5 minute read

í íslensku samfélagi?

Next Article
Neyðarljósmyndun

Neyðarljósmyndun

Hver er þekking sjúkraflutningamanna á heimilisofbeldi

Heimilisofbeldi er vel þekkt þjóðfélagsmein sem þekkir engin landamæri. Enn í dag er það svo að víða er tekið á heimilisofbeldi sem einkamáli heimilisins sem hefur gert það erfiðara en ella að uppræta glæpinn sem í ofbeldinu felst. Birtingarmyndir heimilisofbeldis eru margvíslegar. Ofbeldið getur verið líkamlegt, andlegt, kynferðislegt eða fjárhagslegt, auk þess sem stafrænt ofbeldi hefur farið vaxandi. Brotaþoli getur upplifað hegðun eins og ógn, stjórnun, hótun og oft þvinganir. Vegna sterkra tengsla við einstaklinga á sama heimili getur hann átt mjög erfitt með að komast út úr aðstæðum heimilisofbeldis og hið sama gildir ef ofbeldið hefur varað í langan tíma. Heimilisofbeldi eða annað ofbeldi í nánum samböndum er alvarlegt samfélagsmein þjóðarinnar og er ógn við bæði líf og heilsu þolenda. Því er mikilvægt að allir heilbrigðisstarfsmenn hafi nægilega þekkingu og þjálfun til að bregðast rétt við verði þeir varir við slíkt ofbeldi í störfum sínum.

Advertisement

Hver er þekking fagstéttarinnar?

Þekkingu fagstéttarinnar á eðli og afleiðingum heimilisofbeldis er þó mjög ábótavant. Staðan í dag er sú að fræðsla til sjúkraflutningamanna um ofbeldi gegn börnum og öldruðum er kennd í náminu, en kennsla um kynbundið ofbeldi/heimilisofbeldi er engin og rík ástæða til að bæta þar úr. Sérstaklega mikilvægt er að þær fagstéttir sem í starfi sínu geta orðið varar við slíkt hafi þekkingu á helstu merkjum kynbundis ofbeldis og séu í stakk búnar til að grípa inn í og tilkynna mál þar sem lögreglan er ekki alltaf með í slíkum útköllum. Sem framlínustarfsmenn geta sjúkraflutningamenn verið í þeirri stöðu að sinna þolendum heimilisofbeldis og þannig átt í beinum samskiptum við þolendur á tímapunktum sem gætu aukið líkur á að þeir losni út úr vítahring ofbeldis. Sjúkraflutningamenn þurfa t.a.m. að vera meðvitaðir um að fylgjast með samskiptamynstri sjúklings við maka sinn og taka eftir því ef hann leitar fyrst til hans áður en hann svarar spurningum. Algengt er að makinn svari spurningunum fyrir hönd sjúklings þegar verið er að safna upplýsingum og fer þá ekki endilega með rétt mál. Einnig að makinn krefjist þess að fá að fara með sjúklingi í sjúkrabíl á heilbrigðisstofnun svo að þolandinn sé ekki einn og geti því ekki sagt rétt frá. Stjórnunarhegðun er algengt mynstur í ofbeldissamböndum. Við slíkar aðstæður er gífurlega mikilvægt að sjúkraflutningamenn miðli upplýsingum til heilbrigðisstarfsfólks þeirrar stofnunar sem tekur á móti sjúklingi. Mikilvægt er að þekkja áverkamynstur og bera það saman við frásögn sjúklings. Líkamsskoðun á sjúklingi í slíku útkalli ætti að gefa starfsmanni ákveðna hugmynd um það hvort ofbeldi hafi átt sér stað eða hvort einstaklingurinn hafi búið við slíkt um tíma. Algengt er að marblettir séu víða á líkama, sérstaklega efri parti, og þá bæði gamlir og nýir í bland. Minnsti grunur um heimilisofbeldi á að kalla á inngrip og eftirfylgni og skulu mögulegir þolendur ávallt njóta vafans. Heimilisofbeldi á Íslandi er stórt samfélagslegt vandamál sem þarf mun meiri umræðu. Umræðan um heimilisofbeldi er ekki mikil innan starfsstéttarinnar og mikil vanþekking er í þeim málefnum. Rík þörf er á að bæta þekkinguna en þetta þekkir höfundur vel úr sínu starfi. Margir þekkja ekki einkenni heimilisofbeldis s.s. lýst er hér að ofan. Gjarnan er litið fram hjá þessu vandamáli og enn lifir sú hugmynd góðu lífi að heimilisofbeldi sé öðru fremur einstaklingsbundið vandamál en ekki samfélagslegt – og þolendur óháð kyni þess eigi að hegða sér með öðrum hætti. Setningar eins og „þeim er nær að vera þarna“, „aðilinn fer hvort sem er bara aftur til baka“ og „einstaklingurinn getur bara sjálfur leitað sér hjálpar ef hann vill það“ eru óþægilega algengar. Þarna kemur aftur upp það þekkingarleysi sem ríkjandi er um þessi mál en oft á tíðum eru það starfsmenn utan spítalaþjónustunnar sem eru eina von þolandans um að komast út úr aðstæðunum og fá viðeigandi hjálp. Er það því gríðarlega alvarlegt mál að sjúkraflutningamenn, sem lögbundin starfsstétt sem heyrir undir

Erla Sigríður Sigurðardóttir

landlækni, skuli ekki hafa vinnuferla líkt og aðrar heilbrigðisstéttir hafa þegar grunur vaknar um heimilisofbeldi sem og grunnþekkingu á eðli og afleiðingum slíks ofbeldis.

Hvað getum við gert?

Mótvægisaðgerðir og forvarnir eru stór partur þess að ná að stöðva heimilisofbeldi áður en það byrjar og til að grípa inn í vítahring ofbeldisins. Vitund samfélagsins skiptir miklu og fræðsla þarf að ná inn í menntakerfið, á vinnustaði, í tómstundastarf og til samfélagsins í heild. Kallast það „þegar glugginn opnast“ að halda honum opnum og geta veitt þolandanum og hans nánustu viðeigandi aðstoð. Þar skipa sjúkraflutningamenn stóran sess; oft á tíðum erum við einu aðilarnir sem fara inn á heimili þolanda.

Heilbrigðisstarfsfólk er í sérstaklega mikilvægri stöðu til að greina ummerki um heimilisofbeldi og beita snemmtækri íhlutun. Þetta ætti að endurspeglast í námskrám í grunnnámi sjúkraflutninga líkt og í grunnnámi annarra heilbrigðisstétta. Viðbragðsaðilar bráðaþjónustunnar ættu að fá leiðbeiningar og fræðslu til að geta greint einkenni, til að auka líkur á að gripið sé snemma inn í heimilisofbeldi. Til þess þurfa þeir að skilja eðli og afleiðingar ofbeldis og geta áttað sig á sambandsmynstri gerandans við þolanda. Einnig þarf þekkingu á því hvernig skal bregðast við upplýsingagjöf frá þolanda, sem og kunnáttu í samskiptum við mögulega þolendur.

Mikilvægt er að muna að fyrsta viðbragð á vettvangi getur varpað ljósi á aðstæður sem heilbrigðisstarfsfólk innan spítalans sér ekki. Því þarf í slíku útkalli ef aðstæður leyfa, að gefa sér tíma til að greina aðstæður inni á heimilinu og muna að treysta sínu innsæi til að tryggja hagsmuni þolandans og möguleika hans á viðeigandi meðferð og úrræðum. Er áríðandi að þekking sjúkraflutningamanna á málaflokknum sé sem allra best en eins og staðan er í dag er henni ábótavant.

Nú á vormánuðum hefur höfundur verið að vinna að fræðsluefni um heimilisofbeldismál fyrir sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands ásamt Elís Kjartanssyni lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Suðurlandi sem annast fræðslu lögreglumanna um heimilisofbeldismál. Saman viljum við með því stuðla að frekari vitundarvakningu um mikilvægi þessa efnis innan starfsstéttarinnar. Við einsetjum okkur að vera í fremstu röð í allri okkar starfsemi og með aukinni umræðu, fræðslu og áframhaldandi teymisvinnu getum við bætt þjónustuna verulega við þennan viðkvæma hóp.

Erla Sigríður Sigurðardóttir

sjúkraflutningamaður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Kæra slökkviliðs- og sjúkraflutningafólk

Takk fyrir að standa vaktina

arionbanki.is

This article is from: