Takturinn | 1.tbl árg.2013

Page 1


WWW.JORSTORE.COM

Laugavegur 89 / 101 Reykjavík

MÁN-LAU 10:00-18:00 | SUN 13:00-17:00


FYRSTA SVANSVOTTAÐA VEITINGAHÚSIÐ Á ÍSLANDI Veitingastaðurinn Nauthóll nýtur sérstöðu sem fáir veitingastaðir á höfuðborgarsvæðinu geta státað af en hann býr að frábærri stað – setningu í nágrenni við helstu útivistarperlur höfuðborgarsvæðisins, Nauthólsvík og Öskjuhlíð. Þeirri nálægð fylgir ósjálfrátt einhver bjartur, heilnæmur og fallegur andi og við leggjum sérstaka áherslu á létt og notalegt andrúmsloft á staðnum.

FYRSTA SVANSVOTTAÐA VEITINGAHÚSIÐ Á ÍSLANDI

www.nautholl.is

www.facebook.com/nautholl

nautholl@nautholl.is

s. 599 6660


Ágætu laganemar Í sumar tók ég að mér starf ritstjóra Taktsins, tímarits Lögréttu við Háskólann í Reykjavík. Ég var svo heppin að fá til liðs við mig nokkra frábæra nemendur þær: Birnu, Eyrúnu, Fanny, Vigdísi og Þórdísi. Við settum í sameiningu saman blað sem endurspeglar námið í HR, hvað nemendur gera þegar þeir líta upp úr skólabókunum og síðast en ekki síst hvernig útskrifuðum laganemum úr HR tekst að fóta sig í atvinnulífinu. Í blaðinu er að finna fjölbreytt efni en þar ber hæst ágrip af umfjöllun um Jessup málflutningskeppnina, nýnemaviðtöl, viðtöl við nemendur sem hafa farið erlendis í skiptinám, lagatískan, myndir af miðstjórn Lögréttu, viðtöl við nemendur á forsetalista, spurningakeppni kennara, Brusselferð 2. árs nema og viðtöl við laganema sem eru að láta gott af sér leiða í samfélaginu. Ég met það mikils að fá að taka þátt í þessu verkefni og halda uppi útgáfu þessa blaðs sem kemur út í sömu viku og Humarhátíðin er haldin. Því bið ég ykkur vel að njóta kæru nemendur og hvet ykkur til þess að njóta alls þess sem þessi frábæri skóli hefur upp á að bjóða, bæði innan og utan skólastofunnar. Bestu þakkir til allra sem komu að blaðinu, sérstakar þakkir fara til Laufeyju Rutar Guðmundsdóttur fyrir uppsetningu og hönnun blaðsins. Vonandi hafið þið gagn og gaman af!

Efnisyfirlit

Ritstjóraávarp

Jessup ævintýrið 2013….............6 Nýnemaviðtöl…...........................8 Skiptinemar…..............................10 Lagatískan..................................16 Miðstjórn lögréttu.......................18 Námstækni................................20 Spurningakeppni kennara........21 Brussel ferðin................................22 10 Staðreyndir-..............................23 Facebook statusar......................23 Útskrifaðir nemendur…..............26 Myndir úr félagslífi Lögréttu........28

Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir

Útgefandi: Lögrétta Prentun: Litla Prent Upplag: 200 eintök Uppsetning og hönnun: Laufey Rut Guðmundsdóttir

4.


0k

No r. í N va o va

1.0 0 SM 0 mí S/M n. o MS g 50 ám 0 án.

App el síma Sæktu Nova appið í App Store eða Play Store (Nova Iceland)

0 kr. Nova í Nova: Ekkert mánaðargjald í frelsi en 690 kr. í áskrift.


Jessup

ævintýrið 2013 Skólaárið 2012-2013 tók lagadeild HR þátt í Jessup málflutningskeppninni, en skólinn sendi síðast lið í keppnina árið 2009. Lið HR var skipað fjórum stelpum úr röðum meistaranema við lagadeildina, þeim Önnu Björg Guðjónsdóttur, Aldísi Geirdal Sverrisdóttur, Claudiu Ashonie Wilson og Guðrúnu Lilju Sigurðardóttur. Við sem tókum þátt í keppninni erum allar sammála um að þetta var eitt það skemmtilegasta sem við höfum gert á ævi okkar, svo ekki sé talað um það hversu frábær reynsla felst í þátttöku í svona keppni. Philip C. Jessup International Moot Court Competition er haldin árlega og er um að ræða stærstu alþjóðlegu málflutningskeppni í heiminum. Keppendur flytja mál á sviði þjóðaréttar, líkt og um málflutning fyrir International Court of Justice (Alþjóðadómstóllinn í Haag) væri að ræða. Í byrjun árs fara fram landskeppnir hverju landi fyrir sig, og ávinna sigurliðin sér þátttökurétt í aðalkeppninni sem haldin er í Washington DC á hverju vori. Árið 2013 tóku alls 126 lið frá 83 löndum í aðalkeppninni í Washington, sem var haldin dagana 31. mars til 6. apríl. Aðdragandinn og undirbúningur. Undirbúningur fyrir keppnina hófst strax í byrjun haustannar 2012 með upprifjun á helstu reglum þjóðaréttar. Um miðjan septembermánuð var málavaxtalýsing keppninnar birt og hófst þá undirbúningur fyrir alvöru. Óteljandi margar stundir fóru í að kryfja málavextina til m e r g j a r, og eftir það tók við rannsóknarvinna, rökræður og “brainstorm”, sem náði nýjum hæðum á þessu tímabili. En eins og aðrir laganemar, þá komu verkefnatarnir og lokapróf (sem minnti okkur á að jú – við vorum í öðrum fögum líka) og þá þóttumst við leggja Jessup til hliðar á meðan. Sambýlismenn og fjölskyldumeðlimir munu þó seint gleyma þessum tíma, þegar ekki var talað um annað en Jessup – endalausu símtölunum og vangaveltunum. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir að hafa verið “punching bags” fyrir okkur, þar sem hver einasta hugmynd og rökleiðsla var borin undir þann sem hendi var næst – óháð vilja viðkomandi eða þekkingu á efninu. Sagan segir að aðstandendur liðsfélaga hafi sammælst um að setja “Jessup kvóta” á liðsmenn fyrir hvern dag, sennilega ekki að ástæðulausu. Í janúar fengu laganemar í Háskólanum í Reykjavík kærkomið tveggja vikna jólafrí

6.

áður en vorönnin hófst. Við fengum hinsvegar mannlausa lesstofu (og mannlausan skóla) sem við nýttum okkur óspart til þess að skrifa greinargerðirnar, sem skila þurfti um miðjan janúar. Langar nætur tóku við af löngum dögum og á meðan aðrir voru komnir í nýársátak vorum við tíðir gestir á skyndibitastöðum borgarinnar, að ógleymdum nammibarnum í Hagkaup, sem var rétt að ná sér á strik eftir jólaprófatörn borgarbúa. Smartheit og snyrtimennska voru svo gott sem flogin út um gluggann þegar skiladagurinn rann loks upp og við skiluðum af okkur sköpunarverkinu – tvær hnausþykkar greinargerðir voru sendar til Ameríku og við fórum heim í sturtu. Pásan entist þó ekki lengi, því nú tók næsti kafli við. Lagadeildin útvegaði okkur ræðuþjálfara, og sóttum við tíma hjá Maríu Ellingsen, sem tók okkur í gegn skref fyrir skref og gerði úr okkur almennilega ræðumenn. Við lékum hinar ýmsu kúnstir í tímunum hjá Maríu, sem voru stórskemmtilegir. Þess á milli var setið við ræðuskrif og framkvæmdar ræðuæfingar heimavið. Enn og aftur sýndi sig stuðningur fjölskyldunnar sem þurfti daglega að hlusta á ræður um flóttamenn, náttúruhamfarir og mannréttindi, alþjóðlega sáttmála og reglur. Setningin “Mr. President, your excellencies. My name is...” hefur til að mynda verið bönnuð á nokkrum heimilum síðan í apríl á þessu ári. Líkt og á haustönninni vildi það stundum gleymast að við vorum í fleiri fögum en bara Jessup. Þetta er eflaust rétti tíminn til að þakka öllum hópmeðlimum, sem voru svo heppnir að lenda með okkur í hópverkefnum á þessum tíma og tóku okkur upp á arma sína. TAKK! Í lok febrúar vorum við loks orðnar fullnuma af námskeiðinu hjá Maríu og þann 8. mars var stundin runnin upp. Landskeppnin fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem lið HR mætti liði HÍ í stóra salnum. Þennan dag höfðum við undirbúið í hálft ár. Nú var að duga eða drepast. Spennutilfinningunni sem heltók okkur þennan morgun er ekki hægt að lýsa. Stress, tilhlökkun, kvíði, léttir.

