Björgun 1. tbl. 2018

Page 1

1. tbl I 2018

BJÖRGUN

Fólkið í félaginu 90 ára afmælisrit


ÁST OKKAR Á NÁTTÚRUNNI HELDUR OKKUR GANGANDI. GARMIN GPS OG inREACH SAMSKIPTATÆKNIN

SKILAR OKKUR HEIM.

©2017 Garmin Ltd. or its subsidiaries

FENIX 5PLUS FJÖLHÆFT SPORT- OG ÚTIVISTARÚR MEÐ KORTI

INREACH MINI GERVIHNATTA NEYÐARSENDIR OG SAMSKIPTATÆKI

GPSMAP 66S NÝTT OG SPENNANDI ÚTIVISTARTÆKI MEÐ STÓRUM SKJÁ

ÖGURHVARFI 2, 203 KÓPAVOGUR | SÍMI: 577 6000 | GARMIN.IS


Fรณlkiรฐ okkar Efnisyfirlit 124

132 18 66 40 152

96 90

104

46 112

138

26

32

52

10 60

74

82 144

1928 - 2018 3


4


Allir komi heilir heim Það er við hæfi á 90 ára afmæli Slysavarnafélagsins Landsbjargar að tileinka blaðið Björgun fólkinu í félaginu. Félagið er fólkið og fólkið er félagið, svo einfalt er það og getur aldrei orðið öðruvísi. Þrátt fyrir miklar breytingar í allri samfélagsgerð, tækni og öðru á undanförnum 90 árum er staðreyndin sú að hugsjónir sjálfboðaliða Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru í grunninn þær sömu og í

framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Jón Svanberg Hjartarson

upphafi starfsins, þ.e. að vinna að slysavörnum og að koma náunganum til hjálpar á neyðarstund. Ekki er spurt um efni, ástæður eða aðstæður heldur allt gert til þess að hægt sé að veita aðstoð á sem skemmstum tíma með það að leiðarljósi að allir komi heilir heim. Félagið er þjóðareign, drifið áfram af forystu, samvinnu og fagmennsku sjálfboðaliða sem hafa valið að verja dýrmætum frístundum sínum til þessa mikilvæga starfs, samfélaginu öllu til heilla. Þetta væri þó til lítils ef ekki nyti við öflugs baklands en þar gegna fjölskyldur sjálfboðaliðanna, vinnuveitendur og styrktaraðilar allir, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki, lykilhlutverki. Íslendingar hafa orðið sammála um mikilvægi þessa magnaða félags og kunna virkilega að meta hversu megnugt það er og í raun er ómögulegt að hugsa sér Íslenska þjóð án þess. Það er okkur öllum hollt að hugsa öðru hvoru til þess hvað skóp þetta félag og hverjar voru ástæður þess. Þetta gerðist nefnilega ekki af sjálfu sér. Félagið nýtur gríðarlegrar virðingar og trausts og það ber að þakka. Virðing og traust fæst ekki keypt en ávinnst á löngum tíma. Við stöndum í þakkarskuld fyrir þau sem á undan gengu og skópu félagið og umgjörð þess. Okkar er að viðhalda því, efla og skila áfram til komandi kynslóða. Til hamingju íslenska þjóð með fólkið í félaginu og takk fyrir að standa við bakið á okkur!

5


Björgun - 1.tbl. 18. árg. 2018 Útgefandi Slysavarnafélagið Landsbjörg

Slysavarnafélagið Landsbjörg er samtök sjálfboðaliða um allt land sem

Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík

vinna björgunar- og slysavarnastarf. Innan félagsins starfa björgunar-

Áskrift og almennur sími: 570-5900

sveitir og slysavarnadeildir auk öflugs unglingastarfs. Félagið rekur

Auglýsingar: herdis@landsbjorg.is

Slysavarnaskóla sjómanna, Björgunarskólann ásamt 13 björgunar-

Ritstjóri: Davíð Már Bjarnason

skipum hringinn í kringum landið. Björgun, tímarit félagsins, kemur

Ábyrgðarmaður: Jón Svanberg Hjartarson

að jafnaði út einu sinni á ári. Blaðið er prentað á umhverfisvænan

Umbrot: Sigurður Ó. Sigurðsson / Birgir Ómarsson

pappír. Allar ábendingar um efni í blaðið eru velkomnar og sendast á

Prentun: Ísafoldarprentsmiðja

bjorgun@landsbjorg.is. Þeir sem óska eftir áskrift að blaðinu geta haft

Myndir: Sigurður Ó. Sigurðsson

samband við skrifstofu félagsins. Slysavarnafélagið Landsbjörg gefur

Greinahöfundar: Jónas Guðmundsson, Haukur Haraldsson,

einnig út árbók einu sinni á ári og er hún yfirlit um starfsemi félagsins

Elín Ester Magnúsdóttir, Sólveig Jónsdóttir og Marianna

árið á undan. Nánari upplýsingar um Slysavarnafélagið Landsbjörg má

Clara Luthersdóttir

finna á www.landsbjorg.is


HGM@HGM.IS

1 9 2 8 - 2 0 1 8 Takk fyrir að rétta hjálparhönd síðustu 90 árin. Hamingjuóskir með afmælið!

Kemur klinkinu í góð mál! Kemur klinkinu í góð mál!

7


Í 90 ár hafa sjálfboðaliðar björgunarsveita og slysavarnadeilda staðið vaktina, samfélaginu öllu til heilla. Þetta hefði ekki verið hægt án ykkar stuðnings, kæru landsmenn. Takk, fjölskyldur landsins Takk, atvinnurekendur Takk, þú



10


BALDVIN L O K A Ð ,

F Ó R

Í

Ú T K A L L !

Baldvin Guðlaugsson, rakari á Hornafirði, kallar ekki allt ömmu sína þegar útkallið kemur. – Þá er bara rokið af stað, og kúnninn kannski hálfklipptur!

11


HV´ÍTA HÚSIÐ / Actavis 815070

Léttir á verknum Paratabs 500 mg filmuhúðaðar töflur, innihalda parasetamól sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast verkjalyf. Paratabs er notað gegn vægum til miðlungi miklum verkjum og til að lækka hita. Töfluna skal gleypa með glasi af vatni. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is 12


Ég er alinn upp hérna á Hornafirði til 19 ára aldurs og

jökul, t.d. í Grímsvötnin eða fara í skyndihjálparverkefni

gekk strax 14 ára gamall í Unglingadeild Björgunarfélags-

eins og t.d. bílslys á vegunum, sem er algengt. Við vinnum

ins hér. Eiginlega má segja að strax þá hafi þetta verið

öll almenn björgunarstörf eins og björgunarsveitarfólk

ráðið. Ég þróaðist áfram í björgunarstarfinu þegar ég flutti

á landsbyggðinni þekkir. Eins og allir vita þá erum við í

í bæinn í nám, gekk í björgunarsveitina Ingólf og síðan í

mikilli nálægð við Vatnajökul sjálfan, þetta gríðarstóra og

Ársæl. Ég flutti til Danmerkur og bjó þar í 10 ár en þegar

hættulega landflæmi en gott aðgengi er á jökulinn hérna

ég fluttist aftur heim á Hornafjörð, kviknaði bakterían

upp Skálafellsjökulinn sem er á suðausturhorni Vatnajökuls

á ný og ég fór strax að starfa með Björgunarfélaginu og

í nálægð við Höfn. Við í björgunarsveitinni gjörþekkjum

hef verið virkur félagi síðan. Þetta virtist vera ólæknandi

Vatnajökul og við fáum eiginlega öll útköll sem eru á hann

baktería og er fyrir mér einfaldlega lífsstíll, sem ég legg

og þau eru algeng. Þannig má segja að Vatnajökull sé

mig allan í.

nokkurs konar sérsvið okkar.

Er munur á því að vera í stórri björgunarsveit í

Í þessu samhengi má nefna útkall fyrir skemmstu inn á

Reykjavík eða í sveit á landsbyggðinni?

Síðujökul, vestast á Vatnajökli sem í raun er ágætis leið,

Já, ég held að það sé talsverður munur. Aðallega sá, að úti

en í þessu útkalli þurftum við að fara fyrst inn í Grímsvötn

á landi er mun meiri fjölbreytileiki. Hérna erum við ekki

á miðjum Vatnajökli og þaðan niður á Síðujökulinn, sem

með greinileg og afmörkuð sérsvið eins og í bænum, við

er alveg 3ja tíma ferð í þetta verkefni og var reyndar til

búum einfaldlega ekki við þann lúxus. Við þurfum að fara í

að bjarga illa búnum ferðamanni á strigaskóm, verkefni

öll þau verkefni og taka alla þá hatta sem þarf hverju

sem tókst vel. Ég er t.d. ekki viss um að fólk geri sér grein

sinni, fara í hvaða útkall sem er, sama hvort það er að

fyrir því að við hérna á Höfn erum sennilega fljótust allra

hoppa í bátinn okkar og út á sjó, rjúka á vélsleða upp á

að komast í Kverkfjöll. Héðan frá Höfn er stysta leiðin

13


þangað en það eru ekki nema um 80 kílómetrar að sunnan frá Jöklaseli við Skálafellsjökul þvert yfir Vatnajökulinn í Kverkfjöll en 55 km eru frá Höfn að Jöklaseli.

„Þegar upp er staðið, þá

Við teljum okkur vera með góða alhliða þekkingu og

sér maður að allt spilar

hæfni til ferða á Vatnajökul og að við getum leyst flest verkefni sem koma upp. Við þekkjum okkar leiðir til verkefna þar en vissulega gæti þurft að koma að jöklinum

þetta saman og það er bara skemmtilegt.“

frá mörgum stöðum og staðháttaþekking því mikilvæg en jökullinn er flókinn og bera þarf virðingu fyrir honum. Það er margs að gæta þarna, t.d. leiðarval, vistamál, tímasetningar, fjarskiptamál o.fl. hún skilur þetta vel. Hún er læknir og starfar hérna á Hornafirði, er virk í björgunarsveitinni okkar svo hún er Hvað með fjölskyldulíf og atvinnu? Hvernig gengur að aðlaga þau mál að miklu starfi í björgunarsveit?

alveg með í þessu. Og strákarnir okkar, unglingastarfið í sveitinni bíður þeirra, svo öll fjölskyldan er og verður í þessu, þetta er eiginlega lífsstíllinn okkar.

Gengur bara fínt! Þess ber nú fyrst að geta að ég kynntist nú konunni minni þegar við vorum í námi í Reykjavík

Varðandi atvinnumálin, þá er ég í fullum rekstri með mína

og bæði í björgunarsveitunum þar sem við hittumst, svo

eigin litlu rakarastofu. Ég lærði líka til sjúkraflutninga og

HVAR ER NÆSTA STUÐTÆKI? Við kynnum til sögunnar nýtt ókeypis app fyrir símann þinn sem getur nýst ef vá ber að höndum. Fyrstu hjálpendur geta skráð sig inn í kerfið þannig að sjá má hvar næstu aðstoð getur verið að fá.

Erum nú á Facebook: donna ehf

https://citizenssavelives.com/is

Nánari upplýsingar og verð á www.donna.is Tölvupóstur donna@donna.is

Móhellu 2, 221 Hafnarfjörður

Sími 555 3100 www.donna.is


hef full réttindi sem sjúkraflutningamaður og gríp auk

byggðinni eða t.d. á suðvesturhorninu. Í svona samfélagi

þess oft afleysingavaktir sem héraðslögreglumaður eða

eins og hér á Hornafirði er starf björgunarsveitanna afar

sveitalögga. Þannig að þú sérð að það er alltaf eitthvað að

mikilvægt, eiginlega alveg bráðnauðsynlegt og erfitt að

ske. Konan á læknavaktinni, ég á sjúkrabílavaktinni og ef

hugsa sér bæjarlífið án þeirrar þjónustu. Nú er ég ekki að

ekki eru æfingar, þá eru oft alls konar stúss í sambandi við

segja að við séum pínd í þetta, heldur höfum við mikla

björgunarmálin. Ég segi það ekki, að rakarastarfið hefur

ánægju af því að sinna ákveðinni samfélagslegri þörf og

stundum liðið fyrir og ég hef einstaka sinnum þurft að

beinum áhugasviði okkar og tómstundum í þá átt.

hlaupa skyndilega frá stólnum. Þá er sett bara skiltið mitt

Viðbragðsaðilar hér, við í Björgunarfélagi Hornafjarðar,

góða „LOKAÐ fór í útkall“ á hurðina. En ég mæti miklum

löggan, sjúkraflutningarnir, slökkviliðið og heilsugæslan

skilningi kúnnanna fyrir vikið. Málið er, að á litlum stöðum

erum með mjög gott samstarf og samráð í okkar störfum.

eins og Hornafirði held ég að samfélagið sé þéttara og

Við hittumst einu sinni í mánuði og skiptumst á æfingum

skilningur meiri en kannski t.d. í Reykjavík. Svo eru rakara-

út frá sérsviði hvers og eins. Þetta gefur okkur góða

stofur alltaf rakarastofur og uppspretta góðra frétta og

innsýn og skilning á störfum hvers annars, þannig búum

sagna. Þá eru menn í rakarastólnum kannski líka spenntir

við til eina samstillta vél og getum betur aðstoðað hvert

að heyra ef maður getur sagt góða ferðasögu eftir slíka

annað, t.d. á vettvangi. Svona fyrirkomulag er nauðsynlegt

leiðangra eða leitir.

einmitt vegna þess að langt getur verið í næstu bjargir.

Þegar upp er staðið, þá sér maður að allt spilar þetta

Vegalengdir milli staða hér eru miklar og er það ein sér-

saman og það er bara skemmtilegt. Og þá erum við aftur

staða okkar hér á Hornafirði. Það eru 100 km í austur á

komnir að muninum á því að vera í björgunarsveit á lands-

Djúpavog og 200 km í vestur á Kirkjubæjarklaustur. Þetta

15


„Það eru 100 km í austur á Djúpavog og 200 km í vestur á Kirkjubæjarklaustur.“

er viss einangrun sem við mætum þannig að björgunar-

Björgunarsveitin okkar, Björgunarfélag Hornafjarðar, er

sveitir staðanna, við hér á Höfn, Káramenn í Öræfunum

lítil sveit með risastórt umdæmi. Á útkallslista okkar eru

og Báran á Djúpavogi erum öll í góðu samstarfi og erum

aðeins 45 manns sem sinna að sjálfsögðu öllum útköllum,

til staðar ef á þarf að halda, t.d. í hugsanlegu stórslysi eða

hvort sem er á landi, sjó eða jökli. Stjórnstöð Almanna-

náttúruvá. Enda leitum við mikið hvert til annars í mörgum

varna svæðisins er staðsett í björgunarstöð Björgunar-

tilvikum, t.d. eru þau í Bárunni mjög klár og vel útbúin í

félagsins og mönnum við hana jafnframt, þannig að okkar

drónamálum sem kemur sér oft vel.

hlutur í málaflokknum er umtalsverður.



A

N

K N Ú S

Á

N

A

Á R B A K K A N U M

Anna Filbert starfar með Björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi. Hún mætir í tugi útkalla á hverju ári, meðal annars með vettvangsliðum sveitarinnar.

18


19


„Hálendið blundar alltaf í mér, kannski síðan í landmælingavinnunni hér forðum.“

„Björgunarsveitin Kjölur var endurvakin fyrir tæpum tutt-

gengt að þar sé ófærð og óveður. „Ég var með nöfn þeirra

ugu árum. Það var haldinn íbúafundur og ég mætti til að

sem voru í björgunarsveitinni límd inn í eldhússkápnum.

styðja gott framtak. Ætlaði mér bara að aðstoða, sópa gólf

Það sem svo gerist er að þeir flytja í burt og sveitin lagðist

og hella upp á kaffi. Fann hins vegar strax að ég gat og

niður. Þá er það sem ég ákveð að bakka þetta upp eins og

vildi gera meira og datt inn í þetta. Sótti námskeið og fór

svo margir aðrir og dett inn í þetta af fullum krafti. Starf

inn á útkallsskrá og þá var ekki aftur snúið.“

björgunarsveitarinnar hér er mikilvægt fyrir samfélagið, ekki bara vegna þessara venjulegu útkalla heldur erum við

Anna flutti með foreldrum sínum til Danmerkur um 12 ára

með samning við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um að

aldur en þau eru bæði dönsk. Þau komu hingað upp-

manna vettvangsliðahóp. Í því felst að við erum fyrsta við-

runalega því þau heilluðust af landinu, náttúrunni og

bragð á svæðinu ef um slys eða veikindi er að ræða. Strax

þeim kröftum sem hún býr yfir. „Það sem dró mömmu

í kjölfarið kemur svo sjúkrabíll frá Mosfellsbæ. Íbúar horfa

og pabba hingað er einnig það sem hrakti okkur í burtu.

á þetta sem ákveðið öryggi, þeim líður vel með að vita að

Mamma var svo skelkuð við jarðskjálfta, eldgos og þessa

hér er viðbragð.“

sífelldu náttúruvá. Hún fékk nóg af þessari ókyrrð sem alltaf var. Á þeim tíma, þegar ég er um 6-7 ára gömul voru

Vettvangsliðahópurinn hefur verið kallaður út í nokkra

einhverjir jarðskjálftar og Surtsey var nýbúin að myndast.

tugi skipta á hverju ári en félagar hópsins fá reglulega

Man eftir að bollar duttu úr skápum svo það endaði með

þjálfun hjá slökkviliðinu. „Við finnum að þetta skiptir

að við rifum okkur öll upp og fluttum til Danmerkur. Um

máli fyrir íbúana. Það vita allir hver við erum og hvað við

tvítugsaldur kem ég svo til Íslands í sumarvinnu við land-

stöndum fyrir, hvort sem það eru krakkar eða eldra fólk.

mælingar, var allt sumarið inni á hálendinu og reyndar

Allt samfélagið er mjög meðvitað um að við erum hér og

næstu sumur aftur. Fór ekki aftur til Danmerkur enda

hvað við getum.

kynntist ég manninum mínum við landmælingarnar.“

Þegar Anna er spurð hvort ekki sé erfitt að sinna alvarlegum útköllum í svona litlu samfélagi þar sem allir þekkja

Ákveðið öryggi fyrir samfélagið

alla kinkar hún kolli og verður alvarleg á svip. „Við erum

Að sögn Önnu var það mikið öryggi að vita af björgunar-

oft tengd aðilanum sem þarf hjálp. Þetta er ekki eins og

sveit á Kjalarnesi þegar þau fluttu þangað enda ekki óal-

leit í bænum þar sem hinn týndi og fjölskylda hans eru

20


Í LOFTI SEM Á LANDI

Icelandair er annt um öryggi ferðamanna. Bæði meðan á fluginu með okkur stendur og þegar þeir njóta þess að ferðast um fallega landið okkar. Starf björgunarsveitanna er ómetanlegt framlag til þess að gera ferðamennsku á Íslandi öruggari. Það getum við öll verið þakklát fyrir.



Við erum dugleg að tala saman

svolítið fjarlæg. Hér upp frá erum við mjög meðvituð um að þetta er íbúi eða ættingi einhvers sem býr á staðnum. Við erum miklu lengur að losa okkur úr útköllum í þessu litla samfélagi. Það er ekki hægt að klippa á það og segja bara bless. Við njótum góðs af stuðningi frá félögum okkar í slökkviliðinu en annars er það sveitin sjálf og einstaklingurinn sem tekur á því. Það hefur gengið alveg ágætlega, við erum dugleg að tala saman. Það gefur sig enginn í þetta nema fá fræðslu áður og tekur svo upplýsta ákvörðun um hvort hann vilji vera vettvangsliði. Það er ekki sjálfgefið.“

Aldurinn skiptir litlu máli Anna hélt nýlega upp á sextugsafmælið sitt og þegar hún er spurð hvort aldurinn skipti máli í björgunarsveitarstarfi hlær hún. „Hann skipti máli fannst mér þegar ég var að byrja fyrir sautján árum síðan en það hefur einhvern veginn breyst. Nú er litið á það sem kost að hafa reynslu. Ég finn auðvitað aðeins mun á mér líkamlega en þá finnur maður sér bara sína hillu. Í þessum samtökum okkar skiptir

23


ENNEMM / SÍA / NM68892

FJÖLNOTA ALLA DAGA LÉTTUR POKI SEM FER LÍTIÐ FYRIR Á hverju ári enda 20 milljónir plastpoka á íslenskum ruslahaugum eftir aðeins eina notkun. Látum það heyra fortíðinni til. Fjölnota er framtíðin! 24

vinbudin.is


aldur og kyn að öllu jöfnu ekki máli. Þessi félagsskapur

Ég fæ aldrei athugasemdir sama hvenær sólarhringsins ég

hefur gefið mér mikið og drífur mig áfram í starfinu.

stekk út. Það er alveg sjálfsagt.“

Útivistin, þetta óvænta, en engin tvö útköll eru eins, og svo auðvitað spennan þó við kannski tölum ekki oft um

Litirnir eru öðruvísi

hana. Allt þetta og svo að finna að maður gerir gagn, ekki síst það. Að skipta máli í stóra samhenginu, að við og

Síðustu árin hefur Anna tekið þátt í hálendisvakt félagsins

félagið skipti máli.

og staðið vaktina á hálendinu eina til tvær vikur á hverju sumri, oftast sem hópstjóri síns hóps. „Hálendið blundar

Það sem ég fæ til baka er ekki minna en það sem ég legg

alltaf í mér, kannski síðan í landmælingavinnunni hér

til, þessi tilfinning, þessi góða tilfinning um að ég sé að

forðum. Það er bara eitthvað við hálendið, þetta víðerni,

gera gagn er eins og stórt reikningsdæmi sem gengur

þetta áhyggjulausa líf og svo líður mér bara vel á fjöllum.

algerlega upp.“

Litirnir eru öðruvísi. Himinninn er öðruvísi. Á hálendisvakt

Umræðurnar við matarborðið hjá Önnu og fjölskyldu

sameinast kannski þetta ljúfa líf við það að finna að maður

hennar tengjast oft björgunarsveitarstarfinu. Elsta dóttir

geri gagn. Síðasta sumar vorum við á Sprengisandi þegar við

hennar starfaði um tíma og vann einnig sem neyðarvörður

fengum beiðni um að liðsinna vélhjólamanni sem réði ekki

hjá Neyðarlínunni. Sá næstelsti starfaði einnig um tíma

við að koma hjólinu sínu yfir á, var orðinn blautur og orku-

en vinnur núna í slökkviliðinu og maður Önnu sér um

laus af basli í ánni. Við drógum hann og hjólið yfir og þarna

heimasíðuna og kortamálin fyrir sveitina. „Þau eru öll

á árbakkanum á miðju hálendi Íslands fékk ég stórt knús hjá

mjög upplýst um starfið, hvenær ég fer í útköll, hvenær

brosandi og ánægðum ferðalangi. Það þarf ekki alltaf að

ég kem til baka og hvernig gekk. Þau hafa mikinn skilning

bjarga mannslífum til að finna að maður geri gagn.“

á þessu brölti mínu, stuðningurinn er alveg „tipp topp“.

25


MARÍANNA H VA Ð

E R

E I G I N L E G A

M E Ð

Þ I G ?

Maríanna býr í Hafnarfirði en fædd og uppalin í nágrenni Flúða. Hún er virk í björgunarsveitarstarfi og leggur mikinn metnað í að fylgjast vel með í björgunarmálum og sækist auk þess sífellt í að ögra sjálfri sér. Hún er t.d. á útkallslista þriggja björgunarsveita.

26


27


Hvaðan kemur þessi áhugi? á vettvangi, bjarga fólki og hjúkra þar, frekar en að fara Ég kynnist björgunarstarfinu strax í 8. bekk þegar ég gekk

t.d. í hjúkrunarfræði eða læknanám. Þannig er ég bara,

í unglingadeild Björgunarfélagsins Eyvindar á Flúðum. Það

vil frekar „aksjón“! En ég gæti t.d. alveg hugsað mér að

var mjög skemmtilegt starf, eiginlega algjörlega geðveikt.

starfa sem fastur sjúkraflutningamaður seinna.

Við krakkarnir kynntumst vel og maður náði að kynnast starfi sjálfrar björgunarsveitarinnar. Mér finnst unglingastarfið mjög mikilvægt, það styrkir og eflir sjálfs-

Straumvatnsbjörgun, hvers vegna?

traust og samskipti, maður kynnist svo mörgu og mörgum.

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ám og straumvötnum,

Frábært starf og lagði algjörlega grunninn að því sem

enda mikið af stórum ám og vötnum á mínu svæði í kring-

seinna varð hvað mig varðar þegar ég svo gekk í björg-

um Flúðir þar sem ég er alin upp. Straumvatn er spenn-

unarsveit Árborgar og vann mitt nýliðastarf og varð þar

andi og ógnandi í senn, það er ekki bara rennandi vatn.

fullgildur félagi 2014. Þess vegna hef ég áfram sinnt

Í straumvatninu leynast margar hættur sem hægt er að

mikið unglingastarfi björgunarsveita og hef verið um-

forðast eða leitast við að komast hjá, ef maður hefur þekk-

sjónarmaður ungliðastarfs, bæði í sveitinni á Flúðum og

ingu og reynslu. Þá þarf maður að geta lesið strauminn

líka í Hafnarfirði þar sem ég starfa nú.

og spáð í rennsli og ferla. Öll almenn umgengni við ár og

Ég er núna alhliða björgunarmaður í sjálfboðastarfi og hleyp í nánast hvað sem er. Ég hef samt sérhæft mig í fjallabjörgun og straumvatni. Ég dreif mig líka í sjúkraflutninganám sl. vor en ég hef alltaf haft brennandi

vötn er sjálfsögð, nauðsynleg og eftirsótt. Vegna búsetu og byggða og líka í auknum mæli vegna ferðafólks, þarf oft að hjálpa fólki í vanda. Við þurfum að sinna þessum málum og hafa vara á. Þar er þekkingin lykilatriði.

áhuga á fyrstu hjálp og almennt að bjarga fólki. Ég fór í

Straumvatnsbjörgunarmaðurinn lærir að lesa ár og vötn,

sjúkraflutninganámið vegna þess að mig langar til að vera

átta sig á straumum og kunna góð skil á línuvinnu. Hann


En segðu okkur frá fjallabjörgunarmanninum í þér.

þarf að geta skynjað aðstæður og geta unnið með og þekkja hóp félaga sinna. Helstu verkefni eru tengd bílum

Það er bara einfaldur áhugi minn á fjallamennsku. Ég

föstum í ám eða fólki verður strand, t.d. úti í miðri á fyrir

starfa sem undanfari í fjallabjörgunarsveit, núna á svæði 3

slysni eða jafnvel í örvæntingu eins og stundum hefur

hér á Suðurlandi. Þar hef ég farið í svokallað undanrennu-

komið fyrir. Oft er tíminn, t.d. að koma sér á vettvang og

prógramm þar sem frekari áhersla er lögð á þróaðri

fara í aðgerðina, úrslitaatriði, ef ekki á að fara illa, sem því

vinnubrögð og þyngri þjálfun björgunarsveitarmannsins,

miður hefur stundum komið fyrir.

við vettvanginn jafnt ein sér og að geta unnið í hópi. Við erum eiginlega að æfa okkur í að vera góð í öllu, hugsa í lausnum og jafnvel geta tekið stjórn á vettvangi. Þannig

„En ég gæti t.d. alveg

að þarna er allt komið í einn pakka og það finnst mér spennandi, verið björgunarmaðurinn, geta farið í öll störf

hugsað mér að starfa sem

og jafnvel geta líka verið sá eða sú sem hefur þekkingu

fastur sjúkraflutninga-

og reynslu til að geta verið „hausinn“ á staðnum, jafnt til fjalla sem í byggð. Það er ekki síst tæknilega hliðin á

maður seinna.“

þessum málum sem heillar mig. Sjálf pælingin og aðferðafræðin í að takast á við stórt og smátt í þessu. Hvers vegna,

29


30


veit ég ekki, ég er bara svona. (Undanrennuprógrammið er

Ég hef í eðli mínu mjög, mjög breitt áhugasvið. Áhugi

nokkurs konar nýliðabraut eða aðfararþjálfun fyrir undan-

minn er eiginlega úti um allt. Það gæti verið komið frá því

fara björgunarsveitar. Þá vinnur aðilinn með undanförum

að ég er alin upp í sveit, á efsta bænum í Hrunamanna-

í starfi, við þjálfun og á vettvangi og byggir ofan á þá

hreppi. Þar þurftum við að búa við það sem var við

þjálfun sem hann hefur þegar öðlast í almennu

hendina. Við krakkarnir vorum ekki að skreppa í bíó eða

björgunarstarfi.)

í næstu búð. Ég var ekki einu sinni alltaf að fara á næstu bæi eftir félagsskap. Maður lék sér bara og fékkst við það sem var fyrir hendi – og var á staðnum. Við vorum úrræða-

Hvað er eiginlega með þig Maríanna?

söm og kröftug og það var yndislegt, gera og græja, það Maríanna er við nám í gull- og silfursmíði. Hún hefur

var málið. Kannski bý ég að því í dag. Og hiklaust tel ég að

áhuga á saumaskap og allri handavinnu. Hlustar mikið á

það komi mér vel í þessum mikla áhuga mínum og starfi

tónlist og hefur gaman af dýrum. Hún hefur verið í björg-

í björgunarsveit. Þú þarft alltaf að horfa í kring um þig,

unarsveitarmálum frá barnsaldri og velur sér greinilega

skoða aðstæðurnar og ekki síst skoða hópinn og þekkja

ekki léttustu hilluna í starfinu. Hún er eiginlega úti um allt

félagana. Vinna með þeim. Leita lausnarinnar. Leita,

og á kafi í öllu. Hvernig spilar þetta saman?

leita… þannig finnur maður!

31


P É T U R FJ Ö L S K Y L D A N E R Í ÞESSU

ÖLL

Pétur Matthíasson, Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík er búinn að vera í björgunarsveit frá 17 ára aldri.

32


33


FARSÆLT SAMSTARF

Arctic Trucks óskar Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu innilega til hamingju með 90 ára afmælið og þakkar farsælt samstarf.

Arctic Trucks leggur metnað sinn í að leita nýrra leiða til að bæta hönnun og notkunarmöguleika fjórhjóladrifinna bíla. Bílar okkar hafa í næstum 30 ár sannað sig við einhverjar erfiðustu aðstæður sem fyrir finnast í heiminum og á þeirri reynslu byggjum við þróun allra okkar lausna. Arctic Trucks Ísland ehf. Kletthálsi 3 110 Reykjavík

Sími Netfang Vefur

540 4900 info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is


Ég held að ég hafi verið 17 eða 18 ára þegar ég gekk í

þá hefur þetta samt mikil áhrif á velvild og afstöðu til

björgunarsveitina Dagrenningu. Það var eitthvað spenn-

björgunarsveitarinnar og starfsins okkar. Fólk sér mikil-

andi og nýtt að ske þarna og svo auðvitað drógu félagarn-

vægi þess fyrir allt bæjarlífið hér, hversdagslíf og atvinnu-

ir líka. Enda er það alltaf mikilvægt fyrir nýliðun sveitanna

líf. Afstaðan mótar samfélagið og þegar kallið kemur, þá

að höfða til unga fólksins hverju sinni. Hér á Hólmavík

eru allir með.

hefur nýliðun samt verið með ýmsu móti. Við vitum hvernig þetta er á mörgum stöðum úti á landi, eftir skyldu-

Hvernig eru aðstæður í Dagrenningu?

námið losnar oft um unglingana og þeir sem fara í frekara nám þurfa að sækja það annað. Svona er það bara. Áður

Ja, við erum náttúrulega ekki stór sveit. En við gerum

var starfandi hér öflug unglingadeild en það eru sveiflur

okkur grein fyrir stöðu okkar. Við þurfum að vera öflug og

í starfinu og það fer alltaf eitthvað eftir einstaklingum

sjálfbjarga í fyrstu viðbrögðum og teljum okkur vera það.

hverju sinni. Við erum samt með góða endurreisn núna í

Vegalengdir eru miklar, erfiðar leiðir stundum, t.d. allt

unglingasveitinni Sigfúsi sem lofar góðu. Sumir krakkanna

ófært hér norður úr og fjallvegir sem liggja hátt hér fyrir

detta algjörlega inn í þetta, sækja allar æfingar, námskeið

vestan. Svæðið okkar er stórt og svæðið sem við sinnum

og svoleiðis, en önnur draga það aðeins. Í plássi eins og

er að sjálfsögðu miklu, miklu stærra en björgunarskipulag

okkar hér á Hólmavík hefur unglingastarfið ótrúlega mikið

á pappír segir til um. Til dæmis er Kaldalón í Djúpinu ekki

að segja, fyrir utan það eitt að vera gott tómstundastarf.

á okkar svæði, en við myndum að sjálfsögðu sinna því

Ég nefni sem dæmi að jafnvel þótt einstaklingurinn skili

og gerum oft, við erum einfaldlega fljótastir þangað. Og

sér ekki strax inn í björgunarsveitina eða bara alls ekki,

áfram mætti telja. Hér á Hólmavík eru líklega 2-3 tímar

35


En að fjármagna, hvernig er það?

í næstu bjargir, þótt stutt geti verið í liðsauka á neyðarstund, t.d. frá björgunarsveitinni á Drangsnesi. Er þetta

Þungt og erfitt. Ekki göngum við fyrir miklum styrkjum

ekki bara dæmigerð staða hjá flestum minni björgunar-

eða fjárframlögun utan frá. En þá er gott að hafa skilning

sveitum á svona stöðum úti á landi? Við þurfum að geta

nærumhverfisins á starfseminni. Við erum alltaf með ein-

brugðist við öllu, hvenær sem er og gerum.

hver eigin fjáröflunarverkefni, en við höfum takmörkuð fjárráð sem við mætum aftur með því að fara vel með fé. Mikilvægt er að forgangsraða í útvegun á búnaði og

En útköllin, hvernig eru þau?

tækjum. Ég vil geta þess hér að við eigum ótrúlega marga

Nú um stundir er óveðursaðstoð viðamestu og algengustu

góða að við lán á græjum og tækjum á vettvangi á neyðar-

viðfangsefnin okkar, færðin er oft erfið í kringum okkur

stund þegar vantar t.d. beltagröfu, bíl, skip eða tæki og

eins og t.d. á Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiðinni.

tól. Þetta er ekki sjálfsagt og þetta ber að þakka.

Þessum útköllum fer þó fækkandi sýnist mér og vona, en ég held að sé vegna meiri athygli á veðurspár og líka

Hvað með þig sjálfan, hvað með starf og fjölskyldu?

vegna meiri snjómoksturs á heiðum. Svo höfum við líka unnið talsverða vinnu vegna fjarskiptamála, við tengjumst

Blessaður vertu, fjölskyldan er öll í þessu. Elsti strákurinn

ásamt öðrum sveitum á Vestfjörðum viðhaldi á VHF endur-

okkar er sjö ára og hann skokkar með þegar hægt er,

varpsstöðvum vegna fjarskipta, t.d. við Reykjarfjörð nyrðri

þar fer nefnilega væntanlegur björgunarsveitarmaður í

en þar er talsverður straumur ferðamanna og vegna flug-

fornámi! En konan mín er líka í björgunarsveitinni. Hún

vallar sem þar er þarf að hafa örugg fjarskipti þangað.

heldur utan um starfið með sporhundinn, hún þjálfar hann

Endurvarpsstöðin á Hrollleifsborg á Drangajökli þarf sitt

og æfir. Sem gerir björgunarstarfið hjá okkur að fjöl-

viðhald og til þess förum við oft.

skyldusporti. Margar ferðirnar fer hún með sporhundinn

36


g n u f r ö j d r i r y Takk f og dug í 90 ár Air Iceland Connect óskar Landsbjörg heilla og hamingju á 90 ára afmælinu. Það verður seint fullþakkað að standa vaktina af slíkri fórnfýsi, allan sólarhringinn, árið um kring. En hvað er hægt að segja annað en: Takk!

airicelandconnect.is


Velkomin á Olís Við tökum vel á móti þér á Olísstöðvum um allt land og bjóðum góða þjónustu, fjölbreytt úrval bílavöru, gómsætan mat og ýmislegt annað fyrir fólk á ferðinni.

PIPAR\TBWA • SÍA • 183176

Olís er stoltur styrktaraðili Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

AFSLÁTTUR MEÐ KORTUM OG LYKLUM

FRÍTT KAFFI MEÐ KORTUM OG LYKLUM

FRÍTT WI-FI

Vinur við veginn


í þolþjálfun og alls konar æfingar. Þá fylgi ég eða við með. Atvinna mín er samt að ég starfa sem skipstjóri hér á Hólmavík. Starfið tengist að sjálfsögðu mikið inn í áhuga minn á sjóbjörgunarþættinum í starfsemi Dagrenningar. Við í sveitinni eigum einn slöngubát, þeir á Drangsnesi eru líklega öflugri í bátamálum en við hér og stundum njótum við góðs af því, en svo er líka farið á öðrum bátum í neyð. Það er bara þannig á svona stöðum, í neyð er allt gripið, menn lána tæki og tól, nýir menn birtast, sem ekki hafa sést lengi. Þetta er auðvitað gott, þ.e.a.s. að

„Að vera í björgunarsveit á

hafa nægan mannskap en það þarf að vanda sig og

svona stað er ekkert endilega

gæta að mörgu, því þjálfaðir björgunarmenn eru það sem skapar faglegt öryggi við björgunarstörfin og á því

áhugamál, það er bara

á að byggja.

samfélagsskylda.“

39


HRAFNHILDUR ÞVERSKURÐUR SAMFÉLAGSINS Hrafnhildur Ævarsdóttir eða Habba eins og hún er oftast kölluð býr og starfar í Skaftafelli, er aðstoðarþjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Hún er einnig formaður Björgunarsveitarinnar Kára sem telur um 10-15 virka félaga.

40


41


Meira til skiptanna


„Félagar í Kára eru eiginlega jafn misjafnir og við erum

Stöndum þétt saman

fá ef ég má snúa því máltæki. Hér áður voru félagar að

Þegar Habba flutti í Öræfin segir hún að þátttaka í björg-

mestu bændur en í dag erum við góður þverskurður af

unarsveitarstarfinu hafi hjálpað mikið til við að kynnast

samfélaginu sem býr í Öræfum. Við erum landverðir, leið-

Öræfingum. „Við skiptum samfélagið gríðarlega miklu máli

sögumenn, bændur, starfsmenn í ferðaþjónustu, kennarar,

en án okkar viðbragðs óttast maður að ekki mundi fara

konur og karlar frá átján ára aldri upp undir sjötugt.“

jafnvel. Það er um klukkutíma akstur fyrir viðbragðsaðila frá

Habba hóf að starfa með Kára árið 2014, fór þá til höfuð-

Kirkjubæjarklaustri og rúmur klukkutíma akstur frá Höfn.

borgarinnar og lauk þar nýliðaþjálfun hjá Hjálparsveit

Við störfum hins vegar öll mjög vel og náið saman. Þó við

skáta í Kópavogi en hefur starfað með Kára síðan þá.

í Kára séum hér í miðjunni erum við að starfa náið með

Hún segir að það sé allmikill munur á því að starfa í stórri

björgunarsveitunum á Höfn og Klaustri og öllum öðrum við-

höfuðborgarsveit og minni landsbyggðarsveit. „Í Kópa-

bragðsaðilum hér á svæðinu. Við stöndum þétt saman þegar

vogssveitinni er miklu meiri formfesta, ákveðið skipulag á

þarf að sinna þeim útköllum sem upp koma.“

öllu því fjöldinn býður upp á að starfinu sé skipt í flokka.

Á síðustu tveimur árum hafa félagar Kára lent í allnokkrum

Þar starfar tækjaflokkur, sjúkraflokkur, leitarflokkur og

útköllum sem reynt hafa á hópinn. Nokkur banaslys í um-

svo framvegis en við hér í Kára erum bara hópur af fólki

ferðarslysum og skemmst er að minnast rútu sem valt rétt

sem sinnir þeim útköllum sem þarf að sinna. Allir í öllu,

við Kirkjubæjarklaustur þar sem fjölmargir slösuðust og tveir

allir tilbúnir í allt.

létust. Habba segir að þetta taki vissulega á en gott samstarf

Að fjármagna sveit á þetta fámennu svæði er allt annar

viðbragðsaðila skipti miklu. „Okkur gengur vel að vinna

veruleiki en á höfuðborgarsvæðinu. Við sinnum því góða

úr erfiðum útköllum, við höfum góðan stuðning af hvort

hlutverki að safna dósum hér í Öræfum og sjáum svo um

öðru og pössum vel upp á hvort annað. Auðvitað er ekki

að manna lokanir í óveðrum fyrir Vegagerðina. Þetta gerir

auðvelt að koma að ljótum slysum. En við hugsum vel hvort

meira fyrir okkur fjárhagslega en sala á neyðarkalli og

um annað en ekki bara við hér á svæðinu. Slysavarnafélagið

flugeldum því hér búa það fáir.“

Landsbjörg hugsar vel um okkur og félagar okkar í björgunarsveitinni á Höfn hafa verið mjög duglegir við að heyra í okkur. Styrkurinn er í heildinni.“

43


„Auðvitað er ekki auðvelt að koma að ljótum slysum.”

Var dofin Eftir rútuslysið var ég svolítið dofin. Fyrstu dagana á eftir

aðstoð. Sjúkrabíll frá Kirkjubæjarklaustri fauk út af

fannst mér eins og slysið hefði ekki gerst. Ég var með þeim

á leiðinni til okkar og sjúkraflutningamenn frá Höfn

fyrstu á vettvang og vann þar ásamt öðrum viðbragðsað-

þurftu að skipta um bíl til að komast til okkar. Þarna

ilum en næstu daga helltist svo yfir mann óhemju mikið af

helltist yfir mig sú tilfinning, í fyrsta sinn, hvað við

fréttum um slysið sem einhvern veginn náðu ekki til mín.

erum langt í burtu frá öllum. Þetta sló mig í andlitið

Smám saman síaðist þetta þó inn en ég passaði mig vel

því hefðu aðstæður verið örlítið verri hefði sú staða

á að taka slysið ekki inn á mig, spjallaði við lækninn hér

getað komið upp að enginn hefði komist til okkar. Við

heim til að vinda ofan af mér. Ég finn þó alveg mun á mér

hefðum staðið alveg ein.“

eftir þetta slys. Er mun viðkvæmari fyrir því ef fólk spennir

„Útköllin snerta mann mismikið. Fyrir ekki löngu þá til-

ekki strax á sig bílbeltið og er að einhverju leyti varkárari

kynntum við í Vatnajökulsþjóðgarði um bíl sem hafði

í umferðinni. Ég stend mig líka alltaf að því að horfa á

verið á svæðinu í að okkur fannst nokkuð langan tíma.

staðinn og þá meina ég nákvæmlega staðinn þar sem

Næsta dag var ég svo í hlutverki björgunarsveitarkon-

rútan lá þegar ég ek þarna framhjá.“

unnar að leita að bílstjóra bílsins. Við fundum hann svo

Öræfin eru þekkt fyrir kraftmiklar vindhviður og þeim

látinn ekki langt frá, helfrosinn, hann hafði orðið úti.

fylgir oft úrkoma, bæði rigning og snjókoma og ósjaldan

Það var blákaldur veruleiki og snerti mig, eitthvað sem

þurfa félagar Kára að fara út í hvaða veðri sem er til að

ég átti ekki von á í svona útkalli. Ég fann þá að ég var

liðsinna samborgurum. Í febrúar árið 2017 gekk yfir landið

mjög andlega þreytt eftir nokkur erfið útköll og pass-

ofsaveður og var varla stætt í Öræfunum. Þar fuku nokkrir

aði mig á að sinna sjálfri mér í framhaldinu.

bílar út af svo og tvær rútur og var vegum lokað.

Habba segir að björgunarsveitarstarfið gefi sér mikið.

„Þetta er eitt af eftirminnilegri útköllum sem ég hef farið

Það sé góð tilfinning að finna að maður komi að gagni

í,“ segir Habba alvarleg á svipinn. „Það var mikill ógangur

og sérstaklega í fámennu samfélagi eins og Öræfunum.

í veðrinu og við vorum í margar klukkustundir í veður-

„Þessi tilfinning drífur mig áfram og ýtir á mig að læra

hamnum að hjálp fólki og koma því í skjól. Ég hef aldrei á

meira. Það er mikið af góðum námskeiðum í boði hjá

minni ævi upplifað annan eins veðurham. Það var enginn

okkur í Slysavarnafélaginu Landsbjörg og ég sæki þau

alvarlega slasaður en það tók nokkurn tíma að fá frekari

til að vera hæfari í því sem ég er að gera.“

44


Takk fyrir ómetanlegt framlag Slysavarnafélagið Landsbjörg vinnur einstakt starf. Á bak við það stendur mikill fjöldi einstaklinga; sjálfboðaliðar og fagfólk sem er til reiðu þegar þörfin er mest. Landsbankinn hefur nú skipað sér í hóp bakhjarla félagsins en við erum afar stolt af því að leggja Landsbjörgu lið.

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Anna Filbert Hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


46


A U Ð U R A L G E R T

T R A U S T

Auður Yngvadóttir býr á Ísafirði, er félagi í Björgunarfélagi Ísafjarðar ásamt því að vera virk í starfi með Björgunarhundasveit Íslands. Hún er hundamanneskja af lífi og sál en hún og maðurinn hennar, Skúli Berg eru með tvo leitarhunda á heimilinu.

47


„Ég byrjaði með leitarhund í kring um 1990 en rétt áður varð slys hér á svæðinu þar sem björgunarhundur kom við

Hundar hugsa ekki eins og við

sögu og það vakti áhuga minn og vinkonu minnar. Í framhaldinu fengum við okkur hunda og hófum að þjálfa þá. Ég hins vegar byrja mun fyrr í björgunarsveitarstarfi, en í gamla daga var ég alltaf í skátunum og vinahópurinn var mikið í útilegum og að ferðast í fjöllunum hérna í kring. Bróðir minn var í björgunarsveitarstarfi og ég elti hann svolítið og fór að starfa með Hjálparsveit skáta á Ísafirði.“ „Fyrsta leitarhundinn minn átti ég stutt en svo eignast ég hvolp, Border Collie, sem fékk nafnið Skolli og var það fyrsti hundurinn sem ég þjálfaði frá grunni. Hann Skolli minn. Það er mikil vinna sem liggur á bakvið góðan leitarhund. Kerfið hjá okkur er þannig að fyrst þarf teymið, björgunarmaðurinn og hundurinn, að ná C prófi sem merkir að hann sé í raun hæfur til áframhaldandi þjálfunar. Næst kemur B próf til að meta hvort hundurinn sé hæfur til útkalls og að lokum er það A próf en standist hundurinn það fer teymið á útkallsskrá og verður eftir það að vera klárt hvenær sem er í útkall hvert á land sem er.

48


„Það er mikil vinna sem liggur á bakvið góðan leitarhund.“

Að missa vin

„Við höldum fjögur sumarnámskeið á hverju ári auk stórs vetrarnámskeiðs. Þessi námskeið fara fram uppi á hálendi,

Eitt það erfiðasta sem Auður hefur upplifað á sínum

á jökli eða til fjalla og þar þurfum við að takast á við þær

björgunarsveitarferli var þegar Skolli veiktist. „Við vorum

aðstæður sem þar eru hverju sinni. Við æfum okkur þar í

á æfingu uppi á jökli og hann fer að haga sér undarlega,

leit með hundana og oft í ansi slæmum veðrum eða ófærð

grafa sig ofan í skaflana og ég skildi ekki neitt í neinu.

en það er bara eins og útköllin geta verið.“

Við sækjum því vélsleða og hann skríður í fangið á mér, er

Auður segir að þjálfun leitarhunds sé eitthvað sem þurfi

mjög aumur. Ég ásamt öðrum ek niður að snjóbíl og við

að sinna oft í viku, næstum daglega og þá sérstaklega

förum með honum niður á láglendi og beint til dýralæknis

fyrstu árin. „Þetta gengur svolítið út á leik. Hundurinn

á Hvolsvelli. Þar kemur í ljós að maginn í honum hafði

hugsar ekki eins og við, að hann ætli að fara að bjarga eða

snúist og það var ekkert hægt að gera. Hann dó þarna.

finna einhvern mann sem er týndur. Hann er að gera þetta

Ég fór heim með hann Skolla minn dáinn. Það var alveg

ánægjunnar vegna. Í mínum Border Collie hundum er ég

ótrúlega erfitt.“

þá að vinna með eðlislægar hvatir, til dæmis flokks-

Í framhaldinu hófst þjálfun á nýjum leitarhundi, einnig

hvöt og veiðihvöt sem er mjög sterk í þeirri tegund.

Border Collie, sem fékk nafnið Skíma og er sá hundur sem

Maður byrjar strax að þjálfa með litlum bolta, æfa hann í

Auður er með í dag. „Við höfum gert margt saman, ég og

að sækja boltann og leika með hann en bolti er góður til

hún Skíma mín, sumt erfitt en hún er alger töffari. Það er

að verðlauna rétta hegðun. Um leið erum við að gera þá

auðvelt að lýsa henni þannig.“

mannelska og þjálfa í alls konar umhverfisaðstæðum sem er mjög mikilvægt því hundur sem getur ekki stokkið fram af skafli á ekkert erindi í leit í snjóflóði.“

Ég án hennar er ekkert

„Það að þetta sé leikur fyrir hundinn getur skapað sér-

Þegar samveran er þetta mikil og það jafnvel oft við krefj-

stakar aðstæður. Ég og Skolli vorum eitt sinn í leit í

andi aðstæður skapast sérstakt samband á milli manns og

fjallendi og hann finnur þann sem við vorum að leita að

hunds og segir Auður að það sé algerlega einstakt. „Það

látinn eftir að hafa hrapað allnokkra vegalengd. Að finna

ríkir algert traust á báða bóga. Ég án hennar er ekkert eða

látinn einstakling er alltaf erfitt en með hundi eru það á

hún án mín svo það er algert traust. Það hefur oft komið

margan hátt blendnar tilfinningar. Þarna var maður dáinn

fyrir að maður hugsar í hvaða vitleysu er hún að draga

og ég þurfti að verðlauna Skolla fyrir að hafa fundið hann

mig út í en látið mig hafa það og þá er hún bara að benda

og um leið að takast á við það sem maður sér.

mér réttu leiðina. Það hefur vissulega komið fyrir að ég

49


Þú setur þér markmið Þekking varðar leiðina

Endurmenntunarskóli Tækniskólans býður upp á fjöldamörg námskeið er tengjast skipstjórn, vélstjórn, útivist og áhugamálum. Nánar á www.tskoli.is ⁄ namskeid


hef verið smeyk um mína hunda. Helst í miklu brattlendi og þá við að hundurinn fari hreinlega fram af hengju eða brún. Eins og í vondum veðrum þegar lítið skyggni er en þá gerist það nú reyndar oftast að hundurinn finnur mig frekar en ég hann.“

„Þarna var maður dáinn og

Það er þekkt meðal björgunarsveitarfólks að það fer mikill tími og er mikil vinna við að þjálfa upp góðan leitarhund

ég þurfti að verðlauna Skolla

og halda honum í þjálfun. Hefur Auður aldrei séð eftir þessum tíma? „Aldrei nokkurn tíma séð eftir þessu. Það er

fyrir að hafa fundið hann og

með þennan félagsskap eins og aðra hópa í okkar sam-

um leið að takast á við það

tökum að þessi vinátta, vináttutengslin eru svo sterk. Hvar sem maður kemur eru þetta vinir manns. Fólk sem búið

sem maður sér.”

er að vera með manni í gegnum súrt og sætt í þessum félagsskap í þessi ár. Það er einnig það sem gefur manni svo mikið, þessi blanda af félagsskapnum, útivistinni og svo áhuginn á því að vera björgunarmaður. Þetta smellpassar allt saman og ég hef aldrei séð eftir einu augnabliki í þessu starfi.“

51


52


K

Á

R

I

MESTA BRASIÐ GEFUR MESTA KIKKIÐ! Kári Rafn Þorbergsson er félagi í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu. Hann býr þar og starfar við ferðaþjónustu hjá Jöklaferðum. Björgunarsveitin á Hellu sinnir því svæði á landinu sem kallar á flest útköll. Mikið álag er á sveitirnar, enda þéttbýlt svæði og mikil umferð um Suðurlandsveginn. Þaðan liggja vegir inn á hálendið og mörg útköll eru vegna alls konar ferða, bílferða, snjósleðaferða og gönguferða að Fjallabaki, á Fimmvörðuháls og alls staðar á slóðum upp allt hálendið. Kári hefur mikla reynslu af notkun vélsleða og sexhjóla, hann er mjög virkur í starfi Flugbjörgunarsveitarinnar. Vegna miðlægrar staðsetningar á Hellu er mikilvægt að viðbragðið sé snöggt og oft er Kári með fyrstu mönnum á vettvang.

53



Kári hefur orðið:

Mér er minnisstætt útkall í Sveinsgil fyrir fáum árum.

Segjum það hreint út: Tækin eru algjörlega ómissandi í

Alvanur og reyndur göngumaður hafði dottið ofan í á.

þessu og gefa okkur nýjar víddir í starfinu hér á svæðinu.

Við vorum í húsi á Hellu og förum strax tvö af stað á bíl

Upp að fjöllum og til fjalla eru snjóar fram eftir öllu,

með fjórhjól með okkur. Þetta var F1 útkall og þegar við

jafnvel allt fram í júlí. Og þótt ekki sé alltaf allt á kafi í

komum í Landmannalaugar var Landhelgisgæsluþyrlan

snjó eða snjór þeki allt land, þá liggur hann víða og gerir

komin þangað. Hún pikkar okkur upp og fer með okkur á

yfirferð ójafna og tafsama. Mörg útköll voru sl. sumar til

slysstað. Við erum komin á vettvang þarna seinnipart dags

aðstoðar við alls konar aðstæður. Þá getur verið gott og

og erum þar allt kvöldið og alla nóttina við undirbúning

skilvirkt að vera á ferð á góðum og traustum bíl með sex-

og skipulag aðgerða. Þetta voru erfiðar aðstæður og ljóst

hjól aftan í og geta skipt um farartæki ef og þegar bíllinn

að þarna hafði orðið vont slys, göngumaðurinn hafði runn-

kemst ekki lengra. Af tæknisviðinu nefni ég líka, að bætt

ið ofan í á og undir gríðarstóran og þéttan snjóskafl sem

fjarskipti, notkun neyðarsenda og síma hefur gjörbreytt

var yfir ánni. Meiri mannskapur fer að tínast inn og það

aðstæðum og bætt öll samskipti.

var greinilegt að eina lausnin var að moka burt þennan mikla snjóskafl og ljóst að þarna stöndum við frammi fyrir risaverkefni með litlar skóflur í höndunum. Þetta var dæmi

Hvað segirðu um ferðamennina?

sem ekki var líklegt til að klárast fljótt, en verkið var strax

Margt ferðafólk á til að vanmeta aðstæður, jafnvel alvanir

hafið. Það var mokað og mokað við erfiðar aðstæður í

ferðamenn, svo maður nefni ekki þá sem ekkert kunna

fleiri, fleiri klukkutíma og menn orðnir úrvinda og eigin-

og ekkert hafa reynt. En allir geta örmagnast eða eitt-

lega ráðalausir. Þá er ákveðið að gera hlé, taka stöðuna

hvað komið upp á. Og margar ferðirnar höfum við farið til

og jafnvel spáð í að hætta. Mokaðar voru samt þrjár

að sækja göngufólk sem hefur gefist upp eða komið sér

holur í gegnum skaflinn á ólíkum en líklegum, útpældum

óviljandi í klúður eða þá einfaldlega að slys hafi hent.

stöðum yfir ánni. Holurnar voru stækkaðar, og viti menn,

55


Tími fyrir dans Þægilegri bankaþjónusta gefur þér tíma Tími er eitt það dýrmætasta sem við eigum. Við viljum öll ráða hvernig við nýtum hann. Við hjá Arion banka vinnum að því alla daga að gera þjónustu okkar einfaldari og betri. Þannig nýtist þinn tími betur til að gera það sem þér þykir skemmtilegast.

arionbanki.is


„Mokaðar voru samt þrjár holur í gegnum skaflinn á ólíkum en líklegum, útpældum stöðum yfir ánni.“

skyndilega flýtur maðurinn upp úr einni holunni. Þetta er

á Hellu á mínum aldri um eða upp úr 16 ára og höfðum

eiginlega dæmi um það þegar maður stendur frammi fyrir

áhuga, fengum að vera með í unglingastarfi eða svona

óleysanlegum aðstæðum, en eygir lausn þótt erfið sé, og

utan í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu. Við vorum með í

svo gengur allt upp eins og hugmyndin gekk út á. – Þrátt

alls konar fjáröflunarverkefnum o.þ.h. og svo þróast þetta

fyrir sorglegan endi, en maðurinn var löngu látinn í ánni.

lengra. Við fengum líka að fara með í spennandi ferðir og svo þegar við náðum aldri, þá koma útköllin, námskeiðin

Þetta útkall tók á en það er nú einu sinni þannig að

og alvaran. Já, tækin gerðu útslagið, enda verð ég seinna

minnisstæðustu útköllin eru alltaf þau sem taka mest á;

vélfræðingur.

eru mesta brasið, mestu vökurnar og mestu erfiðleikarnir í alls konar aðstæðum í veðri og færi. Og þó að hugurinn sé

Svo þegar ég kynntist konunni minni henni leið ekki á

að sjálfsögðu alltaf með þolanda eða niðurstöðunni í slíku

löngu áður en hún komst á bragðið, fékk áhuga og gekk

útkalli, þá eru það þessi erfiðu, krefjandi útköll sem reyna

til liðs við björgunarsveitarstarfið með þeim afleiðingum

mest á mannskapinn og gefa mestu upplifunina, þau gefa

að fimm árum seinna var hún orðin formaður Flugbjörg-

manni hið sameiginlega „kikk“ með góðum félögum.

unarsveitarinnar á Hellu. Og þá er engin undankoma, við erum sko að tala um alvöru fjölskyldulífsins! – Það kemur nefnilega oft fyrir að við erum í sama útkallinu, jafnvel

Af hverju gekkst þú í björgunarsveitina?

sömu leitinni eða þá annað í svæðisstjórn og hitt í beinu Ég skal viðurkenna, að ég held að það hafi verið tækin.

útkalli á vettvangi.

Minn fjölskyldubakgrunnur og nærumhverfi var ekki Auðvitað er svona starf í björgunarsveit lífsstíll. Ég held

þarna, en jú, ég átti nokkra eldri vini sem voru byrjaðir í

jafnvel, að það sjáist á fólki hverjir eru í svona starfi, það

björgunarsveit. Ég hef samt alltaf haft áhuga á tækjum

ber sig einhvern veginn öðruvísi.

og svo eftir að maður kom inn í þetta, þá er það félagsskapurinn sem telur. Maður eignast mikið af nýjum og

Það er góð tilfinning að skynja sig „all in“ í björgunar-

góðum vinum í starfinu og alltaf eitthvað gott í gangi,

málunum, þetta er fínt líf.

grín og alvara. Þetta byrjaði samt þannig að við krakkarnir

57


Frá 1940

Bjóðum úrval af rafstöðvum og bátavélum frá Cummins BÁTAVÉLAR

RAFSTÖÐVAR

f ¶ ùQYT @P

C44 D5 / 72 kW

K38 850-1000 HP

C44 D5 / 35 kW

C90 D5 / 72 kW

GTEC

K50-CP 1050kw

QSK 19 660-800 HP

K38 850-1000 HP

Þjónusta við skip og báta

K38-CP 762 kW

Varahluta þjónusta

www.velasalan.is Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík


ÁFRAM ÍSLAND Sækjum kraft í íslenska náttúru fyllum lungun af fjallalofti

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS www.fi.is


E

L

Í

N

D Ú N D RA N D I H JA RT S L ÁT T U R Elín Matthildur Kristinsdóttir var komin nokkuð yfir fertugt þegar hún tók það skref að ganga í björgunarsveit. „Það hafði lengi blundað í mér einhver löngun til þess að starfa með björgunarsveit án þess að ég léti verða af því. Ég bjó í Stykkishólmi áður en ég fluttist hingað í Borgarnes fyrir rúmum fimm árum og varð þar töluvert vör við starfsemi björgunarsveitarinnar, bæði vegna nálægðar allra í litlu bæjarfélagi en ekki síður vegna þess að ég starfaði þar með Rauða krossinum.“



„Er í eðli mínu óttalega áttavillt, en mér finnst hafa dregið úr því hversu illa áttuð ég er.“

Á þeim tímapunkti var hún ekki tilbúin til að gefa sér þann

samfélag. En ég horfði semsagt töluvert til þessarar sjálfs-

tíma sem henni fannst hún þurfa til að geta starfað af

eflingar sem er kannski ekkert óeðlilegt á þessum aldri.“

fullum krafti.

Elín segir að lofthræðsla sem hún hafi alltaf þurft að glíma

„Ég á fjórar dætur og vildi vera til staðar fyrir þær á

við sé gott dæmi um eitt af mörgum atvikum þegar hún

meðan þær væru litlar, án þess reyndar að það væri nein

þurfti virkilega að ögra sér í þjálfuninni. „Það var talsverð

fórn því þá var það akkúrat sem ég vildi gera, en eftir því

ákvörðun að skrá sig á námskeið í fjallamennsku. Ég hef

sem þær urðu eldri fann ég að nú væri komið að því, að ég

alltaf verið lofthrædd og sá mig aldrei fyrir mér í ein-

hefði það svigrúm sem ég þurfti og vildi hafa.“

hverju lóðréttu fjallabrölti. Ég lét mig hafa það að mæta á námskeiðið og það var stórt skref að treysta græjunum, siglínunni, tryggingunum sem festar eru í klettana og

Fyrstu skrefin í björgunarstarfinu

auðvitað sigbeltinu og svo þessu járnadóti sem er það eina Elsta dóttir Elínar var í nýliðaþjálfun hjá björgunarsveitinni

sem festir mig við línuna. En líka að treysta sjálfri mér fyrir

og hafði Elín fylgst með henni úr fjarlægð og séð hvað það

því að gera allt rétt svo ég væri örugg, gera hnútana rétta

efldi hana á margvíslegan máta. Þegar hún rifjar upp þeg-

og svona. Ég man eftir dúndrandi hjartslætti bara við að

ar hún mætti sjálf í fyrsta sinn brosir hún og augun glampa

halla mér í sigbeltið, upp á móti brekku. En ég man líka

af áhuga. „Þegar ég mætti í fyrsta sinn fann ég mig mjög

eftir tilfinningunni þegar ég fann að ég var alveg örugg,

velkomna og hafði ekki á tilfinningunni að neinn velti

lærði að treysta, fann að ég var eins örugg og sitjandi í

neitt fyrir sér að þarna væri á ferð kona að nálgast miðjan

sófanum heima. Að kerfið sem við settum upp, línurnar og

aldur með enga reynslu af björgunarsveitarstarfi. Ég fór

tryggingarnar væru öruggar. Best man ég auðvitað eftir

inn í þetta starf með það í huga að efla mig og læra eitt-

þeirri sigurtilfinningu þegar ég virkilega og í alvöru seig

hvað nýtt, ögra mér, ásamt þeirri grunnhugsun sem ég

niður fram af kletti, hallaði mér niður og slakaði mér fram

geri ráð fyrir að drífi allt björgunarsveitarfólk áfram, sem

af klettabrúninni með dýpið fyrir neðan mig. Gríðarlega

er að leggja til samfélagsins og láta gott af sér leiða. Þessi

eflandi tilfinning. Nú er þetta eitt það skemmtilegasta sem

samhjálp og borgarlega ábyrgð til að byggja upp gott

ég geri.“

62


Nýtir reynsluna í kennslunni Elín starfar sem kennari hjá Grunnskólanum í Borgarnesi, kennir þar börnum á öllum aldri og sér meðal annars um valfag á unglingastigi. „Þar kynni ég örlítið það starf sem fram fer í björgunarsveit auk þess að kenna þeim hnúta,

Að efla sjálfa mig

hvað þurfi að hafa í huga fyrir örugga útivist, svo sem fatnað, áttavita, GPS, ásamt því að kynna aðeins fyrir þeim klifur og sig. Annars er ég velferðarkennari, kenni slökun, núvitund, hugleiðslu og jóga ásamt því að vera með sjálfseflingarviðtöl, það er að segja, hjálpa krökkunum að finna sína styrkleika og læra aðferðir til að auka vellíðan sína.“ Elín hlær og bætir við: „Í raun má segja að ég sé að gera það sama við mig með því að taka þátt í starfi í björgunarsveit. Að efla sjálfa mig og auka vellíðan mína.“ Elín segist reglulega fara í göngur og stunda útivist sem hluta af því að láta sér líða vel, efla sjálfa sig og næra. „Mér finnst gríðarlegt öryggi af því að kunna á græjur eins og áttavita og GPS tæki. Er í eðli mínu óttalega áttavillt, en mér finnst hafa dregið úr því hversu illa áttuð ég er. Ég er orðin meðvitaðri um kennileiti og að taka betur eftir í landslaginu samhliða þjálfun minni í björgunarsveitinni.

63


Það er alveg ljóst að vasa- og höfuðljósin frá Fenix standast ströngustu kröfur útivistarfólks um gæði, endingu og styrkleika. Þau gera þér kleift að sjá lengra og létta þér leit við krefjandi aðstæður.

Fenix TK47UE

Sannkallað ofurvasaljós hannað með öryggis- og löggæslu í huga. 3200 lúmena ljósgeisli, yfir 400 metra drægni og góð rafhlöðuending. Vasaljósið er einnig útbúið fjölnota afturljósi með fjórum stillingum, m.a. rauðu ljósi til merkjasendinga.

Fenix UC35 V2

Létt og sterklegt vasaljós með 1000 lúmena hámarksljósstyrkleika. Hægt að hlaða um USB snúru.

FENIX HL60R

Lipurt og létt höfuðljós með góða rafhlöðuendingu. Ljósgeislinn getur náð allt að 950 lúmenum. Hægt að hlaða um USB snúru.

Ljósstyrkur: 3200 lumens Drægni: 408 m Lengd: 266,2 mm Þvermál: 28,6 mm Þyngd: 365 g (fyrir utan rafhlöður) Vatnshelt: IP68

Ljósstyrkur: 1000 lumens Drægni: 266 m Lengd: 140 mm Þvermál: 25,4 mm Þyngd: 89 g (fyrir utan rafhlöður) Vatnshelt: IP68

Ljósstyrkur: 950 lumens Drægni: 116 m Lengd: 87 mm Þvermál: 25,4 mm Þyngd: 121 g (fyrir utan rafhlöðu) Vatnshelt: IPX-8

SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS


Alltaf að læra eitthvað nýtt

fyrir aðgerðastjórnina. Ég var reyndar alveg á nálum á dögunum þegar ég var með þann síma og var á sama tíma

Innan björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar

að syngja á tónleikum með Freyjukórnum, áttaði mig á

má finna fjölda námskeiða um allt hvaðeina sem tengist

því í miðju laginu Helga nótt að síminn gæti farið að væla

björgunarsveitarstarfi. „Mér finnst námskeiðin hjá félaginu

með háu sírenuhljóði.“

algjör snilld og ég er alltaf að læra eitthvað nýtt sem ég vissi ekki einu sinni að væri til. Mér finnst alltaf gaman

Elín segir að margt hafi komið henni á óvart í starfi björg-

að læra og eitt af því sem vakti áhuga minn var aðgerða-

unarsveita þó vissulega hafi hún fylgst með starfi þeirra

stjórnun. Ég hafði aðeins fengið innsýn í hana í gegnum

í gegnum tíðina eins og aðrir landsmenn. „Þessi félags-

Rauða krossinn en þegar ég fór að starfa með sveitinni fór

skapur er auðvitað alveg magnaður. Mér hefur alls staðar

ég að kynna mér það starf betur og var vel tekið í það.

verið vel tekið og allir boðnir og búnir að svara spurn-

Eftir að hafa lokið helstu grunnnámskeiðum var ég því

ingum mínum um alla mögulega og ómögulega hluti. Allir

hvött til að fara á aðgerðastjórnunarnámskeið og svo inn í

eru svo lausnamiðaðir og hjálpsamir enda er það kannski

aðgerðastjórn hér á svæðinu. Í dag starfa ég meðal annars

einmitt kjarni þessara samtaka og drifkrafturinn sem

á þeim vettvangi, tek þátt í að stjórna útköllum og er

heldur starfinu gangandi.“

meira að segja nýlega farin að vera með bakvaktarsímann

65


66


INGIBJÖRG F I M M T A

B A R N I Ð

Bjögga er hún kölluð svona dags daglega en heitir fullu nafni Ingibjörg Anna Björnsdóttir og hún er formaður Slysavarnadeildar Dalasýslu.

67



„Við vorum fimm einstaklingar sem ákváðum að endur-

Öryggi barna skiptir máli

reisa slysavarnadeildina en hún hafði legið í dvala í nokk-

Slysavarnaverkefnin eru margvísleg og segir Bjögga að

urn tíma. Héldum stofnfund í febrúar árið 2015 og höfum

þau hafi þessi fyrstu misseri horft til verkefna sem efla

verið á fullri ferð síðan. Hvatinn hjá mér var og er enn að

slysavarnir í nærumhverfinu. „Á þessum stutta tíma síðan

aðstoða fólk og láta gott af mér leiða. Mér fannst ég eng-

við endurreistum deildina höfum við náð að vekja athygli

inn bógur í björgunarsveitarútköll og fannst því upplagt

á okkur í bæjarfélaginu. Við tókum okkur til og gáfum

að nota mína krafta í að byggja upp öflugt slysavarnastarf

endurskinsmerki til leik- og grunnaskólabarna og var því

hér í heimabyggð en hér búa um sjö hundruð manns sem

vel tekið. Það er reyndar mikið áhyggjuefni hvað margir

dreifist á milli þéttbýlisins í Búðardal og sveitanna í kring.“

unglingar þrjóskast við að nota endurskinsmerki, það þykir

Nokkrum sinnum í viku keyrir Bjögga á Akranes þar sem

víst ekki nógu töff. Mér fannst einnig óskaplega gaman

hún er í hlutastarfi í Brekkubæjarskóla á Akranesi en hefur

að sjá ánægju krakkanna þegar við gáfum öllum börnum í

einnig starfað sem iðjuþjálfi með fullorðnum einstakling-

7. bekk reiðhjólahjálma og notuðum auðvitað tækifærið í

um á Fellsenda í Dölum. En er ekkert mál að aka nokkrum

leiðinni og fórum yfir hvernig hjálmurinn er rétt stilltur svo

sinnum í viku til og frá Akranesi? „Ég set það ekki fyrir mig

hann sitji vel á höfðinu og geri gagn ef á þarf að halda.

þó það taki nú stundum þrjár klukkustundir á dag, ekki ef

Það er ótrúlega gefandi að geta unnið að verkefnum þar

ég hef áhuga á því sem ég er að gera. Það er eins og með

sem við sjáum að við erum að auka öryggi barna, gera

slysavarnadeildina. Það hefur verið mikil vinna að byggja

þeirra umhverfi betra.“

upp deildina, fá félaga til starfa, komast inn í hvernig best

„Síðan við hófum starfið aftur höfum við lagt okkur fram

er að vinna slysavarnaverkefnin en ef ég gef mig í hlutina

við að taka þátt í landsverkefnum og í sumar sátum við

vil ég sinna þeim vel.“

hér og töldum bíla sem óku framhjá og merktum við hvort

69


Fannst við geta gert meira

fólk væri í belti, með ljósin kveikt og fleira í þeim dúr. Það tóku um 20 slysavarnadeildir þátt í þessu verkefni sem er

Í Dalabyggð starfar Björgunarsveitin Ósk og undir hatti

árlegt og unnið með Samgöngustofu. Þannig sjáum við

hennar hefur einnig verið af og til starfrækt unglinga-

hvort áróður um beltanotkun er að skila sér til ökumanna

deild. „Það er mér mikið kappsmál að byggja upp slysa-

og sem betur fer höfum við séð mikinn árangur þar síðasta

varnadeildina okkar og gera hana sýnilegri. Okkur fannst

áratuginn. Það hefur verið virkilega gaman að sjá starfið

við hins vegar geta gert meira og að styðja við björgunar-

lifna við. Þegar nokkrir einstaklingar koma saman sem

sveitina var eitt af því. Við buðum því fram hjálparhönd

hafa áhuga, brennandi áhuga á einhverju tilteknu mál-

við að vekja unglingadeildina úr hálfgerðum dvala og

efni þá sér maður hlutina fara að gerast. Við höfum ekki

réðumst saman í það verkefni. Það eru allir sammála um

verið lengi að en höfum skilað inn í samfélagið hér góðum

að hlúa vel að unglingunum okkar og halda þeim við efnið

verkum.“

og vonandi sjáum við þau svo ganga til liðs við slysavarna-

70


„Það tóku um 20 slysavarnadeildir þátt í þessu verkefni sem er árlegt og unnið með Samgöngustofu.“

deildina eða björgunarsveitina þegar þau hafa aldur til. Meirihlutann af starfinu sjáum við um að skipuleggja en björgunarsveitin kemur einnig sterk inn. Við skiptumst á að sjá um fundi með unglingunum og þannig kynnast þeir bæði okkar störfum og björgunarsveitarinnar. Samstarfið í dag er komið í góðan farveg og ég sé það þannig til framtíðar.“ Bjögga segir að þrátt fyrir fámennt samfélag náist að starfrækja þessar þrjár einingar, slysavarnadeild, unglingadeild og björgunarsveit, og þau séu stolt af þeirri vinnu.

Áhugi, kraftur og seigla

„Það er áhugi, kraftur og seigla þeirra sem ég vinn með sem gerir þetta framkvæmanlegt. Í samstarfi eins og þessu er mikilvægt að nýta styrkleika hvers og eins til þess að gera starfið eins gott og völ er á.“

Fjölskyldan tekur þátt Eiginmaður Bjöggu er Guðmundur Líndal sem er virkur félagi í björgunarsveitinni og auk tveggja katta eiga þau fjögur börn á aldrinum 4-15 ára og er sá elsti starfandi í unglingadeildinni. „Slysavarnadeild Dalasýslu er eins og fimmta barnið mitt og það skiptir mig öllu máli að hún vaxi og dafni eins og best verður á kosið. Í „uppeldinu“ höfum við gengið í gegnum margt en alltaf mun deildin eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Það að sinna slysavarnaverkefnum og sjá þau bera ávöxt yljar mér um hjartarætur og fær mig til að vilja gera enn meira. Það mætti því segja að þetta starf sé ávanabindandi. Þegar maður er rétt búinn að stinga tánni út í þá heltekur það mann á góðan máta.“

71




HALLDÓR A LV E G E I N S G O T T A Ð M A M M A VITI EKKERT AF ÞESSU! Halldór er reyndur sjómaður með skipstjórnarréttindi sem fór í land á Rifi árið 2015. Það þótti þá alveg upplagt að leita eftir því að munstra hann með sína sjómennskureynslu á björgunarbátinn Björgina sem einmitt er staðsettur á Rifi, því undir venjulegum kringumstæðum væru allir bátar og skipstjórnarmenn á sjó þegar og ef kallið kæmi. Halldór var tregur til enda nýkominn í land og kominn í starf við útgerð. Hann samþykkti þó, þ.e.a.s. ef hann yrði settur sá 10. í útkallsröðinni. Jú, jú, það stóð til, en Halldór var samt kominn í sitt fyrsta útkall mánuði seinna því allir aðrir voru einmitt á sjó!

