BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG SJÚKRAFLUTNINGAMANNA
OKTÓBER 2020
Nr. 57 - 47. árgangur 1. tölublað
Gefið út í október 2020
Ábyrgðarmaður Hermann Sigurðsson Ritstjóri Jón Pétursson Umbrot imago Prentun Svansprent Útgefandi Landssamband slökkviliðsog sjúkraflutningamanna Brautarholti 30 ı 105 Reykjavík s: 5622962, lsos@lsos.is ı www.lsos.is Opnunartími: Mánud - fimmtud frá 9-12 og 13-15, föstudaga 9-12. Starfsfólk LSS Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri hermann@lsos.is Guðrún Hilmarsdóttir, skrifstofustjóri lsos@lsos.is Magnús Smári Smárason, formaður magnuss@lsos.is Bjarni Ingimarsson, varaformaður bjarnii@lsos.is
Félagar í LSS eru um 1.300. Slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn og neyðarverðir. LSS þakkar öllum sem lagt hafa útgáfu blaðsins lið.
Forsíðumynd
Ljósmyndari: Svavar Tryggvason
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
2
Á vakt fyrir Ísland
Efni: Leiðari formanns . .................................................................................. 3 18. þing LSS .......................................................................................... 4 Augnskaði . ............................................................................................ 6 Góðir hlutir gerast hægt . ....................................................................... 8 Fagdeild sjúkraflutningamanna .................................................................. 10 Á vakt fyrir Ísland ................................................................................... 12 SHS á fordæmalausum tímum ................................................................ 16 Slökkvilið Akureyrar COVID 19 sjúkraflug ................................................ 22 Brunarannsóknir .................................................................................... 24 Nýjar slökkvibifreiðar fyrir jarðgöng .......................................................... 28 One Seven þrýstilofts froðukerfi ............................................................ 30 Heimsleikar og Íslandsmót slökkviliða .................................................. 32 Nýir sjúkrabílar ...................................................................................... 34 Neyðarlína - neyðarnúmer . ................................................................... 36 Slökkviliðsminjasafn Íslands ................................................................... 39 Fjórar nýjar slökkvibifreiðar SHS ........................................................... 40 Coldcut™ Cobra skurðar- og slökkvibúnaðurinn ................................... 42 Nýr bíll á Patreksfjörð ............................................................................ 45 Flugvallarslökkvilið .................................................................................. 46 Orlofssjóður LSS .................................................................................. 48 Styrktarsjóður LSS .................................................................................. 48 Starfsmenntunarsjóður LSS .................................................................. 49
Leiðari formanns Kæru félagsmenn
LSS er félag ómissandi starfsstétta, það er staðreynd sem ekki þarf að deila um. Sú skilgreining felur í sér mikla ábyrgð, sem meðal annars lá þeirri ákvörðun til grundvallar að fresta fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum á vordögum vegna yfirlýsts neyðarástands frá Almannavörnum vegna heimsfaraldurs. Jákvæð viðbrögð félagsmanna við þeirri ákvörðun sýndi enn frekar fram á að við deilum þeirri ábyrgð, erum stolt af okkar störfum og berum þá ábyrgð með sæmd. Að vera hluti af ómissandi starfstétt er heiður og þeir sem því starfi sinna geta verið stoltir í sínum störfum. Það getur tekið á að starfa í framlínu neyðarþjónustu hvort sem það eru neyðarverðir sem taka við fyrstu upplýsingum og þurfa að leggja mat á viðeigandi viðbragð, sjúkraflutningamenn sem hafa beina aðkomu að
slösuðum eða veikum, eða slökkviliðsmenn sem leggja mikið á sig til að koma í veg fyrir frekara tjón af völdum elds í húsnæði, flugvélum eða við björgun úr slysum. LSS hefur á undanförnum árum haft það markmið að efla þjónustu við félagsmenn þegar starfið er farið að taka á og farið að hafa neikvæð áhrif á andlega heilsu, þetta er verkefni sem sífellt þarf að hlúa að, en að sama skapi treysti ég þeirri starfsmenningu meðal félagsmanna að viðurkenna að andleg áföll eru raunveruleg og ekkert feimnismál. Ég vona að sú þróun haldist og að við eflum frekar þennan mikilvæga málaflokk.
Styrkur félagsins er fólginn í þátttöku félagsmanna í þeim verkefnum sem er á borði LSS hverju sinni, ég þakka öllum þeim sem hafa unnið að verkefnum fyrir LSS það óeigingjarna starf.
Baráttukveðja
Magnús Smári Smárason, formaður LSS
MIKIL BLÆÐING? Quick clot stoppar blæðinu hratt og örugglega Rannsóknir sýna að 40% slysatengdra dauðsfalla má rekja til blæðinga og fylgikvilla. Quick Clot stoppar blæðingu og hefur verið notað af NATO í yfir 10 ár.
ivar@icepharma.is
. 540 8000 Á vakt fyrir Ísland
3
18. þing LSS
Þann 24. september sl. var 18. þing LSS í fyrsta skipti haldið í gegnum fjarfundabúnað. Stjórnarmenn og starfsmenn þingsins voru flestir í fundarsal BSRB, Grettisgötu 89 í Reykjavík, þar sem fundarstjóri stýrði þingi. Gildandi sóttvarnareglur voru hafðar að leiðarljósi við skipulagningu þingsins. Starfsmenn þingsins héldu utan um rafræna kosningakerfið. Þingið var opið öllum í gegnum fjarfundabúnað og hátt í 90 félagsmenn tóku þátt. Breytingar voru gerðar á hefðbundinni fundardagskrá og til að mynda voru aðalfundir fagdeilda lagðar niður á þessu þingi og störf þeirra færð inn á þingið sjálft og sömuleiðis öll nefndarstörf og tók því nefndanefnd ekki til starfa á þessu þingi. Þingið tók fimm klukkustundir og er þetta líklega stysta þing sem LSS hefur haldið.
Helstu niðurstöður þingsins
Ný stjórn: Ný stjórn var kjörin á þinginu. Magnús Smári Smárason, slökkviliðsmaður, bráðatæknir og lögfræðingur var sjálfkjörinn sem formaður félagsins. Hann hafði gegnt embætti formanns frá 5. júní 2018 eftir að fv. formaður sagði af sér. Magnús Smári var fyrst kjörinn í stjórn árið 2016. Bjarni Ingimarsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður var kjörinn varaformaður félagsins. Hann hefur ekki setið í stjórn áður en hefur sinnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið og verið fyrsti fulltrúi hjá SHS. Aðrir í stjórn eru: Anton Berg Carrasco, SA, meðstjórnandi Ásgeir Þórisson, BS, meðstjórnandi Birkir Árnason, SHS, formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna Jón Kristinn Valsson, SHS, formaður fagdeildar slökkviliðsmanna Ólafur Stefánsson, SA, formaður fagdeildar stjórnenda. Varamenn í stjórn eru: Árni Snorri Valsson, HSU og Hlynur Kristjánsson, SÍ.
Lagabreytingar
Þingið samþykkti einróma lagabreytingar um atkvæði þingfulltrúa á þingi LSS þar sem atkvæðavægi fulltrúa hér eftir miðast við greiðslur í félagið eftir deildum, ásamt nokkrum breytum sem tryggir að þingin endurspegli alla þá markhópa sem félaginu ber að sinna. Gerðar voru ýmsar breytingar
4
Á vakt fyrir Ísland
á lögunum til samræmis við þær breytingar. Lögð var fram ný reglugerð um vantraust á stjórn þar sem valdið er fært til fulltrúa ef stjórn nýtur ekki trausts. Reglugerðir um þingsköp og fulltrúaráð voru uppfærðar og reglugerð um golfmót afnumin. Reglur fagdeildar stjórnenda og fagdeildar slökkviliðsmanna voru uppfærðar og samþykktar.
Félags- og samningsréttargjald
Sem hluti af lagabreytingatillögum sem lágu fyrir þinginu var að eyða hugtakinu „hlutastarfandi“ úr lögum félagsins og var samþykkt tillaga um að allir félagsmenn greiða 1,3% af heildarlaunum til félagsins, sem var áður að aðilar í fullu starfi greiddu 2,5% af grunnlaunum til félagsins og hlutastarfandi 1% af heildarlaunum. Þeir sem starfa sem slökkviliðsmenn og hafa greitt aukafélagsgjald til LSS verða nú að greiða 1,3% af heildarlaunum til að fá fulla þjónustu. Aukafélagsaðild á eingöngu við um fagaðild til félagsins og nýtur viðkomandi hvorki réttinda úr sjóðum félagsins né aðstoð við kjaramál. Því er mikilvægt fyrir félagsmenn að breyta um fyrirkomulag.
Á þinginu voru eftirtaldar ályktanir samþykktar:
- - - -
Ályktun um að LSS telur nauðsynlegt að sjúkrabifreiðar með kassayfirbyggingu (e. C-type ambulance) verði teknar inn sem hluti af íslenska sjúkrabifreiðaflotanum. Að skora á heilbrigðisyfirvöld og tengdar stofnanir að sameinast um eflingu málaflokks um bráðaþjónustu og sjúkraflutninga og hefja þegar í stað framhaldsvinnu og uppbyggingu sem grundvallast af þeim gögnum sem liggur fyrir í þeirri stefnumótunarvinnu sem hefur þegar verið unnin. Að nám félagsmanna verði metið með viðurkenndum hætti og því sama og þekkist í öðru fagnámi og er það því hagsmunamál að uppfæra úrelt kerfi og koma því inn í nútímann. Engin þinggleði var í ár en ef aðstæður leyfa munu fulltrúar gera sér glaðan dag á næsta fulltrúaráðsfundi. Hermann Sigurðsson framkvæmdastjóri LSS
HEILBRIGÐISVÖRUR Við bjóðum gæðavörur fyrir heilbrigðis- og sjúkrastofnanir
Í Rekstrarlandi fæst úrval af hjúkrunar- rekstrarvörum fyrir heilbrigðisstofnanir, heilsugæslu og dvalarheimili ásamt ýmiss konar hlífðar- og varnarbúnaði. Í Rekstrarlandi fást ennfremur ýmis sérhæfð tæki og mælar. Sérfræðingar okkar veita faglega aðstoð við innkaup og pöntun. Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Sími 515 1100 | Opið alla virka daga kl. 8–17
Augnskaði Einn af kennurum Háskóla Íslands var á leið inn á rannsóknarstofu þegar henni var litið inn á litla rannsóknarstofu. Þar var annar starfsmaður að fara að hella úr stórum brúsa. Hún var með öryggisgleraugu en ákvað að lesa á merkinguna á brúsanum í annað sinn, til að vera viss um að hún væri með rétt efni. Þar sem hún sá illa setti hún gleraugun aðeins niður til að sjá betur, kippti aðeins í brúsann og…! Hún var búin að losa tappann, svo að þegar hún kippti í brúsann gusaðist upp úr honum og skvettist í augun hennar. Þetta gerðist allt þegar kennarinn gekk framhjá. Hún (kennarinn) var snögg að kippa starfsmanninum og halda henni undir vatnsbunu, svo hægt væri að skola augun. Starfsmaðurinn slapp mjög vel og hélt sjón, en þurfti ekki annað en að gleyma sér eitt augnablik! Háskóli Íslands hefur sett ýmsar reglur fyrir þá sem starfa á rannsóknarstofum. Ein þeirra er að enginn má starfa einn á rannsóknarstofunni og önnur er að það er óheimilt að starfa á rannsóknarstofu án þess að vera með hlífðarbúnað eins og öryggisgleraugu. Það er ekki að ástæðulausu sem þessar reglur eru settar. Á hverju ári hafa átt sér stað augnskaðar af völdum efna. Þó um litla skaða sé að ræða, þá eru þetta óhöpp sem við viljum ekki sjá að eigi sér stað. Öryggisgleraugu eru staðalbúnaður á öllum rannsóknarstofum og gildir það jafnt fyrir rannsóknarstofur sem vinna með efni (hvort sem þau eru hættuleg eða ekki), örverur (veirur, bakteríur, sníkla o.þ.h.), geislavirk efni, tæki og laser. Þau gleraugu sem starfsmenn og nemendur nota skulu henta þeirri vinnu sem unnin er. Þó venjuleg gleraugu geti veitt ákveðna vörn, þá eru öryggisgleraugu betri þar sem þau veita einnig hliðarvörn. Dropar og efnaryk geta komið úr öllum áttum, ekki endilega beint í átt að gleraugunum. Ekki er æskilegt að nota linsur þegar unnið er með hættulegar lausnir eins og sýrur, lúta (basa) eða lífræn leysiefni. (mynd 1). Sama gildir ef unnið er með örverur, hvort sem um er að ræða veirur, bakteríur eða sníkla. Ef unnið er með mikið magn af leysum eða hættulegum efnum er nauðsynlegt að nota kafaragleraugu. Þegar unnið er með geislavirk efni, er æskilegt að settur sé upp skermur milli geislalindarinnar
6
Á vakt fyrir Ísland
Augnskaðar á rannsóknarstofum
Sveinbjörn Gizurarson, prófessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, lektor í efnafræði við Háskóla Íslands
mynd 1
í návist þessara efna og breytast eins og „spælt egg“, og við þessa breytingu hindrar það leysinn eða sýruna að komast djúpt inn í augað. Sýra og leysiefni fara því sjaldan djúpt inn í augu, nema viðkomandi neiti að láta skola augun. mynd 2
Sveinbjörn Gizurarson
og þess sem vinnur með efnið til að takmarka þá geislun sem lendir á augunum. Gleraugu fyrir leysigeisla þurfa að geta varið notandann fyrir þeirri bylgjulengd sem ljósgjafinn sendir frá sér, það eru því í boði fjöldinn allur af gleraugum fyrir laser, allt eftir því hvaða bylgjulengd tækið sendir frá sér. Í sögunni hér að framan kemur fram að starfsmaðurinn hafi fengið efni í auga. Þegar það á sér stað skiptir öllu máli að hafa skjót og hröð viðbrögð og skulu fyrstu viðbrögð almennt vera að skola augun vel. Hinn slasaði mun píra saman augun vegna verkja og óþæginda og því mun hann ekki sjálfur ná að skola augun, nema að takmörkuðu leyti. Þess vegna er gagnlegt að setja staðdeyfandi augndropa í augu þegar augnslys á sér stað. Það er líka mikilvægt að hjálpa hinum slasaða að vaskinum. Fjarlægið linsur (spyrjið ávallt hvort viðkomandi sé með linsur). Þið munuð þurfa að aðstoða hinn slasaða við að halda auganu opnu og látið hinn slasaða vita hvað þið eruð að gera og hvers vegna þið takið við stjórn. Skolið augun vel undir rennandi vatni eða úr augnskolflösku þar til hjálp berst og biðjið hinn slasaða að ranghvolfa augunum. Skolið einnig húðina í kringum augað. Ef viðkomandi hefur fengið sýru eða lífrænan leysi í auga, þá skiptir öllu máli að skola vel og lengi. Það eru mjög góðar líkur á að vel fari, því þau prótein sem eðlilega eru staðsett á yfirborði slímhimnu augans krossbindast
Hins vegar geta basar (eða lútar) farið djúpt inn í auga. Þetta eru efnin sem notuð eru í uppþvottavélum eða til að losa stíflur í klósettum eða niðurföllum. Það er lítið sem stoppar þessi efni og þau éta sig inn í gegnum ysta lag húðarinnar og ef þau ná að komast þangað sem stofnfrumur slímhimnu augans eru staðsettar, þá myndast varanlegur skaði, eins og sjá má á mynd 2. Venjulega sjá stofnfrumurnar um að gera við þann yfirborðsskaða sem á sér stað, en ef þær deyja þá þarf augað að leggja nýjar lagnir (blóðflæði o.þ.h.) til að tryggja að hægt sé að koma réttum frumum á staðinn sem síðan gera við skaðann. Þetta verður því varanlegur skaði sem sést og mun hafa veruleg áhrif á sjónina. Skjót og góð viðbrögð skipta hér öllu máli, og skol. Aldrei reyna að afeitra sýrur eða basa í augunum, það getur gert illt verra, en verið viss um að hafa allar upplýsingar um það efni sem fór í augað. Skola skal augun þar til aðstoð berst. Augnslys skulu ávallt metin af augnlækni og þar geta efnaupplýsingarnar nýst sérstaklega vel. Þegar heim er komið, er mikilvægt að hinn slasaði fylgist vel með eigin líðan í framhaldi og fari strax til augnlæknis ef sjónin eða tilfinningin í auganu eða umhverfi þess versnar eða breytist. Stundum getur tekið tíma fyrir skaðann að birtast eða koma fram. Á sama tíma er mikilvægt að muna að fylla út og skila inn slysaskýrslu til réttra aðila. Það að þekkja til fyrstu viðbragða við augnslysum getur skipt sköpum til að koma í veg fyrir alvarlegan augn- og sjónskaða. Það er því nauðsynlegt að kynna sér strax staðsetningu allra öryggistækja (t.d. augnskol, neyðarsturtu og slökkvitæki) inn á rannsóknarstofum áður en vinna hefst. Sjónin er okkur öllum gríðarlega mikilvæg. Það er því mikilvægt að vernda hana vel bæði með forvörnum, þ.e. öryggisgleraugum, og ekki síður með að kunna rétt til verka ef slys ber að garði.
Við erum á Facebook og Instagram /Augljos
LASER
AU G N A Ð G E R Ð I R Verið velkomin í forskoðun Tímapantanir eru í síma 414 7000
Kynntu þér afsláttinn hjá þínu stéttarfélagi
Glæsibær, Vesturhús, 2. hæð • Álfheimar 74 • 104 Reykjavík Sími 414 7000 • augljos@augljos.is • www.augljos.is
Góðir hlutir gerast hægt Í nóvember á síðasta ári sóttu þrír slökkviliðsmenn fimmtu alþjóðlegu ráðstefnuna um krabbamein á meðal slökkviliðsmanna sem var haldin í Düsseldorf í Þýskalandi. Sú fjórða var haldin á Íslandi 2018 og var ákaflega vel heppnuð. Í Düsseldorf mættu til leiks slökkviliðsmenn og helstu sérfræðingar sem farið hafa fyrir baráttu systursamtaka okkar á Norðurlöndunum, Þýskalandi, Kanada og Ástralíu. Ráðstefnan gaf okkur gott tækifæri til að fara yfir vinnu í hverju landi fyrir sig og stilla saman strengi auk þess að fræðast um helstu ávinninga af vinnu félaga okkar.
Í mars á þessu ári var haldinn fræðslufundur í húsnæði BSRB. Tilefnið var að sjálfsögðu hinn árlegi Mottumars sem notaður hefur verið til að auka vitundarvakningu um krabbamein á meðal karlmanna. Sigurður Þór Elísson kynnti þar þá frábæru vinnu sem unnin hefur verið hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Sigurður Þór og Þráinn Ólafsson fyrrverandi slökkviliðsstjóri eiga mikið hrós skilið, þeir hafa báðir látið sig málefnið varða og unnið mikilvægt forvarnastarf á sínum vinnustað. Á fundinum í mars sl. var frumsýnt nýtt fræðslumyndband frá systursamtökum okkar í Noregi. Búið er að lesa inn á myndbandið íslenskt tal og og setja texta. Það á eftir að nýtast okkur til að viðhalda og efla fræðslu um rétt vinnubrögð slökkviliðsmanna til að lágmarka þá mengun sem þeir verða fyrir. Í apríl sl. var samþykktur nýr kjarasamningur LSS og SNS. Samningurinn gæti markað tímamót fyrir þá miklu vinnu sem við höfum lagt í undanfarin ár. Vilji er fyrir því hjá báðum samningsaðilum að endurskoða tryggingakafla kjarasamningsins í haust. Markmiðið er að starfstengdir sjúkdómar þ.m.t. krabbamein verði hluti af tryggingakaflanum. Mikið safn af gögnum er til og búið er að vinna mikla undirbúningsvinnu sem ætti að nýtast við endurskoðun tryggingakaflans. Við höfum verið svo heppnir að njóta liðsinnis lögfræðistofunnar Fulltingis þar sem Agnar Þór Guðmundsson hæstaréttarlögmaður hefur verið okkur ómetanlegur.
8
Á vakt fyrir Ísland
Auk þess hefur Magnús Smári Smárason formaður LSS unnið mikið og gott starf til þess að aðstoða okkur í baráttunni. Undanfarin ár hefur verið unnið að því fræða slökkviliðsmenn um þá mengun sem þeir verða fyrir í störfum sínum. Einnig um þær forvarnir sem hægt er að viðhafa til að lágmarka þá mengun sem slökkviliðsmenn verða fyrir. Næsta verkefni hlýtur því að vera að tryggja að loftgæði og hollustuhættir á slökkvistöðvum um allt land séu eins og best verður á kosið og að slökkvistöðvar séu útbúnar í samræmi við nútíma kröfur slökkviliðsmanna. Hrein og skítug svæði á slökkviliðsstöðvum skipta miklu máli. Aðstaða og búnaður verður að vera til staðar til þess að þrífa allan mengaðan búnað á þann hátt að starfsfólk verði fyrir sem minnstri mengun við vinnu sína. Auk þess þarf útsog að vera til staðar á allar bifreiðar. Það er alveg ljóst að víða vantar talsvert upp á að aðbúnaður sé í lagi. Heilsa slökkviliðsmanna verður alltaf að hafa forgang hjá eigendum slökkviliða.
„Góðir hlutir gerast hægt“. Þannig er staðan í baráttu okkar fyrir því að krabbamein sem slökkviliðsmenn eru útsettari fyrir en aðrir séu viðurkennd sem atvinnusjúkdómur. Þó að hægt gangi þá erum við að alltaf að ýta þessu mikilvæga hagsmunamáli okkar áfram. Vonandi sjáum við árangur á næstu mánuðum. Munum að vinnan byrjar hjá okkur! Hugum að þeim þáttum sem við getum haft áhrif á. Ef við hugsum um heilsu okkar og aðbúnað þá er auðveldara að setja pressu á að vinnuveitandinn standi sig jafn vel og við. Að lokum viljum við minna á að hægt er að styrkja krabbameinssjóð LSS með kaupum á bolum, pinnum, bindisnælum og derhúfum. Þessar vörur eru til sölu á skrifstofu LSS. Bjarni Ingimarsson formaður krabbameinsnefndar LSS og aðstoðarvarðstjóri hjá SHS Borgar Valgeirsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá SHS
Safety above all
F34RLX 40 35 30 25 20
130 kg 325 kg
15
500 kg
10 5 0 5 m
F0052200
30
25
20
15
10
5
0
5
ÖRYGGIÐ OFAR ÖLLU Bronto Skylift er heimsleiðandi á sviði öruggra vinnutækja í háum hæðum. Við hönnum, framleiðum og seljum slökkvibíla og þjónustu til slökkviliða á Norðurlöndum, í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar. Vinnuhæð frá 17 upp í 112 metra hæð. Módulbygging 50 ólíkra gerða gefur viðskiptavinum einstakt tækifæri að vera með og forma verkfæri sem best hentar staðháttum. Dæmi F34RLX teleskópísk bóma, vinnuhæð 34 m, 500 kg í körfu, 23,2 m lárétt út, 5 m niður t.d. við hafnarbakka og brýr. 3,800 l/mín. Um 18 tonn, 9 m lengd og 3,4 m á hæð í viðbragðsstöðu. F-RLX módelið er léttur, snöggur og traustur slökkvibíll og ætíð tilbúinn í slaginn, þegar útkallið kemur. Frá 32 m upp í 55 m hæð. Nánari upplýsingar veitir Bengt Bäckman + 46 70 822 54 92 WWW.BRONTOSKYLIFT.COM
Fagdeild sjúkraflutningamanna Árið hefur á margan hátt verið óvenjulegt svo ekki sé meira sagt en fagdeildin hefur eins og aðrir þurft að laga sig að aðstæðum í heimsfaraldri. Sum verkefna hafa verið keyrð áfram og fundir verið færðir í rafrænt form en öðrum hefur þurft að draga úr eða fresta eins og raunin varð með aðalþing félagsins og þar með ársfund fagdeildarinnar. Stjórn fagdeildar fundaði í byrjun árs og er einnig í reglulegum samskiptum á hinum ýmsu miðlum. Eitt af fyrirferðamestu verkum fagdeildarinnar undanfarið er stefnumótunarvinna fyrir málaflokk sjúkraflutninga hjá heilbrigðisráðuneytinu. Stofnaður var verkefnahópur og var honum falið að gera tillögur að framtíðarskipulagi sjúkraflutninga á Íslandi í samræmi við heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Það er sérstaklega ánægjulegt að geta þess að í þessum verkefnahópi átti fagdeild sjúkraflutninga tvo fulltrúa og þar af einn í stýrihópi verkefnisins. Auk þess voru fleiri löggildir sjúkraflutningamenn í hópnum sem fulltrúar annarra stofnana. Aðkoma sjúkraflutningamanna að verkefninu var því mikil og er það vel, en lengi hefur verið kallað eftir að við fáum aukna aðkomu að stóra borðinu. Stuðningshópur, sem hafði áður verið stofnaður til þess að fara yfir hugmyndir LSS um MBUS, var virkjaður sem bakland fulltrúa fagdeildarinnar í þessu verkefni. Þetta var stórt verkefni og afar þýðingarmikið fyrir okkur en það tekur á nánast öllum þeim helstu málum sem fagdeildin hefur beitt sér í undanfarin ár. Verkefnahópnum var samkvæmt skipunarbréfi falið að taka fyrir mönnun, menntun, þjálfun og endurmenntun þeirra sem sinna sjúkraflutningum, fjalla um þjónustuviðmið, gæðamælikvarða og eftirlit með sjúkraflutningum og einnig um faglegan stuðning með notkun fjarheilbrigðistækni, greiðslufyrirkomulag og fleiri þætti. Hópurinn skilaði af sér niðurstöðum í tveimur skýrslum í byrjun árs 2020. Önnur skýrslan dregur upp framtíðarsýn í málaflokknum með hliðsjón af markmiðum heilbrigðisstefnu stjórnvalda til ársins 2030. Hin skýrslan er nánari umfjöllun um megin-
10
Á vakt fyrir Ísland
Birkir Árnason
tillögu hópsins en lagt er til að stofnuð verði sérstök miðstöð um bráðaþjónustu og sjúkraflutninga sem hafi víðtækt hlutverk þegar kemur að samræmingu þjónustunnar, faglegum stuðningi, gæðaeftirliti og muni koma að þjálfun, þróun og endurmenntun fagstétta á þessu sviði. Stigað kerfi viðbragðs landið um kring var tekið fyrir og þar með hlutverk vettvangsliða. Seinni skýrslunni fylgja jafnframt drög að þjónustuviðmiðum sem lagt er til að verði lögð til grundvallar að skipulagi bráðaþjónustu og sjúkraflutninga. Viðmiðin taka til þátta eins og viðbragðstíma, þjálfunar mannskaps, tækjabúnaðar og lyfja, sérhæfðrar meðferðar og tíma þar til komið er á sérhæft sjúkrahús. Með slíkum viðmiðum yrði lagður grundvöllur að samræmdri þjónustu fyrir alla landsmenn og með tilkomu miðstöðvarinnar yrði fagleg leiðbeinandi umsjón á einni hendi svo enn fremur megi tryggja þá samræmdu þjónustu við ólíkt rekstrarfyrirkomulag. Formaður verkefnahópsins var Viðar Magnússon yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa og vill fagdeild sjúkraflutningamanna koma fram þökkum til hans. Skýrslurnar eru báðar aðgengilegar á vef stjórnarráðsins en þær heita: • Stefna í bráðaþjónustu og sjúkraflutningum til ársins 2030 – tillögur starfshóps • Miðstöð um bráðaþjónustu og sjúkraflutninga OG drög að þjónustuviðmiðum
Annað fyrirferðarmikið mál á borði fagdeildarinnar hefur verið endurnýjun sjúkrabílaflotans. Formaður átti sæti í ráðherraskipuðum hópi sem var ráðgefandi um málefni sjúkrabifreiða og vann einnig að gerð útboðs á vegum heilbrigðisráðuneytisins áður en samningar náðust milli ríkis og Rauða krossins. Eftir að samningar tókust og Rauði krossinn tók yfir útboðið með heimild til enn frekari endurnýjunar var áfram óskað eftir aðkomu okkar og hefur sú vinna staðið síðan. Þar ber að nefna eftirfylgni og samskipti við tilboðshafa og framleiðanda og einnig undirbúning næsta útboðs. Nú í vor gerðist það einnig að keypt var sjúkrabifreið með kassayfirbyggingu eða af svokölluðum C-flokki (e. C-type). Fagdeild sjúkraflutninga og fleiri aðilar þ.m.t. SHS hafa lengi talað fyrir því að til þurfi að vera ákveðinn fjöldi C-flokks bifreiða þar sem veita á sérhæfða þjónustu (ALS) og aðra þjónustu á borð við gjörgæsluflutninga þar sem starfsaðstaða og nægt rými skipta enn meira máli. Þegar Covid-19 faraldurinn var í hvað mestum vexti var samþykkt að keypt yrði bifreið til prufu en eintakið er notuð bifreið sem var til hjá framleiðanda og fékkst á hagstæðu verði, ásamt því að hægt var að afgreiða hana með mjög skömmum fyrirvara. Þetta er mikið fagnaðarefni og verður áhugavert að sjá og meta hvernig bifreiðin reynist en talsverð þróun
hefur átt sér stað í framleiðslu slíkra bifreiða síðan samskonar bifreið var seinast prófuð hér á landi. Hlutfall Cflokks bifreiða fer vaxandi í Evrópu og með hagkvæmari framleiðslu minnkar kostnaðarbil þeirra og hinna ,,venjulegu” B-flokks bifreiða (e. B-type).
Fagráð sjúkraflutninga
Fagráðið fundar reglulega og aukalega ef upp koma sérstök mál. Ráðið hefur átt í reglulegum samskiptum við heilbrigðisráðuneytið og átti fund með heilbrigðisráðherra nú í byrjun árs. Ráðið hefur einnig átt í samskiptum við Embætti landlæknis, meðal annars vegna mála tengdum starfsleyfi sjúkraflutningamanna en einnig um önnur mál. Sem dæmi um verkefni sem ráðið hefur komið að nýlega má nefna vinnu í verkefnahóp fyrir heilbrigðisráðuneytið. Átakshópur um lausnir á vanda bráðamóttöku Landspítalans skilaði heilbrigðisráðherra skýrslu þar sem tilgreindar voru tíu tillögur til úrbóta. Ein af þeim tillögum snýr að því að auka möguleika sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu til að afgreiða tilfelli í heimahúsi og fækka þannig flutningum á bráðamóttöku. Fagráð sjúkraflutninga tók þátt í útfærslu þeirrar tillögu.
Og svo kom COVID
Hlutverk fagdeildarinnar kemur skýrt fram í þessu ástandi sem á okkur hefur dunið. Facebook-síðan okkar hefur verið notuð til þess að miðla leiðbeiningum og gagnlegu efni um verklag og eðli sjúkdómsins. Síðan hefur einnig verið vettvangur almennrar umræðu um veiruna og ástandið. Fagdeildin lagði sitt af mörkum við að halda umræðunni gangandi út á við og minna á hlutverk sjúkraflutningamanna í faraldrinum. Einnig hefur fagdeildin
verið þátttakandi í alþjóðlegum stuðningshópi um COVID-19. Það er ljóst að sumir hafa fengið þyngra högg en aðrir en tónninn í umræðunum er samt jákvæður og uppbyggjandi. Menn bera þar saman bækur sínar, viðmið og aðgerðir í spjallforriti. Heimurinn minnkar stöðugt með aukinni tækni og má gera ráð fyrir því að samskipti af þessu tagi munu aukast við starfsbræður okkar og systur í öðrum löndum. Rafrænar sjúkraflutningaskýrslur voru settar á bið í faraldrinum en vinnan er langt komin og prófanir á smáforritinu hefjast í haust. Stofnaður var í byrjun árs hópur á vegum fagdeildarinnar sem ætlað er að fara yfir hugmyndir að lausnum á uppfærslu vinnuferla. Vinna hópsins var á grunnstigum en hann lagðist einnig í dvala sökum heimsfaraldurs. Hann verður virkjaður á ný þegar líður að hausti. Það hefur dregið til tíðinda í menntunarmálum sjúkraflutningamanna varðandi mögulegt framhaldsnám. Háskólinn á Akureyri leiðir nú vinnu um gerð sam-evrópskrar námskrár fyrir bráðatækna. Að verkefninu koma einnig fulltrúar háskóla frá hinum Norðurlöndunum. Verkefnið var kynnt fyrir stjórn fagdeildarinnar á skrifstofu Landssambandsins nú í vetur. Þá var það einnig nýlega tilkynnt að nám sjúkraliða verði útfært og kennt á háskólastigi á Íslandi en það er eitthvað sem við munum fylgjast með og skoða hvort læra megi af með tilliti til innleiðingar og námsfyrirkomulags. Fagdeild sjúkraflutningamanna og formaður LSS, Magnús Smári Smárason, hafa óskað eftir fundi með menntamálaráðherra til þess að fara yfir málið. Meðal annarra mála tók fagdeildin einnig þátt í stefnumótunarvinnu fyrir Sjúkraflutningaskólann sem sett var í gang á
seinni hluta síðasta árs. Starfsemi Landssambandsins og fagdeildanna var kynnt fyrir þingmönnum í kjördæmaviku. Þetta er frumkvæðisvinna sem gaf góða raun í fyrra. Kynningin gekk vel, hún var vel sótt og tóku þingmenn framtakinu vel. Með þessu komum við málum okkar áfram og búum til nýjar tengingar við þá sem vilja leggja baráttu okkar lið. Facebook-hópurinn okkar er virkur og stækkar sífellt, hann er í senn faglegur samskiptamiðill og rafræn félagsmiðstöð þessa samfélags. Að lokum viljum við svo minna á að Bráðavarpið, hlaðvarp um bráðaþjónustu og sjúkraflutninga er enn í fullum gangi og nýir þættir settir í loftið reglulega. Landssambandið er áfram stoltur stuðningsaðili. Nefnd hafa verið helstu verkefni fagdeildar á árinu en starfsemin nær einnig til fjölda smærri verka. Stjórnin vill benda félagsmönnum á að hafa endilega samband ef óskað er eftir að sérstök mál séu tekin fyrir og bendir á netfangið sjukra@lsos.is Það er búið að vera lærdómsríkt og hvetjandi að fylgjast með á þessum fordæmalausu tímum. Sjúkraflutningamenn sanna enn á ný að hægt er að treysta á þá við erfiðar aðstæður. Fram hefur verið gengið af fagmennsku og ósérhlífni, öllu tekið eins og hagléli á bringuna. Klapp á bakið er við hæfi. Fyrir hönd fagdeildarinnar vil ég óska félagsmönnum öllum gæfu og velfarnaðar í starfi. Birkir Árnason formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna LSS, slökkviliðsmaður og bráðatæknir hjá SHS.
Á vakt fyrir Ísland
11
Á vakt fyrir Ísland Námstefnan ,,Á vakt fyrir Ísland 2019“ var haldin 18.- 19. október 2019 á Icelandair hótel Reykjavík Natura. „Á vakt fyrir Ísland“ var fyrst haldin árið 2017.
Markmið námstefnunnar eru nokkur; að efla þekkingu og færni félagsmanna í starfi; efla og hlúa að samstarfi björgunaraðila; efla samkennd og tengsl á meðal félagsmanna og annarra björgunaraðila; að félagsmenn miðli þekkingu og reynslu á milli slökkviliða/heilbrigðisstofnana; að þróun og nýjungar í starfsgreinunum sé komið á framfæri; að koma málstað neyðarvarða, slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á framfæri. „Á vakt fyrir Ísland“ er einnig kjörinn vettvangur fyrir innflytjendur og sölu- og þjónustuaðila sem að björgunar- og öryggismálum koma að kynna þar vörur sínar og þjónustu. Ætlunin er að námstefnan „Á vakt fyrir Ísland“ verði á tveggja ára fresti. Stefnt verður að því að fá til liðs hverju sinni sérfræðinga, erlenda og innlenda, með þekkingu á brýnum viðfangsefnum sem tengjast aðallega störfum og öryggismálum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, neyðarvarða og þeirra sem að björgunarmálum og aðhlynningu sjúkra og slasaðra koma. Námstefnan var vel sótt og væntanlega 170 manns í sal þegar mest var á föstudeginum. Við eigum samt talsvert inni og sakna ég mest yngstu kynslóða félagsmanna sem er frekar dapurt. Hvað veldur þessu veit ég ekki því hvergi gefst betra tækifæri á jafn stuttum tíma að viða að sér þekkingu og efla tengsl við félaga í öðrum viðbragðsliðum en á námstefnu sem „Á vakt fyrir Ísland“ er.
hagnast allir á þessu fyrirkomulagi. Slökkviliðið á Reykjavíkurflugvelli á þakkir skildar fyrir að veita okkur aðstöðu fyrir kynningu á nýjum slökkvibifreiðum Ísavia og SHS. Býsna mikill undirbúningur er að viðburði sem þessum. Í undirbúningsnefnd voru Jón Pétursson, formaður, frá SHS, Gunnar Baldursson, HSS/fagdeild sjúkrafl.manna, Hulda Geirsdóttir, SHS/fagdeild slökkvil.manna, Jón Kristinn Valsson, SHS/fagdeild slökkvil.manna, Ómar Ágústsson, SHS formaður íþrótta- og skemmtinefndar og Viðar Arason Bá/HSU fagdeild sjúkrafl.manna. Sverrir Örn Jónsson BÁ/HSU kom svo sterkur inn varðandi upptöku á viðburðinum og birtingu efnis. Hópurinn var mjög áhugasamur og þakka ég sérstaklega fyrir samstarfið. Fjöldi annarra aðstoðaði einnig við undirbúning. Of langt mál væri að telja þá upp og hætta á að einhverjir gleymdust. Ég vil samt nefna Eggert Claessen frá SHS. Eggert sá um okkar erlendu gesti og þeystist með þá nánast landshorna á milli til að njóta náttúruperla landsins. Þegar þessi pistill er skrifaður er markmiðið að námstefnan verði haldin í október 2021. Ég vona að COVID-19 áhrif verði ekki til staðar á þeim tímapunkti.
Jón Pétursson Slökkivliðs- og sjúkraflutningamaður og námstefnustjóri fyrir „Á vakt fyrir Ísland“
DAGSKRÁ
Setning Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson
12
Dagskrá var mjög fjölbreytt og útilokaða annað en að gestir fengju eitthvað við sitt hæfi.
Ávarp Magnús Smári Smárason formaður LSS
„Á vakt fyrir Ísland“ er óhugsandi án utanaðkomandi styrkja. Fjöldi fyrirtækja, stofnana og viðbragðsaðila hefur styrkt okkur til þess að viðburðurinn geti orðið að veruleika og sem glæsilegastur. Slíkt er alveg ómetanlegt og vert að þakka kærlega fyrir. Innflutningsfyrirtæki sem tengjast okkar geira hafa einnig verið með sýningarbása á námstefnunni sem gefur henni aukið vægi. Í raun
„10 mikilvæg atriði sem ég vildi að mér hefðu verið kennd um slökkvistörf.“ Lars Axelsson, sem kallar sig „The Swedish Firenerd“, er hlutastarfandi slökkviliðsmaður og fyrrverandi vettvangsstjóri. Aðalstarf hans í dag er fræðsla og þjálfun slökkviliðsmanna um heim allan. Lars er ein skærasta Youtube-stjarna slökkviliðsmanna.
Á vakt fyrir Ísland
Háhýsabruninn í Grenfell London 2017. Aðkoma á vettvangi, björgunarstörf, vandamál, löggjöf, rannsókn brunans og eftirmálar. Dave Green fagstjóri hjá Landssambandi breskra slökkviliðsmanna, var starfandi slökkviliðsmaður í Nottingham í 24 ár þar til hann fékk stöðu yfirmanns hjá FBU. Þar ber hann ábyrgð á lögfræðilegum málum og samskiptum við útlönd. Nú vinnur hann með með lögfræðingum FBU varðandi viðbrögð tengd Grenfell brunanum.
Málefni tengd utanspítalaþjónustu Viðar Magnússon er yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa á Íslandi og umsjónarlæknir sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. Hann er sérfræðingur í svæfingum og gjörgæslu á Landspítala Fossvogi. Viðar hefur starfað á sjúkraþyrlum hjá London’s Air Ambulance, Arendal í Noregi og verið þyrlulæknir hjá Landhelgisgæslunni. Þá hefur hann starfað á læknabílnum í Ósló og á neyðarbílnum á höfuðborgarsvæðinu.
Mikilvægi þess að hafa sjúkraþyrlur í utanspítalaþjónustu mannaðar bráðalækni, bráðatækni og/eða bráðahjúkrunarfræðingi. Jafnframt að færa sérhæfðar lífsbjargandi aðgerðir á vettvang. Dr. Richard Lyon er bráðalæknir og sérfræðingur í utanspítalaþjónustu hjá Royal Infirmary of Edinburgh, bráðalæknir og Paramedic hjá HEMS, sjúkraþyrluþjónustunni í London. Mark Dixon er kennslustjóri í BSc. bráðatækninámi í University of Limerick. Mark er með mikla reynslu varðandi utanspítalaþjónustu. Hann hóf störf hjá NHS 1985 og starfaði sem „Advanced Paramedic“, þar til hann hóf störf hjá háskólanum í Limerick. Hann er jafnframt með meistaragráðu í utanspítalaþjónustu frá University College of Dublin 2007.
Rafrænar sjúkraskýrslur Ólafur Kristján Ragnarsson er slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og deildarstjóri hugbúnaðarþróunar hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hugbúnaðarhönnuður hjá miðstöð rafrænna heilsufarslausna hjá embætti landlæknis.
Utanspítalaþjónusta, þróun og menntun. Skorðun háls og hryggáverka. Mark Dixon er kennslustjóri í BSc. bráðatækninámi í University of Limerick.
„Ný björgunarmiðstöð“ Tómas Gíslason er aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Hann er bæði verkfræðingur og viðskiptafræðingur. Tómas hefur sinnt ýmsum tækni og stjórnunarstörfum í gegnum árin. Hann er félagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík og lítur á sig sem neytanda í íslenskri náttúru.
Efnavopn, hvaða efni eru þetta? Hvernig skal bregðast við efnaslysum? Sveinbjörn Gizurarson er prófessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands og kennir eiturefnafræði, lyfjahvarfafræði o.fl. Hann hefur m.a. tekið námskeið í efnavopnum á vegum danska hersins. Hann situr í neyðarstjórn skólans og hefur verið formaður öryggisnefndar Háskóla Íslands frá upphafi hennar. Sveinbjörn skrifaði einnig „Öryggis-handbók rannsóknarstofunnar“ varðandi hvað beri að hafa í huga og varast á rannsóknarstofum. Gróðureldar Pétur Pétursson er slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu og formaður félags slökkviliðsstjóra. Hann er framkvæmdastjóri Almannavarna Árnessýslu, atvinnu- og björgunarkafari, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og eldvarna-eftirlitsmaður auk þess að vera viðskiptafræðingur og garðyrkjufræðingur. Hvað er öryggi? Reynir Guðjónsson er öryggisstjóri OR og hefur langa reynslu af starfi á sviði öryggismála. Hann vann hjá Slökkviliðum Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins um árabil og var öryggisfulltrúi hjá RioTinto-Alcan og gæðastjóri þar. Reynir var einnig forvarnafulltrúi hjá VÍS og fostöðumaður forvarnaog fræðsludeildar LSS.
Hvenær á að hætta endurlífgun eftir hjartastopp utan spítala? Rannsókn á íslensku þýði. Sigurbergur Kárason MD PhD, EMPH, yfirlæknir gjörgæsludeildar Landspítala Hringbraut. Sigurbergur er dósent við Læknadeild Háskóla Íslands og fyrrum læknir á neyðarbíl SHS, þyrlu Landhelgisgæslu Íslands og meðlimur í stórhljómsveitinni Eldbandinu hér áður fyrr.
„Gatan”, fíklar, fíkniefni, hvernig er ástandið í dag? Verndun vettvangs. Hverju geta viðbragðsaðilar átt von á? Guðmundur Fylkisson er lögreglumaður hjá kynferðisbrotadeild LRH með týnd ungmenni sem aðalverkefni. Hann hefur verið í afleysingum sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður á Ísafirði og í Hafnarfirði og var einnig lögreglumaður á Ísafirði, hjá Fjarskiptamiðstöð lögreglu og vann við friðargæslu í Bosníu. Sigurbergur Kárason MD PhD, EMPH, yfirlæknir gjörgæsludeildar Landspítala Hringbraut. Vettvangsliðar Securitas, okkar vakt lýkur aldrei Hlíf Böðvarsdóttir er gæða- og öryggsstjóri hjá Securitas. Hún er með M.ed. gráðu í lýðheilsu og kennslufræðum frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hlíf er varaformaður Starfsafls og hefur sérstakan áhuga á fræðslumálum og hvernig fræðsla getur farið fram með rafrænum hætti. Rafrænar gáttir í stjórnsýslu og helstu nýjungar Dr. Björn Karlsson er forstjóri Mannvirkjastofnunar, byggingarverkfræðingur að mennt með doktorspróf frá Háskólanum í Lundi. framhald í næstu opnu Á vakt fyrir Ísland
13
Þar starfaði hann við kennslu og rannsóknir í byggingarverkfræði í tæpa tvo áratugi. Björn er gestaprófessor við University of Maryland árið 1996 og er hlutastarfandi dósent við umhverfisog byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands með brunavarnaverkfræði og áhættuverkfræði sem sérsvið. Hópslys í litlu dreifbýli Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir er neyðarflutningamaður, ljósmóðir og hjúkrunarstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Kirkjubæjarklaustri. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu þann 17. júní sl. fyrir framlag sitt til heilbrigðis- og björgunarstarfa í heimabyggð. Kynning á slökkvibúnaði nýrra slökkvibifreiða SHS. Cobra Cold Cut Systems AB. Loek Pfundt er stjórnandi áætlana og framþróunar hjá slökkviliðinu í Amsterdam-Amstelland. Kynning á slökkvibúnaði nýrra slökkvibifreiða SHS. One Seven. Daniel Halldórsson Apeland er framkvæmdastjóri Daga, Fire & Rescue ehf. og alþjóðlegur leiðbeinandi fyrir One Seven. Daniel hefur m.a. stjórnað yfir 200 húsbrunaæfingum fyrir slökkvilið á Norðurlöndum og aðstoðað við þjálfun leiðbeinenda í notkun One Seven, m.a. í Berlín, Brasilíu og Dubai auk Norðurlanda. Hann er áhugamaður um björgun og slökkvistörf og var um tíma slökkviliðsmaður á Flúðum. Daniel hefur verið tengdur sölu björgunarbíla og búnaði þeim tengdum síðan um aldamótin. Paramedic-nám við Háskólann Limerick UK Sveinbjörn Berentsson er aðstoðarvarðstjóri og BSc. bráðatæknir hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Trauma–Blæðingar og ofkæling Jóhann Már Ævarsson er bráðatæknir og bráðalæknir á Landspítala Fossvogi G2. Sýning á One Seven og Cobra Cold Cut slökkvibúnaði nýrra slökkvibifreiða SHS. Fundarstjóri var Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSS. Mannfagnaður í Slökkvistöðinni Tunguhálsi. Sveittir hamborgarar og kældar veitingar við allra hæfi.
Endurvinnsla | Klettagörðum 9 | 104 Reykjavík | Sími 550 1900 | afgreidsla@hringras.is
14
Á vakt fyrir Ísland
Teva 028062-1
Er maginn í steik? Omeprazol Actavis
– Við brjóstsviða og súru bakflæði 20 mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fastandi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi Actavis Group PTC ehf.
SHS á fordæmalausum tímum Í þessari grein mun ég fara yfir þau fjölmörgu verkefni sem við hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS) stóðum frammi fyrir og leystum á fyrstu mánuðum COVID-19 faraldursins. Eins og gefur að skilja vorum við að takast á við áskoranir sem við höfum aldrei staðið frammi fyrir áður en erum reynslunni ríkari og komin með marga nýja verkferla sem höfum þurft að grípa aftur til í bylgju tvö.
COVID-19 hafði mjög mikil áhrif á dagleg störf og verkefni hjá okkur, við sinnum samfélagslega mikilvægum verkefnum sem felast í sjúkraflutningum, slökkvi- og björgunarstarfi. Því er nauðsynlegt að við séum ávallt viðbúin, sérstaklega þegar glíma þarf við flókin verkefni eins og þau sem fylgdu COVID-19. Það var í mörg horn að líta og allir þurftu að vera tilbúnir að vinna eftir nýju verklagi, breyttum verkferlum og með aukinn hlífðarbúnað svo fátt eitt sé nefnt. Það sýndi sig enn og aftur hversu mikill mannauður, fagmennska, reynsla og þekking er til staðar hjá okkur, því allir lögðust á eitt til að láta þetta ganga upp. Sóttvarnalæknir lagði til á fundi með almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins (AHS) þann 31. janúar 2020 að sveitarfélög færu yfir órofna starfsemi og virkjuðu viðbragðsáætlanir sínar. Einnig að neyðarstjórnir yrðu boðaðar til funda, viðbragð sveitarfélaganna er efni í aðra grein en árangur þeirra og vinna neyðarstjórna er til fyrirmyndar.
16
COVID flutningsbílar
Sem rekstraraðili sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu sjáum við um flutninga á COVID-19 sjúklingum, Jón Viðar Matthíasson hvort sem um er að ræða slökkviliðsstjóri SHS staðfest smit eða grun um smit. Þó fyrsta smit hafi greinst 28. febrúar var fyrsti COVID-19 flutningurinn 5. mars. Á tímabilinu 5. mars – 1. september var heildarfjöldi COVID flutninga 757 sem skiptist svona eftir mánuðum; • Mars..................................... 177 • Apríl..................................... 288 • Maí......................................... 25 • Júní ....................................... 26 • Júlí......................................... 97 • Ágúst .................................. 144 Auk þess að sjá um flutninga á svæðinu leitaði almannavarnadeild ríkislögreglustjóra til okkar um að aðstoða við flutninga fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Við vorum reiðubúin með sérstök farartæki í slík verkefni en ekki reyndi mikið á það.
SHS hóf strax undirbúning og þegar fyrsta COVID-19 smitið greindist á Íslandi þann 28. febrúar sl. vorum við búin að vinna mikla undirbúningsvinnu, m.a. viðbragðsáætlun fyrir Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. COVID-19 er stærsta heilbrigðisvá sem við höfum staðið frammi fyrir og eru áhrifin gríðarlega mikil, ekki síst samfélagsleg, þar sem allt landið var undir í einu.
Flutningar COVID-19 sjúklinga eru fjölbreyttir, t.d. flutningar inn og út af sjúkrastofnunum sem og á milli sjúkrastofnana. Landspítalinn opnaði í mars dagdeild fyrir COVID-19 sjúklinga í húsnæði sínu Birkiborg við Áland 6. Dagdeildin var hugsuð fyrir þá sjúklinga sem ekki voru nógu veikir til að þurfa innlögn en of veikir til að vera heima. Þetta úrræði Landspítalans reyndist mörgum
Flutningur á COVID sjúklingi
Þrif tóku langan tíma eftir flutning
Á vakt fyrir Ísland
sjúklingum vel og var vel að því staðið. Þeir sjúklingar sem voru í eftirliti á Birkiborg og þurftu að leggjast inn á LSH voru fluttir á milli af okkur í þar til gerðum bílum. Flutningur á smituðum eða þegar grunur um smit er til staðar krefst öðruvísi verklags hjá sjúkraflutningamönnum en þegar um aðra flutninga er að ræða, vegna mikillar smithættu. Þegar flutningi lýkur fer fram viðamikil sótthreinsun á bíl og búnaði, sem er mjög tímafrekur ferill á fullbúnum sjúkrabíl. COVID-19 flutningar krefjast ekki alltaf að um fullbúnar sjúkrabifreiðar sé að ræða, þar sem margir sjúklingar með COVID-19 geta gengið og setið sjálfir og þurfa því ekki að vera í sjúkrabörum og nota búnaðinn í sjúkrabílum. Til þess að bregðast við þessari áskorun og til að missa ekki fullbúnar sjúkrabifreiðar út í COVID-19 flutninga með tilheyrandi þrifum og sótthreinsun sem fylgdi á eftir, var nokkrum bílum breytt í annars vegar „sitjandi COVID“ og hins vegar „liggjandi COVID“. Bílarnir eru með einfaldari innréttingu en hefðbundnir sjúkrabílar, sem þýðir einnig að sótthreinsun er ekki eins flókin. Að sjálfsögðu er ekkert slegið af öryggiskröfum í þessum bifreiðum. Einnig var tekinn í notkun stór sendibíll sem getur flutt COVID-19 gjörgæslusjúklinga í gjörgæslurúmum og við höfðum aðgang að einum bíl frá Strætó BS sem er sérútbúinn fyrir hjólastóla.
Nauðsynlegur hlífðarbúnaður
Væri þörf á fullbúnum sjúkrabíl þá var slíkur að sjálfsögðu notaður og sótthreinsaður í kjölfarið. Verklagið var þó þannig að flutt var með sérútbúnum COVID bílum en þó var sjúkrabifreið stundum með í för til að tryggja öryggi ef aðstæður breyttust. Eitt af því sem þurfti að bregðast skjótt við var vitjun í heimahús við COVID-19 smitaða einstaklinga. Þegar um slík tilfelli var að ræða fórum við með vitjunarbíl en í för voru þá t.d. læknar eða ljósmæður eftir því sem við átti hverju sinni. Í bílnum var allur nauðsynlegur hlífðarbúnaður fyrir vitjun. Bíllinn var ekki ætlaður til að flytja sjúklinga heldur var í honum eins konar skiptiaðstaða þar sem heilbrigðisstarfsfólkið, sem kom jafnvel í vitjun á sínum bíl, fór í og úr hlífðarfatnaði. Þróunin á bílunum var nokkuð hröð og á endanum voru komnir átta bílar sem á einn eða annan hátt voru sérútbúnir vegna COVID-19. Starfsmenn okkar sáu alfarið um að breyta bílunum fyrir þetta verkefni og voru snöggir að því. Það er ómetanlegt að hafa svo fjölhæft starfsfólk sem leysir þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir hverju sinni. Við vorum einnig komin með lista af bílum frá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu sem við höfðum aðgang að ef við þyrftum, en til þess kom ekki. COVID-19 flutningar krefjast mikils samstarfs milli okkar, Neyðarlínunnar og LSH og gekk það mjög vel. Neyðarlínan hóf aukna skimun í hverju símtali þar sem viðmælendur voru spurðir fimm spurninga sem tengdust mögulegu smiti. Neyðarlínan hafði einnig aðgang að gagnagrunni rakningateymis lögreglunnar þar sem fram komu upplýsingar um staðfest smit, sóttkví og einangrun. Allar þessar upplýsingar voru nauðsynlegar fyrir okkur svo við gætum undirbúið hvert útkall í réttum hlífðarfatnaði og með viðeigandi bifreiðar. Þó smitum hafi fækkað í þjóðfélaginu þá er Neyðarlínan ennþá að spyrja skimunarspurninga.
Fyllsta öryggis gætt
Talsvert utanumhald var vegna þessara flutninga og mæddi mikið á bæði inni- og útivarðstjórum okkar í því ferli. Hver COVID flutningur tekur mun lengri tíma en hefðbundinn flutningur, þar sem fara þarf í hlífðarfatnað, gera allt með yfirvegun og gæta mjög að sóttvörnum, ásamt því að koma svo til baka, þrífa og sótthreinsa bifreiðina, fara úr og ganga frá hlífðarfatnaðinum. Ef flytja þurfti marga aðila með staðfest smit voru stundum fleiri en einn sjúklingur í einum flutningi. Fullseint verður þakkað fyrir það mikla starf hjá varðstjórunum að halda utan um mannskapinn og passa upp á líðan þeirra á þessum krefjandi tímum.
Hlífðarfatnaður
Notkun hlífðarfatnaðar tók miklum breytingum eftir að fyrsta smit greindist. Við flutning á sjúklingi með staðfest smit var nauðsynlegt að vera í heilgalla, með tvöfalda hanska og með grímu. Væri grunur um smit var notaður sloppur, hanskar og gríma. Í alla aðra flutninga á þessu tímabili var okkar fólk með hanska og grímu. Það komst fljótt í vana að fara í þennan hlífðarfatnað þó hann væri ekki þægilegur. Við unnum kennslumyndband um rétta notkun hlífðarfatnaðar í samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Embætti landlæknis og sóttvarnalækni. Einnig unnum við, í samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Heilbrigðisstofnun Suðurlands, myndband um sérstakan vinnuferil fyrir sjúkraflutninga.
framhald í næstu opnu Á vakt fyrir Ísland
17
Eymdin
Eitt af því sem þurfti að leysa var sótthreinsiaðstaða fyrir bíla og tæki sem notuð voru í flutningum á COVID-19 sjúklingum. Í Skógarhlíðinni var að losna húsnæði sem áður hýsti bílamiðstöð ríkislögreglustjóra og var allt kapp lagt á að fá húsnæðið fyrir þetta verkefni. Fljótlega kom einnig í ljós að nauðsynlegt var að fá aðstöðu fyrir starfsmenn sem hugsanlega höfðu sinnt smituðum sjúklingi án viðeigandi varna. Ef slík staða kom upp þurftu starfsmenn að bíða á meðan niðurstöður úr sýnatöku sjúklings lágu fyrir, slíkar aðstæður komu nokkrum sinnum upp. Starfsmenn þurftu einnig að komast í sturtu og geta skipt um fatnað. Þessi aðstaða fékk fljótlega nafnið Eymdin enda ekki skemmtileg staða að vera í þegar beðið er eftir stóra „dómi“ og er því nafnið viðeigandi. Starfsmenn okkar sáu um að setja upp milliveggi, sturtur o.fl. í Eymdinni. Aðstaðan nýttist fyrir SHS, LRH, LHG sem og alla aðra viðbragðsaðila sem höfðu lent í smiti óháð því hvar þeir voru á landinu. Í upphafi sá vaktin í Skógarhlíðinni alfarið um þrif á bílunum og tækjum en í mars var samið við Sólar ehf. um að sjá um þrifin og mönnuðu þeir aðstöðuna allan sólarhringinn alla daga vikunnar á meðan mesta álagið var. Aðstaðan gjörbreytti möguleikum okkar á að glíma við faraldurinn og var enn eitt dæmi um gott samstarf allra viðbragðsaðila.
25. maí Opnun í Skógarhlið
Bílaflotinn í Skógarhlíð ásamt COVID bílum
18
Á vakt fyrir Ísland
Uppskipting vakta og fjölgun stöðva
Til að minnka líkur á smiti milli starfsmanna var verklagi við vaktaskipti breytt í byrjun mars. Á vaktaskiptum gengu starfsmenn frá sínum persónulega búnaði áður en ný vakt kom á svæðið og var umgengni milli vakta bönnuð, sem fólst í að engin blöndun var á milli þeirra þ.e.a.s. sú vakt sem var að ljúka störfum fór út af stöðinni á öðrum stað en sú vakt sem var að koma til starfa. Öll samskipti sem þurftu að fara á milli vakta fóru fram símleiðis eða minnismiðar skildir eftir. Allir álagsfletir, þ.e. fjarskiptabúnaður, hurðahúnar, handföng o.fl. voru sótthreinsaðir af þeirri vakt sem var að koma. Leitast var við að vera með sömu mönnun alla vaktatörnina og allar færslur á milli stöðva, milli vakta og skiptivaktir voru bannaðar. Hver og ein útstöð var skilgreind sem sérstakt sóttvarnasvæði. Starfsmenn voru hvattir til að minnka einnig samneyti milli eininga í frítíma sínum sem þeir gerðu. Þannig að segja má að starfsmenn hafi verið í hálfgerðri sóttkví þar sem þeir stunduðu sína vinnu og fóru síðan heim og gættu þess að vera ekki innan um margmenni. Líklega munum við alltaf minnast þessa tíma sem tímans þegar SHS fór í sóttkví. Fjölgað var á sólarhringsvöktum, farið úr 23 í 31 starfsmann þegar mest var. Á móti var fækkað á dagsjúkrabílum, enda datt álagið í millistofnanaflutningum niður á þessu tímabili. Sjúkraflutningum fækkaði einnig, en þeir urðu lengri og flóknari, vegna aukinna sóttvarna. Til að þetta gengi allt upp var ein forsenda að óska eftir því að starfsmenn myndu breyta vetrarorlofum, fresta fríum og hætta við utanlandsferðir. En við þurftum ekki að biðja um eitt eða neitt því starfsmenn sýndu frumkvæði, lásu í stöðuna og breyttu sínum áformum og lögðu allt til hliðar enda „sannir viðbragðsaðilar“. Heil vakt tók t.d. þá ákvörðun að hætta við skíðaferð sem var fyrirhuguð, ferðinni var ekki heitið á þekkt smitsvæði á þeim tíma. Það hefði verið mjög slæmt fyrir okkur að missa alla vaktina í mögulega 14 daga sóttkví við heimkomu og er ég þeim gríðarlega þakklátur fyrir það að hafa ekki farið í ferðina. Ráðningu sumarstarfsmanna var flýtt hjá þeim sem gátu það. Öllum námskeiðum var frestað og starfsmenn settir á vaktir. Með þessum aðgerðum jukust líkurnar á því að við myndum ekki missa marga úr vinnu ef það kæmi upp smit hjá okkur og við næðum að tryggja órofna þjónustu. Þessar aðgerðir voru flóknar en allir starfsmenn tóku vel í þær og fyrir það ber að þakka.
Strax í byrjun mars fór undirbúningur á fullt við að finna bráðabirgðahúsnæði svo hægt væri að skipta slökkviliðsog sjúkraflutningamönnum meira upp. Sú vinna gekk vel og mættum við alls staðar góðum hug hjá þeim sem við leituðum til, kunnum við þeim miklar þakkir fyrir það. Á tímabilinu 17. mars til 6. apríl var sjö stöðvum bætt við en þær voru; • • • • • • •
Grand hótel Sigtúni – 2 starfsmenn á hverri vakt og einn sjúkrabíll. Flugbjörgunarsveitarhúsnæði við Flugvallarveg – 2 starfsmenn á hverri vakt og einn sjúkrabíll. World Class Ögurhvarfi – 2 starfsmenn á hverri vakt og einn sjúkrabíll. Jötunheimar í Garðabæ – 2 starfsmenn á hverri vakt og einn sjúkrabíll. Frumherji á Hólmaslóð – 2 starfsmenn á hverri vakt og einn sjúkrabíll. Ársæll á Grandagarði – 4 starfsmenn á hverri vakt, 2 sjúkrabílar og 1 dælubíll. Aukaaðstaða í Skógarhlíðinni – 4 starfsmenn á dagvöktum og tveir sjúkrabílar.
Verkefnin á stöðinni okkar í Skógarhlíð breyttust talsvert þar sem hún varð miðstöð fyrir COVID bílana okkar og kom það oft fyrir að starfsfólk var í hlífðarfatnaði alla vaktina. Þegar smitum fór að fækka í þjóðfélaginu í maí og fyrirhugað að samkomubann yrði rýmkað mikið þann 25. maí var farið að huga að fækkun stöðva. Mikil áhersla var lögð á að stíga varlega til jarðar varðandi afléttingu hjá okkur. Þann 6. maí lokuðum við aðstöðunni í Frumherja þar sem þeir þurftu að fá húsnæðið til baka, næsta stöð sem lokaði var Ögurhvarf þann 20. maí. Síðasta stöðin sem var lokað var í húsnæði Björgunarsveitarinnar Ársæls þann 1. júní sl.
Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð lokað
Þann 6. mars fórum við af hættustigi yfir á neyðarstig og í kjölfarið var starfsemin í björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð með talsvert öðru sniði heldur en vanalega. Húsnæðinu var upphaflega skipt skipt upp í átta svæði síðan bættist eitt svæði við seinna. Í húsnæðinu höfðu eingöngu þeir sem voru að styðja við framlínuverkefni aðstöðu í húsinu, aðrir fóru út úr húsi. Inn í húsnæðið kom meðal annars rakningateymi lögreglunnar sem var með umfangsmikla starfsemi og unnu þau á vöktum í sínu mikilvæga verkefni. Rakningateymið var staðsett í upphafi á skrifstofu Forvarnasviðs. Ef horft er framhjá alvarleika málsins má segja að lífið í Skógarhlíðinni þessar vikur hafi minnt á svolítið á leikskóla þar sem hvert svæði fyrir sig var með ákveðinn lit sem ekki mátti blandast öðrum, þ.e. gulir,
rauðir, bláir, grænir, appelsínugulir, hvítir og fjólubláir. Það fór allt á hvolf hjá okkur en engu að síður virkuðu allar einingar 100%. Það var ótrúlegt að fylgjast með því hvernig starfsemin hélst óskert í þessum aðstæðum, allir lögðust á eitt við að láta þetta ganga upp svo að notendur þjónustunnar yrðu sem minnst varir við þessa röskun. Þegar Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð var lokað hafði hún verið opin samfellt allan sólarhringinn í 5.830 daga eða 832 vikur og 6 daga. Þann 25. maí var neyðarstigi aflétt og Skógarhlíðin opnuð á ný fyrir skrifstofufólk og samskipti milli starfseininga leyfð en þó með takmörkunum. Þá hafði húsið verið lokað í 81 dag. Varðliðið okkar var viku lengur uppskipt en sú ráðstöfun var talin nauðsynleg þar sem um samfélagslega mikilvæga þjónustu er að ræða. Við vildum hafa vaðið fyrir neðan okkur varðandi tilslökunina og sjá hvernig til tækist í þjóðfélaginu. Það var mikil ánægja þann 1. júní þegar við héldum upp á 20 ára afmæli SHS og öllum takmörkunum var aflétt meðal starfsfólks. Ekki var hægt að halda upp á afmælið með hefbundnu sniði en farið var með tertur á allar starfsstöðvar og stefnt er að því að halda upp á afmælið þegar það verður hægt m.t.t. lækkunar á viðbragðsstigi.
