2 minute read
Heilsufarsstefna kjarasamnings LSS og SNS
Í kjarasamningi Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var í fyrra var ákvæði um endurskoðun á heilsufarsstefnu. Heilsufarsstefnan hefur verið viðauki við kjarasamninga LSS og er leiðbeinandi fyrir rekstraraðila og er ætlað að stuðla að betra eftirliti og bættri heilsu félagsmanna. Settur var á laggirnar starfshópur til að uppfæra heilsufarsstefnuna en í hópnum sátu Magnús Smári Smárason formaður LSS, Bjarni Ingimarsson varaformaður LSS, Ásgeir Þórisson gjaldkeri LSS, Elías Níelsson íþróttafræðingur hjá SHS, Ómar Ágústsson frá SHS og Gunnar Jón Ólafsson frá BS. Markmið vinnunnar var að gera læknisskoðun fyrir félagsmenn ítarlegri og skilvirkari og þrek- og styrktarpróf sem samræmdist betur líkamsbeitingu slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við störf. Einnig var horft til þess að koma niðurstöðum þrek- og styrktarprófa á rafrænt form og auka þannig möguleika félagsmanna á að fylgjast með eigin heilsu. Við uppfærslu á heilsufarsstefnunni var horft til fyrri kjarasamninga og þeirrar vinnu sem áður hafði verið unnin, læknisskoðana hjá kollegum okkar erlendis og þol og styrktarprófs sem þróað hefur verið hjá SHS í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Horfa þurfti til þess að heilsufarsstefnan nær til allra sem eiga aðild að samningnum og því ekki hægt að horfa eingöngu til atvinnuliða og
Advertisement
Bjarni Ingimarsson
gæta þurfti þess að kostnaður slökkviliða og þá sérstaklega minni liða myndi ekki aukast.
Helstu breytingar:
• Spurningalisti um heilsufar frá síðustu læknisskoðun en æskilegt er að starfsmenn svari spurningunum áður en mætt er í læknisskoðun svo trúnaðarlæknir hafi tækifæri til að fara yfir þær með starfsmanni. • Eftirlit trúnaðarlæknis með þremur þekktum starfstengdum krabbameinum ef starfsmaður svarar jákvætt við einkennum á spurningalista. • Skimun við brjóstakrabbameini hjá konum en rannsóknir benda til þess að þær séu útsettari fyrir brjóstakrabbameini og því æskilegt að þær fari fyrr í skimun en ella. Þessi þáttur á eftir að skýrast betur með ráðgjöf frá sérfræðingum í krabbameinslækningum. • Starfsmanni boðið að fara í blóðprufu fyrir læknisskoðun og gera starfsmanni þannig kleift að fara yfir niðurstöður þeirra í læknisskoðun. • Þrjár útfærslur af þolprófum:
I. Súrefnisupptökupróf: Þolpróf sem hefur verið notað hjá SHS undanfarin ár en mælst er til að rekstraraðilar nota þetta próf sé þess nokkur kostur. Í viðauka má svo finna tilboð frá einkaaðila sem framkvæmir svona próf og hefur SA þegar nýtt sér þann kost.
II. Astrand hjólapróf: Hjólapróf sem hefur verið notað í mörg ár m.a. af SHS og býður upp á annan möguleika þar sem búnaður til súrefnisupptökumælinga er dýr.
III. Göngupróf: Þolpróf sem rekstraraðilar hafa notað undanfarin ár en eina breytingin er að hraði var lækkaður hjá 50 ára og eldri. • Styrktarpróf: Mikil þróun hefur átt sér stað hjá SHS varðandi styrktarpróf en sú vinna hefur verið í samstarfi við nemendur Háskólans í Reykjavík.
Markmið þeirrar vinnu var að tengja styrktarprófið betur við starfstengdar hreyfingar við störf slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Ákveðið var að nýta þá vinnu og það próf sem
SHS hefur þróað í heilsufarsstefnuna enda hefur það gefið góða raun hjá SHS og ekki er mikill kostnaður fyrir rekstraraðila þegar þessi útfærsla er tekin upp. Heilsufarsstefnuna má nálgast á heimasíðu LSS http://lsos.is/library/fundargerdir/Nyjar/LEI%C3%90BEINANDI%20HEILSUFARSSTEFNA%203.0.pdf
Bjarni Ingimarsson
Krabbameinsnefnd LSS