74


75


Hvaðan ertu Halldór, hvað með upphaf

einfaldlega rennur okkur til skyldunnar. Þetta er eðlilega

þitt sem björgunarmaður?

allt önnur aðkoma að málum eða annað sjónarhorn en t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ekki sagt til að gera lítið

Já, ég er Rifsari, en bý á Hellissandi, svo ég er algjör

úr merkilegu björgunarstarfinu þar.

Snæfellingur. Var í grunnskóla hér á Rifi og tók þátt í unglingastarfi björgunarsveitarinnar eins og gengur. Svo

Björgunarstöðin okkar, Von, er staðsett á Rifi og hún er

er það að hræðilegt sjóslys varð 2001 þegar Svanborg SH

stjórnstöð björgunarstarfa á svæðinu. Hér er aðsetur Lífs-

fórst undir Svörtuloftum. Það hafði mikil áhrif á alla og

bjargar, björgunarsveitarinnar hér á Snæfellsnesinu og

breytti viðhorfum til björgunarmála. Ég hef alla tíð síðan

hér er björgunarskipið Björgin staðsett. Starfsumfang eða

haft mikinn áhuga á björgunarmálum og viljað sinna þeim

vettvangur sveitarinnar og skipsins er umfangsmikill, allt

Segðu okkur frá störfunum.

frá Patreksfirði, um Breiðafjörðinn, fyrir Nesið og suður

Við skulum fyrst átta okkur á því að í svona plássum eins

allan Faxaflóa að Reykjanesi. Þetta er gífurlega stórt svæði

og á Rifi og þessum stöðum við sjóinn, um allt landið þar

og ég held að fá skip séu jafnmikið notuð í svona störf og

sem allt þrífst á sjó og af sjávarfangi er starf björgunar-

Björgin. Í alls konar aðstoð og björgun hér á þessu svæði

sveitanna okkar einfaldlega bráðnauðsynlegt og eigin-

og jafnvel hringinn í kringum landið. Það þarf því ekki að

lega skilyrði þess að samfélagshjólið snúist. Þetta er því

ræða lengi um nauðsyn og mikilvægi skipsins og björg-

þjónusta sem allir vilja standa á bak við þannig að blóðið

unarstarfsins.

76


„Þetta er því þjónusta sem allir vilja standa á bak við þannig að blóðið einfaldlega rennur okkur til skyldunnar.“

Geturðu sagt frá eftirminnilegum útköllum? Ég gæti sagt þér frá fyrsta útkallinu mínu á Björginni þarna um árið, jómfrúarútkallinu! Það var eiginlega mjög skemmtilegt. Útkall kom á mánudeginum eftir Sjómannadaginn – bilaður bátur út af Grundarfirði. Allt var búið að vera á fullu í landi við hátíðahöld Sjómannadagsins

Við þurfum ævinlega að gæta að okkur

deginum áður. Við vorum með lítinn bát þá hérna tilbúinn hjá okkur og Grundfirðingarnir með sinn bát. Við förum af stað um klukkan 11 um morguninn en svo leit út fyrir að Grundfirðingarnir myndu alveg ná að draga bátinn sjálfir en eitthvað kom upp á og við drögum bátinn í höfn í Grundarfirði. Svo þegar við erum á stíminu heim frá þessu verkefni, þá kemur annað útkall, bilaður bátur út af Skarðsvík hérna fyrir vestan. Við af stað, drógum þennan bát líka í land og þessum langa björgunardegi lauk kl. 10 um kvöldið. – Fínn fyrsti dagur á Björginni. Annað eftirminnilegt útkall var líka í sjómannaverkfallinu 2017, bilaður bátur og kominn leki. Þá var auðvitað allur mannskapurinn í landi vegna verkfallsins og nóg af mönnum í útkall og allir vildu af stað en veður var blítt og fallegt. Ég held að við höfum verið átta um borð í því útkalli. Við leggjum í hann en á leiðinni kom afturköllun á útkallinu. Við héldum samt áfram því við vorum komnir svo langt að við áttum aðeins hálftíma eftir að bátnum.

77


Við sáum ekkert eftir því, því báturinn var verulega siginn, svo við þurftum að kippa áhöfninni sem fyrst um borð til okkar. Við náðum samt að bjarga bátnum með því að, týna af honum hluti og létta hann þannig, að við rétt náðum að draga hann til hafnar.

Gefandi starf? Já, hiklaust. – Og krefjandi. Ég held að þótt ég sé ekki sá allra virkasti í björgunarsveitinni okkar, þá leitast ég ævinlega við að vera til taks, vera reiðubúinn ef á þarf að halda. Ég bý hérna rétt hjá og er því oft fyrstur á vettvang og út í stím, en er fljótur að bakka út þegar úr leysist til að aðrir taki við stýri

Fólkið þitt í landi, er það hrætt um þig?

eða stjórni.

Ég held að það óttist ekkert meira um mig í björgunar-

Ég vil leggja áherslu á eitt í lokin: Við björgunarfólk verðum

störfunum núna en þegar ég var í öðrum störfum á sjó

að muna að við verðum fortakslaust að vera vakandi yfir því

hérna áður fyrr. Ég passa bara núna að mamma viti ekkert

að við þurfum alltaf að tryggja eigið öryggi til að geta komið

of mikið af mér þegar ég fer út í leiðangur, það er best

öðrum til hjálpar. Við þurfum ævinlega að gæta að okkur og

þannig!

tækjunum sem við eigum líf okkar undir.

Fyrir erfiðustu aðstæður... Ferno titanium léttar sjúkrabörur og titanium hjól

SAM hágæða snarvöndull

Corpuls CPR hjartahnoðari, sá nýjasti á markaðnum

Ferno Mule hjól undir sjúkrabörur

Ferno KED PRO fyrir erfiðustu aðstæður Erum nú á Facebook: donna ehf

Ferno titanium léttar sjúkrabörur Nánari upplýsingar og verð á www.donna.is Tölvupóstur donna@donna.is

Móhellu 2, 221 Hafnarfjörður

Sími 555 3100 www.donna.is



CMYK

REYKJAVÍK/SELTJARNARNES

BJÖRGUNARSVEITIN ÁRSÆLL | FLUGBJÖRGUNARSVEITIN Í REYKJAVÍK | HJÁLPARSVEIT SKÁTA REYKJAVÍK BJÖRGUNARSVEITIN KJÖLUR | SLYSAVARNADEILDIN Í REYKJAVÍK | SLYSAVARNADEILDIN VARÐAN UNGLINGADEILDIN ÁRNÝ

BJ� RGUN

Hönnunarstaðall Hafnarfjarðar

VITINN - MERKI HAFNARFJARÐAR Hannað af Friðþjófi Sigurðssyni

SKJALDAMERKI HAFNARFJARÐARBÆJAR

KÓPAVOGUR

Lögreglan á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

HJÁLPARSVEIT SKÁTA KÓPAVOGI | SLYSAVARNADEILD KÓPAVOGS | UNGLINGADEILDIN UGLA

100% Pantone 293

BÍLAVERKSTÆÐI

RÉTTINGAR OG SPRAUTUN

Lögreglan á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

HAFNARFJÖRÐUR

Hlíðasmári 6

Kópavogi

510 7900

BJÖRGUNARSVEIT HAFNARFJARÐAR | SLYSAVARNADEILDIN HRAUNPRÝÐI 8. Merki með slagorði UNGLINGADEILDIN BJÖRGÚLFUR 100% CMYK CYAN = 100 MAGENTA = 56 YELLOW = 0 BLACK = 0

SPRAUTUN

RÉTTINGAR

TJÓNASKOÐUN

B Í L AV E R K eh f CABAS verkstæði

SPRAUTUN 100% svartur

Hafnarfjarðarhöfn Útfaraþjónusta Hafnarfjarðar - Frímann og Hálfdán

4 GARÐABÆR

HJÁLPARSVEIT SKÁTA GARÐABÆ

Hér má sjá hvernig slagorðið er notað með merki Thorship.

RÉTTINGAR

TJÓNASKOÐUN

B Í L AV E R K eh f CABAS verkstæði

RÉTTINGAR

TJÓNASKOÐUN

SPRAUTUN

RÉTTINGAR

TJÓNASKOÐUN

B Í L AV E R K eh f

TJÓNASKOÐUN

HVALUR

Sími 565 0708 • Kaplahraun 10 • 220 Hafnarfjörður

SPRAUTUN

RÉTTINGAR

TJÓNASKOÐUN

B Í L AVE AV E R K ehf

CABAS verkstæði

Sími 565 0708 • Kapl

SPRAUTUN

RÉT

B Í LAVE R CABA verkstæði

Sími 565 0708 • Kapl

SPRAUTUN

RÉT

B Í LAVE R

CABAS verkstæði

Sími 565 0708 • Kaplahraun 10 • 220 Hafnarfjörður

RÉT

CABA verkstæði

Sími 565 0708 • Kaplahraun 10 • 220 Hafnarfjörður

SPRAUTUN

B Í LAVE R

CABAS verkstæði

Lögreglan á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU •

RÉTTINGAR

B Í L AVE AV E R K ehf

Sími 565 0708 • Kaplahraun 10 • 220 Hafnarfjörður

SPRAUTUN Slagorð Thorship er Snjallari! eða Smarter! á ensku.

CABAS verkstæði

Sími 565 0708 • Kaplahraun 10 • 220 Hafnarfjörður

Kveðjur

SPRAUTUN

B Í L AVE AV E R K ehf

CABA verkstæði

Sími 565 0708 • Kaplahraun 10 • 220 Hafnarfjörður

Sími 565 0708 • Kapl

09

Vert I Thorship 2015

SPRAUTUN

RÉTTINGAR

TJÓNASKOÐUN

B Í L AV E R K eh f CABAS verkstæði

RÉTTINGAR

TJÓNASKOÐUN

B Í L AV E R K eh f

SPRAUTUN

RÉTTINGAR

CABAS verkstæði

Sími 565 0708 • Kaplahraun 10 • 220 Hafnarfjörður

TJÓNASKOÐUN

RÉTTINGAR

TJÓNASKOÐUN

CABAS verkstæði

Sími 565 0708 • Kaplahraun 10 • 220 Hafnarfjörður

Sími 565 0708 • Kapl

SPRAUTUN

90 ár CABAS verkstæði

Sími 565 0708 • Kaplahraun 10 • 220 Hafnarfjörður

SPRAUTUN

RÉTTINGAR

RÉT

RÉT

B Í LAVE R

Slysavarnafélagið Landsbjörg B Í L AV E R K eh f

CABA verkstæði

Sími 565 0708 • Kaplahraun 10 • 220 Hafnarfjörður

B Í L AVE AV E R K ehf

Til hamingju með farsælt starf í SPRAUTUN

SPRAUTUN

B Í LAVE R

CABAS verkstæði

Lögreglan á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU RÉTTINGAR TJÓNASKOÐUN •

B Í L AVE AV E R K ehf

Sími 565 0708 • Kaplahraun 10 • 220 Hafnarfjörður

SPRAUTUN

SPRAUTUN

TJÓNASKOÐUN

B Í L AVE AV E R K ehf CABAS verkstæði

Sími 565 0708 • Kaplahraun 10 • 220 Hafnarfjörður

CABA verkstæði

Sími 565 0708 • Kapl

SPRAUTUN

RÉT

B Í LAVE R CABA verkstæði

Sími 565 0708 • Kapl


MOSFELLSBÆR

BJÖRGUNARSVEITIN KYNDILL | UNGLINGADEILDIN KYNDILL

KOPAR OG ZINK Kveðjur Hita-og vatnsveita Mosfellsbæjar Vélsmiðjan Sveinn ehf Ísfugl ehf Lögreglan á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

REYKJANES

VOGAR

BJÖRGUNARSVEITIN SKYGGNIR | UNGLINGADEILDIN TÍGULL

Lögreglan á SUÐURNESJUM SANDGERÐI/GARÐUR

BJÖRGUNARSVEITIN ÆGIR | BJÖRGUNARSVEITIN SIGURVON | SLYSAVARNADEILDIN UNA UNGLINGADEILDIN VON | UNGLINGADEILDIN RÁN

SANDGERÐI /GARÐUR

Lögreglan á SUÐURNESJUM

REYKJANESBÆR

BJÖRGUNARSVEITIN SUÐURNES | SLYSAVARNADEILDIN DAGBJÖRG | UNGLINGADEILDIN KLETTUR TINGAR

TJÓNASKOÐUN

R K ehf eh f S

REYKJANESBÆR

lahraun 10 • 220 Hafnarfjörður

TINGAR

TJÓNASKOÐUN

R K ehf eh f S

lahraun 10 • 220 Hafnarfjörður

TINGAR

Lögreglan á SUÐURNESJUM

TJÓNASKOÐUN

R K ehf eh f

BGB Ferðaþjónusta

S

lahraun 10 • 220 Hafnarfjörður

TINGAR

TJÓNASKOÐUN

R K ehf eh f

GRINDAVÍK

BJÖRGUNARSVEITIN ÞORBJÖRN| SLYSAVARNADEILDIN ÞÓRKATLA | UNGLINGADEILDIN HAFBJÖRG

S

lahraun 10 • 220 Hafnarfjörður

TINGAR

TJÓNASKOÐUN

R K ehf eh f S

lahraun 10 • 220 Hafnarfjörður

TINGAR

TJÓNASKOÐUN

R K ehf eh f S

lahraun 10 • 220 Hafnarfjörður

Lögreglan á SUÐURNESJUM

Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur


82


B R Y N J A R B Ú U M Á J A R Ð S K J Á L F TA S VÆ Ð I Brynjar Tómasson er félagi í Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Starfar þar með undanförum, er nýliðaþjálfari og formaður rústahóps. Hann er vélfræðingur að mennt og vinnur hjá Össuri.

83


Flestar gerðir fyrir fólksbíla, jeppa, flutningabíla og vinnuvélar

hönnun: Design ehf

Keyrðu áhyggjulaus með snjó – hálkukeðjum frá Hvelli – í einum grænum

Smiðjuvegur 30 rauð gata – 200 Kópavogur – Sími 577-6400 – www.hvellur.com


„Ég var líka í skátunum og minn vinahópur þar fór þaðan beint í sveitina og starfar þar enn.“

„Það var í raun skrifað í skýin að ég mundi ganga í björg-

Gætum bjargað úr rústum hérlendis

unarsveit. Pabbi er búinn að vera í þessu síðan hann var Ef til væri æfingasvæði hérlendis mundi það nýtast

unglingur en við erum öll í þessu, fjölskyldan, öll systkinin

mörgum viðbragðsaðilum segir Brynjar og bætir við að

nema yngsta systir mín enda hún rétt orðin 18 ára. Ég var

það þyrfti ekki að vera stórt eða mikið en mundi auðvelda

líka í skátunum og minn vinahópur þar fór þaðan beint í

þjálfun. „Í hópnum er mikið af iðnaðarmönnum sem kann

sveitina og starfar þar enn. Pabbi var samt ekkert að ýta

með verkfæri að fara svo á æfingum leggjum við áherslu

mér í þetta en mér fannst spennandi þegar hann var að

á lykilþátt rústabjörgunar, að koma fólki út úr hrundum

fara í útkall man ég.“

húsum. Við æfum stífingar, línuvinnu og í raun bara að Útköll hjá sérhæfðum rústahópum björgunarsveita eru

koma öruggri leið til sjúklings og út með hann á sem

ekki mörg. Helst eru þeir notaðir þegar þarf að ná fólki

skemmstum tíma og á öruggan hátt.“

úr rústum húsa, hvort sem er vegna jarðskjálfta eða „Ef til þess kæmi að hús mundu hrynja hér á landi vegna

snjóflóða. „Sérhæfður rústahópur eins og við starfrækjum

jarðskjálfta eða snjóflóð mundu falla í byggð gætum við

í minni björgunarsveit er nauðsynlegur hér á landi. Við

komið að miklu gagni. Við eigum tæki til að nota til leitar

búum á jarðskjálftasvæði og sagan hefur sýnt að snjóflóð

í þessum aðstæðum til dæmis með hljóðleit en líka mynda-

í þéttbýli geta verið skæð. Við erum auðvitað að æfa fyrir

vélar sem við getum stýrt inn í lítil og þröng svæði. Það er

atburði sem verða sjaldan svo við gerum stundum grín

stundum sagt að við bíðum eftir stóra skjálftanum og ég

að því að mottó hópsins sé: „Hurry up and wait!“ Það má

veit svo sem ekkert hvort eða hvenær hann kemur en ef

segja að við séum fær í því að bíða. Við setjum upp okkar

svo verður og hús hrynja þá getum við gert gagn.“

eigin æfingar en förum svo einnig með íslensku alþjóðasveitinni á æfingar erlendis. Höfum farið til Danmerkur og til Englands þar sem við æfum með öðrum sveitum á sérútbúnum æfingasvæðum.“

85


Pabbi fór í útkall á afmælinu

þangað átti ég afmæli. Þrettán ára afmælisdagurinn

Brynjar hlær þegar hann er spurður að því hvaða útköll

var því blanda af spennu og vonbrigðum. Ég að fara

standi upp úr þegar hann horfir til baka. „Þegar ég var

að halda upp á afmælið mitt en pabbi var að pakka í

ungur fylgdist ég með pabba og félögum hans í rústahóp

tösku og á leið til Afríku til að bjarga fólki úr hrundum

alþjóðasveitarinnar fara til Tyrklands árið 1999 og til Alsírs

húsum. Ég jafnaði mig nú fljótt á þessu en finnst gaman

árið 2003. Það vildi nú þannig til að daginn sem farið var

að nota þetta á hann þegar ég þarf að pota í hann.“

„Eitt af mínum fyrstu útköllum var þegar mæðgin féllu í sprungu á Langjökli. Ég fer með sem bílstjóri, nokkuð óvanur en minn hópur var með þeim fyrstu á staðinn héðan úr bænum. Þetta var skelfilegt slys og sat aðeins í manni. Það hjálpaði mér mikið í eftirvinnslunni að hafa pabba og geta spjallað við hann um þetta. Hann er auðvitað með áratuga reynslu og skilur hvað maður er að fást við. Hann er mín stoð og stytta í þessu og sérstaklega þegar á reynir. Af útköllum sem þessum lærir maður mikið og þau styrkja mann og reynsluna nýtir maður áfram í starfinu.“


„Sérhæfður rústahópur eins og við starfrækjum í minni björgunarsveit er nauðsynlegur hér á landi.“

Maður gerir sitt besta

„Það má líka kannski segja að það sem haldi manni helst í

Nánustu vinir Brynjars deila flestir sömu áhugamálum og

starfinu sé þegar gengur vel, þegar endirinn er góður og

starfa með honum í Hjálparsveit skáta í Kópavogi. „Í þessu

manneskjan finnst heil á húfi. Stundum er það ekki þannig

starfi er ég að verja tíma með mínum bestu vinum. Ef við

því maður fer í útkall til að gera gott en þó endirinn sé

værum ekki hér værum við að gera eitthvað annað, glápa

ekki alltaf eins og maður mundi kjósa þá að minnsta kosti

á sjónvarpið eða fá okkur bjór eða eitthvað allt annað og

gerði maður eitthvað. Maður gerði sitt besta.“

þá er miklu betra að verja sínum tíma hér, í þessu starfi. Þó það fari mikill tími í þetta starf þá sér maður aldrei eftir þeim tíma. Þetta er hluti af mér.“

Maður gerir sitt besta

Þegar Brynjar er spurður að því hvað haldi honum við efnið og drífi hann áfram í starfinu er svarið ekki lengi á leiðinni. „Óbilandi áhugi á útivist og það er hreinlega magnað þegar maður hefur tækifæri til þess að stunda hana af krafti. Óvissan í kringum mörg útköll getur líka verið spennandi. Oft veit maður ekki út í hvað maður er að fara, hvað getur gerst eða hversu lengi maður verður að heiman. Það að þurfa að bjarga sér úr hvaða aðstæðum sem er, er bæði spennandi og gefandi. Þó ég hafi ekki verið í björgunarsveitarstarfi í nema 11 ár eru margar eftirminnilegar stundir. Oft eru það erfiðustu ferðirnar og æfingarnar sem maður lærir mest á. Maður labbar kannski upp í Tindfjöll í rigningu en strax um kvöldið frýs allt og að morgni er því allt dótið gaddfreðið. Við svona aðstæður lærir maður „the hard way“ hluti eins og að ganga frá jakkanum undir dýnuna svo maður þurfi ekki að brjóta hann freðinn í sundur um morguninn og að muna eftir að losa reimarnar á skónum áður en maður fer að sofa.“

87


AKRANES

BJÖRGUNARFÉLAG AKRANESS | SLYSAVARNADEILDIN LÍF | UNGLINGADEILDIN ARNES

Lögreglan á VESTURLANDI

Kveðjur

Vélsmiðja Ólafs R Guðjónsonar Smurstöð Akraness

Litir í merki Sementsverksmiðjunnar eru:

Pantone 540 (blár)

BORGARBYGGÐ/BORGARNES

Pantone 127 (gulur)

BJÖRGUNARSVEITIN BRÁK | BJÖRGUNARSVEITIN HEIÐAR | BJÖRGUNARSVEITIN ELLIÐI BJÖRGUNARSVEITIN Er OK | SLYSAVARNADEILDIN ÞJÓÐBJÖRG | SLYSAVARNADEILD ÞVERÁRÞINGS komin sprunga eða UNGLINGADEILDIN LITLA BRÁK Pantone red 032 (rauður)

steinkast í framrúðuna?

Kveðjur

Fjármálastjórinn ehf Laugarvelli-Reykholti Hverinn ehf, veitinga- og tjaldstæði, Kleppjárnsreykjum Edda Þórarinsdóttir, dýralæknir Giljahlíð, Reykholti Útfararþjónusta Borgarfjarðar JBH vélar ehf Hp pípulaginir ehf

Við hjá SBB tökum að okkur að skipta um framrúður í öllum stærðum af bílum

Lögreglan á VESTURLANDI

Er komin sprunga eða steinkast í framrúðuna? Við hjá SBB tökum að okkur að skipta um framrúður í öllum stærðum af bílum

STYKKISHÓLMUR

BJÖRGUNARSVEITIN BERSERKIR

Fyrirtæki: Balti ehf. Verknúmer: Merki 1111.1. Dags: 30.04. 2001. Litur: Svart. Hönnun: Jóndi/Jón Kristinsson, Lambey. Sími 4878321. Hreinteikning: Auglýsingastofa Þórhildar. Skólavörðustíg 14. Sími 5522722/5622055. Frágangur: Freehand Mac, Á pappír og PC Word.

Lögreglan á VESTURLANDI Kveðjur

B Sturluson ehf Nesbrauð ehf

Þ B Borg, trésmiðja ehf Þórishólmi ehf

Ásklif ehf Anok Margmiðlun ehf

GRUNDARFJÖRÐUR

BJÖRGUNARSVEITIN KLAKKUR | SLYSAVARNADEILDIN SNÆBJÖRG | UNGLINGADEILDIN PJAKKUR blue c100m47y0k0

gray c0m0y0k30

name c0m0y0k90

slogan c0m0y0k50

Lögreglan á VESTURLANDI SNÆFELLSBÆR

BJÖRGUNARSVEITIN LÍFSBJÖRG | SLYSAVARNADEILDIN HLEGA BÁRÐARDÓTTIR SLYSAVARNADEILDIN SUMARGJÖF | UNGLINGADEILDIN DREKI Kveðjur

Lögreglan á VESTURLANDI

Kristinn J. Friðþjófsson ehf G Hansen dekkjaþónusta, Ólafsvík Steinprent ehf

Til hamingju með farsælt starf í

90 ár

Slysavarnafélagið Landsbjörg


BÚÐARDALUR/DALABYGGÐ

BJÖRGUNARSVEITIN ÓSK | SLYSAVARNADEILD DALASÝSLU | UNGLINGADEILDIN | UNGLINGADEILDIN ÓSKAR

Lögreglan á VESTURLANDI

REYKHÓLAHREPPUR

BJÖRGUNARSVEITIN HEIMAMENN | UNGLINGADEILDIN HEIMALINGAR

Lögreglan á VESTFJÖRÐUM ÍSAFJÖRÐUR /HNÍFSDALUR|FLATEYRI/SUÐUREYRI

BJÖRGUNARFÉLAG ÍSAFJARÐAR | SLYSAVARNADEILDIN IÐUNN | BJÖRGUNARSVEITIN TINDAR BJÖRGUNARSVEITIN SÆBJÖRG | BJÖRGUNARSVEITIN BJÖRG | SLYSAVARNADEILDIN HNÍFSDAL UNGLINGADEILDIN HAFSTJARNAN | UNGLINGADEILDIN TINDAR

Lögreglan á VESTFJÖRÐUM

Kveðjur Stjórnandafélag Vestfjarða, Hnífsdal Geirnaglinn ehf trésmiðaverkstæði Grjótverk ehf, Hnífsdal Íslenski endurskoðendur Vestfjörðum ehf Póllinn ehf Harðfiskverkunn Finnboga Arctic fish ehf SIMA hostel, Flateyri

TJÖRUHÚSIÐ BOLUNGARVÍK

BJÖRGUNARSVEITIN ERNIR | SLYSAVARNADEILD KVENNA BOLUNGARVÍK | SLYSAVARNADEILDIN HJÁLP UNGLINGADEILDIN ERNIR Kveðjur Bjarnarnes ehf Vélsmiðjan - Mjölnir ehf Rafverk Alberts Guðmundssonar ehf

Lögreglan á VESTFJÖRÐUM

SÚÐAVÍK

BJÖRGUNARSVEITIN KOFRI Kveðjur Iceland Sea Angling hf, Súðavík Hamla ehf, Súðavík

Lögreglan á VESTFJÖRÐUM


S

A

R

A

Í GRUNNINN ERUM VIÐ BARA FÓLK Sara Ómarsdóttir vill að björgunarsveitarfólk setji sjálft sig og fjölskyldur sínar í fyrsta sæti, en er um leið þakklát fyrir „þriðju fjölskylduna“ sem studdi hana vel þegar á þurfti að halda.

90


91


Sara gekk fjórtán ára gömul í unglingadeildina Hafbjörgu í

Þegar leitarhundakaflanum lauk segir Sara að beinast

Grindavík. Það voru hennar fyrstu skref í björgunar-

hafi legið við að fara í undanfaraflokkinn hjá Súlum,

sveitarstörfum, en í dag hefur hún umsjón með nýliða-

enda stundi hún mikla vetrarfjallamennsku í bland við

þjálfun björgunarsveitarinnar Súlna á Akureyri.

skíði og snjóbretti. Árið 2013 var hún svo í hópi sem tók

Eftir að hafa orðið fullgild og sérhæft sig í sjóbjörgun tók Sara við unglingadeildinni í Grindavík. Árið 2004 flutti hún norður

við nýliðaþjálfun í sveitinni, hefur þegar útskrifað tvo árganga af nýliðum og hefur nú tekið við þeim þriðja.

á Akureyri til að fara í háskólanám, en segir að umhverfið hafi

Sterkari einstaklingar og breiðari hópur

líka togað í sig. „Ég mæli með því að fólk flytji hingað ef það stundar einhvers konar útivist, því það er svo auðvelt. Það bara gerist ekki betra,” segir Sara sem er mikil útivistarkona.

Hluti af breyttri nálgun hópsins við nýliðaþjálfunina fólst í því að taka meira tillit til einkalífs björgunar-

Ekki leið heldur á löngu áður en hún var farin að taka þátt í

sveitarfólks, og gera þannig fleirum kleift að taka þátt.

björgunarsveitarstarfi fyrir norðan. „Ég fer í gegnum nýliðap-

Henni líkaði ekki sú staðalímynd sem var í gangi þegar

rógrammið hér. Samt var ég fullgildur meðlimur í Grundavík

kom að þjálfun og þátttöku í björgunarsveit. „Þessi

en umhverfið hér er bara allt annað. Ég varð svo heilluð af

ýkta mynd af fólki sem átti að leggja sig allt fram við

leitarhundum og fór að þjálfa einn, var að því í átta ár og fer í

björgunarsveitarstarfið og leggja nánast allt annað til

framhaldi í snjóflóðin sem varð svo mín ástríða.“

hliðar. Þú áttir að vera „all in“, þetta átti að vera svona

92


Heimaeyjargosið er fyrsta og eina eldgosið í byggð á Íslandi. Þess vegna þurfti snör handtök en aðeins um hálftíma eftir að gosið hófst lagði fyrsti báturinn af stað með fólk upp á land. Með samstilltu átaki tókst að koma öllu flóttafólki á brott um nóttina og hófst þá vinna við björgun eigna eftir því sem framast var unnt.

Við erum virkur styrktaraðili Slysavarnafélagsins Landsbjargar Á hverju Icelandair hóteli er herbergi eða svíta tileinkuð ákveðnu björgunarafreki til heiðurs Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. Bláa svítan á Icelandair hótel Reykjavík Natura er t.d. skreytt með ljósmyndum og textum frá gosinu í Heimaey 1973. Þar að auki rennur hluti af verði hverrar gistinætur í þessum herbergjum til Landsbjargar.

REYKJAVÍK NATURA

REYKJAVÍK MARINA

FLÚÐIR

VÍK

KLAUSTUR

HÉRAÐ

AKUREYRI

HAMAR


„Það bara gerist ekki betra,” segir Sara sem er mikil útivistarkona.

töff. En í grunninn erum við bara fólk, fjölskyldufólk sem

er ekki tilbúin til að henda frá mér þriggja ára gamalli

eigum vinnu og fjölskyldu og önnur áhugamál líka. Mér

dóttur minni til að fara að bjarga einhverjum uppi í fjalli.

fannst mikilvægt að breyta þessum áherslum til að halda

Ef ég hef kost á því, þá að sjálfsögðu geri ég það, en

fólki hjá okkur, að leyfa fólki að sinna fjölskyldunni sinni.

maður þarf líka að hugsa um sitt eigið öryggi og sína eigin

Án fjölskyldunnar geturðu ekki verið í sveitinni, því hún

fjölskyldu áður en maður hleypur af stað. Og það gerir

þarf að styrkja þig líka.“

þetta svo fallegt, af því að við erum svo mörg. Um leið og það eru fleiri komnir inn í starfið get ég leyft mér að vera

Sara segir að það að minnka áhersluna á að fólk helgi sig

heima með dóttur mína af því að ég veit að það hleypur

sveitinni allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, hafi í

einhver í skarðið fyrir mig. Svo þegar ég get, þá kem ég af

raun marga kosti. „Þá kemurðu sterkari einstaklingur inn í

fullum krafti,“ segir Sara og bætir við: „Það kemur maður í

sveitina. Það eru svo mörg störf innan sveitarinnar sem við

manns stað. Ég veit ekki til þess að einhver hafi dáið af því

þurfum að sinna, og við viljum fá sem flesta. Við minnk-

að ég mætti ekki.“

uðum áhersluna á að þú verðir að vera klár alltaf, í það að við ætlum að aðstoða þig á þeim tíma sem þú getur. Þú leggur þig fram, en hefur líka möguleika á að sinna fjöl-

Minni sérhæfing = betri samvinna

skyldunni og vinnunni.“

Fyrir utan nýliðaþjálfun hefur Sara verið að kenna á námskeiðum fyrir leitarhunda en er einnig yfirleiðbeinandi

Við þessa áherslubreytingu á nýliðastarfinu tók Sara eftir

Björgunarskólans í ferðamennsku og rötun. Hún hefur

breytingu á því hverjir sóttu í starfið. „Við erum komin

sterkar skoðanir á sérhæfingu og segir að hún megi ekki

með breiðari hóp, miklu blandaðri hóp. Við erum ekki bara

verða á kostnað breiðrar þekkingar. „Sérhæfing getur al-

með ungt fólk sem er nýkomið í framhaldsskóla, heldur

veg verið góð og það er gott að einhver sérhæfir sig í hlut-

erum við að fá inn fullorðið fólk sem sér loksins fram á að

unum, en ef allir fara að sérhæfa sig í einhverju þá „fún-

geta eytt tíma í svona starf. Að þurfa ekki að hliðra öllu til

kerum“ við ekki saman sem ein keðja. Í grunninn erum

í tvö ár til að geta komist í sveitina. Allt þetta fólk, sem er

við öll björgunarsveitarmenn og -konur og við þurfum að

búið að slíta barnsskónum, kemur með ákveðna reynslu til

kunna ákveðna hluti. Við „fúnkerum“ best ef við kunnum

okkar.“

sitt lítið af hverju, en ef allir væru sérhæfðir þá væri erfitt

Fyrir Söru eru þessar fjölskylduvænu áherslur síður en

að vinna saman því þá kunnum við ekki handtökin hjá

svo úr lausu lofti gripnar. „Mitt mottó er að fjölskyldan

hvoru öðru. Við þurfum að vita um hvað málið snýst. Þar

gengur alltaf fyrir. Ég er komin á þann stað í lífinu að ég

af leiðandi finnst mér mikilvægt að sjóndeildarhringurinn

94


hjá björgunarsveitarfólki sé víður og við kynnum okkur

Björgunarsveitarstörf eru hluti af mér, og hafa verið frá

öll svið og vitum út á hvað þau ganga. Þannig að þegar í

því að ég var unglingur. Það var því mjög mikilvægt fyrir

harðbakkann slær þá get ég aðstoðað, skiptir engu máli

mig á þessum tíma að finna þennan stuðning og þetta

hvað það er. Ég þarf ekki að sitja á rassinum af því að ég

bakland sem ég þurfti á að halda.“

hef aldrei áður unnið á bát eða með spotta eða á vélsleða,

Sara segir að gott dæmi um þá samheldni sem ríkir í

heldur get ég komið og aðstoðað því ég er búin að kynna

félaginu hafi verið í jarðarför Eddu Bjarkar Gunnarsdóttur

mér það og læra. Þó ég sé ekki sérfræðingur í því, þá get

í sumar. „Þegar ég greinist þá vakna ég á deild við hliðina

ég samt veitt aðstoð,“ segir Sara og bætir við að þeir sem

á Eddu Björk, sem var góð vinkona mín. Að hafa hana með

sérhæfa sig leiki þá hlutverk sterka hlekksins í keðjunni.

mér, og í raun skrifstofuna og félagið, það var ótrúlegt að

Hinir hlekkirnir verði þó að búa yfir einhverjum styrk líka.

finna stuðninginn þar. Hún var að ganga í gegnum það

„Við erum náttúrulega aldrei sterkari en okkar veikasti

sama og í tvö heil ár var ég að styðja við bakið á henni og

hlekkur og um leið og hann slitnar, þá er þetta farið.“

hún við bakið á mér. Þegar við kvöddum hana svo í sumar

Þriðja fjölskyldan í rauðum flíspeysum

var magnað að sjá hversu stór hluti af samtökunum var á staðnum. Þú gast nánast skipt kirkjunni í tvennt; fjöl-

Fjölskyldan skiptir Söru miklu máli og hún lítur á björg-

skyldan öðrum megin og þriðja fjölskyldan hinum megin.

unarsveitina sína, og samfélag björgunarsveitarfólks, sem

Það segir allt sem segja þarf.“

sína þriðju fjölskyldu. „Síðustu þrjú ár hafa verið svolítill rússíbani. Fyrst fáum við í hendurnar stelpu í varanlegt

Spurð um eitt orð sem lýsir Slysavarnafélaginu Landsbjörg

fóstur. Svo þegar við erum aðlagast þeirri breytingu

stendur ekki á svarinu hjá Söru: „Samstaða. Það skiptir

greinist ég með brjóstakrabbamein og aftur þurfum við að

engu máli hvar þú ert á landinu. Ef þú ferð í rauðu flí-

aðlagast. Þá fann ég að það var ekki bara sveitin, heldur

speysuna þína og hittir einhvern annan í rauðri flíspeysu,

félagið líka, sem stóð á bakvið mig, sýndi mér skilning,

þá eruð þið bara bestu vinir. Þó þú hafir aldrei hitt við-

hjálpaði mér áfram og gerði mér kleift að stíga til hliðar.

komandi áður,“ segir Sara að lokum. 95


I

N

G

I

D R Ó N I Ö F LU G A S TA L E I TA R TÆ K I Ð Ingi Ragnarsson rekur ferðaþjónustu rétt við Djúpavog. Hann er giftur, á þrjú börn og eitt er væntanlegt á nýju ári. Hann er formaður björgunarsveitarinnar Báru á Djúpavogi.

96


97


Hvern vilt þú dekka í vetur? Ekki gera málamiðlanir þegar kemur að öryggi - veldu Goodyear

M A D E T O F E E L G O O D.


Öflugir drónar framtíðin

„Í sveitinni eru um 10 virkir félagar en þegar á þarf að halda, til dæmis í stærri útköllum, mæta allt að 25 manns.

Síðustu árin hefur notkun dróna við leik og störf vaxið

Flest okkar verkefni tengjast ferðamönnum á ferð um

um allan heim. Björgunarsveitir hér á landi hafa verið að

svæðið en einnig er nokkuð um leitir. Mér finnst ótrúlega

þreifa sig áfram við notkun dróna við leit og björgunar-

gaman að vera formaður í lítilli sveit eins og Báru, svona

sveitin Bára réðist í kaup á einum öflugasta dróna landsins

landsbyggðarsveit en ég verð að viðurkenna að það er

fyrir stuttu. „Við höfum verið að nota hann í leitir og á

meiri vinna en ég bjóst við og tekur stundum á.“

æfingum og þannig reyna að átta okkur á hvernig má

Björgunarsveitarstarf er hálfgert fjölskyldusport hjá Inga

nýta hann sem best í björgunarstarfi. Það er ör þróun í

og fjölskyldu hans því pabbi hans starfaði í björgunar-

drónamálum, tæknin flýgur áfram og við erum stöðugt

sveit og bróðir hans einnig. „Ég held að úti á landi verði

að uppfæra hann, bæta við hann búnaði. Nýlega keyptum

þetta svolítið þannig, heltaki fjölskylduna og allir helli sér

við öfluga myndavél með gríðarlega öflugum aðdrætti.

í starfið. Björgunarsveitarfólk á þessu svæði, allt norður

Við getum séð með henni einstakling í nokkurra kílómetra

frá Vopnafirði og niður á Höfn er reyndar eins og ein stór

fjarlægð.“

fjölskylda. Þessi félagsskapur hér, samheldnin er einstök

Ingi segir að fjárfesting í þetta öflugum dróna með öllum

og verður kannski til vegna þess að þetta eru allt frekar

fylgibúnaði hlaupi á nokkrum milljónum króna og væri

litlar sveitir sem eru að kljást við sömu hlutina í starfi og

ekki framkvæmanleg nema með stuðningi sveitarfélags

útköllum.“

og íbúa svæðisins. „Þetta er ekki bara dróninn heldur líka myndavélar, rafhlöður, hleðslutæki, fjarstýring, töskur og fleira. Við erum alltaf tveir björgunarmenn hverju sinni

99


NeXT GreY

NÚTÍMA LÍFSTÍLL GERIR KRÖFUR TIL ELDHÚSSINS

hAVANA

ShAker WhITe

Vh-7 MIDNIGhT BLUe

Nútíma lífstíll kallar á kröfur. Á sama hátt og við höfum væntingar til lífsins, gerum við kröfur til eldhússins okkar. Líttu til okkar, lýstu kröfum þínum og leyfðu okkur teikna draumaeldhúsið þitt. Ævintýrið byrjar á heimsókn í glæsilegan sýningarsal okkar í Lágmúla 8, 2. hæð, þar sem allar helstu nýjungar eru til sýnis.

HTH á Íslandi í 40 ár, og þar af í 20 ár hjá Ormsson

Lágmúla 8 • sími 530 2800

- endurspeglar traust Íslendinga til merkisins


sem stýrum drónanum. Annar flýgur, einbeitir sér að því

gjörbyltir möguleikum okkar á leit í myrkri hér á svæðinu

en hinn stýrir myndavélunum. Það má segja að hann sé

og í raun landinu öllu.“ Að sögn Inga eru tækifærin með

leitarmaðurinn og hinn sé flugmaðurinn. Um leið og við

drónanum margvísleg og þeir séu í raun að uppgötva nýja

erum að leita með honum getum við tengt hann við netið

möguleika á hverri æfingu. „Við sjáum fyrir okkur að komi

og streymt beint úr myndavélunum. Þannig geta fleiri

upp þær aðstæður að flytja þurfi hluti á slysstað eða upp

einstaklingar setið við skjá á öðrum stað og tekið þátt í

til fjalla sé hægt að nota drónann í það. Þetta gæti verið

leitinni. Rýnt í myndbandið sem birtist og leitað skipulega

talstöð, ljós eða björgunarhringur. Hugmyndaflugið eitt

yfir svæðið.“

takmarkar möguleikana. Einnig sé ég fyrir mér að drónann

Sjáum hitastreymið frá þeim týnda

sé hægt að nota á slysstað. Láta hann svífa yfir staðnum og senda mynd beint til aðgerðastjórnar.“

Í landslagi eins á Austfjörðum þar sem firðir, gil og gljúfur einkenna svæðið getur það tekið fjölda klukkustunda að

Félagar Báru voru kallaðir út á síðasta ári vegna aurskriðu

leita lítið svæði. „Dróninn nýtist afar vel í þessu landslagi.

sem féll á svæðinu og undir því grófst fjöldinn allur af

Það er hægt að senda hann upp, láta hann skoða gil og

fé sem þar var. „Það var nýbúið að smala og rollurnar

skorninga sem annar tæki margar klukkustundir að fara

voru allar innan þeirrar girðingar sem aurskriðan fór yfir.

um. Nýlega keyptum við öfluga hitamyndavél til að nota

Hellingur af þeim fór undir en við náðum að bjarga ein-

með drónanum. Alger bylting, sérstaklega þegar leitað er í

hverjum. Það mættu um tuttugu manns frá okkur og við

myrkri og virkar í raun miklu betur en við reiknuðum með.

höfum ekki frekar en flestir hér á landi mikla æfingu í að

Við sjáum fólk í báti úti á firði í 1-2 km fjarlægð en við

leita aurskriður. Við reyndum að nota okkar þekkingu og

höfum verið að æfa okkur í leit á sjó og vatni. Ef viðkom-

redda okkur eins og hægt var. Það er það sem við gerum í

andi er kappklæddur er minni hitaútgeislun og þá þurfum

þessum minni landsbyggðarsveitum. Við leysum málin.“

við að fara nær en þetta er ótrúlega magnað tæki og

101


VESTURBYGGÐ/PATREKSFJÖRÐUR/BÍLDUDALUR/ÞINGEYRI

BJÖRGUNARSVEITIN BLAKKUR | BJÖRGUNARSVEITIN BRÆÐRABANDIÐ | HJÁLPARSVEITIN LÓMFELL BJÖRGUNARSVEITIN KÓPUR | BJÖRGUNARSVEITIN DÝRI | SLYSAVARNADEILDIN UNNUR SLYSAVARNADEILDIN GYÐA | UNGLINGADEILDIN VESTRI

Fiskmarkaður Patreksfirði Kveðjur Vélamiðjan Logi ehf Vestmar S. Hermennson húsasmiður

Slaghamar ehf Viðgerðaþjónusta Davíðs Rafeindaþjónusta Bjarna

Lögreglan á VESTFJÖRÐUM

Hótel Breiðavík/Látrabjarg Bílaverkstæðið Smur- og dekk

TÁLKNAFJÖRÐUR

BJÖRGUNARSVEITIN TÁLKNI

STEGLA

Lögreglan á VESTFJÖRÐUM

ÞÓRSBERG

Kveðjur Njörður ehf Bókhaldsstofan Tálknafirði Sjótækni ehf

STRANDABYGGÐ/HÓLMAVÍK

BJÖRGUNARSVEITIN DAGRENNING | UNGLINGADEILDIN SIGFÚS Kveðjur Fiskmarkaður Hólmavíkur Lögreglan á VESTFJÖRÐUM

DRANGSNES/KALDRANANES

BJÖRGUNARSVEITIN BJÖRG

Lögreglan á VESTFJÖRÐUM

Til hamingju með farsælt starf í

90 ár

Slysavarnafélagið Landsbjörg


NORÐURFJÖRÐUR/ÁRNESHREPPUR

BJÖRGUNARSVEITIN STRANDASÓL

NORÐURFJÖRÐUR /ÁRNESHREPPUR

Lögreglan á VESTFJÖRÐUM HÚNAÞING/HVAMMSTANGI

BJÖRGUNARSVEITIN HÚNAR | SLYSAVARNADEILDIN KÁRABORG | UNGLINGADEILDIN SKJÖLDUR Kveðjur Hótel Hvammstangi Bílaverkstæði Bílagerði Selasigling ehf Aðaltak slf almenn verktkaþjónusta Talnapúkar ehf Rétting og sprautun Guðmundar Veiðifélag Arnarvatnsheiðar

Vélaverkstæði Hjartar Eiríkssonar Búland 1, 530 Hvammstangi Sími 451 - 2514 og 451 - 2613

BLÖNDUÓSBÆR

BJÖRGUNARFÉLAGIÐ BLANDA Kveðjur Ósverk Blönduós Glaðheimar - sumarhús, Blönduósi Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda

Lögreglan Á NORÐURLANDI VESTRA

SKAGASTRÖND

BJÖRGUNARSVEITIN STRÖND Kveðjur Útgerðafelagið Djúpavík Lögreglan Á NORÐURLANDI VESTRA

SAUÐÁRKRÓKUR/HOFSÓS

BJÖRGUNARSVEITIN SKAGFIRÐINGASVEIT | FLUGBJÖRGUNARSVEITIN Í VARMAHLÍÐ BJÖRGUNARSVEITIN GRETTIR | SLYSAVARNADEILDIN DRANGEY | SLYSAVARNADEILDIN HARPA UNGLINGADEILDIN TRÖLLI | UNGLINGADEILDIN GLAUMUR

Lögreglan Á NORÐURLANDI VESTRA

SAUÐÁRKRÓKI

Hafnarsjóður Skagafjarðar, Sauðárkróki Öryggisþjónusta Skagafjarðar

Kveðjur Skagafjarðaveitur Trésmiðjan Björk Steinull hf


HRAFNHILDUR Þ E T T A

E R

L Í F S S T Í L L

Hrafnhildur Sigurðardóttir er 36 ára gömul og býr í Garðabæ ásamt tveimur dætrum sínum. Hún er kennari við Sjálandsskóla og hefur starfað með Hjálparsveit skáta í Garðabæ í um sextán ár.

104


105


Við leggjum metnað okkar í að bjóða aðeins fyrsta flokks búnað og þjónustu Japanskir hágæða utanborðsmótorar sem hafa reynst mjög vel við Íslenskar aðstæður. Sterkir, eyðslugrannir og á mjög hagstæðu verði. Stærð frá 2,5 upp í 250hö. Tvígengis og fjórgengis mótorar fáanlegir.

Harðbotna rib bátar í hæsta gæðaflokki. Rómaðir fyrir stöðugleika og hæfni í úthafssiglingu. Fáanlegir í mörgum stærðum og útfærslum.

R

R

Ljósavélar og rafstöðvar

Marás ehf.

Miðhrauni 13

210 Garðabæ

12V og 24V lensidælur - handdælur

Sími 555-6444

www.maras.is

postur@maras.is


Leitartæknin eykur gæðin

„Ég byrjaði fljótlega eftir aldamótin í minni björgunarsveit, kom þaðan beint úr skátunum þar sem ég var búin

Á höfuðborgarsvæðinu hafa verið um 40-50 leitir á hverju

að vera í ein fimmtán ár. Þar var ég í nokkurn tíma búin

ári síðustu árin og áhersla á leitartækni því mikil. „Við

að vera að læra ferðamennsku og rötun sem hjálpaði mér

þjálfum okkur vel í þessum fræðum og ég hef sinnt þessum

auðvitað í björgunarsveitarstarfinu. Að mörgu leyti er

þætti starfsins mikið. Í leitartækninni reynum við að setja

skátastarf og björgunarsveitarstarf svipað. Lögð er áhersla

okkur í spor þess týnda, átta okkur á hegðun hans og þannig

á útivist og ferðamennsku en munurinn er kannski að

að finna hvar hann mögulega er. Þetta gerum við á margvís-

skátar eru að miklu leyti barna- og unglingastarf en björg-

legan hátt eða allt frá því að leita að vísbendingum á heimili

unarsveit er fullorðinsstarf.“

eða þeim stað þar sem viðkomandi var síðast yfir í hreinlega

„Hér áður fyrr,“ segir Hrafnhildur, „var það meira þannig

að rekja sporin hans og láta þau leiða okkur áfram.“

að þeir sem komu úr skátastarfi inn í björgunarsveitir voru

Hrafnhildur segir að gæðin í leitum hafi aukist mikið síðan

þeir sem höfðu reynslu en þetta hefur breyst í dag. „Nú er

leitartækni varð sérstakt fag í kennslu og þjálfun. „Í nýliða-

ótrúlega breiður hópur sem gengur í björgunarsveitirnar,

þjálfuninni er farið á helgarnámskeið í leitartækni auk

fólk á öllum aldri með alls konar dýrmæta reynslu og

nokkura æfinga. Í minni björgunarsveit geta nýliðar svo á

þekkingu.“

seinna ári nýliðaþjálfunar hafið starf með leitartæknihóp sem

Hjálparsveit skáta í Garðabæ og Skátafélagið Vífill hafa

hittist einu sinni í viku og æfir í raun allt sem við getum lent

lengi átt í góðu samstarfi, eru í sama húsinu og samgangur

í, fyrstu hjálp, fjallamennsku, GPS, hegðun týndra og auð-

því oft mikill. „Það er mismikið samstarf á milli okkar. Fer

vitað svo leitartæknina sjálfa. Við leggjum mikið upp úr því

svolítið eftir því hversu margir úr björgunarsveitinni eru

að sem flestir í leitartæknihópnum séu með fagnámskeið í

virkir í skátunum hverju sinni en oft er það þannig að við

leitartækni en það er fjögurra daga námskeið þar sem farið

sjáum um ýmis konar fræðslu í skátafélaginu, kennum

er dýpra í hegðun týndra, kenndar sporrakningar og annað

rötun, GPS, hnúta og fjallamennsku.“

sem sérstaklega tilheyrir leitum.“ Þessi tækni nýtist oft í út-

107


köllum og eykur líkur á því að finna viðkomandi. „Ég man

kveðjubréf frá viðkomandi. Í þessari leit eins og fleirum

eftir útkalli hér í grennd við höfuðborgarsvæðið þar sem

hittum við fjölskyldumeðlimi til að fá upplýsingar um

við vorum að leita að ungum dreng. Okkur tókst að rekja

þann týnda. Staði sem viðkomandi gæti farið á, hegðun,

sporin hans sem beindu okkur í ákveðna átt, leituðum

klæðnað og annað sem getur hjálpað okkur við að finna

áfram og fundum hann stuttu síðar.“

hann fyrr. Til verða tengsl með þessari nálægð og það getur tekið á og ég man að í þessari leit sat þetta í mér í nokkurn tíma.“

Heilabilun og sjálfsvíg Víða erlendis hefur leitum að einstaklingum með heila-

Ósýnilegu störfin skipta jafnmiklu máli

bilun eða sjúkdóma eins og Alzheimer svo og að einstaklingum í sjálfsvígshugleiðingum fjölgað og virðist sú þróun

„Í minni björgunarsveit erum við með ótrúlega gott starf

einnig vera hérlendis. „Auðvitað er leit alltaf leit og maður

til að vinna úr erfiðum leitum. Við hittumst strax eftir

setur sig í leitarstellingar,“ segir Hrafnhildur, „en þær hafa

leitina, allir þeir sem komu að því, og ræðum málin,

mismikil áhrif á mann. Þegar við erum að leita að ein-

förum yfir útkallið og segjum frá okkar líðan ef við viljum.

staklingi í sjálfvígshugleiðingum, kannski andlega veikum,

Nokkrum dögum seinna hittumst við svo aftur og spjöllum

þá finnst mér oft tíminn líða hratt. Ég vil finna viðkomandi

saman aftur. Ef við viljum sækja okkur frekari áfallahjálp

strax, áður en hann fær tækifæri til að verða sér að voða.

greiðir björgunarsveitin fyrir fimm skipti hjá sálfræðingi

Mér finnst stundum erfitt að vita ekkert um afdrif þessara

og í einhverjum tilfellum hafa félagar nýtt sér það. Það

einstaklinga eftir að við finnum þau en maður vonar svo

að hittast svona og ræða málin skiptir öllu máli, dregur úr

innilega að þau fái viðeigandi hjálp.“

líkum á því að erfiðar leitir og útköll sitji í okkur og valdi þannig breytingu á daglegri líðan.“

„Nálægðin við fjölskyldu þess týnda getur oft tekið á. Ég man eftir einu skipti þar sem ég var með mínum hóp

Í björgunarsveit Hrafnhildar hafa nokkrir einstaklingar

að leita á heimili týnds einstaklings og þar fundum við

hlotið þjálfun til þess að taka á móti hópunum eftir útkall

108


PIPAR\TBWA • SÍA

ÖRYGGISHNAPPUR

Við viljum njóta stundanna örugg og áhyggjulaus, sama hverju við tökum upp á. Þess vegna er mikilvægt að við gætum vel hvert að öðru. Svona til öryggis. Sími 570 2400 | Askalind 1 | Nánar á oryggi.is


KÆLISMIÐJAN FROST EHF.

Ferskt eða frosið - alla leið!

Alhliða þjónusta og heildarlausnir, hönnun og uppsetning smárra jafnt sem stórra kæli- og frystikerfa. Frysti- og kæligeymslur, kæli- og frystiklefar, frysti-, kæli- og eldvarnahurðir, veggeiningar, kæli- og frystiklefar, frystipressur, kælivélasamstæður, tölvukælar, kælimiðilsdælur, lausfrystar, lokar og stjórnbúnaður, brauðunar- og fullvinnslulínur, plötufrystar, sjálfvirkir láréttir plötufrystar, eimsvalar, mjólkurtankar, loftþurrkarar, RSW kerfi, varahlutir og margt fleira...

Kælismiðjan Frost ehf. Fjölnisgata 4b, 603 Akureyri Sími +354 464 9400 Fax +354 464 9401

Suðurhraun 12b , 210 Garðabæ Kælismiðjan Frost ehf. Suðurhraun 12b, 210 Garðabæ Sími +354 464 9400 Fax +354 464 9402 110

frost@frost.is www.frost.is


og stýra umræðum. Í viðbót við þessa einstaklinga starfa í

þátt. Sá hinn sami hringir í fjölskyldu björgunarmanna og

bækistöð í útköllum nokkrir félagar sem sjá um að miðla

lætur vita að um erfitt útkall sé að ræða svo fjölskyldan sé

upplýsingum til þeirra sem eru í útkallinu, skipta í hópa og

upplýst og geti tekið á móti okkur með knúsi og stuðningi

sinna öðru sem þarf í húsi.

sem skiptir miklu. Fjölskyldan er einnig ósýnilegur hópur sem í raun gerir okkur kleift að sinna björgunarsveitar-

„Þessi oft ósýnilegu störf í leitarútköllum og reyndar öllum

starfinu, að fara á æfingar, sinna þjálfuninni sem tekur

útköllum eru mjög mikilvæg. Sá aðili sem til dæmis tekur

mikinn tíma og stökkva af stað í útkall hvenær sólar-

á móti hóp eftir erfiða leit getur skipt sköpum um hvort

hringsins sem er. Allt þetta fólk skiptir jafn miklu máli og

atvikið verður að einhverju meira í huga þeirra sem tóku

við sem erum í rauðu göllunum úti að leita.“ Þegar varið er jafn miklum tíma í þjálfun og útköll eins og Hrafnhildur hefur gert hlýtur þetta að vera eitthvað meira en bara áhugamál. „Þetta er lífsstíll,“ segir Hrafnhildur og

„Ég vil finna við-

brosir. „Að vera í björgunarveit er ekkert annað en lífsstíll

komandi strax, áður

og það hefur gert margt fyrir mig. Kennt mér að setja ekki sjálfa mig í fyrsta sæti og að gefa eitthvað til baka til

en hann fær tækifæri

samfélagsins með því að hjálpa öðrum. En það hefur líka

til að verða sér að voða.“

kennt mér að vinna með öllu fólki, kunna að vinna í hóp við hinar ýmsu aðstæður, kunna að vera sjálfstæð og að láta ekkert stoppa sig.“

111


112


PÉTUR BJARNI F Y R S TA V I Ð B R AG Ð Á S TA Ð I N N Fámenni og mikil fjarlægð í viðbragðsaðila hefur mikil áhrif á verkefni og starf björgunarsveitarinnar Stefáns í Mývatnssveit. Sveitin er oft fyrsta viðbragð á staðinn í alvarlegum slysum.

113


Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns?

RARIK rekur í dag stærsta dreifikerfi raforku á Íslandi. Frá árinu 1991 hafa loftlínur markvisst vikið fyrir jarðstrengjum sem aukið hefur rekstraröryggi dreifikerfisins og dregið úr sjónrænum áhrifum þess. Nú þegar eru um 59% dreifikerfis RARIK í jarðstrengjum og stefnt er að því að allt kerfið verði komið í jörð árið 2035.

www.rarik.is


Fengu Vegagerðina til að loka þjóðvegum

Pétur Bjarni Gíslason hefur starfað með björgunarsveitinni Stefáni í Mývatnssveit síðan 1989. Hann hefur gegnt nær

Það er af nógu að taka í verkefnunum hjá björgunar-

öllum hlutverkum sem hægt er að gegna, þar á meðal

sveitinni Stefáni, en algengustu útköllin eru aðstoð í

stýrt starfi unglingadeildar, verið formaður sveitarinnar og

ófærð. „Fyrir einhverjum tveimur eða þremur árum var

setið í stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í dag

þetta gjörsamlega að gera út af við okkur. Það voru eitt,

er hann formaður svæðisstjórnar á svæði 12. Sökum stað-

tvö og jafnvel þrjú útköll á dag. Við vorum bara alltaf að

setningar sveitarinnar, og fjarlægðar frá öðrum viðbragð-

og atvinnurekendur voru náttúrulega orðnir mjög pirraðir,

saðilum, er mjög algengt að meðlimir sveitarinnar séu

við vorum aldrei í vinnunni. Þá héldum við fund með Vega-

fyrsta viðbragð á staðinn ef alvarleg umferðarslys verða á

gerðinni og töluðum um lokanir. Upp úr því urðu þessar

svæðinu.

lokanir á þjóðvegum landsins í dag,“ segir Pétur og bætir

„Að vera í björgunarsveit á svona stað er ekkert endilega

við að þær hafi breytt miklu fyrir sveitina. „Þetta hefur

áhugamál, það er bara samfélagsskylda. Það er enginn

stórfækkað útköllum hjá okkur. Að vísu hjálpar okkur líka

annar til þess, menn bara verða,“ segir Pétur. „Við erum

að hingað kom verktaki sem var tilbúinn að fara í þessi

það afskekkt. Slysin verða alls staðar og einhverjir verða

útköll, en lokanirnar hafa klárlega hjálpað mikið líka.“

að sinna þeim, það endar bara með því að það erum við.

Enda sé hlutverk sveitarinnar ekki eingöngu að bregðast

Þegar við erum að fá nýtt fólk hingað á svæðið, þá fer

við slysum, heldur líka að koma í veg fyrir þau. „Ég hugsa

maður og leggst á hnén og spyr hvort viðkomandi vilji ekki

að það sé það mikilvægasta sem við gerum. Útköllin voru

endilega koma í björgunarsveitina.“

óendanleg, þar sem við vorum að fara í fasta bíla. En ef

115


SLIPPURINN AKUREYRI EHF. VEITIR ALHLIÐA ÞJÓNUSTU VIÐ SJÁVARÚTVEGINN. Slippurinn Akureyri ehf. er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði hér á landi. Það rekur upptökumannvirki og viðgerðarstöð fyrir skip og annast hvers konar málmsmíði, vélsmíði, vélaviðgerðir og rennismíði. Fyrirtækið rekur ennfremur trésmíðaverkstæði, sand/vatnsblástur, málun og verslun með eigin framleiðslu og aðrar vörur til skipa. Slippurinn Akureyri býður heildarlausnir í hönnun, nýsmíði, endurnýjun og viðhaldi á vinnslubúnaði í sjávarútvegi.

· Skipa- og bátaviðgerðir

· Vökvatækni

· Hönnun og ráðgjöf

· Rennismíði

· Nýsmíði vinnslubúnaðar

· Ryðfrí stálsmíði

· Vélaviðgerðir

· Stálvirki

· Skrúfuviðgerðir

· Verkefnastjórnun

FAGMENNSKA - METNAÐUR - HAGKVÆMNI

SLIPPURINN AKUREYRI EHF. • NAUSTATANGA 2 • 600 AKUREYRI • SÍMI: 460 2900 • WWW.SLIPP.IS


því er ekki sinnt, þá vitum við ekkert hvað fólk gerir. Það

staklinginn að biðja hann um að koma í björgunarsveitina.

endar einhvers staðar úti í buskanum. Og hverfur bara.“

Af því að þetta er ekki aðaláhugamálið. Við þurfum oft að þrýsta á fólk að koma. Og jú, við höfum verið ágætlega duglegir við að taka námskeið og allt svoleiðis, en okkur

Njóta velvilja

finnst við ekki geta sett það sem skilyrði, því þá endum við Pétur segir að björgunarsveitin njóti mikils velvilja hjá

bara allslausir.“

atvinnurekendum og öllu samfélaginu. „Það vita allir hvað Alls eru um 50 meðlimir skráðir í Stefán í dag. Þar af segir

þetta er nauðsynlegt. Það eru allir búnir að sjá hvað við

Pétur að 10-15 séu virkir en þegar á þarf að halda sé hægt

erum að gera, vita hvað við getum gert. Við erum líka í

að ná saman að minnsta kosti 30 manns. „Menn vilja vera

mjög góðu samstarfi við sjúkraflutningamenn, lögreglu og

skráðir hérna, en við erum ekkert yngsta sveitin. Þetta eru

lækna á svæðinu.“

mikið svona kallar eins og ég. Við erum að fá fyrsta unga Aðspurður hvort björgunarsveitin sé kannski ein af grunn-

fólkið núna í langan, langan tíma.“

stoðunum í samfélaginu útskýrir hann: „Björgunarsveitin, ungmennafélagið, kirkjukórinn og allt þetta, þetta Ótrúleg björgun

er allt sama fólkið. Það er enginn annar.“ Og það getur haft áhrif á þær kröfur sem gerðar eru til nýrra meðlima.

Helstu verkefni sveitarinnar eru þau sömu og hafa verið í

„Þegar ég var í stjórn á sínum tíma var verið að tala um að

gegnum árin. „Það eru ferðamennirnir. Svo fáum við svona

menn yrðu að fara á þessi og hin námskeiðin og hitt og

tvö til fjögur bráðaútköll á ári þar sem heimamenn eða

þetta. Ég gat bara alls ekki séð það ganga upp hjá okkur,

jafnvel ferðamenn eiga í hlut. Síðan eru þetta brotin bein

á sama tíma og ég var á fjórum fótum fyrir framan ein-

upp til fjalla, fastir bílar hér og þar og svo höfum við farið

117


Heimsendaræktun Ræktendur ársins hjá HRFÍ

Björn og Lára hafa í áratugi helgað sig ræktun og þjálfun hunda. Heimsendaræktun þeirra hefur náð frábærum árangri og gefið af sér tugi alþjóðlega og íslenska meistara. Undanfarin 16 ár hafa þau eingöngu fóðrað sína hunda á Pedigree hundafóðri.

Notaðu skynsemina

Pedigree fyrir hundinn Þinn! 118


í þónokkur rútuslys og höfum nú bara verið mjög heppnir í

starfi, en það er einmitt það sem Pétur gerði, og sá um

þeim. Það hefur gengið mjög vel,“ segir Pétur og rifjar upp

öfluga unglingadeild í 10 ár. „Það heillaði mig að koma

sögu af rútu sem fór í Jökulsá á Fjöllum árið 2000.

krökkunum vel áfram. Mér sýndist að þessir krakkar sem voru í starfinu þegar við byrjuðum á þessu, þeir kæmu

„Við vorum fyrsta viðbragð á staðinn og það gengur ein-

öflugir upp í sveitina. Svo þegar ég fór að horfa á þetta

hvern veginn allt upp hjá okkur. Við björgum fólkinu og

ennþá víðar þá vildi ég meina að allt samfélagið myndi

svoleiðis, en svo heyrum við á sama tíma í fjölmiðlum að

njóta mikils góðs af þessu starfi og að þetta yrði mjög

það eina sem hægt væri að gera var að fá þyrluna. Þegar

gott „goodwill“ fyrir björgunarsveitina. Þarna tækjum

þyrlan kemur svo erum við að bjarga síðustu manneskjunni

við krakkana og sinntum þeim af ákveðnum hluta,“ bætir

í land. Og það eru allir bara voðalega hissa, að einhver

Pétur við.

sveit hérna úti í útnára geti bara gert þetta. Mönnum fannst það bara stórskrítið, en við getum í raun allt.“ Alls

„Svo hef ég lengi sagt um unglingastarfið að það endur-

voru fjórtán manns í rútunni og tók um 25 mínútur að

nýjar okkur. Þegar við erum búin að taka krakkana í

bjarga þeim af þaki rútunnar með bát, segir í frétt mbl.is

gegnum þetta ferli erum við með mjög öfluga einstaklinga

frá þeim tíma.

sem koma til með að sanna sig í þjóðfélaginu og vera samfélaginu til góða. Nú svo hef ég líka sagt að einhverjir af þessum unglingum muni verða ríkir forstjórar og stjórn-

Unglingastarfið er samfélaginu til góða

málamenn eða ráðherrar, og þá hugsa þeir vel til félagsÞað er kannski ekki í öllum sveitum sem formaðurinn

ins,“ segir Pétur að lokum og hlær við.

ákveður að hætta í því hlutverki til að sinna unglinga-

119


FJALLABYGGÐ/SIGLUFJÖRÐUR

BJÖRGUNARSVEITINN STRÁKAR | SLYSAVARNADEILDIN VÖRN | UNGLINGADEILDIN SMÁSTRÁKAR Kveðjur Raffó ehf Páley útgerð BG NES útgerð Málaraverkstæði ehf

Lögreglan Á NORÐURLANDI EYSTRA AKUREYRI/HRÍSEY/GRÍMSEY

BJÖRGUNARSVEITIN TÝR | HJÁLPARSVEITIN DALBJÖRG | SÚLUR - BJÖRGUNARSVEITIN Á AKUREYRI BJÖRGUNARSVEITIN JÖRUNDUR | BJÖRGUNARSVEITIN SÆÞÓR | SLYSAVARNADEILDIN Á AKUREYRI UNGLINGADEILDIN BANGSAR

Kveðjur Sigurbjörn ehf – Grímsey Lögreglan Á NORÐURLANDI EYSTRA

GRENIVÍK/GRÝTUBAKKAHREPPUR

BJÖRGUNARSVEITIN ÆGIR

Lögreglan Á NORÐURLANDI EYSTRA

DALVÍK

BJÖRGUNARSVEITIN DALVÍK | SLYSAVARNADEILDIN Á DALVÍK | UNGLINGADEILDIN DASAR

Lögreglan Á NORÐURLANDI EYSTRA

Kveðjur Flæðipípulagnir ehf, Dalvík Hýbýlamálun ehf, Dalvík

Dalvíkurhafnir, Dalvík - Árskógsströnd - Hauganes Daltré ehf, Dalvík

FJALLABYGGÐ/ÓLAFSFJÖRÐUR

BJÖRGUNARSVEITIN TINDUR | SLYSAVARNADEILD KVENNA ÓLAFSFIRÐI | UNGLINGADEILDIN DJARFUR

Lögreglan Á NORÐURLANDI EYSTRA

Til hamingju með farsælt starf í

90 ár

Slysavarnafélagið Landsbjörg 120


NORÐURÞING/HÚSAVÍK/KÓPASKER/RAUFARHÖFN

BJÖRGUNARSVEITIN GARÐAR | BJÖRGUNARSVEITIN NÚPAR | BJÖRGUNARSVEITIN PÓLSTJARNAN SLYSAVARNADEILD KVENNA HÚSAVÍK | UNGLINGADEILDIN NÁTTFARI | UNGLINGADEILDIN NÚPAR Kveðjur Uggi fiskverkun ehf SEL sf vélaverktakar Dettifoss guesthouse, Öxafirði

Lögreglan Á NORÐURLANDI EYSTRA

HÚSAVÍK

ÞÓRSHÖFN/LANGANES

BJÖRGUNARSVEITIN HAFLIÐI | UNGLINGADEILDIN ÞÓR

Lögreglan Á NORÐURLANDI EYSTRA

ÞINGEYJARSVEIT

BJÖRGUNARSVEITIN ÞINGEY | HJÁLPARSVEIT SKÁTA AÐALDAL | HJÁLPARSVEIT SKÁTA REYKJADAL

Lögreglan Á NORÐURLANDI EYSTRA

MÝVATN/SKÚTUSTAÐAHREPPUR

BJÖRGUNARSVEITIN STEFÁN | SLYSAVARNADEILDIN HRINGUR | UNGLINGADEILDIN MÝVARGAR Kveðjur Reykhúsið, Skútustöðum Dimmuborgir guesthouse

Lögreglan Á NORÐURLANDI EYSTRA

VOPNAFJARÐARHREPPUR

BJÖRGUNARSVEITIN VOPNI | SLYSAVARNADEILDIN SJÖFN | UNGLINGADEILDIN VOPNI Kveðjur AFL starfsgreinafélag Lögreglan Á AUSTURLANDI

121


Halm 3" og 6" 62

PT 485

FLJÓTSDALSHÉRAÐ/EGILSSTAÐIR

PT 534

BJÖRGUNARSVEITIN JÖKULL | HJÁLPARSVEIT SKÁTA Á FJÖLLUM | BJÖRGUNARSVEITIN HÉRAÐ UNGLINGADEILDIN HÉRAÐSSTUBBAR

vélaverktakar & efnisvinnsla

­ ­

Kveðjur Jónsmenn ehf Ökuskóli Austurlandi sf

AFL starfsgreinafélag Fellabakarí

SEYÐISFJÖRÐUR

Lögreglan Á AUSTURLANDI

(Prentlitir miðast við 300pi/150 línur - prentun með 15-20% dotgen)

BJÖRGUNARSVEITIN ÍSÓLFUR | SLYSAVARNADEILDIN RÁN

Miðás hf. Miðási 9 Gæðaverk ehf

Lögreglan Á AUSTURLANDI

700 Egilsstaðir sími: 470 1600

Kveðjur AFL starfsgreinafélag BORGARFJARÐARHREPPUR

fax: 471 1074

ÓS bílaþjónustan ehf Has ehf

BORGARFJARÐARHREPPUR

BJÖRGUNARSVEITIN SVEINUNGI

Lögreglan Á AUSTURLANDI FJARÐARBYGGÐ/REYÐARFJÖRÐUR/ESKIFJÖRÐUR/NESKAUPSTAÐUR/FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR/BREIÐDALSVÍK

FJARÐABYGGÐ

BJÖRGUNARSVEITIN ÁRSÓL | BJÖRGUNARSVEITIN BRIMRÚN | BJÖRGUNARSVEITIN GERPIR BJÖRGUNARSVEITIN GEISLI | BJÖRGUNARSVEITIN EINING | SLYSAVARNADEILDIN HAFRÚN SLYSAVARNADEILDIN HAFDÍS | UNGLINGADEILDIN ÁRSÓL | UNGLINGADEILDIN SÆRÚN UNGLINGADEILDIN GERPIR

SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNA NESKAUPSTAÐ

SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNA NESKAUPSTAÐ

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Strandgata 14 b – 735 Eskifjörður s: 476 1222 476 1618 s: 899 4328

ehf

Kveðjur G. Skúlason – vélaverkstæði, Neskaupstað ÍS -TRAVEL AUSTURLAND ehf

Skiltaval ehf, Reyðafirði Lindin fasteignir Vélaverkstæði Eskifjarðar ehf You created this PDF from an application that is not licensed to print to novaPDF printer (http://www.novapdf.com)

Til hamingju með farsælt starf í

Lögreglan Á AUSTURLANDI

90 ár

Slysavarnafélagið Landsbjörg 122


DJÚPIVOGUR/DJÚPAVOGSHREPPUR

BJÖRGUNARSVEITIN BÁRA

Kveðjur AFL starfgreinafélag Lögreglan Á AUSTURLANDI HÖFN HORNAFIRÐI

BJÖRGUNARFÉLAG HORNAFJARÐAR | BJÖRGUNARSVEITIN KÁRI, ÖRÆFI SLYSASVARNADEILDIN FRAMTÍÐIN | UNGLINGADEILDIN BRANDUR

Lögreglan á suðurlandi (HÖFN)

Neyðarþjónusta Sveins ehf dekk-, smur- og almennar bílaviðgerðir Málningarþjónustan Höfn

SIGURÐUR ÓLAFSSON EHF

Kveðjur H. Christensen, byggingaverktaki AFL starfsgreinafélag Erpur ehf útgerð

KASK flutningar Hornafirði

ÁRBORG/SELFOSS/EYRARBAKKI/STOKKSEYRI

BJÖRGUNARFÉLAG ÁRBORGAR | BJÖRGUNARSVEIT BISKUPSTUNGNA | BJÖRGUNARSVEITIN BJÖRG SLYSAVARNADEILDIN TRYGGVI GUNNARSSON | UNGLINGADEILDIN BOGGA | UNGLINGADEILDIN UNGAR BLIKK EHF

ÞEKKING - FÆRNI - ÞJÓNUSTA S: 482 - 1775 blikkmenn@simnet.is

Lögreglan á suðurlandi

RÆKTUNARSAMBAND FLÓA OG SKEIÐA

Kveðjur Písl ehf, byggingaverktaki Eðalbyggingar ehf Hurðalausnir ehf

Kökugerð HP ehf Ferðaþjónustan Vatnsholti, Jóhann Helgi & co Pylsuvagninn ehf

SKEIÐA OG GNÚPVERJAHREPPUR

BJÖRGUNARSVEITIN SIGURGEIR

Lögreglan á suðurlandi

GRÍMSNES OG GRAFNINGSHREPPUR

HJÁLPARSVEITIN TINTRON | UNGLINGADEILDIN GREIPUR

Lögreglan á suðurlandi

123


L

I

L Æ T

M É R

L E K K I

J A L E I Ð A S T

Lilja Sigurðardóttir er mamma, körfuboltaþjálfari, starfsmaður sveitarfélagsins, fyrrverandi varaþingmaður og síðast en ekki síst formaður Unnar - Slysavarnardeildarinnar á Patreksfirði. Það þarf því ekki að koma á óvart að í nógu er að snúast hjá þessari hressu og duglegu konu.

