MARGRÉT JÓNSDÓTTIR listmálari STARFSLAUN LISTAMANNA 2016
IN MEMORIAM í Iðnó 2015 •
Verkin eru úr myndaröðinni IN MEMORIAM. Þau byggja á hugleiðingum um list og listframleiðslu á tímum firringar, þar sem markaðshyggja er allsráðandi. Er ég dvaldi við Cité Internationale Des Arts í París komst ég að því hverjar formæður mínar í kvenlegg voru. Vel er við hæfi að geta þeirra nú; Mettu Hansdóttir í Vík og Gunnhildar yngri "kóngamóður" sem sögð var hinn mesti svarkur. Metta braut hefðir og venjur enda menntuð og úr öðru menningarsamfélagi. Þar var listakona á ferð. Hún söng og kenndi m.a. dans sem var bannað á þessum tíma. Metta var síðasti ábúandinn á landnámsjörð Ingólfs Arnarsonar. Þessar uppgötvanir opnuðu gáttir sem leiddu til þess að ég öðlast skilning á mörgu í lífi mínu og fór að vinna frönsku veggfóðursverkin út frá tilfinningum sem vöknuðu, ásamt ádeilu. Í mínum huga getur listamaður aldrei farið út í framleiðslu, það er eitthvað miklu dýpra sem verið er að fást við og því er ekki hægt að leggja listina og hönnunn að jöfnu.
•
"Guðrún Erla Geirsdóttir skipuleggur í samvinnu við Gallerí Gest og Menningarhúsið Iðnó í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Þær sem sýna síðar eru: Rúna Þorkelsdóttir, Harpa Björnsdóttir, Margrét Jónsdóttir (málari) og Guðrún Sigríður Haraldsdóttir. Listakonurnar eiga það sameiginlegt að vera fæddar í kringum miðja síðustu öld. Þær voru að stíga sín fyrstu skref í myndlistinni er önnur bylgja femíninsmans var farinnað hafa þau áhrif að konur töldu fullvíst að þær kæmust til vegs og virðinga ekki síður en karlarnir. Sýningaröðin nefnist ARGINTÆTUR Í MYNDLIST. Í stuttri útgáfu er sagan um Argintætu svo: Kerling nokkur, svarkur og orðhákur, var kölluð Argintæta. Með því að bera út skáldaðar sögur kom hún sér alls staðar út úr húsi. Aðeins umkomulaus stúlka lét kæsni kellu ekki á sig fá. Kom hún oft til Argintætu, sem sagði henni sögur. Argintæta arfleiddi hana að öllu sínu. Arfurinn nægði til að koma stúlkunni til mennta og naut hún síðar hylli fólks."
Gallerí Gestur 2015 SHIT! - upplifun af því að vera myndlistarmaður og kona á Íslandi 24 september – 22 október
• •
•
•
Myndröðin SHIT! hefur verið í vinnslu frá 1998 og lýsir upplifun minni af veruleikanum á Íslandi. Hvernig það er að vera myndlistarmaður og kona. Á tímabili hélt ég að upplifanir mínar væru geggjun en með hruninu kom viðbjóðurinn upp á yfirborðið og ætlar engan enda að taka. Að sjálfsögðu er um tvíræða merkingu að ræða. Myndröðin hófst með ljósmyndatökum sumarið 1998 þegar ég dvaldi í Kjarvalssofu í París og ljósmyndaði hundaskít og ástarjátningar útskornar í tré meðfram Signu í þrjá mánuði. Ég fæ sjaldan tíma til að einbeita mér að myndlistinni fyrir brauðstritinu en það er ansi þröngur stakkurinn sem er sniðinn að listamönnum á landinu okkar og eru eldri einhleypar konur verst settar. Langur ferill, stöðugt sýningarhald og góðar umfjallanir hafa ekkert að segja og ber þessi sýning þess merki því megnið af verkunum er ólokið og innpakkað og lýsir vel lífsstarfi mínu. Hluti úr myndröðinni hefur verið sýndur á sýningunni Ferðafurða í Listasafni Reykjavíkur árið 2003 Kjarvalsstöðum og opnum vinnustofum og sýningum á Korpúlfsstöðum, Listasafni ASÍ 2001, Landakotsspítala 2009 og á sýningunni Nordisk Akvarell 2010 í Norræna Húsinu
Íkon unninn í Kjarvalsstofu í París 2008
Gallerý Suðurgötu 7 hópurinn 1977. Ég er 3 frá hægri.
•
Ég sýni núna vatnslitamyndir sem ég hef verið að vinna að undanfarið og falla þær inní myndröðina IN MEMORIAM sem hefur verið mér hugleikin undanfarin ár. Sölumennskan, markaðshyggjan og framleiðslan hefur verið ofarlega í huga í nokkuð mörg ár og tíminn fyrir og eftir hrun á Íslandi. Þrátt fyrir hrunið þá er lítil breyting á græðginni því núna snýst allt um markaðshyggjuna og ætla allir að meika það og syngja hver í kapp við annan en raddir hljóðna og deyja út meðan nýjar og háværar taka við eins og er gangur lífsins nema í dag þá er lífsstarfið einskis metið og eins manns dauði er annars brauð. Held að tilgangsleysið, tómlætið og fyrringin hafi sjaldan verið meiri. Það var þessi græðgi og yfirgangsemi sem varð til þess að ég fór að flýja landið og dvelja á erlendum vinnustofum til nokkurra mánaða á hverju ári ...bara til að geta andað og meðan ég anda þá bara vesna hlutirnir eða er ég að verða gömul, götótt og slitin ..alveg komin að því að eyðast upp eins og verkin mín?
Margrét Jónsdóttir, Upp, upp, mín sál og allt mitt geð ... Eggtempera á pappír 1978 •
Myndröðin sem ég sýni þarna byggist á upplifun og innsæi á þeim tíma þegar ég kom heim frá framhaldsnámi í London en það var menningarlegt áfall að koma heim. Listmenntun hafði lítið gildi og vorum við talin illa menntuð og höfðum enga möguleika til eins né neins. Veggir alsstaðar, hroki, yfirgangur og erfitt að gera neitt nema með klíkuskap og þá oftast ættartengslum. Myndröðin er tákn um ofríki, vald og þröngsýni en á þessum tíma voru karlmenn í flestum valdastöðum, síðan þegar konum tók að fjölga í áhrifastöðum og eitthvað kom sem kallaðist “jafnrétti” þá var í raun enginn munur því sömu stjórnhættir voru notaðir, menningarheimur karla var ráðandi og er enn í dag.
•
Þessar myndir fóru óskaplega í taugarnar á fólki á sínum tíma og ollu miklum pirringi.
Vefslóðir • http://mjons.blogspot.com/ • http://www.artslant.com/global/artists/s how/59512-margret-jonsdottir • http://umm.is/UMMIS/Listamenn/Listam adur/276 • Youtube: • http://youtu.be/AApM8a5wrwY
Áhrifamaður, verk frá 1978. Frá Gallerí Suðurgötu 7 tímanum.
Flæði: Salon-sýning af safneigninni Kjarvalsstaðir •
Hér eru tvær myndir eftir mig frá mismunandi tímabili. Flæði: Salon-sýning af safneigninni 2. febrúar - 20. maí 2013 Kjarvalsstaðir Á þessari óvenjulegu sýningu gefst almenningi einstætt tækifæri til að sjá stóran hluta af safneign Listasafns Reykjavíkur. Sýningin mun taka stöðugum breytingum þá þrjá mánuði sem hún stendur yfir en verkum verður sífellt skipt út á sýningartímanum, jafnvel meðan gestir eru viðstaddir. Það má því búast við spennandi sýningu þar sem gestum gefst kostur á að kynnast safneign Listasafns Reykjavíkur á nýjan og spennandi hátt. http://www.listasafnreykjavikur.is/desktopdefau lt.aspx/tabid-2182/3369_read-1882/date1739/Kjarvalsstaðir Sjá í enda frétta á RÚV 3.2.2013: http://ruv.is/sarpurinn/frettir/03022013-25 Margrét hefur unnið í flesta miðla myndlistarinnar enda með langa og víða menntun á mörgum sviðum ásamt margra áratuga reynslu. Margrét hefur starfað að myndlist í rúm 40 ár og er menntuð við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands, diplomu í frjálsri myndlist og síðar diplomu í hönnun,
•
mastersnám við Central Saint Martins Collage of Art í London og diplomu frá Kennaraháskólanum. Hún hefur haldið á fimmta tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Stundað kennslu við grunnskóla og Myndlistarskóla Kópavogs, unnið við grafíska hönnun og rekið auglýsingastofu, einnig gert upp nokkur hundruð ára hús í Frakklandi. Rekið nokkur gallerí og var m.a. einn af stofnendum Gallery Suðurgötu 7 sem var mikilvæg miðstöð í þróun framlínumyndlistar á Íslandi. Hún tók einnig þátt í stofnun Hagsmunafélags myndlistarmanna sem var undanfari Sambands íslenskra myndlistarmanna ásamt stofnun SÍM. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur segir m.a. um verk Margrétar: „Óhætt er að segja að viðhorf Margrétar Jónsdóttur til myndlistar hafi sjaldan rúmast innan ráðandi sjónarmiða í hérlendu myndlistarumhverfi til þess er henni einfaldlega of mikið niðri fyrir. Með tjáningu þessara viðhorfa hefur hún iðulega staðið berskjölduð og fullkomlega tillitslaus og jafnframt fullkomlega heiðarleg - gagnvart sjálfri sér og áhorfendum.“
•
Móðurskautið djúpa .... Myndin er hengd öfug upp svo ekki er virðing fyrir lífi og verkum listamannsins mikil ;)
•
Móðurskautið djúpa og verk eftir Jóhönnu Yngadóttur heitinnar frænku en við erum þremenningar.
Menningarvitinn
Undir Berum Himni á Listahátíð Reykjavíkurborg - 2013
IN MEMORIAM • http://undirberumhimni.is/ Verkið sem ég sýni hér er brot úr myndröðinni IN MEMORIAM sem ég sýndi árið 2009 í START ARTlistamannahús sem var á Laugavegi 12b. • Eftirfarandi texti er úr sýningarskránni: "Myndröðin sem ég sýni hér, er brot úr myndröðinni IN MEMORIAM sem hefur verið nokkur ár í vinnslu með mismunandi tilbrigðum. Þegar ég hóf að vinna verkin á þessari sýningu notaði ég persónulegt drasl náinna ættingja minna þegar þeir lágu banaleguna. Sýningin er því brot af ævistarfi fjölskyldu minnar, myndhöggvaranna Guðmundar og Jóns Benediktssonar en þeir upplifðu að sjá mikið af starfi sínu skemmt og lenda á öskuhaugunum enda ekki fjárfestar að gæta hagsmuna." Sjá meira: http://undirberumhimni.is/artworks/127-In-Memoriam
Shit, íkonar og árans áran .... Íslensk Grafík – 2012 Verk allt frá 1976 til 2012
Sjá sýninguna
hér: http://youtu.be/AApM8a5wrwY
IN MEMORIAM 2009 Listasalur Mosfellsbæjar
IN MEMORIAM 2009 STUDIO 1523 Cité Internationale Des Arts. París, Frakkland
IN MEMORIAM 2009 STARTART Reykjavík Ísland
NORRÆNIR IKONAR ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ REYKJAVÍK, Ísland 2006 Norðrið bjarta / dimma. Þjóðmenningarhúsið var einn samstarfsaðila ráðstefnunnar Ímyndir norðursins sem haldin er á vetrarhátíð á vegum Reykjavíkur Akademíunnar. Verkin eru hugmyndir og þróun frá 1974
IN MEMORIAM 2006 Korpúlfsstaðir, Reykjavík, Ísland
Í LEIT AÐ TILGANGINUM
IN MEMORIAM 2004 Reykjanesbær Art Museum, Ísland
Óhætt er að segja að viðhorf Margrétar Jónsdóttur til myndlistar hafi sjaldan rúmast innan ráðandi sjónarmiða í hérlendu myndlistarumhverfi til þess er henni einfaldlega of mikið niðri fyrir. Með tjáningu þessara viðhorfa hefur hún iðulega staðið berskjölduð og fullkomlega tillitslaus og jafnframt fullkomlega heiðarleg-gagnvart sjálfri sér og áhorfendum. Pappírsverkin sem hún sýnir hér éru einkennandi fyrir óvenjulegan þankagang Margrétar, svo uppfull sem þau eru með tilvistarlega og menningarpólitískar ígrundanir, bæði augljósar og duldar. Í fyrstunni koma þessi verk okkur fyrir sjónir sem framlengingar á veggfóðri, þar sem ýmiss konar staðlað mynstur kallast á. Þetta eru verk án sýnilegs upphafs, miðbiks og endis, mettuð ehitum litum sen studnum eru svo stríðir að verkjar í augun. Þess á milli eru vinnviðir þeirra svo daufir og hlutlausir að úlínur fjarar út og mynstrið leysist upp í frumeiningar sínar. Hér eigum við raunar kollgátuna; mynstrin í þessum myndum eru gerð eftir froönskum veggfóðurstenslum. Með notkun þeirra vill Margrét minna á skilin milli alvarlegarar frumsköpunar, myndlistarinnar sem leiðir til dýpra skilings á manninum og veröldinni, og andlausrar myndframleiðslunnar sem stjórnast af markaðslögmálum hverju sinni. Um leið og hún byggir verk sín á myndframleiðslustöðluðum mynstrum veggfóðursins-grefur hún undan þessari framleiðslu með því að rekja mynstrin aftur til uppruna síns í árdaga, til trjágreina, laufa og skrautblíma í náttúrunni, þar sem þau eru undirorpin eyðingu, öðru nafni tímanum. Úr sýningarbæklingi eftir Aðalstein Ingólfsson listfræðing.
IN MEMORIAM 2001 Listasafn ASÍ, ASÍ Art Museum Reykjavík, Ísland
Misskilningur er svo áhugaverður! 2003 GALLERÍ SKUGGI Reykjavík, Ísland
Móðurskautið djúpa 1999 HAFNARBORG The Hafnarfjordur Centre of Culture and Fine Art ÍSLAND Allt húsið, einnig kaffistofan
Ég og föðurbróðir minn Guðmundur Benediktsson myndhöggvari bróðir Jóns Benediktssonar myndhöggvara föður míns.
Ég og föðurbróðir minn Guðmundur Benediktsson myndhöggvari bróðir Jóns Benediktssonar myndhöggvara föður míns.
Móðurskautið djúpa 1996 NORRÆNA HÚSIÐ Reykjavík, Ísland
NorrænaHúsið
KJARVALSSTAÐIR 1990
Verk frá 1988
FÍMsalurinn 1986 Verk frá 1984-1985
Verk frá 1978 Gallerí Suðurgötu 7 tíminn
Margrét Jónsdóttir, Upp, upp, mín sál og allt mitt geð ... Eggtempera á pappír 1978 •
Myndröðin sem ég sýni þarna byggist á upplifun og innsæi á þeim tíma þegar ég kom heim frá framhaldsnámi í London en það var menningarlegt áfall að koma heim. Listmenntun hafði lítið gildi og vorum við talin illa menntuð og höfðum enga möguleika til eins né neins. Veggir alsstaðar, hroki, yfirgangur og erfitt að gera neitt nema með klíkuskap og þá oftast ættartengslum. Myndröðin er tákn um ofríki, vald og þröngsýni en á þessum tíma voru karlmenn í flestum valdastöðum, síðan þegar konum tók að fjölga í áhrifastöðum og eitthvað kom sem kallaðist “jafnrétti” þá var í raun enginn munur því sömu stjórnhættir voru notaðir, menningarheimur karla var ráðandi og er enn í dag.
•
Þessar myndir fóru óskaplega í taugarnar á fólki á sínum tíma og ollu miklum pirringi.