Vรฆliรฐ
Kæru Verslingar Ef það er einhver einn viðburður á skólagöngu minni í Versló sem stendur alltaf upp úr að árinu liðnu þá er það Vælið. Skemmtunin við að sjá alla svona fínt klædda er ólýsanleg. Ekki má gleyma dansatriðinu í upphafi sem dansglaðir Verzlingar eiga svo sannarlega ekki í erfiðleikum með að gera að heimsklassa atriði. Já og svo eru það söngatriðin. Þessu öllu fylgir að sjálfsögðu hin stórskemmtilega Vælsvika þar sem margt í tengslum við keppnina verður um að vera og keppendur nota til að leggja lokahönd á atriðið sitt. Í ár lögðum við upp úr því að gera keppnina frábrugðna því sem áður hefur verið og fór því mikill tími í hugmyndavinnu, en sú hugmyndavinna gekk svo langt að meðal annars kom upp hugmynd um að breyta Háskólabíói í flugvöll. Að lokum ákváðum við svo að kýlt yrði á Idol þemað, en okkur þótti það kómískt og sáum við mikla möguleika í að vinna með það. Ég held að það sé vart þörf á því að taka það fram af hversu frábæru fólki þessi nefnd samanstendur en þau hafa öll staðið sig eins og ofurhetjur. Í lokin vil ég óska ykkur til hamingju með að fá að upplifa einn skemmtilegasta viðburð sem Hermes hefur getið af sér, VÆLIÐ!
Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson Formaður Skemmtinefndar
Nefndin Lárus Örn Arnarson, Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson, Gunnar Kristinn Jónsson, Ólafur Alexander Ólafsson Andrea Valdimarsdóttir, Helga Hauksdóttir, Þórunn Salka Pétursdóttir, Pétur Kiernan
Opnunaratriði Aldís Eik Arnarsdóttir Arna Jónsdóttir Birkir Örn Karlsson Helga Kristín Ingólfsdóttir Hildur Sif Hilmarssdóttir Inga Aðalheiður Péturssdóttir Inga Rún Óskarssdóttir
Ingibjörg Ásta Bjarnadóttir Jóna Kristín Benediktsdóttir Nína Björg Arnarsdóttir Sveinbjörg Sara Baldursdóttir Thelma Christel Kristjánsdóttir Vaka Vigfúsdóttir
Útgefandi: NFVÍ | Uppsetning: Laufey Rut Guðmundsdóttir
Þakkir Andrea Björnsdóttir Arnar Ingi Ingason Auður Arna Böðvarsdóttir Árni vaktmaður Ásdís Lilja Ólafsdóttir Brynja Sigurðardóttir Elma Rut Valtýsdóttir Helgi Logason Hólmfríður Jakobsdóttir Ingibjörg Ósk Jónsdóttir Jóhannes Ásbjörnsson
Jónas Orri Matthíasson Jakob Gabriel Þórhalllson Kristinn Brynjar Pálsson Laufey Rut Guðmundsdóttir Margrét Ármannsdóttir Róbert Úlfarsson Sigmar Vilhjálmsson Sigrún Halla Halldórsdóttir Snorri Björnsson Stefanía Reynisdóttir Stella Dögg Blöndal
Kynnar Snorri Björnsson Sveinn breki Hróbjartsson Róbert Úlfarsson
Njóttu þess að vera í námi Aukakrónur
2 fyrir 1 í bíó
Enginn auðkennislykill
JÓNSSON & LE’MACKS
•
jl.is
•
SÍA
L.is og snjallgreiðslur
Darri Rafn Hólmarsson Námufélagi
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
Þáttakendur Vælsins Hugrún Elvarsdóttir Caro mio ben
Ef þú værir ofurhetja, hvað myndirðu heita og hverjir væru ofurkraftar þínir? Huggy ósýnilega Hver finnst þér heitastur af kynnunum? (Sveinn, Snorri, Róbert) Allir gullfallegir drengir Hvort værirðu frekar til í að syngja á Ingólfstorgi á 17.júní eða Norðurkjallara í MH? Ingólfstorgi 17.júní Ef þú vinnur hvað ætlarðu þá að gera um jólin? Horfa á The Emperor’s New Groove Hver er þinn helsti ótti? Sköflungsbrot eða slíta hásin
