BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG SJÚKRAFLUTNINGAMANNA
JÚLÍ 2021
Nr. 58 - 48. árgangur 1. tölublað
Gefið út í júlí 2021
Ábyrgðarmaður Hermann Sigurðsson Ritstjóri Anton Berg Carrasco Ritnefnd Guðrún Hilmarsdóttir, Kristján Karlsson og Guðjón S. Guðjónsson Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði
Umbrot imago Útgefandi Landssamband slökkviliðsog sjúkraflutningamanna Brautarholti 30 ı 105 Reykjavík s: 5622962, lsos@lsos.is ı www.lsos.is Opnunartími: Mánud - fimmtud frá 9-12 og 13-15, föstudaga 9-12. Starfsfólk LSS Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri hermann@lsos.is Guðrún Hilmarsdóttir, skrifstofustjóri lsos@lsos.is Magnús Smári Smárason, formaður magnuss@lsos.is Bjarni Ingimarsson, varaformaður bjarnii@lsos.is Félagar í LSS eru um 1.300. Slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn og neyðarverðir. LSS þakkar öllum sem lagt hafa útgáfu blaðsins lið.
Forsíðumynd
Ljósmyndari: Sigurður Ólafur Sigurðsson
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
2
Á vakt fyrir Ísland
Efni:
Ávarp formanns ........................................................................................................... 3 Endurmat á störfum viðbragðsaðila .......................................................................... 4 Fagdeild sjúkraflutningamanna LSS ........................................................................ 6 Leiðari ritnefndar .......................................................................................................... 8 Fagdeild slökkviliðsmanna LSS ................................................................................ 10 Fagmennska, hjálpsemi og viðbragðsflýtir............................................................... 12 Þjónusta slökkviliða úti á landi vanmetin .................................................................. 14 Það þarf að finna einhvern stað fyrir hjúkrunarfræðinginn innan þessarar stéttar ................................................................................................. 18 Yfirfærsla ábyrgðar við komu sjúklinga með sjúkrabílum á bráðamóttökur reynsla heilbrigðisstarfsmanna ........................................... 22 Sálfræðiþjónusta fyrir félagsmenn LSS .................................................................. 24 Hver er þekking sjúkraflutningamanna á heimilisofbeldi í íslensku samfélagi? ............................................................................................... 26 FLAIM hermir fyrir þjálfun slökkviliðsmanna ..................................................... 28 Ný slökkvistöð á Húsavík......................................................................................... 30 Ný slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja.................................................................... 31 Hvar sérðu þig eftir 5 ár? Stöðluð spurning í atvinnuviðtali eða við inntöku í nám ............................................................................................... 32 Eldvarnagetraunin .................................................................................................... 35 Björgunarkafarar ....................................................................................................... 36 Heilsufarsstefna kjarasamnings LSS og SNS ................................................... 38 Námstefnan „Á vakt fyrir Ísland“ .............................................................................. 40 Krabbameinsnefnd LSS .......................................................................................... 44 Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði ........................................................................... 45 The Resiliency of EMT and Paramedic Education at National Medical Education & Training Center During the Pandemic..................... 48 Neyðarljósmyndun .................................................................................................... 52 Starfsmenntunarsjóður LSS ...................................................................................... 54 Styrktarsjóður LSS ...................................................................................................... 54 Orlofssjóður LSS ......................................................................................................... 54
Ávarp formanns Kæru félagar, til hamingju með útgáfu tímaritsins okkar, í þessu blaði má finna vandaðar greinar um málefni sem vekja áhuga og fræða. Vil ég byrja á að þakka öllum þeim sem gáfu af tíma sínum til að vinna af metnaði að greinarskrifum og öðrum sem standa að útgáfunni. Að venju hefur verið nóg af verkefnum í gangi á sviði stéttarfélagsmála og fagdeilda LSS. Grundvallarbreyting á starfsumhverfi með styttingu vinnuvikunnar hefur verið í brennidepli og hefur styttingin nú þegar tekið gildi hjá dagvinnufólki og vaktavinnufólki hjá ríkinu. Reynsla er ekki enn komin á framkvæmdina en svo virðist sem vel sé að takast til og ánægja sé með stöðu mála. Á vettvangi sveitarfélaga er unnið að tilhögun styttingarinnar og misjafnt milli rekstraraðila hversu langt verkefnið er komið. Við hjá LSS reynum að styðja við með miðlun og öflun upplýsinga og hefur það samstarf gengið vel bæði við félagsmenn og yfirmenn, ég hef fulla trú á því að allir vilji skapa betra starfsumhverfi og að styttingin verði með þeim hætti að hún nái markmiðunum sem lagt var upp með. Í fyrsta kasti munu eflaust finnast vankantar á framkvæmd styttingarinnar og grunar mig að næstu kjarasamningatarnir muni fara í að fullkomna skipulagið. Á vordögum skipti Tryggingasjóður LSS, sem gildir um slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hjá sveitarfélögunum, um tryggingafélag og fékkst bæði betra verð og hærri bótafjárhæðir út úr nýjum samningi. Sá samningur skapaði einnig svigrúm til þess að stofna sérstakan styrktarsjóð vegna krabbameina sem vísindalega hefur verið staðfest að slökkviliðsmenn séu útsettari fyrir vegna þeirrar mengunar sem þeir verða fyrir í störfum sínum. Enn á eftir að ljúka við gerð samþykkta og úthlutunarreglna sjóðsins en það er okkar von að þetta geti létt félagsmönnum að takast á við þá erfiðleika sem fylgja því að greinast með alvarlegan sjúkdóm. Gott starf hefur verið á sviði fagdeildanna og verkefni þeirra ganga vel, á sviði sjúkraflutninga er umræðan orðin mjög þroskuð og virðist sem vilji stjórnvalda sé til staðar til að efla þann málaflokk verulega á komandi árum. Flutningur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hefur ekki gengið áfallalaust en þar eru mörg verkefni á döfinni sem vonandi munu ganga vel og skila sér m.a. í betri menntun og þjálfun. Stjórnendur með mannaforráð vinna í sér kjarasamningi og láta sig einnig önnur málefni varða er snúa að félaginu og tel ég að þessi nýja fagdeild sé verðmæt viðbót í starfsemi LSS þar sem við getum nú komið
fram með sameiginleg hagsmunamál almennra starfsmanna og stjórnenda en það styrkir okkur gagnvart samningsaðilum. LSS teymið er sterkt og vel mannað þessi misserin og samstarf stjórnar og starfsmanna með miklum ágætum. Ég vona að sumarið verði þér og þínum gott. Kveðja Magnús Smári Smárason Formaður LSS
Á vakt fyrir Ísland
3
Endurmat á störfum
viðbragðsaðila Á síðustu misserum hefur LSS markvisst verið að ná til ólíkra markhópa innan félagsins og samræmt aðgerðir þannig að allir upplifi sig velkomna í félagið. Með því er tryggt að félagsmenn LSS sem gegna mismunandi störfum séu með svipaðar væntingar til þjónustu félagsins hvort sem um ræðir kjaramál eða önnur mál því tengd. Með tilkomu reglugerðar 747/2018 um starfsemi slökkviliða mun 14. kafli kjarasamnings LSS og SNS um hlutastarfandi slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn og stjórnendur slökkviliða detta út úr kjarasamningum og launaröðun þessara starfsmanna taka mið að útkomu þeirra í sameiginlegu matskerfi á vegum verkefnaskrifstofu sveitarfélaga sem heitir Starfsmat. Þá er starfið metið út frá þeim starfslýsingum sem liggja fyrir um störfin auk þess sem starfsmenn sem sinna þessum störfum eru látnir svara ítarlegum spurningalista þannig að þær skyldur og ábyrgð sem fylgir starfinu eru dregnar fram og metnar til launa.
4
Á vakt fyrir Ísland
Um starfsmatið
Starfsmatskerfið er greiningartæki sem er notað til að meta með kerfisbundnum hætti þær kröfur sem störf gera til starfsmanna. Kerfið byggir á hlutlægum viðmiðum sem notuð eru til að bera saman störf í samræmi við þær kröfur sem í störfunum felast, óháð hæfni þeirra sem þau vinna. Starfsmatið er aðferð til að leggja samræmt mat á ólík störf, aðferð til að gera forsendur launaákvarðana sýnilegri, aðferð til þess að gera rökin á bak við launaákvarðanir skýrari og leið til að ákvarða sömu laun fyrir sambærileg eða jafn verðmæt störf. Starfsmatið er hins vegar ekki mat á persónulegri hæfni starfsmanna í starfi, mat á árangri starfsmanna í starfi eða mat á frammistöðu starfsmanna í starfi. Þegar búið er að meta störf einu sinni á að endurmeta þau störf á fimm ára fresti.
Næstu skref
Verkefnaskrifstofa Starfsmats er nú að endurmeta níu störf sem LSS skilaði inn nýverið. Þau eru: • slökkviliðsmaður með fornám • slökkviliðsmaður með löggildingu • aðstoðarvarðstjóri slökkviliða • varðstjóri slökkviliða • sjúkraflutningamaður basic • sjúkraflutningamaður advanced • deildarstjóri með mannaforráð • varaslökkviliðsstjóri • slökkviliðsstjóri
Mat á þessum störfum mun liggja fyrir á næstunni og koma í staðinn fyrir núverandi launaröðun á ákveðnum tímapunkti. Stjórnendur slökkviliða nýta niðurstöðurnar í sinni kjarabaráttu við gerð nýs kjarasamnings. Stefnt er á að kjarasamningur þeirra liggi fyrir í byrjun september á þessu ári. Síðar á árinu verður farið í að endurmeta þau átta störf sem eftir eru og liggur fyrir að nokkur vinna er framundan hjá LSS í þeim málum. Félagsmenn LSS hafa fram að þessu ekki látið sitt eftir liggja og tekið þátt af fullum þunga þegar eftir því hefur verið óskað og viljum við koma miklu þakklæti á framfæri til þeirra sem leggja sitt af mörkum til að efla og bæta hag félagsmanna LSS. Einn sem allir, allir sem einn! Kveðja Hermann Sigurðsson framkvæmdastjóri LSS
Gæði - alla leið! Í SÁTT VIÐ NÁTTÚRUNA
Fjölskyldurnar í Lambhaga eru hluti þeirra 900 bænda sem eiga SS. Þau sinna bústörfum í fullri sátt við umhverfið. Með fyrsta flokks aðbúnaði tryggja þau að kjötið frá SS skilar sér í gæðum alla leið á diskinn þinn.
Íslenska sveitin og SS - fyrir þig
Fagdeild sjúkraflutningamanna LSS Fagdeild sjúkraflutningamanna LSS er vettvangur allra sjúkraflutningamanna til samráðs og samvinnu. Fagdeildin er sameiginlegur málsvari okkar allra og í gegnum hana höfum við tækifæri til þess að koma málefnum okkar á framfæri með einni sterkri rödd.
Sjúkraflutningamenn koma með misjöfnum hætti að bráðaþjónustu og sjúkraflutningum. Menntunarstig, starfsaldur, starfshlutfall og aðstæður á útkallssvæði geta ásamt fleiri þáttum haft sín áhrif á sjónarhorn hvers okkar og skoðanir okkar á einstaka málum kunna jafnvel að vera misjafnar. Það sem stendur því ofar og það sem sameinar okkur öll er viljinn til þess að gera betur. Viljinn til þess að bæta þjónustuna við skjólstæðinga okkar og alla notendur bráðaþjónustunnar sem við veitum. Notendurnir eru fólkið í kring um okkur, vinir okkar og fjölskyldur. Það eru allir sem búa og dvelja á þessu landi og það erum við sjálf líka. Mikilvægi þjónustunnar sem við veitum er óumdeilt og það er einmitt þess vegna sem við erum að þessu. Það er líka fleira sem við viljum gera betur. Við viljum bæta aðbúnað sjúkraflutningamanna, auka öryggisvitund og auka almennt áherslu á velferð. Við viljum styrkja stoðir grunn- og framhaldsmenntunar og tryggja viðhaldsmenntun sjúkraflutningamanna og við viljum styrkja viðbragðskerfið í heild svo það þjóni samfélaginu á Íslandi sem best. Það er margt sem vel er gert í dag og margt sem við getum þakkað fyrir en þó blasa við stórar áskoranir og þeim viljum við mæta í nafni einnar fagdeildar og eins félags. Röddin okkar heyrist og hún skiptir máli. Hún fær aukinn styrk ef við sammælumst um lausnirnar og núna þegar í undirbúningi eru aðgerðir stjórnvalda til þess að svara ákalli um bætur skiptir máli að við mætum undirbúin í þá vegferð. Við skulum vinna saman og fastmóta sameiginleg áherslumál okkar svo við lendum ekki í því að þurfa að skipta um hest í miðri á. Við ætlum að vera málefnanleg og við viljum vera í góðu samstarfi alla þá sem koma að máli þ.m.t. aðrar fagstéttir, rekstraraðila sjúkraflutninga og stjórnvöld.
6
Birkir Árnason
Við höfum haft nóg að gera
Heilbrigðisráðuneytið (HRN) hefur undanfarin misseri unnið að stefnumótun fyrir málaflokk bráðaþjónustu og sjúkraflutninga og fagdeild sjúkraflutningamanna hefur komið að þeirri vinnu með ýmsum hætti, m.a. með beinu framlagi í vinnuhópi HRN. Við höfum einnig lagt til málsins í gegnum fagráð sjúkraflutninga en fagráðið skilaði inn í byrjun árs umfangsmikilli greinargerð að beiðni HRN þar sem fagráðið lagði til hvernig forgangsraða skyldi aðgerðum stjórnvalda. HRN gaf svo nýverið út drög að aðgerðaráætlun næstu fimm ára fyrir bráðaþjónustu og sjúkraflutninga en þau voru sett í samráðsgátt stjórnvalda. Drögin eru mikilvægur áfangi í þessu ferli en þó vantaði kjöt á beinin og ónefnd voru mörg af þeim málum sem bæði fagdeild sjúkraflutningamanna og fagráð sjúkraflutninga hafa lagt áherslu á. Fagdeild sjúkraflutningamanna skilaði inn umsögn í samráðsgáttina og kom sjónarmiðum sjúkraflutningamanna á framfæri. Við munum áfram fylgja þessum málum eftir. Fagdeild sjúkraflutningamanna lagði fram tvær ályktanir á 18. þingi LSS. Það voru ályktun um bráðaþjónustu og sjúkraflutninga og ályktun um sjúkrabifreiðar með kassayfirbyggingu og voru
þær báðar samþykktar einróma. Fagdeildin hefur fylgt þeim báðum eftir í samskiptum við HRN og mun gera það áfram. Fagdeildin hefur verið í góðri samvinnu við Rauða krossinn vegna endurnýjunar sjúkrabílaflotans. Von er á 25 nýjum bifreiðum til landsins í sumar. Tæknilýsing þeirra byggir á þeirri sömu og notuð var síðast en þó með nokkrum viðbótum. Búið er til að mynda að bæta rafkerfi og bæta aðgengi að stjórnun forgangsbúnaðar. Nokkur öryggisatriði hafa verið bætt og verður í bifreiðunum 360° myndavél með „birds eye view“. Fagdeildin hefur lagt töluverða vinnu af hendi í þetta verkefni en það er allt frá undirbúningi útboðs og samskipta við Ríkiskaup, undirbúningur og framkvæmd gæðamats tilboða og samskipti við seljanda í framleiðsluferli. Við viljum samstarf um þessa hluti og með þessum hætti getum við sem vinnum á vettvangi haft áhrif á hvernig þessi mikilvægu tæki eru útbúin. Svona viljum við gjarnan sjá í fleiri tilfellum en Rauði krossinn hefur nú þegar leitað til fagdeildarinnar um mat á búnaði á borð við hjartastuðtæki o.fl. Fagdeildin hefur einnig tekið að sér mat á nýjum búnaði að beiðni fagráðs sjúkraflutninga og yfirlæknis bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa. Þetta fyrirkomulag getur gengið framhald á bls 8
Á vakt fyrir Ísland
WAS NEYÐARBIFREIÐAR
FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR Rekstrarland flytur inn sjúkrabíla frá WAS sem er leiðandi í framleiðslu sérútbúinna bifreiða á borð við neyðarbifreiðar. Bifreiðarnar eru framleiddar í Þýskalandi í samræmi við ýtrustu öryggisstaðla jafnt fyrir sjúkraflutningafólk sem sjúklinga og eru fullkomlega útbúnar nýjustu tækni skv. ströngustu evrópskum stöðlum. WAS neyðarbifreiðar eru í samstarfi við og viðurkenndar af bifreiðaframleiðendunum Mercedes Benz, Volkswagen og Ford.
Ráðgjafar Rekstrarlands veita allar nánari upplýsingar í síma 515 1100 eða pontun@olis.is.
í báðar áttir og ef við sammælumst um að innleiða ætti tilteknar nýjungar getum við komið þeim á borð fagráðs sjúkraflutninga.
félagsins og margir aðilar hafa lagt til óeigingjarnt starf í gegnum tíðina.
Fagdeildin hefur tekið þátt í því, ásamt fagdeild slökkviliðsmanna og formanni LSS, að fylgja eftir ályktun LSS um menntun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sem samþykkt var á 18. þingi LSS. Saman höfum við átt fundi með Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og öðrum fulltrúum ráðuneytisins. Stefnt var að samstarfsyfirlýsingu með HRN um eflingu náms sjúkraflutningamanna en málinu hefur verið vísað til nýskipaðrar nefndar heilbrigðisráðherra um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu. Nefndin er þegar tekin til starfa og við ætlum að fylgja því eftir að málefni sjúkraflutningamanna fái góða umfjöllun.
Við viljum nota tækifærið og minna á vefsíðuna ambulance.is sem einnig er aðgengileg sem sjukrabill.is en á henni má finna þá vinnuferla sem uppfærðir hafa verið og nýjar lyfjaleiðbeiningar fyrir sjúkraflutningamenn. Vinnan hefur að mestu verið á höndum Viðars Magnússonar yfirlæknis og hefur verið unnin í góðu samstarfi við fagdeild sjúkraflutningamanna. Vinnan er að miklu leiti unnin í einkaframtaki af þeim sem að henni koma og afraksturinn í dag er mikil bót fyrir alla þá sem sinna bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa. Enn er þó langt í það að verkið verði klárað og ljóst er að meira þarf til. Þrátt fyrir að mörg okkar hafi boðið fram aðstoð erum við því miður bundin af bjargaskorti þegar kemur að yfirlestri, samræmingu og öðrum þáttum sem allir þurfa að gerast í skýru umboði og samkvæmt ströngum faglegum kröfum. Baráttan heldur því einnig stöðugt áfram á hinni af tveimur vígstöðvum þessa verkefnis en fagdeildin heldur uppi skýru ákalli til Heilbrigðisráðuneytisins að setja í gang og kosta formlega vinnu við
Auk þessara fyrirferðamiklu verkefna eru mörg önnur smærri sem fagdeildin kemur að. Ekki öll verkefni bera sýnilegan ávöxt en þarf þó að styðja jafnt og þétt við og jafnvel í langan tíma. Til að mynda hafa verkefnin okkar sem blómstra hvað best í dag verið mörg ár í vinnu af hálfu
www.ambulance.is
Leiðari ritnefndar
Nýjungar og framþróun eru meðal grunngilda þeirra starfa sem félagsmenn LSS inna af hendi. Aflestur þessa blaðs, Á vakt fyrir Ísland 2021, endurspeglar vonandi framlag og tilhneigingar félagsins til framþróunar og nýjunga. Sem dæmi má nefna að blaðið er nú gefið út rafrænt að langstærstu leyti. Látum það samt liggja milli hluta, enda væri ankannalegt að fagstéttarfélag eins og LSS myndi telja rafræna útgáfu tímarits slíkan vörðustein að önnur framfaraskref bliknuðu í samanburðinum.
Áskoranir LSS eru margar og stórar. Meðal stærstu áskorana félagsins er einmitt sú að standa undir þeim kröfum sem félagið gerir til sjálfs sín sem fagstéttarfélag. Það að vera fagstéttarfélag þýðir það að markmið félagsins er tvíþætt, annars vegar að sinna hagsmunagæslu og hins vegar að efla faglega framþróun gagnvart starfi og starfsumhverfi félagsmanna. Þessi tvö meginmarkmið eru hvoru tveggja í senn, göfug en jafnframt mikil áskorun. Áskoranirnar eru ekki hvað síst fólgnar í því að kjarabætur og launahækkanir fara ekki alltaf saman við faglegar
8
Á vakt fyrir Ísland
framfarir, allra síst á tímum þar sem við stefnum lengra og hærra en nokkru sinni fyrr gagnvart öryggisvitund og öryggismenningu. Fólksfjöldadreifing á Íslandi er stór áskorun sem hefur áhrif á bein áhrif á starfsumhverfi félagsmanna. Við getum verið að sinna viðbragðsþjónustu þar sem mikið er að gera allan ársins hring. Við getum líka verið að vinna á svæðum þar sem mikið er að gera hluta úr árinu en lítið þess á milli. Svo getum við líka verið að vinna á svæðum þar sem er alltaf lítið að gera. Það hljómar einfalt, en raunin er gagnstæð - það að samræma hagsmunagæslu og faglega framþróun félagsmanna á landsvísu er gríðarstór áskorun. Jafn aðgangur félagsmanna að félaginu hefur verið keppikefli stjórnar undanfarin ár. Á síðasta þingi LSS voru samþykktar yfirgripsmiklar breytingar á lögum um atkvæðavægi félagsmanna. Meðal helstu hornsteina lagabreytinganna var að sameina félagsmenn frekar en sundra á grundvelli ráðn-
heildaruppfærslu vinnuferlanna í kröftugu átaksverkefni sem tekur mið af umfangi verksins og tryggir í framhaldi reglulegt faglegt viðhald. Við finnum fyrir áhuga á störfum fagdeildarinnar og erum þakklát öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg. Við viljum jafnframt hvetja alla þá sem hafa áhuga á því að bæta framtíð bráðaþjónustu og sjúkraflutninga á Íslandi að taka þátt í umræðunni og láta sig málin varða. Notum hópinn okkar á Facebook og ræðum málin þar fagmannlega og málefnalega. Bjóðum endilega nýjum samstarfsfélögum að vera með og kynnum þeim starfsemi félagsins. Fyrir þá sem vilja vita meira um störf fagdeildarinnar eða vilja koma að sértökum erindum bendum við á heimasíðu félagsins www.lsos.is og á netfangið sjukra@lsos.is Fyrir hönd fagdeildarinnar vil ég óska félagsmönnum öllum gleðilegs sumars og gæfu í starfi. Birkir Árnason formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna LSS
ingarhlutfalls og að auka þannig vægi félagsmanna fámennari deilda og hvetja til stofnunar nýrra deilda þar sem grundvöllur er fyrir slíku. Breytingarnar ættu að virka sem sérstakur hvati fyrir sjúkraflutningamenn heilbrigðisstofnana og fámennari deildir slökkviliða á tilteknum landsvæðum og auka brautargengi þeirra innan félagsins. LSS er ekki lengur karlaklúbbur og verður vonandi aldrei aftur. LSS verður vonandi aldrei kvennaklúbbur heldur. Þrátt fyrir að konum hafi fjölgað hratt í félaginu undanfarin ár hefur sú þróun ekki skilað sér í breyttu kynjahlutfalli þeirra sem taka að sér trúnaðarstörf fyrir félagið. Það er umhugsunarvert og breytist vonandi á næstu misserum. LSS er framsækið félag en vill stefna enn lengra með því að styðja við málefnanlegar og lausnamiðaðar raddir félagsmanna og stuðla þannig að faglegri framþróun og aukinni hagsmunagæslu. Baráttukveðjur, ritnefnd
MEÐ AUGAÐ Á SJÚKLINGNUM
***
G!
THE COR PU L
OLUTION OF TH E
EC
EV R S
D
***
WO
RL
MOR
. E AT C ORPULS
SAMSTILLT ENDURLÍFGUN Snjöll vélbúnaðarsamstæða. Betri frammistaða með samtengdum tækjum.
ÁÞREIFANLEG ÞJÁLFUN Nýr vélbúnaðar og hugbúnaðarlausnir gefa raunhæfari sviðsmyndir.
STAFRÆN GREIND Nú er björgunarkeðjan netkerfi: Fjarmæling og gagnastjórnun sem stenst tímans tönn.
Sími 555 3100 www.donna.is
N Æ S T A K Y N S L Ó Ð A F C O R P U L S 31
Fagdeild slökkviliðsmanna LSS Í miðju Covid-19 ástandi tók við ný stjórn fagdeildar slökkviliðsmanna á 18. þingi LSS sem haldið var 24. september 2020. Meiripartur ársins 2020 hafði verið undirlagður af þeim verkefnum sem Covid-19 færði okkur og því ekki nein föst verkefni sem biðu okkar. Á fyrsta fundi skiptum við með okkur verkum og varð ég strax bjartsýnn á framtíðina, enda saman komnir sjö einstaklingar fullir af eldmóð og brennandi áhuga á málefnum okkar slökkviliðsmanna, reiðubúnir að leggja sitt af mörkum. Þar sem verkefnin biðu okkar ekki í röðum þá fórum við að ræða hvað við gætum haft frumkvæði af að gera. Dagur reykskynjarans var væntanlegur og því var farið í að búa til auglýsingu til að minna á mikilvægi reykskynjara. Fagdeildin hefur hug á því að koma nánar að fræðslu og upplýsingum til almennings um mikilvægi eldvarna á heimilum og kunnáttu fólks á að bregðast við eldi. Margir eru að minna á eldvarnir og ber þar að nefna tryggingafélögin, Brunabótafélagið, Landsbjörg, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, LSS ásamt fjölda slökkviliða. Fagdeildin hyggst setja sig í samband við HMS um samstarf í þessum málefnum svipað því sem krabbameinsnefndin gerði því við teljum að hægt sé að gera gott betra. Auglýsingar og herferðir eins og farið er í um jólin gætu verið reglulegri yfir árið og taka þá einstaka þætti fyrir miðað við árstíðir. Facebook-síða fagdeildarinnar hefur verið ansi virk, félagar LSS hafa verið duglegir að senda inn efni af ýmsu tagi. Við munum nota hana áfram til að koma alls kyns upplýsingum og fræðslu áleiðis. Í byrjun árs fóru fagdeildirnar ásamt formanni LSS á fund með Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra þar sem henni var kynnt núverandi fyrirkomulag á námi okkar og þeirri framtíðarsýn sem við höfum á því. Ráðherra hafði mikinn áhuga á hugmyndum okkar og tók því fagnandi að við skyldum sýna þetta frumkvæði að vilja koma náminu fyrir innan skólakerfisins. Í kjölfarið áttum við fleiri fundi með fulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra skipaði starfshóp um málefni Brunamálaskólans í febrúar. Starfshópinn skipa sjö manns auk verkefnastjóra. Þar inni eru fulltrúar frá HMS, Félagi slökkviliðsstjóra, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og formaður fagdeildar slökkviliðsmanna fyrir hönd LSS ásamt varamönnum. Fulltrúi LSS mun þar framfylgja ályktun frá 18. þingi LSS, en þar var eftirfarandi ályktun samþykkt um nám slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. „Að nám félagsmanna LSS verði metið með viðurkenndum hætti og því sama og þekkist í öðru fagnámi. Nútíma kröfur til menntunar byggja á fastmótuðu einingakerfi hvort sem það er á framhalds-skólastigi eða háskólastigi”. Við hjá fagdeildinni fögnum því að þessar viðræður séu
10
Á vakt fyrir Ísland
Jón Kristinn Valsson
að fara í gang og byggjum miklar vonir við að þetta sé jákvætt framfaraskref fyrir slökkviliðsmenn. Nú þegar þetta er skrifað er nýbúið að aflétta almannavarnastigi vegna gróðurelda á mest öllu landinu. Þessi vá hefur aukist síðastliðin ár og hafa slökkviliðsstjórar þeirra umdæma sem hafa gróðursælar sumarhúsabyggðir bent á þetta í mörg ár. Umræðan hefur verið hávær á vorin en sofnað svo þegar líður á sumarið og verið vakin upp næsta vor. Þannig hefur það verið í mörg ár. Nú hefur HMS sett á laggirnar þverfaglega skipaða nefnd viðbragðsaðila, sérfræðinga og annarra hagsmunaaðila um gróðurelda. Þar mun LSS hafa fulltrúa innanborðs og bindum við vonir við að hún muni auka þekkingu okkar á því hvernig skuli bregðast við þessari vá. Slökkvilið þurfa aukinn sérhæfðan búnað og ekki má gleyma persónulegum búnaði þeirra sem þurfa að berjast við eldinn. Þungur eldgalli, stígvél og annar búnaður sem við þekkjum til almennra slökkvistarfa er ekki endilega fýsilegur kostur þegar þarf að ganga lengri leið í móa og kjarri til að komast að eldinum og eiga þá eftir að leggja lagnir, draga slöngur og/eða klappa með klöppum í fleiri klukkustundir. Eins þarf að vinna rýmingaráætlanir og að tryggja gott aðgengi slökkviliða að skóglendi. Að lokum vil ég nefna námstefnuna okkar Á vakt fyrir Ísland en þar eru fulltrúar fagdeildanna ásamt Jóni Pétursyni að setja saman fræðandi og skemmtilega dagskrá. Fyrirlesarar verða kynntir þegar nær dregur. Vonandi heimila sóttvarnareglur okkur að koma þar saman, fræðast og njóta. Fyrir hönd fagdeildar slökkviliðsmanna Jón Kristinn Valsson formaður fagdeildar slökkviliðsmanna slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður Slökkviliði höfuðborgarvæðisins
Bráðabirgðagreiðslumat á vefnum
REIKNAÐU DÆMIÐ hjá Brú Sjóðfélögum okkar bjóðast fjölbreytt lán til íbúðakaupa, viðhalds á húsnæði eða endurfjármögnunar. Núna er hægt að gera bráðabirgðagreiðslumat á heimasíðu okkar, www.lifbru.is/greidslumat, þar sem þú getur séð áætlaða greiðslugetu á mánuði. Gagnlegt er að nota niðurstöðu greiðslumatsins við notkun á lánareiknivélinni til að bera saman lán og lánakosti sem bjóðast.
Kynntu þér lánaframboð okkar og við hlökkum til að heyra frá þér.
Sigtúni 42 I 105 Reykjavík I sími 540 0700 I lanamal@lifbru.is
Fagmennska, hjálpsemi og viðbragðsflýtir
Neyðarlínan ohf. (NL) hefur nú svarað sam-evrópska neyðarnúmerinu 112 í 25 ár. Jón Pétursson rakti aðdragandann að vali númersins og tilurð þess rekstrarforms sem varð ofan á í prýðilegri grein í októberblaði „Á vakt fyrir Ísland“ og svo framhald um fyrstu árin í þessu blaði. Væntanlega þekkja allir lesendur blaðsins Neyðarlínuna og hennar sögu og hafa örugglega oft hugsað starfsmönnum hennar þegjandi þörfina þegar allt virðist koma öfugt út í boðum á síma eða tetrastöð viðkomandi, en kannski þekkja lesendur þó ekki eins vel til „línunnar“ eins og þeir halda. Að jafnaði koma um 550 símtöl til Neyðarlínunnar daglega og hefur þessi tala verið nánast óbreytt á ársgrunni síðasta áratuginn eða svo. 97% þessara símtala er svarað á undir 8 sekúndum frá fyrstu hringingu og meðal símtalið varir í 98 sekúndur. Öll símtöl snúast í grunninn um að fá fram „Hvar“, „Hvað“, „Hvenær“ og „Hver“. Í upphafi þegar 98% símtala komu frá veggtengdum landlínusímum var oftast auðvelt að afgreiða „Hvar“, en þegar um og yfir 80% símtala voru farin að koma inn frá farsímum fór málið að vandast og á tímabili fóru að meðaltali um 45 sekúndur í að finna út staðsetningu vettvangs. Snjallsímarnir hafa þó verið að koma þar sterkir inn og nú er svo komið að yfir 70% símtala fylgir nokkuð nákvæm staðsetning á fyrstu sekúndum samtals. Þetta á þó ekki við um hringingar úr símum með erlend SIMkort, sem oft eru einmitt í höndum fólks með litla staðkunnáttu. Um 60% allra símtala til 112 enda sem verkefni lögreglu, um 35% kalla á aðkomu sjúkraflutninga, 3% til slökkviliða og svo eru 2% ýmislegt annað eins og t.d. skráning barnaverndartilkynninga eða boðun björgunarsveita. Strax í upphafi áttuðu þáverandi forsvarsmenn NL sig á því að öll verkefni NL væru fyrst og fremst landakortaverkefni og gerðu samning við
12
Á vakt fyrir Ísland
Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri NL
Skörunarsvæði 61 vs 66.
landupplýsingafyrirtækið Samsýn um gagnagrunn til að nota undir „spjaldskrá“ viðbragðsaðila. Það samstarf stendur enn og þó að ýmislegt megi segja um notandaskilin að þessari spjaldskrá (Bjargir.112.is) þá hefur þessi upprunalega hönnun þjónað okkar þörfum með mikilli prýði. Þegar búið er að afgreiða „Hvar“ og „Hvað“ er komið niður á tegund viðbragðs og þá er oftast orðið ljóst nákvæmlega hvaða lið eigi að boða. Allir viðbragðsaðilar eiga sér þjónustusvæði í kerfi NL og allt landið er dekkað af svæðum allra tegunda þjónustu. En við viljum samt alltaf boða þann sem fyrstur kemst á svæðið og höfum því víða komið upp nokkuð formlegum „skörunarsvæðum“, þar sem alltaf eru boðaðir aðilar úr
tveimur áttum. Þannig mun alvarlegt bílslys við Ljósavatn alltaf kalla á boðun sjúkraflutninga frá Húsavík og Akureyri og slökkviliða frá Akureyri og Laugum. Boðaðir aðilar hafa svo samráð sín á milli eftir að fyrstu aðilar koma á vettvang um hvort ástæða sé til að skala til viðbragðið. Mikil uppspretta ergelsis út í „Línuna“ hafa í gegnum tíðina verið hinir kriptísku boðunartextar og verða það örugglega lengi enn. En margir lesendur eru þó eflaust komnir með „Síðu máls“ í farsímana sína eða í spjaldtölvur bílanna sem þeir nota í viðbragðinu. „Síða Máls“ eða „U-boð“ eins og margir hafa kallað þau eru upplýsingaboð þar sem vefsíða er send á viðbragðsaðila og er þar hægt að fá mun meiri upplýsingar heldur en hægt er að pakka í lítil skilaboð sem þurfa að rúmast öll á litlum Nokia skjá sem eflaust er þó hvergi til lengur. Á síðu máls má sjá allar upplýsingar sem neyðarvörður skráir um málið og þær halda áfram að uppfærast eftir því sem verkefnið þróast. Síðuna má nota í beinni tengingu við leiðsögukerfi og fá
Dæmi um síðu máls
þannig leiðbeiningar um hvernig komast megi á vettvang. Þar má sjá hverjir aðrir hafa verið boðaðir og séu einhverjir mættir geta þeir deilt myndum af vettvangi inn á síðuna til upplýsinga fyrir aðra viðbragðsaðila. Á síðu máls er hægt að skrá tímastimpla ökutækis eins og t.d. „Á vettvangi“ og „Laus“. Smávægileg hugsanavilla í upphafi varð til þess að virkjun síðunnar var bara sett á viðbragðsaðilann allan, en nú er verið að vinna í að hægt sé að virkja hana beint á tilteknar vettvangseiningar og þá senda hana á alla þá sem boðaðir eru undir tiltekinni einingu eða ökutæki og er þá kannski frekar orðin „síða bíls“ heldur en „síða máls“. Starfsmenn og þjónustuaðilar Neyðarlínunnar þurfa stöðugt að vera vakandi fyrir nýjungum og aðlaga þjónustuna eftir tíðarandanum. Þannig tökum við nú við sjálfvirkum tilkynningum frá árekstrarkerfum bifreiða (e-Call) og munum eflaust fljótlega senda boð sjálfvirkt á sjálfkeyrandi bíla og mega þá viðbragðsaðilar kannski bara þakka fyrir að fá að fljóta með.
Selfoss
TRAUSTUR BYGGINGARAÐILI SÍÐAN 1998
Kynntu þér byggingaraðilann Þegar fasteignakaup standa fyrir dyrum hugar þú að ótal atriðum. Þú reynir að velja söluaðila sem er traustsins verður, velur hentuga fjármögnunarleið og veltir fyrir þér kostum og göllum hverrsins, samgöngum, félagsþjónustu, skólaumhverr og ýmsu eiru. Þú vandar þig – enda er ákvörðunin um að kaupa fasteign með allra stærstu ákvörðunum sem einstaklingur tekur í líínu.
Bryggjuhverr
Gæðakerr Gæðakerr ÞG Verk verndar hagsmuni kaupenda en ávallt er gerð sameiginleg úttekt á hverri fasteign fyrir afhendingu. Fyrirtækið hefur í gegnum tíðina byggt atvinnuhúsnæði sem hýsir margvíslega starfsemi. Sá sem byggir skiptir öllu máli – það er á þessum grunni sem ÞG Verk hefur starfað og mun áfram starfa um ókomna tíð.
www.tgverk.is
Á vakt fyrir Ísland
13
Þjónusta slökkviliða úti á landi vanmetin
,,Maður þarf að hugsa svo vel um hverja krónu” Vilhelm Anton Hallgrímsson slökkviliðsstjóri á Dalvík sagði erfitt að fá afleysingu svo hann geti tekið sér sumarfrí. Hann hefur aðeins einu sinni náð að taka sumarfrí í mánuð samfellt frá því hann tók við starfinu fyrir 10 árum. ,,. . . undanfarin ár hef ég í raun þurft að taka mín sumarfrí þegar ég er hvort sem er í bakvaktafríi”. Hann er með viðveru á stöðinni þrjá daga í viku en afganginn af vinnuskyldunni sinnir hann með bakvöktum, sem þrír aðrir ganga með honum. Á þeim tíma er Vilhelm tók við stöðu slökkviliðsstjóra var ætlast til að ynni fulla vinnu og tæki bakvaktir þess utan, launalaust. Hann gaf þeim kost á að fara þennan milliveg. ,,Annars væri ég andskoti dýr”. Einar Þór Strand er nýtekinn við sem slökkviliðsstjóri á Stykkishólmi, eða í mars á árinu. Hann er í fullu starfi hjá bænum og 20% af því er á slökkvistöðinni. Nú vinnur hann að endurskipulagningu starfseminnar og meðal annars því að fá afleysingu fyrir sig. ,,Það er ekki fyrr en í næsta mánuði sem ég get um frjálst höfuð strokið.”
Hjá Borgþóri Freysteinssyni
slökkviliðsstjóra á Hornafirði horfir öðruvísi við en þar eru fastar vaktir yfir sumartímann og hann hefur bæði varaslökkviliðsstjóra og varðstjóra til að leysa sig af. Hann sér um allar bakvaktir sjálfur en sagði sveitarfélögin horfa á það sem mikla byrði að hafa slökkviliðsstjóra á bakvöktum. Aftur á móti þykir sjálfsagt að hafa bakvaktir á sjúkrabílum. ,,Það virðist ótrúlega erfitt að setja slökkviliðsstjórann á bakvaktir og það er eitthvað sem þarf að taka á . . . Landssambandið þarf bara að taka á þessu.” Vilhelm og Einar tóku undir með Borgþóri. ,,Það er klárt brot á kjarasamningum að ætlast til þess að maður sé tiltækur án þess að borga honum fyrir það” sagði Vilhelm. Einar telur jafnframt nauðsynlegt að Landssambandið grípi inn í þegar staða hlutastarfandi slökkviliðsmanns
14
Á vakt fyrir Ísland
einhvers staðar í Austurlöndum nær eða langt suður í Afríku, við erum eftir sem áður ábyrgir fyrir starfinu . . . maður þarf alltaf að vera klár með svör á reiðum höndum.” Hann sinnir um 40 reglubundnum skoðunum á ári en þær eru ekki eins margar og hvíla á herðum Borgþórs, sem eru 209 talsins. ,,. . . þá er það mun minna álag þannig heldur en Borgþór er að glíma við sem er með alla þessa gististaði”.
Þorbjörg Eva Magnúsdóttir
fellur úr kjarasamningum. ,,Það er ekki hægt að leggja það á okkur að standa í strögglinu bæði útaf mannskapnum og tækjunum”.
Upplifa mikið álag
Borgþór sagði rekstur slökkviliða á hans svæði felast einna helst í forvörnum, úttektum og útgáfu byggingarleyfa. Mikil samvinna ríkir milli slökkviliða og byggingarfulltrúa en ekkert byggingarleyfi er gefið út nema með umsögn slökkviliðsstjóra. Því fylgir mikil vinna og ábyrgð. ,, . . . fyrir utan allar æfingar og vaktaskyldur sem við setjum á liðið þá bætist [þetta] við þannig að það er mjög mikið álag á okkur myndi ég segja”. Borgþór telur forvörnina skila tilsettum árangri en flest útköll vegna eldsvoða eða annarra atvika eru í mannvirkjum sem hafa ekki verið undir þeirra eftirliti. Vilhelm sagði álagið að mestu vera andlegt. ,,Ég byrjaði í þessu ‘93 og er búinn að vera á bakvakt með hausinn síðan. Þannig að ég er orðin svolítið þreyttur í kálfunum að standa á tám allan þennan tíma”. Það fylgir starfinu að fá símhringingar á ótrúlegustu tímum og af þeim sökum upplifir hann sig í raun aldrei í fríi. ,,Það skiptir engu máli þó maður sé staddur í fríi
Einar sagði ekkert eldvarnareftirlit hafa farið fram í nærri fjögur ár hjá Brunavörnum Stykkishólms og nágrennis. ,,. . . ég er í raun bara á byrjunarreit”. Forveri Einars veiktist og í kjölfarið fór eftirlitið úr skorðum. Hann horfir fram á annríkt tímabil en hans hlutverk er að koma starfseminni aftur í réttan farveg. Markmiðið er að næsti slökkviliðsstjóri þurfi ekki að byrja frá grunni. Hann sagði sig ekki enn hafa upplifað álagið sem fylgir stöðunni þar sem svo stutt er síðan hann tók við. Hann þekkir álagið engu að síður vel. ,,það er alltaf áreiti að vera svona á bakvöktum”.
Kappsfullur mannskapur en ófullnægjandi tæki og búnaður
,,Þeir henda frá sér veikum ömmum og ungum börnum til þess að komast í útkallið”. Vilhelm sagði mætingu í útköll vera með besta móti og oftar en ekki mæta fleiri en verkefnin krefjast. Hann er með 19 karlmenn í sínu liði og sagðist hafa reynt að fjölga konum. ,,Það hefur verið vandamál hér að fá konur til að sækjast eftir þessu”. Einar þarf að ráða átta slökkviliðsmenn þar sem þeim hefur fækkað og hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um. ,,. . . ég vil bara fá gott fólk. Við erum ekki konur og karlar, við erum bara fólk þegar við erum í þessu”. Borgþór sagði stoltur frá konunum í hans slökkviliði en þær eru tvær. Hann hefur umsjón með tveimur slökkvistöðvum og á þeim starfa 38 slökkviliðsmenn sem
Borgþór Freysteinsson
Einar Þór Strand
Vilhelm Anton Hallgrímsson
hann sagði metnaðarfulla og búa yfir miklum mannauð. Færri komast að í slökkviliðinu en vilja.
Þar blómstrar ferðaþjónustan og mikilvægt að taka það til greina þegar áhættuþættir eru metnir. Gististaðir eru margir og gistirými enn fleiri, eða yfir 2.000 talsins. Borgþór sagði því mikla áhættu vera til staðar sem fellur utan getu liðsins. Farið var í að endurnýja bíl sem sinnir þjóðveginum og viðbragðið í stórum slysum því orðið viðunandi. Umsvif Slökkviliðs Hornafjarðar eru mikil, sem og margra annarra minni slökkviliða úti á landi.
Einar sagði sparnaðarhugsun ríkjandi þegar snýr að því að meta þörfina. ,,.. það vantar kannski líka að hugsa þetta . . . ekki endilega eftir þessum skiptingum eins og þær líta út á landabréfinu heldur líka hvaðan er þjónustan styst að koma frá”. Á mörgum stöðum er skortur á betri tækjum, búnaði og mannskap. Brunavarnir Stykkishólms og nágrennis kaupa notuð tæki og þörfin til að endurnýja dælubílinn og eignast stigabíl er mikil. Unnið er að því að breyta spítalanum að hluta til í framhald á bls 16
Mannskapurinn dugar þó ekki einn og sér og nauðsynlegt að hafa fullnægjandi tæki og búnað til þess að ráða við hin margvíslegu verkefni sem slökkviliðin sinna. Slökkvilið Hornafjarðar vinnur nú að því að endurskrifa brunavarnaáætlun en sú vinna leiddi í ljós hvað betur má fara er snýr að áhættumati í samfélaginu.
fastus.is
SÉRHANNAÐAR
ÞVOTTAVÉLAR FYRIR SLÖKKVISTÖÐVAR
Sérhannaðar þvottavélar, þurrkara og þurrkskápa til að hreinsa og þurrka galla og búnað slökkviliðsmanna. Hættuleg efni, olíur og reykur festast í göllum og búnaði og því er mikilvægt að hann sé þveginn á öruggan hátt.
ÞVOTTAVÉL í vegg á milli hreins og óhreins rými.
ÞURRKSKÁPUR fyrir allt að fjóra slökkvigalla.
ÞVOTTAVÉL fyrir bök, kúta og annan búnað.
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við söluráðgjafa í síma 580 3900 Fastus ehf |Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
Á vakt fyrir Ísland
15
hjúkrunarheimili og byggingin er sex hæða. ,,Ég get ekki séð að þó svo að allt sé vel brunahannað að ég geti án körfubíls verið.” Sveitarfélögum ber að annast fjármögnun hjúkrunarheimila að hluta og Einar mun færa rök fyrir því að kaup á körfubíl geti verið hluti af framlagi sveitarfélagsins til þess. Vilhelm hefur einnig verið að endurmeta stöðuna á hans starfssvæði en á Dalvík er töluvert af dýrum fasteign um og tvær stórar verksmiðjur. Þar hefur stór fiskvinnsla risið og krefst hún meiri dælugetu en dælubílar liðsins geta annað. Þar fyrir utan er aldur þeirra of hár. ,,Ef það er búið að afskrifa tæki vegna aldurs þá áttu ekki að taka þau fram sem tiltæk tæki og eins og staðan er í dag þá á ég bara fötur. Það er það eina sem er undir 25 ára aldri.”
Stærðin skiptir máli
Vilhelm sagði slökkvistöðina á Dalvík ekki standast þær kröfur sem gerðar eru til slökkvistöðva, hvorki hvað stærð né aðstöðu varðar. Fyrir um 30 árum hafi þó verið byggð ný stöð sem gerði mönnum kleift að ganga hringinn í kringum slökkvibílinn í stað þess að smokra sér inn um rúðurnar. ,,Við höfum enga sturtu hérna. Við höfum enga aðstöðu til þrifa, hvorki á mannskap né búnaði”. Á þeim tíma er slökkvistöðin var byggð var krabbamein ekki talinn áhættuþáttur sem vert væri að huga að. ,,Menn eru bara að fara heim upp í rúmin sín með sitt sót á sér”. Borgþór tók undir með Vilhelm og sagði þetta ófullnægjandi á slökkvistöðvum víða um land. Aðgengið í slökkvistöðinni á Hor nafirði er hins vegar gott, bæði fyrir búnað og mannskap. Einar þarf að leigja húsnæði undir einn slökkvibíl og því ljóst að stækka þarf stöðina í Stykkishólmi. Þrifaðstaða er til staðar en hana þarf þó að bæta. ,,Þetta með það að byggja utan um flotann eins og hann er - er aldrei gott upp á framhaldið”.
Kórónufaraldurinn til trafala
Óneitanlega hefur faraldurinn sett ýmislegt úr skorðum innan veggja slökkviliðanna. Æfingum hefur fækkað, sömuleiðis fundum og öllu skemmtanahaldi. Slökkviliðsmenn á Dalvík þyrstir í æfingar sem yfirleitt voru tvisvar í mánuði. Á móti mætti liðið tvisvar í mánuði til þess að gangsetja, prófa og yfirfara allan búnað. Reglulegir kaffifundir hafa einnig verið mikilvægur liður.
16
Á vakt fyrir Ísland
,,. . . þá mæta menn niður á stöð, við drekkum kaffi, segjum grobbsögur og nokkrar lygasögur og hlæjum einhvern helling”. Vilhelm sagði að með þessu eflist hópurinn og lærir að hugsa sem ein heild. ,,Menn gjörþekkja hvern annan, vita hvað þeir hugsa og við hverju má búast af þeim.” Í Stykkishólmi kom slökkviliðið saman á tveggja vikna fresti, annars vegar til æfingar og hins vegar til yfirferðar á stöðinni. ,,Við höfum líka fengið orð í eyra fyrir að vera of dýrir miðað við önnur slökkvilið hérna í nágrenninu í launum, það er að segja, við erum með of margar æfingar en við hlustum nú bara ekkert á það”. Hann saknar grillkvölda sem yfirleitt eru haldin tvisvar á ári en nauðsynlegt er að liðið komi saman til þess að skemmta sér. ,,Þá er mætt og grillað niðri á stöð og þeir sem vilja bjór fá bjór . . . en þá þarf að passa að Grundfirðingar séu svona nokkuð ófullir” sagði Einar og hló. Slökkvilið Hornafjarðar kom saman einu sinni í mánuði til æfinga og jafn oft til þess að fara yfir búnað og þrífa stöðina. Á slíkum vinnukvöldum ræðir liðið saman um daginn og veginn og eins það sem betur má fara. Borgþór sagðist með þessu móti fá heildarsýn á mannskapinn. Hann hefur nýtt faraldurinn til þess að mennta nokkra úr hópnum og að námskeiðinu loknu verða allir í liðinu komnir með réttindi til að starfa sem slökkviliðsmenn.
Erfitt að uppfylla kröfur um reykköfun
Helmingur slökkviliðsmanna á Dalvík og Stykkishólmi uppfylla kröfur til reykköfunar. Vilhelm sagði það hafa gengið ágætlega að halda í þann fjölda en mun erfiðara reynist að fjölga þeim sem uppfylla öll skilyrði. ,,Svo hef ég ráðið inn menn sem ég veit að hafa alls ekki möguleika á að ná reykköfunarprófi en ég hef ráðið þá nýja inn vegna þess að þeir hafa aðra hæfileika sem eru einstakir. Búa yfir góðri þekkingu og eru snjallir á annan hátt.” Borgþór tók undir með Vilhelm og sagði það eiga eftir að koma í ljós hversu margir geta sinnt reykköfun. Hann sagði æfingaskylduna á bak við hana vera erfitt að uppfylla. ,,Við reynum að gera okkar besta í að halda mannskapnum í þeirri þjálfun”.
Borgþór hefur sjálfur séð um þjálfun reykkafara en stefnir á að hluti liðsins öðlist réttindi til kennslu. Vilhelm sér einnig um þjálfun sinna reykkafara en í liðinu eru að auki tveir þjálfunarstjórar. Einar er hins vegar í miklum vandræðum. ,,Menn í svona hlutastarfandi liðum uppfylla sjaldnast kröfurnar um að geta staðið í þessu . . . miðað við kröfurnar eins og þær líta út”. Erfitt reynist að fá læknisskoðun á Dalvík og í Hornafirði en auk þess sagði Vilhelm gjaldið hafa hækkað til muna, eða úr um það bil 9.000 kr. í 28.000 kr. ,,. . . þannig að ég er í hálfgerðum vandræðum [með] hvernig við borgum”. Hann og Borgþór hafa rætt sín á milli möguleikann á að ráða verktaka og fá með því móti ódýrari þjónustu. Borgþór sagði slökkviliðin á Kirkjubæjarklaustri, í Djúpavogi, Vík og jafnvel Vestmannaeyjum vera í sömu vandræðum. ,,Við erum bara ekki að fá heilsugæsluna til að taka þetta fyrir okkur. Það er vandinn.”
Skortur á fjárveitingu
Að endingu snýst þetta um skort á fjárveitingu. Slökkviliðin taka að sér ýmis verkefni sem teljast ekki lögboðin og nýta gróðann til að mynda í tækjakaup. Á Dalvík er til dæmis gert við slöngur og farið í upphreinsun utan lögboðinna verkefna. Mikið er um kvikmyndatökur og auglýsingagerð í Hornafirði og gjarnan þörf fyrir vöktun svæða og notkun slökkvibíla. ,,Við höfum verið að selja aðgang að því og það hafa verið dálítið af tekjum í kringum þessi kvikmyndaverkefni”. Einar sagði upphæðina sem hann fær til nýkaupa í ár ekki duga fyrir hjálmum og fjarskiptum. Vilhelm endurnýjar þrjá slökkvigalla á hverju ári og nær með því móti að halda öllum göllum innan við 10 ára gömlum. Hann horfði aftur til ársins 2013 þegar hann hafði 5.000 kr. til nýkaupa. Hann fjárfesti í lyklaboxi sem hann festi utan á slökkvistöðina en sjálfur þurfti hann að leggja til 300 kr. fyrir kaupunum. ,,. . . ég væli ekkert stórkostlega þó ég vilji fá 80 milljón króna bíl núna.” Þorbjörg Eva Magnúsdóttir
slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði Akureyrar og fjölmiðlafræðingur
Slökkvilið Akureyrar og Brunavarnir Árnessýslu fá á þessu ári sitthvorn nýjan stigabíl frá Echelles-Riffaud í umboði okkar. a ð o r n, f e v se íma e n eið s o l k l s , a r ra a snj , nám a s á , bl etti eð byssur r a l vé lesbr , úða a d yn lvu, vélar m r tö otta a Hvað vantar þig? í ð r u ra kuna guþv n n i , ot , slön r n u l s i bys kerfi t dælur a ð , ú halds ílar, r a t tú g við tigab s , r u ds o lar, s g n slö luhal ankbí Slökkvilið Akureyrar, Skútstaðahrepps og s ar, t r ý k l s vibí Þingeyjarsveitar og Ísafjarðarbæjar hafa á k k ö l s síðastliðnu ári fengið undanfara frá BMT í umboði okkar. Hafðu samband og Sjáðu hvort ég get aðstoðað Bestu kveðjur Daníel • DAGA Fire & Rescue ehf. – Lyngbraut 2. - 806 Bláskógabyggð • Sími: 853 3243 – Netfang: daniel@daga.is - www.daga.is
,,Það þarf að finna einhvern stað fyrir hjúkrunarfræðinginn innan þessarar stéttar” María Sigurrós Ingadóttir hjúkrunarfræðingur og bráðatæknir á Selfossi sagði menntun sína sem hjúkrunarfræðingur nýtast einkar vel á sjúkrabíl. Starf hennar innan spítala hefur veitt henni töluverða reynslu, mun meiri en nám í sjúkraflutningum. Hún sagði löngu tímabært að fundinn sé staður fyrir hjúkrunarfræðinginn innan stéttarinnar. ,,. . . maður hættir ekkert að vera hjúkrunarfræðingur þó maður labbi út í sjúkrabíl”. Hún upplifir menntunina þó ekki metna að verðleikum og veltir fyrir sér hvort ástæðan sé sú að hún er kona.
Lára Bettý Harðardóttir hjúkrunarfræðingur og neyðarflutningamaður á Dalvík sagði það mikils metið af samstarfsfólki sínu á sjúkrabílnum að hún er hjúkrunarfræðingur. Hún veltir því fyrir sér hvort sérnám hennar í bráðahjúkrun spili þar stórt hlutverk. Hún heldur utan um alla faglega þætti, jafnvel þó sú vinna hafi oft á tíðum verið launalaus, og læknar á svæðinu leggja áherslu á samvinnu og traust. Þeir spyrja gjarnan: ,,Lára hvernig metur þú stöðuna og hvað myndir þú gera?” Í alvarlegum tilfellum þar sem sjúkrabíllinn fer um lengri veg fara læknarnir síður með ef Lára er á vakt. Hún telur heilbrigðismenntaða sjúkraflutningamenn og lækna úti á landi kunna betur að meta störf hjúkrunarfræðinga á sjúkrabílum heldur en þá sem engan grunn hafa í heilbrigðismenntun. ,,Með aukinni faglegri þekkingu og aukinni reynslu geri ég mér betur grein fyrir faglegum takmörkunum mínum sem hjúkrunarfræðingur. . . ber einhvern veginn meiri virðingu fyrir vanþekkingu minni en til dæmis sá sem hefur takmarkaða menntun og minni reynslu eða öðruvísi menntun”. Guðbjörg Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur og neyðarflutningamaður á Egilsstöðum sagði það mikils metið af samstarfsfólki hennar og læknum að hafa hjúkrunarfræðing á sjúkrabílnum. Þetta viðhorf hefur tekið breytingum frá því hún hóf fyrst störf fyrir um áratug. Þá heyrðist gjarnan sagt: ,,Hvað er hjúkrunarfræðingurinn að halda að hún geti gert sem við getum ekki?”
18
Á vakt fyrir Ísland
Í dag er þetta fyrirkomulag talið henta einkar vel, sér í lagi á stöðum þar sem menntunarstig er lægra. Hjúkrunarfræðingar búa yfir mikilli þekkingu, eru í góðri æfingu og vinna daglega við heilbrigðisþjónustu. Guðrún sagði tímakaupið hins vegar lækka svo um munar við það að stíga út af heilsugæslunni og inn í sjúkrabíl. Lára gengur bakvaktir á sjúkrabíl 11-22 daga í mánuði og á sér þá ósk að HSN horfi til menntunar hennar og bakgrunns og greiði henni laun í samræmi við það. María tók undir þetta og sagði vanta launaflokk fyrir hjúkrunarfræðinga og skýrari stöðu þeirra á sjúkrabíl.
Staða hjúkrunarfræðings á sjúkrabíl óljós
Í vinnuferlum er skýrt hvaða heimildir grunnmenntaðir, neyðarflutningamenn og bráðatæknar hafa en Lára sagði hjúkrunarfræðimenntun ekki gefa neinar frekari heimildir til inngripa. Hún er með uppáskrifað leyfi frá sínum læknum sem gerir henni kleift að framkvæma inngrip sem eru utan heimilda neyðarflutningamanna. ,,. . . af því að þeir . . . þekkja mig og vita hver mín faglega þekking er að þá fæ ég leyfi til gera það frá þeim. Ef ég kæmi til Akureyrar mætti ég ekki gera þetta”. Guðbjörg tók undir og sagði HSA veita hjúkrunarfræðingum á sjúkrabíl á Egilsstöðum umræddar heimildir. Lára sagði HSN ekki veita slík leyfi heldur þarf hver starfsstöð að ákvarða hvernig þessu er háttað innan hennar. ,,Þetta er til dæmis eitthvað sem mér finnst að Landssambandið ætti kannski að vinna í með okkur”. María starfaði um tíma á sjúkrabíl á Húsavík og þar var sömu sögu að segja. Síðan hún varð bráðatæknir horfir öðruvísi við og heimildir hennar bæði skýrari og víðtækari. ,,Ég held að við þurfum að fá ambulance hjúkrunarfræðing inn í ferlið og hvað hann má gera”. Hún sagði hjúkrunarfræðimenntun vega meira en menntun neyðarflutningamanns, til dæmis hvað varðar grunn í lyfjafræði. ,,Þó þú sért hjúkrunarfræðingur og bara grunnmenntaður að þá ertu alveg á pari við mjög góðan neyðarflutningamann”.
Þorbjörg Eva Magnúsdóttir
Vinnuferlar gríðarlega mikilvægur þáttur
Á Selfossi starfar hópur sem hefur haft til skoðunar gerð á stöðluðum fyrirmælum fyrir þeirra einingu. Endurnýjun vinnuferla fyrir sjúkraflutninga og bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa er nú þegar hafin og María sagði hópinn sammála um að leggja áherslu á samvinnu við yfirlækni utanspítalaþjónustu: ,,Við viljum bara leggja honum lið við að halda áfram að gera þessa ferla sem hann er byrjaður á . . . hann er bara einn maður og getur ekkert endilega gert þetta allt sjálfur”. María, Lára og Guðbjörg telja ósamræmi vera í vinnuferlunum og endurskoðunina ganga of hægt. Lára vann á stórri bráðamóttöku í Noregi áður hún hóf störf sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi og þar var rík áhersla lögð á gott skipulag og skýrar leiðbeiningar. Þar voru gefnir út vinnuferlar sem öllum bar að tileinka sér, óháð staðsetningu og því hvort viðkomandi var hjúkrunarfræðingur, læknir eða sjúkraflutningamaður. ,,. . . ef þú ert að fá brjóstverk á Dalvík þá er sami vinnuferill og er í gangi þegar þú færð brjóstverk á Egilsstöðum eða Ísafirði eða í Reykjavík . . . það fer ekki eftir því hversu vel heimilislæknirinn á svæðinu er búinn að update-a sig í vinnuferli varðandi STEMI síðustu árin”. Hún sagði menntun og faglegan grunn skipta máli þegar kemur
að því að sinna sjúklingum, sér í lagi úti á landi. Mikilvægt er að sjúkraflutningamenn séu færir um að meta hvort meðferð sjúklings sé í samræmi við bestu gagnrýndu þekkingu hverju sinni. Ekki er hægt að treysta á að heimilislæknir hafi sótt sér endurmenntun undanfarin 10 ár. Lára situr í samráðshópi með öðru fagfólki um bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa á Norðurlandi en þar er unnið að samræmingu vinnuferla á svæðinu. Hún upplifir sem svo að þar vegi atkvæði hennar ekki jafn þungt og annarra. ,,. . . ég held að [það sé] af því að ég er kona, frekar ung og ég er hjúkrunarfræðingur. Ég er ekki læknir eða paramedic”. Lára varð orðlaus þegar hún hóf máls á mikilvægi þess að allir fari eftir sömu vinnuferlum. ,,Þá fékk ég þessa gullnu setningu: já - en það verður nú að passa upp á læknisfræðilegt sjálfræði lækna í héraði”. Hún sagði þetta viðhorf bera keim af þeim gamla kúltúr að læknar eigi að taka ákvörðun um meðferð, sama á hverju hún er byggð. Vinnuferlar eru því afar mikilvægt tól sem gerir sjúkraflutningamönnum kleift að færa rök fyrir því hvaða meðferð er byggð á bestu gagnrýndu þekkingu hverju sinni. Með vinnuferlum hafa þeir við skýran ramma að styðjast en á meðan þeir standa ókláraðir reynist það einkar erfitt. Guðbjörg sagði það sérstaklega erfitt fyrir þá sjúkraflutningamenn sem engan grunn hafa í heilbrigðismenntun.
,,Ég hef gríðarlegan áhuga á utanspítalaþjónustu og á að bæta faglega þekkingu og færni okkar sem og að bæta ásýnd okkar. Við erum sjúkraflutningafólk en ekki sjúkrabílstjórar.” Hún sagði ekki vera hægt að gefa afslátt af færni þeirra sem eru á bílnum vegna staðsetningar. Allir eiga að geta sinnt grunnþjónustu, metið hvort um lífsógn er að ræða og brugðist við. Lára samsinnti orðum Guðbjargar og sagði tækifæri leynast fyrir metnaðarfulla hjúkrunarfræðinga og sjúkraflutningamenn til að gera frekari faglegar kröfur til starfsins. Hjúkrunarfræðingar bera virðingu fyrir þekkingunni og vita vel hversu mikilvægt er að halda sér við í starfi, sérstaklega úti á landi þar sem flutningar eru fáir. Sökum fárra útkalla hlutastarfandi á fámennum stöðum fennir fljótt yfir grunninn sem fæst í Sjúkraflutningaskólanum. ,,Námið í Sjúkraflutningaskólanum er mjög flott og mjög metnaðarfullt en það er ótrúlega erfitt fyrir fólk sem er í 100% vinnu að ætla að tileinka sér alla þessa þekkingu á þessum svakalega stutta tíma með svo litla reynslu til að byggja á”.
uppsetning æðaleggja, heildrænt mat á sjúklingum og skráning með tilkomu SBAR.
Þegar Guðbjörg hóf fyrst störf á sjúkrabíl var ekki lögð mikil áhersla á menntun eða reynslu sjúkraflutningamanna. Í sumum bæjarfélögum lifir þetta viðhorf enn og jafnvel ekki litið á starfið sem raunverulegt starf. Mögulega endurspeglar það launin sem þó hafa hækkað síðan hún byrjaði.
,,Hugsunin er einhvern veginn sú að hlutastarfandi fólk mætir bara þegar það á að mæta og það á bara að kunna allt”. Lára sagði mikilvægt fyrir liðin að halda sér vel við með reglulegum æfingum, sérstaklega þar sem hlutastarfandi sjúkraflutningamenn eiga í hlut. ,,Það er ekki alveg hægt að ætlast til þess . . . að þetta hlutastarfandi fólk sé alltaf í sínum frítíma að sinna aukavinnunni”. Eins eru æfingar og samheldni mikilvæg fyrir samfélagið allt. Margt hefur tekið miklum breytingum til hins betra eftir að fólk fór að æfa saman, til dæmis samstarf í endurlífgun,
Guðbjörg sagði hjúkrunarfræðinga með sjúkraflutningaréttindi nýtast einkar vel úti á landi, sérstaklega á heilsugæslum þar sem mönnun lækna er stopul og menntunarstig sjúkraflutningamanna lægra, auk þess sem stór hluti þeirra hefur annað starf fyrir aðalstarf. Himinn og haf er á milli þess að vera í fullu starfi eða í hlutastarfi en þó er ekki hægt að gefa afslátt af þekkingu eða hvaða meðferð sjúklingar fá. Allir eiga skilið að fá bestu mögulegu þjónustu. Hún telur stöðu hlutastarfandi sjúkraflutningamanna eiga undir högg að sækja og mögulega vera að líða undir lok á fjölmennari stöðum þar sem fjöldi útkalla er mikill. Hún sagði hópinn skiptast í tvennt, annars vegar þá sem alltaf eru reiðubúnir að leysa af og mæta í útköll utan vaktar og hins vegar þá sem veigra sér við því. Sjálf hefur Guðbjörg átt það til að breyta áætlunum sínum sökum annríkis, þrátt fyrir að vera ekki á vakt. ,,Ég er farin að setja mig í þá stöðu að vera móralskt á vakt og við erum alltaf á vakt. Ég sef alltaf með símann á náttborðinu, alveg sama hvort ég er á vakt eða ekki. Ég hleyp alveg út ef það er endurlífgun þó ég sé ekki á vakt”. Yngra fólk er sjaldnar tilbúið til að fórna frítíma sínum og eðlilega vill það eyða honum með fjölskyldu sinni. Sökum þess telur Guðbjörg erfiðara að manna þessar stöður í framtíðinni. Lára sér þá framtíð ekki fyrir sér á stöðum eins og Dalvík þar sem flutningar eru fáir. Hún sagði erfitt að manna sjúkrabílinn og þegar faglegar kröfur aukast gæti það orðið enn meiri áskorun. ,,Þetta er svo ótrúlega erfið eða fín lína að fara . . . við viljum hafa faglega menntað fólk en ef þú ætlar að gera of miklar kröfur þá er enginn tilbúinn í þetta”.
María Sigurrós Ingadóttir
Lára Bettý Harðardóttir
Guðbjörg Björnsdóttir
Ekki bara sjúkrabílstjórar
Óraunhæfar kröfur til hlutastarfandi sjúkraflutningamanna
Á vakt fyrir Ísland
19
Dýrmæt þekking hjúkrunarfræðinga
Nánari dagskrá kynnt síðar
Þorbjörg Eva Magnúsdóttir
slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði Akureyrar og fjölmiðlafræðingur Gústi H 2021
20
Á vakt fyrir Ísland
2021
4
2021
september
Ball og matur um kvöldið
LAU
Gústi H 2021
GAR
DAG URI
NN
Ball og matur um kvöldið
Guðbjörg, Lára og María eru allar sammála um gildi hjúkrunarfræðinga á sjúkrabílum landsbyggðarinnar. Með starfi sínu ná þeir að viðhalda þekkingu sinni og miðla henni áfram til metnaðarfullra sjúkraflutningamanna. Málefnið er afar mikilvægt þar sem um ræðir fyrstu heilbrigðisþjónustu sem einstaklingar fá. Alltaf má þó bæta samvinnu innan heilbrigðiskerfisins frá því að sjúklingur fær fyrst þjónustu í heimahúsi og þar til hann er útskrifaður af sjúkrahúsi. Lára líkti ferlinu við eina samfellda keðju sem getur virkað svo vel. Samstarf er dýrmætt þar sem það bætir ekki bara samskiptin heldur alla skráningu og jafnvel þjónustu við sjúklinginn. ,,Saman getum við verið svo sterk. Við á Íslandi mættum vera svolítið minna í því að passa upp á okkar og vera meira opin fyrir því að gera þetta saman”.
Hljómsveitarkeppni eða hæfileikakeppni
4
Hljómsveitarkeppni eða hæfileikakeppni
Strandblak
Strandblak
Hjólreiðamót
Hjólreiðamót
G
SKEMMTILEIKAR 2021
SKEMMTILEIKAR 2021
Guðbjörg sagði tímabært að endurskoða sjúkraflutninganámið. Hjúkrunarfræðingar eiga að fá tækifæri til að bæta sjúkraflutningaréttindum við sem framhaldsnám og byggja ofan á þá menntun sem þeir hafa. Lára starfar á bráðamóttökunni á Akureyri og sagði þá hjúkrunarfræðinga sem taka starfsnám sitt þar hafa mikinn áhuga á sjúkraflutningum. Þeim þykir námið aftur á móti of dýrt og langt fyrir þá sem hafa góðan grunn í fræðunum. Því til stuðnings sagði Lára hjúkrunarfræðinámið og reynslu í starfi nýtast henni einkar vel á sjúkrabílnum. Hún notar þær grunnaðferðir sem kenndar eru í Sjúkra-
LAU
Guðbjörg kláraði nýverið neyðarflutninganámið og tók nemavaktir á sjúkrabíl í Reykjavík. Hún furðaði sig á því að allir sjúklingar voru fluttir, jafnvel þó hægt væri að afgreiða á staðnum eða sjúklingur gat leitað til sinnar heilsugæslu. ,,Það var alveg sama hvað það var, það var allt sett á slysadeild og á sama tíma var verið að segja það að deildin væri að springa og biðja fólk um að leita eitthvað annað”. Ástæðan er sú að slökkviliðið fær ekki greitt fyrir útkallið ef sjúklingur er ekki fluttur á slysadeild. ,,. . . mér fannst þetta svo skrítið að þetta væri svona kerfi sem hvetti til þess að flytja alla”. Oft má afgreiða á staðnum ef aðstæður leyfa og þá í samráði við lækni. María sagði talsvert afgreitt á staðnum á Selfossi en þá verða báðir aðilar á
flutningaskólanum, til dæmis SAMPLE, en segir hjúkrunarfræðinga hafa ,,. . . svo ótrúlega sterkan grunn í þessu heildræna mati á fólki sem hefur enga skammstöfun.” Aukin ábyrgð fylgir hærra menntunarstigi á sjúkrabíl og upplifun hennar af því er jákvæð. Hún gerir það sem hún kann auk þess sem aðstoð og ráðleggingar er auðvelt að nálgast hjá læknum og á bráðamóttökunni á Akureyri. Hún hefur ekki fundið sig í aðstæðum sem hafa reynst henni um megn. ,,. . . mögulega af því að maður fer inn í útkallið og veit hvað er í gangi . . . maður hefur kannski meiri grunn til þess að sjá svolítið fyrir sér í hvað maður er að fara”. Guðbjörg sagði sitt lið deila ábyrgð og að hún finni ekki fyrir því að allt hvíli á hennar herðum. ,,Þetta er ekki eins manns verk, þetta er teymi sem er á bílnum. . . ég er kannski góð í þessu en þá er félagi minn góður í einhverju öðru . . . maður bakkar svolítið hvort annað upp . . . og er óhræddur við að viðurkenna veikleika sína”. Upplifun Maríu af því að vera reynslumeiri eða menntaðri einstaklingurinn á bílnum er jákvæð. ,,. . . maður reynir að nýta sér það . . . mér finnst ganga yfir höfuð mjög vel”. Hún vinnur með góðu fólki og getur alltaf óskað eftir aðstoð og leitað faglegrar ráðgjafar hjá lækni á vakt. Nemar eru einnig tíðir gestir og þá fá hinir reynslumeiri tækifæri til að miðla þekkingu sinni og kenna fagleg vinnubrögð.
NN
Allir fluttir á slysadeildina
bíl að vera sama sinnis og ákvörðunin tekin í samráði við lækni. ,,Þegar ég afgreiði á staðnum geri ég bara gríðarlega góða skoðun og geri mjög góða skýrslu í framhaldi”. Lára bætti við þetta og sagði breiðan grunn hjúkrunarfræðinga mögulega gera þá hæfari í að meta hvenær afgreiða beri á staðnum og hvenær ekki. Menntunin gerir þeim kleift að sjá betur heildarmyndina auk þess sem sjúklingar þeirra upplifa sig trygga í aðstæðum og treysta því að þeir séu öruggir heima.
ARD AGU RI
Guðbjörg tók undir og sagði hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni gegna þar stóru hlutverki. Ekki er hægt að gera þær kröfur að allir hlutastarfandi séu neyðarflutningamenn eða bráðatæknar. Guðbjörg sér fyrir sér að góður hópur viðbragðsaðila samanstandi af einstaklingum með grunnmenntun, framhaldsmenntun og heilbrigðisstarfsfólki með sjúkraflutningaréttindi.
INNLEND FRAMLEIÐSLA MEÐ EPD UMHVERFISYFIRLÝSINGU ÞAKULL / ÞÉTTULL M/VINDPAPPA
YFIRLAGSPLATA Steinullareinangrun sem ætluð er til notkunar í þök þar sem einangrun er hulin með þakdúk eða pappa.
Steinullareinangrun með áföstum vindpappa sem ætluð er á þök.
ÞÉTTULL
UNDIRLAGSPLATA
Steinullareinangrun í veggi og gólf þar sem einangrunin verður ekki fyrir álagi.
Steinullareinangrun sem ætluð er til notkunar í þök undir yfirlagsplötu þar sem einangrunin er hulin með þakdúk eða pappa.
VEGGPLATA Steinullareinangrun sem ætluð er undir loftræstar klæðningar, utan á þétt burðarvirki.
LOFTSTOKKAPLATA Bruna- og hljóðeinangrun á loftstokka.
ÞÉTTULL ÞÉTTULL PLÚS
STOKKAEINANGRUN Steinullareinangrun með álímdri netstyrktri álfilmu. Einangrun ætluð til notkunar utan á sívala loftræstistokka sem bruna-, hita- og hljóðeinangrun.
Steinullareinangrun sem ætluð er til notkunar í milliveggi eða grindur útveggja að innan úr tré eða stáli.
ÍMÚR
SÖKKULPLATA
Steinullareinangrun sem ætluð er fyrir íslenska múrkerfið ÍMÚR. Til notkunar á steypta eða hlaðna veggi utanhúss eða að innanverðu.
Steinullareinangrun sem ætluð er utan á sökkla og undir botnplötu á fyllingu.
SAUÐÁRKRÓKI
•
Sími 455 3000
•
steinull@ steinull.is
•
www.steinull.is
Yfirfærsla ábyrgðar við komu
sjúklinga með sjúkrabílum
á bráðamóttökur reynsla heilbrigðisstarfsmanna
Ekki hafa verið gerðar margar rannsóknir eða birtar greinar um sjúkraflutninga hér á landi en nú í byrjun árs 2021 var birt grein í Scandinavian Journal of Trauma, Resuscitation and Emergency Medicine um sjúkraflutninga á Íslandi. Höfundar greinarinnar voru þau Sveinbjörn Dúason, Dr. Margrét Hrönn Svavarsdóttir og Dr. Björn Gunnarsson. Greinin var unnin upp úr meistararitgerð Sveinbjörns sem fjallaði um reynslu sjúkraflutningamanna, hjúkrunarfræðinga og lækna af móttöku sjúklinga sem koma með sjúkrabílum á bráðamóttökur (e. patient handover).
Eins og lesendum „Á vakt fyrir Ísland“ er kunnugt þá eru sjúkraflutningar mikilvægur þáttur í íslensku heilbrigðiskerfi og mæðir oft mikið á þeim þætti þegar um bráð veikindi eða slys er að ræða. Reglugerð um framkvæmd og skipulag sjúkraflutninga (nr. 262/2011) skilgreinir sjúkraflutninga á eftirfarandi hátt: „Til sjúkraflutninga teljast allir flutningar sjúkra og slasaðra utan sjúkrahúsa, hvort sem er í lofti, á láði eða legi.“ Flest allir sjúkraflutningar enda með móttöku sjúklinga og margir byrja einnig þannig, eins og til dæmis í millistofnanaflutningum. Hér skilgreinum við móttöku sjúklings sem „Aðstæður þar sem fagleg ábyrgð á sumum eða öllum þáttum greiningar og/
22
Á vakt fyrir Ísland
Sveinbjörn Dúason
eða meðhöndlunar sjúklings er færð á hendur annars aðila tímabundið eða til frambúðar“. Í bráðatilfellum og öðrum sjúkraflutningum eru flestir sjúklingar fluttir á bráðamóttöku þar sem sérhæfðir starfsmenn taka á móti sjúklingum en um þriðjungur sjúkraflutninga eru til bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi eða bráðamóttöku Sjúkrahússins á
Akureyri. Við móttökuna skapast sú hætta að mikilvægar upplýsingar berist ekki frá sjúkraflutningamönnum til hjúkrunarfræðinga og lækna með afleiðingum sem geta haft neikvæð áhrif á velferð sjúklinga. Rannsóknir hafa sýnt að öryggi sjúklinga getur verið ógnað ef klínísk móttaka er ekki eins og best verður á kosið. Mikilvægur þáttur móttökunnar er að koma réttum upplýsingum um ástand og meðferð sjúklinga á skilvirkan hátt milli heilbrigðisstarfsmanna með það í huga að tryggja öryggi. Skortur á upplýsingum eða misskilningur getur meðal annars valdið töf á greiningu og réttri sjúkdómsmeðferð, aukaverkunum eða vandamálum í meðferð sjúklinga og mistökum við lyfjagjafir. Í verstu tilfellum getur þetta valdið alvarlegum skaða eða jafnvel dauða sjúklinga. Rannsóknir skortir á þessu sviði og mikilvægt að bæta úr því með öryggi sjúklinga í huga og var það haft til hliðsjónar við gerð rannsóknarinnar. Notuð var fyrirbærafræðileg aðferð Vancouver-skólans. Viðmælendur voru valdir með tilgangsúrtaki. Tekin voru hálfstöðluð einstaklingsviðtöl og stuðst við viðtalsramma. Viðtölin voru þemagreind, gerð einstaklingsgreiningarlíkön og heildargreiningarlíkan. Alls tóku 17 sjúkraflutningamenn, hjúkrunarfræðingar og læknar með
reynslu af störfum á bráðamóttökum sjúkrahúsa þátt í rannsókninni en þar lýstu þátttakendurnir því hver þeirra upplifun var af móttöku sjúklinga sem koma með sjúkrabíl á bráðamóttöku sjúkrahúsa og þeim samskiptum sem eiga sér stað milli þeirra heilbrigðisstétta sem að málinu koma. Meginniðurstaða rannsóknarinnar var að formföst samskipti og upplýsingagjöf hafa mikil áhrif á gæði þjónustunnar. Alls voru greind fjögur meginþemu og níu undirþemu úr viðtölunum sem lýstu reynslu þátttakenda af viðfangsefninu og þátttakendur töldu að hefði áhrif á gæði þjónustunnar. Í þema um óljósa faglega ábyrgð lýstu þátttakendur því að það væri ekki ljóst hver bæri að þeirra mati ábyrgð á sjúklingnum og hvar í ferlinu sú ábyrgð færðist milli heilbrigðisstarfsmanna. Þemað upplýsingaflæði milli fagaðila lýsir samskiptum milli fagaðila sem sögðu þau hefjast fyrir komu sjúklings á bráðamóttöku, halda áfram á bráðamóttökunni og enda með skýrslugjöf og skráningu upplýsinga. Þar kom skýrt fram hve mikilvæg vönduð
upplýsingagjöf er fyrir þjónustuna. Mannlegir þættir fjalla um faglega færni og viðhorf þátttakenda til bæði samstarfsaðila og sjúklinga en í einhverjum tilfellum ríkir spenna milli fagstétta. Bent var á menntahroka, það væri talað af óvirðingu fyrir framan sjúklingana og að tími sólahringsins geti haft áhrif á gæði þjónustunnar. Kerfislægir þættir snúa að atriðum eins og skipulagi þjónustunnar, hvort stuðst sé við verkferla og að faglegri endurgjöf. Þátttakendur sögðu mikilvægt að geta veitt samfellda þjónustu, að hafa verkferla til að styðjast við og að ekki sé nægur tími til að veita faglega endurgjöf. Einnig kom fram að mikið álag sé á bráðamóttökunum og að skortur á starfsfólki ógni gæðum þjónustunnar. Það má draga þá ályktun af þessu að stöðluð upplýsingagjöf, skýrar vinnureglur og fræðsla til heilbrigðisstarfsfólks getur mögulega bætt yfirfærslu ábyrgðar á sjúklingum við komu á bráðamóttöku og þannig aukið öryggi sjúklinga. Margt fróðlegt kom fram í rannsókninni þar sem þátttakendur lýsa reynslu sinni af móttöku sjúklinga
og koma með dæmi til útskýringar. Bæði um það sem má bæta og einnig lýstu þeir því þegar allt gekk upp og vel var að verki staðið, eins og þegar upplýsingar fyrir komu sjúklings eru réttar, stuttar og gera móttökuaðilum kleift að undirbúa sig vel. Allir þátttakendur lýstu því að yfirleitt gangi samstarfið vel og markmið þeirra sé að veita fyrirmyndar þjónustu. Því ber að fagna og þakka fyrir það frábæra starf sem heilbrigðisstarfsfólk leggur af mörkum til samfélagsins. Fyrir ykkur sem hafið áhuga á að kynna ykkur niðurstöður rannsóknarinnar nánar þá má nálgast greinina í Scandinavian Journal of Trauma, Resuscitation and Emergency Medicine hér (https://rdcu.be/ceoPE) og meistararitgerðina (rannsóknina) í Skemmunni sem er rafrænt varðveislusafn háskólanna á Íslandi (https:// skemman.is/handle/1946/32395). Sveinbjörn Dúason bráðatæknir, BS í viðskiptafræði og MS í heilbrigðisvísindum
Ekki er allt sem sýnist Gæti laseraðgerð gert gæfumuninn?
Glæsibær, Vesturhús • Álfheimar 74 • 104 Reykjavík • Sími 414 7000 • augljos@augljos.is • www.augljos.is
Á vakt fyrir Ísland
23
Sálfræðiþjónusta fyrir
félagsmenn LSS Undanfarin fjögur ár hafa Sálfræðingarnir ehf. starfað sem þjónustuaðili fyrir Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Á þeim tíma hefur aðkoma okkar verið bæði í formi viðtala við aðila á stofu og á vettvangi og hafa fleiri tugir meðlima LSOS sótt sér stuðning síðastliðin ár. Brugðist hefur verið fljótt við stórum atburðum þar sem Sálfræðingarnir ehf. hafa dvalið á vettvangi jafnvel í einhverja daga, eins og í nýliðinni aurskriðu á Seyðisfirði. Öll þessi þjónusta er möguleg og sjálfsögð og hefur skipt sköpum hvað suma aðila hefur varðað. Aðilar leita LSOS þjónustu Sálfræðinganna vegna ýmiskonar vanda m.a. atvika sem upp hafa komið í vinnu, erfiðra stöðu heima fyrir sem hefur áhrif á vinnugetu eða samskiptaerfiðleika á vinnustað. Árið 2019 var gerð grunnrannsókn á líðan slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna annars vegar og lögreglumanna hins vegar sem og björgunarsveita hjá Rannsóknarsetri áfalla við Háskólann í Reykjavík og liggja niðurstöður hennar fyrir. Svörun hjá lögreglumönnum var langbest sem gerir upplýsingar um þá marktækari. Rannsóknin skoðaði hversu algeng greining á Áfallastreituröskun gæti hugsanlega verið og hvort alvarlegir atburðir í starfi síðastliðna 12 mánuði væri áhættuþáttur á meðan félagslegur stuðningur frá fjölskyldu og vinum væri verndandi þáttur fyrir áfallastreitu. Sendur var spurningalisti á alla slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn sem og lögreglu og björgunarsveitir gegnum tölvupóst og var þýðið 234 lögreglumenn, 168 slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn (89 sem skilgreindu sig fyrst og fremst í sjúkraflutningum og 79 slökkviliðsmenn) og 133 sjálfboðaliðar úr björgunarsveitum. Niðurstöður sýndu að 17,3% lögreglumanna og 11,6% sjálfboðaliða í björg-
Sigríður Björk Þormar
unarsveitum hafði það mikil einkenni áfallastreitu að grunur er um að þau uppfylli viðmið um svokallaða áfallastreituröskun. Hún er greind þegar einkenni eru það mikil að þau fari yfir ákveðin greiningarviðmið í spurningalista en er aldrei formlega greind nema með klínísku viðtali. Þessi tíðni hjá lögreglumönnum og sjálfboðaliðum er marktækt hærri heldur en hjá slökkviliði og sjúkraflutningum þar sem 7,7% greindust yfir svokölluðum viðmiðunarmörkum. Hjá öllum hópunum voru þeir sem höfðu upplifað fleiri alvarleg atvik í vinnu líklegri til að greinast yfir viðmiðunarmörkum um áfallastreituröskun. Það kom einnig í ljós að þau sem voru einhleyp og þau sem unnu úti á landi sýndu tengsl við aukin áfallastreitueinkenni hjá lögreglumönnum. Hjá öllum hópunum var félagslegur stuðningur verndandi þáttur þar sem
góður stuðningur var tengdur minni einkennum um áfallastreitu. Þessar niðurstöður sýna mikilvægi þess að sinna vel sálrænum stuðningi við alla viðbragðsaðila. Það sem kemur á óvart í niðurstöðunum er hversu lítil áfallastreitueinkenni eru hjá slökkviliðs- og sjúkraflutningsmönnum á Íslandi og er þetta ekki í samræmi við erlendar niðurstöður þar sem tíðnin er oftast í kringum 14% hjá slökkviliði og sjúkraflutningum en frekar í kringum 12% hjá lögreglu1. Eflaust skýrast þessar niðurstöður af því hversu fáir aðilar frá LSOS svöruðu listanum og sýna tölurnar því mögulega skekkta mynd af tíðni áfallastreitu í þeim hópi. En hvað er áfallastreituröskun og hverjir fá hana helst? Það er eðlilegt að alvarlegir atburðir hreyfi við okkur og það taki einhvern tíma að jafna sig. Margir sem lent hafa í áföllum fara í felur með þá líðan sem fylgt getur í kjölfarið og finna jafnvel til skammar yfir því að „jafna sig ekki“ eins fljótt og margir aðrir. Þessi skömm leiddi það af sér hér áður fyrr að aðilar leituðu sér ekki aðstoðar og voru oft komnir í öngstræti með líðan sína. Þetta hefur sem betur fer breyst mikið á undanförnum 5-10 árum. Þegar við stöndum frammi fyrir ógn eða hættu upplifum við oft mikla hræðslu og jafnvel skelfingu, hrylling eða vanmátt. Fara þá í gang ferli í líkamanum sem miða að því að verjast eða forðast ógnina. Um er að ræða frumviðbrögð sem hvetja okkur annað hvort til að berjast eða flýja. Sterk tilfinningaviðbrögð eru því eðlileg eftir alvarlega atburði en þau einkenni eiga smám saman að minnka í styrkleika sínum. Því þarf meira en mánuður að líða frá atburði þar til greiningu um áfallastreituröskun er varpað fram. Þó flestir jafni sig fljótt eftir alvarlega atburði er alltaf einhver hópur fólks eða viðbragðsaðila, mismunandi eftir atburðum, sem þróar með sér áfallastreitueinkenni sem valdið geta veru-
1 Lewis-Schroeder, N. F., Kieran, K., Murphy, B. L., Wolff, J. D., Robinson, M. A., & Kaufman, M. L. (2018). Conceptualization, Assess-
ment, and Treatment of Traumatic Stress in First Responders: A Review of Critical Issues. Harvard review of psychiatry, 26(4), 216–227. https://doi.org/10.1097/HRP.0000000000000176
24
Á vakt fyrir Ísland
legri vanlíðan og ef einkennin eru mikil þá nær fólk greiningarviðmiðum um áfallastreituröskun „post traumatic stress disorder“. Það kemur einnig fyrir að einkenni séu lítil í kjölfar atburðar og byrji ekki fyrr en árum síðar og þá stundum í tengslum við streitufullar aðstæður. Það hefur þó sýnt sig að ekki allir sem þróa röskunina með sér hafa upplifað hættulegan atburð heldur frekar atburð sem ógnar öryggi okkar eða vellíðan á einhvern hátt. Skyndilegur dauði ættingja getur, sem dæmi má gefa, einnig valdið áfallastreituröskun, sérstaklega ef tengslin við viðkomandi voru djúp.
hegðun getur verið til staðar, við erum stöðugt á varðbergi og okkur bregður auðveldlega. Margir upplifa einbeitingarörðugleika og svefntruflanir. Þessi viðbrögð annað hvort hefjast eða versna í kjölfar atburðarins og ekki er hægt að skýra þau til dæmis með höfuðáverka eða neyslu. Þessi einkenni, sérstaklega reiði og pirringur, geta orðið til þess að okkur finnist erfitt að vera í kringum aðra eða aðrir forðast að vera í kringum okkur, sem verður oft til þess að félagslegur stuðningur minnkar. Áfallastreituröskun verður því oft félagslegur sjúkdómur sem áhrif getur haft á nærumhverfi og fjölskyldu.
ljóst er að einkenni minnka ekki þegar frá líður, hefur sýnt sig að dregur úr líkum á að þróa með sér langvarandi áfallastreituröskun sem síðan getur haft áhrif á náin tengsl í lífi manns því hæfni til samskipta, þol fyrir streitu og félagsskap fólks verður minni. Auk þess hjálpar góð meðferð fólki að snúa fyrr til góðrar virkni og/eða vinnu og dregur jafnvel úr líkamlegum einkennum s.s. krónískum verkjum. Þegar áfallastreituröskun er látin ómeðhöndluð getur hún leitt af sér mikla vanlíðan, þunglyndi, félagslega einangrun, samskipta- og tengslavanda og jafnvel misnotkun á vímugjöfum.
Röskunin þróast á mismunandi hátt og margir ná bata innan sex mánaða á meðan aðrir eru að fást við þetta árum saman, sér í lagi ef þeir leita sér ekki aðstoðar. Samansafn einkenna í hegðun, hugsun eða tilfinningalífi okkar ræður úrslitum um hvort hægt er að greina áfallastreituröskun. Það eru einkenni eins og ágengar minningar, martraðir, endurupplifun af atburðinum og sterkar tilfinningar og/eða líkamleg viðbrögð þegar eitthvað minnir okkur á atburðinn. Við höfum tilhneigingu til að forðast að hugsa um, tala um eða upplifa tilfinningar eða mæta aðstæðum og/eða fólki sem minna á atburðinn. Forðunin leiðir jafnvel til breytinga á venjum okkar eða hegðun svo sem að vilja helst ekki setjast undir stýri eftir bílslys þrátt fyrir að hafa alltaf viljað vera ökumaðurinn fyrir slysið. Vangeta til að muna mikilvægar upplýsingar um atburðinn getur verið til staðar, rangtúlkun á því sem gerðist eða afleiðingum þess sem leiðir oft til sjálfsásökunar eða ásökunar í garð annarra. Einnig getur borið á áhugaleysi fyrir því sem áður var skemmtilegt, sumir fjarlægjast eða detta úr tengslum við fólk og tala um vangetu til að upplifa jákvæðar tilfinningar eða tilfinningadofa. Reiði og pirringur er algengur, óábyrg eða sjálfseyðandi
Eins og áður sagði reyna margir að fela einkennin eða finna til skammar yfir líðan sinni á meðan margir þættir spila inn í hvort einstaklingur þrói með sér áfallastreituröskun eða ekki. Að greinast með áfallastreituröskun þýðir ekki að við séum á einhvern hátt ekki jafn seig og aðrir. Það skiptir til dæmis máli hvort um líkamleg meiðsli hafi verið að ræða, hvort lífshætta var upplifuð, hvort við höfum góðan félagslegan stuðning af nánasta umhverfi ef aðrir erfiðir atburðir eru að gerast á sama tíma s.s. alvarleg veikindi í fjölskyldu og hvort saga sé um fleiri alvarleg áföll. Daglegt form okkar hefur því mikil áhrif á hversu vel við getum unnið úr erfiðum atburði. Þeir sem kannski eru að ganga í gegnum erfiðan skilnað, eiga veikan ættingja eða annað sem er að valda streitu væru verr til þess fallnir að taka á móti alvarlegu atviki í starfi.
Ef þú hefur lent í alvarlegum atburði og kannast við þessa líðan er gott að leita sér aðstoðar sem fyrst til að vinna gegn þeim áhrifum sem einkennin eða röskunin getur haft á þig og þá sem standa þér næst.
Sálfræðingar hafa náð góðum árangri í meðhöndlun áfallastreituröskunar og eru ákveðnar tegundir hugrænnar atferlismeðferðar og þá sérstaklega hugræn úrvinnslumeðferð mjög árangursríkar. Einnig hefur EMDR (Eye Movement Desensitization and Reprocessing) reynst vel. Að leita sér sálfræðimeðferðar sem fyrst, þegar
Að þessu sögðu er ljóst að síðastliðið ár hefur reynt á hjá meðlimum LSOS hvað varðar COVID-19 faraldurinn. Sjúkraflutningar við streitufullar aðstæður þar sem ógnin var ósýnileg, breyting á vaktaskipulagi (og þar með daglegu stuðningskerfi) og rofin tengsl á milli starfsfélaga er allt líklegt til að ýta undir erfiðar tilfinningar. Rannsóknarsetur áfalla við Háskólann í Reykjavík hefur því farið af stað aftur til að mæla líðan félagsmanna. Seinna í sumar eða snemma í haust mun verða send út krækja á spurningalista sem mikilvægt er fyrir sem flesta að svara vel. Vel útfylltur listi frá sem flestum aðilum gefur okkur góða mynd af raunverulegri líðan hópsins og getur þá leitt af sér góðar upplýsingar um hvers konar viðbragð og/eða stuðningsúrræði væri skynsamlegast að þróa og bjóða upp á fyrir félagsmenn. Sigríður Björk Þormar doktor í sálfræði og eigandi Sálfræðinganna ehf.
Á vakt fyrir Ísland
25
Hver er þekking sjúkraflutningamanna á
heimilisofbeldi
í íslensku samfélagi? Heimilisofbeldi er vel þekkt þjóðfélagsmein sem þekkir engin landamæri. Enn í dag er það svo að víða er tekið á heimilisofbeldi sem einkamáli heimilisins sem hefur gert það erfiðara en ella að uppræta glæpinn sem í ofbeldinu felst.
Birtingarmyndir heimilisofbeldis eru margvíslegar. Ofbeldið getur verið líkamlegt, andlegt, kynferðislegt eða fjárhagslegt, auk þess sem stafrænt ofbeldi hefur farið vaxandi. Brotaþoli getur upplifað hegðun eins og ógn, stjórnun, hótun og oft þvinganir. Vegna sterkra tengsla við einstaklinga á sama heimili getur hann átt mjög erfitt með að komast út úr aðstæðum heimilisofbeldis og hið sama gildir ef ofbeldið hefur varað í langan tíma. Heimilisofbeldi eða annað ofbeldi í nánum samböndum er alvarlegt samfélagsmein þjóðarinnar og er ógn við bæði líf og heilsu þolenda. Því er mikilvægt að allir heilbrigðisstarfsmenn hafi nægilega þekkingu og þjálfun til að bregðast rétt við verði þeir varir við slíkt ofbeldi í störfum sínum.
Hver er þekking fagstéttarinnar?
Þekkingu fagstéttarinnar á eðli og afleiðingum heimilisofbeldis er þó mjög ábótavant. Staðan í dag er sú að fræðsla til sjúkraflutningamanna um ofbeldi gegn börnum og öldruðum er kennd í náminu, en kennsla um kynbundið ofbeldi/heimilisofbeldi er engin og rík ástæða til að bæta þar úr. Sérstaklega mikilvægt er að þær fagstéttir sem í starfi sínu geta orðið varar við slíkt hafi þekkingu á helstu merkjum kynbundis ofbeldis og séu í stakk búnar til að grípa inn í og tilkynna mál þar sem lögreglan er
26
Á vakt fyrir Ísland
stofnunar sem tekur á móti sjúklingi. Mikilvægt er að þekkja áverkamynstur og bera það saman við frásögn sjúklings. Líkamsskoðun á sjúklingi í slíku útkalli ætti að gefa starfsmanni ákveðna hugmynd um það hvort ofbeldi hafi átt sér stað eða hvort einstaklingurinn hafi búið við slíkt um tíma. Algengt er að marblettir séu víða á líkama, sérstaklega efri parti, og þá bæði gamlir og nýir í bland. Minnsti grunur um heimilisofbeldi á að kalla á inngrip og eftirfylgni og skulu mögulegir þolendur ávallt njóta vafans.
Erla Sigríður Sigurðardóttir
ekki alltaf með í slíkum útköllum. Sem framlínustarfsmenn geta sjúkraflutningamenn verið í þeirri stöðu að sinna þolendum heimilisofbeldis og þannig átt í beinum samskiptum við þolendur á tímapunktum sem gætu aukið líkur á að þeir losni út úr vítahring ofbeldis. Sjúkraflutningamenn þurfa t.a.m. að vera meðvitaðir um að fylgjast með samskiptamynstri sjúklings við maka sinn og taka eftir því ef hann leitar fyrst til hans áður en hann svarar spurningum. Algengt er að makinn svari spurningunum fyrir hönd sjúklings þegar verið er að safna upplýsingum og fer þá ekki endilega með rétt mál. Einnig að makinn krefjist þess að fá að fara með sjúklingi í sjúkrabíl á heilbrigðisstofnun svo að þolandinn sé ekki einn og geti því ekki sagt rétt frá. Stjórnunarhegðun er algengt mynstur í ofbeldissamböndum. Við slíkar aðstæður er gífurlega mikilvægt að sjúkraflutningamenn miðli upplýsingum til heilbrigðisstarfsfólks þeirrar
Heimilisofbeldi á Íslandi er stórt samfélagslegt vandamál sem þarf mun meiri umræðu. Umræðan um heimilisofbeldi er ekki mikil innan starfsstéttarinnar og mikil vanþekking er í þeim málefnum. Rík þörf er á að bæta þekkinguna en þetta þekkir höfundur vel úr sínu starfi. Margir þekkja ekki einkenni heimilisofbeldis s.s. lýst er hér að ofan. Gjarnan er litið fram hjá þessu vandamáli og enn lifir sú hugmynd góðu lífi að heimilisofbeldi sé öðru fremur einstaklingsbundið vandamál en ekki samfélagslegt – og þolendur óháð kyni þess eigi að hegða sér með öðrum hætti. Setningar eins og „þeim er nær að vera þarna“, „aðilinn fer hvort sem er bara aftur til baka“ og „einstaklingurinn getur bara sjálfur leitað sér hjálpar ef hann vill það“ eru óþægilega algengar. Þarna kemur aftur upp það þekkingarleysi sem ríkjandi er um þessi mál en oft á tíðum eru það starfsmenn utan spítalaþjónustunnar sem eru eina von þolandans um að komast út úr aðstæðunum og fá viðeigandi hjálp. Er það því gríðarlega alvarlegt mál að sjúkraflutningamenn, sem lögbundin starfsstétt sem heyrir undir
landlækni, skuli ekki hafa vinnuferla líkt og aðrar heilbrigðisstéttir hafa þegar grunur vaknar um heimilisofbeldi sem og grunnþekkingu á eðli og afleiðingum slíks ofbeldis.
Hvað getum við gert?
Mótvægisaðgerðir og forvarnir eru stór partur þess að ná að stöðva heimilisofbeldi áður en það byrjar og til að grípa inn í vítahring ofbeldisins. Vitund samfélagsins skiptir miklu og fræðsla þarf að ná inn í menntakerfið, á vinnustaði, í tómstundastarf og til samfélagsins í heild. Kallast það „þegar glugginn opnast“ að halda honum opnum og geta veitt þolandanum og hans nánustu viðeigandi aðstoð. Þar skipa sjúkraflutningamenn stóran sess; oft á tíðum erum við einu aðilarnir sem fara inn á heimili þolanda. Heilbrigðisstarfsfólk er í sérstaklega mikilvægri stöðu til að greina ummerki um heimilisofbeldi og beita snemmtækri íhlutun. Þetta ætti að endurspeglast í námskrám í grunnnámi sjúkraflutninga líkt og í grunnnámi annarra heilbrigðisstétta.
Viðbragðsaðilar bráðaþjónustunnar ættu að fá leiðbeiningar og fræðslu til að geta greint einkenni, til að auka líkur á að gripið sé snemma inn í heimilisofbeldi. Til þess þurfa þeir að skilja eðli og afleiðingar ofbeldis og geta áttað sig á sambandsmynstri gerandans við þolanda. Einnig þarf þekkingu á því hvernig skal bregðast við upplýsingagjöf frá þolanda, sem og kunnáttu í samskiptum við mögulega þolendur. Mikilvægt er að muna að fyrsta viðbragð á vettvangi getur varpað ljósi á aðstæður sem heilbrigðisstarfsfólk innan spítalans sér ekki. Því þarf í slíku útkalli ef aðstæður leyfa, að gefa sér tíma til að greina aðstæður inni á heimilinu og muna að treysta sínu innsæi til að tryggja hagsmuni þolandans og möguleika hans á viðeigandi meðferð og úrræðum. Er áríðandi að þekking sjúkraflutningamanna á málaflokknum sé sem
allra best en eins og staðan er í dag er henni ábótavant. Nú á vormánuðum hefur höfundur verið að vinna að fræðsluefni um heimilisofbeldismál fyrir sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands ásamt Elís Kjartanssyni lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Suðurlandi sem annast fræðslu lögreglumanna um heimilisofbeldismál. Saman viljum við með því stuðla að frekari vitundarvakningu um mikilvægi þessa efnis innan starfsstéttarinnar. Við einsetjum okkur að vera í fremstu röð í allri okkar starfsemi og með aukinni umræðu, fræðslu og áframhaldandi teymisvinnu getum við bætt þjónustuna verulega við þennan viðkvæma hóp. Erla Sigríður Sigurðardóttir sjúkraflutningamaður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Kæra slökkviliðs- og sjúkraflutningafólk
Takk fyrir að standa vaktina
arionbanki.is
Á vakt fyrir Ísland
27
FLAIM hermir fyrir þjálfun
slökkviliðsmanna Nú í vor tók Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þátt í rannsókn um kosti og nothæfi sýndarveruleika fyrir slökkvistörf. Notast var við sýndarhermi frá ástralska fyrirtækinu FLAIM Systems og verkefninu var stýrt af VR Support Center Europe. Rannsóknin er unnin af Western Norway University of Applied Sciences og kallast verkefnið ,,Project VR Effect - Research Project about the effectiveness of Virtual Reality (VR) for Firefighter Skills Training”.
Hann samanstendur af:
• VR gleraugum með heyrnartólum • Stút sem er sambærilegur þeim sem notaður er í slökkviliði sem búinn er skynjurum og aðgerða hnapp • Vesti sem gefur frá sér hita þegar nálgast er sýndareld • 30 metra slöngu sem tengd er við stútinn og draghjól sem togar í og líkir eftir bakþrýstingi • Lunga sem mælir öndunartíðni og loftnotkun • „Loftkút” sem er í raun stjórntölva og rafhlaða til að keyra búnaðinn. Kúturinn er sambærilegur að vigt og stærð og hefðbundinn 10 lítra loftkútur. Búnaðinum fylgir spjaldtölva sem stjórnandinn notar til að velja sviðsmyndir, erfiðleikastig verkefnisins, bakþrýsting á slöngu miðað við vatnsþrýsting, val um slökkvimiðil og hita sem hitavestið gefur (40-90°C).
28
Á vakt fyrir Ísland
Ómar Ágústsson
Auk þess getur stjórnandinn séð upplýsingar um notkun stútsins, slökkvitækni, vatnsnotkun, öndunartíðni, loftnotkun og ýmis önnur gögn um framkvæmd verkefnisins. FLAIM Trainer er aðeins þriggja ára gömul tækni og er í stöðugri þróun. Sýndarumhverfið verður sífellt fullkomnara og raunhæfara með stöðugri þróun. Í dag er hægt að velja um 40 mismunandi verkefni. Meðal þeirra eru íbúðareldur, árekstur og eldur í göngum, sinueldur, eldur í hreyfli á flugvél, logandi bíll á eldsneytisstöð með flæðandi olíu, eldur í gámi, brennandi mótor í lyftikrana og klassískur pottur á eldavél. Viðtökur slökkviliðsmanna hjá SHS hafa vægast sagt verið mjög góðar. Hvort sem notendur höfðu reynslu af tölvuleikjum og sýndarveruleika eða
ekki voru flestir mjög fljótir að lifa sig inn í senurnar og hefja slökkvistörf líkt og í raunveruleikanum. Almennt fannst öllum upplifunin vera mjög skemmtileg og töldu þessa tækni geta nýst vel sem viðbót við þjálfun í slökkvistörfum. Sérstaklega þótti æfingin með stútinn vera góð, þjálfun í samskiptum og aðkomuáætlunum einnig. Mikill kostur við þessa hermiþjálfun er að hægt er að setja upp æfingar og aðstæður sem er nánast útilokað að skapa við æfingar í raunheimum. Þar að auki er þjálfun með þessu móti 100% eiturefnalaus, vistvæn og hættulaus. Stjórnandinn fylgist með því sem fer fram á skjá eða skjávarpa og getur einnig hlustað á umhverfishljóðin sem notandinn heyrir. Hann getur breytt erfiðleikastigi verkefnisins meðan það er í gangi, stýrt bakþrýstingi slöngunnar, hversu heitt vestið verður og hvort notað er vatn eða froða við slökkvistörfin. Fyrir varðstjóra og stjórnendur í slökkvistörfum er notagildið mjög mikið því hægt er að biðja um virk fjarskipti frá notanda til að skilja hvernig hann vinnur, meta slökkvitæknina, aðkomu, ágengi að eldinum og með notkun maskans er hægt að sjá mun á loftnotkun og öndunartíðni notenda. Hægt er að setja upp verkefni fyrir vaktina og opna umræður um slökkvistörf, hættur og aðrar pælingar. Það tekur aðeins um 20 mínútur að stilla upp öllum búnaðinum og hefja
hermiþjálfun. Allur búnaðurinn rúmast í þremur ferðatöskum og hægt er að setja herminn upp í allt frá 9m² rými og um og yfir 50 m². Æfingatíminn er stuttur og mjög sveigjanlegur. Allir starfsmenn SHS sem fóru í gegnum sýndarverkefnin svöruðu spurningum fyrir og eftir æfinguna. Þessar upplýsingar verða svo notaðar af FLAIM Systems til að þróa senurnar áfram og betrumbæta. Eigendum FLAIM Trainer býðst einnig að láta sérhanna senur gegn gjaldi og eru t.a.m. US Navy, US Air Force og Rio Tinto kaupendur að slíkum senum og eru þær aðgengilegar öllum notendum. Það er enginn vafi á því að þjálfun sem þessi er að ryðja sér til rúms með betri tækni og aukinni meðvitund um öryggi slökkviliðsmanna og umhverfisvitund. Það eru fáir sem halda því fram að svona þjálfun komi alfarið í staðinn fyrir æfingar með alvöru eld og í raunverulegum aðstæðum en sannarlega er það mjög góð viðbót. Fyrir nánari upplýsingar um FLAIM Systems, sýnishorn af sviðsmyndum og almennar upplýsingar kíkið á
FLAIM Trainer er búnaðurinn sem SHS fékk til afnota fyrir rannsóknina
heimasíðuna þeirra: https://flaimsystems.com
Slökkvistjórar og slökkviliðsmenn þaðan og í nærsveitum komu líka á þessa staði til að sjá og prófa. Einnig kynntum við Flaim fyrir Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands og Slysavarnaskóla sjómanna.
Það er gaman að segja frá því að SHS ætlar að kaupa græjuna. Við fórum líka með hana víða til að leyfa öðrum að prófa; Brunavarnir Suðurnesja, Slökkviliðið í Grindavík, HMS á Sauðárkróki, Brunavarnir Árnessýslu og Slökkvilið Akureyrar. Heimstaden 10,5x14,8-final.pdf
1
Ómar Ágústsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá SHS 9.6.2021 10:12
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
Á vakt fyrir Ísland
29
Ný slökkvistöð á Húsavík Í lok árs 2019 var tekin í notkun ný og glæsileg 1.050 m2 slökkvistöð á Húsavík. Við hönnun stöðvarinnar var reynt að hugsa hvernig best mætti tryggja aðskilnað hreinna og óhreinna rýma í húsinu vegna þeirra staðreynda að sótmengaður fatnaður og léleg þrifaaðstaða almennt getur aukið stórlega líkur á því að slökkviliðsmenn fái krabbamein vegna starfa sinna í eldsvoðum. Í aðstöðurými hússins eru skrifstofur, kaffistofa, stjórnstöð, búningsaðstaða karla og kvenna með sturtum og saunaklefa. Sérstakt rými var byggt fyrir eldgalla með skápum fyrir alla slökkviliðsmenn þar sem einungis fara inn hreinir og þvegnir gallar og er staðsett við hlið bílasalar og algjörlega aðskilið frá honum. Í bílageymslusal stöðvarinnar voru byggð aðstöðurými m.a. stórt þvottaherbergi með stórum þvottavélum, þurrkara og vöskum til þrifa á eldgöllum og öðrum fatnaði og búnaði slökkviliðsmanna.
30
Á vakt fyrir Ísland
Eftir útköll eru eldgallar og annar persónubúnaður sem er óhreinn skilinn eftir frammi í bílasal eða í þvottaherbergi og fara ekki inn í eldgalla geymslu fyrr en að þrifum og þurrkun er lokið á þeim. Einnig er aðstaða í salnum fyrir slökkviliðsmenn til að gróf þrífa sig áður en farið er inn í sturtur og sauna og með því lágmarkað eins og hægt er að menn beri með sér mengun um allt húsið. Bílar og annar búnaður er einnig þrifnir vel eftir útköll áður en þeir fara inn í bílasal. Eldri stöðin sem notast hefur verið við síðustu 30 ár þar á undan var einungis um 200 m2 og þar var hvorki aðstaða til þrifa á slökkvigöllum né sturtur fyrir slökkviliðsmenn. Grímur Kárason Slökkviliðsstjóri Norðurþing
Ný slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja Flugvellir 29, 230 Reykjanesbær
Þrifaðstaða slökkvigalla, reykköfunartækja og fylgihluta auk bifreiða og mannskaps. Þegar stjórn Brunavarna Suðurnesja samþykkti að fara í byggingu nýrrar slökkvistöðvar í Reykjanesbæ árið 2018 fór af stað greiningarvinna á plássþörf starfseminnar og hönnunarvinna. Það sem var þar ofarlega í hugum manna var aðstaða fyrir mannskapinn og þar á meðal var farið að hugsa um hvernig þrifum á búnaði og öðru yrði háttað en sú umræða er búin að vera hávær á síðustu árum því við vitum það best sjálfir að slökkvistörf eru eitruð og allt annað en þrifaleg og krabbamein því meiri áhættuþáttur í okkar starfi. Gamla stöðin við Hringbraut sem var reist árið 1967 fyrir hlutastarfandi lið var búin að þjóna okkur vel en þar var engin aðstaða til þrifa á búnaði eða a.m.k. mjög takmörkuð. Undirritaður var með í hópi félaga okkar í slökkviliðum SHS, SA, BÁ og fleiri slökkviliða sem Fastus innflutningsaðili Electrolux þvottavéla fór með til Svíþjóðar í höfuðstöðvar Electrolux þar sem setinn var fundur um þá vinnu sem Electrolux var búin að vinna og þróa með sænskum slökkviliðum um hvernig best væri að haga þrifum á slökkvigöllum, tækjum og tólum og voru þeir einnig í samstarfi við Ecolab sem var með þau hreinsiefni sem við átti. Á seinni degi þessarar ferðar var farið á slökkvistöðina í Vesterås og fengum við þar að skoða hvernig þeir settu upp sína aðstöðu til þrifa. Undirritaður sá þar strax mikla möguleika á að setja þrifaðstöðuna á nýju slökkvistöðinni í Keflavík upp á svipaðan máta. Í nýju stöðinni er verkstæðið í enda stöðvarinnar í tveimur bílabilum á breidd og verður þar þvottastöð fyrir bíla og búnað. Hugsunin er sú að þegar bílar og búnaður fara yfir í bílasal er allt hreint og þessi endi hússins er sem sagt skítuga svæðið. Búið er að setja upp lágþrýst þvottakerfi til þrifa á bílum með kvoðukerfi og unnið er í að setja upp undirvagnsþvott sem er tengt þvottakerfinu. Þegar vaktirnar koma úr útköllum þar sem mikil reykköfun hefur verið og búnaður og tæki eru skítug eru þau sett inn í enda og fara þau fyrst í grófþvott ef þurfa þykir en síðan eru PPE-L þvottavél fyrir kúta og bakbretti og síðan önnur PPE-H fyrir maska. Þær eru reyndar báðar þannig uppsettar að þær eiga að geta þvegið
Sigurður Skarphéðinsson
hvorutveggja. Slökkviliðsgallar fara síðan í Barrier gallaþvottavélina sem er 27 kg vél sem getur tekið fjóra galla í einu. Þeir eru síðan teknir út í innra herberginu þar sem þeir fara í þurrkskápinn. Þar er þvottavél og þurrkari fyrir einkennisfatnað en þar á að koma stærri þvottavél og þurrkari sem verða semi iðnaðarvélar sem eru hugsaðar fyrir undirgalla o.þ.h. Maskar og bakbretti fara inn í samsetningarherbergið, fyrst í þurrkskápa og loftkútar fara í gegn og inn í næsta herbergi í áfyllingu. Þeir eru það eina sem kemur til baka í samsetningu en fara í gegn hreinir og síðan eftir samsetningu fer búnaður inn í bílasal og á sína staði í slökkvibifreiðum. Allt er þetta komið í notkun að mestu leyti þó ennþá sé örlítið eftir að gera og byggist það að einhverju leyti á því að aðalverktaki hússins er ekki búinn að skila af sér að fullu. Í búningsklefum mannskapsins er svo gufubaðsklefi eins og til er ætlast og samstarfsverkefni slökkviliðsins og starfsmannafélagsins er í gangi þar sem verið er að setja upp glæsilega verönd með gufubaðstunnuklefa og heitum og köldum potti ásamt sturtu. Eru starfsmenn allir mjög ánægðir með þessar framkvæmdir og tel ég að við séum að gera þetta á mjög góðan máta en síðan þurfum við bara að vera á verði og tilbúnir að bæta í ef þarf. Með sumarkveðju,
Sigurður Skarphéðinsson varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja
Á vakt fyrir Ísland
31
Hvar sérðu þig eftir fimm ár? Stöðluð spurning í atvinnuviðtali eða við inntöku í nám Hvar sérðu þig eftir fimm ár? Hvernig á ég að geta svarað þessu. Ég hef aldrei áður verið meira en þrjú ár í sama starfi. Hvernig á ég mögulega að geta vitað hvar ég verð eftir fimm ár? Eftir þrjá mánuði verð ég samt búinn að vera samfellt fimm ár í sama starfi sem yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa og sérfræðingur í svæfingum og gjörgæslu á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Ég hafði gegnt þessu yfirlæknisstarfi í þrjú ár áður samhliða starfi sérfræðilæknis á bráðamóttöku Landspítalans, svo flutti ég mig upp á svæfinga- og gjörgæsludeild LSH til þess að vinna við mína sérgrein og þá var mér gert að hætta í yfirlæknisstarfinu. Ég nýtti þessi tvö ár til að fljúga á sjúkraþyrlu í Noregi samhliða vinnunni á svæfingunni. Svo var ég ráðinn aftur sem yfirlæknir yfir sjúkraflutningunum, fæ að halda áfram að svæfa og er læknir á björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar. Ég get ekki unnið eingöngu við skrifborð, þá fer ég bara að iða í skinninu. Mig grunar að það sama eigi við ykkur flest kæru lesendur, sjúkraflutningar eru ekki beint skrifborðsvinna. Þegar ég var ráðinn í þetta starf fyrir fimm árum lagði ég upp með ákveðnar forsendur. Ég sagðist myndi gefa starfinu tvö ár og á þeim tíma þyrfti ég að sjá einhver viðbrögð við hugmyndum mínum um að bæta sjúkraflutninga hér á landi með þyrlum, annars myndi ég segja því lausu. Eftir ca. tvö ár voru komnar heilmiklar umræður um sjúkraflug með þyrlum þannig að ég átti erfitt með að bakka út. Rúmu ári seinna bar heilbrigðisráðherra hugmyndina
32
Á vakt fyrir Ísland
Viðar Magnússon
um tilraunaverkefni með sjúkraþyrlu undir ríkisstjórnarfund sem ákvað að farið skyldi í það verkefni. Mánuði seinna skilaði ég ásamt fleirum heilbrigðisráðherra annarri skýrslu um framtíð sjúkraflutninga og hugmynd að miðstöð bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa. Miðstöðin skyldi hafa umsjón yfir faglegri ráðgjöf fyrir sjúkraflutningamenn og lækna á vettvangi, sjá um gerð leiðbeininga fyrir bráðaþjónustuna, halda utan um endurmenntun og fleira. Skýrslunni var vel tekið og stóð til að vinna frekar úr þeim hugmyndum sem þar komu fram. Korteri seinna kom Covid, landið lokaðist, túrisminn stöðvaðist og landinn ferðaðist bara innanhúss. Þyrluhugmyndin var sett á ís enda ákveðinn forsendubrestur þegar ekki var lengur á vísan að róa með tryggingagreiðslur ferðamanna sem áttu að standa undir hluta kostnaðar. Á sama tíma var aðalforritari og meginhöfundur verkefnis
um rafrænar sjúkraflutningaskýrslur fenginn að láni til þess að skrifa Covid rakningarappið og það verkefni fór einnig á ís. Öll verkefnin sem ég var að vinna að sem tengdust sjúkraflutningunum fóru einhvern veginn bara á ís. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Allt í einu gafst mér aukinn tími til að sinna öðrum mikilvægum verkefnum. Endurnýjun á leiðbeiningum og vinnuferlum fyrir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa fór í gang. Þeirri skútu var siglt út á ísilagt Covid hafið. Hún siglir víst áfram en fer hægt í krapanum sem stafar af Covid-19 því enn hefur enginn veitt fjármunum eða mannskap í þá vinnu þó margir sjálfboðaliðar hafi lagt hönd á plóg. En nú er komið vor og ísinn fer vonandi að þiðna, þjóðin er komin í hraðbólusetningarferli og flugfarmar af túristum eru á leið til landsins ef marka má fréttirnar. Vinnan er komin aftur í gang með rafrænar sjúkraflutningaskýrslur og á næstu vikum fáum við að sjá svokallaða „alfa“ útgáfu af appinu sem gefur okkur hugmynd um það sem er í vændum þó það verði ekki að fullu nothæft. Endanleg útgáfa er væntanleg innan árs. Vonandi fáum við svo fjármagn til þess að vinna frekar í leiðbeiningum og vinnuferlum, því þar vantar okkur sárlega verkefnisstjóra (og fullt af flinku fólki til að vinna vinnuna). Við verðum að fá ráðgefandi lækni í góðu fjarskiptasambandi, fyrir allt landið. Einhvern sem veit ALLT um bráðalækningar utan sjúkrahúsa. Ekki bara fyrir sjúkraflutningamenn heldur einnig fyrir lækna og aðra heilbrigðisstarfsmenn í dreifðari byggðum sem þurfa að geta hringt í vin þegar þeir lenda í erfiðum aðstæðum og vita ekki
svarið í viltu vinna milljón. Til þess að geta hjálpað og bjargað þeim sem á þurfa að halda, hvar sem þeir kunna að vera staddir á landinu. Og það þarf endurmenntun. Fyrir alla. Núna. Takk. Ég var ráðinn til fimm ára sem yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa. Sú staða rennur út eftir tæpa þrjá mánuði. Við það losna ég við skýrsluskrif og áhyggjur, vinnu um kvöld og helgar þegar ég er ekki á vakt. Þetta augnaráð konunnar minnar þegar hún sér að ég er andlega í vinnunni þó ég sé líkamlega heima. Sitjandi við tölvuna að vinna eitthvað tengt sjúkraflutningum. Þegar ég á að vera að sinna fjölskyldunni. Fara í sund með börnin eða háþrýstiþvo pallinn. Eða hvað það nú er sem fólk gerir á sunnudögum. Þarf ég að sækja aftur um? Fá þessa spurningu aftur. Hvar sérðu þig eftir fimm ár? Mig langar ekkert sérstaklega mikið til þess. Ég kann að meta frelsi og frítíma. Ég vil ekkert sérstaklega vera að skrifa skýrslur um kvöld og helgar. Konan mín verður dauðfegin ef ég vel að sækja ekki aftur um. En fyrir fimm árum sá ég ekki fyrir mér að ég yrði þar sem ég er núna. Nú hillir undir það að innan árs verðum við komin með samræmdar rafrænar sjúkraflutningaskýrslur um allt land. Mig langar að sjá það. Ég sé fyrir mér að innan 2-3ja ára verði komin sjúkraþyrla á suðvesturhornið og við farin að skoða hvernig hægt sé að tryggja þyrluviðbragð á fleiri stöðum og hvernig sé best hægt að láta það vinna saman með Landhelgisgæslunni og sjúkrafluginu á Akureyri. Ég sé fyrir mér að innan 4-5 ára verðum við komin með endurnýjaðar heildarleiðbeiningar fyrir bráðaþjónustu og sjúkraflutninga. Og innan fimm ára verður vonandi hægt að hringja í vin til þess að fá ráðgjöf í
bráðum aðstæðum þegar virkilega á reynir, jafnvel 24/7. Allt þetta finnst mér ótrúlega spennandi. Allt þetta finnst mér vera eitthvað sem ég er búinn að lofa ykkur. Það er svolítið erfið tilhugsun að fylgja þessu ekki eftir. Að standa ekki við það loforð. Í vor á ég 22ja ára starfsafmæli í sjúkraflutningum. Ég komst fyrst í kynni við þessi störf vorið 1999 sem ungur læknir á neyðarbíl Borgarspítalans og Slökkviliðs Reykjavíkur og flest sem ég hef valið mér að gera faglega síðan þá hefur markast af þeim viðkynnum. Ég hef kynnst ótrúlega mörgum skemmtilegum einstaklingum og flottu fagfólki í gegnum þessa vinnu og eignast marga góða vini. Þannig að eins mikið og ég væri til í að eiga bara frí þegar ég er heima um helgar þá er mér svo annt um þennan málaflokk að mig langar að sjá þessi mál í höfn áður en ég sleppi af honum hendinni. Reynslan og þekkingin sem ég hef safnað á síðastliðnum 22 árum leggur grunn að því sem ég vonast til þess að geta gert fyrir málaflokkinn á næstu fimm árum. Fyrir málaflokkinn og fyrir ykkur, kæru sjúkraflutningamenn og bráðatæknar, hjúkrunarfræðingar og læknar, björgunarsveitarfólk og vettvangsliðar. Þið sem vinnið úti á götu og ofan í skurði, uppi á fjalli eða inni á baðherbergisgólfi til þess að hjálpa þeim sem er í vanda staddur á versta degi lífs síns. Þið sem linið þjáningar, verndið sómakennd, bjargið, lífgið við. Mest langar mig til þess að vera þarna með ykkur. Á vettvangi eða aftur í sjúkrabílnum. Mér finnst fátt meira gefandi en að vinna við þær aðstæður til að reyna að hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda. En til þess að hægt sé að sinna þessu starfi á sem bestan hátt þarf einhver að „vera hann“. Einhver þarf að taka að sér að leiðbeina stjórnvöldum með það hvernig eigi að veita fjármunum til þess að bæta málaflokkinn. Einhver
þarf að skrifa leiðbeiningarnar. Einhver þarf að vinna úr erfiðu málunum, atvikunum, kærunum. Pant ekki ég. Einhver þarf að tjá sig í ræðu eða riti, í blaðagreinum eða útvarpsviðtölum, um málefni sem tengjast sjúkraflutningum. Greinar og viðtöl sem oft skapa umræðu og jafnvel togstreitu. Einhverjum finnst gengið of langt og öðrum ekki nóg. Einhverjum finnst á sig hallað. Einhver skammast í mér eins og svo oft áður. Pant ekki ég. En mig langar samt að sjá þetta allt í höfn eftir fimm ár. Heillega starfsemi með samræmdum rafrænum skýrslum og leiðbeiningum, auðfengna ráðgjöf og skjóta hjálp á vettvangi (t.d. með þyrlu). Heilsteypt kerfi. Öfluga sjúkraflutninga, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu, heldur á landinu öllu. Ég vona svolítið að einhver annar rétti upp hönd og segi „pant ég“, en kannski þarf ég að vera hann áfram. Ég á afmæli í dag. Sunnudag. Ég er 51 árs. Ég fór út að hjóla í morgun með góðum vini mínum. Hann er sjúkraflutningamaður. Við ræddum heilmikið um málaflokkinn á milli þess sem við þeystumst um stígana uppi á heiði. Svo horfði ég á dóttur mína spila fótboltaleik. Eftir það fór ég 12 km á róðravélinni minni því áramótaheitið var að róa 2021 km árið 2021. Það er gott að setja sér markmið. Ég er búinn með 694 km. Nú sit ég hér og skrifa um sjúkraflutninga og borða rjómatertu. Á afmælisdaginn minn. Sá sem segir að ég sinni þessu ekki af lífi og sál getur hoppað upp í r4$$*!ð á sér. Hvað á ég þá að gera þegar starfið verður auglýst aftur nú innan skamms? Þarf ég áfram að vera hann? Hverju á ég að svara? Hvar sé ég mig eftir fimm ár? Viðar Magnússon MD MBA yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa og sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum
Á vakt fyrir Ísland
33
Tryggjum framtíð okkar nánustu. Líf- og sjúkdómatrygging kostar minna en þú heldur. Við veitum ráðgjöf á sjova.is/lifogsjuk.
