N4 dagskráin 16-19

Page 1

16.-17. tbl 17. árg

17-29. apríl

N4 Hvannavellir 14 S: 412 4400 n4@n4.is www.n4.is Mynd: mbl.is

Páskar á N4

Viðtal:

Páskadagskráin okkar er bland í poka sem bragð er af!

Viðtal:

Sækir lífsmottóið í Orðskviðina

Blakvígið á Akureyri

Velkomin í sjóböðin. Endurnærandi upplifun fyrir líkama og sál. Óbreyttur opnunartími yfir páskana. Opið alla daga frá 12 — 22.

Vitaslóð 1, 640 Húsavík — Leitaðu að gula vitanum. geosea

geoseaiceland

geosea.is

+354 464 1210


GEFUM JÖRÐINNI LÍKA FRÍ UM PÁSKANA OG FLOKKUM RÉTT Akureyringar flokka meirihluta heimilssorps.

Pappírsefni Plast Gler

Fernur Málmur

Lífrænt

Það sem eftir stendur fer hins vegar til urðunar í jörðu. Því meira sem við flokkum, því minna rusl þarf að urða í jörðu.

FÖRUM RÉTTA LEIÐ

Leiðbeiningar um flokkun er hægt að finna inn á www.akureyri.is og www.gþn.is.


www.arnartr.com

EINFALDUR

TVÖFALDUR

990 kr./mán

1.790 kr./mán

1 par á mánuði

2 pör á mánuði

P

www.smartsocks.is

U KA

Frí heimsending Uppsegjanlegt hvenær sem er

2

U ST

...inn um lúguna í hverjum mánuði!

1

BE

Sokkar


GALLSTEINAR AFA GISSA Eftir Karl Ágúst Úlfsson, Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Þorvald Bjarna Þorvaldsson.

20. apríl 20. apríl 27. apríl 28. apríl

kl. 13 kl. 16 kl. 16 kl. 13

NÝR SÖNGLEIKUR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA

„Já það er kátt í höllinni og á nokkrum stöðum táraðist ég bókstaflega úr hlátri þegar leikarar fóru á kostum í galsanum.“ ÚR GAGNRÝNI MORGUNBLAÐSINS

„Virðingavert hjá Mörtu Nordal að taka séns á frumsköpun í leikhúsi. Það er alltaf verið að veðja á hluti sem fólk þekkir fyrirfram.“ LESTARKLEFINN Á RÚV

„Fjörið er í fyrirrúmi, sýningin er drifin áfram af fádæma krafti, tónlistin glymur og það er gleði og gaman.“ ÚR GAGNRÝNI MORGUNBLAÐSINS

„Það er svo mikið hjarta í sýningunni. Nær að tala bæði til barna og fullorðinna.“ LESTARKLEFINN Á RÚV

Miðasala í Hofi opin alla virka daga kl. 12-18 og á mak.is


MIKIÐ ÚRVAL AF FALLEGUM FATNAÐI FRÀ 1.MAÍ VERÐUM VIÐ EINNIG MEÐ OPIÐ Á SUNNUDÖGUM FRÁ KL. 13-17.

VERIÐ VELKOMIN Í DIDDU NÓA TÍSKUVERSLUN RÁÐHÚSTORGI 7 WWW.KLÆÐI.IS

DIDDA NÓA TÍSKUVERSLUN


.is

Ð I P O í Hlíðarfjalli

MIKIÐ FJÖR MIKIÐ GAMAN!

um páskana www.hlidarfjall.is I 462 2280

Fylgstu með Hlíðarfjall Akureyri á

PROTIS® Kollagen Fyrsta og eina íslenska kollagenið Kollagen er náttúrulegt prótein og eitt helsta byggingarefni líkamans. Virkni þess styrkir bæði uppbyggingu og endurnýjun húðar, hárs og nagla. Ekkert gelatín eða sykur Meira magn virkra efna en hjá flestum samkeppnisaðilum Sýnilegur árangur á 30 dögum Íslenskt hugvit og framleiðsla

Helstu innihaldsefni SeaCol® er blanda af vatnsrofnu kollageni úr íslensku fiskroði og vatnsrofnu þorskprótíni úr íslenskum þorski. SeaCol ® tekur þátt í að styrkja vefi líkamans og viðhalda teygjanleika. C-vítamín tekur þátt í myndun kollagens í líkamanum. Hyaluronic-sýra er eitt mest rakagefandi efni náttúrunnar og viðheldur meðal annars raka húðarinnar. Kóensím Q10 er að finna í nær öllum frumum líkamans. Það er mikilvægt fyrir endurnýjun fruma eins og húðfruma. B2- og B3-vítamín, sink, kopar og bíótín fyrir hárvöxt, endurnýjun húðar og vöxt nagla.


RÁ KKA IN O Ð O LB U TI ÐAÐ SKO

SARS68N8231B1/EF

SARF24HSESCSR/EE

RB36J8035SR

SARR39M70170F/EE

RB33J3215SS/EF

Gæði á öll heimili

KÆLISKÁPUr KÆLISKÁPUr KÆLISKÁPUr KÆLISKÁPUr 185CM 185CM 202CM USA HVÍTUr Verð nú: 84.900,- Verð nú: 94.900,- Verð nú: 127.900,- Verð nú: 159.900,Við seljum

KÆLISKÁPUr USA SVArTUr Verð nú: 227.900,-

SARS68N8231WW/EF

SARS50N3403WW/EE

SARB36J8035WW/EF

SARR39M7010WW/EE

RB33J3215WW/EF

KÆLISKÁPUr KÆLISKÁPUr KÆLISKÁPUr KÆLISKÁPUr 185CM 185CM 202CM USA SODA Verð nú: 92.900,- Verð nú: 99.900,- Verð nú: 135.900,- Verð nú: 356.915,-

KÆLISKÁPUr USA HVÍTUr Verð nú: 219.900,-

eingöngu

tor ausum mó með kolal ára ábyrgð með 10

TM

HVAð er eCO BUBBLe?

TM

WW70 Þvottavél

DV70 Þurrkari

7 KG. 1400 SN. 7 KG. barkarlaus Eco Bubble þurrkari. Verð nú: 59.900,- Verð nú: 84.900,-

Leysir upp þvottaduft undir þrýstingi og myndar kvoðu, svo duftið leysist upp á um það bil 15 mín, í stað 30-40 ella.

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU Opnunartímar: Virka daga kl. 10-18. Opið fyrstu tvo laugardaga hvers mánaðar kl. 11-14. Lokað 3ja og 4ja.

FURUVÖLLUM 5 · AKUREYRI SÍMI 461 5000

TM

WW80 Þvottavél DV80 Þurrkari

8 kg barkarlaus 8 KG. 1400 SN. þurrkari. Eco Bubble Verð nú: 67.900,- Verð nú: 97.600,Skoðaðu ve úrvalið furokkar á

nýr Netverslun

Greiðslukjör *SENDUM UM LAND ALLT

Vaxtalaust í allt að 12 mánuði


Dagur umhverfisins 25. apríl 2019 - Sumardagurinn fyrsti -

Dagurinn er fæðingadagur Sveins Pálssonar, fyrsta íslenska náttúrufræðingsins og þess manns sem einna fyrstur hvatti til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi og orðaði fyrst á íslensku þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun. Í tilefni dagsins verður boðið upp á tvær gönguferðir með leiðsögn. · Kl. 13:00 – 14:30 Fólkvangurinn í Krossanesborgum. Mæting við bílastæðið norðan Bykó. Leiðsögn Sverrir Thorstensen. · Kl. 16:00 – 17:00 Kjarnaskógur. Mæting við bílastæðið hjá Kjarnakoti. Leiðsögn Ingólfur Jóhannsson. Einnig verður opið hús við ræktunarstöð Akureyrar ofan gömlu gróðrarstöðvarinnar við Krókeyri milli 10:00 og 12:00 þar sem hægt er að kynnast ræktun sumarblóma og matjurta. Akureyrarbær · Geislagata 9 · Sími 460 1000

Kyrrðarstund með Matta og Manna Sun 28. apríl

Opnir dagar

Kl. 20 Helgina 4.-5. maí

Kl. 12-16 (báða dagana)

Ýmislegt skemmtilegt verður í boði. Kaffisala á staðnum.

Miðlar:

· Sunna Árnadóttir spámiðill starfar á miðvikudögum. · Einar Axel Schiöth læknamiðill starfar 23.-27. apríl. Eftir það samkv. samkomulagi. · Lára Halla starfar um miðjan maí.

Aðalfundur félagsins

Fim 30. maí

Kl. 20

Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri · Strandgötu 37b · www.saloak.com · Símar: 8511288 Skrifstofan er opin á miðvikudögum kl. 16.00 - 18.00


ALLT FYRIR PÁSKAVEISLUNA Í NÆSTU NETTÓ! Hamborgarhryggur Kjötsel

999

KR/KG

-40%

BESTA VERÐIÐ*

-20%

-20%

ÁÐUR: 1.665 KR/KG

Humar án skeljar 800 gr

Humar í skel 1 kg

3.198 ÁÐUR: 3.998 KR/PK

-31% NÝTT Í NETTÓ! Heilt nauta rib eye

2.594

KR/KG

ÁÐUR: 3.759 KR/KG

1.975 ÁÐUR: 2.599 KR/KG

KR/KG

3.998 ÁÐUR: 4.998 KR/PK

KR/PK

PÁSKAEGG Í MIKLU ÚRVALI!

Fullmeyrnað lambalæri

1.288 ÁÐUR: 1.498 KR/KG

-24% Kalkúnabringur Erlendar

KR/PK

KR/KG

FRÁBÆRT VERÐ!

Jarðarber 250 gr

Heill kalkúnn

1.198

249

KR/KG

-50%

KR/PK

-40%

Andabringur Franskar

ÁÐUR: 498 KR/PK

1.997

KR/KG

ÁÐUR: 3.329 KR/KG

PÁSKABLAÐ NETTÓ ER KOMIÐ ÚT! SKOÐAÐU TILBOÐIN Á NETTO.IS

Lægra verð – léttari innkaup

ttó skablað Ne Pá páskana Gerðu góð kaup fyrir Páskasteikin Úrval af páskaeggjum Frábær tilboð

ALLT AÐ

50% AFSLÁTTUR

Tilboðin gilda 18. - 22. apríl

Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. *Samkvæmt verðkönnun ASÍ.


ATVINNA

Heilsuleikskólinn Álfasteinn Heilsuleikskólinn Álfasteinn óskar eftir að ráða annarsvegar 100 % deildarstjóra og hinsvegar leikskólakennara eða starfsfólk með aðra háskólamenntun frá 1. júní og/eða 6. ágúst nk. Leikskólinn er 2ja deilda, stækkandi skóli, með rými fyrir 44 börn á aldrinum 1-6 ára, staðsettur í 5 mín. akstursfjarlægð frá Akureyri. Einkunnarorð skólans eru “Með sól í hjarta” og er mikil áhersla lögð á gleði og vellíðan barna, næringu, hreyfingu og listsköpun í leik. Unnið er með jákvæðan aga, grænfánaverkefni Landverndar og lífsleikni.

Deildarstjóri Starfssvið deildarstjóra: Starfar samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra í kjarasamningum FL, lögum og reglugerðum um leikskóla, öðrum lögum er við eiga s.s. aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags. Menntunar- og hæfniskröfur: • Umsækjendur þurfa að hafa lokið leikskólakennaranámi. • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er kostur. • Reynsla af stjórnun og/eða starfi með börnum er kostur. • Óskað er eftir sjálfstæðum, ábyrgum og jákvæðum einstaklingi. • Mikilvægt er að viðkomandi sé mjög góður í mannlegum samskiptum, hafi frumkvæði, sé sveigjanlegur í starfi og tilbúin að takast á við skemmtilegt og krefjandi starf. • Mjög góð færni í íslensku, bæði í töluðu og rituðu máli. • Góð tölvukunnátta er nauðsynleg. • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu. alfasteinn@horgarsveit.is


HÖRGÁRSVEIT

Leikskólakennari Starfssvið leikskólakennara: Starfar samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara í kjarasamningum FL, lögum og reglugerðum um leikskóla, öðrum lögum er við eiga s.s. aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags. Menntunar- og hæfniskröfur: • Umsækjendur þurfa að hafa lokið leikskólakennaranámi. • Reynsla af starfi með börnum er kostur. • Óskað er eftir sjálfstæðum, ábyrgum og jákvæðum einstaklingi. • Mikilvægt er að viðkomandi sé mjög góður í mannlegum samskiptum, hafi frumkvæði, sé sveigjanlegur í starfi og tilbúin að takast á við skemmtilegt og krefjandi starf. • Mjög góð færni í íslensku, bæði í töluðu og rituðu máli. • Góð tölvukunnátta er nauðsynleg. Leitað er eftir fólki sem hefur gleði og ánægju af að starfa með börnum. Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagi leikskólakennara. Ef ekki fæst leikskólakennari eða einstaklingur með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi eru aðrar umsóknir teknar til skoðunar og eru þá laun samkvæmt kjarasamningi í viðkomandi stéttarfélagi. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar um áherslur í starfi leikskólans má sjá á heimasíðu Álfasteins: alfasteinnhorgarsveit.is. Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl nk. og skal umsóknum skilað, ásamt ferilskrá á neðangreint netfang. Upplýsingar gefur Hugrún Hermannsdóttir skólastjóri eða Sigríður Þorsteinsdóttir staðgengill skólastjóra í síma 460-1760, netfang alfasteinn@horgarsveit.is. Heilsuleikskólinn Álfasteinn | Hörgársveit | Sími 460 1760


Sumarbúðadvöl sem gjöf! Fyrir 6 -12 ára og 13 -15 ára GJAFABR É F

Upplýsingar og pantanir

astjorn.is

eða í síma 462 3980 Verð innan við 6500 kr. á sólarhring

facebook.com/astjorn youtube.com/astjorn

Kristilegar sumarbúðir

Stofnaðar 1946

www.esveit.is/smamunasafnid

Páskaopnun Smámunasafn Sverris Hermannssonar verður opið alla páskana frá kl. 13-17. Því ekki að skella sér í bíltúr um fallegu Eyjafjarðarsveitina, leyfa börnunum að leita páskaeggja á Safninu og njóta ljúffengra sveitavaffla á Kaffistofunni.

Verið hjartanlega velkomin.

Stúlkurnar á Smámunasafninu.

SMÁMUNASAFN

AKUREYRI

HRAFNAGIL

SMÁMUNASAFNIÐ

SVERRIS HERMANNSSONAR

SÓLGARÐUR • EYJAFJARÐARSVEIT • S: 463 1261 • 27 KM SUNNAN VIÐ AKUREYRI, VEGUR 821


Bókmenntahátíð í HOFI Í SAMSTARFI VIÐ BÓKMENNTAHÁTÍÐINA Í REYKJAVÍK

þriðjudaginn 23. apríl í Menningarhúsinu Hofi

Höfundamót KL. 11.30-13.00 Í HAMRAGILI HÖFUNDUR - SÖGUPERSÓNUR - LESANDI Lily King les upp úr bók sinni Sæluvíma á ensku og Hallgrímur Helgason les uppúr bók sinni 60 kg af sólskini. Tveir lesendur, fulltrúar lesklúbbsins Les – endur, segja frá upplifun, skoðun og áhrifum þeim sem bækurnar höfðu á þá og leita svara við spurningum sínum beint til höfundanna. Viðburðurinn fer fram á ensku og íslensku. 1862 Nordic Bistro býður uppá sérstakt hádegisverðartilboð af þessu tilefni.

Maður á mann KL. 17:00 – 19:30 Í HÖMRUM Ávarp: Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður Akureyrarstofu Kynnir: Arnar Már Arngrímsson rithöfundur.

Lily King rithöfundur og Þorgerður Agla Magnúsdóttir bókaútgefandi fara á trúnó

Bókasala

Upplestur ung-skálda

KL. 12:00-18:00 Í HAMRAGILI

Hallgrímur Helgason rithöfundur og Rannveig Karlsdóttir þjóðfræðingur og framhaldsskólakennari fara á trúnó.

Penninn Eymundsson er með bækur höfundanna sem taka þátt í Bókmenntahátiðinni á Akureyri og í Reykjavík til sölu í Hofi þennan dag.

REYKJAVÍK INTERNATIONAL LITERARY FESTIVAL

Menningarfélag Akureyrar I Strandgötu 12 I 600 Akureyri I 450 1000 I mak.is


Opnunartími gámasvæðis um páska og sumardaginn fyrsta 2019 Skírdagur 18. apríl Föstudagurinn langi 19. apríl Laugardagurinn 20. apríl Páskadagur 21. apríl Annar í páskum 22. apríl Sumardagurinn fyrsti 25. apríl

Opið kl. 13:00-17:00 LOKAÐ Opið kl. 13:00-17:00 LOKAÐ Opið kl. 13:00-17:00 Opið kl. 13:00-17:00

GLEÐILEGA PÁSKA! MINNUM Á:

FJÖLSKYLDUTILBOÐIN OKKA R SLEGGJURNAR ERU ENN Á SÍNUM STAÐ! MUSCLEBOY EL-JEFFE BEKKURINN

OPNUNARTÌMI UM PÀSKANA Skìrdagur 12-21:30 Föstudagurinn langi 12-20 Laugardagur 12-21:30 Paskadagur LOKAÐ Annar ì paskum 12-20

Hlökkum til að taka á móti ykkur! Strandgata 11, Akureyri · Sími: 462 1800 · Opið: mán-fös 11:00-21:30 og lau-sun 12:00-21:30



Mesta úrval landsins af NÝJUM og NOTUÐUM skíðum

Reiðhjólin eru KOMIN


FĂ–STUDAGINN 26. APRĂ?L

Jazz

d l r a e z g t i F Ella ute Trib ANDREA GYLFADĂ“TTIR ĂĄsamt RISTO

LAUR og PHIL DOYLE

ytja lÜg sÜngkonunnar Ella Fitzgerald fyrir gesti 1862 klukkan 17:00

RÉTTUR DAGSINS alla virka daga frå 11:30

PĂ SKADAGSBRUNCH sunnudaginn 21. aprĂ­l

BorĂ°apantanir 466 1862

MenningarhĂşsinu HoďŹ Âˇ sĂ­mi 466 1862 ¡ 1862@1862.is


Eyjafjarðarsveit

- auglýsing á afgreiðslu sveitarstjórnar Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 28. mars 2019 afgreiðslu skipulagsnefndar þann 14. mars 2019 á deiliskipulagi fyrir svínabú í landi Torfa skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið tekur til uppbyggingar svínabús á landspildu sunnan Finnastaðaár og vestan Eyjafjarðarbrautar vestri. Skipulagstillaga var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga. Athugasemdir bárust á auglýsingartímabili skipulagstillögu og afgreiðslu sveitarstjórnar má sjá í fundargerðum á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is. Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. F.h. Eyjafjarðarsveitar Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðarsveit · Skólatröð 9, 601 Akureyri · 463 0600 · www.esveit.is

OPIÐ ALLA PÁSKANA FRÁ KL. 11:00-18:00

OPIÐ SUMARDAGINN FYRSTA OG 1.MAÍ FRÁ KL. 11-18 HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG

Opið virka daga frá kl. 6.30-22.00 og um helgar frá kl. 10.00-20.00

Hrafnagilshverfi


KAFFIBARÞJÓNAR ÓSKAST Te & Kaffi leitar að metnaðarfullum og brosmildum kaffibarþjónum til að starfa á kaffihúsinu okkar á Akureyri. Hjá Te & Kaffi starfar fjöldinn allur af hressu og metnaðarfullu fólki og nú viljum við bæta í þann góða hóp. Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingum til að takast á við spennandi verkefni. Aldurstakmark er 18 ár og um framtíðarstarf er að ræða. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir berist á akureyri@teogkaffi fyrir 31. apríl næstkomandi.

TE & KAFFI – HAFNARSTRÆTI 91–93, 600 AKUREYRI


NÆSTA N4 DAGSKRÁ KEMUR ÚT

30. APRÍL Hún mætir degi fyrr með fullt af skemmtilegheitum og afþreyingu.

VILTU AUGLÝSA? Hafðu samband við Elvu Ýr elva@n4.is

412 4402


a g e l i ð e l G áska p

Happy Ho alla da ur FRÁ kl. ga 17-20

Opið alla páskana verið öll hjartanlega velkomin

Café Paris le pot bleu

Bláa kannan · Hafnarstræti 96 Akureyri · sími 461 4600 · Opið alla daga til kl. 23:30


LEGSTEINAR Í MIKLU ÚRVALI

Helluhrauni 2, Hafnarfirði 544 5100 – granitsteinar.is


l

í r p a . 0 2

r u g Lan ur g a d r lauga

á Opið fr kl. 11-17

Buxnatilboð

15% afsláttur * Gildir laugardaginn 20. apríl

af öllum buxum*

Full búð af nýjum vörum Rósin | Sunnuhlíð 12 | rosin@internet.is | sími 414-9393


--

Mynd: mbl.is

V I Ð TA L

Sækir lífsmottóið í Orðskviðina og sögulegri hefð og er eitt helsta hlutverk biskups að rækta samband og samstarf með fólkinu, kynnast kirkjustarfinu í sóknunum og hvetja til góðra verka. „Samkvæmt starfsreglum biskups Íslands er hver söfnuður heimsóttur á tíu ára fresti, þannig að maður þarf að halda ansi vel á spöðunum til þess að heimsækja allar kirkjur og söfnuði landsins. Ég kem víða við í þessum ferðum. Hitti sem sagt ekki bara sóknarnefndirnar og skoða kirkjurnar, heldur hef einnig heimsótt fyrirtæki þessum ég og stofnanir sem er mjög heimsóknum sér ánægjulegt og gefandi. Í þessum heimsóknum sér maður hversu maður hversu kirkjan er öflug og hversu er þétt um land allt. Það kirkjan er öflug netið er ótrúlega margt að gerast og hversu netið innan kirkjunnar á hverjum degi. Söfnuðirnir eru eðlilega er þétt um land misstórir, þannig eru aðeins í söfnuði á Vestfjörðum en allt.“ tveir fjölmennasti söfnuðurinn er í Grafarvogi í Reykjavík.”

„Þegar ég var prestur fyrir vestan var mjög gjarnan fermt um páskana. Skírnir og giftingar eru sömileiðis mjög algengar um páskana og margir hafa það fyrir venju að sækja kirkju, þannig að prestar landsins hafa mikið að gera. Ég minnist þess líka að mjög gestkvæmt hafi verið hjá okkur fyrir vestan um páskana, enda um að ræða mikla ferðahelgi,” segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands. Hún er gestur Karls Eskils Pálssonar í Landsbyggðum á N4 að kvöldi skírdags. „Í Passíusálmarnir lesnir á biskupsstofu „Ég predika í Dómkirkjunni í Reykjavík að morgni páskadags, annars hefur biskupsembættið engum sérstökum skyldum að gegna á þessum helstu hátíðsdögum kirkjuársins. Stundum hef ég tekið þátt í að lesa Passíusálma Hallgríms Péturssonar í kirkjum og svo sæki ég mjög gjarnan messur á páskunum eins og fjölmargir landsmenn gera. Það hefur færst í vöxt á undanförnum árum að Passíusálmarnir séu lesnir í kirkjum landsns á föstudeginum langa, auk þess sem sálmarnir eru lesnir í Ríkisútvarpinu. Ný lög hafa verið gerð við sálmana, við þekkjum til dæmis flutning Megasar á Passíusálmunum ásamt kór og hljómsveit. Á Biskupsstofu eru sálmarnir lesnir á föstunni, þá byrjum við daginn með lestri á sálmi sem starfsfólkið sér um að gera.” Gefandi og fræðandi vísitasíur Biskup Íslands vísiterar reglulega allar sóknir landsins. Vísitasía biskups hvílir á rótgróinni

Lífsmottóið „Ég fæ páskaegg ef ég kaupi það sjálf. Mér finnst málshættirnir í páskaeggjunum margir hverjir ansi skemmtilegir og sumir eru jafnvel nokkuð framandi. Mitt lífsmottó er hins vegar úr Orðskviðum Salamons, Treystu drottni af öllu hjarta en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands.

Eins og fyrr segir verður rætt við hana í þættinum Landsbyggðum á N4 að kvöldi skírdags.


AKUREYRI

FLOTT ÚRVAL AF SKÓM á alla fjölskylduna

NÝTT Í SPORT 24 Sport 24 Akureyri Sport 24 · Hafnarstræti 99 (Amaro) · 461 1855


I SÍRÍUS

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð Nóa Síríus súkkulaði er hluti af Cocoa Horizons verkefninu, sem gerir kakóræktendum kleift að framleiða kakó á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Verkefnið stuðlar að betri lífsskilyrðum í kakóræktarsamfélögum og bættum aðbúnaði starfsfólks.

Nú mega páskarnir koma Nóa páskaeggin eru tilbúin. Við vönduðum okkur alveg sérstaklega, því við vitum að þið viljið hafa þau fullkomin. Það á bæði við um gómsæta skelina sem bráðnar í munni og allt góðgætið sem leynist þar fyrir innan. Gjörið þið svo vel — það er nóg til fyrir alla. facebook.com/noisirius


OPNUNARTÍMI

Páskar 2019

@N4Grafík

Opið klukkan

11-18 Heitir pottar Gufubað Frábær barna rennibraut

18. 19. 20. 21. 22. 25.

apríl apríl apríl apríl apríl apríl

· Skírdagur · Föstudagurinn langi · Laugardagur · Páskadagur · Annar í páskum · Sumardagurinn fyrsti

32-33° heit barnvæn sundlaug

Íþróttamiðstöðin á Þelamörk Laugalandi · Sími 460 1780



a g e l i ð e Gl a k s á p 100% ÍSLENSKT

NÆLIÐ YKKUR Í KJÖT Á GRILLIÐ FYRIR PÁSKANA

20%

AFSLÁTTUR AF ÖLLU KJÖTI Mið 17. APRÍL OG LAU 20. APRÍL

OPIÐ alla virka daga frá kl. 10-17

OPIÐ lau 20. april frá kl. 11-16

B.Jensen · Lóni · 601 Akureyri · 462 1541


LANDSBYGGÐIR

FIMMTUDAGAR 20:30

BISKUP ÍSLANDS Í PÁSKASPJALLI Páskarnir eru helstu hátíðsdagar kirkjuársins. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands er gestur Karls Eskils Pálssonar í Landsbyggðum á skírdag klukkan 20:30 » Boðskapur páskanna » Staða kirkjunnar » Nær kirkjan eyrum ungs fólks? » Hvernig eru páskarnir hjá biskupi Íslands » Hver er uppáhalds málsháttur biskups Íslands?


Vitinn á Oddeyrarbryggju Við hliðina á Eimskip Nike, Adidas, Salewa ofl. Flottar vörur í ræktina eða bara í skólann og vinnuna. Verð með afslætti 7.343 kr.

Verð með afslætti 20.993 kr.

Verð með afslætti 11.893 kr.

Verð með afslætti 17.495 kr.

opið: 12 -18 mánudag til laugardags

Verð með afslætti 6.993 kr.

Verð með afslætti 13.643 kr.

Verð með afslætti 7.343 kr.


AKUREYRI FISH 路 SKIPAGATA 12 路 600 AKUREYRI 路 AKUREYRIFC@GMAIL.COM 路 TEL: +354 414 6050


SsangYong Rexton

Bestu kaupin! Fjórhjóladrifna SsangYong fjölskyldan hefur stimplað sig rækilega inn hjá bílagagnrýnendum hér heima og erlendis og hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar. Nýjasti sigurvegarinn frá SsangYong er önnur kynslóðin af Rexton. Hann hlaut hæstu einkunn hjá 4x4 Magazine, bæði sem 4x4 jeppi ársins og bestu kaupin. Er ekki komið að þér að reynsluaka SsangYong? „Frábærlega vel búinn bíll með ógnarmikið rými, hlaðinn búnaði og með flotta innréttingu.“ Finnur Thorlacius – Fréttablaðið „Ökutæki sem er hlaðið búnaði, meiri búnaði en hægt er að telja upp og ég hef það á tilfinningunni að það vanti nánast ekki neitt. Bíllinn er með flottar innréttingar og er eins og hugur manns í akstri.“ Jóhannes Reykdal – Bíllinn.is „Bíllinn var svo skemmtilegur að litli rúnturinn endaði í 300 km.“ Hjörtur L. Jónsson – Bændablaðið „Yfirdrifið pláss er fyrir ökumann og farþega og yfirbragðið og efnisvalið innadyra allt eins og í mun dýrara farartæki.“ Sigríður Vilhjálmsdóttir – Morgunblaðið

Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl.

Tivoli – Upplifun ársins

Korando – Dráttarbíll ársins Með veglegum aukahlutapakka Verð frá:

Með veglegum aukahlutapakka Verð frá:

3.490.000 kr.

benni.is

Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2020

4.290.000 kr.

Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330

Bílaríki, Akureyri Glerárgötu 36 Sími: 461 3636

Rexton – 4x4 jeppi ársins Með veglegum aukahlutapakka Verð frá:

6.990.000 kr.


--

V I Ð TA L

Tónlistin var leiðin í lífinu Tónlistarmaðurinn Ivan Mendez tók vel á móti okkur á heimili sínu þegar að okkur bar að garði við gerð þáttanna „Ég um mig.“ Í blómaskyrtu með ilm af nýju reykelsi og hundinn Tuma sér við hlið, sem gaf okkur inngönguleyfi eftir að hafa þefað af okkur öllum og fengið klapp. Ivan hefur gengið í gegnum margt á leið sinni í að finna sitt raunverulega hlutverk í lífinu og við vorum þarna mætt til þess að heyra þá sögu.

Ivan byrjaði á að draga okkur inn í eldhús til þess að sýna okkur, eins og hann orðaði það sjálfur „ein mestu gæði sem þar fyrirfinnast“ og var hann þar að tala um ekta kólumbískt kakó ræktað af Arhuaco indíánum. Ivan á sjálfur ættir að rekja til Kólumbíu og lagar kakóið eftir öllum kúnstarinnar reglum, rétt eins og amma hans hafði gert þegar hann var yngri.

að gera langa sögu stutta þá finn ég mig síðan aftur í gegnum tónlist og tónlistarsköpun. Hljómsveitin byrjar því sem sóló verkefni hjá sjálfum mér þar sem ég byrja að spila og semja tónlist. Síðan tek ég ákvörðun um að skrá mig í Músíktilraunir, sem tvö lög og kýli á það einn míns liðs. Ég hafði ekkert verið að semja mikið áður eða koma fram en ég hugsaði bara samt að þetta væri eitthvað sem ég ætlaði að gera,“ sagði Ivan.

Gringlo Ný plata á leiðinni Ivan er meðlimur hljómsveit„Tilfinningin Eftir þetta fór hljómsveitin hægt arinnar Gringlo sem sendi einmitt frá sér glænýtt lag á var eins og og rólega að stækka, besti vinur Guðbjörn Hólm bættist dögunum „When we were að finna fyrir Ivans, við á bassa og síðan kom young“ þar sem Þórdís Elín kláða en ná ekki Guðjón Jónsson, hljóðmaður Árnadóttir söng með sveitá hljómborð og þá hafa inni og Rún Árnadóttir spilaði að klóra sér.“ inn nokkrir trommarar spilað með á knéfiðlu. Við spurðum út í upphaf hljómsveitarinnar. „Ég sveitinni. Síðasta sumar gaf hlvar búinn að vera að spila á jómsveitin út smáskífuna „From gítar af og til með hléum í gegnum árin. Síðan Source“ og vinnur um þessar mundir hörðum lendi ég í því 23 ára gamall að fá taugaáfall og höndum að því að gefa út síðari hlutann á því lendi gjörsamlega á botninum á tilverunni. Til tónverki sem nefnist „To the ocean.“ Við spyr-


jum Ivan nánar út í tímann þar sem hann náði botninum og þurfti að finna sig aftur uppá nýtt. „Ég upplifði sjálfan mig í aðstæðum þar sem ég var að fylgja einhverjum straumi þar sem allir stefndu í sömu átt. Síðan ranka ég allt í einu við mér og spyr sjálfan mig hvort þetta sé virkilega leiðin sem ég vil fara. Þarna er ég að tala um þessa formúlu í lífinu sem manni er sagt að maður eigi að fara eftir. Maður á að drífa sig í skóla, finna sér vinnu og gera hitt og þetta, en þarna inni er enginn tími til þess að staldra við og velta fyrir sér hvað maður vill raunverulega gera við líf sitt.“

Fann loksins svarið Sama hvað hann reyndi hérna heima náði hann ekki að losna við kláðatilfinninguna og leitaði því aftur út. Hann fór til Indlands og lærði jóga. Til Tælands og lærði nálastungumeðferð, þar sem hann bjó í munkaklaustri í þrjár vikur lengst inn í skóginum, í burtu frá öllu áreiti. „Ég man að ég sat þarna á gólfinu með tárin í augunum og grátbað alheiminn um að hjálpa mér við að koma þessu flæði út sem að ólgaði inní mér. Ég kem síðan heim úr þessu ferðalagi og fer að semja tónlist. Það þá sem ég fer að hugsa um „Ég man að er tónlist sem leið í lífinu. ég sat þarna Tónlistin hafði fylgt mér í bakalla ævi, að búa til á gólfinu með grunninum tónlist, skrifa texta og semja tárin í augunum lög. Allan tímann hafði ég samt að horfa eitthvert annað og grátbað verið eftir rétta svarinu. Þarna ákvað alheiminn um að ég að hlusta loksins á sjálfan hjálpa mér við að mig og hætta að láta alla aðra hafa áhrif á það hvað ég ætti koma þessu flæði að gera við líf mitt,“ sagði Ivan út.“ Mendez af mikilli einlægni.

Reis upp og hélt í reisur um heiminn Ivan segir okkur að hann sé þannig úr garði gerður að hann eigi erfitt með að gera þá hluti sem hann sjái engan tilgang með. Í staðinn fyrir að gefast upp þegar botninum var náð reis hann upp og hélt af stað í reisur um heiminn til þess að finna sig upp á nýtt. „Ég byrjaði á að fara til Suður-Ameríku þar sem ég bjó meðal annars hjá Shaman í Amazon skóginum í einhverja 10 daga þar sem ég fór í gegnum mikla naflaskoðun. Ég þráði að finna minn rétta tilgang í lífinu. Tilfinningin var eins og að finna fyrir kláða en ná ekki að klóra sér. Sama hvað ég reyndi þá náði ég ekki að losa mig undan þessari tilfinningu.“ Ætlaði alltaf að verða bestur Ivan sem er menntaður hárgreiðslumaður prófaði ýmislegt á þessari vegferð til þess að finna sína réttu köllun og keppti meðal annars í líkamsrækt og kraftlyftingum. Alltaf fann hann fyrir miklum metnaði til þess að ná langt í þeim verkefnum sem hann tók sér fyrir hendur. „Ég hugsaði alltaf, ég ætla að verða lang bestur í þessu. Það ýtti manni áfram eins og meðvindur í bakið en á sama tíma fannst mér einnig eins og það væri verið að ýta mér fram af einhverri brún þar sem ég vissi ekkert hvað beið mín. Þannig að ég upplifði þetta eins og tvíeggja sverð.“

Var ekki einn Hann var á þessum tíma á leiðinni suður en frétti þá af skapandi tónlistarbraut í Tónlistarskólanum á Akureyri. Þrátt fyrir að allir félagarnir væru á leiðinni suður tók Ivan þarna u-beygju og hætti við að flytja til þess að vera áfram á Akureyri og stunda nám í Tónlistarskólanum. „Þar sá ég strax að ég var ekki einn um þessa tilfinningu að þrá að skapa tónlist,“ sagði Ivan sem virðist loksins sáttur með þann stað sem hann er á í lífinu í dag. „Þú ert ekki að gera neinum greiða með því að vera að gera eitthvað sem fullnægir ekki þínum eigin þörfum. Því að þegar að þú ert þú sjálfur og ert að gera eitthvað samkvæmt þínu eigin hjarta, þá ert þú að gera öllum gott í kringum þig,“ sagði Ivan að lokum og skyldi okkur eftir með mikla lífshvatningu í farteskinu.

Hægt er að horfa á viðtalið við Ivan á www.n4.is og á Facebook - N4 Sjónvarp


TÖKUM AÐ OKKUR ALLA MALBIKSVINNU - stóra sem smáa -

Tilboðs fyrirspurnir

854 2211 Óseyri 8 – Malbikun.is – jon@malbikun.is


NÝJAR VÖRUR Í HVERRI VIKU Mikið úrval af fallegum fatnaði í stærðum 14-28 eða 42-56

Sparikjóll frá ZIZZI Stærðir 14-28 Verð 10.990 kr

SJÁÐU ÚRVALIÐ OG PANTAÐU Í NETVERSLUN WWW.CURVY.IS EÐA SÍMA 581-1552 * Ekkert mál að skila og skipta - 14 daga skilafrestur gegn vöruskiptum eða endurgreiðslu *

- Fellsmúli 26 v/Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is


GLERÁRTORGI Mánudaga - Föstudaga . . . 10 - 1 8 : 30 Laugardaga . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 - 17 Sunnudaga . . . . . . . . . . . . . . . . . . .13 -17

stigurskoverzlun stigur_skoverzlun stigurskor@stigurskor.is 5715546

7.990

@N4Grafík

4.990

8.990

PÁSKAOPNUN: Skírdagur . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 3 - 1 7 Föstudagurinn langi . . . . . . . LOKAÐ Laugardagurinn 20.04 . . . . . . 10 - 1 7 Páskadagur . . . . . . . . . . . . . . LOKAÐ Annar í páskum . . . . . . . . . . . . 13 - 17

5.990

6.990

6.990


15.990

5.990

4.990

22.990

5.990

4.990

2.990

4.990

18.990

7.990

16.990


n n i ð o Vorb ljúfi

Vortónleikar Karlakórs Akureyrar-Geysis Glerárkirkju · Laugardaginn 4. maí · kl. 16 Kórinn setur íslenska tónlist í öndvegi og flytur að þessu sinni eingöngu lög eftir íslenska höfunda. Kröftug karlakórslög í bland við léttar og ljúfar perlur.

Einsöngvarar: Arnar Árnason Giorgio Baruchello Þorkell Pálsson Píanó: Judit György Stjórnandi: Steinþór Þráinsson

Miðaverð kr. 4.000.-


Veitingastaður í hjarta bæjarins

Opnunartími / Opening hours:

HAPPY

Sun-fim 11:30-23:00 / Sun-Thu 11:30-23:00 Fös-lau 11:30-01:00 / Fri-Sat 11:30-01:00

Alla dag a mi lli 1 6 - 1 8

HOUR

B et w e e n 1 6 : 0 0 - 1 8 : 0 0 , e v e r y d ay

Múlaberg Bistro & Bar | Hótel Kea | Hafnarstræti 87-89 Tel: +354 460 2020 | www.mulaberg.is


SENDU OKKUR ÞÍNA MYND

OG HÚN GÆTI BIRST Í NÆSTU N4 DAGSKRÁ leikur@n4.is

Munið að taka fram nafn og aldur :)

Völundarhús KRAKKASÍÐA

MYND VIKUNNAR EMELÍA LIND, 9 ÁRA


Amma á afmæli og Ödu langar að gefa henni fallegan blómvönd Í sögunni finnur Ada hin ýmsu blóm sem við eigum öll að geta séð í kringum okkur hvort sem er í sveit eða bæ. Bók sem: · Eflir náttúrulæsi barna.

· Eykur áhugan fyrir því að hugsa vel um umhverfið.

Aftast er listi sem gaman er að merkja við þegar komið er auga á blómin úti. Baldursbrá Þrenningarfjóla Vallhumall Bláklukka

Eyrarrós Holtasóley Á sumum myndum leynist mýfluga sem skemmtilegt er að leita að

Brennisóley


i r m su

m u n g � � ð i V

AF ÞVÍ TILEFNI VERÐUR OPIÐ FRÁ KL. 12 TIL 17, SUMARDAGINN FYRSTA 25. APRÍL. Ýmis tilboð verða þá í gangi og uppboð sem hefst kl. 14. Meðal annars Rjúpan e. Guðmund frá Miðdal, gamlir peningar og fleiri gullmolar og gersemar. KAFFIVEITINGAR. FYLGIST MEÐ Á FACEBOOK HERTEX AKUREYRI.

HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR! Hertex Akureyri Hrísalundi 1b S: 462-4433


KOMDU MEÐ AÐ MÓTA FRAMTÍÐINA! n um u p ö k s Ný llt land a anir r o k s Á færi i k æ t og Ársfundur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Föstudaginn 3. maí frá kl. 14:00 - 16:00 í Hofi á Akureyri. Aðgangur er öllum opinn. Tengslamyndun og léttar veitingar að loknum fundi.

Á meðal þeirra sem halda erindi:

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

Smári McCarthy

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir

Arnheiður Jóhannsdóttir

Sigríður Ingvarsdóttir

Skráðu þig núna á www.nmi.is/arsfundur



O pið

í há d eginu i n n u j ð i m S a z z i áP 0 alla daga :3 11 l. k á fr ið Op

Hafna rs t ræ t i 92

600 Akureyri

461 5858




Fylltu út reitina með tölustöfum frá 1-9. Markmiðið er að fylla út alla reitina án þess að sami tölustafurinn komi fyrir oftar en einu sinni í hverjum dálki, lóðréttri eða láréttri línu.

6 1 3

5

8

4

1

8 7

2 1

7

7

9

8

9

2

1

4

3

5

4

7 8

2 5

1 8 7

5

7

6 6

3

5

4 6 9

6

7

5 2

8 5 3

3

5 2 5

4

Létt

5

8

8

2 1

9

7 6

1

3

7 9

3

9 4 2 8

5 7

4

3

8

3

7

1

6

9

5

6

5

3

1 2

9

7 3

2

9

6

4

6 7

4

9

5

4 1 6

7 9

4 1 5

8 4

1

6 8

6 8

4

7

1 5

8

6 5

8 2 1

9 5 7

2 Erfitt

9

6

5

2 4

Miðlungs

1

3

6

8

Miðlungs

3

7

Létt

4

8

5

3 4

6

9

4

8

7

2

3 1 6 8

5

8 4

7

3

2

1

Erfitt



SUMARBÚÐIR FYRIR STRÁKA OG STELPUR

Skráning er hafin á kfum.is og í síma 588-8899 Hólavatn er í fallegu og spennandi umhverfi í Eyjafirði. Dagskráin á Hólavatni er fjölbreytt og skemmtileg og á hverju kvöldi er fjörug kvöldvaka þar sem allir fá að taka virkan þátt. Í hverjum flokki dvelja 34 börn í rúmgóðum 6-8 manna herbergjum og öll aðstaða innandyra er björt og snyrtileg. Rútugjald er innifalið í dvalargjaldi og reiknað er með öllum í rútuna. Munið tómstundaávísun Akureyrarbæjar. FLOKKUR

TÍMABIL

ALDUR

KYN

VERÐ

1. flokkur · Frumkvöðlaflokkur 2. flokkur 3. flokkur 4. flokkur 5. flokkur · Ævintýraflokkur 6. flokkur · Ævintýraflokkur 7. flokkur

06.06-08.06 10.06-14.06 17.06-21.06 24.06-28.06 01.07-05.07 08.07-12.07 15.07-19.07

7-9 ára (2010-2012) 8-11 ára (2008-2011)

8. flokkur · Meistaraflokkur

22.07-26.07

13-16 ára (2003-2006)

ÖLL KVK KVK KK ÖLL KVK KVK ÖLL

26.900 kr. 43.900 kr. 43.900 kr. 43.900 kr. 43.900 kr. 43.900 kr. 43.900 kr. 43.900 kr.

8-11 ára (2008-2011) 8-11 ára (2008-2011) 12-14 ára (2005-2007) 11-14 ára (2005-2008) 9-12 ára (2007-2010)


Þú færð fermingargjöfina hjá okkur! FERMINGARTILBOÐ 20% afsláttur

Skór · Hjálmar · Hnakkar · Höfuðleður

Bústólpi ehf · Oddeyrartanga · 600 Akureyri · Sími 460 3350 · www.bustolpi.is


Myndir vikunnar!

Forystufé hefur verið órjúfanlegur hluti af sauðfjárhaldi Íslendinga allt frá upphafi byggðar. Þotulið N4 í tökum fyrir Uppskrift að góðum degi.

Ásthildur og María Finnbogadóttir skíðakona. Ég um mig. Fyrirlestur um eitthvað fallegt. Að Norðan.


Upplifun hljóðs og ljóss. Verkið Ómur á stóra sviðinu í Hofi. Að Norðan. Þegar Skúli Bragi hitti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands.

Hundurinn í Daladýrð. Gerir engan mannamun og tekur vel á móti öllum. Anton Líni bauð okkur í heimsókn á vinnustofuna sína.

facebook.com/n4sjonvarp instagram.com/n4sjonvarp


AFLIÐ Samtök gegn kynferðis& heimilisofbeldi á Norðurlandi

Tímapantanir milli kl. 8 og 12 virka daga í síma 461-5959 eða í gegnum tölvupóst á netfangið aflid@aflidak.is. Einnig má panta tíma í gegnum Messenger á Facebook síðu Aflsins og á vefsíðu samtakanna www.aflidak.is Counseling Center for Survivors of Sexual Abuse and Domestic Violence

Appointments for counseling between 8 and 12 on weekdays at 461-5959 or through e-mail: aflid@aflidak.is. Appointments can also be made through Messenger on our Facebook page and through our website www.aflidak.is


ÍV SKAMMTÍMASJÓÐUR - TRAUSTUR KOSTUR

GÓÐ ÁVÖXTUN FYRIR EINSTAKLINGA OG FYRIRTÆKI INNEIGN LAUS MEÐ DAGS FYRIRVARA

www.iv.is

460 4700

ÍSLENSK VERÐBRÉF síðan 1987


Nú er ég glaður! VORFAGNAÐUR KARLAKÓRSINS HREIMS AÐ ÝDÖLUM

LAUGARDAGINN 27. APRÍL KL. 20:30 sérstakir gestir: HEILSUTRÍÓIÐ FRÁ HÚSAVÍK veislustjóri: ÆSA HRÓLFSDÓTTIR

Veislukaffi að hætti eiginkvenna kórmanna í hléi Barinn opinn fram á nótt Miðaverð 5.000 kr.


SUNDLAUGIN HRAFNAGILI Opið kl. 11-18 alla páskana

n i m o k l e V

NORÐUR UM páskana VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR!

EYJAFJARÐARSVEIT


VIÐ SPÖRUM

5,8 TONN AF PAPPÍR

Á ÁRI MEÐ NÝJA, UMHVERFISVÆNA PAPPÍRNUM Í N4 DAGSKRÁNNI* ER ÞAÐ NGT U Þ JAFN

9,6N OG XI LLVA FU

. NAUT

VIÐ HÖFUM SKIPT YFIR Í ÞYNNRI PAPPÍR, OG NOTUM ÞVÍ 25,8% MINNA AF PAPPÍR Á VIKU. Frá því um sumarið 2018 höfum við skipt úr 70 og 110 gramma pappír í N4 Dagskránni í 60 gramma pappír á allt blaðið. Pappírseyðslan hefur þannig minnkað um 25.8% á viku. * M.v. upplýsingar frá Ísafoldarprentsmiðju.


Velkomin norður um páskana! Við munum taka vel á móti þér.

NORÐURÞING


--

V I Ð TA L

Blakvígið á Akureyri Bæði lið karla og kvenna hjá KA í blaki eru deildar- og bikarmeistarar 2019. Þegar að þetta er skrifað eru bæði lið í harðri baráttu við HK í úrslitaeinvíginu um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Með sigrum gætu bæði lið því unnið þrennuna eftirsóttu, en karlalið KA gerði það einmitt á síðasta tímabili. „Auðvitað þarf að vinna fyrir því en allt undir þrem titlum eru vonbrigði fyrir okkur,“ sagði Mason Casner leikmaður meistaraflokks karla hjá KA í blaki í viðtali hjá Skúla Braga í Taktíkinni, en viðtalið var tekið áður en úrslitaeinvígið á mót HK fór af stað. Liðsfélagi hans og þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KA í blaki, Miguel Mateo Castrillo var þá einnmig mættur með honum í settið. Breytt andrúmsloft Kvennalið KA lenti í neðasta sæti á síðasta tímabili þar sem liðið vann aðeins tvo leiki í deildinni. Núna á þessu tímabili þá töpuðu þær aðeins tveim leikjum í deild, sem verður að teljast frekar magnaður viðsnúningur. „Við vorum sammála um að það þyrfti að breyta til hjá stelpunum. Við vildum koma þeim á hærra plan. Ég sem þjálfari vildi vinna þetta af

meiri fagmennsku með krefjandi æfingum og ég tel það vera að virka. Það voru nokkrir leikmenn sem vildu ekki spila með liðinu á síðasta tímabili eins og t.d. Elma og Birna. En þær tóku eftir þessu breytta andrúmslofti kringum liðið og drógu því aftur fram skónna og ákváðu að taka slaginn með liðinu á þessu tímabili,“ sagði Mateo.

„Þær fundu árangur erfiðisins og vildu meira og meira og meira. Það er stóra breytingin frá því í fyrra.“

Stóra breytingin En það voru ekki bara eldri leikmenn sem tóku eftir þessu breytta andrúmslofti heldur liðið sem heild. „Þær tóku eftir því að þetta virkaði og þá mættu þær með það viðhorf á æfingar, að nýta þær til að læra og bæta sig. Síðan bættum við líkamsrækt inní planið, afþví að það er nauðsynlegt að vera í góðu formi til þess að vera atvinnumaður í blaki eða ná því besta fram. Þegar að þú byrjar síðan að vinna leiki þá viltu


meira. Við vorum ekki að vinna til einskis. Þær fundu árangur erfiðisins og vildu meira og meira og meira. Það er stóra breytingin frá því í fyrra,“ sagði Mateo.

Góðar viðtökur „Þetta var svipað hjá mér. Ég var ekki í skóla, en hafði þó spilað blak í háskóla. Ég var að reyna að móta hvaða skref ég ætti að taka næst. Þá fékk ég tölvupóst með boði um að koma hingað að spila. Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um. Þetta var mjög spennandi tækifæri. Það hafa allir á Akureyri tekið vel á móti mér. Tilfinningin að búa hér er ólýsanleg. mjög friðsælt og allir mjög viðkunnalegir,“ sagði Mason um flutninginn til landsins.

Háleit markmið Karlaliðið hefur verið mjög sigursælt síðustu ár og vann alla þrjá titlana á síðasta tímabili. „Við erum ekki sama lið núna og þá. Í ár er meiri breidd í liðinu. En tilfinningin er ennþá til staðar. Eftir síðasta tímabil þá áttum við alveg von á því að halda áfram á sigurbraut í ár. Þannig að þegar að við sem vorum að spila á síðasta ári komum saman aftur þá „Þar náðum við vissum við hvað við vildum. mjög góðum Síðan voru nýju leikmennirnir eins og Mateo og Nassini fljótir árangri, í raun að komast á sömu bylgjulengd sögulegum því varðandi markmiðin,“ sagði Mason leikmannahópinn sem Ísland hafði virðist vel samstilltur.

Sögulegur árangur Lið KA fóru út og kepptu á móti liðum frá öðrum löndum á NEVZA en árangurinn til þessa á slíkum mótum hafði ekki verið neitt sérstakur. „Við erum allavega að reyna að gera Akureyri meira áberandi aldrei náð að í Evrópu. Við spiluðum á sem er Evrópumót og Frábær tími vinna sett á NEVZA þar náðum við mjög góðum Mason kom til KA frá þessu móti.“ árangri, í raun sögulegum Bandaríkjunum en Mateo því Ísland hefur aldrei náð að sem er spænskur kom frá vinna sett á þessu móti,“ sagði Neskaupsstað þar sem Mateo og bætti síðan við, „áður fyrr var hann spilaði með Þrótti Neskaupsstað á það þannig að lið sem að mættu íslenskum síðasta tímabili. „Ég man þegar að ég sagði liðum litu á leikina sem vináttuleiki. Við fjölskyldunni minni að ég væri að fara til getum bara sett hvern sem er inná og unnið Neskaupsstaðar. Þá fóru þau beint á Google mjög auðveldlega. En núna var það alls ekki Maps að skoða bæinn og spurðu síðan strax þannig. Nú töldu lið sig ekki heppin að hafa „Miguel veistu hvert þú ert að fara? Þetta dregist á móti KA. Þannig að munurinn er er svo lítið að þú átt eftir að missa vitið.“ mikill og vonandi náum við að halda þessu En þetta var frábær tími. Íslendingar eru við.“ frábærir og okkur leið eins og hjá fjölskyldu. Mér líður mjög vel hérna og þessvegna er ég Framtíðin er björt hér á mínu öðru tímabili,“ sagði Mateo sem „Við erum með mjög öfluga leikmenn í liðinu tók með sér tvo leikmenn kvennaliðsins frá og þessvegna erum við að vinna þessa Neskaupsstað, annarsvegar kærustuna sína titla. En við erum heppnir afþví að núna og hinsvegar kærustu Mason. Það er alveg erum við líka með þessa yngri leikmenn ljóst að þetta var mikil blóðtaka fyrir lið sem eru gríðarlega efnilegir. Þannig að við Þróttar, en kvennaliðið þar sigraði deildina erum með góða blöndu af eldri og yngri á síðasta tímabili en hefur ekki gengið eins leikmönnum, þannig að þessir yngri ættu vel í ár. „Núna erum við hér og erum að láta að geta vaxið og haldið áfram að vinna til okkar taka. Þær eru báðar mikilvægir þessa titla í framtíðinni,“ sagði Mateo um leikmenn fyrir kvennaliðið. Þannig að þetta leikmannahópinn hjá karlaliði KA. var stór samningur fyrir KA,“ sagði Mateo Allt viðtalið birtist í Taktíkinni og má finna á www.n4.is og Facebook - N4 Sjónvarp


MIÐVIKUDAGUR

6. janúar 17. apríl

08.00 KrakkaRÚV 10.00 Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum (3:3) 10.40 Fótboltasnillingar (3:8) 11.10 Vigdís - Fífldjarfa framboðið 12.10 Ítalskar borgarperlur: Flórens (3:3) 13.00 Útsvar 2013-2014 (21:24) 14.15 Mósaík 1998-1999 14.45 Með okkar augum (4:6) 15.15 Máttur fegurðarinnar 15.45 Á tali hjá Hemma Gunn 1987-1988 (12:14) 16.45 Eldað með Niklas Ekstedt 17.15 Skólahreysti (2:6) 17.45 Táknmálsfréttir 17.55 Disneystundin 18.50 Krakkafréttir 18.54 Vikinglotto 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.30 Veður 19.35 Kastljós 19.50 Menningin 20.00 Skólahreysti (3:6) 20.30 Maðurinn sem minnkaði vistsporið sitt 21.10 Undirföt og unaðsvörur 22.00 Tíufréttir 22.15 Veður 22.20 Ég var einu sinni nörd 23.50 Í takt við tímann 01.20 Dagskrárlok

14:00 Bæjarstjórnarfundur Upptaka frá fundi bæjarstjórnar Akureyrarbæjar þann 16.apríl.

20:00 Eitt og annað af handverki Gömul mynt getur orðið skart í höndunum á réttu fólki, spjöllum við Hörð Óskarsson brautarstjóra málmiðnar í VMA. Hittum Rúnar Jóhannesson sem hannar og smíðar skart undir vörumerkinu Rúnía á Dalvík o.fl.

20:30 Þegar (e) Þegar múrinn fell í Austur Þýskalandi 9. nóvember 1989, var Evelyn Ýr 16 ára, eldri bróðir hennar flúinn land með Stasi leyniþjónustuna á hælunum. Evelyn Ýr Kuhne á Lýtingsstöðum í Skagafirði segir Maríu Björk sögu sína í þætti kvöldsins.

20:10 21:00 21:50 22:35 23:20

Survivor (8:15) New Amsterdam (15:22) Station 19 (13:17) Taken (9:16) The Tonight Show Starring Jimmy Fallon 00:05 The Late Late Show with James Corden

VILT ÞÚ AUGLÝSA Í N4 SJÓNVARPI OG N4 DAGSKRÁNNI? Náðu til breiðari hóps með N4

AUGLÝSINGA PANTANIR

Sláðu á þráðinn og fáðu tilboð, sniðið að þínum þörfum á auglýsingamarkaði.

412 4404

HÆ!

n4@n4.is


Fundur bæjarstjórnar Akureyrar frá 16. apríl Verður sýndur á N4

MIÐ 17. apríl kl. 14:00 LAU 20. apríl kl. 14:00 Fundum er einnig streymt beint á heimasíðu Akureyrarbæjar

www.akureyri.is


FIMMTUDAGUR

18. apríl SKÍRDAGUR

20:00 Að Austan Við byrjum á að ræða við Þráinn Lárusson kokk og hóteleiganda á Hótel Valaskjálf. Þá færum við okkur á Djúpavog og hittum Jón Friðrik Sigurðsson handverksmann. Að lokum hittum við Sigríði Rósu og Völdund á Eskifirði sem eiga þar bæði kaffihúsið og hús fílsins.

20:30

mynd: mbl.is

Landsbyggðir Biskup Íslands í páskaspjalli. Páskarnir eru helstu hátíðsdagar kirkjuársins. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands er gestur Karls Eskils Pálssonar í Landsbyggum á skírdag

08.00 11.20 13.05 13.15 13.30 15.05 16.00 17.50 18.00 18.50 19.00 19.25 19.30 19.40 20.55 21.55 22.05 23.55 01.30

KrakkaRÚV School of Rock Kanarí (1:2) Kanarí (2:2) Juno Villta Patagónía (1:3) E.T. Táknmálsfréttir KrakkaRÚV Krakkafréttir Fréttir Íþróttir Veður Flóttinn hans afa Litla Moskva Skáksaga Me Before You Þrestir Dagskrárlok

10:15 10:35 11:00 11:20 12:00 12:20 12:40 13:05 14:35 16:00 16:20 16:45 17:10 18:30 20:10 20:50

The Good Place (6:12) Will & Grace (6:18) Life in Pieces (6:22) The Kids Are Alright E. Loves Raymond The King of Queens How I Met Your Mother The Voice US (10:23) Með Loga (2:8) Malcolm in the Middle E. Loves Raymond The King of Queens Fótboltastelpur Bílar 3 - ísl. tal Kokkaflakk (1:5) Teenage Mutant Ninja Turtles Mission: Impossible Casino Royale Shot Caller Síminn + Spotify

22:35 00:25 02:45 04:45

www.N4.is Til að sjá uppáhalds þættina þína aftur og aftur Til að sjá N4 í beinni


OPIÐ UM PÁSKANA Skírdagur Föstudagurinn langi Laugardagur Páskadagur Annar í páskum Sumardagurinn fyrsti

opið opið opið opið opið opið

12-16 12-16 10-16 12-16 12-16 12-16

GLEÐILEGA PÁSKA

www.akap.is

Kaupangi v/ Mýrarveg

sími 460 9999


FÖSTUDAGUR

19. apríl

08.00 10.30 11.45 12.15 14.05

FÖSTUDAGURINN LANGI

20:00

15.00 15.50 16.20 17.55 18.05 18.06 18.30 18.35 19.00 19.25 19.30 19.40 20.25 22.05

Föstudagsþátturinn Í kvöld heyrum við um Eyfirska safnadaginn, fræðumst um bólusetningar og fáum eðaltóna beint í æð. Unnur Birna og Björn Thoroddsen spjalla og spila fyrir okkur og heyrum í lokin í unga tónlistarmanninum Hákoni Hjaltalín.

23.55 01.40

11:20 12:00 12:20 12:40 13:05 13:50 14:25 16:00 16:20 16:45 17:05 17:30 18:00 19:30 21:00

The Kids Are Alright E. Raymond (2:24) The King of Queens How I Met Your Mother The Voice US (11:23) Lifum lengur (1:4) Með Loga (3:8) Malcolm in the Middle E. Loves Raymond (2:25) The King of Queens How I Met Your Mother How I Met Your Mother Home - ísl. tal The Voice US (12:23) Transformers: Age of Extinction 23:45 Mission: Impossible II 01:50 Quantum of Solace

Umsjón

María Pálsdóttir

Hafna rs t ræ t i 92

KrakkaRÚV Finnbogi og Felix Ekki gera þetta heima Grease Í saumana á Shakespeare – Christopher Plummer Villta Patagónía (2:3) Landinn Nanny McPhee Táknmálsfréttir KrakkaRÚV Hvergidrengir (7:13) Sögur - Stuttmyndir Krakkafréttir vikunnar Fréttir Íþróttir Veður Aldrei of seint Andið eðlilega Bíóást: Jesus Christ Superstar Flöskuskeyti frá P Útvarpsfréttir í dagskrárlok

461 5858

Hafnarstræti 92 | Sími 462 1818 | bautinn@bautinn.is


ER VEISLA FRAMUNDAN? KYNNTU ÞÉR LAUSNIR EXTON Á AKUREYRI Exton á Akureyri hefur til leigu hljóðbúnað, ljósabúnað, skjávarpa, sýningartjöld, veislutjöld, hoppukastala og fleira fyrir þinn viðburð. Hafðu samband í síma 575-4660 eða sendu okkur línu á akureyri@exton.is og við finnum lausnina. Þú færð

confetti hjá okkur!


LAUGARDAGUR

20. apríl

07.15 10.00 10.30 11.00 11.50

14:00 Bæjarstjórnarfundur Upptaka frá fundi bæjarstjórnar Akureyrarbæjar þann 16.apríl.

12.00 12.25

Dagskrá liðinnar viku rifjuð upp: 17:00 Ég um mig

13.05 14.00 15.00 15.50 16.20 16.50 17.20 17.50 18.00 18.01 18.06 18.15 18.20

Ásthildur og Stefán Elí hitta ungt og skapandi fólk á Norðurlandi eystra.

17:30 Taktíkin Marta Hermannsdóttir landsliðskona í handknattleik er gestur Skúla Braga.

18:00 Að Norðan Heimsækjum Kakalaskála, sundlaugina á Þelamörk og hittum glænýja kiðlinga.

18:30 Karlar og Krabbamein Samantektarþáttur um umfjöllun N4 í Mottumars sem nýlega er liðinn.

19:00 Eitt&Annað af handverki Rúnía á Dalvík, gömul mynt verður skart og margt fleira í þættinum.

EITT & ANNAÐ

19:30 Þegar

18.53 19.00 19.25 19.30 19.40 21.25 22.35 00.15 01.50

KrakkaRÚV Skólahreysti (3:6) Fótboltasnillingar (6:8) Hafið, bláa hafið (3:7) Hafið, bláa hafið: Á tökustað (3:6) Hemsley-systur elda hollt og gott (6:10) Maðurinn sem minnkaði vistsporið sitt Carole King: Alvörukona Litla Moskva Villta Patagónía (3:3) Í helgan stein (3:6) Aldrei of seint Sætt og gott Ég vil fá konuna aftur Táknmálsfréttir KrakkaRÚV Hjá dýralækninum (15:15) Strandverðirnir (15:15) Landakort HM kvenna í fótbolta: Leiðin til Frakklands (2:8) Lottó Fréttir Íþróttir Veður Prúðuleikararnir Alla leið (2:5) The Ides of March Málmhaus Útvarpsfréttir í dagskrárlok

Evelyn Ýr Kuhne. Þegar ég komst frá Austur-Þýskalandi.

20:00 Að Austan Þráinn Lárusson á Hótel Valaskjálf, kaffihúsið og Hús Fílsins á Eskifirði o.fl.

20:30 Landsbyggðir Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands í skemmtilegu spjalli í páskaþættinum.

21:00 Föstudagsþátturinn Unnur Birna og Bjössi Thor spila, fræðumst um bólusetningar o.fl.

FÖSTUDAGS ÞÁTTURINN

14:15 14:50 16:00 16:20 16:45 17:05 17:30 17:55 19:30 20:15 22:25 00:30

Lifum lengur (4:4) Með Loga (4:8) Malcolm in the Middle E. Loves Raymond (3:25) The King of Queens How I Met Your Mother How I Met Your Mother Turbo - ísl. tal The Voice US (13:23) Beauty and the Beast Mission: Impossible III Skyfall

n4sjonvarp

Ekki missa af því sem er framundan eða því áhugaverðasta úr sjónvarpinu okkar!

n4sjonvarp

Komdu í stóran hóp fylgjenda okkar á Facebook og Instagram!


LANDSMÓT KVÆÐAMANNA 25. - 28. APRÍL 2019 S UMARDAGURINN K L . 20-21

FYRST I ,

25.

A llir

AP RÍL

v el k o

mni r

T ÓNLEIKAR norskra og íslenskra kvæðamanna

Deiglan, Listagilinu, Akureyri Aðgangur ókeypis

F ÖSTUDAGUR 26. KL .

20-22

AP RÍL

T ÓNLEIKAR með kvæðamönnum Stemmu Hótel Natur, Svalbarðsströnd Aðgangur ókeypis

L AUGA RDAGUR 27. KL . 10-15

AP RÍL

N ÁMSKEIÐ : Norsk og íslensk kvæðalög Hótel Natur, Svalbarðsströnd Verð: 3.000 kr

KL . 13-15

N ÁMSKEIÐ : Bragfræði rímna Hótel Natur, Svalbarðsströnd Verð: 1.500 kr

KL . 15-17

N ÁMSKEIÐ : Tvísöngvar Hótel Natur, Svalbarðsströnd Verð: 1.500 kr

KL .

19:30--

K VÖLDVAKA á Hótel Natur, Svalbarðsströnd Hátíðar kvöldverður og skemmtun að hætti kv æðamanna Verð: 6.000 kr.

Skráning hjá Önnu Halldóru, hadda65@gmail.com Stemma-Landssamtök kvæðamanna www.thjodlist.is/is/stemma


SUNNUDAGUR

21. apríl

07.15 10.05 11.35 13.25

PÁSKADAGUR

20:00

15.20 15.45

Danshljómsveit Friðjóns

17.50 18.00 18.01 18.30 19.00 19.25 19.30 19.40 21.15 22.55 01.20

Hress og skemmtilegur þáttur um ferð hljómsveitarinnar til Svíþjóðar á stærsta dansfestival á Norðurlöndum.

KrakkaRÚV Hopp Blái hnötturinn Umhverfis jörðina á 80 dögum Menningin - samantekt Víkingur Heiðar leikur Bach Táknmálsfréttir KrakkaRÚV Stundin okkar Matarmenning (6:6) Fréttir Íþróttir Veður Paddington Kona fer í stríð The Square Útvarpsfréttir í dagskrárlok

21:00 Nágrannar á Norðurslóðum Hvað er að frétta af frændum okkar í norðri?

Ferðalag um Norðurland eystra að sumarlagi.

ppskrif AÐ

t

Uppskrift að góðum degi 1

U

21:30

GÓÐUM DEGI

22:00 Eitt&Annað frá Húsavík

EITT & ANNAÐ

Húsavík Öl, hvalaskoðun og fleira í þættinum.

08:00 08:20 08:45 09:05 09:30 09:50 10:15 10:35 11:00 11:20 12:00 12:20 12:40 13:05 13:40 14:15 14:50 16:00 16:20 16:45 17:05 17:30 18:10 20:25 21:15 23:35 01:45

Ferðalag um Norðurland eystra að sumarlagi.

ppskrif AÐ

t

Uppskrift að góðum degi 2

U

21:30

GÓÐUM DEGI

Happy Together (2018) The Good Place (4:12) Will & Grace (4:18) Life in Pieces (4:22) The Kids Are Alright Happy Together (2018) The Good Place (9:12) Will & Grace (9:18) Life in Pieces (9:22) The Kids Are Alright E. Loves Raymond (4:24) The King of Queens How I Met Your Mother Lifum lengur (5:4) Lifum lengur (6:4) Lifum lengur (7:4) Með Loga (5:8) Malcolm in the Middle E. Loves Raymond (4:25) The King of Queens How I Met Your Mother Kokkaflakk (1:5) Helgi Björns - Ammæli í Höllinni Skandall (1:4) Guardians of the Galaxy Vol. 2 Mission: Impossible Ghost Protocol Spectre


ÍSLENSKT LAMBAKJÖT á grillið um páskana – VERÐI ÞÉR AÐ GÓÐU


MÁNUDAGUR

22. apríl

08.00 KrakkaRÚV 10.00 Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum (1:3) 10.35 Fótboltasnillingar (1:8) 11.05 Basl er búskapur 11.35 Brautryðjendur 12.00 Ítalskar borgarperlur: Undir yfirborðinu – Napólí (1:3) 12.55 Útsvar 2013-2014 (19:24) 14.05 92 á stöðinni (9:20) 14.25 Maður er nefndur 14.55 Út og suður (1:18) 15.20 Af fingrum fram (4:4) 16.05 Hvað höfum við gert? 16.45 Silfrið 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.50 Krakkafréttir 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.30 Veður 19.35 Kastljós 19.50 Menningin 20.05 Joanna Lumley í Japan 21.05 Yfirheyrslan 22.00 Tíufréttir 22.15 Veður 22.20 Á norrænum nótum 23.50 Kastljós e. 00.05 Menningin e. 00.15 Dagskrárlok

ANNAR Í PÁSKUM

20:00 Ég um mig Þættirnir þar sem unga fólkið fær orðið. Umsjón: Ásthildur og Stefán Elí.

20:30 Taktíkin Ólafur Stefánsson handboltakappi er gestur Skúla Braga.

21:00 Nótan Þáttur um Nótuna, uppskeruhátíð tónlistarskólanna á Íslandi.

Ferðalag um Norðurland eystra að vetrarlagi.

ppskrif AÐ

t

Uppskrift að góðum degi 3

U

21:30

GÓÐUM DEGI

22:00 Valin tónlistaratriði Tónlist úr Föstudagsþættinum.

Ferðalag um Norðurland eystra að vetrarlagi.

ppskrif AÐ

t

Uppskrift að góðum degi 4

U

22:30

GÓÐUM DEGI

09:05 09:30 09:50 10:15 10:35 11:00 11:20 12:00 12:20 12:40 13:05 13:30 14:15 14:50 16:00 16:20 16:45 17:05 17:25

Life in Pieces (5:22) The Kids Are Alright Happy Together (2018) The Good Place (10:12) Will & Grace (10:18) Life in Pieces (10:22) The Kids Are Alright E. Loves Raymond The King of Queens How I Met Your Mother Will & Grace (9:18) Crazy Ex-Girlfriend Lifum lengur (8:4) Með Loga (6:8) Malcolm in the Middle E. Loves Raymond The King of Queens How I Met Your Mother Happy Hour með Ragga Bjarna 18:35 Born in China 20:55 Jack Ryan: Shadow Recruit 22:45 Mission: Impossible Rogue Nation 01:00 3 Days to Kill 02:55 The Gifted (15:13) 03:40 Star (1:18)



ÞRIÐJUDAGUR

23. apríl 20:00 Að Norðan Heimsækjum Magnús Braga Magnússon sem er hrossaræktandi á Íbishóli sem var valið hrossaræktunarbú Skagafjarðar árið 2018. Magnús hefur þurft að hafa mikið fyrir velgengninni, en hann glímdi við krabbamein og var erfitt að halda búinu gangandi samhliða því.

13.00 Útsvar 2013-2014 14.05 Andri á Færeyjaflandri 14.35 Eldað með Jóhönnu Vigdísi (1:10) 15.10 Græna herbergið (6:6) 15.45 Ferðastiklur (2:8) 16.35 Menningin - samantekt 17.00 Íslendingar 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.50 Krakkafréttir 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.30 Veður 19.35 Kastljós 19.50 Menningin 20.05 Kveikur 20.35 Michelinstjörnur - Sögur úr eldhúsinu 21.40 Kappleikur (4:10) 22.00 Tíufréttir 22.15 Veður 22.20 McMafía (4:8) 23.20 Fortitude (6:10) 00.05 Dagskrárlok

20:30 Karlar og krabbamein Mottumars er afstaðinn, og við höfum sett saman þátt með umfjöllun okkar um karla og krabbamein í marsmánuði. Það var lærdómsríkt fyrir okkur á N4 að fylgjast með öflugri herferð Krabbameinsfélagsins, Karlaklefanum og mæta á málþingið Hrútinn svo fátt eitt sé nefnt.

N4 Dagskráin er svansmerkt Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Með því að velja Svansmerkta vöru og þjónustu stuðlar þú að betra umhverfi og bættri heilsu fyrir þig og þína

14:10 14:55 16:00 16:20 16:45 17:05 17:30 18:15 19:00 19:45 20:10 21:00 21:50 22:35 23:20

Survivor (8:15) Með Loga (7:8) Malcolm in the Middle E. Loves Raymond (6:25) The King of Queens How I Met Your Mother Dr. Phil (36:152) The Tonight Show Starring Jimmy Fallon The Late Late Show with James Corden Will & Grace (10:18) Crazy Ex-Girlfriend (3:18) The Gifted (16:13) Star (2:18) Heathers (1:10) The Tonight Show Starring Jimmy Fallon

F F F F F F F F F F F


Fjölskyldutilboð Fjölskyldutilboð Fjölskyldutilboð 6 Bi tar, Fjölskyldutilboð fran sk ar, hrás al at, ko ktei lsós a & go s Fjölskyldutilboð Fjölskyldutilboð 3990 kr.Fjölskyldutilboð 578-6400 Fjölskyldutilboð Fjölskyldutilboð Fjölskyldutilboð Fjölskyldutilboð n Pa

sím a í u t að

Opið alla páskana nema páskadag Taste I Skipagata 2 I 600 Akureyri I sími: 578 6400 Opið mán. - fös. 11:30 - 21:00 & lau. og sun. 12:00 - 21:00


MIÐVIKUDAGUR

24. apríl

13.00 13.15 13.25 14.35 15.05

20:00

16.10 17.15 17.45 17.55 18.50 18.54 19.00 19.25 19.30 19.35 19.50 20.00 20.30 21.10 22.00 22.15 22.20 00.05 00.30

Þegar Hallgrímur Eymundsson greindist 2 ára með taugahrörnunarsjúkdóminn SMA, týpu 3. Þegar hann var um þrítugt kynntist hann hugmyndafræði sem kallast NPA - notendastýrð persónuleg aðstoð - um sjálfstætt líf fyrir fólk með fötlun. Hallgrímur segir Maríu Björk frá lífi sínu fyrir og eftir NPA.

16:00 16:20 16:45 17:05 17:30 18:15 19:00 19:45 20:10 21:00 21:50 22:35 23:20

Umsjón

María Björk Ingvadóttir

00:05

Skilatími auglýsinga! Auglýsingar unnar hjá N4

MÁN kl. 12:00 Tilbúnar auglýsingar

ÞRI kl. 10:00

AUGLÝSINGA PANTANIR

Texti í auglýsingar þarf að vera á tölvutæku formi og myndefni í góðri upplausn. Sé ekki búið að samþykkja prófarkir kl 10 á þriðjudögum er ekki hægt að lofa ákveðinni staðsetningu í blaðinu

Kastljós e. Menningin e. Útsvar 2013-2014 Máttur fegurðarinnar Á tali hjá Hemma Gunn 1987-1988 (13:14) Alla leið (2:5) Skólahreysti (3:6) Táknmálsfréttir Disneystundin Krakkafréttir Vikinglotto Fréttir Íþróttir Veður Kastljós Menningin Skólahreysti (4:6) Kiljan Undirföt og unaðsvörur Tíufréttir Veður Bobby Sands: 66 dagar Kveikur Dagskrárlok

Malcolm in the Middle E. Loves Raymond The King of Queens How I Met Your Mother Dr. Phil (37:152) The Tonight Show Starring Jimmy Fallon The Late Late Show with James Corden Life in Pieces (20:22) Survivor (10:15) New Amsterdam (16:22) Station 19 (14:17) Taken (10:16) The Tonight Show Starring Jimmy Fallon The Late Late Show with James Corden

412 4404

n4@n4.is


MENNING Í MIÐBÆNUM

ævintýri í borg

4 STJÖRNU GISTING FYRIR TVO

Einstakt tilboð fyrir tvo 21.900 kr.

MORGUNVERÐARHLAÐBORÐ TVEGGJA RÉTTA KVÖLDVERÐUR REYKJAVÍK CITY CARD

Innifalið í pakkanum er einnar nætur gisting fyrir tvo í hjarta borgarinnar á Hótel Reykjavík Centrum með morgunverði og tveggja rétta kvöldverði á hótelinu ásamt Reykjavík City Card.

24

Tilboð bókast í síma 514 6000 eða info@hotelcentrum.is

Gildir í 24 klst. 24

48

Reykjavík City Card er lykill að úrvals afþreyingu en handhafar kortsins fá frían aðgang að söfnum, Húsdýragarðinum og 72 Viðeyjarferju. Korthafar fá einnig aðgang í sundlaugar og Strætó Choose a card that suits innan höfuðborgarsvæðisins. Kortið veitir auk þess víða afslátt. your stay: Gildir til 15. júní 2019 og með fyrirvara um bókunarstöðu.

www.citycard.is

24, 48 or 72 hours


FIMMTUDAGUR

25. apríl

SUMARDAGURINN FYRSTI

20:00 Að Austan - valið efni Smökkum Beru hotsauce í Berufirði, heyrum um undirbúning fyrir háskólanám, fræðumst um það hvernig á að gera við reiðhjólið sitt hjá Herði Arnarsyni á Fáskrúðsfirði o.fl.

20:30

08.00 KrakkaRÚV 10.00 Rottuborgari 11.10 Attenborough: Stórir fuglar 12.05 Magnús Þór afmælistónleikar 13.00 Kastljós e. 13.15 Menningin e. 13.25 Eldað með Niklas Ekstedt 13.55 Elton John: Eftirlætisperlur 15.05 Prinsinn og ég 16.50 Leitin að stórlaxinum 17.20 Við getum þetta ekki 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.50 Krakkafréttir 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.30 Veður 19.40 Heimsleikar Special Olympics (1:2) 20.15 Draumahúsið 21.00 Ljúfsár lygi (6:6) 22.00 Babs 23.30 París norðursins 01.00 Dagskrárlok

Landsbyggðir Hveragerði er mikill sumarbær. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði er jafnframt formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Karl Eskil Pálsson ræðir við Aldísi um sumarbæinn Hveragerði og stöðu sveitarfélaga.

17:30 Dr. Phil (38:152) 18:15 The Tonight Show Starring Jimmy Fallon 19:00 The Late Late Show with James Corden 19:45 The Kids Are Alright 20:10 Kokkaflakk (2:5) 20:50 9-1-1 (14:18) 21:40 The Resident (16:23) 22:25 How to Get Away with Murder (15:4) 23:10 The Tonight Show Starring Jimmy Fallon 23:55 The Late Late Show with James Corden

ÁVAXTAÐU AURINN! Hef til sölu fyrsta flokks kartöfluútsæði. Fyrir hverja kartöflu sem þú setur niður gætir þú fengið allt að tólf upp í haust. Það er svo góð ávöxtun að enginn banki tæki þátt í því. Taktu þátt í góðærinu á þinn hátt og settu niður kartöflur frá Gröf 2 Eyjafjarðarsveit. Upplýsingar í síma 861 8800, Pálmi Reyr.

Við erum á Jarðeplasalan


7

HÚSFÉLÖG OG FYRIRTÆKI SÓPUM BÍLASTÆÐI OG STÉTTAR HREINSUM NIÐURFÖLL OG LAGNIR MYNDUM OG ÁSTANDSSKOÐUM LAGNIR TÆMUM ROTÞRÆR OG FITUGILDRUR Sími: 4614100 / 8973087

runar@hrt.is

www.hrt.is


FÖSTUDAGUR

26. apríl 20:00 Föstudagsþátturinn

Sagt er að í framtíðinni verðum við öll komin á rafbíla. Guðmundur Haukur Sigurðarsson hjá Vistorku fræðir okkur um öra framþróun á sviði rafbíla. Heyrum hvað er að frétta hjá Stígamótum og fáum svo tónlistaratriði frá JóaP x Króla.

13.00 14.15 14.40 15.25 15.50 16.30 17.25 17.55 18.05 18.35 19.00 19.25 19.35 19.45 20.50 21.35 22.25 00.05 01.40

12:00 12:20 12:40 13:05 13:45 14:10 16:00 16:20 16:45 17:05 17:30 18:15

Umsjón

María Pálsdóttir

Kaupvangsstræti 1 • Sími 466 3666 • sushicorner@sushicorner.is

www.sushicorner.is

19:00 19:30 21:00 22:40 00:15

Útsvar 2013-2014 92 á stöðinni (10:20) Séra Brown Ísþjóðin með Ragnhildi Steinunni (6:7) Fjörskyldan Varnarliðið (1:4) Tobias og sætabrauðið – Skotland Táknmálsfréttir KrakkaRÚV Krakkafréttir vikunnar Fréttir Íþróttir Veður Ariana Grande á tónleikum Vikan með Gísla Marteini Séra Brown Túlípanafár Fargo Útvarpsfréttir í dagskrárlok

E. Loves Raymond (9:24) The King of Queens How I Met Your Mother Dr. Phil (54:155) Family Guy (14:21) The Voice US (13:23) Malcolm in the Middle E. Loves Raymond (9:25) The King of Queens How I Met Your Mother Dr. Phil (39:152) The Tonight Show Starring Jimmy Fallon Younger (4:12) The Voice US (14:23) Bridget Jones's Diary Anchorman: The Legend of Ron Burgundy The Tonight Show Starring Jimmy Fallon

Kaupvangsstræti 6 • Sími 462 2223 • rub23@rub23.is

www.rub23.is


Velkomin norður

UM PÁSKANA Við tökum vel á móti þér!

VILTU VITA MEIRA?

w w w.greniv

ik.is

www.grenivik.is Grýtubakkahreppur • Túngötu 3, 610 Grenivík • 414 5400


LAUGARDAGUR

27. apríl

07.15 10.00 10.30 11.20

Dagskrá liðinnar viku rifjuð upp: 17:00 Ég um mig

11.30 12.15

Ásthildur og Stefán Elí hitta ungt og skapandi fólk á Norðurlandi eystra.

12.40 13.40 14.10 14.50 15.20

17:30 Taktíkin Ólafur Stefánsson handboltakempa verður í spjalli hjá Skúla Braga.

16.20 16.50 17.50 18.00 18.15 18.20

18:00 Að Norðan Magnús á Íbishóli, Dansstúdíó Alice, ný álma hjá SAK og Árshátíð Valsársskóla.

18:30 Karlar og krabbamein Samantektarþáttur um umfjöllun N4 í Mottumars sem nýlega er liðinn.

19:00 E&A úr listalífinu Kaktus vinnustofa og gallerí, listadeild Seyðisfjarðarskóla o.fl.

EITT & ANNAÐ

19:30 Þegar

18.53 19.00 19.25 19.35 19.45 20.55 22.35 00.35 02.20

Hallgrímur Eymundsson greindist 2 ára með taugahrörnunarsjúkdóm.

KrakkaRÚV Skólahreysti (4:6) Hafið, bláa hafið (4:7) Hafið, bláa hafið: Á tökustað (4:6) Vikan með Gísla Marteini Hemsley-systur elda hollt og gott (7:10) Frumkvöðlakrakkarnir Heilabrot Kiljan Í helgan stein (4:6) Harry Styles á tónleikum í Manchester Ég vil fá konuna aftur Bannorðið (1:6) Táknmálsfréttir KrakkaRÚV Landakort HM kvenna í fótbolta: Leiðin til Frakklands (3:8) Lottó Fréttir Íþróttir Veður Alla leið (3:5) Saga kúrekastúlku Bíóást: The Piano Conviction Útvarpsfréttir í dagskrárlok

20:00 Að Austan - valið efni Heimagerð Hot-sauce úr Berufirði, reiðhjólaviðgerðir á Fáskrúðsfirði o.fl.

20:30 Landsbyggðir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði er gestur Karls Eskils.

21:00 Föstudagsþátturinn Rafbílaframtíðin, það sem er helst á döfinni hjá Stígamótum og JóiP x Króli

n4sjonvarp

n4sjonvarp

FÖSTUDAGS ÞÁTTURINN

13:50 14:15 16:00 16:20 16:45 17:05 17:30 17:55 18:20 18:45 19:30 20:15 22:20 00:05

Happy Together (2018) Skandall (1:4) Malcolm in the Middle E. Loves Raymond The King of Queens How I Met Your Mother Futurama (3:16) Family Guy (15:21) Our Cartoon President Glee (1:20) The Voice US (15:23) About Time John Wick Vanilla Sky

Ekki missa af því sem er framundan eða því áhugaverðasta úr sjónvarpinu okkar!

Komdu í stóran hóp fylgjenda okkar á Facebook og Instagram!


Kjötborðið Gildir til 22. apríl á meðan birgðir endast.

Hagkaup Akureyri

20% 20% afsláttur

afsláttur

Lambafile með fitu

4.639

Lambalæri

1.679

kr/kg

verð áður 5.799

kr/kg

verð áður 2.099


SUNNUDAGUR

28. apríl 21:00 Nágrannar á Norðurslóðum Skemmtilegir mannlífsþættir sem N4 vinnur í samstarfi við KNR, grænlenska ríkissjónvarpið.

Við kynnumst frændum okkar í norðri og skyggnumst inn í líf þeirra og menningu.

07.15 11.00 12.10 12.40 13.45 14.15 15.15 15.45 16.15 17.40 17.50 18.00 18.01 18.25 19.00 19.25 19.35 19.45 20.15 20.55 21.45 22.35 00.20

12:20 12:40 13:05 13:50 14:15 16:00 16:20 16:45 17:05 17:30 18:30 19:05 19:45 20:10 21:00 22:30 23:30 00:15

KrakkaRÚV Silfrið Menningin - samantekt Guðrún Á. Símonar Grænkeramatur Louis Theroux: Heilaskaði Heillandi hönnun (1:2) Neytendavaktin Díana og ég Bækur og staðir Táknmálsfréttir KrakkaRÚV Stundin okkar Gleðin í garðinum Fréttir Íþróttir Veður Landinn Hvað höfum við gert? Sæluríki (8:8) Babýlon Berlín (8:16) Nahid Útvarpsfréttir í dagskrárlok

The King of Queens How I Met Your Mother Top Chef (4:15) The Good Place (11:12) Life Unexpected (8:13) Malcolm in the Middle E. Loves Raymond The King of Queens How I Met Your Mother 90210 (2:24) Líf kviknar (5:8) Kokkaflakk (2:5) Happy Together (2018) Skandall (2:4) Yellowstone (1:9) Ray Donovan (10:12) The Walking Dead The Living Daylights

1. maí markaður 2019

Árlegi vormarkaðurinn í Árskógi verður haldinn þann 1. maí nk. kl. 13-16. Í boði er ýmiskonar handverk, matvara, húðvörur, límmiðar, notað og nýtt. Flott kaffihlaðborð | Enginn posi. 6-12 ára 800 kr. 13 ára og eldri 1500 kr.

Kvenfélagið Hvöt, Árskógsströnd


Opnunartímar: Mánud. - föstud.: 11:30 - 13:30 & 17:00 - 21:30 Laugardaga: 17:00 - 21:30 STRANDGÖTU 13 - 600 AKUREYRI - kruasiam@kruasiam.is - www.kruasiam.is

Við erum á fésbókinni

Frá og með 10. sept. verður Krua Siam lokað á sunnudögum í vetur!

Hádegishlaðborð Kr. 1.890,- / Kr. 1.990,- m. gosi Alla virka daga frá kl. 11:30 - 13:30

Sótt/Sent Tilboð 1

(fyrir tvo eða fleiri)

Tilboð 2

(fyrir tvo eða fleiri)

• Djúpsteiktar rækjur • Steiktar eggjanúðlur með kjúklingi • Kjúklingur í massaman karrý • Hrísgrjón

• Djúpsteiktar rækjur • Kjúklingur í massaman karrý • Svínakjöt í súrsætri sósu • Hrísgrjón

4.180,- kr. fyrir tvo 2.090,- kr. á manninn

Fyrir þrjá eða fleiri:

Tilboð 3

Tilboð 4

Fyrir þrjá eða fleiri:

(fyrir tvo eða fleiri)

• Kjúklingur í massaman karrý • Svínakjöt í gulu karrý • Steiktur kjúklingur í ostrusósu m. papriku & lauk • Hrísgrjón 4.380,- kr. fyrir tvo Fyrir þrjá eða fleiri: 2.190,- kr. á manninn

4.180,- kr. fyrir tvo 2.090,- kr. á manninn

(fyrir tvo eða fleiri)

• Djúpsteiktar rækjur • Steikt nautakjöt í ostrusósu • Steiktar eggjanúðlur með kjúklingi • Fiskur í sætri chilisósu • Hrísgrjón 4.380,- kr. fyrir tvo 2.190,- kr. á manninn

Fyrir þrjá eða fleiri:

2l gosdrykkur kostar kr. 350 m. tilboðum

Ath. Gerum ekki breytingar á tilboðum

Heimsending eftir kl. 17 Heimsendingargjald 700,- kr.

Hægt er að skoða matseðil í sal á heimsíðunni www.kruasiam.is


MÁNUDAGUR

29. apríl

13.00 Útsvar 2014-2015 (1:28) 14.00 92 á stöðinni (11:20) 14.25 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónvarps 14.40 Maður er nefndur 15.20 Af fingrum fram (1:17) 16.05 Hvað höfum við gert? 16.45 Silfrið 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.50 Krakkafréttir 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.30 Veður 19.35 Kastljós 19.50 Menningin 20.05 Joanna Lumley í Japan 21.00 Svikamylla (1:10) 22.00 Tíufréttir 22.15 Veður 22.20 Spandau Ballet: Popptónlist með sál 00.05 Dagskrárlok

20:00 Ég um mig (e) Ræðum við Maríu Finnbogadóttur afreksíþróttakonu á skíðum sem flutti ung út til þess að ná langt í skíðamennskunni. Hittum Örnu Védísi Bjarnadóttur, blakkonu. Síðan gera Ásthildur og Stefán Elí þáttastjórnendur upp fyrstu skrefin í sjónvarpi.

20:30 12:40 13:05 13:45 14:10 16:00 16:20 16:45 17:30 18:15

Taktíkin Egill Heinesen og Arnar Már Sigurðsson mæta fyrir hönd stjórnar blakdeildar KA til þess að ræða þann gríðarlega uppgang sem hefur verið í greininni hjá félaginu. Að baki slíkum árangri liggur mikil vinna margra einstaklinga.

KYNNINGAR MYNDBÖND

19:00 19:45 20:10 21:00 21:50 22:35 23:20

AUGLÝSINGAR

Hvað getum við gert fyrir þig?

GRAFÍK

BEIN ÚTSENDING

Heyrðu í okkur með verkefnið þitt! N4 rekur öfluga framleiðsludeild og við bjóðum heildarlausnir á þínu efni.

How I Met Your Mother Dr. Phil (55:155) Will & Grace (10:18) Crazy Ex-Girlfriend Malcolm in the Middle E. Loves Raymond The King of Queens Dr. Phil (40:152) The Tonight Show Starring Jimmy Fallon The Late Late Show with James Corden The Good Place (12:12) Top Chef (5:15) Hawaii Five-0 (18:25) Blue Bloods (16:22) Shades of Blue (3:10) The Tonight Show Starring Jimmy Fallon


% 0 5 30 örum

af skíðav

SKÍÐ

I SKÍ SÖLU AÐIL

ÐI SK

I HOR

NIÐ K AUPV A

NGSS TRÆ

TI 4,

ÍÐI

600

AKUR

EYRI

Opið virka daga frá kl 10 - 18 og á laugardögum frá kl 10 - 16 Kaupvangsstræti 4 - Akureyri - 461 1516 - utivistogveidi@simnet.is


Fylltu út reitina með tölustöfum frá 1-9. Markmiðið er að fylla út alla reitina án þess að sami tölustafurinn komi fyrir oftar en einu sinni í hverjum dálki, lóðréttri eða láréttri línu.

9

7 2

2

2

4

1

5

8 4

5

1

9

3 9 6

2

7

3

8

6 8

5 1

9 1 7 6

9

6 9

3

2

9

7

5

7

4 2 1

7 8

1 3 4

8

8

2 2

1

6

5

5

8

4

7 5

8

9 3

2

8

9 3

9 1

3

6

2

8 4 2

5

4

3 7 8

1

8

7

9

7

1

4

2

5 8

6

3

4

1

2

3

4

5

9

8

6

1

3

2

5

7

4

6 2

5 8

1 9

8

6

5

9

6

1

4

4 Erfitt

9 7

3

Miðlungs

7

2

5

2

3

Miðlungs

1

7

Létt

2

1

3

7

Létt

9

8

5

9 2

7 9

6

2

8 7

1

3

7 6

6 2 5

1 4 8

8 3

4

2 Erfitt


TILBOÐ FYRIR EINN  3 RÉTTIR  HRÍSGRJÓN  33 cl GOS TILBOÐ A

TILBOÐ B

Djúpsteiktar rækjur m/súrsætri sósu Kjúklingur m/kasjúhnetum Steiktar núðlur m/kjúkling

Djúpsteiktir kjúklingavængir Hunangsgljáð svínakjöt Steiktar núðlur m/kjúkling

TILBOÐ C

TILBOÐ D - VEGAN

Vorrúllur m/grænmeti Lambakjöt í karrý Steiktar núðlur m/kjúkling

Vorrúllur m/grænmeti TOFU m/grænmeti Hrísgrjónanúðlur

TILBOÐ FYRIR TVO  3 RÉTTIR  HRÍSGRJÓN  2 ltr GOS TILBOÐ A

TILBOÐ B

1890.-

3980.-

TILBOÐ C

Djúpsteiktar rækjur m/súrsætri sósu Djúpsteiktir kjúklingavængir Vorrúllur m/grænmeti Hunangsgljáð svínakjöt Kjúklingur m/kasjúhnetum Lambakjöt í karrý Steiktar núðlur m/kjúkling Steiktar núðlur m/kjúkling Steiktar núðlur m/kjúkling

TILBOÐ FYRIR ÞRJÁ  4 RÉTTIR  HRÍSGRJÓN  2 ltr GOS TILBOÐ A

TILBOÐ B

TILBOÐ C

Djúpsteiktar rækjur m/súrsætri sósu Djúpsteiktir kjúklingavængir Hunangsgljáð svínakjöt Kjúklingur m/kasjúhnetum Steiktar núðlur m/kjúkling Steiktar núðlur m/kjúkling Nautakjöt m/chillisósu Lambakjöt í karrý

Vorrúllur m/grænmeti Lambakjöt í karrý Steiktar núðlur m/kjúkling Kung Pao kjúklingur

OPNUNARTÍMI HJÁ OKKUR YFIR PÁSKANA: SKÍRDAGUR FÖSTUDAGURINN LANGI PÁSKADAGUR ANNAR Í PÁSKUM

5980.-

17.00-22.00 17.00-22.00 17.00-22.00 17.00-22.00

S: 537-9888


AKUREYRI

SAMbio.is

17.-23. apríl

16

16

NÝTT Í BÍÓ Mið-þri kl. 20:00 og 22:20

Mið-þri kl. 22:20

9

L

ÍSLENSKT TAL Mið kl. 17:40 Fim-mán kl. 15:00 og 18:00 Þri kl. 17:40

Mið kl. 17:20 Fim-mán kl. 15:00 Þri kl. 17:20

9

Mið kl. 19.40 Fim-mán kl. 17:00 og 19:40 Þri kl. 19:40

Keyptu miða á netinu á www.sambio.is. Munið ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN! ÞRIÐJUDAGSSTILBOÐ 50% afsláttur af miðanum.


Kveðjum vetur og fögnum sumri Mið 24. apríl

JÓIPÉ&KRÓLI Fim 25. apríl

Tónleikar kl. 22:00

ROCK PAPER SISTERS & KUL Tónleikar kl. 21:00

Fös 26. apríl

UNNUR BIRNA OG BJÖRN THORODDSEN Tónleikar kl. 20:30

Lau 27. apríl

Á MÓTI SÓL

Tónleikar kl. 22:00

Forsalan er á Backpackers Akureyri, grænihatturinn.is og tix.is


17.-23. apríl 12

L

Fös.- þri. kl. 20 og 22:15

16

Mið-þri kl. 20:00 og 22:00

Íslenskt tal

Fös.- þri. kl.Mið-mán 20 og 22:15 12 kl. 16:00 og 18:00 Þri kl. 18:00 Enskt tal Mið-þri kl. 22:10

L

L

12

12

Mið.- m. kl. 17: 45 og 20 Fös.- þri. kl. 17:45

12

Mið. og m. kl. 17:45 Síðustu sýningar

Mið-þri kl. 18:00 og 20:00

Mið.- m. kl. 20 og 22:15 Fös.- þri. kl. 17:45

ÍSLENSKT TAL Lau og sun kl. 15:40

PÁSKABÍÓ

12

19.-22. apríl Mið og m kl.22:15 Síðustu Allar sýningar myndir12 á kr. 990,Lau.- sun. kl.

14

ÍSLENSKT TAL Mið-fös kl. 16:00 Mán kl. 16:00

Lau.- sun. kl. 14 (2D) og 16 (3D)


Frábær dagskrá alla páskahelgina Mið 17. apríl

KILLER QUEEN

Tónleikar kl. 22:00

Fim 18. apríl

DIMMA Tónleikar fyrir allan aldur kl. 17:00

Tónleikar kl. 22:00

Fös 19. apríl

SÓLI HÓLM

Uppistand kl. 20:00 og 23:00

Lau 20. apríl

VALDIMAR

Tónleikar kl. 22:00

Sun 21. apríl

STJÓRNIN

Tónleikar kl. 22:00

Forsalan er á Backpackers Akureyri, grænihatturinn.is og tix.is


Opnunartímar um páskana Glerárgata Fim. 18. apríl Fös. 19. apríl Lau. 20. apríl Sun. 21. apríl Mán. 22. apríl

(Skírdagur) - kl. 10:00 - 21:00 (Föstudagurinn langi) - Lokað v. breytinga Lokað v. breytinga (Páskadagur) - Lokað v. breytinga (Annar í páskum) - kl. 10:00 - 21:00

Ráðhústorg Fim. 18. apríl Fös. 19. apríl Lau. 20. apríl Sun. 21. apríl Mán. 22. apríl

(Skírdagur) - Lokað (Föstudagurinn langi) - Lokað Lokað (Páskadagur) - kl. 00:00 fram á nótt (Annar í páskum) - Lokað


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.