4 minute read

Styrktarsjóður

Next Article
Orlofssjóður LSS

Orlofssjóður LSS

eru nokkrar óæskilegar aukaverkanir þekktar s.s. skjálfti, kvíði, svefnleysi, háþrýstingur og hjartsláttartruflanir. Neysla koffíns undir morgun hefur neikvæð áhrif á svefn viðkomandi, þá hversu vel honum gengur að sofna og einnig á gæði svefnsins (Horrocks og Pounder, 2006; Schwartz og Roth, 2006). Rannsókn Liira o.fl. (2014) benti til þess að notkun svefnlyfja bætti ekki gæði svefns eftir næturvaktir og áhrifin breyttust ekki með hærri skömmtum. Svefnlyf hjálpi hvorki einstaklingum að sofna fyrr né sofa lengur. Melatónín hefur verið notað af vaktavinnufólki í gegnum tíðina í þeim tilgangi að bæta svefn. Þá er melatónín tekið eftir vaktina til að stuðla að betri og lengri dagsvefni en rannsókn Crowley o.fl. (2003) sýndi ekki marktæk tengsl melatóníns og betri svefns.

Lokaorð

Advertisement

Vaktavinna getur verið skemmtileg og gefandi upplifun í sjálfu sér en hún getur hins vegar haft margvísleg neikvæð áhrif á heilsu og líðan þeirra sem hana stunda (Marquié o.fl., 2014; Niu o.fl., 2011). Þá getur vaktavinna haft víðtæk áhrif á aðra einstaklinga s.s. skjólstæðinga vaktavinnufólks (Brown o.fl., 2012; Marquié o.fl., 2014; Niu o.fl., 2011), fjölskyldur þeirra og vini (Kryger, 2007). Þá benda rannsóknir til að þreytt og syfjað vaktavinnufólk ógni umferðaröryggi samborgara (Brown o.fl., 2012; Peate, 2007). Heilsuvernd og eftirlit með vaktavinnufólki er mikilvægur þáttur til að fyrirbyggja alvarlegar afleiðingar vaktavinnunnar og er það okkar einlæga von að hægt sé að nýta þessi skrif til frekari heilsueflingar og forvarnarstarfs.

Styrktarsjóður LSS

Styrktarsjóður LSS tók við af styrktarsjóði BSRB og hefur sl. þrjú ár verið starfræktur á vegum Landssambands slökkvliðs- og sjúkraflutningamanna. Vinnuveitendur greiða 0,75% iðgjald pr. félagsmann í sjóðinn og geta félagsmenn sótt ýmsa styrki tengda heilsufari sínu, hvort sem það eru andleg eða líkamleg veikindi eða í formi forvarna til að tryggja betra heilsufar. Sjóðurinn styrkir hátt í 20 mismunandi málaflokka og þar eru sjúkradagpeningar, líkamsrækt og fæðingarstyrkir algengustu styrkirnir. Þar á eftir koma tannlækningar, sjúkraþjálfun, augnaðgerðir og sálrænn stuðningur. ,,Aukning í sjóðinn hefur verið um 30% milli ára og er þetta kærkomin búbót fyrir okkar félagsmenn,“ segir Guðrún Hilmarsdóttir, skrifstofustjóri LSS. Í stjórn sjóðsins sitja þau Hermann Sigurðsson framkvæmdastjóri, Guðrún Hilmarsdóttir skrifstofustjóri og Halldóra

