"Margrét varlíka eina konan í hinu upprunalega Suðurgötugengi, sem virðist hafa haft einhveija mæðu í för með sér, að minnsta kostí ganga ansi mörg myndverk hennar frá þessum tíma út á þröngsýni, rembu, já og heimsku karla - ef ég er ekki að gera listakonunni rangt til með þessari túlkun."
"Margrét Jónsdóttir var á sínum tíma ein afstofnendum og drifööðrum Gallerís Suðurgötu 7, en hefur haft hægt um sig sem myndiistarmaður síðan galleríið lagði upp laupana árið 1980. Hún hafði nokkra sérstöðu innan þess hóps sem stóð að galleríinu, þar sem hún hafði meiri áhuga á veruleika hlutanna, og þá helst á ranghverfunni á veruleikanum, heldur
en hugmyndalist, enda hafði hún
stundað nám í jarðbundnum breskum listaskóla, St. Martíns, en ekki í Hollandi.