Farsælt starf í 90 ár MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2018
AFMÆLISBLAÐ SLYSAVARNAFÉLAGSINS LANDSBJARGAR
2 SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG 90 ÁRA
2 9 . J A N ÚA R 2 0 1 8 M Á N U DAG U R
Sérþekking björgunarsveita hefur nýst lögreglu á ögurstundu Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu
Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur um áraraðir verið einn mikilvægasti samstarfsaðili lögreglunnar í landinu. Brýnustu sameiginlegu verkefni okkar eru að sjálfsögðu björgunarstarf undir hatti almannavarnaskipulagsins en leit að fólki, skipulag og öryggisgæsla á bæjarhátíðum og stuðningur við ýmis verkefni koma fljótt í hugann. Það er sama hvaða dagur er eða hvenær dags, fjöldi sjálfboðaliða er ávallt reiðubúinn til að einhenda sér í þau verkefni sem þeim eru falin. Það er mikill mannauður sem starfar í björgunarsveitunum og lögreglan hefur fengið að njóta ýmiss konar sérþekkingar á ögurstundu sem annars væri lítt aðgengileg. Fagmennska, jákvæðni, ósérhlífni og dugnaður eru þau orð sem í hugann koma þegar ég hugsa um Slysavarnafélagið Landsbjörg, hvort sem um er að ræða veðurham og aðgerðir honum tengdar í samstarfi við lögregluna a Vestfjörðum, gerð viðbragðsáætlana og flugatvik í samstarfi við lögregluna á Suðurnesjum eða víðtæka leit að fólki og björgunarstörf í umdæmi lögreglunnar á höfuð-
„Fagmennska, jákvæðni, ósérhlífni og dugnaður eru þau orð sem í hugann koma þegar ég hugsa um Slysavarnafélagið Landsbjörg.“
Liðsmenn björgunarsveita eru ávallt til taks.
Með samstöðu og samvinnu eflist hver og einn og samfélagið allt Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands
borgarsvæðinu. Ný aðgerðastjórnstöð í Skógarhlíð fyrir viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu, sem stofnuð var fyrir rúmu ári, hefur einungis styrkt samstarfið og við njótum loks góðrar aðstöðu fyrir öll verkefni.
Fyrir hönd lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu færi ég ykkur öllum sem starfið undir merkjum Landsbjargar okkar bestu þakkir fyrir samstarfið til þessa og við hlökkum til áframhaldandi samvinnu.
Á þessum tímamótum færi ég Slysavarnafélaginu Landsbjörg heillaóskir og þakkir fyrir fórnfúst þjóðþrifastarf í áranna rás. Nú eru níutíu ár frá því að Slysavarnafélag Íslands var stofnað, forveri Landsbjargar. Ætíð hafa liðsmenn björgunarsveita verið boðnir og búnir að hjálpa nauðstöddum.
Mikilvægur þáttur
Fólk hefur lagt fram krafta sína í baráttu við náttúruöflin og verið til taks að nóttu sem degi, allan ársins hring. Þeir sem vinna á vegum Landsbjargar, konur og karlar, ungir sem aldnir, styrkja jafnframt eigið þrek og eigin hug. Ég hvet alla til að leggja Slysavarnafélaginu Landsbjörg lið á þann hátt sem hver og einn kýs. Með samstöðu og samvinnu eflist hver og einn, og samfélag okkar um leið.
í almannavarnakerfi Íslands Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur í níutíu ár sinnt leit og björgun. Sérkenni og grunnur björgunarsveitanna er hið óeigingjarna sjálfboðastarf sem yfir 10 þúsund félagsmenn inna af hendi.
Landsmenn hafa mætt fjáröflun björgunarsveitanna með mikilli velvild og þannig lagt sitt af mörkum til að styrkja stoðir sveitanna. Þannig tengjast björgunarsveitirnar beint þeim sem þær eru settar á stofn til að hjálpa í neyð.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra
Björgunarsveitirnar eru ómissandi í íslensku samfélagi. Þúsundir sjálfboðaliða um allt land eru ávallt reiðubúnar að standa upp frá sínum daglegu störfum og ganga út í erfiðar aðstæður eða válynd veður til að koma löndum sínum og útlendingum í neyð til aðstoðar. Starf björgunarsveitanna er dæmigert einstaklingsframtak. Það hófst fyrst fyrir um níutíu árum og hefur verið mikilvægur þáttur í almannavarnakerfi Íslands síðan og verður áfram. Björgunarsveitirnar gegna lykilhlutverki við leit og björgun í samvinnu við lögreglu, landhelgisgæslu og aðra viðbragðsaðila hér á landi og hefur samvinna þessara aðila reynst góð Útgefandi: 365 miðlar
Nýr þjónustusamningur kveður á um 147 milljóna króna fjárframlag ríkisins til Landsbjargar.
og okkur öllum til gagns. Sérkenni og grunnur björgunarsveitanna er hið óeigingjarna sjálfboðastarf sem yfir 10 þúsund félagsmenn inna af hendi þegar þörfin kallar. Sveitirnar fjármagna
Ábyrgðarmaður: Slysavarnafélagið Landsbjörg
sig með ýmsum hætti eins og með flugeldasölu, sölu á Neyðarkallinum og með styrktarmannakerfinu Bakverðinum. Landsmenn hafa mætt fjáröflun björgunarsveitanna með mikilli velvild og þannig lagt
sitt af mörkum til að styrkja stoðir sveitanna. Þannig tengjast björgunarsveitirnar beint þeim sem þær eru settar á stofn til að hjálpa í neyð. Það er að mínu mati mikilvægt að rjúfa ekki þessi tengsl.
Stjórnvöld hafa líka leitað til björgunarsveitanna. Í mörg ár hefur verið í gildi þjónustusamningur ríkisins við landssamtök þeirra, Slysavarnafélagið Landsbjörg. Nú stendur fyrir dyrum að endurnýja hann með samningi sem gildir til ársins 2020 og kveður á um 147 milljóna króna fjárframlag ríkisins til Landsbjargar. Því til viðbótar er um 33 milljóna króna framlag til viðhalds á björgunarskipum Landsbjargar en samtökin reka 13 björgunarskip umhverfis landið í samráði við Landhelgisgæsluna. Björgunarskipin eru lykileiningar þegar kemur að leit og björgun á sjó í nánd við landið. Ég vona að samstarfið við Slysavarnafélagið Landsbjörg verði jafngott til framtíðar og ég óska því og björgunarsveitunum öllum velfarnaðar í störfum þeirra á þessum tímamótum. Veffang: Visir.is
M Á N U DAG U R
SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG 90 ÁRA 3
2 9 . J A N ÚA R 2 0 1 8
Styrkur félagsins er fólkið
Slysavarnafélagið Landsbjörg er 90 ára í dag. Tíð sjóslys leiddu til stofnunar þess en hlutverkin hafa breyst og þróast í takt við samfélagið síðan. Í dag er félagið öflugt og nýtur mikils trausts.
Í
dag, á 90 ára afmæli Slysavarnafélagsins Landsbjargar, er full ástæða til að líta yfir sögu og þróun félagsins, sem hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum í gegnum tíðina og áunnið sér traust almennings.
