Á vakt fyrir Ísland 1tbl 2021

Page 38

Heilsufarsstefna kjarasamnings LSS og SNS Í kjarasamningi Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var í fyrra var ákvæði um endurskoðun á heilsufarsstefnu. Heilsufarsstefnan hefur verið viðauki við kjarasamninga LSS og er leiðbeinandi fyrir rekstraraðila og er ætlað að stuðla að betra eftirliti og bættri heilsu félagsmanna.

Settur var á laggirnar starfshópur til að uppfæra heilsufarsstefnuna en í hópnum sátu Magnús Smári Smárason formaður LSS, Bjarni Ingimarsson varaformaður LSS, Ásgeir Þórisson gjaldkeri LSS, Elías Níelsson íþróttafræðingur hjá SHS, Ómar Ágústsson frá SHS og Gunnar Jón Ólafsson frá BS. Markmið vinnunnar var að gera læknisskoðun fyrir félagsmenn ítarlegri og skilvirkari og þrek- og styrktarpróf sem samræmdist betur líkamsbeitingu slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við störf. Einnig var horft til þess að koma niðurstöðum þrek- og styrktarprófa á rafrænt form og auka þannig möguleika félagsmanna á að fylgjast með eigin heilsu. Við uppfærslu á heilsufarsstefnunni var horft til fyrri kjarasamninga og þeirrar vinnu sem áður hafði verið unnin, læknisskoðana hjá kollegum okkar erlendis og þol og styrktarprófs sem þróað hefur verið hjá SHS í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Horfa þurfti til þess að heilsufarsstefnan nær til allra sem eiga aðild að samningnum og því ekki hægt að horfa eingöngu til atvinnuliða og

38

Á vakt fyrir Ísland

Bjarni Ingimarsson

gæta þurfti þess að kostnaður slökkviliða og þá sérstaklega minni liða myndi ekki aukast.

Helstu breytingar:

• Spurningalisti um heilsufar frá síð ustu læknisskoðun en æskilegt er að starfsmenn svari spurningunum áður en mætt er í læknisskoðun svo trúnaðarlæknir hafi tækifæri til að fara yfir þær með starfsmanni. • Eftirlit trúnaðarlæknis með þremur þekktum starfstengdum krabbamein um ef starfsmaður svarar jákvætt við einkennum á spurningalista. • Skimun við brjóstakrabbameini hjá konum en rannsóknir benda til þess að þær séu útsettari fyrir brjósta krabbameini og því æskilegt að þær fari fyrr í skimun en ella. Þessi þáttur á eftir að skýrast betur með ráðgjöf frá sérfræðingum í krabba meinslækningum. • Starfsmanni boðið að fara í blóð prufu fyrir læknisskoðun og gera starfsmanni þannig kleift að fara yfir niðurstöður þeirra í læknisskoðun.

• Þrjár útfærslur af þolprófum: I. Súrefnisupptökupróf: Þolpróf sem hefur verið notað hjá SHS undan farin ár en mælst er til að rekstrar aðilar nota þetta próf sé þess nokk ur kostur. Í viðauka má svo finna tilboð frá einkaaðila sem fram kvæmir svona próf og hefur SA þegar nýtt sér þann kost. II. Astrand hjólapróf: Hjólapróf sem hefur verið notað í mörg ár m.a. af SHS og býður upp á annan möguleika þar sem búnaður til súrefnisupptökumælinga er dýr. III. Göngupróf: Þolpróf sem rekstrar aðilar hafa notað undanfarin ár en eina breytingin er að hraði var lækkaður hjá 50 ára og eldri. • Styrktarpróf: Mikil þróun hefur átt sér stað hjá SHS varðandi styrktarpróf en sú vinna hefur verið í samstarfi við nemendur Háskólans í Reykjavík. Markmið þeirrar vinnu var að tengja styrktarprófið betur við starfstengdar hreyfingar við störf slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Ákveðið var að nýta þá vinnu og það próf sem SHS hefur þróað í heilsufarsstefn una enda hefur það gefið góða raun hjá SHS og ekki er mikill kostn aður fyrir rekstraraðila þegar þessi útfærsla er tekin upp. Heilsufarsstefnuna má nálgast á heimasíðu LSS http://lsos.is/library/fundargerdir/Nyjar/LEI%C3%90BEINANDI%20HEILSUFARSSTEFNA%203.0.pdf Bjarni Ingimarsson Krabbameinsnefnd LSS


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Neyðarljósmyndun

5min
pages 52-53

Medical Education & Training Center During the Pandemic

13min
pages 48-51

Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði

4min
pages 45-47

Krabbameinsnefnd LSS

3min
page 44

Námstefnan „Á vakt fyrir Ísland“

1min
pages 40-43

Björgunarkafarar

7min
pages 36-37

Heilsufarsstefna kjarasamnings LSS og SNS

2min
pages 38-39

Eldvarnagetraunin

1min
page 35

eða við inntöku í nám

8min
pages 32-34

Ný slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja

3min
page 31

FLAIM hermir fyrir þjálfun slökkviliðsmanna

4min
pages 28-29

Ný slökkvistöð á Húsavík

1min
page 30

í íslensku samfélagi?

5min
pages 26-27

Sálfræðiþjónusta fyrir félagsmenn LSS

7min
pages 24-25

Þjónusta slökkviliða úti á landi vanmetin

11min
pages 14-17

innan þessarar stéttar

12min
pages 18-21

Fagmennska, hjálpsemi og viðbragðsflýtir

5min
pages 12-13

á bráðamóttökur reynsla heilbrigðisstarfsmanna

4min
pages 22-23

Leiðari ritnefndar

4min
pages 8-9

Fagdeild slökkviliðsmanna LSS

3min
pages 10-11

Fagdeild sjúkraflutningamanna LSS

3min
pages 6-7

Endurmat á störfum viðbragðsaðila

2min
pages 4-5
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.