Með allt á hreinu | Leikskrá

Page 1


Formannsávarp GÓÐIR GESTIR Verið hjartanlega velkomin á söngleik Nemendamótsnefndar Verzlunarskóla Íslands árið 2014. Fyrir tæpu ári síðan komum við nemendamótsnefnd saman til að raða saman fyrstu kubbunum í þessu risastóra Nemópúsluspili. Mörg púsluspil voru í boði, en við ákváðum að vera þjóðleg og setja á svið eina ástsælustu mynd okkar Íslendinga, Með allt á hreinu! Við vildum í leikverkinu fanga sögusviðið, sem gerist á ferðalagi um okkar ástkæra land og aðlaga það nútímanum. Til þess að brúa bilið milli þeirra áratuga sem liðnir eru frá því myndin var gerð, gjörbreyttum við sviðsmyndinni með grafík og tengdum þannig myndina við leikritið. Með aðstoð listrænna stjórnenda völdum við bestu lögin úr hinni gríðastóru flóru laga Stuðmanna og Grýlanna, sem allir landsmenn þekkja. Leikendur sýningarinnar eru aðeins brot af ísjakanum því alls koma 160 nemendur að sýningunni. Það er ekki fræðilegur möguleiki að sýningin yrði svona glæsileg án allra þessara nemenda. Þið eruð hetjur! Eftir þrotlausar æfingar, þolinmæði, endurtekningar og stuð má segja að við séum með allt á hreinu og tilbúin að sýna áhorfendum afraksturinn. Ég vil þakka nefndinni minni kærlega fyrir frábært samstarf, listrænum stjórnendum og öllu því frábæra fólki sem stendur að sýningunni fyrir metnaðarfulla frammistöðu. Þið eruð snillingar! Nú er bara að njóta sýningarinnar. Góða skemmtun!!

Pétur Geir Magnússon

Formaður Nemendamótsnefndar 2013-2014

2


Nemendamótsnefnd

Arna Kristín

Arnar Ingi Ingason

Ásdís Einarsdóttir

Guðlaugur Helgi Fjármálastjóri

Heimir Bjarnason

Hildur Helga

Snorri Björnsson

3


Míla tengir heimili landsins við Ljósveituna. Við nýtum nútímatækni, fyrirliggjandi leiðslur og rými til að koma Ljósveitunni til heimila vítt og breitt um landið. Þannig á mikill fjöldi íslenskra heimila kost á háhraðatengingu á fljótlegan hátt í stað þess að þurfa að bíða í mörg ár eða áratugi eftir kostnaðarsömum framkvæmdum. Kynntu þér stöðugar háhraðatengingar Ljósveitunnar á mila.is

Hafðu samband við eftirtalda aðila til að kaupa þjónustu um Ljósveituna:

snerpa rétta leiðin

Colour: Pantone 2623 C C 70% M 100% Y 30% K 15%


ENNEMM / SÍA / NM60228

Míla

Lífæð samskipta


Með allt á hreinu Sigurjón Digri, Astraltertugubb og sósa og salat eru fyrirbæri sem nánast hver einasti landsmaður kannast við og þekkir, enda er um að ræða eina ástsælustu kvikmynd Íslandssögunnar, Með allt á hreinu. Söguþráðurinn er ef til vill ekki ýkja flókinn, en ber sagan með sér skemmtilegan boðskap og smitar óneitanlega út frá sér mikla gleði. Nemendamótsnefndin setti sér það á árdögum sínum að velja hresst og skemmtilegt stykki sem næði til nánast allra aldurshópa. Fátt annað kom til greina en Með allt á hreinu, enda uppfyllir sýningin rúmlega öll skilyrðin hér að framan. Upprunalega handritið að myndinni var fengið með góðfúslegu leyfi Ágústs Guðmundssonar beint úr höndunum á honum og var nefndin ásamt Bjartmari Þórðarsyni leikstjóra um leið farin að bæta kjöti á beinin. Þrátt fyrir að beinagrind sögunnar haldi sér nokkurn veginn eru þó nokkrar smávægilegar breytingar (til hins betra) sem leikhúsgestir munu eflaust finna örlítið fyrir. Sýningin skartar fjölmörgum áhugaverðum og fjölbreyttum sögupersónum. Við fylgjum tveimur hljómsveitum, Stuðmönnum og Gærum, í gegnum kapphlaup sitt við hvora aðra eftir ástardeilur á milli Stinna Stuðs og Hörpu Sjafnar. Hljómsveitirnar reyna hvað eftir annað að klekkja á hvorri annarri og tekst það með misjöfnum hætti. Fjölmargar aðrar persónur fléttast þó skemmtilega inn í söguna, svo sem Sigrúna Digra, Óliver Twist og setja rótararar hljómsveitanna tveggja, Dúddi og Tarzan tvímælalaust svip sinn á sýninguna. Sýningin er keyrð áfram af leik, söng og frábærum dansi - en dramatíkin og tilfinningarnar eru sjaldan langt undan, og ljóst er að hér er um algjört skylduáhorf að ræða. Við vonum að þú, kæri áhorfandi, skemmtir þér konunglega með okkur hér í Austurbæ!

6



Listrænir Stjórnendur Bjartmar Þórðarson Leikstjóri

Bjartmar leikstjóri sýningarinnar hefur marga fjöruna sopið í gegnum árin. Ekki nóg með það að geta leikið, sungið og dansað sjálfur þá getur hann líka stýrt fólki í sömu átt enda með MA gráðu í leikstjórn frá Rose Bruford College í London. Bjartmar hefur áður átt þátt í leiklistarmenningu Verzlunarskólans en hefur hann sett upp tvær sýningar á vegum Listafélagsins, Blúndur og blásýra og Drepið á dyr, og slógu þær rækilega í gegn. Einnig lék hann í fjölmörgum Nemó-sýningum á sínum árum í Versló áður en hann lét til sín taka í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu í hinum ýmsu sýningum. Það er svo sannarlega kominn tími til þess að Bjartmar leikstýri nemendamóti okkar Verzlinga því hann er svo innilega með allt á hreinu.

Helga Margrét Söngstjóri

Helga Margrét Marzellíusardóttir er alin upp á miklu tónlistarheimili og hóf fimm ára gömul tónlistarnám við Tónlistarskólann á Ísafirði. Hún stundaði nám í fiðlu- og píanóleik og seinna í söng. Framhaldspróf í söng tók hún á Ísafirði árið 2009 og í framhaldi hélt hún til náms í Listaháskóla Íslands. Þaðan lauk hún B.MUS gráðu í söng en lagði öll árin einnig mikla áherslu á kórstjórnarnám. Hún hefur starfað við fjölmörg tónlistarverkefni og stjórnað mörgum kórum. Árið 2012 tók hún við stjórn skólakórs Verzlunarskóla Íslands og sá um söngkennsu og útsetningar fyrir söngleik skólans árið 2013, V.Í. Will Rock You. Það má því segja að söngstjórinn í Með allt á hreinu, sé með allt á hreinu.

8


Elva Rut

Danshöfundur

Elva Rut Guðlaugsdóttir er með langan feril að baki í listdansi. Hún er sprenglærð á sínu sviði enda hefur hún BA gráðu í Dance and Theatre performance og NatDip í Professional Musical Theatre. Elva er með Associate/ Intermediate og Licentiate/Advanced próf í klassískum ballet og einnig kennsluréttindi frá NATD. Elva starfaði sem yfirkennari Balletskóla Sigríðar Ármann 2008-2011 en stofnaði í janúar 2013 Plié Listdansdeild ásamt Eydísi Örnu Kristjánsdóttur. Hún sat í stjórn Félags íslenskra listdansara, kennir yoga við Samtímadansbraut Listaháskóla Íslands og er hóptímakennari í Hreyfingu Heilsulind. Því má með sanni segja að Elva Rut sé svo sannarlega með allt á hreinu.

Kristján og Brynjar Tónlistarstjórar

Kristján Sturla Bjarnason og Brynjar Ingi Unnsteinsson hafa verið að braska í tónlist frá unga aldri, Kristján á píanó og Brynjar á hin ýmsu hljóðfæri en fann hann sig á endanum á rafbassanum. Stunduðu þeir báðir nám við FÍH samhliða Verzlunarskólanum og hefur tónlist alltaf einkennt þá bræður. Því er það ekki skrítið að þeir reki í dag sitt eigið stúdío, Hljóðmúla, ásamt því að gera garðinn frægan með Jóni Jónssyni. Kristján vinnur einnig að gerð auglýsinga- og kvikmyndatónlistar. Brynjar lærði tónlistartækni í Lundúnum og hefur hann annast hljóðhönnun og hljóðblöndum í nokkrum leiksýningum og útvarpsleikritum. Því má með sanni segja að tónlistarstjórarnir í ár séu bókstaflega með allt á hreinu.

9




Leikarar Aron Brink

Bára Lind Þórarinsdóttir

Berglind María Ólafsdóttir

Bjarklind Björk Gunnarsdóttir


Bjarni Daníel Þorvaldsson

Egill Ploder Ottósson

Elín Harpa Héðinsdóttir

Elísa Gróa Steinþórsdóttir

Fanndís Birna Logadóttir

Goði Már Daðason


Guðný Ósk Karlsdóttir

Helgi Valur Gunnarsson

Jónas Alfreð Birkisson

Kristján Þór Sigurðsson

Lára Borg Lárusdóttir

Ragnar Gíslason


Rán Ísold Eysteinsdóttir

Ruth Tómasdóttir

Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson

Sveinn Breki Hróbjartsson

Teitur Gissurarson

Vaka Vigfúsdóttir


Dansarar Arna Jónsdóttir

Björg Bjarnadóttir

Einar Karl Jónsson

Ingibjörg Ásta Bjarnadóttir

Jóna Kristín Benediktsdóttir


Kári Eldjárn Þorsteinsson

Kristjana Benediktsdóttir

Sindri Snær Ólafsson

Thelma Christel Kristjánsdóttir

Unnur Andrea Sævarsdóttir

Unnur Jóna Björgvinsdóttir


Hljómsveit Árni Svavar Johnsen

Emil Þór Emilsson

Guðjón Trausti Skúlason

Jónas Orri Matthíasson

Magnús Jóhann Ragnarsson


Bláa kortið borgar sig Með Bláa kortinu færð þú afslátt hjá fjölda fyrirtækja um allt land. Kortið færir þér aðgang að Hringtorgi, öflugri upplýsingaveitu sem heldur utan um öll fríðindi Bláa kortsins. Korthöfum bjóðast betri kjör víða um land, m.a. á veitingastöðum, í bíó, af flugferðum, heilsurækt, bensíni og ýmsum viðburðum. Sæktu um Bláa kortið á hringtorg.is.

Þú getur sótt appið með því að skanna QR kóðann.




Fólkið á bakvið sýninguna Aðstoðarleikstjóri

Helga Hauksdóttir 6-F

Aðstoð á sýningum Guðlaug Erlendsdóttir 6-Y Hjördís Eva Ólafsdóttir 4-A Katrín Björk Gunnarsdóttir 6-A Kristín Karen Karlsdóttir 5-D Lára Theódóra Kristjánsdóttir 4-R Natalía Reynisdóttir 5-X

Annáll

Róbert Úlfarsson 6-A Anton Jónas Illugason 6-D Benedikt Benediktsson 5-X Bjarki Már Ólafsson 6-A Gauti Jónasson 6-X Kormákur Arthursson 6-D Lárus Örn Arnarson 6-B Ólafur Alexander Ólafsson 6-A Sunneva Rán Pétursdóttir 6-D


Búningar

Sigurlaug Þórðardóttir 5-X Anna Sigríður Jóhannsdóttir 4-S Arna Sigurðardóttir 6-Y Auður Eiríksdóttir 6-Y Birta Sif Arnardóttir 6-Y Guðmunda Bergsdóttir 3-D Hera Katrín Aradóttir 3-T Katla Rún Ísfeld 5-X Margrét Sif Sigurðardóttir 6-Y Sigríður Diljá Vilhjálmsdóttir 3-D

Förðun

Sigrún Dís Hauksdóttir 5-Y Auður Arna Sigurðardóttir 4-F Bryndís Muller 3-R Elísabet Ósk Stefánsdóttir 3-E Helga Rún Pálsdóttir 6-A Karen Geirsdóttir 4-R Karólína Pétursdóttir 5-B Lísa Phuong Anh Emmudóttir 3-E Rakel Lind Ragnarsdóttir 5-Y Sigrún Elfa Snæbjörnsdóttir 4-R Stefanía Reynisdóttir 5-A Katrín Stella B Friðriksdóttir 3-A Þórunn Anna Stefánsdóttir 4-V

Hár

Elínborg Anna Erludóttir 6-S Brynja Sigurðardóttir 3-B Hekla Halldórsdóttir 3-A Helena Rut Sveinsdóttir 4-H Hjördís Ásta Guðmundsdóttir 6-S Hólmfríður Jakobsdóttir 3-R Margrét Ásta Valdimarsdóttir 3-E Stella Dögg Blöndal 3-T

Leikskrá

Kolfinna Líf Pálsdóttir 6-S Alma Karen Knútsdóttir 4-V Guðrún Eiríksdóttir 4-U Helena Sól Ómarsdóttir 5-E Kristín Hulda Gísladóttir 6-H Laufey Rut Guðmundsdóttir 6-F Sylvía Lind Jóhannesdóttir 6-T Unnur Lárusdóttir 3-V


Ljósamenn

Haraldur Andrew Aikman 3-F Jón Ágúst Hannesson 5-Y Þórður Sigurgeirsson 4-R

Markaðsnefnd

Andrea Björnsdóttir 5-E Birna María Másdóttir 3-E Giovanna Steinvör Cuda 4-H Ísabella Ýr Finnsdóttir 5-D Jóhann Gunnar Jóhannsson 5-H Kristín Björg Jörundsdóttir 5-D Kristín Eva Ólafsdóttir 3-U Ragney Lind Siggeirsdóttir 4-F Þórður Björgvin Þórðarson 5-X

PR

Jóhann Ívar Björnsson 6-X Andrea Gunnarsdóttir 5-F Bergrós Halla Gunnarsdóttir 5-B Bjarki Lilliendahl 5-F Helgi Logason 5-H Hörður Guðmundsson 5-D Hrafnhildur Atladóttir 4-A Jón Hilmar Karlsson 5-D Katrín Ásta Jóhannsdóttir 5-E Lísa Rán Arnórsdóttir 6-S María Ellen Steingrímsdóttir 5-I

Sviðsmenn

Egill Örn Sigurjónsson 6-Y Andri Bjarnason 6-Y Egle Sipaviciute 3-R Eyþór Eiríksson 5-Y Hildur Kolfinna Sigurjónsdóttir 3-F Klara Bjarnadóttir 3-V Sölvi Pálsson 4-V


Sýningarstjórar

Sigrún Lind Hermannsdóttir 6-E Sóley Ósk Benediktsdóttir 6-H Þórunn Salka Pétursdóttir 5-D

Videonefnd

Ágúst Elí Ásgeirsson 3-E Davíð Goði Þorvarðarson 3-V Haukur Kristinsson 5-X

! k i e st í t All

4ja rétta seðill

Byrjar 2. janúar

PARMASKINKA me klettasalati, stökkum parmissankúlum og kryddjurtamajónesi

Vissir þú?

ur frá arsúpu Perlunnar kem Að uppskriftin af hum aranum Pierre Romeyer. Hann eist slum reið mat belgíska reiðslumaður n vera einn besti mat er af jafningjum talin aldrei út matreiðslu-bók en gaf n Han r. síðustu alda r sínar uppskriftir! hann gaf Perlunni alla

HUMARSÚPA rjómalöguð, með Madeira og grilluðum humarhölum V ELDU ÞÉR AÐALRÉTT

eins Verð að kr. 0 9 7.3 ði ílastæ Næg b

FISKUR DAGSINS ferskasti fiskurinn hverju sinni, útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar eða NAUTALUND með lauk, hvítlauksconfit, graskeri, smælki og piparsósu eða LAMBAHRYGGUR með kartöfluflani, gulbeðumauki, grænkáli, perlulauk og soðgljáa V ELDU ÞÉR EFTIRRÉTT

KARAMARMELAÐ HVÍTSÚKKULAÐIFRAUÐ með músli „ muffins“, eplasellery chutney og limejógúrtís


Hann var - Stinni stuð Það vita allir hver Egill Ólafsson er. Egill er einn dáðasti tónlistarmaður Íslands og hefur hann hljómað í eyrum Íslendinga í tæplega fjóra áratugi. Þekktastur er hann sem söngvari hljómsveitarinnar Stuðmenn. Það var einmitt með Stuðmönnum sem hann lék í „Með allt á hreinu“ þegar hún kom í kvikmyndahús árið 1982. Þar vakti hann mikla athygli sem Stuðmaðurinn Stinni stuð. Í uppfærslu Nemendamótsnefndar er Stinni stuð leikinn af Helga Vali Gunnarssyni en það má einnig lesa viðtal við hann um hlutverkið og leikritið aftar í leikskránni. Hvert var þitt hlutverk í Með allt á hreinu? Ég lék Kristin St. Styrkársson Proppé. Hvert er uppáhalds atriðið þitt í myndinni? Atriðið þegar trommarinn er að leita í tómum vösum. Senan var tekin á Stokkseyrarbakka og Skafti trommari er að reyna að finna eitthvað að gefa drengnum sem kom undir haustið 1975. Leikurinn hjá feðgunum er hárfínn. Hvert er uppáhalds lagið þitt úr myndinni? Grikkir. Þegar reynt er að setja laxerolíu í mat Gæranna, Stuðmenn ákveða að leika Gærur grátt (eins og segir í textanum). Þetta er flottasta lagið í myndinni en fáir muna það. Það er yfirleitt svo með bestu músíkina, hún kemur ekki til þín fyrr en þú hefur komið til hennar. Hvernig myndir þú lýsa Stinna Stuð? Hann er hreinn og beinn, sterkur og stór, stinnur eins og Sokki. Hann á það til að verða svolítið æstur enda keppnismaður. Annars hefur hann hjarta úr gulli og tekur ósigrum, jafnt sem sigrum, með jafnaðargeði. Það er meira en sagt verður um íslensku þjóðina enda stóð aldrei mikið til varðandi Kristin Proppé. Hvað höfðu Stuðmenn fram yfir Gærurnar? Ekkert nema aldurinn, rembinginn og typpin. Hver er þinn uppáhalds eiginleiki í fari Stinna? Hvað hann er virkilega fallega vonlaus. Er eitthvað eftirminnilegt atvik sem átti sér stað við gerð myndarinnar? Þetta var eitt allsherjar eftirminnilegt atvik í heild sinni. Þetta breytti okkur öllum og mun halda áfram að breyta okkur. Eins mun myndin breytast því hún hefur talað með mismunandi hætti við kynslóðirnar. Ég veit sannast sagna alls ekki hvort hún talar yfir höfuð við þær í dag.

26


Kringlunni | Smรกralind - 15% afslรกttur fyrir Verzlinga


HVAÐ ER WHIPPED CREAM?

FINNDU FARÐA SEM HENTAR ÞINNI HÚÐ CC krem Hið nýja BB krem. Þekur betur en BB kremið, hefur meiri virkni og gefur húðinni góðan raka og þá vörn sem hún þarfnast. Gefur húðinni fallegan ljóma og unglegra yfirbragð. SPF 10 sólarvörn.

www.medico.is

Facefinity All Day Flawless 3 in 1 Andlitsfarði sem inniheldur primer, hyljara og SPF sólarvörn. Primerinn gefur húðinni hið fullkomna undirlag og hyljarinn hylur ör, bólur eða aðrar misfellur á húð. Endist allan daginn. Ofnæmisprófaður og olíulaus farði.

Ageless Elixir 2 in 1

Lasting performance

Smooth Effect

Facefinity Compact

Farði sem inniheldur serum og vinnur gegn ótímabærri öldrun húðarinnar. Farði sem hentar þroskaðri húð. Formúlan minnkar fínar línur, dregur úr baugum og öldrunarblettum og gefur húðinni aukinn ljóma. Ofnæmisprófaður og olíulaus farði.

Fljótandi farði sem þornar fljótt og myndar púðuráferð sem gefur farðanum smitfrítt yfirborð. Endist allan daginn og gefur húðinni raka. Er olíu- og ilmefnalaus.

