Reynsla Grunnskóli Sat í nemendaráði í 9. og 10. Bekk 3. bekkur Sat í 3. bekkjarráði Mætti á flesta viðburði N.F.V.Í. 4. bekkur Sat í 4. bekkjarráði þar sem við skipulögðum peysufatadaginn Meðlimur í nefndinni Demó þar sem við náðum að snúa standarnum á þeirri keppni við og náðum að fylla bláa sal með flottu showi en árinu áður hefðu 15 manns mætt á keppnina. Meðlimur í markaðssnefnd og fékk ég það hlutverk að vera tengiliður Skemmtinefndar ‘12-‘13 og hjálpaði þannig til við að fjármagna Vælið 2012 Útskrifaðist úr söngnámi í tónlistarskólanum Tónsölum Mætti á flesta viðburði N.F.V.Í. 5. bekkur Bekkjarformaður 5-D Meðlimur Skemmtinefndar ‘13-’14 Sýningarstjóri nemósýningarnar Með Allt Á Hreinu Mætti á flesta viðburði N.F.V.Í.
Ég tel það viðeigandi að byrja þessa grein á því þegar Þórunn Salka labbaði inn í viðtal fyrir Skemmtó fyrir hjartnæmu ári síðan. Það sem heillaði alla samstundis var hversu einlæg hún var og ekki skemmdi restin af kostunum hennar fyrir. Hún var hógvær, með fjölda góðra hugmynda og góð í mannlegum samskiptum. Til að gera langa sögu stutta þá var ekki spurning um annað en að þarna væri manneskja með eitthvað mikið fram að færa. Þórunn var fljót að stimpla sig inní nefndina sem mikilvægur meðlimur. Hún var alltaf mætt tímanlega þegar á henni var þörf, hún skilaði alltaf af sér öllum verkefnum uppá 101% og maður vissi alltaf hvar maður hafði hana. Það skipti ekki máli hvort hún væri undir mikilli pressu eða hvaðeina var á hana lagt, she got the job done. Sú reynsla sem ég hef fengið af Þórunni sem nefndarbróðir hennar gefur mér meira en fulla ástæðu til að sannfæra hvern og einn um að fáir gætu sinnt starfi formanns Skemmtinefndar betur en hún. Ég ætla fyrir hönd Skemmtinefndarinnar að þakka þér kærlega fyrir eitt ánægjulegasta samstarf sem ég hef verið í. Skemmtó 13’-14’ hefði ekki verið sama án þín og Skemmtó 14’-15’ mun svo sannarlega ekki verða eins án þín. Sigurbjörn Ari formaður Skemmtinefndar '13-'14
Vissiru að Vælið var haldið í fyrsta skipti árið 1987
Jón Jónsson var formaður Skemmtó 20042005
Árið 2000 var Vælið haldið í fyrsta skipti í Bíóborg en fyrir það var það haldið á marmaranum
Vissiru að á Vælsskiltinu eru 79 ljósaperur
Þórunn Salka
Skemmtó
Stjórn
Hafa verð fyrir Verzlinga á viðburði NFVÍ í lágmarki. Halda áfram með skráningalista í stofur fyrir böll, það er þægilegt fyrir alla. Miðakerfið við utanskólamiðasölu hefur slegið í gegn. Höldum áfram að þróa það svo allir fari glaðir heim.
Busavígslan myndi síðan toppa vel heppnaða viku þar sem nýnemarnir yrðu boðnir velkomnir á frumlegan og skemmtilegan hátt.
Finna ný og skemmtileg þemu fyrir miðannarböllin og leyfa nemendum að hafa áhrif með því að hafa kosningar á facebook.
Farið yrði í busaferð út á land. Farið yrði með bekkina í stigaleiki, en þeir hafa sannað sig í að brjóta ísinn milli feimnra nýnemanna síðustu ár.
Ég mun gera allt í mínu valdi til að berjast fyrir sófamálinu og fá gömlu góðu kósy stemninguna aftur á marmarann.
Vælið er glæsilegasta söngvakeppni landsins (án gríns betra en Eurovision), og vil ég halda þeim staðal með því að halda Vælið í Eldborg. Ég er búin að vera í sambandi við starfsmenn Hörpunnar og höfum við saman fundið dagsetningu fyrir Vælið 2014.
Halda viðtöl í nefndir fyrir busa í byrjun haustannar til að gefa þeim tækifæri og vera í nánu samstarfi við 3. bekkjarráð og hjálpa þeim að halda viðburði svo árgangurinn kynnist betur.
Prufurnar þyrfti að auglýsa með miklum fyrirvara svo undirbúningur yrði sem auðveldastur. Góðir tónlistarstjórar yrðu síðan ráðnir til að velja atriði svo enginn klíkuskapur myndi myndast auk þess sem þeir myndu svo sjá um útsetningu atriðanna. Opnunaratriði með öllum keppendum tókst vel í ár og er hugmyndin þess verð að halda í.
Fá sykur í kanilinn með hafragrautnum á morgnanna.
Facebook likesíða væri skemmtileg hugmynd þar sem að m.a. væri hægt að finna upplýsingar um keppendur, viðtöl og myndbönd af fullbúnu atriði keppenda eftir Vælið. Hana yrði síðan hægt að nota í kosningu á atriði fólksins. Vælið á að vera rekið á núlli og vil ég því efla markaðsstarfið svo miðaverð fyrir nemendur verði sem lægst. Lazertagmótið er einn skemmtilegasti viðburður skólaársins og því þarf klárlega að hafa tvö slík á sitthvorri önninni. Valentínusarvikan var frábær í ár en það voru nokkrar hugmyndir sem við náðum ekki að framkvæma sem ég myndi vilja gera á næsta ári, brot af þeim eru; “Slá símanúmerin úr hjartanu”, KissCam á marmaranum og orgía í Bláa sal. Svo yrðu fastir liðir eins og Djúpa Laugin og nammi- og rósasalan á sínum stað. Vatnsstríð fyrir Verzlinga um sumarið. Verzló got talent, þar sem fleiri hæfileikaríkir Verzlingar geta látið ljós sitt skína.
Setja ný húsgögn í nemendakjallarann, það gæti stuðlað að því að nemendur gangi betur um þar, flott húsgögn-meiri virðing. Halda þemadaga Lögsögumenn eru eitt það mikilvægasta við að hvetja liðin okkar í Gettu betur og MORFÍs til sigurs. Ég legg mikla áherslu á að þeir verði öflugir. Efla videonefnd og láta þau taka bókstaflega allt upp sem gerist í nemendafélaginu því ætti maður ekki að hafa áhyggjur ef maður missir af viðburði t.d. Morfís keppni. Ásamt því ætti nefndin að gera trailera fyrir öll böll. Gefa út NFVÍ disk í lok árs með öllum viðburðum sem gerst hafa á skólaárinu.
Hún Þórunn Salka Pétursdóttir er eins og við flest vitum brosmild, hlý og overall æðisleg. Þar sem við höfum þekkt hana í mislangan tíma líður okkur eins og hún hafi bara alltaf verið vinkona okkar. Hún bíður öllum inn í hjarta sitt og gerir gott úr öllu, jafnvel þegar hún reynir að vera reið en það er bara svo fáranlega fyndið þar sem hún er góð við alla! Það sem að allir ættu að vita um hana Þórunni að hún er metnaðarfull og leggur sig alltaf 100% fram í því sem hún gerir! Öll þau einkenni sem að leiðtogi þarf að uppfylla gerir Þórunn með stakri prýði og mun hún koma vel að starfi sínu sem stjórnandi NFVÍ og formaður Skemmtinefndar þar sem að hún þekkir til og hefur nú þegar haldið Vælið í Hörpu einu sinni. Þekking og mannleg samskipti skipa miklu máli þegar kemur að því að sitja í stjórn og Tóta, þú hefur einfaldlega allt sem þarf. Kæri Verzlingur ef þú vilt upplifa skemmtilegt ár með skemmtó þá setur þú x við Þórunni! Þórunn þú rokkar og við munum styðja þig alla leið. Guðný Ósk 6-F og Einar Karl 3-F – Nemóstjörnur
Skemmtinefnd NFVÍ er með skemmtilegustu nefndum Nemendafélagsins. Til að stjórna þessari nefnd þarf skemmtilega manneskju, en þessi manneskja þarf að vera meira en það. Hún þarf að vera dugleg, metnaðarfull, skipulögð og hugmyndarík. Þórunn Salka býr yfir öllum þessum gildum. Hún er manneskjan sem er til í að skipuleggja allt, stjórna hlutunum og fer alltaf í stússið til að redda hlutum sem vantar. Þórunn leggur sig 138% fram í öllu sem hún gerir. Sem núverandi meðlimur Skemmtó er henni mjög kunnugt um störf nefndarinnar. Hún hefur gengið í gegnum heilt ár og veit hvað þarf til að gera næsta ár ógleymanlegt. Ásamt því að vera meðlimur skemmtinefndar er hún líka sýningarstjóri Nemó í ár, getur hún bara allt? Já kæri lesandi, hún getur allt. Hún gæti með léttu móti stjórnað Skemmtinefnd NFVÍ og verið fyrirmyndar meðlimur í stjórn Nemendafélagsins. Eiríkur Búi, Aron Brink og Gunnar Kolbeinsson 5-A og X – Rjómar
Ég hef þekkt Þórunni frá því við vorum pínulitlar. Djók. Ég hef samt þekkt Þórunni aðeins lengur en bara skólagöngu mína í Verzló, en á þeim tíma hef ég kynnst Þórunni sem þvílíkum snillingi. Það er virkilega þæginlegt að vinna með Þórunni enda er hún ófeimin, hress, skemmtileg og með allt sitt á hreinu. Hún er ákveðin, stundvís og áreiðanleg – eitthvað sem góður formaður þarf að vera. Ef þú vilt að Vælið, busavikan og allt tilheyrandi verði sem glæsilegast, mæli ég eindregið með því að þú treystir Þórunni fyrir því sem hún hefur reynslu af og setjir X við Þórunni í skemmtó, því þið munuð alls ekki sjá eftir því. Arnar Ingi Ingason 4B - Alt muligt mand
Að vinna með Þórunni í þetta ár sem við vorum saman í Skemmtinefnd var frábært og samstarfsþýðari manneskju er ekki hægt að hugsa sér. Við getum sagt að ég hafi aldrei unnið með manneskju sem rennur jafn ljúft í geðið hjá fólki eins og Þórunn. Það sem ég tók helst eftir í fari Þórunnar var drifkrafturinn, hún Þórunn er eins og sjö gíra bíll sem er með snúningshraðamælinn í 8 – 9 þúsund snúningum en lítur samt út fyrir að vera andlega á 10 km hraða. Jú ég er að tala um rólegheitin og hvað orðið stress er ekki til í hennar fari. Maður þurfti aldrei að biðja hana um neitt, það var alltaf komið og má líkja við að vera starfsmaður í verslun sem þarf aldrei að fylla á vörurnar í hillunum heldur fylla þær sig alltaf sjálfkrafa. Þetta er kannski svoldið ruglandi lýsing kæri lesandi en engin venjuleg orð fá henni Þórunni lýst, enda engin venjuleg manneskja hér á ferðinni. En það er ekkert sem heitir metnaður hjá Þórunni því Þórunn er metnaður, það er bara hún. Hvílík manneskja og hvílíkur drifkraftur! Gunnar Kristinn f.h. Skemmtinefndar '13-'14
Umbrot og ljósmyndir : Laufey Rut G.
Þórunn Salka Pétursdóttir
Busavikan er með fyrstu vikum skólans og hana verður að hafa skemmtilega, en í ár breyttum við 4. hæð í leikskóla. Góðar hugmyndir má bæta og hér er greinilega tækifæri til þess. Skemmtilegt væri að fá barnalistamenn til að koma fram í hléum t.d. Pollapönk, Skoppa og Skrítla, Brúðubíllinn, Latibær, Sveppi og Villi ofl. “Reglur” sem settar hafa verið fyrir nýnema má bæta og breyta, sem dæmi að skylda þau til að fara út í frímínútur í leiki eins og í grunnskóla.
Passa upp á að allir hafi jöfn tækifæri til að komast inn í nefndir og ráð sama í hvaða bekk eða af hvaða kyni viðkomandi er.
Stuðningsgreinar
Eins væmið og það hljómar þá hefur Skemmtinefndin, alveg frá því að ég byrjaði í Verzló átt sérstakan stað í huga mér. Það var því eins og draumur sem rættist þegar ég fékk þann heiður að fá að vinna störf nefndarinnar í ár. Undanfarið ár hefur Skemmtó orðið eins konar barn fyrir mér. Allur minn tími og hugur hefur farið í það að sinna störfum nefndarinnar vel sem skilaði sér svo sannarlega ef horft er yfir afrakstur Skemmtó ‘13‘14. En nú er komið að því að finna nýtt foreldri og nýja fjölskyldu fyrir Skemmtó. Ég veit það af eigin reynslu að formaður Skemmtinefndar þarf að vera duglegur, skipulagður, hugmyndaríkur og sniðugur. Ég tel mig búa yfir öllum þessum eiginleikum og með hjálp frá fyrri störfum innan nemendafélagsins veit ég að ég gæti sinnt þessu mikilvæga starfi vel. Ég hvet þig kæri kjósandi til að skoða stefnumál mín og mótframbjóðenda minna vel áður en þú gerir upp hug þinn. Að því loknu vona ég að þú gefir mér tækifærið því ég lofa að ég mun gera mitt allra besta. Ef einhverjar spurningar vakna er þér alltaf velkomið að kíkja við í básinn minn og spjalla við mig en annars er alltaf hægt að senda mér fyrirspurn á netfangið mitt: torspet@verslo.is eða hringja í síma 8690271. Einnig getið þið faxað mig í númerið 8690272.
Skemmtó
Kæru bræður og systur
Busavakningar sem og hrekkina þarf að gera skemmtilega með því að hafa hugmyndirnar sem frumlegastar.