4 minute read
Leiðari ritnefndar
í báðar áttir og ef við sammælumst um að innleiða ætti tilteknar nýjungar getum við komið þeim á borð fagráðs sjúkraflutninga. Fagdeildin hefur tekið þátt í því, ásamt fagdeild slökkviliðsmanna og formanni LSS, að fylgja eftir ályktun LSS um menntun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sem samþykkt var á 18. þingi LSS. Saman höfum við átt fundi með Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og öðrum fulltrúum ráðuneytisins. Stefnt var að samstarfsyfirlýsingu með HRN um eflingu náms sjúkraflutningamanna en málinu hefur verið vísað til nýskipaðrar nefndar heilbrigðisráðherra um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu. Nefndin er þegar tekin til starfa og við ætlum að fylgja því eftir að málefni sjúkraflutningamanna fái góða umfjöllun. Auk þessara fyrirferðamiklu verkefna eru mörg önnur smærri sem fagdeildin kemur að. Ekki öll verkefni bera sýnilegan ávöxt en þarf þó að styðja jafnt og þétt við og jafnvel í langan tíma. Til að mynda hafa verkefnin okkar sem blómstra hvað best í dag verið mörg ár í vinnu af hálfu félagsins og margir aðilar hafa lagt til óeigingjarnt starf í gegnum tíðina.
www.ambulance.is
Advertisement
Við viljum nota tækifærið og minna á vefsíðuna ambulance.is sem einnig er aðgengileg sem sjukrabill.is en á henni má finna þá vinnuferla sem uppfærðir hafa verið og nýjar lyfjaleiðbeiningar fyrir sjúkraflutningamenn. Vinnan hefur að mestu verið á höndum Viðars Magnússonar yfirlæknis og hefur verið unnin í góðu samstarfi við fagdeild sjúkraflutningamanna. Vinnan er að miklu leiti unnin í einkaframtaki af þeim sem að henni koma og afraksturinn í dag er mikil bót fyrir alla þá sem sinna bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa. Enn er þó langt í það að verkið verði klárað og ljóst er að meira þarf til. Þrátt fyrir að mörg okkar hafi boðið fram aðstoð erum við því miður bundin af bjargaskorti þegar kemur að yfirlestri, samræmingu og öðrum þáttum sem allir þurfa að gerast í skýru umboði og samkvæmt ströngum faglegum kröfum. Baráttan heldur því einnig stöðugt áfram á hinni af tveimur vígstöðvum þessa verkefnis en fagdeildin heldur uppi skýru ákalli til Heilbrigðisráðuneytisins að setja í gang og kosta formlega vinnu við heildaruppfærslu vinnuferlanna í kröftugu átaksverkefni sem tekur mið af umfangi verksins og tryggir í framhaldi reglulegt faglegt viðhald. Við finnum fyrir áhuga á störfum fagdeildarinnar og erum þakklát öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg. Við viljum jafnframt hvetja alla þá sem hafa áhuga á því að bæta framtíð bráðaþjónustu og sjúkraflutninga á Íslandi að taka þátt í umræðunni og láta sig málin varða. Notum hópinn okkar á Facebook og ræðum málin þar fagmannlega og málefnalega. Bjóðum endilega nýjum samstarfsfélögum að vera með og kynnum þeim starfsemi félagsins. Fyrir þá sem vilja vita meira um störf fagdeildarinnar eða vilja koma að sértökum erindum bendum við á heimasíðu félagsins www.lsos.is og á netfangið sjukra@lsos.is
Fyrir hönd fagdeildarinnar vil ég óska félagsmönnum öllum gleðilegs sumars og gæfu í starfi.
Birkir Árnason
formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna LSS
Nýjungar og framþróun eru meðal grunngilda þeirra starfa sem félagsmenn LSS inna af hendi. Aflestur þessa blaðs, Á vakt fyrir Ísland 2021, endurspeglar vonandi framlag og tilhneigingar félagsins til framþróunar og nýjunga. Sem dæmi má nefna að blaðið er nú gefið út rafrænt að langstærstu leyti. Látum það samt liggja milli hluta, enda væri ankannalegt að fagstéttarfélag eins og LSS myndi telja rafræna útgáfu tímarits slíkan vörðustein að önnur framfaraskref bliknuðu í samanburðinum. Áskoranir LSS eru margar og stórar. Meðal stærstu áskorana félagsins er einmitt sú að standa undir þeim kröfum sem félagið gerir til sjálfs sín sem fagstéttarfélag. Það að vera fagstéttarfélag þýðir það að markmið félagsins er tvíþætt, annars vegar að sinna hagsmunagæslu og hins vegar að efla faglega framþróun gagnvart starfi og starfsumhverfi félagsmanna. Þessi tvö meginmarkmið eru hvoru tveggja í senn, göfug en jafnframt mikil áskorun. Áskoranirnar eru ekki hvað síst fólgnar í því að kjarabætur og launahækkanir fara ekki alltaf saman við faglegar framfarir, allra síst á tímum þar sem við stefnum lengra og hærra en nokkru sinni fyrr gagnvart öryggisvitund og öryggismenningu. Fólksfjöldadreifing á Íslandi er stór áskorun sem hefur áhrif á bein áhrif á starfsumhverfi félagsmanna. Við getum verið að sinna viðbragðsþjónustu þar sem mikið er að gera allan ársins hring. Við getum líka verið að vinna á svæðum þar sem mikið er að gera hluta úr árinu en lítið þess á milli. Svo getum við líka verið að vinna á svæðum þar sem er alltaf lítið að gera. Það hljómar einfalt, en raunin er gagnstæð - það að samræma hagsmunagæslu og faglega framþróun félagsmanna á landsvísu er gríðarstór áskorun.
Jafn aðgangur félagsmanna að félaginu hefur verið keppikefli stjórnar undanfarin ár. Á síðasta þingi LSS voru samþykktar yfirgripsmiklar breytingar á lögum um atkvæðavægi félagsmanna. Meðal helstu hornsteina lagabreytinganna var að sameina félagsmenn frekar en sundra á grundvelli ráðningarhlutfalls og að auka þannig vægi félagsmanna fámennari deilda og hvetja til stofnunar nýrra deilda þar sem grundvöllur er fyrir slíku. Breytingarnar ættu að virka sem sérstakur hvati fyrir sjúkraflutningamenn heilbrigðisstofnana og fámennari deildir slökkviliða á tilteknum landsvæðum og auka brautargengi þeirra innan félagsins. LSS er ekki lengur karlaklúbbur og verður vonandi aldrei aftur. LSS verður vonandi aldrei kvennaklúbbur heldur. Þrátt fyrir að konum hafi fjölgað hratt í félaginu undanfarin ár hefur sú þróun ekki skilað sér í breyttu kynjahlutfalli þeirra sem taka að sér trúnaðarstörf fyrir félagið. Það er umhugsunarvert og breytist vonandi á næstu misserum. LSS er framsækið félag en vill stefna enn lengra með því að styðja við málefnanlegar og lausnamiðaðar raddir félagsmanna og stuðla þannig að faglegri framþróun og aukinni hagsmunagæslu.
Baráttukveðjur,