Norræna Húsið 1996. Leyndardómar tílverunnar. MARGRÉTJÓNSDÓTTIR

Page 1

26

ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996

MORGUNBLAÐIÐ

LISTIR

Börn og trúðar LEIKUST

Lcikfclag Rcykjavíkur á s t ó r a sviði Borgarlcikhússins

Morgunblaðiö/Kristinn

MARGRÉT Jónsdóttir: M óðurskautið djúpa.

Leyndardómar tílverunnar MYNDLIST Norræna húsið MÁLVERK Margrét Jónsdóttír. Opið alla daga tíl 10. nóvember; aðgangur og sýningarskrá kr. 200. LISTAMENN vinna að list sinni á tvennan hátt. Annars vegar má líkja þeim við dægurflugur, sem gera eitt í dag og annað á morgun; viðfangsefnin eru síbreytileg eins og veðrið, og vinnuferlið tekur stakkaskiptum í samræmi við þau. Hinir eru þó fleiri - og oftar en ekki áhugaverðari - sem vinna á mun kerfisbundnari hátt; þeir takast á við ákveðin viðfangsefni, rannsaka þau og grandskoða með ýmsum hætti, þar til þeir telja sig hafa komist eins langt og hægt er með þær listrænu úrlausnir, sem viðfangsefnin hafa kallað fram. Síðan er afraksturinn sýndur opinberlega áður en haldið er áfram á vit frekari þróunar innan myndverksins. Margrét Jónsdóttir vinnur mjög kerfisbundið að sínu málverki, og þá gjarna í röðum mynda, sem skapa sterkar heildir og tengja verk hennar saman, og því er áhugavert að fylgjast með þeirri glímu við efnið og andann, sem þar fer fram. Á þessari sýningu má greina þrjá flokka málverka, en um þau viðfangsefni segir listakonan í inngangi að sýningunni: „Eitt af því sem ég hef verið að vinna með er lífsvatnið, lífsuppspretta, og vatnið við fæðingu og dauða. Einnig hef ég gaman af að velta fyrir mér hughrifum, hugsun og umbreytingu hugsana í form. Þú varpar frá þér hugsun og hún svífur og raðast í kringum þig eins og kyrralífsmynd, „Still life". Það sem þú hugsar lifir, eyðist ekki, heldur lifir í annarri vídd í litum og formum. „Allt, sem vér erum, er skapað af hugsunum vorum"." Myndröðin „Lífsvatnið" kom fyrst fram á sýningu Margrétar á sama stað fyrir þremur árum, og

yirkar hér enn sterkari en fyrr. Örsmáar og gríðarstórar myndirnar skapa gott jafnvægi í rýminu, þar sem öryggi og hlýja geisla af grænum sverðinum, sem vatnið sprettur fram úr, ýmist í litlum lækjarsytrum eða kraftmeiri fossum; einkum verða litlu myndirnar nr. 2, 3, 6 og 18 athyglisverðar í þessum samleik. „Móðurskautið djúpa" er nýr myndaflokkur, sem samsamar þessa hlýju, grænu tilveru náttúrunnar hlutverki konunnar sem móður mannkyns og þar með þess anda, sem með því býr. í því skauti er að finna bæði upphaf og þungamiðju þeirra hughrifa og hugsana, sem listakonan getur síðan breytt í form sem má raða með ýmsum hætti í kringum sig - og þar með eru komin fram þau tengsl sem gera sýninguna að einni heild, því síðasti myndaflokkurinn, „Still Life", er fyrst og fremst samröðun forma, sem eru hvort tveggja í senn ókunn og kennileg, framandi og hversdagsleg. Þrátt fyrir yfirskriftina „kyrralífsmyndir" er náttúran engu að síðúr ávallt nálæg í þessum málverkum, því þar er grunnurinn fenginn með jarðlitunum eða bláma vatnsins. í stóra fletina er síðan raðað ýmsum hinna hefðbundnu þátta slíkra mynda - ávöxtum, bollum, eggjum eða skeljum, sem líkt og fljóta á þeirri undirstöðu, sem náttúran veitir. í formála kemur fram, að listakonan hafði við undirbúning þessarar sýningar ekki getað unnið í myndlistinni lengi vegna tognunar í baki og hálsi eftir slys. í ljósi þessa er sýningin mikið þrekvirki; stærð flatanna og sú hugarró leyndardóma tilverunnar sem geislar af þeim er í skýrri andstöðu við þá erfiðleika, andlega sem líkamlega, sem slíkum slysum fylgja fyrir alla sem í þeim lenda. Það er rétt að hvetja sem flesta til að leggja leið sína í Norræna húsið og fylgjast með þróun málverksins hjá Margréti Jónsdóttur. Eiríkur Þorláksson

Nýjar hljómplötur • ÚT er komin hljómplatan Skálm með píanóleik og útsetningum Gunnars Gunnarssonar. Skálm er til minningar um Ingimar Eydal ogerreyndar eitt lag á plötunni eftir hann sem hefurekki áður komið út. Á plötunni eru 18 lög. Gunnar Gunnarsson kynntist snemma leikstíl Ingimars Eydals ogtileinkaði sér m.a. það sem Ingimarkallaði „norðlenska skólann" í píanóleik. Slíkur leikstíll hefur

verið nefndur „stride" eða á íslensku skálm. „Stíllinn er ættaður bæði úr klassískri tónlist og ragtime og gerir sama gagn og heil ryþmasveit í öðru samhengi," segir í kynningu. Gunnar Gunnarsson hefur um árabil starfað sem organisti og djasspíanisti auk tónlistarkennsku. Hann hefur starfað með mórgum þekktum tónlistarmönnum þ.á m. í Hljómsveit Ingimars Eydals og átt þátt í fjölda hljóðritana. Skálm var hljóðrítuð sl. sumarí Laugarneskirkju, Ari Daníelsson sá um upptökur og eftirvinnslu. Dimma gefurplötuna út.enJapis annast dreifingu. Verðer 1.999 kr.

TRÚÐASKÓLINN Höfundur: Friedrich Karl Waechter. Leikgerð: Ken Campbell. Þýðing, aðlögun og leikstjórn: Gísli Rúnar Jónsson. Leikarar: Bessi Bjarnasoh, Eggert Þorleifsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir og Kjartan Guðjónsson. Búningar: Helga Rún Pálsdóttír. Leikmynd: Steinþór Sigurðsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Útsetning tónlistar: Vil- " hjálmur Guðjónsson. Leikhl jóð: Baldur Már Arngrimsson. Laugardagur 2. nóvember. Mbl./Golli

TRUÐAR hafa átt erfitt uppdráttar á íslandi, einn og einn hefur skotið upp kollinum í gegnum árin, eins og Tóti trúður Ketils Larsens, en þeir hafa ekki náð að fjölga sér. Nú stökkva allt í einu fjórir alskapaðir út úr höfði Gísla Rúnars með hjálp höfunda og búningateiknara. Það er að vona að íslenskir áhorfendur geti tekíð við svo stórum bita í einu og svelgist ekki á herlegheitunum og það hilli undir vænlegri tíma fyrir trúðastéttina hér á klakanum. Því að persónurnar birtast alskapaðar á sviðinu fylgir að þær þróast ekki heldur erum við kynnt fyrir ákveðnum trúðatýpum sem framkvæma sínar trúðakúnstir samkvæmar sjálfum sér verkið út. Ekki fer heldur mikið fyrir söguþræði; eins og við má búast er ákveðinn rammi um verkið en innan þess ramma ríkir hefðbundin upplausn milli þess sem trúðanemendunum eru fengin ákveðin verkefni. Þegar aðstandendur uppsetningarinnar láta þá von í ljós að verkið verði eins klassískt á fj'ölunum hér og verk Torbjörns Egners eru þeir kannski að ætlast til of mikils af íslenskum börnum og forráðamönnum þeirra. Stökkið er of stórt frá einföldum söguþræði, grípandi lögum með snjöllum text-

BESSI Bjarnason, Eggert Þorleifsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Helga Braga Jónsdóttir í hlutverkum sínum.

um og skýrri persónusköpun yfir í frelsi trúðleiksins. Sú staðreynd að verkið er öðruvísi en við eigum að venjast er líka kostur. Gísla Rúnari hefur tekist mjög vel upp við að aðlaga og leikstýra svo nýstárlegu verki hér. Textinn, sem byggir að miklu leyti upp á orðaleikjum, er bráðfyndinn og inn í hann slæðast nokkrir brandarar ætlaðir fullorðnum. Trúðleikur er á sviði óumræðilega fyndnari en í sjónvarpinu á gamlárskvöld meðan beðið er eftir skaupinu. Búningar Helgu Rúnar Pálsdóttur eru skemmtilega litríkir og styðja vel við þær skýru týpur sem leikararnir skapa á sviðinu í hlutverkum nemendanna. Sviðsmynd skólastofunnar - sem er táknræn fyrir allt það sem trúðar eru ekki - er, eins og við á, litlaus og grá, sem og gervi skólameistarans sem ræður þar ríkjum. Ljós og hljómlist marka vel senuskipti og hæfa vel heildarmyndinni. Leikararnir stóðu sig allir vel. Bessi Bjarnason í andstöðu við hópinn sem hinn stífi gamli skóla-

meistari, Eggert Þorleifsson sem Belgur, Halldóra Geirharðsdóttir sem Lævís og Kjartan Guðjónsson sem Dropi. Best tókst þó Helgu Brögu Jónsdóttur upp í hlutverki Bólu, enda kannski úr mestu að moða, týpan í ákveðnum dráttum gerð frábrugðin trúðdrengjaþrenningunni. Með leikstílnum er trúðleikur borinn saman við stjórnleysi barnsins. Trúðarnir hafa álíka langt athyglisskeið og börn; þeir hreyfa sig eins og börn; meðal þeirra ríkir miskunnarleysi leikvallarins og það er eins stutt á milli gráts og hláturs og hjá börnum. Margir taktar þeirra, eins og t.d. sá sem Eggert Þorleifsson sýndi á forsíðu síðustu lesbókar, vísa beint í hegðunarmynstur leikskólabarna. Þess vegna féll trúðleikurinn vel að smekk þess aldurshóps, þ.e. ef þau höfðu á annað borð öðlast Ieikhúsþroska. Eldri börn og fullorðnir gátu notið sýningarinnar á eigin forsendum enda vel séð fyrir að allir fyndu þar eitthvað við hæfi. Sveinn Haraldsson

Póstvagninn í Háskólabíói

VERK eftir Harald (Harry) Bilson.

„Ævintýri andans" í Galleríi Fold HARALDUR (Harry) Bilson hefur opnað málverkasýningu í Galleríi Fold við Rauðarárstíg og á sama tíma verður kynning á gvassmyndum eftir bresku listakonuna Helen Margaret Haldane í kynningarhorni gallerísins. Haraldur fæddist í Reykjavík en fluttist til Bretlands á unga aldri, móðir hans er íslensk en faðirinn breskur. Haraldur hefur dvalist í Asíu, Ástralíu og Evrópu við listsköpun sína og frá 1969 hefur hann sýnt í fjöl-

mörgum löndum í öllum heimsálfum að Afríku undanskilinni. Verk hans eru í eigu safna og í einkasöfnum. Helen Margaret stundaði listnám við School of Art og West Surrey College of Art í Englangi og Edinburgh College of Art í Skotlandi. Hún hefur auk málunar unnið að leirkersmíði. Helen hefur oft dvalist á íslandi undanfarin ár. Galleríið er opið mánudaga til föstudaga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-17 og sunnudaga frá kl. 14-17. .

HREYFIMYNDAFÉLAG Háskólans byrjar vestramánuð sinn á því að sýna í Háskólabíói, í dag þriðjudaginn 5. nóvemver kl. 19 og fimmtudaginn 7. nóvember kl. 23, myndina „Stagecoach" eða Póstvagninn í leikstjórn John Ford með John Wayne í aðalhlutverki. „Myndin sem er frá 1939 segir frá hópi ferðalanga sem fer með póstvagni til Arizona. Þetta er ólíkur hópur manna og kvenna og hefur hver sitt vandamál að glíma við. Ekki nóg með að allir glími við vandræði á eigin vígstöðvum heldur þarf hópurinn aukinheldur að kljást við indíána . „Stagecoach" er myndin sem margir telja að hafi komið John Wayne á toppinn. Myndin fékk tvenn óskarsverðlaun (bestur leikur í aukahlutverki og tónlist) auk þess sem leikstjórinn John Ford og aðalleikkonan voru tilnefnd til óskarsverðlauna. Þetta er klassískur vestri," segir í kynningu. Miðaverð er einungis 300 kr. fyrir félaga, þ.e. handhafa framhalds/háskólaskírteina og Einkaklúbbskorts. Aðrir geta keypt 300 kr. félagsskírteini við inngang Háskólabíós. Ath. Aðeins tvær sýningar, í dag og á fimmtudag.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.