30
LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Gjöf sem gleður HÖNNUN Hönnunarsafn Íslands BLÖNDUÐ TÆKNI ERIK MAGNUSSEN Til 2. desember. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14–18.
HÖNNUÐURINN víðkunni Erik Magnussen hóf glæsilegan feril sinn sem leirkerasmiður eftir nám við Kunsthåndværkskolen í Kaupmannahöfn. Hann útskrifaðist með silfurmedalíu árið 1960, og tveim árum síðar var hann farinn að vinna sem hönnuður fyrir hið þekkta postulínsfyrirtæki Bing & Grøndahl. Meðal þess sem hann teiknaði þar var matarstell í ellefu einingum, kallað Form 25. Það staflaðist svo vel að því mátti raða upp endalaust án þess að hætta væri á að hlaðinn hryndi. Árið 1967 hlotnaðist Magnussen hin virtu Lunning-verðlaun fyrir postulínshönnun sína og óvenjuskarpan skilning á mikilvægi listhönnunar fyrir framleiðsluferlið. Skömmu síðar hannaði hann úrval af skólahúsgögnum ásamt Per KraghMüller, Z-stólinn; fellistól úr hólkmálmi með strigaáklæði – fyrir Torben Ørskov & Co. – og frægan teketil með handfangi sem var greypt inn í sjálfan belginn. Eftir að hafa starfað sem óháður hönnuður fyrir ýmsa framleiðendur varð Magnussen helsti hönnuður framleiðslufyrirtækisins Stelton A/S, árið 1976, og tók þar við kyndlinum úr hendi Arne Jacobsen, hins þekkta forvera síns. Sama ár og hann hóf störf hjá Stelton hannaði hann fyrir það hitakaröfluna, eitt frægasta verk sitt fyrr og síðar. Þessi hitakanna, sem óhætt er að segja að hafi numið hér land jafn auðveldlega og víðast hvar annars staðar á Vesturlöndum, var úr hertu plasti, fáanleg í tveim stærðum og ýmsum litum. Nú hefur þessi merki hönnuður ánafnað Hönnunarsafni Íslands hátt á annað hundrað verka eftir sig, og mun það vera heimsins stærsta einkasafn verka eftir Magnussen. Þessi
DJASS Geisladiskur KRISTJANA Kristjana Stefánsdóttir söngur, Birkir Freyr Matthíasson trompet og flygilhorn, Michael Erian tenór- og sópransaxófón, Agnar Már Magnússon píanó og útsetningar, Uli Glassmann bassi og Thorsten Grau trommur. Hljóðritað í Salnum í Kópavogi 30. og 31. júlí 2001. KRIS01. Dreifing: Edda.
KRISTJANA Stefánsdóttir hefur verið fyrirferðarmikil í íslensku djasslífi undanfarið. Eftir að hafa hljóðritað skífu sína, Kristjana, hélt hún tónleika bæði í Reykjavík og á Selfossi. Á Jazzhátíð Reykjavíkur söng hún á Jazzvökunni í minningu Guðmundar Ingólfssonar og með sænsku stórsveitinni frá Sandvík. Svo hélt hún tvenna tónleika í tilefni útkomu geisladisk síns, bæði í Iðnó við Tjörnina og á Borg í Grímsnesi. Tónleikarnir í Iðnó voru hin besta skemmtun og í stað Michaels, Uli og Thorstens léku Ólafur Jónsson, Valdimar Kolbeinn og Eric Qvik. Efnið var nýi diskurinn eins og hann lagði sig, aðeins aukalagið hafði maður ekki heyrt með sveitinni áður; Love for sale eftir Cole Porter. Þetta var útsetning eftir Ólafs saxista sem hann blés með kvintetti sínum og Ást-
Frá sýningu Margrétar Jónsdóttur í Listasafni ASÍ.
Við endimörk dauðlegra hluta MYNDLIST Listasafn ASÍ VERK Á PAPPÍR MARGRÉT JÓNSDÓTTIR Til 25. nóvember. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14–18.
Frá sýningu Hönnunarsafns Íslands á gjöf Eriks Magnussen. rausnarskapur er einstæður eins og sjá má á þeim ríflega þrjátíu hlutum sem eru til sýnis í Hönnunarsafni Íslands. Það væri að æra óstöðugan að fara yfir öll þessi verk, en mörg hver eru eins og gamlir vinir, stílhrein, einföld og snilldarlega útfærð. Það sem vekur ef til vill hvað mesta furðu er hve frjálslega Magnussen umgengst form og efnivið. Hvort heldur tekið er dæmi af stólum, borðbúnaði, ljósum, hurðarhúnum eða herðatrjám þá er léttur og áreynslulaus blær yfir hönnuninni líkast því sem hugmyndin, efniviðurinn og formið fæddust samtímis án þess nokkru þyrfti að breyta. Það er með öðrum orðum ómögulegt að hugsa sér nokkra aðra möguleika þegar maður virðir fyrir sér verk Magnussen, en einmitt þá sem blasa við manni.
Vissulega er þetta missýn svipuð þeirri og þegar menn segja að Mozart hafi engu þurft að breyta því tónlist hans hafi flotið undan fjaðurstafnum fullsköpuð og fullkomin. En það er einmitt auðkenni á meistaralegum stykkjum, hvar í list sem þau eru sett, hve náttúrulega fullkomin þau virðast vera. Bakvið slíka fullkomnun vitum við þó að liggja sviti og andvökur. En það er galdur Eriks Magnussens hve nærri hann kemst ómenguðum kjarnanum. Því verður ekki annað sagt en það sé happafengur að fá þessa hönnun í stofneign Hönnunarsafns Íslands. Örlæti þessa fágaða listamanns er einstakt. Megi gjöf hans verða til að vísa okkar ungu hönnun veginn til aukinnar fullkomnunar. Halldór Björn Runólfsson
Á hraðleið til stjarnanna valdar Traustasonar á Múlanum fyrir nokkru. Þar var Birkir Freyr líka innanborðs. Þeir Óli blésu samstíga og boppið tók við þegar sömbunni sleppti. Kristjana söng þarna með miklum glæsibrag eins og á Iðnótónleikunum öllum. Hún er frábær á tónleikum og þar njóta persónutöfrar hennar sín til fulls. Víkjum þá að diski Kristjönu. Þar er að finna klassíkina úr bandarísku söngbókinni sem stórsjörnur eins og Billie, Ella og Sarha glímdu við alla ævi. Í ágætri ritsmíð með diskinum segir Lana Kolbrún að það krefjist ,,dirfsku að hylla fortíðina í nútíð, á tímum þegar krafan um eitthvað nýtt og áður óþekkt verður stöðugt háværari“. Þetta eru orð að sönnu og enn frekar krefst dirfsku að hylla hana á því tónmáli sem stórdívur djassins notuðu. Þetta verður til þess að maður ber söng Kristjönu miskunnarlaust saman við það besta sem maður hefur heyrt í klassískum djasssöng. Svona einsog maður ber
Diddú og Kristin Sigmunds saman við stórsöngvara síðustu aldar. Og hvernig kemst Kristjana frá samanburðinum? Stórvel miðað við aðrar ungar evrópskar söngkonur er ég hef heyrt syngja á þessum nótum. Þetta er fyrsti alvörudiskur Kristjönu og hún hefur nýlokið námi. Hún felur sig hvergi bakvið tilgerð eða tæknigaldra og með auknum þroska gæti hún komist í hóp helstu djasssöngkvenna Evrópu á klassísku línunni. Enn vantar þó herslumuninn í túlkun og sköpun og enn hefur hún ekki náð fullum tökum á hinu vandmeðfarna spunamáli, það er kannski ekki von; ég held að fáir aðrir sem hafa náð því, aðrir en Jon Hendricks, séu ofar moldu. Kristjana er ekki dramatísk söngkona, léttleiki og sveifla eru aðal hennar. Í því minnir hún meira á Ellu Fitzgerald en Sörhu Vaughan, hvað þá Billie Holliday. Eitt besta lagið á disknum er af efnisskrá Söruh, Sometime I’m happy. Sveiflan hjá Krist-
MARGRÉT Jónsdóttir tileinkar þessa sýningu móður sinni, Jóhönnu Hannesdóttur, og föðurbróður sínum, Guðmundi Benediktssyni, myndhöggvara, en stutt er síðan þau létust. Margrét bregður upp stuttri en innilegri lýsingu á þeim í sýningarskrá sinni um leið og hún rifjar upp bernsku sína og fyrstu, hamingjusamlegu kynnin af myndlist. Telur hún að þau hafi haft úrslitaáhrif á myndlistarþroska sinn. Þá fjallar hún einnig um inntak verka sinna og almennt verðmætamat okkar. Hún bendir á það hvernig hlutirnir sem við sönkum að okkur verði á endanum að úrgangi sem mengi umhverfið. Þessum vangaveltum finnur hún stað í röð verka á pappír í tveim stærðum, sem grunnuð eru með olíulitum. Á minni stærðina málar hún með eggtempera á olíugrunninn örlítinn, fölleitan úrgang sem liggur eins og einmana eftirlegukind á víðavangi. Stærri pappírinn er skilinn jönu er óbrigðul og spunakaflinn vel byggður. Petersonísk útsetning Agnars Más fellur vel að stíl Kristjönu og alltaf er gaman að heyra inngang gömlu söngdansanna sunginn. Mörg bestu lögin eru ljúfar ballöður eins og meistaraverk Rodgers og Harts: Bewitched, þar sem Micael blæs ágætan sópransaxófónsóló svo og dúett Kristjönu og Agnars Más; Sweet Lorraien, þar sem Kristjana kemst næst dramatískri túlkun – synd að hún dragi úr áhrifinum með lalala-kaflanum. Útsetningar Agnars og söngur Kristjönu nær einna hæst í Never will I marry eftir Frank Loesser. Vesturstrandarblær á útsetningunni og Chris Connor og June Christie gætu verið fullsæmdar af slíkri túlkun. Day in, day out, I’m thru with love, What a diffrent a day made og When Sunny gets blue eru vel flutt og bestu sólóar disksins má finna þar. Flygilhornsóló Birkis Freys í When Sunny gets blue, sem Dexter blés manna best, og píanósóló Agnars í That’s all. Allir hljóðfæraleikaranir á skífunni, fyrir utan Birki Frey, eru félagar Kristjönu frá Hollandsárunum. Ég held að á næstu skífu væri hollt að klippa á naflastrenginn en Agnarslaus má hún ekki vera.
eftir með brúnleitum olíugrunninum án þess að nokkru sé við hann bætt. Þetta er vissulega athyglisverð sýning, eflaust sú merkilegasta sem Margrét hefur haldið um langt skeið. Ástæðan er tvíþætt. Í fyrsta lagi byggir sýningin alfarið á litlu miðlunum, pappírnum og hinni grafísku ásýnd olíugrunnsins og temperalitanna. Upphaflega var Margrét grafíklistamaður, áður en hún fór að mála, og næm útfærsla hennar á olíugrunninum og eggtemperalitunum ber vott um að hún hefur engu gleymt. Reyndar tekst henni að búa til sannfærandi, gamlaðan blæ í þessum myndum, sem minnir óneitanlega á upplitaða uppdrætti og handrit. Þannig þurfa gestir að skanna pappírinn hátt og lágt, eilítið eins og ógreinilegt landakort. Í öðru lagi sýnir Margrét óvenjumikla sparsemi í útfærslu verkanna, eins og hún sé sjálf ekki alltof viss um hvar dregið skuli úr penslinum og hvar ekki. Þessi vafi á mörkum hins sagða og ósagða gerir mikið til að styrkja trúverðugt svipmót verkanna. Margréti hefur oft legið mikið á hjarta, en aldrei sem nú. Því er óþarft að láta svona sýningu framhjá sér fara. Halldór Björn Runólfsson
Náttúrulífsmynd frumsýnd NÁTTÚRULÍFSMYNDIN „Hvert fara þeir? – Fuglamerkingar í 100 ár“ eftir Magnús Magnússon verður frumsýnd í Háskólabíói í sal 3 kl. 13:30 í dag. Höfundar handrits eru dr. Ævar Petersen og Dúi J. Landmark, en vinnsla myndarinnar hófst 1998 og lauk nú í haust. Tekið var upp á 40 stöðum um land allt, en í myndinni eru einnig sýndar upptökur frá Sir Peter Scott úr leiðangri hans og dr. Finns Guðmundssonar sumarið 1951 inn í Þjórsárver. Þær myndir munu ekki hafa verið sýndar opinberlega áður fyrir utan eina sýningu í Tjarnarbíói árið 1953. Sýningin er jafnframt haldin í tilefni þess að fugla og náttúrulífsmyndir Magnúsar hafa nú verið gefnar út í heild sinni á myndbandi. Um er að ræða alls 56 titla, 14 klst. af efni.
Vernharður Linnet
LISTMUNAUPPBOÐ ANNAÐ KVÖLD KL. 20 Á HÓTEL SÖGU, SÚLNASAL
Verið velkomin að skoða verkin í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16 í dag kl. 10-17 eða á morgun kl. 12-17. Seld verða um 80 verk, þar á meðal fjölmörg verk gömlu meistaranna. Þá verða seld um 30 verk eftir jafnmarga listamenn. Það er gert í samvinnu við Ungfrú Ísland.is og Rauða krossinn, en listamennirnir hafa gefið verkin til styrktar Rauðakrosshúsinu, sem er neyðarathvarf fyrir börn og unglinga. Gunnlaugur Blöndal
Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is
Rauðarárstíg 14-16 sími 551 0400