Sjúkraflutningar og slökkvistarf
Í þessari uppskiptingu á starfsfólkinu okkar má segja að við höfum verið með varðliðið í 44 starfseiningum, þar sem við vorum með 11 stöðvar og fjórskiptar vaktir. Eitt lítið dæmi er að inni-varðstjórinn sem við köllum 70 mátti ekki umgangast sína vakt. Á tímabili vorum við með tvo inni-varðstjóra þar sem álagið var gífurlegt í COVID flutningum og utanumhald mikið. Starfsfólk okkar sýndi ótrúlegt æðruleysi við þessar aðstæður og var fljótt að bregðast við nýjum verklagsreglum og breyttu vinnuumhverfi. Það var einnig eftirtektarvert að fylgjast með hversu vel nýráðið starfsfólk og sumarstarfsfólk brást við þessum sérstöku aðstæðum. Það hlýtur að vera sérstakt að byrja á nýjum vinnustað í svona óvenjulegum og krefjandi aðstæðum. Þrátt fyrir mikið annríki vegna COVID-19 þá vorum við einnig í okkar hefðbundnu verkefnum, þ.e. sjúkraflutningum og slökkvistarfi. Á tímabilinu 1. mars – 1. júlí var fjöldi flutninga 10.634, þar af voru 2.779 forgangsflutningar. Lögð var áhersla á að styrkja slökkviliðshlutann með því að hafa dælubíl staðsettan á Grandagarði í húsnæði björgunarsveitarinnar Ársæls. Uppskipting stöðva hafði í för með sér að nýtt og krefjandi verklag þurfti að viðhafa í stórum eldsvoðum þar sem margar stöðvar vinna saman. Á því tímabili sem uppskipting varði lentum við í þremur slíkum, sá fyrsti var 18. mars þegar kviknaði í Pablo Discobar, næsti varð 5. apríl við Malbikunarstöðina Höfða og sá þriðji þann 13. apríl á Hverfisgötunni. Í öllum útköllum var allt tiltækt slökkvilið sent á staðinn sem þýðir að kalla þurfti út litla úthringingu til að sinna öðrum verkefnum.
framhald í næstu opnu Á vakt fyrir Ísland
19
Eins og gefur að skilja þá hafði uppskipting stöðva mikið að segja á vettvangi, en vel tókst til í þeim og voru allir starfsmenn á tánum varðandi sóttvarnir og skipulag. Þessi stóru útköll höfðu einnig mikil áhrif á þrif á reykköfunarbúnaði þar sem gæta þurfti fyllstu sóttvarna með flutning á þeim milli stöðva.
Verkstæðið
Verkstæðið sinnir mikilvægu hlutverki er snýr að því að halda bílum og búnaði í lagi hjá okkur, einnig sinnir það útkallseiningum með allt sem kemur upp á hjá þeim, en þeim fjölgaði á þessum tíma úr fjórum í ellefu. Til að koma í veg fyrir smit milli starfsmanna verkstæðisins voru teknar upp tvískiptar vaktir á virkum dögum. Vegna álags fengu starfsmenn verkstæðis aðstoð frá kollegum sínum á forvarnasviðinu. Þetta fyrirkomulag gekk mjög vel og reyndist vel að fá kærkomna aðstoð frá starfsmönnum forvarnasviðsins. Talsvert álag var í hreinsun á reykköfunarbúnaði þar sem stórir brunar voru á tímabilinu auk annarra minni verkefna. Flutningur á reykkútum var flóknari þar sem verklag var mun stífara vegna sóttvarna. Verkstæðið á mikinn heiður skilinn fyrir sitt framlag en þeir eiga stóran þátt í því hversu vel gekk að fjölga stöðvum.
Forvarnasvið
Þegar Skógarhlíðinni var lokað var fyrirséð að verkefni hjá Forvarnasviðinu myndu raskast. Hefðbundið eftirlit lá niðri en eftirlitsmenn hjálpuðu til á verkstæðinu þar sem mikilvægt var að sú starfsemi myndi haldast óskert. Lokaog öryggisúttektum sem og stuðningi við byggingafulltrúa og hönnuði var haldið úti en með talsvert breyttu sniði þar sem starfsmenn unnu heiman frá sér og var reynt að leysa flest verkefni rafrænt. Einungis tveir starfsmenn voru í úttektum útí bæ og aðrir fóru þegar á þurfti að halda en reynt var að vinna sem mest að heiman. Það var samt ýmislegt gert þessa 46 vinnudaga eins og: • 42 lokaúttektir • 25 öryggisúttektir • 28 veitingaleyfi / rekstrarleyfis úttektir • 59 beiðnir um umsagnir • 56 umsagnir gefnar • 580 mál vegna yfirferðar teikninga og stundum oftar en einu sinni í hverju máli Þannig að þrátt fyrir að nokkrir dagar hafi farið í að setja upp heimastöðvar til vinnu þá vannst hellingur að heiman og gekk vel, einnig var tíminn notaður til að taka fundi á Teams og koma þannig málum áfram. Góður hópur sem gerði það sem hægt var til að tryggja lágmarks þjónustu sem var bara afbragðs þjónusta.
Skrifstofa
Þegar Skógarhlíðinni var lokað þann 6. mars fóru næstum allir starfsmenn skrifstofu úr húsi og útbúin var vinnuaðstaða heima hjá þeim. Starfsmenn tölvudeildar höfðu hraðar hendur við að koma upp heimatengingu hjá þeim á nokkrum dögum. Þegar þeir fóru inn á heimili og á milli starfsstöðva voru þeir með hanska og grímur til að gæta fyllstu sóttvarna.
20
Á vakt fyrir Ísland
Varðliðið opnar Skógarhlíðina 1. júní
Starfsmenn tóku upp nýjar aðferðir í samskiptum og voru Teams fundirnir ófáir og ýmis málefni leyst þar sem og í símtölum. Það var ótrúlegt hversu vel gekk að halda allri starfsemi óskertri hvort sem um var að útborgun launa, greiðslu reikninga eða önnur verkefni, allir lögðust á eitt að láta þetta ganga sem best upp.
Sóttkví, einangrun og veikindi
Mikil áhersla var og er lögð á sóttvarnir á öllum starfsstöðvum og er starfsfólk meðvitað um mikilvægi þeirra. Starfsfólk okkar hefur verið hvatt til að koma ekki til vinnu ef það er m.a. með einhver flensueinkenni eða hefur verið erlendis, í slíkum tilfellum á að hafa samband við yfirmann varðandi næstu skref. Þessi viðmið hafa verið í gildi frá 1. mars en þann dag fengu allir starfsmenn smáskilaboð (sms) þar sem þessir þættir voru ítrekaðir enda mikilvægt að fá ekki smit inn í okkar einingu. Þrátt fyrir allar þær varúðarráðstafanir sem við fórum í mjög snemma í faraldrinum þá sluppum við ekki alveg við COVID-19 og veiktust fimm starfsmenn, þar af einn alvarlega. Alls fóru fimm starfsmenn í einangrun, fimmtán í sóttkví og sex í úrvinnslusóttkví. Þetta sýnir okkur hversu mikilvægt það var fyrir okkur að grípa strax til aðgerða og gera frekar meira en minna til að vernda okkar fólk sem iðulega er fyrst á vettvang, í aðstæður þar sem ekki er alltaf vitað um heilsufar einstaklinga. Starfsmaður frá okkur hringdi daglega í alla sem voru í einangrun og sóttkví, hann svaraði einnig öllum spurningum og vangaveltum frá starfsmönnum varðandi stöðu þeirra. Á þessum tíma fengum við leyfi frá HMS til að fella niður tímabundið læknisskoðanir, þrekpróf og styrktarpróf sem okkur ber skylda að fylgja eftir skv. reglugerð, þar sem ekki var hægt að framkvæma þessi verkefni vegna smitvarna.
Bylgja tvö og þrjú skella á
Hvað svo?
Við höfum alltaf átt mjög gott samstarf við samstarfsfélaga okkar innan heilbrigðisgeirans og það hefur sýnt sig vel í þessum faraldri hversu dýrmæt slík samvinna er. Enginn hafði upplifað viðlíka aðstæður áður og höfum við oft þurft að hafa hraðar hendur þegar verið var að breyta verklagi sem gekk alltaf vel með samstilltu átaki.
Enginn veit hvernig þróunin verður hér á landi en vonandi náum við að halda veirunni niðri svo ekki þurfi að koma aftur til meiri hafta í samfélaginu. Við erum engu að síður á tánum og erum tilbúin ef veiran nær sér aftur á flug. Að öllum líkindum þurfum við samt að læra að lifa með henni og ef til vill hefur hún nú þegar breytt samfélaginu til frambúðar.
Önnur bylgjan hafði varla kvatt okkur þegar sú þriðja skall á með miklum látum hér á höfuðborgarsvæðinu um miðjan september. Vikuna 14-20. september voru ný smit í landinu 216 og þar af 195 á höfuðborgarsvæðinu eða 90%. Veiran var að greinast í yngra fólki og meirihluti þeirra var einkennalaus. Það sýnir okkur hversu skæð hún er og hversu víða hún er að leynast. Við hertum enn frekar á samskiptum starfsfólks og var stærsti hluti skrifstofu og forvarnarsviðs í heimavinnu enn á ný. Samskipti milli vakta er einnig takmörkuð. Því miður eru engar galdralausnir til í þessari baráttu heldur erum við að nota sama verklagið og í vor.
Það var mögnuð upplifun fyrir mig að sjá tæplega 200 manns leggjast á eitt til að okkar mikilvæga samfélagslega grunnþjónusta héldist óskert. Eftir þessu var tekið og hafa margir haft á orði við mig þvílíkt þrekvirki hefur verið unnið hér hjá okkur og fyrir það er ég þakklátur. Stundum eru það líka litlu hlutirnir sem gleðja og það var gaman að endurheimta skrifstofuna mína eftir fyrstu bylgjuna en hún var notuð sem mötuneyti á þeim tíma og ég er enn að finna borðbúnað hér og þar. Það er alltaf mikilvægt að tapa aldrei gleðinni þó verkefnin séu krefjandi og ég tel að okkur hjá SHS hafi tekist það.
Önnur bylgja í COVID hófst því miður í lok júlí og þegar þetta er ritað er staðan óljós, ný smit að greinast flesta daga. Strax og bylgjan hófst gripum við til ráðstafana hjá okkur, Skógarhlíðin var hólfuð niður eins og í vor, samgangur á milli vakta var aftur minnkaður. Varðliðinu í Skógarhlíð var skipt upp og fengum við aðstöðu hjá Flugbjörgunarsveitinni, gámarnir voru teknir í notkun á ný og einnig er Eymdin nýtt fyrir dagvaktir. Eins og áður voru starfsmenn æðrulausir í þessu og voru allir fljótir að aðlagast á ný að breyttu verklagi. Starfsmenn okkar á skrifstofu og á Forvarnasviðinu voru einnig í fjarvinnu eins og verið hafði í fyrstu bylgjunni og einungis nokkrir unnu á skrifstofunni. Það mun breytast á næstu dögum en engu að síður verður samgangur milli viðbragðsaðila í Skógarhlíðinni áfram aðskilinn. Við tökum enga áhættu með starfsfólk okkar eða starfsemi, það er mikilvægt að halda smitum frá okkar fólki.
Á svona tímamótum er ágætt að staldra við og draga lærdóm af þessu, COVID-19 tók margt frá okkur en það má líka horfa á jákvæða þætti sem það hafði áhrif á. Enn og aftur sýndum við Íslendingar hversu vel við þjöppum okkur saman þegar við lendum í hremmingum. Allir leggjast á eitt til að láta hlutina ganga upp og lausna er leitað hjá fagfólki. Þær voru ófáar gjafirnar sem bárust okkar framlínustarfsfólki, sem þakklætisvottur fyrir þeirra ómetanlega framlag. Við fengum enn og aftur staðfestingu á því sem við vissum að hjá okkur starfar ótrúlega öflugur lausnamiðaður hópur sem vinnur af heilindum, oft við mjög krefjandi aðstæður. Annað sem við lærðum að tileinka okkur á þessum vikum var vinna með fjarfundarbúnað, þar sem allir fundir voru haldnir í Teams. Vaktir tóku upp samskipti sem sín á milli á Teams og þar fór t.d. fram fræðsla um nýjan búnað o.þ.h. og eru þær enn að nýta tæknina á þennan hátt.
Fjármálaskrifstofa
Á vakt fyrir Ísland
21
Slökkvilið Akureyrar
COVID 19
sjúkraflug
Slökkvilið Akureyrar fór ekki varhluta af heimsfaraldri af völdum COVID-19. Mikið var um að vera hjá liðinu á tímabilinu eins og hjá flestum viðbragðsaðilum á landinu. Þjónustusvæði hefðbundinna sjúkraflutninga er víðfeðmt, en auk þess sinnir Slökkvilið Akureyrar, í samstarfi við Mýflug og Sjúkrahúsið á Akureyri, sjúkraflugi á landinu öllu. Til að tryggja órofinn rekstur slökkviliðsins var gripið til þeirra aðgerða að þrískipta vöktum slökkviliðsins til að takmarka samgang milli vakta og innan þeirra. Slökkvilið Akureyrar lagðist í vinnu yfirgripsmikilla verkferla sem höfðu þann megintilgang að draga úr líkum á smiti meðal starfsfólks og samstarfsaðila þess. Að auki áttu verkferlar að hindra að smit bærust inn á vinnustaðinn eða milli skjólstæðinga á sama tíma og verið var að veita smituðum skjólstæðingum sem besta þjónustu. Óhætt er að segja að það ástand sem skapaðist vegna COVID-19 hafi reynst sérstök áskorun gagnvart sjúkraflugsþjónustunni. Auk mikillar aukningar á flugum síðustu ára (sjá mynd 1) og mikils álags í fluginu hefur þurft að grípa til sértækra aðgerða til að tryggja öryggi skjólstæðinga og þeirra sem sinna þjónustunni, enda er sjúkraflugsþjónustan ákveðinn samnefnari heilbrigðisþjónustunnar þegar kemur að því að flytja veika og slasaða á sérhæfðar sjúkrastofnanir og aftur heim í hérað. Þegar rýnt er í tölur og tímalengd þar sem sjúkraflutningamenn frá slökkviliði Akureyrar eru á lofti eða að sinna flugi þá kemur glögglega í ljós áhrif aukningarinnar. Árið 2015 voru sjúkraflutningamenn frá slökkviliði Akureyrar 1.948 klukkustundir á lofti, sem gera 0,94 stöðugildi, eingöngu vegna sjúkraflugsins. Árið 2018 voru flugtímar sjúkraflutningamanna okkar komnir í 3.652 klukkustundir sem gera 1,77 stöðugildi (sjá mynd 2). Það að viðhalda faglegum, öruggum og áreiðanlegum sjúkraflutningi í takmörkuðu rými sjúkraflugvélar með sjúkling með jafn smitandi sjúkdóm og COVID-19 kallaði á breytta nálgun og sértækar lausnir.
22
Á vakt fyrir Ísland
Mynd 1. Fjöldi sjúkrafluga milli ára
Mynd 2. Fjöldi klukkustunda á lofti
Verkferlar höfðu þríþættan megintilgang; í fyrsta lagi að auka innbyrðis öryggi sjúkraflugs áhafna, þ.e. flugmanna og heilbrigðisstarfsfólks, í öðru lagi að auka öryggi sjúkraflugs áhafna gagnvart sjúklingum og öfugt og í þriðja lagi að tryggja rétta meðhöndlun á búnaði. Þar sem mikil smithætta er um borð vegna nándar sjúklings og áhafnar var lögð mikil áhersla á skimunarspurningar og sérstakt mat á þeim sjúklingum sem voru ekki sérstaklega tilgreindir með grun um eða staðfest COVID-19 áður en þeir komu um borð. Talsverðar takmarkanir voru á samskiptum flugáhafnar og heilbrigðisáhafnar um borð ef um var að ræða flutning á staðfestu eða grunuðu COVID-19 smiti. Í slíkum tilfellum er lokað á milli stjórnklefa og sjúklingarýmis frá því áður en sjúklingur er kominn um borð og þar til hann er er farinn úr flugvél á áfangastað. Þrjú flutningsúrræði gagnvart sjúklingum með grunuð eða staðfest smit voru skilgreind og metin sérstaklega
Gunnar Rúnar Ólafsson EMT-P, varaslökkviliðsstjóri Slökkvilið Akureyrar
Anton Berg Carrasco EMT-P, aðstoðarvarðstjóri Slökkvilið Akureyrar
áður en viðkomandi sjúklingar voru teknir um borð. Þannig voru sjúklingar ýmist fluttir í veiruheldu flutningshylki (sjá mynd 3), pakkaðir í lak með veiruhelda maska og hanska eða svæfðir og barkaþræddir í öndunarvél. Hættan á snerti- og úðasmitum frá sjúklingum með meðvitund, hvort sem þeir eru fluttir í hylki eða í laki með maska og hanska, gerir það að verkum að skoðun, mat og söfnun lífsmarka verður örðugri en ella og því reynir meira á færni sjúkraflutningafólks og lækna í að meta sjúklinginn með færri kvörðum en að öllu jöfnu. Á Akureyrar- og Reykjavíkurflugvöllum var komið fyrir sótthreinsistöðvum (sjá mynd 4) fyrir sjúkraflugið, enda mikil áhersla lögð á að hreinsa flugvélar, mannskap og búnað eins fljótt og auðið er að flutningi loknum. Þá var lágmarks hreinsibúnaður um borð í sjúkraflugvélum til hreinsunar ef sjúklingi var skilað á öðrum áfangastöðum en Reykjavík eða Akureyri. Gagnvart sjúkraflutningum á landi eða samskiptum annarra viðbragðsaðila á upptökusvæði SAK var bækistöð Slökkviliðs Akureyrar nýtt sem sótthreinsunar- og þrifstöð, s.s. fyrir sjúkraflutningsaðila sem skiluðu af sér grunuðum eða staðfestum COVID-19 smitum á SAK og lögreglu eftir samskipti við einstakling með grunað eða staðfest smit o.s.frv. Þegar þessi orð eru rituð hefur starfsmönnum Slökkviliðs Akureyrar farnast vel í störfum sínum gagnvart COVID-19 og enginn starfsmanna hefur smitast af veirunni. Sá árangur markast af því að starfsmenn liðsins hafi sameiginlegan skilning á þeirri vá sem verið er að kljást við, útfæri aðgerðir sínar m.t.t. nýjustu vitneskju og vinnuferla hverju sinni og að virða grundvallar öryggisviðmið til hins ítrasta.
Mynd 3. Veiruhelt flutningshylki
Mynd 4. Sótthreinsistöð á Reykjavíkurflugvelli
Kæra slökkviliðs- og sjúkraflutningafólk
Takk fyrir að standa vaktina
arionbanki.is
Á vakt fyrir Ísland
23
Brunarannsóknir Á vordögum 2018 var haldin ráðstefna í Vingsted í Danmörku þar sem saman komu helstu aðilar í brunarannsóknum frá Norðurlöndunum til þess að bera saman bækur sínar og þar var gefin út fyrsta útgáfa af sameiginlegum leiðbeiningum að rannsóknum á Norðurlöndum. Á ráðstefnuna fóru tveir þátttakendur frá Íslandi, greinarhöfundur Einar Bergmann Sveinsson fagstjóri, ásamt Guðmundi Inga Rúnarssyni hjá tæknideild LRH. Guðmundur Ingi flutti flottan fyrirlestur um notkun á þrívíddartækni við rannsóknir á brunum, bílslysum og andlátum. Tæknideild LRH sérhæfir sig í vettvangs og réttarrannsóknum. Næsta ráðstefna átti að fara fram í Noregi í júní 2020 og var greinarhöfundi boðið að vera með fyrirlestur um hvernig Brunavörður (eftirlitskerfi slökkviliða með brunavörnum) nýtist til eftirlits á mannvirkjum og geti hjálpað til við rannsóknir á brunum. Vegna Covid-19 var þeirri ráðstefnu frestað um eitt ár. Greinarhöfundur hefur aflað sér sérþekkingar á sviðI brunarannsókna í gegnum IAAI International Association of Arson Investigation, er búinn með bóklegt nám og hefur verið að afla sér þekkingar með hjálp lögreglu í verklegri vinnu.
Hvað eru „Brunarannsóknir“?
Í lögum um brunavarnir er talað um að þeim sem verða fyrir brunatjóni er skylt að tilkynna það til hlutaðeigandi lögreglustjóra svo fljótt sem unnt er. Þá fer af stað brunarannsókn sem er í höndum lögreglu. Lögregla rannsakar eldsvoða strax eftir brunatjón samkvæmt ákvæðum laga um meðferð sakamála og kveður til sérfróða menn eftir því sem hún telur þörf á. Lögregla sendir svo afrit af rannsókninni til þeirra sem eiga hlut að máli s.s. til tryggingarfélags, slökkvistjóra og Húsnæðisog mannvirkjastofnunar. Verði manntjón eða mikið eignartjón í eldsvoða á Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að rannsaka eldsvoðann, kröfur eldvarnaeftirlits og hvernig staðið var að slökkvistarfi. Hér á eftir verður farið yfir í stuttu máli hvað felst í brunarannsókn, stuðst er við Nordic Fire Manual sem gefin var út á vordögum 2018.
Hvað þarf til?
Þeir aðilar sem sinna brunarannsóknum á Norðurlöndum þurfa að vera með ákveðna innviði til þess að vera viðurkenndir. Þau embætti þurfa að hafa aðgang að: • Rannsóknarstofum eða sérfræðingum sem geta greint efni, séð um smásjárskoðanir, rafmagns- og gas rannsóknir • Vélfræðingum, brunaverkfræðingum og eldvarnaeftirliti • Brunarannsakanda sem getur farið á vettvang, gert áhættumat, greint brunavarnir og farið yfir hitagjafa • Sérfræðingum frá rafmagnsveitu og gasveitu • Réttarmeinafræðingur sem finnur út hver dánarorsök er. Kennslanefnd sem ber kennsl á hinn látna. • Skipasérfræðingi sem getur gefið innsýn í brunavarnir skipa
Ráðstefna í brunarannsóknum 2018 í Vingsted í Danmörku.
Í einu máli geta margir aðrir komið að rannsókninni eins og lásasmiðir, menn með sérfræðiþekkingu í ákveðnum brunum, rafmagnseftirlit, tryggingar, umferðareftirlit auk starfsmanna slökkviliðs sem koma fyrstir á vettvang. Ljóst er að þeir sem fara á vettvang til þess að rannsaka bruna þurfa að hafa mikla þekkingu á ýmsum málum eins og efnum sem geta brunnið, smásjárgreiningu, rafmagni, gasi, vélum, tækni brunavarna, brunaþróun, dreifingu elds, eldvarnaeftirliti, brunahönnun, hitagjöfum, reykháfum og vinnu slökkviliðs á vettvangi.
Upphaf rannsóknar
Mynd tekin í Miðhrauni.
24
Á vakt fyrir Ísland
Við útkall og þegar mál er tekið til rannsóknar þarf strax að fara í vinnu við að afla sér fjölda upplýsinga eins og: 1. Hvenær kom útkallið og hvert? Til slökkviliðs, neyðarlínu eða annarra viðbragðsaðila 2. Hverjir tengjast útkallinu? Vitni, aðstandendur, viðbragðsaðila og aðrir 3. Farartæki á staðnum? 4. Hverjir yfirgefa vettvang? 5. Grunsamlegt athæfi? 6. Veðurfar? Vindstefna, hraði, hitastig og breytingar á veðri
Það sem lögregla þarf að gera á vettvangi og slökkvilið getur hjálpað til við er: 1. Tryggja öryggi á vettvangi, áhættugreining á aðstæð um, rýming svæðis 2. Fylgjast með framgangi slökkviliðs 3. Hafa samband við aðstandendur, fylgjast með óeðlilegri hegðun, taka myndir 4. Fylgjast með viðbrögðum eiganda eða forráðamanna Til þess að geta greint ferli bruna þarf að taka sem fyrst myndir af öllum hliðum húsa, reykmyndun, brotnum gluggum, óeðlilegum hlutum í kringum húsnæðið eins og hlutum úr húsnæðinu, brúsum, efni, hjólförum, skóförum, skrá sprengingar og annað sem getur komið rannsókninni vel. Afla þarf líka gagna úr öryggismyndavélum, brunaviðvörunarkerfum, símum, hljóðupptökum og öðrum tækjum sem afla gagna. Æskilegt er að slökkviliðsmenn sem koma á vettvang hafi í huga að það er alltaf möguleiki á að sakamálarannsókn fari fram og er það góð venja að þeir sem eru fyrstir á vettvang skrái hvað þeir sjá og heyra á fyrstu stigum.
Innandyra fer rannsóknin í annan takt: • Hvaða veggir, loft, eða gólf eru mest skemmd í brunanum? • Eru einhver einkenni sem benda til upptaka annarsstaðar? • Hverjar eru skemmdir á innviðum? • Hvað hefur dreift eldinum? • Hver er neðsti punktur upptaka? • Hvað olli brunanum? Vinnan á vettvangi er einungis lítill hluti heildarrannsóknar og í rannsókninni á staðnum eru margir aðrir hlutir sem þarf að velta fyrir sér og greina til þess að geta ákveðið hvaða leið þarf að fara, nokkur atriði sem eru ráðandi í þeirri rannsókn eru t.d. glerbrot: Hvernig eru glerbrotin: hvöss, ávöl, svört, utandyra, innandyra, langt frá, við glugga og dyr? Hægt er að sjá á glerbrotum hvort þau hafi verið kæld af vatni, sprungið vegna hita eða brotnað í sprengingu. Allt er þetta hluti að því að búa til tilgátu sem skýrir brunann.
Tekið er fram í leiðbeiningum fyrir rannsakendur að þeir hafi samband við viðbragðsaðila og afli upplýsinga um atriði eins og hvaða dyr eða gluggar voru brotnir, hvað gerði slökkvilið á staðnum við slökkvistarfið sjálft og hvað gerði slökkvilið eftir að eldurinn var slökktur. Hvar eru eldtungur? Hvar kemur reykur? Eru för að húsinu – skóför og bílför? Hvaða gluggar eru brotnir – glerbrot fyrir innan eða utan? Hvaða glugga braut slökkvilið? Hvar fór slökkvilið inn í húsnæðið? Slökkviliðsmenn verða að geta svarað fjölda spurninga og komið þeim upplýsingum til lögreglu, það er svo lögreglunnar að meta hvort þær upplýsingar eru mikilvægar. Margar breytur fylgja hverri rannsókn og ákveða svolítið hversu ýtarlega farið er í rannsókn á húsnæði s.s. dó einhver í brunanum, eru augljós merki um íkveikju, hversu mikið er eignartjón og hvaða samfélagslegu áhrif eru af brunanum.
Upphaf vettvangsrannsóknar
Á staðnum er farið yfir vettvang með því að skipta rannsókn í tvo hluta, utandyra og innandyra. Þá er ákveðið hvaða svæði á að taka fyrir í rannsókninni því oft þarf ekki að hafa allan vettvanginn undir, t.d. þegar það er ljóst að hluti hússins brann EFTIR að viðbragðsaðilar komu á vettvang. Utandyra er farið í að skoða: • Hvaða hluti hefur orðið fyrir mestum skaða? • Hvernig mynstur er á gluggum og hurðum með tillit til brunamynsturs? • Hafði vindur áhrif á hegðun brunans? • Eru ummerki um eld utandyra, fór eldur inn í húsnæðið? • Eru ummerki í einhverri fjarlægð frá húsnæðinu t.d. sprenging, eldtungur eða geislun?
Mynd tekin í Miðhrauni.
Andlát eða skaði
Andlát eða skaði á fólki á vettvangi eða í bruna leiðir oftast til ýtarlegri rannsóknar þar sem leitast er við að sjá hvaða hlutverki persónan gegndi í þeirri atburðarrás sem leiddi til áverkanna. Getur það t.d. leitt í ljós að viðkomandi var látinn áður en bruninn átti sér stað? Farið er í að skoða hvar viðkomandi var staðsettur, hvernig er hann brunninn, hvernig eru fötin brunnin, eru leifar af efnum á fötunum eða líkama, eða er lítið eftir af einstaklingnum. Varast ber að færa til þá sem eru látnir til þess að spilla ekki rannsóknargögnum sem eru mikilvæg í allri ákvarðanatöku lögreglu um þátt þess látna í brunanum, en tekið er fram að slökkvilið á ekki að hætta að vinna eftir þeim vinnureglum sem þeim er uppálagt að vinna eftir. Mikilvægt er bara að hafa í huga verndun vettvangs ef kostur er á því. Nýlegt dæmi um verndun vettvangs er á Selfossi þar sem tveir einstaklingar dóu í eldsvoða. Verndun vettvangsins var einstaklega vel unnin og er hrósi komið á framfæri frá tæknideild LRH, þar var skýrt dæmi um ákvarðanatöku sem verndaði vettvang sem fór fyrir dómstóla.
framhald í næstu opnu Á vakt fyrir Ísland
25
Þá er komið að uppgreftri sem getur tekið tíma. Greinarhöfundur hefur fengið að vera tæknideild LRH innan handar við uppgröft í nokkrum málum og hefur lært heilmikið af þeirri vinnu með starfsmönnum deildarinnar þeim Guðmundi Inga Rúnarssyni og Boga Sigvaldasyni. Vill greinarhöfundur koma á framfæri miklu þakklæti til tæknideildarinnar fyrir að fá tækifæri til að afla sér reynslu á þeim vettvangi.
Uppgröftur á vettvangi
Uppgröftur getur verið vandasamur og er leitast við að grafa sig niður á upptökin með því að hreinsa vettvang og er það gert í tveimur skrefum. Í fyrsta lagi er farið í grófa hreingerningu til að minnka það svæði sem þarf að fara í ítarlega hreinsun og átta sig á því brunamynstri sem hefur myndast til að takmarka og hraða vettvangsvinnu. Grófhreinsun er gerð til að komast um svæðið og átta sig á umfangi og upptakastað (point of origin). Ítarleg hreinsun er gerð til að leita nákvæmar að hvað það var sem olli brunanum með því að taka myndir, taka sýni, finna raftæki, öryggi, kerti, vökva, pappír og allt það sem getur talist til sönnunargagna. Eitt af því sem getur afvegaleitt og valdið erfiðleikum er ef það er eins og upptök hafi átt sér stað á fleiri en einum stað. Þá þarf að gera sömu vinnu á fleiri en einum stað og vinna vinnuna með kostgæfni og varkárni þar sem útilokunaraðferðin er ein af þeim aðferðum sem stuðst er við, auk ábendinga frá slökkviliðsmönnum um að eldurinn var á einum ákveðnum stað þegar við komum á svæðið en ekki öðrum. Allt þetta hjálpar rannsakanda að taka ákvörðun um hvar uppgröftur á að fara fram. Við þessa vinnu á vettvangi vakna oft margar spurningar og ein leiðin til að skoða hvað gerðist er að endurskapa vettvanginn og fara í gegnum staðreyndir sem liggja fyrir til þess að búa til samskonar vettvang og með samskonar tækjum og húsgögnum. Er það gert til þess að rannsakandi eigi auðveldara með að átta sig á umfangi og hvað það er sem er að trufla þá tilgátu sem verið er að vinna með.
Mynd af tveimur starfsmönnum tæknideildar lögreglu, þeim Guðmundi Inga Rúnarssyni og Boga Sigvaldasyni, ásamt greinarhöfundi.
Úrvinnsla
Við úrvinnslu upplýsinga hjá rannsakendum þarf svo að fara í að búa til tilgátu (hypothesis) eða tilgátur um hvað gerðist, sú vinna getur verið fjölbreytt og umfangsmikil. Í úrvinnslu geta verið margar tilgátur sem koma upp og er það ein helsta vinna í úrvinnslu að útiloka tilgátur með staðreyndum og færa sig þar með nær upptökum með gögnum. Þess vegna spyrja rannsakendur spurninga sem leiða til annarra spurninga, t.d. Af hverju? Hvenær?
Hvar? Hver?
Hvernig? Hvað?
Þetta eru algengustu spurningar þeirra sem eru að vinna við þær tilgátur sem lagt er upp með. Að lokinni vettvangsvinnu felst vinnan aðallega í að prófa tilgátur, bíða eftir rannsóknum sérfræðinga og niðurstöðum frá rannsóknarstofu, myndbandsgreiningar, úrvinnslu myndefnis eins og þrívíddarskanna lögreglu, nema að augljós staðreynd liggur fyrir um upptök. Stundum kemur sú staða upp að búið er að útiloka allar tilgátur sem lagt var upp með í upphafi rannsóknar. Þá þarf að fara yfir gögnin aftur og búa til nýja tilgátu. Þá kemur í ljós hversu vel hafi verið unnið úr gögnum, hversu vel öll smáatriði hafa verið skráð niður, hversu margir hafi gefið skýrslu og hve mikið hefur verið myndað.
Niðurstaða
Þegar rannsókn hefur leitt í ljós að það er ein tilgáta sem er líklegasta niðurstaðan og líklegasta skýring upptakanna eru niðurstöður birtar og sendar til þeirra aðila sem koma að málinu eins og slökkviliðsstjóra, ákæruvalds og HMS. Ef ekki er hægt að segja til um eldsupptök er ekki hægt að segja til um hvað kveikti eldinn. Með von um að menn séu einhvers vísari um hvað brunarannsókn snýst og góð samskipti á milli lögreglu og slökkviliðs.
Mynd af vettvangi sem búið er að þrífa (Miðhraun).
26
Á vakt fyrir Ísland
Einar Bergmann Sveinsson Fagstjóri forvarnasviðs hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
INNLEND FRAMLEIÐSLA MEÐ EPD UMHVERFISYFIRLÝSINGU ÞAKULL / ÞÉTTULL M/VINDPAPPA
YFIRLAGSPLATA Steinullareinangrun sem ætluð er til notkunar í þök þar sem einangrun er hulin með þakdúk eða pappa.
Steinullareinangrun með áföstum vindpappa sem ætluð er á þök.
ÞÉTTULL
UNDIRLAGSPLATA
Steinullareinangrun í veggi og gólf þar sem einangrunin verður ekki fyrir álagi.
Steinullareinangrun sem ætluð er til notkunar í þök undir yfirlagsplötu þar sem einangrunin er hulin með þakdúk eða pappa.
VEGGPLATA Steinullareinangrun sem ætluð er undir loftræstar klæðningar, utan á þétt burðarvirki.
LOFTSTOKKAPLATA Bruna- og hljóðeinangrun á loftstokka.
ÞÉTTULL ÞÉTTULL PLÚS
STOKKAEINANGRUN Steinullareinangrun með álímdri netstyrktri álfilmu. Einangrun ætluð til notkunar utan á sívala loftræstistokka sem bruna-, hita- og hljóðeinangrun.
Steinullareinangrun sem ætluð er til notkunar í milliveggi eða grindur útveggja að innan úr tré eða stáli.
ÍMÚR
SÖKKULPLATA
Steinullareinangrun sem ætluð er fyrir íslenska múrkerfið ÍMÚR. Til notkunar á steypta eða hlaðna veggi utanhúss eða að innanverðu.
Steinullareinangrun sem ætluð er utan á sökkla og undir botnplötu á fyllingu.
SAUÐÁRKRÓKI
•
Sími 455 3000
•
steinull@ steinull.is
•
www.steinull.is
Nýjar slökkvibifreiðar
fyrir jarðgöng Slökkvilið Akureyrar og Brunavarnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hafa nýverið fengið afhentar sitt hvora slökkvibifreiðina, sérhannaðar fyrir jarðgöng. Hér eru nokkrir punktar um ferlið og búnaðinn. Eftir nokkuð langan undirbúning slökkviliðanna og viðræður við Vegagerðina og Vaðlaheiðargöng var niðurstaðan sú að bæta þyrfti búnað slökkviliðanna til að hægt yrði að senda slökkviliðsmenn með öruggum hætti inn í göngin ef eldur kæmi þar upp. Markmið vinnunnar var að kaupa slökkvibifreiðar útbúnar með öflugum slökkvibúnaði fyrir eld í bifreiðum, tryggu öndunarlofti fyrir áhöfn og innrauða hitamyndavél með skjá til að geta ekið með öruggum hætti í reykfylltu rými. Bifreiðarnar þyrftu einnig að geta tekið fimm menn í áhöfn en vera samt sem áður það liprar að hægt væri með góðu móti að snúa við hvar sem er á tveimur akreinum í jarðgöngum. Dælubúnaður skyldi vera knúinn af aflvél bílsins sem þyrfti að vera með drif á öllum hjólum, sídrifinn, læsanlegur og sjálfskiptur.
Ferlið
Leitað var til nokkurra söluaðila eftir tilboðum í bíla sem uppfylltu þarfirnar, en að lokum var einungis einn framleiðandi sem kom til greina. Því var gengið til samninga við BMT í Hollandi um smíði bílanna. Daníel Halldórsson Apeland hjá „DAGA Fire & Rescue ehf.“ hafði svo umsjón með verkinu í umboði BMT. Við val á undirvagni komu helst til greina Iveco og Bens. Iveco Daily varð fyrir valinu þar sem þeir gátu boðið bíl sem uppfyllti öll skilyrðin án breytinga. BMT smíðuðu yfirbygginguna og settu bílinn saman og gerðu það með miklum ágætum. Allur frágangur er til fyrirmyndar og
28
Á vakt fyrir Ísland
allt hannað með það fyrir augum að bílarnir séu sem notendavænstir og öruggir í akstri.
Helstu upplýsingar um bílana
Undirvagn: Iveco Daily 180 4x4 sjálfskiptur með aflúrtaki á millikassa, sídrifi, 100% læsingum að aftan og framan, lágu drifi, 8 gíra alsjálfskiptan kassa. Bílarnir eru afgreiddir á einföldum burðardekkjum af sömu stærð að aftan og framan. Bílarnir eru yfirbyggðir með fimm skápum með rúlluhurðum, 800 lítra vatnstanki, 40 lítra froðutanki, One Seven 1300B kerfi með eitt úttak fyrir slöngu og 60 metra handlínu á kefli auk skynjara á stuðara með fjarstýringu fyrir ökumann, IR vél á stuðara og skjá fyrir ökumann, mannskapshús fyrir þrjá reykkafara og 11 þúsund lítra loftbanka sem allir í áhöfn geta tengt sig við á meðan
setið er í bílnum. Ljósamastur og 9 metra stigi er á þaki. Þá er bíllinn búinn klippum, glennum og tjakk með rafhlöðum og hleðslutækjum, rafhlöðuknúnum handverkfærum og öðrum björgunarbúnaði. Í bílnum er handljós með hleðslutengi og hleðslutæki fyrir allar talstöðvar. Í bílnum eru líka IR handvélar í hleðsludokku og glæsileg tölva með snertiskjá í statífi milli framsæta. Engin fyrirmynd var til af slíkum bílum sem vitað er um og því er í raun um nýjung að ræða. Töluverður áhugi hefur verið hjá slökkviliðum á Norðurlöndunum, sérstaklega í Noregi, á bílunum og hvernig þeir muni koma út í vinnu í jarðgöngum. Það er mín trú að svona tæki geti verið gott verkfæri fyrir marga sem hafa umsjón með jarðgöngum en einnig til að takast á við umferðaslys og íbúðabruna, sérstaklega þar sem fáir eru á vakt hverju sinni. Það má ekki gleymast að ekki er nóg að koma með öll tækin og tólin á staðinn í fyrsta viðbragði ef ekki er til staðar mannskapur til að nota þau. Hugsunin á bak við þessa léttbyggðu bíla er að hefja fyrstu aðgerðir sem allra fyrst. Síðan komi stærri tæki með meiri mannskap þegar kallað hefur verið út. Eins og með margar nýjungar þá er eitt að sjá fyrir sér hvernig nálgast megi verkefni með nýjum hætti en svo veltur það á okkur notendunum hvort vel tekst til með að innleiða breytinguna. Því verður spennandi að sjá á næstu misserum hvernig bílarnir reynast þegar þeir verða notaðir í fyrstu verkefnin. Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri slökkviliðs Akureyrar
Góðann daginn, get ég aðstoðað? One Seven þrýsSloUsfroðukerfi. Froðuhvatar fyrir öll Slefni. Undanfarar knáir og smáir. Slökkvibílar stórir og sterkir. SSgabílar liprir og liðugir. Vatnstankar úr ryðfríu stáli. Handhægar hitamyndavélar og blásarar. Innrauðar myndavélar fyrir varðstjórann. Hugbúnaður og skýrslugerð í skýlausn að sjálfsögðu á íslensku. Hafðu samband og ég geri mia besta Sl að leysa málið.
DAGA Fire & Rescue ehf. – Lyngbraut 2. - 806 Bláskógabyggð Sími: 853 3243 – Netfang: daniel@daga.is - www.daga.is
One Seven þrýstiloftsHvernig virkar það og hver er sagan á bak við þróunina? Vegna aukinnar sölu á kerfinu á Íslandi var undirritaður beðinn að skrifa grein um kerfið fyrir „Á vakt fyrir Ísland“, til skýringa fyrir áhugasama. One Seven slökkvifroða hefur fjölþætta virkni sem leiðir til mjög árangursríkra og góðra niðurstaðna. KÆLING: Vatnið sem er í slökkvifroðunni gufar upp og dregur þannig varmaorkuna frá eldinum. AÐSKILNAÐUR: Froðuteppi aðskilur og lokar fyrir aðgang súrefnis að eldsneyti og hindrar þannig framgang brunans. ENDURTENDRUN: Froðuteppið kemur í veg fyrir uppgufun eldfimra lofttegunda úr heitu eldsneyti. Þetta á sérstaklega við um vökvaelda. EINANGRUN: Slökkvifroða er slæmur hitaleiðari. Froðulag sem festist við heita fleti ver því umhverfið fyrir hita. Einnig er hægt að verja eldfimt yfirborð gegn íkveikju með hitageislun. Með One Seven tækninni margfaldast nýting vatnsins þar sem einn hluti vatns verður að sjö hlutum af froðu. Fyrir vikið eykst áhrifaríkt yfirborð slökkviefnisins verulega sem stuðlar að sérlega hröðu og skilvirku slökkvistarfi. One Seven þrýstiloftsfroða notar töluvert minna af vatni en aðrar hefðbundnar slökkviaðferðir. Þannig lengist notkunartíminn með hefðbundnum vatnstönkum – eða hægt er að hafa vatnstanka minni. Vegna lítillar vatnsnotkunar eru einnig líkur á minni skemmdum af völdum slökkvivatns og farga þarf minna af menguðu slökkvivatni þar sem það á við.
30
Á vakt fyrir Ísland
froðukerfi
Viðloðun slökkvifroðu er afgerandi þegar kemur að því að ná skjótum árangri þar sem froðan hindrar endurtendrun og þar af leiðandi eru minni líkur á aukningu eða viðhaldi elds. Ef slökkviefnið, þ.e. froðan, festist nægilega lengi við efnið sem brennur hefur það nokkur mikilvæg áhrif: • Langtímakæling • Brot yfirborðsspennu vatns • Hindrun gasmyndunar • Aðskilnaður frá súrefni Ef hvít slökkvifroða festist við yfirborð í lengri tíma er hitastig þessa yfirborðs undir 100 °C vegna þess að vatnið sem er í froðunni gufar ekki upp, þannig helst froðan stöðug. Ef slökkvifroðan leysist upp er hitinn enn yfir 100 ° C. Auðvelt er að sjá þetta og hægt að sprauta aftur!
