Golden Egg 10 Year Anniversary Book

Page 1

GULLEGGIÐ 10 ÁRA


GULLEGGIÐ 10 ÁRA

Útgefandi Icelandic Startups Reykjavík 2017 Ritstjórn: Karen María Magnúsdóttir og Edda Konráðsdóttir Hönnun og Umbrot: Leiry Seron og Karen María Magnúsdóttir Prentun: Litróf

Tímarit þetta má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta.


EFNISYFIRLIT

01

27

GULLEGGIÐ 10 ÁRA

VERÐLAUNAGRIPUR GULLEGGSINS 2017

Salóme Guðmundsdóttir

Kristín Sigurðardóttir

05

29

ÁVARP VERKEFNASTJÓRA GULLEGGSINS

VEGFERÐ MENIGA

Edda Konráðsdóttir

Georg Lúðvíksson

07

33

SAMSTARFSHÁSKÓLAR

GULLEGGIÐ Í 10 ÁR Elsa Ýr Bernhardsdóttir

11

47

TENGSL VIÐ HÁSKÓLAUMHVERFIÐ

FYRSTU KYNNI VIÐ FJÁRFESTA Helga Valfells

17

BAKHJARLAR

51

GULLIÐ TÆKIFÆRI Diljá Valsdóttir & fyrrum meðlimir verkefnastjórnar 19

ANDRI HEIÐAR KRISTINSSON Karen María Magnúsdóttir

23

FYRRUM ÞÁTTTAKENDUR Controlant, Pink Iceland & Sway


GULLEGGIÐ 10 ÁRA Salóme Guðmundsdóttir, Framkvæmdastjóri Icelandic Startups Árið 2007 stofnuðu þrír nemendur við Háskóla Íslands frumkvöðlasetrið In-

GULLEGGIÐ 10 ÁRA

novit. Þangað gátu nemendur skólans leitað og fengið stuðning við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Innovit sameinast nýsköpunarsetri Nýherja, Klak, árið 2012 og mynda þessi tvö félög í dag núverandi starfsemi Icelandic Startups.

Frumkvöðlakeppnin Gulleggið var eitt stærsta verkefni Innovit og er

nú eitt rótgrónasta verkefni Icelandic Startups. Keppnin hóf göngu sína vorið 2008, hún var þá einn fyrsti formlegi vettvangurinn til að styðja við hugmyndir sem spruttu upp innan háskólanna. Keppnin átti þar með stóran þátt í að skapa það samfélag sem er í dag til staðar fyrir sprota á Íslandi.

Frá upphafi hafa borist um 2.300 hugmyndir í keppnina. Samkvæmt

könnun sem Icelandic Startups framkvæmdi síðasta haust á meðal þeirra sem hafa lent í topp tíu sætunum ár hvert, alls um 90 viðskiptahugmyndir, höfðu 71% þeirra stofnað fyrirtæki í kjölfar keppninnar. Ennfremur kom í ljós að 76% af þeim eru enn starfandi í dag sem jafngildir ríflega 40% þeirra hugmynda sem lent hafa í topp tíu sætunum frá upphafi.

Allir áhugasamir hugmyndasmiðir og frumkvöðlar geta tekið þátt í Gul-

legginu. Jafnframt er hægt að sækja um þátttöku án hugmyndar og eiga þess kost að vinna með öðru teymi í keppninni en það er leið sem hefur notið aukinna vinsælda að undanförnu. Þátttakendur sækja þrjár vinnusmiðjur þar sem þeir læra að móta hugmyndir sínar og njóta til þess leiðsagnar sérfræðinga úr röðum reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra stjórnenda. Að vinnusmiðjunum loknum geta teymin sent viðskiptaáæltanir sínar í keppnina sjálfa þar sem þær fara í yfirlestur hjá rýnihópi. Tíu stigahæstu áætlanirnar keppa síðan til verðlauna með kynningum fyrir dómnefnd keppninnar.

Fjöldi frumkvöðla hefur nýtt vettvang Gulleggsins til að koma hugmyn-

dum sínum í framkvæmd og fjölbreyttar lausnir ratað í keppnina. Þar á meðal

02


má nefna fjármálatæknifyrirtækið Meniga, leikjafyrirtækið Solid Clouds, Róró sem framleiðir dúkkuna Lulla doll og hugbúnaðarfyrirtækin Videntifier og SAReye. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar má gera ráð fyrir að sameiginleg velta þeirra fyrirtækja sem lent hafa í topp tíu sætunum frá upphafi keppninnar 2008 fram til ársins 2016 hafi á síðasta ári verið tæplega 3,7 milljarðar króna. Einnig er áhugavert að sjá að um 31% af þeim fyrirtækjum sem stofnuð voru í kjölfar Gulleggsins eru eða hafa verið starfandi erlendis.

Við undirbúning keppninnar ár hvert auglýsum við eftir nemendum úr

samstarfsháskólum Gulleggsins í verkefnastjórn keppninnar. Þessi hópur sér um allt skipulag og framkvæmd keppninnar undir leiðsögn verkefnastjóra Icelandic Startups. Þessi hópur telur hátt í 100 öfluga einstaklinga frá upphafi. Við erum í senn stolt og afar þakklát fyrir þeirra mikilvæga framlag.

Fyrir hönd Icelandic Startups vil ég einnig þakka bakhjörlum og sam-

starfsaðilum Gulleggsins kærlega fyrir dyggan stuðning og ánægjulegt samstarf í gegnum tíðina og sömuleiðis þeim fjölmörgu sérfræðingum sem lagt hafa hönd á plóg við yfirlestur viðskiptaáætlana og þátttöku í dómnefndarstörfum.

„Gulleggið var góður vettvangur fyrir okkar teymi þar sem það tók ekki of langan tíma og gaf viðurkenningu á okkar hugmynd. Einnig öðluðumst við reynslu í framkomu sem hefur nýst okkur vel.” Solid Clouds

Stofnun nýrra fyrirtækja hefur gjarnan haft neikvæða fylgni við up-

pgang efnahagslífsins og við höfum séð þátttöku í Gullegginu sveiflast með svipuðum hætti. Á undanförnum árum hefur okkur hins vegar þótt áhugi á frumkvöðlastarfsemi aukast sama hvar fæti er stigið niður. Hið opinbera hefur m.a. stillt fram aðgerðaráætlun til stuðnings sprotafyrirtækjum, aukið framlög í styrktarsjóði og lögfest skattaívilnanir, háskólarnir hafa með markvissum hætti unnið að því að auka áherslu sína á nýsköpun í námi og starfi, við höfum séð nýja fjárfestasjóði skjóta upp kollinum og fjölmiðla sem einblína á starfsemi frumkvöðla. Hagsmunasamtök atvinnulífsins hafa í sínu starfi lagt mikla áherslu á mikilvægi nýsköpunar þvert á atvinnulífið og einkafyrirtæki sóst í auknu mæli eftir samstarfi við grasrótina.

Með þetta veganesti horfum við björtum augum til framtíðar og munum

áfram leggja okkur fram við að styðja íslensk sprotafyrirtæki til vaxtar á alþjóðlegum vettvangi með verðmætasköpun fyrir íslenskt samfélag að leiðarljósi.

03


ÁVARP VERKEFNASTJÓRA GULLEGGSINS Edda Konráðsdóttir

Það er virkilega skemmtilegt og krefjandi starf að stýra Gullegginu, verkefni sem er uppfullt af eldmóði og hæfileikaríku fólki. Það er heiður að fá að taka við verkefninu á 10 ára afmælinu og hafa tækifæri til þess að líta yfir söguna og sjá hvernig keppnin hefur þróast og hvaða áhrif hún hefur haft út í samfélagið. Undirbúningur fyrir 10 ára afmæli Gulleggsins hefur nú staðið yfir síðan síðasta haust. Sérstök afmælisnefnd, samansett úr fyrrum verkefnastjórnum Gulleggsins, hefur síðan þá verið í hugmyndavinnu fyrir afmælishátíðina. Haft var samband við þau 90 fyrirtæki sem hafnað hafa í topp 10 sætunum frá upphafi og tölfræðilegum upplýsingum safnað saman um stöðu þeirra í dag og áhrifum þeirra út í samfélagið frá þátttöku í Gullegginu. Þessar upplýsingar

ÁVARP VERKEFNASTJÓRA GULLEGGSINS

er að finna í þessu tímariti og heimildamynd sem draga saman síðastliðin 10 ár Gulleggsins. Kynjahlutfall þátttakenda hefur verið verkefnastjórn Gulleggsins og Icelandic Startups ofarlega í huga undanfarin ár og hrintum við af stað herferð undir yfirskriftinni #EngarHindranir í Gullegginu 2016 sem hvatningu fyrir fólk til að sækja um í keppnina og þá sérstaklega konur. Eftir að ákvörðun var tekin að vinna markvisst að jöfnuði í kynjahlutfalli keppninnar sást strax gífurlegur munur milli ára, sem heldur sér enn í ár. Við erum virkilega ánægð með árangurinn munum því halda ótrauð áfram í því að stuðla að jöfnuði meðal keppenda, rýnihóps, dómnefndar, mentora og allra sem koma að keppninni.

06


ARI KRISTINN JÓNSSON Rektor Háskólans í Reykjavík

SAMSTARFSHÁSKÓLAR GULLEGGSINS

Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að efla samkeppnishæfni og lífsgæði. Til að sinna þessu hlutverki hefur HR lagt áherslu á náið samstarf við atvinnulífið og unnið ötullega að eflingu nýsköpunar og frumkvöðlahugsunar á Íslandi. Icelandic Startups og forverar þess, Innovit og Klak, hafa gegnt lykilhlutverki í þessari vinnu háskólans. Sér í lagi hefur Gulleggið verið lykilvettvangur til að hvetja frumkvöðla meðal nemenda til góðra verka og veita þeim þjálfun í að koma sínum hugmyndum í framkvæmd. Í framhaldi af samstarfi kringum Gulleggið hefur Icelandic Startups tekið þátt í kennslu í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja en það er einstakt skyldunámskeið sem kennir nemendum allra deilda HR hvernig koma megi hugmyndum í framkvæmd. Þetta námskeið og Gulleggið, ásamt öðru góðu starfi Icelandic Startups, hefur skilað miklum árangri í eflingu frumkvöðlahugsunar og nýsköpunar meðal nemenda. Það er árangur sem mun skila sér til samfélagsins alls um langa framtíð og HR hlakkar til að halda áfram samstarfinu til að efla enn frekar samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.

08


JÓN ATLI BENEDIKTSSON Rektor Háskóla Íslands

FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR Rektor Listaháskóla Íslands

Í Listaháskóla Íslands menntum við fólk til að beita skapandi ferlum með frumlegum hætti, m.a. til þess að nemendur okkar geti orðið frumkvöðlar í margÞað er okkur í Háskóla Íslands mikið gleðiefni að um þessar mundir fagnar Gulleggið, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups, 10 ára afmæli sínu. Á þessum tíma hefur keppnin,

skonar nýsköpun. Gulleggið er mikilvægur farvegur til að koma slíkri nýsköpun á framfæri.

og ekki síður sú þjálfun og örvun sem þátttakendur fá, haft gríðarlega jákvæð áhrif á frumkvöðlastarf og nýsköpun í Háskóla Íslands.

Háskóli Íslands leggur mikla áherslu á hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna í stefnu

sinni og daglegum störfum. Okkur er það ljóst að ein besta leiðin til að tryggja veg frumkvöðlastarfs við háskólann er að vekja stúdenta til umhugsunar um mikilvægi nýsköpunar og virkja kraft þeirra til að koma frumlegum hugmyndum sínum í framkvæmd, m.a. á vettvangi nýrra fyrirtækja.

Icelandic Startups og Gulleggið hefur einmitt gert þetta. Við erum afar ánægð

með árangur Icelandic Startups og viljum styðja fyrirtækið til áframhaldandi góðra verka eins og okkur er unnt. Starfsmenn fyrirtækisins hafa unnið mikilvægt starf í Háskóla Íslands með markvissri vitundarvakningu, skipulegri hvatningu og faglegri ráðgjöf fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Gulleggið hefur svo ekki verður um villst skilað góðum árangri. Nægir þar að nefna fjölda sprotafyrirtækja sem rekja má til samkeppninnar og hafa þegar sannað sig í hörðum heimi atvinnulífsins.

Fátt er jafn skemmtilegt og gefandi og að koma eigin hugmynd í verk í frjóu um-

hverfi og í samvinnu við aðra frumkvöðla. Þátttaka í Gullegginu er ómetanlegt tækifæri fyrir unga frumkvöðla sem þar fá faglega leiðbeiningu og þjálfun við að koma hugmyndum í réttan farveg.

VILHJÁLMUR EGILSSON Rektor Háskólans á Bifröst Við Háskólann á Bifröst er lögð áhersla á hagnýtt nám sem undirbýr nemendur sérlega vel fyrir atvinnulífið. Verkefnastjórn Gulleggsins er dæmi um slíkan undirbúning og hefur það starf reynst nemendum háskólans vel og styrkt þá enn frekar í námi. Gulleggið er mikilvægt háskólasamfélaginu í heild þar sem það styrkir tengslanet nemenda og kemur metnaðarfullum hugmyndum í frjóan farveg. framtíð og HR hlakkar til að halda áfram samstarfinu til að efla enn frekar samkeppnis- hæfni íslensks atvinnulífs.

Háskóli Íslands óskar Icelandic Startups og Gullegginu innilega til hamingju með fyrstu tíu árin.

10


TENGSL VIÐ HÁSKÓLAUMHVERFIÐ Salóme Guðmundsdóttir Fjórir háskólar styðja árlega við framkvæmd Gulleggsins. Icelandic Startups hefur ennfremur

unnið náið með tveimur stærstu háskólum landsins að

því að efla nýsköpun og frumkvöðlastarf meðal nemenda með víðtækari hætti. Ein helsta áskorunin í því starfi hefur verið að tryggja að allir nemendur þekki til starfsemi félagsins og þeirrar þjónustu sem stendur þeim til boða endurgjaldslaust. Árið 2015 kviknaði sú hugmynd að koma á fót sérstökum

TENGSL VIÐ HÁSKÓLAUMHVERFIÐ

nýsköpunar- og frumkvöðlanefndum innan háskólanna. Fyrirmyndin var m.a. sótt til nemendahreyfingar Aalto háskóla í Finnlandi, Aaltoes, sem þykir vera ein sú öflugasta í Evrópu og þó víðar væri leitað.

Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa stutt starfsemi Icelandic

Startups frá upphafi. Í góðu samstarfi við stjórnir stúdentafélaga beggja skóla var skipuð ein nefnd í hvorum þeirra. Nefndirnar heyra beint undir stjórnir stúdentafélaganna og hafa þær á að skipa 6 - 8 öflugum einstaklingum þvert á námsstig og fagsvið.

Hugmyndin með stofnun nýsköpunar- og frumkvöðlanefndanna var sú

að veita nemendum tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttu starfi Icelandic Startups og innsýn í grasrót frumkvöðlastarfs á Íslandi. Til að byrja með myndu þær standa fyrir minni viðburðum fyrir nemendur en til lengri tíma litið gætu nefndirnar jafnframt starfað náið með stjórnendum skólans og starfsfólki að því að móta frekari stuðning við frumkvöðlastarf nemenda og yfirfærslu þekkingar frá rannsóknum á markað.

12


ÓTRÚLEG UPPLIFUN Birgir Hlynur Guðmundsson, BSc nemi í viðskipta- og tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík.

Skólaárið 2016/17 hef ég setið í Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd HR. Þetta hefur verið gríðarlega dýrmæt og skemmtileg reynsla. Að koma inn í frumkvöðlaumhverfið er hreint út sagt magnað. Þar hafa allir brennandi áhuga á að búa eitthvað til og oftar en ekki byrja þessir einstaklingar með ekkert í höndunum. Eftir að hafa aðstoðað Icelandic Startups við framkvæmd Slush PLAY, ráðstefnu á sviði leikjaiðnaðar og sýndarveruleika hér á Íslandi síðasta haust, var ég svo heppinn að fá boð um að taka þátt í Slush í Helsinki en það er ein stærsta tækni- og sprotaráðstefna Evrópu. Það var ótrúleg upplifun og mikil upphefð í því að fá tækifæri til að sækja þessa ráðstefnu, hlusta á fyrirlestra frá mörgum af stærstu fyrirtækjum heims og kynnast fullt af nýju fólki, þar á meðal ungum frumkvöðlum. Þetta hefur allt orðið til þess að breyta algjörlega viðhorfi mínu gagnvart frumkvöðlaumhverfinu og í kjölfar þess hef ég lagt mig fram við að efla frumkvöðlastarfsemi innan veggja HR. Í gegnum störf nefndarinnar tengjum við m.a. metnaðarfulla nemendur við aðra frumkvöðla og frumkvöðlaumhverfið en til lengri tíma litið getur nefnd sem þessi boðið upp á ótal tækifæri bæði fyrir nemendur og

13

„Fróðleg námskeið, hvetjandi umhverfi, stuðningur til að byggja upp viðskiptaætlun og öðlast trú á verkefninu.” Róró


GROWING THE STARTUP COMMUNITY Kevin Dillman, MSc nemandi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands.

Passion and inspiration. These are the foundations of every great innovative company. At university students are surrounded by brilliant minds full of both of these, all with a yearning to expand their minds and do something great. The newly formed Entrepreneurship Committee has been formed in order to help facilitate turning these dreams into reality. Started this spring in collaboration with

Góður stimpill að hafa þegar leitað er fjárfesta. Mikil hvatning að vera innan um svona marga eldhuga. Intraz

Icelandic Startups. The goal of this committee will be to help bring together and build a community of bright, innovative, and passionate students and provide them the tools and environment they need to succeed. By holding weekly events to provide networking opportunities, have educational talks from experienced professionals, and competitions, such as startup weekend, we hope to expand the entrepreneurial mindset within the University and allow students to engage with each other and work together to make something great. Additionally this committee’s aim is to act as a resource for students interested in starting their own companies, providing advice and helping connect students as much as possible to steer them towards their goal. The committee is even currently working towards creating Iceland’s first student run VC which could help the very early stage entrepreneurs get enough funding to get off their feet. While at the same time helping students working with the fund get invaluable firsthand experience in evaluating companies and understanding how a business can be started and run. The Committee also has aspirations to work with the university to create an ‘Innovation Hub’, a location for students to collaborate and work on projects together allowing them a place to create freely and be around other highly motivated bright individuals. With all of these opportunities and through the events being hosted by this committee we hope to see students go from working isolated on their own projects to creating a vibrant community of innovation where those involved find fellow entrepreneurs, new friends, and who knows, maybe even co-founders!

16


BAKHJARLAR

ADVEL lögmenn vilja með stuðningi sínum við Gulleggið styðja við fjölbreytt íslenskt atvinnulíf sem leiðir af sér blómlegt samfélag í landinu. Við höfum verið stoltur stuðning-

Gulleggið og hugmyndafræðin í kringum það fellur mjög vel að stefnu Landsbankans um alhliða stuðning við atvinnulífið. Þátttakendur í Gullegginu fá þar faglega umgjörð og aðstoð til að vinna hugmyndir sínar áfram. Þessi vettvangur hefur gefið góða raun og bankinn hefur fundið fyrir velvilja vegna þessa stuðnings við keppnina. Það er mikilvægt að hlúa vel að frumkvöðlastarfi. Í gegnum þetta samstarf við Icelandic Startups fær bankinn tækifæri til að styrkja slíkt starf þar sem það kemur að hvað bestum

saðili Gulleggsins frá því að keppnin var haldin í fyrsta skipti árið 2008 og lítum á það sem þátt í samfélagslegri ábyrgð okkar að halda þeim stuðningi áfram. Nýsköpun er mikilvæg fyrir öll svið atvinnulífsins og hefur jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf. Það er afar mikilvægt að frumkvöðlar hafi vettvang sem þennan til að hleypa lífi í þær hugmyndir sem þeir ganga um með og auðvelda þeim að gera þær að raunveruleika í þágu okkar allra. Þrátt fyrir að ekki öðlist allar hugmyndir líf í verkefni sem þessu þá afla þátttakendur sér ómetanlegrar reynslu sem gerir þá að öflugri þátttakendum í íslensku atvinnulífi.

notum. Það skiptir bankann líka miklu máli að hann fær mikla og jákvæða kynningu hjá Icelandic Startups þar sem lögð er áhersla á að kynna vel lykil styrktaraðila Gulleggsins. Það er einnig sérstaklega ánægjulegt að sjá hve mörg verkefni sem hafa tekið þátt í keppninni um Gulleggið hafa komist vel á legg og orðið að blómstrandi fyrirtækjum og skapað fjölda fólks spennandi atvinnutækifæri.

Við styrkjum Gulleggið vegna þess að það er frábær vettvangur fyrir fólk til að þróa hugmyndir sínar áfram og taka sín fyrstu skref inn í heim frumkvöðla og nýsköpunar. Frá upphafi hefur verið gaman að fylgjast með öllum þeim áhugaverðu og skemmtilegu

Alcoa Fjarðaál hefur verið einn af helstu styrktaraðilum keppninnar í sjö ár. Okkur finnst mikilvægt að styðja við frumkvöðlastarfsemi hér á landi enda þarf atvinnulífið á frumkvöðlum og nýjum hugmyndum að halda svo við stöðnum ekki. Með því að taka þátt í keppni eins og Gullegginu þá

hugmyndum sem fyrst hafa litið dagsins ljós í Gullegginu. Einhver sérstök stemning og kraftur myndast þegar hugmyndasmiðir og hæfileikafólk kemur saman til að vinna að hugðarefnum sínum. Það er hlutverk okkar hjá KPMG að hjálpa fólki og fyrirtækjum í fjölbreyttum verkefnum og við höfum haft mikla ánægju af því að styðja við þátttakendur í Gullegginu. Innilega til hamingju með tíu ára afmælið!

njóta frumkvöðlarnir framúrskarandi leiðsagnar sem eykur líkurnar á því að þau nái árangri. Þá sjáum við á þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem hafa komist á fót í kjölfar keppninnar hvað stuðningur við þetta er mikilvægur ekki síst til að auka fjölbreytileika fyrirtækja hér á landi.

Marel styður við nýsköpun og eflingu þekkingar og er stoltur bakhjarl Gulleggsins, sem er löngu orðið gæðastimpill á viðskiptahugmyndir og frábær reynsla og þekking sem

Það er svo stutt síðan að við hjá Nova vorum í sömu sporum og þau fyrirtæki sem taka þátt í Gullegginu. Við erum bæði stolt og ánægð með að geta miðlað okkar reynslu og lærum við sjálf alltaf eitthvað nýtt með þátttökunni.

nýtist þátttakendum vel þegar út í atvinnulífið er komið. Á rétt rúmum þrjátíu árum hefur Marel breyst úr litlu íslensku sprotafyrirtæki í alþjóðlegt hátæknifyrirtæki í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu hátækni- og hugbúnaðar fyrir matvælaiðnað. Þessi árangur er starfsfólki okkar að þakka. Hann byggir á menntun þeirra, hæfileikum, reynslu og nýsköpun. Við hjá Marel hlökkum til að fylgjast með frumkvöðlum Gulleggsins í framtíðinni skapa ný störf og verðmæti fyrir íslenskt þjóðfélag.

18


FÓLKIÐ FREMUR EN HUGMYNDIRNAR SKILUR EFTIR SIG SPOR Karen María Magnúsdóttir Hugmyndin að Gullegginu kviknaði þegar stofnendur keppninnar sáu þörf fyrir aðstoð, hvatningu og aðhald við frumkvöðla á Íslandi. Það voru Andri Heiðar Kristinsson, Magnús Már Einarsson og Stefanía Sigurðardóttir sem stóðu fyrir fyrstu keppnum Gulleggsins ásamt stofnun Innovit sem síðar varð að Icelandic Startups. Ríflega 100 umsóknir bárust í fyrstu keppnina sem hefur nú í 10 ár verið einn af lykilþáttum í íslensku nýsköpunarstarfi.

Við ræddum við Andra Heiðar en hann sagði nýlega skilið við starf sitt sem

þróunarstjóri hjá LinkedIn og stofnaði fyrirtækið Travelade þar sem hann er framkvæmdarstjóri.

VIÐTAL VIÐ ANDRA HEIÐAR Stofnanda Innovit

„GÓÐAR HUGMYNDIR GERAST STUNDUM FYRIR TILVILJUN.“ Upphaflegt markmið Innovit var að opna frumkvöðlasetur sem átti að höfða til stúdenta við háskólana og nýútskrifaðra nemenda. Eftir heimsókn Magnúsar og Andra Heiðars til Þrándheims á MIT frumkvöðlaráðstefnu, sem þeir fréttu af í gegnum MSN, voru þeir ákveðnir að fara af stað með keppni sambærilega þeirri sem MIT heldur og aðlaga að íslensku samfélagi. Það sem sannfærði þá var krafturinn sem skapast og stemningin sem myndast í slíkum keppnum.

Gulleggið má segja að sé gæðastimpill fyrir hugmyndir þátttakenda. Leiðbe-

inendur, dómarar, bakhjarlar og allir þeir sem með einhverjum hætti koma að keppninni eru sérfræðingar á sínu sviði og koma víðsvegar að úr atvinnulífinu. Fyrir vikið fá teymin tækifæri til að mótast hratt og vel. Gulleggið er vettvangur þar sem kraftmiklir hugmyndasmiðir mæta fólki með reynslu og þekkingu, það leysir vandamálin hraðar að þurfa ekki að finna upp hjólið. Skemmtilegt er hversu virkan þátt bakhjarlar hafa tekið í Gullegginu og að stuðningur við þátttakendur haldi áfram að keppni lokinni.

„GAMAN AÐ FYLGJAST MEÐ ÞRÓUN GULLEGGSINS.“

20


Áhrif Gulleggsins á frumkvöðlasenuna á Íslandi hafa meðal annars falist í því að

fleiri hugsa um nýsköpun sem möguleika og jafnvel ævistarf, sem var eitt af markmiðunum í upphafi. Gulleggið er orðið fastur liður í nýsköpunarumhverfinu og keppnin orðin þekkt langt fyrir utan frumkvöðlasenuna. Eitt af því sem Andra þykir vanta hér heima er að frumkvöðlar þori að hugsa stórt, ekki bara á íslenskan mælikvarða heldur á heimsvísu. Erlendis, til að mynda í Kísildalnum, hugsa flestir stórt strax frá upphafi ólíkt því sem gerir það að verkum að stór alþjóðleg fyrirtæki verða til.

Aðspurður segir Andri enga eina hugmynd standa upp úr, frekar sé það fólkið

sem skilur eftir sig spor. Margir af þeim sem komið hafa að Gullegginu séu góðir vinir hans í dag og að þeir séu enn að mentora hvern annan. Gulleggið er leið til þess að byggja upp stórt tengslanet og það skilur meira eftir sig en hugmyndirnar sjálfar. Ótal margir hafa farið í gegnum Gulleggið og þó ekki allar hugmyndirnar verði að veruleika búa þessi einstaklingar að þekkingu sem nýtist í næstu verkefnum.

21

22


„Þetta var í fyrsta sinn sem við kynntum hugmynd okkar opinberlega og fyrir framan fagfólk og fjárfesta. Fengum verðmæta endurgjöf á hugmyndina og fyrirtæki okkar, slípuðumst til í því að kynna fyrirtækið og efldum tengslanet okkar við íslenska fjárfesta sem nýttist okkur beint í framhaldinu.“ HVERJAR ERU HELSTU ÁSKORANIR SEM FYRIRTÆKIÐ HEFUR STAÐIÐ FRAMMI FYRIR? Hér er af mörgu að taka og í raun hefur allt ferlið verið ein stór áskorun. Þó íslenskt sprotaumhverfi hafi fjölmarga kosti, t.d. nándina við markaðinn og hugsanlega notendur, þá eru allar upphæðir hér á lægri skala. Við höfum

FYRRUM ÞÁTTTAKENDUR

líklega þurft að gefa eftir meiri eignarhlut fyrir minni pening en við hefðum þurft á „þroskaðri“ og stærri mörkuðum. HVERJIR VORU HELSTU KOSTIR ÞESS AÐ TAKA ÞÁTT Í GULLEGGINU? Kostirnir voru fjölmargir. Þetta var í fyrsta sinn sem við kynntum hugmynd okkar opinberlega og fyrir framan fagfólk og fjárfesta. Fengum verðmæta endurgjöf á hugmyndina og fyrirtæki okkar, slípuðumst til í því að kynna fyrirtækið og efldum tengslanet okkar við íslenska fjárfesta sem nýttist okkur beint í framhaldinu. HVER ERU NÆSTU SKREF HJÁ YKKUR VARÐANDI VÖXT FYRIRTÆKISINS OG FJÁRMÖGNUN? Við erum að sífellt að auka markaðshlutdeild okkar í Skandinavíu og Bretlandi, þar eru mikil vaxtartækifæri fyrir Controlant. Þá erum við rétt að byrja innkomu okkar í Bandaríkjunum og Mexíkó en þar eru spennandi tækifæri fyrir framan okkur. Varðandi fjármögnun þá erum við í samskiptum við erlenda sjóði í Bandaríkjunum og Evrópu með það að markmiði að finna fjárfesta sem búa yfir þekkingu og tengslaneti sem nýtist vel við þann mikla vöxt sem HEFÐUÐ ÞIÐ ÁHUGA Á AÐ LEIÐBEINA EÐA AÐSTOÐA NÝ SPROTAFYRIRTÆKI OG HVAÐ FINNST YKKUR UM UMHVERFI SPROTAFYRIRTÆKJA Á ÍSLANDI Í DAG? Við höfum alltaf áhuga á að deila okkar reynslu ef það nýtist öðrum sprotafyrirtækjum. Sprotaumhverfið hefur farið batnandi og áhugi ungs fólks á nýsköpun og umfjöllun fjölmiðla hefur aukist að mínu mati. Nú er bara að bíða eftir að við eignumst okkar fyrsta Einhyrning!

24


HVERJAR ERU HELSTU ÁSKORANIR SEM FYRIRTÆKIÐ HEFUR STAÐIÐ FRAMMI FYRIR? Að geta skalast nógu hratt. Skortur á áhættufjárfestum á Íslandi. Að halda öllum boltum á lofti í litlu fyrirtæki, þar sem er lítil sérhæfing og mörg atriði sem keppa um einbeitinguna. Ásamt því að sinna viðskiptavinum, vöruþróun, safna fjármagni, o.fl. Allt á sama tíma. HVERJIR VORU HELSTU KOSTIR ÞESS AÐ TAKA ÞÁTT Í GULLEGGINU? Að vinna eftir tímafrestum (e. deadlines). Gulleggið var mikilvægur hvati til þess að fá hjólin til að snúast. Með hjálp Gulleggsins var tekið fast á viðskiptaáætlunarskrifum og framtíðarstef-

„Hvatning til þess að láta hugmyndina verða að veruleika“

nan mótuð - svo langt sem hún náði á þeim tímapunkti. Jafnframt fundum við rétta fólkið

HVER ERU NÆSTU SKREF HJÁ YKKUR

„Gulleggið var mikilvægur hvati til að fá hjólin til að byrja að snúast. Með hjálp Gulleggsins var tekið fast á viðskiptaáætlunarskrifum og framtíðarstefnan mótuð - svo langt sem hún náði á þeim tímapunkti.“

VARÐANDI VÖXT FYRIRTÆKISINS OG FJÁRMÖGNUN? Við erum að stíga okkar fyrstu skref í skölun fyrirtækisins út fyrir landsteinana um þessar mundir. Tókum þátt á Finovate Europe ráðstefnunni í byrjun febrúar og hlutum þar verðlaunin „Best of Show.“ Ýmis tækifæri hafa komið upp í kjölfarið sem við erum nú að greina til að

HVERJAR ERU HELSTU ÁSKORAN-

HVER ERU NÆSTU SKREF HJÁ YKKUR

IR SEM FYRIRTÆKIÐ HEFUR STAÐIÐ

VARÐANDI VÖXT FYRIRTÆKISINS? Við

FRAMMI FYRIR? Í byrjun var það að

erum enn að stækka og við stefnum á að

mestu álag á eigendur og of lág fram-

ráða fleiri snillinga til vinnu. Við höfum

legð til að ráða starfsfólk á almennile-

fjármagnað allt sjálf frá upphafi og það

gum launum

er áfram stefnan næstu árin en það er aldrei að vita hvað langtímaplönin bera

FENGUÐ ÞIÐ EINHVERSKONAR AÐSTOÐ

í skauti sér.

EÐA RÁÐLEGGINGAR FRÁ FJÁRFESTUM Í BYRJUN SEM HJÁLPUÐU YKKUR? Nei

meta næstu skref. Við erum bæði að leita

ekki beint. Eva María stundaði nám við

að fjármagni sem og fleiri viðskiptavinum.

ferðamálafræði í HÍ og eitt af verkefnum þar var að gera viðskiptaáætlun fyrir nýtt

HVER VORU, EF EINHVER, HELSTU MISTÖK SEM ÞIÐ GERÐUÐ Í BYRJUN OG HVAÐ LÆRÐUÐ ÞIÐ AF ÞVÍ? Við gerðum ýmis mistök. Það tók okkur töluverðan tíma að koma skikki á fjármálin og í góðan farveg. Við vorum t.d. seinir að átta okkur á skattaívilnunum og fleira sem er í boði fyrir frumkvöðlafyrirtæki. Það skipti einnig mjög miklu máli að móta eignarhlut og uppsetningu fyrirtækisins rétt. Það tók okkur nokkrar tilraunir að ná utan um það, enda margir með persónulegar skoðanir á þeimmálum. Þurftum sem betur fer ekki að læra „the hard way.“ HEFÐUÐ ÞIÐ ÁHUGA Á AÐ LEIÐBEINA EÐA AÐSTOÐA NÝ SPROTAFYRIRTÆKI? Ekki spurning. Það er frábært að sjá hversu liðlegir allir eru að aðstoða og veita ráð. Við sjálfir komum sjaldan að lokuðum dyrum á sínum tíma. Vonandi getum við bráðum farið að gefa til baka. Eflaust einhver þekking sem leynist hjá okkur sem getur nýst einhverjum.

25

fyriræki. Þetta var hluti af áfanganum Nýsköpun í ferðaþjónustu. Ég hafði verið með Pink Iceland hugmyndina í maganum í 4-5 ár og lét þarna loks verða að því að taka þann draum áfram. Þegar verkefnið var farið að stað ákvað ég að taka þátt í Gullegginu. HVERJIR VORU HELSTU KOSTIR ÞESS AÐ TAKA ÞÁTT Í GULLEGGINU? Hvatning - láta hugmyndina verða að veruleika. Ráðgjöf.

26


AÐ FORMGERA HUGMYNDINA Verðlaunagripurinn Gulleggið 2017 sýnir gullegg á formi hugmyndar fremur en lokaútkomu. Gripurinn er glermót af gulleggi, mót sem bæði gefur vísbendingu um hver útkoman verður og leyfir ímyndunaraflinu að njóta sín.

Gulleggið er frumkvöðlakeppni þar sem mótun hugmyndar og þróunarferli spila

lykilhlutverk. Verðlaunagripnum er ætlað að endurspegla ferlið, tímabilið frá því að ómótuð hugmynd kviknar og þar til að hún verður að veruleika.

Það sem gerir skapandi ferli bæði spennandi og krefjandi er að útkoman er

ófyrirsjáanleg í upphafi. Við hönnun verðlaunagripsins var útgangspunkturinn efnið og eiginleikar þess. Í leit að hinum rétta efnivið varð gler fyrir valinu, sem líkt og eggið er viðkvæmt og brothætt. Í hönnunarferlinu voru margvíslegar tilraunir gerðar með bræðslu og mótun glers. Hugmyndin að forminu mótaðist samhliða þeim tilraunum. Sem

VERÐLAUNAGRIPUR GULLEGGSINS 2017 Gripurinn er unninn

hráefni hefur gler ákveðin séreinkenni, eiginleika og takmörk. Því getur verið erfitt að móta gler eftir hugmyndum hönnuðar, en með endurteknum tilraunum og útfærslum má ná þeirri útkomu sem stefnt er að. Þetta líkist á margan hátt ferli þeirra einstaklinga og hópa sem hafa unnið að öllum þeim frábæru verkefnum sem keppt hafa um Gulleggið undanfarin ár.

Hönnuður Gulleggsins 2017 er Kristín Sigurðardóttir, vöruhönnuður, gripurinn unninn í samstarfi við Glit. gripurinn er unninn

28


LYKILATRIÐI AÐ NJÓTA FERÐARINNAR Yrsa Úlfarsdóttir

Heimilisfjármála- og netbankalausnafyrirtækið Meniga hafnaði í einu af topp tíu sætunum í Gullegginu árið 2009. Við hittum Georg Lúðvíksson, forstjóra og stofnanda Meniga á köldum janúardegi og ræddum við hann um þróunina hjá fyrirtækinu síðan þau tóku þátt í Gullegginu, hver lykilinn er að árangri fyrirtækisins og þær breytingar sem eru í vændum í bankaviðskiptum.

Frá stofnun hefur Meniga vaxið hratt, úr því að vera lítið frumkvöðlafyrirtæ-

ki með fimm starfsmenn yfir í alþjóðlegt tæknifyrirtæki sem er leiðandi á sínu sviði, þjónustar fjörutíu milljónir netbankanotenda í átján löndum og er með tekjur upp á einn og hálfan milljarð króna.

VIÐTAL VIÐ GEORG LÚÐVÍKSSON, MENIGA

Hugmyndin að fyrirtækinu kviknaði út frá áhugamáli Georgs: „Ég hafði

lengi haft þessa hugmynd í maganum. Mig langaði að gera eitthvað til að hjálpa fólki með heimilisfjármálin. Ég er svona heimilisbókhaldsnörd. Hef alltaf vitað upp á krónu í hvað ég eyði og ég er með svona rosa Excel skjal. Ég er líka gaurinn sem hef verið að ráðleggja vinum og fjölskyldu með fjármálin og reynt að gera það á mannamáli. Heimilisfjármál eru í senn einföld og flókin. Grundavallarreglan er sáraeinföld - að eyða minna en maður aflar. Það getur verið mjög flókið að velja og hafna og stjórna tilfinningum sínum í tengslum við fjármálin og ótrúlega margir, næstum óháð tekjum, eyða um efni fram og lenda í óþarfa fjárhagsáhyggjum og basli. Heimilisfjármálin er eitthvað sem við öllum þurfum að glíma við en samt er meira tabú að ræða um peninga en kynlíf í flestum löndum. Þessu viljum við breyta.“

Upphafleg viðskiptaáætlun Meniga byggðist á tveimur þáttum, annars

vegar að bjóða viðskiptabönkum upp á sjálfvirkt og notendavænt heimilisbókhald fyrir þeirra viðskiptavini. Hins vegar að þróa hugbúnaðarlausn þar sem netbankinn verður rafrænn ráðgjafi sem greinir neysluhegðun fólks og reynir að hafa jákvæð áhrif á hana. Til að mynda með því að benda fólki á hvar það getur sparað og gerir því kleift að fá tilboð og aflsætti sem eru sérsniðin að neyslumynstri hvers og eins. „Markmiðið er að hjálpa fólki að nýta peningana sína betur og útvíkka netbanka þannig að þeir séu ekki bara staðir þar sem fólk stundar venjuleg bankaviðskipti, millifærir og greiðir reikninga, heldur þróist yfir í að vera rafrænn ráðgjafi sem hjálpar fólki með neysluhegðun og að vera skynsamari neytendur.“ Þessari þjónustu Meniga hefur verið afar vel tekið af viðskiptavinum

30


íslensku bankanna og er fyrirtækið að búa sig undir frekari sókn á erlendan

markaðsmálin frá fyrsta degi samanborið við þann tíma sem fer í að þróa vöruna

markað.

sjálfa.

Ein af helstu áskorunum fyrirtækisins er hversu hraður vöxtur þess hefur

Það er margt sem frumkvöðlar geta nýtt sér til að ná árangri. Georg segir

verið frá stofnun, segir Georg. Það var ákveðið stökk að fara úr því að vera lítill

að þeir hjá Meniga hafi lagt mikla áherslu á að fá endurgjöf á viðskiptaáætlunina

frumkvöðlahópur yfir í ríflega tuttugu starfsmenn og síðar annað stökk þegar

alveg frá upphafi. Mikilvægt er að tala við eins marga og hægt er og segja frá

starfsmenn fyrirtækisins urðu um eitt hundrað talsins. Það er mikilvægt að vita

hugmyndinni. Það eru litlar líkur á því að einhver steli hugmyndinni, hugmyndin

hvenær maður á að sleppa tökum af verkefnum til annarra. „Maður má ekki slep-

sjálf skiptir í raun litlu máli en framkvæmdin skiptir öllu máli. Þó fjármögnun fáist

pa of snemma og heldur ekki of seint. Við höfðum ágætis yfirsýn þegar þetta var

ekki strax er gott að tala snemma við fjárfesta. Flestir sjóðir eru tilbúnir til að hitta

LYKILINN AÐ VELGENGNINNI eitt lítið stjórnendateymi en núna erum við komin með millistjórnendur. Þá skiptir miklu máli að passa upp á samskiptin í fyrirtækinu og halda öllum starfsmönnum vel upplýstum um heildarmyndina - það gerist ekki af sjálfu sér.“

Aðspurður segir Georg að ein af ástæðum fyrir velgengni og vexti Meni-

ga sé sú að þeir hafi sett markið hátt í upphafi. „Við stefndum að því að verða stórir og höfðum mikinn metnað í að vaxa hratt. Það þarf auðvitað margt að koma saman til að fyrirtæki vaxi hratt. Þar spilar heppni og tímasetningi inn í en ég held að það sé varla hægt nema maður reyni markvisst að ná miklum árangri og trúi því að það sé hægt.“

Að vinna eins hratt og skilvirkt og hægt er lykilatriði í allri frumkvöðlastarf-

semi. Það getur reynst erfitt í upphafi þegar lítið er um viðskiptavini, fjárfesta eða aðra utanaðkomandi pressu. „Að sumu leyti hugsar maður til baka til fyrsta ársins sem rómantískasta tímabilsins. Þá var allt mögulegt. Við gátum bara breytt planinu hvenær sem var ef okkur sýndist, við vorum ekki komnir með ábyrgð eða búnir að lofa einhverju til viðskiptavina eða fjárfesta. Það voru allir möguleikar heimsins opnir enn.” Georg segir að klassískar tímastjórnunaraðferðir hafi virkað vel fyrir þá í Meniga. Þeir hlutir sem eru ekki áríðandi en eru mikilvægir eru gjarnir á að vera sveltir á kostnað þess sem er áríðandi en síður mikilvægt. Slíkt er sérstaklega hættulegt fyrir frumkvöðlafyrirtæki.

Ein af ástæðum þess að Meniga hefur náð svo langt er að lögð hefur verið

MIKILVÆGT AÐ FÁ ENDURGJÖF STRAX mikil áhersla á sölu og markaðsmál. „Á Íslandi [á meðal frumkvöðlafyrirtækja]

frumkvöðla og gefa þeim góð ráð varðandi fjármögnun síðar á líftíma fyrirtækisins. Þetta var eitt af því sem þeir hjá Meniga gerðu við stofnun og skilaði þeim fjármögnun hjá Frumtaki ári síðar. Einnig er gott fyrir frumkvöðla sem hafa hug á að sækja um styrki að skoða snemma hvaða kröfur fyrirtækið þarf að uppfylla til að fá styrk. Ef markaðurinn er ekki nægilega stór er gott að fá að vita það snemma, til hafa tök á að aðlaga viðskiptamódelið eftir þörfum. Annað ráð til frumkvöðla er að læra að selja ef þú kannt það ekki. Það að stofna fyrirtæki snýst um að selja sjálfum sér og öðrum hugmyndina að fyrirtækinu.

Georg og Ásgeir skráðu sig í Gulleggið árið 2009 og segir Georg ýmsa

kosti hafa fylgt þeirri ákvörðun. „Gulleggið er að mörgu leyti eins og nám, þú færð út úr því það sem þú setur í það sjálfur. Það er gaman að vinna, fá pening og viðurkenningu, sem þú getur nýtt til þess að kynna fyrirtækið. En í raun er það

STEFNA MENIGA TIL FRAMTÍÐAR minnsti hlutinn af þessu. Þetta snýst aðalega um að nota Gulleggið til að halda sér við efnið og setja sér tímaramma til að gera viðskiptaáætlunina, æfa sig í að selja hugmyndina og fá endurgjöf frá dómnefnd og öðrum.“ Miklar breytingar eru í vændum á sviði bankaviðskipta á komandi árum en stóru tæknifyrirtækin: Facebook, Google og Amazon horfa nú til þessa markaðar. „Bankar hafa aldrei fjárfest eins mikið í netbönkum eins og núna, því bankar hafa aldrei verið eins hræddir að missa spón úr aski sínum og það verði fyrir þeim eins og tónlistariðnaðinum,“ segir Georg. Fjárfesting í fjármálatækni (fintech) startup fyrirtækjum hefur tífaldast á fjórum árum og það eru því mörg fyrirtæki að keppa við bankana. Á næsta ári ganga einnig í gildi mikilvægar reglugerðarbreytingar

er oftast í lagi með vöruna og conceptið en gjarnan er minna búið að pæla í sölu- og markaðsáætluninni.“ Ráð sem Georg gefur til þeirra sem eru að stofna fyrirtæki er að verja að minnsta kosti jafn miklum eða jafnvel meiri tíma í sölu- og

31

32


Atvinnugreinaflokkun

GULLEGGIÐ Í 10 ÁR Niðurstöður könnunnar meðal topp tíu 2008 - 2016

88% Hugbúnaður og veflausnir Skapandi greinar Heilsa Ferðaþjónusta Hátækni


Kynjahlutfall þátttakenda 2008-2016

27% 73%

#EngarHindranir er herferð sem hrint var af stað í Gullegginu 2016 sem hvatning fyrir fólk til að sækja um í keppnina og sérstaklega konur. 2015 30% 70%

2016

43% 57%

2017

44% 56% 44% 56%

35

36


Menntunarstig teymismeðlima þegar þeir tóku þátt í Gullegginu

Í hvaða háskóla voru þátttakendur

37

38


71% stofnuðu fyrirtæki í kjölfar Gulleggsins

31%

af fyrirtækjum stofnuðum í kjölfar Gulleggsins eru eða hafa verið starfandi erlendis.

76%

þeirra eru ennþá starfandi

40


66%

nefna fjármögnun sem helstu áskorun.

38% teymismeðlima hefur stofnað annað fyrirtæki eftir Gulleggið

“Það hefur reynst okkur áskorun að fá fjárfesta inn í verkefnið jafn hratt og nauðsyn krefur”

41

42


Velta árið 2015 + 2.234.722.222

$$$$$$

Áætluð velta árið 2016 + +3.681.388.889

44


Fjármagn frá fjárfestum + 3.432.638.889

Fjármagn styrkir + 1.073.750.000

60% Innlendir sjóðir 34% Innlendir englar 6% Erlendir sjóðir

45


FYRSTU KYNNI FJÁRFESTA OG FRUMKVÖÐLA Sunna Mjöll Sverrisdóttir

Fjölmargir frábærir einstaklingar koma að framkvæmd Gulleggsins og gera keppnina að því sem hún er. Ein þeirra, sem eflaust er mörgum kunnug innan nýsköpunargeirans, er Helga Valfells. Síðastliðin ár hefur Helga starfað sem framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og dæmt fyrir þeirra hönd í Gullegginu. Nýverið ákvað Helga að breyta til og stofna sjóðinn Crowberry Capital, ásamt þeim Heklu Arnardóttur og Jenný Ruth Hrafnsdóttur. Við fengum tækifæri til að spjalla við Helgu um Gulleggið og sýn fjárfesta á keppnina.

VIÐTAL VIÐ HELGU VALFELLS

FRÁBÆR FYRSTU KYNNI FJÁRFESTA

Fjárfestar sem koma að Gullegginu og dæma kynningar þeirra sem ko-

mast í topp 10 kynnast fyrirtækjum á fyrsta stigi hugmyndarinnar. Helga hefur upplifað Gulleggið frá sjónarhóli fjárfesta og kynnst því hve mikilvægt er að

Fyrrum framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs

vera í góðu sambandi við grasrótina. „Fyrir fjárfesta er Gulleggið ofboðslega

atvinnulífsins og stofnandi Crowberry Capital

gott tækifæri til að fá fyrstu kynni við teymi,“ segir Helga. „Með þessu móti geta fjárfestar fylgt teymunum eftir og séð hvernig þau framkvæma og koma sínum hugmyndum á framfæri.“

Helga segir að það sé einnig gott fyrir teymin að hitta fjárfesta snem-

ma í ferlinu og heyra strax hvaða fjármögnunarleiðir gætu hentað starfsemi fyrirtækisins, til dæmis vegna þess að ekki allar hugmyndir þurfa að taka inn fjárfesta. „Það er ekki fyrir alla að taka inn fjármagn. Ég held að stundum haldi fólk að ef það fær ekki fjármagn að þá hafi því mistekist. Stundum eru mistökin að taka inn fjármagn ef að framtíðarvöxturinn skyldi verða öðruvísi en fjárfestar vilja. Það er eitthvað sem getur verið gott fyrir fyrirtæki að vita.“

Aðspurð segir Helga að kynning og viðskiptaáætlun séu þeir þættir

sem fjárfestar horfi mest á hjá þátttakendum í Gullegginu. Einnig skipti máli að teymi sýni fram á framkvæmdagetu og að einstaklingarnir hafi þekkingu á því sem þeir eru að gera. „Við horfum mikið á hvernig kynningin er. Við skoðum viðskiptaáætlunina, sem við fáum fyrir kynninguna, auðvitað vel og þá hefur maður myndað sér aðeins skoðun áður en maður fer að dæma,” segir Helga. „Svo mætir maður að dæma og þá er kannski kynningin allt öðruvísi en viðskip-

48


„Að hafa hátt orkustig í kynningunni, hafa vel skipu-

lagða kynningu og að geta svarað spurningum fjárfesta skiptir miklu máli.”

taáætlunin og maður hefur stundum skipt um skoðun á viðskiptaáætlun, einungis vegna þess að kynningin var svo góð.“

Það sýnir hversu mikilvæg kynningin er í raun og veru. „Að hafa hátt

orkustig í kynningunni, hafa vel skipulagða kynningu og að geta svarað spurningum fjárfesta skiptir miklu máli.” Helga minnist þó á að þrátt fyrir að það sé mikil-

ÍSLENDINGAR ÆTTU AÐ VINNA MEÐ FOOD TECH mikla áherslu á þennan part og að ef það hafi ekki tíma til þess að þá sé betra að sleppa því. „Ástæðan fyrir því er sú að þetta eru fyrstu kynni fólks við fjárfesta og þau verða að vera góð.” Helga segir einnig að það séu stór mistök ef að einhver einstaklingur er að vinna einn að hugmynd í stað þess að vera í öflugu teymi. „Það

„Það sem er on trend núna er Food Tech og maður myndi

GÓÐ EFTIRFYLGNI TENGSLANETS SKIPTIR MÁLI

halda að Íslendingar gætu gert rosalega mikið þar af því við erum matvælaframleiðsluþjóð.”

vægt að geta svarað spurningum er líka mikilvægt að láta vita ef þú veist ekki svarið. Hún ráðleggur teymunum að segja einfaldlega: „Þetta er góð spurning, ég hef ekki hugsað út í þetta en mun skoða það,“ í stað þess að svara út í bláinn eða standa á gati.

GULLEGGIÐ ALLTAF GOTT EF HUGMYNDIRNAR ERU GÓÐAR

Helga segir Gulleggið frábært tækifæri fyrir frumkvöðla til að mynda

að vera með gott teymi skiptir alveg rosalega miklu máli.” Mikilvægt er að huga

tengsl við fjárfesta og leggur ríka áherslu á eftirfylgni að keppni lokinni. Hún

að útflutningi snemma í ferlinu ef teymi eru að leita að fjárfestum. Helga segir þen-

segir að það sé sniðugt að hafa samband við fjárfesta sem komu að keppninni,

nan undirbúning oft vanta og að oft gleymist að skoða það hvernig hægt væri að

þakka fyrir sig og leyfa þeim að fylgjast með áframhaldinu. „Þetta á við um alla,

byggja upp útflutning og hvort aðgangshindranir séu til staðar.

líka fyrirtæki sem taka ekki strax við fjármagni, þar sem þetta getur skipt sköpum í

tengslamyndum fyrir framtíðina.“ Aðspurð segir Helga að fjárfestar horfi mikið á

semi á Íslandi á næstu árum. „Það sem er on trend núna er Food Tech og maður

hvað verður um fyrirtækin eftir Gulleggið. „Það er framkvæmdagetan sem skiptir

myndi halda að Íslendingar gætu gert rosalega mikið þar af því við erum matvæla-

mestu máli, eru fyrirtækin að gera það sem þau sögðust ætla að gera?“ Helga

framleiðsluþjóð.” Helga vonast til að sjá mikla þróun í þessum geira.

Aðspurð telur Helga að Food Tech muni koma sterkt inn í frumkvöðlastarf-

sendir þau skilaboð til keppenda að hverfa ekki þegar keppnin er búin heldur nota þennan stökkpall til þess að koma sér enn betur á framfæri.

Að lokum spurðum við Helgu um það hvernig hún vilji sjá Gulleggið þróast. Helga segist vera ánægð með hvernig keppnin hefur þróast hingað til og að Gulleggið sé

ALGENG MISTÖK Í KEPPNINNI

Hún segir einnig að það sé gaman að sjá hvernig fyrirtækin þróast. „Það

er gaman fyrir fjárfesta að fá að fylgjast með fyrirtækjunum vaxa og hugmyndunum að breytast,“ nefnir Helga. Sem dæmi tekur hún fyrirtækið Platome, sem

þannig keppni að hún verði alltaf jafngóð og hugmyndirnar sem taka þátt hverju sinni. Því sé mikilvægt að fá góð teymi og góðar hugmyndir inn í keppnina á hverju ári. Hún segir það fagnaðarefni að keppnin hafi lifað góðu lífi í 10 ár og undirrituð er henni hjartanlega sammála.

lenti í 3. sæti í Gullegginu í fyrra. Platome tók síðan þátt í Startup Reykjavík og var þá búið að slípa mikið viðskiptahugmyndina sína og breyta áætlunum. Hún segir það vera eðlilegt að viðskiptahugmyndir og aðrir þættir breytist á leiðinni.

Helga segir að algengustu mistök þátttakenda séu fyrst og fremst að

taka kynninguna ekki nógu alvarlega og vanda hana ekki. Fólk verði að leggja

49

50


GULLIÐ TÆKIFÆRI Diljá Valsdóttir, Viðskiptaþróun hjá Icelandc Startups Árlega auglýsir Icelandic Startups eftir nemendum úr samstarfsháskólum Gulleggsins; Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík, Bifröst og Listaháskóla Íslands, til þess að taka sæti í verkefnastjórn keppninnar. Alls eru átta til tólf einstaklingar valdir til þátttöku hverju sinni og fá það hlutverk að kynna og markaðssetja Gulleggið, ákvarða efnistök námskeiða og halda utan um hóp þátttakenda undir leiðsögn verkefnastjóra.

Verkefnið er krefjandi enda umfang keppninnar töluvert þar sem þátttakendur

skipta hundruðum, skipulagðir viðburðir eru margir og fjöldi einstaklinga leggur keppninni lið með fræðsluerindum, rýni og endurgjöf. Verkefnastjórnin hefur nokkuð frjálsar hendur við framkvæmd keppninnar og skiptir með sér verkum eftir því sem áhugi og styrkleikar hvers og eins liggja. Þetta skilar sér í ferskum hugmyndum, umbótum og uppfærslum sem verður til þess að keppnin þroskast og styrkist með hverju árinu.

GULLIÐ TÆKIFÆRI - til þess að stýra viðskiptaáætlanakeppni

Á þeim tíu árum sem Gulleggið hefur verið starfrækt hafa nærri hundrað eins-

taklingar með ólíkan bakgrunn í námi og starfi komið að skipulagningu keppninnar. Leið mín til Icelandic Startups (þá Innovit) lá í gegnum verkefnastjórn Gulleggsins en í kjölfarið hóf ég störf hjá fyrirtækinu. Ég tók púlsinn á tveimur meðlimum verkefnastjórnar

52


„Ég get fullyrt að Gulleggið gefur hugmyndum aukinn drifkraft, marktæka endurgjöf og mikla gleði.”

BERGLIND INGIBERTSDÓTTIR Verkefnastjórn Gulleggsins 2013 HVERS VEGNA ÁKVAÐSTU AÐ SÆKJA UM Í VERKEFNASTJÓRN GULLEGGSINS? Gulleggið var fullkominn stökkpallur til að öðlast hagnýta reynslu í

frumkvöðlastarfsemi,

nýsköpun

og

Silverberg Technologies

viðskiptaþróun. Auk þess hafði ég áhuga

ÁSGEIR BJARNASON Verkefnastjórn Gulleggsins 2013 HVERS VEGNA ÁKVAÐSTU AÐ SÆKJA UM Í VERKEFNASTJÓRN GULLEGGSINS? Hljómaði eins og spennandi leið til að komast betur inn í íslenska sprotaumhverfið og kynnast fólki. Hef alltaf haft gaman að allskonar viðburðaskipula-

að starfa með og komast í kynni við þen-

ég meiri trú og á sjálfri mér og minni eigin

nan metnaðagjarna, flotta og skemmtile-

getu.

ga hópi sem starfaði hjá Innovit.

HVAÐ TÓK VIÐ HJÁ ÞÉR EFTIR AÐ HAFA VERIÐ Í VERKEFNASTJÓRNINNI OG

HVERT VAR ÞITT HLUTVERK Í

HVAÐ ERTU AÐ GERA Í DAG? Hóf störf hjá

STJÓRNINNI? Ég kom að markaðsetnin-

vefhönnunarstofunni Kosmos & Kaos og sá

gu, viðburðarstjórnun og samskipti við

m.a. um verkefnastýringu, markaðsetningu

fjölmiðla fyrir Gulleggið ásamt að vera

og vefþróun. Í dag starfa ég sem mobile hugbúnaðaprófari og í hugbúnaðaþróun

gning og -stjórnun. HVERT VAR ÞITT HLUTVERK Í STJÓRNINNI? Ég var í teymi sem sá um markaðssetningu keppninnar það árið. Við sáum um að koma auglýsingaherferð í gang og almenna kynningu á keppnin-

HVAÐA REYNSLU TÓKSTU ÚR ÞVÍ AÐ

ni. Auk þess hoppaði maður inn í önnur

SKIPULEGGJA GULLEGGIÐ? Líkt og í

verkefni sem þurfti að leysa.

viðburðaskipulagningu, lærir maður að díla við allskonar áskoranir sem koma upp og verður örlítið betri að takast á við það óvænta. HVAÐ TÓK VIÐ HJÁ ÞÉR EFTIR AÐ HAFA VERIÐ Í VERKEFNASTJÓRNINNI OG HVAÐ ERTU AÐ GERA Í DAG? Ég fór í framhaldsnám í dreifðum kerfum (e. distributed systems) við háskóla í Berlín og Helsinki. Ég flutti síðan til Englands þar sem ég vann hjá sprotafyrirtæki sem býr til hugbúnað fyrir markaðsfólk og er nýlega kominn aftur heim til Íslands og

tengiliður við teymi.

vinn hjá Activity Stream sem „solution adapter“.

HVAÐA REYNSLU TÓKSTU ÚR ÞVÍ AÐ SKIPULEGGJA GULLEGGIÐ? Frumkvæðni, viðburðarstjórnun, sjálfstæðni og verkefnastjórnun. Umfram allt öðlaðist

53

54



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.