Kosningabæklingur | Heimir

Page 1


Kæru Verzlingar, Ég heiti Heimir Bjarnason og ég stefni á að vera næsti formaður Nemendamótsnefndar. Ég sótti ekki um Verzló vegna þess að ég hafði séð Nemó-söngleik. Ég var einfaldlega að elta annan vin minn og mögulega gera smá uppreisn gegn móður minni sem vildi að ég gengi í MR. Ég kynntist Nemó-heiminum mjög fljótlega eftir að ég komst í Ljós og Hljóð undirnefndina á busaárinu sem fólst í því að fylgja leikurum á sviði með eltiljósum. Ég varð strax ástfanginn. Öll orkan og gleðin sem fylgdi þessari risaumgjörð var með ólíkindum. Fjórði bekkur hófst og ég gerði allt til að vera þáttakandi í Nemó. Ég bauð mig fram í nefndina, bjó til kosningaplakat í þrívídd, fór í nefndarviðtöl, fór í söng-, leik- og jafnvel dansprufur en endaði aftur í Ljós og Hljóð sem mér fannst frábært í alla staði. Það að vera á æfingum og fylgjast með seinustu skrefum ferlisins fullnægði allri Nemó-fíkninni minni. Ég bauð mig aftur fram og komst loks inn í nefndina og ef ég á að vera algjörlega hreinskilinn var uppsetning „Með allt á hreinu“ það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni. Það var mikil vinna en það borgaði sig margfalt í lífslexíum og óhamlaðri gleði. Þrjú ár eru frá því að nautnalegt ástarsamband mitt og Nemó hófst. Á þessum þremur árum hef ég lært meira, kynnst fleiri skemmtilegu fólki og þróast meira en ég gerði nokkurntímann á fyrstu sextán árum mínum. Nemó hefur verið ógleymanlegt ævintýri og ég tel mig algjörlega tilbúinn til að miðla þeirri miklu reynslu og áhuga sem þessi vegferð hefur veitt mér hingað til sem næsti formaður. Ég er tilbúinn fyrir ábyrgðina og hausverknum sem því fylgir. Því fyrst og fremst snýst Nemó um skemmtun fyrir alla. Ég er meira en tilbúinn að veita ykkur, elsku samnemendur mínir, ásamt 150 öðrum dugnaðarforkum, þá skemmtun sem við eigum öll skilið að fá að upplifa. Með kærri kveðju og von um framúrskarandi Nemendamót 2014/15,

Heimir Bjarnason


Heimir Heimir Heimir. Hvar á að byrja! Það er erfitt að finna byrjun þannig við byrjum bara í miðjunni. #Heimir1415 er frábært efni í formann Nemendamótsnefndar skólaárið 2014-2015. Allt frá því #Heimir1415 byrjaði í Verzló hefur draumur hans verið Nemó. Draumur hans varð strax að veruleika í 3. bekk en þá komst hann í undirnefndina Ljós og Hljóð. Í kosningum vorið 2012 bauð hann sig svo fram í nefndina sjálfa. Því miður var hann ekki kosinn í nefndina en fór í viðtal fyrir listónefndina og var tekinn inn þar. En Nemódraumurinn var ekki dauður hjá Homie Bernesen því hann fór aftur í undirnefndina Ljós og Hljóð. Vorið 2013 bauð hann sig svo fram á ný í Nemónefndina og viti menn... Strákurinn var kosinn inn! Heimir hefur sýnt það í störfum sínum innan nefndarinnar í ár að hann getur leitt þetta stóra batterí. Reynslan sem hann hefur fengið af ferlinu í ár er hiklaust boost fyrir hann fyrir komandi átök. Það er enginn að segja að verkefnið verði auðvelt, alls ekki, en það er verkefni sem Homie Bernesen er 100% tilbúinn í! #Heimir1415 hefur verið ómissandi hlekkur í þessu langa og stranga en ótrúlega skemmtilega ferli sem Nemóskipulagningin er. Fólk hefur ekki hugmynd hversu mikil vinna fer í að setja upp flottasta og metnaðarfyllsta menntaskólaleikrit á landinu og svo má ekki gleyma einu stærsta og mest sótta balli hvers skólaárs. Nemóferlið er 100% vinna og það þýðir ekkert að vera 80% með. Þetta veit #heimir1415 því hann hefur núna eytt ári af lífi sínu með okkur og staðið sig með stakri prýði. #heimir1415 er traustur kandídat og með hjartað á réttum stað. There‘s no I in team en það er I í Heimir, það skiptir ekki máli því #heimir1415 spilar fyrir liðið og þarf Nemónefndin að spila sem eitt lið. Þetta lið þarf fyrirliða sem stýrir því í gegnum blindbylinn sem fylgir Nemó og er #heimir1415 akkúrat maðurinn í það verk. Ef við vitnum í Heimi sjálfan: “Ég er ekki í Verzló útaf náminu!” þá ætti ekki að vera erfitt að sjá að þarna er maður sem gerir allt sem hann getur til þess að þú, kæri kjósandi, fáir að njóta one hell of a NEMÓ’1415.

Nemendamótsnefnd ‘13-’14


Stefnumál Nemó Algjört hlutleysi allra nefndarmeðlima í viðtölum/prufum Sem formaður mun ég gæta þess að allir hafi sömu möguleika að komast í undirnefndir eða söngleikinn óháð því hvern hann þekkir. Hæfileikar eru það eina sem skiptir máli. Fjölbreyttari hlutverk Ég vil stækka möguleika þeirra sem sérhæfa sig einungis í einni listgrein, svo sem að leika og syngja, að fá hlutverk í sýningunni. Það er ósanngjarnt fyrir besta leikarann að fá ekki að taka þátt því hann kann ekki að syngja. Fleiri sérhlutverk fyrir leikara og söngvara yrðu því til staðar. Samskiptaflæði Ég mun stöðugt skoða hvort að samskiptaflæði sé í hámarki hjá öllum sem koma að ferlinu. Samskiptaleysi getur og hefur verið eitt helsta vandamál í stóru verkefni eins og þessu. Ég vil binda enda á það áður en það hefst. Undirnefndir fá frítt á leiksýninguna Undirnefndir eru ómissandi partur af ferlinu og því fá þau að sjálfsögðu frítt á sýninguna. Frábrugðinn stíll og þema undanfarinna ára Verkið mun ekki herma eftir síðustu árum. Markmiðið er að vinna með frábrugðnum stíl og með nýju þema. Aðalmálið er þó auðvitað að það sé skemmtilegt. Lifandi tónlist Tónlistin verður lifandi þ.e.a.s hljómsveit í leikhúsinu. Vídeósvið ef það hæfir verkinu Ef söngleikurinn býður upp á það, vil ég virkja vídeónefnd og þar með vídeóbakgrunninn á ný en nú í meira samspili við ljós og props á sviði. Verðlaun fyrir virka undirnefndarmeðlimi Það hafa stundum verið veitt verðlaun fyrir duglegt fólk í markaðsnefnd. Ég vil hinsvegar veita virkum meðlimum allra undirnefnda verðlaun fyrir störf sín.

Hátíðleg og nautuð vígsla Eins og sagan segir fór Kiddi húsvörður í fallhlífarstökk með V70. Ég ætla mér að gera það sama, en með fyrsta eintaki af leikskrá í stað. Leikskráin verður glæsileg og þarf tilheyrandi vígslu. Þetta væri bæði skemmtilegt fyrir nemendur og einnig góð markaðsbrella til að koma sýningunni strax á netmiðlana. Halda kostnaði niður Það er mikið áherslumál að halda kostnaði í lágmarki og eyða engum óþarfa pening. Þar með aukast líkur á hagnaði sem myndi renna beint í nemendafélagið og þar með gagnast öllum félögum þess.


Stefnumál Stjórn Framúrskarandi stjórnarmeðlimur Sem meðlimur stjórnarinnar myndi ég gæta hagsmuni allra nemenda og aðstoða alla sem hafa samband við mig varðandi hin ýmsu mál. Ef svo bæri við, myndi ég verja hagsmuni nemenda gegn skóla og skólastjórn. Appið Nýta NFVÍ appið betur. Tala við fyrirtækin sem gefa nemendum afslætti á skólakortin og semja um að fá mánaðarleg tilboð í appið, eins og hjá Nova. 50%, 2 fyrir 1, o.s.frv. Glæsileg böll Halda verði á böll í algjöru lágmarki. Engar óþarfa hækkanir og leggja áherslu á lækkun fyrir meðlimi N.F.V.Í. Einnig notast við pottþétta DJ með mikla reynslu. Þeir eru mikið notaðir í byrjun á böllum og því þarf virkilega góða aðila í það starf. Minningar að eilífu Allir vilja varðveita Verzló-minningarnar en DVD-diskar eru draumórar og í allri hreinskilni ópraktístir. Stjórninni ber samt skylda til að gefa öllum greiðan aðgang að öllu myndbandsefni sem N.F.V.Í býr til. Því væri sniðugt að hafa gott samband milli stjórnar og bókasafnins og hjálpa þeim að halda uppi nýju Youtube síðunni sinni. Myndbönd yrðu sett þangað um leið og kostur er á því. Engin kynjamismunun Jafnrétti kynja í nefndarstörf. Það eru fyrst og fremst hæfileikar sem gilda. Kyn eiga því ekki að spila neitt hlutverk í vali á nefndarmeðlimum. Einnig ætla ég að ýta undir að bæði kyn mæta í viðtöl. Það er engin nefnd sérhönnuð að einu kyni. Virkari nefndir Virkja allar minni nefndir svo að félagslíf blómstri á öllum sviðum. Vera í góðu sambandi við alla formenn minni nefnda. Skoða hugmyndir, áætlanir og fjárhagsleg mál þeirra allra og efla gott samband. Réttlátt og blómstrandi nemendafélag Síðast en ekki síst. Allir nemendur í Verzlunarskóla Íslands eru jafningjar. Það skiptir ekki máli hvort þú sért 12:00 „stjarna“ eða metnaðarfullur námsmaður. Við erum ein heild og ég mun leggja mig allan fram um að búa til skemmtilegt og afslappað andrúmsloft fyrir hverja einustu sál í þessum dásamlega skóla.

Reynsla Grunnskóli Titilhlutverkið í söngleiknum Robinson Crusoe – 2004 Varaformaður nemendaráðs Laugalækjarskóla Skólaráð Laugalækjarskóla Ungmennaráð Laugardals og Háaleitis 3. Bekkur Ljósamaður á uppsetningu Nemó – Bugsy Malone Mætti í allar Nemó-prufur 4. Bekkur Listafélag N.F.V.Í – Kæra Jelena Filman – Stuttmyndakeppni Verzló – Nefndarmeðlimur og keppandi Ljósamaður á uppsetningu Nemó – V.Í Will Rock You Aðstoðaði við Vælið Söng í Peysó-laginu 5. Bekkur Nemendamótsnefnd – Með allt á hreinu Aðstoðaði við Vælið


Kæru Verzlingar N.F.V.Í. er besta nemendafélag á landinu. Það er mikilvægt að velja réttu einstaklingana til að leiða það og ég er sannfærð um að Heimir sé hinn fullkomni arftaki Nemendamótsnefdar. Það skiptir máli að þora að gera eitthvað nýtt, vera skapandi og trúa á það alla leið. Heimir er með frjóasta ímyndunarafl sem fyrir finnst og ég veit að hann mun leggja allt af mörkum til að setja upp stórkostlega sýningu af áhuga og ástúð. Heimir hefur setið í bæði Listafélaginu og Nemendamótsnefndinni sem báðar sjá um uppsetningu á sýningu sem er ómissandi reynsla. Það er gríðarlega mikilvægt að þekkja ferlið fram og aftur. Heimir hefur líka alltaf haft einhverja sjúka ást fyrir Nemó og hefur verið viðriðinn nefndina frá busaári. Heimir sást þá ýmist vera að mála, smíða, kynna eða spotta. Var hann í öllum undirnefndunum maður spyr sig? Nei, hann er bara svona léttur, ljúfur og kátur. Þessi piltur er svo óendanlega hjálpsamur, einlægur og vel gefinn að ég held að það sé ekki hægt að elska hann ekki. Hann er einnig harðduglegur og hefur góða yfirsýn á ferlinu og því sem við kemur formannsstarfinu. Það er nauðsynlegt að drífandi einstaklingur sé í forystu sem getur unnið undir miklu álagi. Heimir er tilbúinn til að taka Nemó fram yfir mat, svefn og frítíma almennt. Ég hef unnið með Heimi í mörgum verkefnum og hefur hann alltaf verið drífandi, atorkusamur og metnaðarfullur. Heimir er alltaf á réttum stað á réttum tíma og ég veit að hann mun sinna starfinu heilshugar. Heimir hefur ástríðuna, reynsluna og drifkraftinn sem þarf til að sinna formannsstarfi Nemendamótsnefndar og vera hluti af stjórn N.F.V.Í. Ef Heimir hlyti þetta embætti yrði ég alsæl vitandi að nemendafélagið yrði í góðum höndum á komandi ári.