124


125


ERTU TILBÚINN Í VETURINN

850 SKS 146 EMIL AHRLING

850 POLARIS PAT R I O T M Ó T O R

POLARIS ALDREI VERIÐ ÖFLUGRI • • • •

9% meira afl en í 800 H.O. mótornum. Alveg nýr mótor frá grunni. Öflugri kæling fyrir mótor. Polaris mest seldu vélsleðar á landinu.

W W W.STORMUR.IS


„Eitt fallegasta verkefnið sem félagsmenn á Patreksfirði tóku upp hjá sér er nýburag jöfin.”

Það lá eiginlega beint við að Lilja myndi láta til sín taka í

enda hæg heimatökin, allir í bænum vita hvenær von er á

bæjarfélaginu enda frá blautu barnsbeini alin upp við þá

fjölgun og fylgjast vel með og innan örfárra vikna hefur

hugmynd að gefa til samfélagsins. Báðir foreldrar hennar

nýja barnið verið boðið velkomið með þessum hætti.

töldu mikilvægt að sinna félagsstörfum og hlúa að samfélaginu á Patreksfirði. Lilja var þó ekki frá upphafi viss um

Þátttaka frá Patró vekur athygli

að hún myndi ganga í Slysavarnafélagið – flestar vinkonur hennar voru komnar í hópinn en Lilja hikaði – hún hafði

Starfið byggir auðvitað á samfélagsvinnu en félagskonur

nefnilega bitið í sig að starfið þar gengi mest megnis út á

eru duglegar að hittast þar fyrir utan og hika ekki við að

bakstur og sjálf kunni hún ekkert að baka.

taka sér hvers kyns aukaverkefni til þess að safna í ferðasjóð. Kvennaþing Slysavarnafélaganna er haldið annað

Hún lét þó til leiðast og komst að því sér til mikillar gleði

hvert ár og það þekkt innan þingsins hversu vel er mætt

að það voru næg verkefni í félaginu fyrir þá sem ekki

frá Patreksfirði. Þar mæta konur á aldrinum 20-85 ára

fundu sig við kökugerð. Í félaginu eru t.a.m. fjölmiðla-

og allir skemmta sér. Þingi er nýlokið og undirbúningur

nefnd, umferðarnefnd og skemmtinefnd svo dæmi séu

fyrir næsta þing er þegar hafinn – enda ekki eftir neinu

tekin – enda er félagslífið einn af mikilvægustu þáttum

að bíða. Konurnar á Patreksfirði héldu sjálfar þingið árið

starfsins. Slysavarnafélagið sinnir í raun mjög fjölbreyttum

2014 og tókst það með miklum ágætum enda áhuginn á

verkefnum, svo sem að afhenda leikskólabörnum endur-

starfinu gríðarlegur í bæjarfélaginu og á síðasta þingi voru

skinsmerki, að gefa skólum endurskinsvesti sem börnin

félagsmenn frá Patró um 12% af hópnum sem taldi yfir

fá þegar þau fara í vettvangsferðir út fyrir skólann, að

200 konur!

framkvæma umferðarkannanir og fylgjast með öryggisbúnaði við höfnina. Þá sinna þau heimsóknum til eldri

Lilja telur líklegt að fyrirkomulagið á stjórninni ýti undir

borgara og færa fermingarbörnum reykskynjara. Eitt fal-

hversu mikinn kraft og frumsköpun má finna í deildinni.

legasta verkefnið sem félagsmenn á Patreksfirði tóku upp

Bindingin í stjórn er þannig að hver félagsmaður getur

hjá sér er nýburagjöfin. Nú fær hvert barn sem fæðist í

aðeins verið fjögur ár í senn. Þannig fær hver tvö ár til

sveitarfélaginu heimsókn þar sem því eru færðir sokkar og

að læra á kerfið og svo tvö ár í aðalstjórn sem formaður,

smekkir (heklaðir af félagsmönnum), öryggisbúnaður, svo

gjaldkeri o.s.frv. Þetta kemur í veg fyrir að starfsemin spóli

sem hornvörn eða klemmuvörn og bæklingur um öryggi

í sömu hjólförunum, alltaf nýjar og ferskar hugmyndir – án

barna á heimilum. Þetta er afskaplega hlý hefð og ýtir enn

þess þó að við stjórnartaumum taki einstaklingar sem ekki

undir samheldnina og nándina í sveitarfélaginu. Það eru

þekkja til.

127


Hefðbundnar og nýstárlegar fjáröflunarleiðir

Kökurnar seljast nefnilega svo hratt og vel að það er alveg sama hversu mikið er bakað – öll borð eru tóm á örskots-

Fjáröflun er stór hluti starfsins og fer fram á nokkrum víg-

stundu. Þetta hlýtur að skrifast á gæði baksturins og þá er

stöðvum. Félagskonur sjá um nánast hverja erfidrykkju í

gaman að geta þess að þrátt fyrir efasemdirnar í upphafi

sveitafélaginu, baka, dúka upp og ganga um beina. Segja

hefur Lilja sjálf lært að baka marengs og má ætla að eins

má að það sé komin sterk hefð fyrir því að Slysavarna-

og allt annað sem þessi skelegga kona tekur að sér sé

félagið sjái um þessa hluti og þær eftir því orðnar færar í

marengsinn í hæsta gæðaflokki.

starfinu. Í raun býður Slysavarnafélagið þannig bæði nýtt líf velkomið og kveður þegar komið er að leiðarlokum.

Sterk keðja sem nær um allt land

Árið 1991 var farin nýstárleg leið til að afla félaginu fjár en þá var gefin út uppskriftabókin Pottarnir á Patró sem

Aðspurð segist Lilja telja að mikilvægasta verkefni

innihélt fjölskylduuppskriftir og auðvitað kökurnar sem

Slysavarnafélagsins sé þó að styðja við bakið á Björgunar-

félagsmenn eru frægir fyrir. Bókin fór inn á flest heimili í

sveitinni enda eftirlét Slysavarnafélagið sveitinni húsnæði

sveitarfélaginu en einnig víða um land og seldist upp. Nú

sitt gegn aðgengi að því þegar nauðsyn bæri til. Hjarta

er komin upp sú hugmynd að endurtaka leikinn – enda

Slysavarnafélagsins slær með Björgunarsveitinni og bera

matreiðsla landans tekið heilmiklum stakkaskiptum frá

öll samskipti félaganna þess merki. Konurnar í Unni gerðu

því fyrir tæpum þrjátíu árum. Lilja segðist ekki yrði hissa

sér meira að segja lítið fyrir og tóku þátt í söfnun fyrir

þótt ein eða tvær vegan-uppskriftir fengju að fljóta með

björgunarsveit í öðru bæjarfélagi. Björgunarsveitina Björg

í þetta sinn. Þá er ónefnd ein aðalfjáröflunin en það er

á Drangsnesi sárvantaði björgunarbíl og þótt tekist hefði

jólabasarinn sem haldinn er á hverju ári í byrjun desember.

að safna fyrir stærstum hluta bílsins gekk erfiðlega að

Þar er selt kakó og súkkulaðivöfflur og svo er hinn frægi

klára verkefnið. Þau sendu því hjálparbeiðni á nokkrar

kökubasar sem er þó ákveðið áhyggjuefni fyrir deildina.

slysavarnadeildir og viðbrögðin komu þeim skemmtilega

128


– fyrir kröfuharða ökumenn

Dekkin skipta öllu máli Þú færð þau í Dekkjahöllinni

ice GUARD iG60

Skoðaðu úrvalið af gæða heilsárs– og vetrardekkjum á vefnum okkar,

www.dekkjahollin.is AKUREYRI

Draupnisgötu 5 460 3000

EGILSSTAÐIR Þverklettum 1 460 3001

REYKJAVÍK Skeifunni 5 460 3002

REYKJAVÍK

Skútuvogi 12 460 3003

/dekkjahollin


ÖFLUGUR SUZUKI S-CROSS BEINSKIPTUR, SJÁLFSKIPTUR OG FJÓRHJÓLADRIFINN

Fjórhjóladrifinn Suzuki S-Cross - meiri veghæð, nýjar öflugar- og sparneytnar vélar gera frábæran bíl enn skemmtilegri og til í hvað sem er. Þú kemst alla leið! Suzuki S-Cross er með ríkulegan staðalbúnað.

KOMDU OG PRÓFAÐU HANN!

4WD All-grip skapar aksturseiginleika í sérflokki.

Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is

Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100


á óvart. Aðeins tveimur dögum síðar var búið að fjár-

Hún sat sem varaþingfulltrúi á Alþingi um tíma og steig

magna bílinn – með hjálp slysavarnadeildanna á Akranesi,

þar í pontu og gerði að umtalsefni þá mismunun sem

í Reykjavík, Seltjarnarnesi og á Patreksfirði. Þetta sýnir að

felst í því að þegar fólk utan að landi þarf að sækja sér

deildirnar geta stutt við bakið á hjálparstarfi um land allt

fæðingarþjónustu til Reykjavíkur þá ber það sjálft allan

alls óháð því hvaða sveitarfélagi þau tilheyra. Samtökin

kostnað af ferðalögunum sem og dvölinni í höfuðborginni

eru sterk keðja sem nær um landið allt.

sem getur af ýmsum ástæðum orðið löng og eftir því dýr.

Sjálf segist Lilja vera heimakær sveitastelpa sem umfram

Það var raunar tilviljun ein sem réði því að hún var skyndi-

allt elskar Patreksfjörð og vonar að hún fái að búa þar alla

lega orðin varaþingmaður. Hún hafði lengi starfað fyrir

tíð. Samfélagið er henni hjartfólgið og starf hennar miðar

Framsóknarflokkinn, m.a. í uppstillingarnefnd, og þegar

allt að því að bæta það. Hún starfar sem innheimtu- og

ung stúlka forfallaðist var umsvifalaust stungið upp á Lilju.

þjónustufulltrúi hjá Sveitarfélaginu Vesturbyggð og er í

Áður en hún vissi af var hún svo mætt í höfuðborgina.

fjarnámi í opinberri stjórnsýslu. Áður var Lilja komin með

Aðspurð um framtíðaráætlanir stendur ekki á svari – þegar

BA próf í sjávarútvegsfræði og meistaragráðu í stjórnun.

börnin eru orðin eldri ætlar Lilja aftur á þing.

131


A R N A R S TA R F I Ð Í U N G L I N G A D E I L D I N N I STÓR HLUTI AF LÍFINU Helst vildi hann búa í sveit enda kann hann best við sig í rólegu samfélagi þar sem allir þekkja alla. Arnar Freyr Guðmundsson er virkur þátttakandi í unglingastarfinu á Sauðárkróki og mælir eindregið með því að ungt fólk taki þátt í virku og lifandi félagsstarfi björgunarsveita.

132


133


Að kynnast og deila þekkingu

Helst vildi hann búa í sveit enda kann hann best við sig í rólegu samfélagi þar sem allir þekkja alla. Arnar Freyr

Félagslífið sem skapast í kringum unglingastarfið er öflugt

Guðmundsson er virkur þátttakandi í unglingastarfinu á

og skemmtilegt. Arnar Freyr segir þar bera einna hæst

Sauðárkróki og mælir eindregið með því að ungt fólk taki

þegar unglingar víðs vegar af landinu koma saman og

þátt í virku og lifandi félagsstarfi björgunarsveita.

deila með sér þekkingu og reynslu. „Um daginn fengum

„Mamma er af Vestfjörðunum og pabbi er Húnvetningur

við Siglfirðingana í heimsókn. Þeir leggja áherslu á fjalla-

en ég hef alltaf litið á sjálfan mig sem Skagfirðing,“ segir

björgun enda snjóflóð raunveruleg hætta sem þeir þurfa

Arnar Freyr en hann hefur lengst af búið á Sauðárkróki eftir stutta viðdvöl á Ísafirði og í Grindavík á yngri árum. Hann er á fyrsta ári í húsasmíðanámi, segist alltaf hafa verið ákveðinn í að fara út í einhvers konar iðnnám og kann vel við sig í þeirri grein sem hann leggur nú stund á. „Ég hef alltaf verið mun betri í að vinna með höndunum heldur en að skrifa eða lesa. Pabbi er húsasamiður og afi þúsundþjalasmiður svo þetta er mér svolítið í blóð borið líka.“ Arnari Frey verður seint lýst sem miklum æsingamanni. Best kann hann við sig í rólegu, litlu samfélagi þar sem allir þekkja alla og hefur sömuleiðis alltaf verið hrifinn af

að fást við svo við lærðum heilmikið af þeim um þau mál.

hverju því sem tengist lífinu í sveit-

Svona hittingar og fleiri viðburðir á landsvísu eru mjög

um, smalamennsku og fleiru. „Ég er mikill rólyndis dútlari

mikilvægir. Þú lærir að þekkja fleiri björgunarsveitir og

og uni mér vel við að brasa eitthvað í góðra vina hópi.

fólkið í þeim, fólk sem þú átt mjög líklega eftir að hitta

Tónlist er líka stórt áhugamál mitt og þá helst eldri og

aftur og vinna með í útköllum einhvern tímann seinna. Að

klassískari heldur en flestir jafnaldrar mínir hlusta kannski

koma saman, hafa gaman og deila reynslu er mjög stór

á. Ég hlusta mikið á íslensk dægurlög og Raggi Bjarna og

hluti af því að vera í unglingadeild eða björgunarsveit.

Björgvin Halldórsson eru einna helst í uppáhaldi hjá mér

Sjálfur er ég mikill áhugamaður um sjávar- og vatnabjörg-

enda miklir snillingar. Sjálfur hef ég verið í tónlistarnámi

un og myndi gjarna vilja sérhæfa mig í því í framtíðinni.

í mörg ár og spila á harmoniku og píanó. Ég gæti vel

Pabbi er sjómaður og afi minn líka og ég man eftir mér að

hugsað mér að spila á alvöru sveitaballi þó svo að ég hafi

hafa verið lítill polli í kringum pabba þegar hann var að

enn ekki gerst svo frægur að fara á eitt slíkt. En mér finnst

fara út á sjó og þótt þetta allt saman mjög merkilegt og

gaman að halda uppi stuðinu með góðum hópi fólks.“

spennandi.“

134


Bankið í fjallaskálanum Annar mikilvægur og ekki síður skemmtilegur þáttur í unglingastarfinu eru ýmsar ferðir sem lagt er upp í. „Við förum reglulega í ferðir í fjallaskála sem kallast Trölli og er staðsettur hér á fjalllendinu milli Skagafjarðar og AusturHúnavatnssýslu. Sagan segir að það sé reimt á þessu svæði svo stemningin verður stundum ógnvænleg á kvöldin og einhverjir verða hálf smeykir sem er svolítið fyndið. Yfirleitt eru alltaf sagðar draugasögur áður en farið er að

„Að fá að vera uppi á

sofa. Ein þeirra segir af formanni ferðaklúbbsins í Skagafirði sem varð úti uppi á heiðinni, rétt við Trölla. Sagt er

fjöllum yfir lengri tíma

að stundum heyrist bankað tvisvar sinnum á veggi skálans

er eitthvað sem heillar

á nóttunni. Þá er það bara formaðurinn að rölta um til að gá hvort allt sé ekki í lagi. Ég hef ekki heyrt þetta sjálfur

mig mjög mikið.“

en ég trúi því svosem alveg að eitthvað svona geti verið á sveimi. En það er líka hálfgaman að stríða fólki á þessu banki því þetta getur verið mjög draugalegur staður á næturnar.“

135


Öflugt félagsstarf mikilvægt fyrir ungt fólk

þessu starfi og mæli 150% með því. Ef ég væri ekki virkur í þessu væri ég sennilega bara heima hjá mér að liggja í

Stemningin er því góð í unglingadeildinni á Sauðárkróki

leti og ég held að svona uppbyggilegt félagslíf sé mjög

og nóg um að vera, þó sérstaklega í desember sem er mjög

mikilvægt fyrir ungt fólk því stundum hættir því til að

annasamur mánuður.

einangra sig dálítið.“ „Unglingadeildin tekur þátt í stærri verkefnum björg-

„Ég stefni á að komast í eldri deildina og sérhæfa mig

unarsveitarinnar. Sem dæmi um það má nefna sölu á

þar. Ég hef alltaf heillast af björgunarsveitarstarfinu og

Neyðarkallinum sem hefur alltaf gengið mjög vel og í

kann mjög vel við mig við að brasa eitthvað í góðra vina

desember höfum við í nógu að snúast og búum svo til hér

hópi, hvort sem það er að spjalla við félagana eða hjálpa

niðri í Sveinsbúð á þeim tíma. Helstu verkefnin okkar þá

til við að skipta um þakplötur á húsi. Þar að auki vil ég

eru til dæmis að aðstoða jólasveinana hér í bænum. Þeir

leggja mitt af mörkum til að hjálpa fólki eins og ég get.

heimsækja hvert hús og við sjáum um að skutla þeim á

Ég hlakka líka mikið til að fá að sinna hálendisgæslunni.

milli staða því ekki nenna þeir að ganga. Jólasveinarnir

Að fá að vera uppi á fjöllum yfir lengri tíma er eitthvað

í Skagafirði eru einstaklega skemmtilegir og eiga það

sem heillar mig mjög mikið. Ég er hálfgerður einfari

til að grípa jafnvel í harmoniku og syngja. Svo er það

og myndi una mér vel einn með harmonikuna í ein-

flugeldasalan þar sem við aðstoðum björgunarsveitina,

hvern tíma en þyrfti þó líka að fá að vera innan um fólk.

undirbúningur fyrir áramótabrennuna og margt fleira. Það

Sennilega yrði ég fljótt leiður á sjálfum mér einn uppi á

er því nóg um að vera. Ég er mjög ánægður með að vera í

fjöllum,“ segir Arnar Freyr léttur í bragði að lokum.

136


fetaðu nýjar slóðir í fatnaði sem þú getur treyst.

ÁRNASYNIR

Útivistardeildin er í smáralind

KRINGLUNNI SMÁRALIND utilif.is



J Ó N

S I G

TA N N H J Ó L Í S A M F É L A G S V É L I N N I … Jón hefur starfað í björgunarsveit í 23 ár. Hann vandist ungur útivist og ferðalögum og þróaðist inn í björgunarstarfið gegnum það áhugamál sitt. Aðstæður á stöðum eins og Vopnafirði eru áhugaverðar fyrir þéttbýlisfólk því björgunarsveitarmaðurinn, þótt áhugamaður sé, er nauðsynlegt hjól í samfélagsvélinni á slíkum stað. Jón hefur verið formaður Vopna í 10 ár.


VA K TSTÖÐ SIGLING A fjarskipti og öryggisvöktun á sjó

Útgerðarmenn · Sjómenn · Aðstandendur sjófarenda Nýtið ykkur þjónustu Vaktstöðvar siglinga sími

fax

netfang

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar

545 2100

545 2001

sar@lhg.is

Strandarstöðvar Reykjavík radíó Nes radíó Hornafjörður Radíó Vestmannaeyjar radíó Ísafjörður radíó Hornafjörður radíó

551 1030

562 9043

reyrad@lhg.is.

TFA TFM TFT TFV TFZ TFX

Upplýsingar um skip og báta

552 3440

Sjálfvirk tilkynningaskylda Með stofnun Vaktstöðvar siglinga sameinuðust lykilaðilar vegna leitar og björgunar á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Vaktstöð siglinga veitir öryggisþjónustu við sjófarendur. Helstu verkefnin eru vöktun og stjórnun neyðarsamskipta, vöktun sjálfvirkra tilkynningakerfa á sjó, almenn talfjarskipti við skip og báta og boðun sjóbjörgunarsveita, auk verkefna stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar.

Útkallssími 511 3333

Samgöngustofa

Skógarhlíð 14 105 Reykjavík www.vaktstod.is www.lhg.is


störfum. Við þurfum líka að vera sjálfum okkur næg, það

Segðu okkur frá aðstæðum ykkar hér Vopnafirði.

gæti verið langt í næstu bjargir komi eitthvað upp á og

Við erum ekki stór sveit, við erum hér með um 20 manns

allt lokað eða allt um þrýtur, t.d. í ófærð eða vondum

á útkallslista og getum bætt við öðrum 10 ef aðstæður

veðrum. Aðstæður hérna eru þannig, bátar á sjó allt í

kalla. Við teljum okkur geta leyst mörg málin og verið

kringum okkur, há björg þar sem við gætum þurft að fara

auk þess fyrsta skref í öðrum. Við erum í góðu samstarfi

um og jafnvel síga í fjörur. Auk þess eru víðfrægir og ill-

við björgunarsveitir nágrannabyggðanna í norðri og hér

ræmdir fjallvegir hérna í báðar áttir og liggja hátt, eins og

að vestan sem er okkur mikilvægt og þegar sveitirnar eru

t.d. Möðrudalsöræfin sem liggja 700 metra yfir sjávarmáli.

samtaka, eins og við erum, þá er styrkurinn mikill. Hérna

Við verðum að vera og erum algjörlega klárir til að fara

á Vopnafirði er líka starfrækt öflug slysavarnadeild, Sjöfn,

um þetta svæði hvenær sem er og líka í næstu byggðir

en þær ágætu konur hafa unnið mikið að slysavörnum hér

og sveitirnar allt í kring um okkur. Við þekkjum þetta og

og okkur mikill styrkur að þeirra starfi.

erum græjaðir í þetta. Við leggjum sérstaka áherslu á að

Á Vopnafirði eins og á fleiri stöðum úti á landi er því

vera með sterk og traust tæki og búnað og farartæki. Við

bráðnauðsynlegt, eiginlega óhjákvæmilegt, að svona sveit

erum t.d. með tvo öfluga bíla sem komast allt sem hægt

sé til staðar, það er varla val þar um. Hér eru aðstæður

er yfirleitt að fara. Þetta er nauðsynlegt, við þurfum að

aðrar og ólíkar en t.d. á Reykjavíkursvæðinu þar sem menn

geta farið um á stórum hjólum og grófum dekkjum alla

kjósa sjálfir og persónulega að vera í björgunarsveitt, fara

heiðavegi, allt árið um kring. Menn eru úti um allt í alls

í starfið sem köllun eða einfaldlega sem áhugamál og geri

konar ferðum, bændur, veiðimenn, göngumenn, alls konar

ég ekki lítið úr því. Áhersla okkar hér liggur því í fjölbreyti-

ferðamenn. Það er líka með ólíkindum hvað umferðin

leikanum, við erum ólík en vinnum samhuga að ólíkum

hefur aukist, sérstaklega á þjóðvegunum, en aukin umferð

141


hefur að sjálfsögðu bein áhrif á fjölda útkalla. Líka þegar

Ég get sagt þér eitt dæmi um nokkuð erfitt vegaútkall.

veðrið er slæmt á fjallvegunum hér í kringum okkur, þá

Það var í fyrravetur að rúta hafði keyrt aftan á snjóruðn-

fjölgar þeim. Við giskum á að 6-800 bílar fari um fjall-

ingstæki á veginum vestan við Vegaskarðið, á fjallinu

veginn, hringveg 1, hérna vestan við okkur á hverjum

milli Möðrudals og Víðidals. Aðstæður voru mjög erfiðar,

degi. Flestir eru þetta auðvitað túristar sem eiga bókaða

trylltur veðurhamur, algjör blindbylur og rútubílstjórinn

áframhaldandi ferð og gistingu og þeir fara einfaldlega

hafði ekki séð tækið þrátt fyrir blikkandi, skær ljós. Sjúkra-

áfram í hvaða veðurútliti sem er. Þannig er beint samhengi

bílar og aðrir óbreyttir bílar komust hvorki lönd né strönd

milli veðurs og útkalla, því oft eru erlendir ferðamenn

í þessu óveðri og við vorum kallaðir til. Þarna var í raun

gjörsamlega vankunnandi um akstur og aðstæður að

ekkert veður til aksturs eins og sést á því að við vorum

vetrarlagi. Og við skulum athuga að vetrarferðamennska

næstum tvo tíma að keyra þarna upp eftir 70 km leið. Við

á þessu svæði er að aukast verulega, rútur keyra hér um

komum frá Vopnafirði en líka komu sveitir frá Jökuldal og

fullskipaðar erlendum ferðamönnum og bílaleigubílar

Mývatni á staðinn. Aðkoman erfið og aðstaðan hrikaleg

með fólk ókunnugt aðstæðum. Vegaútköll eru orðin

og eiginlega stórhættuleg í þessu veðri; stórhríð, 28 metra

algengustu útköllin í okkar starfi. Jú auðvitað koma svo

vindhraði á sekúndu og níu stiga frost. Rútan hafði oltið

líka upp útköll á sjó, bátar í vanda vegna bilana, óveðurs

en sem betur fer héldust allar rúður óbrotnar svo óveðrið

eða jafnvel bruna. Ég myndi halda að útköllin okkar séu

komst ekki inn í rútuna. Við reyndum að hlúa að fólki eins

um 30-40 á ári sem er nokkuð mikið fyrir svona litla sveit

og til þurfti og koma til byggða. Þetta leystist ágætlega

eins og okkar.

en stórslys hefði getað orðið ef t.d. rúða hefði brotnað og vetrarveðrið nætt um og kælt fólk niður.


Samt hefur þessi saga skemmtilegan enda og dæmigert

og „saklaust“ útkall í upphafi. Í fyrstu fundum við ekki

„tvist“. Við komumst ekki til baka til Vopnafjarðar eftir

manninn en sáum hann svo loksins. Héldum upphaflega

þessa aðgerð þarna um nóttina vegna veðursins fyrr en

að þarna væri um að ræða túrista í sjálfheldu, en annað

morguninn eftir, en þá ætluðum við að brjótast heim í

kom semsagt í ljós. Málið vatt upp á sig og endaði sem

ófærðinni og ná þorrablóti heima um kvöldið. Þá datt inn

heljarinnar aðgerð og flókin björgunarvinna. Kallaður

beiðni frá þorrablótsnefndinni okkar á Vopnafirði. Sækja

var út aukamannskapur víða að. Maðurinn var gjör-

þurfti kokkana á blótið okkar í Jökuldalina og koma til

samlega fastur þarna uppi í um 300 metrum yfir sjávar-

Vopnafjarðar, en allt var ennþá ófært venjulegum,

máli og klettaveggurinn fyrir ofan hann var annað eins.

óbreyttum bílum. Auðvitað rukum við í það verkefni og

Þyrlan var kölluð til en ekki var hægt að nota hana þegar

redduðum þar með þorrablótinu. Svona er þetta hjá okkur,

á reyndi vegna bilunar, aðstæður voru sem sagt hinar

við gerum allt til að samfélagið gangi vel.

verstu, myrkur að skella á og nóttin að koma yfir. Hér var greinilega um að ræða fjallabjörgun af sverustu gerð. Ekki annað í boði en að fara strax í verkefnið, við klifruðum

En þetta er meira en trukkar og túrar.

upp vegginn, settum upp tryggingar, lýstum okkur með Já, það fer auðvitað líka mikil vinna sem í innra starfið,

höfuðljósunum og fikruðum okkur nær en urðum svo hálf-

þ.e. æfingar og fræðslu fyrir mannskapinn, viðhald tækja

smeikir þegar skyndilega kviknaði flóðljós frá báti á sjó og

og tóla og svo bætist við að fjármagna þarf allan rekstur-

lýsti upp klettavegginn. Þá gerðum við okkur betur grein

inn og allt „bixið“. Við sækjum námskeið, m.a. hjá Björg-

fyrir hvað við vorum komnir hátt yfir sjávarmálið. En áfram

unarskólanum til að fylgjast með og auka þekkingu og

stigum við eins og í dagsbirtu væri, náðum loks til manns-

hæfni. Hvað varðar fjármögnun starfsins okkar, þá er

ins og gátum veitt honum aðstoð til baka. Á leið niður

ekki hægt að segja annað en samfélagið taki okkur vel.

og við komnir úr sjálfheldunni, nutum við staðarþekk-

Vopnafjarðarhreppur, fyrirtækin hér, einstaklingar og

ingar bóndans sem var hress eftir volkið því hann sjálfur

jafn-vel veiðifélög styðja vel við bakið á okkur. Við seljum

leiðbeindi okkur síðasta spölinn. Þarna í þessari aðgerð

björgunarkallinn árlega, stöndum fyrir sumarhappdrætti

sem 80 manns tóku þátt í, fengum við mikla aðstoð utan

og seljum út alls konar þjónustu og viðvik til að afla

frá, eins og t.d. frá félögum okkar að norðan, sunnan, frá

sveitinni tekna. Við fáum líka beina styrki, t.d. til sérstakra

sjómönnum og fleirum.

tækjakaupa og fleira mætti nefna. Svona aðferðir þekkir björgunarsveitafólk um allt land. Samfélagið áttar sig á Nýliðun er mikilvæg fyrir samfellu í starfinu.

að þetta starf okkar verður að ganga vel og hvað það er mikilvægt að hafa hér viðbragð í þeirri þjónustu sem við

Það er mikilvægt fyrir okkur að halda utan um unglinga-

veitum og að geta leyst mál hér með stuttum fyrirvara. Við

starfið og við viljum sinna því og rekum okkar unglinga-

erum langt frá stóru sleggjunni í Reykjavík, jafnt í tíma

deild. Unga fólkið okkar sækir skóla hér á Vopnafirði

sem vegalengdum, þótt hins vegar reynist oft líka ótrúlega

fram í 10. bekk, í öllu falli fram til dagsins í dag en nú er

stutt á milli á neyðarstundum.

byrjaður hér rekstur framhaldsdeildar. Skólarnir, íþróttafé-

Ævintýrið í Gunnólfsvíkurfjalli fyrir fáum árum er dæmi

lagið, kirkjan og við höfum gott samstarf til samræmingar

um gott samstarf og samheldni. Bóndi í sveitinni, alvanur

á starfi okkar og æfingum svo tímar skarist ekki hjá

maður og gjörkunnugur aðstæðum, hafði lent í ein-

krökkunum. Þetta hefur gefist vel og er því alltaf nægt

hverri sjálfheldu við að sækja kind í klettum og var leitað

framboð í æskulýðsstarfi hér. Við erum með kynningar á

eftir aðstoð, sem út af fyrir sig var skynsamlegt að gera

okkar starfi og við viljum að krakkarnir kynnist því sem við

við þessar aðstæður. Þetta var í nóvember og virtist lítið

gerum, þau þurfa að taka við keflinu af okkur.

143


KRISTBJÖRG ATHÖFN AÐ SETJA UPP SLYSAVARNASLÆÐUNA Í æðum Kristbjargar Gunnbjörnsdóttur rennur slysavarnablóð. Hún er formaður slysvarnadeildarinnar Dagbjargar á Suðurnesjum og þar starfar systir hennar einnig. Önnur systir hennar var í slysavarnadeild í Hafnarfirði og þar starfaði móðir þeirra systra lengi vel.

144


145


Tengingin skiptir máli

Áhyggjuleysi, öryggi og þægindi með öflugu 4G dreifikerfi Vodafone Framtíðin er spennandi.

Ertu til?


„Áhuginn á slysavörnum virðist bara í kvenlegg fjöl-

„Við verðum að

skyldunnar því þrátt fyrir að við systurnar höfum verið

laga okkar eigið

í þessu af lífi og sál koma bræður okkar ekki nálægt þessu. Eru ekki einu sinni í björgunarsveit. Mamma

nærumhverfi”

er auðvitað fyrirmyndin en hún starfaði í slysavarnadeildinni Hraunprýði í Hafnarfirði. Ég man alltaf þegar hún setti upp slysavarnaslæðuna, í minningunni var það svolítil athöfn. En mamma hugsaði um öryggi pabba sem var sjómaður. Konurnar störfuðu að slysavörnum sjómanna, voru í Slysavarnafélaginu. Þetta starf heillaði mig.“

147


Viljum auka öryggi í nærumhverfinu

„Við höfum einnig tekið þátt í árlegum Safetravel-degi en þá stöndum við félagar slysavarnadeilda og björg-

„Ég tók þátt í því árið 2004 að stofna deildina hér á Suður-

unarsveita á tuga fjölfarinna staða, hittum á ökumenn,

nesjum en hún var upphaflega staðsett í Njarðvík. Til að

afhendum þeim fræðsluefni og ræðum við þá um öryggi í

byrja með snerist starfið mikið um að styðja við björgunar-

umferðinni. Okkur er alltaf óskaplega vel tekið.“

sveitina, safna fé, sjá um mat í útköllum en svo fórum við meira að sinna slysavarnaverkefnum. Eitt af því sem við

Kristbjörg segir að ferðamennirnir séu svolítið eins og

höfum horft til eru slysavarnir tengdar ferðamönnum.

sjómenn áður. Áður var nokkuð um slys hjá sjómönnum og

Í sumar fórum við til dæmis á nokkra vinsæla ferða-

átak var gert í þeim málum. Nú þarf að horfa til þessarar

mannastaði hér í nágrenninu. Heimsóttum Skessuhellinn,

atvinnugreinar og skoða hvar má gera betur, lagfæra

fórum út í Garð, að brúnni milli heimsálfa, að Valahnjúk

svæði og hættur sem þar má finna. „Um leið erum við að

og að Brimkatli. Á þessum stöðum skoðuðum við svæðin

auka öryggi okkar Íslendinga því við erum á þessum sömu

og skráðum niður ef það var eitthvað á stöðunum sem gat

stöðum. Við erum að lagfæra okkar eigið nærumhverfi.“

valdið slysum.“ Málefnið er greinilega hugleikið Kristbjörgu og hún

Eldri borgarar orðnir hálfgerðir unglingar

heldur áfram með miklum áhuga. „Við sáum til dæmis að við Skessuhellinn er enginn björgunarhringur þrátt

„Í fjölda ára heimsóttum við eldri borgara. Fórum með

fyrir að það sé nokkuð um að börn og fullorðnir fari út á

þeim yfir hættur á heimilum en verkefnið var fyrst og

varnargarð sem þar er. Við Valahnjúk var okkur hreinlega

fremst hugsað til þess að vekja þá til umhugsunar um hvar

brugðið. Það var illa merkt og nokkuð um sig í landinu

væru slysahættur á heimilum. Slys á heimilum eru alltof

og því margir staðir sem voru hættulegir. Eftir þessar

algeng hér á landi. Þetta gekk afar vel fyrstu árin en á

heimsóknir útbjuggum við greinargerð og sendum á hlut-

síðustu árum hefur þetta breyst. Fólk á þessum aldri er

eigandi aðila.“

orðið hálfgerðir unglingar. Við höfum einnig verið með

148


könnun á bílstólanotkun við leikskóla, skoðað hlutfall þeirra sem nota bílbelti, haldið hjóladaga við grunnskóla og horft þannig til öryggis skólabarna á reiðhjólum. Verkefnin og hugmyndirnar skortir ekki hjá okkur í slysavarnadeildunum. En okkur vantar fleiri félaga til starfa. Við sáum reyndar á síðasta stóra sameiginlegum viðburði

„Ferðamennirnir

deildanna að það eru margir nýir en okkur vantar fleiri og yngri til starfa. Þetta er ekki lengur þannig að við séum að

eru svolítið eins og

baka eða elda mat fyrir björgunarsveitarfólk. Við erum að

sjómennirnir áður.“

vinna verkefni fyrir samfélagið. Við erum að auka öryggi barnanna, okkar sjálfra og annarra í nærumhverfinu.“

Orkan sem leystist úr læðingi er ógleymanleg „Starf í þessum félagsskap gefur manni mikið. Ég vil gefa eitthvað til samfélagsins og mér er minnisstæð leitin að Birnu Brjánsdóttur en þar komum við félagar slysavarna-

149


„Ég undrast það alltaf jafnmikið en um leið kemur það

þessa orku sem leystist úr læðingi þegar við stöndum öll

aldrei neitt á óvart hvað félagar slysavarnadeilda eru

saman, félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þetta er

tilbúnir að leggja á sig þegar á þarf að halda. Öll þessi

ótrúlegur kraftur. Það er hreinlega yndislegt hvað við

verkefni sem tengjast börnum, eldri borgurum, ferða-

fáum mikið út úr því að gefa af okkur, bæði í slysavörnum

mönnum, okkur sjálfum og okkar umhverfi eru leyst með

og björgunarsveitarstarfi.“

gleði og bros á vör. Félagsskapurinn er stórkostlegur og samkenndin er einstök. Þetta er mannbætandi.“

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 90423 11/18

deilda inn til aðstoðar. Þar fann maður þennan samhug,


Þegar vetur kallar á þig. Hilux Invincible

Invincible 33" breytingapakki að verðmæti 780.000 kr. fylgir*

Hilux er ódrepandi harðjaxl og með 33" breytingu eruð þið ósigrandi saman. Hilux Invincible kemur þér þangað sem þig langar, hvort sem það er leiðangur upp til fjalla, næsti veiðitúr eða bara að komast aðeins út fyrir borgina til að ná andanum. Hilux Invincible aukahlutapakki: 33" breyting, hlíf undir framstuðara, gluggavindhlífar, króm á afturljós og Invincible-merki. Kynntu þér Toyota FLEX, nýja leið til að eignast Toyota bifreið, á www.toyota.is Vildarpunktar Icelandair með öllum nýjum Toyotum Toyota Kauptúni Kauptúni 6 3+2 ÁBYRGÐ

*Gildir ekki með öðrum tilboðum. Sjá nánar um Vildarpunktasöfnun á www.toyota.is. Bíllinn í þessari auglýsingu endurspeglar ekki endilega það verð og þann búnað sem tilgreindur er. Fyrirvari við 5 ára ábyrgð: Ökutækinu skal viðhaldið samkvæmt vörulýsingu og leiðbeiningum framleiðandans og ber eigandi kostnaðinn við slíkt viðhald. Sé það ekki gert getur það valdið ógildingu ábyrgðar varðandi hluti sem þarfnast viðhalds. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur.


Á R M A N N M A N N L E G

E Y M D

E R F I Ð

Hann er einn af þessum síungu einstaklingum, lágvaxinn en kvikur og skjótur til svars og verka. Mannsi eða Ármann Höskuldsson er eyjapeyi sem starfar sem sjúkraflutningamaður á Selfossi.

152


153


„Ég byrjaði í björgunarsveit í gegnum skátastarfið eins og var svo algengt á þessum tíma. Áhuginn fer að vakna um 11-12 ára aldur og ég fékk að laumast inn í starfið með björgunarsveitinni í Eyjum um 14 ára aldur en byrja svo mína nýliðaþjálfun þegar ég er 16 ára gamall. Í skátunum vorum við mikið í útivist, klifri og sigi og áhuginn beindist að því. Ég var aldrei neitt að spá í að þetta væru einhverjar

„Við erum með

hetjur í appelsínugulum göllum sem færu í útköll í alls

sífellt hæfari

kyns aðstæðum, vondum veðrum eða klifu kletta. Ég hafði bara áhuga á starfinu sjálfu.“

björgunarsveitar-

Í starfi sínu sem sjúkraflutningamaður sinnir Mannsi hefð-

menn en það gerist

bundnum bráða- og þjónustustörfum eins og hann orðar

ekki af sjálfu sér.“

það sjálfur. Í því felst að bregðast við þeim slysum sem verða á svæðinu og flutningur á milli heilbrigðisstofnana. Hann starfar einnig sem yfirleiðbeinandi hjá björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hvaðan kemur allur þessi áhugi á fyrstu hjálp?

154


Til hamingju með liðsaukann. Í starfi þar sem hver mínúta skiptir máli er algjört lykilatriði að búa yfir bifreiðakosti sem stenst álag við erfiðar aðstæður. Við óskum sporhundahópi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar til hamingju með liðsaukann.

ASKJA ATVINNUBÍLAR · Fosshálsi 1 · 110 Reykjavík · Sími 590 2120 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi

Þú finnur okkur á Facebook „Mercedes-Benz Ísland atvinnubílar“


„Ég held að hann hafi líka komið í gegnum skátastarfið.

„Mér hefur alltaf þótt fyrsta hjálpin skipta miklu máli. Ég

Þar lærði maður fyrstu hjálp sem kveikti áhuga. Með

var í klifrinu og í fjallabjörgun og stýrði til dæmis þeim

björgunarsveitinni tók ég þátt í sjúkragæslu á þjóðhátíð-

hóp um tíma í Eyjum en það er ekki nóg að geta bara

um og þar kviknar áhuginn fyrir alvöru. Læknarnir í Eyjum

komið sér á staðinn, maður þarf líka að geta gert eitthvað

sem við unnum með þar voru duglegir við að ýta undir

á staðnum, sinnt slösuðum og veikum.“

áhugann, voru með ýmis sérnámskeið, bæði í tengslum við þjóðhátíð en líka björgunarbátinn Þór. Ég tók öll fyrstu

Það þarf að leiðrétta mýtur

hjálpar námskeið sem ég gat á þessum tíma og voru í boði. Við vorum til dæmis tveir úr Eyjum sem voru líklega þeir

Við björgunarskólann starfa nokkrir yfirleiðbeinendur

fyrstu sem fóru á sjúkraflutninganámskeið sem björgunar-

í hlutastörfum, hver yfir ákveðnum málaflokki. Mannsi

menn.“

hefur gegnt stöðu yfirleiðbeinanda í fyrstu hjálp í um tvö ár. „Þetta er afskaplega skemmtilegt starf og fjölbreytt

Á þessum tíma var Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum og nutu björgunarsveitarmenn góðs af því. „Einar Jónsson læknir hélt góð námskeið fyrir okkur. Við settum upp nálar, æfðum okkur í að sauma og margt fleira sem nýttist okkur svo vel í útköllum á björgunarbátum. Það var oft þannig að læknarnir treystu sér ekki með í útköll. Veðrið gat verið snarbrjálað og menn orðnir sjóveikir um leið og lagt var úr höfn.“

Þú getur alltaf treyst á okkur - nú treystum við á þig

Vilt þú gerast Bakvörður? Nánari upplýsingar á www.landsbjorg.is

að sama skapi. Yfirleiðbeinandi þarf að vera vakandi yfir straumum og stefnum í fyrstu hjálp og koma skilaboðum um hvað er nýjast og réttast til hagsbóta fyrir sjúklinga til björgunarmanna. Þetta getur verið mikil yfirlega og oft og tíðum hálfgerð rannsóknarvinna. Það eru alls konar mýtur í gangi sem ekki hafa minnkað með notkun internetsins og eitt af hlutverkum mínum er að leiðrétta þær. Eins og til dæmis varðandi ofkælingu. Þar hefur því verið haldið fram


Útköllin geta verið erfið

að detti einhver í sjó eða vatn sé hann orðinn ofkældur eftir 1-2 mínútur en það tekur mun lengri tíma. Lífslíkur

Þrátt fyrir að starfa sem sjúkraflutningamaður og hafa

þeirra eru því mun lengri og þá sérstaklega ef viðkomandi

sinnt fjölda útkalla með björgunarsveitum geta útköllin

er í björgunarvesti.“

tekið á. „Mér finnst alltaf jafn erfitt að upplifa mann-

Þekking björgunarsveitarfólks á fyrstu hjálp verður sífellt

lega eymd í útköllum. Að finna og sjá hvað er til mikið

meiri og stórt skref í þá átt var stigið þegar tekin var upp

af fólki á Íslandi sem hefur það bara virkilega slæmt,

kennsla á námskeiðinu Fyrsta hjálp í óbyggðum sem er

félags- og heilsufarslega. Það er því miður mikið til af

átta daga öflugt námskeið. „Við erum með sífellt hæfari

fátæku fólki sem á erfitt með að fá fulla heilbrigðis-

björgunarsveitarmenn en það gerist ekki af sjálfu sér. Fólk

þjónustu. En sem betur eru fleiri útköll sem eru ánægju-

er að mæta á námskeið, sækja endurmenntun og fara eftir

leg og þau bestu eru þegar manni tekst að hjálpa fólki

þeim skilaboðum sem við erum að leggja til. Við megum

að fá bót sinna meina. Mestu ánægjuna í mínum starfi

ekki vera hrædd við breytingar og þróun og megum alls

fæ ég reyndar þegar ég heyri af nemendum mínum sem

ekki berja niður þá sem eru ungir og sækja sér menntun.

hafa verið á réttum stað á réttum tíma og getað nýtt

Það eru oft þeir sem eru best inni í fræðunum.“

sína fyrstu hjálpar þekkingu til að aðstoða aðra. Það er ómetanlegt.“

Mannsi segist ótrúlega heppinn að fá að vinna við þessi tvö störf og ekki síður með hvað fyrsta hjálpin hefur verið

„Á þessum 25 árum sem ég hef starfað í björgunarsveit

svolítið eins og rauður þráður í gegn um lífið. „Það eru

hefur margt breyst en heilt yfir hefur starfið þroskað

auðvitað alger forréttindi að vinna við áhugamálið og

mig og eflt. Það hefur gefið mér svo ótrúlega margt,

geta einnig sinnt því á þann máta sem ég geri í björg-

aukið sjálfsvitund og náungakærleik og þó maður upp-

unarsveitarstarfinu. Þetta helst í hendur og styrkir hvort

lifi margt, sjái margt þá stendur upp úr að upplifa þakk-

annað, á mjög vel saman. Ég fæ að vinna við það sem mér

lætið hjá fólki. Það gefur manni mikið.“

finnst skemmtilegt, ég hef áhuga á og veitir mér ómælda ánægju. Mér finnst óskaplega gaman að kenna fólki og koma réttum skilaboðum á framfæri og þannig stuðla að framþróun í fyrstu hjálpinni innan björgunarsveitanna.“ 157



Forysta – fagmennska -samvinna – í 90 ár Takk, sjálfboðaliðar björgunarsveita og slysavarnadeilda


HVERAGERÐI

HJÁLPARSVEIT SKÁTA HVERAGERÐI | UNGLINGADEILDIN BRUNI

Lögreglan á suðurlandi

Kveðjur Stoðverk byggingaverktakar Hveragerði Bíl - X ehf bifreiðaverkstæði Skjólklettur Bílaverkstæði Jóhanns ehf Bingur ehf, Hvergerði

ÖLFUS, ÞORLÁKSHÖFN

BJÖRGUNARSVEITIN MANNBJÖRG | UNGLINGADEILDIN STRUMPAR

Stórverk Ehf

KRANABÍLAÞJÓNUSTA OG JARÐVINNA

Lögreglan á suðurlandi

Kveðjur Hafnarverk ehf. Hafnarsjóður Þorlákshafnar BLÁSKÓGARBYGGÐ/LAUGARVATN

BJÖRGUNARSVEITIN INGUNN | UNGLINGADEILDIN GREIPUR

Lögreglan á suðurlandi

FLÚÐIR/HRUNAMANNAHREPPUR

BJÖRGUNARFÉLAGIÐ EYVINDUR | UNGLINGADEILDIN VINDUR

Lögreglan á suðurlandi

RANGÁRÞING YTRA/HELLA

FLUGBJÖRGUNARSVEITIN HELLU | UNGLINGADEILDIN HELLINGUR

1 1

2

3

2 3

4

5

6

7

Lögreglan á suðurlandi

Kveðjur Dugull ehf fornhleðslur, Hellu Eldvarnaþjónusta Suðurlands Reykjagarður hf, Hellu

Til hamingju með farsælt starf í

90 ár

Slysavarnafélagið Landsbjörg


RANGÁRÞING EYSTRA/HVOLSVÖLLUR/VÍK Í MÝRDAL

BJÖRGUNARSVEITIN DAGRENNING | BJÖRGUNARSVEIT LANDEYJA | BJÖRGUNARSVEITIN BRÓÐURHÖNDIN BJÖRGUNARSVEITIN VÍKVERJI | UNGLINGADEILDIN ÝMIR

VÍK

Lögreglan á suðurlandi

Kveðjur Húskarlar ehf Fagardalsbleikja ehf Mýrdalshreppur Björg ehf söluskáli Þakgil, Mýrdalshreppur

SKAFTÁRHREPPUR/KIRKJUBÆJARKLAUSTUR

BJÖRGUNARSVEITIN KYNDILL KBKL. | BJÖRGUNARSVEITIN LÍFGJÖF | BJÖRGUNARSVEITIN STJARNAN

Lögreglan á suðurlandi

Kveðjur Tjaldstæðið Kirkjubæjarklaustri Dalshöfði gistiheimili, Kirkjubæjarklaustri

VESTMANNAEYJAR

BJÖRGUNARFÉLAG VESTMANNAEYJA | SLYSAVARNADEILDIN EYKYNDILL | UNGLINGADEILDIN EYJAR

ÞÓR ehf

vélaverkstæði

Lögreglan Í VESTMANNAEYJUM

Ísinn ehf Grétar Þórinsson, pípulagningamaður Áhaldaleigan ehf Bergur-Huginn ehf Búhamar ehf Langa ehf Slökkvitækjaþjónusta Vestmannaeyja

FRÁR - VE

Kveðjur Gúmmíbátaþjónusta Vestmannaeyja Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar Geisli Raftækjavinnustofa Vestmannaeyjum Kranabílaþjónustan ehf Fiskvinnslan Narfi ehf Gröfuþjónusta Brinks ehf Bíla -og vélaverkstæði Harðar og Matta ehf


Skipholti 50c 105 Reykjavík

S: 414 4444 F: 414 4455

info@bsiaislandi.is bsiaislandi.is

Logo / merki PANTONE

PANTONE Process Black C

PANTONE 485 C

CMYK%

Cyan = 0 / Magenta = 0 / Yellow = 0 / Black = 100

Cyan = 0 / Magenta = 100 / Yellow = 100 / Black = 0

GRÁSKALI

Black = 100%

Black = 40%

Til hamingju með farsælt starf í SVART/HVÍTT

90 ár

Slysavarnafélagið Landsbjörg Black = 100%


Þakkir fyrir öruggari sjósókn í 90 ár Um leið og við óskum Slysavarnafélaginu Landsbjörg til hamingju með farsælt starf í 90 ár færum við björgunarsveitum og slysavarnardeildum um land allt þakkir fyrir gott samstarf. sfs.is



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.