Ótrúleg blanda tilfinninga sem hrísluðust í gegn um mann og tók völdin. Allt sem við höfðum unnið að síðustu mánuði var undir þennan dag, en allur þessi undirbúningur lét ekki á sér standa og bar lið HR sigur úr býtum í keppninni við lið Háskóla Íslands. Ekki nóg með að hafa sigrað ræðukeppnina sjálfa, heldur sigruðum við einnig keppni um greinargerðir og áttum besta ræðumanninn: Önnu Björg. Spennufallið var gríðarlegt og gleðitilfinningunni er ekki hægt að líða. Sigur – hvílík tilfinning! Þremur vikum síðar lá leiðin til Washington. Haldið var út síðdegis laugardaginn 30.mars , daginn fyrir páskadag. Liðskonur voru að sjálfsögðu vel búnar, með íslenska þjóðbúninginn og páskaegg í handfarangri. Það er óhætt að segja að mikil spenna hafi verið í loftinu – við vorum á leið í sannkallað ævintýri og vissum ekkert hvað beið okkar handan við hafið.

„Allar sammála um að þetta var eitt það skemmtilegasta sem við höfum gert á ævi okkar “


Á sunnudeginum má segja að það hafi verið lognið á undan storminum. Dagurinn byrjaði á skráningu liðanna, en eftir það tók við nokkurra klukkutíma bið eftir keppnisgögnum og upplýsingum um mótaðila. Við styttum okkur stundir með páskaeggjaáti, stuttri heimsókn í bæinn og svokallaðri “Orientation fair” þar sem háskólar héðan og þaðan kynntu starfsemi sína. Loks var komið að afhendingu gagnanna. Þá kom í ljós að Anna og Guðrún áttu að mæta sínum fyrstu andstæðingum strax morguninn eftir og þá var sett í 5. gír. Við birgðum okkur upp af vistum fyrir nóttina og hófst svo undirbúningur. Það var lesið, skrifað, power nappað og ræður æfðar. What a night! Á mánudagsmorgun var fyrsta keppnin háð. Við mættum liðinu frá Kuwait og vorum nokkuð ánægðar með árangurinn. Okkur hafði tekist það sem virtist nánast ómöguleg tilhugsun hálfu ári áður: að flytja mál á ensku og svara spurningaflóði dómaranna sem virtust hafa það að markmiði að slá okkur út af laginu. Að keppni lokinni hélt undirbúningurinn áfram, því næsta dag voru tvær keppnir á dagskrá hjá íslenska liðinu. Á þriðjudeginum byrjuðu Aldís og Claudia á því að keppa við lið frá Ástralíu og Anna og Guðrún mættu liðinu frá Rúmeníu um kvöldið. Þriðjudagurinn var því mjög hlaðinn og mikið að hugsa um. Þrátt fyrir harða keppni og gífurlega erfiðan dómarapanel vorum við sáttar með daginn og það sem við höfðum afrekað. Um kvöldið skáluðu Anna og Guðrún fyrir keppnislokum, en Aldís og Claudia kepptust við að undirbúa sig undir síðustu keppnina, sem fór fram á móti liðinu frá Berlín á miðvikudagsmorguninn. Á miðvikudagskvöldið hófust svo hátíðarhöld, sem áttu eftir að endast út vikuna. Boðið var í teiti á næturklúbbi í borginni, þar sem stóð til að tilkynna hverjir hefðu komist áfram í 32 liða úrslitin. Íslenska liðið komst ekki áfram og var keppni því lokið hjá okkur. Það sem eftir lifði viku áttum við góðar stundir

með vinum okkar í keppninni, skoðuðum Washington, borðuðum góðan mat og kíktum í búðirnar. Á fimmtudagskvöldið var haldið hið fræga “Go National Dress Gala” sem við höfðum sko aldeilis hlakkað til. Allar liðskonur íslenska liðsins höfðu orðið sér út um íslenskan þjóðbúning og vöktu þeir mikla lukku hjá öllum viðstöddum. Lokahóf keppninnar var loks haldið á laugardagskvöldinu, þar sem veitt voru verðlaun fyrir hin ýmsu afrek. Íslenska liðið náði þeim flotta árangri að lenda í 25. sæti í keppni um bestu greinargerðirnar, og skaut þar m.a. mörgum enskumælandi keppnisliðum ref fyrir rass. Þar að auki náði Aldís þeim frábæra árangri að komast

í hóp 100 bestu ræðumannanna, en ætla má að ræðumenn keppninnar hafi verið um 500 talsins. Eftir frábæra viku í Washington var haldið heim á sunnudagseftirmiðdegi, með aðeins fleiri töskur en komu með í upphafi. Eftir stendur minningin um fráBÆRT tímabil sem hófst haustið 2012 og náði hámarki í Washingtonborg.


Nýnemaviðtöl

Unnur María Harðardóttir

Bogi Agnar Gunnarsson

Hvaðan kemur þú? FG, Setbergið. Afhverju HR? Flottur skóli, og vildi prófa ,, bekkjarkerfi’’ . Uppáhalds fag? Fjármunarréttur. Heitasti kennarinn? …. Veit ekki alveg. Uppáhalds karakter í Suits? Klárlega Specter. Hvernig trítar þú sjálfa/n þig? Shoppppping! Hver eru framtíðarplönin? Starfa við eitthvað fasteigna tengt. Uppáhalds skemmtistaður? Prikið vs Austur.. fer eftir stemmingu. Sigurður Líndal vs Jón Steinar? Líndal. Er Málið málið? Jahh. Hélstu upprunalega að þú gætir átt þér líf samhliða laganáminu? Haha jájá. Hjúskaparstaða? Föstu. Stundar þú íþróttir? Er bara í ræktinni ef það telst með . Hvað fer í taugarnar á þér? Að skilja núll hvað ég er að lesa í lögfræðinni. Hver er þinn uppáhaldsstaður innan veggja HR? uhhh þriðja hæðin?

Hvaðan kemur þú? Hafnarfirðinum og gekk í Flensborg . Afhverju HR? Þú færð það sem þú borgar fyrir. Uppáhalds fag? Erfið spurning er að meta aðferðafræðina þessa stundina. Heitasti kennarinn? Eiríkur Elís er allt það sem ég vil vera. Uppáhalds karakter í Suits? Harvey Specter, hvernig er hægt að nefna annan ? Hvernig trítar þú sjálfa/n þig? Mér finnst rosalega fínt að fá mér nokkra í vísóferð svona eftir hörku vikunnar. Hver eru framtíðarplönin? Ná í þessa blessuðu gráðu held ég. Uppáhalds skemmtistaður? Eftir að vegó hættu með 3fyrir1 er ég alveg lost. Sigurður Líndal vs Jón Steinar? Líndal tekur þetta á reynslunni. Er Málið málið? Málið er málið. Hélstu upprunalega að þú gætir átt þér líf samhliða laganáminu? Nei og ég veit ekki ennþá hvort ég megi það. Hjúskaparstaða? Single Stundar þú íþróttir? Ég reyni að spila fótbolta þegar ég get. Hvað fer í taugarnar á þér? Að þurfa að leggja í B8. Hver er þinn uppáhaldsstaður innan veggja HR? Djúpið gefur skólanum vissan klassa sem ég kann að meta.

8.


Bjarki Guðmundsson Hvaðan kemur þú? Ég var í Menntaskólanum við Sund og kem úr Breiðholtinu. Afhverju HR? Mér leist vel á námsaðstöðuna og áhersluna í náminu. Uppáhalds fag? Hingað til er það fjármunaréttur. Heitasti kennarinn? Hef ekki pælt í því. Uppáhalds karakter í Suits? Er því miður ekki byrjaður að horfa á Suits. Hvernig trítar þú sjálfa/n þig? Geri alltof lítið af því, en gott möns + Game of Thrones klikkar ekki. Hver eru framtíðarplönin? Ljúka námi, finna hvar áhuginn liggur og skemmtilegt starf við hæfi. Uppáhalds skemmtistaður? Klárlega Austur eftir seinustu vísindaferð. Sigurður Líndal vs Jón Steinar? Sigurður Líndal. Er Málið málið? Já klárlega fyrir einhvern eins og mig sem nennir sjaldnast að búa til nesti. Hélstu upprunalega að þú gætir átt þér líf samhliða laganáminu? Nei, en það gengur betur en ég bjóst við. Þökk sé æðislegri stundatöflu. Hjúskaparstaða? Einhleypur . Stundar þú íþróttir? Ekki beint, hef alla tíð verið virkur þar til ég meiddist fyrir 2 árum. Núna þjálfa ég Ólympískar lyftingar í staðinn. En ég kíki reyndar í bogfimi öðru hverju. Hvað fer í taugarnar á þér? Ýmislegt, en í náminu er það að geta ekki haldið einbeitingu nógu lengi við lesturinn. Hver er þinn uppáhaldsstaður innan veggja HR? Bókasafnið, finnst ágætt að sitja í sófa inná bókasafninu við lesturinn.

Guðrún Linda Pétursdóttir Whitehead Hvaðan kemur þú? Ég er úr Hafnarfirði, en bý núna í Kópavogi og er stúdent úr Versló. Afhverju HR? Ég hélt það væri hægt að tana í sólinni #vonbrigði. Uppáhalds fag? Hingað til fjármunaréttur. Heitasti kennarinn? Erfitt að gera upp á milli allra þessa sjóðheitu fola, ætli Eiríkur Elís hafi samt ekki vinninginn. Uppáhalds karakter í Suits? Vandræðalegt, ég horfi ekki á Suits, er ég þá ekki bara fallin? Hvernig trítar þú sjálfa/n þig? Naglalakk og Kardashians – deadly combó. Hver eru framtíðarplönin? Fyrir utan að bjarga heiminum þá ætla ég að flytja til útlanda í smá stund, annað er óplanað. Uppáhalds skemmtistaður? Ég er enn að syrgja Vegamót. Sigurður Líndal vs Jón Steinar? Furðuverkið sem er Sigurður Líndal. Er Málið málið? Já, ég kann ágætlega við Málið. Hélstu upprunalega að þú gætir átt þér líf samhliða laganáminu? Já, það var misskilningur. Hjúskaparstaða? Í sambúð með Árna Frey. Stundar þú íþróttir? Æfi og þjálfa CrossFit í Sporthúsinu. Hvað fer í taugarnar á þér? Að Brit hafi rakað á sér hárið þarna 2007 . Hver er þinn uppáhaldsstaður innan veggja HR? Eftir að ég komst að því að það væri ekki hægt að tana í sólinni er ég bara alveg lost.

9.


Skiptinemar Karen Rúnarsdóttir Skiptinemi í Uppsala Uppsala Universitet

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í skiptinám? Það voru margar ástæður fyrir því afhverju ég ákvað að fara í skiptinám. Það sem helstu máli skipti var eflaust ævintýraþrá og að öðlast nýjar lífsreynslur.

Hvers vegna varð þessi skóli fyrir valinu? Það eru líka nokkrar ástæður fyrir því afhverju Uppsala varð fyrir valinu. Sterk staða skólans á alþjóðamælikvarða og háskólasamfélagið sem blómstrar í Uppsala voru meðal þeirra þátta sem vógu þyngst. Hvernig var ferlið við að komast út? Ferlið var mjög einfalt. Alþjóðaskrifstofan í HR hefur komið sér upp fyrirmyndar verkferlum sem auðveldar umsóknarferli nemenda mikið.

Hvernig var námið í Uppsala í samanburði við HR ? Námið í Uppsala reyndist erfiðara en háværar sögusagnir fyrri nemenda báru með sér, eða kannski er ég bara svona treg. Námið gekk þó áfallalaust fyrir sig. Hvernig gekk að læra á öðru tungumáli? Það gekk mjög vel að læra á ensku. Ekkert reyndi á sænsku. Lýstu hefðbundnum skóladegi hjá þér ? Gerð var krafa um að nemendur væru mjög vel undirbúnir fyrir tíma. Kennslan saman stóð af því að nemendur miðluðu námsefninu í formi málstofa. Kennslustundirnar voru því bæði þungar og krefjandi en að móti kom að kennslustundir voru fáar. Kennsluvikan innihélt almennt aðeins tvær málstofur. Útvegaði skólinn húsnæði eða þurftiru að sjá um það sjálf? Ég sótti um húsnæði á vegum skólans og fékk úthlutað í samræmi við mínar óskir. Hvernig var félagslífið úti og var mikið skipulagt sérstaklega fyrir skiptinema? Gömul hefð er fyrir því í Uppsala að nemendafélög skiptist eftir landshlutum Svíþjóðar en ekki námsbrautum. Byggist þessi gamla hefð á því þegar fólk flykktist að hvaðanæva til þess að stunda nám við skólann. Hver landshluti kom sér upp húsnæði þar sem nemendur gátu borðað, sofið, lært og skemmt sér. Sem dæmi má nefna að eitt nemendafélagið heitir “Stockholms Nation” og annað “Varmlands Nation”. Sérstöku skattahagræði hefur verið komið á, félögunum til góða, sem gerir það að verkum að ódýrasti kosturinn hverju sinni er bæði að borða og skemmta sér í nemendafélögunum. Í dag eru nemendur ekki háðir því að velja sér nemendafélag eftir búsetu heldur tekur valið mið af þeirri dagskrá og þeim fríðindum sem nemendafélögin bjóða upp á. Með greiðslu til eins nemendafélags veitir það sérstaka afslætti og fríðindi hjá því nemendafélagi en virkjar jafnframt aðgang að öllum hinum. Hvert nemendafélag bauð upp á einhverja dagskrá á hverju kvöldi. Úrvalið var því bæði gott og mikið. Eitthvað fór fyrir því að sérstök dagskrá

væri skipulögð fyrir skiptinema en ég tók ekki mikinn þátt í því. Hvað stóð mest upp úr í dvöl þinni í Uppsala? Hiklaust vinasamböndin sem ég þróaði með mér og ferðalögin sem ég fór í. Hvað fannst þér erfiðast við að vera í skiptinámi ? Í sannleika sagt þá var það gnýstandi kuldi vetursins sem reyndist mér erfiðastur. Ég náði aldrei að klæða hann af mér. Hver eru þín framtíðarplön? Enginn veit ævi sína fyrr en öll er. Ertu með einhverjar ráðleggingar til þeirra sem eru að hugsa um skiptinám ? Ég hvet alla þá sem áhuga hafa á skiptinámi að drífa sig!

Skúli Hakim Mechiat

Skiptinemi í París Université Panthéon Assas Hvers vegna ákvaðst þú að fara í skiptinám? Mig hefur langað til þess síðan ég var í grunnskóla. Á hverju skólastigi skoðaði ég möguleika á skiptinámi en taldi það alltaf vera of dýrt. Þegar ég hóf nám við HR fannst mér ég því eiga eitthvað eftir og ég ákvað, strax á fyrsta ári, að fara í skiptinám. Hvers vegna varð þessi skóli fyrir valinu? Ég vildi fara til Frakklands vegna þess að ég vildi líka græða tungumálið. Segja má að það hafi verið aðalneistinn. Aftur á móti hafði Lagadeild HR engan samning við lagadeildir í Frakklandi. Ég setti mig þá í samband við alþjóðasviðið, sem benti mér á að ég gæti reynt að finna skóla, þar sem ég hefði áhuga á að stunda nám. Ég hellti mér þá út í smá rannsóknarstarf og fann 3 skóla sem komið gætu til greina. Upphaflega var París ekki skilyrði enda


voru þeir skólar sem ég gróf upp hver á sínum stað í Frakklandi. Ég endaði með þessa þrjá með því að skoða hvaða frönsku Háskólar væru hæst metnir á alþjóðavísu. Sá sem bar af var Assas og seinna komst ég að því að lagadeildin í Assas er sú hæst skrifaða í Frakklandi og þykir merkileg í Evrópu. Inn í valið spilaði líka að ég er svo mikill smábæjarperri, að þrátt fyrir að hafa komið til Parísar í fjórgang áður, hafði ég aldrei náð að fíla mig. Ég taldi kjörið, til þess að kynnast borginni og fíla hana, að dvelja þar í nokkurn tíma... Sem varð svo raunin. Hvernig var ferlið við að komast út? Þar sem ég var mjög tímanlega að þessu öllu saman þá lenti ég sem betur fer ekki í neinu erfiðu rugli, heldur gekk þetta smurt. Það var örlítið panikk þegar ég, fyrir slysni, missti af íbúðinni þar sem ég hafði átt að dvelja en þá voru enn þrír mánuðir til stefnu svo það leystist mjög farsællega. Það var mér til happs að vera svona tímanlega að öllu, vegna þess að skriffinskan hér í París er gríðarleg. Ég væri núna taugahrúa, með magasár og stuðningsfulltrúa, ef ég hefði verið með allt á síðustu stundu. Svo má ekki gleyma því að hún Gullý í alþjóðadeildinni, reyndist mér mjög iðinn og verðmætur bakhjarl varðandi allan undirbúning. Það sama má segja um Jónu á skrifstofu lagadeildarinnar. Hvernig var námið í París í samanburði við HR ? Námið var mjög mikið öðruvísi í Assas en í HR. Í fyrstu fannst mér námið forneskjulegt, þ.e. tímarnir ganga þannig fyrir sig að prófessorinn talar og nemendurnir skrifa niður það sem hann segir. Það er hending ein að sjá glærur og sömuleiðis er jafnsjaldgæft að heyra kennara spyrja út í sal og að vera boðinn harðfiskur í París. Einnig eru Frakkar hörðustu formalistar sem um getur, svo að Þjóðverjar roðna í samanburði. Aðferðarfræðin við að skrifa ritgerðir og slíkt er bæði snúin og erfið fyrir utanaðkomandi en á sama tíma meitluð í stein. Fyrst fannst mér þetta erfitt allt saman en svo áttaði ég mig á tvennu: Annars vegar að aðferðarfræðin þeirra er mjög lógísk og beiti maður henni öðlast maður mjög djúpan skilning á því efni sem um ræðir. Hins vegar, vegna þess hvernig tímarnir fóru fram, var það mjög áberandi hversu góðir fyrirlesarar prófessorarnir voru, nánast undantekningarlaust.

Hvernig gekk að læra á öðru tungumáli? Það má líkja því við mýrarboltann á Ísafirði. Maður er alltaf að reyna að hlaupa í hnédjúpri leðju. Það bætir ekki úr skák að þegar ég mætti á svæðið var ég nánast ótalandi á frönsku. Þetta var því ákveðið ferli og skilningur jókst smám saman Það verður þó að taka það fram að lagafranska er í sjálfu sér annað tungumál en venjuleg franska og breytileg milli sviða innan lögfræðinnar. Þetta var því mjög spennandi áskorun. Lýstu hefðbundnum skóladegi hjá þér ? Í Assas virkar kerfið þannig að maður velur úr einhverjum tilteknum fjölda námskeiða sem eru yfirleitt 4 ECTS einingar. Því næst stendur manni til boða að taka málstofur eða vinnustofur með sumum námskeiðum, sem gerir það að verkum að námskeiðið verður 9 einingar. Vegna þess að valið er töluvert frjálst getur stundartafla orðið nokkuð kaótísk. Þ.á.m. var ég að mánudögum í tveimur tímum, einum kl. 09 en hinum kl 20. Á þriðjudögum hins vegar hófst tímasókn ekki fyrr en kl. 15 og endaði ekki fyrr en kl. 21. Það var því enginn dagur hefðbundinn. Útvegaði skólinn húsnæði eða þurftiru að sjá um það sjálfur? Ég gekk frá öllu slíku sjálfur. Ég gerði í upphafi ekki ráð fyrir mikilli þjónustu í þessum efnum. Ég heyrði seinna orðróm um að skólinn aðstoðaði við slíkt en ég tékkaði aldrei á því. Íbúðamál geta verið snúin og þar af leiðandi mæli ég með því að menn séu tímanlega í slíku. Ég valdi þann kost að fara í svokallað Hostprógram, sem þýddi í mínu tilviki að ég bjó hjá fullorðinni franskri konu. Ég mæli með þessum möguleika, því með þessu fær maður reglulega æfingu við að tala frönsku og í mínu tilviki var sú gamla á endanum besti vinur minn í parís. Hvernig var félagslífið úti og var mikið skipulagt sérstaklega fyrir skiptinema? Það var stanslaust verið að auglýsa hitt og þetta en ég var því miður dálítill félagsskítur hvað varðar þær uppákomur nemendafélagsins. Ég hafði sjálfur hug á að ganga í kór Assas en á endanum passaði það ekki við áfangana sem ég tók ásamt heimavinnu. Á vegum ESN voru líka ógrynni af hlutum að gerast, partístand og networkinguppákomur og alls konar ferðalög. Ég tók heldur ekki mikinn þátt í þessum uppákomum, heldur skipulögðum við doldið sjálf (Erasmussurnar), hittinga,

ferðalög og slíkt. Hvað stóð mest upp úr í dvöl þinni í París? Ég eignaðist mjög góða vini. Þegar allt er talið saman; hvað gat verið gaman að sóla sig í Lúxembúrgargarðinum; hvað var gaman að fara í Óperuna þar ytra; hvað maður var alltaf í námunda við magnaðar byggingar; hvað það gat verið gaman að ganga út um allt í París; hvað maður lærði mikið af frönsku akademíunni o.fl. þá stendur helst uppúr hvað ég eignaðist góða vini. Hvað fannst þér erfiðast við að vera í skiptinámi ? Í mínu tilviki var erfiðast við þetta allt saman að stunda nám á tungumáli sem ég kunni ekki. Alla vega í byrjun. Það tafði mjög mikið verkefnavinnu og slíkt. Hver eru þín framtíðarplön? Framtíðin er opin í fjærendann. Aftur á móti gæti ég vel hugsað mér að fara í starfsnám í París eða jafnvel gera sameiginlegt doktorspróf eða eitthvað slíkt. Þessar hugmyndir eru hins vegar á mjög miklu frumstigi og því er best að halda kjafti um það. Ertu með einhverjar ráðleggingar til þeirra sem eru að hugsa um skiptinám ? Fyrir þá sem ætla sér að stunda skiptinám í París skiptir höfuð máli að gera ekki hluti á síðustu stundu, heldur rannsaka hluti tímanlega og vinna eins mikið og hægt er, fram fyrir sig. Ef menn gera hluti á síðustu stundu, geta þeir lent í vandræðum með frönsku búrókrasíuna. Í annan stað getur reynst manni ómetanlegt að hafa bankareikning þar ytra. Hafi maður slíkt þá opnast manni ódýrari möguleikar í almenningssamgöngum og símatilboðum ofl. Í þriðja lagi, þá mæli ég með því að stúdentar dvelji frekar heilt ár, heldur en eina önn. Maður hefur á tilfinningunni að maður sé rétt að komast inn í hluti, þegar önninni lýkur. Ef einhver ráðlegging ætti svo að standa uppúr, þá væri það að láta ekki efa eða hræðslu stoppa sig. Það mikilvægasta við mína reynslu var læra hvernig maður höndlar sjálfan sig við erfiðar aðstæður.

11.


Skiptinemar Elín Hrafnsdóttir

Skiptinemi í Jóhannesarborg University of Johannesburg Hvers vegna ákvaðst þú að fara í skiptinám? Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því að ferðast. Ég hef áður farið sem skiptinemi og fannst það virkilega gaman. Ég sá þetta sem frábært tækifæri til að ferðast um heiminn og halda áfram náminu. Hvers vegna varð þessi skóli fyrir valinu? Ég ætlaði fyrst að fara í skiptinám til Spánar en það var ekki í boði að læra á ensku þar. Þá ákvað ég að fara til einhvers framandi lands og Suður-Afríka varð fyrir valinu. Hvernig var ferlið við að komast út? Þurfti að skila einhverjum gögnum og skrifa einhver bréf en fékk góða hjálp frá Gullý á Alþjóðaskrifstofunni. Hvernig var námið í Jóhannesarborg í samanburði við HR ? Mjög svipað. Það voru fyrirlestrar í hverjum áfanga einu sinni í viku, miðannapróf og lokapróf en engin hópavinna eins og í HR. Hvernig gekk að læra á öðru tungumáli? Það gekk bara vel. Lýstu hefðbundnum skóladegi hjá þér ? Ef það var mikið að gera í skólanum var ég mikið inná kampusnum þar sem ég bjó. Á kampusnum var búð, bókabúð, veitingastaðir, pósthús og líkamsræktarstöð, svo maður hafði í raun allt til alls þar. Þegar það var minna að gera í skólanum var ég dugleg að ferðast og skoða mig um. Útvegaði skólinn húsnæði eða þurftiru að sjá um það sjálf? Skólinn útvegaði mér íbúð sem ég leigði með öðrum skiptinema. Hvernig var félagslífið úti og var mikið skipulagt sérstaklega fyrir skiptinema? Það var námskeið í byrjun skólans fyrir skiptinemana, sem voru þó ekki margir, svo maður var fljótur að kynnast fólki þarna. Það voru nokkrar ferðir, partý og alþjóðadagur sem var skipulagt sérstaklega fyrir skiptinemana.

12.

Hvað stóð mest upp úr í dvöl þinni í Jóhannesarborg? Öll ferðalögin sem ég fór í. Ég nýtti allan tíma sem lítið var að gera í skólanum í að ferðast. Fór meðal annars í safarí-ferðir, strandarferðir, til Cape Town, Mósambik og Svasílands. Hvað fannst þér erfiðast við að vera í skiptinámi ? Í byrjun var vesen með íbúðina sem skólinn var búinn að lofa mér sem var ekki gaman að standa í. Það eru rosalega mikill munur á menningunni í Suður-Afríku og á Íslandi, sem tók smá tíma að venjast. Ertu með einhverjar ráðleggingar til þeirra sem eru að hugsa um skiptinám ? Byrja að safna og sækja um. Þetta er algjört ævintýri


FÍTON / SÍA

ÞÚ SÆKIR PIZZU OG STÓRAN SKAMMT AF BRAUÐSTÖNGUM OG FÆRÐ AÐRA PIZZU SÖMU STÆRÐAR AÐ AUKI. VIÐ NOTUM EINGÖNGU 100% ÍSLENSKAN OST!

SÍMI 58 12345

DOMINO’S APP

WWW.DOMINOS.IS




Lagat

Erna Sigurðardóttir 1. ár

Tískufyrirmynd: Erna móðursystir mín Jakki: H&M Buxur, peysa, trefill: Tuzzi í kringlunni Skór: GS skór Hálsmen: 4949 Ilmvatn: Dot - Marc Jacobs

16.

Emilía Ýr Jónsdóttir 3. ár

Tískufyrirmynd: Kenza Zouiten Vesti: Micheal Kors Peysa: Abercrombie & Fitch Leðurpils: H&M Skór: O.X.S Armbönd: Marc Jacobs Ilmvatn: Cavin Klein

Oddur Valsson 2 ár

Tískufyrirmynd: Fyrirmyndin gætir í raun áhrifa frá þremur aðilum: Eiríkur Elís Þorláksson, Marky Mark og Hafsteinn Briem Vesti: Forever 21 Skyrta: Sautján Buxur: H&M Skór: Vagabond Rakspíri: Abercrombie & Fitch

Svala Ísfeld Ólafsdóttir Kennari Pils: Karen Millen Peysa: Burberry Skór: Paul Green Fylgihlutur: Hinn launhelgi glæpur


tískan

Elfa Björk Ólafsdóttir 1. Ár

Tískufyrirmynd: Mér finnst Olivia Palermo alltaf mjög smart. Skór: Bossanova Kápa: Zara Úr: Michael Kors Taska: Marc by Marc Jacobs Buxur: Gallerí 17 Ilmvatn: Daisy by Marc Jacobs

Kristófer Fannar Guðmundsson 3. ár.

Tinna Lyngberg Andrésdóttir 4. ár

Hallgrímur Ásgersson Kennari Jakkaföt: Cerutte Skór: Ecco

Tískufyrirmynd: Kourtney Kardashian Skór: Kaupfélagið Buxur: H&M Bolur: Zara Leðurjakki: Zara Trefill: Feldur Ilmvatn: Versace - Bright Crystal

Tískufyrirmynd: Scott Disick Jakki: Zara Skyrta: H&M Buxur: Levi‘s Skór: Timberland Rakspíri: Diesel Only the brave tattoo

17.


Miðstjórn Stjórnin

Hafliði Halldórsson Heiða Björk Vignisdóttir Arna Björk Björgvinsdóttir, Bjarki Þórsson Margrét Þóroddsdóttir Formaður

Ingólfur Örn Ingólfsson

Lögfræðiþjónusta Grímur Már Þórólfsson Eygló Sif Sigfúsdóttir Heiða Björk Vignisdóttir Formaður

Böðvar Einarsson.

Málfundafélag

Elsa Margrét Elíasdóttir Eyjólfur Darri Runólfsson Adela Lubina Ingólfur Örn Ingólfsson Formaður.

18.


n Lögréttu Skemmtinefnd

Birna Arnardóttir Vilhjálmur Herrera Þórisson Arna Björk Björgvinsdóttir Formaður

Þorbjörg Ásta Leifsdóttir Oddur Valsson.

Tímarit Lögréttu Hafliði Halldórsson Ritstjóri

Eva Ólíversdóttir Bergþóra Friðriksdóttir Sólveig Erla Oddsdóttir

Ritnefnd Taktsins

Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir Þórdís Anna Þórsdóttir Fanny Ósk Mellbin Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir Ritstjóri

Birna Kristín Baldvinsdóttir Eyrún Viktorsdóttir.

19.


Námstækni Nemendur sem voru á forsetalista vorið 2013

Rósa Kristinsdóttir nemandi á 2. ári Hvað leggur þú helst áherslu á, lesefnið eða glærur sem settar eru fyrir kennslustund? Ég nota glærurnar mikið til að sjá hvar áherslan liggur til að ná heildaryfirsýn yfir efni áfangans. Síðan nota ég bókina til að fylla upp í þar sem mér finnst ég ekki hafa næga þekkingu. Lest þú fyrir eða eftir kennslustund? Ef tími gefst reyni ég að fara yfir glærurnar fyrir tímann og vera búin að skoða dómana sem koma til álita. Hins vegar endar það oftast þannig að ég fer yfir efnið eftir kennslustund. Lest þú allt sem er sett fyrir? Nei ég verð að viðurkenna að ég geri það ekki. Þetta er svo mikið efni að maður verður að flokka aðalatriðin frá aukaatriðunum. Lærir þú 24/7 eða átt þú einhverja fasta frídaga? Ég tek mér enga fasta frídaga en reyni bara að gera hlutina jafn óðum. Það er svo mismunandi eftir vikum hvernig álagið er en ég reyni að vinna jafnt og þétt en leyfi mér líka alveg að taka daga þar sem ég slappa af. Glósar þú þegar þú lest og ef svo er þá hvernig? Ég handskrifa allar glósur. Þá finnst mér efnið síast betur inn og ég næ betur samhenginu. Ef ég er að lesa langa kafla eða greinar finnst mér gott að skrifa hjá mér áherslupunkta og einfaldar skýringarmyndir. Notar þú einhverja minnistækni? Minnistæknin mín fellst aðallega í því að glósa allt í höndunum og reyni að hafa glósurnar frekar myndrænar. Til að muna dóma finnst mér best að gefa sem flestum eftirminnileg nöfn til að auðvelda að þekkja þá í sundur. Vinnur þú með skólanum? Já ég vinn í snyrtivörudeildinni í Ölgerðinni og tek að mér allskonar verkefni þegar ég hef tíma til. Síðan vinn ég í vísindaferðunum upp í Ölgerð alla föstudaga. Stundar þú reglulega hreyfingu? Já, ég reyni að fara í ræktina eða út að hlaupa um 4-6 sinnum í viku. Mér finnst fátt betra heldur en að taka lærdómspásur og hreyfa mig, það eykur einbeitingu og þolinmæði

20.

yfir bókunum. Ég tók nýlega upp á því að fara í spinning nokkra morgna í viku og finnst það rosalega fínt fyrir langa fyrirlestra. Síðan reyni ég að fara upp í hesthús eins oft og ég get oftast 3-5 sinnum í viku. Einhver ráð að lokum fyrir nemendur? Ætli það sé ekki bara að vera skipulagður og duglegur að vinna jafn óðum. Svo er um að gera að reyna að missa sig ekki í stressinu og hafa gaman að þessu líka.

Þorbjörg Ásta Leifsdóttir nemandi á 2. ári Hvað leggur þú helst áherslu á, lesefnið eða glærur sem settar eru fyrir kennslustund? Ég er sífellt að breyta um aðferðir og hingað til hef ég ekki gert neina önn eins. Það fer líka eftir því hvaða fag ég er að læra hvort ég setji meiri áherslu á glærur eða lesefnið. Lest þú fyrir eða eftir kennslustund? Ég les eftir kennslustund. Lest þú allt sem er sett fyrir? Damn straight Lærir þú 24/7 eða átt þú einhverja fasta frídaga? Ég læri í 24 klukkustund á dag allt árið nema yfir Ramadan, þá fasta ég, og slaka á lestri. Glósar þú þegar þú lest og ef svo er þá hvernig? Ég glósa yfirleitt ekki. Notar þú einhverja minnistækni? Já ég reyni oftast að tengja hvert aðalatriði við texta úr lögum með Eminem. Það hjálpar. Vinnur þú með skólanum? Nei. Stundar þú reglulega hreyfingu? Ég myndi ekki segja að hún væri regluleg, en ég reyni að hreyfa mig. Einhver ráð að lokum fyrir nemendur? Ég mæli með orkunni sem fæst í Matcha latte hjá Te og Kaffi.

Silja Stefánsdóttir nemandi á 3. ári Hvað leggur þú helst áherslu á, lesefnið eða glærur sem settar eru fyrir kennslustund? Ég legg bæði áherslu á lesefnið og glærurnar. Nota glærurnar sérstaklega til að hjálpa mér að greina aðalatriðin frá aukaatriðunum. Lest þú fyrir eða eftir kennslustund? Það er mjög misjafnt, ef ég hef tíma til að lesa fyrir tímann þá reyni ég að gera það. Finnst hins vegar mjög óþægilegt að fara í tíma ólesin og vita ekkert hvað kennarinn er að tala um. Mér finnst því oft gott að lesa fyrir tímann og svo eftir tímann að renna yfir glærurnar og það sem ég hef glósað eftir kennaranum. Lest þú allt sem er sett fyrir? Já, legg samt ekki mikla áherslu á ítarefnið ;) Lærir þú 24/7 eða átt þú einhverja fasta frídaga? Nei ég get nú ekki sagt að ég læri 24/7. Helgarnar hjá mér geta oft endað lærdómslausar, hinsvegar ef að það eru verkefni eða próf í gangi þá fara dagarnir að mestu leyti í lærdóm. Glósar þú þegar þú lest og ef svo er þá hvernig? Já oftast en þó ekki alltaf. Les þá lesefnið með glærurnar fyrir framan mig og glósa aukalega inná glærurnar ef mér finnst það ekki nógu ítarlegt sem segir á glærunni. Notar þú einhverja minnistækni? Já ég bý til svokallað mind-note úr hverjum og einum glærupakka fyrir próf. Vinnur þú með skólanum? Já þessa önnina verð ég í vinnu með skólanum. Stundar þú reglulega hreyfingu? Já ég reyni að hreyfa mig 6 daga vikunnar. Þó svo að það geti tekið ágætis tíma frá lærdómnum þá kemur maður bara svo miklu einbeittari til baka. Einhver ráð að lokum fyrir nemendur? Já, fyrsta lagi ekki sleppa því að lesa lesefnið sem sett er fyrir og reyna láta glærurnar nægja, að mínu mati eykst skilningurinn með því að lesa lesefnið. Í öðru lagi mæta í tíma, hlusta á kennarann og reyna glósa einhvað eftir honum. Í þriðja lagi stunda félagslífið


Guðrún Ólöf Olsen – nemi á 2. ári Hvað leggur þú helst áherslu á, lesefnið eða glærur sem settar eru fyrir kennslustund? Aðallega glærurnar og það sem kennarar tala um í tímum. Lest þú fyrir eða eftir kennslustund? Reyni að skoða efnið fyrir tíma, gerist þó örsjaldan þannig ég les meira eftir kennslustundir. Lest þú allt sem er sett fyrir? Nei, held að það sé ómögulegt, ég hef að minnsta kosti ekki einbeitingu í eintóman lestur allan daginn. Finnst mikilvægara að læra öll aðalatriðin betur. Lærir þú 24/7 eða átt þú einhverja fasta frídaga? Ég sef nú alveg á nóttunni. En ég reyni að vera eins dugleg og ég get, finnst þó næstum jafn mikilvægt að gera eitthvað allt annað inn á milli. Glósar þú þegar þú lest og ef svo er þá hvernig? Nei. Notar þú einhverja minnistækni? Get ekki sagt það en legg mikla áherslu á að muna það sem ég er að læra utan að með einhverjum hætti. Vinnur þú með skólanum? Nei. Stundar þú reglulega hreyfingu? Já Einhver ráð að lokum fyrir nemendur? Hafa gaman af því sem maður er að gera þá verður námið mun auðveldara.

Árni Þórólfur Árnason nemandi á 3. ári Hvað leggur þú helst áherslu á, lesefnið eða glærur sem settar eru fyrir kennslustund? Ég hugsa að ég leggi jafn mikla áherslu á að lesa lesefnið og skoða glærurnar. Reyni að ná heildarmyndinni og betri skilning með lestri og síðan draga fram aðalatriðin með því að skoða glærurnar. Lest þú fyrir eða eftir kennslustund? Mjög misjafnt, ef ég hef tíma þá reyni ég að lesa fyrir tíma til þess að fá meira út úr kennslustundinni. Lest þú allt sem er sett fyrir? Ég reyni að lesa allt. Lærir þú 24/7 eða átt þú einhverja fasta frídaga? Fer mjög mikið eftir því hversu mikið er að gera í skólanum og vinnunni. Núna t.d. vinn ég oft um helgar, ég reyni því að vera duglegur að læra á virkum dögun til að geta átt eitthvað frí um helgar. Glósar þú þegar þú lest og ef svo er þá hvernig? Nei það geri ég ekki. Notar þú einhverja minnistækni? Nei enga sérstaka. Vinnur þú með skólanum? Já, hins vegar tel ég að ef fólk getur komist hjá því að vinna með skóla þá eigi það ekki að vinna, bunkarnir eru fljótir að safnast upp og maður dregst aftur úr þegar maður vinnur of mikið. Stundar þú reglulega hreyfingu? Já ég reyni að hreyfa mig reglulega með því að fara í ræktina eða Crossfit. Einhver ráð að lokum fyrir nemendur? Bara þetta týpíska, vera einbeittur þegar maður er að læra og taka sér frekar lengri pásur, í staðinn fyrir að vera alltaf á netinu og svona þegar maður á að vera að læra.

Spurningakeppni

Kennara

Stefán A. Svensson 1. Hvað eru mörg bein í mannslíkamanum? 150 X 2. Hvaða litir eru í þjóðafána Gambíu ? Blár, rauður og grænn. 3. Hver er umhverfis- og auðlindaráðherra? Sigurður Ingi Jóhannsson 4. Hvað heitir nýjasta mynd Baltasar Kormáks? 2 Guns 5. Hvað er minnsta líffærið í líkamanum? Litla tá X 6. Fyrir hvað er raunveruleikastjarnan honey boo boo child þekkt? Horfir ekki á raunveruleikaþætti X 7. Hvernig hljóðar Pýþagórasar - reglan ? Reglan er afstæð X 8. Hver vann ungfrú Ísland fyrr í þessum mánuði ? Nemandi í skólanum 1/2 9. Hvað heitir höfundur 50 grárra skugga ? Leo T. X 10. Nefndu 3 fyrrum forseta Bandaríkjana ? Bush, Clinton, Bush.

Rétt svör: 4,5/10

Áslaug Árnadóttir 1. Hvað eru mörg bein í mannslíkamanum? Um 200 X 2. Hvaða litir eru í þjóðafána Gambíu ? Fjórir X 3. Hver er umhverfis- og auðlindaráðherra? Sigurður Ingi Jóhannsson 4. Hvað heitir nýjasta mynd Baltasar Kormáks? 2 Guns 5. Hvað er minnsta líffærið í líkamanum? Heilaköngull held ég 6. Fyrir hvað er raunveruleikastjarnan honey boo boo child þekkt? Pass X 7. Hvernig hljóðar Pýþagórasar - reglan ? Nú man ég af hverju ég fór í lögfræði... X 8. Hver vann ungfrú Ísland í september ? Pass X 9. Hvað heitir höfundur 50 grárra skugga ? Pass X 10. Nefndu 3 fyrrum forseta Bandaríkjana ? Ronald Regan, George Bush, Bill Clinton

Rétt svör: 4/10

Svör við spurningum:

1. 206 2. Rauður, blár og grænn 3. Sigurður Ingi Jóhannsson 4. 2 Guns 5. Heilaköngull 6.Raunveruleikasjónvarp barnafegurðarsamkeppnir

7. Rétt svar: a2 + b2 = c2 8. Tanja Ýr Ástþórsdóttir 9. Rétt svar: E.L James 10. Ronald Regan, George Bush, Bill Clinton

21.


Brussel Ferðin

Árlega heldur hluti af annars árs laganemum í svonefnda Brusselferð. Ferðin hefur verið farin árlega frá árinu 2003 fyrir utan kreppuárið mikla árið 2008. Ferðin er hluti af Evrópuréttar faginu sem kennt er á öðru ári og má með sanni segja að ferðin skerpi á skilningi á því viðamikla sviði. Kostnaður fyrir ferðina hefur haldist sá sami í gegnum árin eða um 90.000 krónur fyrir flug og hótel. Í ár héldu 25 laganemar til Brussel og ein af þeim var Guðrún Elsa Tryggvadóttir sem segir okkur aðeins frá ferðinni. Guðrún Elsa Hvað varð til þess að þú ákvaðst að fara í þessa ferð? Ég var búin að heyra hvað þetta væri frábær ferð frá nemendum sem höfðu farið á undan okkur. Þetta er svo gott tækifæri til að sjá þessar stofnanir og fá að heimsækja lögmannsstofur sem vinna með Evrópurétt. Hvernig var dagskráin hjá ykkur frá degi til dags?

Þriðjudagur

Við áttum flug frá Keflavíkurflugvelli snemma um morguninn og lentum í Amsterdam um kl 13:00. Eftir að hópurinn hafði komið við á Starbucks og Burger King var sest upp í rútu sem flutti okkur til Brussel. Við vorum því orðin vel þreytt þegar við komum á leiðarenda um kl 17:00. Eftir að hafa borðað á mis góðum veitingastöðum fór hópurinn saman á ekta belgískan bar þar sem boðið var upp á ýmsar gerðir af bjór.

Miðvikudagur

Dagurinn byrjaði kl 9:30 í Evrópuþinginu þar sem við hlustuðum á fyrlestur um starf þingsins. Um hádegið var haldið til EFTA þar sem boðið var upp á samlokur og vel þegið kaffi. Eftir fyrirlestra hjá EFTA var tekið á móti okkur hjá lögmannsstofunni White & Case. Þar fengum við að heyra um mál sem lögmenn stofunar hafa verið að vinna að og fengum að heyra frá yngri lögfræðingunum hvernig þeir upplifa að starfa í Brussel. Kvöldið var síðan rólegt hjá flestum enda voru flestir orðnir verulega þreyttir.

22.

Fimmtudagur

Við byrjuðum á því að heimsækja Framkvæmdastjórnina. Eftir fyrirlestra þar höfðum við tíma til að fá okkur hádegismat á veitingastöðum í nágrenninu áður en haldið var til Ráðherraráðsins. Þar fór fram seinasti fyrirlestur ferðarinnar en hópnum var svo boðið að heimsækja lögmannsstofuna Schjødt.

Föstudagur og laugardagur

Þar sem skipulagðri dagská var lokið fóru tveir seinustu dagarnir í að skoða borgina og versla aðeins. Einhverjir fóru til Antwerp og Bruges sem eru í nágrenni við Brussel. Á föstudagsvöldinu var næturlífið prófað fyrir alvöru.

Sunnudagur

Við fengum beint flug heim og lentum á Íslandi um kl 15:00 og flestir vel þreyttir en sáttir með frábæra ferð. Fannst þér þessi ferð auka skilning þinn og áhuga á Evrópurétti? Mér fannst heimsóknirnar hjá stofnunum hjálpa manni að ná betri heildarsýn yfir störf þeirra og hvernig þau tengjast. Maður skilur líka betur hvernig það er að starfa sem lögfræðingur á sviði Evrópuréttar. Hvað stóð upp úr í ferðinni? Það sem mér fannst standa upp úr var að fá tækifæri til að heimsækja lögmannsstofur og tala við fólk þar sem hafði nýlega lokið laganámi og hafið störf sem lögfræðingar. Það var gaman að heyra frá því sem þau eru að vinna við núna og ráðleggingar um hvernig maður ætti að haga sér þegar maður hefur fyrst störf til að komast hjá vandræðalegum mistökum. Myndir þú mæla með þessari ferð fyrir laganema sem eru nú á 1. ári? Já ég myndi gera það. Maður lærir alveg helling og þetta er líka frábært tækifæri fyrir hópinn til að kynnast enn betur.


10 Staðreyndir um formann Lögrétttu

Facebook

Statusar Sólveig E. Oddsdóttir - 8.mars: Ég held að “Bugun” sé nýja uppáhalds orðið mitt eftir að ég hóf þetta háskólanám

1.Hjartað í mér slær hægra megin í líkamanum. Grundvallar upplýsingar ef einhverntíman þyrfti að beita mig hjartahnoði. Jú eða ráða hitman.

Alfreð Ellertsson – 27. september: Meginreglu kröfuréttar að greiðslu bæri að inna af hendi í þeirri mynt sem hún væri tilgreind í, að L hf. gæti ávallt staðið skil á greiðslum til kröfuhafa í íslenskum krónum. (Hrd. nr. 553/2013.) Benedikt Bogason bjargaði Íslandi bara sísvona. Greiða ber erlendum kröfuhöfum í íslenskum krónum, ástæða fyrir 10.000 kr. seðlinum klárlega.......Ég veit ekki með ykkur en ég ætla fá mér bjór í kveld...

2.Uppáhalds fögin mín í lögfræði eru skattaréttur og refsiréttur. Þegar það tvennt fer saman í refsiverðum skattsvikum er veisla!

Bríet Kristý Gunnarsdottir 9. október: Kennari: jæja þá skulum við halda framhjá... NEI HALDA ÁFRAM... ROÐN! hahahaha..

3.Sirka 1/6 námslánanna rennur óskertur til Te & Kaffi – kæmist ekki í gegnum hálfan dag án kaffisopans. 4.Ef ég hefði ekki valið mér lögfræði væri ég líklegast í viðskiptafræði að framkvæma SVÓT greiningu. (Væri líklegast einnig að eyða andvirði skópars mánaðarlega í aukakennslu í stærðfræði) 5.Fyrirmyndir mínar í lífinu eru heiðurskonurnar Beyoncé Knowles og frú Vigdís Finnbogadóttir. 6.Var áður fyrr þekkt fyrir röntgen sjón, en eftir nokkur ár af því að rýna í lögin er ég orðin vægast sagt sjóndöpur. 7.Uppáhalds bíómyndin mín er jafntefli milli Lion King og Shawshank Redemption. 8.Stundaði ljósabekkina grimmt á mínum Verzló árum og bíð óttaslegin eftir að sólarhrukkurnar banki uppá. 9. Læri alltaf með tónlist í eyrunum. Miley Cyrus er einstaklega góður peppari í lærdómsbugun. 10.Hef aldrei drifið alla leið á forsetalistann, en ég vann dönskuverðlaunin í útskrift 10bekkjar, skidegodt!

Arna Björg Jónasdóttir - 30. september: elska þegar ég þarf að senda mail og viðkomandi er með mail sem einu sinni þótti góð hugmynd... eins og kannski “sexybiddz69@.......” - stay classy... — feeling amused.

Eyrun Viktorsdóttir - 7. október: Kaaboom! Einu stykki 30%raunhæfu skilað, nú skal sko slakað á...þar til á morgun þegar miðannarmadnessið tekur við. #raunhæft #kröfuréttur #rúllaðupp #love

Agnes Eir Önundardóttir - 29. ágúst: Lögheimili: Menntavegur 1...bless félagslíf!

Rúna Helgadóttir Borgfjörð -14. október: Koma mér í gírinn... Fyrsta miðannarprófið, smá stress en það er nú “löglegt”

Þóra Hallgrímsdóttir – 22. ágúst : Varúð! Þus og lögfræðigrín. Er að íhuga að fara fram á nálgunarbann gagnvart hlaupastatusum. Augljós friðarröskun í skilningi a.liðar 4.gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Þið eruð samt rosa dugleg að hlaupa og svona. Eftir þessa samfélagsmiðlaviku á mannkynið aldrei eftir að efast um það. Aldrei.

23.


LÖGFRÆÐI BA | ML | PhD

www.hr.is


13% afsláttur

með skólaskírteininu

NÁMSMENN Við komum ykkur í gegnum skóladaginn. Ferskur mexíkóskur skyndibiti með 13% afslætti fyrir námsfólk gegn framvísun skólaskírteinis. Ferskur og hollur matur


Útskrifaðir nemendur Hlynur Ólafsson

Ragnar Tjörvi Baldursson

Hvenær útskrifaðist þú úr lagadeild HR? Ég útskrifaðist vorið 2013. Hvar starfar þú í dag? Ég starfa sem fulltrúi hjá LOGOS lögmannsþjónustu. Hvernig fékkstu starfið sem þú starfar við í dag? Í nóvember 2012 sótti ég um starf hjá LOGOS, ég var boðaður í viðtal í desember og aftur í janúar. Stuttu síðar skrifaði ég undir ráðningarsamning og hóf störf. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér í vinnunni? LOGOS starfar fyrst og fremst fyrir fyrirtæki í fjárfestingum og almennri atvinnustarfsemi. Af því leiðir að hefðbundinn dagur í vinnunni samanstendur mestmegnis af verkefnum tengdu framangreindu. Slík verkefni geta verið af ýmsu tagi, t.d. samskipti við opinbera aðila, hagsmunagæsla fyrir dómstólum, skjalagerð, fundarseta, ýmis konar lögfræðileg ráðgjöf o.s.frv. Hvernig myndir þú segja að HR hafi undirbúið þig fyrir atvinnulífið? Ég held að HR hafi undirbúið mig mjög vel fyrir atvinnulífið. Tenging skólans við atvinnulífið og sú nálgun sem lögð er til grundvallar í náminu er vel til þess fallin að skapa góða „kandidata“ fyrir atvinnulífið. Kom þér eitthvað á óvart þegar þú komst út í atvinnulífið eftir lögfræðinám? Nei, í rauninni kom mér ekkert sérstaklega á óvart, sem er e.t.v. til marks um ágæti námsins í HR. Reyndar eru bara nokkrir mánuðir síðan ég útskrifaðist svo að kannski er eitthvað gífurlega óvænt rétt handan við hornið – ég fæ þá bara að koma því að í næsta tölublaði Taktsins. Stefnir þú á að ljúka hdl.? Já, LOGOS sendir fulltrúa sína á hdlnámskeiðið og ég reikna fastlega með því að sitja námskeiðið á næsta ári. Hvað einkennir góðan lögfræðing? Fyrir utan heildstæða og góða þekkingu í lögfræði er mikilvægt að mínu mati að góður lögfræðingur geti greint aðalatriðin frá aukaatriðunum þegar kemur að úrlausn lögfræðilegra álitaefna. Þá held ég að hæfni til þess að setja saman góðan texta á blað verði seint vanmetin. Að lokum skemmir ekki fyrir að kunna til verka á golfvellinum. Ertu með einhver góð ráð fyrir laganema? Ætli það sé ekki bara fyrst og fremst að njóta áranna í lagadeildinni til fulls. Ég held að þetta verði tími sem maður eigi eftir að sakna þegar maður eldist. Hvað árangur í námi og starfi varðar, þá hef ég engin töfraráð önnur en þessi klassísku, þ.e. að stunda námið af metnaði og samviskusemi. Góður árangur í námi leiðir svo vonandi til farsæls og ánægjulegs starfsferils.

Hvenær útskrifaðist þú úr lagadeild HR? Ég útskrifaðist 15. júní 2013. Hvar starfar þú í dag? Á skattaog lögfræðisviði Deloitte, turninum, Kópavogi. Hvernig fékkstu starfið sem þú starfar við í dag? Ég hitti starfsmannastjóra Deloitte á Framadögum uppi Í HR og spjallaði töluvert við hana. Ég vildi allra helst starfa á sviði félaga- og skattaréttar og því var Deloitte afar ákjósanlegur vinnustaður. Í kjölfarið sendi ég inn starfsumsókn og einkunnir, og var boðaður í atvinnuviðtal viku síðar. Tveimur dögum síðar, á föstudegi, fékk ég símtal og mér var þá boðið starf. Ég skrifaði samdægurs undir og hitti síðan nýju samstarfsfélagana á lögfræðisviðinu í einn föstudagsbjór þar sem ég var boðinn velkominn í hópinn. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér í vinnunni? Venjulega vakna ég um 07.30, fer með yngri dótturina í dagvistun um 8.00 og skokka þá af stað í vinnuna. Eftir um hálftíma skokk er ég mættur, stekk í World Class á 15. hæð í turninum og planið er að stunda einhverjar skipulagðar æfingar þar en eins og er hangsa ég bara smá í gufubaði, sturta mig og er mættur til starfa um 9.00. Oftast er nokkur verkefni í gangi hverju sinni en síðan koma reglulega ný verkefni inn með litlum fyrirvara sem þurfa að klárast hratt, stundum hefðu málin þurft að klárast í gær. Boðið er upp á sveigjanlegan vinnutíma, það er ætlast til að maður standi skili á sínum tímum og vinni þau verk sem maður tekur að sér á réttum tíma. Ég er virkilega þakklátur fyrir það að fá tækifæri til að starfa með afar færum og reynslumiklum lögfræðingum, lögmönnum og endurskoðendum, þar sem maður lærir eitthvað nýtt á hverjum degi. Verkefnin eru töluvert ólík en falla venjulega undir félaga- og/eða skattaréttarsvið. Mötuneytið er ekki af verri endanum, en það er veitingahúsið 19. hæðinn í turninum. Hádegismatur er því oftast afar ljúf stund, en það er frábært að geta stokkið upp í góðan mat og þægilegt að þurfa ekki að fara út úr húsi. Tvisvar í viku stekkur maður þó í hádeginu annars vegar í körfubolta og hins vegar í fótbolta með vinnufélögunum. Dagurinn klárast iðulega um 18.00, en þar sem maður er svo nýr þá er ég oft ögn lengur eða kem aftur eftir mat til að klára eitthvað mikilvægt, finna nýja vinkla á einhverjum lögfræðilegu álitamáli eða bara til að lesa í gegnum alla þá þekkingu sem er fyrir að finna á vinnustaðnum. Einnig kemur það fyrir að maður hangsi bara aðeins eftir vinnu og horfi á íþróttaviðburð með vinnufélögum. Hvernig myndir þú segja að HR hafi undirbúið þig fyrir atvinnulífið? Ég held að almennt hafi HR bara undirbúið mig vel, ég get ekki kvartað. Maður hoppar út í djúpu laugina og veit að maður er ekki að fara að sökkva. Það er ágætt að hafa fengið reynslu úr Lögfræðiþjónustu Lögréttu að tala við einstaklinga og ná fram með skjótum og skilvirkum hætti þeim upplýsingum sem máli skipta. Þetta er ekki eins og raunhæf verkefni, þar

26.


sem atvikalýsing er öll á blaði, oft þarf maður að spyrja töluvert til að fá þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að klára verkefnin. En ef það eitthvað eitt sem stendur upp úr þá er það að hafa vanist meistaranemakaffinu og sjálfsölusamlokunum, það veldur því að maður er virkilega sáttur með vinnukaffið og matinn. Kom þér eitthvað á óvart þegar þú komst út í atvinnulífið eftir lögfræðinám? Já og nei. Þetta er bara eins og stöðugur straumur af raunhæfum verkefnum og svo allt í einu fær maður útborgað. Þó kemur það mér alltaf á óvart þegar það er munur á framkvæmd í praxís og því sem fram kemur í fræðunum. Stefnir þú á að ljúka hdl? Já það er í þriggja ára planinu. Hvað einkennir góðan lögfræðing? Að þekkja fræðin vel, viðhalda þeirri þekkingu, vera vandvirkur og skipulagður. Fyrir utan þetta klassíska þá tel ég það góðan kost að hafa gagnrýna hugsun, góða hæfni í mannlegum samskiptum og að temja sér lausnarmiðaða hugsun. Ertu með einhver góð ráð fyrir laganema? Mæta lesinn í tíma, fylgjast vel með og glósa. Ég ítreka þetta með gagnrýna hugsun, ekki bara vita að þessi tiltekna regla sé svona, heldur líka af hverju hún er svona. Ná þessum djúpa skilningi, þessum júrídíska þankagangi. Ef þið eruð í einhverjum vanda með það þá er um að gera að hringja í Ómar Berg, hann er ávallt tilbúinn til að hjálpa ykkur, dag sem nótt, virka daga og um helgar. Að endingu vill ég benda sérstaklega á að þessi ár líða hratt, námið er ekki auðvelt en þetta þarf ekki að vera leiðinlegt og á ekki að vera leiðinlegt. Góða skemmtun og gangi ykkur vel.

Unnur Lilja Hermansdóttir Hvenær útskrifaðist þú úr lagadeild HR? Vorið 2012. Hvar starfar þú í dag? Landslögum lögfræðistofu. Hvernig fékkstu starfið sem þú starfar við í dag? Ég fékk sumarvinnu hjá Landslögum sumarið 2011 og áframhaldandi vinnu með skóla. Ég var heppin og fékk í kjölfarið fastráðningu. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér í vinnunni? Mæti um 9 leytið, sest við tölvuna og reyni að gera mitt besta í hverju verkefni sem lendir á borðinu hjá mér. Einn og einn fundur slæðist með og mætingar í fyrirtökur og annað slíkt. Hvernig myndir þú segja að HR hafi undirbúið þig fyrir atvinnulífið? Ég er mjög ánægð með undirbúninginn sem ég fékk frá lagadeild HR, þá sérstaklega áhersluna sem lögð er á úrlausn raunhæfra verkefna í gegnum allt námið. Hins vegar lærði maður fljótt að maður mun líklega aldrei hætta að læra eitthvað nýtt við störf í lögmennsku, þó svo að sterkur grunnur skipti höfuðmáli. Kom þér eitthvað á óvart þegar þú komst út í atvinnulífið eftir lögfræðinám? Í rauninni ekki. Kannski mest það hversu fjölbreytileg verkefni lenda í raun inni á borði hjá lögmönnum. Stefnir þú á að ljúka hdl? Já, það er næst á dagskrá. Hvað einkennir góðan lögfræðing? Ég myndi segja skipulag, vandvirkni og metnaður. Ertu með einhver góð ráð fyrir laganema? Nýta vel þessi fimm ár í skólanum, nýta aðganginn kennurunum en njóta þess líka að vera í skóla og taka þátt í félagslífinu.

Ásrún Eva Harðardóttir Hvenær útskrifaðist þú úr lagadeild HR? Í janúar 2013. Hvar starfar þú í dag? Ég er fulltrúi í sifja- og skiptadeild sýslumannsins í Reykjavík. Hvernig fékkstu starfið sem þú starfar við í dag? Ég sendi umsókn ásamt fylgigögnum á skrifstofustjóra embættisins. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér í vinnunni? Ég byrja daginn á því að skoða tölvupóstinn og ef þörf er á svara erindum sem hafa borist. Því næst undirbý ég daginn, en það er afar mismunandi hvernig dagurinn er, það fer eftir því hvort ég er á vakt eða ekki. Vaktafyrirkomulagið er þrískipt; sifjavakt, skiptavakt og símavakt. Þegar ég er á sifjavakt er ég með fyrirtökur frá kl. 9-15 í hjónaskilnaðarmálum, sambúðarslitamálum, meðlagsmálum, umgengnismálum, faðernismálum, o.s.frv. Þegar ég er á skiptavakt er ég á hinn bóginn með fyrirtökur frá kl. 9-15 vegna málefna dánarbúa, þ.e. útgáfu leyfa til einkaskipta, yfirferð og staðfestingu erfðafjárskýrslna og einkaskiptagerða, verkefni sýslumanns samkvæmt lögræðislögum, þ.e. verkefni yfirlögráðanda, o.s.frv. Þegar ég er á símavakt er ég að svara fyrirspurnum almennings, bæði símleiðis sem og í gegnum tölvupóst, auk þess sem fer yfir könnunarvottorð, þ.e. könnun a hjónavígsluskilyrðum. Seinnipart dags annast ég síðan borgaralegar hjónavígslur. Þegar ég er ekki á vakt er ég á hinn bóginn að sinna þeim sifja- og skiptamálum sem mér hafa verið úthlutuð, auk þess sem ég sinni því sérverkefni að afgreiða allar líkbrennslubeiðnir sem berast embættinu. Hvernig myndir þú segja að HR hafi undirbúið þig fyrir atvinnulífið? Ég tel að HR hafi undirbúið mig nokkuð vel fyrir atvinnulífið og er ég þess fullviss að raunhæfu verkefnin hafi spilað þar stærsta hlutverkið - en að sjálfsögðu eiga allir nýútskrifaðir lögfræðingar mikið ólært þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Mér er ávallt minnistæð setning sem einn af kennurum mínum við lagadeild HR sagði við okkur nemendurna þegar kvartað var yfir álagi vegna verkefnavinnu; “Drífið ykkur að ljúka náminu, svo þið komist út á vinnumarkaðinn að læra”. Kom þér eitthvað á óvart þegar þú komst út í atvinnulífið eftir lögfræðinám? Miðað við áhuga minn á náminu þá var ég nokkuð viss um að mér ætti eftir að þykja gaman að starfa sem lögfræðingur - en það má segja að það hafi komið mér á óvart hversu skemmtileg vinnan er í raun. Það er að mínu mati ómetanlegt að hlakka til að mæta í vinnuna á hverjum degi Stefnir þú á að ljúka hdl? Já, þegar tækifæri gefst til, vonandi á næstu tveimur árum. Hvað einkennir góðan lögfræðing? Góður lögfræðingur er útsjónarsamur, sýnir nákvæmni í vinnubrögðum og er fær og lipur í mannlegum samskiptum. En fyrst og fremt er framúrskarandi lögfræðingur óhræddur við að takast á við krefjandi verkefni, en hugar jafnframt að því að leita ráðlegginga reyndari samstarfsmanna þegar þörf er á. Ertu með einhver góð ráð fyrir laganema? Fyrst og fremst að njóta þess að vera í laganámi - Takið raunhæfum verkefnum fagnandi - þau skilja miklu meira eftir sig heldur en utanbókarlærdómur rétt fyrir próf. Leggið ykkur einnig ávallt fram við að skilja námsefnið - það er ekki nóg að vita hvað stendur í kennslubókinni eða hvar viðeigandi lagaákvæði er að finna í lagasafninu. En fyrst og fremst - njótið námsins. Heilbrigt og þróttmikið félagslíf er hverjum nemanda nauðsynlegt - það er nefnilega ekki síður verðmætt að mynda góð vinabönd á meðan á náminu stendur.

27.



Myndir úr

félagslífi Lögréttu


Ekki fara í ræktina og gera bara eitthvað

www.fjarþjálfun.is



50%

mendur Afsláttur fyrir HR ne í World Class HR

25%

emendur Afsláttur fyrir HR n rld Class* í allar stöðvar Wo

*Almennt heilsuræktarkort gildir í allar heilsuræktarstöðvar World Class og 3 sundlaugar

worldclass.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.