Auður Finnbogadóttir Formaður Listafélags NFVÍ 2012-2013

Sérstakar þakkir: Jakob Gabríel Þórhallsson | Umbrot : Laufey Rut G. | Forsíða: Ágúst Elí Ásgeirsson


Langar lýsingar geta verið ofmetnar og því bað ég stuðningsmenn mína að lýsa mér í stuttu máli. Að sjálfsögðu ritskoðaði ég ekkert og því má hér sjá hvernig ímynd mín er í raun og veru.

„Hugmyndaríkur. Skapandi. Hefur allt til brunns að bera til þess að gegna þessu embætti með miklum sóma“ Andrea Gunnarsdóttir – PR Nemó 2013-14 „Maður með allt á hreinu“ Ari Páll Karlsson – Aðalhlutverk/Handritshöfundur Ignotus (Sigurvegari Filmunnar)

„Heimir sér fyrir heiminum“ Hrafnhildur Atladóttir – PR Nemó 2013-14 „Dugnaður, traust og gleði!“ Hörður Guðmundsson – PR Nemó 2013-14

„Steiktur, yndislegur, snjall og ábyrgðarfullur“ Aron Brink – Rjóminn/Sviðslistarhópur Nemó 2013-14

„Heimir hefur einstakt hugmyndaflug, hann gæti búið til leikrit um háu kollvikin á Óla Njáli og selt þér það á staðnum, krassandi frumleiki, er það ekki eitthvað sem við öll viljum?“ Ingibjörg Ásta Bjarnadóttir – Danshópur Nemó 2013-14

„Andstæðan við leiðinlegan drullusokk“ Ágúst Elí Ásgeirsson – Vídeónefnd Nemó 2013-14

„Snjall“ Jakob Gabríel Þórhallsson – Formaður Rjómans 2013-14

„Stór. Stæltur. Seiðandi. Sætur. Sick“ Egill Ploder Ottóson – Formaður 12:00/Sviðlistarhópur Nemó 2013-14

„Ákveðinn, metnaðargjarn, ljúfur og þægilegur í samskiptum“ Jóhann Ívar Björnsson – Formaður PR Nemó 2013-14

„Kjóstu Heimi, annars tekur hann þig í rassgatið“ Gauti Jónasson – Lögsögumenn/Annáll Nemó 2013-14

„Afskaplega vandvirkur og hefur góða yfirsýn hvað þarf að gera til þess að koma hlutunum í verk“ Jón Ágúst Hannesson – Rjóminn 2013-14

„Ég get fullvissað þig um að Nemó er í góðum höndum“ Goði Már Daðason – Sviðslistarhópur Nemó 2013-14

„Heimir Bjarnason – Traustins verður“ Jón Þór Sigmundsson – Markaðsstjóri 2013-14

„X við Heimi í Nemó. Annars myrðir hann ættingja þína“ Guðlaugur Helgi Kristjánsson – Nemendamótsnefnd 2013-14

„Heimir getur það þunnur“ Jónas Orri Matthíasson – Hljómsveit Nemó 2013-14

„Heimir hefur allt sem til þarf!“ Guðrún Eiríksdóttir – Leikskrá Nemó 2013-14

„Heimir getur það fullur“ Snæbjört Sif Jóhannesdóttir – 4 & 5. Bekkjarráð 2012-14

„Áræðinn. Hugmyndaríkur. Herbergisfélagaður. Gagnrýninn“ Gunnar Kolbeinsson – Rjóminn 2013-14

„Ég treysti Heimi til að vera jákvæður og öflugur leiðtogi Nemendamótsnefndar“ Sigríður Björk Gunnarsdóttir – Stærðfræðikennari

„Simply the best“ Halla Björk Ásgeirsdóttir – Shoe Goddess 1995-2014 "Kjóstu Heimi, hann sefur hvort sem er aldrei" Helgi Hallgrímsson - Skátanefnd 2013-14

„Einn af sjö undrum veraldar“ Þórður Sigurgeirsson – Ljósamaður Nemó 2013-14



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.