Fyrstu slökkvifroðutækin voru þróuð í lok 19. aldar. Með því að bæta lífrænum efnum við slökkvivatnið var búið til seigfljótandi slökkviefni sem rann ekki jafn fljótt af sléttum fleti. Þessir undanfarar slökkvifroða nútímans aðskildu brennanleg efni frá súrefninu og kældu yfirborðið á sama tíma. Upp úr 1920 var þrýstiloft notað til að ná betri froðu í blöndunni af vatni og froðuhvata. Fyrstu slökkvibílar með þessari tækni voru smíðaðir í Svíþjóð og er a.m.k. einn til á safni í Helsingborg. Eftir því sem þróunin hélt áfram varð þrýstiloftsfroða ákjósanlegri aðferð við slökkvistarf, sérstaklega í Bandaríkjunum. Froðan var notuð á allt frá fljótandi eldsneyti, skógareldum til byggingarelda. Mark A Cummins frá Texas var fyrstur til að sækja um einkaleyfi á þrýstilofts-
froðutækjum. Hann hefur fyrir löngu gefið frá sér einkaleyfið svo aðrir geti framleitt eftir hans hugmynd. Í Evrópu tók þrýstiloftsfroða aðeins lengri tíma að sanna sig sem slökkviefni. Það var ekki fyrr en um miðjan tíunda áratuginn sem þrýstiloftsfroðukerfi varð vinsælt í slökkvibifreiðum og staðbundnum kerfum fyrir alls kyns elda. Frá árinu 1995 hefur One Seven sérhæft sig í þróun og framleiðslu á þrýstiloftsfroðukerfum og hinni sérstöku One Seven® slökkvifroðu. Það gerir Schmitz One Seven að því fyrirtæki sem hefur mesta reynslu í þessum geira í Evrópu. Daniel Halldórsson Apeland er framkvæmdastjóri Daga, Fire & Rescue ehf. og alþjóðlegur leiðbeinandi fyrir One Seven.
Bráðabirgðagreiðslumat á vefnum
REIKNAÐU DÆMIÐ hjá Brú Sjóðfélögum okkar bjóðast fjölbreytt lán til íbúðakaupa, viðhalds á húsnæði eða endurfjármögnunar. Núna er hægt að gera bráðabirgðagreiðslumat á heimasíðu okkar, www.lifbru.is/greidslumat, þar sem þú getur séð áætlaða greiðslugetu á mánuði. Gagnlegt er að nota niðurstöðu greiðslumatsins við notkun á lánareiknivélinni til að bera saman lán og lánakosti sem bjóðast.
Kynntu þér lánaframboð okkar og við hlökkum til að heyra frá þér.
Sigtúni 42 I 105 Reykjavík I sími 540 0700 I lanamal@lifbru.is
Heimsleikar og Íslandsmót slökkviliða Viðburðum frestað Á döfinni þetta ár voru þrír viðburðir; Skemmtileikarnir á Akureyri, Golfmót LSS og Íslandsmót LSS. Öllu var þessu slegið á frest eins og flestum öðrum uppákomum í okkar geira þetta árið. Það er lítið annað í stöðunni en að horfa fram á veginn og leggja línur fyrir næsta ár. Á næsta ári er stefnan að halda Skemmtileikana á Akureyri í samfloti við útskrift Sjúkraflutningaskólans sem er hjá Háskólanum á Akureyri. Meðal viðburða þar verður hljómsveitakeppni, hjólreiðar og blak. Um haustið er stefnt á að halda Íslandsmót LSS á höfuðborgarsvæðinu þar sem keppt verður í slökkviliðskeppni, kraftlyftingum, fótbolta, hlaupi og hugsanlega fleiri keppnisgreinum. Við hvetjum félagsmenn til að taka þátt í þessum viðburðum og fjölmenna því svona viðburðir þjappa okkur saman sem heild og gefa okkur færi á að kynnast betur og skemmta okkur saman.
Heimsleikunum frestað um eitt ár WPFG, World Police and Fire Games, hefur verið frestað um eitt ár sökum COVID-19. Til stóð að halda Heimsleikana í Rotterdam í lok ágústmánaðar 2021 en í sumar var það gefið út að þeim yrði frestað um eitt ár. Þetta er í fyrsta sinn í sögu leikanna sem þeim er frestað um heilt ár. Ekki er búið að gefa út hvort næstu leikar verði haldnir 2023 eða tveimur árum síðar, 2024. WPFG heimsleikarnir hafa verið haldnir frá árinu 1985 og eru sameiginlegur keppnisvettvangur fyrir viðbragðsaðila um allan heim. Á hverju móti koma yfir 10 þúsund keppendur frá allt að 60 löndum og keppa í tugum keppnisgreina. Má þar nefna fótbolta, kraftlyftingar, keilu, CrossFit, hjólreiðar, skotfimi, bardagaíþróttir og íshokkí.
Ómar Ómar Ágústsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá SHS.
Lausnir Icepharma til barkaþræðingar við krefjandi aðstæður GlideScope® Go™ er lítill og einfaldur vasamónitor með miklum myndgæðum Högg- og vatnsheldur Einnota blöð í miklu úrvali
jana@icepharma.is
32
Á vakt fyrir Ísland
. 540 8000
fastus.is
BÚNAÐUR TIL SJÚKRAFLUTNINGA
Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
Á vakt fyrir Ísland
33
Nýir sjúkrabílar Endurnýjun flotans er loksins hafin. Ríkið og Rauði krossinn hafa samið um endurnýjun 68 bifreiða fyrir lok árs 2022. Til að byrja með voru boðnar út 25 bifreiðar sem nú eru í smíðum og má búast við þeim hingað heim í lok sumars. Marga er farið að lengja eftir þessari endurnýjun en hún er fyrir löngu orðin tímabær, ástand sjúkrabíla á landinu er vægast sagt slæmt og er víða óboðlegt.
skjólstæðinga þeirra er betur borgið með auknum sýnileika. Breytingin er einnig tákn um þá þróun sem orðið hefur í faginu og Ísland ætlar að fylgja, en með henni samræmumst við mörgum af löndunum í kringum okkur. Tækniþróun, hækkað menntunarstig sjúkraflutningamanna, aukin geta til þess að vernda líf og heilsu og faglegt sjálfstæði eru meðal þess sem breytingin táknar.
Ferlið sem átti sér stað í aðdraganda útboðsins var flókið og sjúkraflutningamönnum var ekki skemmt að fylgjast með á meðan á því stóð. Samningur Rauða krossins við ríkið rann út í árslok 2015 og var hann ekki formlega endurnýjaður fyrr en í júlí 2019. Ekki voru boðnar út sjúkrabifreiðar á þessum tíma vegna ágreinings sem illa gekk að leysa. Flotinn og þjónustan tóku höggið og þungann af því og ástandið versnaði jafnt og þétt. Staðan fer nú batnandi og öll vinna hefur gengið vel síðan samningar tókust. Ríkið hafði þá í millitíðinni sett í gang vinnu við útboð og var kröfulýsing því sem betur fer klár að mestu þegar samningar náðust.
Framleiðsluferlið hefur gengið vel eftir að það var sett af stað. Þeir sem fylgdu þessu ferli eftir héldu niðri í sér andanum á meðan COVID-19 breiddist út enda hefur faraldurinn sett strik í framleiðslu og flutning vöru út um allan heim. Sem betur fer hefur faraldurinn ekki haft mikil bein áhrif á Baus AT og framleiðsluna. Vinnan hjá þeim hefur haldist óslitin en einstaka birgjar hafa seinkað afhendingu íhluta. Þeir hafa haldið okkur upplýstum með fjarfundum og samstarfið hefur gengið vel. Starfsmenn fyrirtækisins fóru í sumarfrí í júlí og stefndu þeir hörðum höndum að því að klára framleiðslu allra bifreiðanna okkar fyrir sumarleyfin. Þá var eftir flutningur, skráning og ísetning búnaðar sem ekki fylgir framleiðsluferlinu áður en þeir verða teknir í notkun. Það má því vænta þess að gulir sjúkrabílar verði áberandi í umferðinni með haustinu.
Bifreiðarnar
Fyrir lá að kröfulýsingin skyldi í grunninn byggja á þeim fyrri en með breytingum og uppfærslum. Sú breyting var innleidd að við val á tilboðum skyldi framkvæmt gæðamat sem gilti til móts við boðið verð. Þetta er í fyrsta sinn sem gæðamat af þessu tagi er framkvæmt við kaup sjúkrabifreiða en áður hafði verð gilt að fullu við val á tilboðum. Verður það að teljast mikið framfaraskref og fögnum við sjúkraflutningamenn því að fá að hafa meira um valið að segja. Bjóðandinn sem varð fyrir valinu er Fastus í samstarfi við Baus AT í Póllandi. Framleiðandinn er okkur kunnugur en síðasta útboð var einnig afgreitt af Baus AT og margar bifreiðar frá þeim eru í umferð hér
34
Á vakt fyrir Ísland
á landi. Bifreiðin sem boðin var er okkur einnig kunnug en hún er af gerðinni Mercedes Benz Sprinter 419. Togaflið er 440 Nm og hafa bifreiðarnar heildarburðargetu upp á 4,1 tonn sem er talsverð aukning við þær bifreiðar sem nú eru í umferð á landinu. Bifreiðarnar verða búnar loftpúðafjöðrun að aftan. Þær verða sjálfskiptar og fjórhjóladrifnar. Nokkrar tækniuppfærslur verða frá því sem var s.s. akstursmyndavél (e. dash cam), þráðlaus samskipti (e. Intercom) milli ökumanns og sjúkrarýmis og handhæg vinnuljós fyrir vinnu á vettvangi svo eitthvað sé nefnt. Sjúkrarýmið er, eins og bifreiðin öll, í grunninn byggt á fyrri kröfulýsingu en með nokkrum viðbótum og uppfærslum. Meðal helstu breytinga er þriðja sætið í rýminu sem bætist við fyrir aftan sætið á hægri hlið og að skápurinn á vinstri hlið rýmisins (sem alla jafna er lokaður af fyrir aftan liggjandi sjúkling) hefur verið fjarlægður. Þar með eykst olnbogarými fyrir sjúklinginn í leiðinni.
Liturinn
Bílarnir verða gulir, Ral 1016. Þessi breyting samræmist kröfu um aukinn sýnileika. Afar mikilvægt er að sjúkrabílar sjáist vel í umferðinni, hvort sem ekið er á forgangi á leið í útkall eða við lokun vettvangs, til dæmis við umferðarslys. Öryggi vegfarenda, sjúkraflutningamanna og
Kassabíll
Innleiðing gula litsins er nú þegar hafin. Það er a.m.k. einn gulur sjúkrabíll kominn í umferð á Íslandi þegar þetta er skrifað. Fagdeild sjúkraflutningamanna og fleiri aðilar, þar á meðal SHS, hafa lengi þrýst á að fá í umferð nokkrar sjúkrabifreiðar með kassayfirbyggingu eða svokallaða C-flokks bíla (e. C-type). Í upphafi COVID-19 var kallað eftir því að fá bifreiðar með meira vinnurými til að flytja COVID-19 sjúklinga sem þyrftu meðhöndlun. Breytt vinnulag og vinna í hlífðarfatnaði krefst betri aðstöðu.
Rauði krossinn gat fengið þessa notuðu bifreið í gegnum Fastus frá Baus AT en eintakið var til á lager hjá framleiðanda og því hægt að afgreiða með skömmum fyrirvara. Bifreiðin er af árgerð 2010 en hefur verið yfirfarin að fullu og lítur vel út. Þessi viðbót við íslenska flotann er komin til vegna sérstakra aðstæðna og við nýtum það í leiðinni til þess að prófa hvernig þessi tegund bifreiðar reynist í sjúkraflutningum hér á landi.
Mikil þróun hefur átt sér stað við framleiðslu slíkra bifreiða síðan það var síðast reynt og fer hlutfall þeirra vaxandi í Evrópu. Hagkvæmara framleiðsluferli leiðir svo af sér minnkað kostnaðarbil þeirra og hinna venjulegu B-flokks bíla (e. B-type). Bifreiðin er nú komin í notkun hjá SHS og skráð með kallnúmerið 701.
sjúkrabíla á samningstímanum og er undirbúningur næsta útboðs nú þegar langt kominn. Með kveðju, Birkir Árnason formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna LSS, slökkviliðsmaður og bráðatæknir hjá SHS.
Rauði krossinn mun svo, eins og áður kom fram, endurnýja frekar
C-MAC® POCKET MONITOR
Lausnir Icepharma til barkaþræðingar við krefjandi aðstæður C-MAC vasamónitor með færanlegum skjá svo hægt sé að barkaþræða í erfiðri stöðu.
ivar@icepharma.is
. 540 8000 Á vakt fyrir Ísland
35
Neyðarlína - neyðarnúmer Hugmynd mín var að gera stutta og snarpa grein um aðdraganda að stofnun Neyðarlínunnar byggða á samtali við Eirík Þorbjörnsson fyrsta framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar og Hrólf Jónsson slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Reykjavíkur, síðar höfuðborgarsvæðisins. Fljótlega kom í ljós að þessi saga er miklu viðameiri en svo að henni verði gerð grein í stuttri frásögn. Umfjöllunin er einnig byggð á gögnum sem eru aðgengileg á netinu eins og blaðagreinar og 126. skýrsla dómsmálaráðherra um málefni Neyðarlínunnar hf. sem lögð var fyrir Alþingi á 121. löggjafarþingi 1996, reglugerð um framkvæmd samræmdrar neyðarsímsvörunar frá 1996 og áfangaskýrslu nefndar dómsmálaráðherra um samræmda neyðarsímsvörun. Ég hef einnig átt samtöl við einstaklinga sem voru sitt hvoru megin „víglínunnar“.
Fyrirmyndin að samræmdu neyðarsímanúmeri er fengin frá Alabama í Bandaríkjunum. Þar kom númerið 9-1-1 til sögunnar árið 1968 og hlaut síðan skjóta útbreiðslu í öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Fyrst var mælt með númerinu 112 sem samræmdu neyðarnúmeri af Samtökum póst- og fjarskiptastjórna í Evrópu árið 1972. Númerið var síðan gert að samevrópsku neyðarnúmeri í aðildarlöndum Evrópusambandsins með ákvörðun ráðs sambandsins árið 1991. EES-samningurinn, sem samið var um um svipað leyti, fól í sér skuldbindingu fyrir Ísland og önnur EFTA/EES-ríki til að taka 112 upp sem neyðarnúmer til samræmis við aðildarríki ESB. Á Íslandi var það gert með lögum um samræmda neyðarsímsvörun árið 1995.
Nokkrar ástæður fyrir því að númerið 112 var valið sem neyðarnúmer
Lengd símanúmersins er aðeins þrjár tölur. Ekki er hentugt að hafa neyðarnúmer of langt eða of flókið. Æskilegt er að tölurnar þrjár séu ekki allar þær sömu. Meiri hætta er á því að óvart séu valdar þrjár eins tölur heldur en þrjár tölur þar sem ein er öðruvísi, til dæmis ef ung börn komast í síma. Tölurnar 1-1-2 eru þess vegna hentugri en t.d. 1-1-1. Númerið var valið með hliðsjón af símum með snúningsskífu. Á þannig símum þurfti að snúa skífunni styttra til að velja lág númer, heldur en há númer. Mun fljótlegra var að hringja í númerið 112 heldur en til dæmis 999 á þess háttar símum. Samkvæmt Wikipediu er neyðarnúmerið 112 notað í 81 landi. Á Íslandi kom hugmynd að sameiginlegu neyðarnúmeri fyrst fram í júlí árið 1986 þegar Katrín Fjeldsted læknir og borgarfulltrúi lagði fram formlega tillögu í borgarráði Reykjavíkur um sameiginlegt neyðarnúmer fyrir viðbragðsaðila í Reykjavík.
36
Á vakt fyrir Ísland
Katrín hafði búið í Bretlandi og kynnst þar kostum þess að hafa sameiginlegt neyðarnúmer fyrir viðbragðsaðila. Á Bretlandseyjum var neyðarnúmerið 999 í notkun. Katrín nefndi það sem mögulegan kost, auk þess sem 000 kæmi alveg til greina. „Auðvitað er ekki ódýrt að koma upp stjórnborði fyrir slíka þjónustu, auk þess sem athuga þarf hvar best væri að staðsetja slíka stjórnstöð, en mikil hagræðing yrði af þjónustu sem þessari og hún yrði örugglega fljót að borga sig,“ sagði Katrín sem fannst einnig eðlilegast að lögregla og slökkvilið bæru ábyrgð á að veita neyðarþjónustu. Málið var sent til umsagnar hlutaðeigandi aðila, almannavarna, borgarlæknis, Pósts og síma, slökkviliðs og lögreglu. Fyrirspurn var gerð um tækjabúnað hjá Slökkviliði Reykjavíkur til símsvörunar árið 1986. Símstöð slökkviliðsins var gömul og úrelt og allar símalínur fóru gegnum hana nema tvær. Ef hún hefði bilað var eingöngu hægt að svara um tvær símalínur. Eins fóru allar símalínur um miðbæjarstöð Pósts og síma. Svo illa vildi til að tæknibúnaður í henni bilaði oft á árunum 93–94. Á meðan slík bilun varði var lögregla og slökkvilið símasambandslaust. Brýn nauðsyn var að endurnýja búnaðinn. Því var hins vegar stöðugt slegið á frest vegna umræðu um sameiginlegt neyðarnúmer. Það ríkti því mikið ófremdarástand. Upptökubúnaður var einnig úreltur. Um þetta leyti lágu fyrir tillögur um að taka upp sameiginlegt neyðarnúmer fyrir svæðisnúmer 91 með aðsetur í húsnæði slökkviliðsins. Þar var gert ráð fyrir nýjum tækjabúnaði og lá fyrir samþykkt útboðslýsing vegna væntanlegra kaupa hjá Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Af þessum hugmyndum varð aldrei, aðallega vegna þess að ekki var ljóst hver færi með forræði í þessu máli. Lítil hreyfing virðist vera í sextán mánuði. Í nóvember 1987 ítrekaði Katrín ósk sína í Borgarráði. Eftir það bárust fljótlega jákvæð svör frá umsagnaraðilum. Helstu mótbárur voru þær að svæðisnúmer 99 stæði í vegi fyrir því að hægt væri að gera 999 að neyðarnúmeri og endurnýja þyrfti skiptiborð lögreglustöðvarinnar áður en neyðarsími gæti orðið að veruleika.
Í júlí 1988 ítrekar Katrín enn og aftur ósk sína þess efnis hvort gera megi 999 að sameiginlegu neyðarnúmeri borgarbúa þar sem svæðisnúmer 99 hafi verið lagt niður. Einhver hreyfing virðist komast á málið. Í nóvember 1990 var samþykkt í Almannavernd Reykjavíkur að borgin hafi forgang um kaup á búnaði fyrir uppsetningu neyðarnúmers á 91 svæðinu. Þann 16. apríl 1991 samþykkti borgarráð að fela Markúsi Erni Antonssyni borgarstjóra að hefja viðræður við fyrirhugaða rekstraraðila. Í janúar 1993 skrifar borgarstjóri dómsmálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir að ráðuneytið skipi nefnd um neyðarsímsvörun á höfuðborgarsvæðinu. Í janúar 1993 samþykktu Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) ályktun um uppsetningu sameiginlegs neyðarnúmers fyrir höfuðborgarsvæðið. Með bréfi dags. 25. maí 1993 óskaði nefnd SSH eftir viðræðum við neyðarnúmeranefnd skipaða af dómsmálaráðherra. SSH gerði grein fyrir sjónarmiðum sínum á fundi nefndarinnar 8. júní 1993. Á aðalfundi SSH 16. okt. 1993 var samþykkt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu tækju upp formlegt samstarf við að koma upp sameiginlegu neyðarnúmeri fyrir höfuðborgarsvæðið, fyrir árslok 1994. Hinn 28. apríl 1993 skipaði dómsmálaráðherra nefnd sérfræðinga til að hafa forystu um að koma á samræmdu neyðarnúmeri fyrir allt landið. Í nefndinni voru: Stefán P. Eggertsson verkfræðingur, formaður nefndarinnar, Esther Guðmundsdóttir frá Slysavarnafélagi Íslands, Bergþór Halldórsson frá Pósti og síma, Guðjón Magnússon frá heilbrigðisráðuneytinu, Guðjón Petersen frá Almannavörnum, Hallgrímur Gunnarsson fyrir samtök sveitarfélaga og Hrólfur Jónsson fyrir Slökkviliðið í Reykjavík og Reykjavíkurborg. Nefndin þurfti að glíma við margvísleg vandamál sem voru lögfræðileg, tæknileg, siðferðileg og persónuleg. Ólík sjónarmið voru uppi og oft var hart tekist á. Tvö veigamikil ágreiningsefni sneru að eignarhaldi á hinu nýja fyrirtæki og hverjir ættu að svara í símann. Hver á að svara í símann fyrir hvern? Þetta er í raun alþjóðlegt vandamál þar sem viðbragðsaðilar eru almennt ekki tilbúnir til þess að gefa frá sér sína svörun. Þeim finnst þeir vera að gefa frá sér stjórn ef einhver annar fer að svara í símann fyrir þá. Nefndin lagði til þrjá þrepaskipta valmöguleika: • Svörun og símtalsflutningur • Svörun og boðun viðbragðsaðila • Svörun, boðun viðbragðsaðila og þjónusta við viðbragðsaðila í útkalli
Erfitt gæti reynst að vera með símtalsflutning, m.a. vegna þess að til hvers ætti að flytja símanúmerið t.d. þegar það yrði bílslys. Átti að flytja það til lögreglunnar, eða til slökkviliðsins? Hvað svo ef allir væru með símtalsflutning. Á þá að senda á alla? Við hvern á viðkomandi að tala? Hart var tekist á. Að endingu var fallist á að viðbragðsaðilar gætu valið símtalsflutning. Til þess að geta valið símtalsflutning þurfti viðkomandi að geta verið með vakt 24 tíma alla daga vikunnar. Lögreglan í Reykjavík valdi símtalsflutning. Allir aðrir völdu svörun og boðun nema slökkviliðið í Reykjavík sem valdi að auki þjónustu í útkalli.
En hverjir áttu að svara?
Tvö öndverð sjónarmið tókust þar á. Slökkviliðsmenn með formann sinn, Guðmund Vigni Óskarsson, í fylkingarbrjósti töldu að neyðarsímsvörun ætti hvergi annars staðar heima en hjá opinberum aðilum, ekki hjá fyrirtækjum með viðskiptahagsmuni sem í ofanálag hefðu fengið ríkistryggingu um ókomin ár. Grundvallaratriði væri að sá sem tæki á móti neyðarboðum, hefði bæði til að bera þá menntun og starfsreynslu, sem t.d. slökkviliðsmenn gengju í gegnum á vettvangi áður en þeir eru settir í neyðarsímsvörun. Það sama ætti við hjá lögreglunni. Aðrir töldu að símsvörun krefjist sérþjálfunar þ.á.m. Michael McGrady, þjálfunarstjóri neyðarsímsvörunar í Pittsburgh (911) sem ásamt fleiri sérfræðingum aðstoðuðu Neyðarlínuna á undirbúningstímanum. Þeir sögðu að betra væri að þjálfa sérstaklega nýtt starfsfólk sem kæmi til með að sinna neyðarsímsvörun hjá hinu nýja fyrirtæki. Þeir bentu á rannsóknir sem sýndu fram á það að vettvangsreynsla þess sem sinnir símsvörun gæti hreinlega tafið fyrir boðun. Þess var vænst að reynsla og þekking Bandaríkjamanna á þessu sviði skilaði sér þannig að neyðarsímsvörun á Íslandi yrði með því besta sem þekktist í heiminum. Litlar líkur voru á að sátt hefði náðst um að slökkviliðsmenn sæju alfarið um símsvörunina þar sem lögreglan óskaði ekki eftir taka þátt í sameiginlegum rekstri. Var það m.a. vegna þeirrar faglegu kröfu að aðskilja neyðarsímsvörun og viðbragðsaðila. Einnig hefur lögreglan margvíslegum öðrum skyldum að gegna en aðrir útkallsaðilar. Mikil andstaða var í upphafi. Slökkviliðsmenn sögðu að enginn gæti svarað í símann fyrir þá, lögregla og Landhelgisgæslan einnig.
Hvar átti vaktstöðin að vera?
Með tilliti til rekstraröryggis var ein vaktstöð talin fullnægjandi fyrir allt landið. Eftir hringtengingu Ijósleiðara í lok ársins 1993 var lítill möguleiki á bilun í kerfinu því boðin geta farið báðar leiðir. framhald í næstu opnu Á vakt fyrir Ísland
37
Búist var við að þjónusta vaktstöðva yrði víðtækust gagnvart sveitarfélögum, ekki síst þegar heilsugæsla og sjúkraflutningar færðust á þeirra hendur. Rök voru færð fyrir því að hagkvæmt og heppilegt væri að neyðarsímsvörun væri sem næst viðbragðsaðila. Í minnispunktum sem formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lagði fram á fundi með nefndinni í júní 1993, var lagt til að vaktstöð neyðarsímsvörunar yrði staðsett á varðstofu Slökkviliðs Reykjavíkur. Þessi staðsetning var rökstudd með því að hagkvæmni næðist þar sem húsnæði væri fyrir hendi og að vararafstöð væri tiltæk. Stuðningur yrði frá slökkviliði á álagstímum og samnýting yrði á yfirstjórn og skrifstofuþjónustu.
rak stjórnstöð þar sem tveir menn voru á vakt allan sólarhringinn. Í öryggismiðstöð Vara hf. var ávallt a.m.k. einn maður á vakt. Rök voru færð fyrir því að rekstur vaktstöðvar fyrir neyðarsímsvörun yrði skilvirkari ef rofin yrðu tengsl við rekstrarform hins opinbera. Einkafyrirtæki væru duglegri að tileinka sér nýja tækni og þróa þjónustu sem ekki er til staðar nú en það gæti einkum haft þýðingu fyrir landsbyggðina.
Ákveðið var að ganga til samninga við hóp nr. 5 og við hann bættust Sívaki, Póstur og sími og einnig var Öryggisþjónustunni hf. gefinn kostur á að verða hluthafi þrátt fyrir að ekki hefði borist tilboð frá henni til Ríkiskaupa og varð hún aðili að Neyðarlínunni hf.
Nefndin skilaði svo áfangaskýrslu 20. desember 1993 og átti síðan samstarf við Tryggva Gunnarsson hrl. um að semja lagafrumvarp um samræmda neyðarsímsvörun. Nefndin lagði til að Ríkiskaup önnuðust samstarfsútboð um rekstur stöðvarinnar.
Landhelgisgæslan sem rak stjórnstöð með sólarhringsvakt sýndi áhuga á að sinna neyðarsímsvörun. Stjórnstöð gæslunnar svaraði á þessum tíma einnig neyðarsíma Almannavarna utan venjulegs skrifstofutíma. Í stjórnstöðinni voru að staðaldri 2 - 3 menn að degi til en einn á nóttunni.
Um tvo valkosti var að ræða til að koma á einu samræmdu neyðarsímanúmeri. Að ríkið setti á fót opinbert fyrirtæki sem sæi um neyðarsímsvörunina eða að einum opinberum aðila yrði falið að sjá um reksturinn og þá annaðhvort lögreglunni í Reykjavík eða Slökkviliði Reykjavíkur.
Hlutur hvers aðila í Neyðarlínunni hf. var þá um 14%. Ríkisendurskoðun var falið að yfirfara og endurskoða reikninga félagsins. Dómsmálaráðherra skipaði samstarfsnefnd sem skyldi vera til eftirlits og ráðuneytis um framkvæmd laganna. Formaður hennar var sýslumaðurinn í Reykjavík, Rúnar Guðjónsson. Ekki var gert ráð fyrir því að fyrirtækið skilaði hagnaði til eigenda.
Strandstöðvar Pósts og síma hefðu mögulega getað tekið að sér verkefnið. Ástæða er til að ætla að stofnunin myndi ekki vilja koma að málinu með þeim hætti en vildi eigi síður taka virkan þátt í uppbyggingu fyrirtækis um neyðarsímsvörun.
Seinni kosturinn, sem varð svo fyrir valinu, var að efna til samstarfsútboðs og fá sem flesta sem tengdust neyðar-, björgunar- og öryggisþjónustu til að vera þátttakendur í rekstri neyðarsímsvörunar.
Einkaaðilar sýndu áhuga
Slysavarnafélagið sendi bréf til nefndarinnar og lýsti yfir fullum vilja til að setja upp og annast rekstur vaktstöðvar vegna neyðarsímsvörunar. Slysavarnafélagið vaktaði á þessum tíma neyðarsíma fyrir Austur-Skaftafellssýslu og Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og mun hafa fengið formlega beiðni frá fleiri stöðum. Slysavarnafélagið rak einnig vaktstöð vegna tilkynningarskyldu íslenskra skipa. Öryggisgæslufyrirtækin Securitas hf. og Vari hf., sýndu áhuga á að taka að sér neyðarsímsvörun. Securitas hf.
38
Á vakt fyrir Ísland
Útreikningar sýndu að ódýrasti og hagkvæmasti kosturinn væri að efna til samstarfsútboðs meðal aðila sem sinntu neyðar-, öryggis- og vaktþjónustu. Með þessu fyrirkomulagi væri einnig auðveldara að hafa eftirlit með starfsemi fyrirtækja í öryggisþjónustu til að tryggja hag neytenda. Samstarfsútboð fór fram hjá Ríkiskaupum og voru tilboð opnuð 22. mars 1995. Tilboð bárust frá eftirfarandi sex aðilum: 1. Sívaka hf. 2. Nýherja hf. og Radíóstofunni. 3. Rauða krossi Íslands. 4. Pósti og síma. 5. Slysavarnafélagi Íslands, Vara hf., Slökkviliði Reykjavíkur og Securitas. 6. Borgarspítalanum.
Samkeppnisstofnun gerði athugasemd við samningsdrög dómsmálaráðuneytis og Neyðarlínunnar hf. og ráðuneytið varð við öllum tilmælum.
Nefndin fjallaði síðan um samning sem undirritaður var við rekstraraðila neyðarvaktstöðvar, Neyðarlínuna hf., hinn 2. október 1995.
Neyðarlínan hóf starfsemi sína 1. janúar 1996. Neyðarnúmerið 112 leysti af hólmi 145 neyðarnúmer sem fyrir voru á Íslandi. Starfsemin byrjaði í húsnæði Slysavarnafélags Íslands þar sem fyrir var vaktstöð siglinga sem sá m.a. um sjálfvirka tilkynningaskyldu íslenskra skipa. Neyðarlínan flutti síðan til bráðabirgða í húsnæði Slökkviliðs Reykjavíkur í Skógarhlíð þann 18. apríl 1996 þar sem nýtt húsnæði við slökkvistöðina í Skógarhlíð var ekki tilbúið. Enn voru ljón í veginum. Sátt var ekki um starfsemina og mikil andstaða var sem beindist aðallega að eignarhaldi og símsvörun. Um það verður m.a. fjallað í næsta blaði. Jón Pétursson Slökkivliðs- og sjúkraflutningamaður og námstefnustjóri fyrir „Á vakt fyrir Ísland“
Slökkviliðs-
minjasafn
Íslands Þann 13. apríl 2013 var Slökkviliðsminjasafn Íslands opnað í Reykjanesbæ. Aðdragandinn að safninu var sá að Sigurður Lárus Fossberg Sigurðsson hafði ferðast um landið til þess að taka myndir af amerískum slökkvibílum sem komu hingað til lands á árunum 1940-1980. Hann sá að mikið af slökkvibílum og öðrum slökkviliðsbúnaði lá undir skemmdum og að dýrmætur hluti af sögu slökkviliðsmanna á Íslandi væri að glatast. Sigurður, eða Siddi eins og hann er ávallt nefndur, fékk vin sinn Ingvar Georg Georgsson til liðs við sig með þá hugmynd að opna slökkviliðsminjasafn. Í janúar 2013 var gerður samningur við Reykjanesbæ um húsnæði. Þetta var gamalt iðnaðarhús sem á þessum tíma var hálfgerð ruslageymsla og þeir fengu dygga aðstoð frá nokkrum slökkviliðsmönnum til þess að taka húsið í gegn. Safnið var opnað og vígt á afmælisdegi Brunavarna Suðurnesja sem fagnaði þá 100 ára afmæli. Ekki var mikið um tæki og tól á vígsludeginum en búnaðurinn sem þá var kominn þakti ca. 400 m2. Safnið hefur verið í „lausu lofti“ frá árinu 2016 en þá rann samningurinn við Reykjanesbæ út. Vinirnir tveir hafa samt haldið ótrauðir áfram og safnað að sér margskonar búnaði. Í dag þekur safnið ca. 1000 m2. Rofað hefur til varðandi starfsemi safnsins og Byggðasafn Reykjanesbæjar ætlar að taka það yfir. Stækka á safnið, opnunardagar verða fleiri og starfsmaður í fullu starfi mun sjá um það. Framtíð Slökkviliðsminjasafns Íslands ætti því að vera björt.
Sigurður Lárus Fossberg Sigurðsson varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins Ingvar Georg Georgsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá Brunavörnum Suðurnesja
Fyrsti stigabíll slökkviliðs Reykjavíkur (nú SHS) ásamt gömlum dælum
Ingvar Georg Georgsson, Gunnlaugur Búi Sveinson var fyrsti heiðursfélagi safnsins en hann lést 23. janúar 2019, Sigurður Lárus Fossberg Sigurðsson
Myndir frá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli
» Smíðavinna » Múrvinna » Málningarvinna Þjónustum einstaklinga, fyrirtæki og húsfélög
519 7780
prostone@prostone.is Vígslan, margt um manninn. Á vakt fyrir Ísland
39
Fjórar nýjar
slökkvibifreiðar SHS Haustið 2019 tók Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) í notkun fjórar nýjar slökkvibifreiðar, eina bifreið á hverja stöð. Aðdragandi innkaupanna var langur, en í kjölfar útboðs var gengið til samninga við Ólaf Gíslason & Co hf. sem bauð slökkvibifreiðar frá pólska framleiðandanum WISS á Scania undirvagni. Allar slökkvibifreiðarnar og búnaður þeirra er samræmdur. Það auðveldar slökkviliðsmönnum SHS að vinna á öllum starfsstöðvum, auk þess sem það auðveldar vinnu þeirra á vettvangi þar sem margar bifreiðar eru í notkun. Mikill vinna var lögð í útboðsferlið til að ákveða hvernig slökkvibúnað bifreiðarnar ættu að hafa, en töluverð þróun hefur átt sér stað hvað slíkan búnað varðar. Niðurstaðan varð sú að halda áfram með lág- og háþrýsti dælu, en bæta við froðuslökkvikerfi og háþrýstu skurðartæki. Bæði þessi kerfi hafa þróast mikið og aukið öryggi og getu slökkviliða við slökkvistarf. Til að nýta þau á sem öflugastan hátt þurfa kerfin að vera á þeim bifreiðum sem koma fyrst á staðinn og því var niðurstaðan sú að hafa bæði þessi slökkvikerfi á öllum bifreiðunum. Það er ákvörðun fyrsta varðstjóra á vettvangi hvaða aðferð skuli beitt þ.e. hvaða verkfæri hann velur úr verkfærakassanum. Til að auka möguleika hans á að lesa í aðstæður og taka ákvörðun um fyrstu aðgerðir er varðstjórinn með eigin hitamyndavél, en auk hennar er sérstök hitamyndavél fyrir reykkafarana. Áhafnarhúsið er tvöfalt, af lengri gerðinni frá Scania, sem eykur plássið fyrir áhöfnina og búnað þeirra. Þrjú reykkafarasæti eru aftur í og reykköfunartæki er einnig í varðstjórasætinu. Auk þess er fimmta reykköfunartækið inni í áhafnarhúsinu, svo fimm manns geta sett á sig reykköfunartæki ef þörf er á. Bifreiðarnar eru fjórhjóladrifnar, með aflmiklum vélum, hátt og lágt drif, ásamt læsingum. Gírkassi er alsjálfvirkur (Allison) með þremur aflúttökum, ásamt 15 kVA rafal og loftdælu. Hægt er að vinna með öll slökkvikerfin samtímis. Framan á bifreiðunum er Warn fjarstýrt vökvadrifið 8 tonna spil. Slökkvibifreiðarnar eru með 3.000 lítra vatnstank og tvo 100 lítra froðutanka fyrir A og B froðu. Dælan er 4.000 lítrar/ mín. af gerðinni Ruberg, með háþrýstingi. Tvö þúsund lítra vatnsbyssa (monitor) er á þaki slökkvibifreiðanna sem stýrt er með þráðlausri fjarstýringu, en auk þess er ein þeirra með vatnsbyssu (monitor) að framan, sem hægt er að fjarstýra innan úr áhafnarhúsinu. Sú bifreið er staðsett á Skarhólabraut, næst Hvalfjarðagöngum.
40
Á vakt fyrir Ísland
Froðukerfi bifreiðanna er CAFS kerfi frá One Seven. Um er að ræða mun öflugri og umhverfisvænni froðu en SHS hefur verið með í notkun hingað til. One Seven froða og búnaðurinn sem henni fylgir býður upp á mun meiri möguleika í slökkvistarfi. Hægt er að nýta One Seven búnaðinn út um tvö úttök, slönguhjól eða vatnsbyssuna (monitor) á þakinu. Á slökkvibifreiðunum er háþrýstibúnaður með skurðarmöguleika, Cold Cut Cobra, en þetta eru fyrstu tækin af þessari tegund á Íslandi. Nánar er fjallað um hann í sérstakri grein hér í blaðinu. Allur björgunarbúnaður á bifreiðunum var boðinn út og keyptur nýr á bifreiðarnar. Fyrir valinu urðu rafmagnsverkfæri frá Holmatro, klippur, glennur og tjakkur, ásamt ýmsum fylgibúnaði. Holmatro loftpúðar eru af tveimur stærðum og stýringar og búnaður með þeim. Einnig er Interspiro Incurve reykköfunartæki ásamt aukakútum og auk stærri búnaðar er á bifreiðunum mikið af rafhlöðuverkfærum frá Milwaukee og rafmagnsblásarar frá BlowHard. Eina tækið sem notar bensín er stóra Husquarna Partner Rescue sögin, öll önnur verkfæri eru rafhlöðuknúin. Á bifreiðunum eru NOR-BAS stigasett, tveir stigar, annar 14 metra langur björgunarstigi og hinn fjölnota, samsetjanlegur á ýmsan máta. Auk stiganna er stór búnaðarkassi á þakinu. Stigarnir og kassinn eru á á rafstýrðum brautum sem renna niður aftan við bifreiðarnar, svo ekki þarf að fara upp á þakið til að sækja stigana eða eitthvað í búnaðarkassann. Á þaki er Fireco ljósamastur ásamt myndavélamastri. Birgir Finnsson aðstoðarslökkviliðsstjóri SHS
Til hamingju! Bílaumboðið Askja óskar Rauða krossinum til hamingju með nýja sjúkrabíla. Með vali á Mercedes-Benz Sprinter eru uppfyllar ströngustu kröfur sérfræðinga varðandi öryggi, aðbúnað og vinnuumhverfi. Þannig eru sjúklingum og sjúkraflutningamönnum tryggðar bestu mögulegu aðstæður þegar á reynir.
ASKJA · Krókhálsi 11-13 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Coldcut™ Cobra
skurðar- og slökkvibúnaðurinn Fjórar nýjar slökkvibifreiðar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eru búnar Coldcut™ Cobra slökkvibúnaðinum, en hann sameinar skurðar- og slökkvitækni með háum vatnsþrýsting og íblöndunarefni, svarfi. Á ensku er talað um „The Cutting Extinguisher“ eða skurðarslökkvitækið. Þetta eru fyrstu tæki þessarar tegundar sem koma til Íslands.
Þróunin
Aðferðin sem liggur til grundvallar Coldcut™ Cobra er skurðartækni með vatni og háum þrýstingi, tækni sem var farið að nota í Svíþjóð upp úr 1987 við ýmsa skurðarvinnu í iðnaði þar sem mikil eldhætta var til staðar. Slökkvilið í Svíþjóð fara að sýna þeirri aðferð áhuga til að nota hana á körfubifreiðum til að skera göt á þök til reyklosunar. Það reyndist hins vegar mjög seinlegt. Við tilraunir með eld í þakrýminu kom hins vegar í ljós þegar byrjað var að skera í gegnum byggingarefnin í þakinu og háþrýstur vatnsúðinn sprautaðist inn í þakrýmið, að það sló hitann mikið niður í þakrýminu og dró aflið úr eldinum. Þetta varð til þess að farið var að einblína á að þróa búnaðinn frekar í að skera minni göt, koma síðan fínum vatnsdropum með miklum þrýsting inn í brennandi rýmið í gegnum gatið og slá þannig niður hitann og draga kraftinn úr eldinum.
Árið 1997 gerir þáverandi ríkisstofnun slökkvi- og björgunarmála í Svíþjóð „Räddningsverket“ samning um þróun og kaup á búnaðinum. Sama ár var sótt um einkaleyfi á hugmyndinni og í framhaldi þróaðist stúturinn, eða lensan, í þá átt sem hún er í dag. Þannig fór búnaðurinn á markaðinn, en fékk í upphafi á sig frekar slæmt orð, þótti dýr, ekki nógu áreiðanlegur og einnig dýr í rekstri. En þar sem aðferðafræðin þótti lofa mjög góðu, hélt þróunin áfram og búnaðurinn varð betri og áreiðanlegri. Samkvæmt heimasíðu Coldcut Systems þá eru um mitt árið 2020 yfir 1.300 tæki í notkun í yfir 45 löndum, þar með talið fjögur tæki hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
42
Á vakt fyrir Ísland
Búnaðurinn
Coldcut™ Cobra er til í nokkrum útfærslum, fyrir stórar slökkvibifreiðar, minni bifreiðar, laust tæki með vél o.s.frv. og komin er sérstök útgáfa fyrir skip. Slökkvibúnaðurinn samanstendur af nokkrum grunneiningum: • Stjórnbox • Háþrýstidæla • Tankur fyrir svarfefnið • Blandari fyrir svarfefnið • Slanga á slöngukefli • Lensa (stútur) með tveim gikkjum Við stjórnborðið er búnaðurinn settur í gang og ákveðnar stýringar eru þar, ekki síst ef búnaðurinn er með einhverjum aukabúnaði, svo sem froðuíblöndun. Stýring fer að öðru leyti fram á lensunni. Á henni eru tveir gikkir, annar þeirra opnar og lokar fyrir vatnið, hinn er fyrir íblöndunina á svarfefninu. Stjórnandi á lensunni stýrir því hversu lengi svarfefnið kemur með vatninu og síðan hversu lengi hann sprautar vatninu inn í rýmið. Vatnsmagnið er um 58 l/mín og þrýstingurinn yfir 250 bör. Íblöndunarefnið, svarfið, er blanda af járnoxíði, áloxíði o.fl. um 0.3 – 0.8 í þvermál. Slangan er 12 mm og á bifreiðum eru 80 metrar á slönguhjóli, en hægt að fá ýmsar lengdir og möguleiki að setja framlengingar ef á þarf að halda. Á búnaði SHS er tvennskonar aukabúnaður. Hægt er að skipta á lensunni fyrir fjölnota háþrýstistút MPN (Multi Purpose Nozzel). MPN stúturinn gefur sama vatnsmagn, 58 l/mín, en á mun minni þrýstingi, um 2 - 40 börum eftir því hvernig hann er stilltur. Þetta gefur möguleiki á að nýta búnaðinn í meira en bara slökkvistarf utan frá, en ekki þó reykköfun. Auk þess er búnaður SHS með möguleika á froðuíblöndun, bæði á lensuna og MPN stútinn.
Aðferðafræðin
Aðferðafræðin við notkun á Cobra byggir á því að skera sig inn í brunarýmið með háþrýstri vatnsbunu með svarfefninu. Þannig er hægt að koma vatni inn, án þess að opna fyrir mikið loftflæði inn í rýmið. Sprauta síðan inn í rýmið vatnsúðanum með miklum þrýstingi og slá þannig niður hitann og draga úr eldinum áður en reykkafarar opna og fara inn. Þannig verða aðstæður fyrir reykkafarana mun betri og öruggari, ásamt því að líkur á vel heppnuðu slökkvistarfi aukast.
Auk þess að nýta Cobra í bruna í íbúðar- eða minni iðnaðarhúsnæði, er það öflugt verkfæri við eld í minni lokuðum rýmum. Þá er verið að tala um lokuð byggingarými sem ekki er auðvelt að opna, svo sem þakrými, innan í veggjum, milliloftum o.fl. Þar nýtist Cobra tæknin mjög vel. Cobra hefur auk þess verið notað til að verja milli brunahólfa, t.d. þegar fullmótaður eldur er í rýmum.
Innleiðing hjá SHS
Slökkvibifreiðarnar voru teknar í notkun hjá SHS haustið 2019, en um vorið höfðu átta slökkviliðsmenn frá SHS farið á viku leiðbeinendanámskeið hjá Slökkviliðinu í Gautaborg. Innleiða átti Cobra vorið 2020 og átti byrjunin að vera koma þriggja leiðbeinenda frá Gautaborg til að þjálfa stjórnendur á vettvangi hjá SHS og síðan leiðbeinendur SHS að þjálfa aðra í notkun búnaðarins. Öll innleiðingin frestaðist hins vegar vegna COVID-19 og er nú stefnt að því að þjálfunin fari fram haustið 2020.
Nánari upplýsingar
Frekari upplýsingar um Coldcut™ Cobra má finna á heimasíðu fyrirtækisins. http://www.coldcutsystems.com/ Birgir Finnsson aðstoðarslökkviliðsstjóri SHS.
Selfoss
TRAUSTUR BYGGINGARAÐILI SÍÐAN 1998
Kynntu þér byggingaraðilann Þegar fasteignakaup standa fyrir dyrum hugar þú að ótal atriðum. Þú reynir að velja söluaðila sem er traustsins verður, velur hentuga fjármögnunarleið og veltir fyrir þér kostum og göllum hverrsins, samgöngum, félagsþjónustu, skólaumhverr og ýmsu eiru. Þú vandar þig – enda er ákvörðunin um að kaupa fasteign með allra stærstu ákvörðunum sem einstaklingur tekur í líínu.
Bryggjuhverr
Gæðakerr Gæðakerr ÞG Verk verndar hagsmuni kaupenda en ávallt er gerð sameiginleg úttekt á hverri fasteign fyrir afhendingu. Fyrirtækið hefur í gegnum tíðina byggt atvinnuhúsnæði sem hýsir margvíslega starfsemi. Sá sem byggir skiptir öllu máli – það er á þessum grunni sem ÞG Verk hefur starfað og mun áfram starfa um ókomna tíð.
www.tgverk.is
Á vakt fyrir Ísland
43
Við klæðum slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn með stolti
Nýr bíll á Patreksfjörð Í fyrsta skipti kemur nýr slökkviliðsbíll til Patreksfjarðar. Hann mun leysa af hólmi Bedford 92 sem er búinn að vera í þjónustu Patreksfjarðar í 49 ár. Fyrir eru tankbíll og tækjabíll. Feuerwehrtechnik Berlin sá um að smíða ofan á bílinn. Þegar hugað var að bíl fyrir Patreksfjörð þá var ljóst að hann þurfti að vera öflugur til þess að komast upp brekkurnar og ekki síður niður. Annað hvort erum við að keyra innan við tvo kílómetra eða fara upp á fjall. Þrír aðal fjallvegir eru á milli byggðakjarna ásamt tveimur öðrum á útkalls-svæðinu. Þess vegna var valinn fjórhjóladrifinn bíll með rúmlega 500 hestafla vél. Það leiddi okkur að MAN. Við völdum stærri týpuna eða TGS. TipOmatic gírskipting, (sami gírkassi og í beinskiptum en skiptir sér algjörlega sjálfur með rafmagni). Hann er hátt byggður sem kemur sér vel í ófærð en leiðir líka til þess að það eru pallar til að standa á sem opnast fyrir framan skápana. Bíllinn er einnig lengri og fjórir skápar eru á hvorri hlið fyrir búnað. Á bílnum er 4 þús. lítra vatnstankur og 400 lítra froðutankur. 3.600 l fjarstýrður mónitor á toppnum, fjórir reykköfunarstólar, 4 þús. lítra dæla, há- og lágþrýst með tveimur háþrýstikeflum. Í bílinn verða settar Lukas rafmagnsklippur og fylgihlutir, ásamt samanbrjótanlegum vinnupalli. Fjórir háþrýstir púðar og tveir lágþrýstir, rafmagnsblásari, rekstútar ásamt hefðbundnum búnaði. Það sem er nýtt fyrir okkur eru almenn þægindi, svo sem reykköfunarstólar og háþrýstidæla. Við erum fyrst núna komin með hefðbundinn slökkvibíl sem bæði getur talist dælubíll og tækjabíll. Tankbílinn getur þá þjónað sínum tilgangi.
Vegna covid-aðstæðna var ekki möguleiki á að fara til Þýskalands og klára að yfirfara bílinn áður en hann fór frá framleiðanda. Þess vegna var samið um að við myndum sjálfir setja í bílinn allar festingar hér á landi eins og okkur hentar. Sú vinna ætti að klárast í sumar, ef vel gengur að finna út hvernig búnaðurinn okkar, bæði nýr og gamall, passar best inn í bílinn. Slæmt er að geta ekki lagt lokahönd á allan búnað erlendis hjá framleiðanda. Ýmislegt smávægilegt misfórst þegar rætt var við Þjóðverjana á ensku, samt ekkert sem slökkviliðsmenn ná ekki að lagfæra. Kannski
verður þetta til þess að bílinn verður meira okkar? Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps. Slökkvilið Patreksfjarðar og Slökkvilið Bíldudals eru sameiginleg í Vesturbyggð en Slökkvilið Tálknafjarðarhrepps er sér. Þrátt fyrir þetta vinna öll slökkviliðin sem ein heild og sami slökkviliðsstjóri er hjá báðum sveitarfélögunum. Næst á dagskrá, fyrir utan endurnýjun á Bíldudal, er að útvega lítinn bíll á Patreksfjörð til að taka bæði mannskap og vera fljótur út á staðinn í sveitirnar.
Á vakt fyrir Ísland
45
Flugvallarslökkvilið Miklar breytingar hafa orðið síðastliðin 10 ár á Reykjavíkurflugvelli frá því að slökkvilið SHS fór frá vellinum og starfandi slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli tóku við. Völlurinn er núna skilgreindur sem millilandaflugvöllur og fylgja slíkri vottun miklar kröfur. Þeim kröfum ber flugvallarstarfsmönnum að fylgja og sjá til þess að aðrir framfylgi þeim. Vegna endurnýjunar á vélum AIC var slökkviflokkur vallarins hækkaður í CAT 6 en AIC innleiddi meðal annars stærri vélar (Q400). Hærri slökkviflokkur kallar á aukinn slökkvimátt og hafa slökkvibílar verið endurnýjaðir í samræmi við þær kröfur. Á vellinum eru núna tveir bílar frá WISS, annar 6 þúsund lítra en hinn 10 þúsund lítra. Báðir bílarnir eru með svokölluðum „pump and roll“ búnaði sem gerir okkur kleift að hefja dælingu á ferð. Í þeim eru þak- og stuðarabyssa, árásarlínur, 250 kg dufttæki, léttvatn, booster-lína ásamt því að hægt er að nota CAVS stillingu en með henni er hægt að veggfóðra lóðrétta fleti með léttvatni. Flugvöllurinn gegnir einnig því hlutverki að vera varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. Mikið samstarf er á milli flugvallarstarfsmanna og Icelandair vegna þessa fyrirkomulags en völlurinn þarf að vera klár um leið og Ameríkuvélar félagsins koma inn á morgnana. Jákvæð viðhorfsbreyting hefur orðið hjá Isavia varðandi heilsu starfsfólks, þjálfun og kennslu í slökkvifræðum, meðferð flugvélaelda og síþjálfun til að tryggja sem best öryggi flugfarþega. Hefur Isavia m.a. staðið fyrir námskeiðum á Kastrup flugvelli í Danmörku en þar fer fram þjálfun sem er sérsniðin að flugvélaeldum og hafa starfsmenn um land allt sótt það námskeið. Í því samhengi verður að minnast á að flugvallarstarfsmenn hafa miklar áhyggjur af framtíð æfingasvæðis síns á vellinum en Reykjavíkurborg hyggst byggja á því svæði þar sem núverandi æfingasvæði er. Reykjavíkurflugvelli er þröngur stakkur sniðinn og því ekkert annað svæði á vellinum sem hentar undir t.a.m. æfingar með eld. Óttast flugvallarstarfsmenn að þetta muni hafa neikvæð áhrif á tíðni og gæði slökkviæfinga þeirra ásamt öryggi þeirra sem um völlinn fara.
46
Á vakt fyrir Ísland
Verkefni flugvallarstarfsmanna á Reykjavíkurflugvelli eru meðal annars: 1. Slökkvistörf 2. Öryggiseftirlit 3. Snjóhreinsanir, hálkuvarnir og bremsumælingar 4. Fuglafæling og dýralífsstjórnun ásamt búsvæðastjórnun 5. Flugvernd þar sem lestarfarangur er skimaður ásamt frakt og handleit á starfsfólki og eftirlit á haftasvæði á millilandafarþegaflugi 6. Þjálfun og viðbrögð á björgunarbát, en í Nauthólsvík er björgunarbáturinn sem er fyrsta viðbragð við flug slysi á sjó 7. Á tímabilinu hafa starfsmenn einnig tekið að sér flug upplýsingaþjónustu (AFIS) á Reykjavíkurflugvelli utan þjónustutíma vallarins 8. Eftirlit með umferð um völlinn, ástand mannvirkja og búnaðar ásamt aðgangsstýringarpunktum 9. Ýmis konar viðhald og garðsláttur Á heildina litið er starf flugvallarstarfsfólks fjölhæft, krefjandi og ábyrgðarfullt starf. Eggert Karvelsson, Jónas Pétursson slökkviliðsmenn og flugvallarstarfsmenn hjá Slökkviliðinu á Reykjavíkurflugvelli.
MEÐ AUGAÐ Á SJÚKLINGNUM
***
G!
THE COR PU L
UTION OF THE
EC
S
OL REV
D
***
WO
RL
MOR
. E AT C ORPULS
SAMSTILLT ENDURLÍFGUN Snjöll vélbúnaðarsamstæða. Betri frammistaða með samtengdum tækjum.
ÁÞREIFANLEG ÞJÁLFUN Nýr vélbúnaðar og hugbúnaðarlausnir gefa raunhæfari sviðsmyndir.
STAFRÆN GREIND Nú er björgunarkeðjan netkerfi: Fjarmæling og gagnastjórnun sem stenst tímans tönn.
Sími 555 3100 www.donna.is
N Æ S T A K Y N S L Ó Ð A F C O R P U L S 31
Orlofssjóður LSS
Orlofssjóður hefur fimm íbúðir/sumarhús til umráða. Tvær íbúðir eru á Akureyri, ein í Reykjavík og tveir sumarbústaðir í Munaðarnesi. Um miðjan mars var lokað fyrir leigu á orlofsíbúðum vegna COVID-19. Ekki var opnað aftur fyrr en í byrjun maí og var þá sumrinu úthlutað. Ákveðið hafði verið að leigja aftur íbúð á Spáni, Torrevieja frá maí – nóvember þar sem mikil ánægja var með hana í fyrra. Hins vegar var tekin ákvörðun um að fresta þeirri leigu til ársins 2021 vegna COVID-19. Búið er að skipta um parket á efri hæðinni á Akureyri og mála. Eitt af því sem frestaðist vegna COVID-19 var smíði palls á neðri hæðinni. Stefnt er að því að breyta bústöðunum í Munaðarnesi í haust, m.a. að fækka um eitt herbergi og kaupa góðan sófa í stofu sem hægt er að nýta sem svefnsófa. Við það er hægt að koma fyrir þvottavél og þurrkara sem félagsmenn hafa óskað eftir. Orlofssjóður hefur lagt reglulega inn á lánið sem var tekið vegna íbúðarinnar á Grandavegi í Reykjavík og gengur vel að greiða það niður.
Önnur þjónusta
LSS hvetur félagsmenn að skoða orlofssíðu félagsins en þar eru ýmis tilboð í gangi, meðal annars hótelávísanir, niðurgreidd veiðikort og útilegukortið. Á heimasíðunni má einnig finna yfirlit yfir hin ýmsu fyrirtæki sem veita félagsmönnum okkar afslætti. Nýting orlofsíbúða LSS á síðasta ári var góð og fengu flestir úthlutað sem vildu. Guðrún Hilmarsdóttir skrifstofustjóri LSS
Styrktarsjóður LSS
Ertu í líkamsrækt, sjúkraþjálfun, hjá sálfræðingi eða þarftu að fá þér gleraugu? Kynntu þér möguleika á styrkjum vegna heilsufars og heilbrigðis á vef LSS: www.lsos.is. Styrktarsjóður LSS hefur verið starfræktur sl. fjögur ár á vegum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og tók við af styrktarsjóði BSRB. Rétt í styrktarsjóð eiga félagsmenn sem greitt hefur verið fyrir styrktarsjóðsframlag í samtals sex mánuði. Vinnuveitandi greiðir 0,75% iðgjald fyrir félagsmenn í sjóðinn og geta félagsmenn sótt ýmsa styrki tengda heilsufari sínu, hvort sem það eru andleg eða líkamleg veikindi eða í formi forvarna til að tryggja betra heilsufar. Sjóðurinn styrkir hátt í 20 mismunandi málaflokka og eru félagsmenn hvattir til að kynna sér úthlutunarreglur á vefnum okkar www.lsos.is.
Í stjórn sjóðsins sitja Hermann Sigurðsson framkvæmdastjóri, Guðrún Hilmarsdóttir skrifstofustjóri og Halldóra Guðjónsdóttir bókari. Við minnum á að eingöngu starfandi fólk á skrifstofunni vinnur með þær umsóknir sem berast, enda oft á tíðum viðkvæmar upplýsingar. Guðrún Hilmarsdóttir skrifstofustjóri LSS
Starfsmenntunarsjóður LSS
Ágætu félagsmenn
Á starfsárinu 2019 sóttu félagsmenn um fjölda námskeiða en sjóðurinn styrkti nám eða námskeið að andvirði 7.230.400 kr. Það helsta sem var styrkt var framhaldsnám í sjúkraflutningum ásamt endurmenntun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Yfirmenn og millistjórnendur sóttu töluvert í stjórnendanám og er þar aukning á milli ára. Félagsmenn sóttu ráðstefnur og námstefnur erlendis, bæði í sjúkraflutningum og hjá slökkviliðinu. Áfram var háskóla- og framhaldsnám styrkt, sem og fagtengd sérnámskeið. Einnig kom sjóðurinn að námsstefnunni „Á vakt fyrir Ísland“. Það sem af er ársins 2020 hefur verið öðruvísi, eins og flest okkar höfum kynnst. Sjóðurinn fundaði í janúar sl. og úthlutaði töluvert af styrkjum sem og styrkjum á ráðstefnur sem búið er að
48
Á vakt fyrir Ísland
fresta s.s. Rauði haninn í Þýskalandi og EMS í Glasgow. Búið er að færa þessar ráðstefnur til ársins 2021 en ekki er vitað hvernig það fer. Þeir styrkir sem búið var að úthluta vegna þessara viðburða færast sjálfkrafa á milli ára og er því ekki þörf á að sækja um aftur ef félagsmaður var búinn að fá úthlutað styrk. Notast var við fjarfunda-búnað við vorfund svo hægt væri að afgreiða brýn mál en eðli máls samkvæmt þá er minna um fagtengd námskeið sökum COVID-19. Úthlutunarreglur sjóðsins verða í stöðugri endurskoðun á næstunni vegna breytinga á kjarasamningum.
Fyrr á þessu ári var skrifað undir nýjan kjarasamning hjá félagsmönnum og breytingin sem snýr að starfsmenntunarsjóði er sú að launagreiðendur borga nú 0.8% af heildarlaunum í sjóðinn í stað 0.43%. Samhliða þessu er stjórn Landssambandsins ásamt starfsmenntunarsjóði að skoða hvernig efla megi menntunarmál vegna þessarar fjáraukningu í sjóðinn.
Verður það gert við endurgerð á kafla 10 í kjarasamningi sem snýr að menntunamálum. Einnig mun kafli 14, sem snýr að hlutastarfandi, breytast á samningstímanum og munu úthlutunarreglur breytast samhliða því. Staða sjóðsins er góð í dag og telur stjórn sjóðsins að hann sé kominn i gott jafnvægi og er það vel. Markmið sjóðsins er að tryggja fjárhagslegan grundvöll sí- og endurmenntunar fyrir félagsmenn í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í tengslum við störf þeirra. Stjórn sjóðsins fundar fjórum sinnum á ári og hvet ég félagsmenn til að kynna sér reglur sjóðsins á heimasíðu landssambandsins www.lsos.is Bestu kveðjur fyrir hönd starfsmenntunarsjóðs, Eyþór Rúnar Þórarinsson formaður starfsmenntunarsjóðs og varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja
Öflug ráðgjöf
Teymið okkar veitir trausta ráðgjöf á öllum helstu sviðum bruna- og öryggismála og nýtur stuðnings öflugrar sérfræðiþekkingar liðsheildar EFLU. • Brunahönnun og úttekt brunavarna • Rýmingar- og viðbragðsáætlanir auk æfinga • Áhættustjórnun og áhættugreining • Öryggiskönnun og úttekt öryggisvarna • Eigið eldvarnaeftirlit
412 6000
» » » »
efla.is
Jarðvinna Drenlagnir Hellulagnir Þökulagnir
Þjónustum einstaklinga, fyrirtæki og húsfélög
519 7780
prostone@prostone.is Á vakt fyrir Ísland
49
PANTONE 560C PANTONE 130C
C80 M0 Y63 K75 C0 M30 Y100 K0
R34 G70 B53 R234 G185 B12
50
Á vakt fyrir Ísland
Sendum slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum bestu kveðjur og óskir um velfarnað í starfi Reykjavík
Aðalblikk ehf Bildshöfða 18 / Axarhöfða megin Alþjóðlegar bifreiðatryggingar á Íslandi Borgartúni 35 Alþýðusamband Íslands Sætúni 1 Áman Tangarhöfði 2 BBA Fjeldco ehf Skógarhlíð 12 Danica sjávarafurðir ehf Suðurgötu 10 E.S legal ehf 517 3344 / 517 5080 Ginger slf Síðumúla 17 Hagkaup Skeifunni 15 Hjartaheill - Landssamtök hjartasjúklinga Síðumúla 6 Init ehf Grensásvegi 50 Isavia ohf Reykjavíkurflugvelli Klif ehf heildverslun Grandagarði 13 Kvika Banki Borgartúni 25 Landssamband lögreglumanna Grettisgötu 89 Ólafur Gíslason & co Sundaborg 7 Pípulagnaverktakar ehf Langholtsvegi 109 PWC á Íslandi Skólgarhlíð 12 Reykjagarður Fosshálsi 1 Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja Nethyl 2E SM kvótaþing ehf Tryggvagötu 11 Smith og Norland hf Nóatúni 4 Steinsmiðjan Rein Viðarhöfða 1 Vélvík Höfðabakka 1 Vörður tryggingar hf Borgartúni 25 Wurth Norðlingabraut 7 K-tak Borgartúni 19
Mosfellsbær Nonni Litli ehf
Kópavogur
Eignarhaldsfél. Brunabótafél. Ísl. Rafholt ehf Reyk og eldþéttingar ehf Tern Systems ehf Brunakerfi ehf Herramenn ehf N1 Scandinavian Tank Storage Vatnsvirkinn hf
Garðabær
Krókur ehf Loftorka ehf.
Þverholt 8 Hlíðasmára 8 Smiðjuvegi 8 Hraunbraut 28 Hlíðasmára 10 Ásbraut 17 Hamraborg 9 Dalvegi 10 - 14 Hlíðasmára 4 Skemmuvegi 48-50
Hafnarfjörður
Eldvarnarþjónustan ehf Verkalýðsfélagið Hlíf Hafnarfjarðarhöfn Hlaðbær Colas hf Úthafsskip ehf
Reykjanesbær
Brunavarnir Suðurnesja
Grindavík Þorbjörn hf
Akranes
Eldvörn ehf
Borgarnes
Slökkvilið Borgarbyggðar
Grundarfirði
Grundarfjarðarbær v/slökkviliðs
Hvammstanga
Húnaþing vestra v/slökkviliðs
Blönduós
Brunavarnir Austur-Húnvetninga
Skagaströnd
Sveitafélag Skagaströnd v/slökkviliðs
Siglufirði
Fjallabyggð v/slökkviliðs
Akureyri
Norðurorka hf.
Grenivík
Grýtubakkahreppur v/slökkviliðs
Þórshöfn
Slökkvilið Langanesbyggðar
Eskifjörður
Slökkvitækjaþjón. Austurl. ehf Suðurhrauni 3 Miðhrauni 10
Vík
Mýrdalshreppur v/slökkviliðs
Kirkjubæjarklaustur
Skaftárhreppur v/slökkviliðs
Móabarði 37 Reykjavíkurvegi 64 Óseyrarbraut 4 Hringhellu 6 Fjarðargötu 13-15 Hringbraut 125 Hafnargötu 12 Víðigrund 15 Sólbakka 13-15 Borgarbraut 16 Pósthólf 22 Norðurlandsvegi 2 Túnbraut 1-3 Gránugötu 24 Rangárvöllum 2 Túngötu 3 Fjarðarvegi 3 Strandgötu 13a Austurvegi 17 Klausturvegi 15
Á vakt fyrir Ísland
51
MEÐ ÞÉR Á VETTVANGI