Leiðin að hinni fullkomnu jólasteik Ástríðukokkarnir Anton Levchenko og Bjarki Þór Valdimarsson vinna saman alls konar matreiðsluverkefni undir nafninu Matarmenn. Þeir leiða okkur hér í gegnum nokkur lykilatriði varðandi hvernig er best að meðhöndla kjöt yfir hátíðarnar. Þeir telja að þessi skref séu einstaklega mikilvæg. Hvenær á að taka kjötið úr ísskápnum? Þegar við eldum steikur á borð við lambakjöt eða nautakjöt erum við alltaf að leitast eftir því að taka þær úr kælingu ca 2 tímum fyrir eldun til þess að leyfa kjötinu að ná jöfnum hita. Ef við tökum kjötið úr ísskápnum og setjum beint á pönnuna munum við sjá ofeldað kjöt á köntunum en hrátt kjöt í miðjunni. Við erum alltaf að leitast eftir jafnri og fallegri eldun. Hvenær er kjötið tilbúið? Í gömlum matreiðslubókum má finna setningar á borð við „1 kg lambalæri skal eldast í klukkustund í ofninum.“ Þetta er í raun úrelt, að gefa upp kg af kjöti og eldunartíma til hliðar. Allir ofnar eru jú misjafnir og allar steikur misþykkar (tölum nú ekki um ef einn aðili tók kjötið úr ísskápnum 2 tímum fyrr og annar ekki). Það sem að allir ættu að eiga í skápnum heima hjá sér er kjarnhitamælir! Við viljum meina að það sé hjarta eldhússins. Hvíld á kjöti eftir eldun Hvíldin er jafn mikilvæg og eldunin sjálf, ef að við hvílum ekki kjötið missum við mest allan safann úr fallegu steikinni okkar. Við
30
„Hvíldin er jafn mikilvæg og eldunin sjálf, ef að við hvílum ekki kjötið missum við mest allan safann úr fallegu steikinni okkar.“ erum að leitast eftir því að hvíla lambið og nautið að minnsta kosti í 10 mínútur eftir að það kemur úr ofninum. Varðandi kalkúninn er oft talað um að hvíla hann jafn lengi og hann er eldaður. Við skiljum að það er þolinmæði sem flestir hafa ekki en gefið heilum kalkúni að minnsta kosti 30 mínútna hvíld eftir eldun. Gott er að hafa í huga að koma kjötinu af pönnu (eða úr eldfasta mótinu) á kaldan disk svo eldunin haldi ekki áfram. Leggja álpappír ofan á kjötið meðan hvíldin á sér stað, en pössum að loftflæði sé undir álpappírnum. Matarmenn óska öllum gleðilegra jóla og vonum að allir eldi góðan mat yfir hátíðarnar.