Karen Kristjánsdóttir Jesus take the wheel
Myndirðu telja þig vera busalegend? Já, hvað annað? Hvað finnst þér best að borða í IKEA? Ég hef heyrt að kjötbollurnar séu sjúkar en ég hef aldrei fengið mér að borða í IKEA Hvort værirðu frekar til í að syngja á Ingólfstorgi á 17.júní eða Norðurkjallara í MH? Klárlega Norðurkjallara MH. Ég elska MH-inga, þeir eru svo yndislegir Ef þú vinnur hvað ætlarðu þá að gera um jólin? Fagna með því að læra ekki stærðfræði og troða í ofan í mig smákökum Hversu vel lýsir myndin Pöddulíf lífinu þínu? Að hvaða leyti? Hún lýsir mér eiginlega bara mjög vel. Engispretturnar eru fyrirmyndin mín því þær stela mat minnir mig
01 02
Bergrós og Karólína
The wicked game
Mynduð þið deita hvor aðra? Báðar: Erum að deita en það er leyndó Hvað finnst ykkur best að borða í IKEA? B. Skammast mín fyrir að segja það en ég hef aldrei borðað í IKEA, það er á to do listanum K. Kjötbollur með tilheyrandi, basic Ef þið vinnið, hvað ætliði þá að gera um jólin? Báðar: Mögulega gefa út plötu og fara í samkeppni við Steinar um jólaplötuna í ár Hver er ykkar helsti ótti? B. Óttast fátt jafn mikið og álpappírsklæddan Pétur Geir K. Að speglarnir á baðinu í skólanum yrðu teknir Má ég koma aftur heim? B. Já, ef þú kemur með vesturbæjarjarðarberjaís með hockey pulver og marsbitum. K. Já sama hér nema dass af kökudegi líka.
Lovísa Þrastardóttir
Raggamuffin
Ert þú lollamuffin? Já auðvitað, beint frá the muffinhood Hver finnst þér heitastur af kynnunum? (sveinn, snorri, Róbert) Væntanlega Róbert, hver annar? Danstaktarnir hans síðan úr danceoffinu heilluðu mig alveg upp úr skónum! Hvað ert þú? Blindur ökuníðingur samkvæmt bekknum, annars bara Lollan úr Vatnsendasveitinni Ef þú vinnur, hvað ætlarðu þá að gera um jólin? Hoppa af gleði fram að áramótum og kaupa Mackintosh dós svo ég geti kjammsað á namminu á hlaupabrettinu í Sporthúsinu. Hver er þinn helsti ótti? Ungar preggó stelpur og köngulær
03 04
Teitur Gissurarson
Berglind María
Change is gonna come
Lamb á grillið? Já og pylsur fyrir krakkana! Hversu póstmódernískur ertu? Alls ekki mikill. Er meira að segja frekar mikill copycat ef út í það er farið. Hvað ert þú? Svaka kall Hver er þinn helsti ótti? Að vera ekki elskaður Hversu vel lýsir myndin Pöddulíf lífinu þínu? Að hvaða leyti? Ekki vel. Ég er ekki padda
To love you more
Ert þú næsta Celine Dion? Ég hefði nú lítið á móti því að feta í þau fótspor. Ef þú værir ofurhetja, hvað myndirðu heita og hverjir væru ofurkraftar þínir? Ég héti TorTÍMAndinn og gæti stjórnað tímanum. Hver finnst þér heitastur af kynnunum? (sveinn, snorri, Róbert) Sveinn, af því að hann getur farið í spíkat Hvað ert þú? Ég er það sem ég er, en hvað ég er, það veit ég ekki. Hversu vel lýsir myndin Pöddulíf lífinu þínu? Að hvaða leyti? Nokkuð vel. Þegar maurinn Flikk fer í borgina í fyrsta skiptið minnti það helst á fyrsta skóladaginn minn í Verzló.
05 06
Arnar Ingi Ingason
Elín Harpa
Señorita
Ef þú værir ofurhetja, hvað myndirðu heita og hverjir væru ofurkraftar þínir? Ég myndi ekki vera ofurhetja. En ég gæti skrifað þriggja binda bók um ævintýri Árna Geirs. Kók eða gos? Kos? Gók? Hvað ert þú? 14 ára aðdáandi stúlknasveitarinnar Miley Cyrus Ef þú værir matur hvað værirðu? Léttsteikt foie gras með balsamic dressingu, borið fram á rauðlaukssultubeði og toppað með myntu og goji berjum Hversu póstmódernískur ertu? Mjög póstmódernískur. Jafnvel með blöndu af strúktúralisma og expressjónisma. Er eitthvað sem þú getur ekki? Nei. Allt er hægt ef Verzlunarskólablaðið er fyrir hendi.
Benny and the jets Nú hefur þú tekið þátt í Nemó og Listó og ert að taka þátt í Vælinu, hvað er næst? Morfís? Gettu betur? Ég tel mig vera búin að ná hinni heilögu þrennu (Nemó, Listó og Vælinu) svo nú liggur leiðin bara niður á við. Hvað finnst þér best að borða í IKEA? Það hlýtur náttúrulega að vera hin heimsfræga Lingonberry sulta. Hvort værirðu frekar til í að syngja á Ingólfstorgi á 17.júní eða Norðurkjallara í MH? Ingólfstorgi allan daginn nema ef MH byði upp á lingonberry sultu. Ef þú vinnur hvað ætlaru þá að gera um jólin? Þá held ég að ég myndi skella í döðlum öndluhneturúsínusúkkulað ibitasmákökurnar sem mig langar svo að prufa. Má ég koma aftur heim? You snooze you lose... sawry.
07 08
Guðný Ósk Karlsdóttir One night only
Hversu vel lýsir myndin Pöddulíf lífinu þínu? Að hvaða leyti? Ég er að vissu leyti vitleysingur eins og Flikk og fólk hefur oft ekki trú á mér því ég er 95 módel, en svo sannast það oft þegar uppi er staðið að ég get bjargað mér úr vandræðum og staðið uppi sem sigurvegari. Ef þú værir matur hvað værirðu? Pizza með NóaKroppi og spínati og bráðinni ís sósu Lamb á grillið? Bara ef Hemmi er að halda veisluna Hver er þinn helsti ótti? Eldur og sjór og hnífar Hversu póstmódernísk ertu? Myndi segja að ég væri leiðandi afl í póstmódernisma og í framtíðinni stefni ég á nám í póstmódernískri fræði.
Anton og Ármann I2I
Ef þið væruð ofurhetjur, hvað mynduð þið heita og hverjir væru ofurkraftar ykkar? Anton:Ég myndi heita Gunnar Birgisson og ég væri geggjaður að syngja Ármann: Ég myndi heita Kormákur Arthurson og ég væri geggjaður að peppa Hvort væruð þið frekar til í að syngja á Ingólfstorgi á 17.júní eða Norðurkjallara í MH? Anton: Ingólfstorgi? Ármann: Hvað er svona merkilegt við 17. júlí? Hvað eruð þið? Anton: Just a small town boy Ármann: Just a working girl Hver er ykkar helsti ótti? Anton: Aerophobia Ármann: Arachibutyrophobia Má ég koma aftur heim? Anton: djöfull væri það mikið hótel Ármann: já þá gætum við farið í sleðaferð fyrir afganginn
09 10
Góðir hálsar Aron, Helgi, og Gunnar |
Royals
Ef þið væruð ofurhetjur, hvað mynduð þið heita og hverjir væru ofurkraftar ykkar? G: Gulrótar-Gunni A: Agúrkú-Aron H:Helgi Banani Hvað finnst ykkur best að borða í IKEA? H: Banana G: gulrætur A: kjötbollur Hvort væruð þið frekar til í að syngja á Ingólfstorgi á 17.júní eða Norðurkjallara í MH? A: hvað er MH? H:ég ferðast ekki til Mosfellsbæjar G: ingólfstorg en bara ef lagið væri Sumartíminn Hver er ykkar helsti ótti? Allir: Andri Páll
Ruth Tómasdóttir Mama knows best
Veit mamma allt best? Mamma veit alltaf best og pabbi fær mig alltaf til að hlæja Hver finnst þér heitastur af kynnunum? (Róbert, Snorri,Sveinn)? Róbert Tískutröll Hvað finnst þér best að borða í IKEA? Norskar kjötbollur mmm.... Hvort værirðu frekar til í að syngja á Ingólfstorgi á 17.júní eða Norðurkjallara í MH? Það er aðeins einn skóli á landinu, svo ég myndi velja Ingólfstorg Hvað ertu? Verzlingur
11 12
Dómarar
Jakob Frímann Magnússon hefur sungið sig inn í hug og hjarta þjóðarinnar í marga áratugi og einnig marga fjöruna sopið. Þrátt fyrir að vera tónlistarmaður, tónskáld og kvikmyndagerðarmaður er Jakob þó helst þekktur fyrir að hafa setið í hljómsveitinni Stuðmönnum og samið þar ótal texta og lög. Með Stuðmönnum hefur hann gefið út margar plötur eins og ,,Tívolí" og ,,Sumar á Sýrlandi."
Jón Jónsson þarf vart að kynna fyrir fólki enda hefur hann skotist upp á stjörnuhimininn síðustu ár fyrir einlægni, einstaka texta og lagasmíði. Jón gaf út plötu sem nefnist ,,Wait for fate” árið 2011 sem er fyrsta plata þessa snillings. Árið 2012 skrifaði Jón undir samning hjá Epic Records sem tilheyrir Sony samsteypunni. Það er greinilegt að Jón hefur einstaka hæfileika sem fá nú vonandi að blómstra í dómarastarfinu.
Hildur Vala Einarsdóttir skaust upp á stjörnuhimininn eftir að hún vann Idol Stjörnuleit 2005 og var þá önnur Idol stjarna Íslands á eftir hinum margkunnuga Kalla Bjarna. Síðan þá hefur Hildur gefið út tvær plötur sem bera nöfnin ,,Hildur Vala” og ,,Lalala”. Einnig hefur hún sungið inn á ótal plötur með mörgum af frægustu tónlistamönnum Íslands.
.
.
Netkosning
Í ár langaði okkur að leyfa áhorfendum að hafa sitt að segja varðandi frammistöðu keppenda. Því höfum við sett upp netkosningu sem fer í gegnum Facebook-hóp nemendafélagsins. Hvernig á að kjósa atriði?
1. Fara inná hópinn „Nemendafélag Verzlunarskóla Íslands 2013-2014“ 2. Fara í myndasafnið „Vælið – Netkosning“
3. Setja „like“ við atriðið sem þér leist best á
ATH. Einungis nemendur skólans sem eru í nemendafélagshópnum geta kosið. Siguratriði netkosningarinnar verður valið atriði fólksins.
Hljómsveitin Þórður Gunnar Þorvaldsson (4G) : Gítar, hljómborð og slagverk
Helgi Reynir Jónsson Galíleó Levél Pálsson : (Heilagur) : Gítar og hljómborð.
Trommur
Baldur Kristjánsson Valdimar Kristjónsson (Ballmennið) : (Vladíslav Spílman) : Bassi
Hljómborð.
20% afsláttur Eldhúsið okkar er opið
Tapas barinn býður nemendum Verzlunarskóla Íslands 20% afslátt af öllum mat, sunnudaga til fimmtudaga, gegn framvísun skólaskírteinis.
23.30 á virkum dögum og til 01.00 um helgar til
LÁTTU ÞAÐ EFTIR ÞÉR – VERTU FRJÁLS – NJÓTTU LÍFSINS
RESTAURANT- BAR
Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is
Grillhúsið