„Í náminu er mikið lagt upp úr raunhæfum verkefnum sem þjálfa nemendur í að beita réttarreglum og gera þá reiðubúna að kljást við raunveruleg viðfangsefni að námi loknu. Við förum til dæmis á málflutningsnámskeið þar sem við búum til stefnu eða greinargerð frá grunni og flytjum málið eins og um raunverulegt mál væri að ræða.“ Silja Stefánsdóttir Nemi í lögfræði
LÖGFRÆÐI
Náðu fram því besta með Dale Carnegie. kíktu á naestakynslod.is og sjáðu hvað aðrir
Ritstjóri Taktsins
Kæru samnemendur Það er sannarlega ánægjulegt að sjá síðara tölublað Taktsins á skólaárinu 2013-2014 líta dagsins ljós. Fyrra tölublað skólaársins kom út í sömu viku og hin árlega Humarhátíð Lögréttu var haldin og var því við hæfi að síðara tölublaðið kæmi út í sömu viku og árshátíð Háskólans í Reykjavík. Í þessu tölublaði er sérstök áhersla lögð á það sem hefur verið á döfinni í félagslífi Lögréttu í vetur. Það er von mín að sem flestir lesendur geti fundið eitthvað sem vekur áhuga þeirra af því fjölbreytta efni sem í blaðinu er. Þó það styttist í lokapróf þá bið ég ykkur kæru nemendur að gleyma ekki að taka þátt í því frábæra félagslífi sem Lögrétta býður upp á. Þar sem senn líður að kosningum Lögréttu vil ég hvetja ykkur sérstaklega til að íhuga þátttöku í ritnefnd Taktins, sem hvoru tveggja er skemmtilegt og gefandi starf. Bestu þakkir fá styrktaraðilar og allir sem komu að vinnslu blaðsins á einhvern hátt og að lokum vil ég þakka ritstjórninni sérstaklega fyrir farsælt og gott samstarf í vetur og óska ég þeim til hamingju með útkomuna.
Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir
4.
Efnisyfirlit
Ávarp
Diplómati í Vín...............….............6 Gangaspjall,spurningakeppni ...8 Starfsnám…..............................10 Dagur í lífi kennara.......................12 Allt uppáhalds............................16 Lögfræðiþjónusta....................18 Matarblogg.....................20 Statusar, Topp lögfræðimyndir...21 Nýárshátíð | Myndir....................22 Gerð Ferilskrár.............................24 Myndir úr félagslífi Lögréttu........28
Útgefandi: Lögrétta Prentun: Litla Prent Upplag: 200 eintök Uppsetning og hönnun: Laufey Rut Guðmundsdóttir
0k
No r. í N va o va
1.0 0 SM 0 mí S/M n. o MS g 50 ám 0 án.
App el síma Sæktu Nova appið í App Store eða Play Store (Nova Iceland)
0 kr. Nova í Nova: Ekkert mánaðargjald í frelsi en 690 kr. í áskrift.
Diplómati í Vín
Seint í október sat ég við skrifborðið mitt heima og var að reifa dóma eins og svo oft áður þegar ég sá auglýsingu á Facebooksíðu Utanríkisráðuneytisins, þar sem að auglýst var eftir ung-sendiherra(e. Youth Ambassador) til að taka þátt í Model Öryggis-og Samvinnustofnun Evrópu(ÖSE). Mig hefur alltaf dreymt um starf í utanríkisþjónustunni eða hjá alþjóðastofnunum eftir að lögfræðináminu líkur og því ákvað ég að slá til og sækja um. En hvað er Öryggi-og Samvinnustofnun Evrópu? Einhverjir kannast eflaust við kosningaeftirlit ÖSE en færri þekkja
„Markmið Model ÖSE er að ungt fólk á aldrinum 18-30 ára hittist og vinni Youth Action Plan sem kalla mætti á íslensku aðgerðaráætlun unga fólksins.“ þó stofnunina í reynd og var ég einn af þeim þegar ég sótti um. Í dag veit ég hins vegar að stofnunin gegnir mikilvægu hlutverki við eflingu öryggis, mannréttinda, lýðræðis og átakavarna í aðildarríkjunum. Innan stofnunarinnar sem staðsett er í Vín fer fram reglubundið samráð á sviði mannréttindamála, lýðræðis, réttinda minnihlutahópa, auk öryggis- og afvopnunarmála. Með framlagi stofnunarinnar á ofangreindum sviðum, ekki síst með starfi fastanefnda ÖSE á vettvangi í aðildarríkjunum, gegnir ÖSE þýðingarmiklu hlutverki við að tryggja stöðugleika og festa lýðræði í sessi. Stofnunin starfar í þremur mismunandi víddum en þær eru: fyrsta vídd sem fjallar um varnarmál, önnur vídd sem fjallar um efnahags-og umhverfismál og þriðja vídd
6.
sem fjallar um mannréttindi. Á vegum stofnunarinnar má segja að fram fari mikilvægt samtal á milli aðildarríkjanna 57 þar sem að þau geta leyst milli sín deilumál í fæðingu, haft eftirlit hvert með öðru og samræmt stefnu í t.d. mannréttindamálum. Það er Sviss sem stendur fyrir Model ÖSE, en Sviss er formennskuríki ÖSE árið 2014. Markmið Model ÖSE er að ungt fólk á aldrinum 18-30 ára hittist og vinni Youth Action Plan sem kalla mætti á íslensku aðgerðaráætlun unga fólksins. Mun þetta vera gert í þremur áföngum. Fyrst hittust ung-sendiherrarnir í Vínarborg en þar var unnið í grunnhugmyndum frá öllum ung-sendiherrunum sem þeir sendu inn fyrir fundinn og grunnplagg aðgerðaráætlunarinnar búið til. Næsti fundur er svo í Belgrad í Serbíu og þar á að lagfæra plaggið svo það verði tilbúið sem endanlega aðgerðaráætlun sem svo verður borin undir ráðherrafund ÖSE í Basel í desember 2014. Eins og ég sagði þá ákvað ég að slá til og sótti um. Mánuði seinna kom svo jákvætt svar og í kjölfarið var ég beðinn um að senda fyrstu tillögur mínar að greinum í aðgerðaráætlunina. Einum og hálfum mánuði seinna var ég svo mættur til Vínar á fyrsta fund okkar ung-sendiherranna af þremur. Ég kom til Vínar á mánudagskvöldi þann 13. janúar, en formlega átti dagskrá Model ÖSE ekki að hefjast fyrr en að kvöld þess 14. Ég fór því beinustu leið á hótelið og beint í bæli eftir tvö flug. Morguninn eftir vaknaði ég snemma og gekk á fund Auðunar Atlasonar fastafulltrúa Íslands hjá ÖSE og Ingibjargar Davíðsdóttur varafastafulltrúa. Þau tóku mér vel og fræddu mig um starfið og áherslur Íslands hjá ÖSE. Þessi fundur var mjög gagnlegur fyrir mig og bjó mig vel undir það sem við tók. Það sem eftir lifði dags notaði ég til að skoða Vín sem er einstaklega falleg og skemmtileg borg. Um kvöldið var svo kynningarfundur og kvöldmáltíð þar sem að ég hitti loksins alla hina ung-sendiherrana. Hugur var í fólkinu og lofaði framhaldið strax góðu. Á öðrum degi var vaknað
„Þarna hafði diplómötum, stjórnmálamönnum og ýmsum fleirum verið boðið, líkalega um 500 manns. Veitingar, kampavín og fleiri drykkir flæddu upp um alla veggi og var þetta alveg einstaklega skemmtileg upplifun fyrir okkur unga fólkið.“
eldsnemma og haldið í Hofburg-höll þar sem að höfuðstöðvar ÖSE eru staðsettar. Þennan dag hittum við fastafulltrúa Serbíu, Sviss og framkvæmdastjóra samtakanna, ítalska lögfræðinginn Lamberto Zannier. Þá var farið yfir það hvernig framkvæmd funda okkar ung-sendiherrana myndi verða. Um kvöldið fór svo allur hópurinn á veitingastað og þar á eftir var úrvalið á hótelbarnum tekið út. Á þriðja degi hófust svo fundarhöld og samningaviðræður milli okkar ung-sendiherranna. Fór starfið þannig fram að unnið var í sex til sjö manna hópum og farið yfir 10 hugmyndir sem fram höfðu komið frá ung-sendiherrunum snemma í desember. Þar voru hugmyndirnar lagfærðar, sameinaðar eða jafnvel felldar út. Svo komu allir ung-sendiherrarnir saman og hver hópur kynnti sínar hugmyndir. Þann dag var líka tekin mynd af okkur með fastafulltrúum aðildarríkjanna og forseta svissneska alríkisráðsins Didier Burkhalter en hann er það sem kallað er Chairperson in Office eða stjórnarformaður hjá ÖSE þetta árið. Þá mætti hann einnig á fund okkar og þar kynnti hver ung-sendiherra sig fyrir forsetanum. Um kvöldið var okkur svo boðið til móttöku sem haldin var í tilefni þess að Sviss tók formlega við formennsku ÖSE. Þarna hafði diplómötum, stjórnmálamönnum og ýmsum fleirum verið boðið, líkalega um 500 manns. Veitingar, kampavín og fleiri drykkir flæddu upp um alla veggi og var þetta alveg einstaklega skemmtileg upplifun fyrir okkur unga fólkið. Þá lék einnig píanóleikari á flygil í lausu lofti, Vínardrengjakórinn flutti tónlist og leikið var á svissneska hljóðafæri. Þetta var alveg frábær kvöldstund sem lauk með því að allir gestir voru kvaddir með tveimur morgunverðarskálum og uppskrift af muesli, en muesli er svissnesk uppfinning. Daginn eftir var svo upprunninn lokadagurinn, sem var álíka og sá fyrri en lauk með því að við samþykktum þessa fyrstu útgáfu aðgerðaráætlunarinnar í 126 greinum. Áætluninni er skipt um í þrjá hluta sem taka á: vernd ungmenna, framgangi ungmenna og að lokum þátttöku ungmenna. Greinarnar taka t.d. á menntun, starfsmöguleikum, heilsu, mannréttindum og jafnrétti ungmenna. Ég nefni t.d. grein nr. 65 í aðgerðaáætluninni, en hún hljóðar svo : „65. Educate youth on peacemaking and conflict prevention and resolution in educational institutions including formal and non-formal education.“ Eftir að fyrsta útgáfa aðgerðaráætlunarinnar hafði verið samþykkt var svo haldið heim á hótel til að skipta um föt. Um kvöldið nutum við
lokasamverunnar á ítölskum veitingastað og svo á austurrískum klúbb. Daginn eftir var svo haldið heim á leið með bros á vör og farteskið fullt af skemmtilegum minningum og reynslu.
„Þetta var algjörlega frábær lífsreynsla. Ég hef lært mikið af þessari reynslu og hún hefur breytt lífsýn minni. Ég á vini frá 56 löndum, hef fengið smjörþef af alþjóðasamskiptum og góða æfingu í ensku.“ Þetta var algjörlega frbær lífsreynsla. Ég hef lært mikið af þessari reynslu og hún hefur breytt lífsýn minni. Ég á vini frá 56 löndum, hef fengið smjörþef af alþjóðasamskiptum og góða æfingu í ensku. Ég bíð spenntur eftir að komast út til Belgrad til að halda áfram að vinna með þessu frábæra en ólíka fólki að framgangi ungs fólks í aðildarríkjunum öllum! Mér þótti sérstaklega skemmtilegt að kynnast fólki frá öðrum aðildarríkjum með allt
annað bakland við höfum hérna í norðrinu. Ég kynntist t.d. stúlku frá Mongólíu sem sagði mér að þar séu meðallaun í kringum 40.000 ísk og stór hluti landsmanna búi en í tjöldum á sléttunni líkt og forfeðurnir. Þá kynntist ég einnig úkraínskri stúlku sem þekkti mannréttindabrot þarlendra stjórnvalda gegn mótmælendum á eigin skinni og strák frá Bosníu sem upplifað hafði Balkanstríðið og þá aðstoð sem ÖSE hefur staðið fyrir við uppbyggingu innviða í landinu. Ég hvet ykkur öll til að kynna ykkur starfsemi ÖSE og ef að ykkur býðst einhvertíman alþjóðlegt tækifæri eins og þetta þá skulið þið slá til því þetta er bæði gefandi og skemmtilegt!
-Bjarki
Gangaspjall
Hvað heitir þú og á hvaða ári ertu? Andri Rúnar Gunnarsson, á öðru ári. Af hverju valdir þú lögfræði? Alan Shore: You ever wonder if you and I are la-la? Denny Crane: Don´t be ridiculous. We´re flamingos. And good ones. Uppáhalds fag hingað til? Aðferðafræði – Fjármunaréttur.
Andrea Ósk Frímannsdóttir
Þegar þú hefur verið að henda rusli í HR, hefur þú sleppt því að flokka? Nei.
Hvað heitir þú og á hvaða ári ertu? Ég heiti Andrea Ósk Frímannsdóttir og er á 1.ári
Uppáhalds kennarinn? Svensson, Þóra Hallgrímsdóttir og Heimir Örn lögfræðingur Vífilfells.
Af hverju valdir þú lögfræði? Mér fannst það ótrúlega spennandi, opna marga möguleika og ásamt því að vera með master í frekju og áhugamál að rökræða þá fannst mér þetta bara henta mér ágætlega.
Stefnir þú á að fara í skiptinám? Já.
Uppáhalds fag hingað til? Allt nema stjórnsýsluréttur.
Draumastarfið eftir nám? Starfa sem lögmaður. Skemmtilegasta upplifun þín í HR? Lokaathöfnin á nýsköpunar námskeiðinu. Sumarið framundan og búinn með fyrsta árið.
Þegar þú hefur verið að henda rusli í HR, hefur þú sleppt því að flokka? Jújú, enda er maður við það að fá kvíðaröskun á að henda einni skyrdollu valmöguleikar eru svo miklir.
Stefnir þú á að fara í skiptinám? Já.
Skemmtilegasta upplifun þín í HR? Kynnast öllu þessum snillingum sem ég hef kynnst!
8.
Hvað heitir þú og á hvaða ári ertu? Ég heiti Olga Dís og er á þriðja ári. Af hverju valdir þú lögfræði? Mér hefur alltaf fundist þetta spennandi fag og ég hafði lengi stefnt að því að fara í lögfræði. Sé alls ekki eftir því. Uppáhalds fag hingað til? Mér fannst Skattaréttur mjög skemmtilegur. Þegar þú hefur verið að henda rusli í HR, hefur þú sleppt því að flokka? Það hefur nú komið fyrir að eitthvað hafi farið í rangan flokk, en ég reyni að standa mig í flokkuninni. Uppáhalds kennarinn? Get ekki sagt að einhver einn sé uppáhalds, finnst þeir flest allir bara mjög góðir kennarar.
