Listmálarinn Margrét Jónsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1953 og starfar að list sinni í Frakklandi
og Íslandi. Hún hefur unnið sem myndlistarmaður í hálfa öld en 49 ár eru frá fyrstu sýningu
hennar í London. Menntuð við Myndlista og Handíðaskóla Íslands, diplóma í frjálsri myndlist/
grafík árið 1974. Masternám við Central Saint Martin’s College of Art í London árin 1974 til 1976.
Myndlista og Handíðaskóla Íslands, diplóma í grafískri hönnun árið 1984. Diplóma frá Kennara háskólanum árið 1997. Hún hefur haldið yfir 50 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga
hér á landi og erlendis. Margrét var einn af stofnendum Gallery Suðurgötu 7 sem var mikilvæg
miðstöð í þróun framlínumyndlistar á Íslandi. Hún er í ritinu „Íslensk listasaga“, sem er fimm binda
verk og spannar tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. Einn af stofnendum
Hagsmunafélags Myndlistarmanna sem var undanfari Sambands Íslenskra Myndlistarmanna
ásamt stofnun SÍM.