Yfirlit yfir Sýningar 2022
Starfslaun listamanna 2023
ÓBÆRILEGUR LÉTTLEIKI TILVERUNNAR Gallerí Grótta 15.júní til 19.ágúst
8. júlí. Verkið sett upp.
22. júlí. Fór til Notre Dame des Landes til að fylgjast með og bæta við berjum.
4. ágúst. Fór til Notre Dame des Landes til að fylgjast með. Pappírinn var aðeins farinn að rotna, bætti við berjum, ávöxtum og tómötum.
2. september. Fór til Notre Dame des Landes til að fylgjast með. Verkið var farið að taka lit, bætti við ávöxtum og baunum. Það verður gaman að sjá útkomuna eftir rúman mánuð (október) þegar ég tek það heimí hús.
Verkið er samvinna við náttúruöflin og mun rotna og taka breytingum á sýningartímanum. Þegar verkið er orðið þurrt mun ég taka ákvörðun um hvort það standi eins og það er eða held áfram að vinna í það.