Uppáhalds kennarinn? Svensson er sjúklega fyndinn!
Draumastarfið eftir nám? Draumurinn að klára lögfræðina og fara í umboðsmanninn.
Olga Dís Þorvaldsdóttir
Stefnir þú á að fara í skiptinám? Bæði já og nei. Aldrei að vita nema maður skelli sér.
Andri Rúnar Gunnarsson
Draumastarfið eftir nám? Væri gaman að fá tækifæri til að starfa erlendis. Skemmtilegasta upplifun þín í HR? Var mjög gaman á Nýárshátíð Lögréttu.
Hvað heitir þú og á hvaða ári ertu? Ég heiti Hreiðar Ævar Jakobsson og er á 4. ári Af hverju valdir þú lögfræði? Ég valdi lögfræði vegna þess að ég hafði mikinn áhuga á faginu og einnig langaði mig að fá tækifæri til að hjálpa öðrum og leiðbeina öðrum. Þetta var svona það fyrsta sem varð til þess að ég valdi lögfræðina. Uppáhalds fag hingað til? Þau eru reyndar nokkur sem ég get ekki gert upp á milli, en það eru Fjölskyldu- og erfðaréttur, Barnaréttur, Samkeppnisréttur og fjármunaréttur III – Bótaréttur. Þegar þú hefur verið að henda rusli í HR, hefur þú sleppt því að flokka? Haha nei ég er svoddan lúði hvað þetta varðar, ég skoða hverja tunnu fyrir sig í hvert skipti til að vera alveg viss um að setja á réttan stað. Síðan læt ég það pirra mig ef ég sé að aðrir hafi ekki gert það sama…hahaha Uppáhalds kennarinn? Úff enn og aftur ekki hægt að gera upp á milli Stefán A. Svensson, Kristín Haraldsdóttir, Dögg Pálsdóttir, Svala Ísfeld Ólafsdóttir og svo má aldrei gleyma Aðalsteini E. Jónassyni. Þegar ég lít yfir þennan lista þá sé ég að þetta eru allt kennarar sem kenndu mér ekki á sama ári eða önn. Stefnir þú á að fara í skiptinám? Hef velt því alvarlega fyrir mér en þar sem ég er tveggja barna faðir að þá held ég því miður að sá kostur sé ekki til staðar fyrir mig. Satt að segja þá óska ég þess að svo væri ekki því ég held að það að fara í skiptinám sé eitt af því betra sem námsmaður geti gert á námsferli sínum, en ég fer bara í langt frí með börnunum þegar náminu er lokið. Draumastarfið eftir nám? Hef velt ýmsu fyrir mér en ekkert alveg fast komið, maður verður að halda öllu opnu. Draumastarfið er að fá starf innan stjórnsýslunnar og fá dýpri og víðameiri reynslu á því sviði en það skiptir ekki öllu máli hvar það verður. Skemmtilegasta upplifun þín í HR? Þegar ég fór í námsferðina í Evrópuréttinum til Brussel. Það er án efa sú mesta skemmtun og upplifun sem ég hef fengið að njóta í HR. Hvet alla sem mögulega geta að reyna að komast í þessa ferð því hún opnar augu manns á svo margan hátt gagnvart náminu og lögfræðinni svona út á við. Ég náði að safna að mestu fyrir ferðinni minni með sölu á alls kyns hlutum eins og lakkrís og harðfiski sem leiddi til þess að ég seldi einnig mikið af klósettpappír í kjölfarið. Mæli eindregið með þessari ferð.
Spurningakeppni Bjarki Thorsson 1. Í hvaða fylki í Bandaríkjunum er borgina Las Vegas að finna ? Nevada 2. Hvaða jólasveinn er sá sjötti til byggða? FurusleikirX 3. Hvað heita tvíburar Brad Pitts og Angelinu Joile ? Það veit ég ekki; John og JohnX 4. Hver er opinber gjaldmiðill í Egyptalandi? Pund 5. Fyrir hvað stendur CX í rómverskum tölum? 110 6. Frá hvaða plánetu er Superman? Krypton 7. Hver var valinn íþróttamaður ársins árið 2013? Gylfi Þór Sigurðsson 8.Hver voru valin ungfrú Elle woods og herra Soul Goodman Lögréttu? Hildur Edda Og Vilhjálmur 9. Hver er sjöunda plánetan frá sólinni ? Úranus 10. Hver söng lagið um Gleðibankann? ICY- Pálmi, Helga og Eiríkur 11. Hver var eini fráskildi Bandaríkjaforsetinn á 20.öldinni ? Nixon.X
Rétt svör: 8/11 Einkunn: 7,27
Margrét Hrönn Þóroddsdóttir 1. Í hvaða fylki í Bandaríkjunum er borgina Las Vegas að finna ? Nevada 2. Hvaða jólasveinn er sá sjötti til byggða? Askasleikir 3. Hvað heita tvíburar Brad Pitts og Angelinu Joile ? Shiloh og ?X 4. Hver er opinber gjaldmiðill í Egyptalandi? PassX 5. Fyrir hvað stendur CX í rómverskum tölum? 510X 6. Frá hvaða plánetu er Superman? Krypton 7. Hver var valinn íþróttamaður ársins árið 2013? Gylfi Þór Sigurðsson 8. Hver voru valin ungfrú Elle woods og herra Soul Goodman Lögréttu? Hildur Edda Gunnarsdóttir Og Vilhjálmur Herrera Þórisson 9. Hver er sjöunda plánetan frá sólinni ? JúpiterX 10. Hver söng lagið um Gleðibankann? Pálmi Gunnarsson, Eiríkur Hauksson og Helga Möller - Icy 11. Hver var eini fráskildi Bandaríkjaforsetinn á 20.öldinni ? Lyndon JohnsonX
Rétt svör: 6/11 Einkunn: 5,45
Hreiðar Ævar Jakobsson
Rétt svör: 1. Nevada 2. Askasleikir 3. Vivienne Marcheline og Knox Leon 4. Pund 5. 110 6. Krypton 7. Gylfi Þór Sigurðsson
8. Hildur Edda Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Herrera Þórisson 9. Úranus 10. Söngflokkurinn ICY (Pálmi Gunnarsson, Helga Möller og Eiríkur Hauksson.) 11. Ronald Regan
9.
Starfsnám
Hvert fórst þú í starfsnám? Skattrannsóknarstjóra ríkisins (SRS) Var erfitt að samtvinna starfsnámið með skólanum? Nei alls ekki. Ég hafði aðstöðu á skrifstofu SRS og gat unnið þau verkefni sem mér voru úthlutuð hvenær sem er. Mjög sveigjanlegt.
Berta Gunnarsdóttir Hvert fórst þú í starfsnám? Ég fór í starfsnám í Héraðsdóm Reykjaness. Var erfitt að samtvinna starfsnámið með skólanum? Nei alls ekki. Ég skipulagði mig bara vel svo þetta færi vel saman. Hversu mikill tími fór í starfsnámið að meðaltali á viku? Ég var yfirleitt að vinna uppi í Héraðsdómi á mánudögum og miðvikudögum frá 8-16. Hvernig finnst þér þú búa að því að hafa farið í starfsnám? Mjög vel. Ég lærði heilmikið um hvernig hlutirnir virka í praxís og fékk góða innsýn í störf aðstoðarmanna dómara. Hvers konar verkefnum varst þú að vinna að? Ég fékk að gera marga skemmtilega hluti. Ég gerði uppkast að úrskurðum, einkamáli og sakamáli sem dómararnir fóru síðan yfir og í því fólst þá líka að sitja allt málið frá upphafi og fylgjast með útí sal. Síðan fékk ég að vinna aðeins í aðfarar- og gjaldþrotabeiðnum og fór þá yfir hvort að skilyrði væru uppfyllt til að árita beiðnirnar.
Hversu mikill tími fór í starfsnámið að meðaltali á viku? Ég lagði áherslu á að reyna klára sem flesta tíma strax í upphafi annarinnar til þess að hafa rýmri tíma þegar að verkefnaskilaálag jókst þegar leið á önnina. Þannig eyddi ég fyrstu tveimur vikunum nær alfarið í starfsnámið. Meðaltalið er hins vegar fjöldi tíma, deilt í fjölda vikna, þannig að það er það sama hjá öllum. Hvernig finnst þér þú búa að því að hafa farið í starfsnám? Mjög vel. Ég bý í Hlíðunum Hvers konar verkefnum varst þú að vinna að? Fyrstu daganna kynnti ég mér verkefni SRS síðan fylgdist ég með nokkrum skýrslutökum, vann kærur til Óla spés og vísanir til YSKN. Síðan reiknaði ég sektir og vann að svörum við andmælum. Var boðið upp á áframhaldandi vinnu við lok starfsnámsins? Já en ekki hjá SRS, ég held að það tengist ekki. Pétur Örn Pálmarsson hefur hins vegar staðið sumarvaktir SRS oftar en einu sinni og svarar glaður öllum spurningum sem honum berast Mælir þú með því að fara í starfsnám? Hiklaust. Stíga aðeins út fyrir þægindahringinn og kynnast því aðeins hvernig hlutirnir virka.
Var boðið upp á áframhaldandi vinnu við lok starfsnámsins? Nei enda eru aðstoðarmenn dómara yfirleitt með þónokkra reynslu af lögfræðistörfum áður en þeir koma til starfa. Hins vegar gæti vel verið að ég gæti sótt um einhvern daginn. Mælir þú með því að fara í starfsnám? Ekki spurning. Þetta var ákaflega lærdómsríkt og skemmtilegt. Mæli hiklaust með því.
Hermann Ragnar Björnsson
12.
Hvert fórst þú í starfsnám? Ég fór í starfsnám til Ríkissaksóknara síðasta haust. Var erfitt að samtvinna starfsnámið með skólanum? Nei, mér fannst það alls ekki. Ég vissi að þetta væru 150 klukkustundir sem ég þurfti að skila af mér svo að ég var búin að skipuleggja mig vel í byrjun annarinnar. Ég ráðlegg þeim sem fara í starfsnám að byrja sem fyrst, því það er oftast rólegast að gera í skólanum í byrjun annarinnar. Hversu mikill tími fór í starfsnámið að meðaltali á viku? Ég var búin að ákveða það fyrirfram að vinna eins mikið í hverri viku þar sem ég hafði heyrt að það væri sérstaklega mælt með því. Með þeim hætti fannst mér ég ná að fylgja öllum mínum verkefnum betur eftir og náði betri heildarsýn, ásamt því að með þessu náðu þau hjá Ríkissaksóknara líklega að nýta starfskrafta mína betur. Ég var að meðaltali svona 3-4 daga í viku í starfsnáminu og náði að klára það á tæpum 6 vikum.
Ómar Berg Rúnarsson Hvert fórst þú í starfsnám? Til EFTA-dómstólsins, sem er staðsettur í Lúxemborg. Var erfitt að samtvinna starfsnámið með skólanum? Nei, ég get nú ekki sagt það. Á meðan á starfsþjálfuninni stóð bjó ég í Lúxemborg og var ekki skráður í nein námskeið í HR á meðan. Ég reyndi þó svona af og til að vinna í meistararitgerðinni minni, svona ef tími gafst til, en að öðru leiti einbeitti ég mér bara að vinnunni í dómstólnum. Hversu mikill tími fór í starfsnámið að meðaltali á viku? Hefðbundinn vinnudagur var frá um 09:00 til 17:30 á virkum dögum. Hvernig finnst þér þú búa að því að hafa farið í starfsnám? Fyrir mig var það bæði skemmtilegt og lærdómsríkt tækifæri að fá innsýn í starfsemi EFTA-dómstólsins. Ég fékk áhugaverð verkefni í vinnunni, gat fylgst með málflutningi, bæði hjá EFTAdómstólnum og Evrópudómstólnum, auk þess sem ég vann undir leiðsögn reynslumikilla lögfræðinga. Þetta vonandi skilar einhverju í reynslubankann hjá manni, þó ég eigi erfitt með að gera nánari grein fyrir því.
Hvernig finnst þér þú búa að því að hafa farið í starfsnám? Mjög vel. Ég er virkilega ánægð að hafa tekið þessa ákvörðun og fengið að kynnast þeim verkefnum sem Ríkissaksóknari stendur frammi fyrir. Hvers konar verkefnum varst þú að vinna að? Ég kom að margvíslegum verkefnum og er mjög ánægð með það. Ég útbjó t.d. ákærudrög, niðurfellingarbréf, vann að framsalsmálum og fékk að fara margoft með í bæði héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt að fylgjast með málflutningi í fjölbreyttum málum. Það voru mörg áhugaverð mál sem komu upp á þeim tíma sem ég var í starfsnámi og það var gaman að fylgjast með framgangi þeirra. Var boðið upp á áframhaldandi vinnu við lok starfsnámsins? Það kom aldrei til tals en þetta er góður vinnustaður og gæti ég því alveg hugsað mér að vinna þar í framtíðinni. Mælir þú með því að fara í starfsnám? Já algjörlega þar sem ég tel að allir hafi gott af því að prófa sem fjölbreyttust lögfræðistörf. Ég var allavega mjög ánægð og mæli hiklaust með þessu fyrir aðra nemendur.
Hvers konar verkefnum varst þú að vinna að? Verkefnin sem mér voru falin tengdust flest einu máli, sem varðaði lagalegar skyldur norska ríkisins samkvæmt EES-samningnum. Samantektir, heimildaöflun, skýrslugerð og að skrifa drög að dómi voru á meðal verkefna. Öll verkefni voru unnin á ensku, enda er enska opinbert starfstungumál dómstólsins. Var boðið upp starfsnámsins? Nei.
á
áframhaldandi
vinnu
við
lok
Mæliru með því að fara í starfsnám? Já, það held ég. Að fara í starfsnám getur að mínu mati reynst skemmtilegt, áhugavert og krefjandi, auk þess að vera fín tilbreyting frá því að sækja hefðbundin námskeið í skólanum.
Ragnhildur Gylfadóttir
11.
Dagur Í lífi kennara
Dagurinn byrjar á sturtu og boosti og svo dríf ég mig í vinnuna og reyni að vera komin þangað 8:15, en það gengur ekki alltaf upp þegar skipulagið er ekki alveg eins og það á að vera hjá stórum fjölskyldum. Ég elska að vera komin snemma í vinnuna því þá nýti ég fyrstu stundirnar til að fá mér kaffibolla með vinnufélögunum. Vinnudagurinn hjá embætti Ríkissaksóknara byrjar oftar en ekki á málflutningi í Hæstarétti þannig að fyrstu stundir dagsins fara í að lesa yfir og leggja lokahönd á málflutningsræðuna. Svo arka ég í Hæstarétt. Eftir létt spjall við Jónas dómvörð og verjanda málsins tekur flutningurinn við. Eftir málflutning byrjar svo fjörið í vinnunni, endalaus símtöl við lögmenn, starfsmenn héraðsdóms, aðra kollega og svo þarf líka að svara fyrirspurnum sem berast embættinu. Þess á milli fer málaafgreiðslan fram, ég gef m.a. út ákærur, sem afstöður í kærumálum og fer á fundi í innanríkisráðuneytinu. Hádegismaturinn er oftast tekinn í mötuneytinu eða á einhverjum spennandi veitingastað í miðborginni með vinnufélögunum. Tvisvar í viku Hulda María Stefánsdóttir fer ég í útipúl í Laugardalnum í hádeginu og kem eldrauð og hress aftur á skrifstofuna. Líkamsrækt er nauðsynlegur partur af því álagsdjobbi sem saksóknaravinnan er. Einhvers staðar þarf að fá útrás og falleg náttúran í Laugardalnum er tilvalinn staður. Eftirmiðdagurinn fer oftar en ekki í að mæta í þinghöld í héraðsdómi og þá hleyp ég yfir á Lækjartorg eða bruna í héraðsdóm Reykjaness, hendi mér í skykkjuna og sinni því máli sem er á dagskrá dómsins. Svo kenni ég refsirétt á 2. ári í lagadeild til að halda mér ferskri í fræðunum. Ég elska að kenna. Skemmtilegast finnst mér að miðla og hafa samskipti við nemendur og finnst kennslan nauðsynlegur hluti af starfinu, það þýðir aukið álag en það er allt þess virði þegar upp er staðið. Undirbúningur fyrir kennslu fer að mestu fram á kvöldin og um helgar og ég reyni að taka út ákveðin tíma á viku sem fer í það. Eftir vinnu er ég með börnunum og vík sjaldan frá því. Eftir að krílin eru sofnuð þá tekur oftar enn ekki við undirbúningur fyrir næsta málflutning eða undirbúningur fyrir kennslu. Í kvöld er ég að fara að halda fyrirlestur um mörkin milli erótíkur og kláms fyrir félagsskap fólks í atvinnulífinu. Mitt mottó hefur alltaf verið að lífið er núna og ég sef bara seinna!
Dagurinn byrjar kl. 8.50 eftir að búið er að skutla börnum í skóla. Dagur hefst með að undirbúa þá fundi sem skipulagðir eru eftir hádegi en auk þess er þeim tölvupóstum sem borist hafa frá árvökulum viðskiptavinum svarað og tími keyptur með því að segjast hringja eða svara í lok dags. Eldri póstum líka svarað þar sem fram kemur að minnisblöð og álit verði kláruð yfir helgina, í síðasta lagi á mánudaginn. Föstudagskaffi er tilbúið kl. 9.30 og allir setjast niður, fá sér brauð og sykur, fara yfir fréttir vikunnar og vinna upp smá slúður. Kaffi lýkur um 10.15 og þá er stress byrjað að láta á sér kræla enda byrjar körfubolti kl. 11 og ég þarf að vera búinn að klára eitthvað fyrir það. Tilraun er gerð til að nýta hverja mínútu í þrjú mismunandi verkefni þar til lagt er af stað í körfubolta kl. 10.59 þannig að öruggt sé að mætt sé og seint. Á leið heim úr körfubolta er sótt sushi sem neytt er á skrifstofunni á mettíma. Fyrsti fundur eftir hádegi Páll Jóhannesson er tekinn kl. 13.00 og mæta tveir menn sem velta fyrir sér hvernig á því geti staðið að í reglum um gjaldeyrismál hafi frá árinu 2008 komið fram að ekki megi kaupa erlend hlutabréf. Hvers konar landi búum við í? Næsti fundur byrjar kl. 14 en næ 10 mín í að svara póstum á milli. Átta mig á að ég var búinn að gleyma fundi sem beðið var um kl. 15.30 og þá er ljóst að dagurinn er farinn. Á þeim fundi var rætt að mikið lægi á að fá hugmyndir um hvernig væri skattalega hagkvæmt að selja rekstur og minnisblað þyrfti eiginlega að liggja fyrir áður en haldinn yrði fundur í hádeginu á mánudaginn. Ertu nokkuð með plön um helgina? Þegar síðasti fundur er búinn og ljóst er að lítið hefur orðið um raunverulega vinnu þann daginn er tekin sú ákvörðun kl. 17.30 á föstudegi að fá sér einn bjór á happy hour áður en farið er heim.
12.
ÞÚ SÆKIR PIZZU OG STÓRAN SKAMMT AF BRAUÐSTÖNGUM OG FÆRÐ AÐRA PIZZU SÖMU STÆRÐAR AÐ AUKI.
VIÐ NOTUM EINGÖNGU 100% ÍSLENSKAN OST!
FÁÐU BURRITO Á
HEILANN R 13SLÁ% TTU AF
ÞAÐ ER GOTT - OG HOLLT NÁMSMENN Serrano nærir heilann og kemur ykkur í gegnum skóladaginn. Ferskur mexíkóskur skyndibiti með 13% afslætti fyrir námsfólk gegn framvísun skólaskírteinis. Ferskur og hollur matur
DEVELOPED IN ICELAND – MADE IN GRASSE FRANCE
Morrocanoil vörurnar eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Sem dæmi nota ég olíuna í hárið á mér á hverjum degi og þykir mér gott að nota djúpnæringuna annað slagið. Ég er nýbúin að kaupa mér sjampóið og næringuna og ég hlakka mikið til að prufa það.
“Cherry in the air” ilmurinn frá Escada er æðislegur. Ég elska hvað lyktin er fersk og minnir mig mikið á sumarið.
Ilmkertið frá Bath and Body works, Mahogany Teakwood er eitthvað sem ég nota mikið til að fá góða lykt í umhverfið. Lyktin ilmar eins og rakspírinn Fierce frá Abercrombie and Fitch. Kertið kemur sér því mjög vel þar sem Fierce er uppáhalds rakspírinn minn.
Ég elska allar vörurnar frá Pandora. En armbandið mitt frá þeim er einmitt í miklu uppáhaldi. Ég er nánast alltaf með það á mér og hef ég gaman af því að safna hlekkjum á það. Ég hef fengið marga þeirra að gjöf og hefur því hver og einn hlekkur persónulega þýðingu fyrir mér.
Allt uppáhalds
UGG skórnir mínir hafa fylgt mér lengi og vel í gegnum tíðina. Ég hef alltaf átt par af þeim inní skáp og þykir mér gott að geta dregið þá fram þegar veturinn skellur á. Ég hef ákveðið að trúa því að þeir muni aldrei fara úr tísku.
Hildur Edda Gunnarsdóttir Nemandi á 3 ári í lagadeild
Iphone-inn minn er eitthvað sem ég gæti ekki lifað án. Ég held að ég eigi það sameiginlegt með öðrum iphone eigendum.
Í langan tíma hef ég alltaf átt leðurbuxur inni í skáp og reyni ég að uppfæra þær reglulega. Þær hafa alltaf reynst mér vel þegar ég er að fara eitthvað fínt og er í vandræðum með í hverju ég á að klæðast.
16.
Hundurinn minn er yndislegur. Hann hefur verið eins og bróðir minn í 13 ár og er hann einstaklega skemmtilegur. Það skemmtilega við hann er það að hann hegðar sér mun frekar eins og manneskja heldur en nokkurn tímann hundur.
