Stefna Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2016-2019

Page 1

Forysta

Stefna

|

Fagmennska

SlysavarnafĂŠlagsins Landsbjargar 2016-2019

|

Samvinna


Hér gefur að líta stefnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar fyrir tímabilið 2016-2019. Við mótun hennar var lagt kapp á að virkja félagsmenn og starfsmenn til þátttöku og leitað var álits hagsmunaaðila og sérfræðinga. Stefnan tekur mið af gildandi stefnu félagsins, niðurstöðum fjölda funda og vandlegri rýni stjórnar félagsins. Hún tekur einnig mið af lögum og reglugerðum sem lúta að starfseminni, samningum við opinbera aðila og öðrum skuldbindingum. Þá var álits leitað hjá ýmsum hagsmunaðilum, forsvarsmönnum stofnana og sérfræðingum við vinnuna. Stefnumótunarvinnan var unnin í nokkrum áföngum á tímabilinu mars 2015 - maí 2016. Við verkið var kappkostað að fá fram sem flest sjónarmið sem flestra félagsmanna. Niðurstöðunum var safnað saman og þær flokkaðar. Vinnuferlið hefur tryggt að stjórn og félagsmenn þekkja nú vel þær mismunandi skoðanir sem uppi eru innan félagsins. Allt var tekið til skoðunar og öllu haldið til haga. Sérstökum álitamálum var stillt upp í formi róttækra tillagna, bæði til að kalla eftir umræðu og til að kanna hversu langt félagsmenn og stjórn, í umboði þeirra, kysu að ganga. Margt var rætt og í mörgum tilfellum þurfti stjórn að gera málamiðlanir hvað varðar orðalag og leita færis að sætta ólík sjónarmið. Markmiðið var að taka tillit til skoðana allra, taka tillit til þarfa sem flestra og skilgreina skynsamlegar lausnir sem stuðla að grósku í starfi félagsins. Það er trú okkar að niðurstaðan endurspegli vel þann sameiginlega metnað sem einkennir starf Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Nóvember 2016


Við erum... Vel skipulögð heildarsamtök sjálfstæðra slysavarnadeilda og björgunarsveita. Samheldinn hópur sjálfboðaliða sem vill auka öryggi og aðstoða fólk í neyð. Samfélag sem býr yfir reynslu, þekkingu, búnaði og hæfni til að annast slysavarnir, leit og björgun á láði og legi. Viðbragðsaðili sem býr yfir yfirburða reynslu á sviði aðgerðastjórnunar og þekkingarmiðlunar á sviði slysavarna-, leitar- og björgunarstarfa. Samstarfsaðili fyrirtækja, félagasamtaka, sveitarfélaga og íslenska ríkisins varðandi almannaheill, slysavarnir, leit og björgun. Félagasamtök sem byggja afkomu sína á sjálfsaflafé, styrkjum og stuðningi almennings, sveitarfélaga, fyrirtækja, stofnana og íslenska ríkisins.


Gildi Forysta Við erum leiðandi í slysavörnum, leit og björgun, bæði á sjó og landi.

Fagmennska Við störfum af metnaði og þekkingu að slysavörnum, leit og björgun.

Samvinna Við erum samtök sjálfstæðra slysavarnadeilda og björgunarsveita sem standa þétt saman í krefjandi verkefnum samfélaginu til heilla.


Hlutverk okkar er að... • Sinna slysavörnum og slysavarnafræðslu. • Sinna leit- og björgun fólks í neyð og í lífsháska, á sjó og landi. • Sinna verðmætabjörgun. • Afla og viðhalda þekkingu á slysavörnum, leit, björgun og ferðamennsku ásamt því að miðla henni á faglegan hátt bæði innan félagsins og utan þess. • Starfrækja öflugar slysavarnadeildir og björgunarsveitir um allt land með búnað og þekkingu til að sinna forvörnun, leit og björgun. • Þjálfa slysavarna-, leitar- og björgunarfólk og tryggja öryggi þess. • Tryggja að félagið hafi fjárhagslega getu til að rækja hlutverk sitt. • Byggja upp öflugt félagsstarf unglinga og slysavarnaog björgunarfólks. • Marka stefnu í slysavörnum og leitar- og björgunarmálum á Íslandi. • Annast rekstur björgunarskipa. • Reka Slysavarnaskóla sjómanna.


Framtíðarsýn 2019 • Félagið hefur skýrt hlutverk og frumkvæði þess í slysavörnum og leitar- og björgunarstörfum á Íslandi er ótvírætt og vel metið bæði innanlands sem utan. • Gróskumikið félagsstarf einkennir félagið, meiri nýliðun er meðal eininga og áhugi almennings á störfum þess hefur aukist. Öflugt unglingastarf er rekið innan vébanda félagsins. • Fagleg þekking innan félagsins á slysavörnum og leitar- og björgunarmálum hefur aukist og henni er markvisst miðlað bæði innan félags sem utan. • Öryggi félagsmanna við þjálfun og í aðgerðum hefur aukist. Einingar félagsins geta við venjubundnar aðstæður leyst staðbundin verkefni og eiga alltaf vísan stuðning annarra eininga félagsins. • Félagið leggur ríka áherslu á öflugar slysavarnir. • Félagið og einingar þess búa við fjárhagslegt öryggi og geta einbeitt sér að slysavarna-, leitar- og björgunarstörfum. • Félagið lýtur styrkri stjórn og höfuðstöðvar þess styðja dyggilega við starf eininganna og eru vettvangur þar sem félagsmenn finna sig heima. • Slysavarnaskóli sjómanna er áfram rekinn af félaginu.


