MEÐ FJÖLL Á HERÐUM SÉR
LJÓÐ
Stefán Hörður Grímsson F LY T J E N D U R
Elfar Logi og Þórarinn Hannessynir LÖG
Þórarinn Hannesson
Frumsýnt 28. september 2019 á ljóðahátíðinni Haustglæður á Siglufirði
LJÓÐASETUR ÍSLANDS
MEÐ FJÖLL Á SUNDKENNARINN GÓÐI Hissa varð ég þegar ég frétti að Stefán Hörður Grímsson hefði um skeið starfað sem sundkennari. „Rödd“ hans í ljóðunum var einhvern veginn svo víðsfjarri því að geta verið sundkennararödd. Af því spratt lítið ljóð sem nú heitir Enn fer það lágt: Við fáum að kafa í djúpu lauginni sundkennarinn góði stendur á bakkanum og enn fer það lágt. Þegar ljóðið birtist fyrst á bók 1991 hét það vegna misminnis og fljótfærni Enn fer það dult, þannig að Stefáns Harðar-kveðjan fór líklega fyrir ofan garð og neðan hjá flestum. Þetta gat ég svo leiðrétt þegar Kvæðasafn mitt kom út 2008. Stundum mætti ég Stefáni Herði á götu í Reykjavík og við tókum tal saman. Hann hafði þann sið að heilsa með handabandi og sleppa ekki takinu fyrr en samtali lauk. Nú þegar ég hugsa út í það finn ég að samtalið stendur enn og handtakinu sleppir aldrei. Þórarinn Eldjárn 2
Á HERÐUM SÉR LJÓÐ
Stefán Hörður Grímsson
H A N D R I T / F LY T J E N D U R
Elfar Logi og Þórarinn Hannessynir LÖG
Þórarinn Hannesson LEIKMYND/BÚNINGAR
Þ. Sunneva Elfarsdóttir NÓTUSETNING:
Elías Þorvaldsson EINLÆGAR ÞAKKIR
Alda Iðunn Elfarsdóttir, Hannes Friðriksson, Heiður Embla Elfarsdóttir, Íris Hrund Ernudóttir, Marsibil G. Kristjánsdóttir, Saga Nótt Friðriksdóttir, Þórunn Helga Sveinbjörnsdóttir 3
LISTABRÆÐUR E L FA R LO G I H A N N E S S O N Handrit/Flytjandi Fæddur og alinn upp á Bíldudal, þar sem leikferilinn hófst. Elfar Logi nam leiklist við The Commedia School í Danmörku. Sama ár og hann útskrifaðist, 1997, stofnaði hann Kómedíuleikhúsið, atvinnuleikhús Vestfjarða, og hefur stýrt því allar götur síðan. Elfar Logi hefur leikið í yfir fimmtíu leikverkum, auk þess hefur hann leikið í sjónvarpi, stuttmyndum og kvikmyndum. Hið einstaka ár 2004 stofnaði hann Act alone einleikjahátíðina og hefur verið listrænn stjórnandi hennar frá upphafi. Elfar Logi hefur ekki bara verið að leika sér, því hann hefur einnig setið við skriftir. Hefur hann sett saman fjölda verka fyrir leikhús, bæði leikgerðir og eigin verk. Elfar Logi hefur samið nánast öll leikverk Kómedíuleikhússins, ýmist einn eða í samstarfi við aðra. Hann hefur ritað nokkrar bækur og má þar nefna sögulegu barnasöguna Muggur saga af strák, (2017), og leiklistarbækurnar -, Leikræn tjáning, (2015), Leiklist á Bíldudal, (2015), og Einleikjasaga Íslands, (2017). Elfar Logi vinnur nú að bókinni Leiklist og list á Þingeyri.
4
ÞÓRARINN HANNESSON Lagasmiður/Handrit/Flytjandi Fæddur og uppalinn á Bíldudal og hóf þar sinn tónlistarferil á unglingsárum. Þórarinn er sjálfmenntaður í tónlist, hefur starfað með fjölda hljómsveita og sönghópa auk þess að koma fram með gítarinn og leika og syngja eigin lög og annarra í um 30 ár. Hann hefur samið fjölda laga og texta og gefið út 5 geislaplötur með eigin tónlist. Ljóðlistin hefur einnig verið Þórarni hjartfólgin. Árið 2011 setti hann á fót Ljóðasetur Íslands á Siglufirði og er forstöðumaður þess auk þess að stýra ljóðahátíðinni Haustglæður frá upphafi, en hún hefur verið haldin árlega í Fjallabyggð frá árinu 2007. Þórarinn hefur einnig fengist sjálfur við ljóðagerð og eru ljóðabækur hans nú 6 talsins: Æskumyndir (2006), Fleiri æskumyndir (2009), Nýr dagur (2012), Um jólin (2013), A Small Collection of Poetry (2016) og Listaverk í leiðinni (2019). Þórarinn hefur einnig fengist við sagnaritun, tekið þátt í leiksýningum og skrifað leikverk sjálfur. Þekktast þeirra er einleikurinn Í landlegu sem höfundur sýndi í Síldarminjasafni Íslands á Siglufirði árin 2014 – 2017.
5
MEÐ FJÖLL Á
6
Á HERÐUM SÉR
LJÓÐ
Stefán Hörður Grímsson HANDRIT
Elfar Logi og Þórarinn Hannessynir
KÓ M E D Í U L E I K H Ú S I Ð LJÓÐASETUR ÍSLANDS
2019
7
TÓNSKÁLD:
Stef
LEIKARI:
J ÁT N I N G Ég strika yfir þetta ljóð sem ég hef skrifað á þessa hvítu örk. Ég strika yfir þetta ljóð sem er af orðum gert, orðum sem áttu að vera um þig eins og þetta ljóð. En hefði svo verið mundi þessi hvíta örk hafa breytzt í gullinn söng. (Hliðin á sléttunni)
TÓNSKÁLD:
Stefán Hörður Grímsson fæddist í Hafnarfirði þann 31. mars 1919. Hann ólst upp á Álftanesi og undir Eyjafjöllum. Að lokinni skólagöngu æskuáranna stundaði hann nám við Laugarvatnsskóla einn vetur, þá tvítugur að aldri, og einbeitti sér síðar að tungumálanámi. Stefán Hörður vann margs konar störf um ævina, því skáldalaunin hrukku skammt. Hann var sjómaður framan af ævi, jafnt á fiskiskipum sem farskipum. Varð sú reynsla honum að yrkisefni, eins og við fáum að heyra hér á eftir. Einnig vann hann við landbúnaðarstörf og sem næturvörður og var meira að segja sundkennari um tíma.
LEIKARI:
En það eru ljóðin sem munu halda nafni Stefáns á lofti. Fyrsta ljóðabók hans, Glugginn snýr í norður, kom út árið1946. Hún þykir dæmigert byrjendaverk, þar sem höfundur er ekkert að rugga bátnum, fer troðnar slóðir í formi og tjáningarmáta og fetar í fótspor eldri skálda. Í annarri ljóðabók hans, Svartálfadansi, sem kom út fimm
8
árum síðar kvað við annan tón. Þar steig Stefán Hörður fram sem fullmótaður módernisti, sjálfstætt og persónulegt skáld sem náð hafði traustum tökum á myndmáli og ljóðstíl. Vakti bókin verulega athygli, og aðdáun flestra, en sumum þóttu ljóðin framandleg og torráðin, borin saman við hefðbundna ljóðagerð. TÓNSKÁLD:
Þrátt fyrir þessar góðu viðtökur liðu nærri tveir áratugir fram að næstu ljóðabók hans, Hliðin á sléttunni, sem kom út árið1970, og önnur ellefu ár þar til fjórða ljóðabók hans, Farvegir, kom út.
LEIKARI:
Undir lok skáldaferilsins sendi hann svo frá sér tvær ljóðabækur sem tryggðu honum sess í heiðursstúkunni á íslenska skáldabekknum.
TÓNSKÁLD:
Flugmundir (Hliðin á sléttunni)
LEIKARI:
MORGUNLJÓÐ Þegar morgnar koma geislar Þú ert ekki draumur Þegar morgnar koma geislar (Yfir heiðan morgun)
9
DÖGUN Þetta er stundin þegar draumarnir fara hjá sér frammi fyrir nýrri reynslu og uggur slær fölva á veiðilöndin.
Morgunn leyndardóma. Morgunn spurnar. Ég sæki lindarvatn í fjallið og kæli augu mín. Morgunn sem bærist í vorvindi.
Til móts við fjarskann. Stúlka á bláum hesti veifar við einstigið. (Farvegir)
Ó T TA N F E L L D I S Í N B L ÁTÁ R Óttan felldi sín blátár á grös og skóg
og jörðin varð svöl og djúp undir fótum mínum
10
og mér þótti snöggvast fölva á brjóst mitt slá og eyskin bein mín verða og beygur greip mig.
Þá heyrist mér hvíslað lágt eins og lokist blóm: þú ert vor fyrir þúsund árum. (Svartálfadans)
ETER Þú sem ert ekki hér, hvers vegna skyldi mér vera ljóst að þú ert hér ekki? Ég slæ þessari spurningu fram af því mér finnst það skrýtið að ég, sem tek mjög illa eftir því sem hér er, skuli veita því athygli sem er hér ekki. Mig langar til þess að vita hvar þú ert, hvernig þér líður, hvort þú ert að brosa eða ekki, hvort þú ert vakandi eða hvort þú ert sofandi og hvernig þú ert ef þú vakir og hvernig þú ert ef þú sefur, og hvort þú sért yfirleitt til. Það langar mig að vita. (Hliðin á sléttunni)
11
Þ AU Það var heiðan morgun. Það var fyrir mörgum árum.
Þau gengu tvö eftir gangstéttinni og héldust í hendur móti rísandi sól.
Á móti rísandi sól og þótti sinn veg hvoru.
Nú ganga þau sinn veginn hvort og haldast í hendur. Haldast í hendur yfir heiðan morgun. (Yfir heiðan morgun) MORGUNLJÓÐ 2 Þegar morgnar koma geislar Og þú ert hér – það var ekki draumur!
12
Og er ekki draumur sem fagnað er þessa morgna (Yfir heiðan morgun) TÓNSKÁLD:
Farmannsvísur (Glugginn snýr í norður)
LEIKARI:
ÚSÝNI Í RÖKKRINU Rautt hús við hornið á öðru húsi Strompur á mæni hlöðunnar og hallar til vesturs Gamall maður með staf raular fyrir munni sér vísu um skapara himins og jarðar Stráklingar á stelpuveiðum flautandi með hvítar bringur Ég elska stelpu í næsta húsi hún lætur ekki sjá sig Eigum við að koma út að sjá þegar dimmir ég og þú þegar dimmir? Þarna kemur mögur kona fyrir hornið og lítur í kringum sig ætli hún hafi týnt hanzka? Gulur fressköttur lymskast um garðinn hjá húsinu nr. 23 Gamli maðurinn með stafinn er búinn með vísuna sína og farinn að kalla á köttinn Bráðum fara þeir að kveikja götuljósin Elskan þú lætur ekki sjá þig bara þú lendir ekki í neti strákanna
13
Eigum við að koma út og sjá þegar dimmir ég og þú þegar dimmir? (Svartálfadans)
T V E N N G L U G G AT J Ö L D Um leið og stúlkan hengdi blúndugluggatjöldin sín fyrir sinn eina glugga, hengdi tunglið þau á vegginn andspænis. Eins og gefur að skilja, skein tungl þá glatt. Ó, æska – (Yfir heiðan morgun)
SVIPUR HÚSSINS Gegnum húss míns helgu Sali hulu vafin sést hún reika brúðar minnar böl og leiði og réttlát reiði, svipur hússins, konan bleika.
14
Allar, bleikar kaldar bjartar heitar getur gripið illur galdur afbrýðinnar, brúðar minnar beiska eitur.
Vítt um húss míns veggi gráa daufir skuggar dulir leika. Sveipuð hulu sést hún reika húmsins gestur, húmsins bláa, hússins uggur, konan bleika. (Glugginn snýr í norður) GARÐSTÍGAR Hjá þér með hugð mína alla, er sú sæla minn leyndardómur að þú skulir vera mér nær. Og um leið og við stöndum augliti til auglitis, hættum við stundum að vera örugg um hvort við höfum virkilega hitzt, og hvorugu verður jafn augljós eigin tilvera. Já þegar eitthvað mikilvægt reynist satt verður það
15
ósennilegt, og á meðan að það er satt heldur það áfram að vera ósennilegt. Enda er það nú eitt af þessu skemmtilega við lífið, að það hefur ekki ætíð þótt sennilegt. (Yfir heiðan morgun) TÓNSKÁLD:
Í tunglsljósi (Yfir heiðan morgun)
LEIKARI:
YFIR BORGINNI HÁR ÞIT T Yfir borginni hár þitt grúfir eins og myrkur
og dáin augu þín liggja á gluggum húsanna og rúðum götuvagnsins.
Hver glottir í hliðarsundi?
Mér er ekki hlátur í sinni því dauðinn ríður á hæla mér með svart blys í hendi
og lokkarnir í hári þínu það eru logarnir. (Svartálfadans) 16
A L LT Í staðinn hugsar maður um eitthvað sem er fext og hvernig því fari vindur í faxi en við skulum ekki nota orð fyrir alla lifandi muni ekki orð ég bara hangi í hárinu á þér og sjórinn er fyrir neðan (Farvegir)
L E I TA R L J Ó S T Eins og mörgum er kunnugt vissu menn allt fyrir hundrað árum.
Nú vitum vér fleira; en fátt.
Og einnig færra en fátt. (Yfir heiðan morgun)
17
H AU S T I Ð K O M Á G L U G G A N N Í nótt hafa vindarnir blásið á norðurgluggann og sagt: Við erum haustið.
Og ég hef hlýtt á vindana og hjúfrað mig niður, hjúfrað mig niður og sagt: Sofa, sofa.
En frá spegli draums hefur spottandi mynd þín blasað við mér bleik og þögul.
Og ég hef risið upp við dogg, róað mitt angur og sagt: Sofa, sofa. (Glugginn snýr í norður) TÓNSKÁLD:
Síldarminning (Glugginn snýr í norður)
18
LEIKARI:
ÞEGAR UNDIR SKÖRÐUM MÁNA Þegar undir skörðum mána kulið feykir dánu laufi Mun ég eiga þig að rósu.
Þegar tregans fingurgómar styðja þungt á strenginn rauða mun ég eiga þig að brosi. (Svartálfadans)
VETRARDAGUR Í grænan febrúarhimin stara brostin augu vatnanna frá kaldri ásjónu landsins.
Af ferðum vindanna eirðarlausu um víðáttu hvolfsins hafa engar spurnir borizt.
Litlausri hrímþoku blandið hefur lognið stirðnað við brjóst hvítra eyðimarka.
19
Undir hola þagnarskelina leita stakir bassatónar þegar íshjartað slær.
Á mjóum fótleggjum sínum koma mennirnir eftir hjarninu með fjöll á herðum sér. (Svartálfadans)
H V Í TA T J A L D I Ð Áratugum fór hann yfir löndin og er kominn ævilaus til baka, á Suðurland stiginn kringum sólstöður á leið í Norðurland. Við eigum samleið sunnan heiðar og ákveðum að halda á um nóttina. Undir lágnættið fengum við rautt sólskin í fangið, áðum, og hann sagðist hafa skilið ævi sína eftir í útlöndum, ætla norður á undan skugga nokkrum, sá héti Vafi. Er hann hafði þetta mælt um skuggann sinn, gekk hann landnorður fjöll, en ég tók hér náttstað, þar sem ég sé ekki lengur til jökla fyrir skuggunum hans. Þið sem fljúgið yfir firnindin í nótt, sjáið hvítt tjald á heiðinni. (Hliðin á sléttunni)
20
A Ð FA R G A M I N N I N G U Sá sem kemur aftur er aldrei sá sami og fór
Sú sem heilsar er aldrei sú sama og kvaddi
Ævintýri eru eldfim bæði lífs og liðin
Sagnir um öskufall við endurfundi hefur margur sannreynt (Tengsl) TÓNSKÁLD:
Van Gogh (Svartálfadans)
21
LEIKARI:
Ferill Stefáns Harðar sem ljóðskálds var farsæll og segja má að hann hafi endað á toppnum. Árið 1987 kom út bókin Tengsl, var hún tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, og fyrir síðustu bók sína, Yfir heiðan morgun, hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrstur höfunda, árið 1990. Hann hlaut og margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. úr Rithöfundasjóðum Íslands og Ríkisútvarpsins og heiðurslaun listamanna frá 1995. Einnig var hann heiðursfélagi í Rithöfundasambandi Íslands. Heildarsafn með ljóðum Stefáns Harðar kom út árið 2000 og verk hans hafa birst á bók víða um lönd. Stefán Hörður var ókvæntur og barnlaus en bjó í allmörg ár með Unni Eiríksdóttur rithöfundi, en hún lést1976. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 18. september 2002, 83 ára að aldri. Það er við hæfi að enda þessa dagskrá á orðum Jóhanns Hjálmarssonar, skálds: Stefán Hörður Grímsson stundaði enga umsvifamikla ljóðaframleiðslu, fór sér hægt og vandaði sig. Maðurinn var hljóðlátur en ef hann beitti sér var ágætt að vera við öllu búinn.
LOK LEIKS
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
32
33
KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ
2 019 – 2 0 2 0
IÐUNN OG EPLIN Frumsýnt í janúar 2020, ferðasýning sýnd um land allt
Vörður hinna norrænu goða, Heimdallur, segir okkur sögur úr Valhöll og af ásum. Sagan sem Heimdallur segir að þessu sinni er Iðunn og eplin. Hinn lævísi Loki platar Iðunni útí skóg því þar sé að finna girnileg og gómsæt epli. En þar eru engin epli heldur.... Höfundur/Leikari: Elfar Logi Hannesson Leikmynd/Búningar/Leikstjórn: Marsibil G. Kristjánsdóttir
L E P PA LÚ Ð I Frumsýnt í nóvember, ferðasýning sýnd um land allt
Loksins eftir að hafa staðið í skugganum af konu sinni Grýlu í árhundruð fær Leppalúði sviðsljósið. Hver er hann eiginlega? Kann hann mannamál? Er hann í alvörunni til? Höfundur/Leikari: Elfar Logi Hannesson Leikmynd/Grímur/Leikstjórn: Marsibil G. Kristjánsdóttir
LJÓÐASETUR ÍSLANDS Á Ljóðasetri Íslands á Siglufirði tökum við á móti hópum allt árið um kring með söng, ljóðalestri, fræðslu, kveðskap og gamansögum, allt eftir ykkar óskum. Sími 865-6543 og á fésbókinni