1 minute read
Heimsleikar og Íslandsmót slökkviliða
Viðburðum frestað
Á döfinni þetta ár voru þrír viðburðir; Skemmtileikarnir á Akureyri, Golfmót LSS og Íslandsmót LSS. Öllu var þessu slegið á frest eins og flestum öðrum uppákomum í okkar geira þetta árið. Það er lítið annað í stöðunni en að horfa fram á veginn og leggja línur fyrir næsta ár. Á næsta ári er stefnan að halda Skemmtileikana á Akureyri í samfloti við útskrift Sjúkraflutningaskólans sem er hjá Háskólanum á Akureyri. Meðal viðburða þar verður hljómsveitakeppni, hjólreiðar og blak. Um haustið er stefnt á að halda Íslandsmót LSS á höfuðborgarsvæðinu þar sem keppt verður í slökkviliðskeppni, kraftlyftingum, fótbolta, hlaupi og hugsanlega fleiri keppnisgreinum. Við hvetjum félagsmenn til að taka þátt í þessum viðburðum og fjölmenna því svona viðburðir þjappa okkur saman sem heild og gefa okkur færi á að kynnast betur og skemmta okkur saman. við krefjandi aðstæður Högg- og vatnsheldur
Advertisement
Heimsleikunum frestað um eitt ár
WPFG, World Police and Fire Games, hefur verið frestað um eitt ár sökum COVID-19. Til stóð að halda Heimsleikana í Rotterdam í lok ágústmánaðar 2021 en í sumar var það gefið út að þeim yrði frestað um eitt ár. Þetta er í fyrsta sinn í sögu leikanna sem þeim er frestað um heilt ár. Ekki er búið að gefa út hvort næstu leikar verði haldnir 2023 eða tveimur árum síðar, 2024.
WPFG heimsleikarnir hafa verið haldnir frá árinu 1985 og eru sameiginlegur keppnisvettvangur fyrir viðbragðsaðila um allan heim. Á hverju móti koma yfir 10 þúsund keppendur frá allt að 60 löndum og keppa í tugum keppnisgreina. Má þar nefna fótbolta, kraftlyftingar, keilu, CrossFit, hjólreiðar, skotfimi, bardagaíþróttir og íshokkí.
Ómar Ómar Ágústsson,
slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður
Lausnir Icepharma til barkaþræðingar GlideScope® Go™ er lítill og einfaldur vasamónitor með miklum myndgæðum hjá SHS.
Einnota blöð í miklu úrvali
jana@icepharma.is . 540 8000