Skýrt hlutverk

Sóknaráætlun 2016-2019

• Gert verði átak til að auka vitund almennings og hagsmunaaðila á ábyrgð sinni gagnvart sjálfboðaliðastarfsemi félagsins. • Félagið er leiðandi í að nýta bestu tækni til að koma upplýsingum um færð, veður, ástand vega og náttúruvá til ferðafólks. • Félagið hefur frumkvæði að því að taka þátt í almennri umræðu um málefni sem tengjast starfi SL á einn eða annan hátt. Þannig heyrist rödd okkar víðar, eftir okkur verður tekið og við getum haft skoðanamyndandi áhrif um málefni sem okkur varða.

Öflugt félagsstarf • Þeirri sýn miðlað innan félagsins að áhersla sé lögð á að byggja upp gott innra félagsstarf. • Einingar hvattar til að heimsækja hverjar aðra með það að markmiði að auka samvinnu sín á milli. • Staðbundnir sameiginlegir viðburðir haldnir reglulega með öðrum viðbragðsaðilum. • Slysavarnaþing haldið annað hvert ár með þátttöku hagsmunaaðila. • Einingar hvattar til að bjóða óvirkum félögum til þátttöku í störfum félagsins. • Útbúið leiðbeinandi fræðsluefni um hvernig best er að taka á móti nýliðum. • Einingar SL eru hvattar til að hlúa að unglingastarfi og starfrækja unglingadeildir.


Fagleg þekking • Upplýsingum um nýjustu tækni í slysavörnum, leit og björgun miðlað til félaga og eininga á samfélagsmiðlum. • Alþjóðlega ráðstefnan Björgun og Slysavarnaþing haldin til skiptis annað hvert ár. • Tryggt að allir félagsmenn fái tækifæri til að sækja námskeið björgunarskólans. • Gæði námskeiða björgunarskólans eru tryggð með fjölbreytilegum hópi góðra leiðbeinenda sem nota nútímalegar kennslu- og þjálfunaraðferðir. • Einingar leggi áherslu á samstarf við námskeið og æfingar til að efla faglega þekkingu sína. • Rannsóknarhugmyndir sem lúta að starfi félagsins eru kynntar á vef þess. • Gögn um slysavarna-, leitar- og björgunarþekkingu eru varðveitt á upplýsingsvæði félagsins á aðgengilegum vef. • Þekkingu um slysavarnir og ferðamennsku miðlað til ferðamanna í gegnum Safe Travel.

Mikið öryggi • Rit um viðbrögð við alvarlegri útköllum og áföllum er yfirfarið og uppfært og gert aðgengilegt félagsmönnum. • Tryggt að öryggisþættir fái sérstakt vægi í öllum námskeiðum Björgunarskólans. • Öryggisstefna SL kynnt öllum einingum. • Leiðtogar í starfi hvattir til að sækja námskeið í leiðtoga- og samskiptafærni. • Í útkallsverkefnum er gerð áhættugreining, öryggismat og öryggisfulltrúi tilnefndur. • Áhersla lögð á öryggi félagsmanna og almennings við meðferð flugelda.


Öflugar slysavarnir • Slysavarnadeildir hvattar til að sinna forvörnum, hver á sínu svæði. • Félagið vinnur kort sem sýnir þekkta staðbundna slysavá og birtir á vef sínum. • Safe Travel þróað áfram í samstarfi við hlutaðeigandi aðila og gert átak í að kynna safetravel.is og slysvarnir.

Fjárhagslegt öryggi • Skilvirkni og hagkvæmni einkenni allan rekstur og stjórnun félagsins. • Árlegri sölu neyðarkalls verði haldið áfram bæði til tekjuöflunar og til að auka á sýnileika á starfi félagsins. • Áfram haldið að þróa árangursríkar söluleiðir sem jafnframt stuðla að samheldni innan félagsins. • Gerð úttekt á því hvaða stuðning megi sækja til sveitarfélaga og fjölþjóðlegra stofnana. • Sett upp upplýsingagátt á veraldarvef fyrir tillögur og umræður um fjáröflunarleiðir fyrir einingar. • Bakvörðum fjölgað um a.m.k. 50%. • Hafa samband við óvirka félaga og þeim boðið að vera bakverðir félagsins. • Gerð úttekt á tryggingum ferðamanna og hlutaðeigandi aðilum bent á breyttar aðstæður vegna fjölgunar ferðamanna. • Fylgist náið með allri þróun sem haft getur áhrif á framtíðartekjur félagsins og eininga þess.


Styrk stjórn • Öllum erindum sem berast til félagsins sé svarað á þann veg að móttaka sé staðfest og upplýst um farveg. • Tryggt að miðstýring slái ekki á staðbundinn metnað og sjálfsprottin innbyrðis tengsl eininga. • Stjórn leggur áherslu á það í erindum sínum og fundum að allt starf SL skuli einkennast af opnu samtali og gangkvæmri virðingu. • Skráningarkerfi félagsins þróað áfram, félagatal gert skilvirkara og einingar hvattar til að nota kerfið. • Stjórn og nefndir skila fundargerðum inn á vefsvæði félagsins. Landsþingi verði faglega stjórnað og það þróað þannig að uppbyggilegt samtal um málefni félagsins fari þar fram. • Í aðdraganda Landsþings eru félagsmenn hvattir til að bjóða sig fram í samræmi við jafnréttisstefnu SL. • Gerð úttekt á framtíðarmöguleikum í húsnæðismálum aðalstöðva félagsins.


BAKVARÐASVEITIN

Ertu bakvörður? Þjóðin treystir björgunarsveitunum sem treysta á dýrmæta liðveislu bakvarðanna. Þeir leggja okkur lið með mánaðarlegum styrktargreiðslum. Þú getur lagt okkur lið og orðið félagi í Bakvarðasveitinni - stærstu björgunarsveit landsins. Skráðu þig á landsbjorg.is.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.