Þó að flestar mínar snyrtivörur séu frá Mac eða Make Up Store þá hef ég verið að bæta í safnið Benefit snyrtivörunum. Þær eru frábærar og í miklu uppáhaldi hjá mér núna. Ég mæli alveg sérstaklega með þeim.
Varalitir eru eitthvað sem ég nota daglega. Ég elska að prufa nýja liti og það má segja að dagurinn sé hálf ónýtur hjá mér ef varaliturinn gleymist heima.
Ping-pong/foosball. Fullkomið að taka pásu í lærdómi og næla sér í smá hreyfingu. Te & Kaffi í HR. Á oft einbeitingu minni þeim að þakka.
Klassísk Levi´s gallaskyrta. Passar við allt og kemur ávallt að góðum notum. Hef enn ekki fundið betri gallaskyrtu.
Allt uppáhalds Vilhjálmur Herrera Þórisson Nemandi á 2 ári í lagadeild Sennheiser heyrnatól. Koma sér einstaklega vel fyrir mann sem þarf að hlusta á tónlist þegar hann les.
Jarðaberja Hámark. Kvikindislega gott millimál.
Hjólabretti. Hver elskar ekki að renna sér í góðu veðri frá A til B með tónlist í eyrunum.
Hamborgarasmiðjan. Heimilisleg stemning, geðveikir hamborgarar og enski.
Björn Borg nærbuxur. Engar aðrar nærbuxur eru með tærnar þar sem BB nærbuxur eru með hælana.
Timberland skór: Tímalausir og praktískir skór sem ættu að eiga heima í hverri forstofu.
Blár Barbour jakki. Hversdagslegur og léttur en fagur á sama tíma.
16.
17.
Lögfræðiþjónusta
Lögfræðiþjónusta Lögréttu var sett á stofn í mars 2007 í samstarfi við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Alþjóðahús. Í upphafi var áhersla lögð á að veita innflytjendum og fólki af erlendum uppruna ókeypis lögfræðiaðstoð enda fór því fólki ört fjölgandi hér á landi og var þörfin til staðar. Í kjölfar þess að aðsókn innflytjenda í þjónustu lögfræðiþjónustunnar dróst saman, haustið 2008, var tekin sú ákvörðun að bjóða öllum, jafnt innflytjendum sem Íslendingum, upp á þjónustu Lögfræðiþjónustunnar. Lögfræðiþjónustan var upphaflega með aðstöðu í Alþjóðahúsi en frá og með áramótunum 2009/2010 hefur þjónustan verið með aðstöðu í Háskólanum í Reykjavík. Árið 2010 var bætt við nafn lögfræðiþjónustunnar, hún ber í dag nafnið Lögfróður – Lögfræðiþjónusta Lögréttu. Lögfróður veitir einnig sértæka lögfræðilega ráðgjöf, auk vaktanna á miðvikudögum. Ber þar fyrst að nefna Skattadaginn, þar getur fólk komið og fengið aðstoð við útfyllingu skattframtala. Lögfróður hefur einnig sinnt réttindafræðslu handa ungu fólki í menntaskólum landsins. Þar er farið yfir þau réttarsvið sem helst snúa að ungu fólki, s.s. vinnurétt, skattarétt og fræðslu um fjármál. Menntaskólar landsins sækja þó minna í þá þjónustu okkar vegna þeirrar staðreyndar að lífsleiknitímum fer fækkandi og því eru færri tækifæri fyrir okkur til að veita þessa þjónustu en áður. Lögfróður hefur einnig sinnt sérstökum verkefnum ef einhver leitar á náðir okkar. Lögfróður var með viðburð í Hugmyndahúsi í athafnavikunni haustið 2009, þar sem veitt var ráðgjöf á sviði hugverkaréttinda. Lögfróður hefur einnig aðstoðað Kvennaathvarfið ef óskað er eftir.
18.
Heiða Björk Vignisdóttir Eru margir sem nýta sér þjónustu ykkar? Það er þónokkur fjöldi sem leitar eftir aðstoð okkar. Fjöldinn er þó breytilegur, sumar vikurnar er mikið að gera og sjálfboðaliðarnir skipta með sér verkum, síðan getur verið lítið að gera næstu vikuna. Auk þess þarf oft að fylgja málum eftir, kalla eftir frekari upplýsingum eða fólk hefur samband við okkur aftur vegna sama máls eða annars. Hvern eruð þið í samstarfi við þegar þið vinnið úr fyrirspurnum sem ykkur berast? Það kemur fyrir að við sjáum að fólk sem leitar til okkar þarfnast frekari aðstoðar, t.d. aðstoðar lögmanns, lögreglu, sýslumanns eða annars fagaðila. Þá vísum við fólki í rétta átt og gefum þeim helstu upplýsingar um málið til að flýta fyrir fólki og fræða það um rétt sinn o.s.frv. Hvernig getur fólk nálgast ykkur og fengið aðstoð? Við erum með vaktina opna alla miðvikudaga frá kl. 17-20 (nema á prófatíma og yfir jól og páska) við aðalinngang Háskólans í Reykjavík Menntavegi 1, 101 Reykjavík. Einnig er hægt er að hafa samband símleiðis í síma 777-8409 eða senda fyrirspurn á netfangið logfrodur@ru.is alla daga. Þurfa laganemar að uppfylla einhver skilyrði til að taka þátt í lögfræðiþjónustunni? Sjálfboðaliðar okkar þurfa að vera á 3.-5. ári í lagadeildinni. Þeir þurfa einnig að hafa mikinn áhuga á að starfa með okkur, enda er þetta krefjandi starf sem krefst góðrar kunnáttu í mannlegum samskiptum ekkert síður en kunnáttu í úrlausn lögfræðilegra álitaefna. Hvaða upplýsingar og ráðleggingar er fólk aðallega að sækjast eftir þegar það leitar til ykkar? Við fáum mjög fjölbreytt mál á borð til okkar og þau geta verið á hvaða sviði lögfræðinnar sem er, t.d. ef óvissa er um skattamál, réttindi á atvinnumarkaði, réttindi íbúa í fjöleignarhúsum, sifjamál, húsaleigumál o.s.frv. Eruð þið bundin trúnaði gagnvart fólki sem notar ykkar þjónustu? Já, auðvitað er slíkur trúnaður nauðsynlegur. Okkur er treyst fyrir mjög viðkvæmum trúnaðarupplýsingum í okkar starfi og við förum mjög gætilega með allar þær upplýsingar. Við treystum því að okkar sjálfboðaliðar geri slíkt hið sama og aldrei hefur komið upp vandamál enn sem komið er. Hvort er algengara að þið fáið fyrirspurnir í tölvupósti eða að fólk mætir á staðinn til þess að fá ráðleggingar. Það er töluvert algengara að fólk sendi okkur tölvupóst. Það er auk þess þægilegra fyrir báða aðila að til séu skriflegar upplýsingar um málið og auðvelt að óska eftir frekari upplýsingum í gegnum tölvupóst. Oft og tíðum kemur fólk í kjölfar slíkra tölvupóstsamskipta, með frekari gögn eða til að óska eftir persónulegri þjónustu. Að lokum ber að nefna að skattadagurinn hefur verið stærsti viðburðurinn á vegum Lögfróðs. Á Skattadeginum hefur fjöldi fólks leitað eftir aðstoð okkar, jafnt ungir sem aldnir, erlendir og íslenskir. Það verður pólskur túlkur á staðnum sem aðstoðar þá sem þurfa á aðstoð túlks að halda. Skattadagurinn í ár verður 15. mars nk. Sjálfboðaliðar okkar fá góða kennslu í gerð skattframtala frá sérfræðingum KPMG fyrir daginn mikla, þannig þau verða orðnir sérfræðingar á þessu sviði! Við vonumst til að sjá sem flesta :)
Bestu kveðjur, Heiða Björk Vignisdóttir, framkvæmdastjóri Lögfróðs - Lögfræðiþjónustu Lögréttu 19.
Matarblogg Inga Kristín Skúladóttir
Takturinn fékk hina hæfileikaríku Ingu Kristínu Skúladóttur til að bregða á leik og matreiða einfalda, gómsæta og námsmannavæna rétti með skemmtilegu ívafi. Ásamt því að vera forsetalistanemandi þá heldur Inga einnig úti einu girnilegasta og skemmtilegasta matarbloggi landsins, Daglegt brauð sælkera - http://daglegtbraudsaelkera.wordpress.com. Á síðunni má skoða hinu ýmsu uppskriftir, allt frá einföldu jarðaberjasalati til Beef Wellington nautalundar.
Lífið er of stutt til að borða vondan mat, verði ykkur að góðu!
Quesadilla með basil-salsa Þú þarft: 2 tortillakökur (smærri gerðina) 1 kjúklingabringu 3-4 msk grænt pestó 1 tómat ferska basiliku 1 kúlu af mozzarella-osti 1 lúku spínat 1 hvítlauksrif salt og pipar matarolía
Byrjið á að skera kjúklingabringuna, þversum, í þunnar sneiðar. Kryddið með salti og pipar báðum megin og steikið svo á pönnu upp úr örlítilli olíu. Takið kjötið til hliðar þegar það er tilbúið og geymið til seinni nota. Ef þið eruð ekki viss hvort kjúklingurinn sé fulleldaður skuluð þið skera eina sneið í tvennt og skoða litinn. Ef kjötið er orðið alveg hvítt á litinn er það tilbúið. Skerið næst hvítlauksrif í tvennt og nuddið því yfir eina tortilla-köku. Smyrjið svo 1-2 msk af grænu pestói yfir kökuna. Því næst skuluð þið þekja hálfa köku með svolitlu spínati og raða síðan kjúklingasneiðum yfir spínatið. Skerið mozzarellaostinn í sneiðar og raðið yfir kjúklinginn, raðið svo basilikublöðum yfir ostinn. Sneiðið tómat á sama hátt og raðið yfir basilikublöðin. Saltið loks örlítið yfir tómatana. Brjótið nú tortilla-kökuna saman þannig að helmingurinn með pestóinu leggist yfir helminginn með kjúklingnum og grænmetinu. Nú eigið þið að vera með nokkurs konar hálfmána. Gerið það sama við hina tortilla-kökuna. Penslið nú pönnuna með svolítilli olíu og stillið helluna á lágan hita. Skellið hálfmánanum á pönnuna og steikið í ca. 1 mínútu hvoru megin, eða þar til osturinn er bráðnaður. Skerið í 2-4 sneiðar og berið fram með yndislegu basil-salsa. Vinnið hvítlauksrifið, tómatana og basilikuna saman í matvinnsluvél. Ef þið eigið ekki matvinnsluvél komist þið upp með að saxa hráefnið mjög smátt með hníf. Bætið mango chutney við blönduna og hrærið öllu saman með sleif. Saltið og piprið eftir smekk.
Sætur þorskur Byrjið á að setja þorskinn í eldfast mót sem hefur verið smurt að innan með smjöri eða matarolíu. Penslið því næst þorskinn með matarolíu og dreifið síðan hvítlauknum jafnt yfir hann. Saltið og piprið áður en þið penslið mango chutney yfir allan fiskinn.
Þú þarft: 1 hvítlauksrif 2 tómata, kjarnhreinsaða 1 lúku basiliku ½ tsk mango chutney salt og pipar
500 gr þorskhnakkar (uppskriftin gengur líka með öðrum fisktegundum) ólífuolía 3-4 hvítlauksrif; a) pressuð eða b) marin og söxuð smátt 3-4 msk mango chutney salt og pipar 1 lúka ferskt kóríander, saxað fræ; t.d. sólblómafræ, hörfræ og/eða sesamfræ (má sleppa) balsamikgljái
Látið fiskinn standa svona í 30 mínútur ef þið komið því við. Bakið síðan við 190°C í 30 mínútur. Ég baka við undir og yfir hita til að byrja með en stilli síðan á blástur síðustu 10 mínúturnar því mér finnst blásturinn gera mango chutney-ið svolítið karamellulegt. Þegar þið takið fiskinn úr ofninum skuluð þið strá vænum skammti af fersku kóríander yfir hann og smá dassi af fræjum að eigin vali. Svolítil sprauta af balsamikgljáa gerir síðan gæfumuninn. Þorskurinn passar vel með bökuðu rótargrænmeti, s.s. sætum kartöflum, og brakandi fersku spínati.
20.
Basil- salsa
Lögfræði statusar
Topp lögfræðimyndir að mati Taktsins
Bjarki Thorsson – 7. febrúar: Ég hef ákveðið að opna lögmannstofu þrátt fyrir réttindaleysi til slíks! Ég hef ákveðið að kalla hana koníakskompuna. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Helen Hergeirsdóttir - 12. desember: Ég sem hélt að aftökur væru ólöglegar... greinilega ekki, gott að klára prófin á einni slíkri!
Guðrún Lilja Sigurðardóttir – 27. nóvember: HR - eini háskólinn í heiminum sem ákveður að loka lesstofu meistaranema tímabundið. Í prófatíð. FRÁbært. (En hey, það er búið að troða 30 lesbásum inn í eina kennslustofu fyrir okkur, svo hvað er ég eiginlega að kvarta?...)
Bríet Kristý Gunnarsdottir – 27. febrúar: er þessi sem er með áhugasvið um allar tryssur í lögfræðinni. Rembast því við að velja valáfanga fyrir komandi meistaranám næstu tveggja ára... whattodo? #skattman#evrópuman #crimminalman #læraalltbaraneidjók
Eyrun Viktorsdóttir - 11. febrúar: Eitt stykki hressandi raunhæft í boði Refsiréttar! Alltaf gaman á Þjóðhátíð. “Tommi lá þar áfengisdauða. Hún ákvað að hefna sín á honum fyrir að hafa verið með Begga líka og gyrðir niður um hann og tók myndir af honum á gemsann sinn og setti eina mynd af honum í gegnum netið á facebook profilinn sinn og skrifaði undir hana. Þessi lilli-mann skorar aldrei!!” “Þá mundi Halla að Helga hafi verið klædd í svartan ruslapoka kvöldið áður og verið að renna sér í drullu í brekkunni góðu. Halla fékk algjört sjokk því hún áttaði sig á því að hún hafði keyrt yfir Helgu en ekki ruslapoka einsog hún hélt. Seinna sama dag frétti hún að Helga lést á sjúkrahúsinu og ákvað Halla þá að fara til lögreglunnar og gefa sig fram. “— with Nanna Gunnarsdottir and 3 others at Háskólinn í Reykjavík.
21.
