7 minute read

Á vakt fyrir Ísland

Námstefnan ,,Á vakt fyrir Ísland 2019“ var haldin 18.- 19. október 2019 á Icelandair hótel Reykjavík Natura. „Á vakt fyrir Ísland“ var fyrst haldin árið 2017. Markmið námstefnunnar eru nokkur; að efla þekkingu og færni félagsmanna í starfi; efla og hlúa að samstarfi björgunaraðila; efla samkennd og tengsl á meðal félagsmanna og annarra björgunaraðila; að félagsmenn miðli þekkingu og reynslu á milli slökkviliða/heilbrigðisstofnana; að þróun og nýjungar í starfsgreinunum sé komið á framfæri; að koma málstað neyðarvarða, slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á framfæri. „Á vakt fyrir Ísland“ er einnig kjörinn vettvangur fyrir innflytjendur og sölu- og þjónustuaðila sem að björgunar- og öryggismálum koma að kynna þar vörur sínar og þjónustu. Ætlunin er að námstefnan „Á vakt fyrir Ísland“ verði á tveggja ára fresti. Stefnt verður að því að fá til liðs hverju sinni sérfræðinga, erlenda og innlenda, með þekkingu á brýnum viðfangsefnum sem tengjast aðallega störfum og öryggismálum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, neyðarvarða og þeirra sem að björgunarmálum og aðhlynningu sjúkra og slasaðra koma. Námstefnan var vel sótt og væntanlega 170 manns í sal þegar mest var á föstudeginum. Við eigum samt talsvert inni og sakna ég mest yngstu kynslóða félagsmanna sem er frekar dapurt. Hvað veldur þessu veit ég ekki því hvergi gefst betra tækifæri á jafn stuttum tíma að viða að sér þekkingu og efla tengsl við félaga í öðrum viðbragðsliðum en á námstefnu sem „Á vakt fyrir Ísland“ er.

Advertisement

Dagskrá var mjög fjölbreytt og útilokaða annað en að gestir fengju eitthvað við sitt hæfi. „Á vakt fyrir Ísland“ er óhugsandi án utanaðkomandi styrkja. Fjöldi fyrirtækja, stofnana og viðbragðsaðila hefur styrkt okkur til þess að viðburðurinn geti orðið að veruleika og sem glæsilegastur. Slíkt er alveg ómetanlegt og vert að þakka kærlega fyrir. Innflutningsfyrirtæki sem tengjast okkar geira hafa einnig verið með sýningarbása á námstefnunni sem gefur henni aukið vægi. Í raun hagnast allir á þessu fyrirkomulagi. Slökkviliðið á Reykjavíkurflugvelli á þakkir skildar fyrir að veita okkur aðstöðu fyrir kynningu á nýjum slökkvibifreiðum Ísavia og SHS.

Býsna mikill undirbúningur er að viðburði sem þessum. Í undirbúningsnefnd voru Jón Pétursson, formaður, frá SHS, Gunnar Baldursson, HSS/fagdeild sjúkrafl.manna, Hulda Geirsdóttir, SHS/fagdeild slökkvil.manna, Jón Kristinn Valsson, SHS/fagdeild slökkvil.manna, Ómar Ágústsson, SHS formaður íþrótta- og skemmtinefndar og Viðar Arason Bá/HSU fagdeild sjúkrafl.manna. Sverrir Örn Jónsson BÁ/HSU kom svo sterkur inn varðandi upptöku á viðburðinum og birtingu efnis. Hópurinn var mjög áhugasamur og þakka ég sérstaklega fyrir samstarfið. Fjöldi annarra aðstoðaði einnig við undirbúning. Of langt mál væri að telja þá upp og hætta á að einhverjir gleymdust. Ég vil samt nefna Eggert Claessen frá SHS. Eggert sá um okkar erlendu gesti og þeystist með þá nánast landshorna á milli til að njóta náttúruperla landsins. Þegar þessi pistill er skrifaður er markmiðið að námstefnan verði haldin í október 2021. Ég vona að COVID-19 áhrif verði ekki til staðar á þeim tímapunkti.

