Guðný Ósk
Listó 2013-2014
Kæru Verzlingar Guðný Ósk Karlsdóttir heiti ég og hef ákveðið að bjóða mig fram sem formann Listafélagsins fyrir komandi skólaár. Frá því að ég hóf skólagöngu mína í Verzló hef ég alltaf haft mikinn áhuga á listafélaginu og störfin sem felast á bakvið það. Ég myndi gera allt fyrir listina og leggja mig alla fram til þess að listafélagið myndi blómstra eins og það hefur verið að gera síðastliðin ár. Frá því að ég man eftir mér hef ég alltaf verið að stunda listrænt nám, á ýmsum sviðum og tel ég mig því fullhæfa til þess að starfa fyrir listafélagið og setja upp glæsilega sýningu í haust. Ég er metnaðarfull stúlka að norðan sem elskar að starfa í góðum hóp. Það er einnig mikilvægt að hafa góða nefnd að baki sér og skipta verkum. Ef þú myndir kjósa mig sem formann myndi ég leggja mig alla fram og tryggja með sæti mínu í stjórn að hugsa um ykkar hagsmuni. Ég er með fullt af spennandi hugmyndum og hvet ég þig kæri samnemandi til þess að kynna þér stefnumálin mín vel því þar gæti verið eitthvað fyrir þig. Nýttu svo kosningarréttinn þinn vel þegar þar að kemur og ekki hika við að spyrja mig að hverju sem er ef þú hefur einhverjar spurningar. Gleðilega KOX-viku!
Guðný Ósk Karlsdóttir
gudokar@verslo.is 868-7907
Stefnumál fyrir Listó Leikritið: • Byrja undirbúning snemma í sumar og finna leikstjóra sem og spennandi leikrit til að setja upp í haust. • Halda námskeið strax í byrjun annar þar sem prufur munu einnig fara fram með leikstjóra eins og síðastliðin ár, sem hafa alltaf verið mjög skemmtileg og vel sótt. • Efla PR nefndina, hafa fjölbreytt og ábyrgt fólk í nefndinni sem mun sjá til þess að leikritið fái meiri athygli. • Tilkynna leikritið fyrr en hefur tíðkast. og setja strax upp facebook like síðu og fanga þannig athygli almennings. Þar væri hægt að setja inn myndir frá æfingum og undirbúnings vinnu fyrir listó vikuna. • Hafa trausta fjárhagsáætlun fyrir listafélagið. Nýjar hugmyndir: • Halda spuna maraþon þar sem hægt væri að safna áheitum og gefa síðan til góðgerðamála. • Efla danshóp Listó og leyfa öllum þeim fjölbreyttu dönsurum í Verzló að njóta sín. Ég vil skipta hópnum í tvo hópa (mætti vera í báðum hópum) : • Þá sem hafa brennandi áhuga og vilja æfa yfir alla önnina fyrir dansatriði sem yrði síðan sýnt í listó vikunni sjálfri. • Hinsvegar væri hópur sem kæmi saman einu sinni í viku þar sem fjölbreyttur hópur af danskennurum kæmu með mismunandi dansstíla í hvern tíma. Þannig ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi og jafnvel fá tækifæri til þess að prófa eitthvað nýtt. Fá unga og upprenandi listamenn í Verzlunarskólanum til þess að koma oftar fram, hvort sem það er tónlist, dans eða einhversskonar list. • Búa til póstlista fyrir þá Verslinga sem hafa brennandi áhuga á list og menningu. Með þessum lista geta þeir sem hafa áhuga fengið upplýsingar um komandi lista viðburði í Höfuðborginni og næsta nágrenni. Einnig væri hægt að athuga hvort áhugi sé fyrir hópferðum á tónleika , leikrit eða danssýningar. Halda í föstu liðina : • Halda frábæra listó viku • Setja upp árlegu tískusýninguna sem er alltaf jafn flott. • Halda uppá Valentínusardaginn með skemmtinefnd og gera þetta að skemmtilegum degi.
Stefnumál fyrir stjórn NFVÍ
• Halda áfram með stuð og stemningu á marmaranum sem oftast. • Tryggja að fjárhagur nemenda sé í fyrirrúmi. • Efla 3.bekk og kynna fyrir þeim strax allt það sem nemendafélagið hefur uppá að bjóða. • Reyna bæta skipulag á nemendakjallaranum svo það sé auðvelt að halda honum hreinum. T.d með því að skipta tiltektardögum niður á nefndir.
Stuðningsgrein Kæru Verzlingar Ég kynntist GUÐRÚNU haustið 2012. Hún varð fljótt áberandi þar enda hávær, hortug og frek þannig að ég reyndi eftir bestu getu að leiða þessa furðulegu stelpu hjá mér og einbeita mér að öðrum félagsskap. Allt kom hins vegar fyrir ekki og hún hélt áfram með dónaskap og leiðindi.. En hér lýk ég frásögn minni af Guðrúnu, gömlu frænku minni í Hafnarfirðinum og ætla að segja ykkur stuttlega frá GUÐRÚNU Ósk, minni kæru vinkonu og formannsframbjóðanda í listó. Við Guðrún höfum ekki þekkst lengi, en höfum samt kynnst ótrúlega vel á þeim stutta tíma. Hún er ein af þeim sem ég gef hiklaust stórt knús á ganginum – og þess heiðurs nýtur bara fámennur, en góðmennur hópur. Við höfum unnið mikið saman í Nemó í ár og ég held að allir í hópnum hafi sömu sögu að segja. Guðrún er ótrúlega þægileg að vinna með, hress, opin og almennt ógeðslega næs stelpa. Hún tekur því óskiljanlega vel þegar við strákarnir uppnefnum hana „Guðnýju“, kýlum hana í öxlina, felum dótið hennar, spörkum í hana og tökum hana í „Gunnar Nelson“. Það geislar af Guðrúnu, hún er góð við alla og hefur jákvæð áhrif á alla í kringum sig – og það eru krúsíal eiginleikar þeirra sem eiga að leiða nefndir og sitja í stjórn. Heil Guðrún! -Hersir Aron Ólafsson, Morfís og Nemónefnd 2012-2013
Reynslan mín
Frá því að ég man eftir mér hef ég alltaf verið í listnámi af ýmsu tagi og oftast viljað vera karakter uppá sviði. Ég byrjaði ung að dansa og syngja, og sótti fjöldann allan af leiklistarnámskeiðum hjá Leikfélagi Akureyrar. Tíu ára gömul hreppti ég hlutverk Kamillu litlu í Kardemommubænum sem Freyvangsleikhúsiðsetti upp og má segja að ég hafi verið óstöðvandi síðan. Ég var virkur meðlimur hjá Freyvangsleikhúsinu þangað til ég ákvað að halda á vit ævintýranna og koma suður í Verzló.
Leiklist
-Kabarett 2007 & 2008 - Freyvangur -Wake me up before you gogo 2008 - Leikfélag Akureyrar -Vínland - Rokksöngleikur - Freyvangur (Áhugaverðasta leikhússýning áhugaleikhúsa á landinu 2009)
Tónlist
-Píanónám 8-15 ára -Klassískt söngnám 10-15 ára -Kór 6-15 ára og einnig núna í Verzló! -Tók þátt í Samfés í 8 - 10 bekk -Einsöngvaranám og söngleikjanám hjá Margréti Eir í Meiriskólanum.
Dans
-Dansskóli Elínar 6-11 ára. -Íslandsmeistar í Samkvæmisdansi Ungmenni og Fullorðnir K, árið 2009 -Point Dans Studio 12-15 ára, aðstoðarþjálfari og nemi. - Jazzballetskóli Báru -Dansstudio World Class
Versló reynsla
-Nemó hárnefnd 2010-2011 -Bakrödd í Vælinu 2011, opnunar dansatriði á Vælinu 2012 -Danshópur listó 2012 -Kórnefnd 2012-2013 -Nemó 2012-2013 söngur/leikur
Stuðningsgreinar Hvar skal byrja? Við kynntumst Guðnýju fyrst í Draumnum, nemendamótssýningu Versló árið 2010 þegar hún var busi. Maður fann strax að þarna var einstök stelpa og ber hún enn síðan þá þann titil að vera einn mesti orkubolti sem við þekkjum. Guðný var í hárnefnd þá og þekkt sem hármeistarasnillingur skólans. Þá er þó ekki öll sagan sögð því Guðný er uppfull af hæfileikum. Fyrir utan hvað hún er mikill hársnillingur er hún líka söngsnillingur, tónlistarsnillingur, danssnillingur, leiklistarsnillingur og svo mætti lengi telja. Guðný hefur alltaf lagt metnað í allt sem hún gerir sama hversu lítið verkefni hún tekur að sér- hún skilar því af sér með glans. Ef maður leitar til Guðnýjar er hún alltaf til staðar og tilbúin að hjálpa til. Einn af helstu kostum hennar er hversu rosalega jarðbundin manneskja hún er og aldrei yfir aðra hafin. Hún lætur þó ekki vaða yfir sig og teljum við það kost sem að formaður þarf að hafa, að líta á kollega sína sem jafninga en samt hafa ákveðnina til þess að koma verki í framkvæmd og hafa stjórn á hlutunum. Við vitum mæta vel að Guðný myndi standa sig afburða vel sem formaður Listafélagsins og hún er algjörlega búin að vinna sér þann heiður inn með hjálpsemi sinni í Verslunarskólanum. Guðný hefur oft verið manneskjan á bakvið tjöldin sem hjálpar til við allt og ekki einu sinni tekið “credit” fyrir. Þannig við hvetjum ykkur kæru Verslingar að koma þessum hæfileikaríka orkubolta í stjórn og kjósa hana í formann Listó! -María Ólafs og Ólöf Kristín, Nemóstjörnur
Það er sannarlega ekki erfitt að skrifa fallega hluti um Guðnýju Ósk. Allir sem þekkja hana vita að hún er alltaf hress, dugleg og metnaðarfull. Hún hefur reynst okkur í nefndinni mjög vel, við getum alltaf treyst á hana og hún leggur sig alltaf alla fram. Með sitt breiða bros og flaxandi hár, sigrast hún á öllu og er vön að hugsa í lausnum en ekki vandamálum. Gleðin og góðmennskan er eitthvað sem aðrir gætu tekið sér til fyrirmyndar í fari Guðnýjar. Hún býr yfir stórkostlegum samskiptahæfileikum og er því mjög auðvelt að vinna með henni og nálgast hana. Hún er einstaklega skipulögð og gefur sér alltaf tíma í hlutina hvort sem þeir eru stórir eða smáir. Til viðbótar við þetta allt er hún einhver fyndnasta týpa í skólanum og hver sem fær að vinna með henni á næsta ári getur álitið sjálfan sig heppinn. Þessvegna segjum við það með sönnu að Guðný er frábært efni í formann sem og stjórnarmeðlim og við trúum því að hún sé betur tilvalin sem formaður Listafélagsins en nokkur annar. Helga kórstjóri biður einnig að heilsa. -Elinóra, Eydís, Heiðrún og Ingunn Ýr, meðlimir kórnefnd 2012-2013
Stuðningsmannalisti Unnur Eggertsdóttir – Formaður nemendamótsnefndar 2011-2012 Sigríður Dagbjört - Formaður nemendamótsnefndar 2010-2011 Helga Margrét – Kórstjóri Verzlunarskólans og Tónlistarstjóri Nemó 2012-2013 Hinrik Wöhler - Formaður Íþró 2011-2012 Kristín Dóra - Formaður Málfó 2011-2012 Silja Rós - Listónefnd 2012-2013, Nemó 2012-2013 María Ólafs – Nemóstjarna Ólöf Kristín – Nemóstjarna og listónefnd 2012-2013 Ingileif Friðriksdóttir – v79 nefndin Heiðrún María – Formaður kórnefndar Elinóra - Formaður kórnefndar Lárus Örn - 12:00 Hersir Aron - Nemónefnd 2012 - 2013 og Morfís meistari Bryndís Stefánsdóttir – Nemóstjarna Víðir Þór - Fyrrum nemóstjarna Katrín Mist – Nemandi við Circle in the Square Theatre School Sigyn Blöndal – Eigandi Point Dansstudio á Akureyri
Sýnd á Stöð 2 um páskana
Sérstakar þakkir -Laufey Rut Guðmundsdóttir (umbrot og hönnun) -Ingileif Friðriksdóttir (myndir) -Amma Guðný -Margrét og Siggi -Guðni