Nýárshátíð Myndir
Gerð ferilskrár
Almennt
o Ferliskrá er lykillinn að atvinnuviðtali. Ef allt gengur vel verður ferilskráin útgangspunktur í atvinnuviðtali. o Ferilskrá má alls ekki vera lengri en 2 bls. Aðalatriðið er að hámarka upplýsingar og lágmarka texta. o Umsækjandi þarf að sýna fram á með ferilskránni að hann sé hæfur í viðkomandi starf. o Samkvæmt nýjustu rannsóknum er lesandi 6-15 sek að mynda sér skoðun á ferilskrá. Á fyrstu 6 sek. myndar lesandinn sér skoðun á því hvort viðkomandi sé nógu hæfur, næstu 9 sek. ákveður hann hvort viðkomandi komist í atvinnuviðtal. o Mikilvægt er að aðlaga ferilskrá að því starfi sem verið er að sækja um. o Ekki er æskilegt að hafa upplýsingar um fjölskylduhagi.
Atvinnuþjónustan í HR
Atvinnuþjónustan hefur það að markmiði að greiða leið nemenda að árangursríkum ráðningum og að nemendur HR finni spennandi og krefjandi störf. Nemendum HR gefst kostur á að hitta ráðgjafa atvinnuþjónustunnar og fá leiðsögn varðandi atvinnuleitina, t.d í gerð ferilskrár. Nemendur geta pantað tíma með því að senda póst á atvinna@ru.is
Hönnun og uppsetning ferilskrár
Mikilvægt er að leggja vinnu í útlit, uppsetningu, málfar og stafsetningu. Ferilskráin verður að vera flekklaus, stílhrein og aðgengileg.
Beinagrind að ferilskrá Inngangur
o Nafn, heimilisfang og netfang. o Mynd • Mynd af umsækjanda skiptir miklu máli fyrir fyrstu viðbrögð, myndin verður að vera fagleg.
Menntun
o Nýjasta menntun efst. o Ef meðaleinkunn er góð á að setja hana undir nýjustu menntun.
Starfsreynsla
o Nýjasta starfsreynsla efst. • Nefna í einni málsgrein hverjar voru þínar helstu skyldur og helstu afrek í starfi. • Gott er að nefna reynslu sem umsækjandi hefur og getur nýst í þeim verkefnum sem fyrirtækið stendur frammi fyrir.
Tungumálakunnátta
o Íslenska. • Fínt að segja mjög góð, góð eða ágæt. Gott að rökstyðja svar í stuttu máli. o Enska. • -ll o Þriðja tungumál. • -ll-
Tölvukunnátta
o Gott að telja upp þau forrit sem umsækjandi hefur góða þekkingu á.
o Námskeið sem viðkomandi hefur tekið. o Félagsstörf.
Hæfni og önnur kunnátta
Annað
o Ekki æskilegt eyða plássi í eitthvað sem er almennt eins og útivist, ferðast eða vera með fjölskyldu. o Setja það sem umsækjandi vill koma á framfæri og er til framdráttar.
o Viðmið að hafa ekki færri en tvo og ekki fleiri en þrjá meðmælendur.
Meðmælendur
24.
Anna Jónsdóttir
Heimilisfang XXXXX Svæði Reykjavik Land Ísland Email annajonsdottir@gmail.com Sími 000-0000 Kennitala 000000-0000
Menntun 2010 – 2013 Háskólinn í Reykjavík, Viðskiptafræði • Forsetalisti haustönn 2010, vorönn 2011 og haustönn 2011 • Meðaleinkunn – 8,4 2012 – 2012 Tallin University of Technology, Erasmus University í Eistlandi • Skiptinám í alþjóðaviðskiptum 2005 – 2009 Menntaskólinn við Sund, Stúdentspróf frá viðskipta- og hagfræðibraut • Viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur á viðskipta- og hagfræðibraut 2007 – 2008 Springfield High School, Bandaríkin • Skiptinám með AFS í Menntaskóla
Starfsreynsla 2012 – núverandi Fjárfestingarsvið Íslandsstofu • Markaðsgreining og ritvinnsla 2012 – 2012 Icelandair • Starfsnám hjá markaðs- og viðskiptaþróunardeild Icelandair 2010 – 2012 Marel • Markaðsrannsóknir á nýmörkuðum 2010 – 2011 Garðheimar • Almenn afgreiðsla
Önnur störf Des10 – NúverandiEinkakennsla fyrir nemendur í viðskiptafræði • Kennsla við prófbúðir 2011 – 2012 Skemmtinefnd • Skipuleggja veisluhöld
Tungumál Íslenska (móðurmál), Enska (reiprennandi), Franska (sæmileg)
Tölvukunnátta MS Excel (mjög góð), MS Word (mjög góð), DK (góð)
Áhugamál Íþróttir (fótbolti, snjóbretti, útivist), Ferðalög (hef ferðast um Bandaríkin og alla Evrópu), Tónlist, Bakstur og Kvikmyndir
Meðmælendur Jón Jónsson Forstöðumaður XXXX Sími: xxx-xxxx Jón Jónsson Framkvæmdarstjóri hjá XXXX Sími: xxx-xxxx Jón Jónsson Rekstrarstjóri hjá XXXX Sími: xxx-xxxx
25.
„Það var frábært að koma aftur inn í skólaumhverfi og stunda nám sem var bæði hagnýtt og fræðilegt. Einnig lærir maður mikið af því að vinna verkefni með fólki úr ólíkum fyrirtækjum.“ Patrick Karl Winrow, framleiðslustjóri hjá Marel. Námskeið: Straumlínustjórnun: Þróun viðskiptaferla með stöðugum umbótum Lean Management Programme
Dæmi um námskeið: • Vinnustofa í samningatækni • MBA vinnustofa: Tímastjórnun með David Griswold • Framkoma og ræðumennska • Fjármál fyrir stjórnendur • European Policy and Regulation of Renewable Energy • Meðhöndlun gjaldeyrishafta Nánari upplýsingar á WWW.OPNIHASKOLINN.IS
OPNI HÁSKÓLINN Í HR FYRIR HR-INGA OG AÐRA SÉRFRÆÐINGA OG STJÓRNENDUR
26.
Það gilda bara ein lög hjá okkur - Frábær matur og góð stemning Sushi Samba býður einstaka blöndu af japanskri og suður-amerískri matargerð í sjóðheitri stemningu og lifandi umhverfi.
Veisluþjónusta Sushi- og sambaveislur sem henta fyrir öll tilefni. Hafðu samband og við gerum tilboð í veisluna þína, stóra sem smáa.
Spennandi smáréttir, safaríkar steikur, djúsí súshí og frábærir eftirréttir. Komdu og njóttu með okkur – þú verður að smakka.
Sushi Samba Þingholtsstræti 5 • 101 Reykjavík sími 568 6600 • sushisamba.is
ANTON & BERGUR
FYRSTA SVANSVOTTAÐA VEITINGAHÚSIÐ Á ÍSLANDI
Veitingastaðurinn Nauthóll nýtur sérstöðu sem fáir veitingastaðir á höfuðborgarsvæðinu geta státað af en hann býr að frábærri stað – setningu í nágrenni við helstu útivistarperlur höfuðborgarsvæðisins, Nauthólsvík og Öskjuhlíð. Þeirri nálægð fylgir ósjálfrátt einhver bjartur, heilnæmur og fallegur andi og við leggjum sérstaka áherslu á létt og notalegt andrúmsloft á staðnum.
www.nautholl.is
FYRSTA SVANSVOTTAÐA VEITINGAHÚSIÐ Á ÍSLANDI
www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is s. 599 6660
50%
mendur Afsláttur fyrir HR ne í World Class HR
25%
emendur Afsláttur fyrir HR n rld Class* í allar stöðvar Wo
*Almennt heilsuræktarkort gildir í allar heilsuræktarstöðvar World Class og 3 sundlaugar
worldclass.is