Annar heimur, annað líf, önnur veröld, handanheima. Sýningin er innsetning, minning, sambland frá nokkrum tímabilum sem tengjast. Ég færi stofuna mína inní sýningarrýmið með myndröð sem hófst fyrir um 30 árum síðan ásamt tveimur verkum föður míns Jóns Benediktssonar myndhöggvara (2016-2003) og öðru drasli úr lífi listamanns sem er háð tíma og umbreytingum. Verkin eru úr myndröðinni Móðurskautið/Lífsvatnið sem kom fyrst fram á einkasýningu í Norræna Húsinu árið 1993. Eiríkur Þorláksson ritar í Mbl. 5. nóvember 1996: „Myndröðin „Lífsvatnið“ kom fyrst fram á sýningu Margrétar á sama stað fyrir þremur árum, og virkar hér enn sterkari en fyrr. Örsmáar og gríðarstórar myndirnar skapa gott jafnvægi í rýminu, þar sem öryggi og hlýja geisla af grænum sverðinum, sem vatnið sprettur fram úr, ýmist í litlum lækjarsytrum eða kraftmeiri fossum; ... „Móðurskautið djúpa“ er nýr myndaflokkur, sem samsamar þessa hlýju, grænu