Kosningabæklingur | María Guðlaug

Page 1

MARÍA - Í Fo r s e t a -


Kæru vinir Ég heiti María Guðlaug Guðmundsdóttir og hef ákveðið að bjóða mig fram til embættis forseta N.F.V.Í fyrir skólaárið 2014-2015. Frá fyrsta skóladegi í Verzló hefur Nemendafélagið átt hug minn. Nemendafélagið er það stærsta á landinu og langar mig til að taka þátt í að gera það enn betra en nú. Forsetaembættinu fylgir þó mikil ábyrgð og tel ég mig vera tilbúna að axla þá ábyrgð. Nái ég kjöri mun ég stuðla að því að allir njóti sín innan skólans og sjá til þess að rödd nemenda fái að heyrast. Forseti NFVÍ er milliliður nemenda og skólastjórnar og skal hann tryggja sem best hagsmuni nemenda. Forseta ber að hafa yfirsýn yfir félagslífið í skólanum ásamt því að tengja saman allar nefndir skólans og styðja við þær. Ég mun gera mitt allra besta til að vinna af hagsmunamálum þínum og tel mig hafa mannkostina sem þarf í þetta verkefni. Ég hef margar hugmyndir um það hvernig hægt væri að bæta nemendafélagið og tel ég að reynslan mín muni nýtast mér mikið. Það skiptir miklu máli að það sé góður andi í skólanum og mun ég verða opin fyrir hinum ýmsu tillögum um hvernig bæta megi Nemendafélagið. Ég bý yfir mikilli reynslu frá síðastliðnum árum af fjölbreyttum störfum fyrir Nemendafélagið. Ég hvet þig til að kynna þér stefnumál frambjóðenda og sjá hverjum þú treystir best til þess að leiða Nemendafélagið okkar á komandi skólaári. Því bið ég um þinn stuðning í komandi kosningum, svo við getum saman gert næsta skólaár ógleymanlegt. Með von um þinn stuðning,

María Guðlaug


Stuðningsgreinar María setur þarfir annarra fram yfir sínar. Það er búið að vera ótrúlega gaman að hafa hana Mæju okkar í nefndinni. María setur þarfir annarra fram yfir sínar. Á löngum andvökunóttum var það alltaf María sem sá svo vel um okkur og passaði upp á að við allar myndum fara glaðar og jákvæðar heim. Það sem þarf til þess að vera góður forseti er að vera skipulögð, góð í samskiptum, viðkunnaleg og alltaf hress. Þetta eru einmitt orðin sem lýsa henni Maríu lang best. Við erum bæði stoltar og ánægðar að hún sé að fara í framboð forseta og við hvetjum þig kæri Verzlingur til þess að kjósa Maríu.

Xoxo Kvasir Traust manneskja með puttann á púlsinum Það að vera forseti NFVÍ felur í sér mikla ábyrgð. Manneskjan þarf að hafa góða samskiptarhæfileika, vera góður leiðtogi og vera almennt mjög vingjarnleg. Undirritaður telur að María Guðlaug Guðmundsdóttir hafi alla þessa eiginleika og treysti ég henni fullkomlega fyrir því að vera andlit Nemendafélagsins. María Guðlaug hefur öðlast mikla og fjölbreytta reynslu við störf sín innan NFVÍ og mun hún tvímælalaust nýtast henni sem forseti. Í Hagsmunaráðinu setti hún þarfir nemenda fram yfir sínar eigin og barðist fyrir réttindum okkar allra. Einnig var hún í ritnefnd Kvasis og var því með puttann á púlsinum yfir öllum nýjustu fréttunum. Síðast en ekki síst hefur hún verið bekkjarfulltrúi bekkjarins frá því við vorum lítil busagrey og aldrei stigið feilspor. María er ekki einungis harðdugleg og metnaðarfull heldur er hún líka með fyndnari manneskjum sem ég þekki. Hún hefur allan pakkann og það væri hrein skömm að kjósa hana ekki. X- MARÍA GUÐLAUG Í FORSETA NFVÍ

Daníel Pálsson Listó-stjarna


Stefnumál Miðaverð í lágmarki

Stækkun NfVI.IS

Ég mun tryggja að fjárhagur nemenda sé í fyrirrúmi. Þar sem að allir eiga geta skemmt sér fyrir lítinn pening. Með góðum samningum er hægt að halda miðaverði á viðburði NFVÍ í lágmarki.

Mikilvægt er að vefsíðan fari snemma í loftið og þarf að lífga hana heldur betur við. Ljósmyndir af böllum og öðrum viðburðum verði settar inni á síðuna ásamt þáttum frá 12:00 og Rjómanum. Ég myndi vilja hafa svæði inni á síðunni þar sem nemendur gætu sett inn ábendingar hvernig hægt væri að bæta Nemendafélagið. Glósubanki skal vera öllum opinn. Símanúmer nemenda eiga vera öllum aðgengileg og gaman væri að endurvekja targetlistann.

Nýnemar Ég vil virkja nýnema strax í byrjun skólaárs og gefa þeim kost á því að taka þátt í nefndarstörfum minni nefnda. Mikið leynist af hæfileikaríkum nýnemum. Ég vil efla aðgengi þeirra að störfum Nemendafélagsins og styðja við bakið á þeim ásamt 3.bekkjarráði. Bekkjarfulltrúaráð Tengslanet bekkjarfulltrúa, hagsmunaráðs og stjórnar NFVÍ, þar sem fundað er reglulega um það sem er að gerast í Nemendafélaginu. Þar geta nemendur komið á framfæri ýmsum hugmyndum og skapað á sama tíma gott upplýsingaflæði og samband milli árganga.

Annarböll Eftir skólaböll sem búin eru seinna en miðnætti, skal vera frí í fyrsta tíma þar sem nemendur fá annars ekki nægan svefn til að geta sinnt náminu þann daginn.

Mætingarkerfið þarf að skoða Veikindi og aðrir frádrættir vega of þungt á mætingaeinkunn nemenda. Ég mun berjast fyrir því að þessu verði breytt. Ljósmyndaherbergi Ljósmyndabakgrunnar eru dýrir og tel ég að hægt sé að nýta þá betur. Með því að setja reglur um umgengni í ljósmyndaherberginu er hægt að hægt að koma í veg fyrir óþarfa kostnað. Setja þarf upp skjal þar sem nemendur geta pantað tíma í ljósmyndaherberginu. Listar fyrir böll Halda áfram með skráningalista fyrir böll og aðra stóra viðburði og koma þannig í veg fyrir langar sveittar biðraðir.


Jafnir möguleikar í félagslífinu Ég vil gefa öllum nemendum jafna möguleika á þátttöku í Nemendafélaginu. Með því að nefndir skila inn spurningalistum sínum, fá allir sömu spurningar í nefndaviðtölum, stjórnarmeðlimir sjá til þess að spurningalistanum sé fylgt. Sms áminningar Þyrfti að nýta betur þegar kennarar eru veikir í fyrsta tíma, myndi spara nemendum sporin. Koma mætti upp sms þjónustu á vef nemendafélagsins. Þar gætu nemendur valið sér frá hvaða nefndum þeir myndu vilja fá sms áminningar til þess að enginn viðburður fari fram hjá nemendum. Nemendakjallari Útvega þarf kæli fyrir nesti, sem er aðgengilegur nemendum sem vinna í nemendakjallaranum. Umgengni í nemendakjallaranum hefur ekki verið upp á sitt besta og tel ég að þurfi að bæta. Ég mun gera mitt allra besta til að halda honum sem hreinustum og aðgengilegustum.


María er fyrst og fremst traust, ábyrg og alltaf jákvæð Afhverju viljum við sjá Maríu sem forseta NFVÍ? Svarið er ekki flókið. Hún er algjörlega rétta manneskjan í verkið og á eftir að sinna hlutverkinu vel. Fyrsta daginn í Versló steig María fram og var tilbúinn að sinna því hlutverki að vera bekkjarformaður. Þar með sýndi María að hún var viljug frá fyrsta skóladeginum að taka þátt í félagslífinu og sinna störfum innan nemendafélagsins. María er fyrst og fremst TRAUST vinkona og manneskja, og því leitum við alltaf til hennar þegar við þurfum hjálp við hin ýmsu verkefni, en ef það skapast eitthvað vesen þá er María fyrsta manneskjan til að taka á sig auka vinnu. Það besta við Maríu er að þrátt fyrir allan metnaðinn og einbeitinguna sem hún leggur í það sem hún tekur sér fyrir hendur, er alltaf stutt í hláturinn því húmorinn í stelpunni er sko til staðar!!! María er án efa SKIPULAGÐASTA manneskja sem að við höfum kynnst. Hver til dæmis geymir glósur frá því í 8. bekk? Engin nema MARÍA FOKKING GUÐLAUG! Ekki nóg með það að María sé bjútífúl er hún líka ábyrg, samviskusöm, jákvæð og ekki síst FRÁBÆR vinkona. Hún er ein yndislegasta stelpa sem við þekkjum og vill alltaf öllum vel. Það er alls ekki erfitt að skrifa fallega hluti um Maríu og gætum við haldið endalaust áfram. Við hvetjum ykkur að kíkja vel á stefnumál hennar og getum við, kæru Verslingar fullvisst ykkur um það að ef þið munuð kjósa Maríu sem forseta mun ykkur EKKI leiðast á næstkomandi skólaári!!!!! Aþena Aradóttir, Berglind Rún Gunnarsdóttir, Elín Sóley Sævarsdóttir og Thelma Rut Hólarsdóttir 5-R

Fyrrum Reynsla Grunnskóli Nemendaráð 5. til 10. bekk Félagsráð 8. til 9. bekk Ljóðabók 7. bekkjar Árbókarnefnd 10. bekkjar Formaður nemendaráðs 10. bekk Nefndarstörf mín innan N.F.V.Í. 3. Bekkjarráð PR nefnd Nemó ’12-‘13 4. bekkjarráð Ritnefnd 4. Bekkjarbókar 5. bekkjarráð Ritnefnd KVASI ’13-‘14 Hagsmunaráð ’13-‘14 Mætti á alla helstu viðburði N.F.V.Í


Heiðarlegur forseti með allt á hreinu ! Við þurfum forseta sem er áreiðanlegur og ber fyrst og fremst hagsmuni nemenda ávallt fyrir brjósti sér. Við erum svo heppin að slíkur kostur er einmitt í boði! María Guðlaug býðst til að gegna því hlutverki og má segja að hún smellpassi í það. Hún býr yfir mikilli reynslu en hún hefur setið í 3, 4 OG 5 bekkjarráði, ritnefnd Kvasi og HAXmunaráði svo dæmi séu tekinn af löngum lista. Þessi stúlka er sko sannarlega með allt á hreinu! María er ótrúlega skipulögð og óstöðvandi þegar kemur að því að klára hlutina. 
Við höfum þekkt Maríu frá því að við byrjuðum í Versló. Mikið erum við ánægðar að hafa kynnst henni en þessi stúlka er alltaf jákvæð og er fljót að koma manni í gott skap. Hún er þessi stelpa sem getur alltaf reddað þér enda vill hún öllum það besta. Hún ætlar líka sannarlega að redda okkur með því að berjast fyrir breytingum á mætingakerfi skólans svo dæmi sé nefnt.
Elsku nemendur, nú þurfum við að standa saman. Við þurfum að hugsa stór og hugsa fram á veginn. Viljum við ekki flest öll það sama? Geðveikt félagslíf, góðan talsmann sem og góða ímynd fyrir hönd skólans? KRAKKAR viljum við ekki endurverkja target-listann á NFVÍ? Við þurfum heiðarlegan forseta sem mun styðja okkur og mun ávallt standa með okkur í blíðu og stríðu og standa vörðum hagsmuni okkar. 
Elsku vinir vöndum valið, hugsum um okkar HAG. Við kjósum Maríu Guðlaug og hvetjum þig til að gera slíkt hið sama! Sóley Hennen og Selma Ramdani

Kjóstu mig af því að: Ég hugsa um hagsmuni þína Ég legg mig fram Ég er ábyrg Ég hef áhugann Ég er metnaðargjörn Ég stend við orð mín Ég hef leiðtogahæfileika Ég er opin fyrir hugmyndum

Umbrot : Laufey Rut G.

Ég mun láta rödd þína heyrast Ég er tilbúin að axla ábyrgð Ég er skipulögð Ég er traust Ég er ákveðin Ég hef reynsluna Ég kem hlutunum í verk Ég mun gera næsta skólaár ógleymanlegt



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.