnarsamstarfi og samstarfi við allar deildir félagsins

61


Ragnar Haraldsson Björgunarsveit Hafnarfjarðar • Ég er 46 ára fjölskyldumaður, giftur með tvö uppkomin börn • Starfa sem verkefnastjóri hjá verkfræðistofunni Verkís og annast þar hönnun og eftirlit á rafbúnaði • Hef verið skipstjóri á björgunarskipi, bílstóri á snjóbíll, kafari, undanfari, sleðamaður, nýliðaþjálfari og í landstjórn björgunarsveita • Hef setið í stjórn Hjálparsveitar skáta Hafnarfirði og Björgunarsveitar Hafnarfjarðar í yfir 20 ár sem meðstjórnandi, gjaldkeri og formaður • Það er mín skoðun að félagið þurfi að hlúa að minni og meðalstórum einingum sem standa i eldlínunni og eru okkar fyrsta viðbragð • Ég tel að við þurfum að finna nýjar fjáröflunarleiðir fyrir einingar þar sem ekki er á vísan að róa með flugeldasölu í framtíðin • Ég hef fullan stuðning vinnuveitanda til að sinna störfum fyrir félagið • Hef starfað í 30 ár í björgunarsveit og hef öðlast víðtæka þekkingu á björgunar- og slysavarnarmálum og hef margt til málanna að leggja sem virkur stjórnarmaður í Slysavarnarfélaginu Landsbjörg

Svanfríður Anna Lárusdóttir Slysavarnadeildin í Reykjavík • Starfa á sölu- og markaðssviði Mjólkursamsölunnar og hef verið formaður SFMS, Starfsmannafélags MS frá 2013 • Félagi í Slysavarnadeildinni í Reykjavík frá árinu 2012, varaformaður frá 2014 • Hef setið í slysavarnanefnd Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá 2015 og sótti heimsráðstefnuna Safety 2016 í Tampare í Finnlandi. • Leiðbeinandi á vinnusmiðjum og námskeiðum slysavarnadeilda frá 2012 • Tók þátt í hálendisvakt 2015 og 2016 • Félagi í Björgunarsveitinni Kjölur á Kjalarnesi frá 2016 • Félagi í Junior Chamber Ísland frá árinu 1989, m.a. landsritari og landsforseti hreyfingarinnar • Alþjóðleg leiðbeinendaréttindi á leiðtoganámskeiðum JCI og hef hin síðari ár leiðbeint hjá ýmsum fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum • Félagi í Samtökunum 78 til margra ára gegndi m.a varaformaður og formaður

Framboð til stjórnar

Sveinn Óskarsson Björgunarsveitin Ísólfur, Seyðisfirði • 45 ára Seyðfirðingur. Bý í Kópavogi með Steinunni Örnu Arnardóttir og fjórum börnum • Fiskiðnarmaður og rafvirki - fjöldi námskeiða vegna vinnu og áhugamála • Gekk í Ísólf á fjórtánda ári og starfaði þar í nokkur ár. Varð aftur virkur 2009. Er nú í vist hjá Björgunarsv.Kyndli í Mosfellsbæ • Hef sinnt trúnaðarstörfum s.s. gjaldk. og í stjórn Ísólfs. Var formaður svæðisstjórnar á svæði 13 og í sáttanefnd SL vegna neyðarkalls 2013. • Áhugamaður um slysavarnar- og öryggismál. Hef tekið þátt í slysavarnarverkefnum með SL deildinni Rán • Ég þekki störf lítilla sveita í fámenni og eininga með marga félaga þar sem stutt er í næstu bjargir. Er mikill talsmaður meiri samvinnu milli sveita • Mínar áherslur, ef til þess kemur að ég verð valinn til stjórnarsetu í SL: • Að auka tekjur og fá nýja tekjustofna fyrir deildir og einingar • Menntamál - nýta fjármuni betur án þess að skerða gæði menntunar • Að auka samvinnu viðbragðsaðila enn meir en nú er

Valur Sæþór Valgeirsson • • • • • • • • • •

Verkstjóri hjá Pólnum ehf. Ísafirði Vélstjóri hjá Orkubú Vestfjarða Meistari í rafvirkjun 1995/ 1. stig vélstjórn 1989 Björgunarsveitin Björg Suðureyri frá 1988 Formaður Björgunarsveitarinnar Bjargar, Suðureyri frá 1997 Stjórn Hollvinasamtaka Félagsheimilis Suðureyrar Varamaður í Hafnarstjórn Ísafjarðabæjar Stjórnarmaður Landsbjargar síðan 2015 Leiddi faghóp um sjóbjörgun hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg Í fjarskiptaráði hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg

Vigdís Björk Agnarsdóttir Björgunarsveit Hafnarfjarðar • • • • • • • • •

62

48 ára þriggja barna móðir. Þroskaþjálfi í grunnskóla og lærður sjúkraliði Hef starfað í björgunarsveit síðan haustið 1983 þegar ég gekk í Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði Hef starfað með Slysarannsóknarnefnd SL síðastliðin 3 ár Formaður Björgunarsveitar Hafnarfjarðar 2014 -2017 Var í stjórn Björgunarsveitarinnar Vopna á Vopnafirði og umsjónarmaður unglingadeildarinnar Vopna árin 1996-1999 Slysavarnafélag Íslands, Umdæmisstjóri á svæði 13 árin 1997-99 Ég hef sinnt ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir mínar einingar í gegnum árin og hef reynt að sinna þeim af dugnaði, trausti og heiðarleika Helstu kostir mínir eru samvinna, þolinmæði og þrautseigja, ég er óhrædd við að taka að mér krefjandi verkefni Ég hef mikinn áhuga á öllu starfi SL en þó sérstaklega unglingastarfinu, þjálfunar- og menntunarmálum félagsins

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A / A c t a v i s 7 1 1 0 1 1

Björgunarsveitin Björg, Suðureyri


allt Skoðið áv um gar leiðbeinin fsins notkun ly

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A / A c t a v i s 7 1 1 0 1 1

Ræðst gegn verkjum

Paratabs®

– Öflugur verkjabani! Paratabs 500 mg filmuhúðaðar töflur innihalda parasetamól sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast verkjalyf. Paratabs er notað gegn vægum til miðlungi miklum verkjum og til að lækka hita. Paratabs má nota gegn höfuðverk, tannpínu, tíðaverkjum, vöðvaverk og hita í tengslum við kvef. Töfluna skal gleypa með glasi af vatni. Athugið að hærri skammtar en ráðlagðir eru geta valdið mjög alvarlegum lifrarskemmdum. Skammta hjá börnum og unglingum skal miða við líkamsþyngd og viðeigandi lyfjaform notað. Forðast skal samhliða notkun Paratabs og áfengis. Gætið varúðar við samhliða notkun annarra lyfja sem innihalda parasetamól. Töflurnar eru ekki ætlaðar börnum undir 26 kg. Ef hár hiti eða einkenni sýkingar eru enn til staðar eftir meðferð í meira en 3 daga, eða ef verkur er enn til staðar eftir meðferð í meira en 5 daga, skalt þú leita til læknis. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is

www.pinex.is

63


SLIPPURINN AKUREYRI EHF.

VEITIR ALHLIÐA ÞJÓNUSTU VIÐ SJÁVARÚTVEGINN.

Slippurinn Akureyri ehf. er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði hér á landi. Það rekur upptökumannvirki og viðgerðarstöð fyrir skip og annast hvers konar málmsmíði, vélsmíði, vélaviðgerðir og rennismíði. Fyrirtækið rekur ennfremur trésmíðaverkstæði, sand/vatnsblástur, málun og verslun með eigin framleiðslu og aðrar vörur til skipa. Slippurinn Akureyri býður heildarlausnir í hönnun, nýsmíði, endurnýjun og viðhaldi á vinnslubúnaði í sjávarútvegi.

· · · · ·

Skipa- og bátaviðgerðir Hönnun og ráðg jöf Nýsmíði vinnslubúnaðar Vélaviðgerðir Skrúfuviðgerðir

· · · · ·

Vökvatækni Rennismíði Ryðfrí stálsmíði Stálvirki Verkefnastjórnun

SLIPPURINN AKUREYRI EHF. • NAUSTATANGA 2 • 600 AKUREYRI • SÍMI: 460 2900 • WWW.SLIPP.IS


Þór ÞorsteinssonBjörgunarsveitin Ok, Reykholti

Framboð til stjórnar

• • • • • •

Starfandi framkvæmdastjóri og kerfisfræðingur Sit og hef setið í stjórnum ýmissa félagasamtaka og fyrirtækja sem og í sveitarstjórn Virkur félagi í Björgunarsveitinni Oki til margra ára, m.a. sem ritari og formaður Starfa í svæðisstjórn á svæði 4 Virkur leiðbeinandi í fjallamennsku, ferðamennsku og rötun við Björgunarskólann Áhugamaður um aukið hlutverk skólans í slysavörnum og aukin tengsl hans við útivistar- og ferðafólk í landinu • Líður hvergi betur en á fjöllum jafnt vetur sem sumar • Er tilbúinn að gefa af mér þann tíma sem þarf til að viðhalda ásýnd félagsins og skapa grundvöll fyrir áframhaldandi aukinni skilvirkni og fagmennsku á öllum sviðum félagsins í slysavarna- og björgunarmálum

Þórhildur Sylvía Magnúsdóttir Björgunarsveitin Grettir, Hofsósi • 46 ára, gift, fjögur börn, bóndi í Hlíðarenda í Óslandshlíð – Kýr og kindur • Meiraprófsbílstjóri, keyri ferðamenn um landið • Björgunarsveitarmaður síðan 1990. Nýliðaþjálfun í Ingólfi. Starfaði með Sigurvon í Sandgerði. Starfa nú með Björgunarsveitinni Gretti á Hofsósi • Umsjónarmaður unglingadeildarinnar Glaums á Hofsósi síðustu sjö árin • Sérhæfing í fyrstu hjálp, nám í akstri sjúkrabíla, Wilderness First Aid, leiðbeininganámsskeið í fyrstu hjálp • Hef alþjóðlega tengingu hvað varðar björgunarmál því ég starfaði á sjúkrabíl í Christchurch Nýja Sjálandi í 2 ár • Hef starfað í stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar í þrjú ár, síðustu tvö árin sem formaður. • Hef mikinn áhuga á björgunarsveita- og slysavarnarmálum • Legg áherslu á opin, heiðarleg og hreinskilin samskipti • Mun leggja mig fram við að auka veg og vanda Slysavarnarfélagsins Landsbjargar

Garðar Eiríksson

Framboð til félagslegs skoðunarmanns reikninga

Björgunarfélag Árborgar • • • • • • • • • • •

Bankastarfsmaður 1972-1991, þar af 14 ár sem útibússtjóri Sjálfstætt starfandi 1991-1996 við bókhald og fjármálaráðgjöf Fjármálastjóri MBF og tengdra fyrirtækja 1996-2009 Verkefnastjóri Auðhumlu svf. 2010-2015 Framkvæmdastjóri Auðhumlu svf. 2016 – Félagi í Bjsv. Klakki, 1975-1981, Bjsv. Tryggva (síðar Bf. Árborgar) frá 1982 Félagskjörinn skoðunarmaður SVFÍ 1986-1988 Gjaldkeri stjórnar SVFÍ 1988-1999 Gjaldkeri stjórnar SL 1999-2001 Varaformaður SL 2001-2003 Félagskjörinn skoðunarmaður SL 2003-

Indriði Margeirsson Björgunarsveitin Eining • • • • •

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá Slökkvilið Fjarðarbyggðar Formaður Björgunarsveitarinnar Einingar á Breiðdalsvík Slökkvistjóri Slökkviliðs Breiðdalshrepp Byrjaði 15 ára í Björgunarsveitinni Geisla á Fáskrúðsfirði og hef verið í björgunarsveit síðan Var kosinn í stjórn Einingar 1998 og hef setið í stjórn meira og minna síðan, hef verið formaður síðustu 7 ár og í svæðisstjórn svæði 13 • Ég vil halda lýðræði innan félagsins og gefa félagsmönnum kost á að leyfa fólki að hafa áhrif á hverjir gegna embættum

Margrét Þóra Baldursdóttir Slysavarnadeildin í Reykjavík • • • • • • • • •

Fulltrúi framkvæmdastjóra hjá Gagnaveitu Reykjavíkur 2001 Áður, Búnaðarb./Verslunarb./Kaupþing 1973 - 1988 / 1994 - 2001 Skrifstofu- og ritaraskólinn, fjármál og rekstur 1993-1994 Félagi í Slysavarnadeildinni í Reykjavík sl. 27 ár og fyrrverandi formaður Stjórnarmaður, gjaldkeri og bókari, auk þess að sitja í ýmsum nefndum fyrir Slysavarnadeildina á 27 ára tímabili Félagi í Kvenfélaginu Hringnum frá 1989 Heimsóknarvinur hjá Rauða Krossinum frá 2008 Í stjórn KKÞ Mosfellsbæ 1990-2001 Að endingu stærsta hlutverkið – Einstök móðir og amma fimm barna og sjö barnabarna

65


Framboð til félagslegs skoðunarmanns reikninga - til vara Framboð til formanns fjárveitinganefndar

Bryndís Fanney Harðardóttir - til vara Björgunarsveitin Víkverji • • • • • • •

Handhafi heiðursskjaldar Slysavarnafélagsins Landsbjargar Svæðisstjórn á svæði 16, 1990 - 2005 Stjórn Víkverja 1994 – 1996 Stjórn SVFÍ 1996 – 1999 Stjórn Slysavarnarfélagsins Landabjargar 1999-2003 Hefur setið í Sveitastjórn Mýrdalshrepps Hefur setið í héraðsnefnd V-Skaftafellssýslu

Ingimar Eydal Súlum björgunarsveitinni á Akureyri • • • • • • • • •

Aldur: 50 ára Starf: Skólastjóri Sjúkraflutningaskólans Menntun: Landfræðingur frá HÍ (BS), Slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður Fyrri störf: Isavia, Slökkvilið Akureyrar, Slökkvilið Reykjavíkur og fl. Stjórnarstörf í Hjálparsveit skáta Akureyri frá 1985-1989 og aftur frá 19911999. Formaður Hjálparsveitar skáta Akureyri frá 1997 til 1999 Formaður Súlna, björgunarsveitarinnar á Akureyri 1999-2003. Í uppstillingarnefndar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar frá 1999-2003. Í Fjárveitinganefnd Slysavarnarfélagsins Landsbjargar frá 2003, formaður nefndarinnar frá 2007

Gunnar Örn Jakobsson Björgunarsveitin Húnar, Hvammstanga Símsmiðameistari frá FNV Starfa við rekstur og uppsetningar á fjarskiptadreifikerfum hjá Tengli ehf á Hvammstanga Félagi í björgunarsveitum frá 1992 Formaður Húna frá sameiningu björgunarsveitanna í V-Hún 2007 til 2013 og aftur frá 2014 Starfaði áður í Björgunarsveitinni Káraborg frá 1992, m.a. sem formaður 2002 – 2006 og ritari þar á undan • Í svæðisstjórn björgunarsveita á svæði 9 frá 1995 – 2002 og aftur frá 2007, þar af formaður í tvö ár. Er nú varaformaður Svæðisstjórnar á svæði 9 • Hef verið í fjárveitinganefnd Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá árinu 2011

Framboð til fjárveitinganefndar

• • • • •

Kjartan Kjartansson Björgunarfélag Akraness • • • •

Framkvæmdastjóri Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis Rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst Félagi í björgunarsveitum frá 1992 Félagi í Hjálparsveit skáta Akranesi frá árinu 1985 og í Björgunarfélagi Akraness frá sameiningu björgunarsveitanna á Akranesi árið 2000 • Í stjórn Hjálparsveitar skáta frá árinu 1986 til 1999 bæði sem gjaldkeri og formaður • Gjaldkeri Björgunarfélags Akraness frá stofnun þess árið 2000 • Hef átt sæti í ýmsum nefndum á vegum Landsbjargar og SL sem tengjast fjármálum í gegnum tíðina

Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir Slysavarnadeildin Dagbjörg, Reykjanesbæ • • • • • • •

Þjónustufulltrúi Ísavía Framleiðslustjóri kaffibrennslu Kaffitárs 2002 til 2016 Grunnskóli/Flensborgarskóli Dale Carnegi og hin ýmsu námskeið fyrir stjórnendur Fyrsta hjálp eitt og tvö og fleiri námskeið frá Björgunarskólanum Félagsmaður og einn af stofnendum Slysavarnadeildarinnar Dagbjargar Varaformaður Dagbjargar frá 2004-2005, 2009-2010 og formaður deildarinnar 2010-2014 og 2016 til dagsins í dag • Starfað í fjárveitinganefnd Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá seinasta Landsþingi

66


VisionX LED ljóskastarar Nánari upplýsingar er að fá á heimasíðu okkar: www.stilling.is/visionx

8,7” Cannon 4.060 virk lumen 1000 metra drægni 7,5A 90 Watt LED

6,7” Cannon 2.240 virk lumen 762 metra drægni 4,17A 50 Watt LED

4,5” Cannon 3.500 virk lumen 305 metra drægni 4,17A 25 Watt LED

Led ljóskastarar á bifreiðar

Isolux tafla 4,5” Cannon ljós 10° geisli 0m

200m

400m

6,7” Cannon ljós 10° geisli 0m

200m

400m

Led ljóskastarar á vélsleða 600m

800m

1000m

600m

800m

1000m

8,7” Cannon ljós 10° geisli 0m

200m

400m

1200m

Allt fyrir bílinn St i l l in g hf. | Sí mi 5 2 0 8 0 0 0 | www. stillin g . is/ vision x | stil l i n g@ s t i l l i n g.i s


PIPAR\TBWA • SÍA

ÖRYGGISHNAPPUR

Við viljum njóta stundanna örugg og áhyggjulaus, sama hverju við tökum upp á. Þess vegna er mikilvægt að við gætum vel hvert að öðru. Svona til öryggis. Sími 570 2400 | Askalind 1 | Nánar á oryggi.is


Framboð til formanns laganefndar

Framboð til fjárveitinganefndar

Sigurlaug Erla Pétursdóttir Slysavarnadeild Kópavogs og Slysavarnadeildin Dagbjörg • • • • •

Er að læra viðurkenndan bókara hjá NTV Skólanum Ein af stofnendum Slysavarnadeildar Kópavogs og hef verið gjaldkeri frá 2015 Er einnig í Slysavarnadeildinni Dagbjörgu, var varamaður í stjórn frá 2008-2010 og gjaldkeri 2011. Er úr Keflavík en flutti á höfuðborgarsvæðið árið 2008 Ég er 29 ára, ég á einn strák sem er fæddur 2012 og bý með unnusta mínum í Kópavogi.

Björn Guðmundsson Björgunarfélag Akraness • • • • • • • • •

Félagi í Björgunarfélagi Akraness Í varastjórn Björgunarfélags Akraness Formaður laganefndar Slysavarnarfélagsins Landsbjörg Setið í fjölmörgum nefndum og ráðum fyrri Akraneskaupstað Sat um árabil í stjórn Landsbjargar Félagi í Karlakór Virkur í Rótarý hreyfingunni Í svæðisstjórn á svæði 4 Húsasmiður og nemandi

Eiður Ragnarsson Björgunarsveitin Ársól, Reyðarfirði

Framboð til laganefndar

• • • • • •

Í Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar í 8 ár Formaður Björgunarsveitarinnar Ársólar, Reyðarfirði, í 12 ár Félagi í Björgunarsveit frá árinu 1993 Var umsjónarmaður Unglingadeildarinnar Ársól í 10 ár Hef setið í Unglinganefnd og Skólaráði SL Er sjálfstætt starfandi ferðaþjónustubóndi

Jóhann Bæring Pálmason Björgunarfélag Ísafjarðar • • • • • • • • • •

Stálsmiður, yfirvélstjóri landvinnslu hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru Félagi í Björgunarfélagi Ísafjarðar og Bj.sv. Skutli frá 1994 Umsjónarmaður unglingadeildarinnar Hafstjörnunnar 1997-2004 Flugeldanefnd BFÍ og Bj.sv. Tinda 2000-2005 Hópstjóri sjóflokks BFÍ 2000-2004 Nefnd um unglingamál SL 2003-2007 Leiðbeinandi SL í sjóbjörgun frá 2004 Stjórn BFÍ 2010-2012 Stjórn björgunarbátasjóðs Vestfjarða frá 2010, formaður frá 2012 Laganefnd SL frá 2011

Margrét Hildur Pétursdóttir Björgunarsveitin Brák, Borgarnesi • • • •

Borgnesingur Hefur setið í stjórn Björgunarsveitarinnar Brákar Er í Svæðisstjórn á svæði 4 Nemi í lögfræði við Háskólann á Akureyri

69


Margrét Rán Kjærnested

Framboð til laganefndar

Hjálparsveit Skáta í Kópavogi • Ég gef kost á mér sem fulltrúi í laganefnd Landsbjargar þar sem mig langar að nýta nám mitt og þekkingu í þágu Landsbjargar. • Ég er metnaðarfullur einstaklingur og legg áherslu á að sinna þeim verkefnum sem ég tek að mér af heilum hug, með það að markmiði að fá aðra með mér og ná árangri. • Frá árinu 2012 hef ég starfað með Hjálparsveit Skáta í Kópavogi (HSSK). Hef starfað með leitarflokk, sjúkraflokk og er í hópi undanrenna. • Undanfarin þrjú ár hef ég setið í laganefnd HSSK, þar hef haft það að markmiði að gera lögin skýrari og gæta jafnréttis með kynjunum. • Er þjálfari í Unglingadeildinni Uglu og hef komið að endurskipulagningu starfsins sem varð til þess að þátttakendum fjölgaði um 200% milli ára. • Þar að auki er ég í þjálfunarráði og sveitarráði HSSK ásamt því að hafa verið í í ritnefnd áramótablaðs HSSK í þrjú ár. • Útskrifaðist með meistarapróf í Lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012. • Er innkaupastjóri hjá Ferðaskrifstofunni Atlantik þar sem ég sem við birgja ásamt því að búa til samninga, skilmála og veita lögfræðilega ráðgjöf. • Ég er gift Jan Prikryl og eigum við einn son sem er eins árs.

Adolf Þórsson

Framboð til uppstillinganefndar

Björgunarfélag Vestmanneyja • • • • • • • • • •

Borgþór Hjörvarsson • • • • • • • • • • • •

Björgunarsveitin Ársæll Rafvélavirki og rafvirki Rafvirki hjá fyrirtækinu Hitatækni ehf Formaður félags nema í rafiðnaði í 7 ár, í miðstjórn Rafiðnaðarsambandsins til nokkurra ára Í starfsgreinaráði rafiðnaðarins Í bjsv. Ingólfi 1992-1999, (þar af formaður sjóflokks í 5 ár) Flokkstjóri á Björgunar- og Ruðningssviði Almannavarna Starfsmaður Samvarðar 1997 Félagi í Björgunarsveitinni Ársæl frá 1999, varaformaður 2008-2009, formaður 2009-2013 Var í framkvæmdastjórn Ísl. Alþjóðabjörgunarsveitarinnar Formaður Félags Íslenskra Rafvirkja 2015Varaformaður Rafiðnaðarsambandsins

Lilja Magnúsdóttir Björgunarsveitin Tálkni, Tálknafirði • • • • • • • • •

70

Bifvélavirki og sjálfstæður atvinnurekandi Björgunarfélag Vestmannaeyja, í HSV frá 1982 Formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja 1994-2015 Umsjónarmaður tækjahóps BV 1989-1995 Formaður svæðisstjórnar, svæði 18 frá 1995 Formaður uppstillingarnefndar SL Í almannavarnanefnd Vestmannaeyja frá 1995 Umsjónarmaður gæslu á þjóðhátíð Vestmannaeyja 1991-1998 Umsjónarmaður flugeldasölu BV frá 1997 Í rannsóknarnefnd björgunarsveitaslysa frá 2016

Í Björgunarsveitinni Tálkna frá 1991 Svæðisstjórn á svæði 6 frá 1997 Formaður svæðisstjórnar á svæði 6 2001-2007 og 2012-2014 Formaður Tálkna 2008-2011 Í stjórn Tálkna 1997-2001 og 2011-2014 Í stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2001-2011 Í skólanefnd Slysavarnaskóla sjómanna frá 2005 Seta í ýmsum nefndum á vegum SL Skógfræðingur BS frá Lbhí 2010


Það er gott að vera í viðskiptum við Samskip Pétur Hafsteinn Pálsson

ENNEMM / SÍA / NM78585

framkvæmdastjóri Vísis

> Við hjá Samskipum leggjum okkur fram um að kynnast viðskiptavinum okkar og þekkja þarfir þeirra Samskip bjóða upp á heildarlausnir á sviði flutninga og við leggjum stolt okkar í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina. Persónuleg og traust þjónusta um allan heim.

Saman náum við árangri

www.samskip.is


Þriggja ára samningur um Safetravel

Tímamót voru nýlega í Safetravel verkefninu þegar Slysavarnafélagið Landsbjörg skrifaði undir samning við ferðamálaráðuneyti (ANR) og Samtök um ferðaþjónustunnar (SA). Í samningnum leggja ANR og SA til 35 milljónir á ári til verkefnisins og gildir hann til þriggja ára. Þetta er nokkur viðbót við það fjármagn sem þessir aðilar hafa lagt til verkefnisins og góð viðurkenning fyrir slysavarnastarf ferðamanna hjá félaginu. Samningurinn gerir félaginu kleift að horfa lengra fram í tímann og nota orkuna sína í fleira en að safna fjármagni til þessa málaflokks. Undir samninginn rituðu Smári Sigurðsson. formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Grímur Sæmundsen. formaður SA og ferðamálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Samningurinn var undirritaður á degi ferðaþjónustunnar í Hörpu að viðstöddu fjölmenni. Um tveimur vikum eftir undirritun samningsins tilkynnti ferðamálaráðuneytið að fjármagna ætti tvö verkefni til, útgáfu fræðsluheftis fyrir starfsfólk ferðaþjónustu og viðbragðsvakt í Skaftafelli sumarið 2017. Síðara verkefnið er nú þegar komið af stað með viðræðum við hagaðila en stefnan er að fá einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar til að

72

manna vakt í Skaftafelli á svipuðum forsendum og hálendisvakt félagsins er rekin. Hugmyndin er að manna vaktina í um fjórar vikur í sumar og meta síðan framhaldið. Nokkuð er um óhöpp og slys á

svæðinu miðað við tölur frá Vatnajökulsþjóðgarði auk þess sem mikill fjöldi ferðamanna er á svæðinu sem mætti liðsinna, bæði með fræðslu og upplýsingum.




Hópslysabúnaður utan alfaraleiða

Vinsældir Íslands sem áfangastaðar ævintýraferðamanna hafa haft afar jákvæð áhrif á efnahag landsmanna en að sama skapi hefur aukin umferð ferðamanna um landið aukið álag á vegakerfið og með því aukið hættu á alvarlegum hópslysum. Nú er algengara en nokkru sinni fyrr að sjá stórar langferðabifreiðar smekkfullar af ferðamönnum á ótrúlegustu stöðum og oft á vegum sem ljóst er að valda ekki þessari auknu umferð. Þegar hafa orðið mörg slys þar sem langferðabifreiðar hafa lent í árekstri eða lent utan vegar. Flest þessara atvika hafa orðið utan þéttbýlis. Sem betur fer hafa þessi slys ekki verið mjög alvarleg en þau eru fyrirboði um vá. Slysavarnafélagið Landsbjörg og Ísavia hafa

nú tekið höndum saman og gert samning um þróun, framleiðslu og vistun á hópslysakerrum til að tryggja að sem best verði hægt að bregðast við þegar mest á reynir. Tilgangur þessa samningsins er bæta hópslysaviðbúnað á Íslandi með þeim hætti að útbúa hópslysakerrur fyrir björgunarsveitir á svæðum þar sem talin er hætta hópslysum og viðbragð vegna staðsetningar takmarkað. Björgunarsveitir eru í einstakri stöðu, með starfsstöðvar víða um land og eru oft fyrstu viðbragðsaðilar á vettvang slysa utan alfaraleiðar og því tilvalinn samstarfsaðili í verkefni sem þetta. Ísavia leggur til 36 milljónir í verkefnið sem er til þriggja ára og er fyrirhugað að smíða að lágmarki þrjár hópslysakerrur á ári. Unnið er að þarfagreiningu fyrir skynsamlegustu staðsetningarnar með tilliti til líklegra slysstaða í samhengi við það viðbragð sem er á hverjum stað fyrir sig og er verið að leita til sem flestra sem koma að málaflokknum með þeirra sýn á heppilegustu staðsetninguna fyrir kerrurnar. Fyrsta hópslysakerran verður afhent á Landsþingi Slysavarnafélagins Landsbjargar á Akureyri í maí og hefur þegar verið ákveðið að björgunarsveitin Kári í Öræfum fái hana. Björgunarsveitin Kári er

ein þeirra björgunarsveita sem mikið hefur mætt á vegna mjög alvarlegra umferða- og hópslysa á þjóðvegi 1. Í Öræfunum er mjög langt í aðrar bjargir og kom fyrir í vetur að í alvarlegu slysi komust sjúkrabílar ekki á slysstað vegna ófærðar og óveðurs. Ákveðinn grunnbúnaður verður í hópslysakerrunum og miðast hann við að geta veitt skjól og aðhlynningu á vettvangi utan alfaraleiðar og á stöðum þar sem langt er í heilbrigðisþjónustu. Forðast verður að í kerrunum sé búnaður sem krefst íþyngjandi rekstrar og viðhalds. Meðal þess búnaðar sem verður í hópslysakerrunum er eftirfarandi: • • • • • • •

Guðbrandur Örn Arnarson, verkefnastjóri aðgerðarmála

Stórt tjald (uppblásið með þrýstilofti) 18 sjúkrabörur 40 teppi Þrír stigar/börustatíf Tjaldhitari Ljósabúnaður Rafstöð

75


ENNEMM / SÍA / NM68892

FJÖLNOTA ALLA DAGA LÉTTUR POKI SEM FER LÍTIÐ FYRIR Á hverju ári enda 20 milljónir plastpoka á íslenskum ruslahaugum eftir

76aðeins eina notkun. Látum það heyra fortíðinni til. Fjölnota er framtíðin! vinbudin.is


KræKtu þér í ÓDÝrArI

BIFrEIÐASKOÐuN

oðunarsk M u ll Ö á a d il g ð Morgunver ja Út Mars 2017 stÖðvuM fruMHer

ENNEMM / SÍA / NM68892

Kl. 8-11

20% r AFSláttu

Morgunverð veita 20% afslátt af skoðunargjaldi og gilda frá 8-11 virka Morgna. á saMa tíMa býðst þér að þiggja gÆða kaffibolla og frítt Wifi á Meðan skoðunin fer fraM.

SBílA rIr FÓlK gIlDIr Fy IgN í EINKAE

www.frumherji.is

Sími: 570 9090 · Netfang: frumherji@frumherji.is · www.frumherji.is


Tรฆkjamรณt aรฐ fjallabaki


Tækjamót Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldið að Fjallabaki dagana 31. mars til 2. apríl. Mótið var afar vel heppnað og með fjölmennustu tækjamótum félagsins sem haldið hefur verið. Alls voru 428 félagar skráðir til leiks og þeir ferðuðust um á 79 jeppum, sjö snjóbílum, 115 sleðum og 15 fjórog sexhjólum. Eins og meðfylgjandi myndir sýna var afar fjölbreytt tækja á tækjamótinu. Ráðgert er að næsta tækjamót verði haldið á Austurlandi árið 2019 og hafa sveitirnar þar þegar tekið að sér skipulagningu þess. 79


Takk fyrir ómetanlegt framlag Slysavarnafélagið Landsbjörg vinnur einstakt starf. Á bak við það stendur mikill fjöldi einstaklinga; sjálfboðaliðar og fagfólk sem er til reiðu þegar þörfin er mest. Landsbankinn hefur nú skipað sér í hóp bakhjarla félagsins en við erum afar stolt af því að leggja Landsbjörgu lið.

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Anna Filbert Hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Tækjamót að fjallabaki

81


82


Tรฆkjamรณt aรฐ fjallabaki


www.fi.is

Ferðafélag Íslands

Ferðafjölskyldan

Dagsferðir

Sumarleyfisferðir

Skíðaferðir

Fjallaverkefni

Ferðafélag Íslands verður 90 ára 2017. Tilgangur félagsins er meðal annars að hvetja til ferðalaga um Ísland og greiða fyrir þeim. Í Ferðaáæltun FÍ er að finna yfir 200 ferðir af öllum stærðum og gerðum, þar sem gengið er um göngustíga í þéttbýli, um grónar sveitir, óbyggðir og yfir á hæstu tinda landsins.

Gönguferðir

Hjólaferðir

Á meðal ferða sem félagið býður upp á eru sumarleyfisferðir, helgarferðir, dagsferðir, skíðaferðir, hjólaferðir, fjallaverkefni, bakskóli, Biggest winner og náttúruæfingar/FÍ Landvættir.

Innan Ferðafélags Íslands er einnig Ferðafélag barnanna, Ferðafélag unga fólksins og FÍ eldri.

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS

Skráðu þig inn – drífðu þig út FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is


Tรฆkjamรณt aรฐ fjallabaki

85


F

Í frystiklefa hjá Taiga Helgu Björk Pálsdóttur, verkefnisstjóra hjá SL, varð pínu kalt á tánum og fingrunum þegar hún prófaði Taiga fatnaðinn við erfið skilyrði í prófunarklefum fyrirtækisins í höfuðstöðvum þess í Varberg í Svíþjóð. Taiga, sem framleiðir einkennisfatnað okkar er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði og framleiðir fatnað fyrir viðbragðsaðila og aðra sem starfa við erfiðar og krefjandi aðstæður, eins og íslenskt björgunarsveitafólk. Helga heimsótti Taiga seint á síðasta ári og hún segir það hafa verið merkileg reynsla að prófa fatnaðinn þeirra við tilbúnar aðstæður sem sannarlega líkjast þeim sem við þekkjum í starfinu. Í klefunum þremur var boðið upp á hörkugadd, grenjandi slagveður, hita og raka.

86

Fyrst fór Helga í frostið. „Ég klæddi mig í undirföt, flís eða miðlag og síðan 3ja laga Goretex fatnað. Ég var í frost og vindkælingarklefanum í 15 mínútur þar sem frostið var 39 gráður á celsíus. Þar dundaði ég mér við að raða saman púsli og leysa fleiri þrautir, auk þess sem ég tók lagið,

Helga Björk Pálsdóttir, verkefnisstjóri hjá SL

eins og Íslendingum er tamt við þessar aðstæður. Mér þótti merkilegt hvað fatnaðurinn hélt þessum mikla kulda frá mér, en neita því ekki að kuldinn var aðeins farinn að bíta mig fingur og tær þegar líða tók á vistina. Úr gaddinum fór í ég regnklefann og létti aðeins á klæðnaðinum. Var aðeins í undirlagi undir skelinni. Ég var í klefanum í 15 mínútur við klifur og að leysa þrautir í úrhellisrigningu. Fatnaðurinn hélt fullkomlega við þessar aðstæður og innsta lagið var skraufþurrt. Þriðji prófunarklefinn sýndi vel fram á að bómullarföt eru ekki góður kostur í miklum hita og raka. Þau verða blaut og þung og eru lengi að þorna miðað við polartec efni og fólki verður fljótt kalt þegar komið er úr hitanum.“ Að sögn Roland Iwanow, yfirhönnuðar hjá Taiga, er SL jakkinn hannaður sérstaklega fyrir okkur en fyrirmyndin er jakki sem er í framleiðslulínu fyrirtækisins. Allur fatnaður fyrir SL er saumaður í einni af minnstu verksmiðjunni sem framleiðir fatnaðinn fyrir Taiga. „Þar starfa einungis 25 manns við saumaskapinn en það vegna hárra gæðakrafna sem gerðar eru til fatnaðarins


KÆLISMIÐJAN FROST EHF.

Ferskt eða frosið - alla leið!

Alhliða þjónusta og heildarlausnir, hönnun og uppsetning smárra jafnt sem stórra kæli- og frystikerfa. Frysti- og kæligeymslur, kæli- og frystiklefar, frysti-, kæli- og eldvarnahurðir, veggeiningar, kæli- og frystiklefar, frystipressur, kælivélasamstæður, tölvukælar, kælimiðilsdælur, lausfrystar, lokar og stjórnbúnaður, brauðunar- og fullvinnslulínur, plötufrystar, sjálfvirkir láréttir plötufrystar, eimsvalar, mjólkurtankar, loftþurrkarar, RSW kerfi, varahlutir og margt fleira...

Kælismiðjan Frost ehf. Fjölnisgata 4b, 603 Akureyri Sími +354 464 9400 Fax +354 464 9401

Kælismiðjan Frost ehf. Lyngás 20, 210 Garðabæ Sími +354 464 9400 Fax +354 464 9402

frost@frost.is www.frost.is

Samstarfsaðilar: PF Frost, Færeyjum


sem framleiddur er fyrir félagið. Fatnaðurinn okkar flokkast því seint sem fjöldaframleiðsla,“ segir Helga. Taiga á alltaf ákveðið magn af efni í fatnaðinn okkar á lager hjá sér til þess að bregðast við pöntunum frá okkur. „Þegar pöntun berst fer Oskar Claesson tengiliður SL hjá Taiga yfir hana og sendir áfram til lagersstjórans. Hann mælir hversu mikið af efni þarf í pöntunina, hversu marga rennilása, smellur og fleira sem til þarf. Allt þetta er svo sent í verksmiðjuna sem sníður og saumar fatnaðinn. Annika Larsson sér um samskipti við verksmiðjuna og að framleiðslan gangi vel og rétt fyrir sig. Gæðaeftirlitið er í höndum Gunni Linderoth sem fer yfir fatnaðinn þegar hann berst frá verksmiðjunni. Gunni var að gæðaprófa jakka fyrir félagið þegar ég var ytra en gerðar eru prófanir á þemur stöðum á hverjum jakka, þar sem flest samskeyti eru, undir höndum og á hettu. Ef Gunni er ekki sátt við prófanirnar þá sendir hún alla pöntunina til baka í verksmiðjuna.“

Helga segir að það hafi verið mjög ánægjulegt og fróðlegt fyrir sig að fá tækifæri til að heimsækja Taiga og fá betri innsýn í framleiðsluferlið og gæða-

prófanir á fatnaði sem þeir framleiða. „Fyrir vikið verð ég betur í stakk búin til að svara félagsfólki okkar um fatnaðinn og ráðleggja þeim.“

Eldvarnir ehf. Sportbud.is - Bæjarlind 14 - 16 - 201 Kópavogur - Opnunartími: Mán/Fös 10:00-17:00

Vefverslun: www.sportbud.is

Sportbud.is býður upp á úrval af vönduðum vörum frá MAMMUT: Snjóflóðaýlar - stangir - skóflur - Snjóflóðabakpoka. Svefnpoka frá Ajungilak. Og margt fleira.

Sportbud.is - Bæjarlind 14 - 16 - 201 Kópavogur - Opnunartími: Mán/Fös 10:00-17:00

88

Vefverslun: www.sportbud.is



Flugslysaæfing í Vestmannaeyjum Flugslysaæfing var haldin á flugvellinum í Vestmannaeyjum í byrjun apríl. Á fjögurra ára fresti er farið yfir viðbragðsáætlanir á flugvöllum, þær uppfærðar og að því ferli loknu er efnt til stórrar æfingar þar sem allir viðbragðsaðilar og rekstaraðilar flugvallar koma saman og æfa viðbrögð við mögulegu flugslysi. Umfang slíkra æfinga er ávalt mikið enda mikilvægt að allir aðilar sem að verkefninu koma hafi tækifæri til að láta reyna á undirbúninginn. Þessar æfingar eru afar mikilvægar sérstaklega í ljósi þess hversu slys tengd flugi eru fátíð. Flugslysaæfingin í Vestmannaeyjum gekk afar vel eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. 90


91


Félaginu fært veflægt viðhaldsstjórakerfi Nýverið var skrifað undir samning um viðhaldsstjórakerfi sem fyrirtækið Maintsoft færði félaginu til afnota endurgjaldslaust. Kerfið sem um er að ræða heitir MaintX og er veflægt kerfi sem heldur utan um allt sem kemur að fyrirbyggjandi viðhaldi á tækjum og búnaði. Til að byrja með verður kerfið notað til viðhaldsstjórnunar á björgunarskipum félagsins en samningurinn nær yfir alla þætti félagsins og ekkert því til fyrirstöðu að einingar félagsins noti kerfið fyrir sína starfssemi. Samningurinn miðast við tíu samnotendaleyfi sem þýðir að tíu notendur geta unnið í kerfinu samtímis. Af hverju björgunarskipin? Jú, ákvörðun var tekin um það þegar Maintsoft viðraði þá hugmynd að gefa félaginu aðgang að kerfinu að taka það til reynslu og prófa það á björgunarskipunum til að byrja með. Þar sem björgunarskipin okkar 12 eru nánast eins var auðvelt að byggja upp sameiginlegan grunn sem auðveldlega er hægt að útfæra síðan að þörfum hvers og eins. Ef vel tekst til má útvíkka

92

kerfið og bjóða einingum félagsins að nýta sér það til viðhalds á tækjum og búnaði.

En hvað er viðhaldsstjórakerfi? Í stuttu máli má segja að kerfið sé verkstjóri yfir þeim sem sinna viðhaldi á tækjum og búnaði. Möguleikarnir eru nánast ótakmarkaðir og er það í höndum hvers og eins notanda að ákveða hversu langt skal ganga. Hægt er að mata kerfið upplýsingum um hvenær á að sinna hvaða verkum og eftir hve langan tíma, til dæmis er hægt að láta kerfið segja til um hvenær eigi að yfirfara sinktappa í kælum, skipa um olíu á vélum og gírum og hvenær eigi að yfirfara neyðar- og öryggisbúnað skipana. Kerfið heldur einnig utan um varahlutanúmer og frá hvaða birgja hluturinn var keyptur. Ekkert er því til fyrirstöðu að láta kerfið einnig halda utan um æfinga- og þjálfunarskipulag áhafnarinnar. Kerfið lætur svo vita með fyrirvara hvaða vinnu þarf að framkvæma og verður viðkomandi umsjónarmaður að kvitta fyrir því að viðkomandi verk hafi verið unnið. Þar sem kerfið er veflægt er hægt að vinna við það hvar sem er svo framarlega sem tölvan er nettengd. Það gefur umsjónarmönnum möguleika á að nálgast upplýsingar á sameiginlegri varahlutaskrá um hvar aðrir hafa fengið varahluti sem kunna að vanta og/eða séð hvort einhverjir aðrir eigi það sem vantar. Einnig er hægt að útbúa verklýsingar á einstökum verkum sem auðveldar umsjónarmönnum mjög vinnuna við framkvæmd verka sem þeir hafa ekki unnið áður. Miklar vonir eru bundnar við kerfið og til lengri tíma litið að notkun þess komi í veg fyrir stórar og kostnaðarsamar bilanir. Á sama tíma getum við litið til framtíðar og virkilega spáð í fyrirbyggjandi viðhaldsvinnu á björgunarskipunum. Þar munar miklu um samning félagsins við Innanríkisráðuneytið um endurbætur og viðhald á björgunarskipunum til ársins 2021. Sá samningur er fjárhagslegur grundvöllur fyrirbyggjandi viðhaldsverka.


SEO höfuðljósin

SEO höfuðljósalínan frá Led Lenser nýtur mikilla vinsælda hjá íþrótta- og útivistarfólki, ekki síst hlaupurum, göngu- og klifurfólki. Hönnun þeirra er frískleg og hugvitsamleg og þau eru afar létt og þægileg í notkun. Lýsing og rafhlöðuending er framúrskarandi.

SEO3

• 100 lumens • Stillanlegur halli • Drægni: 100 metrar • Aðeins 105 g

• Notar 3 AAA rafhlöður • Vatnsvarið (IPX6) • Rafhlaða endist allt að 40 klst. • 1 kraftmikið hvítt LED ljós

SEO5

• 180 lumens • Vatnsvarið (IPX6) • Rafhlaða endist allt að 25 klst. • Stillanlegur halli • 1 kraftmikið hvítt LED ljós og • Stillanlegur fókus • Drægni: 120 metrar eitt rautt LED ljós sem hentar vel til að halda nætursjón • Aðeins 105 grömm • Notar 3 AAA rafhlöður

SEO7R

• 220 lumens • Stillanlegur halli • Stillanlegur fókus • Drægni: 130 metrar • Aðeins 93 grömm • Vatnsvarið (IPX6)

• Lithium hleðslurafhlöður fylgja • Rafhlaða endist allt að 20 klst. • 1 kraftmikið hvítt LED ljós og eitt rautt LED ljós sem hentar vel til að halda nætursjón

LED LENSER SÖLUAÐILAR: Ísleifur Jónsson ehf. Draghálsi 14-16, Reykjavík S: 412 1200 Vélsmiðjan Þristur Sindragötu 8, Ísafirði Sími 456 4750

Straumrás Furuvöllum 3, Akureyri Sími: 461 2288 Iðnaðarlausnir ehf. Skemmuvegi 6, Kópavogi S: 577 2233

Gangleri Outfitters Hverfisgötu 82, Reykjavík S: 583 2222

K.M. Þjónustan ehf. Vesturbraut 20, Búðardal S: 434 1610

Kaupfélag V-Húnvetninga Byggingavörur Strandgötu 1, Hvammstanga S: 455 2300

Kaupfélag Steingrímsfjarðar Höfðatúni 4, Hólmavík S: 455 3100


Samstarf okkar við FORF í Noregi

Á leitaræfingu með hundum í gömlu yfirgefnu virki.

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur verið í óformlegu samstarfi samstarf við björgunarsveitir í Noregi í mörg ár. Samstarfið hefur fyrst og fremst tengst hundaþjálfun, snjóflóðum og unglingastarf. Samstarfið hefur fyrst og fremst hefur verið á milli einstakra sveita landanna tveggja. 94

Dagbjartur Kr. Brynjarsson, Skólastjóri Björgunarskóla

Árið 2014 fékk SL styrk frá Leonardo sjóð Evrópusambandsins um að halda áfram með verkefni sem hleypt var af stokkunum árið 2012 og gekk út á að bera saman hvernig staðið er að menntun, leitartækni og stjórnun leitaraðgerða í Norður Evrópu. Í seinni hluta verkefnisins var ákveðið að fara til Noregs og Finnlands. Verkefninu var gerð skil meðal annars með fyrirlestri á Björgun á sínum tíma og þar gafst okkur nokkrum tækifæri til þess að fara í ferð til Noregs og Finnlands þar sem við hittum þá aðila sem stóðu að bæði þjálfun, leit og stjórnun leitar á týndu fólki. Það vakti athygli okkur ferðalangana hvað mest var hversu björgunarsveitir á Íslandi og Noregi eru líkar. Björgunarsveitir landanna leysa sambærileg verkefni og uppbygging þeirra er að miklu leiti mjög svipuð. Á þeim tíma sem við vorum í Nor-


VA K TSTÖÐ SIGLING A fjarskipti og öryggisvöktun á sjó

Útgerðarmenn · Sjómenn · Aðstandendur sjófarenda Nýtið ykkur þjónustu Vaktstöðvar siglinga sími

fax

netfang

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar

545 2100

545 2001

sar@lhg.is

Strandarstöðvar Reykjavík radíó Nes radíó Hornafjörður Radíó Vestmannaeyjar radíó Ísafjörður radíó Hornafjörður radíó

551 1030

562 9043

reyrad@lhg.is.

TFA TFM TFT TFV TFZ TFX

Upplýsingar um skip og báta

552 3440

Sjálfvirk tilkynningaskylda Með stofnun Vaktstöðvar siglinga sameinuðust lykilaðilar vegna leitar og björgunar á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Vaktstöð siglinga veitir öryggisþjónustu við sjófarendur. Helstu verkefnin eru vöktun og stjórnun neyðarsamskipta, vöktun sjálfvirkra tilkynningakerfa á sjó, almenn talfjarskipti við skip og báta og boðun sjóbjörgunarsveita, auk verkefna stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar.

Útkallssími 511 3333

Samgöngustofa

Skógarhlíð 14 105 Reykjavík www.vaktstod.is www.lhg.is


egi var þar verið að endurskoða hvernig staðið væri að stjórnun leitaraðgerða í Noregi. Í kjölfar heimsóknarinnar óskuðu Björgunarsveitir Norska Rauða krossins eftir því að Björgunarskólinn myndi halda fyrir þau námskeið í Managing Land Search Operations (MLSO) en það er grunnurinn sem námskeið Björgunarskólans í Aðgerðastjórnun eru byggð á. Þá kynntum við einnig hvernig staðið er að kennslu í Aðgerðastjórn og Fagnámseiði í aðgerðastjórn hjá Björgunarskólanum. Úr varð að þar var ákveðið að taka upp samskonar aðferð og Björgunarskólinn notar í dag og var undirritaður fenginn á fyrsta fagnámskeiðið þeirra sem leiðbeinandi og ráðgjafi sem gaf ábendingar um hvað betur mætti fara. Í kjölfar þess námskeiðs kom upp umræða hvort ekki ætti að koma á auknu og formlegu samstarfið á milli Björgunarsveita í Noregi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar og þá á milli samtakanna, Slysavarnafélagsins Landsbjörg og Frivillige Organisasjoners Redningsfaglige Forum (FORF) en ekki einstakra eininga samtakanna. Á haustmánuðum 2014 kom stjórn FORF á ráðstefnuna Björgun þar sem sest var niður með nokkrum stjórnarmönnum í SL til að velta því upp hvort ekki væri ástæða til að koma á formlegu samstarfi á milli samtakana. Til að gera langa sögu stutta þá var skrifað undir formlegan samstarfssamning á síðustu Björgun. Samstarfssamningurinn gengur í raun út á að samtökin greiði fyrir auknu samstarfi, bæði á milli samtakana en ekki síst á milli grasrótarinnar, eða eininganna. Þá er einnig mikilvægt að samkomulagið þetta komi ekki í veg fyrir áframhaldandi samkomulag og samvinnu á milli þeirra eininga sem í dag hafa virkt samstarf.

96

FORF hvað er nú það? Frivillige Organisasjoners Redningsfaglige Forum eða FORF eru regnhlífasamtök sjálfboðaliðasamtaka sem koma að leit og björgun í Noregi. Umhverfið í Noregi er nokkuð flóknara heldur en hérlendis, en þó nokkur samtök standa að leit og björgun í Noregi. FORF eru regnhlífasamtök samtaka eins og: • Norsk Röde Kors Hjelpekorps (Björgunarsveitir Rauða krossins í Noregi) • Norsk Folkehjelp Sanitet (Björgunarsveitir Norsk Folkehjelp) • Norske Reddningshuder (Björgunarhundasamtökin)

• Rovernes Beredskapsgruppe (Hjálparsveitir skáta) • NAKs Flytjeneste (Leitarsveitir flugáhugamanna en þeir leita úr einkaflugvélum) • Norsk Grotteforbund (Hellasamtök sem sérhæfa sig í leit og björgun úr hellum) • Norsk Radio Relæ Liga (Samtök Radio amatöra í Noregi) Það má í raun líkja því saman að FORF er eins og ef að við höfðum stofnað ný regnhlífasamtök sem væri yfir gömlu samtökunum í staðin fyrir að sameina Slysavarnafélag Íslands, Landssamband Hjálparsveita Skáta og Landssamband Flugbjörgunarsveita.

Nýjasta björgunarskip norðmanna sem fer yfir 50 hnúta á klst.


Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns?

RARIK hefur verið í þjónustu lands og þjóðar í 70 ár og rekur í dag stærsta dreifikerfi raforku á Íslandi. Háspennuhluti kerfisins er um 8.700 km að lengd og nú þegar eru um 57% þess komin í jörð. Með því hefur afhendingaröryggi aukist til muna og rafmagnstruflunum fækkað verulega. www.rarik.is


SÍA •

PIPAR \ TBWA

SAMSTARF TIL GÓÐRA VERKA Olís er einn af aðalstyrktaraðilum

Samkvæmt samstarfssamningi njóta öll

Slysavarnafélagsins Landsbjargar og styrkir

aðildarfélög samtakanna sérkjara hjá Olís, en

samtökin bæði með fjárframlögum og

upplýsingar um þau kjör má fá í síma 515 1100.

veglegum afslætti af eldsneyti og öðrum

Þá geta allir meðlimir björgunar- og

vörum. Við erum stolt af samstarfinu og

hjálparsveita innan samtakanna jafnframt

þessum stuðningi við frábært starf

fengið sérkjör á eldsneyti og öðrum vörum

björgunarsveitanna, sem unnið er af fórnfýsi,

hjá Olís ef sótt er um á:

landsmönnum til heilla.

www.olis.is/vidskiptakort/landsbjorg


Björgunarsveitir í Noregi eru í raun eins upp byggðar og björgunarsveitir á Íslandi þótt að svipbrigðamunur sé milli þeirra. Um er að ræða sjálfstæðar einingar sem mannaðar eru sjálfboðaliðum sem þurfa að afla fjár til starfsseminnar og verkefni þeirra eru að mjög mörgu leiti þau sömu og við höfum hér heima.

Hvernig ætlum við að standa að samstarfinu? Í upphafi vorum aðilar sammála um að við skyldum ekki sníða samkomulagið of þröngt, heldur halda sem flestum möguleikum opnum. Þó er hugmynd um (og undirbúningur hafinn) að ákveðnu vistaskiptaverkefni þar sem að litlum hópum frá Noregi verður boðið að taka þátt með okkar einingum í Hálendisvaktinni í sumar. Þegar búið að ræða við þær björgunarsveitir sem verða í Hálendisvakt á Fjallabaki með það fyrir augum hvort að þær séu tilbúnar til að hafa gest með sér. Þá er hugmyndin að hópar frá SL geti hugsanlega tekið þátt í bátaverkefnum í sumar eða þá tak þátt í samskonar verkefni og hálendisvakt SL á næsta árin en hún fer fram í páskavikunni en mjög stór hluti Norðmanna fer til fjalla og búa í hytte / skálum í fjöllunum í páskavikunni. Björgunarsveitir hafa margar komið sér upp eigin skála þar sem að þau standa vakt með svipuðum hætti og við gerum. Þá erum við einnig áhugasöm um að auka samvinnu okkar í fræðslumálum og það er ljóst að við getum stutt við hvort annað á mörgum sviðum. Sumum sviðum þar sem þau standa okkur framar og sumum sviðum þar sem að við stöndum

þeim framar. Einnig hefur verið rætt aum aukið samstarf þegar kemur að: • Slysavörnum ferðamanna (já þau eru í sömu vandræðum með mikla fjölgun ferðamenn eins og við). • Unglingamál • Fjáraflanir • Þróun á ýmsum búnaði • Virkjun sjálfboðaliða • Þátttaka á ráðstefnum hvors annars • Aukin samvinna eininga

Þá er einnig ætlunin að halda uppi virku samstarfi og samskiptum á milli samtakana með það fyrir augum að viðhalda og efla samstarfið. Hafin er könnun á því hvort hægt sé að fjármagna þetta samstarf í heild sinni eða að hluta svo að kostnaður við þetta fyrir einingar verði sem minnstur. Við erum að sjálfsögðu einnig opin fyrir hugmyndum frá einstaklingum og einingum um frekara samstarf og er öllum sjálfsagt að setja sig í samband við undirritaðan, því ljóst er að það eru bjartir tímar framundan þegar að samstarfi við Norðmenn kemur.

99


NÁTTÚRULEGA TIL FRAMTÍÐAR Náttúrulegar umbúðir – í sátt við umhverfið Tímamótaumbúðirnar frá Enviropack eru eingöngu úr náttúrulegum hráefnum og flokkast því einfaldlega með öðrum lífrænum úrgangi. Loks er hægt að velja kaffimál, glös, matvælaílát og ýmsar aðrar umbúðir sem eru að fullu niðurbrjótanlegar og vistvænar. Vörurnar eru framleiddar úr sterkju sem fellur til við framleiðslu á sykri og maís. Þær eru úr náttúrulegu hráefni og því 100% niðurbrjótanlegar.

Minna kolefnisspor en af öðrum einnota umbúðum

Geta brotnað niður á 12 vikum

Pakkningar

Kaffimál

Glös og matvælaílát

Veldu rétt, veldu náttúrulegt - fyrir okkur öll!

Hnífapör

www.oddi.is


Bakvarðasveitin Rétt eins og þjóðin treystir björgunarsveitunum treystum við á dýrmæta liðveislu bakvarðanna sem leggja okkur lið með mánaðarlegum styrktargreiðslum að eigin vali.

Bakvarðasveitin er í raun stærsta björgunarsveit landsins með þúsundir félaga sem sannarlega njóta þess að taka þátt í starfsemi björgunarsveitanna á þennan hátt, eins og þetta bréf frá bakverði lýsir svo vel

BAKVARÐASVEITIN

Það er auðvelt að skrá sig í bakvarðasveitina á heimasíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, landsbjorg.is.

Kæru félagar. Þetta ágæta framlag ykkar að bjóða okkur almenningi tækifæri til að taka þátt í ykkar óeigingjarna starfi, kom sér mjög vel fyrir mig. Mér hefur runnið það til skyldunnar að taka þátt í ykkar frábæra starfi en sem gamall karl og heilsulaus þar að auki gat ég ekki séð mig við hliðina á ykkur við að klífa fjöll, kafa, hjúkra slösuðum o.s.frv. Ég fagnaði því innilega þegar þið senduð mér umsóknarblaðið sem ég fyllti út og virkaði strax án nokkurra vandræða. Þið fáið sérstakt hrós frá mér fyrir að gera þetta einfalt og aðgengilegt. Þótt ég geti seint kallað mig „björgunarmann“ á borð við ykkur, þá finn ég til tengsla við „hetjurnar mínar“. Þegar ég sé ykkur í sjónvarpinu við skyldustörf sem því miður er alltof oft, hef ég öðlast tilfinningu fyrir að þarna séum „við“ í fremstu víglínu. Bestu kveðjur og þakkir fyrir óeigingjarnt starf í þágu þjóðarinnar. Kristján Richter.

Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg

Pantone cool gray 10 og Pantone 300 cmyk Blár C=100 M=57 Y=0 K=0 Grár C=25 M=0 Y=0 K=70

101


Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg Afl starfsgreinafélag www.asa.is

Fiskmarkaður Patreksfirði fiskmarkadur@simnet.is

Hafnarsjóður Skagafjarðar www.skagafjordur.is

Akureyrarbær www.akureyri.is

Fiskmarkaður Siglufjarðar ehf. fmsi@fiskmarkadur.is

Hafnarsjóður Þorlákshafnar www.olfus.is

Alþýðusamband Íslands

Fiskmarkaður Austurlands hf. fmaust@simnet.is

Hafnir Ísafjarðarbæ www.isafjardarbaer.is

Fiskvinnslan Íslandssaga

Hita- og vatnsveita Mosfellsbæjar www.mos.is

Baader Island ehf. Beitir ehf. www.beitir.is Bolungarvíkurhöfn www.bolungarvik.is Brunavarnir Suðurnesja Dalvíkurhafnir Dalvík- ÁrskógsströndHauganes www.dalvik.is

Fjallabyggð Siglufjarðarhöfn www.fjallabyggd.is

Hjallasandur ehf. Snæfellsbæ

Frár ehf. frar@simnet.is

Hjálmar ehf. haukaberg@simnet.is

Freydís sf. www.freydis.is

Hlaðbær-Colas hf. www.colas.is

Gjögur hf.

Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. www.frosti.is

G. Skúlason vélaverkstæði Djúpavogshöfn Endurskoðun Vestfjarða ehf. www.endvest.is Farmanna- og fiskimannasamband Íslands

Grundarfjarðarbær www.grundarfjordur.is Grundarfjarðarhöfn www.grundarfjordur.is Gullberg ehf.

Félag skipstjórnarmanna www.skipstjorn.is Fisk Seafood www.fisk.is

Hafbáran ehf. 450 Patreksfjörður Hafnarfjarðarhöfn www. hafnarfjardarhofn.is

Fiskmarkaður Hólmavíkur ehf. Hafnasamlag Norðurlands 102

Húsavíkurhöfn, Raufarhöfn, Kópasker www.nordurthing.is Ísfélag Vestmannaeyja hf. www.isfelag.is Íþróttamiðstöðin Egilsstöðum Klúka ehf. Kópavogshöfn www.kopavogur.is Kristinn J. Friðþjófsson ehf.


Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg

SANDUR - MÖL - UPPFYLLINGAREFNI SÆVARHÖFÐI 33 - REYKJAVÍK - SÍMI 557 2000

Fiskifélag Íslands SANDUR - MÖL - UPPFYLLINGAREFNI SÆVARHÖF‹I 33 - REYK JAVÍK - SÍMI 557 2000

Ég vinn við að gefa Toby besta veganestið. PATRICIA

VÖRUÞRÓUNARSTJÓRI HÖFUNDUR AÐ PRO PLAN OPTISTART ® Axlar ábyrgð eins og þú.

PRO PLAN MEÐ OPTISTART Heil vörulína sérstaklega ætluð hvolpum. ®

® Reg. Trademark of Société des Produits Nestlé S.A.

www.oddihf.is

www.sjomenn.is

wi

t

h

m

Pro Plan vörulínan fyrir hvolpa er blönduð með Optistart sem inniheldur brodd, fyrstu móðurmjólkina. Styrkir vörnina sem hvolpurinn fékk frá móðurinni.

ru C o los t

Þetta er þín ábyrgð. Þetta er okkar ábyrgð. Þetta er PRO PLAN.

103


Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg Landsnet Listmunasala Fold www.myndlist.is Löndun ehf. www.londun.is Miðás ehf. www.brunas.is

Sigurbjörn sf. sibjehf@simnet.is

Útgerðarfélagið Ískrókur ehf.

Sigurður Ólafsson ehf. olibjorn@eldhorn.is

Útgerðarfélagið Öngull

Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur Sjómannafélagið Jötunn, Vestmannaeyjum

Miðstöðin ehf. Pétursey gudjonr@eyjar.is

Sjómannasamband Íslands www.ssi.is

Cmyk

Verkalýðsfélagið Hlíf www.hlif.is Verslunarmannafélag Suðurnesja www.vs.is Vestmannaeyjahöfn www.vestmannaeyjar.is

Reykjanesbær www.reykjanesbaer.is

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins www.shs.is

Reykjaneshöfn

Stegla ehf. Tálknafirði

Vesturbyggð www.vesturbyggd.is

Salka - Fiskmiðlun hf. www.norfish.is

Steinunn ehf.

Vélsmiðjan Foss ehf.

Súðavíkurhöfn

Vopnafjarðarhöfn www.vopnafjardarhreppur.is

Samvinnufélag útgerðarmanna www.veidiflugan.is

Sveitarfélagið Garður www.svgardur.is

VSO Ráðgjöf ehf.

Tækniþjónusta Vestfjarða ehf. sveinn@tvest.is

Vörður tryggingar www.vodur.is

Segull ehf. Seyðisfjarðarkaupstaður www.seydisfjordur.is

104

Valberg ehf. valbergehf@simnet.is

Þórsnes

Panton

Rauður Cmyk - 25 - 100 - 10 RGB - 135 - 26 - 22 Pantone - 7622 C #8C2E2D


Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg

Reykjavík, Akranesi, Snæfellsnesi, Stykkishólmi, Skagaströnd, Þorlákshöfn - www.fmis.is Cmyk

Pantone

Cmyk

Pantone

Merkið skal helst alltaf nota á ljósum bakgrunni. Ef bakgrunnur er dökkur þá er leyfilegt að nota merkið hvítt. Rauður Cmyk - 25 - 100 - 100 - 22 RGB - 135 - 26 - 22 Pantone - 7622 C #8C2E2D

Blár Cmyk - 84 - 57 - 25 - 13 RGB - 72 - 98 - 138 Pantone - 653 C #48628A

Ef merki er notað ofan á mynd þá skal meta hverju sinni hvort þurfa þyki að nota hvítt merki en aðalmerki skal ávallt vera fyrsta val.

Grindavík, Hafnarfjörður, Höfn, Ísafjörður, Reykjanesbær, Sandgerði www.fms.is

NESKAUPSTAÐ www.svn.is

www.sjoey.is

www.lvf.is

105


100 % MERINO ULL

Mikið úrval

Hlýr og þægilegur ullarfatnaður sem hentar við allar aðstæður

Laugavegi 25 www.ullarkistan.is

Reykjavík s. 552-7499

Glerártorgi AKUREYRI s. 461-3006


Tengingin skiptir máli Sími utan þjónustusvæðis er eins og sigbelti án línu eða gúmmíbátur á þurru landi. Þess vegna leggjum upp á hálendið og langt út á haf. Áhyggjuleysi, öryggi og þægindi

Vodafone Við tengjum þig



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.