Einstaklega mjúkur farði sem gefur húðinni fallega og jafna áferð. Er rakagefandi og gefur fullkomið undirlag sem endist allan daginn. Ofnæmisprófaður farði sem er ilmefna og olíulaus.

Léttur púðurfarði sem gefur matta áferð og þekur einstaklega vel. Endist í allt að 8 klst. Smitast ekki í föt né rennur til til á húðinni. Er olíu- og ilmefnalaus.

Miracle Touch Einstaklega rakagefandi farði, þekur vel og gefur húðinni jafna og fallega áferð. Breytist úr föstu formi yfir í fljótandi farða á húðinni. Sest ekki í fínar línur og rennur ekki til. Er olíu- og ilmefnalaus.

Whipped Cream Nýjasti farðinn frá Max Factor. Mousse farði sem er einstaklega mjúkur og gefur húðinni silkimjúka, fullkomna og jafna áferð. Farði sem þurrkar ekki húðina. Olílaus formúla sem hentar þurri jafnt sem feitri húð.

www.maxfactor.is


Stuðmenn Stuðmenn eru ein ástsælasta og mest spilaða hljómsveit Íslandssögunnar. Þeir komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 1974 og hafa verið gífurlega vinsælir alla tíð síðan. Hljómsveitin Stuðmenn var stofnuð þegar hippatímabilið var allsráðandi. Fyrsta plata þeirra var þó langt frá því að vera undir áhrifum hippatímabilsins enda hefur hljómsveitin alltaf lagt mikið upp úr því að skera sig úr fjöldanum. Upphaflega samanstóð hljómsveitin af fjórum strákum í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún hefur þó tekið miklum breytingum og hafa fleiri en 10 manns verið í Stuðmönnum á einhverjum tímapunkti. Í dag er hljómsveitin skipuð þeim Eyþóri Gunnarssyni, Ásgeiri Óskarssyni, Þórði Árnasyni, Tómasi M. Tómassyni, Jakobi Magnússyni, Agli Ólafssyni og Ragnhildi Gísladóttur en flest þeirra voru í hljómsveitinni þegar „Með allt á hreinu“ kom út og eiga hlutverk í henni. Alls hafa Stuðmenn gefið út tæplega 20 plötur en þar ber helst að nefna plöturnar „Listin að lifa“, „Hvílík þjóð“ og „Með allt á hreinu“. Sú síðastnefnda er safnplata með lögum úr myndinni en flest þeirra voru og eru gífurlega vinsæl. „Með allt á hreinu“ bíómyndin var sjálf ótrúlega vinsæl og sló hún aðsóknarmet í íslenskum kvikmyndahúsum sem standa enn, rúmlega 30 árum síðar. Það má því með sanni segja að Stuðmenn hafi slegið í gegn á Íslandi.

Fylltu inn í eyðurnar 1. „Vakinn og sofinn, _________________...” 2. „_________________, ég færi heljarstökk afturábak…”

4. „..og kannt svo vel að skjóta _________________ á frest.” 5. „..edrú alla daga, ávallt hefur _____________.” 6. „_________, miklir lifandi skelfingar, bévítans idjotar..” 7. „Við hefðum tekið myndir en höfðum _____________..”

Svör 1.Stálsleginn dofinn 2.Allt annað fyrirtak 3.Kjarnafóður 4.Vandamálagalleríuna 5.Borgað meðlagið 6.Kalkúnar 7.Engan kubb 8.Ruddaleg týpa

3. „Grillmatur er góður, gómsætt ____________.“

8. „Þú ert _________________með vonlausan tónlistarsmekk.”

29




Helgi Valur Gunnarsson Hlutverk? Kristinn Stuð Styrkársson Proppé (Stinni stuð). Hvers vegna ákvaðst þú að fara í prufur fyrir Nemó? Það var aldrei í kortunum að fara í þetta á fyrsta ári. Svo hugsaði ég að ég hefði frekar séð eftir því að fara ekki í prufur og vita þá ekki hvort ég hefði getað komist inn heldur en að fara í prufur og komast ekki inn. Hvert er uppáhalds atriðið þitt í leiksýningunni? Það eru mörg rosalega góð atriði. Það fyrsta sem kemur þó upp í hugann er atriðið eftir fyrstu æfingu þar sem allt er að sjóða upp úr á milli Stuðmanna og Gæranna í fyrsta skipti. Hvert er uppáhalds lagið þitt í sýningunni? Erfið spurning, það eru svo mörg fáránlega flott lög en ætli uppáhalds lagið sé ekki bara „Slá í gegn.” Hefur þú einhverja leik-, söng- eða dansreynslu? Ég myndi ekki segja að ég hefði neina dansreynslu, leikreynslan er líka takmörkuð en ég hef sungið opinberlega með hljómsveitinni Monni í rúmt ár. Einnig söng ég, lék og dansaði í Skrekk 2012, við skulum samt ekkert fara neitt nánar út í það hér. Hvernig myndir þú lýsa Stinna stuð? Stinni er söngvarinn og lítið væri hægt án hans og hann er alveg meðvitaður um það og nýtir sér það alveg hiklaust. Hann er mikið fyrir að vera í fýlu og að leitast eftir athygli. Heimur Stinna snýst eingöngu um Stinna og ekkert annað og það má vel sjá á hegðun hans og framkomu. Finnst þér þú eiga eitthvað sameiginlegt með karakternum sem þú leikur? Já, við Stinni eigum rosalega margt sameiginlegt. Hann er eiginlega svona ýkt útgáfa af mér sjálfum. Hann er frekur, hugsar ekki um neitt nema sjálfan sig og er rosalega fljótur að verða sár og leiðinlegur. Honum finnst hann vera bestur í öllu og þráir athygli meira en allt. Það verður oft mjög erfitt að leika svona leiðinlega týpu lengi. Hvað er búið að vera skemmtilegast við ferlið? Klárlega að vinna með strákunum, hinum Stuðmönnunum. Þeir eru allir svo viðbjóðslega fyndnir. En svo voru prufurnar líka mjög skemmtilegar. Hver er skemmtilegasti mótleikarinn? Ég leik náttúrulega mest með Stuðmönnum svo að það yrði að vera einhver þaðan. Teitur og Jónas geta verið óþægilega fyndnir stundum, eða oftast. Svo eru Egill, Sibbi, Aron og Kristján líka stórkostlegir. Ég get eiginlega ekki gert upp á milli. Myndir þú segja þig vera Nemó-legend? Nemólegend? Nei. Alls ekki. Er nóg að hafa bara komist í hóp til þess að kalla sig legend? Þarf maður ekki allavega að vera búinn að leika á einni sýningu? Eða get ég alveg farið að kalla mig legend strax?

32


Bára Lind Þórarinsdóttir Hlutverk? Leik litla gæru sem heitir Harpa Sjöfn og á kærasta sem ég kalla Stinna stuð. Hann er frægur en ég er samt frægari. Hvers vegna ákvaðst þú að fara í prufur fyrir Nemó? Maður bara fer ekki ekki í prufur fyrir Nemó. Hvert er uppáhalds atriðið þitt í leiksýningunni? Þegar ég fæ að öskra á dólginn, brjóta og bramla og bara missa mig á sviðinu. Smá útrás. Hvert er uppáhalds lagið þitt í sýningunni? „Þegar hann er til svæðis.” Þá fíla ég mig alveg sjúklega vel. Hefur þú einhverja leik-, söng- eða dansreynslu? Ég var í Sönglistarskólanum í Borgarleikhúsinu þegar ég var lítil og hef verið að leika og syngja á sviði Borgarleikhússins og eitthvað í sjónvarpi líka. Hvernig myndir þú lýsa Hörpu Sjöfn? Harpa er lítil frekja sem þráir athygli, frægð og frama, alveg eins og Stinni enda eru þau skrautleg saman. Finnst þér þú eiga eitthvað sameiginlegt með karakternum sem þú leikur? Já ég get verið ein stór frekja stundum. Bara stundum samt. Nota það spari. Hvað er búið að vera skemmtilegast við ferlið? Mér dettur nú bara í hug þegar við þurftum að eyða löngum tíma í að fá hana Guðnýju okkar til baka en hún var föst í öðrum karakter frá því að við vorum að sýna í Listó leikritinu. Hún tók fassjóndramadrottninguna Dýrleifu með skemmtilegum ömmutöktum inn á milli! Hver er skemmtilegasti mótleikarinn? Af öllum þessum snillingum sem leika í leikritinu þá verð ég að vera sönn gæra í mér og segja gæruteymið mitt. Við erum æðislegar saman og eigum Austurbæ! Stuðmenn hvað... Myndir þú segja þig vera Nemó-legend? Margir vilja meina að ég sé Snapchat-legend en jújú ég fíla það að vera líka Nemó-legend.

32


Slá í gegn Ef ég ætti óskastein, yrði óskin aðeins ein Ég er alltaf að reyna, þú veist hvað ég meina Um frægð og framandi lönd Slá í gegn, Slá í gegn Þú veist ég þrái að slá í gegn Af einhverjum völdum hefur það ekki gerst enn Ég gæti boðið þér betri kjör Bíl og íbúð, brúðarslör Vakinn og sofinn, stálsleginn dofinn Ég reyni að öðlast frægð Slá í gegn, slá í gegn Þú veist ég þrái að slá í gegn Af einhverjum völdum hefur það ekki gerst enn Ég myndi gera næstum hvað sem er fyrir frægðina Nema kannski að koma nakinn fram. Allt annað fyrirtak, ég færi heljarstökk afturábak, Af litlu bretti fyrir frægðina Slá í gegn Slá í gegn Þú veist ég þrái Að slá í gegn Af einhverjum völdum Hefur það ekki gerst enn

Ástardúett Ég er dáinn úr ást og hjartað dælir blóði Ég heyr´engan mun á hávað´ eða hljóði Ég er gagntekinn, altekinn, heltekinn, tekinn í framan Ég er magnvana, máttvana, andvana þegar ég sé Hörpu Sjöfn Hermundardóttur Hörpa Sjöfn Hermundardóttur Hörpu Sjöfn Harpa Sjöfn

34

Sterkur og stór, stinnur eins og sokki Sem Rúnki fór á, ríðandi á brokki Ég finn fyrir skjálfta í hnjánum fiðringi í tánum Með honum Ég er magnvana máttvana andvana þegar ég sé Kristinn stuð Styrkársson Proppé Kristinn stuð Styrkársson Proppé Kristinn stuð Stinni stuð Samband þeirra er frá öllum hliðum séð stórfínt Alveg til fyrirmyndar samband þeirra er frá öllum hliðum séð stórfínt Hvar sem þú ert, til sjávar eða sveita Þú efalaust ert að ástinni að leita Hætt´ ekki gefst´ ekki upp þó á móti þér blási Við leituðum lengi uns fundum hvort annað Kristinn stuð Styrkársson Proppé

Sigrúna Digra Með krafta í kögglum við förum á áfangastað Með ballskó í bögglum brunum við fagnandi í hlað. Brunum við fagnandi í hlað Við erum komnar til að sjá og sigra þig Sigrúna digra Við erum komnar til að sjá og sigra þig Sigrúna digra Á Atlas og Muller leggjum við þrotlausa stund Og lóðunum lyftum Glímu við iðkum og sund Glímu við iðkum og sund Við erum komnir til að sjá og sigra þig Sigrúna digra. Sigrúna digra, hvað ert þú að vilj´upp á dekk Þú ert ruddaleg týpa með vonlausan tónlistarsmekk.


Við erum komnir til að sjá og sigra. Takið af ykkur skóna Hvað ertu að bóna (X4) Bóna bóna bóna bóna bóna osfrv. Takið af ykkur skóna Hvað ertu að bóna HVAÐ SJÁIÐ ÞIÐ ÞAÐ EKKI???

Valur og jarðarberjamaukið hans Þegar hann er til svæðis Þá fíla ég mig alveg sjúklega vel Ég finn kikkið (aha) Og allt verður æðislega heví Ég reyni að fríka út en ég meika það ekki Því hann er svo meiriháttar Þegar ég fer á bömmer Þá verður hann svo speisaður ég meik´ ekki sens Ég kötta á búsið (eheh) Og allt verður gjörsamlega glatað Ég reyni að akta kúl en ég meika það ekki Því hann er svo meiriháttar Hvað er að ske (x9) Ske-he

Maó gling Inú egtú senja Ele benúa Ele benúa túse Inú komjo Akaj a ma nú Esú úne. Homma ínútí Eisana jaja – jaja-ja. In okle ataja. Enalegtú. Súse obegtú Obegti kúrú Oví java Lúmmení tú sú La kana jíyeyaja-ja. Hummalaga-hoe-hei. Susususulu-. Hogga-hoeja-hoe hei Hogga-hoeja-hoe hei Fling-gling Fling-gling gling Maó-bling Maó-maó bling Fling-blingflingGling-gling Fling-bling-ping-ding-dong

Þetta er blús, svona er lífið Ég fíla mig í sukkinu er samt ekki grín Ég finn kikkið (wahah) Og allt verður æðislega heví Ég reyni að fríka út en ég meika það ekki Því hann er svo meiriháttar

35


Franskar (sósa og salat) Sjáið hvað úr sjó má fá, hlýddu á ljóð mitt hringaná hörpudisk og hámeri, hamsatolg úr Jónsveri. Hamborgarann helst ég kýs pinkstöffið og pinnaís, ekkert illt af þessu síst síðast svo en ekki síst. Við viljum franskar, sós´ og salat, Við viljum franskar, sós´ og salat. Af þorskalýsi braggast best börnin smáu allra flest þau úða í sig ýsunni, ýsa er góð í krísunni.....oj...oj!

Við áttum kaggann, þúfur og þras. Og kannski dreitil í tímans glas. En hvað er það, á við gott lyfjagras. Úúúúúú... Ég ætla að hætta að drekka á morgun. Ég ætla að hætta að drekka en verst að ég er blindfullur, blindfullur, blindfullur. Blindfullur, blindfullur, blindfullur. Og þegar vorið kemur á kreik. Þá tek ég flugið, og fæ mér reyk. Hann er mín trú, og festa í lífsins leik. Úúúúúú...

Grillmatur er góður, gómsætt kjarna fóður.

Við höfum fengið nóg/Sísí fríkar út

Gufusoðnu rækjurnar, ég girði frá mér brækurnar. Svona fór um sjóferð þá af þessu sitthvað læra má.

Við höfum allar fengið nóg Já milljón sinnum meira en nóg Þeir skulu sigla hver sinn sjó

Við viljum franskar, sós´ og salat o.s.frv. Þett´er langtbesta sjoppan sem að ég hef komið í og hún er æðislega góð... (sós´ og salat?)...

Blindfullur – Í bláum skugga Í bláum skugga, af broshýrum reyr. Við eigum pípu, kannski eilítið meir. Við eigum von og allt sem dæmt og deyr. Úúúúúú... Nú er ég blindfullur og kemst ekki heim, blindfullur og finn ekkert geim. Ég er blindfullur og á engan aur, blindfullur og styð mig við staur.

36

Sá hlær best sem síðast hlær Vohó vohó Ekkert elsku mamma mín Við beitum bellibrögðum Kalkúnar, miklir lifandi skelfingar, Bévítans idjotar Getið þið annars verið Skíthælar Pungrottur Miklir lifandi skelfingar Bévítans idjotar idjotar idjotar idjotar Getið þið annars verið Táfýlur Við höfum fengið nóg Við höfum fengið nóg Við höfum fengið nóg Við höfum fengið nóg Sá hlær best sem síðast hlær


Vohoó Vohoó Vhohohohoho

íslenskir karlmenn

Sísí fríkar út Sísí fríkar út Sísí fríkar út Sísí fríkar út

Mikið lifandi skelfingar ósköp eru þær lásí Við neitum að láta bjóða okkur hvað sem er Því þrátt fyrir allt þá erum við íslenskir karlmenn Því fer sem fer

Haustið Það var um haustið Nóttin var dimm Þið spiluðuð hér Og klukkan varð fimm Við gengum saman út með sjó Þegar ballið var búið Við horfðum á mánann Drykklanga stund Og Afghanfeld lögðum Á döggvota grund Við áttum saman ástarfund Þegar ballið var búið Það er ekkert upp á hann að klaga Edrú alla daga Ávallt hefur borgað meðlagið Hann er vænn við menn og málleysingja Létt er æ hans pyngja Því margvíslegt hann styrkir málefnið Þið hurfuð í rykmekki suður um fjörð En eftir sat ég og eignaðist Hörð Þú sáðir fræi í frjóan svörð Þegar ballið var búið Þegar ballið ballið var búið Þegar ballið ballið ballið var búið Það er ekkert upp á hann að klaga Edrú alla daga Ávallt hefur borgað meðlagið Hann er vænn við menn og málleysingja Létt er æ hans pyngja Því margvíslegt hann styrkir málefnið

Við stöndum þétt saman og snúum bökum saman Við stöndum þétt saman og snúum bökum saman Sumir á sumir á sumir á bomsum Aðrir á aðrir á aðrir á flókum Sumir á sumir á sumir á bomsum Aðrir á aðrir á aðrir á flókum Íslenskir karlmenn eru sko alls engar gungur Íslenskum karlmönnum vefst ekki tunga um tönn Ef heitt er í kolunum förum við oftast úr bolnum Ef þannig ber undir gröfum við okkur í fön Því fer sem fer Við stöndum þétt saman og snúum bökum saman Við stöndum þétt saman og snúum bökum saman Sumir á sumir á sumir á bomsum Aðrir á aðrir á aðrir á flókum Sumir á sumir á sumir á bomsum Aðrir á aðrir á aðrir á flókum Rúmlega helmingur landsmanna mun vera kvenfólk Tæplega helmingur landsmanna erum við menn Við lifum á hákarli hrútspungum magálum léttmjólk

Við stjórnvölinn höfum við staðið og stöndum þar enn Því fer sem fer

Við stöndum þétt saman og snúum bökum saman Við stöndum þétt saman og snúum bökum saman Sumir á sumir á sumir á bomsum Aðrir á aðrir á aðrir á flókum Sumir á sumir á sumir á bomsum Aðrir á aðrir á aðrir á flókum

37


Ekkert mál

Út í Eyjum

Hvað er svona merkilegt við það, að vera karlmaður? (Er það eitthvað sérstakt?) Hvað er svona merkilegt við það, að bor’ í vegg? (Með Black og Decker?) Hvað er svona merkilegt við það, að bera áburðarpoka? (Viltu Gericomplex?) Hvað er svona merkilegt við það, að tak’ upp vél? Að vinn’ á lyftara? Ekkert mál Að vinn’ á lyftara? Ekkert mál Það er ekkert mál. Er eitthvað merkilegt við það, að vinn’ á skurðgröfu? Er meiriháttar mál að skipt’ um dekk á vörubíl? (Átján hjóla trukkur) Svo hvað er svona merkilegt við það, að vera karlmaður? (Æ-æ-æ-æ-æ) Er flott að vera eingöngu á bol, og moka snjó? Að vera karlmaður? Ekkert mál Að vera karlmaður? Ekkert mál Það er ekkert mál. Hvað er svona merkilegt við það, að vera karlmaður? Hvað er svona merkilegt við það, að bor’ í vegg? Hvað er svona merkilegt við það, að bera áburðarpoka? Hvað er svona merkilegt við það, að tak’ upp vél? Að ver’ á sundskýlu? Ekkert mál Að ver’ á sundskýlu? Ekkert mál Það er ekkert mál.

Út í Eyjum bjó Einar kaldi, er hann hér enn? Hann var öðlingsdrengur, já svona eins og gengur um Eyjamenn. Í kvennmannsholdið kleip hann soldið. klípur hann enn? Hann sigldi um sæinn svalan æginn siglir hann enn? Við spyrjum konur og menn Allir saman nú! Tra la la la la la….. hann bjargaði sér fyrir björgin dimm Tra la la la la la…. þær báðu hans einar fimm.

38

Hann unni einni Önnu hreinni, ann hann henni enn? En hvar er Anna, elsku Anna? Við spyrjum konur og menn Hann sást með Guddu, sætri buddu, í suðlægri borg En Anna situr ein og bitur í ástarsorg. Allir saman nú! Tra la la la la…… Hann bjargaði sér fyrir björgin dimm Tra la la la la…Þær báðu hans einar fimm. Mér er sem ég sjái hann Einar kalda. mér er sem ég sjái hann Einar hér. ::Er hann kannski búinn að tjalda við hliðina á þér?;:


Ofboðslega frægur

Betri tíð

Hann er einn af þessum stóru, sem í grunnskólann minn fóru og sneru þaðan valinkunnir andans menn. Ég sá hann endur fyrir löngu, í miðri Keflavíkurgöngu, hann þótti helst til róttækur og þykir enn.

Sumarið er komið -ummmmm svona’ á það að vera.... sólin leikur um mig algjörlega bera -la, la, la, la, la ..... oooohhhhh Ég sit hér út’ í garði það sér mig ekki nokkur ég gleymdi víst að kynna kallinn minn hann Stinna, það munar sko um minna, hann er rosakokkur

Já hann er, enginn venjulegur maður, og hann býr, í næsta nágrenni við mig, og hann er alveg ofboðslega frægur, hann tók í höndina á mér, heilsaði mér og sagði: KOMDU SÆL OG BLESSUÐ RÚN (ég fór gjörsamlega í kút) Hann sagði: KOMDU SÆL OG BLESSUÐ RÚN (ég hélt ég myndi fríka út) Hann hefur samið fullt af ljóðum, alveg ofboðslega góðum, sem fjalla aðallega um sálar líf þíns innri manns. Þau er ekki af þessum heimi, þar sem skáldið er á sveimi miðja vegu milli malbiksins og regnbogans. Já hann er enginn venjulegur maður Og hann býr í næsta nágrenni við mig Og hann er alveg ofboðslega frægur Hann tók í höndina á mér heilsaði mér Hann sagði Komdu sæl og blessuð Rún Ég fór gjörsamlega í kút Hann sagði komdu sæl og blessuð Rún Ég hélt ég myndi fríka út.

Bráðum kemur ekki betri tíð því betri getur tíðin, því betri getur tíðin ekki orðið Bráðum kemur ekki betri tíð þá verður uxahryggjasúpan, nei sveppahalasúpan nei uxahryggjahalanegrablómkálssveppas úpan sett á borðið, stofu borðið, borðstofuborðið, þarna mundi ég orðið a ha, ó húm, u hu Veturinn er grimmur, brrrrr gaf mér fáa kosti, svo ógurlega dimmur, með alltof miklu frosti. En nú er komið sumar og sólin bræddi hrímið, en hvað er ég að hugsa, nú þarf ég fyrr en varir að fara að far’ í spjarir, það er matartími. Bráðum kemur ekki betri tíð því betri getur tíðin, því betri getur tíðin ekki orðið Bráðum kemur ekki betri tíð þá verður uxahryggjasúpan, nei sveppahalasúpan nei uxahryggjahalanegrablómkálssveppas úpan sett á borðið, stofuborðið, borðstofuborðið, þarna mundi ég orðið a ha, ó húm, u hu

39


Energí og trú

þú getur gert það hvernig sem aðstæður eru, þú getur gert það hvar sem er.

Þú getur gert það snemma að morgni, getur gert það út í horni, þú getur gert það þó’ann þorni, þú getur gert það hvar sem er.

Þú getur gert það aðeins lengur, láttu ekki deigan síga, drengur, þú getur gert það eins og gengur, þú getur gert það hvar sem er.

Þú getur gert það inní baði, þú getur gert það með hraði, Þú getur gert það út á hlaði, þú getur gert það hvar sem er.

Í ofsaroki eða logni, á Mímisbar eða Sogni, þótt læri og hringvöðvar togni og bakið krepplist og bogni,

Í ofsaroki eða logni, á Mímisbar eða Sogni, þótt læri og hringvöðvar togni og bakið krepplist og bogni,

Allir saman nú, energí og trú og síðan ekki söguna meir.

Allir saman nú, energí og trú og síðan ekki söguna meir. Þú getur gert það undir beru, þú getur gert það alveg peru,

Stúdentakortið og Íslandsbanka Appið er allt sem þarf

Íslandsbanka Appið fyrir alla í Námsvild

Námsmenn í Vildarþjónustu Íslandsbanka geta nálgast yfirlit yfir tilboð og afsláttarkjör frá fjölmörgum fyrirtækjum um land allt í Íslandsbanka Appinu. Skannaðu kóðann til að sækja eða uppfæra Appið.

Kynntu þér þjónustu og tilboð til námsmanna á islandsbanki.is

Við bjóðum góða þjónustu


i l ó k s f r Su í l a áB

Við hjá ferðaskrifstofunni KILROY bjóðum upp á frábæran surfskóla á Balí. Hann hentar sérstaklega vel fyrir þá sem eru að fara í heimsreisu og vilja upplifa alvöru ævintýri. Hafðu samband við ferðaráðgjafa okkar fyrir frekari upplýsingar.

kilroy.is



#takkgeirs


Snjalltækjalausn fyrir veitingahús Hagkvæm afgreiðslulausn fyrir veitingahúsið þitt sem eykur skilvirkni og hraðar afgreiðslu. Þjónar geta skráð pantanir í sal með iPhone, iPod eða iPad og sent þær beint á kassa og inn í eldhús. Þetta sparar bæði tíma og vinnu.

dk POS | Snjalltækjalausnir

h u g b ú n að u r

VIKINGSUSHI

ÆVINTÝRASIGLING OG FERJAN BALDUR

VIA FLATEY Nýjar vörur

SÍMI: 433 2254

Heildarlausnir fyrir veitingastaði, stóreldhús, fyrirtæki og stofnanir

www.garri.is Matvörur I Matvælaumbúðir I Rekstrarvörur I Hreinlætisvörur

EKKI LÆRA - tímunum saman! EKKI NEITT


Taktu til við að tvista Nafn? Kristjana Benediktsdóttir Hlutverk? Dansari Hvers vegna ákvaðst þú að fara í prufur fyrir sýninguna? Sýningarnar hafa verið svo geðveikar hingað til og langaði bara mjög mikið að fá að vera með! Hvaða væntingar hafðir þú til Nemó ? Talsverðar væntingar. Hefurðu mikla reynslu af dansi? Ef já, þá hverja? Já, ég er búin að æfa dans síðan ég var pínulítil og er að útskrifast af Listdansbraut JSB núna í vor. Hvernig er að vinna með Elvu (danshöfundi)? Elva er alveg æðisleg! Hlý, sanngjörn og hún veit alveg hvað hún er að gera! Hvert er þitt uppáhalds dansatriði í sýningunni? Franskar, sósa og salat er uppáhalds en svo er Betri tíð næst á eftir því. En uppáhalds lag? Franskar, sósa og salat :) Áttu þér uppáhalds karakter í sýningunni? Guðfinna sem er ein af gærunum, hún er það fyndnasta! Hvað er það besta við Nemó? Að kynnast öllum þessum krökkum og fá að vera hluti af svona flottri sýningu! Eftirminnilegt atvik úr ferlinu? Nemóferðin var sjúk. En á æfingaferlinu var skemmtilegast að fylgjast með Sindra krossleggja fætur í atriðinu Útí eyjum... hann getur það ekki (Sindrimassi).

45


CREATED.TESTED.PHOTOGRAPHED. AT SMASHBOX STUDIOS L.A.

JUST LET ITTHE 5-IN-1BB!GAME CHANGER FOR FLAWLESS SKIN

PRIMES. PERFECTS. PROTECTS. HYDRATES. CONTROLS OIL.

AVAILABLE IN 5 SHADES


Gærurnar n

pa Sjö Har f

d. 1. It’s complicate ekki orðin rði ve ég Að 2. þrítugt. heimsfræg fyrir performa að illd sn ri 3. Það væ num á mí um run með Gæ ð. átí ðh Þjó rselett. 4. Of þröngt ko n. 5. Pretty woma llur. 6. Börger og frö

1. Hjúskaparstaða? 2. Hvað veldur þér hugarangri? 3. Hvert er draumagiggið þitt? 4. Hvað fær þig til að gráta? 5. Uppáhalds bíómynd? 6. Uppáhalds matur?

Sísí 1. Ég er víst búin að festa mig við karlmann ef svo má segja en ég er engu að síður a strong independent woman. 2. Karlrembur. 3. Að fá að grúva á bassanum fyrir Madonnu. What a woman! 4. Launamismunur kynjanna. 5. Hvaða mynd sem stenst Bechdel prófið. Hvað er það segiru? Look it up man. 6. Allt. Ég borða það sem ég vil.

e Dýrl if 1. Lausu en á nokkra svona ímyndaða kærasta! 2. Kaloríur. 3. Með Mini Pops! Video Kill the Radio Star OMG! 4. Þegar ég horfi á Stinna og Hörpu og átta mig á að ég verð einhleyp að eilífu. 5. Ghostbusters. 6. Spínat og sellerípizza.

Guðfinna 1. Laus og heldur betur liðug. 2. Ljótir bílar og ljótir menn. 3. Það væri snilld að taka gigg með félögum mínum í Rolling Stones. 4. Gráta? Nei, ég græt ekki. Ég er grjóthörð. 5. Alveg væntanlega Die Hard. 6. Franskar, sós’og salat.

47


Hvaða persóna ert þú? Þín helsta ósk ?

Endalausir peningar De

r þú r ndi My ja fyri 0 g 0 syn n 1.0 a ? m s a fr nn ma

lfsæ

Nei

Tan hre nburs t ina r n a og ær ur

i

rlar Há ka Ljón

Uppáhalds dýr?

Ap

Ég óttast ekkert

Hver er þinn stærsti ótti ?

Sjá

Þú ert stinni stuð! Þú ert rosalegt egó, mjög skapstór og ákveðinn. Þú ert algjör trendsetter og heldur að þú sért með allt á hreinu!

48

vis

aga

Hvað tækir rá þú með þé ? u yj eyðie

Spegil og greiðu

uuu já!

um

an

æj

g ni/

llun

ge

a um

ra

ðd

e it m

Hvernig bók myndir þú skrifa?

Friður á jörðu

Þú ert Hekla! Þú tekur skjótar ákvarðanir og ert klár. Þú hefur alltaf gaman af því að djóka og flippa. Þú ert oftast með allt á hreinu!

Orðabók

rt o

ko

da

n La

uka

na

jó gs

Stór ákvörðun í lífi þínu, þú... ni þin ettu r i gd lg Fy u hu t s fyr

Hugsar þig vel um

Þú ert Frímann! Þú ert mikill pælari og hugsar mikið fram í tímann. Þú ert varkár og klár. Þú ert með allt á hreinu!


FRÍTT GOS FYLGIR Í FEBRÚAR

SIGURJÓN DIGRI KOMINN TIL AÐ SJÁ OG SIGRA

120 gr. hágæða ungnautakjöt, sætt beikoni, brún piparsósa, brie ostur, hvítlauksristaðir sveppir, karamellíseraður rauðlaukur, Boston kál og tómatar. Meðlæti: Franskar, sósa og salat.

ASTRALTERTAN FRÆGASTA TERTA SEM ALDREI HEFUR VERIÐ BÖKUÐ

Karamelluterta með pekanhnetum, valhnetum, mjólkursúkkulaði og hvítu súkkulaði. Borin fram kubblaga með heitri karamellusósu og vanilluískúlu. Má bjóða þér Astraltertukubb?


1. „Erum við í bissness?” 2. „Það elskar mig enginn.” 3. „Ég tvista til að gleyma.” 4.„Sé ég með hattinn kemst ég í stuð!”

1.Hekla 2.Stinni 3.Óliver Twist 4.Dúddi 5.Sísí 6.Harpa 7.Dýrleif 8.Frímann 9.Stinni 10.Lars

Hver sagði hvað?

5. „Hvað? Fjögur grömm af speltryki og eina sellerístöng?” 6. „Þetta er ómöguleg tóntegund, ég syng lengst uppi í rassgati!” 7. „Ég krefst lágmarks hreinlætisaðstöðu.” 8. „Þið setjið Stuðmönnum enga afarkosti.” 9. „Ég get ekki tjáð mig listrænt þegar ég sæti svona stanslausum árásum.” 10. „Það verður sko engin rúta, heldur langferðabíll!”

Svö r


Styrktarlínur HealthCo Ehf Twill – vefnaðarvöruverslun ... erum á Facebook – efnin í dressin fást hjá okkur :) Hrímnir-Hnakkar.is Ísbúðin í Álfheimum

Þakkir Árni vaktmaður Ingibjörg Ósk Jónsdóttir Ísak hjá Veislunni Félagsheimilið Seltjarnarnesi Novus Bjarki Vilmarsson Hörður Ragnarsson Ólafur Jón Thoroddsen Andri Páll Alfreðsson Jón Þór Sigmundsson Pétur Sigurðsson Mímir Hafliðason Jón Birgir Eiríksson Ágúst Guðmundsson Egill Ólafsson Jakob Frímann Magnússon Stuðmenn

Grýlurnar Sæsi – Bus4u Jóhannes Ásbjörnsson Helga Hauksdóttir Laufey Rut Guðmundsdóttir Rakel Tómasdóttir Jónas Alfreð Birkisson Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson Jakob Gabríel Þórhallsson Björgvin Sigvaldason Kristinn Brynjar Pálsson G. Orri Rósenkranz Sólfaxi Guðmundur í Varmalandi Markaðsnefnd Kiddi

Umsjón: Snorri Björnsson og Arnar Ingi Ingason Ljósmyndir: Laufey Rut Guðmundsdóttir, Snorri Björnsson og Alma Karen Knútsdóttir Prentsmiðja: Prentmet Grafísk hönnun/forsíða: Rakel Tómasdóttir Hönnun og umbrot leikskrár: Laufey Rut Guðmundsdóttir Útgefandi: Nemendamótsnefnd

51


«70

SÉRSTAKUR Í SÓKN

HEAVY

SPECIAL

Bíldshöfða | Dalshrauni | Nýbýlavegi | Skipholti | Tryggvagötu


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.