6 minute read
Alþjóðlegar stuttmyndir
Sýnishorn af hugrökkum, listrænum og næmum röddum sem eru valdar af kostgæfni. Hér er á ferðinni hæfileikaríkt kvikmyndagerðarfólk sem með eldmóði sínum kemur okkur á ystu nöf, víkkar ímyndunarafl okkar og veitir ferska sýn á kvikmyndaformið með hverjum ramma.
BRÉFASKIPTI
Advertisement
CORRESPONDENCE / CORRESPONDENCIA Í formi kvikmyndaðra bréfasamtala fjalla tveir ungir kvikmyndagerðarmenn um kvikmyndir, fjölskyldur, arfleið og móðurhlutverkið. Hugleiðingar þeirra eru persónulegar og djúpstæðar og birtast í mikilfenglegum myndum teknum dag frá degi - og bergmála skyndilega í pólitískri neyð heimalandsins.
Dominga Sotomayor & Carla Simón SPÁ, SÍL 2020 / 19 mín
HIMNARNIR TEYGJA SIG NIÐUR AÐ JÖRÐU
HEAVEN REACHES DOWN TO EARTH Staða hinsegin fólks í Afríku, hefðbundnar væntingar til karlmanna í afrískri menningu, og einangrunin sem mörg okkar finna tvinnast saman í myndinni. Hún veitir innsýn í reynsluheim þeirra Tau og Tumelo, en þegar Tau uppgötvar kynhneigð sína sendir það Tumelo í sína eigin sjálfsskoðunarvegferð.
ELDFJALL: HVAÐ DREYMIR LÆKINN?
VOLCANO: WHAT DOES A LAKE DREAM? Fagurfræðileg og myndræn framsetning í bland við vísindalegar frásagnir og hljóðverk. Áhorfandi fer inn í heim náttúrumynda sem breytast í áhugaverðan, óraunverulegan og stjórnlausan heim.
Í BIÐ
ON HOLD / POIKIEN PUHELIN Vissirðu að kynþroskaskeiðið varir að eilífu? Í bið er tilraunastuttmynd sem skoðar bæði félagslega og erfðafræðilega þætti karlmennskunnar. Myndin er byggð á nafnlausum símtölum sem bárust hjálparsíma fyrir drengi og unga menn undir 20 ára.
ÉG ER HRÆDDUR UM AÐ GLEYMA ANDLITINU ÞÍNU
I AM AFRAID TO FORGET YOUR FACE Eftir að hafa verið aðskilin í 82 daga ferðast Adam um erfiðan veg til að verða sameinaður ástinni sinni, sama hvað það kostar.
GERVI
DUMMY / ATKŪRIMAS Glæpamaður notar andlitslausa brúðu til að endurleika grimmilegan glæp. En að óvörum er hann ekki sá sem er dæmdur, þar sem svo virðist vera að einhver leiki tveimur skjöldum í rannsóknarhópunum.
Tebogo Malebogo SAF 2020 / 10 mín
Diana Vidrascu FRA, POR 2019 / 21 mín
Laura Rantanen FIN 2019 / 21 mín
Sameh Alaa EGY, FRA, BEL, KAT 2020 / 15 mín
MYNDIN HENNAR MÖMMU
MOM’S MOVIE Stolta móðirin Maria tekur upp myndband af tveggja ára gamalli dóttur sinni synda. Hún lendir þó í tæknilegum örðugleikum og þarf loks að ganga langt til að koma í veg fyrir martröð allra foreldra.
SKÝJASKÓGUR
CLOUD FOREST Fimm stelpur fara með áhorfendur í ferðalag um reynslu foreldra sinna af stríðinu í fyrrum Júgóslavíu. Frásagnirnar eru samblanda af staðreyndum og hugmyndum, minningum og hughrifum og upplifunum sem foreldrarnir sögðu dætrum sínum. Á meðan stúlkurnar hlusta á sjálfar sig verður áhorfandinn hluti af nánum samskiptum fjölskyldnanna.
REKI
DRIFTING Yan er ólöglegt annað barn foreldra sinna, þar sem hann fæddist í Kína þegar lög og reglur kváðu á um að hjón mættu aðeins eignast eitt barn. Til að forðast það að vera refsað af yfirvöldum sendu foreldrarnir eldri systur Yan í felur og ólu soninn upp sem stúlku.
LAMB GUÐS
THE LAMB OF GOD / O CORDEIRO DE DEUS Sumarfögnuður í portúgölsku þorpi er fullur af tilfinningum og ofbeldi, eins og sjá má í þessari dularfullu mynd um samhenta fjölskyldu.
GLEYMDU ALBERTO NÚNA
FORGET ALBERTO FOR NOW Flóttamaður sem er aðeins þekktur undir nafninu Alberto flýr frá Aþenu til Brussel á fölsuðu vegabréfi. Þremur árum síðar reynir lítið kvikmyndagerðarteymi frá Berlín að gera kvikmynd af ferðalagi hans. Hlutirnir fara hins vegar á allt annan veg.
GULLNA GOÐSÖGNIN
THE GOLDEN LEGEND / LEYENDA DORADA Fólk á öllum aldri skemmtir sér við sundlaugina í Montánchez á Spáni. Þau njóta stundarinnar til fulls undir árvökulu augnliti hinnar heilögu guðsmóður. Átök og ósætti hverfa á braut og þorpsbúar fá verðskuldaða hvíld.
Á MILLI ÞÍN OG MILAGROS
BETWEEN YOU AND MILAGROS / ENTRE TÚ Y MILAGROS Milagros er fimmtán ára, og veröld hennar snýst enn í kringum móður hennar. Óvænt kynni við dauðann fá hana hins vegar til að efast um samband þeirra og sína eigin tilvist.
Stella Kyriakopoulos GRÆ, SPÁ 2019 / 13 mín
Eliane Esther Bots HOL 2019 / 18 mín
Hanxiong Bo KÍN, BNA 2019 / 16 mín
David Pinheiro Vicente POR, FRA 2020 / 15 mín
Beina Xu ÞÝS 2020 / 19 mín
C. Garcia Ibarra & I. De Sosa SPÁ 2019 / 11 mín
HJÖRTU OKKAR SLÁ EINS OG STRÍÐ
OUR HEARTS BEAT LIKE WAR / ZCHUHIT BAYAM Með augun límd við ævintýrabók og eyrun við hryllilega frásögn eritrísks flóttamanns, sofnar hinn níu ára gamli Sinai á skrifstofu móður sinnar og hugurinn fer á flug.
Elinor Nechemya ÍSR 2020 / 15 mín
EINMANA FLJÓT
LONELY RIVERS Menn á ýmsum aldri koma saman til að slaka á, hafa gaman og syngja í karaoke. Klukkutímar og dagar líða án hlés og erfitt er að segja til um hvort það sé dagur eða nótt, hver hefur sofnað og hver er nývaknaður. Aðeins nokkrar vísbendingar leyfa áhorfendum að komast nær því að vita eitthvað um þetta undarlega umhverfi.
ÞÖGN ÁRINNAR
THE SILENCE OF THE RIVER / EL SILENCIO DEL RIO Juan er 9 ára gamall strákur sem býr með pabba sínum á fljótandi húsi á Amazon ánni. Í gegnum ferðalag um frumskóginn mun hann uppgötva sannleikann um föður sinn.
EITTHVAÐ TIL AÐ MINNAST
SOMETHING TO REMEMBER / NÅGOT ATT MINNAS Vögguvísa fyrir heimsendi. Tvær dúfur heimsækja dýragarð án dýra, snigill fer til læknis til að láta mæla í sér blóðþrýstinginn, og á tilraunastofu CERN hefur eitthvað farið hræðilega úrskeiðis. Sex augnablik frá okkar tíma, eins og minningar þess heims sem við munum skilja eftir.
Mauro Herce FRA, SPÁ 2019 / 28 mín
Francesca Canepa PER 2020 / 13 mín
Niki Lindroth von Bahr SVÍ 2019 / 5 mín
SALSA
Það er eftirmiðdagur í Buenos Aires og tónlist hljómar á dóminískri hárgreiðslustofu. Þar koma saman ýmsir karakterar með mismunandi bakgrunn og tengjast í gegnum tónlistina á stofunni. Allt frá dönsurum og tónlistarflytjendum til viðskiptavina hárgreiðslustofunnar.
Igor Dimitri POR, ARG 2020 / 13 mín
ÉG ELSKA ÞIG ALLTAF
I LOVE YOU ALWAYS / NDAGUKUNDA DÉJÀ Eftir að hafa hitt rúandískan föður sinn í Montreal í fyrsta sinn 28 ára að aldri leggur blaðamaðurinn Sébastien Desrosiers af stað í ferðalag til forfeðralands síns í leit að svörum, 25 árum eftir þjóðarmorðin í landinu.