5 minute read

Fagmennska, hjálpsemi og viðbragðsflýtir

Next Article
Neyðarljósmyndun

Neyðarljósmyndun

Neyðarlínan ohf. (NL) hefur nú svarað sam-evrópska neyðarnúmerinu 112 í 25 ár. Jón Pétursson rakti aðdragandann að vali númersins og tilurð þess rekstrarforms sem varð ofan á í prýðilegri grein í októberblaði „Á vakt fyrir Ísland“ og svo framhald um fyrstu árin í þessu blaði. Væntanlega þekkja allir lesendur blaðsins Neyðarlínuna og hennar sögu og hafa örugglega oft hugsað starfsmönnum hennar þegjandi þörfina þegar allt virðist koma öfugt út í boðum á síma eða tetrastöð viðkomandi, en kannski þekkja lesendur þó ekki eins vel til „línunnar“ eins og þeir halda. Að jafnaði koma um 550 símtöl til Neyðarlínunnar daglega og hefur þessi tala verið nánast óbreytt á ársgrunni síðasta áratuginn eða svo. 97% þessara símtala er svarað á undir 8 sekúndum frá fyrstu hringingu og meðal símtalið varir í 98 sekúndur. Öll símtöl snúast í grunninn um að fá fram „Hvar“, „Hvað“, „Hvenær“ og „Hver“. Í upphafi þegar 98% símtala komu frá veggtengdum landlínusímum var oftast auðvelt að afgreiða „Hvar“, en þegar um og yfir 80% símtala voru farin að koma inn frá farsímum fór málið að vandast og á tímabili fóru að meðaltali um 45 sekúndur í að finna út staðsetningu vettvangs. Snjallsímarnir hafa þó verið að koma þar sterkir inn og nú er svo komið að yfir 70% símtala fylgir nokkuð nákvæm staðsetning á fyrstu sekúndum samtals. Þetta á þó ekki við um hringingar úr símum með erlend SIMkort, sem oft eru einmitt í höndum fólks með litla staðkunnáttu. Um 60% allra símtala til 112 enda sem verkefni lögreglu, um 35% kalla á aðkomu sjúkraflutninga, 3% til slökkviliða og svo eru 2% ýmislegt annað eins og t.d. skráning barnaverndartilkynninga eða boðun björgunarsveita. Strax í upphafi áttuðu þáverandi forsvarsmenn NL sig á því að öll verkefni NL væru fyrst og fremst landakortaverkefni og gerðu samning við

Advertisement

Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri NL landupplýsingafyrirtækið Samsýn um gagnagrunn til að nota undir „spjaldskrá“ viðbragðsaðila. Það samstarf stendur enn og þó að ýmislegt megi segja um notandaskilin að þessari spjaldskrá (Bjargir.112.is) þá hefur þessi upprunalega hönnun þjónað okkar þörfum með mikilli prýði. Þegar búið er að afgreiða „Hvar“ og „Hvað“ er komið niður á tegund viðbragðs og þá er oftast orðið ljóst nákvæmlega hvaða lið eigi að boða. Allir viðbragðsaðilar eiga sér þjónustusvæði í kerfi NL og allt landið er dekkað af svæðum allra tegunda þjónustu. En við viljum samt alltaf boða þann sem fyrstur kemst á svæðið og höfum því víða komið upp nokkuð formlegum „skörunarsvæðum“, þar sem alltaf eru boðaðir aðilar úr

tveimur áttum. Þannig mun alvarlegt bílslys við Ljósavatn alltaf kalla á boðun sjúkraflutninga frá Húsavík og Akureyri og slökkviliða frá Akureyri og Laugum. Boðaðir aðilar hafa svo samráð sín á milli eftir að fyrstu aðilar koma á vettvang um hvort ástæða sé til að skala til viðbragðið. Mikil uppspretta ergelsis út í „Línuna“ hafa í gegnum tíðina verið hinir kriptísku boðunartextar og verða það örugglega lengi enn. En margir lesendur eru þó eflaust komnir með „Síðu máls“ í farsímana sína eða í spjaldtölvur bílanna sem þeir nota í viðbragðinu. „Síða Máls“ eða „U-boð“ eins og margir hafa kallað þau eru upplýsingaboð þar sem vefsíða er send á viðbragðsaðila og er þar hægt að fá mun meiri upplýsingar heldur en hægt er að pakka í lítil skilaboð sem þurfa að rúmast öll á litlum Nokia skjá sem eflaust er þó hvergi til lengur. Á síðu máls má sjá allar upplýsingar sem neyðarvörður skráir um málið og þær halda áfram að uppfærast eftir því sem verkefnið þróast. Síðuna má nota í beinni tengingu við leiðsögukerfi og fá

Dæmi um síðu máls þannig leiðbeiningar um hvernig komast megi á vettvang. Þar má sjá hverjir aðrir hafa verið boðaðir og séu einhverjir mættir geta þeir deilt myndum af vettvangi inn á síðuna til upplýsinga fyrir aðra viðbragðsaðila. Á síðu máls er hægt að skrá tímastimpla ökutækis eins og t.d. „Á vettvangi“ og „Laus“. Smávægileg hugsanavilla í upphafi varð til þess að virkjun síðunnar var bara sett á viðbragðsaðilann allan, en nú er verið að vinna í að hægt sé að virkja hana beint á tilteknar vettvangseiningar og þá senda hana á alla þá sem boðaðir eru undir tiltekinni einingu eða ökutæki og er þá kannski frekar orðin „síða bíls“ heldur en „síða máls“. Starfsmenn og þjónustuaðilar Neyðarlínunnar þurfa stöðugt að vera vakandi fyrir nýjungum og aðlaga þjónustuna eftir tíðarandanum. Þannig tökum við nú við sjálfvirkum tilkynningum frá árekstrarkerfum bifreiða (e-Call) og munum eflaust fljótlega senda boð sjálfvirkt á sjálfkeyrandi bíla og mega þá viðbragðsaðilar kannski bara þakka fyrir að fá að fljóta með.

Selfoss

TRAUSTUR BYGGINGARAÐILI SÍÐAN 1998

Kynntu þér byggingaraðilann

Þegar fasteignakaup standa fyrir dyrum hugar þú að ótal atriðum. Þú reynir að velja söluaðila sem er traustsins verður, velur hentuga fjármögnunarleið og veltir fyrir þér kostum og göllum hverrsins, samgöngum, félagsþjónustu, skólaumhverr og ýmsu eiru. ÞúÞú vandarvandar þigþig –– endaenda erer ákvörðuninákvörðunin umum aðað kaupa fasteign með allra stærstu ákvörðunum sem einstaklingur tekur í lírnu.

Gæðakerr

Gæðakerr ÞG Verk verndar hagsmuni kaupenda en ávallt er gerð sameiginleg úttektúttekt á á hverrihverri fasteignfasteign fyrirfyrir afhendingu.afhendingu. Fyrirtækið hefur í gegnum tíðina byggt atvinnuhúsnæði sem hýsir margvíslega starfsemi.

Sá sem byggir skiptir öllu máli – það er á þessum grunni sem ÞG Verk hefur starfað ogog munmun áframáfram starfastarfa um ókomna tíð. Bryggjuhverr

www.tgverk.is

This article is from: