Jólablað Nettó 2020

Page 14

Plöntufæðisjól Jólin eru að mínu mati besti tími ársins. Það er góð stemning í samfélaginu, fólk er extra gott og vingjarnlegt við hvort annað, þú færð leyfi til að slaka aðeins á og njóta líðandi stundar með fólki sem þér þykir vænt um. Svo er það sem flestir tengja við – að borða allan þennan góða mat sem fylgir hátíðarhöldunum Nú er komið að mínum fimmtu jólum síðan ég byrjaði að borða einungis plöntufæði. Síðastliðin ár hefur innbökuð hnetusteik frá Hauki Tengdó slegið allhressilega í gegn hjá mér á jólunum. Hnetusteikin er klárlega vinsælasti jólamaturinn en þegar líður á hátíðina fer hnetusteikin að verða svolítið þreytt, því maður fær hana nánast í hverju jólaboði sem maður fer í. Þess vegna fannst mér frábært að sjá Seitan Steikina hjá Feed the Viking. Ég er kröfuharður um gæðin á matnum sem ég borða út frá heilbrigði og Seitan steikin fyllir upp í þær kröfur hjá mér. Sem dæmi er hún mjög há í próteini sem ég er afar ánægður með. Svo nær hún að slá tvær flugur í einu höggi með því að bragðast svona vel. Ég mæli með að fólk fái sér hana með gulum baunum, sætum kartöflum, bökuðu grænmeti og sveppasósu. Það verður afar ánægjulegt að geta fengið sér Seitan steikina á móti hnetusteikinni um jólin. Að lokum vil ég hvetja ykkur til að njóta líðandi stundar til hins ýtrasta því hvert einasta augnablik kemur aldrei aftur. Að sýna fólki ást, kærleika og samkennd – því jólin snúast um að vera góð við og tengja við hvort annað. Jólin eru ekki kvöl og pína heldur tími sem við njótum samverustunda með okkar fólki og minnumst þeirra sem standa okkur næst með bros á vör.

Munið að stoppa og anda inn á milli því að jólastressið á það til að hafa óþarflega mikil áhrif á okkur. Hafið það sem allra best. Kærleikur, Beggi Ólafs Bókin Tíu skref í átt að innihaldsríku lífi er kærkomin gjöf þeim sem eru tilbúnir að opna bæði huga og hjarta og leggja á sig vinnu til að bæta eigið líf. Skyldulesning fyrir fyrir fólk á öllum aldri og öllum þorskastigum lífsins. - Inga Dóra Sigfusdóttir, prófessor í sálfræði


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.