Eldvarnagetraunin Eldvarnavika LSS er hvert ár í aðdraganda jóla og var haldinn 19. - 27. nóvember sl.
Að þessu sinni fór fræðslan fram á annan máta en vanalega. Á höfuðborgarsvæðinu var gögnum dreift á skólana og kennarar tóku fræðsluna að sér og í fyrsta sinn skiluðu börnin svörum sínum rafrænt í gegnum heimasíðu LSS og vill LSS þakka kennurum kærlega fyrir gott samstarf. Á landsbyggðinni var misjafnt hvernig fræðslan fór fram og í sumum landshlutum gátu slökkviliðsmenn farið í heimsókn í skólana. Í ljósi aðstæðna var ekki hægt að opna átakið formlega í skóla heldur lagði þríeykið sitt af mörkum og settu þau átakið á slökkvistöðinni Hafnarfirði þar sem þau fengu fræðslu um eldvarnir og notkun slökkvibúnaðar. Á 112 deginum afhenti LSS verðlaun þeim sem dregnir voru út í Eldvarnargetraun LSS. Vegna covid-19 var athöfnin tekin upp í Hörpunni og sýnd á 112 deginum á helstu vefmiðlum. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra ásamt Bjarna Ingimarssyni varaformanni LSS afhentu verðlaunin.
Bjarni Ingimarsson, Jón Magni Guðnason Owen og Ásmundur Einar Daðason
Verðlaunahafarnir eru:
Keanna Rós A. Garðarsdóttir.................. Akranes Alexandra Guðný E. Ingólfsdóttir............. Akureyri Halldóra Brá Hákonardóttir...................... Akureyri Harpa Kaldalóns Björnsdóttir................... Árnes Guðný Líneik Guðjónsdóttir..................... Borgarfjörður Edda Ósk Björgvinsdóttir......................... Egilsstaðir Ronja Bella Baldursdóttir......................... Flóahreppur Anna Eldon Brynjarsdóttir........................ Garðabær Ari Logi Bjarnason................................... Grenivík Atli Hrafn Ólason..................................... Hafnarfjörður Jón Magni Guðnason Owen.................... Hafnarfjörður Monika Rut Garðarsdóttir........................ Hofsós Bæring Logi Björnsson............................ Hornafjörður Antoni Guðjón Andersen......................... Ísafjörður Védís Bella Jónsdóttir.............................. Kópavogsskóli Frosti Steinn Andrason............................ Kópavogur Bartosz Kouzuch..................................... Patreksfjörður Ástrós Una Friðþjófsdóttir........................ Reykjavík Emma Amirsdóttir.................................... Reykjavík Hrafnhildur Sara Harðardóttir.................. Reykjavík Kristófer Davíð Georgsson...................... Reykjavík Laufey Katla Ólafsdóttir........................... Reykjavík Mía Arín Eddudóttir.................................. Reykjavík Ólafur Birgir Karlsson.............................. Reykjavík Ronja Margrét Geirsdóttir........................ Reykjavík Stígur Egilsson........................................ Reykjavík Darri Þór Daðason................................... Sandgerði Hólmar Thor Jónsson.............................. Sauðárkrókur Arnar Gísli Birkisson................................ Skagaströnd Vigdís Júlía Viðarsdóttir........................... Snæfellsbær Hauður Guðrún Kristinsdóttir................... Vestmannaeyjar Hafdís Hanna Bjarkadóttir....................... Vík í Mýrdal Fannar Logi Hauksson............................ Vogar Bjarki Snær Jónsson............................... Vopnafjörður
Á vakt fyrir Ísland
35
Björgunar-
kafarar
Hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er köfunarsveit sem er mönnuð slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum. Fjöldi kafara er eins og stendur um 24, en auk þess eru 7 nemendur á björgunarkafaranámskeiði sem verður í tveimur hlutum, öðru lauk nú upp úr miðjum maímánuði og seinni hluta lýkur um miðjan október. Markmið og hlutverk köfunarsveitar SHS er að geta bjargað fólki úr háska, hvort sem er úr vatni eða sjó. Til að gera smá grein fyrir tilurð hópsins þá þarf að horfa ansi mörg ár aftur í tímann, en þegar bílar lentu í höfnum þá komu sjúkraflutningamenn á staðinn og horfðu á loftbólur stíga upp en gátu ekkert aðhafst. Urðu að bíða eftir að björgunarsveitarkafarar væru boðaðir og þá voru boðleiðir lengri en í dag. Eins voru kafarar hjá lögreglunni í Reykjavík en ekki endilega á vakt þegar eitthvað gerðist. Nauðsyn kafarasveitar varð einnig ljós þegar flugslys urðu í Skerjafirði 1988 og 1990. Undirritaður kafaði í flugslysinu 1990 ásamt öðrum starfsmanni SHS en þá vorum við björgunarsveitarkafarar og báðir í atvinnuköfunarnámi. Þrátt fyrir að okkar viðbragðstími hafi verið nokkuð góður, komnir með flugmanninn upp í bát um 33 mínútum eftir útkall, þá var það ekki nóg. Slökkvilið Reykjavíkur tók þá ákvörðun í kringum 1993 að stofna köfunarhóp. Notuð voru sambönd við Slökkviliðið í Gautaborg og tveir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn sendir á námskeið þangað. Báðir voru þeir vanir sportkafarar. Sænski herinn hafði umsjón með köfunarnámi í Svíþjóð á þessum tíma og Slökkviliðið í Gautaborg sá um kennslu fyrir björgunarkafara. Þessir tveir luku námi, komu heim og héldu námskeið fyrir SR til að byrja með en síðar komu Landhelgisgæslan og sérsveitin að námskeiðunum. Alls hafa verið haldin níu námskeið. Sökum þess að starfsmenn fyrrgreindra stofnana þiggja laun fyrir störf sín, þá er sú kvöð að námskeiðið sé kennt sem atvinnuköfunarnámskeið og því er farið eftir tilmælum International Diving School Association (IDSA). Eins er námskeiðið háð samþykki Siglingastofnunar um að það uppfylli kröfur um námskrá og búnað. Námskeiðið gefur C-réttindi til atvinnuköfunar með sjálfbirgum búnaði niður á 30 metra og B-réttindi til atvinnuköfunar með aðfluttu lofti að 50 metrum. Til að uppfylla kröfur um nám til C-réttinda þarf nemi að ljúka að lágmarki 12 köfunum og að lágmarki 500 mínútna botntíma að 25 metrum, einnig að lágmarki 6 köfunum og að lágmarki 150 mínútum frá 25 að 30 metrum. Til að ljúka námi til B-réttinda þarf nemi að safna hið minnsta 650 mínútum á 0-9 metrum, 300 mínútum á 10-19 metrum, 200 mínútum á 20-30 metrum með ákveðnum lágmarksfjölda kafana á hverju dýpisbili fyrir sig og svo eru teknar kafanir niður á 40 metra og 50 metra. Til að kafa niður fyrir 25 metra hefur þurft að framkvæma það úr skipum eða bátum því hafsvæðið í kringum höfuð-borgarsvæðið býður ekki upp á mikið meira en um 20 metra dýpi á stórstraumsflóði frá ströndu. Við höfum notið mikillar velvildar aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar hvað
36
Á vakt fyrir Ísland
þetta varðar. Þessar kafanir eru krefjandi og taka toll, nemi getur Guðjón Sig. Guðjónsson nánast ekki misst dag úr köfunum án þess að dragast aftur úr. Að námskeiði loknu eru nemar útskrifaðir en tekin eru próf í afþrýstitöflum, afþrýstiklefum og loftpressum, eðlisfræði, lífeðlisfræði og sjúkdómum tengdum köfun, lögum og reglugerð um köfun, grunni í siglingafræði, krossapróf úr öllu efni og verklegt próf varðandi búnað og leitaraðferðir. Verkefni á námskeiðinu eru fjölbreytt, leitarkerfi, björgun úr bílum, vinna með ýmis tól neðansjávar og fleira. SHS á búnað fyrir um 18 kafara. Það gefur auga leið að sá búnaður kostar sitt, enda viljum við nota góðan búnað. Þegar sveitin var stofnuð gaf Rauði krossinn í Reykjavík andvirði eins sjúkrabíls til búnaðarkaupa, keyptur var búnaður frá Svíþjóð og fékkst ansi mikið fyrir aurana þar sem góðir samningar náðust við birgja þar. Síðan þá hefur þurft að kaupa mikið af göllum sem ganga úr sér við notkun. Notaðir hafa verið gallar úr neoprene sem er nokkurs konar svampur og svo höfum við verið með galla úr cordura-nyloni. Áætlaður kostnaður við búnað hvers kafara er liðlega ein milljón króna eða svo þar sem allt tengt köfun er mjög dýrt en hver kafari hefur sinn eigin galla til afnota. Gallarnir eru settir í köfunarbíl á vaktaskiptum þar sem kafarar geta verið skráðir á öllum fjórum starfsstöðum SHS en bregðast við í nokkurs konar stefnumótakerfi. Köfunarbíllinn er fyrrum sjúkrabíll sem var keyptur af RKÍ og þjónaði á Suðurnesjum áður en hann kom til okkar. Bíllinn er í þokkalegu standi, orðinn
liðlega 20 ára gamall og verður væntanlega endurnýjaður á komandi árum. Í bílnum eru þrjú sæti fyrir kafara með einstaklingsbúnað, heilgrímu og fjarskiptalínu. Það er mjög mikilvægt að kafari sé með opin fjarskipti við línumann á yfirborði því þannig getur hann miðlað til línumanns framvindu verkefnisins. Í bílnum eru einnig flotgallar og björgunarvesti fyrir þá sem vinna á yfirborðinu auk búnaðar fyrir aðflutt loft. Þau verkefni sem köfunarsveit SHS hefur þurft að takast á við eru t.d. flugslys sem hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu, fólk sem hefur hoppað eða fallið í hafnir og vötn, bílar sem hafa lent í höfnum, aðstoð við leitir og ýmislegt fleira. Aðalverkefnið er þó alltaf þetta - að geta brugðist við allan sólarhringinn allt árið um kring og teygt okkur eins langt og nokkur kostur er til þess að bjarga mannslífum. Við vitum öll að tapað mannslíf er ekki bara missir fyrir fjölskyldu og ættingja, það er líka tapað framlag til samfélagsins. Að sama skapi má segja að minnkuð starfsgeta sé tap samfélagsins. Á öllum þeim árum sem kafarar hafa
starfað hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og þar áður hjá Slökkviliði Reykjavíkur hefur þörfin fyrir þennan hóp sannast nokkrum sinnum. Í janúar 2015 lenti bíll í Reykjavíkurhöfn við Miðbakka, ökumaður var einn í bílnum og var bjargað upp og hann fluttur í sjúkrabíl á bráðamóttökuna í Fossvogi þar sem unnið var að endurlífgun á leiðinni. Ökumaðurinn lifði slysið af. Í janúar 2020 lenti bíll með þremur piltum í sjónum í Hafnarfjarðarhöfn. Einn komst út af sjálfsdáðum og upp að bryggju en tveir sukku með bílnum. Þeim var bjargað af köfurum sem komu á staðinn úr Skógarhlíð. Við tók löng endurlífgun sem bar árangur. Kafarasveitin var boðuð að Læknum í Hafnarfirði 2015 þegar tveir bræður lentu í Reykdalsstíflu eftir að hafa misst bolta í lækinn. Tveir menn voru hætt komnir við að bjarga drengjunum en þar gerðist ekki þörf á köfurum. Fleiri verkefni mætti telja til. Kafarasveitin er send af stað þegar tilkynningar berast um fólk í vatni eða sjó á starfssvæði hennar. Oft á tíðum er fólk komið að stiga í höfninni og hægt að sækja það þangað en stundum þarf að senda kafara í línu eftir fólki sem vill jafnvel ekki láta bjarga sér. Með nýjum aðferðum sem hafa verið teknar upp hér á landi má bjarga fólki sem hefur kólnað hratt og mikið, oft með ansi góðum árangri. Samkvæmt leiðbeiningum sem landlæknir gaf út árið 2006 var talað um einstakling sem hefði drukknað og verið í kafi í meira en eina klukkustund ætti ekki að endurlífga og þar sem kjarnhiti væri kominn niður fyrir 12°C. Með hröðu viðbragði mætti koma köfurum á staðinn og sækja fólk, allt til þess að auka lífslíkur þess.
Eins og komið hefur fram er kostnaður við rekstur köfunarsveitar mikill. Menntunin kostar sitt, búnaðurinn kostar sitt, nemar sem klára námskeiðið fá launaflokkahækkun svo nokkuð sé nefnt. Er þetta á færi allra? Eru fleiri slökkvilið á landinu sem ættu að íhuga stofnun köfunarsveitar? Það er stór spurning og þar sem þetta er ekki lögbundið verkefni þá getur þetta sogað nokkuð stóran part fjárveitinga hvers liðs til sín. Líklega þyrfti að gera greinargóða þarfagreiningu á þessu. Hve mörg drukknunarslys hafa orðið á svæðinu undanfarin 20 ár? Hvar verða slysin? Á hvaða tíma sólarhrings? Ef við horfum t.d. til nágranna okkar í Færeyjum þar sem búa rösklega 52.000 manns þá er kafarasveit í Þórshöfn sem tilheyrir slökkviliði bæjarins. Það þjónar um 22.000 manna byggð. Eins eru 16 slökkvilið í Noregi með björgunarkafara á sínum snærum. Slökkviliðið í Arendal í Noregi sinnir svæði þar sem um 44.000 manns búa. Mögulega er meira um að fólk þar stundi hvers kyns vatnasport sem útskýrir þörfina fyrir sólarhringsmönnun björgunarkafara.
Höfum samt í huga að margir í okkar fagi æfa sig og undirbúa fyrir verkefni sem koma aldrei upp. Innan vébanda björgunarsveita hafa verið kafarar í áratugi. Þar koma einstaklingar með mikinn áhuga og leggja sitt af mörkum og kosta miklu til úr eigin vasa. Það vill stundum brenna við að þegar verkefni eru fá, dvínar áhuginn eða að búnaðurinn er seldur til að fjármagna t.d. húsnæði eða bílakaup og þá er sjálfhætt. Viðbragðstíminn er heldur ekki sá sami og hjá þeim sem mæta í vinnuna til þess að bregðast við þeim verkefnum sem allt í einu skella á. Hver er framtíð köfunarhópsins? Rekstur hópsins er krefjandi verkefni. Það þarf að fylgjast með nýjungum og uppfæra þekkingu kafaranna ef eitthvað í aðferðum breytist. Minn draumur er að kafarar SHS fái þjálfun í vinnu í kringum straumvötn og það verði hluti af köfunarnámskeiðinu. Það myndi gera þá öruggari í vinnu með öðrum viðbragðsaðilum í hættulegum aðstæðum. Eins væri spennandi að útbúa nýjan bíl með auðveldara aðgengi inn og út en er í núverandi bíl. Ég vona að þessi pistill sé til fróðleiks, hann er langt í frá tæmandi um starf köfunarsveitarinnar. Áhugasömum er því velkomið að leita mig uppi og varpa á mig spurningum. Guðjón Sig. Guðjónsson aðstoðarvarðstjóri og kafari SHS
Á vakt fyrir Ísland
37
Heilsufarsstefna kjarasamnings LSS og SNS Í kjarasamningi Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var í fyrra var ákvæði um endurskoðun á heilsufarsstefnu. Heilsufarsstefnan hefur verið viðauki við kjarasamninga LSS og er leiðbeinandi fyrir rekstraraðila og er ætlað að stuðla að betra eftirliti og bættri heilsu félagsmanna.
Settur var á laggirnar starfshópur til að uppfæra heilsufarsstefnuna en í hópnum sátu Magnús Smári Smárason formaður LSS, Bjarni Ingimarsson varaformaður LSS, Ásgeir Þórisson gjaldkeri LSS, Elías Níelsson íþróttafræðingur hjá SHS, Ómar Ágústsson frá SHS og Gunnar Jón Ólafsson frá BS. Markmið vinnunnar var að gera læknisskoðun fyrir félagsmenn ítarlegri og skilvirkari og þrek- og styrktarpróf sem samræmdist betur líkamsbeitingu slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við störf. Einnig var horft til þess að koma niðurstöðum þrek- og styrktarprófa á rafrænt form og auka þannig möguleika félagsmanna á að fylgjast með eigin heilsu. Við uppfærslu á heilsufarsstefnunni var horft til fyrri kjarasamninga og þeirrar vinnu sem áður hafði verið unnin, læknisskoðana hjá kollegum okkar erlendis og þol og styrktarprófs sem þróað hefur verið hjá SHS í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Horfa þurfti til þess að heilsufarsstefnan nær til allra sem eiga aðild að samningnum og því ekki hægt að horfa eingöngu til atvinnuliða og
38
Á vakt fyrir Ísland
Bjarni Ingimarsson
gæta þurfti þess að kostnaður slökkviliða og þá sérstaklega minni liða myndi ekki aukast.
Helstu breytingar:
• Spurningalisti um heilsufar frá síð ustu læknisskoðun en æskilegt er að starfsmenn svari spurningunum áður en mætt er í læknisskoðun svo trúnaðarlæknir hafi tækifæri til að fara yfir þær með starfsmanni. • Eftirlit trúnaðarlæknis með þremur þekktum starfstengdum krabbamein um ef starfsmaður svarar jákvætt við einkennum á spurningalista. • Skimun við brjóstakrabbameini hjá konum en rannsóknir benda til þess að þær séu útsettari fyrir brjósta krabbameini og því æskilegt að þær fari fyrr í skimun en ella. Þessi þáttur á eftir að skýrast betur með ráðgjöf frá sérfræðingum í krabba meinslækningum. • Starfsmanni boðið að fara í blóð prufu fyrir læknisskoðun og gera starfsmanni þannig kleift að fara yfir niðurstöður þeirra í læknisskoðun.
• Þrjár útfærslur af þolprófum: I. Súrefnisupptökupróf: Þolpróf sem hefur verið notað hjá SHS undan farin ár en mælst er til að rekstrar aðilar nota þetta próf sé þess nokk ur kostur. Í viðauka má svo finna tilboð frá einkaaðila sem fram kvæmir svona próf og hefur SA þegar nýtt sér þann kost. II. Astrand hjólapróf: Hjólapróf sem hefur verið notað í mörg ár m.a. af SHS og býður upp á annan möguleika þar sem búnaður til súrefnisupptökumælinga er dýr. III. Göngupróf: Þolpróf sem rekstrar aðilar hafa notað undanfarin ár en eina breytingin er að hraði var lækkaður hjá 50 ára og eldri. • Styrktarpróf: Mikil þróun hefur átt sér stað hjá SHS varðandi styrktarpróf en sú vinna hefur verið í samstarfi við nemendur Háskólans í Reykjavík. Markmið þeirrar vinnu var að tengja styrktarprófið betur við starfstengdar hreyfingar við störf slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Ákveðið var að nýta þá vinnu og það próf sem SHS hefur þróað í heilsufarsstefn una enda hefur það gefið góða raun hjá SHS og ekki er mikill kostn aður fyrir rekstraraðila þegar þessi útfærsla er tekin upp. Heilsufarsstefnuna má nálgast á heimasíðu LSS http://lsos.is/library/fundargerdir/Nyjar/LEI%C3%90BEINANDI%20HEILSUFARSSTEFNA%203.0.pdf Bjarni Ingimarsson Krabbameinsnefnd LSS
Teva 028062-1
Er maginn í steik? Omeprazol Actavis
– Við brjóstsviða og súru bakflæði 20 mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fastandi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi Actavis Group PTC ehf.
Námstefnan „Á vakt fyrir Ísland“
40
Undirbúningsvinnu fyrir „Á vakt fyrir Ísland 2021“ miðar vel áfram. Því er ekki að neita að covid-19 faraldurinn hefur sett mark sitt á undirbúning. Óvissa ríktilengi um hvort hægt væri að halda viðburðinn og þá með hvaða hætti. Stefnan hefur alltaf verið sú að halda viðburðinn með óbreyttu sniði. Mér sýnist að allt bendi til þess að slíkt geti gerst í haust. Ef óvænt bakslag verður þá munum við bregðast við því.
að taka ákvörðun um hverju þarf að fórna að þessu sinni því af nógu er að taka.
Í undirbúningshóp námstefnunnar eru: Birna Dröfn Birgisdóttir og Kristján Karlsson frá fagdeild sjúkraflutninga, Lárus Petersen og Sigurður Þór Elísson frá fagdeild slökkviliðsmanna auk undirritaðs sem stýrir verkefninu. Hópurinn hefur fundað nokkrum sinnum í vetur á „teams“ og drög að glæsilegri og fjölbreyttri dagskrá liggur fyrir. Einungis þarf
Í október nk. gefst vonandi tækifæri til þess fjölmenna á glæsilega námstefnu, það er í ykkar höndum. Takið frá dagana 22. og 23. október.
Á vakt fyrir Ísland
Í ljósi aðstæðna hefur undirbúningshópurinn einblínt nánast eingöngu á íslenska fyrirlesara og auðvelt er að halda glæsilegan og fróðlegan viðburð án þess að leita út fyrir landsteinana. Auðvitað hefði verið ákjósanlegt að fá til landsins erlenda fyrirlesara, en slíkt gæti verið flókið og kostnaðarsamt að þessu sinni.
Jón Pétursson námstefnustjóri “Á vakt fyrir Ísland” slökkviliðsmaður/neyðarflutningamaður - Firefighter/EMT-I
Á vakt fyrir Ísland
41
42
Á vakt fyrir Ísland
Mest selda liðbætiefni á Íslandi! Sífellt bætist í hóp þeirra Íslendinga sem hafa náð frábærum árangri með NUTRILENK. “Ég upplifi engin eymsli í dag og er aftur farinn að njóta þess að styðja við heilsu mína með hreyfingu, þökk sé Nutrilenk Kristófer Valdimarsson
2-3
mánaða skammtur í hverju glasi
Innihaldsefni NUTRILENK: Kondrótín sem unnið er úr fiskibeinum, aðalllega frá hákörlum.
“Nutrilenk Gold hefur gert mér kleift að æfa og keppa í hjólreiðum undanfarin 4 ár með óvæntum árangri. Ég get ekki annað en mælt hiklaust með Nutrilenk” Jón Arnar
Kalk sem er nauðsynlegt fyrir viðhalda eðlilegra beina. Mangan sem stuðlar að viðhaldi þeirra. D-vítamín sem stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina og vöðvastarfsemi.
“Ég sleit krossband fyrir mörgum árum. Núna get ég gengið og hlaupið eymslalaus. Ég hef klárað bæði hálfmaraþon og fjallahlaup án eymsla og þessu þakka ég Nutrilenk. Jóhann Gunnarsson
“Ef ég gleymi að taka Nutrilenkið þá finn ég fljótt fyrir því. Nú eru fleri í fjölskyldunni farnir að taka Nutrilenk Gold m.a. vegna slæmsku í hnjám og allir eru jafn ánægðir“ Sigrún Björk Sverrisdóttir
C-vítamín sem stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi beina og brjósks og er þekkt fyrir að draga úr þreytu og lúa.
“Ég sleit krossband fyrir mörgum árum og er staðan nú bein í bein. Ég byrja alla daga með Nutrilenk Gold. Það gerir lífið bara svo miklu betra.” Eygló Jónssdóttir
Krabbameinsnefnd LSS Síðastliðið ár hefur krabbameinsnefnd LSS ásamt góðum aðilum haldið áfram að kynna og vekja athygli á þeirri staðreynd að tíðni krabbameins hjá slökkviliðsmönnum sé allt að tvisvar sinnum hærri en gengur og gerist. Á meðan við berjumst við kerfið þá horfum við til félaga okkar í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu en þar eru menn að betrumbæta þá löggjöf sem sett hefur verið um krabbaBorgar Valgeirsson mein meðal slökkviliðsmanna og þar hefur aukin tíðni krabbameins meðal slökkviliðskvenna verið höfð til hliðsjónar.
Í febrúar var lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um slysatryggingar almannatrygginga og sendi LSS inn umsögn um frumvarpið og vakti athygli á okkar stöðu í þessum málum auk þess sem LSS sendi frá sér ályktun um stöðuna. Ályktun LSS vakti mikla athygli og fengum við mikla fjölmiðlaumfjöllun en sú umfjöllun ásamt því að leggja hart að því fá að kynna okkar málflutning skilaði okkur fundi með velferðanefnd Alþingis og fengum við 20 mínútur til þess að kynna okkar mál og svara spurningum nefndarmanna. Við fengum góðan liðsstyrk en auk Bjarna og Borgars frá krabbameinsnefnd LSS þá sátu fundinn og aðstoðuðu okkur við kynninguna, Hermann Sigurðsson framkvæmdastjóri LSS, Magnús Smári Smárason formaður LSS, Finnur Hilmarsson frá SHS og fyrrverandi varaformaður LSS, Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri BÁ og formaður félags slökkviliðsstjóra og Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri slökkviliðs Akureyrar og formaður fagdeildar stjórnenda. Allir lögðu þeir sín lóð á vogaskálarnar og eiga þeir miklar þakkir skildar fyrir sitt framlag. Í febrúar var einnig fimmta alþjóðlega ráðstefnan um slökkviliðsmenn og krabbamein en ráðstefnan var haldin af félögum okkar í Póllandi en vegna Covid-19 þá fór þessi ráðstefna fram í gegnum netið. Meðal fyrirlesara að þessu sinni voru okkar helstu baráttumenn í Norður-Ameríku, Skandinavíu og Evrópu en auk þess voru nokkrir nýir fyrirlesarar með áhugaverða punkta og rannsóknir sem styðja rökstuðning okkar enn frekar. Krabbameinsnefndin hefur haldið áfram fræðslu til slökkviliðsmanna en í mars vorum við með sérstakt fræðsluátak þar sem við kynntum allt það fræðsluefni sem við höfum gefið út auk þess sem við kynntum nýtt fræðsluefni til sögunnar. Nýtt fræðslumyndband var unnið í samstarfi við margmiðlunarteymi HMS og erum við þeim þakklátir fyrir þeirra framlag en einnig voru sendir
44
Á vakt fyrir Ísland
límmiðar til allra slökkviliða sem minna okkur á að eldgallar eiga ekki heima í hreinu rými slökkvistöðva. Fyrir þá sem vilja kynna sér efnið sem við birtum þá má nálgast það á facebook síðu krabbameinsnefndar „Slökkviliðsmenn gegn krabbameini”
Í apríl og maí var svo farið í vinnu varðandi nýjar tryggingar fyrir tryggingasjóð LSS og var lögð talsverð vinna í það að reyna að koma Bjarni Ingimarsson atvinnutengdu krabbameini inn í tryggingakaflann en því miður gekk það ekki upp að þessu sinni. Við fengum þó góða aðstoð við þessa vinnu frá lögfræðingunum Agnari Guðmundssyni og Kára Valtýssyni frá Fulltingi og þökkum við fyrir þeirra aðstoð. Eftir að gengið var frá nýrri tryggingu var fjármagn eftir í sjóðnum og hefur verið ákveðið að búa til styrktarsjóð fyrir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein sem má teljast atvinnutengt samkvæmt þeim viðmiðum sem settar hafa verið um slík krabbamein í Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. Tryggingasjóður í samstarfi við krabbameinsnefnd LSS mun svo fljótlega kynna þær reglur sem settar verða um styrk vegna starfstengds krabbameins og munum við svo halda áfram að styrkja tryggingasjóð og bæta réttindi félagsmanna LSS. Þann 12. júní síðastliðinn náðum við svo ákveðnum áfanga í okkar vinnu þegar Alþingi samþykkti breytingar á lögum um slysatryggingar almannatrygginga en í nýrri löggjöf er kveðið á um að ráðherra geti sett sérstaka reglugerð um þær stéttir sem eru útsettari fyrir atvinnutengdum sjúkdómum. Þessi viðbót við lögin er það sem LSS lagði áherslu á í kynningu okkar fyrir velferðarnefnd þingsins og því næsta skref að hefja vinnu við að fá slíka reglugerð fyrir okkar starfsstétt enda er okkar málflutningur vel rökstuddur með vísindalegum rannsóknum. Þetta er stórt skref í okkar baráttu en svona langhlaup krefst samvinnu margra aðila en það er stór hópur núverandi og fyrrverandi stjórnarmanna og starfsmanna LSS ásamt fjölda félagsmanna sem hefur unnið að þessari vegferð ásamt aðstoð frá góðum hópi erlendra kollega og eiga þeir allir miklar þakkir skildar fyrir sitt framlag. Að lokum hvetjum við félagsmenn LSS til að halda áfram að huga að heilsunni og styðjum hvert annað í því að breyta hugsunarhætti okkar og vinnu með tilliti til þeirra starfstengdu krabbameina sem við erum útsettari fyrir. Bjarni Ingimarsson Borgar Valgeirsson
Við klæðum slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn með stolti
Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði:
„Við erum ekki úr stáli“ -segir slökkviðliðsstjóri Brunavarna á Austurlandi
„Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði í árslok 2020 eru þær verstu sem ég hef lent í á mínum ferli. Þarna voru ólýsanlegar, lífshættulegar aðstæður, þar sem maður óttaðist um eigið líf og annarra, bæði líf bæjarbúa og félaganna sem voru að sinna björgunarstörfunum“. Þetta segir Haraldur Geir Eðvaldsson slökkviðliðsstjóri Brunavarna á Austurlandi en hann hélt utan um skipulag björgunarstarfsins fyrir austan á dögunum. Hann segir það hafa verið ómetanlegt að fá stuðning fagaðila í kjölfar björgunarstarfsins sem Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna býður sínu fólki upp á. Íbúar Seyðisfjarðar fóru ekki varhluta af áföllum í árslok 2020 þegar langvarandi úrkoma kom af stað aurflóðum sunnan megin í firðinum og þykk laus jarðlög flutu niður hlíðarnar á ógnarhraða í átt að bænum sem kúrir í botni fjarðarins. Aurflóðið olli gífurlegu eignatjóni. Einn þeirra sem missti heimili sitt er Davíð Kristinsson í Slökkviliði Seyðisfjarðar, björgunarsveitarmaður, hótelrekandi og heimilsfaðir. Húsið sem Davíð og fjölskylda hans bjuggu í stórskemmdist strax í fyrsta flóðinu og varð síðan ítrekað fyrir flóðunum. Húsið þarf að endurgera og er nú varla fokhelt. Talið er að það taki ár að gera það aftur íbúðarhæft. Þar að auki er innbúið sem var á fyrstu hæðinni nær allt ónýtt. Hann segir stóra verkefnið framundan sé að láta endurbyggja húsið og finna aftur persónulega öryggið sem eigið heimili veitir.
Að setja eigin hagsmuni til hliðar
Davíð segir að það sé krefjandi ákvörðun að setja eigin hagsmuni til hliðar á ögurstundu og oft sé erfitt fyrir maka og börn að setja sig inn í þessar aðstæður. Það sé
46
Á vakt fyrir Ísland
Haraldur Geir Eðvaldsson
Davíð Kristinsson
ekki einföld ákvörðun að setja eigið heimili og fyrirtæki til hliðar vikum saman vegna björgunarstarfa. Svona langt útkall hafi kostað sitt bæði andlega og líkamlega. Haraldur slökkviliðsstjóri segir mikla mildi að allir hafi komist lífs af en það megi ekki vanmeta eignatjónið sem bæði fjölskyldur og fyrirtæki urðu fyrir. „Það misstu margir allt og stóðu bara uppi með það sem var í vösunum á fötunum þeirra. „Innbúið okkar verður mjög mikilvægt þegar það er ekki lengur til. Þá eru það litlu persónulegu munirnir sem við söknum mest. Litli plattinn með fótsporum nýfæddra barna í fjölskyldunni, myndaalbúmið og annað sem ekki verður bætt með peningum“, segir slökkviliðsstjóri Brunavarna á Austurlandi.
Á flótta með barn í fanginu
Haraldur segir að hans menn í slökkviliðinu og aðrir sem unnu að björgunarstörfum á staðnum, menn frá lögreglu, Rauða krossinum og björgunarsveitum, hafi margir horft á stóru aurskriðuna æða niður hlíðina og á bæinn. „Sú tilfinning var ömurleg og lengi vel vissi ég ekki hvort allir mínir menn hefðu sloppið. Félagar í hópnum horfðu upp á eignir sínar hverfa í drullu og við horfðum upp á fólk hlaupa út úr húsunum sínum. Allt í einu var ég kominn með dreng í fangið á flótta undan skriðunni. Við urðum öll að forða okkur út af svæðinu. Það var ekkert sem við gátum gert. Ég man eftir mér sitjandi á gangstéttarbrún með öðrum úr slökkviliðinu, hringjandi í fjölskyldur okkar til þess að láta þær vita að við værum á lífi. Bílar með blá ljós á leið frá Egilsstöðum gefa strax vísbendingu um að eitthvað mikið sé að gerast“.
Haraldur segir það hafa tekið nokkurn tíma að gera liðskönnun og fá fullvissu um að engra væri saknað. Hann lýsir því hvernig slökkviliðsmennirnir frá Seyðisfirði hafi fengið húsaskjól víða og því hafi tekið tíma að ná sambandi við þá alla í kjölfar atburðanna. Það hafi verið undarleg tilfinning að koma heim í öruggt skjól á Egilsstöðum og hann hafi sofnað með vonda samvisku vegna félaganna sem höfðu misst húsin sín og allt innbú. Jólahaldið í kjölfar alls þessa er sem hulið þoku.
Gömlu sárin á sálinni opnast
„Þegar maður lendir í svona aðstæðum er eins og öll gömlu sárin á sálinni frá eldri björgunaraðgerðum opnist“, segir Haraldur. Hann segir að Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hafi tekið upp þá nýjung að bjóða upp á áfallahjálp faglærðra sérfræðinga og sé hún ómetanleg. „Það er eins og öll gömlu atvikin brjótist fram eftir áfallið sem við urðum fyrir á Seyðisfirði í árslok. Auðvitað höfum við alltaf talað saman og reynt að styðja hver annan eftir að hafa staðið í ströngu, en það þarf meira til. Við erum ekki úr stáli og þurfum faglega hjálp sem fyrst eftir lífsháska og björgunaraðgerðir af þeirri stærðargráðu sem við lentum í“, segir slökkviðliðsstjórinn. Davíð tekur í sama streng og Haraldur. Hann segist vera afar þakklátur Landssambandinu fyrir áfallahjálpina. Ef andlega heilsan er ekki til staðar skipti líkamlega heilsan engu máli. „Það er mikið áfall að horfa upp á náttúruna taka völdin og ekki sjálfgefið að allir séu á lífi eftir slíka atburði. Samheldnin á meðan hamfarirnar gengu yfir og áfallahjálpin í kjölfarið eru ómetanlegir þættir fyrir slökkviðliðsmanninn og gerir mig sáttan sem hluta af útkallsteyminu á Seyðisfirði“, segir Davíð. Davíð Kristinsson slökkviliðsmaður bætir því einnig við að hann sé mjög stoltur af því hvernig allir viðbragðsaðilar á Austurlandi unnu saman og hversu mikið traust hafi ríkt milli björgunarfólksins. Samheldnin hafi gert útslagið á þessum erfiða tíma og ráðið úrslitum um hversu vel tókst til. Hann segist líka vera stoltur af íbúum bæjarins sem séu langt í frá að gefast upp.
Við bjóðum upp á
heildarlausn fyrir þig eða þitt fyrirtæki h p g a m a r. i s
Á vakt fyrir Ísland
47
The Resiliency of EMT and Paramedic Education at National Medical Education & Training Center During the Pandemic
March 13th, 2020, President Trump declared a State of Emergency in the United States, I was asleep in my hotel room in New Delhi, India. The media had reported the President was shutting down the U.S. boarders and locking the country down for two weeks to “bend the curve.” I was awakened early in the morning on March 14th India time by the constant buzzing of my cellphone on the nightstand. As I wiped the sleep from my eyes, I could see a number of people including my wife had been calling and texting me throughout the night. I began to read the text messages and listen to my wife’s voicemail I could hear the concern in her message telling me I had to get home. I had been in India speaking at an EMS conference in Chennai and had flown north to Delhi to do some sightseeing. Covid-19 had just begun to enter the United States but was only on the West Coast before I left for the trip. India had only had a few cases scattered about the country and not a threat at that time. In the week I had been travelling, the world began to change in a significant way.
48
Á vakt fyrir Ísland
I grew concerned for my firefighters at the fire department I serve as a Shift Commander, and our staff and EMS students at National Medical Education & Training Center (NMETC) where I serve as the President/CEO. I pulled out my computer on the plane and began to write down a list of things I would have to do as soon as I hit the ground in Boston.
Brad Newbury
I called my wife; she was worried the virus was still a real unknown. She was asking me to cut my trip short and come home now! She told me I only had until Friday March 14th at Midnight (U.S. Time) to get home before the boarders were going to be closed. This meant I had to fly out of Delhi that night at the latest to make it. I was not able to change my flight with British Airways but was able to book a one-way flight home on KLM arriving in Boston on March 14th at noon. Throughout my flight,
NMETC is located in West Bridgewater, Massachusetts about 30 miles south of Boston. We are a full-service Emergency Medical Services education school that was founded in 2010 by my wife Kimberly and me. Our school focuses on initial education and training of EMT’s and Paramedics. In 2006, I had created a unique live interactive hybrid online Paramedic program. I was able to prove the concept for online EMS programs and in 2010 we launched our school with both campus classes at our facility and an international hybrid online paramedic program. We began enrolling students in our hybrid programs from around the United States and across the globe. In 2015 we were awarded CAAHEP programmatic accreditation
for our paramedic program and our school began to grow rapidly. Our online programs are live and interactive held in virtual classrooms and supported by our learning management system. Students receive the same live lectures that our local students get at our school in person. In 2015, I conducted an academic comparative analysis study looking at our campus vs online/hybrid learners and we found that our online/hybrid learners had better outcomes than our campus students. First stop from the airport was at NMETC to speak with our staff. When I walked in, it was business as usual. The staff were all working, and we had paramedic students in the skills lab going about their day.
I thought to myself, why did I come home early? I gathered our senior leaders, and we began discussing a number of issues we would face due to the National two-week travel ban to the U.S. Our Director of Student Services Lindsey Tanguay immediately brought up our Icelandic paramedic students who were due to travel to our school for skills lab starting on March 23rd. We made plans to notify our Icelandic students of the problem and let them know we were working on solutions. We had another major issue; we also had an entire cohort of paramedic students travelling to our school for skills training arriving on March 29th. The logistics began to weigh heavy on our staff as we needed to make some immediate decisions and notifications to our students. Monday, March 17th the Governor of Massachusetts issued a stay-athome order for non-essential workers and our skill labs came to a crashing halt. I gathered our entire
team in one of our classrooms and we discussed the challenges to come. After the meeting, our staff took their computers and all went home, “for two weeks”. Our business was well positioned to withstand the rigors of a pandemic (who knew?) the online administrative and educational infrastructure we had developed over the years allowed us to continue serving our students and never missing beat. Wednesday, March 19th I met with our senior leadership team in our virtual classroom from my home office to make plans for the future. We asked ourselves what if this lasted longer than 2 weeks? What if, what if, what if! I serve as the Assistant Director of Prehospital Education for the Disaster Medicine
Fellowship at the Beth Israel Hospital in Boston, and we had studied pandemics and emerging infectious diseases. I had a sickening feeling this was not going to be over in 2 weeks, but I did not want to socialize my views just yet to our staff. One thing I knew we needed to do now, was to lead! Leadership is important in time of crisis and our team needed to communicate with our staff and our students. We made notifications to all our students that our online education would continue, and all scheduled campus lectures would be held online. The pivot was seamless as we already had over 10 years of experiences delivering online education to EMS students. As the “Bend the Curve” 2-week time out, moved beyond the 2 weeks we knew we were facing deep challenges at our school. Our scheduled lab skill trainings and our skills boot camps for our distant students would be impacted in a significant way. We
had also received a directive from the Massachusetts Department of Health Office of Emergency Medical Services (OEMS) stating all in person lectures, skills training, clinical and field internship rotations had been suspended until further notice. NMETC is a fairly large EMS institution and we now had hundreds of students impacted by the stayat-home order, the travel ban, as well as our inability to host skill labs at our campuses. I gathered our leadership team again in an online meeting, and we discussed the problem. We agreed we needed to communicate with our students but not just via email. Our students needed to hear from me personally and be able to ask questions. Lots
of fear and unknown existed and the students’ concerns were valid. We scheduled Town Hall meetings with every class. I wanted to assure the students we would support them throughout this pandemic. We were all in this together and I wanted the students to know we understood their fears. I made a personal promise to each of our students that whatever happen, NMETC the organization and me personally would ensure they had an opportunity to finish our course and reach their goal. Those meetings were instrumental in calming the fears of our students and giving them an opportunity to get their questions answered from our team, even if we just reassured them, we would support them throughout this lock down. Once we communicated with students and staff, we began to think about ways we could support our students in a deeper way. Our educators began looking intimately
Á vakt fyrir Ísland
49
at our programs and we decided to dig in and create new resources and content for the students. We built additional lectures, made some new skills videos and created scenario recordings using multiple instructors online with some new technology in simulation. We then released it to our students. Our leadership team also began to think about “What’s next?” What does opening back up look like? When do we think it will be? Based on all the information and data that we had we began making assumptions. Our best guess was to plan for a June 1st opening. The logistics were staggering, even if we were correct on the timeline, we had a huge uphill climb to recover for 3 months of skills training sessions which had been postponed. We also made contingency plans in case we were wrong on the
dates. Lindsay worked diligently to create numerous plans and shuffling dates and skills boot camps, and planning for what if the opening date became a moving target. One big challenge we also faced were the restriction state to state on travel. Each state began to allow travel with some severe restrictions on quarantining for 10-14 days, mask wearing and Covid-19 testing prior to and after travelling back home. Lindsay was spot on in her prediction and OEMS sent out a directive to all schools allowing in person skills training on June 1st, 2020. We still were not allowed to have live in person lectures on campus yet. A huge win for us however, the restrictions were severe. One of the largest challenges was the limited number of students allowed in one room at any given time. We
50
Á vakt fyrir Ísland
had to create a plan of action which needed to be approved by OEMS as to how we were going to operate within the guidelines they required. Everything from temperature screening, Covid-19 questionnaire at the door prior to entering our school, to an extensive list of rules that must be followed throughout the student’s participation in the lab. With all the restrictions, we could not have one large cohort of student come all at the same time. We developed a plan to allow students to pick their skill session dates based on their ability to travel to our school. They could choose from five different bootcamps. We had to be flexible as the restrictions were constantly changing. The team came together to solve a number of problems, we asked each other hard questions that required real solutions. One in par-
ticular was “Can we get cadavers for our skills training?” Each cohort of paramedic students attends a cadaver lab at our school to help codify their intubation skills. The cadavers are flown in from around the country and delivered to our school. Was this going to be possible? We contacted the organization we work with, and they were excited to hear from us. The owner assured me they had plenty of specimens, as all the medical schools had stopped in person skills training. We needed this good news and it was full steam ahead! OEMS required we train all of our instructor staff and students in the use of PPE. We developed online training programs and distributed the content to everyone required to have it. We developed an ac-
countability tracking system to ensure everyone had taken the online course and we could prove it had been completed. Many would argue, the rules for businesses to continue to operate amidst the pandemic were challenging and at times unintelligible. Execute! We had a plan, built the Covid training and now we needed to get ready for our first group of students. We gathered our staff and educators to discuss the reopening plan with restrictions required by OEMS. Our team was excited to get back in the game and with mission to serve our students we were ready to safely open the school! The next 130 days would be a world wind of activity. Our plan had us catching up all of our EMT and Paramedic cohorts skills labs by December of 2020, a loft goal. In those 130 days, 118 of those days we held skills training at our campus. A
massive feat for our educators, a show of true commitment to our students and our mission. During the entire time we held skills training, from June 1, 2020, until today, we did not have one case of Covid-19 transmitted at our school! Clinical and Field internships were slow to open. This delayed a number of our students from completing their program. Our Clinical team, led by the Director Debra Downey worked tirelessly, to work with our hospitals and ambulances service partners to ensure a safe return of our students. Eventually a number of facilities and services began to allow students to continue their learning and our students became an integral part of the care of sick patients during the pandemic crisis. Although many were not able to care for known Covid patients due
to hospital policies, they supported the hospitals with helping care for the others and they collectively gained invaluable experiences. We learned many lessons along the way. Upon reflection, one of the major reasons for our success was our ability to lead through crisis and pivot to support our students in ways other educational institutions may not have. Our mission of training EMS providers “to take care of people” grew stronger as we knew our community needed our students to help immediately and be available for the future. The real disappointment came for our international students, specifically in Iceland as the EU travel
ban to the U.S. remained in place throughout 2020 and continues to be in place as the writing of this article. We do anticipate the travel ban to be lifted by the end of the summer and we plan on welcoming our Icelandic students to a special skills training session just for them in September. Other countries, particularly from the Bahamas, St. Croix and Cayman Islands were allowed to travel to the United States by the fall of 2020, those students have been completing their programs. The real heroes of our story are our students. They persevered through all the challenges the pandemic threw at them and came out the other side as certified/licensed pro-
viders ready to take the baton and lead the next generation into whatever our world has in store for them next. Many students struggled with lots of challenges. Some students overnight became teachers themselves to their children, the study time they used to have diminished as their jobs and EMS services needed their help taking care of their communities. They were on the front lines responding alongside our instructors, doing their duty and serving others during the worst pandemic in our lifetime. Through it all, we saw the resiliency of our future providers and it made me, our staff and educators proud to have had played an important part in their education. We look forward to watching their careers grow.
Bradford Newbury MPA, NRP
Bradford Newbury MPA, NRP is Captain/ Paramedic with over 36 years of experiences in firefighting and prehospital medicine. Brad also has an extensive background as an educator and as an innovative entrepreneur, where he serves as the President and CEO of National Medical Education & Training Center. Brad is a graduate of Harvard University’s T.H. Chan School of Public Health’s Division of Policy Translation and Leadership Development and the Harvard Kennedy School’s Center for Public Leadership’s- National Preparedness Leadership Initiative- Executive Education Program. He obtained a Master’s Degree in Public Administration from Anna Maria College (AMC) and a Bachelor’s degree in Fire Science from AMC as well.
fastus.is
LIFEPAK CR2
ALSJÁLFVIRKT HJARTASTUÐTÆKI Einfalt hjartastuðtæki ætlað fyrir almenning. Tækið er tilbúið til notkunar um leið og það er opnað og krefst ekki sérfræðiþekkingar. Tengingar á rafskautum í LIFEPAK CR2 ganga beint í stuðtæki sjúkrabíla sem sparar tíma og getur skipt sköpum við björgun mannslífa. LIFEPAK CR2 er ný gerð hjartastuðtækja sem tekur við af LIFEPAKCR plus.
HELSTU NÝJUNGAR ERU M.A.: Tungumál Tungumál tækis er íslenska. Velur ensku með einum rofa. Barnastilling Velur barnastillingu með einum rofa. Tónmerki og taktur Gefur leiðbeiningar um endurlífgun og tónmerki fyrir tíðni hjartahnoðs. Árangursríkari endurlífgun Ekki þarf að stoppa hjartahnoð á meðan tækið metur ástand hjartans.
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við söluráðgjafa í síma 580 3900 Fastus ehf |Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
Á vakt fyrir Ísland
51
Neyðarljósmyndun „Ég byrjaði í þessu björgunarsveitabrölti þegar ég var 16 ára, fyrir 31 ári síðan. Fyrst sem sjálfboðaliði í björgunarsveit og svo nokkrum árum síðar sem starfsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Það var svo þegar ég lærði ljósmyndun árið 2011 og skipti um starfsvettvang að ég fór markvisst að ljósmynda leit og björgun og önnur neyðarstörf.“
Sigurður Ólafur Sigurðsson er betur þekktur innan neyðargeirans sem Siggi Sig eða jafnvel sigósig, sem er skammstöfum á nafni hans sem varð til af því að hann nennti ekki að skrifa fullt nafn á ávísanir. Á seinni hluta síðustu aldar þurfti að skrifa margar svoleiðis fyrir filmum og ferðabúnaði. Í dag er hann atvinnuljósmyndari sem sinnir alls kyns ljósmyndaverkefnum fyrir fyrirtæki og stofnanir en hans ær og kýr eru það sem hann kallar neyðarljósmyndun. „Neyðarljósmyndun er eftir því sem ég best veit, starfsheiti sem ég bjó til vegna bakgrunns míns í neyðargeiranum og núverandi starfs sem ljósmyndari. Ég hef nefnilega ekki bara mikinn áhuga á mínum gamla starfsvettvangi heldur líka brennandi áhuga á því að skrásetja og sýna störf þeirra sem helga starfs sitt og jafnvel líf sitt því að passa upp á og koma samborgurum sínum til hjálpar. Almenningur hefur mjög takmarkaða sýn inn í störf þessa fólks og jafnvel mjög skakka sýn. Þetta langar mig að laga. Mig langar að gefa meiri og betri innsýn í störf þessa fólks og um leið skrásetja sögu neyðargeirans og tíðarandann hverju sinni. Ég brenn fyrir þessu verkefni.” Síðastliðinn vetur gaf Siggi út bókina „Shooting rescue - Tíu ár að ljósmynda leit og björgun á Íslandi” sem gefur innsýn í störf hans við að ljósmynda íslenskar björgunarsveitir að störfum sl. 10 ár. En á þeim tíma hefur hann einnig ljósmyndað aðra
52
Á vakt fyrir Ísland
neyðaraðila og önnur og minni bók um neyðaraðilana á bakvið Neyðarlínuna kom út á vegum Neyðarlínunnar fyrir nokkrum árum. „Rauði þráðurinn í ljósmyndun neyðargeirans hefur verið í tengslum við Slysavarnafélagið Landsbjörg þar sem ég hef gegnt hlutverki einskonar hirðljósmyndara undanfarin ár. Ég hef hinsvegar einnig unnið mismikið fyrir ýmsa aðra neyðaraðila eins og Rauða krossinn, slökkvilið, Neyðarlínuna, Almannavarnadeild og fleiri tengda aðila. Vinna fyrir þessa aðila hefur svo auðvitað leitt fyrir framan linsuna fjölmarga aðra neyðaraðila í tengslum við útköll og æfingar og aðrar myndatökur og þar af leiðandi inniheldur safnið æ fjölbreyttari flóru neyðaraðila. Svo eru neyðaraðilar, hvort sem um er að ræða sjálfboðaliða eða opinbera aðila, alltaf að gera sér betur ljóst hversu mikilvægt er að starf þeirra sé sýnilegt. Það eru ekki bara sjálfboðaliðarnir sem þurfa að kynna starf sitt fyrir almenningi heldur er líka mikilvægt fyrir opinbera aðila eins og t.d. slökkvilið að kynna sitt starf í sýnu nærumhverfi.”
Þó að markmið hans sé fyrst og fremst að skrásetja störf neyðargeirans hérlendis þá hafa slæðst með verkefni utan landsteinanna tengd þessarri sérhæfingu eins og að ljósmynda starf Nethope samtakanna í flóttamannabúðum í Grikklandi og persónulega verkefnið SAR Europe sem snýst um að ljósmynda björgunarstörf í Evrópu. „Svo detta alltaf inn verkefni fyrir fyrirtæki og aðila sem tengjast neyðargeiranum með óbeinum hætti eins og nýleg og eldri verkefni fyrir Goretex, Taiga, Luminox og fleiri aðila, innlenda og erlenda, eru dæmi um.“ Þegar flett er í gegnum neyðarmyndasöfnin á sigosig.is eða instagram síðu Sigga er nokkuð ljóst að safnið er að verða
nokkuð fjölbreytt þó að rauði litur Landsbjargar sé nokkuð áberandi. En hvernig verður þetta safn til og hvernig er hægt að hafa atvinnu af því á Íslandi, eða hvar sem er ef út í það er farið, að ljósmynda störf neyðaraðila? „Þetta er nú til að byrja með ekki það eina sem ég geri. Uppistaðan í mínu starfi er raunar almenn auglýsinga- og iðnaðarljósmyndun fyrir fyrirtæki og stofnanir ótengdar björgunarstörfum þannig að ég lifi ekki á þessu eingöngu. En þessi þáttur fer stækkandi hægt og bítandi eftir því sem fleiri gera sér grein fyrir gildi þess að eiga gott myndefni af sínu starfi. Eftir því sem heildarsafnið stækkar verður jafnframt algengara að neyðaraðilar og þeim tengdir leiti í að kaupa stakar myndir eða söfn til notkunar í t.d. ýmiskonar útgáfu, kennsluefni og svo framvegis. Þannig styður þetta allt hvað annað. Ég get til dæmis boðið litlu slökkviliði gott verð á myndatöku gegn því að myndirnar fari í safnið og aðrir aðilar geta fundið þær þar og nýtt í sitt starf.” En neyðargeirinn fæst við viðkvæm mál og oft eru miklar tilfinningar, sorg og jafnvel örvænting í spilinu og oft um að ræða einhverjar erfiðustu stundir í lífi fólks. Þá vaknar spurningin um það hvort að ekki sé vafasamt að mæta með myndavél á slíkum stundum. „Jú auðvitað er það viðkvæmt og ofsalega mikill línudans. En markmiðið er svo sannarlega aldrei að særa eða valda meiri skaða. Skjólstæðingarnir eru heldur ekki myndefnið heldur atburðirnir og björgunarfólkið og ég er orðið nokkuð lunkinn við að ljósmynda atburði og sýna björgunarstarfið án þess að skjólstæðingarnir sjáist eða þekkist. En auðvitað getur nærvera mín ein og sér valdið álagi á þolendur og jafnvel björgunarfólk og í þau fáu skipti sem ég hef orðið þess áskynja þá hef ég haldið mig til hlés eða jafnvel dregið mig alveg út úr atburðunum. Oft má líka einfaldlega útskýra hvað maður er að gera og hvert markmiðið er. Ég er ekki fréttaljósmyndari í þeim skilningi, ég er ekki að leita að næstu forsíðu. Ég er fyrst og síðast að documentera björgunarstörf fyrir þá sem þau vinna. En þau skipti þar sem mér hefur fundist ég vera að þræða línuna við gráa svæðið eru afar fá og þau eru mér ekki léttbær. En á sama tíma eru það oft þær myndir sem lýsa atvikum og aðstæðum best og eru dýrmæt heimild sem verður bara dýrmætari þegar fram líða stundir. Að þessu sögðu er rétt að taka fram að yfirgnæfandi meirihluti minna verkefna í þessum geira eru á æfingum og uppstilltum myndatökum. En við megum ekki sleppa alvörunni. Þau augnablik eru raunveruleikinn. Þau eru það sem starf neyðaraðila snúast um. Þar liggur sagan og tilgangurinn með öllu okkar starfi.” Sigurður er með vefina www.sigosig.is og www.sosfotos.com og er á Instagram sem sosfotos_sigosig og Facebook sem SIGÓSIG Ljósmyndari. Sigurður Ólafur Sigurðsson - sigósig Ljósmyndari | Photographer
» » » »
Jarðvinna Drenlagnir Hellulagnir Þökulagnir
Þjónustum einstaklinga, fyrirtæki og húsfélög
519 7780
prostone@prostone.is
» Smíðavinna » Múrvinna » Málningarvinna Þjónustum einstaklinga, fyrirtæki og húsfélög
519 7780
prostone@prostone.is Á vakt fyrir Ísland
53
Starfsmenntasjóður LSS Ágætu félagsmenn
Starfsemi starfsmenntunarsjóðs hefur að mestu náð að halda sínu striki þrátt fyrir covid. Nefndin hittist 4 sinnum á ári í gegnum Teams en við vonum líklega eins og flestir landsmenn að þessu fari að ljúka. Fjöldi umsókna er öllu minni heldur en í venjulegu árferði en þó greinilegt að félagsmenn reyna halda sér vel við menntunarlega séð. Á árinu 2020 greiddi sjóðurinn út tæplega 5.2 milljónir á móti rúmlega 7.2 milljónum árið 2019. Skipting styrkja á milli viðfangsefna breyttist töluvert á síðasta ári en greinilegt að félagsmenn sækja sér meira almenna menntun. Skiptingu á milli styrkja má sjá á línuriti. Eins og sjá má þá dreifast styrkir vel á milli viðfangsefna. Sjóðurinn er vel staddur sem er að mestu tilkomið vegna aukningar sem rekstraraðilar borga í sjóðinn sem og minni umsvif á árinu 2020 en það gefur okkur aftur sóknarfæri á því að geta stutt vel við félagsmenn þegar
námskeiðahald fer aftur á fullt flug. Eins og ég nefndi síðast þá hefur öllum stærri ráðstefnum verið frestað til ársins 2022 en dagskrá haustsins liggur ekki alveg fyrir en við reiknum nú ekki með að það verði mikið af ráðstefnum með haustinu. Eins og ávallt þá hvetjum við ykkur til að hafa samband við skrifstofu
Styrktarsjóður Styrktarsjóður er sá sjóður stéttarfélaga sem mest er leitað til eftir styrkjum. Rétt í Styrktarsjóð LSS eiga félagsmenn sem greitt hefur verið fyrir í a.m.k. 6 mánuði fyrir styrkveitingu. Atvinnurekendum er skylt að greiða 0,75% iðgjald af félagsmönnum í sjóðinn og geta félagsmenn sótt ýmsa styrki tengda heilsufari sínu, hvort sem það eru andleg eða líkamleg veikindi eða í formi forvarna til að tryggja betra heilsufar. Réttur til styrkja endurnýjast um áramót. Aðsókn í sjóðinn hefur aukist mikið sem er ánægjulegt. Sjóðurinn styrkir hátt í 20 mismunandi málaflokka, flestar umsóknir eru vegna líkamsræktar, sjúkraþjálfunar, tannlækninga og sálræns stuðnings. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og eingöngu starfsfólk á skrifstofu vinnur með þær, enda oft á tíðum um viðkvæmar upplýsingar að ræða. Við hvetjum félagsmenn okkar að kynna sér hvaða rétt þeir eiga á heimasíðu okkar www.lsos.is
54
Á vakt fyrir Ísland
LSS ef spurningar vakna og reynum við að svara þeim fljótt og vel. Næsti fundur er fyrirhugaður seinnipartinn í apríl og er það lokafundur fyrir sumarið. Fyrir hönd starfsmenntunarsjóðs Eyþór Rúnar Þórarinsson formaður
Orlofssjóður LSS Orlofssjóður hefur fimm íbúðir/ sumarhús til umráða. Tvær íbúðir eru á Akureyri, ein í Reykjavík og tveir sumarbústaðir í Munaðarnesi. Sumarúthlutun er lokið en félagsmenn geta farið inn á orlofsvef LSS www. orlof.is/lsos og bókað þær vikur/daga sem eru lausir, óháð starfshlutfalli. Orlofssjóður hefur lagt reglulega inn á lánið sem var tekið vegna íbúðarinnar á Grandaveginum og mun það greiðast upp árið 2021. Orlofsnefnd LSS leggur sig fram að við hafa íbúðirnar í lagi og tryggja að dvöl félagsmanna verði góð upplifun fyrir alla fjölskylduna. Ekki er lengur hægt að bjóða upp á sund- og skíðakort fyrir íbúðirnar á Akureyri þar sem nýir rekstraraðilar Hlíðarfjalls heimila það ekki. Frítt er
að spila golf fyrir félagsmenn sem leigja sumarhúsin í Munaðarnesi á golfvellinum Glanna við Bifröst. Á sumrin eru ýmsir möguleikar í boði s.s. ferðaávísun sem nota má til að fá hagstæða gistingu á fjölmörgum hótelum um land allt. Einnig niðurgreiðir orlofssjóður LSS: veiðikort, útilegukort og tjaldsvæði. Félagsmenn kaupa kortin á orlofssíðu félagsins orlof.is/lsos. Félagsmenn sem vilja nýta sér styrkinn til að greiða upp kostnað vegna gistingar á tjaldsvæðum (sem er allt að 20.000 kr.) verða að skila inn kvittunum með nafni og kennitölu félagsmanns. Á heimasíðunni má einnig finna yfirlit yfir hin ýmsu fyrirtæki sem veita félagsmönnum okkar afslætti. Nýting orlofsíbúða LSS á síðasta ári var góð þrátt fyrir lokanir á bókunum vegna covid-19.
Sendum slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum bestu kveðjur og óskir um velfarnað í starfi Reykjavík
Áman......................................................................Tangarhöfði 2 Gagnaeyðing............................................................. Bæjarflöt 7 Steinsmiðjan Rein ehf............................................ Viðarhöfða 1 Alþjóðlegar bifreiðatryggingar á Íslandi.................Borgartúni 35 Ginger slf................................................................. Síðumúla 17 Hagkaup...................................................................Skeifunni 15 Hjartaheill - Landssamtök hjartasjúklinga................... Síðumúla 6 Init ehf................................................................ Grensásvegi 50 Premis ehf............................................................Holtagarðar 10 Rannsóknarnefnd samgönguslysa......... Hús Fbsr v/Flugvallarveg Reykjagarður............................................................ Fosshálsi 1 Smith og Norland hf..................................................... Nóatúni 4 Reykjavíkurborg......................................... Ráðhúsi Reykjavíkur One systems Ísland ehf......................................... Síðumúla 21 BBA Fjeldco ehf.................................................... Skógarhlíð 12 E.S legal ehf.................................................Suðurlandsbraut 30 Kvika Banki............................................................Borgartúni 25 PWC á Íslandi.......................................................Skólgarhlíð 12 SM kvótaþing ehf................................................Tryggvagötu 11
Mosfellsbær
Nonni Litli ehf...............................................................Þverholt 8 Kjósahreppur...................................................................Ásgarði
Kópavogur
Eignarhaldsfél Brunabótafél Ísl............................. Hlíðasmára 8 Tern Systems Inc.................................................Hlíðasmára 10 Brunakerfi ehf............................................................ Ásbraut 17 Vatnsvirkinn hf.............................................. Skemmuvegi 48-50 Scandinavian tank storage...................................Hlíðarsmára 4
Garðabær
Krókur ehf.............................................................Suðurhrauni 3 Loftorka ehf.............................................................Miðhrauni 10 Garðabær................................................................Garðatorgi 7
Hafnarfjörður
Eldvarnarþjónustan ehf...........................................Móabarði 37 Verkalýðsfélagið Hlíf.....................................Reykjavíkurvegi 64 Hlaðbær Colas hf..................................................... Hringhellu 6 Úthafsskip ehf.................................................Fjarðargötu 13-15
Reykjanesbær
Brunavarnir Suðurnesja......................................Hringbraut 125
Grindavík
Þorbjörn hf............................................................Hafnargötu 12
Akranes
Eldvörn ehf.............................................................. Víðigrund 15
Grundarfjörður
Grundarfjarðarbær v/slökkviliðs......................... Borgarbraut 16
Hvammstangi
Húnaþing vestra v/slökkviliðs.................. Hvammstangabraut 5
Blönduós
Brunavarnir Austur-Húnvetninga...................Norðurlandsvegi 2
Siglufjörður
Fjallabyggð v/slökkviliðs....................................... Gránugötu 24
Grenivík
Grýtubakkahreppur v/slökkviliðs................................ Túngötu 3
Þórshöfn
Slökkvilið Langanesbyggðar..................................Fjarðarvegi 3
Eskifjörður
Slökkvitækjaþjón Austurl ehf..............................Strandgötu 13a
Vík
Mýrdalshreppur v/slökkviliðs.................................Austurvegi 17
Kirkjubæjarklaustur
Skaftárhreppur v/slökkviliðs...............................Klausturvegi 15
Selfoss
Sveitarfélagið Árborg..........................Ráðhúsinu - Austurvegi 2
Hæð : 33 sm Breidd : 34 sm
PANTONE 560C PANTONE 130C
C80 M0 Y63 K75 C0 M30 Y100 K0
R34 G70 B53 R234 G185 B12
Umhverfis- og skipulagssvið
56
Á vakt fyrir Ísland
NÝ ÚTGÁFA PENTHEON BJÖRGUNARTÆKJA MEIRI AFKÖST Í NÆSTA ÚTKALL Að vinna undir álagi, í kappi við klukkuna, þurfa fyrstu viðbragðsaðilar búnað sem þeir geta treyst á. Fyrir þessa aðila hefur Holmatro þróað nýju Pentheon línuna. Hátæknibjörgunartæki sem eru langt á undan öðrum búnaði á markaðnum. Þau eru rafhlöðudrifin og aðeins Holmatro Pentheon línan býður upp á hámarks árangur, frábæran hraða og fullkomna stjórn sem þú hefur aldrei upplifað áður.
KIKTU Á HOLMATRO.COM/PENTHEON
BÚNAÐUR FYRIR VIÐBRAGÐSAÐILA
Landstjarnan ehf. · sími 561 0028 · www.landstjarnan.is