Hófst með vitundarvakningu
„Forsögu Slysavarnafélagsins Landsbjargar má rekja til stofnunar Slysvarnafélags Íslands, sem var stofnað með formlegum hætti 29. janúar 1928. Aðdragandinn var langur og þörfin var fyrst og fremst vegna allra sjóslysanna sem urðu þessum tíma,“ segir Smári Sigurðsson, formaður félagsins. „Þetta byrjar með vitundarvakningu vegna þeirra, en tíu árum fyrr, haustið 1918, var fyrsta björgunarsveitin stofnuð í Vestmannaeyjum og má segja að þar með hafi saga skipulegs björgunarstarfs hafist á Íslandi. Slysavarnafélagið Landsbjörg skiptist annars vegar í björgunarsveitirnar sem fara í útköll þegar eitthvað hefur gerst og hins vegar í slysavarnadeildir sem sinna fyrst og fremst forvörnum,“ segir Smári. „Á fyrri tíma voru slysavarnadeildirnar fyrst og fremst mannaðar konum og þær höfðu öll spjót úti til að safna peningum til forvarnastarfsins en einnig til kaupa á búnaði til björgunarstarfa, s.s. línubyssum, fatnaði, slöngubátum og hvaðeina. Einnig höfðu slysavarnadeildirnar forgöngu um kaup á björgunarskútum og fjármögnuðu jafnvel byggingu sundlauga og sundkennslu. Þannig að hlutur kvenna í stofnun og framgangi þessa félags er mjög mikill og mikilvægur. Fyrstu árin snerust verkefnin aðallega um bjarganir tengdar sjóferðum,“ segir Smári. „Síðan breyttist félagið í takt við þjóðfélagið. Slysum á sjó fækkaði og þegar leið á öldina fóru björgunarsveitirnar að sinna ýmsum öðrum verkefnum meðfram eiginlegum leitar- og björgunarstörfum s.s. sjúkragæslu á mannamótum og fleira. Félagið hefur einnig haft forgöngu um ýmis þjóðþrifamál tengd slysavörnum og má þar af nokkrum nefna stofnun Tilkynningaskyldu íslenskra skipa, Umferðarráð, sundkennslu, slysavarnir ferðamanna og svo framvegis. Eitt stærsta slysavarnaverkefni félagsins er þó Slysavarnaskóli sjómanna en með
Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, er ánægður með stöðu félagsins í dag. MYND/JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
stofnun hans var grettistaki lyft varðandi öryggisfræðslu sjómanna og teljum við okkur eiga mikinn þátt í þeim einstaka árangri að nú sé hægt að vitna til fjögurra ára þar sem engin banaslys hafa orðið á hafinu í kring um Ísland en það eru árin 2008, 2011, 2014 og 2017. Þessi árangur hefur vakið mikla athygli og hefði sennilega einhvern tímann þótt óraunhæf draumsýn.“
Safnanir og sameining
„Félagið gerði mikið til að safna fyrir og hvetja til kaupa á fyrstu björgunarþyrlunni til landsins,“ segir Smári. „Áherslan á að kenna skyndihjálp og mennta björgunarsveitarmenn jókst líka með árunum. Í kringum 1960 voru svo keypt almennileg björgunarskip. Landssamband flugbjörgunarsveita og Landssamband hjálparsveita skáta sameinuðust í félagið Landsbjörg árið 1991 en árið 1999 sameinuðum við Landsbjörg og Slysavarnafélag Íslands og þar með varð Slysavarnafélagið Landsbjörg til eins og við þekkjum félagið í dag,“ segir Smári. „Það var mjög merkilegur og mikilvægur áfangi sem jók skilvirknina mikið. Síðan þá hefur félagið verið gríðarlega stórt og öflugt. Eftir aldamótin 2000 var farið í heilmikið átak til að sjá til þess að það væru til björgunarskip allt í kringum landið,“ segir Smári. „Þá voru keypt 13 skip sem eru enn í rekstri en kominn er tími á að endurnýja. Það er mikið og metnaðarfullt verkefni félagsins næsta áratuginn. Núna snúast verkefnin aðallega
Það eru um 4.000 manns á útkallsskrá björgunarsveitanna og um það bil 10.000 meðlimir í félaginu í heild.
um náttúruhamfarir, veðrið, samgöngur og leit að fólki,“ segir Smári. „En mikilvægi félagsins er ekkert minna en það var áður, þótt eðli verkefna hafi sumpart breyst, og félagið er drifið áfram af sömu hugsjón og brautryðjendurnir lögðu upp með fyrir 90 árum. Félagið nýtur gríðarlegs trausts í samfélaginu en við verðum líka að vera minnug þess á hverjum degi að það traust og sú sterka ímynd sem félagið nýtur er ekki keypt heldur hefur verið byggð upp af hugsjónafólki í 90 ár.“
Erfitt en mannbætandi starf
„Erfiðustu verkefnin eru að koma að alvarlegum slysum. Þeim verkefnum hefur fjölgað síðustu ár, þar á meðal verkefnum sem tengjast umferðarslysum,“ segir Smári. „Svo hafa líka komið upp mjög tæknilega krefjandi verkefni tengd björgunum. En sem betur fer er skemmtilegt, mannbætandi og gefandi að vera hluti af þessum samtökum, sem eru náttúrulega mögnuð,“ segir Smári. „Við tökum líka þátt í fjölmörgum skemmtilegum verkefnum þar sem við erum í snertingu við fólk og mannlífið. Styrkur félagsins er fólkið, hugsjónin og skipulagið og hjá okkur er hægt að finna þversnið af þjóðfélaginu og alls kyns kunn-
áttu. Þessi fjölbreytileiki er mikill styrkur. Það eru um 4.000 manns á útkallsskrá björgunarsveitanna,“ segir Smári. „En það eru um það bil 10.000 meðlimir í félaginu í heild. Félagsmenn leggja sitt af mörkum til félagsins með ómældum tíma, ýmist í æfingar, útköll eða fjáraflanir. Það er ekki ofsagt að á bak við hverja klukkustund í útkalli liggi að lágmarki 12 klukkustundir sem varið hefur verið í fjáraflanir, menntun, þjálfun, æfingar og umhirðu tækjabúnaðar. Þannig að tíminn er kannski það mikilvægasta sem við gefum af okkur. En við veljum þetta hlutverk og erum stolt af því.“
Ýmsar leiðir til fjáröflunar
„Flugeldasalan er mjög stór partur af tekjuöflun björgunarsveitanna,“ segir Smári. „Við vildum gjarnan að við þyrftum ekki að fjármagna meirihlutann af rekstri björgunarsveitanna með þessum hætti, en við fylgjum öllum settum reglum og höfum ekki fundið aðrar leiðir ennþá til að fjármagna þetta, þótt ég vildi að svo væri. Þrátt fyrir það er flugeldasalan ekki eina fjáröflunarleiðin og nú höfum við byggt Bakvarðasveitina okkar upp á síðastliðnum fjórum árum, en hún samanstendur af einstaklingum og
fyrirtækjum sem styðja við bakið á starfsemi félagsins með mánaðarlegum framlögum. Félagar í Bakvarðasveitinni, sem við köllum stærstu björgunarsveitina, eru nú rúmlega 16 þúsund manns og þeim fer fjölgandi. Síðan seljum við Neyðarkallinn og björgunarsveitirnar eru með alls konar aðrar fjáraflanir í sinni heimabyggð. Við erum líka hluthafar í Íslandsspilum í félagi við Rauða krossinn á Íslandi og SÁÁ og fáum tekjur af þeirri starfsemi,“ segi Smári.
Stendur styrkum fótum
„Staða félagsins er mjög sterk í dag,“ bætir Smári við. „Við njótum trausts og velvildar í samfélaginu, mikilvægi félagsins hefur ekkert minnkað og okkur gengur vel að fá nýtt fólk til liðs við okkur, þrátt fyrir að nýliðar þurfi að fara í gegnum tveggja ára prógramm til að komast í björgunarsveit. Fram undan er að halda áfram þessu góða starfi og að endurnýja björgunarskipin, sem er stórt og mikið verkefni sem við ráðum ekki við ein,“ segir Smári. „En þjóðin stendur vel við bakið á okkur og veit hvað við þurfum að gera. Það er svo okkar sem félagið skipum að vera áfram traustsins verð og halda hugsjóninni á lofti.“
BAKVARÐASVEITIN
Vill gefa til baka
Ómetanlegt starf
Kristín Ármannsdóttir bakvörður Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Kristján Sverrisson bakvörður Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Ég gerðist bakvörður í kjölfar slyss. Ég fótbrotnaði á Fimmvörðuhálsi í ágúst 2016 og kalla þurfti björgunarsveitir út frá Fljótshlíð, Hellu og Hvolsvelli. Alls lögðu 40 manns af stað til að bjarga mér. Mér fannst þetta svo mikil fyrirhöfn mín vegna. Björgunarsveitafólkið hafði rifið sig af stað frá fjölskyldum sínum og hafði ferðast í einn og hálfan tíma þegar ljóst varð að þyrlan gat sótt mig en það hafði verið tvísýnt að hún gæti lent. En þegar það kom í ljós gat fólkið snúið við. Ég varð ákveðin í að reyna einhvern veginn að borga til baka, þó ég geri það aldrei til fulls en mér fannst að það minnsta sem ég gæti gert væri að gerast bakvörður.
Slysavarnafélagið Landsbjörg vinnur ómetanlegt starf, í öllum veðrum, en fær að mínu mati ekki nægilegan fjárstuðning frá ríkinu. Þess vegna gerðist ég bakvörður, maður vill leggja sitt af mörkum. Öll framlög halda starfinu gangandi og maður veit að þetta skiptir máli. Sem bakvörður fæ ég reglulega tölvupóst með fréttum af starfinu og finn að mitt framlag skiptir máli. Einnig kaupi ég eingöngu flugelda af björgunarsveitum. Það er lítið mál að gerast bakvörður. Ég læt einfaldlega taka fasta upphæð af greiðslukorti.
Vilt þú verða félagi í stærstu björgunarsveit landsins? Stuðningur Bakvarðasveitar Slysavarnafélagsins Landsbjargar er einn af hornsteinum félagsins. Sem félagi í Bakvarðasveitinni leggur þú þitt af mörkum til að tryggja öryggi og bjarga mannslífum. Sendu tölvupóst á bakvardasveit@landsbjorg.is eða skoðaðu vefsíðuna okkar www.landsbjorg.is/bakvordur til að gerast bakvörður.
Stiklað á stóru í 90 ára sögu. Hér er upptalning nokkurra merkra viðburða, aðgerða og áfanga í sögu Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Björgunarfélag Vestmannaeyja stofnað. Fyrstu skipulögðu félagssamtökin á sviði björgunar og slysavarna á Íslandi. Málaflokkurinn þokast enn áfram, einkum með komu björgunar- og varðskipsins Þórs til Vestmannaeyja 1920.
Félagið fékk þyrlu „helikofter flugvél“ tímabundið til landsins í því skyni að reyna notagildi hennar.
„Margur drukknar nærri landi af því að hvergi eru til björgunarbátar eða önnur björgunartæki. Við verðum að leita skynsamlegra úrræða“. Guðmundur Björnsson landlæknir í fyrirlestri sem olli straumhvörfum.
1906
1912
Togarinn Jón forseti ferst við Stafnes í febrúarlok og með honum 15 manns. 10 komast lífs af. Þetta slys varð hvati þess að félagið eignaðist sinn fyrsta sérhæfða björgunarbát.
1918
1928
1928
1929
Fluglínutæki notuð til björgunar í fyrsta skipti hér á landi þann 24. mars þegar franski togarinn Cap Fagnet strandaði við bæinn Hraun austan Grindavíkur.
1930
1931
Björgunarskútan Sæbjörg kemur til landsins 20. febrúar. Sæbjörg var fyrsta sérsmíðaða björgunarskip félagsins.
1932
1938
1947
Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík stofnuð í kjölfar Geysisslyssins.
1949
1950
1950
Fyrsta kvennadeildin stofnuð í Reykjavík.
Slysavarnafélag Íslands stofnað 29. janúar.
Hörmulegt sjóslys við Viðey er kútterinn Ingvar ferst 7. apríl með 20 manna áhöfn fyrir augum Reykvíkinga. Umræðan um aðgerðir í björgunarmálum fer á flug.
Fimm manns bjargað af Vatnajökli eftir 6 daga dvöl á jöklinum í kjölfar brotlendingar flugvélarinnar Geysis á Bárðarbungu 14. september.
Hjálparsveit skáta í Reykjavík stofnuð í kjölfar verkefna skáta á Alþingishátíðinni 1930. Tólf skipbrotsmönnum bjargað þegar togarinn Dhoon strandar 12. desember undir Látrabjargi. Þetta er talin ein fræknasta björgun hér á landi. Félagið fékk Óskar Gíslason kvikmyndagerðarmann til að gera heimildarmynd um björgunina. Sú mynd var byggð m.a. á raunverulegum, kvikmyndatökum frá björgun togarans Sargon, 1948.
Björgunarbáturinn Þorsteinn keyptur frá The Royal Navy Life-boat Institution og er staðsettur í Sandgerði.
Landssamband hjálparsveita skáta og Landssamband flugbjörgunarsveita sameinast í Landsbjörg - landssamband björgunarsveita.
Snjóflóð fellur á Flateyri við Önundarfjörð 26. október. Víðtækar björgunaraðgerðir en erfiðleikar vegna veðurs og sjólags valda vanda í samgöngum og hamla björgunarstarfi í upphafi. 20 manns farast.
Tveir stórir jarðskjálftar ríða yfir Suðurland, 17. og 21. júní. Mælast þeir 6,5 og 6,6 á Richterskala.
Umfangsmiklar björgunaraðgerðir úr lofti og landi þegar flutningaskipið Víkartindur strandar 5. mars skammt austan Þjórsárósa.
Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg sameinast í ein heildarsamtök þann 2. október.
Mannskætt sjóslys er Eldhamar GK strandar í brotsjó við Grindavík. Fimm skipverjar farast en einn kemst lífs af.
1991
1991
1995
1995
1995
1996
1997
1998
1999
2000
2000
2004
Þýsk einkaflugvél með tveimur mönnum ferst við Hornafjörð. Mikil leit gerð að vélinni. Neyðarlínan. Samræmd neyðarsímsvörun hefst 1. janúar.
Flugvélin TF-ELS ferst á Tröllahálsi í Eyjarfirði. Þrír látast. Mannskætt snjóflóð fellur 16. janúar við Súðavík við Álftafjörð. Á fjórða hundrað björgunarsveitarmanna auk annarra viðbragðsaðila tekur þátt í björgunaraðgerðum við afar erfið veðurskilyrði og aðstæður.
Togarinn Baldvin Þorsteinsson EA 10 strandar í Skarðsfjöru. Mannbjörg. Hekla gýs 26. febrúar og fór fjöldi fólks að skoða gosið. Eftir að færð spilltist seinnipart dags hófust umfangsmiklar björgunaraðgerðir í ófærð þegar bílar festust bæði á Hellisheiði og í Þrengslum.
Björgunarsveitir hefja flugeldasölu í fjáröflunarskyni.
Botnvörpungurinn Elliði sekkur út af Jökuldjúpi. Mannbjörg.
Slysavarnaskóli sjómanna stofnaður. Mannskæð snjóflóð falla á Neskaupsstað þann 20. desember.
L.H.S
Landsamband hjálparsveita skáta og Landsamband flugbjörgunarsveita stofnuð.
Breska risaolíuskipið Clam strandar 26. febrúar. 27 farast en 23 er bjargað með fluglínutækjum.
1950
1955
1962
1968
1968
1971
Belgíski togarinn Pelagus strandar við Vestmannaeyjar. Sex skipverjar bjargast en fjórir láta lífið, þarf af tveir björgunarmenn.
1973
1974
1981
1982
1983
1985
1986
Tilkynningaskylda íslenskra skipa stofnuð.
Snjó- og aurflóð falla á Patreksfirði þann 22. janúar.
Umfangsmikil og víðtæk leit er flugvélin TF-ROM brotlendir 27. maí við Holtavörðuheiði. Fjórir farast.
Þann 31. mars strandar togarinn Jón Baldvinsson á Reykjanesi og allri áhöfn hans bjargað eða 42 mönnum. Stærsta björgun hér á landi sem framkvæmd hefur verið með fluglínutækjum.
Umfangsmiklar og erfiðar leitar- og björgunaraðgerðir í apríl þegar flugvélin TF-ORM ferst í Ljósufjöllum á leið sinni frá Ísafirði til Reykjavíkur.
23. janúar hefst eldgos í Eyjum og þar með mesta björgunaraðgerð Íslendinga, fyrr og síðar.
Afar flókin og erfið leit í júníbyrjun að tveimur konum við Bleiksárgljúfur á Suðurlandi. Meðal annars voru notaðir drónar við leitina.
Ný og glæsileg björgunarmiðstöð vígð í Skógarhlíð í Reykjavík 26. mars.
Tveir falla 24 metra niður í sprungu á Langjökli. Tæknilega erfið aðgerð. Einn ferst en öðrum bjargað. Mikill mannskapur tók þátt í umfangsmikilli leit í janúar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi.
Rússneska flutningaskipið Wilson Muuga strandar við Hvalsnes á Reykjanesi. Skipverjar bjargast, en danskur björgunarmaður ferst.
2004
2006
2006
2008
Mörg og fjölbreytt verkefni vegna ófærðar um allt land í janúar.
Gos hefst á Fimmvörðuhálsi 21. mars og í Eyjafjallajökli að morgni 14. apríl. Mjög fjölbreytt og umfangsmikið verkefni.
2010
2010
2010
2011
2014
2016
2017
2017
2018
Jeppi fellur í sprungu á Hofsjökli. Gífurlega erfið og flókin björgun á 30 metra dýpi. Einum bjargað og einn lést.
Flókið og erfitt björgunarstarf er maður lést eftir fall undir íshellu í Landmannalaugum. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin fer 14. janúar til Haítí til þátttöku í alþjóðlegum björgunaraðgerðum vegna jarðskjálftanna sem þar urðu. Sveitin var fyrst björgunarsveita á vettvang. Stór jarðskjálfti ríður yfir Suðurland þann 29. maí.
Eldgos hefst í ágúst í Holuhrauni, 10 km. norðan Vatnajökuls.
Rúta með 46 manns valt á þjóðvegi 1 og lenti utan vegar í Eldhrauni vestan Kirkjubæjarklausturs 27. desember. 300 manns komu að umfangsmiklum björgunaraðgerðum. 2 létust og allmargir slösuðust.
6 SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG 90 ÁRA
2 9 . J A N ÚA R 2 0 1 8 M Á N U DAG U R
Hver einstaklingur
skiptir máli
Sævar Logi Ólafsson, sagnfræðingur og skjalavörður, er nánast alinn upp í björgunarsveit. Hann hefur ekki tölu á hversu mörgum útköllum hann hefur sinnt en segir verkefnin fjölbreytt og lærdómsrík.
S
ævar Logi Ólafsson er formaður Hjálparsveitar skáta í Hveragerði. „Ég byrjaði í skátunum um leið og ég hafði aldur til. Þegar ég varð eldri var það nánast sjálfkrafa þróun að fara yfir í unglingadeild hjálparsveitarinnar og varð ég fullgildur félagi 18 ára. Foreldrar mínir og eldri bróðir voru í sveitinni svo þetta var eðlilegt skref fyrir mig,“ segir hann um tildrög þess að hann hóf þátttöku sem sjálfboðaliði. „Ég hef ekki tölu á hversu mörgum útköllum ég hef sinnt en þau skipta hundruðum. Sum útköll eru sérlega minnisstæð. Fyrsta endurlífgunin sem ég kom að rennur mér t.d. seint úr minni. Sem betur fer lendum við þó ekki oft í þeim aðstæðum að þurfa að endurlífga fólk,“ segir Sævar en hann hefur ótal sinnum tekið þátt í leit að fólki og nokkrum sinnum komið að erfiðum slysum. Eftir slíka reynslu
Fyrsta endurlífgunin sem ég kom að rennur mér seint úr minni. skiptir félagastuðningurinn miklu máli. „Við fáum líka aðstoð fagfólks til að vinna úr erfiðum útköllum,“ segir hann.
Fær fullan stuðning
Þegar Sævar er spurður hvort þátttaka í björgunarsveitarstarfi hafi áhrif á daglegt líf hans segir hann svo vera og það felist aðallega í því að hann þurfi oft að rjúka út í tíma og ótíma. „Það getur verið erfitt fyrir fjölskylduna þegar öll plön breytast með stuttum fyrirvara en konan mín hefur fullan skilning á því. Ég er skjalavörður hjá Héraðsskjalasafni Árnesinga og mæti einn-
ig miklum skilningi í vinnunni, sem ég er þakklátur fyrir. Ég fæ að fara þegar ég verð að fara,“ segir Sævar sem er menntaður sagnfræðingur með meistaragráðu í framhaldsskólakennslu.
Fjallamennska og fjölbreytt verkefni
Undanfarin ár hefur hann verið í hópi undanfara og sérhæft sig í fjallamennsku og fjallabjörgun. „Við stofnuðum hóp undanfara hér fyrir austan fjall, þvert á björgunarsveitir, og ég var í forsvari fyrir þann hóp þar til nýlega þegar ég tók við sem formaður Hjálparsveitar skáta í Hveragerði. Björgunarsveitin sinnir ótrúlega fjölbreyttum verkefnum. Hellisheiðin hefur leikið stórt hlutverk í starfinu og við höfum farið í ófá útköll upp á heiðina að bjarga fólki úr bílum vegna veðurs. Þeim hefur þó fækkað eftir að Vegagerðin fór að loka heiðinni fyrr vegna
Fyrsti fundurinn kveikti áhugann
Sævar þarf stundum að breyta plönum með stuttum fyrirvara en hann nýtur til þess stuðnings fjölskyldunnar og vinnuveitanda. „Ég fæ að fara þegar ég verð að fara,“ segir hann.
veðurs. Hins vegar hefur útköllum í Reykjadal fjölgað eftir að ferðamenn uppgötvuðu staðinn. Þangað höfum við farið í mörg útköll til leitar eða björgunar,“ upplýsir Sævar. „Í fámennum björgunar-
sveitum skiptir hver einstaklingur miklu máli. Hver og einn þarf að geta gengið í öll verk og bjargað sér í þeim aðstæðum sem geta komið upp og hafa breiða þekkingu á því sem þarf að gera.“
Steinar Guðlaugsson er nýliði hjá Björgunarsveitinni Ársæli. Hann fór á kynningarfund hjá sveitinni aðeins 13 ára gamall og eftir það varð ekki aftur snúið.
S
teinar Guðlaugsson er enginn venjulegur 18 ára nemi við Verslunarskóla Íslands. Hann starfar af miklum krafti innan björgunarsveitanna og hefur tekið þátt í unglingastarfinu í fimm ár, þar af undanfarið ár sem umsjónarmaður. „Ég var ekki nema sex ára þegar ég sá frétt í sjónvarpinu sem tengdist starfi björgunarsveitanna og sagði að þetta langaði mig að gera þegar ég yrði stór. Það var svo mamma sem benti mér á að björgunarsveitin Ársæll væri með kynningarfund úti á Granda, sem ég fór á og sé ekki eftir því. Starfið í unglingadeildinni er það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævi minni. Þetta er frábært starf og einstaklega góður félagsskapur,“ segir Steinar.
Rústabjörgun í Rússlandi
Í unglingastarfinu gefst tækifæri til að ferðast um landið og öðlast innsýn í hvernig ber að varast þær hættur sem íslensk náttúra býr yfir. Eftir fyrsta árið tók Steinar þátt í áskorun sem var samstarfsverkefni Slysavarnafélagsins, Bandalags íslenskra skáta og írskra skáta. Gengið var frá Úlfljótsvatni og upp á Hellisheiði og segir Steinar það hafa verið mjög lærdómsríkt. „Næsta verkefni var æfing í rústabjörgun í Rússlandi árið 2015.
Um 50 björgunarsveitir um landið eru með unglingastarf.
Við undirbjuggum okkur vel hér heima, lærðum grunnatriði í rústabjörgun og fyrstu hjálp. Verkefnið í Rússlandi var mjög stórt í sniðum og fólst í að bjarga fólki úr flaki flugvélar, lestar og þyrlu við mjög raunverulegar aðstæður. Ég lærði ótrúlega margt í þessari ferð. Við sem fórum saman út erum nánir vinir í dag og höfum haldið hópinn,“ segir Steinar.
Ég var ekki nema sex ára þegar ég sá frétt í sjónvarpinu sem tengdist starfi björgunarsveitanna og sagði að þetta langaði mig að gera þegar ég yrði stór.
„Starfið í unglingadeildinni er það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævi minni. Þetta er frábært starf og einstaklega góður félagsskapur,“ segir Steinar.
Öflugt unglingastarf
Markmið unglingadeildarstarfs björgunarsveitanna er að þjálfa upp björgunar- og slysavarnafólk framtíðarinnar. Það er gert með kynningum eða námskeiðum í leitartækni, fyrstu hjálp, almennri ferðamennsku, rötun, notkun áttavita, kortalestri og fleiru. „Mér fannst svo gaman í unglingastarfinu að mig langaði að hjálpa
öðrum krökkum að upplifa það sama. Allt sem ég hef lært í gegnum starfið með björgunarsveitinni er hagnýtt og mun koma mér vel um alla framtíð og ekki síður í daglegu lífi, t.d. allt sem ég kann í fyrstu hjálp. Ég hef líka lært gríðarlega mikið í fjallamennsku, eins og hvernig á að haga sér á fjöllum, búa sig undir fjallaferðir, lesa á áttavita og fleira spennandi,“ segir Steinar.
M Á N U DAG U R
SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG 90 ÁRA 7
2 9 . J A N ÚA R 2 0 1 8
Alltaf pláss fyrir nýja félaga
Slysavarnadeildir landsins vinna óeigingjarnt starf við slysavarnir til sjós og lands. Fæstum er kunnugt um verkefni sjálfboðaliðanna sem gera tilveru almennings öruggari á svo marga lund.
M
ig langaði að taka samfélagslega ábyrgð og gera meira en að borga mánaðarlega upphæð til góðgerðarmála,“ segir Svanfríður Anna Lárusdóttir um tilurð þess að hún skráði sig í Slysavarnadeildina í Reykjavík fyrir nokkrum árum og seinna gerðist hún einnig félagi í björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi. „Áður hafði ég búið í sjávarplássi úti á landi þar sem sjórinn tók sinn toll og séð hvað starf Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ótrúlega mikilvægt. Sem Íslendingur fann ég líka þörf til að taka til í eigin ranni, frekar en að borga með barni í Afríku, þótt ég geri það nú líka,“ segir hún og hlær. Svanfríður situr í stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hún segir verkefnin gefandi og félagsskapinn góðan. „Það sem er einstakt við Slysavarnafélagið Landsbjörg er að þar starfar fólk á öllum aldri. Elstu konurnar í slysavarnadeildinni eru um nírætt, hafa tekið þátt í starfinu frá fermingu og koma enn að smyrja flatkökur. Við finnum því verkefni fyrir alla og hvert einasta handtak skiptir máli.“ Á landsvísu starfa 33 slysavarnadeildir að mismunandi verkefnum eftir því hver þörfin er í nærsamfélaginu. Ungbarnagjafir með bæklingi fyrir nýja foreldra, reykskynjarar fyrir fermingarbörn, björgunarvesti á bryggjur,
Svanfríður Anna Lárusdóttir er í stjórn Landsbjargar.
bæjaryfirvöldum er bent á hættur á opnum leiksvæðum og svo mætti lengi telja. „Slysavarnadeildirnar vinna einnig saman á landsvísu og verkefnin eru mörg,“ segir Svanfríður. „Við tökum meðal annars þátt í landsverkefninu Vertu snjall undir stýri, gefum árlega endurskinsmerki í grunn- og framhaldsskóla og gefum öryggisvesti í leikskóla landsins í samstarfi við 112 og fleiri fyrirtæki með nokkurra ára millibili. Þá förum við í árvissar heimsóknir til eldri borgara, sem við köllum Glöggt er gests augað, og ræðum við þá um slysavarnir.“
MYND/ANTON BRINK
Metta mörg hundruð munna
Verkefni slysavarnadeilda landsins eru ekki á allra vitorði þrátt fyrir að vera órjúfanlegur hluti af starfi björgunarsveitanna. „Slysavarnadeildin í Reykjavík, eins og fleiri deildir, er oft kölluð út þegar um stærri útköll er að ræða til að sinna matarþörf björgunarfólks. Þá eldum við og sendum frá okkur mat til 250 sjálfboðaliða sem standa í flugeldasölu á milli jóla og nýárs, og það er sjálfboðaliðavinna frá morgni til kvölds, björgunarsveitunum að kostnaðarlausu. Á Menningarnótt höfum við undanfarin ár staðið vaktina frá morgni
fram á nótt og gefið lögreglu og öðrum viðbragðsaðilum heita súpu og tilheyrandi veitingar,“ upplýsir Svanfríður. Slysavarnadeildir landsins eru sömuleiðis duglegar við fjáraflanir, hvort sem það er flugeldasala, sala á Neyðarkallinum eða aðrar fjáraflanir sem styðja við umfangsmikinn rekstur björgunarsveitanna. „Við komum víða við og undanfarin fjögur sumur hafa félagar úr okkar röðum tekið þátt í hálendisvakt björgunarsveitanna. Þar sinna félagarnir slysavörnum og leiðbeina ferðamönnum, og leggja þannig sitt af mörkum við slysavarnir ferðamanna þó að við látum svo þjálfað björgunarsveitafólk um erfiðari verkefnin á fjöllum.“
Vantar fleiri í Landsbjörg
Slysavarnadeildir landsins hafa undanfarin misseri styrkt starf sitt með ráðstefnuhaldi sem gefið hefur góða raun. „Árangurinn er mjög góður,“ segir Svanfríður. „Eftir ráðstefnuna Slysavarnir 2017, sem haldin var í október síðastliðnum, settum við saman vinnuhóp frá nokkrum hagsmunaaðilum með það að markmiði að halda á lofti nauðsyn þess að frekari fókus verði settur á slysaskráningu. Við höfum séð á ráðstefnum ytra að það vantar mikið upp á ítarlegri úrvinnslu á skráningu og þótt slys í flokknum slys á heimilum og í frístundum,
Launin eru þakklæti
svo dæmi sé tekið, séu skráð er erfitt að átta sig á um hvers konar slys er að ræða. Til að mynda sjáum við ekki hversu mörg börn komast í eiturefni á heimilum, detta á hjólum, á skíðum eða slasa sig í sumarbústöðum. Við leggjum því áherslu á að skráningarnar verði ítarlegri því brýnt er að við getum sinnt slysavörnum sem best og þannig komið í veg fyrir fleiri slys.“ Í vinnslu er vefurinn slysavarnir. is. „Þar leggjum við áherslu á slysavarnir á heimili og í frístundum og er hugmyndin að vefurinn verði öflug upplýsingaveita um það hvernig hægt er að koma í veg fyrir slys og hvað ber að gera ef þau ber að höndum,“ upplýsir Svanfríður. Að lokum minnir Svanfríður á að það sé alltaf pláss fyrir nýja og góða félaga á öllum aldri. „Við köllum því til almennings að skrá sig sem félaga og hjá mörgum sveitum og deildum eru einnig starfandi unglingadeildir. Slysavarnadeildin í Reykjavík og björgunarsveitin Ársæll deila húsnæði í Gróubúð á Grandagarði og þar er starfandi unglingadeild. Unglingar frá sextán ára aldri geta skráð sig á haustin og svo valið hvort þeir fara í björgunarsveit eða slysavarnadeild átján ára. Sá skóli er frábær leið til forvarna, unglingarnir læra um ferðamennsku og björgunarstörf og taka þátt í slysavarnaverkefnum.“
Reynir Arnórsson á Djúpavogi hefur í 40 ár staðið vaktina sem slysavarnamaður og björgunarsveitarmaður. Hann segir jólamatinn geta beðið ef fólk er í nauðum á aðfangadagskvöld.
É
g átta mig ekki á því hvað það var sem dró mig í slysavarnastörfin en kannski var ástæðan sú að ég var sjálfur dálítill glanni sem krakki og slysavarnir urðu mér mikið áhugamál þegar ég var sjálfur farinn að ala upp börn,“ segir Reynir sem gekk til liðs við slysavarnadeildina á Djúpavogi árið 1978 en deildin var stofnuð árið 1940 af kraftmiklum hugsjónakonum þar í bæ. „Á landsvísu voru slysavarnadeildirnar stofnaðar af konum sem settu á fót björgunarsveitir til að fara á stjá ef voða bar að höndum. Slysavarnadeildirnar hafa allar götur síðan verið öflugur styrkur björgunarsveitanna, bæði hvað varðar fjáraflanir og þegar útköll eiga sér stað.“ Margt hafi breyst á þeim fjörutíu árum sem Reynir hefur starfað við slysavarnir. „Á upphafsárunum var aðallega hugað að sjómönnum og rekinn áróður fyrir því hvernig standa ætti að slysavörnum til sjós og lands. Í dag eru verkefnin orðin víðtækari. Við gerum bílbeltakannanir, fylgjumst með hjálmanotkun barna og skoðum öryggisaðstæður í nærumhverfinu til að sjá hvar slysahættur liggja. Slysavarnir eru í raun slysaeftirlit og nokkrum sinnum yfir árið er gengið um bæjarfélagið til að koma úrbótum á framfæri þar sem hætturnar finnast og liggja.“
Mjúk ábending virkar betur
Slysavarnadeildin á Djúpavogi var brautryðjandi í kaupum reiðhjólahjálma handa grunnskólabörnum en síðastliðin ár hafa Kiwanis-
klúbbarnir tekið við keflinu og gefið hjálma í samstarfi við Eimskip. „Við afhendingu hjálmanna héldum við reiðhjóladag og sýndum börnunum hvernig nota ætti hjálmana og ræddum við þau um slys og slysagildrur. Við hvetjum foreldrana líka til að nota hjálma til að gefa börnunum gott fordæmi. Það er slæmt að ekki fáist í gegn að allir séu skyldugir til að nota hjálm á reiðhjóli, rétt eins og að allir eiga að nota öryggisbelti í bílum. Í starfi mínu sem umferðarfulltrúi Austurlands vissi ég um slys þar sem fullorðin kona datt á hjóli og lenti í óafturkræfum skaða vegna þess að hún var ekki með hjálm,“ segir Reynir sem kveðst ekki mundu þora að hjóla hjálmlaus um Djúpavog. „Bæði öryggisins vegna en líka vegna þess að krakkarnir kalla þá á eftir mér. Ég kalla reyndar líka í þau og hrósa þeim sem nota hjálma. Sú hvatning skiptir þau máli og hefur jákvæð áhrif.“ Slysavarnadeildirnar standa líka fyrir verkdögum þar sem fylgst er með því fyrir utan leik- og grunnskóla hvort foreldrar komi með börn sín í öryggisbúnaði. „Á Djúpavogi eru fáar götur en við erum fljót að láta í okkur heyra ef hraðakstur á sér stað í bænum okkar. Hér voru til dæmis sett upp skilti af mæðrum sem báðu ökumenn að fara gætilega því í götunum byggju mörg börn. Ég held að svo mjúkar ábendingar nái betur til fólks en steyttur hnefi.“
Einn meðal fjörutíu kvenna Eitt skemmtilegasta tímabilið í slysavarnadeildinni segir Reynir
Reynir Arnórsson í Björgunarsveitinni Báru á Djúpavogi. MYND/INGI RAGNARSSON
hafa verið þegar hann einn karla fékk að sitja kvennaráðstefnu slysavarnakvenna á Eiðum og kynntist þar því mikilvæga starfi sem þær sinna. „Þá voru konurnar gallharðar á því að engir karlar fengju að mæta en ég var svo heppinn, sem einn af upphafsmönnum ráðstefnanna, að fá að mæta þangað einn með fjörutíu hressum og kátum konum. Þær komu alls staðar að og spurðu hver aðra frétta úr sínum deildum. Ein svaraði því til að þær hefðu gert ósköp lítið en þegar betur var að gáð kom í ljós að deildin hafði verið með beltakönnun, hjálmaskoðun og leiðbeiningar um slysavarnir. Þessar duglegu konur berja sér aldrei á brjóst þótt þær vinni stórkostlegt starf utan síns vinnutíma og ég spurði hreinlega hvernig stæði á því að þær gerðu lítið úr starfi sínu sem við hin njótum góðs af og erum öruggari þar sem við förum
um,“ segir Reynir um óeigingjarnt og hljótt sjálfboðastarf slysavarnakvenna. Reynir hefur nú dregið sig hægt og rólega út úr björgunarsveitinni og hugar meira að slysavörnum. „Slysavarnadeildirnar fara ekki um og biðja fólk að gæta sín á þröskuldum heldur leita uppi slysagildrur. Margt verður á vegi okkar yfir árið og eftirfylgni um úrbætur er mikil. Víða um land hafa slysavarnadeildir og björgunarsveitir keypt saman björgunarvesti, sem komið hefur verið fyrir á bryggjum í áberandi skáp. Þessi vesti geta börn tekið og sett á sig þegar þau fara á bryggjuna, til dæmis til að veiða.“
Gefur mikið að bjarga fólki
Í fjörutíu ára starfi í björgunarsveit og slysavörnum á Djúpavogi hefur Reyni ekki leiðst eitt augnablik. „Það hefur verið gefandi og skemmtilegt að vinna með einstöku
fólki sem vill láta gott af sér leiða og er umhugað um náungann. Fjölskyldan hefur líka sýnt þessu starfi mikinn skilning. Við konan eigum sex uppkomin börn og heima hefur aldrei verið kvartað þótt ég hafi þurft að hlaupa frá borðhaldi á aðfangadagskvöld til að hjálpa fólki í nauðum. Ein jólin kom útkall vegna bíls sem lenti utan vegar í hríðarbyl í Berufirði en engin slys urðu á fólki. Spyr þá dóttir mín hvort ég ætli nú samt ekki að borða jólamatinn. Nei, svaraði ég, maturinn bíður eftir mér en fólkið verður ekki látið bíða eftir björguninni. Mér er sama hver á í hlut, ef einhverjum líður illa og er í miklum vanda get ég borðað þegar ég kem heim,“ segir Reynir, og launin eru þakklæti. „Það að bjarga manneskju gefur mikið en björgunarsveitar- og slysavarnafólk nærist á þakklætinu. Því er mikilsvert að því sé þakkað fyrir björgunarstörfin.“ Reynir segir ótrúlegt hvað margt ferðafólk taki áhættu og haldi áfram upp fjallvegi þótt lokað sé með slá og blikkandi ljósum og skiltum sem útskýra á mörgum tungumálum að vegurinn sé ófær og lokaður. „Ég er hissa á að fólk þori að láta reyna á þetta því ég er ekki kjarkmeiri maður en svo að væri ég í útlöndum við veg sem væri lokaður í myrkri og snjó, mundi ég ekki þora að halda áfram. Við þurfum að vera mun grimmari í lokunum og hálkuvörnum og koma skilaboðum strax í snjalltæki ferðafólks svo að það fari rétta leið. Það er sú slysavörn sem ég vil að fái framgang sem fyrst.“
Öflugt öryggisnet um allt land. Björgunar-, slysavarna- og unglingadeildir Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru staðsettar hringinn í kringum landið og mynda þannig þétt öryggisnet.
27
snjóflóða-, víðavangsog sporhundar
23.019
er fjöldi björgunarfólks á útkallsskrá
tóku þátt í námskeiðum Björgunarskólans 2013-2017
10.000 eru skráðir félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg
25.000 flugeldagleraugu eru gefin börnum árlega
632
eru virkir í slysavarnadeildum félagsins
800.000 ferðamenn heimsóttu vefsíðuna safetravel.is á síðasta ári
1.200-1.800 er fjöldi útkalla sem björgunarsveitirnar fara í árlega
50.000
nemendur hafa sótt Slysavarnaskóla sjómanna frá upphafi
20.000
ferðamenn nýttu sér ferðaáætlanir Safetravel á síðasta ári
430.000 ferðamenn fengu afhent prentað fræðsluefni frá Safetravel á síðasta ári
4.548
3.357
nemendur sóttu Slysavarnaskóla sjómanna á síðasta ári
70
bjarganir á sjó eru unnar árlega
13
stór björgunarskip
2.500
endurskinsmerki hafa slysavarnadeildir gefið börnum árlega
24
3.000
leitardrónar
manns hefur verið bjargað úr sjávarháska frá stofnun félagsins
210
námskeið eru haldin af Slysavarnaskóla sjómanna á hverju ári
25 snjóbílar
989
eru starfandi í unglingadeildum
2008
var fyrsta árið frá upphafi sem ekki varð banaslys á sjó
832
björgunarmenn tóku þátt í fjölmennustu aðgerðinni á síðasta ári
93
Björgunarsveitir
33
Slysavarnadeildir
54
Unglingadeildir
3-5
útköll eru að meðaltali á hverjum degi
421
er fjöldi námskeiða Björgunarskólans á síðasta ári
104
136 700
starfsmenn í ferðaþjónustu hafa sótt öryggisnámskeið Safetravel
vélsleðar
227
sérbúnir jeppar og bílar
9.000
endurskinsvesti eru afhent leikskóla- og grunnskólabörnum árlega af slysavarnadeildum
36
er meðalaldur björgunarsveitarfólks
4.000
harðbotna- og slöngubátar
ferðamönnum var liðsinnt harðbotnaog á hálendisvakt félagsins síðasta sumar slöngubátar
Björgunarskip Slysavarnaskóli sjómanna
10 SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG 90 ÁRA
2 9 . J A N ÚA R 2 0 1 8 M Á N U DAG U R
Óskaplega gefandi starf
Þegar Anna Lyck Filbert hóf störf sem sjálfboðaliði hjá björgunarsveitinni Kili fann hún að hún gat gert meira gagn. Hún sótti ýmis námskeið og sinnir nú fjölbreyttum verkefnum fyrir sveitina.
A
nna Lyck Filbert hefur starfað sem sjálfboðaliði hjá björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi frá árinu 2002 en þá var sveitin endurvakin eftir nokkurra ára dvala. Hún segir að sig hafi vantað smá tilbreytingu í líf sitt sem heimavinnandi húsmóðir á sínum tíma en þau hjónin eiga fimm börn. „Ég reiknaði með að geta liðsinnt með því t.d. að hella upp á kaffi, aðstoða við fjáraflanir og fleira. Fljótlega fann ég að ég gat gert meira gagn og tók því ýmis námskeið og kynnti mér starfið sem mér fannst bæði göfugt, fjölbreytt og spennandi.“ Hún segir að á þeim tíma hafi ekki verið algengt að byrja í slíku starfi á gamals aldri en henni var strax afskaplega vel tekið. „Eitt leiddi af öðru og í dag hrærist ég mikið í þessum heimi sem er orðinn stór hluti af lífi mínu. Þótt starfið geti verið mjög krefjandi er það líka afskaplega gefandi og ég reikna með að halda áfram í björgunarsveitarstarfi með einum eða öðrum hætti, meðan ég geri gagn og hef ánægju af.“
„Eitt leiddi af öðru og í dag hrærist ég mikið í þessum heimi sem er orðinn stór hluti af lífi mínu. Þótt starfið geti verið mjög krefjandi er það líka afskaplega gefandi,“ segir Anna Lyck Filbert.
Helstu verkefni eru leitir á landi og sjó, óveður og ófærð, bráðaveikindi og slys.
Nýtist í starfinu
Anna segist hafa verið heppin með að fjölmörg námskeið sem voru og eru í boði vöktu áhuga hennar og hafa nýst í starfinu. „Eftir grunnnámskeið finna flestir hvar þeirra áhugasvið liggur og geta sótt sér frekari menntun. Hjá mér hefur það verið fyrsta hjálp, sjóbjörgun, leitartækni og aðgerðamál. Mikil þjálfun hlýst af því að taka þátt í aðgerðum og umgangast aðra viðbragðsaðila.“ Í dag starfar hún bæði með eigin
björgunarsveit og með svæðisstjórn í aðgerðamálum og því eru verkefnin mjög fjölbreytt. „Ég fer til skiptis á vettvang eða get verið í stjórnstöð á meðan á útkalli stendur. Helstu verkefni eru leitir á landi og sjó, óveður og ófærð, bráðaveikindi og slys en á því sviði er björgunarsveitin mín með samstarfssamning við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Einnig er stór hluti starfsins innra starf,
þar sem við sinnum slysavörnum, fjáröflunum, viðhaldi á búnaði, fundum o.fl.“
Mikill skilningur
Eins og fyrr segir eiga þau hjónin fimm börn en Anna hóf að starfa sem sjálfboðaliði þegar yngsta barnið var fimm ára. „Maki minn og börn hafa ávallt haft skilning á þessu brölti mínu og haldið heimilinu gangandi, þegar ég hef stokkið í burtu. Án þeirra stuðnings og baklandsins heima hefði ég aldrei getað enst svona lengi. Elstu börnin tvö hafa um tíma verið virk í björgunarsveitarstarfi með mér og maðurinn minn sér um heimasíðu sveitarinnar svo þetta hefur í mörg ár verið partur af heimilislífinu.“
Öryggismál eitt af mikilvægustu verkefnum ferðaþjónustunnar
V
efsíðan Safetravel er rekin af Slysavarnafélaginu Landsbjörg og er hluti af stærra verkefni sem einfaldlega kallast Safetravel. Þar taka höndum saman opinberar stofnanir, ferðaþjónustuaðilar og fyrirtæki sem hafa það að markmiði að bæta forvarnir og minnka slys í ferðamennsku og ferðaþjónustu hér á landi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir hér frá aðkomu ráðuneytisins að verkefninu. Hvert er mikilvægi Safetravel? „Reynsla, fagmennska og metnaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ómetanleg auðlind fyrir Íslendinga í mörgu tilliti. Það birtist meðal annars í Safetravelverkefninu. Öryggismál eru eitt af mikilvægustu viðfangsefnum ferðaþjónustunnar og Safetravel gegnir að mínu mati gríðarlega mikilvægu hlutverki Þórdís Kolbrún hvað það varðar. Reykfjörð Þess vegna var Gylfadóttir, það eitt af mínum ráðherra fyrstu embættisferðamála verkum sem nýr ráðherra, fyrir u.þ.b. einu ári, að auka stuðning ráðuneytis ferðamála við verkefnið.“ Samstarf ráðuneytisins og undirstofnana við Safetravel hefur verið mikið síðustu árin, hvernig horfir ráðherra á mikilvægi þess?
Rauði þráðurinn í Safetravel-verkefninu er upplýsingar og fræðsla.
Safetravelappið í símanum.
„Ef eitthvert eitt orð einkennir þá nálgun sem þarf að beita á málefni ferðaþjónustunnar þá er það „samstarf“. Við höfum bætt okkur í því á undanförnum árum en viljum gera enn betur og það á við um Safetravel eins og önnur verkefni, en samstarfið þar hefur verið einkar gott.“ Rauði þráðurinn í Safetravel verk-
efninu eru upplýsingar og fræðsla, er ætíð nauðsyn á slíku? „Já, og þörfin fer vaxandi. Bæði vegna þess að við fáum í auknum mæli gesti frá ólíkum menningarheimum og einnig vegna þess að þeir koma í auknum mæli um vetur, þegar aðstæður eru viðsjárverðar og framandi mörgum gestum okkar. Tæknilegar lausnir geta ábyggilega auðveldað okkur verkefnið en sjálf þörfin fyrir upplýsingar og fræðslu mun ábyggilega vaxa frekar en minnka.“ Hvernig sér ráðherra framtíðina varðandi samstarf ráðuneytisins við Safetravel? „Ég vænti þess að við eigum áfram gott samstarf hér eftir sem hingað til. Eins og ég sagði áðan er þekking og fagmennska Landsbjargar ómetanleg auðlind. Við viljum freista þess að njóta áfram góðs af henni og frekar treysta og efla það samstarf heldur en hitt.“
Dugnaður, fórnfýsi og fagmennska Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri
Í Slysavarnafélaginu Landsbjörg koma saman nokkrir þættir sem Íslendingar geta verið stoltir af; vilji til góðra verka og fórnfýsi, fagmennska og skilvirkt skipulag, dugnaður og frjálst framtak. Enginn þarf að efast um hvern hug Íslendingar bera til björgunarsveitanna sem saman starfa undir merki Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þjóðin er þakklát þeim þúsundum sjálfboðaliða sem sinna leit og björgun, á sjó jafnt sem landi, oftar en ekki við mjög krefjandi aðstæður. Sem ríkislögreglustjóri undirritaði ég fyrir hönd embættisins samning við Slysavarnafélagið Landsbjörg og Rauða kross Íslands árið 2012. Sá samningur er mikilvægur þar sem kveðið er á um hlutverk þessara félaga í heildarskipulagi hjálparliðs vegna almannavarna á hættuog neyðartímum. Ákvæði þessa samnings skilgreina m.a. tengsl stjórnskipulags Slysvarnafélagsins
Landsbjargar við skipulag almannavarna vegna aðgerða á hættu- og neyðartímum. Samningurinn markaði þáttaskil í samstarfi embættis ríkislögreglustjóra og þessara tveggja félaga. Hann hefur reynst réttnefnt gæfuspor rétt eins og sú ákvörðun að sameina Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg, landssamband björgunarsveita, árið 1999. Framsýni mótaði þá ákvörðun alla. Lögreglan í landinu og björgunarsveitirnar eiga með sér gefandi og farsælt samstarf. Frá sjónarhóli lögreglunnar er það ómetanlegt að geta leitað til þeirra fórnfúsu kvenna og karla sem jafnan hlýða kallinu samstundis þegar þörf krefur. Ljóst er að án þessara fjölmennu sveita sjálfboðaliða væri skipulag almannavarna ekki eins öflugt og raun ber vitni. Ég vona að náin samvinna lögreglunnar og Slysavarnafélagsins Landsbjargar vari um ókomin ár þannig að þjóðin fái áfram notið þess aukna öryggis sem er og verður markmið þessa samstarfs.
Lögreglan og björgunarsveitirnar eiga með sér farsælt samstarf
M Á N U DAG U R
2 9 . J A N ÚA R 2 0 1 8
Skólinn var bylting í öryggismálum
SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG 90 ÁRA 11
Slysavarnaskóli sjómanna tók til starfa árið 1985. Markmið skólans er að efla öryggisfræðslu sjómanna. Fræðslan uppfyllir íslenskar og alþjóðlegar kröfur um þjálfun sjómanna. Skólinn hefur gjörbreytt öryggismálum sjómanna.
G
unnar Tómasson er formaður skólanefndar Slysavarnaskólans. Hann starfaði upphaflega sem formaður björgunarsveitarinnar í Grindavík og sat í stjórn Slysavarnafélagsins. Gunnar hefur rekið útgerðarfyrirtæki í Grindavík og öryggismál sjómanna hafa alltaf verið honum hugleikin. Gunnar er meðal þeirra sem tóku þátt í að stofna Slysavarnaskóla sjómanna árið 1985 og mótuðu hann í upphafi. „Eftir að lög voru samþykkt um öryggismál sjómanna árið 1991 var ákvæði um að skólinn þyrfti að hafa starfandi skólanefnd sem skipuð væri hagsmunaaðilum, það er sjómannasamtökunum og Slysavarnafélaginu, sem ég er fulltrúi fyrir,“ segir hann. „Þegar skólinn var settur á fót varð bylting í öryggismálum sjómanna. Fjöldi námskeiða er í boði á hverju ári og tækninni fleygir sífellt fram í öryggisbúnaði skipa. „Sjómenn þurfa að fara á öryggisfræðslunámskeið á fimm ára fresti og hafa þeir verið ákaflega ánægðir með námskeiðin,“ segir Gunnar.
Löng saga björgunarsveita
Þegar Gunnar rifjar upp söguna bendir hann á að þegar Slysavarnafélagið var stofnað árið 1928 var engin skipulögð öryggisfræðsla eða björgunarstarf fyrir sjómenn. Félagið réð til sín erindreka sem fóru um landið til að þjálfa björgunarsveitirnar í meðferð björgunartækja. Einnig héldu þeir
varðar allan björgunar- og öryggisbúnað.
Fræðsla og þjálfun skipta máli
Gunnar fyrir utan Slysavarnaskólann í Reykjavíkurhöfn. MYND/ANTON BRINK
fundi með sjómönnum til að ræða öryggismál,“ útskýrir hann. „Það má reyndar skoða söguna frá árinu 1888 til 1892 þegar séra Oddur V. Gíslason fékk styrk frá Alþingi til þess að ferðast um landið og ræða öryggismál sjómanna. Hann hvatti sjómenn til að læra sundtökin og kenndi þeim á þau öryggistæki sem voru til á þeim tíma. Sjálfur hafði hann kynnst þessum búnaði á ferð sinni erlendis. Það má því segja að Oddur hafi verið brauðryðjandi á þessu sviði. Hann stofnaði bjargráðanefndir víða um land. Þær tóku á ýmsum öryggismálum og hvöttu sjómenn að læra að synda. Einnig börðust þær fyrir betri lendingarstöðum fyrir árabáta sem þá voru notaðir og settu upp innsiglingavörður til að merkja
siglingaleiðir. Þegar Oddur flutti síðan til Kanada, eins og margir Íslendingar, lögðust nefndirnar fljótlega niður,“ greinir Gunnar frá. „Jón E. Bergsveinsson erindreki Slysavarnafélagsins ferðaðist síðan um landið eftir að Slysavarnafélagið var stofnað og fetaði þar í fótspor Odds með því að stofna slysavarnadeildir um landið, sem sinntu slysavarna- og björgunarstarfi á sínu landsvæði. Ætli það hafi ekki verið upp úr 1945 sem sérstakar björgunarsveitir voru stofnaðar innan slysavarnadeildanna. Almenningur um allt land ákvað að standa vel að öryggis- og björgunarstarfi á sjó og landi. Það var upphafið að björgunarsveitum eins og þær starfa í dag,“ segir Gunnar og bendir á að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan hvað
Námskeið til fyrirmyndar Jónas Jóhannsson, skipstjóri á Geir ÞH frá Þórshöfn, hefur reglulega nýtt sér Slysavarnaskóla sjómanna ásamt áhöfn sinni. Jónas er gríðarlega ánægður með skólann.
J
ónas segir að reynslan af Slysavarnaskólanum sé gríðarlega góð. „Hugsunarháttur skipverja breyttist mikið eftir námskeiðið. Áður en við fórum í skólann gerðum við okkur ekki eins vel grein fyrir öllum þeim hættum sem eru um borð en nú erum við meðvitaðri um þær,“ segir hann. „Ég finn það vel þegar við erum komnir út á sjó að fræðslan og þjálfunin hefur áhrif á alla skipverja. Við lærum alls kyns reglur um notkun á björgunarbátum, til dæmis hvernig á að snúa þeim við, einnig um það þegar menn eru hífðir upp í þyrlu. Mannskapurinn er saman í þjálfun sem er mjög gott. Ef þannig aðstæður sköpuðust, sem maður vonar að gerist ekki, þá eru menn að minnsta kosti undir það búnir,“ segir Jónas og bætir við að sem betur fer hafi þeir verið heppnir á Geir ÞH. „Hitt er annað mál að þjálfun og fræðsla er mjög mikilvæg fyrir sjómenn. Til dæmis varðandi eldvarnir, reykköfunartæki og fleira. Maður gerir sér ekki grein fyrir því hvað eldhættan er víða fyrr en á námskeiðinu og rétt viðbrögð
Jónas skipstjóri við hlið Geirs ÞH sem liggur við bryggju á Þórshöfn.
geta skipt sköpum. Það eru margar aðrar hættur um borð sem þarf að varast, skyndihjálpin er mikilvæg, til dæmis endurlífgun eða viðbrögð við alvarlegum veikindum. Við erum með hjartastuðtæki og förum vel yfir öll slík öryggistæki. Sömuleiðis er kennd notkun á flotgöllum og öllum björgunarbúnaði,“ segir Jónas en áhöfnin á Geir ÞH fer fimmta hvert ár á námskeið hjá Slysavarnaskólanum. „Áhöfnin fór síðast í desember og fékk þá einkanámskeið í tvo daga.
Í upphafi eru námskeiðin í fimm daga en síðan í tvo daga á fimm ára fresti. Einnig hafa þeir komið hingað og haldið námskeið um borð hjá okkur. Það var mjög gott að vera í eigin umhverfi. Þessi námskeið eru til fyrirmyndar.“ Jónas var að vinna að viðhaldi bátsins heima á Þórshöfn þegar við ræddum við hann, en næsti veiðitúr er áætlaður 1. febrúar. Geir ÞH er gerður út á dragnót og net. Átta manns starfa um borð og veiðar eru að mestu stundaðar við Norður- og Austurland.
Allt frá stofnun Slysavarnafélagsins til ársins 1985 fóru erindrekar félagsins um landið til að fara yfir öryggisbúnað sjómanna og funduðu með þeim um öryggismál um borð. Síðan var Slysavarnaskóli sjómanna stofnaður 1985 og árangurinn hefur sannarlega komið í ljós, fræðslan og þjálfunin hefur skipt sjómenn öllu máli. Ef vel er að verki staðið fara hlutirnir vel,“ segir Gunnar. „Því miður verða enn slys um borð en þeim hefur líka sem betur fer fækkað. Árvekni sjómanna úti á sjó má þakka það. Svo má ekki gleyma þyrlum og björgunarskipum sem hafa sinnt björgunarmálum með frábærum árangri. Fjölmargir aðilar hafa stuðlað að verulega auknu öryggi sjómanna eins og t.d. Samgöngustofa, Landhelgisgæslan og Rannsóknarnefnd sjóslysa. Varðskipinu Þór var fyrst breytt í björgunarskóla fyrir Slysavarnaskólann en hann sigldi umhverfis landið með námskeið. Árið 1998 fékk skólinn Akraborgina til umráða og þá varð aðstaðan mun betri en áður. „Akraborgin, sem í dag heitir Sæbjörg, er enn í notkun, en hún er ekki með fullt haffæri í dag svo skólinn er staðsettur í höfninni í Reykjavík. Við viljum gjarnan fá betri stað undir skólann og það er alltaf í skoðun,“ segir Gunnar.
Skipin eru komin til ára sinna.
Komið að endurnýjun skipaflotans Otti Rafn Sigmarsson
stjórnarmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar Í skipaflota Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru 13 skip. Skipin voru keypt á árunum 1998-2008 og voru þá orðin 25-30 ára gömul. Þetta eru góð skip og vel viðhaldið en þau elstu eru orðin fertug og komið er að endurnýjun. Í dag er einnig aukin krafa um lægri rekstrarkostnað, meiri ganghraða, þægilegri aðbúnað fyrir áhöfn og fleira. Gert er ráð fyrir að endurnýjunarferlið muni taka um áratug. Þetta er kostnaðarsamt og mikið verkefni og er fjármögnun ekki farin af stað. Horft er til skipasmíðastöðva bæði erlendis og innanlands og allir möguleikar skoðaðir. Best væri að geta framleitt skipin hér á landi, klæðskerasniðin að þörfum björgunarsveitanna.
Endurnýjun flotans verður kostnaðarsamt og viðamikið verk.
Náið samstarf við björgunarsveitir Georg Lárusson
forstjóri Landhelgisgæslunnar „Landhelgisgæsla Íslands sinnir öryggisgæslu og björgun á hafi úti,“ segir í fyrstu grein laga um Landhelgisgæsluna og segir það sitt um hver séu mikilvægustu verkefni stofnunarinnar. Það er hins vegar erfitt að ímynda sér hvernig hún gæti sinnt þessu hlutverki án samstarfs við björgunarsveitir um allt land. Saga Landhelgisgæslunnar og Slysavarnavarnafélagsins Landsbjargar er raunar því sem næst samofin. Landhelgisgæslan var stofnuð 1926 en Slysavarnafélag Íslands 1928 og allar götur síðan hefur samvinnan þarna á milli verið bæði gjöful og gæfurík. Þótt Landhelgisgæslan búi yfir öflugum skipum og loftförum kemur ekkert í staðinn fyrir þéttriðið net vel þjálfaðra björgunarsveita hringinn í kringum landið enda er tíminn einn mikilvægasti þátturinn þegar kemur að leit og björgun. Því eru það oftar en ekki björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem eru fyrstar á vettvang þegar sjófarendur lenda í háska. Björgunarsveitirnar gegna því lykilhlutverki í viðbúnaði Landhelgisgæslunnar vegna leitar og björgunar á sjó. Samstarf Landhelgisgæslunnar og Slysavarnafélagsins Landsbjargar nær raunar yfir mun fleiri svið. Landhelgisgæslan er til
Gjöful og gæfurík samvinna.
dæmis stolt af því að taka þátt í starfi Slysavarnaskóla sjómanna, sem á svo veigamikinn þátt í að sjóslysum hefur fækkað jafn mikið hér við land eins og raun ber vitni. Og þegar kemur að leit og björgun á landi hafa þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitirnar ávallt unnið saman eins og einn hugur og ein hönd. Við óskum Slysavarnafélaginu Landsbjörg til hamingju með stórafmælið og þökkum kærlega fyrir níutíu ára ánægjulega samfylgd.
Sterk saman Við erum stolt af samstarfi okkar við Slysavarnafélagið Landsbjörg og teljum mikilvægt að það hafi öfluga bakhjarla í sínu starfi. Við óskum félaginu til hamingju með 90 ára mikilvægt starf fyrir land og þjóð.
Aðalstyrktaraðilar Slysavarnafélagsins Landsbjargar