Jón Pétursson

Slökkivliðs- og sjúkraflutningamaður og námstefnustjóri fyrir „Á vakt fyrir Ísland“

DAGSKRÁ

Setning

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson

Ávarp

Magnús Smári Smárason formaður LSS

„10 mikilvæg atriði sem ég vildi að mér hefðu verið kennd um slökkvistörf.“

Lars Axelsson, sem kallar sig „The Swedish Firenerd“, er hlutastarfandi slökkviliðsmaður og fyrrverandi vettvangsstjóri. Aðalstarf hans í dag er fræðsla og þjálfun slökkviliðsmanna um heim allan. Lars er ein skærasta Youtube-stjarna slökkviliðsmanna.

Háhýsabruninn í Grenfell London 2017. Aðkoma á vettvangi, björgunarstörf, vandamál, löggjöf, rannsókn brunans og eftirmálar.

Dave Green fagstjóri hjá Landssambandi breskra slökkviliðsmanna, var starfandi slökkviliðsmaður í Nottingham í 24 ár þar til hann fékk stöðu yfirmanns hjá FBU. Þar ber hann ábyrgð á lögfræðilegum málum og samskiptum við útlönd. Nú vinnur hann með með lögfræðingum FBU varðandi viðbrögð tengd Grenfell brunanum.

Mikilvægi þess að hafa sjúkraþyrlur í utanspítalaþjónustu mannaðar bráðalækni, bráðatækni og/eða bráðahjúkrunarfræðingi. Jafnframt að færa sérhæfðar lífsbjargandi aðgerðir á vettvang.

Dr. Richard Lyon er bráðalæknir og sérfræðingur í utanspítalaþjónustu hjá Royal Infirmary of Edinburgh, bráðalæknir og Paramedic hjá HEMS, sjúkraþyrluþjónustunni í London. Mark Dixon er kennslustjóri í BSc. bráðatækninámi í University of Limerick. Mark er með mikla reynslu varðandi utanspítalaþjónustu. Hann hóf störf hjá NHS 1985 og starfaði sem „Advanced Paramedic“, þar til hann hóf störf hjá háskólanum í Limerick. Hann er jafnframt með meistaragráðu í utanspítalaþjónustu frá University College of Dublin 2007.

Utanspítalaþjónusta, þróun og menntun. Skorðun háls og hryggáverka.

Mark Dixon er kennslustjóri í BSc. bráðatækninámi í University of Limerick.

Efnavopn, hvaða efni eru þetta? Hvernig skal bregðast við efnaslysum?

Sveinbjörn Gizurarson er prófessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands og kennir eiturefnafræði, lyfjahvarfafræði o.fl. Hann hefur m.a. tekið námskeið í efnavopnum á vegum danska hersins. Hann situr í neyðarstjórn skólans og hefur verið formaður öryggisnefndar Háskóla Íslands frá upphafi hennar. Sveinbjörn skrifaði einnig „Öryggis-handbók rannsóknarstofunnar“ varðandi hvað beri að hafa í huga og varast á rannsóknarstofum.

Gróðureldar

Pétur Pétursson er slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu og formaður félags slökkviliðsstjóra. Hann er framkvæmdastjóri Almannavarna Árnessýslu, atvinnu- og björgunarkafari, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og eldvarna-eftirlitsmaður auk þess að vera viðskiptafræðingur og garðyrkjufræðingur.

Hvað er öryggi?

Reynir Guðjónsson er öryggisstjóri OR og hefur langa reynslu af starfi á sviði öryggismála. Hann vann hjá Slökkviliðum Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins um árabil og var öryggisfulltrúi hjá RioTinto-Alcan og gæðastjóri þar. Reynir var einnig forvarnafulltrúi hjá VÍS og fostöðumaður forvarnaog fræðsludeildar LSS.

Málefni tengd utanspítalaþjónustu

Viðar Magnússon er yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa á Íslandi og umsjónarlæknir sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu. Hann er sérfræðingur í svæfingum og gjörgæslu á Landspítala Fossvogi. Viðar hefur starfað á sjúkraþyrlum hjá London’s Air Ambulance, Arendal í Noregi og verið þyrlulæknir hjá Landhelgisgæslunni. Þá hefur hann starfað á læknabílnum í Ósló og á neyðarbílnum á höfuðborgarsvæðinu.

Rafrænar sjúkraskýrslur

Ólafur Kristján Ragnarsson er slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og deildarstjóri hugbúnaðarþróunar hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hugbúnaðarhönnuður hjá miðstöð rafrænna heilsufarslausna hjá embætti landlæknis.

Hvenær á að hætta endurlífgun eftir hjartastopp utan spítala? Rannsókn á íslensku þýði.

Sigurbergur Kárason MD PhD, EMPH, yfirlæknir gjörgæsludeildar Landspítala Hringbraut. Sigurbergur er dósent við Læknadeild Háskóla Íslands og fyrrum læknir á neyðarbíl SHS, þyrlu Landhelgisgæslu Íslands og meðlimur í stórhljómsveitinni

Eldbandinu hér áður fyrr.

„Ný björgunarmiðstöð“

Tómas Gíslason er aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Hann er bæði verkfræðingur og viðskiptafræðingur. Tómas hefur sinnt ýmsum tækni og stjórnunarstörfum í gegnum árin. Hann er félagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík og lítur á sig sem neytanda í íslenskri náttúru.

„Gatan”, fíklar, fíkniefni, hvernig er ástandið í dag? Verndun vettvangs. Hverju geta viðbragðsaðilar átt von á?

Guðmundur Fylkisson er lögreglumaður hjá kynferðisbrotadeild LRH með týnd ungmenni sem aðalverkefni. Hann hefur verið í afleysingum sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður á Ísafirði og í Hafnarfirði og var einnig lögreglumaður á Ísafirði, hjá Fjarskiptamiðstöð lögreglu og vann við friðargæslu í Bosníu. Sigurbergur Kárason MD PhD, EMPH, yfirlæknir gjörgæsludeildar Landspítala Hringbraut.

Vettvangsliðar Securitas, okkar vakt lýkur aldrei

Hlíf Böðvarsdóttir er gæða- og öryggsstjóri hjá Securitas. Hún er með M.ed. gráðu í lýðheilsu og kennslufræðum frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hlíf er varaformaður Starfsafls og hefur sérstakan áhuga á fræðslumálum og hvernig fræðsla getur farið fram með rafrænum hætti.

Rafrænar gáttir í stjórnsýslu og helstu nýjungar

Dr. Björn Karlsson er forstjóri Mannvirkjastofnunar, byggingarverkfræðingur að mennt með doktorspróf frá Háskólanum í Lundi. framhald í næstu opnu

Endurvinnsla Klettagörðum 9 Þar starfaði hann við kennslu og rannsóknir í byggingarverkfræði í tæpa tvo áratugi. Björn er gestaprófessor við University of Maryland árið 1996 og er hlutastarfandi dósent við umhverfisog byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands með brunavarnaverkfræði og áhættuverkfræði sem sérsvið.

Hópslys í litlu dreifbýli

Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir er neyðarflutningamaður, ljósmóðir og hjúkrunarstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Kirkjubæjarklaustri. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu þann 17. júní sl. fyrir framlag sitt til heilbrigðis- og björgunarstarfa í heimabyggð.

Kynning á slökkvibúnaði nýrra slökkvibifreiða SHS.

Cobra Cold Cut Systems AB. Loek Pfundt er stjórnandi áætlana og framþróunar hjá slökkviliðinu í Amsterdam-Amstelland.

Kynning á slökkvibúnaði nýrra slökkvibifreiða SHS. One Seven.

Daniel Halldórsson Apeland er framkvæmdastjóri Daga, Fire & Rescue ehf. og alþjóðlegur leiðbeinandi fyrir One Seven. Daniel hefur m.a. stjórnað yfir 200 húsbrunaæfingum fyrir slökkvilið á Norðurlöndum og aðstoðað við þjálfun leiðbeinenda í notkun One Seven, m.a. í Berlín, Brasilíu og Dubai auk Norðurlanda. Hann er áhugamaður um björgun og slökkvistörf og var um tíma slökkviliðsmaður á Flúðum. Daniel hefur verið tengdur sölu björgunarbíla og búnaði þeim tengdum síðan um aldamótin.

Paramedic-nám við Háskólann Limerick UK

Sveinbjörn Berentsson er aðstoðarvarðstjóri og BSc. bráðatæknir hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Trauma–Blæðingar og ofkæling

Jóhann Már Ævarsson er bráðatæknir og bráðalæknir á Landspítala Fossvogi G2.

Sýning á One Seven og Cobra Cold Cut slökkvibúnaði nýrra slökkvibifreiða SHS.

Fundarstjóri var Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSS.

Mannfagnaður í Slökkvistöðinni Tunguhálsi.

Sveittir hamborgarar og kældar veitingar við allra hæfi. 104 Reykjavík Sími 550 1900 afgreidsla@hringras.is

This article is from: