3 minute read

Krabbameinsnefnd LSS

Síðastliðið ár hefur krabbameinsnefnd LSS ásamt góðum aðilum haldið áfram að kynna og vekja athygli á þeirri staðreynd að tíðni krabbameins hjá slökkviliðsmönnum sé allt að tvisvar sinnum hærri en gengur og gerist. Á meðan við berjumst við kerfið þá horfum við til félaga okkar í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu en þar eru menn að betrumbæta þá löggjöf sem sett hefur verið um krabba- Borgar Valgeirsson mein meðal slökkviliðsmanna og þar hefur aukin tíðni krabbameins meðal slökkviliðskvenna verið höfð til hliðsjónar. Í febrúar var lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um slysatryggingar almannatrygginga og sendi LSS inn umsögn um frumvarpið og vakti athygli á okkar stöðu í þessum málum auk þess sem LSS sendi frá sér ályktun um stöðuna. Ályktun LSS vakti mikla athygli og fengum við mikla fjölmiðlaumfjöllun en sú umfjöllun ásamt því að leggja hart að því fá að kynna okkar málflutning skilaði okkur fundi með velferðanefnd Alþingis og fengum við 20 mínútur til þess að kynna okkar mál og svara spurningum nefndarmanna. Við fengum góðan liðsstyrk en auk Bjarna og Borgars frá krabbameinsnefnd LSS þá sátu fundinn og aðstoðuðu okkur við kynninguna, Hermann Sigurðsson framkvæmdastjóri LSS, Magnús Smári Smárason formaður LSS, Finnur Hilmarsson frá SHS og fyrrverandi varaformaður LSS, Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri BÁ og formaður félags slökkviliðsstjóra og Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri slökkviliðs Akureyrar og formaður fagdeildar stjórnenda. Allir lögðu þeir sín lóð á vogaskálarnar og eiga þeir miklar þakkir skildar fyrir sitt framlag. Í febrúar var einnig fimmta alþjóðlega ráðstefnan um slökkviliðsmenn og krabbamein en ráðstefnan var haldin af félögum okkar í Póllandi en vegna Covid-19 þá fór þessi ráðstefna fram í gegnum netið. Meðal fyrirlesara að þessu sinni voru okkar helstu baráttumenn í Norður-Ameríku, Skandinavíu og Evrópu en auk þess voru nokkrir nýir fyrirlesarar með áhugaverða punkta og rannsóknir sem styðja rökstuðning okkar enn frekar. Krabbameinsnefndin hefur haldið áfram fræðslu til slökkviliðsmanna en í mars vorum við með sérstakt fræðsluátak þar sem við kynntum allt það fræðsluefni sem við höfum gefið út auk þess sem við kynntum nýtt fræðsluefni til sögunnar. Nýtt fræðslumyndband var unnið í samstarfi við margmiðlunarteymi HMS og erum við þeim þakklátir fyrir þeirra framlag en einnig voru sendir límmiðar til allra slökkviliða sem minna okkur á að eldgallar eiga ekki heima í hreinu rými slökkvistöðva. Fyrir þá sem vilja kynna sér efnið sem við birtum þá má nálgast það á facebook síðu krabbameinsnefndar „Slökkviliðsmenn gegn krabbameini”

Advertisement

Í apríl og maí var svo farið í vinnu varðandi nýjar tryggingar fyrir tryggingasjóð LSS og var lögð talsverð Bjarni Ingimarsson vinna í það að reyna að koma atvinnutengdu krabbameini inn í tryggingakaflann en því miður gekk það ekki upp að þessu sinni. Við fengum þó góða aðstoð við þessa vinnu frá lögfræðingunum Agnari Guðmundssyni og Kára Valtýssyni frá Fulltingi og þökkum við fyrir þeirra aðstoð. Eftir að gengið var frá nýrri tryggingu var fjármagn eftir í sjóðnum og hefur verið ákveðið að búa til styrktarsjóð fyrir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein sem má teljast atvinnutengt samkvæmt þeim viðmiðum sem settar hafa verið um slík krabbamein í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. Tryggingasjóður í samstarfi við krabbameinsnefnd LSS mun svo fljótlega kynna þær reglur sem settar verða um styrk vegna starfstengds krabbameins og munum við svo halda áfram að styrkja tryggingasjóð og bæta réttindi félagsmanna LSS. Þann 12. júní síðastliðinn náðum við svo ákveðnum áfanga í okkar vinnu þegar Alþingi samþykkti breytingar á lögum um slysatryggingar almannatrygginga en í nýrri löggjöf er kveðið á um að ráðherra geti sett sérstaka reglugerð um þær stéttir sem eru útsettari fyrir atvinnutengdum sjúkdómum. Þessi viðbót við lögin er það sem LSS lagði áherslu á í kynningu okkar fyrir velferðarnefnd þingsins og því næsta skref að hefja vinnu við að fá slíka reglugerð fyrir okkar starfsstétt enda er okkar málflutningur vel rökstuddur með vísindalegum rannsóknum. Þetta er stórt skref í okkar baráttu en svona langhlaup krefst samvinnu margra aðila en það er stór hópur núverandi og fyrrverandi stjórnarmanna og starfsmanna LSS ásamt fjölda félagsmanna sem hefur unnið að þessari vegferð ásamt aðstoð frá góðum hópi erlendra kollega og eiga þeir allir miklar þakkir skildar fyrir sitt framlag. Að lokum hvetjum við félagsmenn LSS til að halda áfram að huga að heilsunni og styðjum hvert annað í því að breyta hugsunarhætti okkar og vinnu með tilliti til þeirra starfstengdu krabbameina sem við erum útsettari fyrir.

Bjarni Ingimarsson Borgar Valgeirsson

This article is from: