Kosningabæklingur | Rán Ísold

Page 1

Rรกn

LISTร


INNGANGUR Rán Ísold Eysteinsdóttir er mitt nafn. Rán Ísold Eysteinsdóttir er að bjóða sig fram í listanefnd Verzlunarskóla Íslands 2014-2015. Rán Ísold ætlar nú að hætta að tala um sig í þriðju persónu. Ég hef alla tíð notað bæði heilahvel tiltölulega jafn mikið. Oft er talað um hægra heilahvels sinnaða eða vinstra heilahvels sinnaða manneskju en ég er víst (samkvæmt prófi sem ég tók á netinu) í fullkomnum meðalveg milli tveggja hveljanna. Bæði það hægra og það vinstra vinna þétt og vel saman í heilanum mínum og ég skal segja ykkur af hverju það skiptir nógu miklu máli til að nefna það afar skringilega hér. Fyrir þá sem ekki vita þá sér hægra hvelið um skapandi hugsanir og verkefni sem heilinn kemur til móts við. Hægra hvelið er afar hentugt til að kannast við andlit, viðhalda félagslegum tengslum og tjá innsæi jafnt sem skoðanir. Hægra heilahvelið er því talið listrænna en það vinstra og því mjög nauðsynlegt í nefnd sem listanefndinni. Vinstra hvelið aftur á móti sinnir starfi rökhugsunarinnar og skynseminnar. Það getur því verið afar hentugt þegar sinna þarf því ábyrgðarstarfi sem það er að vera stjórnarmeðlimur. Ég tel þessa notkun mína á báðum heilakveljum gera mig að afar hentugum kosti til þessa embættis sem formaður listafélags Verzlunarskóla Íslands þar sem það embætti krefst bæði skipulagningar og rökuhugsunar en aftur á móti einnig listrænnar sköpunar.

Reynsla

Námið: Viðurkenning fyrir góðan námsárangur frá 4. til 9. bekk Viðurkenning fyrir hæstu meðaleinkunn úr 10. bekk. Viðurkenning fyrir góðan árangur í listgreinum Grunnpróf í flautunámi Verzló: Búninganefnd Nemó 3. bekk Verzló Kórinn Bakrödd Vælinu 2013 Sviðslistarhópur Nemó 2013-2014 Listanefnd 2013-2014


STEFNUMÁL

Listó • • • • • • • • • • •

Hefja undirbúningsvinnu um leið. Hafa leiklista námskeiðið/prufurnar sýnilegri busum. Auka upplýsingaflæði milli nefndarinnar og undirnefnda á listó leikritsferlinum. Taka inn ábyrgt fólk í PR-nefndina svo leikritið fái þá athygli sem það á skilið. Nota grunninn af leikmyndinni frá því í fyrra svo að sá kostnaður geti farið frekar í markaðssetningu leikritsins. Setja upp skýra verkaskiptingu innan nefndarinnar. Markaðssetja líkt og í fyrra en fara einnig í pr-kynningar í fyrirtæki. Virkja listó á samfélagsmiðlum svo sem Facebook, Instagram og Snapchat. Sjá til þess að listó sýningin verði tekin upp. Ýta undir filmuna sem nýlega var sett í listó verkahringinn. Halda áfram frábæru samstarfi við skemmtó í Valentínusarvikunni.

Stjórn • • • •

Niðurgreiða miðaverðið fyrir verzlinga á böll. Auka upplýsingaflæði innan stjórnarinnar og frá stjórninni til nemenda. Sjá til þess að auðvelt séi að hafa samband við stjórnarmeðlimi m.a. með hjálp samfélagsmiðla. Sjá til þess að allar nefndir skólans hafi góða vinnuaðstöðu.

„Hands down nettasta gella sem ég veit um og besti gillari innan Verzló“ –Kári Eldjárn „Ég set x-ið mitt við Rán af því að hún rændi í mér hjartanu í listóferlinu í fyrra og ég veit hún mun rokka stöðu formannsins næsta vetur. Áfram Rán!“ –Guðný Karlsdóttir “Vertu töff, vertu hugmyndarík, vertu týpa, vertu hávaxin, vertu listræn, vertu... Rán. Nei það er bara ein Rán. KJÓSTU RÁN!” -Bára Lind Þórarinsdóttir “Rán er enginn þjófur hún bara gefur” -Birkir Ingimundar “Þetta er engin spurning! Rán er fædd í þetta! Sé ekki neinn annan sem ég myndi treysta eins vel og Rán fyrir formann Listó” -Aron Brink “Ég hef þekkt Rán í mjög stuttan tíma en þrátt fyrir það er eins og við höfum alltaf þekktst! Og ég get með sanni sagt að ég veit ekki um neina manneskju sem væri betri í þetta verkefni en hún!” -Ruth Tómasdóttir


Þórunn Lárussdóttir leikkona, söngkona og leikstjóri

Til að lýsa Rán Ísold ætla ég að notast við þrjá lykilhluti sem einkenna hana. Skynsöm: Rán er ákveðin. Hún veit hvað hún vill og fylgir sínum skoðunum og stefnum eftir. Hún er tillitsöm hvað skoðanir annarra varðar og hlustar á og tekur til greina allar skoðanir sem settar eru fram. Hún er ávallt tilbúin að ræða alla hluti í þaula og taka vel upplýsta ákvörðun. Dugleg: Nú hef ég unnið með Rán í tæpt ár og það er sama hvaða verkefni eða vandamál er sett fram er Rán er fyrst í verkið. Hún gengur hreint til verks og lítur ekki um öxl. Rán spyr ekki hvort að verkefnið sé þreytandi, langt eða leiðinlegt, ef verk þarf að vinna þá er það unnið! Karakter: Í Rán býr mikill persónuleiki, mikil manneskja, mikil sköpun. Rán er bæði listfeng og listræn. Hún yrði öflug innspýting í listafélag Verzlunarskólans, yrði hún formaður Listó og myndi hún ekki eiga í neinum vandræðum að setja upp flott leikverk með metnaðinn og karakterinn í broddi fylkingar. Rán yrði Nfví og Verzlunarskóla Íslands til mikils sóma sem formaður LFVÍ og set ég því mitt x við Rán. Teitur Gissurason meðlimur listanefndar 2013-2014 Umbrot : Laufey Rut G.

STUDNINGSGREINAR

„Ég kynntist Rán Ísold Eysteinsdóttur síðastliðið vor þegar ég var beðin um að mæta í viðtal vegna uppsetningar listafélagsins á leikverki þá um haustið. Það er skemmst frá því að segja að hún heillaði mig upp úr skónum, hún er dugleg, ákveðin, hugmyndarík og reyndar afbragðs leikkona líka. Hún er einnig metnaðargjörn og er fyrir vikið afskaplega pottþétt í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Ég skrifa með ánægju nokkur orð henni til stuðnings, vegna framboðs hennar til formanns Listafélags Verzlunarskóla Íslands. Það gleður mig að hún skuli sækjast eftir verkefninu þar sem hún hefur skemmtilega listræna sýn. Hún er óhrædd að standa með skoðunum sínum, jafnvel þó hennar sýn sé stundum á skjön við skoðanir annarra. Það tel ég mikinn kost í fari þess sem stýrir slíku félagi því þá eru meiri líkur á því að félagið takist á við ólík, ögrandi verkefni og njóti einstakrar uppskeru. Ég mæli hiklaust með þessari frábæru stúlku í starf formanns Listafélags VÍ.“


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.