Á vakt fyrir Ísland 1tbl 2021

Page 12

Fagmennska, hjálpsemi og viðbragðsflýtir

Neyðarlínan ohf. (NL) hefur nú svarað sam-evrópska neyðarnúmerinu 112 í 25 ár. Jón Pétursson rakti aðdragandann að vali númersins og tilurð þess rekstrarforms sem varð ofan á í prýðilegri grein í októberblaði „Á vakt fyrir Ísland“ og svo framhald um fyrstu árin í þessu blaði. Væntanlega þekkja allir lesendur blaðsins Neyðarlínuna og hennar sögu og hafa örugglega oft hugsað starfsmönnum hennar þegjandi þörfina þegar allt virðist koma öfugt út í boðum á síma eða tetrastöð viðkomandi, en kannski þekkja lesendur þó ekki eins vel til „línunnar“ eins og þeir halda. Að jafnaði koma um 550 símtöl til Neyðarlínunnar daglega og hefur þessi tala verið nánast óbreytt á ársgrunni síðasta áratuginn eða svo. 97% þessara símtala er svarað á undir 8 sekúndum frá fyrstu hringingu og meðal símtalið varir í 98 sekúndur. Öll símtöl snúast í grunninn um að fá fram „Hvar“, „Hvað“, „Hvenær“ og „Hver“. Í upphafi þegar 98% símtala komu frá veggtengdum landlínusímum var oftast auðvelt að afgreiða „Hvar“, en þegar um og yfir 80% símtala voru farin að koma inn frá farsímum fór málið að vandast og á tímabili fóru að meðaltali um 45 sekúndur í að finna út staðsetningu vettvangs. Snjallsímarnir hafa þó verið að koma þar sterkir inn og nú er svo komið að yfir 70% símtala fylgir nokkuð nákvæm staðsetning á fyrstu sekúndum samtals. Þetta á þó ekki við um hringingar úr símum með erlend SIMkort, sem oft eru einmitt í höndum fólks með litla staðkunnáttu. Um 60% allra símtala til 112 enda sem verkefni lögreglu, um 35% kalla á aðkomu sjúkraflutninga, 3% til slökkviliða og svo eru 2% ýmislegt annað eins og t.d. skráning barnaverndartilkynninga eða boðun björgunarsveita. Strax í upphafi áttuðu þáverandi forsvarsmenn NL sig á því að öll verkefni NL væru fyrst og fremst landakortaverkefni og gerðu samning við

12

Á vakt fyrir Ísland

Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri NL

Skörunarsvæði 61 vs 66.

landupplýsingafyrirtækið Samsýn um gagnagrunn til að nota undir „spjaldskrá“ viðbragðsaðila. Það samstarf stendur enn og þó að ýmislegt megi segja um notandaskilin að þessari spjaldskrá (Bjargir.112.is) þá hefur þessi upprunalega hönnun þjónað okkar þörfum með mikilli prýði. Þegar búið er að afgreiða „Hvar“ og „Hvað“ er komið niður á tegund viðbragðs og þá er oftast orðið ljóst nákvæmlega hvaða lið eigi að boða. Allir viðbragðsaðilar eiga sér þjónustusvæði í kerfi NL og allt landið er dekkað af svæðum allra tegunda þjónustu. En við viljum samt alltaf boða þann sem fyrstur kemst á svæðið og höfum því víða komið upp nokkuð formlegum „skörunarsvæðum“, þar sem alltaf eru boðaðir aðilar úr


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.