Gallerí Gangur í 40 ár / Forty Years of The Corridor

Page 1

Gallerí Gangur er listamannarekið sýningarrými sem stofnað var af myndlistarmanninum Helga Þorgils Friðjónssyni árið 1979 og er líklega elsta einkarekna gallerí landsins sem starfað hefur samfellt frá stofnun. Gangurinn hefur alla tíð verið rekinn á heimili Helga, en starfsemin hófst með sýningu á verki Hreins Friðfinnssonar For the Time Being snemma árs 1980 að Laufásvegi 79. Frá Laufásveginum

flutti Gangurinn í Mávahlíð 24, síðan á Freyjugötu 32, þaðan á Rekagranda 8, og er nú í Brautarholti 8 en árin 2017–2018 hafði

Gangurinn einnig útibú á Kárastíg 9 á Hofsósi á meðan Helgi bjó þar ásamt fjölskyldu sinni um eins árs skeið.

Meginmarkmið Helga með stofnun sýningarrýmisins á heimili sínu var að kynna myndlist erlendra samtímalistamanna hér

á landi, en þegar galleríið var stofnað var kynning erlendrar

samtímalistar hérlendis mjög fátíð. Þess má geta að Helgi hafði

áður komið að stofnun og rekstri nokkurra sýningarrýma og má

þar nefna Gallerí Output sem hann stofnaði ásamt Þóri Vigfússyni

árið 1975, Gallerí Suðurgötu 7, Gallery Lóu í Haarlem í Hollandi og

Gallerí Vísi í dagblaðinu Vísi, sem öll voru stofnuð árið 1976, sem og

Nýlistasafnið árið 1978.

Varla verður komið tölu á fjölda þeirra samtímalistamanna sem

sýnt hafa verk sín í Ganginum á þeim 42 árum sem galleríið hefur verið starfrækt. Langflestir þeirra eru erlendir listamenn og sumir þekktir á alþjóðavísu. Þeir listamenn sem sýnt hafa í Ganginum

fást við myndlist í ýmsum miðlum og hefur Helgi leitast við að sýna verk listamanna sem vinna með aðra strauma en tíðkast á Íslandi, t.d. ofurraunsæi, töfraraunsæi, ný-súrrealisma, geómetrísk flatarmálverk og hugmyndalist/konseptlist. Meðal þeirra eru Karin Kneffel, Milan Kunc, Helmut Federle, Stephen McKenna, James Rielly, Jan Knap, Sigrid Sandstrom, Robert Devriendt, Jenny Watson, Thomas Huber, Lisa Milroy, John Zürier, Urs Luthi og síðast en ekki síst svissneski listamaðurinn Martin Disler sem sýndi fyrstur erlendra listamanna í Ganginum árið 1980. Margir þessara listamanna hafa tengst landi og þjóð og haft áhrif á og auðgað íslenskt myndlistarlíf á margvíslegan hátt, t.d. með kennslu í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, með þátttöku í sýningum í helstu söfnum landsins og með því að kynna íslenska listamenn erlendis. Þá hafa margir listamannanna dvalið um lengri eða skemmri tíma á Íslandi og má til að mynda merkja áhrif þess í ákveðnum verkum þeirra, svo að segja má að áhrifin séu á báða bóga.

Árið 2020 var haldið upp á 40 ára afmæli Gangsins með sýningu á verkum þeirra erlendu listamanna sem hafa átt verk á sýningum Gangsins í gegnum tíðina. Hjónin Helgi Þorgils og Rakel Halldórsdóttir buðu listamönnunum að taka þátt í afmælissýningunni með því að senda verk á sýninguna. Allir sem til náðist brugðust vel við og sendu verk á sýninguna, sem þeir jafnframt gáfu þeim hjónum til eignar. Þess má geta að árið 2020 geisaði Covid-19-faraldurinn um allan heim og hafði það töluverð áhrif á framgang sýningarinnar. Miklar tafir urðu á sendingum verkanna og því var brugðið á það ráð að dreifa sýningunni yfir árið með þremur opnunum.

Að afmælisárinu loknu gáfu þau Helgi og Rakel verkin sem voru á sýningunni til Listasafns Íslands, samtals 117 listaverk eftir 84 listamenn frá 22 löndum sem Listasafn Íslands efnir nú til sýningar á. Þessi höfðinglega gjöf er mikilvæg viðbót við listaverkasafnið og þýðingar-mikil heimild um framlag Gangsins til listalífsins hér á landi undanfarna fjóra áratugi.

The Corridor is an artist-run exhibition space founded by artist Helgi Þorgils Friðjónsson in 1979, and it is probably Iceland’s longest-running privately-operated gallery. The Corridor has always been housed in Helgi Þorgils‘ home; the gallery‘s first exhibition, of For the Time Being by Hreinn Friðfinnsson early in 1980, was held at Laufásvegur 79. The Corridor moved on to Mávahlíð 24, then Freyjugata 32 and Rekagrandi 8. It is now located at Brautarholt 8; in 2017–18 The Corridor had a branch at Kárastígur 9 in Hofsós, north Iceland, when Helgi spent a year there with his family.

Helgi ‘s principal objective in founding an exhibition space in his home was to present the work of contemporary artists from other countries in Iceland; at that time there was little opportunity to see international contemporary art in Iceland. Helgi had previously been involved in the foundation and operation of a number of exhibition spaces, such as Gallery Output, founded in 1975 with Þór Vigfússon, Gallery Suðurgata 7, Gallery Lóa in Haarlem, Netherlands, and Gallery Vísir in the Vísir newspaper, all founded in 1976, and the Living Art Museum 1978.

It is hardly possible to enumerate all the contemporary artists who have shown their work at the Corridor in the 42 years it has been in operation. The vast majority are non-Icelandic artists, some internationally renowned. The artists who have displayed their work at the Corridor make art in a range of media, and Helgi has sought to exhibit the work of artists representative of other artistic trends than those which have predominated in Iceland, such as hyperrealism, magical realism, neo-surrealism, the geometric abstract, and conceptual art. Among them are Karin Kneffel, Milan Kunc, Helmut Federle, Stephen McKenna, James Rielly, Jan Knap, Sigrid Sandstrom, Robert Devriendt, Jenny Watson, Thomas Huber, Lisa Milroy, John Zürier, Urs Luthi and, last but not least, the Swiss artist Martin Disler, who was the first foreign artist to show his work in The Corridor in 1980. Many of these artists have established bonds with Iceland and the Icelanders, and they have enriched Icelandic art in various ways, such as through teaching at the Icelandic College of Arts and Crafts (precursor of the Iceland University of the Arts), through participation in exhibitions at Iceland’s leading galleries, and by promoting Icelandic artists abroad. Many of the artists have spent time in Iceland, and some of their art evinces influence from their stay – so the impact may be deemed reciprocal.

In 2020 the 40th anniversary of the foundation of the Corridor was marked with an exhibition of the works of the foreign artists whose art had been exhibited at the Corridor over the years. Helgi Þorgils and his wife Rakel Halldórsdóttir invited artists to take part in the anniversary show by sending in works. All the artists they were able to contact responded favourably, and sent works for the show, which they also presented to Helgi and Rakel as gifts. In 2020 the Covid-19 pandemic was raging around the world, and that inevitably affected the exhibition. Many works of art were delayed in transit, and so the decision was made to spread the exhibition throughout the year 2020, with three openings.

After the anniversary year Helgi and Rakel presented the works from the show to the National Gallery of Iceland: a total of 117 pieces by 84 artists from 22 countries, which are now on display at the National Gallery. This generous gift is a valuable addition to the gallery’s collection, and important documentation of the contribution of the Corridor to the art scene in Iceland over the past four decades.

Gallerí
Gangur í 40 ár 3.2.—4.6.2023
Vigdís
Rún Jónsdóttir Vigdís Rún Jónsdóttir Forty Years of The Corridor 3.2.—4.6.2023

Sýningarstjóri og verkefnastjóri sýningar

Curator and Exhibition Project Manager

Vigdís Rún Jónsdóttir

Textar

Texts

Vigdís Rún Jónsdóttir

Markaðsmál

Marketing

Guðrún Jóna Halldórsdóttir

Umsjón með fræðslu og viðburðadagskrá Events and Educational Programme

Ragnheiður Vignisdóttir

Umsjón tæknimála og ljósmyndum

Technical Supervision, Photography and Recordings

Sigurður Gunnarsson

Forvarsla Conservation

Ólafur Ingi Jónsson

Steinunn Harðardóttir

Uppsetning Installation

Gylfi Sigurðsson

Indriði Ingólfsson

Steinunn Harðardóttir

www.listasafn.is

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.