Metta hansdottir 2

Page 1

eins konar au pair þeirra tíma. Páll Beyer kom fyrst til íslands með Kristjáni Miiller amtmanni árið 1688 og var í þjónustu hans í nokkur ár en gerðist síðan undirkaupmaður í Grundarfirði og Stykkishólmi. Með atbeina Miillers komst Beyer til fógetavalds, fyrst í umboði „landsforpaktaranna" 1702-1706 en síðan sem landfógeti frá 1707 til dauðadags árið 1717. Auk þess varð hann umboðsmaður amtmanns hér á landi, á vetrum 1703-1706 og árið um kring frá 1707 og var þá orðinn valdamestur hérlendra manna. „Honum er svo lýst, að hann hafi verið mannúðlegur þeim, er minni máttar voru, þegar hann var algáður, en drykkfelldur í meira lagi, enda talinn heldur vitgrannur; dró þetta og til mikillar óreiðu í fjárgæzlu hans," segir Páll Eggert. í Hestsannál fær Beyer þá einkunn að hann væri „af mörgum tregaður þeim, er hann átti yfir að segja . . . maður óágjarn, meðaumkunarsamur og álögulaus." Sannast svo enn að sínum augum lítur hver silfrið. Tómlæti mörlandans og langþjálfaður þvergirðingur við útlendinga lætur ekki að sér hæða. Varla getur þann innborinn pokaprest í afdölum að íslenskir sagnaritarar telji sér ekM skylt að skrá hverja tutlu um allt hans hyski en þótt leitað sé dyrum og dyngjum í skræðum þeirra finnst naumast snifsi um persónuhagi útlendra valdsmanna sem dvalist hafa hér og stjórnað landinu, jafnvel í áratugi. í Hirðstjóraannál séra Jóns Halldórssonar í Hítardal er Páll Beyer sagður Pétursson og talinn norskur að ætt. Þetta er allt og sumt sem vitað er um uppruna fógetans. Ef til vill var hann sömu ættar og Absalon Beyer, þekktasti rithöfundur Norðmanna á 16. öld. Beyer-ætt er reyndar mjög kunn í Danmörku og kann að hafa borist þangað frá Noregi. Ættin er venjulega rakin til Valentin Hermansen Beyer sem fæddist 1659 og var héraðsfógeti í Hassing-Refs á Jótlandi. Sonur þessa Valentins var Peder Grove Beyer, f. 1707, prófastur og rithöfundur í Tybjerg. Valentin og Páll Beyer voru sömu kynslóðar og föðurnafn Páls var hið sama og sonarnafn Valentins. Líkast til eru þetta einskærar tilviljanir en vera þessa Beyer-fólks á Jótlandi minnir þó á að Metta María var borgmeistaradóttir þaðan. Þótt Páll Beyer hafi komið til íslands 1688 og verið hér talsvert næstu árin eftir það er svo að sjá að hann hafi ekki flutt heimili sitt hingað til lands fyrr en 1702-1703. Sem fyrr segir varð hann umboðsmaður „landsforpaktaranna" árið 1702 og settist þá að á kóngsgarðinum á Bessastöðum. Staðurinn var þá bærilega húsaður því að árið 1688 „var þar smíðaður loptsalur hár og mikill upp af suðurstofunni gömlu, og hafði amtmaður þau hús en fógeti (sem þá var Kristófer Heidemann) hin eystri hús, er hann hafði smíða látið." Lengst af veru sinni á Bessastöðum fór Beyer einn með fógeta- og amtmannsvald og hafði því einn yfirráð allra þessara miklu húsakynna. Þegar manntalið var tekið í Bessastaðahreppi, í mars eða apríl 1703, var Beyer á Bessastöðum án fjölskyldu sinnar og þar voru þá aðeins tveir menn á hans vegum, Christian Nielsson, sennilega danskur, og Þorleifur Bjarnason, 24 ára þénustupiltur. Um hálfu ári síðar voru kommissararnir, Árni Magnússon og Páll Vídalín, að jarðabókarverki sínu á þessum slóðum og þá er fjölskylda Beyers komin að Bessastöðum, alls 6 manns að „Monsr. Beyer" sjálfum meðtöldum, en þar að auki eru þá á kóngsgarðinum 13 aðrir, ráðsmaður, sjö vinnumenn, þrjár vinnukonur og tveir drengir. Klemens Jónsson telur að Beyer hafi siglt á árunum 1702-1706 og ályktar að Metta hafi þá komið út með honum. Þetta er þó rangt til getið því að vissa er fyrir því að einmitt á þessum árum hafði Beyer vetursetu á Bessastöðum. Aftur á móti sigldi hann haustið 1706 en kona hans var á Bessastöðum þá um veturinn. Konu Beyers og fjölskyldu bregður annars aðeins örsjaldan fyrir í íslenskum heimildum. I Setbergsannál segir frá því að Beyerhjónin misstu son í bólunni miklu 1707, Pál Beyer yngri. í annáf sínum eða aldarfarslýsingu getur Páll Vídalín lögmaður tvívegis um konu Beyers, báðum sinnum við „friðargæslu". I fyrra sinnið varð þeim nöfnum Beyer og Vídalín sundurorða í veislu Beyers á Bessastöðum sumarið 1705 og stóð Vídalín þá upp frá borðum og fór burt í fússi, þrátt fyrir fortölur Beyers og konu hans. Síðara sinnið var á alþingi sumarið 1708 er sló í harða brýnu á milli Beyers og Odds Sigurðssonar varalögmanns og umboðsmanns stiftamtmanns. Þetta var á fyrsta degi þingsins og Beyer bauð til veislu í tjaldi sínu en þeir Oddur urðu ölir mjög og óðir út af oflæti Odds og öðrum hégóma, ætluðu að bera vopn hvor á annan og hefðu gert það nema af því að Páll Vídalín og kona Beyers gengu á milli. Síðast getur um þessa friðgjörnu konu þegar þau Beyer-hjón fluttust af landi brott ásamt börn-

um sínum. Landsreikningar Beyers voru þá komnir í ólag og hafði hann ekki staðið rentukammerinu skil á þeim um nokkurra ára skeið, hafði Norðurlandaófriðinn mikla (1700-1721) sem afsökun fyrir því að sigla ekki með þá. Loks fór þó svo að Beyer var ekki lengur vært í fásinninu hér ytra. Hann var kallaður utan haustið 1717 og settur frá embætti um stundarsakir en átti ekki afturkvæmt. „Páll Beyer sigldi með varnarskipinu til Noregs, en kona hans og börn þeirra með Hafnarfjarðarskipi til Liikkestaðar. Og er hann var kominn til Stafernis í Noregi tók hann sótt mikla, lá í henni í viku og deyði þar." Gliickstadt við Elbuósa var höfuðstaður danska hlutans í Holstein, reistur af Kristjáni fjórða til höfuðs Hamborg og lengi helsta fiskútflutningshöfn íslandskaupmanna, ekki síst Hafnarfjarðarkaupmanns. Líkast til hafa fógetahjónin á Bessastöðum því átt þar vinum að fagna og jafnvel einhverjar eignir. Ófriður Dana við Svía gerði það auk þess að verkum að bein sigling til Kaupmannahafhar var áhættusöm. Þarna, á hafnarbakkanum í Gluckstadt, grillir síðast í fógetafrúna, húsmóður Mettu Maríu á Bessastöðum. Við skulum segja að velklæddur herramaður styðji hana upp í vagninn sem bíður h e n n a r . . . Allt bendir til þess að frú Beyer hafi flust hingað upp með börn sín sumarið 1703 og haft Mettu með í för. Þræðir sem nú eru ósýnilegir drógu til þess að Hans Olfsen „Ridefoged" hitti þessa ónafngreindu konu að máli, að líkindum í Kaupmannahöfh einhvern tíma nálægt aldamótunum 1700, og bað hana fyrir stjúpdóttur sína. Þegar það kom síðan á daginn að Beyer-fjölskyldan skyldi flytjast alla leið til íslands með hafísum sínum og spúandi eldfjöllum var samband Mettu við fjölskylduna slíkt að hún afréð að slást í þessa tvísýnu fór. Auk þess hafði ungfrúin áreiðanlega ólgu í æðum sem rak á eftir henni í þessa ævintýraferð norður í höf. Eins og áður er nefht getur um þrjár vinnukonur á Bessastöðum haustið 1703 en ósennilegt er að Metta sé ein þeirra. Líklegra virðist að hún sé þá talin ein af fjölskyldumeðlimunum sex. Svo mikið er víst að Beyer taldi sig henni skuldbundinn og lagði sig allan fram um að gera hlut hennar hérlendis sem bestan, eins og enn verður sagt. Við getum hugsað okkur að Metta hafi verið skyld öðru hvoru Beyerhjónanna en það er þó auðvitað bara ágiskun. Yndi og angur við ysta hnf Sumarkvöldin á Alftanesinu eru stundum kyrr og björt og piltarnir á kóngsgarðinum voru mittisgrannir og sumir upplitsdjarfir, einkanlega þó e i n n . . . Metta María var ung og ör, þau felldu hugi saman og hún varð vanfær, áreiðanlega í stórri óþökk fógetahjónanna. Um barnsföður Mettu er nú ekkert vitað annað en einmitt það að hann var vinnumaður Beyers og svo það að hann lést í stóru bólu 1707. Að líkindum hefur hann þó einmitt verið áðurnefndur Þorleifur Bjarnason, sem Setbergsannáll greinir frá að hafi látist á Bessastöðum í bólunni. Barnið hlýtur Metta að hafa misst um svipað leyti. Missir hennar var sár en um hann tjóaði þó ekki að fást. Bólan gekk bæ af bæ og sveit úr sveit og felldi þriðjung landsfólksins. Marga af hinum sem lifðu sló hún kaunum sem aldrei hurfu. Maður átti barn við mágkonu sinni og var höggvinn á alþingi en henni drekkt heima í héraði skömmu síðar. Annar maður felldi hug til giftrar grannkonu sinnar og fyrirkom manni hennar. Þau voru bæði líflátin og dysjuð í Kópavogi og höfuð hans síðan sett á stjaka hjá dysjum þeirra. Brostin augun og blóðdrefjarnar á stjakanum voru vegfarendum þörf áminning um að kroppsins kenndir voru djöfulsins verkfæri. Beyer-hjónin báru ábyrgð á velferð Mettu og nú reið á að bæta ráð hennar sem skjótast. Jón Eyjólfsson sýslumaður og varalögmaður í Nesi við Seltjörn var í vinfengi við fógetahjónin. Veturinn 1707-1708 hafði hann í þjónustu sinni nýútskrifaðan stúdent frá Skálholtsskóla, Runólf Hinriksson að nafni. Runólfur var fæddur um 1685, bóndasonur austan úr Lóni. Þessi alþýðupiltur gat að sjálfsögðu ekki gert sér neinar vonir um að fá strax gott brauð nálægt heimahögum sínum nema eitthvað sérstakt bæri til. Beyer fór með veitingavald amtmanns og vantaði sæmilegt mannsefm handa Mettu, lærðan mann og auðvitað ekki sléttan vinnumann. Hér bar því vel í veiði fyrir báða og svo fór, eflaust að ráði Jóns í Nesi, að með þessum herramönnum tókust samningar á þá lund að Runólfur trúlofaðist Mettu og fékk í staðinn veitingu fyrir Sandfelli í Öræfum. Ungfrúin var vísast ekki spurð álits á þessari ráðstöfun. Hún hafði smánað sitt stand og mátti vera fógetahjónunum þakklát fyrir að þau vildu sjá sæmilega fyrir ráði hennar. Runólfur tók við Sandfelli 4. júní 1708 og stóð Beyer því við sinn hluta samningsins. Það

gerði Runólfur hins vegar ekM. Stóra bóla breytti öllum forsendum, nú vantaði presta í brauðin en ekki brauð handa prestunum. Runólfur hafði komist í kynni við stúlku af Vatnsleysuströnd, Guðríði Eyjólfsdóttur frá Brunnastöðum, og henni trúlofaðist hann nú í stað þess að ekta Mettu, sem hann hefur vafalaust ekkert þekkt og var auk þess spjölluð, „var bleven besovet i Landfogedens Tieniste af en hans Arbeidskarl", eins og segir í konungsbréfi um málið fjórum árum síðar. Beyer brást ókvæða við brigðum séra Runólfs, svo sem Hannes Þorsteinsson rekúr ítarlega en afar óskipulega í þætti sínum um Runólf í Æfum lærðra manna. í bréfi til Ólafs Péturssonar prófasts í Görðum, dags. 14. ágúst 1708, lagði Beyer blátt bann við trúlofun Runólfs og Guðríðar, en þau komust í kringum það með aðstoð sóknarprests Guðríðar á Kálfatjörn og starfsbróður hans á Útskálum. Þessu næst reyndi Beyer að hindra giftingu þeirra og tókst raunar að koma í veg fyrir hana í Gullbringusýslu með fulltingi Olafs í Görðum en þau skeyttu banninu engu og fóru austur á heimaslóðir Runólfs þar sem þau fengu séra Benedikt Jónsson í Bjarnarnesi til að gefa sig saman, síðla árs 1708. Málið barst síðan um víðan völl réttarkerfisins næstu sex árin. Þrasgirni og þrætubókarlist eru þær eigindir sem dypstan bólstað hafa tekið sér í sálarkimum Islendinga og séra Runólfur reyndist ósvikinn íslendingur og að auki fylginn sér í besta lagi. Hann skrifaði bæði Gyldenlöve stiftamtmanni og sjálfum Friðriki fjórða um málið og tókst að þvæla það svo að það komst von bráðar í óleysanlega bendu. Oddur Sigurðsson fulltrúi stiftamtmanns, Jón Eyjólfsson varalögmaður, Lárus Gottrup lögmaður og báðir biskuparnir, J6n Vídalín í Skálholti og Steinn Jónsson á Hólum, allir þessir fyrirmenn komu að málinu, viku hver öðrum úr dómi um það, neituðu aðiljum máls að leggja fram gögn í því og deildu um stefnufresti og önnur formsatriði og því var það, eins og vera bar, að þetta varð rammíslensk þræta sem aldrei komst neitt nálægt efhisatriðum máls. Steinn biskup hafði mikla ömun af þessu stappi en loks fór þó svo að honum tókst að sætta málið á prestastefhu sumarið 1714, með því að bera fé á þá Beyer og Runólf. Ari síðar andaðist Guðríður Eyjólfsdóttir. En Metta lifði og líklegast er að fógetahjónin hafi ekki haft neinar vöflur á heldur gift hana Jóni Hjaltalín þegar veturinn 1708 eða vorið 1709. I þessa átt bendir m.a. að elsta barn þeirra sem komst á legg, Gunnhildur eldri, getur naumast hafa fæðst miklu síðar en 1710. Fleiri rök hníga að þessu eins og enn skal sagt. Niðurlag í næsta blaði Höfundur er prófessor við Háskóla Islands.

Þórir Stephensen (1996). Drög að ábúendatali Reykjavíkur. Landnám Ingólfs 5, bls. 121-140. Páll Eggert Ólason og Þorkell Jóhannesson (1948). Saga íslendinga, VI, bls. 477. Þórir Stephensen (1996), bls. 134-135. Þórir Stephensen (1996), bls. 133-134. Bogi Benediktsson (1909-1915). Sýslumannaæfir, IV, bls. 140. Klemens Jónsson (1944). Saga Reykjavíkur. Önnur útgáfa. I, bls. 54-56, II, bls. 255. Páll Eggert Ólason (1950). íslenzkar æviskrár, III, bls. 154. Þórir Stephensen (1996), bls. 134. Pjetur Hafstein Lárusson (1997). Víkurspjall 2. Af Jóni Oddssyni Hjaltalín. Lesbók Morgunblaðsins 15. nóvember 1997, bls. 9. Þjóðskjalasafn íslands. Skjalasafn stiftamtmanns, III, 142. Sjá einnig Klemens Jónsson (1944), I, bls. 55. Klemens Jónsson (1944), I, bls. 55-56. Jón Halldórsson (1886). Hirðstjóra annáll Jóns prófasts Halldórssonar. Safn til sögu Islands og íslenzkra bókmennta að fornu og nýju, II, 4, bls. 780-781. Páll Eggert Ólason (1942). Saga íslendinga, V, bls. 210. Annálar 1400-1800, II, (1927-1932), bls. 569. Jón Halldórsson (1886), bls. 780. Sjá um þetta fólk í Dansk biografisk leksikon og í Forfatterlexikon for Danmark, Norge og Island indtil 1814. Vallaannáll. Annálar 1400-1800,1 (1922-1927), 409. Manntal á fslandi 1703 (1924-1947), bls. 21. Árni Magnússon og Páll Vídalín (Kaupmannahöfn 1923-1924). Jarðabók, III, bls. 220. Klemens Jónsson (1944), I, bls. 55. Annálar 1400-1800, sjá einkum I, bls. 459,467,475^76. Annálar 1400-1800, IV (1940-1948), bls. 198. Annálar 1400-1800,1, bls. 687, 723-724. Jón Halldórsson (1886), bls. 781. Vallaannáll. Annálar 1400-1800,1, bls. 509-510. Gísli Gunnarsson (1987). Upp er boðíð ísaland, bls. 83-86, 97-103. Magnús Ketilsson (Kaupmannahöfn 1787). Kongelige Allernaadigste Forordninger og aabne Breve, III, bls. 452. Klemens Jónsson (1944), II, bls. 255. Annálar 1400-1800, IV, bls. 198. Setbergsannáll. Annálar 1400-1800, IV, bls. 180,182. Páll Eggert Ólason (1951). íslenzkar æviskrár, W, bls. 178-179; Vallaannáll. Annálar 1400-1800,1, bls. 488. Magnús Ketílsson (1787), III, bls. 452. Hannes Þorsteinsson. Æfir lærðra manna, 51. bindi. Óprentað handrit í Þjóðskjalasafni fslands. Sjá Ljósmæður á íslandj (1984), I, bls. 228. Alþingisbækur f slands, X (1967), bls. 292. Einar Bjarnason (1952-1955). Lögréttumannatal, bls. 318. Æfir lærðra manna, 33. bindi; Sýslumannaæfir, IV, bls. 158 (athugagrein Hannesar neðanmáls). Sjá Alþingisbækur íslands, X-XIII (1967-1973). Þáttur Hannesar um Jón í Æfum lærðra manna, 33. bindi. Sýslumannaæfir, IV, bls. 156-157. Alþingisbækur íslands, XI (1969), bls. 25-27,36-37.

KRISTINN GISLI MAGNÚSSON

UPPBOÐ Karphúsið fór á hausinn með öllum greiddum atkvæðum ríkra og fátækra -á viðkvæmu stigijáognei Húsfriðunarnefnd mætir á staðnum og dregur augað ípung Aðrir drepa tittlinga Árbæjarsafn lítið eitt:

klófestir

Gömlu þjóðarsáttina innbundna í héraskinn hjarta og minni fastráðnar prjónakon ur fylgja með Hlýjar sem ull. Höfundurinn skáld í Reykjavík og fyrrverandi prentari.

GUÐNÝ SVAVA STRANDBERG

FÆÐING GYÐJUNNAR í saSrblárri nóttinni hljómar sóngur vindanna. Rósbleik harpan ristir blíðlega flauelsmjúkt yfirborðið. Marbárur rísa og hníga í örum hjartslætti sjávarins. Röðulglóð lýsir hauður og haf er Lofnargyðjan stígur fullsköpuð úr skínandi djúpinu. Getin afsævi, borin af perlumóður. Nývöknuð veröldin nýtur ífyrsta sinni -ástar gyðjunnar Höfundurinn er myndlistarmaður í Reykjavík.

LARUSJÓN GUÐMUNDSSON

SNADINN Sólríka indæla síðdegisstund sentist ég þvert yfir stræti, - skríkjandi angi með leikandi lund léttfættur snáði á kunningja fund auðnulaus ókst þú með glæfrum um grund og glottir í Bakkusarkæti. Skósveinninn Heljar þér gætnina gaf, götunnar þagnaði khður, Tíminn stóð kyrr þá er öskur reið af - andrá ein, fallin í gleymskunnar hafFarmannsins eilífa studdur afstaf stjarfur þú keyrðir mig niður. Ég átti vonir, ég átti þrár, æskubrum kynslóðar minnar. Mín biðu gleðinnar ókomin ár, ástir og sorgir og hamingjutár, -núerég fölbleikur friðariaus nár fómarlamb ölvunar þinnar.

LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 7. FEBRÚAR 1998

5


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.