11 minute read
Þjónusta slökkviliða úti á landi vanmetin
,,Maður þarf að hugsa svo vel um hverja krónu”
Vilhelm Anton Hallgrímsson
Advertisement
slökkviliðsstjóri á Dalvík sagði erfitt að fá afleysingu svo hann geti tekið sér sumarfrí. Hann hefur aðeins einu sinni náð að taka sumarfrí í mánuð samfellt frá því hann tók við starfinu fyrir 10 árum. ,,. . . undanfarin ár hef ég í raun þurft að taka mín sumarfrí þegar ég er hvort sem er í bakvaktafríi”. Hann er með viðveru á stöðinni þrjá daga í viku en afganginn af vinnuskyldunni sinnir hann með bakvöktum, sem þrír aðrir ganga með honum. Á þeim tíma er Vilhelm tók við stöðu slökkviliðsstjóra var ætlast til að ynni fulla vinnu og tæki bakvaktir þess utan, launalaust. Hann gaf þeim kost á að fara þennan milliveg. ,,Annars væri ég andskoti dýr”.
Einar Þór Strand er nýtekinn við sem slökkviliðsstjóri á Stykkishólmi, eða í mars á árinu. Hann er í fullu starfi hjá bænum og 20% af því er á slökkvistöðinni. Nú vinnur hann að endurskipulagningu starfseminnar og meðal annars því að fá afleysingu fyrir sig. ,,Það er ekki fyrr en í næsta mánuði sem ég get um frjálst höfuð strokið.”
Hjá Borgþóri Freysteinssyni
slökkviliðsstjóra á Hornafirði horfir öðruvísi við en þar eru fastar vaktir yfir sumartímann og hann hefur bæði varaslökkviliðsstjóra og varðstjóra til að leysa sig af. Hann sér um allar bakvaktir sjálfur en sagði sveitarfélögin horfa á það sem mikla byrði að hafa slökkviliðsstjóra á bakvöktum. Aftur á móti þykir sjálfsagt að hafa bakvaktir á sjúkrabílum. ,,Það virðist ótrúlega erfitt að setja slökkviliðsstjórann á bakvaktir og það er eitthvað sem þarf að taka á . . . Landssambandið þarf bara að taka á þessu.” Vilhelm og Einar tóku undir með Borgþóri. ,,Það er klárt brot á kjarasamningum að ætlast til þess að maður sé tiltækur án þess að borga honum fyrir það” sagði Vilhelm. Einar telur jafnframt nauðsynlegt að Landssambandið grípi inn í þegar staða hlutastarfandi slökkviliðsmanns
Þorbjörg Eva Magnúsdóttir
fellur úr kjarasamningum. ,,Það er ekki hægt að leggja það á okkur að standa í strögglinu bæði útaf mannskapnum og tækjunum”.
Upplifa mikið álag
Borgþór sagði rekstur slökkviliða á hans svæði felast einna helst í forvörnum, úttektum og útgáfu byggingarleyfa. Mikil samvinna ríkir milli slökkviliða og byggingarfulltrúa en ekkert byggingarleyfi er gefið út nema með umsögn slökkviliðsstjóra. Því fylgir mikil vinna og ábyrgð. ,, . . . fyrir utan allar æfingar og vaktaskyldur sem við setjum á liðið þá bætist [þetta] við þannig að það er mjög mikið álag á okkur myndi ég segja”. Borgþór telur forvörnina skila tilsettum árangri en flest útköll vegna eldsvoða eða annarra atvika eru í mannvirkjum sem hafa ekki verið undir þeirra eftirliti. Vilhelm sagði álagið að mestu vera andlegt. ,,Ég byrjaði í þessu ‘93 og er búinn að vera á bakvakt með hausinn síðan. Þannig að ég er orðin svolítið þreyttur í kálfunum að standa á tám allan þennan tíma”. Það fylgir starfinu að fá símhringingar á ótrúlegustu tímum og af þeim sökum upplifir hann sig í raun aldrei í fríi. ,,Það skiptir engu máli þó maður sé staddur í fríi einhvers staðar í Austurlöndum nær eða langt suður í Afríku, við erum eftir sem áður ábyrgir fyrir starfinu . . . maður þarf alltaf að vera klár með svör á reiðum höndum.” Hann sinnir um 40 reglubundnum skoðunum á ári en þær eru ekki eins margar og hvíla á herðum Borgþórs, sem eru 209 talsins. ,,. . . þá er það mun minna álag þannig heldur en Borgþór er að glíma við sem er með alla þessa gististaði”.
Einar sagði ekkert eldvarnareftirlit hafa farið fram í nærri fjögur ár hjá Brunavörnum Stykkishólms og nágrennis. ,,. . . ég er í raun bara á byrjunarreit”. Forveri Einars veiktist og í kjölfarið fór eftirlitið úr skorðum. Hann horfir fram á annríkt tímabil en hans hlutverk er að koma starfseminni aftur í réttan farveg. Markmiðið er að næsti slökkviliðsstjóri þurfi ekki að byrja frá grunni. Hann sagði sig ekki enn hafa upplifað álagið sem fylgir stöðunni þar sem svo stutt er síðan hann tók við. Hann þekkir álagið engu að síður vel. ,,það er alltaf áreiti að vera svona á bakvöktum”.
Kappsfullur mannskapur en ófullnægjandi tæki og búnaður
,,Þeir henda frá sér veikum ömmum og ungum börnum til þess að komast í útkallið”. Vilhelm sagði mætingu í útköll vera með besta móti og oftar en ekki mæta fleiri en verkefnin krefjast. Hann er með 19 karlmenn í sínu liði og sagðist hafa reynt að fjölga konum. ,,Það hefur verið vandamál hér að fá konur til að sækjast eftir þessu”. Einar þarf að ráða átta slökkviliðsmenn þar sem þeim hefur fækkað og hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um. ,,. . . ég vil bara fá gott fólk. Við erum ekki konur og karlar, við erum bara fólk þegar við erum í þessu”. Borgþór sagði stoltur frá konunum í hans slökkviliði en þær eru tvær. Hann hefur umsjón með tveimur slökkvistöðvum og á þeim starfa 38 slökkviliðsmenn sem
Borgþór Freysteinsson
hann sagði metnaðarfulla og búa yfir miklum mannauð. Færri komast að í slökkviliðinu en vilja.
Mannskapurinn dugar þó ekki einn og sér og nauðsynlegt að hafa fullnægjandi tæki og búnað til þess að ráða við hin margvíslegu verkefni sem slökkviliðin sinna. Slökkvilið Hornafjarðar vinnur nú að því að endurskrifa brunavarnaáætlun en sú vinna leiddi í ljós hvað betur má fara er snýr að áhættumati í samfélaginu. Þar blómstrar ferðaþjónustan og mikilvægt að taka það til greina þegar áhættuþættir eru metnir. Gististaðir eru margir og gistirými enn fleiri, eða yfir 2.000 talsins. Borgþór sagði því mikla áhættu vera til staðar sem fellur utan getu liðsins. Farið var í að endurnýja bíl sem sinnir þjóðveginum og viðbragðið í stórum slysum því orðið viðunandi. Umsvif Slökkviliðs Hornafjarðar eru mikil, sem og margra annarra minni slökkviliða úti á landi.
fastus.is
Einar Þór Strand Vilhelm Anton Hallgrímsson
Einar sagði sparnaðarhugsun ríkjandi þegar snýr að því að meta þörfina. ,,.. það vantar kannski líka að hugsa þetta . . . ekki endilega eftir þessum skiptingum eins og þær líta út á landabréfinu heldur líka hvaðan er þjónustan styst að koma frá”. Á mörgum stöðum er skortur á betri tækjum, búnaði og mannskap. Brunavarnir Stykkishólms og nágrennis kaupa notuð tæki og þörfin til að endurnýja dælubílinn og eignast stigabíl er mikil. Unnið er að því að breyta spítalanum að hluta til í framhald á bls 16
SÉRHANNAÐAR
ÞVOTTAVÉLAR FYRIR SLÖKKVISTÖÐVAR
Sérhannaðar þvottavélar, þurrkara og þurrkskápa til að hreinsa og þurrka galla og búnað slökkviliðsmanna. Hættuleg efni, olíur og reykur festast í göllum og búnaði og því er mikilvægt að hann sé þveginn á öruggan hátt.
ÞVOTTAVÉL í vegg á milli hreins og óhreins rými. ÞURRKSKÁPUR fyrir allt að fjóra slökkvigalla. ÞVOTTAVÉL fyrir bök, kúta og annan búnað.
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við söluráðgjafa í síma 580 3900 Fastus ehf |Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
hjúkrunarheimili og byggingin er sex hæða. ,,Ég get ekki séð að þó svo að allt sé vel brunahannað að ég geti án körfubíls verið.” Sveitarfélögum ber að annast fjármögnun hjúkrunarheimila að hluta og Einar mun færa rök fyrir því að kaup á körfubíl geti verið hluti af framlagi sveitarfélagsins til þess. Vilhelm hefur einnig verið að endurmeta stöðuna á hans starfssvæði en á Dalvík er töluvert af dýrum fasteign um og tvær stórar verksmiðjur. Þar hefur stór fiskvinnsla risið og krefst hún meiri dælugetu en dælubílar liðsins geta annað. Þar fyrir utan er aldur þeirra of hár. ,,Ef það er búið að afskrifa tæki vegna aldurs þá áttu ekki að taka þau fram sem tiltæk tæki og eins og staðan er í dag þá á ég bara fötur. Það er það eina sem er undir 25 ára aldri.”
Stærðin skiptir máli
Vilhelm sagði slökkvistöðina á Dalvík ekki standast þær kröfur sem gerðar eru til slökkvistöðva, hvorki hvað stærð né aðstöðu varðar. Fyrir um 30 árum hafi þó verið byggð ný stöð sem gerði mönnum kleift að ganga hringinn í kringum slökkvibílinn í stað þess að smokra sér inn um rúðurnar. ,,Við höfum enga sturtu hérna. Við höfum enga aðstöðu til þrifa, hvorki á mannskap né búnaði”. Á þeim tíma er slökkvistöðin var byggð var krabbamein ekki talinn áhættuþáttur sem vert væri að huga að. ,,Menn eru bara að fara heim upp í rúmin sín með sitt sót á sér”. Borgþór tók undir með Vilhelm og sagði þetta ófullnægjandi á slökkvistöðvum víða um land. Aðgengið í slökkvistöðinni á Hor nafirði er hins vegar gott, bæði fyrir búnað og mannskap. Einar þarf að leigja húsnæði undir einn slökkvibíl og því ljóst að stækka þarf stöðina í Stykkishólmi. Þrifaðstaða er til staðar en hana þarf þó að bæta. ,,Þetta með það að byggja utan um flotann eins og hann er - er aldrei gott upp á framhaldið”.
Kórónufaraldurinn til trafala
Óneitanlega hefur faraldurinn sett ýmislegt úr skorðum innan veggja slökkviliðanna. Æfingum hefur fækkað, sömuleiðis fundum og öllu skemmtanahaldi. Slökkviliðsmenn á Dalvík þyrstir í æfingar sem yfirleitt voru tvisvar í mánuði. Á móti mætti liðið tvisvar í mánuði til þess að gangsetja, prófa og yfirfara allan búnað. Reglulegir kaffifundir hafa einnig verið mikilvægur liður. ,,. . . þá mæta menn niður á stöð, við drekkum kaffi, segjum grobbsögur og nokkrar lygasögur og hlæjum einhvern helling”. Vilhelm sagði að með þessu eflist hópurinn og lærir að hugsa sem ein heild. ,,Menn gjörþekkja hvern annan, vita hvað þeir hugsa og við hverju má búast af þeim.”
Í Stykkishólmi kom slökkviliðið saman á tveggja vikna fresti, annars vegar til æfingar og hins vegar til yfirferðar á stöðinni. ,,Við höfum líka fengið orð í eyra fyrir að vera of dýrir miðað við önnur slökkvilið hérna í nágrenninu í launum, það er að segja, við erum með of margar æfingar en við hlustum nú bara ekkert á það”. Hann saknar grillkvölda sem yfirleitt eru haldin tvisvar á ári en nauðsynlegt er að liðið komi saman til þess að skemmta sér. ,,Þá er mætt og grillað niðri á stöð og þeir sem vilja bjór fá bjór . . . en þá þarf að passa að Grundfirðingar séu svona nokkuð ófullir” sagði Einar og hló.
Slökkvilið Hornafjarðar kom saman einu sinni í mánuði til æfinga og jafn oft til þess að fara yfir búnað og þrífa stöðina. Á slíkum vinnukvöldum ræðir liðið saman um daginn og veginn og eins það sem betur má fara. Borgþór sagðist með þessu móti fá heildarsýn á mannskapinn. Hann hefur nýtt faraldurinn til þess að mennta nokkra úr hópnum og að námskeiðinu loknu verða allir í liðinu komnir með réttindi til að starfa sem slökkviliðsmenn.
Erfitt að uppfylla kröfur um reykköfun
Helmingur slökkviliðsmanna á Dalvík og Stykkishólmi uppfylla kröfur til reykköfunar. Vilhelm sagði það hafa gengið ágætlega að halda í þann fjölda en mun erfiðara reynist að fjölga þeim sem uppfylla öll skilyrði. ,,Svo hef ég ráðið inn menn sem ég veit að hafa alls ekki möguleika á að ná reykköfunarprófi en ég hef ráðið þá nýja inn vegna þess að þeir hafa aðra hæfileika sem eru einstakir. Búa yfir góðri þekkingu og eru snjallir á annan hátt.” Borgþór tók undir með Vilhelm og sagði það eiga eftir að koma í ljós hversu margir geta sinnt reykköfun. Hann sagði æfingaskylduna á bak við hana vera erfitt að uppfylla. ,,Við reynum að gera okkar besta í að halda mannskapnum í þeirri þjálfun” . Borgþór hefur sjálfur séð um þjálfun reykkafara en stefnir á að hluti liðsins öðlist réttindi til kennslu. Vilhelm sér einnig um þjálfun sinna reykkafara en í liðinu eru að auki tveir þjálfunarstjórar. Einar er hins vegar í miklum vandræðum. ,,Menn í svona hlutastarfandi liðum uppfylla sjaldnast kröfurnar um að geta staðið í þessu . . . miðað við kröfurnar eins og þær líta út”.
Erfitt reynist að fá læknisskoðun á Dalvík og í Hornafirði en auk þess sagði Vilhelm gjaldið hafa hækkað til muna, eða úr um það bil 9.000 kr. í 28.000 kr. ,,. . . þannig að ég er í hálfgerðum vandræðum [með] hvernig við borgum”. Hann og Borgþór hafa rætt sín á milli möguleikann á að ráða verktaka og fá með því móti ódýrari þjónustu. Borgþór sagði slökkviliðin á Kirkjubæjarklaustri, í Djúpavogi, Vík og jafnvel Vestmannaeyjum vera í sömu vandræðum. ,,Við erum bara ekki að fá heilsugæsluna til að taka þetta fyrir okkur. Það er vandinn.”
Skortur á fjárveitingu
Að endingu snýst þetta um skort á fjárveitingu. Slökkviliðin taka að sér ýmis verkefni sem teljast ekki lögboðin og nýta gróðann til að mynda í tækjakaup. Á Dalvík er til dæmis gert við slöngur og farið í upphreinsun utan lögboðinna verkefna. Mikið er um kvikmyndatökur og auglýsingagerð í Hornafirði og gjarnan þörf fyrir vöktun svæða og notkun slökkvibíla. ,,Við höfum verið að selja aðgang að því og það hafa verið dálítið af tekjum í kringum þessi kvikmyndaverkefni”. Einar sagði upphæðina sem hann fær til nýkaupa í ár ekki duga fyrir hjálmum og fjarskiptum. Vilhelm endurnýjar þrjá slökkvigalla á hverju ári og nær með því móti að halda öllum göllum innan við 10 ára gömlum. Hann horfði aftur til ársins 2013 þegar hann hafði 5.000 kr. til nýkaupa. Hann fjárfesti í lyklaboxi sem hann festi utan á slökkvistöðina en sjálfur þurfti hann að leggja til 300 kr. fyrir kaupunum. ,,. . . ég væli ekkert stórkostlega þó ég vilji fá 80 milljón króna bíl núna.”
Þorbjörg Eva Magnúsdóttir
slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði Akureyrar og fjölmiðlafræðingur