4 minute read
Vitranir
Í Vitrunum tefla átta nýir leikstjórar fram sinni fyrstu eða annarri mynd og keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Þessar myndir ögra viðteknum gildum í kvikmyndagerð og vísa veg kvikmyndalistarinnar til framtíðar.
Advertisement
Ameen Nayfeh PAL, JÓR, KAT, íTA, SVÍ 2020 / 96 mín
200 METRAR
200 METERS 28.09 BÍÓ PARADÍS 20.00 OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR)
BB
Mustafa og eiginkona hans Salwa búa 200 metra frá hvort öðru í sitthvoru þorpinu sem eru aðskilin með múr. Dag einn fær Mustafa símtalið sem hverju foreldri kvíðir fyrir: sonur hans hefur lent í slysi. Hann flýtir sér í átt að ísraelsku landamæraeftirlitsstöðinni en er meinaður aðgangur vegna formsatriðis. Föðurástin er hins vegar skrifræðinu yfirsterkari og Mustafa er tilbúinn að leggja allt í sölurnar til að komast til sonar síns. Myndin hlaut nýverið áhorfendaverðlaun á Venice Days-hluta kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum.
NORÐURLANDAFRUMSÝNING Íbúarnir í fátækrahverfi nálægt Madrid eru neyddir til að yfirgefa heimili sín eftir að landið sem þeir búa á hefur verið selt. Á meðan ferlið vindur smám saman upp á sig þurfa meðlimir Gabarre Mendoza fjölskyldunnar að kljást við afleiðingarnar og breytingarnar á lífi sínu, hver á sinn hátt. Alejandro Telémaco Tarraf ARG, KAT, MEX BRE, 2020, 72 mín
EINMANAKLETTUR
PIEDRA SOLA 30.09 BÍÓ PARADÍS 22.30 OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR) Lengst uppi á argentínska hálendinu, í litlu samfélagi sem er staðsett 4000 metra yfir sjávarmáli, býr lamadýrahirðirinn Fidel. Lífsviðurværi hans hefur verið ógnað ítrekað þar sem púma hefur verið að drepa búfénað. Hann heldur af stað í leiðangur til að leita uppi púmuna, þar sem ýmislegt undarlegt kemur í ljós um hann, forfeður hans og dýrið, sem reynist taka hamskiptum.
Isabel Lamberti HOL, SPÁ 2020 / 77 mín
SÍÐUSTU DAGAR VORS
LAST DAYS OF SPRING / LA ÚLTIMA PRIMAVERA 01.10 BÍÓ PARADÍS 20:00 OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR) NORÐURLANDAFRUMSÝNING
Philippe Lacôte FRA, KAN, SEN, FÍL 2020 / 93 mín
NÓTT KONUNGANNA
NIGHT OF THE KINGS / LA NUIT DES ROIS
25.09 BÍÓ PARADÍS 22.30 OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR) Ungur maður er sendur til La Maca, fangelsi í miðjum Fílabeinsskóginum þar sem fangarnir ráða ríkjum. Er rauður máni rís á himninum er hann útnefndur hinn nýi Roman og verður gerast sögumaður fyrir hina fangana. Er Roman fréttir hvaða örlög bíða hans samkvæmt reglum La Maca hefur hann engra annarra kosta völ en láta söguna sína endast til morguns.
Cooper Raiff BNA 2020 / 100 mín
SKÍTAPLEIS
SHITHOUSE 27.09 BÍÓ PARADÍS 18.00
Alex er einmana fyrsta árs nemi í háskóla. Heimili hans er 1500 mílur í burtu og það eina sem hann getur hugsað um er að færa sig yfir í skóla nær fjölskyldu sinni. Allt breytist hins vegar nótt eina þegar Alex tekur stökkið og fer í partý í hið alræmda „Skítapleis“ háskólasvæðisins, þar sem hann myndar sterka tengingu við Maggie, nemendafulltrúa heimavistarinnar. Myndin hlaut nýverið aðalverðlaun sem besta leikna kvikmyndin á SXSW hátíðinni. Lemohang Jeremiah Mosese LES, SAF, ÍTA 2020 120 mín
ÞETTA ER EKKI JARÐARFÖR, ÞETTA ER UPPRISA
THIS IS NOT A BURIAL, IT’S A RESURRECTION 29.09 BÍÓ PARADÍS 20.15 OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR) Þegar áttræða ekkjan Mantoa missir eina eftirlifandi son sinn í námuslysi, fer hún að undirbúa sinn eigin dauðdaga. Mantoa pakkar saman eigum sínum og finnur mann úr þorpinu til að grafa sér gröf. Áform hennar um friðsæl ævilok fara hins vegar á annan veg þegar hún kemst að því að byggja eigi uppistöðulón í þorpinu, sem mun setja kirkjugarðinn á flot. Myndin vann nýverið sérstök áhorfendaverðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni.
Charlène Favier FRA 2020 / 92 mín
SVIG
SLALOM 24.09 BÍÓ PARADÍS 20.00 OG Á RIFF.IS (Á MEÐAN MIÐAFJÖLDI LEYFIR) Lyz er 15 ára menntaskólanemi úr frönsku ölpunum sem hefur nýlega hlotið skólavist í eftirsóttum skíðaskóla sem hefur það að markmiði að ala upp framtíðaratvinnumenn skíðaíþróttarinnar. Fred, fyrrum skíðameistari sem hefur snúið sér að kennslu, ákveður að taka sjénsinn á þessum nýja liðsfélaga og reynir að gera stjörnu úr Lyz, þrátt fyrir reynsluleysi hennar. Fyrir tilstilli áhrifa hans mun Lyz þurfa að gangast undir meira en bara líkamlega
og tilfinningalega pressu þjálfunarinnar.
Jeanette Nordahl DAN 2020 / 88 mín
VILLT LAND
WILDLAND
03.10 BÍÓ PARADÍS 20.30
Eftir að móðir hennar deyr í bílslysi flytur hin sautján ára gamla Ida inn til frænku sinnar sem býr ásamt uppkomnum sonum sínum. Heimilið einkennist af blíðu og ást en utan heimilisins lifir fjölskyldan ofbeldisfullu glæpalífi. Þegar óvænt morð ógnar fjölskyldulífinu og hollustu þeirra við hvort annað myndast spenna sem veldur því að ómögulegt reynist að aðskilja ástina frá ofbeldinu. Ida stendur nú andspænis sömu spurningu og móðir hennar gerði áður: Hverju ertu tilbúin að fórna fyrir fjölskylduna þína?