Guðrún Hilmarsdóttir skrifstofustjóri LSS. Guðjónsdóttir bókari. Þegar sjóðurinn var fluttur yfir til LSS var tekin ákvörðun um að þeir sem sitja í stjórn LSS sjái ekki þær umsóknir sem berast eða eru samþykktar. Starfsfólk skrifstofunnar eru einu aðilarnir sem vinna við umsóknirnar enda eru þar oft á tíðum viðkvæmar upplýsingar. ,,Vegna erfiðra aðstæðna sem koma upp hjá viðbragðsaðilum veitir Styrktarsjóður LSS aukna styrki í sálrænan stuðning, hvort heldur eru rýnifundir með sálfræðingum í samráði við stjórnendur eða einstaklingsviðtöl. Einnig er til ferli um sálrænan stuðning hjá Neyðarlínunni sem er virkjað ef upp koma ákveðnar aðstæður með það að markmiði að tryggja að okkar félagsmenn séu andlega vel á sig komnir og geti sinnt starfi sínu áreynslulaust“ segir Guðrún. „Við hvetjum félagsmenn okkar að kynna sér úthlutunarreglur og hvaða rétt þeir hafa á heimasíðu okkar www.lsos.is.“

Sjúkraflutningsmenn hafa í yfir 30 ár treyst á búnað frá Donnu við meðhöndlun og flutning sjúkra og slasaðra

Þegar bjarga á lífi reynir oft á búnað til hins ýtrasta þá er gott að treysta á tæki frá Donnu ehf. Við bjóðum meðal annars upp á tæknilega háþróuðustu tæki sem hönnuð hafa verið og nú kynnum við Corpuls 3

Corpuls 3 hjartastuðtæki ný byltingarkennd hönnum sem hentar jafnt á slysstað sem innan sjúkrahúss við greiningu, vöktun og meðferð sjúklings.

Frá sjúklingi til sérfræðings - með corpuls.web verða rauntíma línurit og lífsmörk aðgengileg fyrir lækni og sérfræðinga með vef-vafra á tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma hvar sem hann er staddur.

Til að fullkomna búnaðinn er Weinmann Medumat TRANSPORT öndunarvél með allar stillingar fyrir bráðameðhöndlun, en þó með einfaldleika og áreiðanleika sem hentar utan sjúkrahúsa, fyrir umönnun allra öndunarfærasjúklinga innan sem utan sjúkrahúsa. Samvinna Corpuls og Weinmann gerir það mögulegt að hafa allar öndunarupplýsingarnar á Corpuls skjánum. Fullkomnara verður það varla.

www.weinmann.de

Nýtt hjartahnoðstæki

frá Corpuls, auðvelt í notkun og stillingum.

Nýr Nonin Onyx Vantage 9590 súrefnismettunarmælir Grjónadýna frá GERMA Ný hönnun, ný lögun, nýir litir. Samkvæmt stöðlum EN 1865 og EN 1789 um NONIN súrefnismettunarmælarnir eru hver sjúkraflutninga. Léttari 7,9 kg og 25% öðrum betri enda heil fjölskylda mæla sem fyrirferðaminni. Lengd 208 sm, breidd henta við ólíkar aðstæður. Nákvæmni og 130 – 72 sm. Úr eldtefjandi efnum. stöðugleiki mælinga er tryggður hjá börnum Hólfuð að innan til að halda grjónum og fjörugum sjúklingum. á réttum stað X-laga ólar halda betur um sjúkling. Stíf styrking fyrir hálsliði og efra bak. Áratuga reynsla á Germa PAD500 hjartaventlum. Taska, dæla og viðgerðarsett stuðtæki fylgir með. sem leiðbeinir bæði um hjartahnoð og stuð, engir aukahlutir aðeins notast við venjuleg rafskaut. Brayden æfingadúkkur eru einstaklega skemmtilegar Spelkur og við kennslu á hjartahnoði. Upplýstar æðar og höfuð sýna árangur við hnoð. Ferno og Cascade sjúkrabörur og hjól undir skeljar. hálskragar í úrvali

WHELEN LED ljós og ljósabogar

Sjúkratöskur, belti og beltatöskur

Erum nú á Facebook: donna ehf

Nánari upplýsingar og verð á www.donna.is Tölvupóstur donna@donna.is

Móhellu 2, 221 Hafnarfjörður Sími 555 3100 www.donna.is

This article is from: